Sjávarútvegur 24 09 2016

Page 1

SJÁVARÚTVEGUR Laugardagur 24. september 2016

EINAR ÞÓR LÁRUSSON Verðlaunaður fyrir 40 ára starf í sjávarútvegi og matvælaiðnaði. 2

ICELAND FISHING EXPO SÝNINGIN Fer fram í Laugardalshöll um næstu helgi.

2

TRILLAN Nýr spurningaleikur og fræðsluvefur um sjávarútveg.

Mynd | Bloomberg

Hlíðasmára 8 og Spönginni 13 Nú einnig í Skipholti 70

6


2 SJÁVARÚTVEGUR

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Verðlaunaður fyrir nýsköpun í matvælaiðnaði og sjávarútvegi Einar Þór hefur ­starfað við matvælaiðnað frá árinu 1972. Hann ákvað að niðursuðufræði væru eitt­hvað fyrir sig þegar ríkisstjórnin tilkynnti það árið 1971 að efla skyldi mat­ vælaiðnað á Íslandi. Erlendir sérfræðingar mæltu með niðursuðu og ­Einar greip hug­ myndina á lofti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

etta er auðvitað viðurkenning á mínum störfum og gott til að láta vita af mér, þó flestir í þessum bransa viti nú reyndar af mér,“ segir Einar Þór Lárusson sem hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslenska sjávarklasans sem afhent verða við opnun Sjávarútvegssýningarinnar, þann 28. september næstkomandi.

Niðursuðan góður kostur

Einar á sér langa og merka sögu í nýsköpun tengdri íslenskum matvælaiðnaði og sjávarútvegi, en hann hóf fyrst störf hjá Ora árið 1972. Þá hafði kviknað hjá honum áhugi á niðursuðufræðum. „Þetta byrjaði þannig að árið 1971 þá tók ríkisstjórnin ákvörðun um að efla matvælaiðnað á Íslandi. Magnús Kjartansson var þá iðnaðarráðherra og við vorum nýgengin í EFTA. Það voru fengnir sérfræðingar frá útlöndum til að segja ríkisstjórninni hvað væri best að gera í þessum efnum. Þar kom fram að niðursuða væri góður kostur fyrir Íslendinga. Ég var þá 18 ára, heyrði þetta, greip á lofti og fannst þetta vera eitthvað fyrir mig,“ segir Einar um hvernig það kom til að hann ákvað að læra niðursuðufræði.

Lærði í Noregi

Skömmu síðar hélt hann svo til Noregs þar sem hann lærði fræðin við Norges Hermetikkfagskole í Stavangri í Noregi. Þaðan lá leiðin til Vardö í Norður-Noregi til náms í fisktækni við Statens fagskola for fiskeindustri. Einar starfaði sem niðursuðufræðingur í Noregi í sex ár að námi loknu, áður en hann hélt

Aftur til Ora Einar er kominn hringinn. Hann réð sig nýlega til Ora, en þar hóf hann einmitt störf árið 1972.

aftur til Íslands með þekkingu sína, þar sem hann tók við verksmiðjustjórastöðu hjá nýstofnaðri niðursuðuverksmiðju í Grindavík.

Viðurkenningin kom á óvart

Einar hefur starfað í Grindavík mestallan sinn feril ásamt því að sinna vöruþróun hjá ýmsum fyrirtækj-

Það voru feng­ nir sérfræðingar frá útlöndum til að segja ríkisstjórninni hvað væri best að gera í þessum efnum. Þar kom fram að niðursuða væri góður kostur fyrir Íslendinga. Ég var þá 18 ára, heyrði þetta, greip á lofti og fannst þetta vera eitthvað fyrir mig.

Við erum á sjávarútvegssýningunni

um, bæði hér heima og erlendis, frá aldamótum. Nýlega réð hann sig þó til starfa hjá Ora, Akraborg og Lýsi. „Ég er búinn að fara hringinn,“ segir Einar kíminn og vísar þar til þess að hann er aftur kominn til Ora, þar sem ferillinn hófst. Aðspurður hvort það hafi ekki mikið breyst á þessum rúmu fjörutíu árum, segir Einar aðferðirnar vera þær sömu, það eina sem hafi breyst sé vélakosturinn. Einar segir það mikinn heiður að fá viðurkenningu fyrir sín störf. „Það segir svo mikið út á við. Hamingjuóskum hefur rignt yfir mig, líka frá mönnum sem eiga stóran þátt í því sem ég hef verið að gera. Maður er aldrei einn. Það kom mér reyndar mjög á óvart að fá þessa viðurkenningu. Maður er ekkert að hugsa út í svona lagað, þannig ég var mjög hissa.“

Sjávarútvegur 2016 Sýningin Iceland Fishing Expo fer fram í ­Laugardalshöll um næstu helgi.

