Femingar
Sterk og Sæt Súpa Yesmine Olsson bauð upp á gómsæta súpu þegar hún fermdi í fyrra.
bls. 10 Helgin 21.-23. mars 2014
Tvöföld ferming í Grafarvogi
Tvíburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi fyrir stóra daginn, að finna sal fyrir veisluna og baka kökur. Mamma þeirra saumaði fermingarkjólana eftir þeirra óskum en hún missti það líka út úr sér að stelpurnar fengju Mac Book Air tölvu í fermingargjöf.
Gamalt í tísku Strákar fermast með gamaldags herraklippingu og rakaraklippingu.
bls. 4
bls. 2
Fjölbreyttar gjafir Gjafir tengdar útivist vinsælar hjá fermingarbörnum.
bls. 6
Flott föt Strákar ganga í strigaskóm við fermingarfötin og stelpur í útvíðum pilsum og kjólum.
bls. 20
fermingar
2
Helgin 21.-23. mars 2014
Mamma saumaði fermingarkjólana Tvíburasysturnar Heiða og Ásta Kristinsdætur fermast núna um helgina í Grafarvogskirkju. Þær hafa tekið virkan þátt í undirbúningi veislunnar og bakað veitingar með mömmu sinni. Á undirbúningsnámskeiði fyrir ferminguna söfnuðu þær fyrir vatnsbrunni í Afríku með fermingarsystkinum sínum.
Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Fermingarbörnin þar verða um 230 talsins og fermd í 12 hópum. Systurnar völdu sér ritningargrein úr fyrsta sálminum sem þær lærðu þegar þær voru yngri. Ljósmynd/Hari.
Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt.
Óskalistinn minn:
PIPAR\TBWA • SÍA • 130691
Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér.
Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening.
www.gjofsemgefur.is
T
víburasysturnar Ásta og Heiða Kristinsdætur fermast núna á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Þær hafa undirbúið stóra daginn í allan vetur og sótt fermingarnámskeið hjá kirkjunni þar sem þær hafa fræðst um kristna trú og
Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra
Léttar ferðatöskur Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is
SkartgripaskrínLífstíðareign
Tru virtu ál kortahulstur.
Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum.
Kortaveski úr leðri
frá kr. 3900. Nafngylling kr. 1100.
· Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta
lært ýmislegt tengt lífsleikni. Þær systur eru líka í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og skírast þar og fá blessun í apríl. Hópurinn sem Ásta og Heiða fermast með æfði sig fyrir fermingarathöfnina í kirkjunni í vikunni og fékk blaðamaður að fylgjast með. Greinilegt er að það er að mörgu að huga fyrir fermingarbörnin og eins gott að standa upp og setjast á réttum tíma. Stærsti höfuðverkurinn fyrir flesta er þó sennilega að muna ritningartextann sinn og bera hann fram skýrt og skorinort. Grafarvogssókn er stór og fermast þar um 230 börn í vor, í 12 hópum. Fyrstu hóparnir fermast næsta sunnudag. Hvert fermingarbarn velur hvaða ritningargrein það fer með í athöfninni og til hliðsjónar hafa prestarnir tekið saman lista af hugmyndum. Þær systur Ásta og Heiða ætla með sömu ritningargreinina og voru ekki nokkrum vafa þegar kom að valinu. „Ritningin okkar er úr fyrsta sálminum sem við lærðum svo við kunnum hana mjög vel,“ segja þær. Heiða bætir við að hún sé pínu kvíðin yfir því að gleyma textanum. Til allrar hamingju fá fermingarbörnin þó að hafa með sér miða til að kíkja á ef þau skyldu gleyma sínum texta. Eins og áður segir hafa Ásta og Heiða sótt fermingarnámskeið í vetur og undirbúið sig undir ferminguna. Hluti af undirbúningnum var að láta gott af sér leiða og söfnuðu ungmennin pening sem notaður verður til að byggja vatnsbrunn í Afríku. „Við fengum dósir og gengum með þær í hús og söfnuðum pening. Þetta var hluti af stærra verkefni og gert í öllum kirkjum í Reykjavík, held ég,“ segir Ásta. Ásta og Heiða eru líka í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og
skírast þar og fá blessun í apríl og ætla slá veislunum vegna þess og fermingarinnar í Grafarvogskirkju saman núna á sunnudaginn. Aðspurðar hvort ekki hafi verið strembið að læra fyrir báðar athafnirnar segja þær svo ekki vera. „Við notum sömu bókina, Con Dios, svo það var ekki svo flókið. Við erum að mestu leyti að læra það sama.“ Þær segja töluverðan mun á kirkjunum tveimur. „Í Hvítasunnukirkjunni er öðruvísi tónlist. Meira svona popp og allir syngja með lyfta upp höndum. Það getur verið svolítið skrítið fyrir fólk að upplifa það í fyrsta sinn.“ Systurnar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi stóra dagsins í vetur. „Við erum búnar að vera að undirbúa og finna sal og svoleiðis. Svo höfum við líka hjálpað mömmu og vinkonu hennar að baka sumar kökurnar, sem var mjög skemmtilegt.“ Móðir þeirra saumaði kjólana eftir þeirra óskum og ætla þær að vera eins á fermingardaginn. „Við verðum í hvítum kjól með víðu pilsi og blúndu að ofan og á ermum. Yfir verðum við svo í svörtum blazer-jakka og í svörtum skóm við.“ Myndatakan er afstaðin en hana fóru þær í eftir prufuhárgreiðsluna. Þegar Ásta og Heiða eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að fermast stendur ekki á svari. „Til að staðfesta trúna á Guð fyrir fólki.“ Þær segja flesta í sínum bekk fermast, einhverjir þó í annarri kirkju. Systurnar fá Mac Book Air tölvu í fermingargjöf frá foreldrum sínum en áttu þó ekki að fá að vita það fyrir ferminguna. „Mamma sagði okkur það óvart. Það eiginlega datt út úr henni,“ segir Ásta og þær hlæja báðar dátt.
REKSTRARLAND FYRIR FERMINGAVEISLUNA
PIPAR\TBWA • SÍA • 140615
Við léttum þér undirbúninginn fyrir fermingarveisluna og bjóðum mikið úrval af borðbúnaði og veisluvörum, s.s. dúkum, servíettum, diskum, glösum og kertum.
Rekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
www.rekstrarland.is
fermingar
4
Helgin 21.-23. mars 2014
Sífellt fleiri kjósa borgaralega fermingu legrar fermingar felst í því að börnin sæki námskeið þar sem þau eru undirbúin undir það að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Þar er til dæmis farið yfir samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, siðfræði, gagnrýna hugsun, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi og réttindi unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju og trúarheimspeki, baráttu fyrir friði, samskipti kynjanna, umhverfismál, fordóma, sorgarviðbrögð og fleira.
Siðmennt hefur staðið fyrir borgaralegri fermingu í 25 ár og hafa vinsældirnar aukist ár frá ári. Nú í vor ætla um 304 ungmenni að fermast borgaralega hjá Siðmennt en í fyrra voru þau 209 svo aukningin á milli ára er 45 prósent. Þegar fyrsta athöfnin fór fram árið 1989 voru 16 ungmenni sem fermdust borgaralega. Nú í vor verða samtals 9 athafnir á 6 stöðum á landinu. Þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á Akureyri, Flúðum, Fljótsdalshéraði og á Höfn í Hornafirði. Undirbúningur borgara-
Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, hafði frumkvæði að því að bjóða upp á borgarlegar fermingar á Íslandi og sagði frá því viðtali í Fréttatímanum september í fyrra að þegar börnin hennar tvö voru að komast á fermingaraldur skrifaði hún blaðagrein þess efnis að þau ætluðu að verða fyrst á Íslandi til að fermast borgaralega og bauð öðrum að vera með. „Síminn hjá mér byrjaði að hringja þá og hefur ekki stoppað síðan, í tuttugu og fimm ár,“ sagði hún. -dhe
Gamaldags rakaraklipping í tísku hjá strákum Í vor er hártískan hjá strákum undir áhrifum frá Mad Men þáttunum, snyrtilegt hjá eyrum og á hnakka og toppurinn greiddur til hliðar. Mjög sítt hár er í tísku hjá stelpum og vinsælt að setja í það liði eða fléttur.
