frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 51. tölublað 7. árgangur
Föstudagur 02.09.2016 Vinkonur: Önnur fékk hæli, hin ekki Zahra Masbah og Maryam Raísi kynntust í Kringlunni 26
Hátt fall Alequ Hammond Fyrrum vonarstjarna grænlenskra stjórnmála segir af sér í annað sinn
16
ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
8,2X4,7CM.indd 1
2.6.2016 13:09:08
Verður Trump forystumaður öfgahægrimanna um allan heim? Forsetaframboð í leit að markmiði
28
Tvisvar sinnum fleiri deyja af ópíumlyfjum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Lyfjadauði hér líkari því sem þekkist í Bandaríkjunum
6
FÖSTUDAGUR
02.09.16
FRIÐRIK V KOKKAR FYRIR STJÖRNURNAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
KATRÍN ÝR Paulo Macchiarini er sakaður um að hafa framkvæmt plastbarkaaðgerðir sem voru vísindalega vafasamar.
Oscar Simonsson var meðal þeirra sem ljóstruðu upp um hneykslismál Paulo Macchiarinis.
Tómas Guðbjartsson sendi fyrsta sjúklinginn sem fékk plastbarka frá Íslandi til Svíþjóðar árið 2011.
Uppljóstrari líkir plastbarkaaðgerðum við tilraunir nasista Einn af uppljóstrurunum í plastbarkamálinu, Oscar Simonsson, segir það hafi verið erfitt að vinna á Karolinska-sjúkrahúsinu eftir að hafa komið upp um að aðgerðir Paulo Macchiarinis voru vísindalega og siðferðilega vafasamar. Málið teygir sig til Íslands og má segja að það hefjist á Landspítalanum með þeirri ákvörðun að senda sjúkling til Svíþjóðar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur.
„Alveg óháð því í hverju ég hef lent þá er það smávægilegt í samanburði við það sem sjúklingarnir og aðstandendur þeirra þurftu að upplifa,“ segir Oscar Simonsson, brjóstholsskurðlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð, um Macchiarini-málið sem hófst á því árið 2011 að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar vegna krabbameinsæxlis sem hann var með í hálsi. Oscar er einn af fjórum læknum sem störfuðu á Karolinska-sjúkahúsinu í Svíþjóð sem komu upp um málið árið 2014 eftir að hafa rannsakað vísindagreinar Paulo Macchiarinis og sjúkragögn Andemariams og tveggja annarra sjúklinga sem fengu græddan í sig plastbarka. Aðgerðarformið hafði ekki verið
prófað á dýrum og samþykki vísindasiðanefndar fyrir aðgerðunum var ekki til staðar. Í viðtali við Fréttatímann í dag segir Oscar frá því hvernig var að vinna á Karolinska-sjúkrahúsinu eftir að hafa ljóstrað því upp að á spítalanum hefðu farið fram aðgerðir á fólki sem voru óverjandi og hann ræðir hvaða lærdóma megi draga af plastbarkamálinu. Þetta er fyrsta viðtalið sem Oscar Simonsson veitir um plastbarkamálið í fjölmiðlum eftir að það kom upp. Hann líkir plastbarkaðgerðunum við tilraunir nasista í Þýskalandi á fólki á síðustu öld. Á miðvikudaginn skilaði sjálfstæð rannsóknarnefnd Karolinska -sjúkrahússins skýrslu um málið sem var áfellisdómur yfir aðkomu spítalans að plastbarkamál-
Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni
DÚXAÐI Í LÖGREGLU SKÓLANUM
KOMDU SVEFNINUM Í LAG EFTIR SUMARIÐ INGIBJÖRG ELSKAR AÐ UPPGÖTVA NÝJA SJÓNVARPSÞÆTTI
LITRÍKT HAUST FRAMUNDAN Mynd | Hari
inu. Tvær af helstu niðurstöðunum voru þær að plastbarkaaðgerðirnar hefðu í reynd ekki verið læknismeðferðir heldur rannsóknir og að sjúklingarnir þrír sem fengu plastbarkana hefðu ekki verið í bráðri lífshættu. Þá var sagt að Paulo Macchiarini hefði aldrei átt að vera ráðinn til spítalans til að byrja með. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis íhugar nú að rannsaka málið sérstaklega á Íslandi en þrír íslenskir læknar tengjast málinu. Þeir Tómas Guðbjartsson, Óskar Einarsson og Birgir Jakobsson, sem var forstjóri Karolinska-spítalans þegar plastbarkaaðgerðirnar voru gerðar.
Oscar Simonson segir sögu sína Plastbarkamálið
8
MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa
Frá 242.990 kr.
MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn
Sérverslun með Apple vörur
Frá 179.900 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
2|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Björn Ingi og Hreinn ræða viðskipti með Birtíng Fjölmiðlar Fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar hefur stækkað talsvert á liðnum árum og nú standa yfir viðræður að hann komi að tímaritaútgáfunni Birtíngi. Björn Ingi Hrafnsson, eigandi fjölmiðlafyrirtækisins Vefpressunnar, og Hreinn Loftsson, eigandi tímaritaútgáfunnar Birtings, hafa á síðustu vikum átt í viðræðum um hugsanleg viðskipti með tímaritaútgáfuna. Björn Ingi hefur á síðustu árum keypt upp nokkra fjölmiðla eins og Eyjuna, DV sem og Reykja-
vík- og Akureyri vikublað eftir að hafa stofnað vefmiðilinn Pressuna árið 2009. Birtíngur er ein stærsta tímaritaútgáfa Íslands og gefur út blöð eins og Séð og heyrt, Gestgjafann og Vikuna. Hreinn segist hafa rætt við Björn Inga. „Þetta er saga sem er búin að vera í gangi um skeið. En það er engin niðurstaða á borðinu. Ég hef átt í viðræðum við fleiri aðila.“ Hann segir að ástandið sé þannig á fjölmiðlamarkaðnum að það sé ekki óeðlilegt að eigendur fjölmiðlafyrirtækja ræði saman. „Menn eru að leita leiða til hagræðingar og að fara inn á ný svið fjölmiðlunar. En ég er
frekar að leita að samstarfsaðilum en að selja fyrirtækið allt þó ég útiloki ekkert.“ Birtíngur hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu á síðustu árum og segir Hreinn að á síðustu vikum hafi mesti kraftur forsvarsmanna fyrirtækisins farið í viðræður við kröfuhafa félagsins. „Á síðasta ári voru tekjur Birtíngs rúmlega 600 milljónir og hagnaðurinn um 600 þúsund“, segir Hreinn. Félagið var með neikvæða eiginfjárstöðu upp á rúmlega 170 milljónir árið 2013 en staðan lítur betur út núna, að sögn Hreins. Björn Ingi Hrafnsson svaraði ekki
Björn Ingi Hrafnsson hefur keypt upp nokkra fjölmiðla á síðustu árum og virðist alls ekki vera hættur.
fyrirspurn Fréttatímans um viðræðurnar um Birtíng. Fréttatíminn spurði hann einnig um mögulegan
áhuga hans á Fréttablaðinu og Vísi. is. | ifv
Óttast verðlækkun vegna póstnúmers Stjórnmál Sjálfstæðismenn og íbúar í Skerjafirði óttast að póstnúmerið 102 muni lækka fasteignaverð í hverfinu. „Fólk hefur áhyggjur af því að með því að spyrða þetta hverfi saman við önnur nýrri hverfi þá geti það haft áhrif á fasteignaverðið,“ segir Ívar Pálsson, formaður hverfisráðs Skerjafjarðar, en borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær vegna málsins. Til stendur að breyta póstnúmeri Skerjarfjarðar, sem er nú 101, en ef
Skerjafjörður hefur hingað til talist til póstnúmers 101 en verður 102 ef vilji borgarinnar nær fram að ganga.
af breytingunum verður, þá verður póstnúmerið 102. „Ef það á að breyta póstnúmerinu, þá ætti það að vera í 107,“ segir Ívar sem gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. | vg
Ákæra vegna skotárásar í Breiðholti Sakamál Lögregla telur líklegt að þeim sem þekkja tildrög skotárásarinnar í Iðufelli, sem gerð var fyrir hálfum mánuði, hafi verið hótað. Að þeir þori ekki að segja frá því sem þeir vita af ótta við hefndir.
Þeir sem hafa verið yfirheyrðir vegna málsins veita misvísandi upplýsingar um atburðarásina og lögreglan veit því lítið um raunverulegar ástæður árásarinnar. „Slíkt er algengt þegar um uppgjör í undirheimum er að ræða. Við höfum oft upplifað það í atvikum sem tengjast glæpagengjum á Íslandi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Tæknirannsóknum á árásinni
Erfiðlega gengur að fá upplýsingar um tildrög skotárásar í Breiðholti.
miðar vel og þá dugðu frásagnir sjónarvotta til að fá skýra mynd af atvikinu. Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski eru í gæsluvarðhaldi til 4. september vegna almannahagsmuna, grunaðir um aðild að málinu. Runólfur býst við að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir þeim og að þeir verði ákærðir innan skamms. | þt
Verslunar / skrifstofurými
Aðalheiður Héðinsdóttir íhugar réttarstöðu sína og fyrirtækis síns, Kaffitárs, út frá gögnum um útboðið sem hún hefur fengið aðgang að. Kaffihús Segafredo, sem er ein af rekstrareiningum fyrirtækis konu Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, var valið sem kaffistaður í Leifsstöð ásamt Joe & The Juice.
Kaupfélagsstjóri hjá KS stýrir milljónafyrirtæki í Leifsstöð Viðskipti Lagardére Travel Retail ehf. er nánast með einokunarstöðu á sölu á mat í Leifsstöð eftir umdeilt útboð Isavia. Eiginkona Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, aðstoðarkaupfélagssstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, er hluthafi í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sem hann stýrir. Fyrirtækið skilaði ríflega 31 milljónar hagnaði í fyrra. Kaffihús fyrirtækisins var valið fram yfir Kaffitár í útboðinu og íhugar eigandi Kaffitárs að stefna Isavia. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
Til leigu Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 615 0009 eða fjordur@fjordur.is
Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, stýrir félagi sem á 40 prósenta hlut í Lagardére Travel Retail ehf. í Leifsstöð en það fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu á sölu á mat í byggingunni. Á aðalfundi félagsins, NQ ehf., júní í sumar settist Sigurjón Rúnar í stjórn félagsins í stað eiginkonu sinnar, Maríu Sævarsdóttur, sem er einn af þremur hluthöfum félagsins. Sigurjón stýrir félaginu samkvæmt umboði hennar og sat hann aðalfund félagsins í júní fyrir hennar hönd. Þetta kemur fram í gögnum um starfsemi NQ ehf. Á móti NQ ehf. á alþjóðlega flugvallarfyrirtækið Lagardére Services 60 prósenta hlut í rekstrarfélaginu í flugstöðinni en árleg velta þess fyrirtækis er nærri fimm milljarðar evra, um 650 milljarðar króna. Lagardére Travel Retail ehf. á
og rekur veitingastaðinn Nord, Mathús, barinn Loksins, Kaffihúsið Segafredo og sælkeraverslunina Pure Food Hall. Fyrirtækið komst í þessa stöðu í Leifsstöð eftir umdeilt útboð á verslunarrými í flugstöðinni sem ríkisfyrirtækið Isavia, rekstraraðili f lugstöðvarinnar, hélt árið 2014. Isavia er stýrt af stjórn sem er kjörin á aðalfundi samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra hverju sinni en hann fer með umboð hluthafans, ríkisins. Fyrirtækin Kaffitár og Drífa ehf., sem meðal annars selur minjagripi og Icewear-fötin, fengu ekki verslunarrými í Leifsstöð í forvalinu eftir áralanga veru í flugstöðinni. Segafredo-kaffihús Lagardére travel retail var meðal annars valið fram yfir Kaffitár í útboðinu. Drífa ehf. stefndi Isavia vegna útboðsins og eru þau málaferli enn í gangi. Kaffitár íhugar réttarstöðu gagnvart Isavia og fékk af hent gögn um útboðið í júlí. Í samtali við Fréttatímann segir Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári að gögnin séu ennþá til skoðunar og að fyrirtækið muni að öllum líkindum halda blaðamannafund um þau. „Þetta er allt saman hið undarlegasta mál, þetta útboð,“ segir Aðalheiður en vill ekki fara út í efnislega hvað hún á við. Í svari við fyrirspurn Fréttatímans um hversu langan leigusamning Lagardére Travel Retail ehf. fékk í Leifsstöð segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að það sé trúnaðarmál. Hann segir hins vegar að almennt séu samn-
Fyrirtækið Lagardére Travel Retail ehf. skilaði hagnaði upp á 31 milljón króna á fyrsta rekstrarári sínu en Sigurjón Rúnar Rafnsson er eini stjórnarmaður fyrirtækis sem á 40 prósent í því.
ingar við verslanir til 4 eða 5 ára og samningar við veitingastaði til 7 ára. Í ársreikningi Lagardére Travel Retail ehf. fyrir fyrsta rekstrarár fyrirtækisins kemur fram að það hagnaðist um ríflega 31 milljón króna á rekstri sínum árið 2015. Eignir félagsins námu ríflega 670 milljónum króna og skuldir 490 milljónum króna. Í ársreikningnum er hins vegar tekið fram að fyrirtækið býst við mikilli veltuaukninga vegna aukningarinnar á komu ferðamanna til Íslands. „Á árinu 2015 fóru 4.865.797 farþegar um flugstöðina. Áætlun Isavia gerir ráð fyrir að á árinu 2016 verði farþegafjöldinn 6.249.825. Því má gera ráð fyrir verulegri veltuaukningu á því ári hjá fyrirtækinu.“ Arðgreiðsla til hluthafa var ákveðin tæplega 28 milljónir króna og þar af munu 11,2 þá renna til NQ ehf. og þar sem eiginkona Sigurjóns Rúnars á 28,5 prósent í NQ ehf. munu rúmar þrjár milljónir af því renna til hennar ef arðurinn verður greiddur út. Fréttatíminn reyndi að fá viðtal við Sigurjón Rúnar Rafnsson símleiðis og í tölvupósti til að spyrja hann um málið en án árangurs.
Áskrift er besta leiðin til þess að tryggja sér öruggt sæti og gott verð. Komdu við í miðasölu Hörpu eða á sinfonia.is og gakktu frá kaupunum. Miðasala í Hörpu / sinfonia.is / harpa.is / 528 50 50
4|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Með eldfima mynd um hópnauðgunina í Dehli Menning Indverska leik stýran Deepa Mehta verð ur heiðursgestur á RIFF kvikmyndahátíðinni og er væntanleg til landsins. Sýnd verður eldfim heimildar mynd hennar um gerendur í hinni hrottalegu hópnauð gun í Dehli árið 2012. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Mehta er margverðlaunaður handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi og tekur við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Meðal þekkt-
Deepa Mehta hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna en tekur við heiðursverðlaunum RIFF í ár.
ustu verka hennar er þríleikurinn um frumöflin; kvikmyndirnar Eldur, Jörð og Vatn sem komu út á árunum 1996–2005. Vatn var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra kvikmynda. Mehta er fædd á Indlandi en fluttist síðar til Kanada og þar sem hún starfar nú. Flestar kvikmynda
hennar tengjast Indlandi á einn eða annan hátt og hafa margir af þekktustu leikurum Indlands farið með hlutverkin. Þrjár kvikmyndir Mehta verða sýndar á RIFF en auk þess verður hún með „masterclass“ í Norræna húsinu fyrir áhugasama. Ný jasta k v ikmy nd hennar, Anatomy of Violence, kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Toronto. Í henni fjallar Mehta um einn alræmdasta glæp sem framinn hefur verið á Indlandi, hina hrottalegu hópnauðgun og morð á 23 ára gamalli konu í strætisvagni í Nýju Delhi árið 2012. Málið vakti óhug
um allan heim og kallaði á fjöldamótmæli í öllum helstu borgum Indlands. Myndin blandar saman staðreyndum og skáldskap, en ellefu leikarar spinna þar aðstæður nauðgaranna sex í samvinnu við Mehta. Einnig verða kvikmyndirnar Midnight’s Children, frá árinu 2012 og Beeba Boys, frá árinu 2015, sýndar á hátíðinni, en íslenski tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars, sem kenndur var við hljómsveitina Ampop, samdi tónlistina í síðarnefndu myndinni. RIFF hefst 29. september og stendur til 9. október.
Kvikmyndin Anatomy of Violence, fjallar um gerendur í hinni hrottalegu hópnauðgun á Indlandi, árið 2012, þar sem sex menn nauðguðu 23 ára konu í strætó.
Fangar fá ekki að útskrifast með öðrum nemendum Mynd | Hari
Þorsteinn B. Friðriksson hafnaði tilboði upp á 12 milljarða króna árið 2013 í QuizUp. Plain Vanilla hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki í dag.
Vitað að Plain Vanilla væri í vandræðum frá áramótum Viðskipti Ákvörðun banda rísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC að hætta við spurninga þátt í tengslum við QuizUp appið, virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Búið var að skipuleggja upptökur á þættinum og eins var búið að finna þáttunum stað í dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar, en fyrsti þátturinn átti að fara í loftið 5. mars á næsta ári. Eins og greint var frá fyrr í vikunni hefur Plain Vanilla sagt upp öllu sínu starfsfólki, eða 36 stöðugildum, en stofnandi fyrirtækisins, Þorsteinn Baldur Friðriksson, sagði ástæðuna vera ákvörðun NBC um að hætta við framleiðslu þáttanna. QuizUp hefur raunar verið í nokkrum vandræðum frá því í janúar á þessu ári en þá kom Glu Mobile með 7,5 milljón dollara hlutafé inn í fyrirtækið, eða um níu hundruð milljónir króna. Þá
var markmiðið að sameinast innan fimmtán mánaða. Þá þegar var greint frá því að fyrirtækið ætti í vandræðum en Glu Mobile gerði í raun yfirtökusamning við Plain Vanilla um að þeir gætu tekið fyrirtækið yfir á næstu 15 mánuðum og greitt fyrir það fyrirfram samið verð. Þá þegar var búið að segja upp um helmingi starfsfólks fyrirtækisins. Appið komst í sögubækurnar í tækniheiminum fyrir hraðasta vöxt smáforrita í sögu Appstore. Vandinn var þó að tekjur héldust ekki í hendur við vöxtinn, og þó að appið hefði fengið 40 milljónir notenda á tiltölulega skömmum tíma, komst það ekki inn á topp 200 listann yfir þau smáforrit sem þénuðu mest. Því var þá fleygt fram í gríni að um væri að ræða mest-minnstu sigurgöngu sögunnar þegar kæmi að vexti smáforrita. Enn nota nokkur hundruð þúsunda appið, samkvæmt heimildum Fréttatímans. | vg
Fangelsismál „Það var mikil óánægja meðal foreldra ungmenna í skólanum með að fangar, með misjafnan feril að baki, væru að taka þátt í útskriftarathöfnum með nemendum og það var því tekið fyrir það,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSU. Hún segir að þetta breyti því þó ekki að skólinn hafi mikinn metnað í kennslu fanga. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, fær ekki að taka þátt í útskriftarathöfn Verzlunarskólans ásamt öðrum nemendum í dag, föstudag klukkan tvö, þótt bæði hann og skólastjórnendur þar vilji það. Fangelsismálastofnun hefur bannað honum að vera viðstaddur. Hann segir ástæðuna vera þá að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi, sem hefur mest allt framhaldsnám fanga með höndum, hafi tekið fyrir slíkt eftir kvartanir frá foreldrum. Olga Lísa segir að einungis hafi reynt tvisvar á bannið eftir að hún tók við og í bæði skiptin hafi verið haldnar útskriftarathafnir í fangelsinu. Hún segir málið í Verzlunarskólanum og afstöðu skólastjórnenda í FSU vera ósambærileg mál. Annars vegar sé um að ræða útskrift eldri nemenda í fjarnámi og hinsvegar útskrift með ungum krökkum í dagskóla.
„Það er enginn heimsendir þótt ég fái ekki að útskrifast með öðrum nemendum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson.