HJALLABREKKA 1 - 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 564 3000 - www.loft.is - loft@loft.is

Sýningin Iceland Fishing Expo – Sjávarútvegur 2016 verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.-30. september næstkomandi. Um er að ræða vettvang fyrir fagaðila og aðra áhugasama til að kynna sér framfarir og nýjungar innan sjávarútvegsgeirans. Áhersla verður lögð á að stilla verði sýningarbása í hóf og einnig verður boðið upp á þá nýjung að sýnendur fá eins marga boðsmiða inn á sýninguna og þeir óska, þeim að kostnaðarlausu. Þannig gefst fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, tækifæri til að kynna vörur sínar fyrir inn-

lendum sem og erlendum aðilum. Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Tæknibylting hefur orðið í útgerð og vinnslu sem hefur komið íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Fjöldinn allur af sprotafyrirtækjum hefur litið dagsins ljós, fyrirtækjum sem þróað hafa aðferðir til að vinna úr fiskinum hinar ýmsu afurðir. Má þar t.d. nefna snyrtivörur, lyf, vítamín og vörur unnar úr fiskroði. Það er því óhætt að fullyrða að það verði af ýmsu að taka á sýningunni.


KYNNINGAR SJÁVARÚTVEGUR 3

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Nýr spurningaleikur og fræðsluvefur um sjávarútveg Mikilvægt að auka áhuga ungs fólks á öllu því er viðkemur hafinu.

Í

slenski sjávarklasinn hefur opnað nýjan spurningaleik og fræðsluvef sem tengist sjávarútvegi og lífríki sjávar. En eitt af markmiðum Sjávarklasans er að vekja áhuga á sjávarútveginum og hlutverki hans í íslensku samfélagi. Leikurinn nefnist Trillan og er hannaður fyrir snjallsíma, spjald- og borðtölvur.

Kolmunni Stofninn getur orðið mjög stór og er meðal tíu mest veiddu fisktegunda í heiminum. Mynd | Trillan.is

Samhljómur í hópnum

Fróðleikur af Trillan.is

„Fyrir þremur árum hittust forsvarsmenn þeirra skóla sem sinna framhaldsmenntun í tengslum við hafið í Sjávarklasanum. Það var samhljómur um það hjá hópnum að mikilvægast væri að auka áhuga ungs fólks á öllu er viðkemur hafinu. Og í kjölfarið var farið að þróa smáforrit, sem bæði er leikur og hefur upplýsingagildi,“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans um hvernig smáforritið varð til.

Meginuppistaða samfélagsins Í Trillunni reynir á þekkingu á sjávarútvegi og lífríki sjávar á skemmtilegan máta. Þar verður hægt að lesa sér til gagns og gamans sem og prófa kunnáttu sína á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Íslendingar hafa líklega margir gott af því að auka þekkingu sína á þessu sviði og í spurningaleiknum er stuðlað að því. Margir gera sér nefnilega kannski ekki grein fyrir því að sjávarútvegurinn er ein meginuppistaðan í íslensku samfé-

Þarf að auka áhuga Leikurinn og heimasíðan eru sniðin að ungmennum en fólk á öllum aldri hefur gagn af.

lagi. Leikurinn og heimasíðan eru miðuð að ungmennum en hvort tveggja getur þó verið fróðlegt fyrir alla aldurshópa.

Ókeypis forrit

Leikurinn og síðan eru gerð með það í huga að ungt fólk sjái fjöl-

breytileikann og tækifærin sem íslenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða. „Við erum sannfærð um að allar þær atvinnugreinar sem tengjast hafinu, þær fara ekki langt nema unga fólkið sýni áhuga,“ segir Þór. Trillan hefur verið unnin í

samstarfi við Rannsóknarsjóð síldarútvegsins og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. Hægt er að sækja smáforritið ókeypis bæði í Playstore fyrir Androidtæki og í Appstore fyrir iPhone og iPad.

