Ástin 12 02 2016

Page 1

fréttatíminn

Ástin

Besta ástarsaga íslenskra bókmennta Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi

Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016

Hvað er þessi ást? Er hún ómissandi? Er hægt að lækna sært hjarta og er okkur ætluð bara ein og aðeins ein? Fréttatíminn leitaði á náðir þriggja ástfanginna kvenna og fékk þær til þess að deila með okkur sinni sýn á þessu ógnarsterka afli sem ástin er.

Ástarsaga Arnasar og Snæfríðar stendur upp úr „Ástarsaga Arnasar og Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni stendur upp úr. Hún er laus við alla tilfinningasemi – og endar að sjálfsögðu illa. Lögmannsdóttirin unga og heimsmaðurinn fella hugi saman. Hann dæmir föður hennar síðar frá æru og embætti en Snæfríður gefst ekki upp heldur knýr málið áfram eftir dauða hans. Heiður ættarinnar krefst þess að Arnasi sé komið á kné, jafnvel þótt hún elski hann, og hefur sigur. En til hvers? Nótt í Kaupmannahöfn tala þau um að ríða um landið á hvítum hestum en í lok bókar sér Jón Hreggviðsson hana ríða af þingi, ásamt gömlum vonbiðli, á svörtum hestum.“ Sunna Dís Másdóttir nemi og gagnrýnandi

Ógleymanleg ástarjátning Jóns Kalmans „Enginn íslenskur höfundur skrifar betur um ást en Jón Kalman Stefánsson og hvergi hefur hann gert það betur en í Birtan á fjöllunum. Ástarjátning Starkaðar til Elku, með lograuða hárið, er ógleymanleg.“

Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Móður Náttúru

Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur

Nauðsynlegt að kunna elska sjálfan sig

Líf án ástar frekar bragðlaust

Hvað er ástin? Það er erfitt að skilgreina ástina á einhvern einn máta, hún á sér margar birtingarmyndir. Ástin er þetta mjúka, þetta hlýja, þetta fallega afl sem fær mann til að langa til að verða betri manneskja. Ég skildi orðtakið ást við fyrstu sýn þegar ég sá dóttur okkar í fyrsta skipti og fékk hana í fangið í Kína árið 2005. Þá upplifði ég svo innilega hvernig hjartað mitt opnaðist og þessi litla mannvera eignaði sér stærsta staðinn í því. Stundum spyr ég mig að því þegar ég horfi á hana hvort það sé virkilega hægt að elska eina manneskju alltaf meira og meira og svarið er alltaf já! Skiptir ástin máli? Án ástarinnar væri lífið heldur tómlegt. Óhrædd opnum við hjarta okkar og leyfum ástinni að taka völdin vitandi það að þessi dýpsta

sæla getur á einu augnabliki breyst í blæðandi hjartasár og hyldjúpan skerandi sársauka. En það er partur af lífinu því er svo mikilvægt að lifa í þakklæti fyrir það líf sem við höfum fengið og allt það góða fólki sem umlykur okkur og á stóran þátt í að við getum sagst vera hamingjusöm. Ástin er allstaðar og er tungumál sem allur heimurinn skilur, hún auðgar lífið og er hvati til góðra verka.

Hvað er ástin? Ástin er svefnleysi. Fyrst í upphafi sambands þegar fólk er svo spennt fyrir hvort öðru að það getur ekki sofnað. Svo þegar það heldur vöku fyrir hvort öðru með skemmtilegri næturleikfimi og seinna þegar ávextir ástarinnar vekja foreldra sína ítrekað yfir nóttina og allt of snemma á morgnana. Ég myndi ekki þola svona slitróttan svefn fyrir neitt annað en ástina.

Er hægt að lækna særða ást? Tíminn læknar öll sár. Það er undir hverjum og einum komið hvort hann vill fyrirgefa og halda áfram og finna sitt jafnvægi lífinu eða dvelja í sársaukanum með tilheyrandi erfiðleikum sem eftirsjá og reiði elur af sér. Stundum þarf einfaldlega að sleppa tökunum og treysta á að sárin grói. Láta almættið um stjórnina og halda áfram að róa.