É VERTU
VAKANDI!
36%
þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. blattafram.is
g mæli alltaf með því að krakkar fylgi ekki ýktum tískustraumum þegar verið er að greiða fyrir ferminguna, heldur hafi hlutina sígilda. Ég veit til dæmis um fólk sem fermdist í kringum 1987 og var í bermúda buxum, með risastóra axlapúða og brodda og þolir ekki fermingarmyndina sína,“ segir Nonni Quest, eigandi hársnyrtistofunnar Kristu/Quest og formaður meistarafélags hársnyrta. Hjá strákum er mikið í tísku núna að vera með gamaldags
VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
Hártískan hjá strákunum er undir áhrifum frá sjónvarpsþáttunum Mad Men.
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
Sítt hár er mikið í tísku hjá stúlkunum og fléttur vinsælar.
herraklippingu og segir Nonni hártískuna minna á Mad Men sjónvarpsþættina. „Þetta eru þessar gömlu, virkilega vel útfærðu herraklippingar. Þá er hárið snyrtilegt í kringum eyrum og á hnakka. Svo er toppurinn greiddur til hliðar. Það má því segja að gömlu rakaraklippingarnar séu að ryðja sér aftur til rúms og svo sannarlega
kominn tími til,“ segir hann. Sítt hár er vinsælt hjá stelpum og segir Nonni það vissa áskorun fyrir hársnyrtifólk. „Þá er hárið þungt og erfiðara viðfangs. Nú er mjög vinsælt að vera með sígildar greiðslur, eins og liði eða fléttur en minna um uppsett hár.“ Sé sett skraut í hárið er tískan í vor að hafa það mjög smátt í sniðum. Liðir eru vinsæl fermingargreiðsla hjá stelpum í vor.
Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri.
Fáanleg í 12 litum
Nánar um sölustaði á facebook
Nonni Quest hársnyrtimeistari mælir með því að fermingarbörnin séu með klassíska hárgreiðslu.
FERÐAFÉLAGI FYRIR HEIMINN
FERÐATÖSKUR GABOL ARTIC Verð frá:
17.999 KR. Fáanlegir litir:
5%
Austurstræti 18
Smáralind
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Strandgötu 31, Hafnarfirði
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Kringlunni
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Álfabakka 14b, Mjódd
Akranesi - Dalbraut 1
Penninn - Hallarmúla 4
afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsi ngar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
fermingar
6
Helgin 21.-23. mars 2014
Gjöf sem gleður um ókomin ár Þegar velja á réttu fermingargjöfina er heillaráð að hafa samband við foreldra eða systkini fermingarbarnsins og spyrjast fyrir um hverju barnið hafi áhuga á og velja gjöfina í samræmi við það. Þau börn sem til dæmis eru í tónlistarnámi gætu viljað eitthvað tengt því og þau sem eru í íþróttum sömuleiðis. Fermingarbörnin eru misjöfn eins og þau eru mörg og því um að gera að verja nokkrum mínútum í undirbúning og gefa gjöf sem hittir beint í mark og gleður barnið á stóra deginum og um ókomin ár. Fréttatíminn gerði óformlega könnun meðal nokkurra fermingarbarna og sígildu gjafirnar - úr, orðabók og svefnpoki eru enn á óskalistunum, ásamt snjallsímum og fartölvum.
Slegið Saman í Stóra gjöf Gaman getur verið að stórfjölskyldan eða foreldrar með ömmum og öfum slái saman í veglega gjöf. Í slíkum tilfellum er til dæmis hægt að gefa dvöl í sumarbúðum, tungumálaeða íþróttaskóla erlendis, reiðhjól, hljóðfæri eða fartölvu.
Fermingartilboð 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr
reiðhjól Specizalized rockhopper 29 frá kríu. Verð 124.990
fallegt í herbergið Um fjórtán ára aldurinn er oft kominn tími til að endurnýja rúm og er það því kjörin fermingargjöf. Sumir óska sér þess líka að fá skrifborðsstól, fallegan lampa, rúmföt eða spegil.
dádýrSlampi frá minju 13.300 kr.
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is
Fermingartilboð 30% afsláttur Ferðataska í millistærð + snyrtitaska
áSt og friður rúmföt frá lín deSign kr. 8.990.
fjallgönguSkór
Fyrir þau ungmenni sem hafa gaman að útiveru eru góðir fjallgönguskór dásamleg gjöf. Tjald, svefnpoki og annað tengt útiveru er líka sígilt fyrir útivistarfólkið.
Verð áður 16.000.- kr.
Verð nú 11.200.- kr.
Salomon kVengönguSkór á fermingartilboði hjá íSlenSku ölpunum. 27.196 kr.
Tösku og hanskabúðin
Skólavörðustíg 7
101 Reykjavík
S. 551 5814
www.th.is
Salomon karlagönguSkór á fermingartilboði hjá íSlenSku ölpunum. 29.596 kr.
fermingar
7
Helgin 21.-23. mars 2014
skarTgripir
Tækin
Mörg ungmenni óska sér einhverra tækja að gjöf, eins og til dæmis snjallsíma eða myndavélar. Hjá öðrum er heyrnartól, hátalarabox til að tengja við tölvu og síma eða lítið sjónvarp á óskalistanum.
Armbandsúr er alltaf sígild fermingargjöf. Núna eru ermahnappar vinsælir hjá strákum og sígilt að gefa stelpum fallegan skartgrip.
ermahnappar frá siggu og TÍmó. 24.500 kr.
Timber blueTooTh hárTalari hjá Tekk Company. 29.500 kr.
orðabækur
Orðabók er sígild nytsamleg gjöf. Einnig er hægt að gefa áskrift að rafrænni orðabók. Sígildar bókmenntir er gjöf sem aldrei fellur úr tísku.
TIL HAMINGJU MEÐ FERMINGUNA! Póstlistinn minn heldur utan um heimilisföng boðsgestanna á þægilegan hátt þegar þú þarft að bjóða í fermingu. Þú getur líka hannað skemmtilegt boðskort og sent það með persónulegu frímerki sem setur punktinn yfir i-ið.
Íslensk orðabók hjá eymundsson 14.999 kr.
Fyrir fjarstadda aðstandendur eru persónuleg skeyti með ljósmynd úr eigin myndasafni sniðug leið til að slá í gegn hjá fermingarbarninu.
www.postur.is
Íslensk/ensk orðabók hjá eymundsson 8.899 kr.
Íslensk ullarTeppi
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 – 0 5 8 8
Ullarteppi er hægt að nota um aldur og ævi og úrvalið af fallegum íslenskum teppum gott.
SKEYT
I
ginn. ingarda með ferm ir k s ó ju haming nilegar inni. m þér in ð u tí d n m e a s Við t vel í fr r farnas Megi þé kar
órdís ok
Elsku Þ
Dóri og
Teppi frá sveinbjörgu. algengT verslunarverð 21.900 kr.
Lauga
Ferming
Þér/ykkur er bo ðið í ferminguna mína þann 17 . apríl 2014. Athöfnin fer fra m í Digraneski rkju klukkan 11.00 . Að henni lok inni verður boðið til veislu í safnað arheimilinu. Hlakka til að sjá ykkur öll.
fermingar
8
Helgin 21.-23. mars 2014
KYNNING
Náttúruleg förðun með benecos Húðin er stærsta líffærið okkar og því mikilvægt að nota snyrtivörur án skaðlegra efna. Snyrtivörurnar frá benecos henta sérstaklega fyrir unga húð því þær eru lífrænt vottaðar og án allra tilbúinna ilm,- litar- og rotvarnarefna. Förðunarlínan samanstendur af fjölda glæsilegra lita.