„Það er enginn heimsendir þótt ég fái ekki að útskrifast með öðrum nemendum, en þetta er leiðinlegt fyrir foreldra mína. Eins veit ég að skólastjórnendur og kennarar vildu hafa mig með,“ segir Guðmundur sem lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári. Hann hefur afplánað dóm fyrir fíkniefnasmygl undanfarin ár og stundað fjarnám í Verzlunarskóla Íslands. „Ég er að vekja athygli á þessu máli út af öðrum föngum sem eru í sömu stöðu. Fangelsismálastofnun á ekki að komast upp með að nota eina manneskju sem grýlu
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSU, þar sem fyrst var tekið fyrir sameiginlega útskrift fanga og annarra nemenda, segir að foreldrar hafi kvartað vegna fanganna.
til að halda niðri föngum um allt land. Mér finnst þetta út í hött,“ segir Guðmundur Ingi og segir að þetta virki ekki hvetjandi á fanga sem vilji bæta sig og stunda nám.
Hælisleitendur í svartri vinnu Lögreglan og verkalýðsfélagið gripu í tómt en fundu nokkra hælisleitendur í íbúð á vegum hótelsins. Mynd | Commons.wikimedia
Mansal Grunur leikur á að hælisleitendur hafi verið í svartri vinnu á Hótel Framnesi í Grundarfirði. Í tvígang hefur lögreglan gert rassíu ásamt verkalýðs félaginu á staðnum.
Brugðist var við orðrómi í þorpinu í byrjun sumars um ólöglegt vinnuafl og að einn hælisleitandi svæfi í þvottagámi fyrir utan hótelið. Sagan endurtók sig síðan í lok júlí. Guðbjörg Jónsdóttir hjá Verkalýðsfélagi Snæfellinga segir að í bæði skiptin hafi frést af komu eftirlitsaðila og þeir gripið í tómt. En þótt engir hafi verið við störf á hótelinu þegar að var komið,
reyndist fólkið, sem er frá Pakistan og Rúmeníu, búa í húsi í þorpinu á vegum eiganda hótelsins. Guðbjörg segir að áfram verði haft eftirlit með hótelinu. Það sé erfitt að nálgast þessi mál þar sem starfsfólkið sé oftast hrætt við eftirlitsaðila og reyni að flýja af hólmi eða koma sér undan því að svara. | þká
GAMAN Í VETUR! Veldu þinn pakka og komdu með okkur í draumafríið á Gaman Ferða kjörum
TENERIFE Apartamentos Aguamar *** Verð frá:
99.200 kr.
The Suites at Beverly Hills *** Verð frá:
94.800 kr.
Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 15.-22. október.
Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 19.-26. nóvember.
Verð frá 119.600 kr. miðað við 2 fullorðna.
Verð frá 109.900 kr. miðað við 2 fullorðna.
Marylanza ****
La Siesta ****
Verð frá:
107.100 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 14.-21. janúar. Verð frá 134.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
Verð frá:
113.700 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 11.-18. febrúar. Hálf fæði innifalið. Verð frá 140.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
KANARÍ Ifa Buenaventura *** Verð frá:
73.500 kr.
Dunas Suites **** Verð frá:
99.600 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 4.- 11. október. Hálf fæði innifalið.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 8.-15. nóvember. Hálf fæði innifalið.
Playa Bonita ****
Ifa Catarina ****
Verð frá 85.600 kr. miðað við 2 fullorðna.
Verð frá:
86.900 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 24.-31. janúar. Hálf fæði innifalið.
Verð frá 103.900 kr. miðað við 2 fullorðna.
Verð frá 137.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
Verð frá:
97.300 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 14.-21. febrúar. Hálf fæði innifalið. Verð frá 117.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur
6|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Lögreglan kannar fortíð dularfulls manns Dómsmál Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem kom hingað til lands á fölsuðu vegabréfi 23. ágúst síðastliðinn. Maðurinn reyndist vera með íslenskt vegabréf sem hann sagðist hafa keypt fyrir þúsund evrur, eða 130 þúsund krónur. Athygli vekur að engin leið er að sannreyna hver maðurinn er, en hann segist hafa verið
á flakki í Evrópu í tíu ár án dvalar leyfis í Evrópu eftir að hafa flúið heimahagana, en ekki er tilgreint hvaðan maðurinn er í úrskurði hæstaréttar. Þá segir einnig í dómi að yf irvöld í þeim löndum sem hann hefur verið í Evrópu hafi aldrei haft afskipti af manninum. Maðurinn segist hafa komið hingað til lands til þess að vinna. Lögreglan hefur tekið fingraför af manninum og beðið er upp lýsinga frá öðrum löndum til þess
að staðreyna hvort maðurinn sé sá sem hann segist vera. Ekkert er því vitað um forsögu mannsins og með öllu óljóst hver hann er. Hæstiréttur felldi úr gildi gæslu varðhaldsúrskurð yfir manninum en úrskurðaði hann í farbann. | vg Maðurinn kom til landsins í lok ágúst, en ekkert er vitað um fortíð hans. Hann hefur flakkað um Evrópu í tíu ár. Mynd | Rut
Ævintýralegt haust í Höllinni Mynd | Shutterstock
Hlutfallslega dóu jafnmargir úr yfirskammti morfíntengdra lyfja í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Lyfjadauði álíka hér og í Bandaríkjunum
MIRAGE
Þriggja sæta, bogadreginn sófi. Slitsterkt áklæði. Stærð: 241 x 110 x 90 cm
Fíknefni Jafn margir hafa látist hlutfallslega vegna ofneyslu morfíntengdra lyfja á Íslandi og Bandaríkjunum sé miðað við hverja hundrað þúsund íbúa. Þá eru Íslendingar með hæsta hlutfall andláta vegna lyfjaeitrana á Norðurlöndum. Aldrei höfðu jafn margir látist af neyslu lyfja í Noregi 2014, en þá dóu 260 einstaklingar. Tvisvar sinnum fleiri létust á Íslandi árið 2015 hlutfallslega.
149.990 kr. 189.990 kr.
KAMMA
Hægindastóll. Dökkgrátt áklæði. Stærð: 83 x 85 x 105 cm
Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
Ævintýralegt haust í Höllinni
69.990 kr. 89.990 kr.
Þú finnur nýja bæklinginn á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is 558 1100
ollin.is
i • Ísafjörður
Reykjavík • Akureyr
www.husgagnah
Meiriháttar fíkniefnafaraldur er í gangi í Bandaríkjunum en árið 2014 var slegið met í andlátum þegar rétt yfir 47 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja og var það í fyrsta skiptið sem fleiri létust vegna ofneyslu fíkniefna en umferðarslysum. Svipað ástand er hér á landi, en á síðustu tíu árum hafa að meðaltali 16 látist í bílslysum á hverju ári. Ofneysla fíkniefna hér á landi síðustu þrjú ár er ítrekað yfir þeim tölum, en bara á þessu ári hafa 23 látist og er eitt andlát til viðbótar til skoðunar hjá Landlækni, samkvæmt verkefnastjóra lyfjamála. Þá varð töluvert stökk á milli árana 2014, þegar 26 létust, og svo árið 2015, þegar 36 létust. Færa má rök fyrir því að snörp stígandi í andlátum hafi átt sér stað á Íslandi ári eftir að vart var við sama stökk í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum árið 2014. Nokkru munar á Íslandi og Banda ríkjunum þegar litið er til heildar talna yfir andlát, hafa Bandaríkja menn vinningin, en þegar ofneysla morfíntengdra lyfja er skoðuð kem ur í ljós að Ísland og Bandaríkin eru nánast á pari þegar kemur að dauðs föllum. Nítján létust á Íslandi vegna ofneyslu morfíntengdra lyfja árið 2015, en í Bandaríkjunum voru rúm lega 18 þúsund sem létust af sömu orsökum árið 2014. Inni í þeim töl um er heróínneysla. Inni í tölum Ís lendinganna er metýlfenídat, sem kalla má hið íslenska heróin. Tölur
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir augljós teikn á lofti og það þurfi að hafa varann á.
2014 Bandaríkin Lyfjadauði alls 14,5 Þar af morfíntengd efni
frá árinu 2015 í Bandaríkjunum eru ekki komnar fram. Landlæknir skrifaði grein í Læknablaðið í sumar þar sem lýst var áhyggjum af þessari þróun. Í greininni segir: „Mest not uðu lyfin á Íslandi sem innihalda ópíóíða eru blöndur parasetamóls og kódeins en árið 2014 fengu ríflega 22.000 einstaklingar ávísað Park ódín forte. Skammtur á hvern sjúk ling af ávísunum af Parkódín forte á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2016 jókst um 17,5% samanborið við sama tímabil árið 2006 og er umhugsun arefni.“ Það er því ljóst að almenn neysla á morfínskyldum lyfjum hefur stóraukist á örskömmum tíma hér á landi. Ef reiknað er sama hlut fall þeirra sem misnota lögleg lyf í Bandaríkjunum og á Íslandi, sem eru um hálft prósent, kemur í ljós að hópurinn hér á landi telur að minnsta kosti á annað þúsund manns. Ólafur B. Einarsson, verk efnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis, segir þetta hlutfall var lega áætlað miðað við fyrrgreinda aukningu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn ir á Vogi, segist ekki merkja miklar breytingar í meðferðinni á Sjúkra húsinu á Vogi, en bætir við að það séu engu að síður augljós teikn á lofti og það þarf að hafa varann á. „Það er margt sem bendir til þess að eitthvað sé að hreyfast og eitt hvað sé að koma fram sem við get um líklega ekki merkt fyrir en eftir ár eða tvö,“ segir Þórarinn, en eðli svona faraldra er bæði hægt og lúm skt, enda misnotkun lyfja og fíkni efna á margan hátt falið vandamál. Þá bætir ekki úr skák að ekki er mögulegt að nálgast talnaefni frá
5,8
af hverjum 100.000 íbúum
2015 Ísland Lyfjadauði alls 10,9 Þar af morfíntengd efni
5,8
af hverjum 100.000 íbúum
LYFJADAUÐI EFTIR LÖNDUM
Ísland nær Bandaríkjunum en Norðurlöndunum Bandaríkin 2014
14,5
Ísland 2015
10,9
Noregur 2014
5,0
Danmörk 2014
4,6
Af hverjum 100 þúsund íbúum
Landlæknaembættinu né Rann sóknarstofunni í lyfja- og eiturefna fræði, um andlát vegna lyfjaeitrana aftur í tímann. Því er ómögulegt að greina þróun þessara mála með óyggjandi hætti síðustu ár. Sem gefur hugsanlega nokkra mynd af ákveðnu andvaraleysi þegar kemur að málaflokknum.
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
|7
Metfjöldi kæra vegna nauðgana Kynferðisbrot Ekki hafa jafn margar kærur borist til lögreglu á einu ári og árið 2015. Kærum fjölgaði um 55 og voru alls 125. Ekki hafa jafn margar nauðganir borist inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár og árið 2015, en þá voru 125 nauðganir til rannsóknar. Lögreglan birti á fimmtudaginn ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem þetta kemur fram. Næst versta árið í þessum mála-
flokki var árið 2013 en þá voru 115 nauðganir kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var sama ár og upp komst um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir allnokkur kynferðisbrot sem beindust meðal annars að fötluðum einstaklingum. Þegar ársskýrslur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar kemur í ljós að aldrei nokkurntímann hefur slíkur málafjöldi kynferðisbrota borist inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðan lögreglustjórinn fór að
þeim voru 302 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá stefnir í að kærum fækki ekki mikið í ár, en bara í júlí síðastliðnum bárust yfir 40 kærur vegna kynferðisbrota inn á borð lögreglunnar. | vg
Alls bárust 125 nauðgunarkærur inn á borð lögreglu á síðasta ári. Þá voru yfir 40 kynferðisbrot kærð í júlí síðastliðnum.
U Ð A J BYR G A D Í STR A X
Guðrún Jónsdóttir segir aukningu á kærum hugsanlega vegna umræðunnar undanfarið, en bendir jafnframt á að kærurnar leiði sjaldnast til sakfellingar.
Kærurnar
skila sér ekki með sakfellingu
. R K 0 4 5 6. Á MÁNUÐI
G N I D N I B N I G N E
NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Brandenburg | sía
„Þarna geta verið ýmsar ástæður,“ segir Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra Stígamóta, spurð hvort Stígamót hafi svör þegar kemur að þessari miklu fjölgun sem hefur orðið í kærðum nauðgunum til lögreglunnar. Þar vegur líklega þyngst að umræðan er orðin opnari og meðvitund meiri og fólk situr síður undir því ofbeldi sem beinist gegn því. „Sýnileiki kynferðisbrota er að verða meiri og kannski eru konur farnar að kæra frekar erfiðu brotin,“ segir Guðrún og tekur sem dæmi nauðganir þar sem konur eru til að mynda drukknar þegar verknaðurinn á sér stað, en töluverð viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu sem hefur skilað þeim árangri að konur kæra frekar ofbeldi. Málaflokkurinn er þó langt því frá í góðum málum, að sögn Guðrúnar, en hún bendir á að þó að kærum vegna kynferðisbrota fjölgi víðast hvar, þá skila málin sér ekki í sama mæli með sakfellingu fyrir dómstólum. Slíkt eigi bæði við hér á landi sem og annarstaðar. Því má ætla að aðeins lítill hluti af þeim 125 nauðgunum sem voru kærðar endi með sakfellingu. Guðrún segir tölur Stígamóta og lögreglunnar ólíkar, þannig leiti annarskonar hópur til Stígamóta en sá hópur hefur sjaldnast leitað til lögreglu vegna afbrotanna. Stígamót töldu 155 nauðganir í töluefni sínu fyrir árið 2015 en Guðrún áréttar að aðeins 8% þeirra mála endi í opinberum tölum lögreglunnar. | vg
skila sérstökum ársskýrslum árið 2007. Sé litið til ársins 2014 kemur í ljós að kærðum nauðgunum til embættisins fjölgaði úr 70 upp í 125, og því voru 55 fleiri nauðganir kærðar árið 2015. Ekki er ljóst hverju sætir en samkvæmt upplýsingum frá Neyðarmóttöku vegna nauðgana, þá hafa tölurnar staðið nokkuð í stað síðustu ár, og rokkað á bilinu 120 til 140 ár ári sem leita til neyðarmóttökunnar á hverju ári. Aftur á móti leituðu 677 einstaklingar til Stígamóta á síðasta ári. Af
Passaðu vel upp á líkamann í vetur og komdu þér í frábært form. Hlökkum til að sjá þig! Holtagarðar · Tjarnarvellir · Urðarhvarf
8|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Oscar segir að eftir þeir lögðu fram kæru á hendur Macchiarini til Karolinska-háskólans sumarið 2014 hafi Macchiarini gert aðra plastbarkaaðgerð á sjúklingi í Rússlandi. Viðbrögðin við gagnrýni þeirra voru allt of sein segir Oscar.
„Þessar manneskjur voru notaðar“ Einn af læknunum sem kom upp um plastbarkamálið í Svíþjóð, Oscar Simonsson, segir að það skorti hliðstæðu í læknavísindum síðustu áratugi og að fara þurfi aftur til Þýskalands nasismans til að finna álíka tilraunir á fólki. Oscar og þrír kollegar hansreyndu að kalla eftir rannsókn á plastbarkamálinu en töluðu fyrst um sinn fyrir daufum eyrum. Plastbarkamálið teygir sig til Íslands þar sem fyrsti sjúklingurinn sem fékk græddan í sig plastbarka kom frá Íslandi, auk þess sem Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi. Íslensk rannsókn á málinu gæti farið fram. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
„Þegar horft er til þess hvernig þessar manneskjur voru notaðar þá þarf að fara aftur til tilrauna nasistanna á fólki á fjórða og fimmta áratugnum til að finna hliðstæðu. Þetta var svo slæmt, svo alvarlegt,“ segir Oscar Simonsson, brjóstholsskurðlæknir við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð, þegar hann ræðir um plastbarkamálið og ítalska skurðlækninn Paulo Macchiarini í viðtali við Fréttatímann. Oscar Simonsson var einn af fjórum læknum á Karolinska-sjúkrahúsinu árið 2014 sem byrjuðu að vekja athygli á óhefðbundnum rannsóknaraðferðum og vinnubrögðum Paulo Macchiarinis eftir að hafa farið í gegnum sjúkragögn sjúklinga Macchiarinis og þær vísindagreinar sem hann skrifaði um plastbarkaaðgerðirnar. Fjórmenningarnir fengu uppljóstrunarverðlaun frá samtökunum Transparency International fyrr á árinu vegna vinnu sinnar við að koma upp um plastbarkamálið.
Handmáluðu fígúrurnar frá við Gylfaflöt 7
Gylfaflöt 7
112 Reykjavík
587 8700
Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau
fást í verslun
krumma.is
Oscar Simonsson, brjóstholsskurðlæknir við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð.
Tengslin við Ísland Plastbarkamálið snýst um að Macchiarini græddi plastbarka í manneskjur í Svíþjóð, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 2011 til 2013 án þess að búið væri að þróa og prófa aðgerðaformið, til dæmis á dýrum, áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Yfirleitt tekur mörg ár að þróa ný aðgerðaform áður en þau eru reynd á mönnum. Í ljós kom að aðgerðaformið virkaði ekki og ýmist dóu sjúklingarnir í kjölfarið eða reyna þurfti að bjarga lífi þeirra með öðrum aðferðum eftir að plastbarkarnir höfðu verið fjarlægðir. Málið er eitt stærsta hneyksli sem komið hefur upp innan læknavísindanna í Evrópu og jafnvel í heiminum. Fyrsti sjúklingurinn sem fékk slíkan plastbarka græddan í sig í Svíþjóð var Andemariam Beyene, Eritreumaður búsettur á Íslandi, sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, sendi til Stokkhólms til meðferðar í maí árið 2011. Andemariam var með krabbameinsæxli í hálsi og hefur Tómas sagt að hann hafi talið að leita þyrfti lækningar fyrir hann utan Íslands til að reyna að bjarga lífi hans. Macchiarini laug því að Andemariam að aðgerðin hefði verið prófuð á dýrum. Tómas var svo meðhöfundur að fyrstu vísindagreininni um aðgerðina á Andemariam en hún birtist í tímaritinu Lancet í árslok 2011. Plastbarki græddur í mann Oscar Simonsson kom ekkert að aðgerðunum þremur sem Paulo Macchiarini gerði á Karolinska-sjúkrahúsinu á árunum 2011 og 2012 heldur vann hann aðeins að rannsóknum á rottum eftir að aðgerð-
irnar höfðu verið gerðar. „Ég byrjaði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012, mest af vinnunni fór þó fram árið 2013. Þá hitti ég Paulo Macchiarini í fyrsta skipti, ef ég man rétt. Á þessum tímapunkti stóð ég í þeirri trú að búið væri að græða plastbarkana í grísi en það hafði
„Það var mikil þögn um þetta: mér leið eins og ég væri „persona non grata“.“ heldur ekki verið gert,“ segir Oscar. Í orðum hans felst að hann byrjaði að gera rannsóknir með ígræðslu á plastbörkum í rottur löngu eftir
Af hverju er plastbarkamálið merkilegt og hvaða spurningar skilur það eftir sig? Staðhæfing: Manneskjur létu lífið í kjölfar aðgerða sem þær gengust undir, sem hvorki höfðu verið reyndar eða þróaðar vísindalega né siðferðilega. Spurning: Hvernig getur slíkt átt sér stað á einu virtasta háskólasjúkrahúsi heims eins og Karolinska-spítalanum? Staðhæfing: Bara í Svíþjóð fengu þrjár manneskjur, þar af ein sem var búsett á Íslandi, grædda í sig plastbarka þrátt fyrir að reglum læknisfræðinnar hefði ekki verið fylgt við þróun og prófun meðferðarinnar. Tvær þeirra dóu. Enginn af sjúklingunum í Svíþjóð var sænskur ríkisborgari og fyrsti plastbarkaþeginn var Erítreumaður. Spurning: Hefði slík aðgerð verið framkvæmd á Svía ef svo hefði borið undir? Staðhæfing: Starfsmenn stofnana í Svíþjóð, bæði Karolinska-sjúkrahússins og Karolinska-háskólans, reyndu að þagga málið niður framan af því það var óþægilegt fyrir þá. Á Íslandi hefur læknadeild Háskóla Íslands fært rök gegn því að sjálfstæð rannsókn á íslenskum þætti málsins sé nauðsynleg. Spurning: Hvað geta stofnanir samfélagsins lært af málinu um hvenær eðlilegt sé að leggja spilin á borðið og viðurkenna mistök? Mun læknadeild Háskóla Íslands breyta afstöðu sinni til rannsóknar á Íslandi? Staðhæfing: Tómas Guðbjartsson tengist málinu nánum böndum. Spurning: Hver er ábyrgð hans? Vissi Tómas að til stæði að græða plastbarka í Andemeriam Beyene í Stokkhólmi þegar hann sendi hann þangað í maí árið 2011? Kom hann að þeirri ákvarðanatöku? Andemariam vissi það ekki. Af hverju sagði Tómas ekki frá því eftir aðgerðina árið 2011 og 2012 að svo virtist sem hún hefði mistekist? Staðhæfing: Birgir Jakobsson vissi að aðgerðin á Andemariam Beyene var tilraunaaðgerð sem var ekki með læknisfræðilega stoð. Hann skrifaði undir samning við Sjúkratryggingar Íslands um að Karolinska myndi greiða kostnaðinn við aðgerðina af því Sjúkratryggingar Íslands mega ekki borga tilraunameðferðir. Spurning: Var það rétt af Birgi að skrifa þannig upp á aðgerð sem skorti alla vísindalega og siðferðilega stoð? Hann vissi líka að næstu tvær plastbarkaaðgerðir voru órökstuddar vísindalega og af hverju stoppaði hann þær ekki af?
ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR
LAGERSALA LÍN DESIGN LAUGARDAG OG SUNNUDAG
GI O V A P Ó K , 1 U K K E R B AUÐ Í Ú N R E N A L A S R E G LA
70-80% AF ÖLLUM BARNAFÖTUM
40-80% AFSLÁTTUR
3 2
140X200
FYRIR
RÚMFÖT FRÁ 3.990 KR.
AF ÖLLUM BARNAFÖTUM
BARNAFÖT FRÁ 250 KR.
VISKASTYKKI FRÁ 490 KR.
SVUNTUR FRÁ 490 KR.
OFNHANSKAR FRÁ 390 KR.
GJAFAVÖRUR FRÁ 290 KR.
Auðbrekka 1
Laugardag 10-17
Sunnudag 10-17
Glerártorgi
Laugardag 10-17
Sunnudag 13-17
DÚKAR FRÁ 2.990 KR.
10 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
að fyrsti plastbarkinn var græddur í Andemariam Beyene. Paulo Macchiarini hafði hins vegar sagt við Andemariam Beyene að aðgerðaformið hefði verið prófað á svínum, sem var ekki rétt. „Við byrjuðum að gera þessar tilraunir seint; við gerðum örfáar árið 2012 en mest árið 2013. Þá var búið að gera allar þrjár aðgerðirnar sem gerðar voru á Karolinska-sjúkrahúsinu. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að það höfðu aldrei verið gerðar neinar tilraunir á grísum.“ Oscar segir að hann hafi hætt að vinna með Macchiarini að plastbarkarannsóknunum þegar hann var beðinn um að skrifa undir og staðfesta vísindagrein um rannsóknirnar á rottunum. Þetta vildi Oscar ekki gera. Hann segir að tilraunirnar á rottunum hafi ekki gengið upp og að ekkert hafi bent til þess að þetta gæti gengið upp. „Ég var aldrei beinlínis í rannsóknarhópi Macchiarinis heldur hjálpaði ég bara til. Ég, og nokkrir aðrir, byrjuðum að vera gagnrýnir á rannsóknaraðferðirnar, og ég byrjaði að vantreysta þeim sem manneskjum.“ Átti að reka fjórmenningana Þegar Oscar og kollegar hans byrjuðu að reyna að vekja athygli á málinu innan Karolinska-spítalans árið 2014 hafði vitneskjan um hversu vafasamar og illa rökstuddar þessar aðgerðir Macchiarins ekki komið fram. Upphaflega ástæðan fyrir því að þeir byrjuðu að skoða málið var síðasti plastbarkaþegi Macchiarinis á Karolinska-sjúkrahúsinu, tyrkneska konan Yesim Cetir, sem lá fyrir dauðanum á gjörgæsludeild spítalans og þeir vildu finna einhverja leið til að hjálpa henni. „Þá fórum við í gegnum öll gögnin um sjúklinga Macchiarinis. Þeim mun betur sem við könnuðum gögnin
þeim mun meira fundum við.“ Cetir er eini plastbarkaþegi Macchiarinis frá Svíþjóð sem ennþá er lifandi en hún hefur legið á gjörgæsludeild eftir aðgerðina. Gagnrýni þeirra á aðgerðir Macchiarinis, sem byggði á athugunum þeirra á rannsóknargögnum og greinum sem Macchiarini og kollegar hans höfðu skrifað um aðgerðirnar, snéri að sjúkrahúsinu sem þeir sjálfir störfuðu á; aðgerðum sem hafði verið hampað í fjölmiðlum víða um heim og Karolinska hafði vakið mikla athygli fyrir. Gagnrýnin féll því í grýttan jarðveg. Eitt af því mikilvægasta sem fjórmenningarnir fundu var að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi sænsku vísindasiðanefndarinnar fyrir aðgerðaforminu, það hafði ekki verið prófað á dýrum og sænska lækningagnastofnunin samþykkti aldrei notkun á plastbarkanum sem lækningatæki. „Þetta var alveg sjúkt. Það gerðist ekki neitt fyrst eftir að við sendum kæruna inn um sumarið 2014. Það var mikil þögn um þetta; mér leið eins og ég væri „persona non grata“. Fyrst átti að reka okkur fyrir að hafa notað sjúkragögn af spítalanum, sem við höfðum fengið leyfi fyrir nota, til að skrifa kæruna og svo átti að veita okkur áminningu,“ segir Oscar. Fjórmenningarnir voru einnig kærðir til lögreglunnar fyrir meintan stuld á sjúkragögnum. Oscar segir að sjúkrahúsið hafi ekki látið af tilraunum sínum að reka fjórmenningana eða veita þeim áminningu fyrr en stéttarfélag lækna blandaði sér í málið. „Án stéttarfélagsins hefðum við ekki lifað þetta af.“ Rannsókn lögreglunnar á málinu var lögð niður. Margar rannsóknir standa yfir Í Svíþjóð hafa farið fram eða standa
Oscar Simonsson segir að hann myndi bregðast við með sama hætti ef hann myndi lenda aftur í sömu stöðu og í plastbarkamálinu því hann segir að slík ábyrgð hvíli á læknum sem búa yfir upplýsingum um læknamistök og rannsóknarsvik. Oscar sést hér á Kungsgötunni í Stokkhólmi þar sem blaðið ræddi við hann.
yfir nokkrar rannsóknir á málinu og rannsakar lögreglan það sem mögulegt manndráp af gáleysi. Karolinska-sjúkrahúsið kynnti niðurstöðu sína á málinu á miðvikudaginn var og var hún áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að plastbarkaaðgerðunum á Karolinska-sjúkrahúsinu. Meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að enginn af sjúklingunum hafi verið lífshættulega veikur þegar aðgerðirnar voru gerðar og að Macchiarini hefði aldrei átt að vera ráðinn til sjúkrahússins. Karolinska-háskólinn mun kynna niðurstöðu sína í málinu á mánudaginn. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur kallað málið „eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum“ og krafist þess yfirvöld á Íslandi láti gera sjálfstæða rannsókn á þætti Landspítala-háskólasjúkrahúss í málinu en lækna-
deild Háskóla Íslands hefur fært rök gegn því þar sem sænsku rannsóknirnar nægi. Tilkynntu ekki um andlát Andemariam Beyene var látinn þegar Oscar og kollegar hans þrír sendu inn kæruna um sumarið 2014 en hann andaðist á Karolinska-sjúkrahúsinu í ársbyrjun það ár eftir að hafa verið bundinn við sjúkrahúsrúm meira og minna í heilt ár. Oscar segir að hvorki Karolinska-sjúkrahúsið né Paulo Macchiarini hafi rætt um andlát hans opinberlega og að það hafi ekki verið fyrr en í grein um plastbarkamálið í New York Times, um haustið 2014, sem sagt frá dauða hans – á Íslandi var sagt frá andláti Andemariams mánuði eftir að hann lést, í lok febrúar 2014. „Karolinska-sjúkrahúsið sagði ekki frá því að hann væri lát-
„Karolinska-sjukrahúsið sagði ekki frá því að hann væri látinn og Macchiarini gerði það ekki heldur.“ inn og Macchiarini gerði það ekki heldur,“ segir Oscar. Í kjölfar þessarar greinar í New York Times sendi Anders Hamsten, rektor háskólans Karolinska Institutet, frá sér tilkynningu um að skólinn ætlaði að láta framkvæma sérstaka rannsókn á vinnubrögðum Macchiarins og meðhöfunda í vísindagreinum um plastbarkaaðgerðirnar. Læknirinn Bengt Gerdin var ráðinn til verksins. Með þessu tók Karolinska-háskólinn fyrsta formlega skrefið í rannsókn plastbarkamálsins.
Á LEIÐ TIL ÚTLANDA Velkomin í verslun okkar á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811
Þjóðarréttur Íslendinga er lambakjöt
8,4%
17,7% 73,9%
8,4%
Fiskréttir
73,9%
Lambakjötsréttir
17,7%
*Um 74% þátttakenda í könnun Gallup, sem var unnin fyrir kokkalandsliðið, nefndu lambakjöt þegar þeir voru spurðir hver þjóðarréttur Íslendinga væri.
Annað
12 |
Staða uppljóstrara Í maí 2015 kynnti Bengt Gerdin niðurstöðu sína um að Macchiarini hefði gerst sekur um rannsóknarsvindl í vísindagreinum sínum um plastbarkaaðgerðirnar. Svo sneri rektor Karolinska-háskólans, Anders Hamsten, við þeirri niðurstöðu í ágúst 2015 og þá varð staða uppljóstraranna fjögurra erfiðari innan spítalans. „Þetta var erfitt fyrir okkur fjóra fram að niðurstöðu Bengt Gerdins. Þá varð staða okkar betri tímabundið en svo kom Anders Hamsten með sína niðurstöðu og þá varð þetta aftur mjög erfitt fyrir okkur.“ En hvernig var það erfitt fyrir Oscar og kollega hans að vinna áfram innan Karolinska-sjúkrahússins eftir að þeir byrjuðu að vekja athygli á málinu, fyrir utan að þeim var hótað brottrekstri og áminningum í starfi? „Maður fær ólíkar hótanir hvers kyns, þó það geti verið erfitt að sanna þær; maður fær ekki þau verkefni sem maður hefði fengið í vinnunni; þeir skoðuðu tölvupóstana okkar; fólk gefur manni illt auga; einhverjir litu svo á að við hefðum svikið Karolinska-spítalann; það fóru á flug margar ósannar sögur um okkur og vorum kærðir mjög oft af nafnlausum aðilum fyrir eitthvað sem við höfðum átt að hafa gert af okkur í starfi. Ég er líklega einn mest rannsakaði læknir í sögu Svíþjóðar.“ Oscar undirstrikar að það sem hann hefur upplifað í málinu sé smávægilegt í samanburði við reynslu sjúklinga Macchiarini og aðstandendur þeirra. „Alveg óháð því í hverju ég hef lent þá er það smávægilegt í samanburði við það sem sjúklingarnir og aðstandendur þeirra þurftu að upplifa.“ Oscar lét af störfum á Karolinska-sjúkrahúsinu í ársbyrjun 2016 ásamt öðrum af læknunum fjórum. Tveir af læknunum starfa ennþá á Karolinska-sjúkrahúsinu. Á sama tíma, í byrjun þessa árs, birtist afhjúpandi grein um Paulo Macchiarini í Vanity Fair sem Oscar segir að hafi haft mikil áhrif á Karolinska-sjúkrahúsinu. Strax þar á eftir, yfir þriggja vikna tímabil í janúar, sýndi sænska ríkissjónvarpið þriggja þátta heimildarmynd um Macchiarini-málið eftir Bosse Lindqvist sem hratt af stað rannsóknunum á málinu innan Svíþjóðar. Mótsagnakennd orð Tómasar Ein af þeim stóru spurningum sem á eftir að svara til hlítar í málinu er hvenær Tómas Guðbjartsson, sem var lykilmaður í því að senda Andemariam frá Íslandi til Svíþjóðar, vissi að það væri möguleiki á því að græða í hann plastbarka í Svíþjóð. Sjálfur hefur Tómas neitað því að hann hafi komið að því að ákveða að ígræðsla plastbarka í háls Andemariams væri möguleiki og að hann hafi ekki vitað um þennan möguleika þegar hann sendi
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Íslendingarnir í plastbarkamálinu
Oscar segir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi ekki verið neitt annað en tilraun á manni þar sem ekki var búið að prófa aðgerðina áður á dýrum, auk þess sem samþykki vísindasiðanefndar lá ekki fyrir. Andemariam sést hér með Paulo Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni, starfsmanni bandaríska fyrirtækisins sem lagði plastbarkann til og Philip Jungebluth, aðstoðarmanni Macchiarinis.
Andemariam til Svíþjóðar. Í viðtali við Stundina fyrr á árinu sagði hann: „Við erum ekki hafðir með í ráðum hvort þetta sé góður valkostur eða ekki. Þetta er bara meðferð sem þeir bjóða upp á þegar hann er tekinn til umfjöllunar þar. […] Ég vissi að Macchiarini var þekktur fyrir aðgerðir þar sem hann notaði gjafabarka eftir að hafa birt greinar um þetta í Lancet en þannig öðlaðist hann heimsfrægð. Þú tekur þá barka úr látnum einstaklingi, hreinsar hann og setur stofnfrumur á hann. En þarna er hann að prófa eitthvað nýtt.“ Í viðtali við Vísi árið 2012, þegar talað var um að aðgerðin á Andemariam hefði gengið vel, sagði Tómas að hann hefði séð Macchiarini halda fyrirlestur í Stokkhólmi og að hann hefði munað eftir honum þegar hann hugsaði um meðferðarmöguleika fyrir Andemariam Beyene. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum. […] Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Nú liggur fyrir að Macchiarini hafði aldrei gert tilraunir með gervilíffæri sem grædd voru í dýr, Andemariam var fyrsta lifandi veran sem fékk græddan í sig slíkan plastbarka og að aðgerðin heppnaðist alls ekki. Út frá þessum orðum Tómasar frá 2012 sendi hann Andemariam gagngert til Svíþjóðar svo hann gæti notið læknismeðferðar hjá Paulo Macchiarini.
Aðgerðin ákveðin áður Í ský rslu Karolinska-sjúk rahússins, sem birt var í vikunni, kemur fram að strax og Andemariam var lagður inn á sjúkrahúsið hafi verið skrifað í sjúkraskrá hans að græða ætti í hann plastbarka. Þá segir að Paulo Macchiarini hafi samið tilvísunarbréfið til Karolinska-sjúkrahússins með Tómasi og lagði hann meðal annars til þess að hann notaði orðið „ígræðsla“ um mögulegt meðferðarúrræði. Í tölvupóstum frá yfirlækni á Karolinska-sjúkrahúsinu kemur líka fram að um miðjan maí voru hann og Macchiarini byrjaðir að skipuleggja plastbarkaaðgerðina á sjúkrahúsinu. Andemariam sjálfur vissi hins vegar ekkert um skipulagningu plastbarkaaðgerðarinnar þegar hann fór til Stokkhólms og hélt hann að hann ætti að vera þar í nokkra daga. Hvað Tómas Guðbjartsson vissi um þetta liggur ekki fyrir. Að viðurkenna ekki mistök Oscar segir að eitt það merkilegasta við Macchiarini-málið sé að það sýni fram hversu erfitt það hafi verið fyrir aðila málsins að viðurkenna mistök. Til að mynda hafa aðeins fjórir af 27 höfundum vísindagreinarinnar um fyrsta plastbarkaaðgerðina sem birt var í The Lancet tekið nafn sitt af greininni. Íslendingarnir tveir sem eru meðhöfundar Macchiarinis, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson, hafa ekki látið fjarlægja nöfn sín. „Þetta mál er hvergi nærri búið. Ég held að það eigi eftir að springa út hér í Svíþjóð og líka á Íslandi. Ef heimildarmyndin sem Bosse Lindqvist gerði verður til dæmis sýnd á Íslandi þá verður erfiðara fyrir fólk að segja: Það þarf ekki að rannsaka þetta mál.“ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis er nú með plastbarkamálið til skoðunar og mun ákveða hvort það verður rannsakað sérstaklega á Íslandi eða ekki. Oscar segir að málið sé svo
sorglegt vegna þess að áratugalöng þekking innan læknisfræðinnar á því hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að prófa nýjar lækningameðferðir á manneskjum var virt að vettugi. „Þetta voru illa skipulagðar aðgerðir, byggðu á lélegri vísindavinnu og hver einasta regla um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að prófa nýjar lækningameðferð á sjúklingi var brotin. Þess vegna gekk þetta ekki upp; þessar reglur eru þarna af ástæðu. Ef maður fylgir þeim ekki er sú áhætta sem maður tekur gagnvart sjúklingnum of stór. Ef þú ætlar að hjálpa sjúklingi þá þarftu að hafa sterk rök fyrir því að meðferðin sé líklegri til að hjálpa honum en að stefna honum í hættu. En ef þú notar meðferð sem ekki hefur verið rannsökuð þá geturðu ekki vitað hvort aðgerðin er líkleg til að virka eða hvort hún er hreinlega lífshættuleg.“ Lengdi aðgerðin líf Andemariams? Oscar segir að í tilfelli Andemariams Beyene hafi þetta verið raunin og að aðgerðin á honum hafi ekki verið gerð til að bjarga lífi hans. Hann segir að æxlið í hálsi hans hafi ekki lokað öndunarvegi hans til fulls eða neitt slíkt þó hann hafi átt erfitt með að anda. „Þetta gerðist með Íslendinginn. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvaða afleiðingar meðferðin hefði. Hann var ekki lífshættulega veikur á þessari stundu, var ekki bundinn við sjúkrarúm og aðgerðin snérist ekki um að bjarga lífi hans. Það er hins vegar ómögulegt að segja að hversu langan tíma hann hefði átt eftir. Það er hins vegar ekki hægt að fullyrða að aðgerðin hafi lengt líf hans. Það getur vel verið að hann hefði lifað lengur án hennar.“ Fréttatíminn bað um viðtal við Tómas Guðbjartsson um atriði í skýrslu Karolinska-sjúkrahússins um plastbarkaaðgerðirnar en fékk ekki færi á að ræða við hann.
Birgir Jakobsson, núverandi landlæknir, var forstjóri Karolinska-sjúkrahússins þegar aðgerðirnar á Andemariam Beyene, Christopher Lyles og Yesim Cetir voru gerðar. Hann skrifaði upp á samning við Sjúkratryggingar Íslands um kostun aðgerðarinnar á Andemariam Beyene þar sem skýrt kemur fram að hann vissi að um tilraunaaðgerð var að ræða. Birgir skrifaði upp á ráðningu Macchiarinis til sjúkrahússins árið 2010 en neitaði að endurráða hann sem skurðlækni haustið 2013. Birgir hætti sem forstjóri í lok maí 2014 og varð landlæknir á Íslandi í ársbyrjun 2015. Landslæknisembættið er einn af þeim aðilum sem er ráðgefandi í ákvarðanatöku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um hvort rannsaka eigi plastbarkamálið á Íslandi. Tómas Guðbjartsson, brjóstholsskurðlæknir og yfirlæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Læknir Andemariams Beyene sem sendi hann út til Svíþjóðar til meðferðar um vorið 2011. Tók sjálfur þátt í aðgerðinni á Andemariam og skrifaði grein um hana ásamt Paulo Macchiarini og rúmlega 20 öðrum læknum. Fylgdist með Andemariam eftir aðgerðina og gerði rannsóknir á honum til að kanna líðan hans. Tómas sendi Andemariam út til Svíþjóðar eftir að ástand hans versnaði til muna árið 2013. Óskar Einarsson lungnalæknir. Aðkoma hans og ábyrgð í plastbarkamálinu er ekki mikil. Hann kom eingöngu að eftirmeðferð sjúklingsins og gerði á honum rannsóknir til að kanna hvernig aðgerðin hefði gengið. Var meðhöfundur að greininni um aðgerðina á Andemariam í tímaritinu Lancet.
