Frettatiminn 070516

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 19. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 07.05.2016

Eldað eftir trúarbókstafnum Gyðingasamfélagið á Íslandi

Lækkun olíuverðs strokar út byltingu Venesúela að leysast upp

Þeir stóru fá mest 36 milljarðar í landbúnað 28

16

8

Lífið snýst um meira en að lifa af Þegar Helga Hákonardóttir útskrifaðist úr skólanum, sem hún hrökklaðist úr vegna eineltis tuttugu árum áður, upplifði hún mestu sigurstund líf síns. Eftir hrottalegt eineltið og áföll snýst lífið nú um meira en að lifa af.

Húsbílunum sleppt út í vorið Anna Pálína keyrir á Leiðarljósi Vorið 26

Þaulvanar tískudrósir Opna fataskápinn

Tíska 36 LAUGARDAGUR

07.05.16

EStER fLUttI Í SUmARbúStAÐ Í KjóSInnI

ragnar tjaldar við grillið yfir sumarið Komdu í veg fyrir frjóKornaofnæmi auðvelt að fliKKa upp á baðherbergið

4 hentugar æfingar fyrir uppteKið fólK

RóSA GUÐmUnDS var með sjálfsmorð og dauða á heilanum en hefur sigrast á djöflum sínum

SIGRÍÐUR ELVA SAGT UPP OG SMÍÐAÐI FLUGVÉL

Fátækt 22

Mynd | Hari

DRÖGUM ÚT 51.000 VINNINGA Á ÁRINU!

22

Alltaf með Fréttatímanum

AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

2|

Prima yfirtekur verk Brotafls Samkvæmt heimildum Fréttatímans álíta forsvarsmenn Brotafls að nafn fyrirtækisins hafi verið eyðilagt af neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Fyrirtækið sætir lögreglurannsókn vegna meintra skattalagabrota. Talið er að fyrirtæki að nafni Prima yfirtaki verksamninga Brotafls og hluta af starfsmönnum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Samkvæmt heimildum Fréttatímans stendur nú til að fyrirtæki að nafni Prima yfirtaki verksamninga Brotafls og haldi áfram með fyrirhuguð verkefni þess. Nokkrum starfsmönnum Brotafls hafa boðist samningar við Prima. Í Fréttatímanum í gær var sagt frá því að starfsmenn Brotafls væru að fjarlægja lógó fyrirtækisins af vinnuvélum og bílum. Heimasíðu og Facebook-síðu fyrirtækisins hefur á undanförnum dögum verið lokað. Fyrirtækið hefur komið að stórum byggingaframkvæmdum í miðbænum en forsvarsmenn þess sátu nýlega í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikil skattalagabrot.

Velferð Barnafjölskyldur bornar út í Reykjavík

Á Frakkastígsreitnum í miðbænum hefur Brotaf l staðið að jarðvinnu fyrir aðalverktakann Blómaþing ehf. Kristján Magnason framkvæmdastjóri Blómaþings segist hafa fundað með öllum starfsmönnum Brotafls eftir að sagt var fá því í fjölmiðlum að lögreglan rannsakaði hvort þeir væru fórnarlömb mansals. „Við höfum gengið úr skugga um að starfsmennirnir séu með samninga í samræmi

við kjarasamninga. Það er náttúrulega svolítið slæmt þegar fjölmiðlar taka fyrirtæki af lífi án þess að hafa nógu miklar sannanir fyrir því sem þeir skrifa. Virðisaukaskattsnúmer Brotaf ls er enn opið og það virðist ekki ástæða til að ætla annað en að eðlilegt sé að fyrirtækið haldi áfram að starfa. Nafnið Brotafl geti mögulega verið ónýtt vegna fjölmiðlaumfjöllunar.” Kristján staðfestir að af þeim

sökum yfirtaki fyrirtækið Prima verk Brotafls. Verkhluta Brotafls við Frakkastíg sé hins vegar nánast lokið. Ekki lengur grunur um mansal Þó að starfsmenn verktakafyrirtækjanna Brotafls og Kraftbindinga hafi búið við nöturlegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði telur lögreglan hæpið að forsvarsmenn fyrirtækjanna verði ákærðir fyrir mansal. Var það mat lögreglu eftir að hafa átt viðtöl við starfsmennina að þeir væru frjálsir ferða sinna og teldust því ekki vera í nauðung hér á landi. Rannsókn á þeim hluta málsins verður líklega hætt.

Einelti: Margvísleg úrræði eru til staðar fyrir gerendur

Refsidómur aldrei fallið í eineltismáli 50 til 60 börn misstu heimili sín Barnafjölskyldur voru tæpur helmingur þeirra sem misstu félagslegt húsnæði hjá borginni á síðustu árum. Alls voru 50 og 60 börn yngri en 18 ára í hópi þeirra sem misstu heimili sitt hjá Félagsbústöðum hjá Reykjavíkurborg á árunum 2012 til 2015. Af þeim 110 einstaklingum sem misstu húsnæði eiga 45 einstaklingar börn. „67% þeirra eru einhleypar konur. Margar glíma bæði við vímuefnafíkn og geðrænan vanda,“ segir Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf. „Oftast var gripið til aðgerða vegna húsaleiguskulda,“ segir Svanbjörg Svanbjörg var að klára M.A verkefni sitt í félagsráðgjöf, sem nefnist, Að missa félagslegt húsnæði í Reykjavík. Hún skiptir hópunum í tvennt, annars vegar eru þeir sem Félagsbústaðir riftu húsaleigusamningum við og hins vegar þeir sem bornir voru út.

Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir.

Hún segir að flestir þeirra sem misstu húsnæði sitt vegna riftunar samnings, eða 42 prósent alls hópsins, hafi fengið leigt á almennum leigumarkaði, 14 % hafi farið aftur í félagslegt húsnæði, 1% lent í fangelsi og 10 % farið á stuðningsheimili eða sambýli. Rúm 30% hafi dvalið hjá öðrum, lent á götunni eða þurft að leita athvarfs í Konukoti eða gistiskýlinu. Af þeim sem bornir voru út voru flestir heimilislausir eða 55% á árunum 2012 til 2015. 41 einstaklingur var borinn út, tólf voru með börn á framfæri, þar af fjórir með fleiri en tvö börn á framfæri. | vh, þká

AFMÆLISTILBOÐ 50 ára gasgrill 2ja brennara

Þetta frábæra 2ja brennara verðlaunagrill er komið aftur í nýrri útgáfu

FULLT VERÐ 49.900 AFMÆLISTILBOÐ

39.900 Hjólavagn Kr. 14.900

grillbudin.is Á R A

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Margvísleg úrræði eru í boði fyrir þá sem leggja samnemendur sína í einelti að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Lögreglan rannsakar líkamsárás þriggja stúlkna, en árásin var tekin upp á síma af þeirri fjórðu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Ég veit ekki til þess að refsidómur hafi fallið vegna eineltismáls,“ segir Bragi sem bætir við að hann viti einnig að svona rannsóknir séu ekki algengar hjá lögreglu. Eins og Fréttatíminn greindi frá á fimmtudaginn þá rannsakar lögreglan líkamsárás gegn eineltisfórnarlambi úr Austurbæjarskóla. Það er fimmtán ára stúlka en hún hefur mátt þola langvarandi einelti sem hefur að miklu leyti farið fram á netinu hingað til. Ofbeldið náði svo há-

marki á þriðjudag þegar stúlkurnar gengu í skrokk á henni. Ofbeldið var heiftúðugt og niðurlægjandi, enda stóð sú fjórða hjá og tók árásina upp á síma sinn. Myndskeiðið er meðal sönnunargagna í málinu. Bragi áréttar að svona mál fara fyrst til viðkomandi barnaverndarnefndar, sem í þessu tilviki er í Reykjavík. Sú nefnd býr yfir afar fjölþættum úrræðum, auk þess sem Barnaverndarstofa býr yfir umfangsmeiri úrræðum. „Bæði þarf að útvega fórnarlambinu aðstoð, enda um trámatíska atburði að ræða sem þarf að vinna úr. En einnig þarf að aðstoða gerendur við að vinna úr sinni árásarhneigð,“ segir Bragi. Sjálfur segir Bragi að hann sé ekki hlynntur því að gerendum í eineltismálum sé refsað, því það gæti gert illt verra og sé ekki til þess fallið að koma í veg fyrir aðra eins hegðun barnsins í framtíðinni. Bragi segir ofbeldið í myndband-

inu þó ekki koma sérstaklega á óvart. Einelti sé bæði ofbeldisfullt og ljótt. Hann vonist þó til þess að það verði til þess að sýna fram á alvarleika eineltismála. „Það er mikilvægt að skólarnir séu á tánum og að þar séu viðbragðsáætlanir við einelti,“ segir hann. Spurður hvort árásin sé í raun afleiðing úrræðaleysis skólayfirvalda, svarar Bragi: „Ég held að það sé ekki úrræðaleysi að kenna. Við búum yfir margvíslegum úrræðum til þess að koma þessum unglingum til hjálpar, en það er ekki alltaf fullkomin meðvitund um hvaða leiðir skal fara. Svo má vera að fólk átti sig ekki alveg á alvarleika mála fyrr en maður sér svona á filmu.“ Ekki náðist í skólayfirvöld Austurbæjarskóla vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Barnaverndarnefnd fundaði með stjórnendum Austurbæjarskóla í gær um málið.

Skólastjóri Austurbæjarskóla sendi bréf á foreldra barna í skólanum í gær þar sem fram kemur að hann harmi árásina.

Einelti: Ólafur Arnalds er enn að vinna úr afleiðingum eineltis

Foreldrar gerandans mikilvægir Tónlistarmaðurinn og Baftaverðlaunahafinn Ólafur Arnalds lenti í einelti sem barn. Hann segir árásina við Langholtsskóla hafa vakið upp erfiðar minningar hjá sér en hann komst undan eineltinu eftir að foreldrar hans og foreldrar gerandans unnu markvisst saman að því að taka á vandanum. „Ég tel mig ansi heppinn. Í mínu tilfelli var þetta ekki líkamlegt ofbeldi,“ segir Ólafur, en ofbeldið lýsti sér í háði og niðurlægingu sem sumir gætu kallað stríðni. Hann lýsir mjög þekktu mynstri í eineltismálum þegar hann segir að hann hafi að auki

Maður er svo vitlaus að maður heldur að þetta séu vinir manns.

Ólafur Arnalds er enn að vinna úr afleiðingum eineltis.

sótt nokkuð í kvalara sína. „Maður er svo vitlaus að maður heldur að þetta séu vinir manns,“ útskýrir Ólafur. Hann segist hafa verið tárum næst þegar hann horfði á myndbandið af árásinni gegn stúlkunni við Langholtsskóla. Hann er þakklátur föður fórnarlambsins fyrir að hafa gefið leyfi fyrir

birtingu myndbandsins; það telji hann mikilvægt ætli fólk sér að skilja grimmilegt ofbeldið sem fólgið er í eineltinu. „Og þetta er eins með orðin, þau særa ekki minna en líkamlega ofbeldið,“ segir Ólafur sem er sjálfur enn að vinna úr afleiðingum eineltisins sem hann varð fyrir sem barn. „Ég á til dæmis enn erfitt með nánd,“ segir Ólafur. Hann er hins vegar þakklátur foreldrum gerandans, sem tóku vel á sínum málum og eineltið hætti í kjölfarið.


Örn Hrafnkelsson sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

„Jón forseti átti þetta alltsaman. Mínar bækur eru flestar í kössum niðri í geymslu.“ Hið íslenska bókmenntafélag fagnar 200 ára afmæli með myndarlegum samstarfssamningi við gamma. Samningurinn gerir félaginu kleift að efla útgáfu og markaðsstarf í þágu íslenskrar tungu, mennta og menningar.

Örn er félagi í HÍB frá 1994

Við hvetjum alla sem er annt um útgáfu vandaðra fræðirita og greina á íslensku til að ganga í félagið og leggja sitt af mörkum.

www.hib.is

styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsins


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

4|

Wikileaks Talsmaður kannast ekki við að hafa hafnað upplýsingum úr Panamaskjölunum

Verðum að tryggja vernd uppljóstrara Uppljóstrarinn sem kom Panamagögnunum til þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung býðst til að vinna með stjórnvöldum í heiminum við skattrannsóknir svo fremi sem þau lögfesti vernd uppljóstrara fyrst. Uppljóstrarinn hefur sent frá sér yfirlýsingu sem birtist samtímis í fjölmiðlum á föstudag. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Ekkert er vitað um þennan einstakling, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media sem unnið hefur úr gögnunum í marga mánuði. Í yfirlýsingu uppljóstrarans, sem merkt er John Doe, segir að fjölmiðlar hafi brugðist. Meðal annars vegna þess að milljarðamæringar virðast hafa tekið upp dagblaðaeign sem sérstakt áhugamál. „Afleiðingarnar eru raunverulegar: til viðbótar við Süddeutsche Zeitung og ICIJ, og þrátt fyrir afdráttarlausar

yfirlýsingar um annað, létu margar stórar fréttastofur ritstjóra sína fara yfir skjöl úr Panamagögnunum. Þeir völdu að fjalla ekki um þau. Sorglegi sannleikurinn er sá að meðal stærstu og öflugustu fjölmiðla heims var ekki einn sem hafði áhuga á efninu. Jafnvel Wikileaks svaraði ekki ítrekuðum ábendingum.“ Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks kemur af fjöllum. „Ég hef enga vitneskju um það að það hafi verið reynt að nálgast okkur með þessi gögn. Það gefur auga leið að

við hefðum sýnt því áhuga. Þetta er mikilvægur leki og augljóst að upplýsingarnar eiga erindi við almenning.” Bæði Jóhannes og Kristinn eru sammála um mikilvægi þess að sett verði lög á Íslandi sem verndi uppljóstrara. „Það er vandasamt að setja slík lög því þau gætu líka unnið gegn markmiðum sínum. Hins vegar er augljóst að það þarf að tryggja lagalega vernd svo uppljóstrarar geti stigið fram með upplýsingar sem gagnast alþýðu manna.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson.

Jóhannes segir mikilvægi Panamaskjalanna hafa margsýnt sig. „Þau hafa haft áhrif um allan heim. Nú er verið að rannsaka fjölda mála sem aldrei hefðu komist upp nema fyrir tilstilli þessa leka. Ég er algjörlega sammála því að það verði að vernda einstaklinga sem vilja koma fram með svona mikilvægar upplýsingar.“

Heilbrigðismál: Þvinguð meðferð, geðþóttaákvarðanir og frelsissvipting

Mynd | Hari

Ágústa Ísleifsdóttir segist hafa misst trúna á allt í kjölfarið á þessu og orðið ákaflega hrædd við fólkið sitt.

„Skömmin og óttinn fylgdi mér í mörg ár“ „Ég var stödd heima hjá mér, þegar íbúðin fylltist allt í einu af lögreglumönnum, geðlækni og hjúkrunarfræðingum,“ segir Ágústa Ísleifsdóttir sem hefur persónulega reynslu af því að vera svipt sjálfræði og vistuð á geðdeild gegn vilja sínum „Þeir héldu mér niðri, handjárnuðu mig og drógu mig upp á geðdeild. Ég var frávita af ótta,” segir Ágústa Ísleifsdóttir. Hún segist hafa verið afar veik dagana á undan og hún geri sér vel grein fyrir því að fólkið hennar hafi talið að hún gæti skaðað sjálfa sig. „Ég var bara hreinlega sturluð, í miklu geðrofi og þvældist um bæinn og sýndi á mér brjóstin á bensínstöðvum eða talaði hátt um kynlíf mitt og kærastans í Bónus.“

Hún segist hafa misst trúna á allt í kjölfarið á þessu og orðið ákaflega hrædd við fólkið sitt. „Það var hins vegar ekki fyrr en mér fór að batna að skömmin helltist yfir mig líka og minningin um að vera dregin í gegnum allt geðdeildarhúsið í handjárnum var eins og opið sár.“ Hún segist ekki hafa neina lausn á því hvernig sé hægt að bregðast við í svona málum. Það sé þó afar mikilvægt að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að óska eftir sviptingu sjálfræðis og innlögn. „Það hrynur allt traust þegar svona gerist. Sjúklingar geta orðið svo alvarlega reiðir út í nánustu fjölskyldu að það rofnar allt samband, ég slapp reyndar við það, sem betur fer. En skömmin og óttinn fylgdi mér í mörg ár á eftir.“ | þká

Mynd | Nordic Photos/Getty Images

Lögræðislögin voru endurskoðuð til að mæta ákvæðum samnings um réttindi fatlaðs fólks. Það gera þau þó alls ekki að mati mannréttindalögfræðings sem samtökin Geðhjálp fengu til að skoða málið.

Ný lög brjóta á fötluðu fólki Samtökin Geðhjálp skora á stjórnvöld að hefja vinnu við allsherjar endurskoðun gildandi lögræðislaga til að tryggja að lögin standist ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Lögin ganga ekki aðeins í berhögg við samninginn heldur lágmarkskröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um nauðsynlega réttarvernd, samkvæmt nýju lögfræðiáliti. Íslensk stjórnvöld hafa með undirskrift sinni skuldbundið sig til að ganga ekki í berhögg við samninginn við lagasetningu. Samtökin fengu Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, mannréttindalögfræðing til að vinna úttekt á lögunum fyrir Geðhjálp. Eitt af meginmarkmiðum þess að endurskoða lögræðislögin var að tryggja að lögin stæðust ákvæði samningsins. Þrátt fyrir það standast lögin ekki bann við mismunun, þvingaða meðferð og staðgengla við ákvarðanatöku. Ný lög tóku gildi í desember 2015. Ekki var tekið mið af ábendingum Geðhjálpar og fleiri hagsmunasamtaka.

Gildandi lög ræðislög ley fa nauðungarvistun á spítala og lögræðissviptingar á grundvelli geðsjúkdóms. Vista má manneskju nauðuga á spítala í allt að 72 klukkustundir með samþykki læknis og í 21 dag með samþykki sýslumanns. Ljóst er að ákvæðið brýtur í bága við 14. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um að tryggt sé að fatlað fólk sé ekki svipt frelsi sínu með ólögmætum hætti eða að geðþótta og að frelsissvipting í hvaða mynd sem er sé lögum samkvæmt og að fötlun skuli ekki undir neinum kringumstæðum réttlæta frelsissviptingu og raunar fleiri greinar samningsins. Ólíkt öðrum sjúklingahópum veita lögin heilbrigðisstarfsfólki heimild til að beita nauðungarvistaða þvingun í meðferð. Með því er brotið í bága við minnst sex greinar samningsins, til að mynda þá sem kveður á um að starfsfólki beri að annast fatlað fólk á grundvelli frjáls og upplýsts samþykkis. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um samninginn hefur bent á að hægt sé að beita mun mannúðlegri aðferðum í neyðartilvikum og Evrópunefnd gegn pyndingum (CPTnefndin) hefur án árangurs beint því til stjórnvalda að afmarka betur

Kjarni málsins

Lögræðislögin ganga í berhögg við ákvæði samnings SÞ um réttindi fatlaðra samkvæmt nýrri lögfræðiúttekt. heimild lækna um að beita þvingaðri meðferð. Með sama hætti veita gildandi lögræðilög leyfi til að lögræðissvipta manneskju tímabundið á grundvelli geðsjúkdóms eða annars konar alvarlegs heilsubrests. Fyrirvari laganna um að önnur og vægari úrræði hafi verið reynd áður en gripið er til lögræðissviptingar gengur ekki nógu langt í að koma í veg fyrir mismunun gagnvart fötluð fólki. Þegar manneskja er svipt sjálfræði er henni skipaður lögráðamaður sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir í lífi hennar. Með því er brotið í bága við 12. grein samningsins um sjálfstæðan ákvarðanrétt fatlaðs fólks. Íslensk stjórnvöld telja sig hafa mætt þessu ákvæði með svokölluðu talsmannakerfi. Sú er ekki raunin því talsmenn eru launalausir og því er ekki hægt að ganga út frá jöfnu aðgengi.


E N N E M M / S Í A / N M 7 4 9 5 5 R e n*Miðað a u l tviðMuppgefnar e g a n etölur N framleiðanda Ý R 5 x 3 8umaeldsneytisnotkun lmenn í blönduðum akstri

NÝR MEGANE NÝTT ÚTLIT, NÝJAR ÁHERSLUR

NÝR RENAULT MEGANE

DÍSIL, ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ 3,7 L/100 KM* Renault Megane hefur aldrei verið glæsilegri en í þessari nýju útgáfu sem hönnuð er af verðlaunahönnuðinum Laurens van den Acher. Nýr Renault Megane er ekki einungis glæsilegur útlits heldur er hann hlaðinn tækninýjungum og staðalbúnaði sem setur ný viðmið í þessum stærðarflokki bíla. Sjón er sögu ríkari.

VERÐ: 3.390.000 KR. DÍSIL, BEINSKIPTUR

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

ESP stöðugleikastýring, ASR spólvörn, 6 öryggispúðar (5 stjörnur í EuroNCAP), LED dagljós, leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, Bluetooth símabúnaður með raddstýringu, 2ja svæða tölvustýrð loftkæling, upphituð framsæti, fjarlægðarvarar að aftan og framan, 16" álfelgur, regnskynjari fyrir rúðuþurrkur, sjálfvirk há/lág ljós (High beam assist), akreinavari (Lane departure warning), vegaskiltisnemi (Roadsign recognition). GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 12–16 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


fréttatíminn | Helgin 7. maí–9. maí 2016

6|

Ögmundur vill kjósa næsta vor

Au ka b

rot tfö

r

Ögmundur Jónasson þingmaður VG hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Af því tilefni var hann í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudagsmorgun. Hann hefur löngum þótt hafa sérstöðu í ýmsum málum og brást ekki aðdáendum sínum að þessu sinni þegar hann lýsti því yfir hann væri hlynntur því að kjósa til Alþingis næsta vor. Stjórnarandstaðan hefur sem kunnugt er viljað kjósa strax og stjórnin hefur lofað að boða til kosninga í haust, þótt dagsetningin sé enn óljós.

Ögmundur hættir á þingi í haust.

Gardavatn & Feneyjar 10. - 20. september

Umhverfi Óvíst hvað verður um mörg þúsund tonn af hrossataði

Haust 12

Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Í ferðinni njótum við þess að sigla á Gardavatni, heimsækjum drottningu Adríahafsins, Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu, Veróna. Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

„Það hefur verið áætlað að um 30 til 40 þúsund tonn af hrossataði falli til á ári á höfuðborgarsvæðinu og það er meira en allur heimilisúrgangur sveitarfélaganna,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu. „Heildarmagn hrossataðs sem Sorpa tók á móti 2015 er 600 tonn og þar af 500 tonn frá Garðabæ,“ segir Björn.

Bókaðu núna á baendaferdir.is

Spör ehf.

Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

17. júní í Reykjavík 2016

Dagskráratriði óskast Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum en hátíðasvæðið í ár verður í Hljómskálagarði og í kringum tjörnina og fer dagskráin fram síðdegis á 17. júní. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum 17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 12. maí Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is

Hrossatað getur ógnað vatnsbólum Óvíst er hvað verður um mörg þúsund tonn af hrossataði sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu á ári hverju. Um 7 til 8 þúsund hestar tilheyra eigendum hestamannafélaga í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Valgerður Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

alla föstudaga og laugardaga

„Það hefur verið áætlað að um 30 til 40 þúsund tonn af hrossataði falli til á ári á höfuðborgarsvæðinu og það er meira en allur heimilisúrgangur sveitarfélaganna,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu. „Heildarmagn hrossataðs sem Sorpa tók á móti 2015 er 600 tonn og þar af 500 tonn frá Garðabæ,“ segir Björn. „Losun hrossataðs er verkefni sem hver og einn hestamaður verður að leysa með aðstoð verktaka. Mér er

ekki alveg kunnugt um hvað þeir gera við það,“ segir Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ. „Hætta er á að vatnsból mengist en ábyrgðin á því liggur hjá sveitarfélögum,“ segir Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk. „Sorpa tekur við hluta hrossataðsins en sumir losa sig sjálfir við það sökum mikils kostnaðar sem fylgir urðun þess í Sorpu,“ segir Hjörtur Bergstað formaður Fáks. Hins vegar segir Björn að Sorpa „hafi ekki tekið á móti hrossataði frá hestamannfélaginu Fáki eða öðrum svo mér sé kunnugt um.“ Samkvæmt upplýsingum Páls Ólafssonar formanns Hestamannafélgsins Sörla í Hafnarfirði tekur Sorpa við þeirra úrgangi sem og félagasamtökin Gróður fyrir fólk sem sér um að nýta taðið til uppgræðslu. Í vikunni undirritaði Hafnarfjarðar-

Samþykktir:

Í samþykktum um hesthús og hesthúsahverfi í Reykjavík frá 1999 er þeim tilmælum beint til hestamanna „að nýta hrossatað til jarðræktar eða annarra sambærilegra nota, en að öðrum kosti flytja það á þar til ætlaðan móttökustað. Hvorki skal dreifa húsdýraáburði á vatnsverndarsvæðum, nema með sérstakri heimild Heilbrigðiseftirlits, né á stöðum þar sem hætta er á mengun vatns og jarðvegs“. bær 10 ára samning við samtökin um móttöku taðs úr helmingi hesthúsa í bænum, að sögn Helgu Ingólfsdóttur bæjarfulltrúa og formaðnns Umhverfis- og framkvæmdaráðs. Páli er ekki kunnugt um að hestamenn sjálfir eða verktakar séu að losa úrgang fyrir félagsmenn Sörla.


fréttatíminn | Helgin 7. maí–9. maí 2016

|7

Umhverfismál Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vill að náttúran njóti vafans

Jón Gunnarsson vill bjarga Mývatni Hann tekur undir með Landvernd að bjarga þurfi Mývatni en telur ekki samhengi á milli virkjunarframkvæmda og framtíðar vatnsins. Jón Gunnarsson segir aðkomu ríkisins nauðsynlega þar sem Skútustaðahreppur hefur ekki fjárhagslega getu til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum sem fylgja mikilli aukningu ferðamanna. „Huga þarf jafnframt betur að gjaldtöku í ferðaþjónustunni svo sveitarfélög geti sótt í sjóði til að byggja upp þjónustuna,“ segir Jón.

Í máli Harðar Agnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á opnum kynningarfundi fyrir íbúa Skútustaðahrepps fyrir þremur árum kom fram að hann taldi mikilvægt að gæta varúðar við allar framkvæmdir í nágrenni Mývatns svo lífríki þess væri ekki stefnt í hættu. Landvernd hefur bent á að mikil óvissa fylgi frekari jarðvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu. „Ég tel að ekki sé samhengi milli framkvæmda við Þeistareyki og

ástandsins á Mývatni,“ segir Jón og vísar í mat á umhvefisáhrifum. Í því kemur fram að ekki sé talin hætta á mengun sem hafi áhrif á lífríki vatnsins. „Hins vegar á náttúran alltaf að njóta vafans,“ segir Jón. | vh

„Ég tel að ekki sé samhengi milli framkvæmda við Þeistareyki og ástandsins á Mývatni,“ segir Jón Gunnarsson.

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 79668 05/16

„Hér verður að bregðast við með sama hætti og þegar brugðist er við náttúruhamförum af fullum þunga,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Lífríki Mývatns er í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar.

Hafa ekki efni á hreinsistöð Umhverfismál Lífríki Mývatns er í bráðri hættu Það kostar um 300 milljónir að koma upp hreinsistöð í Reykjahlíð en Skútustaðahreppur hefur lýst því yfir að hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá íbúum, ferðaþjónustu og annarri starfsemi við Mývatn. Upphæðin er svipuð veltu sveitarfélagsins sem þarf að halda uppi skóla og annarri þjónust., „Þetta myndi þó einungis leysa hluta vandans sem snýr að þéttbýlinu í Reykjahlíð,“ segir Helgi Héðinsson formaður Veiðifélags Mývatns. Lífríki Mývatns er í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er vart svipur hjá sjón. „Fréttaflutningurinn hefur verið eins og hér sé dauði og djöfull,“ segir Helgi og bætir við að það sé ekki alls kostar rétt. „Náttúrulegar sveiflur í lífríkinu eru þekktar en hins vegar eru þær dýpri og harkalegri en áður hefur þekkst og orsakirnar flókið samspil margra þátta. Fráveitumál við Mývatn standast allar venjulegar kröfur en hér er þörf á ítarlegri hreinsun næringarefna vegna nálægðarinnar við vatnið. Við höfum enga tryggingu fyrir því að mótvægisaðgerðir muni snúa þessari þróun við en við verðum þó að gera allt sem við mögulega getum,“ segir hann. „Þetta er þó sveitarfélaginu algerlega ofviða. Mývatn er gersemi og ef ráðamönnum er alvara með lögum um verndun þess, þurfa þeir að aðstoða okkur við að gera okkar besta til að leysa þessi mál,“ segir Helgi. | þká

Takk fyrırr skemmtilegt mót! Við viljum þakka öllum þeim sem mættu á Cheerios-mótið á Víkingsvellinum kærlega fyrir þátttökuna. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári!