Skiptir ástin máli? Ætli mannkynið væri ekki löngu útdautt ef fólk yrði ekki ástfangið. Fyrir mig er líf án ástar frekar bragðlaust. Hún dýpkar og víkkar allar upplifanir og hjálpar mér að forgangsraða. Annars er ég frekar ástsjúk og elska manninn minn, strákana mína, vini mína og fjölskyldu af öllu hjarta, meðal annars af því að mér finnst svo gott að þau skuli öll elska mig á móti.

r geggjaði

ilmir

náttú

Er hægt að lækna særða ást? Móðir mín sagði einu sinni: „Stundum þurfa hlutir að brotna til þess að hægt sé að líma þá aftur saman.“ Fólk getur verið í bældum, vansælum samböndum í áratugi án þess að kvarta, en oft er betra að tala út um hlutina og hreinsa loftið, jafnvel þó það sé erfið vinna er gott að leggja hana á sig. Ég held það sé hægt að lækna flest, en svo er annað mál hvort að öll ást sé þess virði að lækna hana. Hvernig ræktið þið ástina? Sofa saman og tala saman, í góðu jafnvægi. Það segir Kristína Berman, vinkona mín, sem er ansi klók kona. Hún sagði líka að þegar hjón ræða saman (rífast) sé best að haldast í hendur eða hafa einhverja líkamlega snertingu. Það er ómögulegt að segja andstyggilega hluti við makann þegar þú ert nálægt honum og heldur í höndina á honum.

ruleg

inniha

ldsefn

i

íðan

ll veitir ve

parab

en frí

tt

erð

k áf ú j m i k l si

gott

ina

úð h r i fyr


fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016

2|

Besta ástarsaga íslenskra bókmennta Anna Lea Friðriksdóttir útgefandi hjá Sölku

Ástarævintýri þriggja barna móður og menntskælings „Fáir komast með tærnar þar sem Bergsveinn Birgisson er með hælana þegar kemur að því að skrifa fallegan texta og Svar við bréfi Helgu hefur allt sem til þarf; forboðna ást, kímni, erótík og að sjálfsögðu trega,“ segir Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku sem kveðst líka hrifin af Angantý eftir Elínu Thorarensen. „Angantýr er minningabók um samband Elínar við Jóhann Jónsson skáld. Það telst sannað að ýmsir fjölskyldumeðlimir og áhrifamenn í íslensku menningarlífi reyndu að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar enda var Elín fráskilin þriggja barna móðir en Jóhann menntskælingur á meðan ástarævintýri þeirra varði. Þema bókarinnar er ekki nýtt af nálinni, sú von að ástin sigri boð og bönn og mótlæti samfélagsins. Þetta ástarævintýri fékk ekki farsælan enda en texti Elínar er gullfallegur og þessi litla bók á stórt pláss í mínu hjarta.“

Ostaást?

Egill Helgason stjórnandi Kiljunnar

Búrið er troðfullt af ótrúlega girnilegu ostagóðgæti og öðru gúmmulaði.

Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námsskránni. Engar frímínútur og heldur engin heimavinna. Afþreying fyrir ostelskandi einstaklinga.

Blíðar og óblíðar ástir í Sölku Völku „Salka Valka. Þar eru blíðar ástir, óblíðar ástir, svik og harmur og togstreita og bókin hefur verið leið margra ungmenna inn í verk Halldórs Laxness.“

Egill örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins

Aldarspegill og saga um ást og harm

Komin tími til að kíkja í Búrið? Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18 Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400

www.burid.is

„Ég slæ saman í eina, Karitas án titils og Óreiðu á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Bækurnar eru fyrst og fremst stórbrotin og kröftug þroskasaga konu sem fer sínar eigin leiðir, en frásögnin um ástir Karitasar og Sigmars er eins og

Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur og höfundur bókarinnar Mínímalískur lífsstíll