Dýrmæt upplifun á góðu verði Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion banka fá Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum kjörum. Kynntu þér málið á arionbanki.is
fegurð
styrkur
frumleiki
Gæðavörur frá traustum framleiðanda
Kæliskápur 202cm
Tvöfaldur Kæliskápur
Tvöfaldur Kæliskápur
Stál. Heildarrými: 357 lítrar. Kælirými: 247 lítrar. Frystirými: 110 lítrar. Mál B-H-D í mm: 595 x 2017 x 597 Verð áður: 169.900,- Verð nú: 144.900,-
Stál. Heildarrými: 532 lítrar. Kælirými: 361 lítrar. Frystirými: 171 lítrar. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Klakavél. Mál B-H-D í mm: 912 x 1789 x 754. Verð áður: 219.900,- Verð nú: 186.900,-
Stál. Heildarrými: 555 lítrar. Kælirými: 376 lítrar. Frystirými: 179 lítrar. Klakavél. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Mál B-H-D í mm: 912 x 1794 x 732. Verð áður: 349.900,- Verð nú: 297.900,-
RB36J8035SR
RS7567THCSR
ecobubble þvottavélar
m Við selju
eingöngu
mótor lausum með kola ára ábyrgð
RH56J6917SL
Uppþvottavél í sérflokki með Waterwall tækni
með 10
AddWash TM
TM
SAMSUNG WW80 8 KG. 1600 SN. Verð áður: 119.900,Verð nú: 99.900,-
SAMSUNG WW70 7 KG. 1400 SN. Verð áður: 94.900,Verð nú: 79.900,-
49”
SAMSUNG DV80 8 kg Þurrkari Verð áður: 159.900,Verð nú: 135.900,-
Framhlið úr burstuðu stáli / Stillingar ofan á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar + "WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm
55”
Verð áður: 199.900,- Verð nú: 169.900,-
55”
LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót
UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi
UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi
49” K5505 Verð áður: 139.900.Verð nú: 118.900,-
55” KU6405/6475 Verð áður: 239.900.Verð nú: 199.900,-
55” KU6655/6505 Verð áður: 249.900.Verð nú: 209.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15.
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Greiðslukjör
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
ALLT FYRIR HEILSUNA VISSIR ÞÚ AÐ...
Spínat er ein næringarríkasta fæða sem til er. Sé litið til hlutfalls af næringarefnum í hverri kaloríu er spínat meðal efstu á lista. Spínat inniheldur hátt hlutfall af vítamínum, fólínsýru, steinefnum og járni. Þessi efni eru mikilvæg fyrir sjónina, húðina (collagen), hárið, beinin, æðarnar, tennurnar, frumskipti líkamans, taugaboðin, ónæmiskerfið og þroska heilans, svo eitthvað sé nefnt. Spínat inniheldur einnig mikið magn af pólýfenólum og andoxunarefnum sem hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif á líkamann. Það er því ekki að ástæðulausu sem spínat er kallað ofurfæða og lendir gjarnan á topp
10 lista yfir slíka fæðu. Spínat má borða bæði hrátt og eldað. Ef spínat er eldað í stuttan tíma (1 mínúta) inniheldur það nánast sama hlutfall næringar og hrátt spínat. Sé það eldað lengur en það tapast mikilvæg næringarefni. Hrátt spínat inniheldur hinsvegar margfalt hærra hlutfall af C vítamíni en eldað en á móti inniheldur eldað spínat 24% hærra hlutfall af járni. Næringarsérfræðingar um allan heim telja að spínat sé mikilvægur hluti af heilsusamlegu og fjölbreyttu mataræði, bæði fyrir grænmetis- og kjötætur, hvort heldur sem hrátt, soðið eða bakað.
679 kr/pk
verð áður 799
SPÍNAT 200 G.
TILBOÐ
TILBOÐ
15%
15%
afsláttur á kassa
RAPUNZEL
Fáðu Rapunzel lífrænar vörur á tilboði í næstu Hagkaupsverslun.
afsláttur á kassa
LÝSI VÍTAMÍN
LÝSI er leiðandi á heimsvísu á sviði rannsókna, vöruþróunar, framleiðslu og sölu á fiskiolíum.
NÁKD. HRÁBARIR Margar bragðtegundir.
Bio-Kult Candéa
TILBOÐ
20% Gildir til 11. september á meðan birgðir endast.
afsláttur á kassa
Hefur reynst vel bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla Candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara sem er örugg fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.
NEW NORDIC OG BIO-KULT Active Liver, Candéa, Chili Burn.
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
NATURES AID
Ultimate Superfoods og GlucoSlim sem er eina efnið í heiminum sem matvælastofnun Evrópu hefur samþykkt sem þyngdarstjórnunarefni.
TILBOÐ
Vegan ostar, majónes og sósur.
TILBOÐ
20%
afsláttur á kassa
GULI MIÐINN VÍTAMÍN
FOLLOW YOUR HEART
TILBOÐ
20%
Í Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Íslendinga.
VEGAN
20%
afsláttur á kassa
NOW VÍTAMÍN
Öll NOW vítamín á 20% afslætti.
afsláttur á kassa
AMÍNO VÍTAMÍN
100 %: Eykur úthald og orku. Létt: Auðveldar þyngdarstjórnun. Liðir: Liðkandi blanda.
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
UNGNAUTAHAKK 4% FITA
Að hætti Eyþórs
1.991kr/kg
matgæðingur Hagkaups og sjónvarpskokkur
verð áður 2.489
NAUTABOLLUR MEÐ TÓMATCHILI DRESSINGU OG TAGLIATELLE PASTA Nautabollur
600 g 4% feitt nautahakk 1 hvítlauksrif (fínt rifið) ½ msk cumin (malað) ½ tsk stjörnuanis (malaður) 1 msk reykt paprikuduft 1 tsk laukduft 1 tsk sambal oelek 1 egg
50 g hafrar 50 g sellerí (fínt skorið) 50 g gulrætur (smátt skornar) Svartur pipar úr kvörn 11/2 msk sjávarsalt 1 stk focaccia brauð 1 stk parmesan ostur
Setjið allt hráefnið saman í skál. Hnoðið það saman með höndunum og gerið ca. 40 g bollur úr hakkinu. Hitið ofninn upp í 200°C og setjið bollurnar inn í ofninn í 14 mín.
TILBOÐ
Tagliatelle pasta
2 msk hrísgrjónaedik 1 hvítlauksrif ½ msk svartur pipar 250 ml tómatar í dós 50 ml ólífuolía ½ tsk salt
1 pakki tagliatelle Ítalíu pasta Sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka
Tómatchili dressing 1 msk cumin 1 msk oregano 1 msk sambal oelek
Setjið allt hráefnið saman í blender og vinnið saman í ca. 2 mín.
TILBOÐ
30%
TILBOÐ
20%
afsláttur á kassa
20%
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
KJÚKLINGUR FERSKUR
ÚRBEINUÐ KJÚLINGALÆRI
KJÚKLINGALUNDIR
verð áður 1.159
verð áður 2.499
verð áður 2.899
1.999kr/kg
811kr/kg
TILBOÐ
30% afsláttur á kassa
2.319kr/kg
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
LAMBAF LAMBA INNRALÆRI
NAUTASTRIMLAR WOK EÐA STIR FRY
verð áður 4.499
verð áður 3.699
3.149kr/kg
2.959kr/kg
LÍFRÆN KRYDD Í MIKLU ÚRVALI
Minna úrval af lífrænum kryddum í Spöng og á Akureyri.
16 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Drottningu grænlenskra stjórnmála kastað á dyr Það gerist ekki oft að stjórnmálafólk sé hreinlega rekið úr stjórnmálaflokkum í kjölfar hneykslismála. Fólk þarf vissulega stundum að segja af sér embætti í kjölfar embættisafglapa og stundum rýkur það á dyr vegna ósættis en í tilfelli hinnar grænlensku Alequ Hammond, fyrrum formanns jafnaðarmanna í Siumut-flokknum og forsætisráðherra í grænlensku landsstjórninni, var henni hreinlega varpað á dyr. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Aleqa Hammond, sem hafði í upphafi ferlis síns verið kölluð drottning grænlenskra stjórnmála, þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra og hætti sem formaður Siumut, grænlenska jafnaðarmannaf lokksins, árið 2014 þegar upp komst að hún hafði notað 1,9 milljónir af opinberu fé, til að greiða fyrir ferðalög sín og fjölskyldunnar. Málið olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma, hún þurfti að endurgreiða féð auk embættismissisins en var aldrei dæmd fyrir fjárdrátt. „Mistök ráðherra á Grænlandi leiða til brottreksturs eða þeir hætta sjálfir og ráðherrar hafa verið kærðir og dæmdir vegna óvandaðrar notkunar á risnu,“ segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, sem er búsett í Grænlandi og þekkir vel til í Siumut-flokknum. Hún bendir á að það séu ekki bara mistökin sem séu algengari en á Íslandi heldur þyki það sjálfsagt mál að stjórnmálamenn taki afleiðingunum, öfugt við það sem gengur og gerist hér. „Kristjana bendir á að fleiri stjórnmálamenn hafi verið bendlaðir
Í þessum bæ, Uumannaq, ólst grænlenska stjórnmálakonan Aleqa Hammond upp. Hún virðist hafa í vopnabúri sínu ýmsar aðferðir popúlista sem hafi fært henni sérstöðu í grænlenskum stjórnmálum, ekki síst hæfileikann til að taka umræðuna yfir og fólk með stormi, og nota samfélagsmiðla ótæpilega.
við misferli vegna greiðslna fyrir ferðalög þegar málið kom upp. „Þau stálu engu en þau brutu lögin. Kuupik Kleist sem er einn besti núverandi stjórnmálamaður Grænlands, tók afleiðingunum strax og sagði af sér sem formaður Inúítaf lokksins. Hann er einfaldlega hættur. Aleqa Hammond reyndi hinsvegar að hanga á klónum í embætti og það leiddi af sér fjölmenn mótmæli við þingsetninguna haustið 2014 sem er einsdæmi á Grænlandi. Þingsetningin er mikil hátíðastund sem allir taka þátt í sem geta. Í þetta sinn fjölmennti fólk á hávær mótmæli sem leysti nærri því upp athöfnina. Það varð til þess að hún hrökklaðist frá völdum, nauðug, viljug.” Varð strax ráðherra Aleqa Hammond varð formaður Siumut-flokksins árið 2009, skömmu eftir að flokkurinn tapaði kosningum og lenti í stjórnarandstöðu. Flokkurinn hafði þá verið við völd í landinu í þrjátíu ár eða frá því Grænlendingar fengu heimastjórn. Aleqa er rúmlega fimmtug, fædd
Inga Dóra Markussen segir of snemmt að afskrifa Alequ Hammond í grænlenskum stjórnmálum. Hún spáir því að hún láti lítið fyrir sér fara um tíma en dúkki síðan upp í landsmálunum, jafnvel fyrir nýjan flokk.
árið 1965 í bænum Narsag en hún ólst upp í Uummannaq í norður Grænlandi. Faðir hennar var veiðimaður sem fórst af slysförum í veiðiferð þegar hún var sjö ára en móðir hennar býr enn í heimabænum. Hún lagðist í ferðalög eftir grunnskólann og vann tilfallandi vinnu í ýmsum löndum. Hún sneri heim til Grænlands árið 1987 og lauk stúdentsprófi í einskonar háskólabrú. Hún stundaði um tíma háskólanám, bæði í Kanada og Grænlandi en lauk ekki prófi. Áður en hún sneri sér að stjórnmálum, starfaði hún aðallega að ferðaþjónustu. „Hún var nýkomin á þing fyrir f lokkinn þegar Jonathan Motzfeldt, sem þá var forsætisráðherra og formaður Siumut, gerði hana að ráðherra í landsstjórninni,“ segir Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, þegar hún rifjar upp ævintýralegan frama Alequ. Hún varð ráðherra fjölskyldu- og dómsmála en tók síðar við ráðuneyti fjármála og utanríkismála. Þá þegar voru ýmis teikn á lofti sem naumlega tókst að þagga niður. Hljóp af sér leigubílaskuld Árið 2008, þegar hún var fjármálaráðherra í grænlensku landsstjórninni, var hún til að mynda kærð til lögreglu fyrir að hlaupa burt frá leigubíl til að komast hjá því að greiða fyrir farið, þegar hún var á heimleið, all nokkuð við skál. Stjórnmálakonan kvaðst harma atvikið þegar upp komst og slapp með skrekkinn í það sinn. Árið 2009 varð Aleqa Hammond formaður Simut-jafnaðarmannaflokksins og fjórum árum síðar vann hún stórsigur í kosningun-
um 2013 og varð fyrst grænlenskra kvenna til að taka við forsætisráðuneytinu í grænlensku landsstjórninni. „Aleqa er mjög klár stjórnmálakona, ræðuskörungur og með mikla persónutöfra enda nýtur hún mikillar alþýðuhylli,“ segir Inga Dóra. „Hún heillaði fólk upp úr skónum en fyrir þá sem þekktu til bak við tjöldin, var alveg ljóst að hún átti erfitt uppdráttar innan flokksins. Hún hlaut mjög skjótan frama innan flokksins en þegar hún varð formaður hans kom fljótlega í ljós að hana skorti tengsl við baklandið. Inga Dóra bendir á að Siumut sé mikill karlaflokkur með sterk tengsl við veiðimannasamfélagið og sjómennskuna og þar hafi Aleqa ekki átt sterkar rætur. Talaði tungum tveim Grænlenska þjóðin stóð frammi fyrir miklum áskorunum vegna fjölda erlendra stórfyrirtækja sem hugðu á vinnslu náttúruauðlinda í landinu, svo sem málma, olíu og gulls. Þetta gaf hugsjónum um frjálst og óháð Grænland, byr undir báða vængi og Aleqa naut mikilla vinsælda sem stjórnmálamaður fyrir vikið, enda boðaði hún að Grænland gæti orðið sjálfstætt ríki innan 20 ára með því að nýta auðlindir sínar. Efnahagsástandið í landinu var bágborið, um tíu prósenta atvinnuleysi og neikvæður hagvöxtur. Áhersla Alequ á sjálfstæði Grænlendinga færði henni marga aðdáendur en gerði það líka að verkum að hún var gagnrýnd fyrir óbilgirni og hroka og ekki síst óraunsæi. „Fólki gramdist hvernig hún talaði tungum tveim,“ segir Inga Dóra. „Hún talaði í útlöndum eins og sjálfstæðisbaráttan væri
Frá kr.
64.995 Allt að
99.000 kr. afsláttur á mann
SÓL Á SPOTTPRÍS Í SEPTEMBER TENERIFE
Allt að 44.000 kr. afsláttur á mann
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ENNEMM / SIA • NM76854
Stökktu
KRÍT
COSTA DEL SOL
Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 99.000 kr. afsláttur á mann
TENERIFE
Allt að 32.000 kr. afsláttur á mann
Hotel Galini Sea View
Aguamarina Aparthotel
Hotel Isla Bonita
Frá kr. 64.995 m/ekkert fæði innifalið
Frá kr. 146.330 m/allt innifalið
Frá kr. 66.895
Frá kr. 99.545 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 64.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó. 7. september í 7 nætur.
Netverð á mann frá kr. 146.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 177.295 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 8. september í 11 nætur.
Netverð á mann frá kr. 66.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 12. september í 10 nætur.
Netverð á mann frá kr. 99.545 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 129.545 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 14. september í 7 nætur
TENERIFE
KRÍT
Allt að 51.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 32.000 kr. afsláttur á mann
COSTA DEL SOL
Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann
BENIDORM
Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann
Helios Apartments
Paradero Apartments
Hotel Roc Costa Park
Hotel Melia
Frá kr. 86.965 m/ekkert fæði innifalið
Frá kr. 81.330 m/ekkert fæði innifalið
Frá kr. 103.445 m/allt innifalið
Frá kr. 126.565 m/hálft fæði innifalið
Netverð á mann frá kr. 81.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 94.595 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 21. september í 7 nætur.
Netverð á mann frá kr. 103.445 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 137.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 22. september í 11 nætur.
Netverð á mann frá kr. 126.565 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 147.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 25. september í 16 nætur.
Netverð á mann frá kr. 86.965 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 98.795 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 19. september í 10 nætur.
18 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 2005 Þingmaður fyrir Siumut, grænlenska jafnaðarmannaflokkinn.
2009 Tekur við forystu í Simut-flokknum.
2014 Hættir sem formaður Siumut-flokksins.
2016 Rekin úr Simut-flokknum, eftir að hún neitar að segja af sér þingmennsku í kjölfar fjármálahneykslis með greiðslukort frá danska þinginu. Hún missir jafnframt sæti sitt í öllum þingnefndum.
Stjórnmálaferill Alequ Hammond 2005 Ráðherra fjölskylduog dómsmála.
mun stærra mál í umræðunni á Grænlandi en hún er. Þá rak hún fleyg á milli dönskumælandi fólks í landinu og Grænlendinga með því að neita að tala dönsku opinberlega. Þetta aflaði henni fjölda stuðningsmanna en það af laði henni líka óvina.“ Sveik út hótelgistingu Árið 2013 rifjaði danska blaðið Berlingske upp að hún hefði hlotið dóm 1996 fyrir að hafa svikið út jafnvirði níutíu þúsund króna íslenskra á hóteli, með því að nota ítrekað lokað greiðslukort gegn betri vitund. Hún slapp með sektargreiðslu ásamt því að þurfa að greiða upphæðina til baka til hótelsins. Bent var á það í kjölfarið að hún hefði ekki skýrt flokknum frá þessu dómsmáli þegar hún bauð sig fram til trúnaðarstarfa. Ýmsar aðrar sögur um neyðarlegar uppákomur forsætisráðherrans gengu ljósum logum innan Siumut flokksins þótt þær kæmust ekki í hámæli annars staðar. En svo féll sprengjan sem leiddi til afsagnar hennar, þegar hún var sökuð um að hafa dregið sér tæpar tvær milljónir sem flokksformaður og forsætisráðherra. „Þetta snerist í raun og veru um ferðir hennar
2009 Verður forsætisráðherra Grænlands, fyrst kvenna.
2014 Hættir sem forsætisráðherra í kjölfar ávirðinga um fjármálamisferli.
2015 Kjörin sem þingmaður Grænlands á danska þjóðþingið. Fær metfjölda atkvæða í almennum kosningum.
2016 Óháður þingmaður Grænlands á danska þjóðþinginu.
„Ef stjórnmálaþátttaka hennar hefði verið ástar samband, þá myndi hún ekki senda út Facebook statusinn: „Politics and Aleqa Hammond are no longer in a relationship,“ heldur: „It’s complicated.“ í embættiserindum þar sem fjölskylda hennar var með. Í þeim tilfellum hafði skrifstofa grænlensku landsstjórnarinnar keypt flugmiða og hótel fyrir hana og aðra fjölskyldumeðlimi, en rukkað hana um það sem sneri að fjölskyldunni. Hún hafði hinsvegar samið um að greiða það á afborgunum og var því komin í skuld við landsstjórnina vegna einkaskulda sinna,“ segir Inga Dóra. Hún segir hinsvegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að hún hafi ekki ætlað að greiða peningana til baka. Glæsileg kosning á danska þingið Aleqa Hammond var þó síður en svo hætt afskiptum af stjórnmálum þótt hún hafi fallið af stalli í landsstjórninni. Hún bauð sig fram sem þingmaður Grænlands á danska
SEPT
Kringlukráin Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
2007 Ráðherra efnahagsog utanríkismála.
Sími 568 0878 kringlukrain@kringlukrain.is www.kringlukrain.is
Aleqa Hammond í grænlenskum þjóðbúningi ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, Helga Ágústssyni sendiherra og Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Nuuk.