F
æðan sem við neytum hefur áhrif á heilsuna okkar og það sama er að segja um snyrtivörur. Húðin er stærsta líffærið og allt sem við setjum á hana getur farið út í blóðrásina og haft áhrif á líkamsstarfsemina. „Með því að nota lífræn efni styðjum við húðina í sinni náttúrulegu virkni. Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á verði sem ekki hefur áður sést á Íslandi,“ segir Elísabet Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri snyrtivöru hjá Gengur vel. Elísabet segir mikilvægt að þær ungu stúlkur sem kjósa að farða sig, noti náttúrulegar snyrtivörur. Vörurnar frá benecos eru án allra tilbúinna ilm-, litar,- og rotvarnarefna (parabena). Í benecos vörunum er notast við náttúruleg hráefni sem hafa rotvarnareiginleika og því er endingartími þeirra jafngóður og annarra snyrtivara. „Í mörgum snyrtivörum er að finna mikið af alls kyns aukaefn-
um sem geta verið varasöm og ættu í raun alls ekki að vera í vörum sem við berum á húðina.“ Förðunarlínan frá benecos samanstendur af fjölda glæsilegra lita í augnskuggum, varalitum, augn- og varablýöntum, ásamt góðum möskurum, púðri og farða, auk naglalakks í fallegum litum. Vörurnar frá benecos eru á góðu verði og segir Elísabet það á allra færi að kaupa þær. „Margar af vörunum eru einnig vegan svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Snyrtivörurnar frá benecos fást í verslunum Heilsuhússins, Lifandi markaði, Fjarðarkaup, hjá Radísu í Hafnarfirði, Heilsuveri, Systrasamlaginu, Garðsapóteki, Valgerði Sæmundsdóttur, Þórshöfn, Snyrtistofunni Rán, Ólafsvík, Snyrtistofunni Öldu, Egilsstöðum og hjá Tófa.is vefverslun. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.gengurvel.is og á Facebook-síðunni benecos – náttúruleg fegurð.
Ljósir pastellitir og dökkbrún eyelinerlína fer alltaf vel við augun. Mikilvægt er að gera línuna með augnskugga en ekki blýanti. Ljósmynd/Silla Páls
Fyrir myndatökuna á fermingardaginn er gott að hressa förðunina við með léttu púðri og smá viðbót af glossi á varirnar. Ljósmynd/Silla Páls
Létt dagförðun á fermingardaginn Fyrir ferminguna er gott að nota smá farða og bronze púður á kinnarnar til að fá frísklegri blæ en varast að nota of dökka liti. Gloss í fallegum bleikbrúnum- eða ferskjulitum klæða flestar stúlkur og koma náttúrulega út á myndum. Kristín Stefánsdóttir hjá NN-Makeup studio gefur góð ráð fyrir förðun á fermingardaginn.
Þ
Vörur í náttúrulegri förðun
Mildur augnskuggi
Varir: benecos Natural Lipgloss Flamingo
Augu: benecos eyeshadow, so what? dreift á augnlok og aðeins upp á augnbeinið. benecos Maximum Volume Mascara, Smooth Brown á augnhárin.
Húð: benecos natural concealer, light settur undir augu. benecos compact powder, porcelain sett á allt andlitið.
Fermingargjöf fyrir framtíðarfólk
Kinnbein: benecos Powder Blush: Toasted Toffee til að skyggja kinnbein. Sassy Salmon sett á „eplin“ í kinnunum.
brún eyelinerlína og leggur Kristín áherslu á að hún sé gerð með augnskugga en ekki blýanti. „Gloss á varirnar í fallega bleikbrúnumeða ferskjulitum klæða flestar stúlkur og koma mjög náttúrulega út á myndum,“ segir hún. Kristín Stefánsdóttir hefur starfað við förðun í yfir 30 ár. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Förðun skref fyrir skref þar sem konum á öllum aldri er kennt að farða sig á einfaldan og skemmtilegan hátt. Kristín rekur verslunina NN-Makeup studio í Hlíðasmára 8 og er hönnuður förðunarlínunnar NN-Cosmetics sem hefur verið á markaðnum í 30 ár.
Kristín segir fallegt að nota mildan augnskugga yfir allt augnlokið og létta umferð af maskara og mikilvægt að passa vel upp á að nota ekki of mikið af honum. „Síðast er léttur gloss settur á varirnar. Ég mæli með því að sleppa varablýanti því hann getur orðið of áberandi. Á fermingardaginn er viðeigandi að förðunin sé mild en ekki of áberandi.“ Flottir litir sem ganga alltaf við augun eru ljósir pastellitir og dökk-
Lítið frekar en mikið
Á fermingardaginn er mikilvægt að nota ekki of dökka liti og ekki svarta blýanta. „Það er ekki gott að nota blýant og dreifa úr honum. Sömuleiðis með maskarann, þá er mikilvægt að nota ekki of mikið því þá geta myndast klessur og förðunin orðið ónáttúruleg. Sama er að segja með sólarpúðrið, ef of mikið af því er notað, getur það orðið gervilegt.“ Sé ætlunin að fara í förðun hjá fagmanni á fermingardaginn er gott að panta tíma með góðum fyrirvara. Kristín mælir með því að förðuninni sé haldið við með léttu púðri. Fyrir myndatökuna er svo kjörið að bæta glossi á varirnar.
Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf
Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning
Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við.
Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.*
Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.
*Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn
Við bjóðum góða þjónustu
ENNEMM / SÍA / NM61841
egar farðað er fyrir fermingardaginn er lykilatriði að nota frekar of lítið en of mikið svo útkoman verði létt dagförðun,“ segir Kristín Stefánsdóttir, förðunarmeistari hjá NN Makeup studio. Sumir unglingar eru með erfiða húð og vilja hylja bólur eða roða og segir Kristín gott að setja smá farða og bronze púður á kinnarnar til að fá frísklegan blæ.
10
Helgin 21.-23. mars 2014 KYNNING
Fermingarförðun Lancôme
Standandi gleði!
Byrja á því að gefa húðinni góðan raka, hydra zen er mjög gott, það er til fyrir allar húðgerðir . Augabrúnir: Léttar strokur með blýantinum í sömu átt og hárin Augun: Við byrjum á því að setja augnskuggann á allt augnlokið, hann er léttur og gefur fallegan ljóma Maskari: Hann má ekki klessa, þess vegna er Hypnôse Doll eyes fullkominn. Vinna hann með zikk zakk hreyfingum bæði uppi og niðri. Farði: Léttur, púðurkenndur og gefur fallegan ljóma, Miracle Air De Teint . Hann er borinn á með farðabusta, byrja í miðju og vinna út til hliðar . (Vanda skal valið á litnum svo við endum ekki í því að mála alla bringuna líka ) Kinnar: Gott er að brosa til að finna út hvar við eigum að setja kinnalitinn en hann á að fara á eplið og mildast út á við (betra er að setja minna í einu og bæta frekar við heldur en að vera að reyna að draga úr ) Varir: Fallegur sumar gloss fullkomnar förðunina. Þá er bara að fara að æfa sig fyrir þennan frábæra dag. Gangi ykkur vel. Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Nba Lancôme.
Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Módel: Andrea Þorvaldsdóttir.
Vörur sem ég notaði á Andreu: Miracle Air De Teint no 010
Hypnôse mono augnskuggi no p102 Hypnôse Doll eyes 01
Blush subtil kinnalitur no3 Le crayon sourcils no020 Gloss in love no 144
Sterk og sæt súpa í fermingarveisluna • 2 meðalstórar kartöflur, skornar í litla bita • 2 tsk. karrýkrydd • 2 epli, afhýdd og skorin í litla bita • 1 msk. ferskt timjan (bara laufin), fínt skorið eða 1 tsk. þurrkað timjan • 1 msk. hunang • 400 gr kókósmjólk • ferskt timjan til að skreyta með • salt og pipar eftir smekk
Yesmine Olsson bauð upp á þessa dásamlegu súpu í fermingarveislu stjúpsonar síns í fyrra. Í súpunni er grænmeti og ferskt timjan og hægt er að elda hana með eða án kjúklingakjöts.
Jansen +co diskarnir eru úr keramiki, fallegir og fást í mörgum litum. Þeir henta fyrir kökur, konfekt, ávexti eða hvað sem skipa skal í öndvegi. Fyrst og síðast eru diskarnir þó góðir staðir fyrir vini og vandamenn að safnast kringum, jafnt í salnum sem stofunni heima.