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

8|

450 þúsund 23 þúsund Beinn stuðningur skattgreiðenda til mjólkurframleiðslu nemur tæplega 247 þúsund krónum á ári á hverja mjólkurkú í landinu. Því til viðbótar má meta framlag neytenda vegna tollverndar upp á 205 þúsund krónur á hverja mjólkurkú. Samanlagt fær því hver kýr tæplega 452 þúsund krónur á ári í stuðning frá skattgreiðendum og neytendum. Það er 14 þúsund krónum hærra en árlegar barnabætur sambúðarfólks með tveimur börnum.

Skattgreiðendur greiða með hverri sauðkind rúmlega 13 þúsund krónur á ári. Því til viðbótar kemur framlag neytenda, sem borga hærra verð fyrir lambakjötið vegna verndartolla. Talið er að sú upphæð nemi um 9.500 krónum á hverja kind. Samanlagt nemur því stuðningur neytenda og skattgreiðenda við hverja kind tæplega 23 þúsund krónum á ári. Til samanburðar eru sjúkradagpeningar í dag 1.414 krónur. Hver kind fær því árlega stuðning sem jafnast á við dagpeninga í sextán daga.

24 þúsund 504 þúsund 165 þúsund Varphænur njóta ekki stuðnings skattgreiðenda en þær fá ríkulegan stuðning frá neytendum vegna verndartolla. Samanlagður stuðningur neytenda við eggjaframleiðendur og kjúklingabændur vegna hærra verðs og verndatolla nemur rúmlega 24 þúsund krónur á hverja varphænu árlega. Til samanburðar má geta þess að börn í Reykjavík fá styrk í gegnum frístundarkortið sem nemur um 35 þúsund krónum. Það má því segja að þrjár varphænur skipti með sér þremur frístundakortum.

Svínabændur fá ekki greiðslur beint úr ríkissjóði en stuðningur neytenda við þá er ríkulegur eða sem nemur tæplega 504 þúsund krónum árlega á hverja gyltu og grísina hennar. Til samanburðar þá eru hámarks húsaleigubætur fólks með tvö börn 480 þúsund krónur árlega, eða 24 þúsund krónum lægri upphæð en gyltan fær á sínum bás.

Skattgreiðendur styrkja ekki nautgriparækt sem miðar að því að framleiða kjöt, aðeins þá sem skilar af sér mjólk. En kjötræktendur njóta ríkulegs stuðnings neytenda vegna verndartolla og hærra verðs á kjöti. Deilt niður á geldneyti nemur stuðningurinn árlega um 165 þúsund krónum á hvert naut. Þessi upphæð er tæplega þúsund krónum lægri en aldraðir fá í ellilífeyri og tekjutryggingu á mánuði.

Búvörusamningar Stuðningur skattgreiðenda og neytenda við landbúnaðinn um 36 milljarðar á ári

Stóru fyrirtækin taka yfir Nýir búvörusamningar munu framlengja ástand sem er sérstaklega óhagkvæmt neytendum og skattgreiðendum á Íslandi. Engin þjóð borgar jafn mikið með landbúnaði og Íslendingar þegar mið er tekið af framleiðslunni. Þeir sem græða mest á búvörusamningnum eru þannig ekki fjölskyldubúin heldur fáein stórfyrirtæki Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Samanlagður stuðningur neytenda og skattgreiðenda við landbúnaðarkerfið nemur um 36 milljörðum króna árlega, samkvæmt útreikningum sem Guðjón Sigurhjartarson viðskiptafræðingur birti í grein sem hann skrifaði ásamt Jóhannesi Gunnarssyni, formanni Neytendasamtakanna. Af þessum 36 milljörðum króna koma um 13,5 milljarðar króna úr ríkissjóði en um 22,5 milljarðar króna er stuðningur sem neytendur greiða inn í kerfi í formi hás vöruverðs vegna verðtolla og annarra hindrana á verslun með landbúnaðarvörur. Með nýgerðum búvörusamningi verða þessar álögur á skattgreiðendur framlengdar um tíu ár til viðbótar. Kostnaður skattgreiðenda verður um 140 milljarðar króna á tímabilinu og byrði neytenda verður um 230 milljarðar króna. Samanlagt eru þetta svo háar upphæðir að það er eiginlega marklaust að bera þetta saman við nokkuð annað. 360 milljarðar er meira en helmingur allra ríkisútgjalda á þessu ári. Það mætti byggja þrjú hátæknihús fyrir þessa upphæð. Það tæki mann sem eyðir milljón á mánuði 3000 ár að eyða þessari upphæð. Miklu hærri styrkir en í Evrópu Þótt stuðningur Íslendinga við landbúnað skeri sig ekki frá öðrum Evrópuþjóðum þegar hann er borinn saman við landsframleiðslu, segir það ekki mikla sögu. Landbúnaður á Íslandi er veigalítil atvinnugrein í samanburði við landbúnaðarlöndin á meginlandinu. Þar er umfang landbúnaðargeirans víða tvöfalt eða þrefalt á við stærð hans á Íslandi. Samkvæmt OECD nemur stuðningur Íslendinga við landbúnað um 48 prósent af virði landbúnaðarafurða á meðan stuðningur Evrópusambandsins, sem flestum þykir nóg um, er aðeins um 18,5 prósent af virði landbúnaðarframleiðslunnar í sambandinu. Ef íslenskir skattgreiðendur og neytendur fengju að búa við slíkt

Stutt beikon fyrir Íslendinginn 2,6 milljarðar

Miðað við útreikninga Guðjóns Sigurhjartarsonar nemur neytendastuðningur íslenskra neytenda við Mjólkursamsöluna um 2,6 milljörðum króna árlega. Það er lunginn af stuðningi neytenda við mjólkurvinnslu. Eigandi MS er Auðhumla, sameignarfélag um 700 bænda. Áður en mjólkin kemur til vinnslu hafa skattgreiðendur greitt um 6,8 milljarða króna með mjólkinni og neytendur um 2,9 milljarða króna. Samanlagður stuðningur skattgreiðenda og neytenda við mjólkurbændur og mjólkuriðnaðinn er um 12,4 milljarðar króna. Það má því segja að Auðhumla og eigendur hennar njóti alls þess stuðnings, eða svo gott sem. MS er svo til einrátt á mjólkurmarkaði, selur svo til alla mjólk, alla osta, allt jógúrt og allt smjör sem selst á Íslandi.

kerfi væri samanlagður stuðningur þeirra 14 milljarðar króna árlega en ekki 36 milljarðar króna. Mismunurinn er 22 milljarðar króna á hverju ári. 220 milljarðar króna á líftíma nýgerðs búvörusamnings. Þungar byrðar á fjölskyldur Byrði hvers Íslendings af landbúnaðarkerfinu er um 109 þúsund krónur árlega, samkvæmt útreikningum Guðjóns Sigurhjartarsonar. 41 þúsund krónur fara í gegnum skattkerfið en 68 þúsund krónur leggjast ofan á matvælaverðið. Hver fjögurra manna fjölskylda greiðir þannig 164 þúsund krónum meira í skatta á ári og borgar 273 þúsund krónum meira fyrir matinn sinn. Það gera 22.750 krónum meira í matarinnkaup í hverjum mánuði, hátt í þúsund kall á dag.

2,5 milljarðar

Sláturfélag Suðurlands kemur að slátrun og vinnslu á lamba-, nauta- og svínkjöti og á auk þess Reykjagarð, sem er annað af stærstu kjúklingafyrirtækjum landsins. Samanlagt nemur því stuðningur neytenda til kjötvinnslu SS og dótturfyrirtækja um 2,5 milljörðum króna. Sé hins vegar reiknað með hlutdeild SS í stuðningi neytenda við kjúklinga- og svínbændur hækkar neytendastuðningurinn um 1.150 milljónir króna og reiknast sem rúmlega 3,6 milljarðar króna árlega. Eigendur SS skiptast í tvo hópa. Eigendur A-hlutabréfa eru margir og dreifðir, einkum bændur. En eigendur B-hlutabréfa með takmarkaðan atkvæðarétt eru færri og stærri. Stærsti hluthafinn þar er Landsbankinn, en síðan koma nokkrir lífeyrissjóðir. Stærsti hlutur einstaklings er um 2 prósent.

Ef fjögurra manna íslensk fjölskylda byggi við hið vonda landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins væru samanlagðar álögur hennar vegna landbúnaðar ekki 437 þúsund krónur á ári heldur 168 þúsund krónur. Íslenska fjölskyldan greiðir nærri 270 þúsund krónur á ári í skatta og úti í búð vegna þess hversu vitlausara íslenska landbúnaðarkerfið er en sambærilegt kerfi Evrópusambandsins. Sem þó er svo vitlaust að jafnvel íslenskum bændahöfðingjum finnst það fádæma heimskt.

Þegar neytendur kaupa svínakjöt á Íslandi fá þeir aðeins um 80 prósent af því kjöti sem þeir fengju ef hér væru verndartollar ekki notaðir til að halda uppi verði fyrir innlenda framleiðendur. Í útreikningum Guðjóns er greint á milli stuðnings við bændur og vinnslu. Ef við skiptum þessu á milli framleiðenda þannig að sláturhús fái helming af vinnslustyrknum en bændastyrkurinn skiptist milli framleiðenda má áætla að neytendur styðji Síld og fisk, sem selur

undir vörumerkinu Ali, um hátt í 600 milljónir króna á ári. Norðlenska fær 300 milljóna króna stuðning vegna svínakjötsins, Sláturfélag Suðurlands um 290 milljónir og Stjörnugrís um 230 milljónir. Neytendur styðja síðan Kjarnafæði og Ferskar kjötvörur um sitthvorar 100 milljónir króna þegar þeir kaupa svínakjöt of dýru verði. Samanlagður stuðningur neytenda við svínarækt, -slátrun og – vinnslu er um 1,8 milljarðar króna á ári.

Það vantar nokkur egg í bakkann Verðvernd eggjaframleiðenda jafngildir því að íslenskur neytendi fari út í búð, kaupi tíu eggja bakka en það séu bara sjö egg í bakkanum þegar hann kemur heim. Eggjabændur njóta ekki stuðnings úr ríkissjóði enda er varla hægt að kalla þá bændur. Rúmlega 600 milljón króna stuðningur neytenda við eggjaframleiðendur skiptist þannig, sé miðað við upp-

lýsingar Samkeppniseftirlitsins um markaðshlutdeild, að Stjörnuegg fær um 325 milljónir, Nesbú um 135 milljónir, Brúnegg um 105 milljónir en nokkrir smærri aðilar um 45 milljónir samtals. Eins og í kjúklingaræktinni er neytendastuðningur Íslendinga við eggjaframleiðendur fyrst og fremst stuðningur við stórframleiðendur.


N 30 2016

Listahátíð í Reykjavík

Djass á Listahátíð

Terri Lyne Carrington með Lizz Wright & Elenu Pinderhughes Tryggðu þér miða á listahatid.is 5. júní, kl. 20:00 @ Harpa, Eldborg

Stofnaðilar og bakhjarlar Listahátíðar

Lárusson Hönnunarstofa

Samstarfsverkefni Listahátíðar og Hörpu


10 |

Breytingar á neyslu Stuðningur Íslendinga við kjötframleiðslu nemur um 19,4 milljörðum króna. Þar af eru 5 milljarðar króna styrkir til sauðfjárbænda í gegnum skattkerfið en 14,4 milljarðar króna stuðningur neytenda í gegnum of hátt verð. Fjórðungur er vegna lambakjöts og tæpur fjórðungur vegna nautakjöts. Mestur er stuðningurinn hins vegar við kjúklingaræktendur eða rúmur þriðjungur. Um 12,5 prósent fer til svínaframleiðenda. Þessi skipting kann að koma þeim á óvart. Fyrir þrjátíu árum var lambakjöt vel rúmur helmingur af kjötneyslunni en er nú minna en fjórðungur. Fyrir þrjátíu árum borðaði hver Íslendingur rúm fjögur kíló á ári af kjúklingi en í fyrra borðaði hann um nærri 28 kíló. Meðalneysla meðalmanns á kjúklingi hefur því rúmlega sexfaldast á skömmum tíma. Samhliða þessum breytingum hafa viðsemjendur ríkisins í búvörusamningum breyst mikið. Mestir hagsmunir liggja nú hjá stórum fyrirtækjum, ekki fjölskyldubúi inn í dal. Fimm stærstu taka 25 prósent Þegar útreikningar Guðjóns eru brotnir niður samkvæmt markaðshlutdeild stærstu aðila í mjólkur- og kjötvinnslu kemur í ljós að þeir sem eiga mest undir nýjum búvörusamningum eru Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Matfugl/Ali og Kaupfélag Skagfirðinga. Þótt ekki séu tekin fleiri fyrirtæki en þessi fimm þá nemur samanlagður stuðningur neytenda við þau um 9,2 milljörðum árlega ef aðeins er tekinn vinnsluhlutinn. Þetta er fjórðungur af heildarstuðningi landsmanna við landbúnaðinn og 41 prósent af heildarstuðningi neytenda í gegnum hátt verð vegna verndartolla. Hagsmunir þessara fimm fyrirtækja af óbreyttu kerfi í gegnum endurnýjun búvörusamnings nema hátt í 100 milljörðum króna á samningstímanum.

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 30. OKTÓBER–1. NÓVEMBER 2015

Þú mátt taka annan kjúklinginn með þér Mesti markaðsstuðningur neytenda í landbúnaðinum er við kjúklingarækt. Verð út úr búð er um tvöfalt hærra vegna verndartolla en það væri ef Ísland væri hluti af stærra markaðssvæði. Með öðrum orðum: Þegar þú ferð út í búð og reiðir fram fé sem duga ætti fyrir heilum kjúklingi færu bara helminginn með þér heim. Ef þú ferð heim með heilan kjúkling hefur andvirði annars kjúklings runnið til fyrirtækjanna sem rækta kjúklinginn, slátra honum og pakka. Ef aðeins er tekinn neytendastuðningur við slátrun og vinnslu þá nemur stuðningur við Matfugl rúmum 1000 milljónum króna og Reykjagarð tæplega 1000 milljónum sé miðað við markaðshlutdeild í slátrun og vinnslu samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar

og Samkeppniseftirlitsins. Ísfugl er miklu minni en fær þó um 375 milljónir króna í neytendastuðning árlega. Þessi fyrirtæki rækta líka svo til algjörlega sjálf þá kjúklinga sem þau vinna, svo við þurfum að bæta við neytendastuðningnum við kjúklingabændur. Heildarstuðningur við Matfugl fer þá yfir 2000 milljónir króna og stuðningur neytenda við Reykjagarð í rúmlega1950 milljónir króna. Stuðningurinn við Ísfugl er þá um 700 milljónir. Saman styrkja íslenskir neytendur þessi þrjú stórfyrirtæki um 4,7 milljarða króna. Ekkert við ræktunina eða framleiðsluna er sérstakt eða einstakt. Þetta er allt týpískur verksmiðjubúskapur, líkur þeim sem stundaður er um allan heim.

Aflandsfélag í landbúnaði Flest þessara fyrirtækja eru samvinnufélög að öllu leyti eða hluta. Þarna er þó eitt einkafyrirtæki, Langisjór, sem á Matfugl og Síld og fisk. Heildarstuðningur við það fyrirtæki er um 3,2 milljarðar þegar lagður er saman stuðningur vegna ræktunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið í Fréttatímanum er stærsti eigandi Langasjávar, Coldrock Investment

1,2 milljarðar HELGARTILBOÐ

GRILLPRO gasgrill 7,3kW, 2 brennarar.

24.995

kr.

50657522 Almennt verð: 32.995 kr.

Langisjór, fyrirtæki Gunnars Þórs, Guðnýjar Eddu, Halldórs Páls og Eggerts Árna Gíslabarna, á bæði Matfugl og Síld og fisk og er því umfangsmikið í ræktun og vinnslu á bæði kjúklingum og svínakjöti. Samanlaður neytendastuðningur til þessara fyrirtækja er samkvæmt útreikningum Guðjóns og upplýsingum Matvælastofnunar og Samkeppniseftirlitsins, um 1.200 milljónir króna. Þar af má rekja vel rúman milljarð til kjúklingavinnslunnar. Þar sem Matfugl ræktar kjúklinga líka væri eðlilegt að taka með neytendastuðning til bænda, samkvæmt reikningum Guðjóns. Heildarstuðningur neytenda til Langasjávar, fjölskyldufyrirtækis, er því nærri 3,2 milljörðum króna árlega.

Fimmta hver lærissneið eftir í búðinni Þegar Íslendingur fer út í búð og kaupir lambahrygg fer hann heim með tvo þriðju af hryggnum sem hann hefði fengið ef verðtollar héldu ekki verðinu uppi. Miðað við innflutningsverð á lambakjöti er hryggurinn 35 prósentum of dýr. Verðið á lambalærinu er skárra. Það er samt 20 prósentum dýrara en væri ef innflutningur væri frjáls. Íslenska lambakjötið hefur sín sérkenni og hér er ekki reiknað með verðmæti þess heldur almennu verði á opnum markaði; sama markaði og útlendingar njóta sem kaupa íslenskt lambakjöt í útlöndum. Ríkisstyrkir til sauðfjárræktar eru miklir og nema um 60 prósentum af verðinu frá bónda. Neytandinn sem fer heim með tvo þriðju hluta af hryggnum sínum er því búinn að borga þann part næstum tvisvar að hálfu leyti. Beingreiðslur og annar stuðningur við bændur á fjárlögum er um 5 milljarðar. Ofan á beina stuðninginn bætist markaðsstuðningur. Samkvæmt útreikningum Guðjóns njóta sauð-

fjárbændur í raun ekki markaðsstuðnings, nógur er beinn stuðningur við þá í gegnum skatterfið. En markaðsstuðningur við vinnslu á lambakjöti er ríkulegur í gegnum verndartolla eða um 3,5 milljarðar á ári. Sé reiknað með að helmingur þess stuðnings renni til sláturhúsa og helmingur til kjötvinnslu getum við áætlað eftir upplýsingum Matvælastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um markaðshlutdeild, að af þessum 3,5 milljörðum fái Norðlenska um 900 milljónir króna í sinn hlut, Kaupfélag Skagfirðinga um 725 milljónir króna, Sláturfélag Suðurlands um 550 milljónir króna og Kaupfélag Héraðsbúa, Kjarnafæði og Sölufélag Austur-Húnvetninga um 300 milljónir króna hvert. Veigamikill huti stuðnings neytenda við landbúnaðinn rennur því ekki í raun til bænda eða búrekstrar heldur stórfyrirtækja, sem mörg hver hafa sterka stöðu á markaði og ættu að geta plumað sig á frjálsari markaði.


FRÍHAFNARDAGAR

DAGANA 4.-8. MAÍ AFNEMUM VIÐ VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM SNYRTIVÖRUM *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.


12 |

NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 30. OKTÓBER–1. NÓVEMBER 2015

1,15 milljarðar

Kaupfélag Skagfirðinga er stórt og stækkandi í slátrun og kjötvinnslu. Ef við brjótum neytendastuðning Íslendinga niður á framleiðslueiningar KS koma 725 milljónir króna til félagsins vegna lambakjöts og 420 milljónir króna vegna nautakjötsframleiðslu, samtals tæplega 1.150 milljónir króna. KS hefur aukið umfang sitt á síðustu árum með uppkaupum á sláturhúsum en hefur líka haslað sér völl í mjólkurframleiðslu með kaupum á Mjólku, auk þess sem kaupfélagið hefur ítök innan Mjólkursamsölunnar.

Ltd., fyrirtæki sem skráð er í skattaskjóli á Möltu. Það lýsir ef til betur en flest annað þeirri umbreytingu frá landbúnaði yfir í iðnað og fjármálaverkfræði sem átt hefur sér stað í íslenska landbúnaðarkerfinu.

ÁRNASYNIR

Bændur breytast í hlutafélög

Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur

Frá 1.650 kr. á dag

Samhliða því að samþjöppun hefur orðið í kjöt- og mjólkurvinnslu hafa búin líka stækkað, einkum í mjólkurvinnslu. Þetta má rekja til verslunar með mjólkurkvóta. Það þekkist bæði að hlutafélög hafi safnað að sér kvóta en það er einnig vitað að stórir aðilar hafi keypt kvóta og lánað hann eða leigt til bænda. Önnur meginskýring stækkunar búa er tæknibreytingar. Með tilkomu mjaltaþjóna og lausagöngufjósa skapast möguleiki á margfalda stærð mjólkurbúa. Slík tæknivædd bú geta ekki aðeins verið stærri en venjuleg bú heldur verða þau að vera stór til að standa undir fjárfestingunni. Það verður æ algengara að að baki búunum standi hlutafélög sem kaupa jarðir, hús og búfénað með skuldsettri yfirtöku. Með þessum umbreytingum koma nýir aðilar inn í landbúnaðinn. Eitt stærsta kúabú landsins, Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, er þannig í eigu útgerðarfélagsins Skinney-Þinganess, sem er einn allra stærsti kvótaeigandi landsins. Miðað við fulla nýtingu bústofns og tækja má ætla að þetta eina bú dragi til sín um 120 til 140 milljónir króna af stuðningi skattgreiðenda og neytenda til mjólkurbænda. Af öðrum stórum búum má nefna Þverholtsbúið í Borgarfirði sem Daði Einarsson, faðir Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns keypti af Jóhannesi Kristinssyni, athafnamanni í Lúxemborg, fyrir skömmu í félagi við bróður sinn og fleiri. Áður hafði Daði keypt Kverngrjót en fyrir átti hann Lambeyrar í Dölum með systkinum sínum. Daði er þannig að byggja upp stórrekstur í mjólkurframleiðslu og á gríðarmikið undir nýjum búvörusamningum.

1,75 milljarðar

avis.is 591 4000

Samantekinn neytendastuðningur við Norðlenska er um 1.750 milljónir króna árlega, sé miðað við útreikninga Guðjóns Sigurhjartarsonar og upplýsingar Matvælastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um markaðshlutdeild. Norðlenska fær um 910 milljónir króna stuðning vegna lambakjöts, um 710 milljónir vegna nautakjöts og um 130 milljónir króna vegna svínakjöts. Norðlenska varð til þegar kjötiðnaðarstöð KEA og Kjötiðjan á Húsavík sameinuðust. Endanlegir eigendur eru því bændur og búalið í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Hver tók þriðjunginn af ostinum mínum? Samkvæmt útreikningum Guðjóns Sigurhjartarsonar myndi verð á osti og öðrum helstu mjólkurafurðum lækka um þriðjung ef innflutningur yrði leyfður. Til að gefa hugmynd um hvernig landbúnaðarstefnan snýr að neytendum getum við sagt að þegar íslenskur neytandi fer út í búð og kaupir ost fái hann aðeins tvo þriðju hluta af ostinum með sér heim. Síðan má segja að neytandinn hafi borgað hátt í þriðjung af þeim osti sem hann fór með heim tvisvar, því beingreiðslur og aðrir styrkir til mjólkurbænda í gegnum skattkerfið nemur tæplega helmingi þess verðs sem bóndinn fær fyrir mjólkina.

Alls nemur stuðningur skattgreiðenda til mjólkurbænda um 6,8 milljörðum króna á yfirstandandi fjárlögum. Ofan á það leggst markaðsstuðningur við bændur og mjólkuriðnaðinn. Guðjón metur að neytendastuðningur við bændur sé um 2,9 milljarðar króna og stuðningur við mjólkuriðnaðinn um 2,7 milljarðar. Lunginn af þeirri upphæð sem rennur til vinnslunnar er í raun styrkur neytenda við Mjólkursamsöluna, sem er ekki bara stærst á markaðinum heldur er í raun markaðurinn. Hlutdeild annarra aðila mælist varla.

Þriðjungur af hakkinu eftir í búðinni Þegar íslenskur neytandi fer út í búð og kaupir nautahakk fer hann heim með þriðjungi minna magn en ef verndartollar héldu ekki uppi verði á nautakjöti. Ef við viljum gera vel við okkur og kaupa nautalund þá fengjum við aðeins 550 grömm með okkur heim þótt við greiddum fyrir heilt kíló. Nautgriparækt er ekki styrkt af skattgreiðendum nema vegna mjólkurframleiðlsu. Neytendastuðningurinn er hins vegar ríkulegur eða um 3,3 milljarðar króna árlega. Bróðurparturinn af honum

rennur til sláturhúsa og vinnslu, þar sem verð frá bónda er hér ekki svo ýkja mikið hærra en erlendis. Ef við skiptum um 3 milljarða króna vinnslustyrk vegna nautakjöts jafnt á milli sláturhúsa og kjötvinnslu má gera ráð fyrir að Sláturfélag Suðurlands fái um 850 milljónir króna árlega, Norðlenska um 710 milljónir króna, Ferskar kjötvörur, sem eru í eigu Haga, um 490 milljónir króna og Kaupfélag Skagfirðinga um 420 milljónir króna.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

14 |

13. maí í 3 nætur

Frá kr.

fréttaskýring fyrir barnið í okkur

hari

59.900

m/morgunmat

Stökktu til

ENNEMM / SIA • NM74380

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

LJUBLJANA H

eimsferðir bjóða upp á helgarferð til Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu, sem alltof fáir þekkja. Slóvenía „litla fallega og friðsæla landið sólarmegin í Ölpunum” er áfangastaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá Heimsferðafarþegum undanfarin ár. Á hæð ofan við bæinn gnæfir Ljubljana kastalinn með stórkostlegu útsýni yfir borgina. Áin Ljubljanica liðast um borgina og er gamli bæjarhlutinn í Ljubljana staðsettur á milli kastalans og árinnar. Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu, fjöldi stúdenta og ungs fólks setur sérstakan svip á borgina en borgin er mikil háskólaborg og þarna er staðsettur virtur tónlistarháskóli og háskóli. Miðbærinn skartar miklu úrvali af kaffi- og veitingahúsum ásamt skemmtistöðum.

STÖKKTU

Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi.

leggja áherslu á verði hann kjörinn forseti. Nú geta menn verið ósammála erindi hans og talið að hann eigi að tala fyrir einhverjum allt öðrum málstað. Því er þó ekki til að dreifa. Það er öllu heldur notað gegn honum að hann hafi málstað yfirhöfuð, þar sem það sé ekki nógu forsetalegt.

13. maí í 3 nætur

Frá kr.

59.900

m/morgunmat

ENNEMM / SIA • NM74380

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Skelltu þér til

LISSABON L

issabon er stærsta borg og jafnframt höfuðborg Portúgals. Borgin á sér mikla sögu og menningu en er að sama skapi mjög nútímaleg borg. Hún er mjög hæðótt og er byggð á sjö hæðum, sem gerir hana eina af fallegustu borgum Evrópu en borgin er oftar en ekki kölluð „San Francisco“ Evrópu. Margar merkilegar byggingar og styttur eru við hvert fótmál í miðborginni. Gömul og falleg hverfi setja sinn svip á borgina. Má þar á meðal nefna Baixa, Chiado, Alfama, Bairro Alto og Rossio en öll eiga þau heillandi sögu, hver á sinn hátt. Gaman er að ganga um miðbæinn, þar er mikið um litlar og þröngar götur en fyrir þá sem vilja skoða meira af borginni er hægt að fara með kláfi upp og niður hæstu brekkurnar.

STÖKKTU

Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi.