Kolmunni er þorskfiskur sem sker sig úr ættinni vegna þess að hann er uppsjávarfiskur og mikill torfufiskur. Kolmunninn er langur og grannur og er neðri hluti fisksins silfraður. Að innan er munnur kolmunnans svartur og þaðan kemur nafn hans. Miðað við þorskættina er hann smár, yfirleitt undir 30 cm, en hann verður allt að hálfum metra. Í fæðuleit flakkar kolmunninn mikið um norðaustanvert Atlantshafið eða allt frá norður af Rússlandi að Grænlandi og alveg niður að Marokkó nyrst í Afríku. Kolmunnastofninn getur orðið mjög stór og er hann á meðal tíu mest veiddu fisktegunda í heiminum. Enn er langmest, eða meira en 95%, af kolmunnanum sem er veiddur við Ísland, brætt í fiskimjöl og lýsi þó að frysting til manneldis aukist. Sæktu appið og spreyttu þig á þekkingu í sjávarútvegi og lífríki sjávar.

www.naust.is

ATW kerfið, Automatic Trawl Winch kerfið er afrakstur þriggja áratuga þróunarvinnu starfsmanna okkar - alla tíð í náinni samvinnu við íslenska sjómenn. Ekkert annað fyrirtæki í heiminum hefur framleitt stýribúnað fyrir rafknúnar togvindur í jafn mörg og glæsileg fiskiskip og Naust Marine.

Yfir 100 ATW kerfi um borð í skipum um allan heim. Er ATW kerfi um borð í þínu skipi?

⁞ Við hlökkum til að sjá þig á bás B17 Miðhella 4 | 221 Hafnarfjörður | s: 414 8080


4 SJÁVARÚTVEGUR KYNNINGAR

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Bylting í fiskvinnslu FleXicut eykur sjálfvirkni og bætir nýtingu.

Unnið í samstarfi við Marel

Marel býður heim

F

rá því að Flexicut vatnsskurðarvélin frá Marel kom á markað fyrir tveimur árum hefur hún vakið mikla eftirtekt og reynst betur en menn þorðu að vona. Vélin notar háþróaða röntgentækni til að greina og staðsetja beingarð í ferskum þorsk, ýsu og karfaflökum, sker beingarðinn burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni og hlutar flakið niður í bita eftir ákveðnum skurðarmynstrum. „Við höfðum unnið að þróun þessarar vélar í mörg ár og sáum mjög mörg tækifæri í henni fólgin, aðallega fyrir íslenska framleiðendur til þess að bæta nýtingu, auka sjálfvirkni og fækka handtökum í snyrtingu,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel í fiskiðnaði. „Krafan um aukna sjálfvirknivæðingu úti í heimi er líka mikil, til dæmis í Noregi þar sem vinnuafl er dýrt, er mikið af aflanum er frystur og sendur til Rússlands eða Kína í vinnslu. Þar höfum við verið að sjá gríðarlega stór tækifæri með þessu kerfi og erum svona hægt og rólega að innleiða þetta á fleiri mörkuðum.“ Á Íslandi hefur nýju tækninni verið tekið afar vel og er kerfið nú þegar komið hjá Vísi í Grindavík, Fisk Seafood í Skagafirði og svo hjá Nýfiski og Jakob Valgeir í Bolungarvík auk þess sem ný vél verður sett upp hjá HB Granda í Vopnafirði í næsta mánuði. „Það sem er áhugavert við þessa tækni er möguleikinn að skera niður mannafla sem vinnur við þessi einhæfu verk sem eru frekar líkamlega krefjandi. Nú eru tvö ár síðan við innleiddum fyrstu vélarnar og við sjáum alltaf betur og betur hvernig þessi tækni er að nýtast.

Mikil sjálfvirkni

Upphaflega markmiðið var að auka sjálfvirknina hefur klárlega náðst en það sem markaðurinn er einnig að taka mjög vel á móti er möguleikinn á að skipuleggja niðurhlutun á flakinu mjög vel fyrirfram. Vélin mælir flakið á alla kanta í