Kunnum að meta hvunndaginn Hvað er ástin? Ástin er stórhættuleg, lífsnauðsynleg, yndisleg og stundum hinn mesti vandræðagripur! Ástæðan fyrir því að sumt fólk forðast ástina er áhættan, það er svo vont ef ástin bregst – þess vegna er hún svo hættuleg. Ég lenti í því um daginn að fá magnað hræðslukast við tilhugsunina um hvernig lífið yrði ef ég missti ástina mína. Þetta er auðvitað eðlilegur fylgifiskur þessa góða fyrirbæris. Sá sem elskar óttast ekkert meira en að missa ástina sína – en óttinn má að mínu mati ekki standa í vegi fyrir því að fólk elski og sækist eftir ástinni! Skiptir ástin máli? Það er ekkert fyrir ást og ekkert eftir ást þannig að ástin er allt sem skiptir máli. Ástin sigrar allt! Er hægt að laga særða ást? Ef ég skil þessa spurningu rétt þá fjallar hún um það hvort sá sem er svikinn af ástinni sinni geti rétt úr kútnum aftur, jafnvel fundið nýja ást og kannski gleymt þessari gömlu. Ég hef séð þetta gerast en það getur tekið langan tíma. Eða stuttan. Það er misjafnt. En ég held að það sé alltaf hægt. Kannski helst ef viðkomandi særð ást reynir ekki of mikið til að af-

særast. Bara er og reynir að vera róleg. Hvernig ræktið þið ástina? Er þetta blað bannað innan 18 ára? Ég veit það ekki hreinlega, við horfum t.d. ekki á sjónvarp, tölum saman í tíma og ótíma um allt og ekkert, dáumst að börnunum okkar saman en reynum líka að eiga okkar prívatstundir. Við kunnum að meta hvunndaginn og gerum okkur far um að láta ekki smáatriði pirra okkur. Svo styttist í fyrsta fullorðinsfríið í langan tíma og slíkt „trít“ er afskaplega gott fyrir ástina! Heldurðu að allir geti fundið hina einu sönnu ást – og er hún til? Það er auðvitað fáránlegt að halda því fram að fyrir mig eða aðra sé bara til EIN sönn ást í öllum heiminum. Hvílík tilviljun að ramba á hana! Hvað ef mér hefði verið rænt í LA árið 1984 (sem hefði getað gerst, skv. ömmu)? Þá væri ég kannski viss um að rapparinn eða kvikmyndamógúllinn væri sá eini sanni, grunlaus um að á Íslandi biði hann og biði, ástin mín eina, aleinn á Ölstofunni. Sá þyrfti að bíða lengi! Ég held að á hverjum stað og á hverjum tíma sé þessa einu sönnu ást að finna. Það þarf bara að hitta á mómentið og finna hana. Og hún er þarna – treystu mér!


ILMURINN KOMINN AFTUR Á ÚTSÖLUSTAÐI

AG_Iceland_210x219.indd 1

18/11/2015 12:23


fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016

4|

Besta ástarsaga íslenskra bókmennta rauður þráður í gegn um bókina. Persónusköpunin er mögnuð, mannlífið fjölbreytt. Þetta er allt í senn, aldarspegill, saga þjóðfélags í mótun, saga kvenna og frelsisbaráttu, saga um ást og harm.“

VALENTÍNUSARDAGURINN

FIMM RÉTTA ÁSTARREMEDÍA

Nanna Rögnvaldardóttir ritstjóri

Saga af venjulegu fólki með raunsannar tilfinningar „Dalalíf Guðrúnar frá Lundi stendur upp úr. Vel sögð og blátt áfram saga af venjulegu fólki með raunsannar tilfinningar, bæði staðfastar og hverfular. Rómantíkin er til staðar, melódramatíkin líka, en sagan er aldrei velluleg og Guðrún, þessi frábæri sögumaður sem sjálf sagðist vera hvergi í íslenskum bókmenntum en er kannski frekar alls staðar, fléttar svo dásamlega vel saman dramatík og hversdagslíf og sýnir svo margar hliðar ástarinnar.“ Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri:

Tímaþjófur Steinunnar sú besta

FRÁ KL. 17

FORDRYKKUR Codorníu Cava FORRÉTTIR

TÚNFISKUR Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ, sýrð vatnsmelóna BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli ÖND & VAFFLA Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa ÞÚ VELUR AÐALRÉTTINN ...