E

Í LANDI HINNA ÓUMDEILDU KARLMANNA

f Ísland væri skólabekkur væri þá vinsælasti strákurinn í bekknum maðurinn sem liti undan þegar minnsta og uppburðarlausasta stelpan væri enn einu sinni tekin fyrir? Afstöðuleysi er dyggð á Íslandi. Sérstaklega ef venjulegur maður elur með sér þann draum að verða forseti. Þá má hann ekki standa fyrir neitt. Við viljum að kosningar séu eins og að kaupa miða í happdrætti. Ef það glittir í hugsjón eða erindi þá sér í iljarnar á kjósendum. Forseti Íslands er samt síður en svo afstöðulaus en hann er grunaður um það á seinni árum að vera hugsjónalaus. Hann var líka ekki venjulegur maður þegar hann bauð sig fram. Hann var stjórnmálamaður, vanur að hafa völd. Forsetinn fékk sannkallað rothögg í upphafi kosningabaráttunnar þegar Panama-skjölin leiddu í ljós að forsetafrúin sjálf, sem er undanþegin skattskyldu hér á landi þótt hún sé gift þjóðhöfðingjanum sjálfum, er fremur heimavön á Tortóla. Síðan þá hefur forsetinn, sem hafði orð á sér fyrir að vera mjög harðdrægur í skattamálum þegar hann var fjár-

málaráðherra, verið á flótta undan fréttamönnum og myndavélum en nýtur samt stuðnings helmings þjóðarinnar.

Skoðanasystkini Andra Snæs hafa þannig gengið fram fyrir skjöldu hvert á fætur öðru og hvatt hann til að draga sig í hlé fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, því hann sé svo óumdeildur og líklegur til að sameina þjóðina. Þeir sem fyrst og fremst hafa staðið gegn nýrri stjórnarskrá og náttúruvernd eru valdhafar og stjórnendur fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta. Þeir sem Andri Snær hefur kallað „klikkaða karlmenn.“

Fram hefur komið í máli Guðna Th. Jóhannessonar, sem er venjulegur maður og einn af okkur, að hann standi utan allra fylkinga. Forseti eigi ekki að berjast fyrir tilteknum málstað heldur vera forseti allra Íslendinga.

Ef hluti þjóðarinnar hefur haft rangt við, haft þjóðina að fíflum, stolið peningum, sem áttu að fara til að reka skóla og sjúkrahús og leggja vegi, og komið þeim undan í skattaskjól, viljum við þá forseta allrar þjóðarinnar, eða þurfum við kannski forseta almennings? Mann eða konu sem tekur afdráttarlausa afstöðu gegn græðgi, spillingu og rányrkju og leiðir okkur fyrir sjónir hvernig við getum orðið betra fólk.

„Forseti á að vera í nánum tengslum við alla landsmenn,“ og ekki í liði með einum eða neinum," segir hann,

Stundum er afstöðuleysið, hrein og klár stuðningsyfirlýsing við ríkjandi ástand. Og í því felst mikil afstaða.

Kannski er það rétt hjá honum en fátt hafa forsetar mært meira á góðum stundum en náttúruna. Eiga þeir þá samt að líta undan ef á hana er ráðist?

Kannski var Andri Snær ekki svo róttækur, en hitt er að afstöðuleysi er dyggð á Íslandi. Og af hverju? Jú, vegna þess að við erum ekki sammála um neitt. Meðan fólk gefur sig ekki upp er einhvern von til að halda friðinn.

Valdið er traust í sessi á Íslandi og nýtur meiri lýðhylli en sannleikurinn.

Viljum við forseta allra Íslendinga? Á forsetinn að vera guðleg vera, algerlega hafinn yfir dægurþras og er það raunhæft? Einungis einn frambjóðandi hefur lýst því yfir að hann standi fyrir ákveðin málefni sem hann vilji

Andri Snær forsetaframbjóðandi fór að sofa í landi klikkaðra karlmanna en vaknaði upp í landi óumdeildra karlmanna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Sunnudaginn 8. maí. Opið í öllum verslunum Blómavals um land allt. Sjá á blomaval.is.

20% afsláttur

TILBOÐ/TILBOÐ/TILBOÐ

Garðáburður, grasfræ og mosaeyðir

1.499 kr FULLT VERÐ: 1.990 FRÁBÆRT VERÐ!

Sýpris.

999

kr

2.490

FRÁBÆRT VERÐ!

FRÁBÆRT VERÐ!

Orkedia.

Frostþolnir útipottar. Verð frá:

1.690

kr

Mosaeyðing

1.990 2.690

Svona gerum við gegn mosa í grasflöt Notum mosaeyði eða: 1. Tætum, rökum eða klórum mosann í grasflötinni. 2. Berum grasáburð á grasflötina. 3. Berum kalkáburð á grasflötina.

Höfundar kynna í dag handbækur Blómavals um ræktun matjurta og garðverkin.

Gómsætt úr garðinum og Vinnan í garðinum.

kr

20% afsláttur

4. Sáum grasfræi í sárin. 5. Gott að blanda grasfræi saman við Mosaeyðir. úrvals gróðurmold áður en sáð er. 6. Græn og falleg grasflöt eftir 2 - 3 vikur. 4.990

Kynning í dag í Skútuvogi

3.992

kr

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

Mæðradagsvöndurinn


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

16 |

Venesúela er á barmi gjaldþrots. Hvernig getur olíuríkasta land heims verið svo illa statt?

Bölvun olíunnar og hrun Venesúela

Mynd | Nordic Photos/Getty Images

Hann var gæddur persónutöfrum sem öfluðu honum mikils stuðnings um heim allan sem fulltrúa sósíalisma og vinar litla mannsins. Raunverulegar aðgerðir hans í stjórnmálum heima fyrir voru hins vegar þokukenndari. Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@frettatiminn.is

Fréttir sem berast frá Venesúela þessa dagana verða æ fjarstæðukenndari. Versta verðbólga í heimi, næst hæsta morðtíðni heims og mesti samdráttur í framleiðslu hjá nokkru landi. Hillur í búðum eru oftast tómar og borgarar þurfa að standa í biðröðum til að freista þess að kaupa nauðsynjar. Stjórnvöld sem bjuggu til þennan vanda ljúga kerfisbundið og finna blóraböggla í hverju horni. Vöruskortur og ófriðarástand magnast stöðugt og nú telja margir að landið sé á barmi algjörs efnahagslegs hruns. 95% útflutningstekna landsins koma frá olíu og lágt heimsmarkaðsverð hefur þýtt að Nicolás Maduro forseti getur ekki viðhaldið efnahagslegu módeli landsins sem Hugo Chávez heitinn, lærifaðir hans, kom á. Margir telja að honum muni reynast erfitt að stjórna landinu út kjörtímabil sitt sem lýkur árið 2019. Verðbólga í landinu mun mælast um 500-1000% í ár. Hvað fór úrskeiðis í byltingu Chávez og félaga? Hermaðurinn sem sló í gegn Chávez var fyrrverandi fallhlífarhermaður sem sat í tvö ár í fangelsi eftir að hann framdi misheppnað valda-

rán árið 1992. Hann féllst á að leggja niður vopn gegn því að hann fengi að ávarpa þjóðina í sjónvarpi. Hann var kraftmikill ræðumaður. Ávarp hans var ekki nema tæpar tvær mínútur en það dugði til að fólk hreifst af Chávez, persónutöfrum hans og djörfum hugmyndum. Hann lofaði að breyta landinu til frambúðar. Þar hófst ástarsamband hans og stórs hluta þjóðarinnar sem entist til dauðadags hans í mars 2013. Og hann var réttur maður á réttum stað þegar hann var kjörinn forseti árið 1998 og tók við embættinu í febrúar 1999. Bölvun auðlinda Mikil upplausn ríkti í Venesúela. Efnahagsleg vandræði höfðu elt landið í áraraðir og ómögulegt virtist að minnka bilið á milli ríkra og fátækra. „Bölvun auðlinda“ er þekkt hugtak. Sagan hefur sýnt að ríki sem eignast mikinn olíuauð lenda oftar en ekki í vandræðum. Venesúela er talið búa yfir um 300 milljörðum tunna af vinnanlegri olíu, sem er það mesta í heimi. Hagkerfi landsins hafði sveiflast gríðarlega vegna flökts olíuverðs í gegnum tíðina. Þegar verðið var hátt var illa farið með ágóðann og spilling var ætíð viðloðandi bransann. Bólivarísk bylting Chávez vildi breyta lífi fátækra og nota olíuauðinn til þess. Margir úr millistétt þjóðfélagsins voru tilbúnir að styðja hann vegna þessa. Hann byrjaði á því að berja í gegn nýja stjórnarskrá þar sem honum voru færð aukin völd. Eitt ákvæðið breytti opinberu nafni ríkisins í „Bólivaríska lýðveldið Venesúela“ í höfuðið

á byltingarhetjunni Simón Bolívar. Upp frá því fór orka hans og tími – og helstu auðlindir ríkisins – í „bólivarísku byltinguna“. Í upphafi var þessi bylting ekki endilega sósíalísk í gegn og ekki andvestræn. En næstu árin varð það einmitt raunin. Chávez varð sífellt róttækari samhliða átökum við stjórnarandstöðuna í landinu. Hápunkturinn var árið 2002 þegar Chávez var steypt af stóli um stundarsakir í misheppnaðri valdaránstilraun. Hann sakaði Bandaríkin um að hafa skipulagt athæfið og að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði viljað sig feigan. Vinstri beygja í Suður-Ameríku Um þetta leyti var bylgja vinstri stjórnmála að hefjast í Rómönsku Ameríku. Fólk hafnaði hinum svokallaða „Washington Consensus“, efnahagsmódeli nýfrjálshyggjunnar, einkavæðingar og bandarískra áhrifa, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn höfðu boðað á tíunda áratugnum. Mörg lönd álfunnar – sérstaklega Argentína og Brasilía – höfðu farið mjög illa út úr Asíukreppunni sem hófst árið 1997. Fólk var þar að auki „skeptískt“ í garð Bandaríkjanna eftir að þau höfðu aðstoðað við að koma á fót herforingjastjórnum í ýmsum löndum Suður-Ameríku í kalda stríðinu og framið þannig óbeint mannréttindabrot, mannrán og morð. Þessi mótstaða átti svo enn eftir að aukast eftir valdatöku George W. Bush og félaga hans. Blóðsugur kapítalismans Chávez byggði stjórnmálaheimsmynd sína á söguskoðuninni um að

Eitt ákvæðið í nýrri stjórnarskrá Venesúela breytti opinberu nafni ríkisins í „Bólivaríska lýðveldið Venesúela“ í höfuðið á byltingarhetjunni Simón Bolívar.

Flest efnahagsleg framfaraverk Hugo Chávez gufuðu upp þegar olíuverð lækkaði í heiminum. Hans verður þó lengi minnst fyrir baráttu fyrir réttindum fátækra og afskiptra í Rómönsku Ameríku.

Mið- og Suður-Ameríka væru fórnarlömb kerfisbundinnar rányrkju Bandaríkjamanna á auðlindum. Úrúgvæski blaðamaðurinn Eduardo Galeano gerði þessari hugmynd skil í bókinni Hinar opnu æðar Rómönsku Ameríku árið 1971 og bókin varð nokkurs konar stefnuskrá Chávez. Allt frá því er Kólumbus mætti á svæðið hafi eftirmenn hans, nú síðast bandarískir kapítalistar, sogið blóðið úr álfunni líkt og vampírur.

sínum tíma leiddi Venesúela og aðrar Suður-Ameríkuþjóðir undan oki spænsku krúnunnar. Venesúelska þjóðin – sérstaklega sá risastóri hluti hennar sem bjó undir fátæktarmörkum – horfði í kringum sig og hugsaði. „Venesúela er eitt ríkasta land heims af auðæfum. Guð hefur blessað okkur með mestu olíulindum heims. Landið er fullt af jarðmálmum og gimsteinum, stórkostlegri náttúru og frjósömu ræktunarlandi. Af hverju erum við fátæk? Við hljótum að hafa verið rænd.“ Þetta var kjarninn í popúlisma Chávez. Einföld heimsmynd þar sem hvert mannsbarn getur

Popúlismi Að mati Chávez var eina leiðin út úr þessum vanda að feta í fótspor frelsishetjunnar Simóns Bólivar, sem á

BÚRI LJÚFUR Fyrirmynd Búra er hinn danski Havarti-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980. Hann er mjúkur og smjörkenndur ostur með vott af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.

www.odalsostar.is


NÝ SENDING AF LEÐURSÓFUM

DICE 4RA SÆTA LEÐURSÓFI Breidd: 305cm Verð: 275.000,LEÐURSKEMILL Stærð: 90X70cm Verð: 49.500,

MODESTO LEÐURHORNSÓFI Stærð: 300X210cm Verð: 394.000,-

NÝ SENDING AF HÚSGÖGNUM DAKOTA LEÐURTUNGUSÓFI Stærð: 277X168cm Verð: 334.000,ERIC SKENKUR –Hnota/hvítt matt Breidd: 170cm -Verð: 159.900,Breidd: 224cm -Verð: 219.000,-

MIKA ARMSTÓLL Verð: 35.000,-

ERIC TV SKENKUR – Hnota/hvítt matt Breidd: 210cm Verð: 159.900,-

MIKIÐ ÚRVAL AF VEGGKLUKKUM

Veggklukka Umbrella Stærð: 100X100cm -Verð: 11.900,-

Veggklukka Old Style Stærð: 100X100cm -Verð: 19.900,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00

Veggklukka NUMBERS Stærð: 58X58cm -Verð: 12.900,-

Veggklukka TIME SPENT Stærð: 58X58cm -Verð: 4.800,-

Ego Dekor - Bæjarlind 12

NÝ HEIMASÍÐA: egodekor.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

18 |

Mynd | Nordic Photos/Getty Images

bent á óvininn og vandamálin og lausnir við þeim. Og um leið og eitthvað bjátaði á, til dæmis efnahagsvandi, benti Chávez strax á Bandaríkin. Þau hlytu að vera á bak við þessa árás. Líklega baktjaldamakk CIA. Stjórnarandstaðan var sömuleiðis brennimerkt sem landráðamenn og svikarar sem vildu selja landið í hendur bandarískra stórfyrirtækja. „You are a donkey“ Ég var viðstaddur stóran útifund með Hugo Chávez í Buenos Aires í Argentínu í febrúar 2007. Inntak ræðu Chávez var að George W. Bush væri „pólitískt lík“. Hann var á hátindinum. Bush var fullkominn óvinur því hann var á kolöfugum enda í pólitíska litrófinu og var auk þess óvinsæll forseti víða um heim á þeim átakaárum eftir 11. september. Á þeim árum var Chávez líka í hlut-

verki litríks sérvitrings í heimsmálunum. Hann stjórnaði sjónvarpsþættinum „Aló Presidente“, sem sýndur var á hverjum sunnudegi í ríkissjónvarpinu. Þar talaði hann blaðalaust klukkutímunum saman og varð tíðrætt um Bush sem hann nýtti hvert tækifæri til að uppnefna fyllibyttu og aumingja. „You are a donkey, mister Danger. You are a donkey, mister Bush,“ hrópaði Chávez í sjónvarpssetti sem leit út fyrir að vera einhvers konar raunveruleikaþáttur um líf forsetans. Einu sinni sendi hann hermenn að kólumbísku landamærunum í beinni útsendingu. Hann var gæddur persónutöfrum sem öfluðu honum mikils stuðnings um heim allan sem fulltrúa sósíalisma og vinar litla mannsins. Raunverulegar aðgerðir hans í stjórnmálum heima fyrir voru hins vegar þokukenndari. Fátækt í brennidepli

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

iminn. is www.f rettat tatimin n.is ritstjor n@fret rettatim inn.is auglysi ngar@f

Helga rblað

7. árgang ur 14. tölubla ð apríl 2016 • 8. apríl–10.

n

Panama-skjöli

n Sven Bergma Illnauðsynleg u aðferð í viðtalin

u r í Vestur-Evróp 332 ráðherra skir þar af 3 íslen 4 í skattaskjóli

Ris og fall Sigmundar tta, Upp eins og rake prik niður eins og Bless 18

in 10

amaðurinn 8

Sænski blað

Spilltasta þjóð

m felldi Maðurinn se herra forsætisráð

Hemúllinn faðir

Lula da Silva í Brasilíu og Nestor Kirchner í Argentínu bjuggu við mikinn efnahagsuppgang vegna hás hrávöruverðs í heiminum. Áhersla var lögð á að minnka fátækt. Á fyrstu árum stjórnar Hugo Chávez, þegar olíuverð var í hæstu hæðum, gekk líka vel að koma íbúum landsins upp úr fátækt og þannig að minnka bilið milli þeirra sárfátæku og ofurríku. Chávez dældi gróða af olíusölu í félagsleg verkefni, jók heilsuþjónustu og menntun. Hann niðurgreiddi líka matvælaverð, rafmagn, bensín og aðrar nauðsynjar. Þetta jók vinsældir Chávez enn frekar og tryggði hvern kosningasigurinn á fætur öðrum. Fátæklingar höfðu eignast talsmann og stóðu með sínum manni allt þar til hann lést. En á meðan til dæmis Brasilía – sem nú gengur í gegnum hremmingar eftir mörg eyðsluár – stundaði mildari gerð sósíaldemókratisma, gekk Chávez miklu lengra. Júdas fyrsti kapítalistinn Árið 2005 kynnti Chávez til sögunnar nýtt efnahagskerfi fyrir Venesúela sem hann kallaði „Sósíalisma 21. aldarinnar“. Hann sagði að Sovétríkin hefðu klúðrað sinni byltingu vegna einræðistilburða. Lausnin væri lýðræðislegur sósíalismi þar sem hinir fátæku myndu rísa á fætur á skömmum tíma með því að kjósa rétta menn til að stjórna landinu. Við þetta blandaði hann svo kristilegum gildum. Jesús var fyrsti sósíalistinn og Júdas fyrsti kapítalistinn, samkvæmt nýju hugmyndafræðinni. Óvinir Rómönsku Ameríku og þriðja heimsins voru Bandaríkin og heimsvaldastefnan. En þó hann kenndi þessa speki við 21. öldina var um að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Chávez hafði vingast mjög við Fidel og Raúl Castro. Hann kom Kúbverjum úr peningavandræðum með olíudollurum. Kúbverskir læknar voru fluttir frá Kúbu til Venesúela, en líka gamalkunn stef. Chávez vildi nú þjóðnýta landbúnað Venesúela og hóf að ríkisvæða allskyns fyrirtæki. Þessar aðgerðir mynduðu strax nýja og gríðarstóra útgjaldaliði og meðalmennska og lítil kunnátta í stjórnun þessara stofnana bökuðu mörg vandræði. Framfarir reistar á sandi Til að gera langa sögu stutta hef u r nú komið í ljós að framfaraverkefni Chávez voru flest

reist á sandi. Nicolas Maduro hefur erft ríki sem glímir við alvarlegan vanda á nánast öllum sviðum. Að sumu leyti er þetta sama Venesúela og fyrr. Þetta er eitt af helstu olíuríkjum heims sem þrátt fyrir ríkidæmi býr við mikla misskiptingu. Gríðarlega margir búa í fátækrahverfum sem eru meðal þeirra hættulegustu í Suður-Ameríku. Hagkerfi landsins er á barmi hruns, hillur í stórmörkuðum eru tómar, apótek og spítalar án lyfja, rafmagnsleysi er árlegt vandamál þegar þurrkar ríkja og morðtíðni hefur margfaldast í borgum landsins. Eyddu öllu og tóku lán Venesúela undir chavismo ber mörg merki auðlindabölvunarinnar. Smám saman dróst úr öðrum útflutningi en olíu, sérstaklega þegar óvarleg þjóðnýting á stórum skala eyðilagði framleiðslu á ýmsum landbúnaðar- og iðnaðarvörum. Nú þegar 95% útflutningsins er olía og olíuverð hefur verið í sögulegri lægð er ríkið einfaldlega ekki í stöðu til að borga fyrir innflutning á vörum. Noregur og fleiri olíulönd hafa byggt upp stóra sjóði, meðal annars til að minnka skaðann af flöktandi olíuverði. Chávez gerði það hins vegar ekki. Auk þess notaði hann olíuna, þegar verðið var hátt, sem veð til þess að taka gríðarleg lán. Eftir að olíuverð lækkaði er ríkið ekki lengur í stakk búið til að borga af þessum lánum og við blasir greiðslufall. Og til að bæta gráu ofan á svart framleiðir Venesúela sífellt minna af olíu vegna fúinna innviða í olíuvinnslunni. Chávez þjóðnýtti alla olíuframleiðslu og rak fjölda starfsmanna úr ríkisfyrirtækinu PDVSA. Aðeins fylgismenn hans máttu vinna þar. Það þýddi að landið missti marga helstu sérfræðinga sína úr landi. Rafmagnslaust Þessa daga er rafmagnsskorturinn í landinu svo alvarlegur að Maduro hefur beðið fólk um að nota ekki hárþurrku nema á sérstökum tyllidögum og ekki strauja föt. Klukkan í landinu verður færð um hálftíma til að létta á rafmagnsnotkun. Opinberar stofnanir verða aðeins opnar tvisvar í viku á næstu vikum með sama markmiði.

Nicolás Maduro var strætóbílstjóri og verkalýðsforingi áður en hann gekk til liðs við hreyfingu Chávez um 1990. Þegar hann varð forseti árið 2013 var orðið of seint að bjarga landinu frá efnahagshruni. Þurrkar í landinu þýða að vatnsaflsvirkjanirnar sem sjá landinu fyrir raforku ná ekki að framleiða rafmagn í nægilegum mæli. Þó veðurfyrirbrigðið El Niño sé ein af ástæðum þurrkanna blasir sú staðreynd við að þessir innviðir Venesúela eru einfaldlega ekki nógu góðir. Kaupmáttur fátækra jókst mikið þegar olíuverð var hátt. Milljónir manna gátu keypt heimilistæki á lágu verði. Rafmagn er svo nánast ókeypis vegna niðurgreiðslna ríkisins. Þessi vandi endurspeglar popúlíska stjórnarhætti Chávez og Maduro. Atkvæði voru keypt með gríðarlegum fjáraustri til ákveðinna vinsælla verkefna sem nokkrum árum síðar eru gufuð upp eða gagnslaus. Mótmæli og kosningar Nicolás Maduro, sem áður hafði verið utanríkisráðherra og varaforseti í stjórn Chávez, var kosinn forseti í apríl 2013, mánuði eftir andlát Chávez. Hann vann mjög nauman sigur á Henrique Capriles Radonski, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Mikil mótmæli hafa verið síðan þá. Maduro hefur sakað Bandaríkin um vandræði Venesúela. Þau stundi efnahagslegt stríð gegn landinu. Hann hefur til dæmis sakað CIA um að senda flugumenn sína til að standa í biðröðum í landinu og veikja þannig traust almennings á byltingunni. Í febrúar 2014 var Leopoldo López, annar stjórnarandstöðuleiðtogi, handtekinn á mótmælum og dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis. Stjórnarandstaðan vann svo stórsigur í þingkosningum í desember síðastliðnum. Sósíalistaflokkurinn í Venesúela er því í minnihluta á þingi fyrsta skipti í 17 ár. Stjórnarandstaðan safnar nú undirskriftum til að hvetja til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu, sem stjórnarskráin leyfir, til að koma frá vanhæfum forseta.


LEIÐANDI Í 30 ÁR Í HERRASNYRTIVÖRUM

AQUAPOWER

CONCENTRATED GLACIAL HYDRATOR

HÁMARKSRAKI

KRAFTUR NÁTTÚRUNNAR

AQUAPOWER GEL-KREM

AQUAPOWER 72H GEL-KREM

24 stunda rakagjöf* virk efni unnin úr ígildi 5000 lítra af thermal spa vatni** Létt og fersk áferð. „Non-oily, non-sticky”.

Létt og frískandi gel-krem sem gefur húðinni besta rakastig í allt að 72klst*** og myndar verndarhjúp á húðina.

ÖFLUGT FRAKAGEFANDI ANDLITSGEL

Inniheldur efni úr P.Antartica sem finnst í Suðurskautshafinu og hefur þann eiginleika að geta verndað lífsform við óblíðar aðstæður.

FACIAL CLEANSING GEL

FACIAL EXFOLIATOR

GEL SHAVER

Frískandi hreinsigel sem hreinsar og undirbýr húðina fyrir rakstur. Notað daglega með vatni og hentar fullkomlega í sturtuna. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Kornahreinsir sem djúphreinsar húðina á mildan hátt. Notað 1-2 x í viku með vatni og hentar fullkomlega í sturtuna. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Frískandi rakstursgel sem róar húðina og dregur úr bruna. Veitir nákvæmann og mjúkan rakstur.

*Instrumental próf, 24 viðfangsefni. **Hreint seyði af Thermal Plankton í 50 ml krukku. ***Instrumental próf, 26 einstaklingar. Skoðaðu biothermhomme.com


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

20 |

Lífið snýst um meira en að lifa af

HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Ein stærsta sigurstund lífs míns var þegar ég tók við stúdentsskírteininu úr höndum konunnar sem olli því að ég hrökklaðist endanlega úr námi tuttugu og þremur árum áður. Mér hefur aldrei liðið betur með sjálfa mig en þá. En í stað þess að vera eðlileg á myndinni sem mamma smellti af mér þegar ég sneri mér við með skírteinið í höndunum þá þurfti ég auðvitað að gretta mig eins og fífl, ulla og setja fingur á nefið, því þannig er ég bara gerð. En það lýsir því líka vel hvernig mér leið á þessari stundu,“ segir Helga Hákonardóttir. Grettan kom frá hjartanu og var í raun ætluð skólanum og kerfinu sem hafði brugðist henni.

Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka. Fæst í flestum heilsuvörubúðum, apótekum og heilsuvörudeild Nettó.

Var auðveld bráð

Ég nota Life Drink á hverjum degi í morgundrykkinn minn. Með honum get ég verið viss um að fá næringaríka, létta en orkumikla máltíð. Antioxidant hylkin frá Terranova hjálpa mér að vinna á harðsperrum og jafna mig eftir æfingar. Einnig hafa hylkin nýst mér vel í sólinni, ég brenn síður og húðin er fyrr að jafna sig ef ég brenn. FJÓLA SIGNÝ, FRJÁLSÍÞRÓTTAKONA

Helga Hákonardóttir ólst upp í Kópavogi þar sem hún varð fyrir hrottalegu einelti alla sína skólagöngu. Helga segir líf sitt hafa snúist um að lifa af, einn dag í einu. Ein með dætur sínar tvær, aðra fatlaða, hefur henni tekist að fara aftur í nám, þökk sé happdrættisvinningi og Mæðrastyrksnefnd, og eignast um leið draum um annað líf.

NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA

Helga Hákonardóttir ólst upp í Kópavogi og varð fyrir hrottalegu einelti nær alla sína skólagöngu. „Mamma og pabbi reyndu allt sem þau gátu til að hjálpa mér en einelti var ekki mikið rætt á þessum árum. Þau gátu ekki komið í veg fyrir þetta. Leið skólastjórans til að hjálpa mér var að benda mér á nýjar leiðir til að labba heim. En auðvitað var ég lamin sama hvaða

leið ég fór,“ segir Helga sem man annars lítið eftir sínum æskuárum. „Maður lokar á það slæma. Þetta er ekkert sem þú vilt ferðast með.“ „Þegar ég var tíu ára var ákveðið að það væri best fyrir mig að fara úr Digranesskóla í Snælandsskóla. En þegar ég hafði verið í skólanum í nokkrar vikur var ákveðið að ég skyldi fara upp á svið og lýsa reynslu minni af einelti fyrir nýja skólanum. Ætli skólastjórinn hafi ekki viljað vel en eftir þetta vissu allir að ég væri auðveld bráð og eineltið byrjaði á fullu aftur. Líkamlega ofbeldið minnkaði en andlega ofbeldið varð þeim mun verra.“ Laug til að lifa af Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var valin til að níðast á. Kannski af því að ég var svo rosalega mjó, hvað veit ég. Ég var bara öðruvísi,“ segir Helga og lýsir því hvernig andlega ofbeldið jókst stöðugt með árunum og hvernig foreldrar hennar horfðu úrræðalausir upp á líðan dóttur sinnar versna. Þegar barnaskólanum lauk ákváðu þau að senda hana á heimavist í áttunda bekk, í skóla sjöundadags aðventista, Hlíðardalsskóla í


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

|21

Við mamma höfum alltaf átt saman miða í Happdrætti háskólans og í fyrsta skiptið á ævinni vann ég! Ég vann 200.000 kall og fór beina leið og greiddi skólagjöldin og keypti skólabækurnar.