Stella Kristinsdóttir „Krafan um aukna sjálfvirknivæðingu úti í heimi er mikil.“

Eftir frábærar viðtökur í fyrra býður Marel nú fiskframleiðendum öðru sinni á einstakan viðburð, Whitefish ShowHow, sem fer fram þann 10. nóvember í Kaupmannahöfn. Um er að ræða heilsdags viðburð með vandaðri dagskrá þar sem nýjustu tækni- og hugbúnaðarnýjungar Marel verða kynntar. Boðið verður upp á umfangsmikla sýningu á háþróuðum tækja- og hugbúnaðarlausnum Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi. Áhersla er lögð á hvernig búnaður, kerfi og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að uppfylla kröfur neytenda og fylgja almennum straumum á borð við: meiri áherslu á ferskvöru, virðisaukandi vinnslu og aðlaðandi vörukynningu. Samhliða verður boðið upp á gestafyrirlestra og málstofur um málefni sem varða iðnaðinn. Á síðasta ári komu ríflega 170 gestir frá 17 löndum á Whitefish ShowHow. Viðburðurinn er einstakt tækifæri fyrir framleiðendur til að kynnast því hvernig lausnir Marel hámarka hráefnisnýtingu, auka matvælaöryggi, stytta vinnslutíma, minnka framleiðslukostnað og bæta öll ferli í virðiskeðjunni. Þátttakendur fá einnig dýrmætt tækifæri til þess að hitta aðra forystumenn í hvítfiskiðnaði í heiminum og lagt er upp úr því að skapa áhugaverðan umræðuvettvang. Viðburðurinn fer fram í Progress Point, sýningarhúsnæði Marel Kaupmannahöfn, Danmörku. Sjá nánar á marel.is

Í fararbroddi á heimsvísu í fiski, kjöti og kjúklingi

Hárnákvæmt „Vélin notar háþróaða röntgentækni til að greina og staðsetja beingarð í ferskum þorsk, ýsu og karfaflökum.“

þrívídd og getur lagt til hvað flak af þessari stærð á að skerast í marga og stóra bita og getur jafnframt tekið mið af pöntunum viðskiptavinia sem liggja fyrir,“ segir Stella. „Þetta er mikil sjálfvirkni og við erum að sjá mikla aukningu í hávirðishlutfalli á hverju flaki.“ Flexicutvélin ein og sér er tiltölulega nett og passar því inn í flest vinnsluhús, en hún skilar þó bestum árangri í heildarkerfi. Slíkt kerfi inniheldur þá Flexisort afurðadreifikerfi sem skilur að sporð, hnakka og þunnildi frá hvoru öðru og senda svo hvern bita sjálfvirkt á réttan stað, t.d. í frystingu eða pökkunarflokkara.

Flexicut kynnt Frá því að Flexicut vatnsskurðarvélin frá Marel kom á markað fyrir tveimur árum hefur hún vakið mikla eftirtekt.

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.700 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.

Notendavænn hugbúnaður

Mjög mikilvægur liður í þessu kerfi er án efa tengingin við Innova hugbúnaðinn en það sem fáir vita er að Marel er eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins. „Langflest tæki okkar geta tengst framleiðsluhugbúnaði okkar sem heitir Innova. Innova hugbúnaðurinn getur verið allt í senn, upplýsinga-, pöntunar-, stýri- og samhæfingarhugbúnaður sem gerir alla vinnslu skilvirkari auk þess sem rekjanleiki er tryggður jafnt í stórum sem litlum framleiðslufyrirtækjum. Innova er afar notendavænt og er hægt er að nota hugbúnaðinn í gegnum spjaldtölvur.“

Heildarkerfi Flexicutvélin ein og sér er tiltölulega nett og passar því inn í flest vinnsluhús, en hún skilar þó bestum árangri í heildarkerfi.


KYNNINGAR SJÁVARÚTVEGUR 5

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Gott starfsfólk og áratuga reynsla

Heildarlausnir og hagkvæmur valkostur í innanlandsflutningum og vörudreifingu Unnið í samstarfi við Eimskip

Stórbætt aðstaða

E

imskip Flytjandi býður upp á daglegar ferðir til allra landshluta árið um kring. Að flutninganetinu standa Eimskip Flytjandi og samstarfsaðilar, sem saman veita samræmda flutningaþjónustu um land allt. Þjónustumiðstöðvar eru í öllum helstu þéttbýliskjörnum og leggur Eimskip Flytjandi kapp á að veita viðskiptavinum heildarþjónustu á hverjum stað.