þjóðþinginu árið 2015 og fékk glæsilega kosningu, í raun fleiri atkvæði í embættið í persónukjöri en dæmi voru áður um. Það heyrðust þó einhverjar óánægjuraddir, aðallega í Danmörku. Þar þótti skrítið að Grænlendingar sendu stjórnmálamann á danska þingið sem hefði ekki verið treystandi fyrir að fara fyrir danska jafnaðarmannaflokknum og heldur ekki fyrir grænlensku landsstjórninni. Margir Danir hugsuðu henni líka þegjandi þörfina fyrir ýmis stóryrði sem hún hafði látið falla um í viðleitni sinni til að gera sjálfstæðshugsjónina að kosningamáli í Grænlandi. En því miður þá leið ekki langur tími þar til gagnrýnendur hennar fengu kærkomið tækifæri til að segjast hafa varað við henni. Aleqa Hammond varð uppvís að því að misnota greiðslukort sitt sem hún hafði til afnota sem fulltrúi Grænlands á danska þjóðþinginu. Alls hafði hún notað um tvö hundruð og þrjátíu þúsund krónur í einkaneyslu. Kortið mega þingmennirnir einungis nota til að kaupa flugmiða eða greiða fyrir leigubíla þegar þeir eru í embættiserindum. Aleqa gaf sjálf þá skýringu að hún hefði gripið til kortsins í neyð, þegar hennar eigið var lokað. Sú skýring féll þó um sjálfa sig þegar sýnt var fram á að hún hefði notað kortið í byggingavöruverslun og matvöruverslun í Nuuk. Hvað nú Aleqa? Aleqa var stödd erlendis þegar hún glataði að sögn greiðslukortinu sínu. Hún var ekki á leið til Grænlands heldur á fund fólksins í Borgundarhólmi og kom þetta sér því afar illa. Í framhaldinu bað hún skrifstofu þingsins um að mega nota kortið frá þjóðþinginu og bakfæra reikninginn, þegar hennar eigið kort væri komið í gagnið. Það leyfi var gefið. Þingkonan hélt hinsvegar áfram að nota kortið í þrjár vikur eftir að til Grænlands var komið. Allt þar til skrifstofa danska þingsins greip í taumana. „Vinkona mín hringdi í mig og sagði, ertu búin að heyra þetta um Alequ? og ég bara dæsti og spurði, hvað nú?,“ segir Inga Dóra.
Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt er búsett í Grænlandi og þekkir vel til í Si umut-flokknum. Hún bendir á að það séu ekki bara mistök stjórnmálamanna sem séu algengari í Grænlandi en á Íslandi heldur þyki sjálfsagt mál að stjórnmálamenn taki afleiðingunum. Hér er hún með fyrrverandi eiginmanni sínum Jonathan Motz feldt, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Simut, sem nú er látinn.
Stjórn þingsins hefur greint frá því að upphæðin verði dregin frá launum þingkonunnar. Stjórn Simut flokksins krafðist þess að hún segði af sér embætti og hótaði að draga til baka stuðning flokksins við hana ef hún gerði það ekki. „Það voru margir á móti því að hún fengi annað tækifæri í stjórnmálum, þegar þetta spurðist út varð allt brjálað.“ Stjórnmál og uppskriftir Aleqa Hammond virðist hafa í vopnabúri sínu ýmsar aðferðir popúlista sem hafi fært henni sérstöðu í grænlenskum stjórnmálum, ekki síst hæfileikann til að taka umræðuna yfir og fólk með stormi, og nota samfélagsmiðla ótæpilega. Milli þess sem hún kastar inn í umræðunu pólitískum yfirlýsingum deilir hún út kökuuppskriftum eða barnamyndum. „Hún hafði ennþá gríðarlega alþýðuhylli og mikið persónufylgi,“ segir Inga Dóra. „Þess vegna varð fólk líka svona reitt þegar hún gerði þetta enn eina ferðina. Hún er svona stjórnmálamaður sem er með slóðina af aðdáendum á eftir sér á Facebook. “ Aleqa Hammond segist sjálf hafa valið að ganga úr flokknum, eftir að henni var stillt upp við vegg.
Hún átti að segja sig frá stöðu sinni á danska þinginu og kalla til varamann, eða missa stuðning flokksins. Hún segist vera kosin með fjölda atkvæða til að berjast fyrir hugsjónum sem hún trúi á og velji því að halda áfram, utan flokka, og segja skilið við Siumut. „It’s complicated“ Aleqa segir að gerðir hennar hafi vissulega haft afleiðingar og hún skilji mætavel þá stöðu sem hún hafi komið flokknum í. Núna sé hinsvegar búið að taka á málinu og líti þannig á að því sé lokið. Hún segist vera leið yfir því að hafa valdið fjölda fólks vandræðum, hún hefði getað breytt öðruvísi en hún gerði. Hún taki á því fulla ábyrgð en nú haldi starfið áfram í þinginu. Inga Dóra segir að þess vegna sé allt of snemmt að afskrifa Alequ Hammond í grænlenskum stjórnmálum. Hún spáir því að hún láti lítið fyrir sér fara um tíma en dúkki síðan upp í landsmálunum, jafnvel fyrir nýjan flokk. „Ef stjórnmálaþátttaka hennar hefði verið ástarsamband, þá myndi hún ekki senda út Facebook-statusinn: „Politics and Aleqa Hammond are no longer in a relationship,“ heldur: „It’s complicated.“
NÝIR SÓFAR
GLÆSILEGT ÚRVAL Á PIER.IS
NEVADA hornsófi Verð 299.900,Stærð: 303x228x78cm.
NOTTING HILL sófi Verð 179.900,Stærð: 246x106x84cm.
3 fyrir 2 af smávöru Gildir 1.– 7. september
TILBOÐIN GILDA 28. MAÍ – 3. JÚNÍ
3 fyrir 2 af kertum
Smáratorgi 522 7860 • Korputorgi 522 7870 • Glerártorgi 522 7880
E T S SELEJÖRÐ Á:
r til e ir mb ild te G ep .s 19
www.prooptik.is
UMG
. r k 1 jum við kaup á gler
Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1kr. við kaup á glerjum.
1kr. við kaup á glerjum.
1kr. við kaup á glerjum.
Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 19.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1kr. við kaup á glerjum.
1kr. við kaup á glerjum.
1kr. við kaup á glerjum.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ
SÍMI 5 700 900
HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
r til e ir mb ild te G ep .s 19
www.prooptik.is
Margskipt gler:
49.900 kr. 94.900 kr
SELESTE umgjörð á:
1 kr.
Fullt verð:
Gæðagler frá Frakklandi!
um við kaup á glerj
Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd. Þar sem hvert svæði á fram og afturhlið er reiknað út miðað við styrk notandans, sem gefur þeim meiri skerpu.
SÍMI 5 700 900
ÖLL G LERIN KOMA MEÐ R ISPU-, GLAM PAOG MÓ ÐUVÖ RN OG ÞYNN TU PL ASTI.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
r til l e ir timb ild irte rs G iledp ma Gs . . 6 19 2
Létt og sterk,
REYKJAVIK EYES
barnagleraugu rð: e v t l l Fu ,65.400 ERÐ: ÐSV O B L I T
, 0 0 39.5
Börnin eru okkar kröfuhörðustu viðskiptavinir og mikið reynir á gleraugun. Öll glerin eru með hertu öryggisgleri, þynningu, glampavörn, rispuvörn og móðuvörn.
BARNAGLERAUGU
til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
r til e ir mb ild te G ep .s 19
25% afsláttur
af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
Þú finnur okkur á eftirtöldum stöðum:
Kringlunni, 2.hæð
SÍMI 5 700 900
Hagkaupshúsinu, Skeifunni
Spönginni, Grafarvogi
KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
VERTU WOW Í AMERÍKU BO STON
24 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
lóaboratoríum
lóa hjálmtýsdóttir
frá
15.999 kr. *
okt.- mars
MONT RÉAL
frá
15.999kr.
*
sept. - mars
TORONTO
frá
15.999 kr. *
sept. - mars
S AN FRANC I S CO
frá
23.499 kr. *
s e p t . - n ó v.
LO S ANGELES
frá
23.499 kr. *
s e p t . - n ó v.
V
OKKUR VANTAR MEIRI PÓLITÍK, EKKI MINNI
ið lifum skemmtilega tíma. Það er ekki hægt kvarta undan doða eða leiðind um. Samfélög okkar eru að ganga í gegnum miklar breytingar; efnahagslegar forsendur riðlast und ir atvinnuvegum og búsetu, hug myndir fólks um hamingju og gott líf umbreytast og helstu stofnanir hafa staðnað og þurfa að endurfæðast. Að miklu leyti var Hrunið gott. Það afhjúpaði ágalla ríkjandi hugmynda. Það var sem við hefðum keyrt á vegg við endann á blindgötu. Þá var ekki annað að gera en bakka aftur út. Það gekk Íslendingum vel. Þrátt fyrir að Hrunið hafi valdið mörgum miklu tjóni hefur þjóðin nú ágæt tækifæri til að byggja upp gott samfélag. Og betra en áður. Og um það ætti stjórnmálaumræð an að snúast? Hvert viljum við fara? Eigum við að reyna aftur við blind götuna? Komumst við kannski í gegnum vegginn ef við gefum í? Ef við gerum meira af því sama og við gerðum fyrir Hrun? Við getum keyrt aftur inn blind götuna ef við ákveðum það. En líka ef við ákveðum ekkert annað. Það er ákvörðun í sjálfu sér að taka ekki ákvörðun. Ef við tökum ekki aðra stefnu þá fylgjum við fyrri stefnu. Og því miður er það líkleg niður staða. Í það minnsta bjóða stjórn málin ekki upp á ákafa umræðu um nýja stefnu.
Það er langt síðan stjórnmála umræðan á Vesturlöndum snerist um uppbyggingu betra samfélags. Það var einkenni umræðunnar frá
eftirstríðsárunum og fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var horft fram í leit að lausn. Hvernig gátum við stytt vinnutíma, aukið þægindi, bætt réttindi og aukið jöfnuð? Þegar olíukreppan skall á í byrjun áttunda áratugarins var hins vegar komið þrot í bjartsýnina. Hugmynd eftirstríðsáranna um gott samfélag var byggð á öðrum og einsleitari gildum en komust á yfir borðið þegar fleiri hópar fengu rödd, kröfðust réttinda, hljómgrunns og virðingar. Þótt markmiðið hafi ver ið að gefa öllum tækifæri tapaðist hinn einfaldi samhljómur þegar all ir hófu upp rödd sína. Í stað þess að auka samhljóm leiddu samfélagsum bæturnar til ákafari deilna um gildi, markmið og leiðir. Út úr þrengingum olíukreppunnar risu því stjórnmál sem horfðu ekki til framtíðar að lausnum heldur for tíðar. Framtíðin var ekki lausn held ur vesen. Nýfrjálshyggjan vildi lækna sam félagið af spillingu félagslegra mark miða. Hún vildi frelsa stofnanir, eignir og verkefni úr hrammi ríkis ins og færa þau aftur út á markað inn, í sitt náttúrlega umhverfi. Við vorum ekki lengur samfélag á leið fram til betri lausna heldur samfélag á leið aftur til gamalla lausna. Samhliða því að snúa umræðunni frá framtíð að fortíð varð stjórnmála umræðan upptekin af ógn. Okkur stafaði ógn af furðulegustu hlutum. Hér heima gátu það verið kommar, Baugur, Evrópusambandið, kröfu hafar, múslimar.
Annað einkenni þessa viðsnún ings var að áherslan fór frá fé lagslegum lausnum, hefðbundn um stjórnmálum, að tæknilegum lausnum. Við áttum ekki að stefna að tilteknum markmiðum, til dæm is samfélagslegum jöfnuði, heldur myndi hin allra besta lausn spretta fram ef við pössuðum okkur á að snerta sem minnst við sigurverki markaðarins. Stjórnmálin lögðu sig því niður að mestu. Í stað stjórnmálalegra markmiða var rætt um tæknilegar lausnir. Að hálfu leyti var þetta gert vegna þess að ný kynslóð stjórnmála trúði því að búið væri að finna lausn á öll um helstu pólitísku deilumálum. En að hálfu var markmiðið að leiða umræðuna frá stjórnmálum og að tæknilegum álitamálum. Það var markmið í sjálfu sér að ræða ekki stjórnmál vegna þess að markmiðið var að breyta sem minnstu. Það er ástæða þess að pólitísk umræða á Íslandi getur snúist um staðsetningu spítala, flugvallar eða mosku. Hver kunni að verða niður staðan í samningum við kröfuhafa eða hvernig best sé að hnýta lausa enda við afléttingu hafta. Hvernig vaxtakjör fólk semur um sín á milli. Og svo framvegis. Við erum orðin svo von þjarki stjórnmálamanna um tæknilegar lausnir að við erum farin að trúa að það sé í raun pólitísk umræða. Sem það er ekki. Stjórnmálamenn ættu náttúrlega að ræða sín á milli og við okkur um hvert við viljum að samfélagið stefni en ekki tækni leg úrlausnarmál, sem stjórnmála mennirnir hafa hvorki hæfni né þekkingu á að leysa. Næst þegar stjórnmálamenn koma til okkar og vilja ræða við okk ur um tæknileg úrlausnarmál ætt um við að segja nei, takk. Og biðja frekar um pólitíska umræðu um hvernig samfélagi við viljum búa í.
Gunnar Smári
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
26 |
FARÐU Á FLAKK! A M S T ERDAM
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Verðum alltaf vinkonur, sama hvað gerist
frá
7.999 kr. *
sept. - mars
D UBLI N
frá
7.999 kr.
*
sept. - mars
á Tenerife með GamanFerðum!
E DI NBORG
frá
7.999 kr.
*
sept. - mars
LONDON
frá
6.999 kr. *
sept. - des.
F RANKFURT
frá
9.999 kr. *
sept. - mars
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Maryam Raísi og Zahra Mesbah hafa verið bestu vinkonur frá því þær fóru saman í Kringluna fyrir rúmu ári. Þær eru báðar afganskir flóttamenn, Zahra hefur fengið hér hæli en Maryam ekki. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Við Zahra hittumst fyrst þegar við mamma vorum nýkomnar til landsins. Þá vantaði okkur símakort og vissum ekkert hvert við ættum að snúa okkur. Zahra hjálpaði okkur og við höfum verið vinkonur síðan,“ segir Maryam Raísi. Líkt og áður hefur komið fram í fréttum var Maryam og móður hennar, Torpikey Farrash, synjað um hæli hér á landi fyrir sjö mánuðum. Synjunin var kærð til kærunefndar útlendingamála og bíða þær niðurstöðu. Fái þær aftur synjun verða þær sendar til Afganistan. Hafa ekki átt vinkonur í mörg ár „Ég frétti að hingað væri komin fullorðin afgönsk kona með dóttur á mínum aldri og ég vildi auðvitað strax hitta þær og hjálpa þeim. Við hittumst á Hlemmi og ég aðstoðaði þær við að kaupa símakortið en svo ákváðum við að fara líka í Kringluna. Þegar við vorum búnar í Kringlunni fórum við heim til mín þar sem þær hittu mömmu og systur mína og við höfum a llar verið vinkonur síðan,“ segir Z ahra Mesbah.
„Mamma var líka mjög spennt að hitta móður Zöhru því hún hefur ekki verið í miklum samskiptum við aðrar konur síðastliðin ár. Þegar við bjuggum í Svíþjóð þá vorum við á mjög einangruðum stað þar sem voru aðallega afganskir karlmenn svo við eignuðumst engar vinkonur þar,“ segir Maryam en áður en þær mæðgur sóttu um hæli á Íslandi biðu þær eftir hæli í Svíþjóð í þrjú ár. „Þetta var svo góður dagur fyrir okkur því allt í einu vorum við að gera venjulega hluti með öðrum konum, eitthvað sem við höfðum ekki gert í mörg ár.“
„Þetta var svo góður dagur fyrir okkur því allt í einu vorum við að gera venjulega hluti með öðrum konum, eitthvað sem við höfðum ekki gert í mörg ár.“
Útskúfun fyrir að kasta slæðunni Dagurinn sem þær Zahra og Maryam lýsa var í ágúst á síðasta ári, mánuði eftir að Maryam og Torpikey komu hingað til lands frá Svíþjóð og þremur árum eftir að Zahra, systir hennar og móðir, fengu hér hæli. Zahra og Maryam hafa því aðeins þekkst í rúmt ár en kalla samt hver aðra systur í dag. Á meðan við tölum saman sitja þær hlið við hlið í sófanum, haldast í hendur og botna setningar hvor annarrar. Þær tala saman í síma tvisvar á dag og hittast með mæðrum sínum að minnsta kosti vikulega og borða saman. Vinátta þeirra var þó erfiðleikum bundin í upphafi þar sem Maryam og Torpikey hafa kastað slæðunni og tekið kristna trú. „Afganskar konur eru alltaf undir valdi karlmanns, hvort sem það er eiginmaður eða fjarskyldur fjölskyldumeðlimur. Við erum hér á
eigin vegum en afganskir karlmenn hér á landi hafa bannað öðrum konum að vera í samskiptum við Maryam og Torpikey því þær eru ekki með slæður. En við höfum alltaf stutt þær og þeirra ákvörðun. Þær eru frjálsar konur og mega gera það sem þær vilja. En ímyndaðu þér hvernig karlmenn í Afganistan eru fyrst afganskir karlmenn á Íslandi haga sér svona. Þær eiga enga von þar.“
Maryam Raísi
Að geta deilt gleði og sorg „Frá því að við fréttum að það ætti líklega að senda Maryam og Torpkey aftur til Afganistan h efur okkur liðið mjög illa. Ekki bara okkur heldur líka mæðrum okkar sem hafa þurft að þola allt of mikið. Þeim hefur liðið betur eftir að þær fundu hvor aðra því allir þurfa einhvern til að deila með, hvort sem það er gleði eða sorg. Við erum fjölskylda í dag og ég má ekki til þess hugsa að þær verði einar á götunni í Afganistan. Það er verst fyrir þær en auðvitað erum við líka hryggar yfir því að missa fjölskyldu okkar aftur,“ segir Zahra en hún missti bróður sinn og föður þegar hún var ung. „Ég vil helst ekki hugsa um framtíð mína og mömmu í Afganistan, það er of erfitt. Afganistan er ekki góður staður fyrir konur, sérstaklega ekki konur sem eru á eigin vegum,“ segir Maryam. Munuð þið reyna að halda sambandi ef þið verðið aðskildar? „Auðvitað, við erum fjölskylda og það breytist aldrei,“ segir Zahra „Við verðum alltaf vinkonur, sama hvað gerist,“ segir Maryam.
FRÉTTATÍMINN |
Zahra og Maryam kynntust fyrir rúmu ári en kalla hvor aðra systur í dag. Zahra hefur tekið stúdentspróf á íslensku og stundar nú nám í íslensku við Háskóla Íslands en stefnir á að læra tannlækningar. Maryam er að læra íslensku en þorir ekki að hugsa um framtíðina fyrr en það kemur í ljós hvort hún og móðir hennar fá hér hæli. Mynd | Rut
Maryam og móðir hennar, Torpikey Farrash, hafa verið á flótta í fimmtán ár. Þegar Maryam var fjögurra ára tóku talíbanar völdin í Afganistan og þær neyddust til að flýja Kabúl. Síðan hafa þær verið á flakki milli Írans og Afganistan. Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði að taka sér Maryam sem konu ákvað Torpikey að flýja til Evrópu. Eftir langt ferðalag, fótgangandi, með gúmmíbáti og í kassa vöruflutningabíls komu þær til Svíþjóðar þar sem þeim var neitað um hæli eftir þriggja ára dvöl. Þá fóru þær til Íslands þar sem þeim var neitað um hæli eftir þrjá mánuði. Þær bíða nú niðurstöðu frá kærunefnd útlendingamála.
Verið velkomin á Base Hotel alla Ljósanæturhelgina! Það verður Happy hour hjá okkur alla helgina. Hlökkum til að sjá þig. Sjáumst um helgina og gleðilega hátíð!