ég gat ekki hreyft mig. Skólastjórinn brjálaðist en hringdi hvorki í foreldra mína né í lækni heldur lét krakkana sjá um mig um nóttina, sjá til þess að ég hrykki ekki upp af. Ég varð svo veik eftir þetta að ég hef varla náð mér síðan og ég hef fengið að heyra frá læknum eftir að ég varð fullorðin að þetta hafi sennilega verið upphafið að öllum kvillunum sem ég hef verið að glíma við. En ég þakka krökkunum á vistinni fyrir að hafa haldið á mér hita þessa nótt.“ Fær ennþá fyrirlitningarsvipi Eftir árið í heimavistinni fór Helga aftur í Digranesskóla. Þar eignaðist hún í fyrsta sinn vinkonu og segir það hafa komið sér í gegnum gagn-

fræðaskólann. Vanlíðanin fór samt aldrei og eineltið hélt áfram og hætti ekki heldur í menntaskóla. „Ég fór í MK og fyrsta daginn gengur feimin stelpa inn í bekkinn sem ég býð sæti hjá mér. Við Gulla, og síðar Hrafnhildur systir hennar, urðum bestu vinkonur og erum það enn í dag. Þetta ár hafði ég í fyrsta sinn einhverja ánægju af skóla. Ég lærði svo margt á því að eignast vinkonur. Hrafnhildur tók mig í gegn í sambandi við lygarnar og þarna kynnist ég því hvað það er að treysta og standa saman. Ég fékk samt áfram allar pillurnar, ég var ennþá í Kópavogi og ég var orðin þekkt fyrir að vera fórnarlambið sem mátti níðast á. Ég fæ reyndar enn þann dag í dag fyrir-

litningarsvip frá sumum þessara stráka úr Kópavoginum.“ Besti tími lífsins á Eiðum Vinkona Helgu ákvað að hætta í MK eftir fyrsta árið og þá byrjaði eineltið aftur. „Ég var sögð feit og ljót, þrátt fyrir að vera grönn, og það fóru að ganga allskonar ljótar sögur um mig í bænum. Ég var alveg einangruð en þráði félagsskap því ég er í raun mikil félagsvera. Þegar ég var komin með nóg ákvað ég að hætta í MK og fara í Alþýðuskólann á Eiðum sem var besta ákvörðun lífs míns. Enginn þekkti mig og ég gat verið til á mínum eigin forsendum. Ég varð ekkert vinsælasta stelpan því ég mun aldrei verða venjuleg. Ég byrjaði

R EY KJ AVÍ KU R BO R G

Byggingarréttur með útsýni

Helga Hákonardóttir ólst upp í Kópavogi og varð fyrir hrottalegu einelti frá fyrsta skóladegi. Ofbeldið var viðstöðulaust nær alla hennar skólagöngu og varð til þess að hún á endanum hrökklaðist úr námi og fór snemma að vinna fyrir sér með hinum og þessum störfum. Helga á tvær dætur, sú eldri er einhverf og var greind ofvirk aðeins 18 mánaða gömul.

Ölfusi. „Þau héldu að þetta myndi hjálpa mér en vissu ekki að þetta var algjör villingaskóli. Það var þarna dásamlegt starfsfólk inn á milli en sumum krökkum leið svo illa þarna að þau brutu á sér fingur til að komast í burtu. Það var ekkert auðvelt að koma í nýtt umhverfi því ég kunni ekki að eignast vini. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að hegða mér og brá á það ráð að segja bara allt sem krakkarnir vildu heyra, bara laug til að reyna að falla í hópinn. Og þá varð ég auðvitað bara lygarinn. Þrátt fyrir allt eineltið var ég samt aldrei feimin heldur frekar kjaftfor, ætli ég væri ekki greind með ADHD í dag. Ég var, og er enn, rosalega hvatvís og ég vílaði það ekkert fyrir mér að svara skólastjóranum fullum hálsi og var ekki beint nein kennarasleikja.“ Varð næstum úti í Þrengslunum „Það var algjör skelfing fyrir mig að vera þarna. Þegar ég var alveg að gefast upp ákvað ég að læðast út um kvöld, um hávetur í snjókomu á gallabuxum og stuttermabol. Þegar sonur eins starfsmannsins náði mér í Þrengslunum var ég orðin það blá og gegnum köld að

03

04

Vesturbugt - nýjar lóðir við höfnina Reykjavíkurborg óskar eftir umsóknum um þátttöku í samkeppnisviðræðum vegna sölu byggingarréttar og uppbyggingar á lóðum 03 og 04 við Hlésgötu í Vesturbugt. Staðsetning miðsvæðis sem og útsýni yfir höfnina og til Esjunnar gerir svæðið eftirsóknarvert. Kaupandi byggingarréttar fær heimild til að hanna og byggja um 170 - 176 íbúðir og atvinnuhúsnæði sem staðsett verður á jarðhæðum bygginganna. Reykjavíkurborg áformar að kaupa um 74 íbúðir samkvæmt tilboði bjóðanda og einnig bílageymslur undir húsunum fyrir 170 bíla sem rekin verða af Bílastæðasjóði Reykjavíkur. Íbúðir, sem Reykjavíkurborg kaupir, skulu afhentar tilbúnar til innréttingar. Hús að utan, lóðir og bílageymslur afhendast fullbúnar. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 16.00 í fundarsalnum Vindheimum, Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Gögn og nánari upplýsingar á reykjavik.is/vesturbugt Frestur til að skila umsóknum er til kl. 10:00 þann 2. júní 2016.

Reykjavíkurborg ı Ráðhús Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/vesturbugt ı s. 411 11 11


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

22 |

t.d. á því að segja við strákana fyrsta daginn; „þið kíkið svo bara á mig ef ykkur vantar kaffi eða kynlíf,“ og þá vissi allur skólinn að ég væri skrítin. En það skipti ekki jafn miklu máli á Eiðum og ég get sagt með vissu að þetta ár var besti samfelldi tími lífs míns. En því miður var ekki hægt að klára skólann þarna svo ég fór aftur til Reykjavíkur.“ Helgu langaði ekkert aftur í skóla en ákvað að fyrst hún væri komin þetta langt áfram með stúdentsprófið skyldi hún fara aftur í MK og klára námið. „Ég var ekki búin að vera lengi í MK þegar þáverandi námsráðgjafi og núverandi skólastjóri tilkynntu mér það að ég ætti ekki heima í skólanum. Ég væri of gömul og passaði ekki inn félagslega og ætti því að fara í öldungadeildina. Þetta varð til þess að ég hrökklaðist úr námi. Ég var nítján ára og langaði ekkert að vera með miklu eldra fólki í skóla á kvöldin. Eftir alla mína reynslu í skóla þá fannst mér að fyrst ég ætti ekki heima þarna þá ætti ég ekki heima neins staðar. Ég hætti og fór að vinna, og vann eins og berserkur í nokkur ár.“ Einangruð með fatlað barn Þegar Helga var 24 ára gömul kynntist hún barnsföður sínum og varð barnshafandi eftir þriggja vikna kynni. Hún hætti að vinna, samkvæmt læknisráði, og þegar meðgangan var hálfnuð flutti unga parið á Húsavík þaðan sem barnsfaðirinn er ættaður. „Ég vissi stuttu eftir að Katrín fæddist að hún væri öðruvísi. Hún svaf nánast ekkert, þyngdist ekkert þrátt fyrir að drekka mikið og var alltaf öll á iði. Hún byrjaði snemma að ganga en rakst alltaf utan í allt og var sídettandi. Mér

leið eins og allt væri mér að kenna því læknarnir fyrir norðan sáu ekkert að, spurðu alltaf bara hvort ég væri örugglega að gera allt rétt,“ segir Helga sem svaf nánast ekkert fyrsta árið í lífi Katrínar og sökk í djúpt fæðingarþunglyndi. „Ég var svakalega einangruð því ég þekkti engan á Húsavík, enda rosalega lokað samfélag. Sambandið við föðurinn gekk ekki vel og eina fólkið sem ég var í sambandi við voru bræður mínir, mamma og pabbi og Gulla og Hrafnhildur. Ég þyngdist um fjörutíu kíló á tveimur árum og var komin mjög langt niður í þunglyndið þegar ég fékk þær fréttir að Hrafnhildur, önnur tveggja vinkvenna minna, hefði látist í bílslysi. Ég fékk taugaáfall og var lengi að vinna mig upp úr þessu,“ segir Helga. Hún segir þó ljósið í svartnættinu hafa verið að fá loks staðfestingu á því frá barnalækni í Reykjavík hvað væri að hrjá dóttur hennar. „Dóttir mín er yngsta barn á Íslandi til að vera greint ofvirkt, þá átján mánaða, og þar að auki var hún með svakalega sjónskekkju og nær ekkert jafnvægiskerfi,“ segir Helga en nokkrum árum síðar var dóttir hennar greind með dæmigerða einhverfu.

Katrín, dóttir Helgu, er mikil íþróttakona og æfir fjórar greinar með Öspinni, íþróttafélagi fatlaðra. Helga situr í stjórn félagsins og hefur mikla reynslu af því að ferðast með fötluðum og dreymir í dag um að vinna við að búa til ferðalög fyrir fatlaða.

Ónýt á líkama og sál Fjölskyldan ákvað að flytja aftur til Reykjavíkur til að vera nær aðstoð fyrir Katrínu. Allir draumar Helgu um að mennta sig voru löngu gleymdir og lífið snerist ekki um neitt annað en að halda sér gangandi frá degi til dags. „Það má eiginlega segja að ég hafi þarna verið ónýt, á líkama og sál. Bara búin að vera. En þessi litla krefjandi stúlka hélt mér gangandi. Ég lifði fyrir hana.“

Auglýsing frá yfirkjörstjórnum í reykjAvíkurkjördæmum norður og suður vegnA kosningA til embættis forsetA íslAnds þAnn 25. júní 2016 Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður koma saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur, fundarherbergi borgarráðs, föstudaginn 13. maí nk. milli kl. 13.00 og 15.00 til að veita viðtöku listum meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Stefnt er að því að vottorð yfirkjörstjórnanna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands verði afhent á fundi föstudaginn 20. maí nk. kl. 13.00. Mæli kjósandi með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt af báðum/öllum listum. Eyðublöð fyrir lista meðmælenda má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is en þar má einnig finna upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Óskað er eftir því að listar meðmælenda séu blaðsíðusettir. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.island.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Kosningavefur Reykjavíkurborgar verður á slóðinni www.reykjavik.is/kosningar. Fyrirspurnum má beina til skrifstofu borgarstjórnar gegnum netfangið kosningar@reykjavik.is.

Reykjavík, 7. maí 2016 F.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Erla S. Árnadóttir Arnar Þór Stefánsson Fanný Gunnarsdóttir Páll Halldórsson Tómas Hrafn Sveinsson F.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Sveinn Sveinsson Heimir Örn Herbertsson Sjöfn Ingólfsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir Þuríður Jónsdóttir

„Eftir að ég flutti í bæinn fékk ég heimilislækni sem eiginlega bjargaði lífi mínu og hefur verið hálfgerður klettur í lífi mínu síðan. Það var hann sem hvatti mig til að byrja að hugsa um sjálfa mig og skráði mig í endurhæfingu á Hvíta bandinu, þar sem mér var bent á að fara aftur í nám. Þarna var ég að nálgast þrítugt og líf mitt snerist um Katrínu svo mér fannst algjörlega fráleitt að mennta mig, sá bara engan tilgang með því, þó að innst inni hafi mig langað að læra eitthvað,“ segir Helga sem svo komst að því að hún væri barnshafandi að yngri dóttur sinni. „Þá þurfti ég aftur að fara varlega og allar pælingar um skóla urðu að engu.“ Fékk sjálfstraustið til baka Það hafði gengið á ýmsu í sambandi Helgu og barnsföður hennar en þegar Hrefna, yngri dóttir þeirra, var fjögurra mánaða gömul ákvað Helga að skilja endanlega við hann. Stuttu eftir að yngri dóttirin komst inn á leikskóla og þegar Katrín var komin í Öskjuhlíðarskóla fékk Helga boð um að byrja í náms- og starfsendurhæfingu hjá Hringjsá. „Það var stórkostlegt að komast þar að. Þarna tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að verða eitthvað. Ég fékk hluta af sjálfstraustinu til baka og fann að ég var alveg nógu klár til að læra. Ég náði að klára þetta með herkjum og kláraði stúdentinn meðfram skrifstofubraut í MK árið 2011 og fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til þess að konan sem hrakti mig úr námi rétti mér stúdentsskírteinið, tuttugu og þremur árum síðar.“ Vinningur borgaði skólann Í dag stundar Helga nám í ferðamálafræði í Háskóla Íslands með hjálp Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. „Ég bjóst aldrei við því að ég færi í háskóla því háskóli er erfiður og það er búið að segja mér alla ævi að ég geti ekki neitt. En allt í einu langaði mig að læra allt og þá eru það peningarnir

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var valin til að níðast á. Kannski af því að ég var svo rosalega mjó, hvað veit ég?

sem stoppa mig. Það er ekkert grín fyrir einstæðan öryrkja með fatlað barn að punga út 75 þúsundkalli fyrir skólagjöldum og öðru eins fyrir bókum. Ég skráði mig samt í skólann og bara vonaði það besta, segir Helga en þá gerðist einmitt það sem kalla mætti hálfgert kraftaverk. Við mamma höfum alltaf átt saman miða í Happdrætti Háskóla Íslands og í fyrsta skiptið á ævinni vann ég! Ég vann 200.000 kall og fór beina leið og greiddi skólagjöldin og keypti skólabækurnar.“ Lifir fyrir dæturnar, og sig „Síðasta vetur fékk ég svo mennta styrk hjá Mæðrastyrksnefnd en það var stjarnfræðilega erfitt að biðja um hann. Ég er farin að venjast því að biðja um aðstoð þar um jólin en mér fannst eins og ég ætti þennan styrk ekki skilið. En ég fékk styrkinn síðasta vetur og það reddaði mér algjörlega. Þessar yndislegu konur hjá Mæðrastyrksnefnd hafa verið ómetanleg aðstoð fyrir mig og dætur mínar í gegnum tíðina, segir Helga sem er að klára ferðamálafræði í vor og næsta skref er að taka táknmálsfræði sem aukafag og fötlunarfræði í diplómanámi. „Draumurinn minn er að búa til ferðalög fyrir fatlaða í framtíðinni. Ég læri á mínum hraða en ég er allavega að læra. Í dag snýst lífið um meira en að lifa af. Ég lifi fyrir dætur mínar en ég er líka að lifa fyrir mig.“


FRAMÚRSKARANDI AKSTURSUPPLIFUN ER AÐALSMERKI MAZDA

MAZDA3 FRÁ 3.190.000 KR. SKYACTIV Technology

Mazda3 er brautryðjandi á marga vegu. Framúrskarandi aksturseiginleikar Mazda halda bílnum límdum við veginn á meðan SkyActiv tæknin tryggir sparneytni án þess að skerða vélarafl. Að keyra Mazda3 er hrein ánægja fyrir þann sem vill algjöra stjórn því stýrissvörunin er frábær og viðbragðið næmt. Útlit Mazda3 þykir sérstaklega vel heppnað. Útlínur bílsins gæla við augað enda er Mazda3 smíðaður í anda KODO hönnunarinnar sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs. Mazda3 er sportlegur fólksbíll með spennandi akstureiginleika, háþróaðan öryggisbúnað, notendavænt upplýsingakerfi, einstaka eldsneytisnýtingu og fyrsta flokks þægindi.

Fáanlegur sjálfskiptur frá 3.590.000 kr.

Komdu og reynsluaktu Mazda3

Nýr vefur

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda3_sedan_akstursupplifun_5x38_20160412_END.indd 1

13.4.2016 11:18:06


VORÚT

ALLT AÐ 60%

YFIR 100 GERÐIR LG OLED SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 38% AFSLÆTTI YAMAHA RESTIO HLJÓMTÆKI MEÐ ALLT AÐ 58% AFSLÆTTI BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16


TSALA

% AFSLÁTTUR

AF SJÓNVÖRPUM 65" SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 200.000 KR AFSL. YAMAHA MULTIROOM HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI 40" ULTRA HD 4K SMART SJÓNVÖRP FRÁ 89.990 KR SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS

STOFNAÐ 1971

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

26 |

Á rúntinum með Önnu á Leiðarljósinu Formaður Félags húsbílaeigenda á Íslandi, Anna Pálína Magnúsdóttir, segir félagsmenn verða eins og kálfa að vori þegar bílarnir eru loks dregnir fram eftir langa vetursetu. Þá er tekið til við að pússa og yfirfara, hengja upp gardínur og setja hreint á rúmið fyrir enn eitt ferðasumarið. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Það er alltaf gaman þegar fer að vora því þá tökum við bílana út, byrjum að pússa og svona strjúka þeim aðeins. Það liggur við að þetta sé svipuð tilfinning og þegar lóan kemur,“ segir Anna Pálína Magnúsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda á Íslandi. Anna og eiginmaður hennar, ásamt þremur systkinum Önnu, hafa nýlega tekið bílana sína úr vetrarstæðunum og nýpússaðir, með nýupsettum gardínum, hreinum rúmfötum og yfirfarinni vél, eru þeir tilbúnir í næsta ferðasumar. Í bílnum hennar Önnu er allt tipp topp um að litast og nýheklaðar ljósaseríur og kaffikanna á hellunni gefa bílnum heimilislegan blæ. „Við erum átta systkinin, ættuð héðan úr sveitinni, og fjögur okkar búa á Akranesi og öll erum við í húsbílafélaginu. Við hjónin vorum alltaf á ferðalagi með börnin okkar og keyptum snemma hústjald. Svo skiptum við yfir í tjaldvagn sem við svo skiptum út fyrir fellihýsi og á endanum fengum við okkur húsbíl. Það er auðvitað allt annað líf. Á húsbílnum bara keyrir þú og veðrið skiptir engu, svo bara stoppar þú, kíkir aftur í og hellir upp á könnuna og heldur svo bara áfram með kaffibollann. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað.“ Allir bílar með sitt nafn „Við höfum verið á þessum bíl frá 2008. Fyrsti bíllinn okkar hét nafni sem ég var ekki sátt við svo það var snarlega tekið af, með hárþurrkunni. En bíl númer tvö nefndum við Leiðarljós og það nafn fór líka á þennan bíl. Leiðarljós er ekki nefnt eftir þáttunum vinsælu, okkur fannst þetta bara svo fallegt nafn,“ segir Anna en allir bílar félagsins eru með sitt eigið nafn. Anna segir

það geta verið vandasamt verk að velja nafn en oft á tíðum tengjast þau uppruna eiganda bílsins. „Við vorum búin að skrifa niður mörg nöfn á blað og flest þeirra tengdust Akranesi. En svo lásum við einhversstaðar þetta nafn og horfðum á hvort annað og vissum að nafnið á bílnum væri komið.“ Fara mest um malbikaða vegi Fyrsta ferð húsbílafélagsins er alltaf farin um hvítasunnuhelgina og svo eru farnar ferðir á þriggja vikna fresti allt sumarið. Alltaf er farin ein vikulöng ferð á hverju sumri og er þá einn landsfjórðungur tekin fyrir, þetta sumarið verður farið um Norðurland. „Stóra ferðin í ár byrjar á Hvammstanga á laugardegi en margir lengja ferðina og koma á fimmtudeginum eða föstudeginum. Svo á sunnudeginum er haldið af stað en við erum hætt að keyra í halarófu eins og var áður. Núna er það þannig að hver fer á sínum hraða og tíma á næsta næturstað. Þetta er virkilega góður ferðamáti. Maður skoðar landið öðruvísi og í góðum félagsskap. Við erum mest á malbikuðum vegum en við höfum samt farið á afskekkta staði líka. Við fórum einu sinni alla leið að Finnbogastöðum á Ströndum og að Dalbæ á Snæfjallaströnd, en þar voru vegirnir dálítið eins og þvottabretti.“

Anna Pálína á Leiðarljósinu. „Félagið er 33 ára gamalt og ég er sjötti formaðurinn. Þetta er vinna en hún er voðalega skemmtileg.“

Anna Pálína og Valur eru farin að hlakka til eftirlaunaáranna. Þá stefna þau á að vera á ferðalagi mest allt sumarið.

Það er auðséð hvert systkinanna hefur verið lengst á rúntinum. Bíllinn hans er skreyttur frá toppi til táar með minjagripum félagsins.

Mikið sungið og dansað Það er ekki bara áhugi á bílum og ferðalögum sem sameinar meðlimi félagsins sem telja um 600 manns í dag. Það er ekki síst félagsskapurinn og löngun til að njóta lífsins og leika sér sem sameinar hópinn. Anna segir erfitt að láta sér leiðast í þessum ferðum, ferðanefndin sjái til þess með ýmsum skemmtilegum uppákomum á borð við furðufataferðir, hattadaga, ólympíuleika í gemsakasti og árshátíð. „Maður kynnist mörgu góðu fólki sem kemur víðsvegar að af landinu og oft á tíðum myndast mjög góð vinatengsl. Það er mikið sungið og dansaður línudans og ég lærði að dansa í félaginu. Ef einhver er óöruggur í línudansinum, er ekki alveg viss á sporunum, þá birtist alltaf einhver við hliðina á þér og leiðir þig í gegnum dansinn. Þú hjálpar alltaf næsta manni í þessu félagi.“

„Það er mikil breidd í félaginu, aldurinn er frá 30 ára og sá elsti er 95 ára. Elsti meðlimurinn er ennþá að keyra og kemur enn í ferðirnar okkar. Þegar hann hafði ekki tilkynnt sig á árshátíðina í fyrra hringdi ég í hann og þá vildi hann auðvitað koma með.“

Anna Pálína og Valur ásamt systkinum Önnu, þeim Ólafi og Elínbjörgu. Fjórða systkinið í húsbílaklúbbnum komst ekki með á rúntinn.

Elínbjörg, systir Önnu, nefndi fyrsta húsbílinn sinn Hvalinn, því hún keypti hann af Hval ehf. Það voru ekki allir í fjölskyldunni sáttir við að nafnið skyldi erfast á næsta bíl og að lokum lét hún tilleiðast og skipti um nafn. Nýja nafnið, Höfðasól, var límt á bílinn daginn sem við fórum á rúntinn.


EITTHVAÐ FYRIR ALLA! HARRY HOLE SNÝR AFTUR!

LOKSINS

KOMIN AFTUR!

1.

LOKSINS

Metsölulisti Eymundsson

KOMIN AFTUR!

Kakkalakkarnir VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Dalalíf - Alvara og sorgir VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Dalalíf - Æskuleikir og ástir VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

HAFÐU BOLTANN Á HREINU! Dulnefnin VILDARVERÐ: 3.699.Verð: 3.999.-

Leikskólaföt VILDARVERÐ: 2.699.Verð: 2.999.-

Evrópukeppnin í fótbolta VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-

Taktu til í lífi þínu! VILDARVERÐ: 4.299.Verð: 4.699.-

GLÆNÝ! Hugrekki - Saga af kvíða VILDARVERÐ: 3.699.Verð: 3.999.-

3. Metsölulisti Eymundsson

Kvæðasafn Snorri Hjartarson VILDARVERÐ: 2.699.Verð: 2.999.-

Dýraríkið VILDARVERÐ: 3.299.Verð: 3.699.-

Risaeðlur VILDARVERÐ: 3.299.Verð: 3.699.-

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Vélmennaárásin VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vildartilboða er 7. maí, til og með 9. maí, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

28 |

1

1 Ferðataska rabbínanna fyllt kosher borðbúnaði, skrautmunum, þurrmeti og sætabrauði.

2

2 Yossi rabbíni sat tímunum saman og skrældi grænmeti. 3 Rabbínarnir Naftoli og Yossi undirbúa kvöldverðinn í þeim parti eldhússins sem gerður var kosher við tilefnið. 4 Kosher matur eldaður á eldavél sem er það ekki. 5 Sigal undirbýr matzah-bollu-súpu af mikilli natni.

3

6 Naftoli rabbíni ánægður með stöppuðu kartöflurnar sem eru nýkomnar í ofninn á meðan Mike undirbýr laxinn sem borinn var fram. 7 Naftoli rabbíni ber matzah brauð á borð.

4

5

6

7

8

9

10

11

8 Seder diskur. Rótargrænmetið vísar til vinnusemi gyðinga sem þræla, salatblaðið táknar þrældóminn í Egyptalandi, piparrótin minnir á þjáningar forfeðranna, charoset er sæt blanda epla og hneta og táknar byggingarefnið sem notað var í þrælahaldinu, leggur af dýri táknar lamb sem var fært til fórnar við komuna í musterið í Jerúsalem ásamt eggi sem minnir á hátíðina sem haldin var við komuna þangað. 9 Naftoli rabbíni leggst á bæn áður en herlegheitin hefjast. 10 Naftoli rabbíni aðstoðar Mike við að setja upp "tefellin" og Mike fer með bæn. 11 Þetta kvöld voru samankomnir hátt í fimmtíu gyðingar. Flestir þeirra eru búsettir hér á landi, í skemmri eða lengri tíma, aðrir á ferðalagi.