*Eimskip Flytjandi sérhæfir sig í flutningi á kæli-og frystivörum og býður einnig upp á vörudreifingu til einstaklinga og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig rekur Eimskip Flytjandi mjög öflugt fiskflutningakerfi um land allt hvort sem það er flutningur af fiskmörkuðum á landsbyggðinni eða dreifing á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir tæpum fjórum árum tók Eimskip Flytjandi í notkun Klettakæli – þjónustumiðstöð fyrir ferskan fisk, en þar er aðstaða til móttöku og afhendingar á ferskum fiski frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni sem er síðan dreift áfram til fiskkaupenda í tengslum við áætlunarflutninga Eimskips Flytjanda um allt land. Í Klettakæli er boðið upp á fullkomnustu aðstöðu á Íslandi til að meðhöndla ferskan fisk fyrir dreifingu sem uppfyllir allar kröfur og reglugerðir um meðhöndlun á ferskum fiski. Með tilkomu hússins varð öll aðstaða varðandi lestun, losun og meðhöndlun á ferskum fiski stórbætt og í takt við þarfir markaðarins um órofna kælikeðju og fyrsta flokks vörumeðhöndlun. Í Klettakæli er öll starfsemi undir einu þaki og meðal annars hleðsluop undir skyggni sem tryggir hreinlæti og gæði.

*Eimskip Flytjandi býður þannig upp á heildarlausnir í innanlandsflutningum og vörudreifingu og leggur áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina um flutningsmáta, ferðatíðni og hagkvæmni. Markmiðið er að vera hagkvæmur valkostur í innanlandsflutningum á Íslandi og að veita framúrskarandi þjónustu. Eimskip Flytjandi hefur byggt upp öflugt flutninganet og flestum áfangastöðum er þjónað daglega.

*Eimskip Flytjandi leggur mikla áherslu á að öll vörumeðhöndlun á hitastýrðum sendingum frá móttöku til afhendingar sé í samræmi við kröfur viðskiptavina um órofna kælikeðju. Kæli-og frystiklefar eru á öllum helstu þjónustumiðstöðvum og einnig uppfylla bílar og tæki ströngustu kröfur um vörumeðhöndlun. Eimskip Flytjandi flytur jafnframt smápakka, almenna vöru, búslóðir og sér einnig um allan gámaakstur sem tengist innog útflutningi til og frá landinu með Eimskip. Að flutninganetinu standa, auk Eimskips Flytjanda, sjálfstæðir flutningsaðilar sem veita samræmda þjónustu um allt land.

*Um 80 viðkomustaðir eru í flutninga­neti Eimskips Flytjanda og þjónustumiðstöðvar eru starfandi í öllum landshlutum. Lögð er áhersla á að koma sendingu til viðskiptavina örugglega til skila á sem skemmstum tíma, hvort sem um er að ræða lítinn pakka eða stóra vörusendingu. Styrkur Eimskips Flytjanda liggur í góðu starfsfólki og áratuga reynslu á sviði innanlandsflutninga. Hjá Eimskip Flytjanda starfa um 230 starfsmenn um allt land.

*Eimskip Flytjandi rekur mjög öflugt fiskflutningakerfi um land allt hvort sem það er flutningur af fiskmörkuðum á landsbyggðinni eða dreifing á höfuðborgarsvæðinu. Í flutningakerfinu eru fluttar matvörur, byggingavörur o.fl. út á land sem og ferskur fiskur og unnin matvara frá landsbyggðinni. Fiskflutningar eru því mikilvægur þáttur í flutninganeti Eimskips Flytjanda. Mikil áhersla er lögð á fyrsta flokks vörumeðhöndl-

un og hraða þjónustu, þannig er t.d. ferskur fiskur sem er seldur á fiskmörkuðum og er tilbúinn til afgreiðslu fyrir klukkan 17 á daginn kominn til móttakanda strax næsta morgun á Suðvesturhorninu. Veruleg þjónusta er einnig hjá Eimskip Flytjanda í kringum akstur á afurðum til útflutnings frá dyrum framleiðanda til útflutningshafna Eimskips og einnig eru tíðar áætlunarferðir með ferskar sjávarafurðir til Keflavíkurflugvallar.


6 SJÁVARÚTVEGUR

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Konurnar í brúnni Karen Kjartansdóttir, Hallveig Ólafsdóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Kvennakvótinn í góðu lagi

Heilsudrykkur vekur heimsathygli

Samtökum félaga í sjávarútvegi, SFS, er að stærstum hluta stjórnað af ­konum sem er nýlunda í þessum iðnaði þar sem karlar hafa gegnum áratugina staðið í brúnni og haldið um stjórnartaumana.