· Bjór: 499 kr. · Kaffi og kaka: 400 kr.
Valhallarbraut 756-757 | Reykjanesbæ | basehotel.is
28 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Trump sem andlit nýrrar alþjóðlegrar öfgahreyfingar
Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is
„Daginn sem gengið var til kosninga, þá um morguninn, vorum við tíu prósentustigum undir í könnunum. Þeir höfðu allir á röngu að standa ... Við náðum til fólksins sem hafði verið skilið útundan af hinu alþjóðlega stórfyrirtækjaveldi. Við náðum til fólks sem hafði aldrei kosið áður, en trúði því að það gæti endurheimt yfirráð yfir eigin landi og landamærum og endurheimt sjálfsvirðingu sína og stolt með því að kjósa með Brexit.“ Skilaboðin til stuðningsmanna Trump voru skýr: Það væri ekkert að marka kannanir sem sýndu að Hillary hefði tveggja tölustafa forskot né stjórnmálaskýrendur sem fullyrtu að Trump gæti ekki unnið. Kjósendur Trump ættu að læra það af stuðningsmönnum Brexit að aldrei ætti að láta úrtöluraddir draga úr sér kjark eða leyfa andstæðingum sínum að útmála sig sem rasista eða fordómafullt fólk sem hefði orðið undir í lífinu: „Ekki gleyma því að það er allt hægt ef nógu mikið af góðu fólki er tilbúið til að standa uppi í hárinu á elítunum.“ Baráttan fyrir Brexit og kosningabarátta Trump áttu ekki aðeins það sameiginlegt að lykillinn að sigri væri hinn sami, heldur rifjaði Farage líka upp að stuðningsmenn Brexit og Trump ættu sameiginlegan óvin í Obama, sem hefði komið til Bretlands í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar til þess að hvetja Breta til að yfirgefa ekki Evrópusambandið og „tala niður til okkar. Hann kom fram við okkur eins og við værum einskis virði.“ Nokkuð sem fundargestir þóttust kannast við í fari Obama.
Farage lýsti að vísu ekki formlega yfir stuðningi við Trump, enda nýbúinn að fordæma Obama fyrir að hafa skoðanir á kosningum í Bretlandi: „En ég get sagt ykkur eftirfarandi: Ef ég væri bandarískur ríkisborgari gæti ég ekki kosið Hillary Clinton þó að mér væri borgað fyrir það.“ Hvað er þetta „Brexit“? Ræða Farage vakti umtalsverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna þess að það er næsta fáheyrt að erlendir stjórnmálaleiðtogar stígi á svið með forsetaframbjóðendum á kosningafundum og líka vegna þess að Nigel Farage var nánast algerlega óþekktur meðal fundargesta. Óvísindaleg könnun The Guardian sýndi að átta af hverjum tíu fundargestum vissu hvorki hver Farage var né við hvað var átt þegar talað var um „Brexit“. Viðbrögðin við ræðu Farage voru í samræmi við þetta. Þó fundargestir hefðu klappað og hrópað fagnaðaróp þegar Farage mærði Trump eða gagnrýndi Obama vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við þegar hann talaði um Evrópusambandið, Brexit og Brussel. Samkvæmt The New York Times voru kjósendur Repúblikanaflokksins í Mississippi því ekki með það á hreinu hvenær þeir áttu að baula eða klappa. Fulltrúar nýrrar hægrihreyfingar Farage er vitaskuld ekki sá fyrsti sem bendir á líkindin á milli kosningabaráttu Trump og Brexit. Svipuð öfl virðast að verki beggja vegna Atlantshafsins: Hræðsla við
Myndir | Getty
Á miðvikudaginn í síðustu viku tók Nigel Farage, fyrrum leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP, þátt í kosningafundi Donald Trump í borginni Jackson í Mississippi. Farage notaði tækifærið til að hvetja viðstadda til að „endurheimta Bandaríkin“ með hjálp Donald Trump. „Í mínum huga hafið þið fengið einstakt tækifæri.“ Farage hvatti einnig fundargesti til að sýna öllum sem vildu hafa vit fyrir þeim eða þættust vita betur í tvo heimana því reynslan úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Evrópusambandsaðild Bretlands sýndi að allt væri hægt:
Trump og Farage á kosningafundi í Jackson Mississippi, fimmtudaginn 24. ágúst. Farage sagðist vera kominn til að færa stuðningsmönnum Trump „skilaboð vonar og bjartsýni“: „Ef litla fólkið, alvöru fólkið, ef venjulega, heiðarlega fólkið er tilbúið til að standa saman og berjast fyrir því sem það truer á, þá getum við sigrast á stórbönkunum, við getum sigrast á stórfyrirtækjunum“.
Óvísindaleg könnun The Guardian sýndi að átta af hverjum tíu fundargestum vissu hvorki hver Farage var né við hvað var átt þegar talað var um „Brexit“. útlendinga og innflytjendur og reiði knúin áfram af efnahagslegri og félagslegri óvissu. Kjósendahóparnir virðast líka svipaðir, eldra og minna menntað hvítt fólk, sérstaklega karlmenn úr verkalýðsstétt og lægri borgarastétt. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi hefur líklega líka sannfært marga Evrópubúa um að það sé varhugavert að vanmeta popúlískar fjöldahreyfingar, þar með talið Trump, sem samkvæmt Brexitkosningunum gæti allt eins átt eftir að sigra í nóvember. Það er að vísu fátt sem bendir til að svo fari. Fyrir utan nokkrar kannanir í kjölfar landsfundar Repúblikanaflokksins í lok júlí hefur Hillary Clinton verið með öruggt forskot alla kosningabaráttuna, og þó sérstaklega í lykilfylkjum sem Trump yrði að vinna til að geta sigrað. Það er engu að síður full ástæða til að staldra við, því kosningafundurinn í Jackson Mississippi, þar sem Trump og Farage stóðu hlið við hlið og fordæmdu elítur í Brussel og Washington, beinir sjónum okkar að merkilegri þróun sem á sér nú stað á hægrivæng stjórnmál-
Sérblað um
Heilsu móður & barns
Þann 10. september
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 kristijo@frettatiminn.is | 531 3307
Hollenski þjóðernisöfgamaðurinn Geert Wilders á landsfundi Repúblikanaflokksins í júlí síðastliðnum. Breitbart Media hélt hóf til heiðurs Wilders og öðrum útvöldum gestum á landsfundinum þar sem Milo Yannopoulos, einn af umdeildari talsmönnum Trump, og einn ritstjóra Breitbart, lýsti Wilders sem einum af mikilvægustu „vonarneistum vestrænnar siðmenningar“ og „krossfara fyrir frelsi og vestræna menningu“.
anna beggja vegna Atlantshafsins: Risi nýrrar róttækrar popúlískrar hægrihreyfingar, svokallaðs „jaðarhægris“, sem einkennist öðru fremur af íslamófóbíu og nýrasisma.
Obama skapaði kjöraðstæður fyrir vöxt þessarar hreyfingar, en hún dafnaði mjög á samfélagsmiðlum og í spjallþráðum á síðum eins og Breitbart News.
Jaðarhægrið, The Alt-Right Daginn eftir kosningafund Farage og Trump í Jackson, Mississippi, hélt Hillary Clinton ræðu í Reno, Nevada, sem fjallaði um bandaríska birtingarmynd þessarar hreyfingar, „the Alt-Right“, tengsl Trump við hana og þá ógn sem af hreyfingunni stafar. Hugtakið Alterative Right var fyrst sett fram árið 2008 af heimspekingnum og dálkahöfundinum Paul Gottfried, einum af áhrifameiri hugmyndafræðingum bandarískra íhaldsmanna. Gottfried hélt því fram að ósigur Repúblikana í kosningunum 2008 kallaði á endurnýjun og endurskipulagningu í röðum hægrimanna. Þörf væri á nýju hægri sem væri valkostur við þá stefnu sem ríkt hafði á valdaárum Bush, og gæti jafnframt sigrast á fulltrúum ný-íhaldsstefnunnar sem lagt höfðu undir sig Repúblikanaflokkinn. Um leið yrði lífi blásið lífi í flokkinn og alla bandarísku hægrihreyfinguna. Hugtakið var skömmu seinna tekið upp af Richard Spencer, áköfum talsmanni „hvítrar þjóðernishyggju“ og forstöðumanni þjóðernissinnaðrar hugveitu, The National Policy Institute. Spencer var, að því er virðist, fyrstur til að tala um „Alt-Right“ og kalla eftir breiðfylkingu allra á jaðri hægrisins sem væru ósáttir við þróun bandarísks samfélags. Valdatíð Barack
Teboðshreyfingin og öfgahægri Líkt og teboðshreyfingin er jaðarhægrið frekar óskýr og illskilgreinanleg hreyfing. Ólíkt teboðshreyfingunni hefur hins vegar lítið verið skrifað um jaðarhægrið og við höfum í raun engar áreiðanlegar rannsóknir á samsetningu eða hugmyndafræði hreyfingarinnar. Svo virðist hins vegar að á meðan teboðshreyfingin spratt úr grasrót Repúblikanaflokksins sé uppruna jaðarhægrisins að stórum hluta að leita utan flokksins. Um leið er augljóst að nokkur skörun er á hreyfingum og að jaðarhægrið hefur tekið upp mikið af orðræðu teboðshreyfingarinnar. Eftir því sem krafturinn fór úr teboðshreyfingunni virðist hann líka hafa færst yfir í róttækari farvegi. Jaðarhægrið er í gruninn frekar ósamstæður hópur fólks sem á sér þó það sameiginlegt að vera reitt yfir því sem það upplifir sem hnignun bandarísks samfélags: Bandaríkin eru að gefast upp fyrir niðurrifsöflum pólítískrar rétthugsunar og fjölmenningar, og evrópsk arfleið Bandaríkjanna og vestræn gildi eiga undir högg að sækja sökum fjölgunar innflytjenda. Óttinn við uppgang íslamstrúar virðist sérstaklega áberandi, og þá um leið sú sannfæring að Bandaríkin hafi misst kjarkinn til að takast á við „íslmaófasista“, bæði innan Bandaríkjanna og á alþjóðavettvagi.
A J G N E R P S R A T T Á L S AF AUKAHLUTUM G O M U L Ó J H AF ÖLLUM
1.-4. SEPTEMBER
30%
Verðdæmi
22.425 16” Paw Patrol
verð áður
29.900
AFSLÁTTUR
16” Frozen
16” Sofia
vnr. 932102
vnr. 954465
Verðdæmi
Verðdæmi
22.425
22.425
29.900
29.900
vnr. 954459
verð áður
29.900
ÞJÓNUSTA & GÆÐI
AG
H
16” Avengers
22.425
FRÍ
YFIRFERÐ & ÁSTANDSSKOÐUN**
UÁN AÐ
P. I
S
Verðdæmi
verð áður
VERS L
verð áður
INU ET
*Frí heimsending gildir aðeins á höfuðborgarsvæðinu. **Frí yfirferð og ástandskoðun á reiðhjólum einu sinni innan árs frá kaupum hjá viðurkenndum fagaðila.
vnr. 954463
KAU
FSERNDÍING*
HEIM
30 |
GASTROPUB
Femínasismi og íslamófasismi Öll þessi stef mátti sjá hjá teboðshreyfingunni, en það sem skilur hreyfingarnar fyrst og fremst að er áhersla jaðarhægrisins á kynþáttahyggju og mikilvægi þess að gripið sé til vopna til að vernda vestræna menningu. Mikilvægasti munurinn er þó líklega að áhyggjur teboðshreyfingarinnar voru bundnar við Bandaríkin, jaðarhægrið er alþjóðlegra. Svo virðist líka sem ákveðinn aldursmunur sé til staðar. Ólíkt liðsmönnum teboðshreyfingarinnar, sem flestir voru komnir um og yfir miðjan aldur, líkt og flestir stuðningsmenn Trump, er framvarðarsveit jaðarhægrisins upp til hópa ungt fólk, aðallega þó ungir karlmenn, sem hafa áhyggjur af „femínasistum“ og „fjölmenningarfasistum“, og árásum þeirra á karlmennsku sem veiki mótstöðu Bandaríkjanna gegn herskáu íslam. Skjaldsveinar klámvæðingarinnar Mikið af þessum mönnum virðast hafa orðið fyrir pólitískri vakningu vegna baráttu minnihlutahópa og femínista innan háskóla: Kröfur um nærgætni í umfjöllun um viðkvæm viðfangsefni, „safe spaces“ og „trigger warnings“ og þó sérstaklega barátta gegn klámvæðingu, t.d. í tölvuleikjum, hafa orðið vatn á myllu róttækrar karlréttindahreyfingar sem telur nauðsynlegt að spyrna við fæti og koma í veg fyrir að samfélagið verði of kvenlægt. Eitt af því sem helst hefur einkennt jaðarhægrið, of beldisfull hatursorðræða í garð femínista og kvenna á internetinu og samfélagsmiðlum, er sprottin af þessum rótum. Netmiðillinn Breitbart News, sem hefur á síðustu árum staðsett sig sem vettvang og málpípu jaðarhægrisins, tók t.d. virkan þátt í „Gamergate“, hatursherferð gegn konum sem höfðu gagnrýnt karllægni og klámvæðingu í tölvuleikjaheimium.
SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur
Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!
ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
Alþjóðleg hreyfing Mikilvægasta einkenni jaðarhægrisins í Bandaríkjunum er þó að hreyfingin er í eðli sínu alþjóðleg, og að hún sækir innblástur til Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægrimenn sitt hvorum megin Atlantshafsins sækja innblástur hvor til annars. Eftir seinna stríð hafa áhrifin hins vegar frekar verið frá Bandaríkjunum til Evrópu, frekar en öfugt og er McCarthyisminn nærtækt dæmi. Það þarf ekki að fylgjast lengi með umræðum meðal bandarískra jaðarhægrimanna til að átta sig á því að skoðanir þeirra og fordómar eru knúnir áfram af sömu hugmyndum og einkenna málflutning evrópskra þjóðernisöfgamanna. Eitt besta dæmið eru flökkusögur um að stórir hlutar evrópskra stórborga hafa breyst í lokuð íslömsk borgríki þangað sem lögreglan hætti sér ekki og fullyrðingar um að glæpum hafi fjölgað samhliða fjölgun flóttamanna frá Mið-Austurlöndum. #MerkelBandaríkjanna Trump hefur líka verið duglegur við að endurnýta efni frá evrópskum hægrihreyfingum. Gott dæmi er ræða sem hann flutti á mánudaginn í síðustu viku, en þar gagnrýndi hann Hillary Clinton fyrir að vera „Angela Merkel Bandaríkjanna“. Það skot geigaði reyndar enn verr en Brusselbrandarar Nigel Farage í Mississippi því fæstir viðstaddra áttuðu sig á því hvert Trump væri að fara. Trump reyndi síðan að koma myllumerkinu #AmericasMerkel í umferð á Twitter, sömu leiðis án árangurs. Innan við helmingur Bandaríkjamanna hefur minnstu hugmynd um hver Merkel er, og flestir bandarískir íhaldsmenn hafa frekar jákvæða mynd af henni, enda hafa repúblikanar löngum álitið kristilega demókrata systurflokk sinn. Fyrir þá sem fylgjast með Breitbart News og spjallþráðum hvítra þjóðernissinna hitti skotið hins
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Nigel Farage og eitt af kosningaslagorðum Brexit kosninganna, „We want our country back“, sem endurómar eitt frægasta slagorð teboðshreyfingarinnar. Að baki kröfunni býr tilfinning um að einhver, eða einhverjir, hafi tekið yfir eða rænt landinu frá réttbornum þegnum þess.
vegar beint í mark. Ástæðan er sú að í röðum þeirra er Merkel álitin „kynþáttasvikari“ sökum stefnu sinnar í innflytjendamálum: Í fréttaflutningi Breitbart birtist Merkel sem einn alvarlegasti óvinur vestrænnar menningar. Breitbart News og Bannon Einn af þeim sem hefur lagt mest af mörkum til að efla tengsl evrópskra og bandarískra þjóðernisöfgamanna er Steve Bannon, framkvæmdastjóri kosningastjórnar Trump. Auk þess að stýra kosningabaráttu Trump stýrir Bannon Breitbart Media, sem hefur verið lýst sem fréttamiðli þeirra sem finnst Fox News ekki nógu langt til hægri. Frá því að Bannon tók við stjórn Breitbart árið 2012 hefur miðillinn tekið æ afdráttarlausari afstöðu með evrópskum þjóðernishreyfingum, og árið 2014 opnaði Breitbart útibú í London sem hefur verið mikilvægur tengiliður milli evrópskra og bandarískra jaðarhægrihreyfinga. Breitbart London beitti sér af hörku í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, m.a. með því að birta tugi aðsendra greina eftir Farage og aðra stuðningsmenn Brexit. Tengslin voru reyndar svo náin að Raheem Kassam, framkvæmdastjóri Breitbart London, var ráðinn sem starfsmannastjóri Nigel Farage og kosningaráðgjafi UKIP. Eftir að Nigel Farage sagði af sér sem formaður UKIP gaf Kassam til kynna að hann hefði hug á að taka við formennsku í flokknum. Bannon hefur líka gert sitt besta til að kynna bandaríska lesendur sína fyrir helstu talsmönnum evrópskra þjóðernisöfgamanna og hugmyndum þeirra. Bandaríska útgáfan af Breitbart hefur birt mörg hundruð greinar um leiðtoga evrópskra þjóðernisöfgahreyfinga, sem eru undantekningarlaust sýndir sem hetjulegir og hugrakkir baráttumenn fyrir hagsmunum lítilmagnans og sameiginlegri vestrænni menningu gegn hrokafullum og veruleikafirrtum stjórnmálamönnum annars vegar og vaxandi íslamíseringu Evrópu hins vegar. Það er óhætt að segja að ein meginuppistaðan í erlendum fréttaflutningi Breitbart í Bandaríkjunum séu fréttir af uppgangi íslamista í Evrópu. Aðdáendur Trump í Evrópu Á sama tíma og leiðtogar evrópskra þjóðernisöfgahreyfinga hafa orðið að hetjum í huga áköfustu stuðningsmanna Trump í Bandaríkjunum hefur Trump eignast fjöldann allan af aðdáendum í Evrópu. Þeirra á meðal eru Marine Le Pen í Frakklandi, hollenski nýnasistinn Geert Wilders og leiðtogi belgískra öfgahægrimanna, Filip Dewinter. Það sem öðru fremur vekur áhuga evrópskra öfgahægrimanna á Trump er afstaða hans til múslima og ummæli á borð við að eðlilegast væri að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Evrópskir íslamó-
Milo Yannopoulos, einn af ritstjórum Breitbart Media og talsmaður Donald Trump. Yannopoulos var settur í bann af Twitter í sumar fyrir netníð eftir að hafa leitt ofsóknir og einelti gegn leikkonunni Leslie Jones sem leikur í nýjustu Ghostbusters myndinni, en Jones hafði unnið sér það eitt til saka að vera svört og kona.
fóbar líta svo á að velgengni Trump hafi veitt baráttu þeirra og skoðunum ákveðinn virðuleikastimpil. Tommy Robinson, leiðtogi Pegida í Bretlandi og stofnandi bresku Þjóðvarnarfylkingarinnar hefur t.d. lýst yfir þakklæti yfir því að Trump hafi „opnað á umræðuna og mjakað henni áfram“. Trump hefur fyrir sitt leyti endurgoldið þessa aðdáun, t.d. voru Geert Wilders og Nigel Farage gestir á landsfundi Repúblikanaflokksins í Cleveland í júlí þar sem Trump tók við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Wilders flutti ræðu þar sem hann varaði við því að Evrópa væri við það að hrynja vegna íslamskra innflytjenda en rót vandans væri innflytjendastefna evrópskra stjórnvalda og umburðarlyndi sem hefði leyft öfgamönnum að grafa undan vestrænum gildum, og ógna öryggi alls almennings. Á gömlum merg Það sem knýr þessa hreyfingu áfram, beggja vegna Atlantshafsins, er reiði yfir samfélagslegum og menningarlegum breytingum, sem nærist á efnahagslegri og félagslegri óvissu og hnignun. Bandaríska jaðarhægrið stendur þó vissulega líka á gömlum merg. Menningarstríð síðustu áratuga snérust fyrst og fremst um reiði íhaldssamra hvítra kjósenda úr verkalýðs- og millistétt yfir upplausn samfélagsmynsturs eftirstríðsáranna, minnkandi vægi kristinnar trúar í daglegu lífi fólks og sigrum kvenréttindahreyfingarinnar og mannréttindabaráttu minnihlutahópa. Allt síðan Dixiekratarnir yfirgáfu Demókrataflokkinn hefur Repúblikanaflokkurinn líka óspart beitt rasískum hundaflautum. Upp úr aldamótum urðu íslamófóbískar hundaflautur og tal um baráttuna gegn „róttæku íslam“ sem „krossferð“ fyrir vestrænum gildum sömuleiðis æ meira áberandi. Sigur Trump, vinsældir Breitbart fjölmiðlaveldisins og ris jaðarhægrisins, hefðu sennilega verið óhugsandi ef jarðvegurinn hefði ekki verið plægður af þáttastjórnendum Fox News, Rush Limbaugh og lýðskrumurum Repúblikanaflokksins, fólki eins og Söruh Palin og Newt Gingrich.