KOLAGRILLUÐ NAUTALUND Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise EÐA

LAX Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð með íslensku, lífrænu svörtu tei

„Laxdæla er hugsanlega besta ástarsagan og Salka Valka þar á eftir, en þær bækur flokkast varla undir hreinar ástarsögur þar sem höfundarnir eru að segja fleiri sögur en bara ástarsöguna og lá svo miklu meira á hjarta en að fjalla bara um ástir. Ef við erum að tala um ekta ástarsögu þá hlýtur Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen að vera ofarlega á blaði. Afar vel skrifuð saga með geðþekkum elskendum sem þurfa að hafa mikið fyrir ást sinni og mæta alls kyns mótlæti. Allt fer þó vel að lokum eins og á að vera í alvöru ástarsögu. Sérlega eftirminnilegar aukapersónur krydda söguna, eins og til dæmis Gróa á Leiti. Þarna er dregin upp góð mynd af íslensku þjóðlífi og dásamleg kvæði í sögunni gleðja svo lesandann. Tímalaus klassík. Það mætti alveg eins nefna Mann og konu eftir sama höfund, en Piltur og stúlka skal það vera!“ segir Kolbrún. „Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur er sennilega besta ástarsaga seinni tíma þegar við miðum við íslenskar bókmenntir. Sterk saga um það hvernig er að vera heltekin af ást.“

Á fyrri hluta 20. aldar var Suðurgatan kölluð Ástarbraut og kirkjugarðurinn var vinsæll staður hjá elskendum. Ljósmyndir | Hari

Ást í Reykjavík Fyrr á tímum gengu pör gjarnan út fyrir miðbæ Reykjavíkur til að fá næði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur þekkir vel til sögu Reykjavíkur. Hann segir að á fyrri hluta 20. aldar hafi nokkrir staðir haft á sér rómantískan blæ. „Suðurgatan var oft kölluð ástarbraut og þangað fóru ungir elskendur, eða fólk sem var að draga sig saman. Það gekk gjarnan þarna um og fór inn í kirkjugarðinn sem þá var kannski fegursti bletturinn í borginni. Hólavallakirkjugarður var bæði gróðursæll og friðsæll á þeim tíma,“ segir Guðjón. „Svo fór nú orð af því að stelpur sem voru að slá sér upp með sjóliðum, sem komu oft hingað á þessum tíma, færu vestur á mela með þeim. Fólk fór mikið út í Örfirisey. Þá var ekki bílfært þangað og gengið var eftir mjóum hafnargarði til að komast í lautir og hóla sem þótti rómantískt. Þegar ég var á menntaskólaaldri fór fólk á bílum út í Örfirisey og síðan var bílunum lagt og fólk fór eitthvað í kelerí. Ég man alltaf eftir því að einn bekkjarbróðir minn í menntaskóla fékk lánaðan bíl pabba síns og við fórum stundum í gamni þangað. Þá slökkti hann á ljósunum og ók hægt upp að bílunum sem fólk var að kela í og kveikti svo skyndilega á háu ljósunum. Þá varð auðvitað uppi fótur og fit í bílunum!“ Guðjón segir að á þessum tíma hafi verið þrengra um fólk og stórar

Guðjón Friðriksson.

fjölskyldur voru kannski saman í tveimur herbergjum. „Áður en fólk eignaðist bíla var ekki um annað að ræða en fara eitthvert. Þetta er allt öðruvísi nú þegar fólk hefur eigin herbergi og nóg er af vistarverum. Í dag eru líka allir þessir barir og veitingahús. Það breyttist margt þegar bílarnir komu – um allan heim. Bílarnir gáfu fólkinu frelsi. Þá fór fólk að fara út úr bænum, upp að Kolviðarhóli, að Lögbergi eða Geithálsi. Gjarnan þar sem voru veitingastaðir.“ -hdm