Þ

rjár konur standa fremst meðal jafningja hjá SFS; Karen Kjartansdóttir samskiptastjóri, Hallveig Ólafsdóttir hagfræðingur og Heiðrún Lind Marteinsdóttir sem tók við stöðu framkvæmdastjóra SFS í ágúst. Auk þeirra þriggja má geta kvenna sem sinna ýmsum störfum innan SFS, til að mynda Helgu Thors sem hefur starfað að kortlagningu markaðsverkefnis og í sama húsi og SFS vinnur Hrefna Karlsdóttir að vottunarmálum í fiskveið-

um. Þrátt fyrir að alvanalegt sé að konur vinni í sjávarútvegi er jákvætt skref að svo margar konur sitji í stjórnunarstöðum. Að sögn Karenar hefur þessi þróun verið hröð en mikilvæg. „Nútímavæðing sjávarútvegsins hefur skapað konum fleiri tækifæri innan hans og tengdum greinum. Það er svo sérlega gleðilegt að sjá hve opnum örmum atvinnugreinin hefur tekið þessari breytingu ef svo má segja. Konur styðja hver aðra og það hafa karlarnir líka gert. Vonandi heldur þessi þróun áfram og

sérstaklega væri gleðilegt væri ef stjórnmálin færu einnig á sömu mið fljótlega,“ segir Karen. Árið 2013 var félag kvenna í sjávarútvegi stofnað, KIS. Félagið var stofnað af 10 konum í sjávarútvegi og mynduðu þær stjórn þessa félags sem hefur eflst og stækkað frá ári til árs frá stofnun. Tilgangur KIS er að efla og styrkja konur innan iðnaðarins sem og utan. Formaður KIS er Freyja Önundardóttir, útgerðarstjóri Önundar ehf.

Inniheldur collagen sem bætir heilsu og hreyfigetu. Alda er nýr heilsudrykkur frá Codland sem kom á markað í sumar. Drykkurinn inniheldur collagen sem búið er til úr þorskroði, en um er að ræða prótein sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu. Það örvar umbrot frumna í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum en efnið styður til dæmis vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Notkun collagens getur jafnframt dregið úr hrukkumyndun. Alda hefur vakið mikla athygli og lukku meðal neytenda og annarra. Og þá ekki bara drykkurinn sjálfur, heldur líka umbúðirnar. Á dögunum var til að mynda fjallað um drykkinn í einu áhrifamesta umbúða- og vöruhönnunarveftímariti heims, Dieline. Tímaritið hefur þann tilgang að kynna áhugaverða og flotta hönnun frá öllum heimshornum, en hönnuður umbúða Öldu er Milja Korpela.

ÞEGAR GÆÐI SKIPTA MÁLI Lyftarar, loftpressur og bátavélar í hæsta gæðaflokki ásamt bestu þjónustu sem völ er á.

KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK 590 5100


KYNNINGAR SJÁVARÚTVEGUR 7

FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Farsæl reynsla af DynIce togtaugum í heilan áratug „Sumir töldu það hreina firru að hengja rándýr veiðarfæri aftan í einhverja spotta.“

Unnið í samstarfi við Hampiðjuna

Í

þessum mánuði eru tíu ár liðin frá því að Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE 55, tók 2x730 metra af 36 mm DynIce togtaugum um borð í skipið og reyndi þær í yfir­ borðsveiði á makríl og síld. Hamp­ iðjan lagði til togtaugarnar og var Guðmundur Huginn með þær um borð fram á vorið 2007. Þá keypti hann heilan gang af DynIce tog­ taugum, 2x2000 metra langar. „Það er vert að minnast þess að við fengum fyrst að reyna togtaugarnar um borð í vorleið­ angri Árna Friðrikssonar RE í maí 2006. Þar voru þær í raun próf­ aðar í fyrsta skipti hér við land. Það gerðum við með því að festa taugarnar ofan á togvíra skipsins til að kanna hvort það væri hægt að nota togtaugar án þess að taka áður allan togvírinn af vindun­ um. Þetta gekk eftir án þess að taugarnar eða vírinn skemmdust við notkunina,“ segir ­Guðmundur Gunnarsson, þróunar­stjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni. ­Guðmundur segir að það hafi verið að undirlagi Guðmundar Bjarnasonar, skipstjóra á Árna Friðrikssyni, og Hjálmars heitins Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, að leyfi fékkst til að prófa taugarnar í vor­ leiðangri skipsins.“