Myndir/Rut

Eldað eftir trúarbókstafnum „Setjum tvöfalda álfilmu... bara til öryggis,“ segir Naftoli rabbíni og setur eitt filmulag til viðbótar yfir álþakið fat af niðurskornu grænmeti. Ég spyr hann hvers vegna. „Bara til að vera viss,“ svarar hann að bragði. Rut Sigurðardóttir rut@frettatiminn.is

Það er víst aldrei of varlega farið þegar elda skal „kosher“ mat í eldhúsi sem er ekki búið að gera að fullu „kosher“. Eldavél sem ekki hefur fengið slíka vottun gæti mögulega dregið úr heilagleika „kosher“ hráefnis, ef ekki er gætt að. Nýlega var „Passover“ haldin sem er ein stærsta hátíð gyðinga, en þá er þess minnst þegar gyðingarnir f lúðu frá Egyptalandi undan þrælahaldi faraóanna. Að því tilefni komu tveir rabbínar til landsins frá New York til

þess að leiða svokallaðan „Seder“ kvöldverð, í samvinnu við samfélag gyðinga á Íslandi. Athöfnin er nokkuð umfangsmikil og felur í sér mat, drykk, söng og fjöldann allan af aldagömlum seremóníum. Þungklyfjaðir rabbínar Rabbínarnir Naftoli og Yossi mættu til landsins með meiri farangur en flestir þeir ferðamenn sem ég hef séð stíga út úr Leifsstöð. Ástæðan var ekki mikið fatasafn sem þeir höfðu meðferðis, heldur fylltu ferðatöskurnar ýmis „kosher“vottuð þurrmeti, krydd, borðbúnað, safa og skrautmuni til þess að

Hvaða máli skiptir vistvottun? Opið málþing um lífsgæði í sátt við náttúruna. Þriðjudaginn 10. maí frá kl. 15.30 til 17.00 í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Allir velkomir. Dagskrá og upplýsingar á urridaholt.is

fagna „Passover“ að sið gyðinga. Engan afslátt skyldi gefa af regluverki trúarbókstafsins. Utan eins. Matzah-bollu-súpan yrði að þessu sinni án kjúklings þar sem íslenska fuglakjötið telst ekki „kosher“. Sigal og Mike eru tvö þeirra sem farið hafa fyrir samfélagi gyðinga á Íslandi hvað lengst. Þau eru bæði miklir reynsluboltar þegar kemur að matseld og leggja mikið upp úr því að maturinn sem framreiddur er á samkomum sem þessum sé bragðmikill og góður. Í undirbúningnum kom það oftar en ekki fyrir að rödd þekkingar og reynslu mætti skoðunum rabbínanna ungu sem vísuðu til stunda í fjölskyldueldhúsinu þar sem þeir fylgdust með handbrögðum mæðra sinna. Bakaðar kartöflur urðu þannig að lúta í lægra haldi fyrir stöppuðum kartöflum „ultra-orthodox“ móður nokkurrar í New York. Sigal gerði matzah-bollu-súpu af mikilli natni og Mike sá um fiskinn; íslenskan lax sem telst „kosher“. „Eru bollurnar enn í súpunni?“ spurði Sigal nokkrum sinnum eilítið stressuð, en árið sem bollurnar leystust upp í súpunni rennur fólki seint úr minnum. Mikilvægur partur kvöldmáltíðarinnar er svokallaður Seder-diskur, en hann samanstendur af sex matvælum sem eru táknræn fyrir „Passover“ hátíðina. Þrælahald, þjáning, vinnusemi og fögnuðurinn við komuna til Jerúsalem birtast þannig á diski í formi grænmetis, eggs og leggjar af dýri. Táknrænt „tekex“ Mikilvægt er einnig matzah sem er borðað við þetta tilefni, flatt brauð sem minnir helst á tekex. Matzah táknar brauðið sem gyðingarnir tóku með sér í ferðalagið frá Egyptalandi. Flutninginn bar svo skyndilega að, að enginn tími gafst til þess að leyfa brauðinu að lyfta sér og þurftu þeir þess vegna að láta sér nægja að nærast á flötu og þurru brauðinu á göngunni löngu. Gyðingarnir í íslenska kvöldverðarboðinu gátu vart beðið þeirrar stundar þegar boðið var upp á þessa matzah töfra. Heimagert matzahbrauð Naftoli rabbína vakti sérstaka lukku en hann laumaði nokkrum matzah-brotum til þeirra allra æst-

Gyðingarnir í íslenska kvöldverðarboðinu gátu vart beðið þeirrar stundar þegar boðið var upp á þessa matzah töfra. ustu. Sjálf borðaði ég óhóflega af tekexinu til þess eins að slá á hungrið sem óx með hverri seremóníunni sem leið áður en opna mátti fyrir hlaðborðið sjálft. Þetta kvöld voru samankomnir hátt í fimmtíu gyðingar. Stór hluti þeirra er ekki trúaður en finnst mikilvægt að iðka kúltúrinn sem gyðingdómur er. Einhverjir karlanna, Mike þar með talinn, vöfðu „tefillin“ um höfuð og handlegg og fóru með bæn. Langflestir settu upp „kippah“, litla kollhúfu, í virðingarskyni, á meðan hlutverk kvennanna var að kveikja á sprittkertum. Kaótískur en kátur kór Það var ólíkur hópur fólks sem var þarna saman kominn. Hljóðfæraleikari í sinfóníuhljómsveitinni, fullorðin kona uppalin á samyrkjubúi í Ísrael, suður-amerískur ljósmyndari, ísraelskur læknanemi og ung kona sem var leidd af draumi einum til Íslands, voru meðal gesta. En samkenndin var mikil þegar við í sameiningu lásum við upp úr Haggadah, ýmist á ensku eða hebresku, drussuðum saft á yngsta systkinið við borðið, dýfðum kryddjurtum í saltvatn, þvoðum hendur, drukkum berjasaft á meðan við hölluðum á vinstri hliðina, sungum, klöppuðum og börðum í borð af fögnuði. Að heyra og sjá þennan fjölbreytta hóp umbreytast í einn kaótískan kór og bresta í þrettán erinda endurtekningarsöng þar sem hver söng þá útgáfu sem tíðkaðist í hvers uppvexti, helst hærra en sessunauturinn, klappandi, stappandi, hlæjandi og fagnandi, er eitthvað sem maður gleymir seint. Að kvöldi loknu kvaddi ég rabbínana stútfull bæði þakklætis og matzah og rétt náði að breyta hreyfingu sem stefndi í misheppnað handaband í vandræðalegt vink. Til allrar hamingju minntist ég þess rétt í tæka tíð að konur skulu í virðingarskyni ei taka í hönd rabbína. Shalom!


OFUREINFALT OG ÁHRIFARÍKT Augnkrem, serum og rakakrem allt í senn

Hundrað sjálfboðaliðar voru fengnir til að nota MARINE ENZYME- AGE MANAGEMENT MOISTURISER í 3 vikur og niðurstöðurnar voru á þessa leið: 96% sögðu húðina mýkri en áður 93% sögðu ástand húðarinnar tvímælalaust betra 91% sagði rakabúskapinn betri en áður 88% sögðu húðina hafa orðið stinnari og fyllri 88% sögðu húðina virka ferskari 86% sögðu litarháttinn jafnari 84% sögðu húðina nú búa yfir meiri útgeislun 80% sögðust virka unglegri nú en áður

ÍSLENSKT HUGVIT, FRAMLEIÐSLA OG INNIHALDSEFNI DrBRAGI vörurnar, sem innihalda sjávarensím, hámarka starfsemi húðfrumna og með reglulegri notkun hjálpa húðinni að vera eins heilbrigð og falleg og kostur er. Sjávarensím hindra að kollagenið, og þar með teygjanleiki húðarinnar, minnki með aldrinum. Þannig verður hún bæði stinnari, áferðarfallegri og unglegri. www.drbragi.is


20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ETHNICRAFT HÚSGÖGNUM


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

32 |

GOTT UM HELGINA

6 þúsund! 10! 30!

Árlegt reiðhjólauppboð lögreglunnar fer fram í dag, laugardag, klukkan 11. Tilvalið að næla sér í hjól á sanngjörnu verði fyrir sumarið. Hvar: Skútuvogur 8. Hvenær: Í dag klukkan 11.

Drungapönk í hjólabrettagarði Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að sjá bandarískt drungapönk í hjólabrettagarði á Íslandi. Slíkur dagur er í dag, laugardag. Í kvöld koma fram hljómsveitirnar Haldol og Blank Spell, báðar frá stórborginni Philadelphia í Bandaríkjunum. Auk þeirra spila íslensku sveitirnar Kvöl, Kælan mikla og Grafir. Það lítur því út fyrir drungalega stuðstemningu í Dugguvoginum fram eftir kvöldi. Hvar? Húsi Brettafélags Reykjavíkur, Dugguvogi 8. Hvað kostar? 1000 krónur. Hvenær? Í dag klukkan 19.

Karnevalstemning í Nexus „Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér myndasögur, fríar myndasögur til að kveikja áhugann,“ segir Jón Geir í myndasögubúðinni Nexus, en Ókeypis myndasögudagurinn 2016 er í dag. Þetta er í fimmtánda skipti sem dagurinn er haldinn á heimsvísu og taka um 2000 verslanir um allan heim þátt. Nexus hefur verið ein þeirra frá upphafi. Þennan dag gefa verslanirnar sérprentaðar myndasögur

úr smiðju DC, Marvel og Imageútgáfanna, svo eitthvað sé nefnt. Auk þeirra verða Ókei Piss-myndasögur sem Hugleikur Dagsson safnar saman ár hvert gefnar í Nexus. Jón Geir segir að þótt nóg sé til af myndasögum fyrir alla sé fólk oft mætt löngu fyrir opnunartíma. „Þetta er svolítil karnevalstemning og fólk mætir jafnvel í búningum, svo ég er spenntur fyrir deginum eins og vanalega,“segir Jón Geir. Hvar? Nexus í Nóatúni 17. Hvenær? Frá klukkan 13 í dag.

Allt frá skreytingum á múffum til jóga Reykjanesbær verður undirlagður listahátíð barna. Fjölbreyttar listasmiðjur á borð við múffuskreytingarsmiðju, brúðugerð, tröllasmiðju, andlitsmálun, þrykksmiðju og fjölskyldu jóga. Leikhópar troða upp og Fjóla tröllastelpa heilsar upp á smáfólkið. Í Duus safnahúsi verður myndlistarsýning barna á öllum aldri, „Óskir íslenskra barna“, sem byggir á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Hvar: Víðsvegar í Reykjanesbæ. Hvenær: Í dag. Dagskrá: listasafn.reykjanesbaer.is

ÁRNASYNIR

NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA

Frá 1.650 kr. á dag

Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur

avis.is 591 4000


Umsóknarfrestur er til 15. maí

Góður leiðtogi nær betri árangri Meistaranám í forystu og stjórnun Meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja styrkja sig í starfi og efla leiðtogahæfileika sína fyrir forystu og stjórnunarstörf. Námið hefur hlotið frábærar móttökur og samanstendur af fjölbreyttum áföngum sem veita nemendum víðtæka þekkingu og sérstökum áföngum um ólíkar kenningar innan

forystu- og stjórnunarfræða. Til að mynda er sérstakur áfangi í þjónandi forystu (e. servant leadership). Í náminu er sérstök áhersla lögð á að efla samskiptahæfni nemenda. Markmið skólans er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga fyrir fjölbreytt atvinnulíf og samfélag.

Nám í forystu og stjórnun er kennt í fjarnámi og nemendur geta tekið námið á eigin hraða. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2016 er til 15. maí.

- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

34 |

verkum og skúlptúrum Listamaðurinn Almar Almars sem hann hefur Steinn Atlason hélt sína unnið að í vetur. aðra formlegu sýningu 1. árs nemar í myndlist í Listaháskóla Íslands halda sýningu sína raunar á fimmtudag. Eins og næsta fimmtudag, en alþjóð man vakti hans Almar hélt einn sýningu á fyrsta mikla athygli, uppstigningardag. Ástæða þegar Almar var nakinn þess mun vera að Almar í kassa í skólanum í er á leið á Söngvakeppni heila viku á meðan alAlmar við eitt verk Evrópskra Sjónvarpsstöðva þjóð horfði á í vefsitt á sýningunni í í Stokkhólmi með konu myndavél. Listaháskólanum sinni á þriðjudag. Því þurfti Þessi sýning var þó hann að flýta sinni sýningu um gjörólík þeim gjörningi, en hún viku. samanstóð af rými fullu af mál-

Chanel á Kúbu Karl Lagerfeld frumsýndi í vikunni snekkjulínu Chanel á Kúbu. Sýningin hefur verið mikið lofuð en einnig nokkuð löstuð fyrir að sækja innblástur í menningararfleifð Kúbu og nota gamla bíla Chanel, Cruise collection borgarinnar 2016/17. sem hluta af Mynd | Getty leikmynd sýningarinnar en hleypa þó ekki innfæddum nálægt partýinu.

Mynd | Oscar Fernandez Orengo

Fyrir þá sem eru forvitnir um víðáttu hugans og víddir mannssálarinnar

Almar með listsýningu í öllum fötunum

Ein frægasta mynd Guerín, En Construcción, verður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni. Myndin gerist í heimaborg leikstjórans, Barcelona, og þar fylgist Guerín með breytingum á gamla miðbænum þar sem heilu húsaraðirnar eru látnar víkja fyrir nýbyggingum með það fyrir augun að bæta hverfið.

Lífinu úthýst úr borgum Spænski leikstjórinn José Lluis Guerín, þekktur fyrir að dansa á jaðri heimildamynda og leikinna mynda, er heiðursgestur Skjaldborgar í ár. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Hér mætast presturinn og manneskjan Hildur Eir í einstakri og afar persónulegri frásögn af baráttu við sjúkdóm sem engin grið gefur.

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

„Ég geri aldrei myndir til að predika yfir fólki heldur geri ég myndir til að uppgötva eitthvað nýtt. Niðurstöðuna, eða merkinguna, uppgötva ég í ferlinu og reyni svo að deila henni með áhorfandanum,“ segir spænski leikstjórinn José Lluís Guerín en hann er heiðursgestur heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem verður haldin á Patreksfirði um næstu helgi. Guerín er margverðlaunaður á Spáni og víðar fyrir kvikmyndir sínar en eitt helsta höfundareinkenni hans er að dansa á jaðri

heimildamynda og leikinna mynda. Í sinni þekktustu heimildamynd, En Construcción, sem verður sýnd á Skjaldborg, fylgist hann með umbreytingum heimaborgar sinnar, Barcelona. „Fyrirbærið sem ég fylgdist með í þessari mynd er nokkuð sem hægt er að sjá í flestum borgum Evrópu, en það er útskúfun manneskjulegs borgarlífs á kostnað fjárfesta og ferðaiðnaðar. Það sem mér fannst áhugavert var að skoða þessar breytingar með því að fylgjast með fólkinu sem upplifði breytingarnar, með því að spegla innra landslag þeirra í borginni.“ Fimmtán ár eru liðin frá frum-

sýningu myndarinnar en Guerín segir ekki mikið hafa breyst. „Ennþá snýst öll umræða um arkitektúr um það hvernig opinberar byggingar og hótel eigi að líta út. Það fer engin umræða fram um það sem ætti að vera mikilvægast, fólkið sem á að búa í byggingunum. Borgirnar eru því miður, hægt og rólega, að breytast í sýningarstaði fyrir utanaðkomandi. En frá því að þessi mynd var frumsýnd höfum við upplifað djúpa kreppu á Spáni, sem hófst einmitt vegna innantómrar uppsveiflu í byggingariðnaði. Og öll erum við að súpa seyðið af því.“

Hvernig var Captain America? „Í Captain America: Civil War mætir kafteinninn loksins verðugum andstæðingi: Sameinuðu þjóðunum. Þessi barátta hans við ríkisvæðingu og reglugerðir veitti kærkomna jarðtengingu inn í heim ofurhetjanna. Þá fannst mér Iron Man orðinn svolítið þreyttur (þarf hann ALLTAF að vera aðal? í ÖLLUM myndum?), Scarlett Johansson fær hæstu einkunn og ég hefði viljað sjá meira af Spiderman. Hann var skemmtilegur og ég er skotin í honum.“ Kristín Ólafsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi Fréttatímans og bókaormur

„Þetta er klassísk Marvel mynd – flott og stór hasar atriði með nóg af tæknibrellum og eyðileggingu. Fullt af ofurhetjum, það var alltaf að bætast við. Sumar ofurhetjurnar voru með meiri húmor en aðrar – sem er fínt til að létta aðeins á stemningunni. Ekki besta Marvel myndin, en fínasta afþreying.“

Hannes Agnarsson Johnson, ráðgjafi í sjónrænni markaðssetningu


SamSUngSetrid.iS

Nú vinnum við!

Óskum Grétu Salóme góðs gengis

EUROVISION

65” Samsung JS9005

Eurovision verðlækkun kr. 110.000,- Nú kr:

539.900.-

EUROVISION

EUROVISION

55” Samsung JU6075

55” Samsung JU8005

Verð áður kr. 379.900,-

R3

WAM3500

Nú: 329.900.-

Verð áður kr. 239.900,-

30% afsláttur

af MultiRoom hátölurum og Soundbar bæði bognum og beinum

Nú: 189.900.-

HW-J8511

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

36 |

Líf mitt sem hundur Ljúflingurinn Lúlli flæmir burt boðflennur Pug-hundurinn Lúlli tók aldeilis á honum stóra sínum á þriðjudagskvöldið þegar hann hrakti burt óboðinn gest af heimili sínu. Að sögn allra sem þekkja Lúlla er hann hinn blíðasti hundur og lætur sjaldnast í sér heyra. Það breyttist aldeilis um tvöleytið aðfaranótt miðvikudags þegar Lúlli og eigandi hans lágu í makindum í svefnherbergi hússins, á leið til rekkju. Skyndilega tryllist Lúlli og geltir og urrar svo grimmt að eigandanum Agnesi varð ekki um

sel. Þar sem skap Lúlla virtist beinast að íbúðinni opnaði hún fram og Lúlli tók samstundis á rás að eldhúsinu. Það sem þar sést kom Agnesi gjörsamlega í opna skjöldu: Í eldhúsinu stendur ókunnugur maður sem hleypur við þetta út jafn hratt og Lúlli hljóp að honum úr svefnherberginu. Að sögn Agnesar tekur Lúlli jafnan fagnandi á móti gestum, en þessi boðflenna reyndist undantekning á þeirri reglu. Lúlli var þó ekki skelkaður eftir atvikið, heldur

snerist á hæli um leið og maðurinn var hlaupinn út, inn í svefnherbergið aftur og fór rakleiðis að sofa. Lúlli er sex ára gamall og hefur búið alla ævi hjá Agnesi og segir hún viðbrögð hans við boðflennunni hafa komið sér mjög á óvart, enda hafði hún aldrei talið hann varðhund fyrr. Í kjölfar hetjudáðarinnar hefur hins vegar jafnvel móðir Agnesar, sem aldrei áður hafði þótt mikið til Lúlla koma, tekið hann í sátt.

Lúlli þykir hinn ljúfasti hundur. Því er boðflennan sem Lúlli rak af heimili sínu á þriðjudagsnóttina þó líklega ekki sammála.

Litríkur, sígildur og endingargóður stíll Þær Sigrún og Jóhanna eru fastakúnnar Verðlistans, tískuvöruverslunar sem hefur verið starfrækt í nærri hálfa öld. Fréttatíminn kíkti í fataskápinn hjá glæsikonunum þar sem hugtakið fatasóun þekkist ekki. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

„Stundum þegar ég mæti í boð þá segir fólk „mikið ertu fín, varstu að kaupa þetta?“ þá er ég gjarnan í tíu ára gamalli flík“

Tískuráð Sigrúnar Gæði og góð efni skipta höfuðmáli Hengja buxurnar upp á skálmunum til þerris Sigrún í fallegu lillabláu pilsi og jakka úr Verðlistanum. Þessu klæðist hún í fínum boðum og leikhúsi en hún kallar það sumardressið sitt.

Föt sem endast í áratugi Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir hefur búið á móti Verðlistanum í hálfa öld, en hún verslar fötin sín nánast eingöngu þar. Fatasóun líðst ekki á hennar heimili og aðeins gæðaflíkur, sem endast árum saman, rata í hennar fataskáp. „Það sem Verðlistinn hefur fremur en aðrar verslanir eru gæði og sígildi. Ég hendi ekki fötunum mínum eftir eitt ár eins og sumir gera, þau endast mér í áratugi. Mér þykir alltaf gaman að vera huggulega til fara svo ég hef sankað að mér fínum og litríkum flíkum í gegnum tíðina. Stundum þegar ég mæti í boð þá segir fólk „mikið ertu fín, varstu að kaupa þetta?“ þá er ég gjarnan í tíu ára gamalli flík.“ Fataskápur Sigrúnar einkennist af litríkum jökkum, einlitum toppum og blússum, og dönsku buxunum víðfrægu. „Það skiptir öllu máli að fara vel með flíkurnar - beint úr þvottavélinni á herðatré. Ég lærði það síðan af henni Erlu í Verðlistanum að hengja buxurnar upp á skálminni og láta þær þorna, þannig helst brotið.“ Sigrún segist aðeins kíkja í búðir þegar fataskápinn skorti eitthvað. Þá er vandað til verka og vinkonur hennar hinu megin við götuna

Versla litrík föt í sígildu sniði sem detta ekki úr tísku Alltaf skal klæðast sínu fínasta pússi í leikhús og á viðburði

Vandlát og hvatvís í fatakaupum „Fólki finnst ég eflaust skrítin, en það er gott að vera skrítin“

Tískuráð Jóhönnu Forðast óhreinindi og klæða sig alltaf hreinn í föt Þegar gengið er inn í verslun skal láta fötin kalla á sig Útifötin hjá Sigrúnu eru samlitar buxur og léttur jakki úr Verðlistanum. Húfuna og klútinn notar hún þegar kalt er í veðri.

taka henni opnum örmum. „Ég kom við um daginn í leit að jakka og mátaði hann við bol sem ég var í. Þær sögðu mér að hann gengi nú alls ekki við, hann væri hvunndagslegur, þær sjá mig svo oft í honum úti á svölum.“

Jóhanna í sparifötunum, kjólinn sá hún á gínu í verslunarbás á Krít. Sölumaðurinn nennti ekki að klæða gínuna úr og selja Jóhönnu kjólinn, en gaf sig að lokum.

Þerra föt á herðatrjám en ekki í þurrkara Vera óhrædd við að taka áhættu í fatavali

Jóhanna Erlingsson hefur alltaf verið djörf í fatavali að eigin sögn. Hvort sem það er að sníða kjól úr gardínum, klæðast grískum kjólum eða líbönskum kyrtli þá er Jóhanna óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. „Fólki finnst ég eflaust skrítin, en það er gott að vera skrítin. Þegar kemur að fatavali þá skiptir verðið engu, heldur gæðin. Ódýr flík er ódýr af ástæðu, hún endist kannski í eitt ár og ég hef ekki áhuga á slíku. Ég versla mér flíkur sem endast í tugi ára.” Á Íslandi verslar Jóhanna í Verðlistanum annað fær hún í búðum erlendis. „Þegar ég geng inn í búð þá staldra ég við í miðju hennar og horfi og horfi. Ég skanna yfir verslunina og bíð þess að eitthvað kalli á mig. Ég geng aldrei að fyrstu slá eða rótera í gegnum búðina alla. Það eru stundum ótrúlegustu flíkur sem grípa auga mitt, einu skilyrðin eru gæðaefni, góður frágangur og sígilt snið.“ Lykillinn að því að láta góðar flíkur endast er fyrst og fremst hreinlæti og væntumþykja samkvæmt Jóhönnu. „Maður á alltaf

Á köldum vetrardögum klæðist Jóhanna þessum stórglæsilega gólfsíða pels úr bláref og húfu í stíl.

að fara tandurhreinn í föt, það skiptir höfuðmáli. Einnig að forðast óhreinindi með besta móti, þvo fötin rétt og þerra þau á herðatrjám, hér er ekki notast við þurrkara.“


Grohe | Start Edge Vnr. 15331369

Tilboð

Grohe | Start Edge Vnr. 15323580

9.995.fullt verð 11.995.-

Handlaugartæki. Smellubotnventill fylgir

15.995.-

tilboð

fullt verð 17.995.-

Eldhústæki með hárri sveiflu

Damixa | Felida Vnr. 15557905

tilboð

35.995.fullt verð 42.995.-

Sturtusett með tæki.

Sturtuhaus

tilboð

Vnr. 13164969

2.995.fullt verð 3.995.-

Rearo Selkie eru vatnsheldar veggplötur, sérhannaðar fyrir baðherbergi, sturtur og önnur votrými. Einföld og góð lausn í stað flísa. Mikið úrval lita.

Sturtuhaus, hvítur, 3 stillingar.

Stálvaskur Vnr. 13314501

18.765.-

Nánar: www.rearo.co.uk/selkie-board/

Stálvaskur í borð, 1 hólf + borð

Somahoz | Handlaug Vnr. 10708525

7.995.tilboð

fullt verð 14.895.-

Handlaug á borð, 45x42cm.

Gustavsberg | Hygenic Flush Vnr. 13002380

39.995.fullt verð 44.995.-

Salernisskál, vegghengd. 53cm með hæglokandi setu

Sturtuklefi 80x80x205 cm. Vnr. 10705035

72.995.fullt verð 88.995.-

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

Spurðu

ÁSTU

Ásta er ráðgjafi og stílisti í Hólf & Gólf. Smekklegri manneskju er erfitt að finna og hún er spennt fyrir að miðla þekkingu sinni til viðskiptavina okkar - kíktu í gott kaffi og spjall.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til 09.05. 2016

tilboð


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 7. MAÍ–9. MAÍ 2016

38 |

Morgunstund vagnstjóranna Hlemmararnir uppáhaldsfarþegarnir

Mynd|Rut

Það er mikið hlegið á kaffistofunni á Hlemmi. f.v. Valur, Sigurður og Sigurður Ingi

Kynfræðsluspilið Rangur leikur og þú færð kynsjúkdóm „Við ætluðum fyrst að gera kynfræðsluapp en kunnum ekki að forrita og finnst öllum gaman að spila. Svo úr varð borðspilið,“ segir Iðunn Berta, ein fimm nema á nýsköpunarnámskeiði úr HR sem þróað hafa borðspil sem snýst um kynfræðslu. Kynfræðsluspilið er byggt upp eins og Matador: Leikendur kasta teningi til að fara á milli reita, og lendi leikmaður sem dæmi á kynsjúkdómareit fær hann kynsjúkdóm, líkt og fangelsisreiturinn í Matador. Eina leiðin til að losna við kynsjúkdóminn er þá að komast á einn tveggja apóteksreita spilsins. Eins geta leikmenn eignast barn í spilinu, en það gerist þegar tveir leikmenn eru staddir á sæðisreit annars vegar og eggreit hins vegar. „Afleiðingarnar af því að eignast barn í spilinu eru þó ekki endilega

slæmar. Það þýðir bara að bjóði þér einhver á stefnumót í spilinu kemstu ekki nema að hafa komist yfir barnapössunarspil fyrr í leiknum,“ útskýrir Iðunn Berta. Lokamarkmið spilsins er að safna fimm fróðleiksspjöldum. Kynfræðsluspilið er á frumgerðarstigi eins og er, en hópurinn hefur þó prófað spilið með alls kyns leikmönnum, nú síðast á spilakvöldi Samtakanna ‘78. Eins hyggjast þau fara með spilið í grunnskóla, enda hentar spilið öllum frá 8. bekk og upp úr. Iðunn segir hópinn langa til að setja spilið í framleiðslu, sé áhugi fyrir því: „Við höldum að þetta gæti verið frábært tæki til að fá skemmtilega kynfræðslu. Það er auðveldara að spila en að tala um kynfræðslu.“

Það er sjaldnast ládeyða á kaffistofu vagnstjóranna á Hlemmi, en þar geta vagnstjórar fengið sér kaffi eða kakóbolla milli vakta og rabbað við starfsfélagana. „Hér eru allir vinir, þess vegna er þetta hægt,“ segir einn vagnstjórinn um leið og hann gengur út af kaffistofunni eftir pásu. Mikið flæði er inn og út af kaffistofunni allan daginn. Þeir Valur og Sigurður vagnstjórar og Sigurður Ingi eftirlitsmaður mæta oft í vinnuna rétt eftir sex á morgnana, en segjast almennt morgunhressir: „Ég get byrjað að stríða farþegum um leið og ég vakna,“ segir Valur. Spurðir hvort þeir eigi sér uppáhaldsfarþega segja þeir að þeir sem mestum tíma verja á Hlemmi séu þeir sem þeim þyki vænst um. Ákveðnir farþegar verji miklum hluta dagsins í strætó. Vagnstjórarnir þekkja þá marga með nafni og farþegarnir vagnstjórana.

Ættbálkurinn hefur talað .. á Facebook Raunveruleikaþátturinn Survivor á sér dyggan aðdáendahóp á Íslandi. Í Facebook-hóp fólksins er framvinda þáttanna skeggrædd og taka meðlimir þátt í Survior-„fantasy“-deild þar sem aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari Afhjúpun á ýsingin á FacebookEkki allt sem sýnist hópnum Survivor s01e01 frumsjálfinu Brynhildur Bolladóttir er

L

hljóðar svo „Grúppa fólks sem ræðir Survivor. „Spolierar“ eru leyfðir á föstudagsmorgnum.“ Í þessu horni internetsins eru samankomnir íslenskir harðkjarnaaðdáendur Survivor. Í hópnum er fólk úr ólíkum starfsstéttum, bæjarhlutum og á öllum aldri, áhugamálið virðist enga staðalímynd hafa. Um þessar mundir er 32. sería Survivor þáttanna í sýningu og standa fimm keppendur eftir. Í upphafi þáttaseríunnar mynda einstaklingar innan Facebookhópsins sinn eigin ættbálk, meðlimi sem þau telja að muni ná lengst í seríunni og fá stig í samræmi við það. Samkvæmt Brynjari Örnusyni Guðnasyni, stofnanda hópsins og jafnframt stigahæsta leikmanni Survivor deildarinnar, getur allt gerst. „Það er hægt að fá mörg stig ef sigurvegarinn er í þínum ættbálki, svo það að vera stigahæstur á þessum tímapunkti þýðir lítið.”