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17
www.kokka.is
Mulligatawny súpa
kokka@kokka.is
• 8 dl kjúklingasoð • 2 kjúklingabringur (má sleppa) • 1 msk. ólífuolía • 2 gulir laukar, fínt skornir • 2 rauður chili, fínt skorinn (með fræjum) • 3 hvítlauksrif • 8 cm púrrulaukur, fínt skorinn • 3 meðalstórar gulrætur, skornar í litla bita • ½ rófa, skorin í litla bita
Setjið kjúklingasoðið í pott og fáið suðuna upp. Léttsteikið laukinn í öðrum súpupotti ásamt hvítlauk, chili, salti, gulrótum, rófu og púrrulauk. Bætið karrý út í, látið malla áfram á lágum hita í 3 til 5 mínútur, hrærið í á meðan. Hellið soðinu varlega út í ásamt kartöflunum. Hrærið vel og fáið suðuna upp. Lækkið hitann og látið malla í 30 mínútur. Notið töfrasprota til að mauka hráefnið í pottinum enn frekar. Bætið kjúklingnum saman við ásamt eplum, timjan og hunangi. Látið malla áfram í 15 til 20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið kókosmjólk og jógúrt út í og látið malla áfram í nokkrar mínútur. Saltið og piprið með nýmöluðum svörtum pipar. Hellið í súpuskál og skreytið með fersku kóríander eða steinselju. Súpan á að vera sterk en um leið sæt. Bætið huna n g i , kóko s mjólk eða kókos ef þið viljið fá sætara bragð.
Samsung Galaxy Tab 3 8" skjár, 4G, WiFi, 16GB
Fyrsti mánuður á 0 kr. hjá Nova!
Nova kynningarverð
64.990 kr. stgr. 3.990 kr. /18 mán. Fullt verð: 79.990 kr.
Sæktu Kjarnann á Google Play og fáðu fréttirnar beint í farsímann eða spjaldtölvuna. Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. með netþjónustu i áskrift en 1 GB fylgir í frelsi.
fermingar
12
Helgin 21.-23. mars 2014
KYNNING
Gotterí í fermingarveisluna Berglind Hreiðarsdóttir heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar þar sem lesendur slefa yfir girnilegum kökupinnum, kökuskreytingum og fleiru. Berglind færir okkur hér forvitnilegar uppskriftir fyrir fermingarveisluna.
É
g eyði miklum tíma í eldhúsinu þegar ég er ekki að vinna. Á síðunni sérhæfi ég mig í öllu tengdu bakstri, kökuskreytingum og gotteríi,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir. Berglind heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar, Gotterí.is. Á henni er að finna fjöldann allan af girnilegum uppskriftum af kökum og því sem þeim tilheyrir.
Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg sjúklega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborðið.
Hugmyndir héðan og þaðan
„Ég byrjaði með síðuna um það leyti sem ég flutti heim frá Bandaríkjunum fyrir rúmu ári. Þá hafði ég verið að dúlla mér við að safna upplýsingum og efni fyrir síðuna,“ segir Berglind þegar hún er spurð um tilurð heimasíðunnar. Hvaðan færðu hugmyndirnar? „Ég fæ hugmyndir héðan og þaðan. Ég skoða mikið erlend matarblogg, Pinterest og Youtube. Svo býr maður til sitt eigið og blandar saman hugmyndum.“
Um að gera að nota góða nammið
Henta margar af uppskriftum þínum fyrir fermingarveislur? „Já. Kökupinnar eru mjög vinsælir núna. Þeir eru bæði alveg æðislega góðir en líta líka rosalega fallega út á borði. Ég mæli með þeim á fermingarborðið. Bollakökur og smáréttir eru líka mjög vinsælir. Mér hefur fundist að þetta litla hverfi fljótt af borðinu á meðan stóra kakan er kannski ekki mikið snert. Fólki finnst svo gaman að smakka margar tegundir.“ Auk þess að vera með uppskriftir á síðunni sinni býður Berglind upp á námskeið fyrir áhugasama. „Þetta eru þrenns konar námskeið fyrir utan barnanámskeið; bollakökunámskeið, kökupinnanámskeið og námskeið í sykurmassaskreytingum. Þetta gæti vel hentað þeim sem eru að fara að halda fermingarveislur.“ Í uppskriftunum þínum hér í blaðinu notastu við Daim og Toblerone. Er það vinsælt hráefni? „Já, það er hægt að gera rosalega mikið með Toblerone og Daim. Það er til dæmis hægt að víxla þeim í uppskriftunum hér, það má leika sér með þetta að vild. Það er um að gera að nota allt nammið sem manni þykir gott.“ Allar nánari upplýsingar um kökupinnagerð er að finna á www.gotteri.is
Toblerone bollakökur
2 bollar hveiti 1 ½ bolli sykur 6 msk bökunarkakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 3 egg 2 tsk vanilludropar ¾ bolli olía 1 bolli kalt vatn 1 x 100 g stöng af Toblerone (saxað)
1. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar. 2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér. 3. Bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður á milli. 4. Bætið Toblerone út í í lokin og hrærið saman við. 5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.
Toblerone krem
500 g flórsykur 125 g smjör við stofuhita 3 msk bökunarkakó 2 stykki 100 g Toblerone (saxað) ½ bolli rjómi (hitaður)
1. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og blandið rólega saman við hitaðan rjómann – kælið örlítið. 2. Hrærið saman flórsykur og smjör á lágum hraða þar til slétt og fellt (skafið niður á milli). Bætið bökunarkakói útí og hrærið áfram. 3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við flórsykursblönduna og hrærið í á meðan, skafið niður hliðarnar á milli. Aukið hraðann og hrærið á góðum krafti í um 5 mínútur eða þar til kremið verður létt og loftkennt. 4. Setjið í sprautupoka og notist við stóran stjörnustút við skreytinguna, stráið svo söxuðu Toblerone yfir og stingið MiniTobleronebita í hverja köku.
Dökkir Daimkökupinnar Ljósir Daimkökupinnar 30 kökukúlur (blanda af súkkulaðiköku og vanillukremi) 2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur. Dökkt hjúpsúkkulaði/Candy Melts Kökupinnaprik Saxað Daim til skrauts.
30 kökukúlur (blanda af vanilluköku og vanillukremi) 2 pokar smátt saxað Daimkurl sem er sett út í kökublönduna áður en henni er rúllað í kúlur. Ljóst hjúpsúkkulaði/Candy Melts Kökupinnaprik Saxað Daim til skrauts.
ikur Fermingarle IKEA
á árinu Ef þú fermist taka þátt í býðst þér að etur IKEA og þú g ik e rl a g in rm fe rir allt að unnið vörur fy
100.000,Sjá nánar á www.IKEA.is
fermingar
14
Helgin 21.-23. mars 2014
KYNNING
Girnilegir réttir á fermingarhlaðborðið Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti hinu vinsælu matarbloggi Eldhússögur þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum með lesendum sínum. Hér reiðir hún fram girnilegar uppskriftir að réttum sem henta vel í fermingarveislurnar.