32 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Heillaður af Guðmundar-og Geirfinnsmálinu Ljósmyndarinn Jack Latham sökkti sér í Guðmundar- og Geirfinnsmálið í tvö ár í samstarfi við Gísla Guðjónsson réttarmeinafræðing. Útkoman lítur dagsins ljós í næstu viku í bókinni Sugar Paper Theory og á ljósmyndasýningu á bresku eyjunni Guernsey. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var sakborningunum sögð saga sem þau sjálf voru aðalpersónur í. Allir sex sakborninga rnir neituðu aðild þegar þeir voru yfirheyrðir í upphafi, en við freka ri yfirheyrsl ur fóru þeir að játa. Þau enduðu því með því að trúa skáldskapnum. Því dýpra sem ég kafaði og því meira sem ég vissi um afdrif þessara sex einstaklinga, sem öll upplifðu minnisleysi og áfallastreituröskun vegna sálræns álags, og allt óréttlætið sem þau urðu fyrir, vissi ég að mig langaði til að gera þetta mál að viðfangsefni næstu bókar,“ seg-
ir ljósmyndarinn Jack Latham sem gefur út bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í næstu viku. Óljós mörk Jack vann að ljósmyndaseríu í Bandaríkjunum árið 2013 þegar hann rakst fyrir tilviljun á mál Guðmundar og Geirfinns. „Síðasta verk fjallaði að einhverju leyti um vandann við að setja fram ljósmynd sem sagnfræðilega staðreynd og upp frá því fór ég á fullt í rannsóknarvinnu á ólíkum sagnahefðum. Sú vinna togaði mig til Íslands, inn í þjóðsögurnar og ævintýrin og allt í einu rakst ég á Geirfinn, sem hvarf sporlaust líkt og álfar eða huldufólk hefðu numið hann á brott. Mörkin á milli staðreynda og ímyndunar hafa alltaf heillað mig og í þessu sakamáli er allt að finna sem heillar mig við ljósmyndun sem listform.“ Jack hafði samband við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing sem vann fyrst að málinu árið 1974 og var síðar fenginn til aðstoðar við endurupptöku málsins. „Gísli sýndi verkinu strax áhuga og var til í að vinna
Gísli Guðjónsson réttarmeinafræðingur vann fyrst að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu árið 1975 en fluttist síðar til Englands þar sem hann þróaði kenningar um falskar játningar. Hann er í dag talinn vera einn helsti sérfræðingur heims á sviði réttarsálfræði. Gísli skrifar textann í bókina Sugar Paper Theory.
„Mörkin á milli staðreynda og ímyndunar hafa alltaf heillað mig og í þessu sakamáli er allt að finna sem heillar mig við ljósmyndun sem listform.“
þetta með mér en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur skrifað lýsingu málsatvikum. Textinn hans er mjög vísindalegur, segir frá engu öðru en köldum staðreyndum, og í bland við textann sér lesandinn ljósmyndir sem dansa á mörkum staðreynda og skáldskapar,“ segir Jack. Fjallar um afdrif sakborninganna „Bókin fjallar ekki um það hver morðinginn er heldur er hún um
afdrif þessara sex einstaklinga sem voru ákærðir. Mig langaði alls ekki að gera einhverskonar tilfinningaklám þar sem sakborningar sitja alvarlegir fyrir eða nota gamlar dagblaðaklippur af grátandi Erlu Bolladóttur. Það eru því engar myndir af sakborningum en ég hafði samband við þau öll og úr varð að þau tóku þátt í ritstjórnarferlinu. Við Erla erum sérstaklega góðir vinir í dag og hún ætlar að mæta á opnunina hér í Englandi í næstu viku.“ Jack segir alla hafa verið einstaklega hjálplega í öllu ferlinu en það hafi komið honum sérstaklega á óvart hversu hjálpleg lögreglan var. „Lögreglan kemur auðvitað ekki vel út í þessu máli, en lögreglan hefur verið ótrúlega hjálpleg og aðstoðað okkur Gísla á allan mögulegan hátt. Ég efast stórlega um að breska lögreglan sé jafn hjálpleg, sérstaklega ekki við listamenn.“
Jack Latham ljósmyndari hefur rannsakað sakamálið í tvö ár.
SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta
www.volundarhus.is
kr. 199.900,- m/fylgihlutum
VH/16- 03
50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga
GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.
Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400
Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is
kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum
Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni volundarhus.is
ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum
ÚTSALAN ER HAFIN 20–75 % AF ÖLLU . BARA 4 DAGAR EFTIR OPIÐ ALLA HELGINA!
34 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Matthías Jochumsson var listaskáld en hann var mennskur. Meðferð hans, í leikriti árið 1890 á sögu Helga magra, þótti ekki takast vel.
Helgi magri og kona hans, Þórunn Hryna, horfa yfir Akureyri. Jónas S. Jakobsson gerði styttuna. Í Landnámu segir: „Þá er Helgi sá Ísland, gekk hann til frétta við Þór, hvar land skyldi taka, en fréttin vísaði honum norður um landið.“ Helgi, sem blandaði saman trúarbrögðum, fór eftir því.
Mynd | Bjarki Sigursveinsson
Trúðar tækla Matta Joch og Helga hinn magra GOTT UM Matthías HELGINA Jochumsson orti ekki bara þjóðsöng Íslendinga, heldur skrifaði hann líka leikrit sem talað hefur verið um sem versta leikrit Íslandssögunnar. Uppsetning nokkurra trúða norður á Akureyri á þessu sögudrama Matthíasar um landnámsmanninn Helga magra, vekur spurningar um aðkomumenn og fólk í leit að betra lífi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Sögur um aðkomumenn í smábæjum eru formúlukenndar. Kúreki gengur inn á bar og vandræðin byrja. Nýr kennari nær hvorki sambandi við nemendur, samstarfsmenn né foreldra. Dyrum er lokað hvar sem aðkomumaðurinn fer um. Hann fær ekki að vera með og þarf að sanna sig með öllum tiltækum ráðum, vinna plássið á sitt band. Helgi magri Eyvindarson var einn af upprunalegu aðkomumönnum þessa lands. Hann var svo fínn að geta talist til landnámsmanna og ákvað, einhverra hluta vegna, að Eyjafjörðurinn væri málið. Þar var þá engin Akureyri, engin Hríseyjarhátíð, Smámunasafn eða Samkomuhús. Helgi, sem var írskur og eitthvað kristinn, var svo heppinn að koma
Pinex® Smelt
Munndreifitöflur
H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2
250 mg
að hreinu borði, landið bauð upp á möguleika og engir Akureyringar að þvælast fyrir. Hann var á flótta undan átökum sunnar í Evrópu, en við tók mikil vinna, Eyjafjörðinn þurfti að byggja upp. Helgi stýrði öllu saman. Síðan líða þúsund ár Eitt og annað hefur síðan verið brallað í Eyjafirði og um landið allt á árunum sem liðin eru frá landnámi. Sagðar voru sögur af fólki eins og Helga magra. Sumar þessar sögur voru nógu safaríkar til þess að hægt var að nota þær í aðrar sögur og jafnvel leikrit. Árið 1890 vildu Akureyringar minnast Helga og afreka hans. Dugði þá enginn betur til þess verkefnis en presturinn og þjóðskáldið Matthías Jochumsson, sem nýlega hafði tekið við brauði í bænum. Aðkomumaðurinn Matthías setti saman leikrit um aðkomumanninn Helga og var þess fullviss að sögur landnámsins væru gullkista sem leikhúsið gæti sótt í. Leikritið var frumsýnt á Eyrinni árið 1890 og féll vægast sagt í grýttan jarðveg, jafnvel fyrir frumsýninguna því það var fyrst gefið út á prenti í Reykjavík. Þá las leikhúsmaðurinn Gestur Pálsson leikritið og komst að því í ritdómi í Ísafold að gangurinn í leikritinu væri enginn og „engin sérstök hugsun hafi vakað fyrir höfundi þegar hann bjó þetta „drama“ til.“ Gestur sagði að viðburðirnir sem verkið lýsti væru alveg sundurlausir og persónurnar stæðu í þoku. Verkið féll flatt.
Síðan líða 126 ár Áfram bralla menn eitt og annað á Akureyri. Leikhús og aðrar listir skjóta fastari rótum. Heimamenn og aðkomumenn koma og fara og vilja leggja sitt af mörkum við þá uppbyggingu. Árið 1973 hættir leikhús þar í bæ að vera „amatör“ og verður „atvinnu“. Seinna byggja menn Hof, þrátt fyrir að Helgi magri hafi verið hrifinn að Kristi, og leika þar og syngja. Nú er Jón Páll Eyjólfsson er kominn í bæinn, aðkomumaður að sunnan. Hann er leikhússtjóri og stýrir nú nokkrum trúðum á leiksviði fyrir norðan, ef hægt að stýra trúðum. Trúðarnir ætla að setja upp í leikrit Matthíasar Jochumsonar um Helga magra. Verkefnið er markaðsett sem Versta leikrit Íslandssögunnar. Endurskoðun nú á þessu klaufalega skrifaða sögudrama er tímabær að mati leikhússtjórans. Kjarni sögunnar er þessi: Fjölskylda leggur af stað í hættumikla ferð yfir haf í von um frið frá stríðum og átökum. „Þetta er sú saga sem ómar enn,“ segir leikhússtjórinn. „Sem betur fer tekur þetta samfélag enn vel á móti aðkomumönnum, en hvenær telst maður að fullu Akureyringur og hver segir til um það. Líkaminn endurnýjar víst frumur sínar að 98 prósent hluta á tíu ára fresti. Hvað tekur það til dæmis mig, hvítan, íslenskan og háskólamenntaðan úr Reykjavík, langan tíma að verða Akureyringur og hvað tekur það sýrlenska konu langan tíma,“ spyr
Þegar túlka á 126 ára gamalt sögudrama um líf og raunir landnámsmanna norður í Eyjafirði er rétt að kalla til trúða. Mynd | Menningarfélag Akureyrar
Jón Páll. „Kannski verðum við 98 prósent Akureyringar eftir 10 ár.“ Frelsi trúðsins Að taka upp leikrit getur sagt nýjar sögur um samtímann og mesta frelsið til þess fá auðvitað trúðarnir á sviðinu sem sjálfir hafa verið að kroppa í texta Matthíasar. Þeir eru frjálsir undan hefðum og tungumáli leikhússins. Trúðar eru alltaf aðkomumenn í samfélagi manna, utanveltu en vilja sanna sig. Á bak við andlitsmálninguna eru listamenn sem vilja kroppa í verk annarra listamanna. Matthías vann þannig úr Landnámu, sem líklega hefur alltaf verið á gráu svæði milli sannleika og sagnagleði, og trúðarnir fyrir norðan endurskoða Matthías og tæta hann í sig, með ljósum, vídeóum og tónlist. Þeir klippa og líma að vild. Verkefnið nálgast trúðarnir í kærleika og einlægni. Þeir gera sitt úr þessu leikverki sem höfundurinn kallaði í formála verksins árið 1890 „sáraófullkomið drama.“ Eftir stendur spurningin hvort nokkrir trúðar í Eyjafirði geti glætt versta leikrit Íslandssögunnar lífi og hrært upp í sér og áhorfendum. Helgi magri er frumsýndur af nokkrum trúðum í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld.
36 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
GOTT UM HELGINA
Yndisfagrar skírnartertur að hætti Jóa Fel
Samfélagsmálin rædd í þaula Fundur fólks er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu sem byrjar í dag og verður einnig á morgun. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök Bara verða með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða ein jörð tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Um helg ina fer fram umBoðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra í félagasamtaka. ræðufundur um loftslagsmál urNorræna húsinu en baráttuhóp Hvar? Norræna húsinu m inn París 1,5 stendur fyrir téðu Hvenær? Í dag og á morgun að fundi. París 1,5 berst fyrir því un hlýn va stöð Ísland geri sitt til að tryggja jarðar við 1,5°. Hópurinn vill u Þjóðernishyggja að loftslagsmál verði eitt af stór st. hau í m unu á Norðurlöndum mál inga kosn Hvar? Norræna húsinu Mikið hefur verið rætt um uppHvenær? Í dag kl. 15.30 gang þjóðernisflokka á Norðurlöndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norðurlöndum. Hann segir frá efni hennar á Fundi fólksins. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Í dag kl. 13
Myndlist minimalísks aga Í dag er opnun á sýningu Sigurðar Guðjónssonar í Berg Contempary. Sýningar Sigurðar mynda sterka heild og verk hans hafa skýr höfundareinkenni. Hann notar vídeó og hljóð – náttúruleg hljóð og hluti, vélar, manngert umhverfi og gömul tæki – af minimalískum aga en nær þó að draga fram í þessum viðfangsefnum mörg lög af merkingu og tilfinningum. Hvar? Berg Contemporary Hvenær? Í dag kl. 17
15% afsláttur af öllum skírnartertum Pantanir í síma: 588 8998
joifel@joifel.is
Haustið byrjar með Mean Girls Hver man ekki eftir Lindsay Lohan í hinni geysivinsælu kvikmynd Mean Girls sem kom út árið 2004? Hvernig væri að byrja haustið á því að safnast saman í Bíó Paradís og horfa saman á þessi stórskemmtilegu gamanmynd? Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 1600 kr.
Uppáhalds tónverk þjóðarinnar Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til netkosningar meðal landsmanna þar sem leitað var að eftirlætis tónverkum þjóðarinnar. Hægt var að velja úr lista með vinsælum klassískum verkum eða tilnefna önnur. Þau tónverk sem yrðu hlutskörpust myndu svo hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar. Þúsundir atkvæða féllu í kosningunni en þau tónverk sem hlutu flest atkvæði sigruðu með nokkrum yfirburðum. Nú er komið að því að flytja óskalög þjóðarinnar. Hvar? Í Hörpu Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 2500 - 3500 kr. (UPPSELT en í beinni útsendingu á RÚV)
A
ÚTSALA
A L A ÚTS
A L A S T Ú
20A L A S T Ú
síðustu dagar A L A ÚTS
A L A S T Ú A L A S T Ú Ú
A A L L A A S S T T Ú Ú A A A L L L A A A S S S T T T Ú LA Ú LA Ú A L A A A S S S T T T A A A A Ú Ú L L L L A A A A S S S S T T T T Ú Ú Ú Ú A Fatnaður 20 til 70% afsl. Tjöld 30% afsl. L A S T A A A A Ú L L L L A A A A Skór 20 Hitabrúsar 20Útil TS50% afsl. ÚTtilS 70% afsl. ÚTS ÚTS Buxnaslá tilboð 3995 A Svefnpokar 30% afsl. A A A A L L L L L A A A A A S S S S S T Aafsl. ÚT T fleiraÚ ogÚ margt ...T ÚT BakpokarÚ30% A A A A A L L L L L A A A A A ÚTS Ú ÚTSLA ÚTS ÚTS ÚTS u A k S s n e l s Í T A A A Ú Ekki missa L LA af þessu L L A A A S S S T T T Ú Ú LA Ú LA A Takmarkað magn! L A A A S S S T T T Ú Ú Ú
A
ALPARNIR
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
A S T Ú
PÁSKA TILBOÐ DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
NEST BASTLAMPI 34.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
TAX FREE DAGAR
EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
TRIPOD 1-4.BORÐLAMPI SEPTEMBER 12.500,-
COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
GULUM VÖRUM
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
20%
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
afsláttur af öllum vörum
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK COMPANY | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMIOG 564HABITAT 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
40 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Verslunarkjarni #6
„Í Glæsibæ slær hjarta Laugardalsins“ Allflestir Íslendingar ættu að þekkja til Glæsibæjar; verslunarkjarna sem staðið hefur í áratugi í Laugardalnum og sameinar margskonar verslanir og þjónustu undir einu og sama þaki. Svæðið iðar af lífi og þar má finna alls konar fólk sem bæði vinnur þar og verslar. En hverjir eru í Glæsibæ og hvað eru þeir að gera þar? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Lögfræðingur á Saffran
Ofnæmislyf seldust upp
„Það er allt í góðu standi núna en í sumar seldist næstum allt upp af ofnæmislyfjum“ segir Amanda, sem vinnur í apótekinu í Glæsibæ, og brosir breitt. „Í sumar var fólk mikið að kaupa eitthvað við geitungabit um. Mýbit voru líka algeng. Þetta breytist þó allt núna með haustinu.“
Brian vinnur á Saffran og er frá Kenía. Hann fékk rétt að stökkva frá vinnu til að ná í linsurnar sínar í gleraugnabúð Glæsibæjar. „Ég er að byrja í skólan um. Var í tölv unarfræði í HR en ákvað að skipta yfir í lögfræði núna í haust. Kannski verð ég einhvern tímann lögfræðingur Saffran!“
Æskuvinir hittast fyrir tilviljun
Smári og Kolbrún eru gamlir vinir sem hittust fyrir tilviljun í Glæsibæ á þess um blíðskapardegi og eru kát. „Við erum búin að vera vinir frá því að við vor um unglingar,“ segir Smári sem býr í nágrenninu. „Ég bý í Breiðholti og gekk alla leið hingað í Glæsibæ í dag. Það er svo mikilvægt að húka ekki inni allan liðlangan daginn. Þegar maður skellir sér út hittir maður alltaf eitthvað skemmtilegt fólk –eins og hann Smára minn hér!“. „Hér er gott að vera. Í Glæsibæ slær hjarta Laugardalsins,“ segir Smári.
Með grænmeti í bæinn
Í greiðslu á Kúltura Á ferðalagi frá Hvolsvelli
Þær Elín og Rikka eru á leið til Borgarness frá Hvolsvelli til að njóta seinustu daga sumarsins. Með í för eru mamma Elínar og systir en þær eru í stuttu stoppi í Glæsibæ til að kaupa snarl fyrir bílferðina.
Sú stutta keyrir til ömmu
Daníel og Júlía eru að fara í heimsókn til ömmu Júlíu og ætlar sú stutta sjálf að keyra þangað, að eigin sögn, en hún fann þennan fína nýja bíl í miðjum Glæsibæ. Feðgin in koma alla leið úr Hafnar firði en ákváðu að stoppa við í verslunarmiðstöðinni til að kaupa sér að drekka og kíkja á hlaupagræjur.
Guðmunda Lilja kemur ekkert sér lega oft í Glæsibæ en er nýfarin að koma í hárgreiðslu í Kúltura hár greiðslustofu. Hún býr í Fossvogi en vinnur í grennd hárgreiðslustofuna og því kjörið tækifæri til að sækja þangað þjónustu.
Rauðar rósir og „órans“
Ólafía blóma sali hefur rek ið búðina Dal ía í sex ár. Hún segir viðskiptin í blóma en Dalía er eina blómabúðin á svæðinu. Að spurð segir hún rósir vera blóm sum arsins. „Vegna allra brúðkaupanna. Rauðar rósir og „órans“.“
„Við erum að koma úr Biskupstungum en við komum alltaf í bæinn með grænmeti og selj um til Asia Supermar ket og Fisku,“ segir Sigurður sem er ásamt konu sinni Mardiu og tveimur dætrum í stuttri heimsókn í Glæsibæ til að heilsa upp á aðra dóttur þeirra sem vinnur á Tokyo Sushi.