Hrafn Jónsson segir Survivor vera eins og að fylgjast með hverri annarri íþrótt. Það eru leikmenn, leikreglur, spenna og sigurvegarar. „Þættirnir eru endurspeglun á það mannlega í okkur. Að fylgjast með bolabrögðum keppenda og horfa á fólk ljúga að hvort öðru er alltaf skemmtilegt. Það halda allir að þeir séu bestir í leiknum en þessar aðstæður eru svo fyndnar, fólk afhjúpar frumsjálfið í sér. Það verður annaðhvort besta eða versta útgáfan af sjálfum sér.“ Í deildinni er Hrafn á góðu róli og trónir í þriðja sæti. „Ég valdi nokkra keppendur sem eiga ekki möguleika á að vinna en fljóta áfram í keppninni, ég á þó ekki möguleika á sigri.“ Hver sigrar Survivor? Cydney eða Aubry

Hver sigrar Survivor? Michele Yfir 87.000 klukkustundur af Survivor myndefni hefur verið tekið upp Sigurvegarinn hlýtur $100,000 dollara

Ófyrirsjáanleg þáttaröð Sædís Anna Jónsdóttir byrjaði að fylgjast með þáttunum fyrir tveimur árum og hefur rakið þáttaseríur síðustu 10 ára síðan þá. „Þessi þáttaröð er mjög ófyrirsjáanleg, atburðarásin er hröð og spennandi.“ Staða Sædísar í deildinni er slæm að hennar sögn. „Það gengur illa hjá mér, ég er rétt undir miðju riðilsins. Ég veðjaði á rangan sigurvegara sem datt út í þriðja þætti, það er dýrkeypt að missa fyrirliðann sinn.“ Hver sigrar Survivor? Thai eða Michele

verkefnastjóri á auglýsingastofu og fór að fylgjast með Survivor þáttunum þegar hún kynntist kærastanum sínum, Hrafni Jónssyni, sem er mikill aðdáandi. „Það er alltaf eitthvað nýtt í gangi, nýr leikur, keppendur, þrautir og nýjar fléttur, ég elska þetta.“ Hvað varðar Survivor-deildina segist Brynhildur ekki vera í góðum málum. „Það er áhugavert að sjá hvað fólk er ólíkt því sem maður heldur fyrirfram, álit manns breytist fljótt. Ég valdi einhvern Obama-tvífara, lækni á bráðamóttöku sem síðan reyndist algjör asni. Það eru blendnar tilfinningar að halda með fólkinu í þínum ættbálki en vilja á sama tíma losna við það því þau eru óþolandi.“

Keppendurnir Boston Rob and Amber byrjuðu saman í All-Stars seríunni árið 2003. Seinna tóku þau þátt í The Amazing Race. Þau eru gift í dag og eiga fjórar dætur Árið 2006 var ættbálkum skipt eftir kynþætti sem olli miklu fjaðrafoki og þátturinn missti auglýsendur

Halda Survivor Reykjavík hópefli Dagur Snær Steingrímsson er dyggur áhorfandi þáttanna og einnig stofnandi Survivor Reykjavík. Hópur sem tekur að sér að skipuleggja Survivor-keppni fyrir vinahópa. „Við köllum þetta andhópefli í gríni, það hitnar stundum í kolunum í leikjum. Í stað þess að vera soltinn og bugaður eftir 39 daga á eyju, líkt og í þáttunum, þá ertu orðinn ansi ölvaður í lokin. Hóparnir vinna saman í þrautum og kjósa vini sína út, plotta og pretta. Þetta hefur alveg slegið í gegn hjá okkur og öllum þótt þetta alveg geðveikt.“


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

162032

er Krush

KRU

nýtt

Lítill

Stór

daga kl. 14 –17 399 KR. 549 KR. 2fyrir11 Virka

SHE

R


GOTT UM HELGINA

ÚR TÓNLISTARHEIMUM

FRÁ KYLIE JENNER TIL RISAEÐLUNNAR

Kylie Jenner úr Kardashiangenginu lagði sönginn fyrir sig í vikunni. Hún söng inn á lagið Beautiful Day með smá hjálp tækninnar. Sá orðrómur er á flugi að Kylie og kærastinn hennar Tyga séu að hætta saman en vonandi nást sættir líkt og í sambandi þeirra Tyga og Drake en þeir grófu stríðsöxina nýverið. Drake gaf einmitt út plötuna VIEWS í vikunni og hún hefur hlotið misgóða dóma en hún seldist betur en Lemoande, plata Beyoncé sem gerði allt vitlaust í síðustu viku. Það vita það eflaust ekki margir að lagið I Miss You með Beyoncé af plötunni 4 samdi Frank Ocean. Kappinn er hæfileikaríkur lagasmiður en hann kom að nýjustu plötu James Blake sem kom út í fyrradag og hefur hlotið mikið lof. Tónlistarmennirnir eru sagðir nánir og einblína þeir nú á útgáfu Ocean sem er væntanleg. Lög Blake tróna á vinsældarlistum vikunnar ásamt lagi Radiohead, Burn the Whitch, en hljómsveitin gefur út nýja plötu 16. maí. Radiohead mun spila á Secret Solstice-hátíðinni í sumar, rétt eins og nýstirnið Aron Can, en plata hins 16 ára Arons kom út í vikunni og halda fæstir vatni yfir gæðum hennar. Einn þeirra sem mærði Aron Can í vikunni er Logi Pedro, meðlimur Retro Stefson, en hann hafði þau orð um Aron á Twitter að hann væri arftaki Prince sjálfs. Logi er sjálfur í stúdíói þessa dagana, en Retro Stefson eru nýbúin að skjóta vídeó við nýtt lag sem ku koma út á næstu dögum. Grímur Atlason er umboðsmaður Retro Stefson og hann skipuleggur einmitt líka tónleika Risaeðlunnar í Gamla Bíói þann 19. maí, en Risaeðlan kemur þá fram í Reykjavík í fyrsta skipti í 20 ár. Talandi um Prince þá tilkynnti Seth Sharp í vikunni tónleika sína til heiðurs átrúnaðargoðinu Prince í Eldborgarsal Hörpu þann 21. maí.

Veitingastaður Borðið er metnaðarfullur veitingastaður og verslun á Ægissíðunni. Hægeldaður matur til að taka með heim eftir klukkan fjögur. Verslunin selur alls kyns sælkeravörur, osta, sultur, skinku og fína hluti í búið. Fréttatiminn mælir sérstaklega með brenndu rauðrófunum.

Íþróttir Gunnar Nelson mætir Rússanum Albert Tumenov á sunnudagskvöldið á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam. Þetta er fyrsti bardagi Gunnars á árinu en Tumenov hefur unnið síðustu fimm UFC-bardaga sína. Bardaginn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Kvikmynd Louder Than Bombs í Bíó Paradís er ein af bestu myndum sem Norðmenn hafa gert á undanförnum árum. Myndin segir frá stríðsfréttaljósmyndara sem deyr í bílslysi og eiginmanni og tveimur sonum sem hún skilur eftir.

SUMARHÚSGÖGN ALDREI MEIRA ÚRVAL

Panama-stóll. Sex mismunandi litir.

14.900 kr.

Frá 17.900 kr.

Chios-hornsófi með sessum. 245 x 245 cm. 219.900 kr. Chios-hægindastóll með sessum. 97 x 86 cm. 59.900 kr. Chios-sófaborð með sessu og glerplötu. 73 x 73 cm. 59.900 kr.

30%

Heimdal-borð. Steypt plata og fætur úr eik. Ø40 x 38 cm. 17.900 kr. Ø50 x 46 cm. 24.900 kr. Ø60 x 53 cm. 34.900 kr.

3.995 kr.

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ELDSTÆÐUM

Summer-eldstæði. Svart eldstæði með loki. Ø 75 cm. 16.900 kr. Nú 11.595 kr.

Summer-hliðarborð/karfa. Fjórir mismunandi litir. 3.995 kr.

Quito-stóll. Hægindastóll. Stálgrind með plastsnúrum. Bleikur, blár, svartur eða grár. 14.900 kr. Santiago-borð. Grátt, blátt, bleikt eða svart. 11.900 kr.

Borð

169.900 kr.

TILBOÐ

Mozzarella beygla Verð 1.195 kr. Nú

895 kr.

Stóll

24.900 kr. Bifrost-borð. Steypt borðplata með eikarfótum. 90 x 200 cm. 169.900 kr. Click-stóll. Málmgrind með færanlegum plastrimlum. Ýmsir litir. 24.900 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

AFGREIÐSLUTÍMI Á KAFFIHÚSI

Mán. - Fös. 12 - 18, Lau. og Sun. 12 - 17:30


LAUGARDAGUR

EStER fLUttI Í SUmARbúStAÐ Í KjóSInnI

07.05.16

ragnar tjaldar við grillið yfir sumarið Komdu í veg fyrir frjóKornaofnæmi auðvelt að fliKKa upp á baðherbergið

4 hentugar æfingar fyrir uppteKið fólK

RóSA GUÐmUnDS var með sjálfsmorð og dauða á heilanum en hefur sigrast á djöflum sínum

SIGRÍÐUR ELVA SAGT UPP OG SMÍÐAÐI FLUGVÉL

PORCELANOSA

flísar fyrir vandláta

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

22


…viðtal

2 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

„Ég var með sjálfsmorð og dauða á heilanum“ Rósa Guðmundsdóttir var aðeins 13 ára þegar hún byrjaði að drekka og leiddist fljótt út í harðari efni. Hún þróaði með sér geðsjúkdóm og dvaldi nokkrum sinnum á geðdeild í kringum tvítugt. Eftir að hafa sigrað sína sjúkdóma vill hún nú reyna að hjálpa öðrum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g er að heyra af ungu fólki deyja af of stórum skammti af eiturlyfjum og eldra fólki og börnum í sjálfsvígshugleiðingum. Svo er auðvitað mikið um geðsjúkdóma heima á Íslandi og Íslendingar eiga heimsmet í notkun geðlyfja og kannabisnotkun. Ég tel Ísland mjög sjúkt af alkóhólisma og alanonisma sem hefur slæm áhrif á fjölskyldur. Ég hef áhyggjur af ástandinu á Íslandi og langar til að gera það sem ég get til að hjálpa,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, sem margir muna eftir sem Rósu á Spotlight, en hún var skemmtanastjóri staðarins í kringum síðustu aldamót. Rósa var rétt um tvítugt orðin allt í öllu í íslensku skemmtanalífi, en helgaði sig tónlistinni nokkrum árum síðar. Hún vakti einnig athygli sem öflugur talsmaður samkynhneigðra en sjálf var hún ófeimin við að ræða opinskátt um kynhneigð sína. Hún drakk og dópaði með þekktu fólki og viðskiptamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Henni fannst hún vera að meika það en gerði sér ekki grein fyrir því að hún stefndi hraðbyri til glötunar með líferni sínu. Sem betur fer tókst henni að sjá ljósið í tæka tíð og grípa í taumana áður en það varð um seinan.

og tókst það fyrir mörgum árum. Nú langar mig að færa öðrum von og lausn,“ segir Rósa einlæg. „Mig langar að varpa ljósi á þá hluti sem urðu til þess að ég fór á þann stað sem ég fór og náði ákveðnum botni í mínu lífi. Og hvað varð til þess að ég komst út úr þessu.“

Mest í að meiða sjálfa sig

Rósa var aðeins þrettán ára þegar hún byrjaði að drekka og þróaði fljótt með sér fíkn í harðari efni. Hún fór úr því að vera saklaus unglingsstúlka í Vestmannaeyjum – afburðanemandi og efnilegur píanóleikari – í að vera djammdrottning Íslands. „Ég var svo ung þegar ég tók við Spotlight. Ég mátti ekki einu sinni drekka löglega á þessum tíma en fólk var ekkert að spá í það. Ég fór svolítið fram úr mér,“ segir Rósa og hlær þegar hún hugsar til baka. „Ég valdi mér feril þar sem

ég gat verið að djamma og drekka. Það var vinnan

„Ég trúi því ekki að t er áföllin hafi gog mig að fíkli alkóhólista.“

Vill gefa öðrum von

Eftir að hafa tekið til í sínu lífi með góðum árangri vill Rósa nú miðla reynslu sinni og vonandi hjálpa öðrum. Hún hefur skrifað rúmlega 60 blaðsíðna frásögn af sínu lífi sem hún ætlar að bjóða fólki að hlaða niður á netinu fyrir 10 Bandaríkjadali, eða um 1200 íslenskar krónur. Ágóðann ætlar hún að gefa til málefna sem tengjast sögu hennar. „Ég er sjálf óvirkur alkóhólisti og fíkill og þróaði með mér geðsjúkdóm með ofnotkun hugbreytandi efna. Ég þurfti að yfirstíga þessa sjúkdóma

„Ég var svo ung þegar ég tók við Spotlight. Ég mátti ekki einu sinni drekka löglega.“

mín. Ég var líka mjög leiðandi, alltaf að varpa ljósi á eitthvað eða berja niður fordóma. Ég var samt ekki vond manneskja. Ég var mest að meiða sjálfa mig,“ segir Rósa en hún var mjög leitandi á þessum árum. Hún var í raun að finna sjálfa sig fyrir opnum tjöldum, hún var á allra vörum og það sem hún gerði rataði ítrekað í fjölmiðla. Það kann engan að undra að ekkert af þessu hafði góð áhrif á Rósu.

Tók ábyrgð á hegðun sinni

„Fíknin kom mér inn á geðdeild og ég var inn og út af geðdeild í nokkur ár. Það var talið að ég yrði andlega lasin alla ævi. Neyslan mín olli hrikalegum geðhæðum og svo hrundi ég niður í sjálfsmorðsþunglyndi. Ég reyndi sem betur fer ekki sjálfsvíg en ég var hrædd við hugsanir mínar. Ég var með sjálfsmorð og dauða á heilanum. Þunglyndið var orðið það slæmt að ég var í hættu.“ Það var á þeim tímapunkti sem Rósa gekk sjálf inn á geðdeild og óskaði eftir aðstoð, sem hún fékk. Hún var samt ekki tilbúin að hætta að neyslunni á þeim tíma. „Þegar ég kom út af geðdeild

hélt ég áfram drekka og nota kannabis. Ég var í svo mikilli afneitun varðandi þennan fíknisjúkdóm. Ég var svo vön því að gera það sem ég vildi og gat til að láta mér líða betur. Það var ekki fyrr en ég tók ábyrgð á fíknihegðuninni í mér og öllum þeim skapgerðarbrestum sem fylgja því að vera virkur fíkill – eigingirninni, sérplægninni og sjálfsmiðuninni – að ég gat tekist á við andlegu veikindin. Ég fór að stunda heilbrigt líferni og það fyllti í skemmdirnar sem fíknin hafði valdið. Þá gat ég sjálfkrafa farið að minnka geðlyfin og vinna úr áföllum.“

Fór aldrei í meðferð

Það skipti miklu máli fyrir Rósu að vinna úr þeim áföllum sem hún varð fyrir í æsku, enda telur hún að þau hafi stjórnað fíkn hennar að miklu leyti. Hún varð fyrir misnotkun og einelti, en treysti sér ekki til að segja frá leyndarmálunum og fjarlægðist fjölskyldu sína fyrir vikið. Æskan og unglingsárin voru Rósu því erfið og uppreisnin var hennar leið til að fá útrás og öðlast viðurkenningu. „Ég trúi því ekki að áföllin hafi gert mig að fíkli og alkóhólista. En áföllin hjálpuðu til og ýttu undir hvernig ég notaði efnin.“ Rósa fór aldrei í meðferð, en um leið og henni tókst að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða, þá tókst henni að hætta að sjálfsdáðum. Þegar hún var tilbúin. Það var árið 2003 og hún hefur verið edrú síðan. Þrátt fyrir að Rósa hefði viljann til að hætta var það ekki auðvelt. Langt því frá. „Þegar ég sá skyndilega allt skýrt þá hugsaði ég ekki hvernig mér ætti eftir að líða líkamlega ef ég hætti. Ég ákvað bara að hætta. Það var í raun lán að ég lifði þetta af. Ég fór í gegnum mikil fráhvörf. Þetta var algjör geðveiki ofan á meiri geðveiki.“ Hún telur að andleg vakning skipti miklu máli þegar kemur að því að ná bata. Það var allavega hennar lausn. Hún leitaði og fann sér æðri mátt, án þess þó að aðhyllast trúarbrögð.

Spennandi tímar í New York

Í dag er Rósa hamingjusöm og leggur rækt við sjálfa sig. Hún hefur verið búsett í New York í áraraðir þar sem hún hefur starfað í skemmtanabransanum og við sköpun. Hún á einnig fyrirtæki og framundan eru spennandi tímar í verkefnum sem snúa að því að hafa áhrif á fólk og bæta líf þess. „Ég er búin að sameina vinnulífið

mitt þessum andlegu lífsreglum. Ég vil láta gott af mér leiða í gegnum vinnuna til annarra.

Skapa efni og tækifæri sem hreyfa við fólki og sýnir því leið út úr myrkrinu. Svo vinn ég að því á hverjum degi að verða betri manneskja.“


Kynntu þér

Big Easy

Yfir 30 tegundir

af grillum á Heimk

aup.is

Með Big Easy getur þú reykt kjöt, steikt kjúkling og grillað steikur. Ótrúleg græja!

Gildir út 24. maí 2016

Jöfn hitadreifing með TRU-infrared tækni gefur safaríkari mat án olíu og um leið minni gasnotkun.

Char Broil Performance

Char Broil Performance

Char Broil Performance

4 brennara grill

Ferðagasgrill

Hágæða grill á frábæru verði. Grillflötur 47 x 47 sm.

Stærri grillflötur (67 x 47 sm) og hliðarhella.

Hrikalega flott grill – allt úr ryðfríu stáli. Grillflötur 79 x 47 sm.

Ferðagrill með ótrúlega stórum grillfleti (44 x 28 sm).

2 brennara grill

3 brennara grill

Char Broil X200

79.990 kr.

119.990 kr. 139.990 kr. 39.990 kr. % % % % -13 -13 -11 69.990 kr. 104.990 kr. 124.990 kr. 34.990 kr. -12

Eitt landsins mesta úrval af grillaukahlutum

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira Sendum samdægurs alla daga! www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


…matur

4 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Kryddlegið entrécoté með camembertsósu, hvítlaukssveppum og rósmarínkartöflum Gott kjöt þarf oft ekki mikið annað en salt og pipar en alltaf er þó hollt fyrir bragðlaukana að breyta aðeins til. Það er ljómandi gott að nudda kryddi inn í kjötið og láta standa í nokkra klukkutíma til að láta bragðið taka sig. Ekki er verra að láta kjötið vera með kryddinu í ísskáp yfir nótt. Það er þó ekki nauðsynlegt að salta fyrir lengri maríneringar þar sem saltið getur dregið vökva úr kjötinu. Það er jafnframt kostur að taka kjötið úr ísskápnum nokkru fyrr til að leyfa því að ná herbergishita áður en því er slengt á grillið. Það orsakar minni samdrátt í vöðvaþráðunum sem hjálpar til við að fá mýkri kjötbita. Þótt ég hafi nefnt að ekki sé skynsamlegt að salta nautasteikina fyrir lengri maríneringar er þó nauðsynlegt að salta kjötið áður en það er grillað af nákvæmlega sömu ástæðu. Saltið dregur vökva upp að yfirborðinu sem eykur möguleikann á að kjötið brúnist fallega og verði ljúffengt.

Fyrir tvo svanga

500 g entrécoté 2 msk blanda af fersku timíani, rósmaríni og steinselju 2 msk góð jómfrúarolía pipar og seinna salt 1. Saxið kryddjurtirnar vandlega niður og blandið saman við jómfrúarolíuna. 2. Nuddið kryddblöndunni inn í kjötið, piprið rækilega og látið marínerast í a.m.k. tvær klukkustundir (eða yfir nótt). 3. Blússhitið grillið og saltið kjötið vandlega áður en þið setjið það á heitt grillið. 4. Grillið eftir smekk – „rare, medium rare or ruined“.

Fyrir camembertostinn 1 camembert salt og pipar hvítlaukur skvetta af sérríi

1. Takið ostinn og stingið gat á hann að ofan með gaffli. 2. Nuddið ostinn með hvítlauknum. 3. Hellið skvettu af sérríi ofan á ostinn. Saltið og piprið. 4. Lokið umbúðunum aftur (notið álpappír eða box) og bakið á grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur þar til osturinn er mjúkur en heldur enn formi sínu.

Fyrir hvítlaukssveppina 500 g stórir sveppir 5 msk hvítlauksolía salt og pipar handfylli af fersku timíani

1. Veltið sveppunum vandlega upp úr hvítlauksolíu. 2. Saltið og piprið ríkulega og dreifið fersku timíani með sveppunum. 3. Bakið við óbeinan hita í þrjú korter þar til sveppirnir ilma dásamlega.

Fyrir rósmarínkartöflurnar 800 g nýjar kartöflur 4 msk góð jómfrúarolía 2-3 greinar ferskt rósmarín 1 hvítlaukur sjávarsalt og pipar

1. Takið hvítlaukinn sundur í geira, setjið með kartöflunum í eldfast mót (eða álbakka) og veltið upp úr olíunni. 2. Raðið rósmaríngreinum á milli og saltið vel og piprið. 3. Bakið við óbeinan hita í um klukkustund þar til kartöflurnar eru gullnar að utan.

Hjálpast að Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, undirbýr hörpudiskinn með syni sínum.

Grilltímabilið er hafið

Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem læknirinn í eldhúsinu, er byjaður að grilla á fullu. „Þegar maí rennur upp má eiginlega segja að ég tjaldi við grillið í nokkra mánuði. Ég elska að grilla og nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að standa við grillið og elda,“ segir Ragnar Freyr, sem deilir hér þremur grillréttum með lesendum amk sem að hans sögn eru sáraeinfaldir en einstaklega gómsætir. Kjúklingarúllur með gremólata og fáfnisgrass-sýrðsrjómasósu Þessi uppskrift geymir sniðuga leið til að elda kjúklingabringur. Bringan er rist upp með hnífi og flött út með kökukefli eða einhverju viðlíka, kryddi er svo dreift yfir sárið og bringunni rúllað upp aftur. Þetta tryggir að bragðið skilar sér í gegnum allan bitann sem verður fyrir vikið sérlega ljúffengur.

3. Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Skerið með flugbeittum hníf þvert á hverja bringu og opnið þær eins og bók. Bankið varlega út með kjöthamri. 4. Sáldrið gremólatasósunni yfir sárið á bringunum og rúllið svo hverri og einni upp í pylsu. Notið band til að binda kjúklinginn svo rúllan haldi sér á meðan kjúklingurinn er grillaður. 5. Penslið með jómfrúarolíu, saltið og piprið og eldið á heitu grilli þar til kjarnhiti nær a.m.k. 72°C.

Fyrir fjóra

Fáfnisgrass-sýrðsrjómasósa

Fjórar kjúklingabringur börkur af 1-1½ sítrónu 4 hvítlauksrif 2 msk fáfnisgras 1 msk steinselja jómfrúarolía salt og pipar 1. Útbúið gremólatasósuna með því að skafa börkinn af sítrónunni (takið bara gula hlutann þar sem sá hvíti er rammur) og saxið smátt. Setjið í skál. 2. Maukið hvítlaukinn og bætið saman við sítrónubörkinn ásamt smátt skornu fáfnisgrasi og steinselju. Saltið og piprið.

Afar einföld, fljótleg og dásamlega bragðgóð 3 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 hvítlauksrif safi úr ½ sítrónu 3-4 msk ferskt fáfnisgras salt og pipar 1. Setjið sýrðan rjóma og majónes í skál og blandið maukuðu hvítlauksrifi saman við. 2. Kreistið sítrónusafa yfir og hrærið saman með fáfnisgrasinu. Saltið og piprið.

Serranóvafin hörpuskel með brenndu salvíusmjöri Hörpuskel er kjörið að bera fram sem forrétt til að tendra bragðlaukana. Hana má ekki elda lengi, annars er hætta á að hún verði gúmmíkennd og jafnvel seig undir tönn. Serranóskinka kemur frá Spáni og er einstaklega bragðgóð. Auðvitað væri hægt að nota parmaskinku eða jafnvel beikon. Ef beikon verður fyrir valinu er nauðsynlegt að steikja það í gegn. Beikonið ver hörpuskelina fyrir hitanum og leggur til ljúffengt bragð. Steikt salvía er sælgæti og passar hreint út sagt ljómandi vel með þessum rétti. En það verður auðvitað að nota ferska salvíu. Þurrkuð salvía mun ekki gera neitt fyrir réttinn – nema gera hann verri! Og það er engin ástæða til að skemma dásamlega góðan mat!

Fyrir fjóra sem forréttur

12 hörpuskeljar 6-12 sneiðar serranóskinka (háð stærð) safi úr ½ sítrónu salt og pipar 75 g smjör 12-15 salvíulauf 1. Vefjið hverja hörpuskel með hálfri til einni sneið af serranóskinku, penslið með olíu, vætið með ferskum sítrónusafa, saltið og piprið. 2. Rennið tveimur spjótum í gegnum hörpuskelina (þá er maður snarari við að snúa þeim og það heldur skinkunni á sínum stað – jafnframt er mikilvægt að láta spjótin liggja í vatni í um klukkustund til að síður kvikni í þeim). 3. Kyndið grillið og þegar það er blússheitt er hörpuskelin elduð í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Setjið til hliðar. 4. Skellið pönnu á grillið og bræðið smjörið. Þegar það hefur hljóðnað er salvían sett á pönnuna og steikt þar til hún verður stökk – hafið auga með pönnunni þar sem þetta tekur einvörðungu nokkrar sekúndur. 5. Leggið svo hörpuskeljarspjótin á disk, raðið salvíu ofan á og hellið brúnuðu salvíusmjöri yfir.


elsku mamma!

mæðradagurinn er á sunnudag!

Esja

4 HAMBorgarar með brauði 4x115 g. Verð áður 1290,-

999

1.698

Kjarnafæði

Kr/pk

VÍKIngagrís í kryddlegi

Kr/kg

takk elsku mamma!

lamba sirloinsneiðar heiðakryddaðar

1.698

Rósir og blandaðir vendir

Kr/kg

blóm handa mömmu Verð áður 1.398 kr.

Chocolove xoxox

Kirkland

eðalsúkkulaði

margarítumix

Margar bragðtegundir. Úr ekta belgísku gæðasúkkulaði.

Ferskt og óáfengt Margarítu mix úr lime. Engin rotvarnarefni. Blandið t.d. út í sódavatn með limesneið.

petta brædir mömmuhjartad! stórt

lítið

298,- 498,Hubert’s

Límonaði

1,75 l

Kr/búntið

flottur sumardrykkur!

1.298,-

nýtt í kosti!

20%

999

mamma þú er best!

afsláttur

namm!

3 gerðir 473 ml

svoooo ferskt!

komdu mömmu í gott form!

ekta franskar trufflur!

20% afsláttur

318,-

Mæðradagurinn er á sunnudaginn!

mædradagsgjöfin í ár!

Verð áður 398,-

gómsætara grænmeti og ávextir í kosti!

kíktu nutribu á llet.is

lífrænt!

erskt!

hollt og f

900 W

nutribullet 15 hlutir í settinu

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00 Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is

Með NUTRiBULLET PRO nýtir þú öll næringarefnin í fæðunni til fullnustu og stuðlar að bættri heilsu og almennri vellíðan.

25.989

Kr

Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast. Athugið að verð geta breyst milli sendinga. Gildir dagana 6.-8. maí 2016.

Kjarnafæði


…heilsa

6 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Komdu í veg fyrir frjókornaofnæmi

Ekki er hægt að lækna frjókornaofnæmi en ýmislegt má gera til að draga úr ofnæminu og jafnvel koma í veg fyrir að það myndist.

4 hentugar æfingar fyrir upptekið fólk Tímaskortur er engin afsökun fyrir því að sleppa æfingum Sérfræðingar mæla með því að hreyfa sig í 30 til 45 mínútur á dag til að halda sér í góðu formi. En flest þekkjum við það vandamál að eiga erfitt með að koma svo langri æfingu fyrir í stífri dagskrá hversdagslífsins. Lausnin á því vandamáli er hins vegar að gera æfingar á meðan við sinnum einhverju öðru. Það er bara um að gera að nota hugmyndaflugið.