U
því þau er hægt pphaflega að útbúa deginum hugsaði áður.“ ég bloggið mest fyrir sjálfa mig Fermingarbarnið til að halda utan ræður eftirréttum uppskriftirnar mínar. Eins vildi ég unum veita sjálfri mér aðhald og hvatningu Fermingarbarnið til þess að prófa hefur ekki mikla reglulega eitthvað skoðun á smáréttnýtt og spennandi í unum en veit hvað eldhúsinu og fannst hann vill þegar Dröfn Vilhjálmsdóttir bloggið góð leið til kemur að eftirréttþess,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir um. „Sonur minn gaf mér frjálsar sem heldur úti vinsælu bloggi á hendur með smáréttina en hann eldhussogur.com. var nokkuð ákveðinn í hvaða eftirrétti hann langaði að bjóða Fær 300 þúsund heimsóknir upp á. Í boði verður meðal annars á mánuði kransakaka, súkkulaðigosbrunnur fyrir ber og ávexti, sænsk Matarblogg Drafnar varð hins prinsessuterta og súkkulaðifrauð vegar mörgum öðrum hvatning með Dumle karamellum.“ í eldamennskunni því bloggið Dröfn segir súkkulaðifrauðið fær nú um það bil 300 þúsund upplagt á eftirréttahlaðborðið því heimsóknir á mánuði. „Ég held það sé auðvelt að útbúa með góðað þessi fjöldi heimsókna endurum fyrirvara. „Súkkulaðifrauðið spegli áhuga fólks á því að elda er hægt að byrja að útbúa tveimur einfaldan en jafnframt hollan og dögum fyrir fermingu og leggja góðan heimilismat,“ segir Dröfn. síðustu hönd á verkið daginn „Matarblogg eru almennt fyrir ferminguna. Það er borið frábær vettvangur til þess að fram í litlum glösum eða skálum deila góðum uppskriftum. Það sem gefa skemmtilegan svip á þarf hvorki að vera sérfræðingur hlaðborðið en síðast en ekki síst í matargerð eða bakstri til þess er það svo dæmalaust gott!“ að blogga um mat né til þess nýta sér uppskriftir á matarbloggum Litrík og einföld súpa bara hafa áhuga á góðum mat!“ Nú um mundir er afar vinsælt Undirbýr fermingu í apríl að bjóða upp á góðar súpur í fermingarveislum og Dröfn gefur Dröfn er farin að huga að veitingeinnig uppskrift að einni af sinni um fyrir fermingarveislu sonar uppáhalds kjúklingasúpu sem síns sem haldin verður í apríl. „Í hentar vel í fermingarveislur. fermingarveislunni ætlum við bjóða upp á smáréttahlaðborð og „Þessi kjúklingasúpa er ekki ég mun búa til hluta af þeim veitbara einstaklega bragðgóð ingum sjálf og kaupa hluta þeirra heldur jafnframt svo fallega litrík tilbúnar. Mér finnst mikilvægt að og einföld að útbúa. Sætu kartöflnjóta aðdraganda fermingarinnar urnar gefa henni að auki svo gott og dagsins sjálfs og langar því bragð og skemmtilega áferð. Mér ekki að binda mig alveg í eldfinnst best að nota Rose Poultry húsinu fram að fermingu.“ úrbeinuð kjúklingalæri í súpuna Eitt af því sem Dröfn ætlar að því kjötið er dekkra og bragðbúa til sjálf á smáréttahlaðborðið meira en kjúklingabringur og eru kjúklingaspjót sem hægt er mjög meyrt. Einn af kostunum að grilla á útigrilli eða elda í ofni. við að bjóða upp á þessa súpu „Ég hef verið að prófa mig áfram í fermingarveislu er að súpumeð kjúklingaspjót og góðar grunninn er hægt að gera daginn marineringar. Ég er komin niður fyrir veisluna og þá þarf fátt eitt á tvenns konar tegundir sem fjölannað en að bæta við kjúklingnskyldan öll féll fyrir. Kjúklingaum í súpuna á sjálfan fermingarspjót henta afar vel á hlaðborð daginn.“
Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku stærðir 38-58
Verslunin Belladonna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Asísk kjúklinga- og sætkartöflusúpa Dumle-súkkulaðifrauð með karamelli(fyrir 4-5) seruðum hnetum (passar í ca. 10 lítil glös)
olía til steikingar 3 hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður smátt 1 msk ferskt engifer, rifið 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi 2 tsk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon 800 ml kjúklingasoð (gert úr ½ dl af fljótandi Oscar kjúklingakrafti) 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) ca. 800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita 700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry 100 g Philadelphia rjómaostur með sweet chili safi af 1 límónu (lime) 2 tsk fiskisósa (fish sauce) hvítur pipar & salt
Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur. Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar. Á meðan eru kjúklingalærin snyrt og skorin niður í hæfilega stóra bita, krydduð með pipar og salti og snöggsteikt á pönnu. Þegar sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus. Því næst er kjúklingnum bætt út í súpuna ásamt Philadelphia ostinum og hún látin malla þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn. Að lokum er söxuðu kóríanderblöðunum bætt út í ásamt limesafa.
1 poki Dumle karamellur (120 g) 3 dl rjómi 1 dl hnetur (t.d. heslihnetur og kasjúhnetur) 2 msk sykur ½ msk smjör hindber til skreytingar Dagur 1: Hneturnar eru grófsaxaðar og settar á pönnu ásamt sykri og smöri við meðalhita, hrært stöðugt í blöndunni. Þegar sykurinn hefur brúnast og hneturnar karamelliserast er þeim hellt á bökunarpappír og leyft að kólna. Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær muldar niður og geymdar í góðu íláti. Karamellurnar eru klipptar í smærri bita. Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu er karamellunum bætt út rjómann og hrært þar til þær hafa bráðnað. Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli þar til blandan er orðin alveg köld, best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu. Dagur 2: Rjómablandan er þeytt í hrærivél þar til að hún hefur náð æskilegum stífleika. Þá er blandan sett í rjómasprautu og sprautað í um það bil tíu lítil glös eða skálar. Karamelliseruðu hnetunum dreift ofan í hvert glas og skreytt með hindberjum. Það er í lagi að setja plastfilmu yfir glösin og geyma þau í kæli fram á næsta dag.
Kjúklingaspjót í hnetusósu
Kjúklingaspjót í tælenskri grillsósu
(Um það bil 14 grillspjót)
(Um það bil 14 grillspjót)
1 dl gott hnetusmjör 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) 1,5 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar safi af 1 límónu (lime) 2 msk Blue Dragon sojasósa 1 msk rautt karrímauk (currypaste) frá Blue Dragon 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt 2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon 2 msk olía til steikingar 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun)
Karrímauk og hvítlaukur er steikt í stutta stund upp úr olíunni í potti. Þá er restinni af hráefnunum bætt út í, fyrir utan kjúklinginn, og hrært þar til allt er vel blandað saman. Látið malla í ca. 25 mínútur. Sósan smökkuð til með til dæmis meiri sojasósu eða limesafa eftir smekk. Að lokum er sósunni leyft að kólna dálítið. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni.
4 msk Huntz tómatpúrra 4 msk púðursykur 4 msk Blue Dragon sojasósa 2 tsk cumin (krydd) 2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon 4 msk Blue Dragon sweet chilli sósa 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml) 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun)
Öllum hráefnunum í sósuna, fyrir utan hvítlauk og kókosmjólk, er blandað saman í pott. Á meðan suðan kemur upp er hrært stöðugt í blöndunni þar til púðursykurinn er búinn að leysast upp. Þá er hvítlauknum og kókosmjólkinni bætt út pottinn og sósan látin ná suðu. Því næst er potturinn tekinn af hellunni og sósan látin kólna. Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 - 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni.
fermingar
16
KYNNING
Uppruni fermingar Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og innbyggt sé í samfélög manna að þessi tímamót verði eftir-
Helgin 21.-23. mars 2014
Spennandi gjafir og borðbúnaður Húsgögn og skrautmunir endurspegla bæði smekk og áhugamál unglingsins, sem verða sífellt mikilvægari á mótunarárunum. Fermingin markar tímamót þar sem ungt fólk gerir oft auknar kröfur á herbergin sín. Í Tekk Company má finna úrval af vönduðum húsgögnum og fylgihlutum frá Habitat, House Doctor og Umbra ásamt fleirum. Í versluninni í Kauptúni má einnig finna fallegan borðbúnað og góð ráð fyrir sjálfa fermingarveisluna. minnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Upplýsingar af Vísindavef HÍ
Verð kr 7.500,- stk
www.siggaogtimo.is
V
örurnar frá Habitat hafa verið vinsælar fermingargjafir í mörg ár. Við erum með skrifborð, lampa og rúmföt sem dæmi,“ segir Elín María Sigurjónsdóttir hjá Tekk Kompaní. „Nýjung hjá Habitat í ár eru hátalarar til að tengja við iPhone, sem er mjög sniðug fermingargjöf. Línan er fallega litrík í ár; mintugrænt, kóralrautt, gult og túrkísblátt. Í Habitat línunni eru líka glös og stell sem henta fyrir sjálfa veisluna.“ Skartgripastandar og veggskraut frá Umbra hafa verið vinsælar fermingargjafir að sögn Elínar Maríu. „Þetta er kanadískt merki og þarna eru flottir myndarammar og textar með heilræðum sem hægt er að setja upp á vegg. Svo erum við með danskt merki sem heitir House Doctor. Þar er margt skemmtilegt fyrir veisluna. Kertastjakar, vasar og aðrir skrautmunir. Mjög fallegar pappakúlur sem eru hengdar upp eða látnar liggja á borði sem skraut.“ Elín María segir starfsfólkið í versluninni tilbúið að aðstoða viðskiptavini með góðum hugmyndum fyrir bæði veisluhöld og gjafir. „Við eigum sjálf börn á fermingaraldri og þekkjum þetta svo vel,“ segir Elín María og brosir. „Svo vinnur hún Katri Raakel Tauriaien hjá okkur, hún er finnskur stílisti sem var eitt sinn í innlit/útlit þáttunum. Við erum alltaf að laga til í búðinni og stilla upp hugmyndum fyrir fólk til að nýta sér sem innblástur.“ Hægt er að poppa upp fermingarveisluna með skemmtilegu meðlæti og fylgihlutum að sögn Elínar Maríu. „Við erum með allskyns gourmet mat frá Nicholas Wahe. Sultur, súkkulaði, pasta, paté, snakk og fleira sem hægt er að nota með. Það má skapa ýmsa stemningu sem passar við smekk fermingarbarnsins og þær veitingar sem verða í boði. Pastellitir eru áberandi núna.“ Tekk Company er staðsett í Kauptúni í Garða-
bænum á móti Ikea. „Við erum með allt undir einu þaki í Kauptúninu og tökum vel á móti ykkur þar. Við erum akkúrat núna að selja allt út í SIA línuni, kerti servíettur og skrautmuni. Það verður allt úr SIA á 30 - 40% afslætti þessa dagana,“ segir Elín María.