Styrkleikinn kom á óvart

Guðmundur Huginn man vel eftir þessum tímamótum. „Okkur líkaði strax mjög vel við togtaugarn­ ar og léttleiki þeirra og styrk­ leiki kom okkur verulega á óvart. Það voru ekki allir sem höfðu trú

á togtaugunum og sumir töldu það hreina firru að hengja rándýr veiðarfæri aftan í einhverja spotta og treysta þeim til að slitna ekki og hverfa með verðmætunum í djúpið,“ segir Guðmundur Huginn sem upplýsir að aðeins einu sinni á þessum tíu árum hafi togtaug slitnað hjá Hugin VE. „Endingin á togtaugunum virðist vera einstaklega mikil og við erum t.d. bara einu sinni búnir að skipta um taugar á þessum tíu árum. Það sá ekki á taugunum en við þorðum ekki annað en að skipta. Um leið fékk ég sömuleiðis 2 mm sverari taugar og við eigum nú taugar sem við getum notað í grandara næstu áratugina. Þetta er ein­ faldara með vírana. Þeir ryðga og maður sér strax hvenær skipta á þeim út. Líftími víra er líka miklu styttri en togtauganna.“ Tog­ taugarnar um borð í Hugin VE eru mest notaðar í yfirborðsveiði og Guðmundur Huginn segir ekki óalgengt að um 370 metrar af taugum séu úti á slíkum veið­ um. „Við höfum líka notað DynIce togtaugarnar á djúpsjávar­ veiðum þegar verið er að veiða kolmunna og þá eru 1100 til 1650 metrar af taugum í sjó hverju sinni,“ segir Guðmundur Huginn en að sögn hans var það önnur bylting í veiðarfæratækninni að fá DynIce höfuðlínukapalinn til að nota með taugunum. „Þetta smellpassar saman því floteig­ inleikinn er sá sami. Við vorum alltaf í bölvuðum vandræðum með vírkapalinn og þá sérstaklega ef beygt var með trollið. Við lentum oft í því á kolmunnaveiðunum að vírkapallinn sökk í beygjum undir taugarnar þannig að hætta var á

Mikil ending Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri Hugins VE, segir endinguna á togtaugunum vera einstaklega mikla.

10 ár Fjölveiðiskipið Huginn VE frá Vestmanneyjum hefur notað DynIce togtaugarnar í áratug með frábærum árangri.

skemmdum. Þetta er ekki vanda­ mál eftir að við fengum DynIce höfuðlínukapalinn. Það sér ekki á honum og endingin virðist vera margföld ef miðað er við vírakap­ alinn sem endist að hámarki í tvö ár.“

Meiri olíusparnaður

Að sögn Guðmundar Hugins er öll vinna um borð miklu léttari og hreinlegri eftir að togtaugarnar leystu togvírana af hólmi. „Okkur reiknast til að taugarnar séu 22 tonnum léttari en sambærilegt magn af vírum. Þetta hefur mikil áhrif um borð í skipum þar sem spilin eru staðsett ofarlega og aftarlega á skipinu. Við fundum

Togvírar Hér má sjá DynIce togtaugar í notkun.

það hjá okkur að skipið gengur hraðar en mestu áhrifin eru hjá mjórri skipum en okkar, sem er 14 metra breitt. Skipin verða stöð­ ugri við það að þyngdarpunkt­ urinn færist neðar og þau verða hraðskreiðari. Þá er ótalinn sá kostur að hægt er að nota minni hlera en með sama árangri og þá stærri. Það skilar sér ótvírætt í minni eldsneytiseyðslu því það eru hlerarnir sem skapa mestu mótstöðuna í sjónum,“ segir Guð­ mundur Huginn Guðmundsson en hann telur að endingartími DynIce togtauganna sé að lágmarki fimm ár og þegar þeim sé skipt út, með réttu eða röngu, þá eigi menn efni í grandara til eilífðar.

„Það er vert að minnast þess að við fengum fyrst að reyna togtaugarnar um borð í vorleiðangri Árna Friðrikssonar RE í maí 2006.“ Guðmundur Gunnarsson Þróunarstjóri veiðarfæra hjá Hampiðjunni


marport.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.