1. Sæktu æfingahjólið

Það eru allmargir sem eiga æfingahjól sem er að rykfalla í geymslunni eða bílskúrnum. Það er hins vegar algjör sóun. Náðu í hjólið og komdu því fyrir í stofunni. Þá hefurðu enga afsökun fyrir því að hreyfa þig ekki. Þú getur tekið hjólaæfingu á meðan þú horfir á fréttir eða hlustar á barnið lesa fyrir skólann. Ef þú átt ekki æfingahjól geturðu örugglega fengið það á góðu verði á einhverjum af sölusíðunum á netinu sem sérhæfa sig í notuðum vörum.

2. Armbeygjur við eldavélina

Notarðu þá afsökun að þú þurfir að undirbúa matinn og hafir því ekki tíma fyrir æfingu? Hérna er lausnin á því. Þú gerir einfaldlega æfingar á meðan þú ert að elda. Styddu þig

við eldavélina og gerðu standandi armbeygjur á meðan pastað eða hrísgrjónin sjóða. Ef þú gerir þetta á hverjum degi ætti ekki að líða á löngu þangað til þú færð tónaða og fallega handleggi.

3. Fótastyrkur við tannburstun Notaðu tímann á meðan þú burstar í þér tennurnar eða þrífur þig í framan til að koma inn nokkrum æfingum. Það hentar vel að gera æfingar þar sem ekki þarf að nota hendurnar, enda þær væntanlega uppteknar við annað. Þetta kann að hljóma flókið en um leið og þú kemst upp á lagið með að gera tvennt í einu þá verður þetta ekkert mál.

4. Dansaðu með börnunum

Svo er um að gera að sleppa sér aðeins með börnunum og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Settu góða tónlist á og hristu skankana í stofunni. Þetta er einkadansgólfið þitt og þú getur gert það sem þú vilt. Það er alveg óþarfi að láta feimni halda aftur af sér þegar maður er í stofunni heima. Það er enginn að horfa, nema þínir nánustu og þeir munu elska þetta uppátæki.

Þeir sem þekkja frjókornaofnæmi af eigin raun vita hvað það getur verið hvimleitt og óþægilegt. Í verstu tilfellunum getur fólk einfaldlega ekki verið úti í náttúrunni þegar frjókornatímabilið stendur sem hæst frá júní fram í lok ágúst. Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer þó mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Á hlýjum og þurrum dögum eykst frjókornamagnið verulega, einkum ef vindur blæs. Rannsóknir benda til þess að börn fædd á þessu tímabili séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi, svo ef þú vilt forða barninu þínu frá frjókornaofnæmi þá er best að reyna að stíla barneignir inn á aðra mánuði ársins. Þá er gott að hafa það bak við eyrað að láta barnavagna ekki standa utandyra og safna í sig frjókornum. Sértu hins vegar með frjókornaofnæmi er best að takmarka gróður í nánasta umhverfi, sleppa því að þurrka þvott utandyra og ekki hafa plöntur innandyra. Sé frjókornaofnæmið slæmt getur verið nauðsynlegt að meðhöndla það með lyfjum. Hægt er að fá væg ofnæmislyf án lyfseðils í apótekum, en þau skal þó alltaf taka í samráði við lækni. Þá er gott að hafa í huga að fólk með frjókornaofnæmi getur einnig myndað ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum.

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis, og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það lekur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru hnerraköst. Önnur einkenni % 0 Talið er að 2 ist sem geta valdið miklum óþægindum er kláði í nefinu, sem oft já veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem mannkyns þ a­ geta verið býsna spaugilegar. Hjá mörgum lekur stanslaust úr n r o k jó af fr nefinu. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið. ofnæmi Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.

20%

Rauðrófur – allra meina bót?

NæraNdi sumar í Heilsu & spa

Rauðrófur innihalda margvísleg næringarefni og andoxunarefni sem styðja við afeitrun líkamans

Viltu efla líkama og sál í heilandi umhverfi, endurnýja orkuna og gæla við bragðlaukana í leiðinni? Þá er nærandi sumardagskrá Heilsu & spa Ármúla 9 fyrir þig. Fallegt SPA, fjölbreytt þjónusta og fræðsla frá læknum, sjúkraþjálfara, næringar- og íþróttafræðingi. 4 mánaða opnunartilboð mai-15.september 50% afsláttur verð einungis 39.900 kr

Nánari upplýsingar sími 595-7007 | Facebooksíða Heilsa og Spa

Helstu einkenni frjókornaofnæmis

| gigja@heilsaogspa.is

Hráar rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, þær innihalda meðal annars C og A-vítamín, magnesíum, fólinsýru, járn, kalíum, fosfór, trefjar og nítrat. Eins eru þær sneisafullar af andoxunarefnum. Rauðrófur innihalda mikið magn nítrata sem auka úthald og orku, rauðrófur eru því góður kostur fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Neysla rauðrófna eykur blóðflæði, lækkar blóðþrýsting og með því að drekka 250 ml af rauðrófusafa daglega er hægt að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Betalain er litarefnið í rauðrófum og styður það við afeitrun líkamans. Andoxunarefnið betalain ýtir undir Rauðrófur ið Meinhollar Rauðrófur eru hreinsun blóðsins innihalda miksem sneisafullar af vítamínum, og lifrarinnar. Einnta ra trefjum og andoxunarefnum. magn nít ig hefur það góð úthald a k u a áhrif á kólestról. og orku. Rauðrófur innihalda Hægt er að neyta líka mikið af næringrauðrófa á margvíslegan arefninu betaine. Betaine hátt. Það má borða þær dregur úr bólgumyndun, eflir hráar, sjóða, steikja, súrsa, setja æðakerfið, verndar frumur líkamút í drykki eða þeytinga og rífa ans og innri líffæri. þær yfir salat.


…heilsa kynningar

7 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Við mælum með Amino 100%

Strákarnir finna fyrir aukinni orku „Við strákarnir í meistaraflokki Fylkis í knattspyrnu fengum tækifæri til að prófa nýja íslenska vöru sem við höfum tröllatrú á, Amino 100% fiskpróteinin frá Iceprotein. Strákarnir finna fyrir aukinni orku og sé ég mjög góðan árangur hjá þeim á æfingum. Og nú þegar keppnistímabilið er að hefjast þá veitir okkur ekki af aukinni orku og úthaldi! Við mælum 100% með Amino 100% fiskpróteinum.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari

Þrjár nýjar vörur úr 100% hreinu fiskpróteini Amino Liðir, Amino Létt og Amino 100% eru 3 nýjar vörur úr fiskpróteini sem er þróað og unnið hjá Iceprotein, íslensku sprotafyrirtæki á Sauðárkróki. Rannsóknir hafa sýnt að amínósýrur í peptíðum nýtast líkamanum betur en fríar amínósýrur. Fiskpróteinið er 100% hreint, rekjanleiki hvar fiskurinn er veiddur og allt hráefnið er unnið á Íslandi af íslensku sprotafyrirtæki.

Náttúruleg lausn við brjóstsviða

Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum eftir máltíðina. Unnið í samstarfi við Icecare

Þ

egar Hanne borðaði hamborgara, franskar kartöflur eða of stóra matarskammta leið henni eins og maginn væri útþaninn og sýruframleiðsla magans örvaðist. Stórir matarskammtar geta valdið auknu álagi á ákveðna vöðva þannig að magasýrurnar flæða upp í vélindað.

Aukin sýrumyndun í maga

„Ég á erfitt með að viðurkenna að ég borða ekki eins hollan mat og ég ætti að gera. Ég á það til að borða of stóra matarskammta og elska fitugan mat og franskar kartöflur. Þegar ég borðaði slíkan mat flæddu magasýrurnar upp í vélinda úr maganum með tilheyrandi vanlíðan. Þetta var hræðileg brunatilfinning og ég þurfti samstundis að drekka vatn eða mjólk. Stundum flæddu magasýrurnar líka upp í vélinda þegar ég lagðist upp í rúm. Sérstaklega þegar ég borðaði seint. Það var hræðilegt. Ég fór í heilsubúð og spurði hvort þau ættu náttúrubætiefni sem ég gæti tekið inn,“ segir Hanne. Hanne átti von á því að vera ráðlagt að taka inn myntutöflur og það

Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax. Hanne Ánægður viðskiptavinur

kom því á óvart þegar konan sem rekur verslunina sagði að til væru töflur sem hægt er að tyggja og innihalda náttúrulegar trefjar úr appelsínum. „Afgreiðslukonan útskýrði fyrir mér að þetta eru einu töflur sinnar tegundar sem innihalda þessar einstöku trefjar úr appelsínum. Trefjar sem eru svo sérstakar að þær mynda náttúrulega róandi froðu yfir efsta hluta magans sem hjálpar til við að hindra að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Það hljómaði vel og ég var tilbúin að prófa þær náttúrulegu meðferðir sem eru í boði,“ segir Hanne.

Alltaf með Frutin töflurnar

„Ég gat ekki beðið eftir því að fá mér hamborgara og franskar kartöflur með miklu salti. Máltíð

sem ég var viss um að myndi örva magasýrurnar. Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax og ég varð undrandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessar trefjar gætu hjálpað mér að líða vel á svo skömmum tíma.“ Það er meira en ár síðan Hanne prófaði fyrstu Frutin töfluna og núna er hún alltaf með töflurnar meðferðis, hvert sem hún fer. „Ég er með pakka í eldhúsinu, á náttborðinu og í bílnum.“ Frutin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is.

Mæli með Frutin fyrir alla „Ég hef verið með mikla uppþembu og brjóstsviða eftir mat í langan tíma. Þetta kemur sérstaklega mikið í ljós ef ég borða seint á kvöldin eða fæ mér gosdrykki eða bjór stuttu fyrir svefninn,“ segir Einar Ágúst Einarsson smiður. „Þar sem ég er smiður og mikið á ferðinni milli vinnustaða er oft auðvelt að detta í skyndibitann og fylgir því brjóstsviði eða uppþemba í nær öll skiptin. Eftir að ég byrjaði að taka Frutin 30 mínútum fyrir svefn eða mat, með vatnsglasi, þá finn ég lítið sem ekkert fyrir óþægindum eða uppþembu. Ég tek líka oft eina töflu eftir mat ef ég hef borðað mikið eða um sterkan mat er að ræða. Ég mæli með Frutin fyrir alla,“ segir Einar.


Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is


100% vatnshelt með Aquaseal. Pressuð fösun og náttúrulegri áferð en áður.

HARÐPARKET

NÝ HEIMASÍÐA KOMIN Í LOFTIÐ WW W. E G I L L A R N A S O N . I S Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


…heimili og hönnun

10 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Auðvelt að flikka upp á baðherbergið Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt gefur góð ráð um minniháttar endurbætur á baðherbergjum

B

að og eldhús eru dýrustu herbergin til að endurgera. Ef fólk er ekki tilbúið að setja þá peninga í allsherjar endurbætur sem þarf er oft betra að bíða og gera kannski minna en meira á meðan safnað er. Það er hins vegar hægt að flikka upp á baðherbergi án þess að kosta miklu til,“ segir Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt. Bryndís Eva lumar á nokkrum gagnlegum ráðum fyrir þá sem vilja flikka upp á baðherbergið. Hún nefnir sem dæmi að það geti breytt miklu að mála þá veggi sem ekki eru flísalagðir. Að setja jafnvel einhvern fallegan og dempaðan lit á. „Oft á tíðum verður baðherbergið allt annað við það. Það er mjög algengt á Íslandi að allir veggirnir séu flísalagðir og þá getur verið mjög skemmtilegt að mála loftið. Þá færðu allt annað andrúmsloft.“ Hvaða litir eru vinsælir um þessar mundir? „Það eru rólegir og hlutlausir litir, jarðlitir eru algengastir eins og grár og brúnn. Grænn og blár eru þó mjög skemmtilegir. Þeir fara vel inni á blautsvæðum en það þarf að passa að þeir séu grátónaðir. Pastellitir eru líka mjög vinsælir, þeir gefa rólegt yfirbragð og eru virkilega fallegir.“ Bryndís Eva segir að fólk þurfi að stíga varlega til jarðar þegar það velur lit á baðherbergið. „Hann þarf að passa við flísarnar og allt

Með u plöntum færð a svona sp stemningu á baðinu

Verk Bryndísar Bryndís Eva Jónsdóttir lærði innanhússarkitektúr í Art Institute of Atlanta og University of Alabama í Bandaríkjunum. Hægt er að kynna sér verk hennar á heimasíðunni bryndiseva.is Mynd | Hari

hitt. Það þarf að skoða heildina. Ég ráðlegg fólki alltaf að kaupa litlar prufur og mála lítið svæði með þeim. Maður þarf að sjá hvernig birtan og lýsingin hafa áhrif á málninguna í þessu rými. Þó einhver litur hafi komið vel út á einum stað þarf hann ekki að gera það á öðrum.“ Hún segir jafnframt að einfaldar og ódýrar breytingar, eins og að skipta um höldur á skápum eða að skipta út handklæðaslá, geti breytt miklu. Þá nefnir hún að mörgum hugnist að lífga upp á rýmið með kertum. „Sjálf er ég svo afar hrifin af plöntum og finnst við Íslendingar ekki nógu duglegir að nota þær inni á baði. Þá færðu svona spastemningu þar.“ Vilji fólk ganga skrefi lengra nefnir Bryndís Eva tvennt sem hægt er að gera án þess að ráðist sé í allsherjar endurbætur. Hún segir að auðvelt sé að skipta um spegil á baðherberginu. „Það er til dæmis hægt að láta skera út nýjan vegglímdan spegil sem getur fært þér mikla rýmisstækkun,“ segir hún. Þá bendir hún á að mörgum geti hugnast að skipta út eldra klósetti fyrir nýtt vegghengt. „Þetta er dýrari aðgerð en þú ert samt ekki að fara að endurgera allt og þú færð salerni sem er auðvelt að þrífa. Ég mæli með því að ef fólk gerir þetta passi það að stokkurinn hafi einhvern tilgang, hann sé ekki bara utan um vatnskassann heldur sé hann framlengdur og tengdur einhverju öðru í rýminu. Það breytir öllu.“ | hdm

Loft í lit Bryndís Eva mælir með því að fólk máli loftið á baðherberginu. Það skapar allt annað andrúmsloft þar.

Mildir litir Jarðlitir, eins og grár og brúnn, eru vinsælir á baðherbergjum en margir kjósa líka grænan eða bláan. Þá hafa pastellitir sömuleiðis notið vinsælda.

Liturinn þarf að passa við flísarnar og allt hitt. Ég ráðlegg fólki alltaf að kaupa litlar prufur og mála lítið svæði með þeim.



EFNI: WHITE WASHED OAK


VORTILBOÐ! Á KRONOTEX HÖRKU PLANKA HARÐPARKETI FYRIR SUMARHÚS, SKRIFSTOFUR, HÓTEL OG HEIMILI.

VERÐ FRÁ 1.490 kr. m² 8 mm planka harðparket AC4 25 ára ábyrgð: Verð frá 1.490 kr. m² 10 mm planka harðparket AC5 30 ára ábyrgð: Verð frá 2.790 kr. m² 12 mm planka harðparket AC5 35 ára ábyrgð: Verð frá 2.990 kr. m² Undirlag og listar á tilboðsverði.

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


…heimili og hönnun

14 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

Ester í sólskálanum Magnús Guðbjartsson, eiginmaður Esterar, lét hendur standa fram úr ermum og byggði einfaldan sólskála.

Sumarið byrjar fyrr eftir að ég byggði sólskála

Ester Inga Óskarsdóttir notar pallinn við bústaðinn allan ársins hring

GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

faldan sólskála. „Við vildum fá meiri not fyrir fallega pallinn okkar og geta notað hann hvernig sem viðraði. Niðurstaðan var sú að ster Inga Óskarsdóttir einfaldasta og ódýrasta leiðin væri hefur búið í sumarbúað byggja yfir pallinn af því skjólstað sínum í Kjósinni veggir voru þegar til staðar.“ ásamt fjölskyldu sinni í sex ár. „Við kunnum Ester segir fjölskylduna nota pallsvo vel við okkur hérna í Kjósinni inn mun meira núna. „Núna notum og þetta er alls ekkert langt frá við pallinn allan ársins hring og Reykjavík. Við stækkuðum bústaðþað alveg ótrúlega mikið. Það er inn bara og gerðum hann að heimyndislegt að sitja í skálanum bæði ili,“ segir Ester hæstánægð en í í sól og myrkri. Og ég get stillt upp bústaðnum býr hún ásamt fíniríi án þess að hafa áhyggjur eiginmanni sínum og af því að það blotni eða tveimur börnum. fjúki,“ segir Ester hlæjt e Sumrin í Kjósinni andi. „Sumarið okkar g g „É íi hafa ekki verið hefur líka lengst með ir n fí p p u stillt upp á marga fiska sólskálanum. Um fa a án þess að h því undanfarin ár og leið og fyrstu sólarleiddist fjölskyldgeislarnir láta sjá sig áhyggjur af i unni að geta ekki verður heitt og notaað það blotn nýtt veglegan palllegt í skálanum og gott eða fjúki“ inn í kringum búað sitja þar með opnar staðinn betur. „Sumardyr. Núna hefst sumarið ið 2014 var hundleiðinlegt, hjá okkur í mars og er miklu það rigndi mikið og pallurinn var lengra en ella.“ ekkert notaður. Það þýddi ekkert Nóg verður að gera hjá Ester og að setja út, hvorki garðhúsgögn fjölskyldu í sumar. „Hér er alltaf eða sumarblóm, það fauk bara allt nóg að gera. Þessa stundina erum út um allt eða rigndi hreinlega við að vinna mikið í lóðinni, rækta niður. Við notuðum pallinn ekkert garðinn og dytta að pallinum.“ þetta sumar og þannig kviknaði Ester heldur úti skemmtilegu hugmyndin að sólskálanum,“ segir heimilisbloggi ásamt dóttur sinni, Ester Inga. Kristjönu Diljá, þar sem hægt er að Magnús Guðbjartsson, eiginfá ýmsar góðar hugmyndir fyrir maður Esterar, lét hendur standa bæði heimilið og bústaðinn. Slóðin fram úr ermum og byggði einer alltsemgerirhusadheimili.is Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gudrunveiga@amk.is

E

Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Lengra sumar Sólskálinn hefur breytt miklu fyrir Ester Ingu og fjölskyldu hennar. Eftir að hann var byggður byrjar sumarið í mars og er miklu lengra en ella.



…heimili og hönnun kynningar

16 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Erum með allar vörur á lager Innréttingar og tæki er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir baðherbergi Unnið í samstarfi við Innréttingar og tæki

H

vítt er vinsælast núna. Hvítar og stílhreinar línur eru mjög áberandi,“ segir Íris Jensen í versluninni Innréttingar og tæki þegar hún er spurð um hvað sé vinsælast hjá fólki sem er að endurnýja baðherbergi. Íris á og rekur Innréttingar og tæki ásamt eiginmanni sínum, Grétari Þór Grétarssyni. Fyrirtækið hefur alltaf verið fjölskyldufyrirtæki. Það var stofnað árið 1946 og hefur verið rekið á sömu kennitölu allar götur síðan. Fyrr á árum var Innréttingar og tæki heildsala en síðustu 23 árin hefur það sérhæft sig í sölu á vörum fyrir baðhergi. Hvaða vörur eru vinsælastar hjá ykkur? „Gala hreinlætistækin frá Spáni hafa verið seld lengi hér og notið mikilla vinsælda. Við erum mjög stolt af þessum vörum sem eru spænskt handverk og eru enn framleiddar á Spáni, öfugt við marga aðra framleiðendur sem fluttu sig um set eftir að kreppan skall á þar. Gala býður upp á allt í baðherbergin, bæði blöndunartæki og innréttingar.“ Íris segir að Innréttingar og tæki sé sérvörubúð í evrópskum stíl. Hún sé ekki stórmarkaður eins og tíðkist í Ameríku. „En fólk getur samt komið og keypt allt inn á baðherbergið og fengið afhent samstundis. Við erum með allt á lager.“

Allar vörur á lager Í fjölskyldufyrirtækinu Innréttingar og tæki er frábært úrval af vörum fyrir baðherbergi, meðal annars frá spænska framleiðandanum Gala. Mynd | Hari

Íris Jensen

Sex sniðugar og skemmtilegar geymsluleiðir fyrir baðherbergið

4

1

Settu skrautsand, kaffibaunir eða perlur í sæta blómavasa og stingdu förðunarburstunum ofan í.

Gala hreinlætistækin frá Spáni hafa verið seld lengi hér og notið mikilla vinsælda. Við erum mjög stolt af þessum vörum sem eru spænskt handverk og eru enn framleiddar á Spáni

Mikil prýði getur verið af litríkum naglalökkum og þess vegna sniðugt að stilla þeim upp á fallegum kökudiski eða setja þau í kökukrús.

Svona innréttarðu lítið baðherbergi Þegar kemur að litlu rými skiptir notagildi hluta öllu máli Að innrétta lítið baðherbergi þannig að hver einasti fersentimetri nýtist sem best og að rýmið sé jafnframt smekklegt, kann hljóma eins og erfið áskorun. Einhverjum gæti jafnvel þótt þetta alveg vonlaust verkefni. En það er alls ekki raunin. Að innrétta lítið baðherbergi á smekklegan hátt krefst vissulega útsjónarsemi og ekki spillir gott hugmyndaflug fyrir. Þegar hafist er handa er fernt sem gott er að hafa í huga.

Settu upp hillur

5

2

Notaðu smekklega tímaritahirslu undir raftæki á borð við krullujárn, sléttujárn og rakvélina.

Akrýlbox af öllum stærðum og gerðum spara pláss og taka sig vel út inni á hvaða baðherbergi sem er. Slík box eru fáanleg til dæmis í Ikea og Rúmfatalagernum.

3

Ef þú notar mikið magn af hárvörum getur þú sparað talsvert pláss með því að koma brúsunum fyrir í litlum vínrekka.

Ekki reyna að koma fyrir lokuðum skápum á litlu baðherbergi. Það verður bara til þess að minnka rýmið enn frekar. Notaðu frekar hillur og leyfðu fallegum og litríkum handklæðum að njóta sín. Þetta gefur baðherberginu karakter og hlýleika. Háar stigahillur sem ná alveg niður í gólf eru til að mynda skemmtileg lausn. Að koma bastkörfum fyrir undir vaskinum og rúlla handklæðum fallega upp kemur líka vel út og nýting á plássi verður mjög góð.

Hugsaðu um notagildi

6

Krukkur, krukkur, krukkur. Það virðist ætla að vera áfram í tísku að setja hitt og þetta í glerkrukkur. Þær má nýta undir eyrnapinnana, bómullina og hágreiðurnar, svo eitthvað sé nefnt. Það má líka dunda sér við að skreyta krukkurnar skemmtilega áður en þeim er stillt upp.

Notagildi er algjört lykilatriði þegar kemur að því að innrétta lítið baðherbergi. Of margir hlutir sem hafa engan tilgang geta valdið því að baðherbergið virðist ofhlaðið og það skapar óþarfa óreiðu. Hver hlutur skal hafa tilgang. Burt með alla óþarfa skrautmuni. Ef þú vilt ekki að persónlegir munir séu sjáanlegir á baðherberginu er um að gera að hafa hillurnar hátt uppi eða einfaldlega setja þá í lokuð box.

Litirnir mikilvægir Gott er að hafa í huga að nota ljósa liti til að rýmið virðist stærra. Svo er um að gera að lífga upp á með litríkum hlutum; handklæðum, hirslum, speglum og mottum.

Málaðu í ljósum lit

Áður en þú hefst handa við að mála skaltu hafa í huga að ljósir litir láta baðherbergið virka stærra og bjartara. Hvíti líturinn er alltaf sá litur sem við tengjum við hreinleika og það er skynsamlegt að nota hann á lítil rými. En það er alltaf hægt að leika sér með áferð og mynstur þó litirnir séu ljósir og auka þannig dýptina.

Notaðu litríka hluti

Ef veggirnir á baðherberginu eru í ljósum hlutlausum litum er um að gera að lífga aðeins upp á rýmið með litríkum handklæðum eða sápum. Þá er líka skemmtilegt að hafa hillur og spegla í sterkum litum. Það gefur baðherberginu skemmtilegan svip.


…heimili og hönnun kynningar

17 | amk… LAUGARDAGUR 7. mAí 2016

Seljum harðparket sem endist Harðviðarval hefur selt Quickstep, belgískt gæðaparket, í yfir tuttugu ár sem viðskiptavinir kunna vel að meta Unnið í samstarfi við Harðviðarval

F

ólk vill hafa svolítið bjart hjá sér. Það hefur smám saman verið að birta til. Fólk vill greinilega að gólf­ efnin lífgi upp á rýmið,“ segir Egg­ ert Gottskálksson, framkvæmda­ stjóri Harðviðarvals, þegar hann er spurður út í nýjustu strauma og stefnur í vali á parketum. Eggert segir að hvíttað eikar­ parket njóti mikilla vinsælda um þessar mundir. „Fólk er mikið að taka gráhvíttað eða brúnhvíttað parket. Þetta er mikið að færast út í þessa gráhvíttuðu tóna,“ segir hann. Eggert segir að harðparket njóti mikilla vinsælda enda bjóði Harð­ viðarval upp á harðparket í háum gæðaflokki. „Okkar vörur koma frá Quick­Step í Belgíu. Þetta er vatnsvarið parket með mikið rispuþol og höggþol. Við höfum selt vörur frá Quick­Step í yfir 20 ár við góðan orðstír. Þetta parket er víða á íslenskum heimilum og við höfum fundið fyrir því að fólk er ánægt með gæðin. Það kemur aftur og vill kaupa þetta parket.“ Eggert segir að í Harðviðar­ vali fáist ekki bara parketið sjálft heldur einnig öll fylgiefni og annað sem þarf. „Við erum með heildarlausnina, fólk fær allt hér og þarf ekki að fara neitt annað.“ Í Harðviðarvali er fjölbreytt vöruúrval. Eggert framkvæmda­ stjóri segir að auk harðparkets séu aðrar tegundir parkets fáan­ legar og sitthvað fleira. „Við erum með heildarlausnir í viðarparketi, flísum og innihurðum. Þá erum við mikið í teppum og bjóðum upp á línoleumdúka og vínylgólfdúka. Breiddin er til staðar og hér á fólk að geta fundið það sem það er að leita að ef það kemur í heimsókn.“ Harðviðarval var stofnað árið 1978 og hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Eggert hefur starfað hjá fyrirtækinu um árabil og hann kveðst skynja að viðskiptavinir geri kröfur um gæði og þjónustu. „Fólk er að spá í endinguna og endursöluverð og þar erum við mjög góð. Við erum að selja vörur sem endast og leggjum upp úr því að fólk fái þær lausnir sem það er að leita að.“

Þekkir kröfurnar Eggert Gottskálksson, framkvæmdastjóri Harðviðarvals, hefur starfað í versluninni um árabil og þekkir vel kröfur viðskiptavina. Mynd | Rut

Breiddin er til staðar og hér á fólk að geta fundið það sem það er að leita að ef það kemur í heimsókn. Eggert Gottskálksson Framkvæmdastjóri Harðviðarvals


…heilabrot

18 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Sudoku miðlungs 7 3 6

Krossgátan 6

292

VINGSA

2 3 1 2 5 7 4 8 9 1 6 2 1 5 1 7 8 3 5 2 6

mynd: SofteiS (CC By-SA 3.0)

9 3 7 4 3

7 8

5 2 3

BREKKA

B B R A T S T M Ú I S T U N G N Æ A R G L A G A U S F S V O T A R R M A H A L A U

0<1' -(5=< 23,2à$ && %< 6$

NIÐURFELLING

STEINBOGI

SPENDÝR

ALGENGUR SKINNAVERKUN

VARA

V E S T R A R Æ S T O S K K R Ó S

VEFENGJA HÖGG

TVEIR EINS

TIGNA

UPPNÁMS

MÁLMUR

SKJÖN

KRAFS

STERKA

RJÚKA

SÝKN

A F U R Ð

B L A Ð RÍSA HÆTTA

L I I N I N A Á L Ó A M S A A K

BLÓÐSUGA TVEIR

NEITUN ÁMÆLA

MUNDA

FYRIRHÖFN

STÓLPI

SJÚKDÓMUR

GJÁLFRA FÆÐA

SÆLA GÓL

FLOKKAÐ

ÓBUNDIÐ

TUNGUMÁL ÁLIT

ÞEI

MÓT

SUÐA

UPPHRÓPUN

GÓÐ LYKT

TVÍHLJÓÐI

FUGL

SKADDAST

HLJÓTA

S R O T T F Ú K R E P I Ú R Í Ð U R A U R A P Ú Ð G U T L A U N F L F A Ú L A Ð A Ð U U H Í R S K A S A L L A R Ó L Ú I I E L L A I L M U R N A L A S V I S

GJALDMIÐILL

AFKVÆMI

STYKKI

TRYGGUR

HELDUR BROTT

MERJA SVELG

LAGFÆRING

ÖRVERPI

YFIRSTÉTT

ENGI

ÓSÆTTI

IM

SPRENGIEFNI VELLÍÐAN

BEIKON ROTNA

ELDHÚSÁHALD

FIÐUR SKÁI

TVEIR EINS

PÚSTRAR

KÆLA

NÖGL

SAMTALS VEFJA

ÖÐRUVÍSI ANGAN

MERGÐ

SLÆMA

SAMSKONAR

FLÓN

GUMS FLAN

LJÓSKER

HRÖRNA

ÁVÖXTUR

TALA SKORA DREIFA

ÞEFJA SAMTÖK

FUGL

ÓFAGUR

DUGLAUS

Í RÖÐ

SKRÁ

GLÖTUN

SMÁGREIN

MÆLIEINING

KAPPSAMT

TVÖ ÞÚSUND

SKÆR

GLYRNA

ÁNA

MELTINGARVÖKVI

FRÆGÐ

BLÖÐRU

ÁBURÐUR

DÚTLA

LOKA

FESTA

ÁFENGISBLANDA

SKREF

Í RÖÐ

BÓKSTAFUR

RÁNDÝR

TANGI

MÓHRAUKUR

VIÐLAG

MATREIÐA

GAP

L A L L M J A B Ó T T U K U R U R S E S K D N A D Ú N A R K A A S Í K T L L A L A P P P M P I N A

SKOKK

FARFI

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net

PLANTA

MAKA

NÝR

Lausn síðustu krossgátu

ÖRK

STÖKUM

NAFNORÐ

4 6

291

FÍFLAST

UXI

SVIF

TVEIR EINS

7 9 5

BÁRU AÐ

VEIKI

KIPRA

9 5 1 3

STEINTEGUND

ÞAKBRÚN

1 6 1

HYLLI

FÓTÞURKAN

TVEIR EINS

LÍN

4

EINS

TILBÚNINGUR

Sudoku þung 8

LASLEIKI

GYLTU

LÖGUR

HÁTTUR

DRYKKJARÍLÁT

SÍTT

FRÚ

ÞUNGI

FRÉTTA

ERTA

MUNNVATN

VIÐARTEGUND

HEILAN

FISKUR

ÁHLAUP

FRÁRENNSLI

HNAPPA

SKST. KOPAR

UMRÓT

HNOÐAÐ

RAKI

MERGÐ

ÚT

MUN

BÝFUR

KVK NAFN

ÓNÆÐI

LEIÐSLA

GRUNNFLÖTUR

LIÐORMUR

BLUNDA

STEFNA

FLANDUR

ÁLITINN

SAMKOMA

PÍPA

KYRRA

MÁLMUR

GILDRA

HVORT

TÍMABIL

SAMTÖK ALUR

BANKA

TITTUR

KERALD

DRYKKUR

TVEIR EINS Í RÖÐ

AFGANGAR

BRJÓST

FÆDDI

FASTA STÆRÐ



…sjónvarp

20 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Vafrað um eyðibýli

Greta Salóme keppir í Svíþjóð RÚV Eurovision þriðjudaginn klukkan 19. Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision sem haldið er í Stokkhólmi í Svíþjóð. Greta Salóme er fulltrúi Íslands og stígur á svið þetta kvöld. Kynnir er Gísli Marteinn Baldursson.