KYNNING
Gjafir sem hlýja!
Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52
My style
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464
Glæsilegt fermingartilboð
Fermingin er stór þáttur í lífi flestra og markar ákveðin kaflaskil. Hefð er fyrir því að ættingjar og vinir heiðri fermingarbarnið með eftirminnilegum gjöfum. Helga María Bragadóttir hjá Lín Design segist taka eftir auknum áhuga á íslenskri hönnun og vönduðum sængurfatnaði í fermingargjöf, enda sé þar á ferðinni gömul hefð.
Þ
Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is
að er oft svolítil íhaldssemi í gjöfunum frá nánustu ættingjunum. Hér áður fyrr vildu ömmur gjarnan gefa vandaðar dúnsængur og góð rúmföt og sauma út upphafsstafi fermingarbarnsins í sængurverið. Þá var gert ráð fyrir því að sængurföt myndu duga fram á fullorðins ár,“ segir Helga María hjá Lín Design. „Í dag er þetta orðin tískuvara í mörgum tilvikum. Fólk skiptir þessu svo fljótt út enda eru íslenskar konur ekki eins mikið að sýsla í höndunum og hér áður fyrr.“ Helga María segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega endingargóð og að íslensk hönnun falli vel í kramið hjá unga fólkinu sem vilji hafa herbergin sín sem flottust. „Það hefur ákveðin breyting átt sér stað í barna- og unglingsherbergjum. Það er verið að hittast meira heima í tölvuleikjaspil og spjall og þá eru rúmin oft undirlögð. Þá skiptir máli að vera með töff rúmföt, þar sem rúmábreiður eru að detta út,“ segir Helga María en hún segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega hönnuð til þess að njóta sín ábreiðulaust í rúmunum.
Bæði strákar og stelpur eru spennt fyrir smekklegum rúmfötum að sögn Helgu Maríu. „Strákarnir eru oft hrifnir af hönnun með hreindýrum eða íslenska ránfuglinum, svona dökkt og töff. Annars eru líka friðar- og ástarmerkin vinsæl fermingargjöf. Það er mjög skemmtilegt að hanna fyrir þennan hóp, það eru svo sterkar kröfur í gangi. Náttúran og menningin er það sem krakkarnir vilja í herbergin sín,“ segir Helga María og telur umhverfisvitund vera að aukast hjá ungu fólki í dag. Fyrirtækið Lín Design var stofnað árið 2007 og hefur eftispurn eftir íslenskri hönnun á rúmfatnaði aukist jafnt og þétt síðan. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á umhverfisvernd og endurnýtingu. „Fólk getur komið og skilað rúmfötum og fengið 15% afslátt upp í ný. Rauði Kross Íslands tekur á móti öllu líni hjá okkur og gefur það áfram,“ segir Helga María. Hún segir viðhorfsbreytingu hafa orðið á fermingargjöfum eftir hrun. „Það skiptir svo miklu máli að gefa hlýjar og endingargóðar gjafir.“
Allt fyrir ferminguna
Helgin 21.-23. mars 2014
Falleg hvít kaka í veisluborðið á fermingardaginn.
15% afsláttur af öllum fermingarkökum
Verið velkomin
www.sveinsbakari.is Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600
Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreo Tinna Björg Friðþórsdóttir gefur góðar hugmyndir að kræsingum í fermingarveisluna.
S
mjörkremskökur skreyttar rósum eru afar vinsælar um þessar mundir enda dásamlega fallegar og skemmtilegt að gera þær. Kökurnar eru oftar en ekki gerðar úr súkkulaðibotnum og sprautaðar með hinu sígilda vanillusmjörkremi. Fyrir fermingarveisluna getur verið gaman að bregða út af vananum og gera þessa dýrlegu vanilluköku með hvítsúkkulaðikremi og Oreo kexi á milli. Best er kakan þegar vanillubotnarnir hafa verið frystir og afþíddir áður en kremið er sett á. Þannig verður hún rök og dúnmjúk. Tilvalið er að baka botnana nokkrum dögum eða vikum fyrir fermingarveisluna og eiga tilbúna í frysti fyrir fermingardaginn.
Vanillukaka • 420 gr hveiti • 400 gr sykur • 4 tsk. lyftiduft • 3/4 tsk salt • 170 gr brætt smjör • 370 ml mjólk • 3 tsk vanilludropar • 3 stór egg • 16 Oreo kexkökur
NÝTT ÚTLIT
Tinna Björg er lögfræðinemi með ástríðu fyrir matargerð og er byrjuð að skrifa sína fyrstu matreiðslubók. Uppskriftirnar hennar á lesa á síðunni tinnabjorg.com.
Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum. Hellið deiginu í tvö vel smurð 24 cm kökuform og bakið við 170 °C í 30 til 35 mínútur. Kælið botnana.
Hvítsúkkulaðikrem • 450 gr mjúkt smjör • 500 gr flórsykur • fræ úr 1 vanillustöng • 80 gr hvítt súkkulaði Þeytið smjör og flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið. Athugið að gera þarf eina og hálfa kremuppskrift til að skreyta kökuna með rósum. Setjið annan kökubotninn á fallegan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu lagi af kremi. Notið stút 1M eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rósinni og sprautið svo í hringi í kring um miðjuna.
fermingar
19
Helgin 21.-23. mars 2014
After Eight marengs Myntusúkkulaði og jarðarber eru himnesk blanda og passa afar vel við púðursykurmarengsinn. Ekki er úr vegi að skreyta tertuna með myntulaufum og fallegum berjum til að lífga upp á veisluborðið og minna okkur á að vorið er handan við hornið. Marengsbotnar geymast vel og því er tilvalið að baka þá viku fyrir veisluna.
Þeytið 475 ml af rjóma. Skerið afganginn af After Eight í smáa bita og blandið saman við þeytta rjómann. Setjið smá slettu af rjóma á kökudisk svo kakan festist við hann og renni ekki til. Hvolfið öðrum marengsbotninum á diskinn og smyrjið helmingi rjómans ofan á. Skerið jarðarberin í smáa bita og dreifið rúmlega helmingnum yfir tertuna. Leggið hinn botninn ofan á og smyrjið með restinni af
rjómanum. Bræðið 6 After Eight plötur í potti við vægan hita með 25 ml af rjóma. Kælið þar til blandan verður volg og hellið yfir tertuna í mjórri bunu með skeið þannig að kakan verði röndótt. Dreifið restinni af jarðarberjunum yfir kökuna og skreytið með myntulaufum. Einnig er hægt að nota Pipp með myntu í staðinn fyrir After Eight. ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68328 03/14
• 3 eggjahvítur • 150 gr púðursykur • 80 gr strásykur • 4 bollar Rice Krispies • 200 gr After Eight • 500 ml rjómi • 250 gr jarðarber
Þeytið eggjahvítur í skál þar til þær verða stífar og ekki lengur froðukenndar. Bætið púðursykri og strásykri við og þeytið þar til blandan verður ljós og alveg stíf. Blandið Rice Krispies varlega saman við. Teiknið með blýanti hring á sitthvora bökunarpappírsörkina. Gott er að nota botninn úr 24 cm kökuformi til að teikna eftir. Skiptið marengsblöndunni jafnt á bökunarpappírsarkirnar og smyrjið þannig að blandan fylli upp í teiknuðu hringina. Bakið í ofni við 150 °C í 40 mínútur. Takið frá 6 plötur af After Eight og leggið til hliðar ásamt 25 ml af rjóma.