Fallegur undirfatnaður er persónuleg og falleg Valentínusargjöf Í versluninni Mary Carmen í Lágmúla 7 er mikið úrval af nærfatnaði, korselettum, náttkjólum og fleiru. Ef kaupa á brjóstahaldara er sniðugt að kíkja á stærðarmiðana heima áður og fá svo hjálp frá starfsfólkinu í Mary Carmen. Brjóstahaldari á mynd kostar 7.995 krónur.

EFTIRRÉTTUR

SÚKKULAÐIRÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn

Skemmtileg nýjung

7.990 kr. Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

Kanínueggið er vatnshelt sílikonegg með sjö mismunandi púls-stillingum. Það kostar 7.995 krónur og fæst í Adam og Evu, Kleppsvegi 150 og á Akureyri.


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur — og rós fyrir dömuna á Valentínusardag!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


6|

fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016

Kynningar | Veislur

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Þurfa að panta rósir að utan Rauðar rósir ótvíræður sigurvegari Valentínusardagsins í Blómavali. Unnið í samstarfi við Blómaval

Valentínusarmatseðill Sushi Samba FORDRYKKUR – Glas af Codorníu Cava

Túnfisk tataki með spínat purée, steiktum edamame baunum, ristuðu gulrótarmauki og ylliblómageli

Humarvindill með chorizo, döðlum og chilisultu

Surf´n turf rúlla með avókadó, humar tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy mayo og chili crumble

• • •

Nigiri Túnfiskur með jalapeno mayo og kimchee Lax með jalapeno mayo og wakame Nautalund með sellerýrótarmayo og kardimommugljáa

EFTIRRÉTTIR

Grænt te og yuzu með græn-te mús, yuzu randalínu, yuzu sykurpúðum, græn-te „crumble“ og yuzu-sorbet

Súkkulaði fudge með blönduðum ávöxtum, karamellusósu og mjólkursorbet 7.790 kr. Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisamba.is

FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS

Íslendingar eru farnir að tileinka sér Valentínusardaginn í auknum mæli og ófáir sem nýta hann til þess að gleðja ástina, ekki síst með blómum. Dagurinn er einn af stærstu dögum ársins í Blómavali. Að sögn Díönu Allansdóttur, deildarstjóra blómaskreytinga, höfðar dagurinn frekar til unga fólksins en þeirra sem eldri eru. Þó sé einnig nokkuð um að eldri kynslóðir noti þennan dag til þess að gleðja makann eða þann sem verið er að gera hosur sínar grænar fyrir. „Valentínusardagurinn er líka alþjóðlegri en þessir dagar sem við erum með í okkar menningu þannig að við fáum líka mikið af fólki af öllu þjóðerni til okkar,“ bætir Díana við. Rauðar rósir eru lang vinsælastar þennan dag og almennt er rautt ríkjandi litur í skreytingum um þetta leyti í Blómavali, enda rauður óumdeilanlega litur ástarinnar. „Þetta er eini dagurinn á árinu sem við þurfum að panta rósir að utan, íslenskir bændur ná ekki að anna eftirspurninni. Við reynum að eiga eins mikið af rauðum túlípönum og hægt er en unga fólkið virðist bara vilja rósirnar,“ segir Díana og bætir

við að salan á dögum eins konudeginum sé hins vegar töluvert ólík, þá seljist blandaðir vendir og túlipanar til jafns við rósirnar. Díana segir vinsælt að fólk grípi einhverja litla gjöf með blómunum, til dæmis súkkulaði eða snyrtivörur og er úrval af slíku mikið í Blómavali. Allar upplýsingar um úrvalið í Blómavali má finna á www.blomaval.is.


fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016

|7

Kynningar | Veislur

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Hótel Búðir er vinsæll staður fyrir veislur. Búðir henta vel fyrir brúðkaupsveislur, ráðstefnur og algengt er að fyrirtæki komi með starfsfólk þangað í hópefli.