Vetrakjólar með ermum

KlassísKir gæða fraKKar, Facebook/laxdal.is

GLÆSIKJÓLAR

Skoðið laxdal.is/kjolar •

facebook.com/bernhard laxdal

iminn. is www.f rettat tatimin n.is ritstjor n@fret rettatim inn.is auglysi ngar@f

7. árgang ur 14. tölubla ð apríl 2016 • 8. apríl–10. Helga rblað

n

Panama-skjöli

n Sven Bergma Illnauðsynleg u aðferð í viðtalin

u r í Vestur-Evróp 332 ráðherra skir þar af 3 íslen 4 í skattaskjóli

Ris og fall Sigmundar tta, Upp eins og rake prik niður eins og

RÚV Eyðibýli sunnudag klukkan 20.45. Ný þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal.

Sean Penn í Óskarsverðlaunamynd

RÚV Milk laugardaginn klukkan 23.35. Óskarsverðlaunamyndin Milk er byggð á sannsögulegum heimildum um Harvey Milk og réttindabaráttu hans í þágu samkynhneigðra. Milk braut blað í sögunni þegar hann náði opinberu kjöri, fyrstur samkynhneigðra í Kalíforníu.

Hulu Difficult People. Drepfyndnir gamanþættir um Julie og Billy sem eru að reyna að koma sér á framfæri sem grínistar í New York. Þau eru bestu vinir og snillingar í að koma sér í vandræði og hata flest alla í lífi sínu nema hvort annað.

Laugardagur 07.05.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.30 Bækur og staðir 10.35 Útsvar e. 11.40 Í garðinum Gurrý e. 12.10 Menningin (34:50) 12.35 Baráttan er líf mitt: Nelson Mandela e. 13.20 Sætt og gott e. 13.40 Paradísarfuglar e. 14.35 Íslensku björgunarsv. e. 15.20 Leiðin til Frakklands e. 15.50 Úrslitak. kvk í handb. b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (125:300) 17.56 Háværa ljónið Urri 18.05 Krakkafréttir vikunnar 18.25 Íþróttaafrek Íslend. e. 18.54 Lottó (37:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Alla leið (5:5) 21.05 Mapp og Lucia (3:3) Þáttaröð frá BBC, í þremur hlutum, um Mapp og Luciu sem elda saman grátt silfur í strandbænum Tilling. Lucia, sem er nýorðin ekkja, leigir hús Mapp og dvelur þar sumarlangt með Georgie vinkonu sinni. Þær verða fljótt áberandi í bæjarlífinu, Mapp til mikillar gremju. 22.00 An Accidental Soldier Hjartnæm ástarsaga. Óframfærinn hermaður flýr vesturvígstöðvarnar í fyrri heimstyrjöld. Á flóttanum leitar hann húsaskjóls hjá franskri konu sem hefur bæði misst mann sinn og son í stríðinu. Samband þeirra veitir þeim von á átakatímum. 23.35 Milk Óskarsverðlaunamynd byggð á sannsögulegum heimildum um Harvey Milk og réttindabaráttu hans í þágu samkynhneigðra. Milk braut blað í sögunni þegar hann náði opinberu kjöri, fyrstur samkynhneigðra í Kalíforníu. Aðalhlutverk: Sean Penn, Josh Brolin og Emile Hirsch. Leikstjóri: Gus Van Sant. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (61)

Bless 18

Snillingar í að koma sér í vandræði

Sunnudagur 08.05.16

skjár 1

rúv

10:35 Dr. Phil 11:55 The Tonight Show 13:55 The Voice (19:26) 15:25 Survivor (10:15) 16:10 My Kitchen Rules 16:55 Top Gear (2:8) 17:45 Black-ish (16:24) 18:10 Saga Evrópumótsins 19:05 Difficult People (4:8) 19:30 Life Unexpected (5:13) 20:15 The Voice (20:26) 21:00 Blue Crush Mynd sem fjallar um brimbrettastelpur sem hræðast ekkert, nema kannski ástina. 22:45 The Raven Spennumynd með John Cusack í aðalhlutverki. Morðingi notar aðferðir úr skáldsögum Edgar Allan Poe sem innblástur í voðaverkum sínum þarf lögreglan að fá skáldið til að hjálpa sér að sjá við honum. Myndin er frá 2012. Stranglega bönnuð börnum. 00:35 Mama Hrollvekjandi spennumynd. Stranglega bönnuð börnum. 02:15 Law & Order: UK (3:8) 03:00 CSI (11:18) 03:45 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Skúrinn 20:30 Mannamál 21:00 Bankað upp á 21:30 Ég bara spyr 22:00 Skúrinn (e) 22:30 Mannamál (e) 23:00 Bankað upp á (e) 23:30 Ég bara spyr (e)

N4 19:00 Milli himins og jarðar(e) 19:30 Orka landsins 2(e) 20:00 Milli himins og jarðar(e) 20:30 Föstudagsþáttur 21:30 Íslendingasögur 22:00 Að vestan 22:30 Hvítir mávar 23:00 Mótorhaus (e)

07.00 KrakkaRÚV 10.10 Bækur og staðir 10.15 Alla leið (5:5) e. 11.20 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónva. 11.35 Dýrleg vinátta e. 12.30 Attenb. og Björk e. 13.20 Hreint hjarta e. 14.25 Afmælistónleikar ASÍ e. 15.30 Sætt og gott e. 15.50 Úrslitak. kk í handb. b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (126:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna 18.00 Stundin okkar (6:22) e. 18.25 Basl er búskapur (8:11) 19.00 Fréttir, íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.15 Eurovisionfararnir 2016 20.45 Eyðibýli (1:6) Ný þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson. 21.25 Svikamylla (9:10) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 22.25 Einn á báti (A Single Man) Margverðlaunuð kvikmynd með Colin Firth og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Enskukennari missir félaga sinn til sextán ára á sviplegan hátt. Sorgin eftir missinn leiðir hann út á ystu nöf. Leikstjóri: Tom Ford. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.05 Útvarpsfréttir

skjár 1 10:35 Dr. Phil 12:35 The Tonight Show 13:55 The Voice (20:26) 14:40 Vexed (1:6) 15:30 Growing Up Fisher 15:50 Philly (18:22)

16:35 Reign (22:22) 17:20 Parenthood (8:22) 18:05 Stjörnurnar á EM 2016 18:35 Leiðin á EM 2016 (9:12) 19:05 Parks & Recreation 19:25 Top Gear: The Races 20:15 Scorpion (21:25) 21:00 L&Order: SVU 21:45 The Family (4:12) Drengur sem hvarf sporlaust fyrir áratug snýr óvænt aftur til fjölskyldu sinnar. Mamma hans var að stíga sín fyrstu spor í stjórnmálum þegar sonurinn hvarf en er núna orðin borgarstjóri. Allir í fjölskyldunni eiga sín leyndarmál og það eru ekki allir sannfærðir um að unglingurinn sem snéri tilbaka sé sá sem hann segist vera. 22:30 American Crime (4:10) 23:15 The Walking Dead 00:00 Hawaii Five-0 (21:25) 00:45 Limitless (4:22) 01:30 Law & Order: SVU 02:15 The Family (4:12) 03:00 American Crime (4:10) 03:45 The Walking Dead 04:30 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Þjóðbraut á sunnudegi

N4 15:30 Íslendingasögur 16:00 Að vestan 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus (e) 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Orka landsins 1(e) 19:00 Milli himins og jarðar(e) 19:30 Orka landsins 2(e) 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Föstudagsþáttur 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Íslendingasögur 22:00 Skeifnasprettur

in 10

Spilltasta þjóð

amaðurinn 8

Sænski blað

m felldi Maðurinn se herra forsætisráð

þ v o t tav é l a r - þ u r r k a r a r - u p p þ v o t tav é l a r

r a g a d a t t o v Þ 25% Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − turvelli pönkari á Aus Mannlíf 62

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta grafa aðferðin er að holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og

Viðhald húsa

FRÉTTATÍMINN

apríl 2016 Helgin 8.–10. www.frettatiminn.is

kostnaðarminna.

17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, hjá Áltaki. verkfræðingur

ið Húsið var herset af köngulóm sér hús á Selfossi hennar keyptu og heilum og eiginmaður myglusveppi dag. Auk Auður Ottesen þurftu að vinna bug á húsi í eftir hrun. Þau en eru ánægð í endurbættu og nú eru þau andlitslyftingu her af köngulóm garðurinn fengið hússins hefur í gegn. 8 að taka bílskúrinn

Mynd | Páll Jökull

Fjárfesting sem steinliggur

Pétursson

Sérblað

9

Smiðjuvegi 870 Vík

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir

20 YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Minna mál með

Berghólabraut 230 Reykjanesbær

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

4 400 400 4 400 600 4 400 630 4 400 573 í síma og láttu Hafðu samband aðstoða þig sérfræðinga okkarlausnina. við að finna réttu

ndinu

la fyrir heimilin í is

Mynd | Hari

Jóhannes Kr.

Kristjánsson

28

Apple tæki frá 10 heppnir sem versla miða á Justin Bieber. 1. mars til 15. maí vinna

Sérverslun

með Apple vörur

urnar Mac skólabæk nglunni fást í iStore Kri MacBook Air

www.sagamedica.

Retina 13" MacBook Pro og léttri hönnun Alvöru hraði í nettri Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.

13"

Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

KRING LUNN I

ISTOR E.IS

Frá 199.990 kr.

UmBOÐsmENN Um aLLT LaND

LágmúLa 8 · sími 530 2800


…sjónvarp

21 | amk… LAUGARDAGUR 7.MAÍ 2016

Álag að þurfa að ná öllum þáttum í seríum Sófakar taflan Sverrir Bollason Verkfræðingur – situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar

Spenna, drama, kynlíf og ráðgátur Netflix How To Get Away With Murder. Ef þú hefur haft gaman af léttmeti eins og Grey’s Anatomy, Scandal og fleiri þáttum ættirðu að hafa gaman að How To Get Away With Murder. Aðalsöguhetja þáttanna, Annalise Keating, er kennari í lagadeild í háskóla í Bandaríkjunum og lætur hún sína bestu nemendur leysa með sér alvöru glæpi. Þetta er ágætlega heppnuð blanda af spennu, drama, kynlífi og ráðgátum. Getur ekki klikkað.

Blikar í heimsókn í Árbænum

„Ef ég er á þönum allan daginn er ekki ólíklegt að ég hlunkist í sófann til að rifja upp hvað á gekk á twitter yfir daginn. Ég fæ stundum ákúrur fyrir símnotkun yfir sameiginlegu sjónvarpsglápi fjölskyldunnar. Beinar útsendingar hafa öðlast svolítið skemmtilega nýja vídd með tilkomu twitter. Hlakka til að horfa á Eurovision með twitter fam. Fjölskyldan er að vinna sig gegnum Harry Potter myndirnar á sínum vikulegu bíókvöldum en það höfðar

svolítið takmarkað til mín. Ég er meira fyrir vísindaskáldskap en ævintýramyndir. Mér finnst frábært hvað sjónvarpsþættir eru orðnir góðir en mér finnst svolítið álag að þurfa að ná öllum þáttum í löngum framhaldsseríum. Ég reyni að ná Bedrag, House of Cards (sem ég sá reyndar bresku útgáfuna af fyrir nokkrum árum) og Ligeglad en Elementary er líka í miklu uppáhaldi. Í veikindum í mars raðhorfði ég Narcos og bíð yfirspenntur efir nýrri seríu. Sófinn er líka svolítið notaður til að lesa. Mitt fag, skipulagsmálin, er líka mitt helsta áhugamál svo tímarit, bækur og vefrit tileinkuð þeim

Sítengdur Sverrir Bollason fær stundum ákúrur fyrir símnotkun yfir sameiginlegu sjónvarpsglápi fjölskyldunnar. Mynd | Rut

viðfangsefnum eru oft uppi við. Ég tók síðasta sumar og fram á haustið að lesa gegnum 1Q84 eftir Haruki Murakami sem var ánægjulegt en kannski nokkuð endasleppt. Ég var

líka að hefja endurlestur á Blue Ant seríunni hans William Gibson. Ég tek gjarnan við uppástungum að góðu lestrarverkefni í sumar á @sverrirbo.“

EINKENNISKLÆÐNAÐUR

Stöð 2 Sport Fylkir – Breiðablik sunnudaginn klukkan 19.15. Fylkir og Breiðablik mætast í annarri umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og vilja komast á réttan kjöl.

Úrslitastund í Survivor CBS Survivor: Kaôh Rong Þetta er þrítugasta og önnur þáttaröðin af þessum vinsælu raunveruleikaþáttum sem eiga sér traustan aðdáendahóp hér á landi. Þáttaröðin var tekin upp í Kambódíu og þykir ein af þeim bestu frá upphafi. Úrslitin ráðast nú í maí.

Páll stýrir Sprengisandi

Bylgjan Sprengisandur sunnudaginn klukkan 10. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, hefur tekið við stjórnartaumunum á Sprengisandi eftir að Sigurjón M. Egilsson færði sig yfir á Hringbraut. Þetta er fyrsti þáttur hans.

Uppgjör bræðra Bíó Paradís The Ardennes. Verðlaunamynd frá Toronto-hátíðinni í fyrra. Hér segir af tveimur bræðrum, annar er nýlaus úr fangelsi og hinn vill gjarnan snúa við blaðinu, og fyrrverandi kærustu þess fyrrnefnda. Úr verður rosalegur ástarþríhyrningur og uppgjör milli bræðranna.

„Ekki sætta þig við staðlaðan svartan, hvítan eða bláan lit. Með Skyrtu eru möguleikarnir nánast óteljandi.“ WWW.SKYRTA.IS · MYSKYRTA@SKYRTA.IS · LAUGAVEGUR 49, BAKATIL


…fólk

22 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Aron Can með umboðsmann Ungi tónlistarmaðurinn Aron Can hefur slegið í gegn með lögunum Þekkir stráginn og Enginn mórall. Myndband sem frumsýnt var á dögunum hefur farið víða og hlustunarpartí á Prikinu var vel sótt. Aron Can er nú kominn með umboðsmann og ætlar greinilega að vera við öllu búinn á næstunni. Það er Óli Tjé sem hefur tekið að sér starf umboðsmanns Arons. Óli heitir réttu nafni Ólafur Thors og fer mikinn á Twitter undir nafninu @olitje. Hann starfar á daginn hjá Plain Vanilla og var á árum áður maðurinn á bakvið Flickmylifevefinn vinsæla.

Kokkur á einu vinsælasta kaffihúsi Berlínar Freyr Ævarsson töfrar fram dýrindis rétti fyrir listunnendur Íslenskur matreiðslumaður, Freyr Ævarsson, sér nú um nýjan kvöldmatseðil á einu vinsælasta kaffihúsi listunnenda í Berlín. Um er að ræða kaffistofuna á arkin Staðurin tektastofu David id av D at e n Kanti Chipperfield sem d el fi Chipper nefnist Kantine. e 11 Joachimstrasste Upphaflega var it -M Berlin kaffistofan hugsuð fyrir starfsfólk arkitektastofunnar en fljótlega fór listaelíta borgarinnar að venja komur sínar þangað og vinsældirnar jukust jafnt og þétt. Nú er staðan orðin þannig að

starfsfólkið fær varla borð í hádeginu nema panta það fyrirfram. Fram að þessu hefur staðurinn eingöngu boðið upp á morgunog hádegismat, en á kvöldin hafa verið þar kokteilboð vegna opnana listsýninga. Nú er hins vegar að verða breyting á og staðurinn hefur kynnt til sögunnar Kantine Klub Dinner, til að anna gríðarlegri eftirspurn. Á kvöldin munu matar- og listunnendur geta komið saman á kaffistofunni í góðra vina hópi, en boðið verður upp á þriggja rétta matseðil sem Freyr Ævarsson hefur töfrað fram. Þá verður einnig boðið upp á bröns um helgar. Gerir upp Sigríður Elva eyðir öllum lausum stundum í að gera upp flugvél á Reykjavíkurflugvelli.

EYSTRARSALTIÐ Eistland, Lettland og Litháen

Mynd | Hari

3ja landa sýn 2.-9. júlí Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen. Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp, kynnumst fallegri náttúru og heimamönnum.

Listflug er gott fyrir geðheilsuna og útlitið

239.900 kr

Verð per mann í 2ja manna herbergi

Innifalið er: flug skattar, hótel með morgunmat, öll keyrsla og skoðunarferðir, þá er islenskur fararstjóri og aðgangur skv ferðalysingu. WWW.TRANSATLANTIC.IS

Sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir var rekin af Stöð 2 og ákvað í kjölfarið að gera bara það sem henni finnst skemmtilegt. Nú smíðar hún listflugvél, lærir að fljúga henni og segir að það sé allra meina bót að sitja í pínulítilli rellu og snúast í hringi í háloftunum. SÍMI: 588 8900

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04

-

19

Október

2016

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Óskar Hrafn Þorvldsson oskar@amk.is

E

ftir að mér var sagt upp á Stöð 2 tók ég ákvörðun um að gera helst ekkert sem mér finnst leiðinlegt, vinna bara nákvæmlega eins lítið og ég þarf og leika mér þeim mun meira,“ segir sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem eyðir nú flestum stundum úti á flugvelli þar sem hún smíðar, ásamt félögum sínum, listflugvél og lærir að fljúga henni. Það er ekki vinna sem slík og því „þarf“ hún að eigin sögn að vinna nokkra daga í mánuði sem leiðsögumaður. „Ég fer nokkra túra með ferðamenn og nýti mér síðan tengslanet mitt í jaðaríþróttum til að hjálpa til að mynda með kvikmyndagerðarmönnum sem koma hingað til að taka upp þætti og myndir.“ En það er listflugið sem á hug hennar allan og hún bókstaflega lifnar við þegar talið berst að því. „Ég gæti nú eiginlega skrifað sjálfshjálparbók um þetta undur. Listflugið er nefnilega ekki bara gott fyrir geðheilsuna heldur gerir líka stórkostlega hluti fyrir útlitið,“ segir Sigríður Elva og hlær. Hún viðurkennir fúslega að vera adrenalínsjúklingur og að listflugið uppfylli þörf hennar fyrir háska og hættu. Eins og sakir standa eru hún og félagar hennar að smíða Pitts listflugvél. Verið er að leggja lokahönd á vængina og síðan verður byrjað á skrokknum. „Þetta er í það minnsta tveggja ára verkefni og síðan þarf ég víst að læra að

fljúga þessu. Reyndar stefnir allt í að ég verði fyrsti próflausi heimsmeistarinn í listflugi. Ég er frábær í að fljúga á hvolfi en ég kann ekki að lenda. Flugkennarinn minn segir mér þó að hafa ekki áhyggjur af því þar sem þessar vélar lenda alltaf á endanum,“ segir Sigríður Elva sem í millitíðinni flýgur um háloftin á annarri vél sömu gerðar. Og þótt verið sé að smíða eina vél þá er líka unnið í vélinni sem flogið er á í dag. „Dvergurinn ég næ ekki niður á pedalana með fallhlíf á bakinu eins og vélin er í dag. Það er víst bæði æskilegt að vera með fallhlíf og ná niður á pedalana þegar maður flýgur svo við þurftum að smíða nýtt sætisbak í hana með ramma til að skorða fallhlífina. Þá verð ég alveg til fyrirmyndar í vélinni, með fallhlíf og næ niður á pedalana,“ segir Sigríður Elva.

Andlitsfegurð Sigríður Elva segir flugið draga fram fegurðina í andlitinu.

„Ég næ ekki niður á ð pedalana me fallhlíf á bakinu.“

Ég hef aldrei verið jafn hrædd og þegar… …ég keyrði á sirka 300 ára gömlum jeppa með kornungum, spólgröðum heimamanni sem dreymdi um að vera Formúlu 1-ökumaður á mjög þröngum fjallvegi í Nepal. Þetta voru einbreiðir vegir, skafnir út úr fjallshlíðinni og fallhæðin var 300 til 400 metrar á köflum. Þarna langaði mig til að vera með fallhlíf. Ég fæ í magann af því að hugsa um þetta.



1300 börn mættu í prufu fyrir Bláa hnöttinn í Borgar-

leikhúsinu og nú er búið að velja 22 krakka sem munu leika í sýningunni. Tvenn systkini enduðu í lokahópnum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir og frumsýning er í september.

alla föstudaga og laugardaga

Arnaldur tilnefndur til virtra verðlauna Spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason er tilnefndur til hinna virtu The European Crime Fiction Star Award, eða Ripperverðlaunanna. Þetta eru virtustu glæpasagnaverðlaun í Evrópu en þau eru veitt á tveggja ára fresti á alþjóðlegri glæpasagnahátíð, Mord am Hellweg. Auk Arnaldar eru tilnefnd þau Jo Nesbø, Sebastian Fitzek og Ingrid Noll. Sigurvegarinn verður kynntur á hátíðinni á næsta ári og hlýtur hann að launum um eina og hálfa milljón króna. Athygli vekur að meðal þeirra sem sátu í valnefnd fyrir verðlaunin var Yrsa Sigurðardóttir sem háð hefur harða baráttu við Arnald um hylli íslenskra glæpasagnaunnenda.

Brúðkaupsbardagi aldarinnar hjá Kardashian-klaninu Kardashian-klanið notar allar, og þá meina ég allar, aðferðir í bókinni til að vekja athygli á sér. Nýjasta ævintýrið úr herbúðum fjölskyldunnar er brúðkaupsbardagi sem kalla mætti brúðkaupsbardaga aldarinnar svona í ljósi þess að frekar lítið er um brúkaupsbardaga í heiminum þessi misserin. Bardaginn er á milli hinnar 18 ára gömlu þokkadísar Kylie Jenner, einnar af Kardashian-systrunum, sem ætlar að ganga í það heilaga með kærasta sínum Tyga og smá-

Blac Chyna

stirnisins Blac Chyna sem ætlar galvösk upp að altarinu með Rob Kardashian, eina Kardashian-bróðurnum. Kylie ætlar sér að halda flottara brúðkaup en fröken Chyna og er byrjuð að njósna um undirbúninginn hjá Chyna. Til að flækja málin enn frekar er Blac Chyna barnsmóðir blessaðs Tyga og þau víst í þokkalegu sambandi. Sem gerir það að verkum að allt sem Kylie Jenner veit, veit Blac Chyna. Spennið beltin því þessi brúðkaupsbardagi er enn í fyrstu lotu.

Kylie Jenner

Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air.

Nú í Dorma

Popparar að komast í sumarfíling Logi Pedro og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson vinna nú að næstu plötu sveitarinnar. Sveitin ætlar greinilega að láta til sín taka í sumar og er að leggja lokahönd á eitt stykki sumarsmell. „Sit í stúdíóinu með Styrmi. Það er verið að mixa næsta Retro Stefson lag. Sturlað lag. Búið að skjóta vídjó,“ segir Logi. Gömlu mennirnir í Quarashi ætla sömuleiðis að vera virkir í sumar. Þeir hafa boðað komu sína á Þjóðhátíð og hafa af þeim sökum tekið upp nýtt lag. Myndband verður tekið upp í næstu viku og það eru þeir Gunni & Sammi sem leikstýra.

Margrét hættir á Stöð 2 Sjónvarpskonan Margrét Maack hefur sagt upp störfum á Stöð 2 og hættir í Íslandi í dag um næstu mánaðamót. Innkoma Margrétar var eins og ferskur andvari í þáttinn síðasta haust og því hlýtur uppsögnin að koma eins og reiðarslag fyrir stjórnendur 365. Mun Margrét hafa verið ósátt við stöðu sína í fyrirtækinu og taldi vinnu sína ekki nógu vel metna af yfirmönnum.

Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Trusted by millions since 1926.

Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmaframleiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. • Fimm svæðaskipt poka­ gormakerfi

• Silkiblandað bómullar­ áklæði

• Tvöfalt gormakerfi

• Steyptur svampur í köntum

• Hægindalag í yfirdýnu

• Sterkur botn

Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr.

Aukahlutir á mynd: Náttborð og smávara

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm

Aðeins 209.925 kr.

Mikið úrval af hægindastólum á góðu verði

25%

TUCSON POWER hægindastóll rafdrifinn

TUCSON hægindastóll

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:104 cm.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:104 cm.

Fullt verð: 129.900 kr.

Fullt verð: 99.900 kr.

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Aðeins 97.425 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

25%

Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Aðeins 74.925 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.