Réttinn má gera daginn áður og hita í ofni áður en hann er borinn fram.
Skinku- og aspasbrauðréttur Þegar við systkinin vorum börn gerði móðir okkar svo ofboðslega góðan brauðrétt fyrir öll afmæli og veislur, gamla og góða skinku- og aspasbrauðréttinn. Til að spara tíma á fermingardaginn má gera réttinn daginn áður og baka svo í ofni rétt áður en hann er borinn fram. • 3 msk. smjör • 4 msk hveiti • 700 ml nýmjólk • 1 askja sveppasmurostur • 1 dós aspas • 1 bréf skinka • 2 til 3 tsk grænmetiskraftur • 15 brauðsneiðar • 250 gr rifinn ostur Bræðið smjör í stórum potti, takið hann af hellunni og hrærið hveiti saman við með pískara - búið til svokallaða smjörbollu. Hrærið smá nýmjólk saman við smjörbolluna og setjið pottinn aftur á helluna. Eftir því sem jafningurinn þykknar, hrærið þá mjólk smátt og smátt saman við. Hveitið á það til að hlaupa í kekki þegar mjólkinni er bætt við og því er best að byrja á lítilli mjólk og hræra kekkina út á meðan jafningurinn er þykkur. Athugið að jafningurinn brennur auðveldlega við svo mikilvægt er að hræra hann stanslaust. Hellið soði úr aspasdósinni í jafninginn, skerið aspas og skinku í hæfilega stóra bita og blandið saman við. Smakkið til með grænmetiskrafti, byrjið á 1 tsk. því krafturinn er misjafnlega saltur. Ég nota grænmetiskraft frá Oscar í duftformi. Hitið jafninginn að suðu og látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur á meðan brauðið er skorið. Fjarlægið skorpu af brauðsneiðum og skerið þær í teninga. Setjið helming brauðteninganna í botninn á eldföstu móti og ausið helmingi jafningsins yfir. Dreifið afganginum af brauðinu yfir jafninginn í mótinu og hellið svo jafningi yfir. Sáldrið að lokum rifnum osti yfir brauðréttinn og bakið í ofni við 200° í 20 til 25 mínútur eða þar til osturinn verður fallega brúnn og svolítið stökkur.
BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina.
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
Vertu með okkur
fermingar
20
Fermingartískan í ár er fjölbreytt og flott Með hækkandi sól styttist í fermingar og því gaman að kíkja á fermingartískuna í ár. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is segir tískuna í ár fela í sér notagildi því vinsælustu skórnir hjá strákunum séu svartir strigaskór og hjá stelpunum er vinsælt að klæðast pilsi og toppi við.
Þ
að er alltaf gaman að skoða fermingartískuna ár hvert og óhætt að segja að úrvalið sé mjög fjölbreytt og flott í ár. Það er gaman að sjá þennan aldur og hvað það eru breyttir tímar. Þegar ég fermdist voru allir einhvern veginn eins. Mér finnst krakkar á fermingaraldri í dag svo flottur hópur. Það þykir „kúl“ hjá þeim að lifa heilbrigðu lífi, standa sig og hafa gaman,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is. Hún segir oft hafa verið minna í boði fyrir strákana en stelpurnar en að í ár sé margt skemmtilegt í verslunum fyrir þá. „Hefðbundnu jakkafötin eru auðvitað áberandi og oft er tekið vesti með. Svo eru sumir sem sleppa jakkanum og taka bara buxur, vesti og flotta skyrtu.“
Þverslaufur vinsælar
Þverslaufur njóta mikilla vinsælda í ár og margir fá sér líka klút í vasann. „Þeir hjá Herragarðinum sögðu mér til dæmis að margir strákar tækju slaufu, klút og ermahnappa. Svo tíðkast líka að strákar fái sér dökkar, fínar gallabuxur og fallega skyrtu og jakka við sem auðvitað eykur notagildi fatanna mikið,“ segir Eva.
Strigaskór við fermingarfötin Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@frettatiminn.is
Það er af sem áður var og eru dökkir strigaskór vinsælustu fermingarskórnir í ár og segir Eva það mjög hagkvæmt því hægt sé að nota þá dagsdaglega um sumarið. „Fermingarnar eru heldur seint í ár svo
það er um að gera að vera í strigaskóm við fermingarfötin.“ Dökkblá jakkaföt eru ekki síður vinsæl en svört enda hefur dökkblátt verið vinsælt á tískupöllunum að undanförnu. Eva segir strákana hugrakka að velja sér ýmsa liti á skyrturnar og ófeimna við að vera öðruvísi sem sé mjög skemmtilegt.
Helgin 21.-23. mars 2014
Falleg fermingarföt frá Galleri Sautján. Dökkir strigaskór eru vinsælir hjá strákum í ár og sniðug kaup því þá er hægt að nota skóna áfram í sumar. Blúndur eru vinsælar hjá stelpum og á myndinni má sjá bleikan blúndutopp og léttan, fallegan jakka yfir. Fyrirsætur eru þau Sigurður Steinar Gunnarsson og Guðrún Diljá Agnarsdóttir. Ljósmynd/Hari
Útvítt pils hjá stelpunum
Blúnda er vinsæl hjá stelpunum og segir Eva helstu breytinguna í ár vera þá að sniðin á kjólum og pilsum eru núna útvíð. „Í dag eru bæði pils og kjólar í tísku en margar velja pilsin og þá er hægt að nota þau við ólíka jakka og toppa. Helstu litirnir eru auðvitað hvítur sem er sígildur en svo koma bleikur og kóralbleikur sterkir inn. Skater pilsin svokölluðu Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tiska.is.
Á myndinni klæðist Sigurður Steinar fötum frá versluninni Outfitters Nation í Kringlunni. Þverslaufur, klútar og ermahnappar eru vinsælir hjá strákunum í ár og er hann með doppótta slaufu. Guðrún Diljá klæðist fötum frá Topshop í Kringlunni, litríku pilsi og hvítum blúndutopp. Pils eru vinsæl fyrir fermingarnar í ár og hægt að nota þau áfram við ýmsa toppa og jakka. Ljósmynd/Hari
fermingar
21
Helgin 21.-23. mars 2014
Siðfestuathöfn hjá Ásatrúarfélaginu Siðfesta er athöfn hjá Ásatrúarfélaginu sem er bæði fyrir ungmenni og fullorðna sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur, staðgengils allsherjargoða, fara athafnirnar fram yfir allt árið en hjá ungmennum eru þær oftast á vorin og er þá haldin einkaathöfn fyrir hvern og einn. Siðfestuathöfnin getur farið fram á hefðbundnu blóti úti eða inni, að undangenginni fræðslu hjá einum eða fleiri goðanna þar sem farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar - ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleika, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðingu fyrir náttúrunni og
öllu lífi. Þar eru nemendur einnig fræddir um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Undirbúningi lýkur svo með því að fólk les og hugleiðir sérstaklega Hávamál. Nú í vor eru 11 skráðir í siðfestuathöfn hjá Ásatrúarfélaginu sunnanlands. „Flest ungmennin koma á vorin og annars kemur fólk er á öllum aldri yfir árið. Þeir yngstu eru þó aldrei yngri en 13 til 14 ára,“ segir Jóhanna. Athafnirnar eru oft haldnar úti í náttúrunni og er misjafnt hversu margir eru viðstaddir. „Stundum er aðeins sá sem tekur siðfestuna en þegar það eru unglingar eru oft fleiri viðstaddir og haldin veisla.“
Frá undirbúningi athafnar hjá Ásatrúarfélaginu. Ljósmynd/Brynhildur Inga
Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
eru mjög vinsæl hjá Galleri Sautján en pils bjóða upp á mikla möguleika og notagildið er mikið.“
Áberandi sokkabuxur
Ef kjóllinn er látlaus og einfaldur eða svartur segir Eva vinsælt að klæðast litríkum sokkabuxum við. Annars séu það þunnar og fínlegar sokkabuxur sem fari best við fallegan kjól eða pils við þetta tækifæri. „Sumar fá sér jakka yfir og eru einfaldir hvítir eða svartir vinsælir. Léttir jakkar eru mikið teknir við eða jafnvel blazer jakki. Margar fá sér kápur en kragalausar kápur eða frakkar eru áberandi í vor.“
Sérsaumaðir kjólar sígildir
Margar stelpur vilja láta sauma á sig fermingarkjólinn eftir eigin óskum og segir Eva einnig algengt að velja sér skemmtilega kjóla með karakter og jafnvel íslenska hönnun. „Af fylgihlutum eru hárspangir vinsælastar í ár, bæði með perlum eða glitrandi steinum.“
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
fermingar
22
Helgin 21.-23. mars 2014
Við erum öll einstök Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heldur fyrirlestra fyrir unglinga þar sem hann ræðir um mikilvægi þess að þau hafi trú á sjálfum sér. Skilaboð hans til krakkanna eru að þau láti ekki neinn segja sér að það sé eitthvað sem þau geti ekki. Mikið álag er á unglingum nú til dags og margir að keppast um athygli þeirra og því mikilvægt að foreldrar veiti þeim stuðning og aðhald.