Töfrar við rætur Snæfellsjökuls Hótel Búðir hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir gæði og þjónustu. Unnið í samstarfi við Hótel Búðir Við rætur Snæfellsjökuls standa Hótel Búðir í öllu sínu veldi í umhverfi sem ekki er hægt annað en að heillast af. Andinn sem svífur þar yfir vötnum er einstaklega ljúfur og flestir sem eyða þar tíma koma aftur. Staðurinn til dæmis einstaklega vinsæll þegar kemur að brúðkaupum og þá gildir einu hvort um sé að ræða stórar veislur eða bara brúðhjónin. Það sem fáir vita er að um 80% brúðhjóna sem gifta sig á Hótel Búðum eru erlendir ferðamenn sem koma til landsins gagngert til þess að upplifa einstakan anda hótelsins og umhverfisins. „Þá erum við að tala um stórar veislur þar sem brúðhjónin leigja allt hótelið en segja má að það gisti hér nýgift hjón nánast hverja nótt,“ segir Daði Jörgensson hótelstjóri. Hann segir hverja einustu helgi sumarsins upppantaða fyrir brúðkaup í sumar og nú þegar séu komnar margar pantanir fyrir sumarið 2017 þannig að fólk í brúðkaupshugleiðingum sem hefur augastað á Hóteli Búðum þarf að hafa hraðar hendur. En ekki er alveg öll nótt úti enn með sumarið. „Núna erum við hins að fara að ganga á eftir því að staðfesta og svona, stundum eru breyttar aðstæður hjá fólki og þá opnast eitthvað og þá eru það Íslendingarnir sem oft nýta sér það,“ segir Daði. Hann leggur áherslu á að Hótel Búðir sé ekki stórt hótel og alltaf sé reynt að uppfylla kröfur gesta. Ekki er bara vinsælt að halda brúðkaup þar heldur er einnig vel búinn ráðstefnusalur sem hentar vel fyrir 20-30 manns. „Fyrirtækin hafa líka verið að koma hingað í hópefli og þeir hópar hafa fengið að dreifa úr sér hérna á hótelinu og hafa algerlega sína hentisemi,“ segir Daði. Gjafabréfin hafa fest sig í sessi á Hótel Búðum og margir sem nýta sér gott úrval þeirra. Eitt þeirra, sem nú er á sérstöku tilboðsverði, er Vetrarbréfið sem felur í sér gistingu fyrir tvo í tveggja manna herbergi og þriggja rétta málsverð „Eftir

kenjum kokksins“. Þá er boðið upp á allt það besta og ferskasta hverju sinni úr eldhúsinu og gesta bíður óvæntur glaðningur á herberginu. Nú kostar pakki af þessu tagi 34.900 krónur. Þetta bréf gildir frá októberdesember og frá janúar-apríl. Gjafabréfin Dekurdagur eru með vinsælustu gjafabréfunum og gildir þá einu hvort fólk vill gleðja elskuna sína eða gefa einhverjum sem því þykir vænt um gjöf sem skilur eftir sig dásamlega minningar. „Þetta hefur verið mjög vinsæl gjöf hvort sem það er handa ástvini eða í

afmælisgjafir eða aðrar tækifærisgjafir. Fyrirtæki hafa einnig verið dugleg við að kaupa Dekurdaga sem gjöf fyrir starfsmenn sína við sérstök tilefni og það hefur vakið mikla lukku,“ segir Daði. Stærsta ferðatímarit heims, hið virta Condé Nast, kaus Hótel Búðir sem eitt af þrjátíu bestu hótelum Norður-Evrópu árin 2014 og 2015 og nú árið 2016 var hótelið valið eitt af 100 bestu hótelum í heimi. „Þetta eru mjög stór verðlaun í þessum heimi svo þetta er mikill heiður, “ segir Daði.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.