R
ithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, hefur síðastliðin tvö skólaár ferðast um landið og haldið fyrirlestra fyrir unglinga og er líklegt að fyrirlestrarnir verði orðnir um 300 talsins í vor. Á fyrirlestrunum ræðir Þorgrímur um lífið og tilveruna og mikilvægi þess að láta drauma sína rætast, sama hverjir þeir eru. „Hvert og eitt okkar er einstakt og við getum alveg náð þeim árangri sem okkur langar til svo fremi sem við leggjum okkur fram og kennum ekki öðrum um og lítum á okkur sem minni máttar af því eitthvað í okkar vinahópi eða umhverfi segir að við séum ekki nógu klár eða flink,“ segir hann. Hagkaup og Bónus styrkja Þorgrím til að halda fyrirlestrana og líta þá það sem sitt framlag til samfélagsins. Viðbrögðin hafa verið góð og segir Þorgrímur það hljóta að vera góðs viti að unglingarnir sitji og hlusti í heilar 80 mínútur. „Á fyrirlestrunum ræði ég um það sem kalla má almenna skynsemi. Við vitum þetta flest en þurfum stundum að láta minna okkur á það hvað við erum æðisleg. Samfélagið á það til að setja alla í sama hólfið. Ef einhver skarar fram úr byrja hinir að reyna að draga viðkomandi niður. Skilaboð mín til krakkanna eru að láta ekki neinn segja við sig að það sé eitthvað sem þau geti ekki.“ Rannsóknir sýna að aðeins þrjú prósent fólks í heiminum setji sér markmið og skrifi þau niður, hugsi um þau og vinni markvisst að þeim. „Krakkarnir eru langflestir mjög metnaðargjarnir en ég bendi þeim á þessa staðreynd. 97 prósent fólks treystir á guð og lukkuna og ég spyr krakkana hvort þau viti hvor hópurinn það er sem nær árangri í lífinu og segi þeim sögur af fólki sem hefur náð
Þorgrímur Þráinsson hefur ferðast um landið og haldið fyrirlestra fyrir unglinga. Í fyrirlestrunum ræðir hann meðal annars um mikilvægi þess að setja sér markmið og vinna skipulega að þeim. Rannsóknir sýna að aðeins 3 prósent fólks skrifi markmið sín niður, hugsi um þau vinni markvisst að þeim. Ljósmynd/Hari.
langt á sínu sviði.“ Þorgrímur segir velgengni ekki endilega tengjast greindarvísitölu, heldur snúast meira um væntingar fjölskyldu og foreldra, tækifæri og dugnað krakkanna. „Öllum líður okkur stundum þannig, alveg sama á hvaða aldri við erum, að aðrir séu miklu klárari en við. Það er mikilvægt að hafa í huga að greindarvísitala er eitt en dugnaður það sem skiptir meira máli. Óttinn við að gera mistök og vera
gagnrýndur heldur aftur af flestum.“ Þorgrímur er þriggja barna faðir og á son á fermingaraldri. Hann segir mikið álag á þann aldurshóp. „Þau horfa á sjónvarpið, eru í símanum og tölvunni og margir að slást um athygli þeirra. Það er ekki auðvelt fyrir þau að halda einbeitingu heima, í íþróttum og í skólanum og því þurfa þau gríðarlega mikinn stuðning og aðhald,“ segir Þorgrímur en leggur þó áherslu á að hann sé ekki fullkominn
faðir. „Með aðhaldi á ég til dæmis við að þau komist ekki upp með að gera það sem þau langar til fyrr en þau eru búin að gera það sem skiptir meira máli, eins og að læra heima, hreyfa sig og borða. Börnin þurfa miklu meiri stuðning en við gerum okkur grein fyrir. Væntingar foreldra til barna sinna skipta gríðarlega miklu máli og yfirleitt er það þannig að þau sem fá minni stuðning gengur ekki eins vel.“
FERMINGARDAGAR KÚLUTJALD 2-3ja manna tjald
Trekking Kuldaþol: -20˚C þyngd: 1,65 kg.
13.995 kr. 11.196 kr.
SCOUT, 2500mm vatnsheld
24.995 kr. 19.996 kr.
Micra Kuldaþol: -14˚C þyngd: 0,95-1,0 kg.
16.995 kr. 13.596 kr. Aura Kitchen-to-go Ferðaeldhús
Góð gæði
16.995 kr. 13.596 kr.
Betra verð PINGUIN Explorer 75
24.995 kr. 19.996 kr. PINGUIN Activent 55
22.995 kr. 18.396 kr.
SALOMON snjóbrettapakkar með 35% afslætti
BLACK DRAGON snjóbrettapakkar með 30% afslætti Salomon snjóbrettapoki
16.995 kr. 13.596 kr.
Í s le n s k u
ALPARNIR
Kaupvangi 6 • 700 Egilsstaðir • Sími 471 2525 Faxafen 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727
// DALE CARNEGIE VERT
FYRIR 10-12 ÁRA OG 13-15 ÁRA.
VILT ÞÚ... // hafa meira sjálfstraust? // vera jákvæðari? // að þér líði betur? // eiga auðveldara með að kynnast fólki?
// KYNNINGARFUNDUR Sunnudaginn 23. mars. Fundurinn hefst kl.15:00, 45 mín. Ármúli 11, þriðja hæð. Foreldrar mæta með á fundinn. // NÆSTA NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Mánudaginn 24. mars. Einu sinni í viku í átta vikur, kl. 17:00 - 20:30
// eiga auðveldara með að halda fyrirlestra?
// NÆSTA NÁMSKEIÐ FYRIR 10-12 ÁRA Þriðjudaginn 22. apríl. Einu sinni í viku í átta vikur, kl. 17:00 - 20:00
// hafa meiri trú á þér og þínum hæfileikum?
// Skráning í síma 555 7080
Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. WWW.NAESTAKYNSLOD.IS
MARIPOSA veggskraut Verð frá 2.400 kr.
25
BECK frá Habitat Verð 17.500 kr. BEACAN skrifborð frá Habitat Tilboðsverð 29.500 kr. Verð áður 39.500 kr. Mikið úrval af BOXUM/SKRÍNUM frá Housedoctor Verð frá 3.200 kr.
CLOVER teppi frá Habitat Verð frá 7.800 kr.
TIMBER hátalari Bluetooth - USB Verð 29.500 kr.
ALLSKONAR FÍNT OG FALLEGT FYRIR FERMINGUNA CLEO bókahilla Verð (askur) 85.000 kr. Verð (lakk) 69.500 kr.
BOBBY borðlampi Verð 5.900 kr.
TIMEOF MY LIFE veggskraut Verð 4.550 kr.
Úrval af fallegum púðum Verð frá 3.900 kr.
GRIDART myndarammi Verð 8.450 kr.
50
þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat* CLAYTON Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.
PRETTY LITTLE THINGS skartstandur Verð 5.900 kr.
TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18
MOTTO – I CAN veggskraut Verð 4.950 kr.
Vefverslun á www.tekk.is
MOTTO myndarammi Verð 9.800 kr.