Lífrænt heillar
„Mér finnst þessi búð, Uppskeran, svo spennandi. Skilst að hér sé allt lífrænt en ég er mikið fyrir það. Ég bý í nágrenninu og kem oft hingað í Glæsibæ. Best finnst mér samt að fara á Saffran að fá mér að borða.“
42 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Innflytjandinn Amelia Maateva: Tuttugu og fimm ár í sumarfríi Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Maðurinn minn var atvinnu íþróttamaður í Soffíu þegar hon um bauðst að koma til Íslands og vera hér með námskeið í skylm ingum í júlí árið 1991. Ég og eldri drengurinn okkar, sem var þá að verða eins árs, komum í heimsókn í sumarfríinu og fórum aldrei heim aftur. Þannig að ég er eiginlega búin að vera í sumarfríi í t uttugu og fimm ár,“ segir þýðandinn
Amelia Maateva sem situr í stjórn kvenna af erlendum uppruna. „Ég fór á námskeið í íslensku um leið og við höfðum tekið ákvörðun um að vera hér áfram en þar sem ég var með tvö lítil börn og var alltaf að hjálpa til í skylminga félaginu fór ég ekki út á vinnu markaðinn í sjö ár,“ segir Amelia sem var með meistarapróf í slav neskum bókmenntum og kennara réttindi þegar hún flutti til lands ins. „Ég fékk vinnu á leikskóla og
vann á Nóaborg og Stakkaborg í sautján ár en núna er ég í hinu og þessu, hjálpa til í skylminga félaginu og vinn líka sem þýðandi. Svo hef ég verið að taka að mér að vera aukaleikari sem mér finnst mjög skemmtilegt því pabbi var leikari og ég því alin upp á sviði.“ „Reykjavík hefur breyst ótrú lega mikið á þessum árum. Ég ólst upp í miðbæ Soffíu við mikið líf og mikla menningu og fannst allt heldur rólegt hérna fyrsta árið.
Ameliu finnst Reykjavík hafa breyst mikið til batnaðar á þeim árum sem hún hefur búið hér. Mynd | /Rut
Ef ég fór út á róló með barnið þá vorum við oftast alein þar svo mér leið dálítið eins og Palla sem var einn í heiminum. Það tekur tíma að komast inn í samfélagið en það gekk frekar hratt hjá mér því ég á auðvelt með að kynn ast fólki. Það er svo mikilvægt að kynnast fólki og vera ekki einn í nýju landi. Reykjavík er líka miklu skemmtilegri í dag, fleira fólk á götunum og miklu meira að gerast í menningarlífinu.“
Ægilega stór kona í pínulitlu húsi við risastórt tré Sautján metra há alaska ösp sem stendur við elsta steinbæinn í Grjótaþorpi var á dögunum valin tré ársins. Tréð hefur þó ekki alltaf hlotið slíka virðingu því fyrir þrjátíu árum átti að saga það í búta. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Í
Grjótaþorpi stendur gamli stein bærinn Hákot og í garðinum við Hákot stendur eitt virðuleg asta tré borgarinnar. Tréð var á dögunum valið tré ársins við hátíðlega athöfn þar sem tónlist og ræður ómuðu í eyrum þess mikla fjölda gesta sem heiðraði það með nærveru sinni. En tréð hefur lifað tímana tvenna og ekki alltaf verið sýnd slík virðing. Áður en tréð fékk að skjóta rót um í garðinum við Hákot, þar sem rabarbari og rófur höfðu vaxið frá því sautjánhundruðnítíuogníu, stóð tréð í næsta garði. Þar óx það tiltölulega áhyggjulaust þar til það var rifið upp með rótum einn fagran sumarmorgun fyrir þrjátíu árum. Þá var verið að flytja nágrannahúsið og trén áttu öll að fara líka. Ragnheiður Þorláksdóttir, ná granni og bjargvættur trésins, man
þennan dag eins og gærdaginn. „Ég vaknaði rétt fyrir níu og var litið út og það var eins og það hefði orðið loftárás. Það var búið að saga öll trén í garðinum niður í búta nema þetta eina tré, sem var það falleg asta. Ég rauk út á náttserknum og bað um að fá að hringja í garðyrkju stjóra Reykjavíkur, Jóhann Pálsson, sem ég gerði en það náðist ekki í hann,“ segir Ragnheiður. Mennirn ir á vélunum vildu helst ekki stöðva verkið því tími þeirra var dýr en eftir miklar samningaviðræður gáfu þeir Ragnheiði þrjá klukkutíma til að bjarga trénu. „Ég var afar hrærð yfir þessum fresti og reyndi og reyndi að ná í Jóhann en ekkert gekk og eftir þessa þrjá klukkutíma gafst ég upp,“ segir Ragnheiður. Hún settist í uppgjöf við eldhúsborðið og þorði ekki fyrir sitt litla líf að horfa út um glugg ann. En þegar hún loks kíkti sá hún tréð liggja með ræturnar í allar áttir í hennar eigin garði. „Ég vildi bara bjarga trénu, ekki eignast það sjálf!,“ segir Ragnheiður sem fékk þó engu um það ráðið því garð yrkjustjórinn fyrirskipaði að tréð yrði gróðursett á miðju túninu. Þrjátíu árum síðar er tréð orðið hærra en Hákot. Vitrir menn segja þessa alaska ösp vera algjörlega einstaka, kannski því jarðvegurinn
„Það er ótrúlegt hvað mikil gleði getur fylgt einu tré.“ er svo góður í Grjótaþorpinu eða kannski því pólsk fegurðardís lagði við það orkusteina úr Snæfellsjökli fyrir mörgum árum. Kannski af því það fær svo mikla ást frá nágrönn um sínum og aðdáun frá gang andi vegfarendum. Þegar tréð fékk heiðursskjöldinn sinn í vikunni safnaðist um það fólk sem hefur fylgst með því vaxa og sögurnar rifjuðust upp. Undir því hafa margar bækur verið lesnar, kóresk stórfjöl skylda haldið brúðkaup, börnin í hverfinu klifrað, ástfangin pör leikið sér í skjóli nætur og óteljandi gestir og gangandi stillt sér upp og tekið myndir. „Það er ótrúlegt hvað mikil gleði getur fylgt einu tré,“ segir Ragn heiður. „Allskonar fólk frá ýmsum löndum er stöðugt að mynda hér við húsið. Stundum er ég á mynd unum og ég hef oft velt því fyrir mér hver undirtexti þessara mynda sé. Ægilega stór kona í pínulitlu húsi við risastórt tré gæti einn þeirra verið.“ Ragnheiður Þorláksdóttir uppi í tré ársins, öspinni sem hún bjargaði fyrir þrjátíu árum. Mynd | /Rut
Margar stærðir - 120cm - 160cm - 180cm
40%
9.800
Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar
Handklæðasett
Fussenegger eldri týpur
Verð: 93.675
25%
50%
AFSLÁTTUR
Skern sófi
AFSLÁTTUR
Handklæði á Outlet markaði
Ruggustóll Dawood
40%
AFSLÁTTUR - kerti og ilmur Yankee Candle - kerti og ilmur
Verð frá
20-70%
12.540
AFSLÁTTUR
Fataefni - mikið úrval
39.830
AFSLÁTTUR
Rúmteppi - 180x270cm
Púðar
30-40% AFSLÁTTUR
Sængur og koddar í miklu úrvali - Microfiber/dúnn
4.764 Sumarsæng og koddi
21.600 Dúnsæng og koddi
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
44 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Heiðrik gerir upp fortíðina Endapunktur markar nýtt upphaf Færeyski tónlistarmaðurinn Heiðrik, eða Heiðríkur eins og Ís lendingar eru farnir að kalla hann, hefur sent frá sér plötuna Funer al. Lögin á plötunni eru uppgjör Heiðriks við fortíð sína. „Þetta er mjög persónuleg plata sem ég gerði hér á Íslandi en fjallar um fortíð mína í Færeyj um. Mörgum þykir titilinn frekar myrkur, Funeral – jarðarför, en þarna er ég eiginlega tala um skil í lífinu, að gera upp tímabil og hefja annað. Maður vill fá endapunkt
svo maður geti haldið áfram,“ segir H eiðrik sem telur áhrifin í tónlistinni koma frá þjóðlagatón list, djassi og tónlistarmönnum á borð við Roy Orbison og Marlene Dietrich. Í listum hefur Heiðrik fundið sér útrás í myndlist, tónlist og kvik myndagerð sem hann lærði í Dan mörku. Hann byrjaði að syngja þegar gelgjuskeiðinu lauk en tutt ugu og eins árs gamall ákvað hann að flytja frá Færeyjum, úr samfé lagi sem á þeim tíma, að minnsta
kosti, var langt frá því að venjast hugmyndinni um samkynhneigð. „Ég er fæddur árið 1983 og er af kynslóð sem ekki var jafn ein angruð og þær sem á undan komu í Færeyjum. Vitanlega hefur margt breyst í Færeyjum og samkynja hjónabönd voru leyfð í vor, sem auðvitað er frábært, en samt á eftir að ræða margt.“ Tónlistin á nýju plötunni er látlaus og órafmögnuð. Þarna eru píanó, strengir og úkúlele, svo eitthvað sé nefnt, og líka fínleg,
mjúk og brothætt rödd Heiðriks sem syngur um líf sitt á ensku. „Þetta er tónlist um mig og fólkið í lífi mínu,“ segir hann, „í fortíð, nútíð og framtíð.“ | gt
„Á plötunni er ég að gera upp tímabil og hefja annað,“ segir færeyski söngvarinn Heiðrik.
Myndir og hljóð með togkraft Ný sýning með verkum Sigurðar Guðjónssonar verður opnuð í Berg Contemporary við Klapparstíg í dag klukkan 17.
Mynd | Hari
Tímatengd myndlist og myndir á hreyfingu sem settar eru fram með ýmsum hætti eru það svið myndlistarinnar sem hefur verið í hve mestri gerjun á síðustu árum. Einn þeirra íslensku listamanna sem hefur náð góðum og forvitni legum tökum á henni er Sigurður Guðjónsson. Í verkum hans, sem bera yfir leitt skýr höfundareinkenni, koma saman náttúra og manngert um hverfi. Hljóðrás verkanna skiptir oft einnig miklu máli, ekki síður en það sem augað nemur. Skyn færin vega hvort annað upp og
fylla upp í upplifun áhorfandans af verkunum. Verkin eru oft hæg fara og fallega endurtekningasöm og þegar best tekst til draga þau áhorfandann til sín. Á sýningunni í Berg Contemp orary verða nýleg verk sem Sig urður hefur unnið á síðustu árum en ekki hafa komið fyrir sjónir al mennings á sýningum hér á landi. Ef marka má texta Jóns Proppé, má gera ráð fyrir að Sigurður sé mikið með hugann við úrelta tækni í verkunum sem þarna verða til sýnis. Berg Contemporary er nýleg ur og glæsilegur sýningarstaður við Klapparstíg sem áhugafólk um íslenska myndlist ætti ekki að láta fram hjá sér fara, né heldur þeir sem eru tilbúnir til að reyna á skynfærin með opnum huga. | gt
Ísland er eina landið þar sem hægt er að fara á brimbretti og snjóbretti á sama tím, segir Filip Polach.
Fylgir bara streyminu Filip Polach er ungur maður frá Tékklandi sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum og féll fyrir tvennu á Íslandi; náttúrunni og íslenskri stelpu.
H
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
ann er mikill útivistar garpur og nýtur sín best á brimbretti við Snæ fellsnes þar sem hann býr í sumarbústað með kærustu sinni og bróður. „Ég kom hingað fyrir tveimur árum frá Tékklandi því ég vissi að Ísland væri eina landið þar sem maður gæti farið á brimbretti og snjóbretti á sama tíma árs. Reyndar var ég hér í ákveðnum erindagjörð um. Átti að ljósmynda útivistarfólk í íslenskri náttúru en ég gjörsam lega féll fyrir þessu landi og tveggja vikna ferð t eygðist til dagsins í dag.“ Filip kynntist kærustunni sinni hér á landi og saman búa þau í sumarbústað á Snæfellsnesi með bróður hans. Ástæða þess ku vera sú að á Snæfellsnesi er gott að vera á brimbretti og á ströndinni milli Arnarstapa og Búða skapast oft góð skilyrði fyrir brimbrettaglaða til að skella sér í sjóinn. „Við bræðurnir förum mjög oft saman og byrjum á því að fara í blautgalla svo okkur verði ekki kalt þegar ofan í er komið. Ef ekki aður bókstaf væri fyrir þá myndi m lega drepast úr kulda! Síðan svaml ar maður áfram og liggur með magann á brettinu, höfuð fram, og þegar alda er í aðsigi verður maður að bregaðst snögglega við og vippa sér upp á brettið, báðir fætur nið ur, beinn í baki. Og þá hefst gam anið.“
„Þegar ég var að byrja var hægt að telja brimbrettafólk á fingrum annarrar handar sér, svo fáir voru að þessu, en það hefur gjörbreyst og talan er allavega búin að tvöfaldast.“ En hvernig er með brimbrettageirann á Íslandi, eru margir í þessu? „Þegar ég var að byrja var hægt að telja brimbrettafólk á fingr um annarrar handar sér, svo fáir voru að þessu, en það hefur gjör breyst og talan er allavega búin að tvöfaldast. Ég veit um slatta af útlensku brettafólki sem sest hér að í lengri eða skemmri tíma og áhugi Íslendinga virðist hafa aukist skyndilega á íþróttinni. Það er samt dálítið fyndið að bretta samfélagið er ekkert brjálæðis lega opið og ef fólk finnur góðan stað til að fara á brimbretti þá er það ekkert að segja öðrum frá því. Vill hafa svæðin út fyrir sig – sem er miður.“ Hvað framtíðarplön varðar seg ist Filip bara ætla að halda áfram að vera á brimbretti við strend ur Íslands. „Já, maður fylgir bara streyminu.“
46 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Rikka fer í grunnbúðir Everest „Þetta er búið að vera á teikniborðinu síðan í mars, svo áttaði ég mig um daginn á því að það fer alveg að líða að þessu. Ég er mjög spennt,“ segir Rikka sem fer í október með kærasta sínum og hópi úr Fjallafélaginu upp í grunnbúðir hæsta fjalls í heimi, Everest.
Ertu ekki hrædd um að vilja fara bara alla leið upp á topp? „Ég er mjög hrædd við þá tilfinningu, því maður er með svo mikinn metnað, að ég verði að klára þetta. Þetta er ekki góð tilfinning því ég held að það sé ekki gott markmið fyrir mig. Toppurinn er alls ekki fyrir alla.“
Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is
Öryggisfíklar og háfjallaveiki Þegar maður planar að fara að rótum hæsta fjalls heims, er mikilvægt að huga að öllum
smáatriðum: „Við erum öryggisfíklar. Það er aldrei gert neitt nema allt sé úthugsað í þaula. Helsta áhyggjuefnið er hvernig líkaminn bregst við andrúmsloftinu í svona mikilli hæð og það er ekkert sem hægt er að æfa sig fyrir. Grunnbúðirnar sem við stefnum að eru í tæplega 5500 metra hæð.“
Hrista upp í tryggingunum „Þetta er mjög skemmtilegur hópur sem er búinn að vera ganga
Rikka stefnir hátt. Hún og kærastinn ætla að klífa upp í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims.
saman í þó nokkurn tíma. Við erum búin að hittast og undirbúa allskyns hluti sem þarf að huga að fyrir svona ferð. Það þarf að styrkja líkamann, huga að því sem þarf að taka með og passa að það sé ekki of þungt. Við þurfum líka að ganga til skóna og fara í bólusetningar. Og ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir eða maður þyrfti að fara á spítala er ágætt að hrista upp í tryggingunum.“ Rikka hefur mikinn áhuga á að geta sýnt vinum og áhugafólki ferð
sína til Nepal og í grunnbúðirnar: „Ég held að það sé fræðandi fyrir fólk að upplifa ferðalög þótt það sé ekki nema í gengum myndir eða texta. Mig langaði helst að gera sjónvarpsþátt um þetta, það væri rosa gaman. Auglýsi hér með eftir upptökumanni sem gæti haldið á kameru alla leið að grunn búðunum,“ segir Rikka og hlær.
Rúnar með safninu sínu Hann ber hringinn um hálsinn á hverjum degi.
Hringadróttinssögu nörd safnar fyrir ferð til Nýja-Sjálands Heimurinn í kring um Hringadróttinssögu myndirnar hafa alltaf heillað Rúnar Þór Njálsson. Rúnar býr á Blönduósi og hefur því bara séð síðustu myndina í bíó en horfir á myndirnar allar heima, nokkrum sinnum á ári. Plan Rúnars Þórs Njálssonar á Blönduósi er að safna fyrir ferð til Nýja-Sjálands, heimili Hringadróttinssögu myndanna, fyrir sig og aðstoðarfólk sitt.
Gollrir og Sómi uppáhald „Ég er ekki viss um að margir séu sammála mér en Gollrir er uppáhalds karakterinn minn, finnst hann svo magnaður og flókinn karakter. Bæði hann sem karakter og öll vinnan á bak við hann. Besta atriðið er samt þegar Fróði, aðalpersóna myndarinnar, er alveg að gefast upp í lokin og Sómi ber hann upp. Gefur manni alltaf gæsahúð, snýst svo mikið um að gefast ekki upp á vináttunni,“ segir Rúnar um uppáhalds karakterinn sinn og eftirminnilegasta atriði myndanna.
Alltaf með hringinn um hálsinn Rúnar hefur nýverið komið sér upp safni af varningi úr myndinni: „Ég fann síðu á netinu sem selur varning frá Nýja-Sjálandi frá þeim sem gerðu búninga og fleira fyrir myndirnar. Ég er búinn að kaupa hringinn, sem er gerður alveg eins og í myndinni, og hálsfesti þannig ég er með þetta um hálsinn á hverjum degi.“
Björn Georg Björnsson fyrir framan sýningu sem hann hannaði í Sjónvarpshúsinu. Mynd | Rut
Fyrsta hljómsveitin í íslensku sjónvarpi
Best að hafa nörda ferðafélaga Faðir Rúnars fer með h onum í ferðina sem aðstoðarmaður. Hann er ekki mikill aðdáandi myndanna en sjúkraliði Rúnars er mikill Hringadróttins nörd og segist hann vera heppinn að hún fari með því það er mikilvægt að geta rætt áhugamálið við einhvern í ferðinni. „Það eru engin tímatakmörk á söfnuninni. Eftir mikla skipulagningu er markmiðið er að fara snemma 2017. Þetta er meira vesen að fara fyrir einstakling sem er fatlaður og þau töluðu um að það væri best að fara frá febrúar til maí, að það væri besti tíminn upp á aðstæður að gera.“ | hdó
Björn Georg Björnsson, meðlimur Savanna tríósins, rifjar upp fyrsta kvöld Sjónvarpsins þar sem þeir félagar í tríóinu voru fyrsta hljómsveitin sem kom fram í íslensku sjónvarpi.
S
jónvarpið hóf útsendingar 30. september árið 1966. Savanna tríóið hafði gefið út tvær plötur og var meðal vinsælustu skemmtikrafta Íslands. Þeir félagar í tríóinu, Troels Bendtsen, Björn Georg Björnsson og Þórir Baldursson, voru beðnir um að vera með skemmtiþátt í árdaga Ríkissjónvarpsins. Þátturinn hét „Það er svo margt ef að er gáð“ og var fyrsti skemmtiþáttur Sjónvarpsins.
Nýútskrifaður úr MR
Nýjar vörur í hverri viku
Björn var aðeins 22 ára og nýskriðinn úr Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann tók að sér starf hjá Sjónvarpinu: „Ég var búinn að vera að gera leiktjöld í Herranótt í Menntaskólanum í Reykjavík í 4 ár og þá vorum við að leika bæði í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu og við fengum fína leikstjóra til að vinna með okkur. Þannig að þegar Sjónvarpið var að fara byrja, og ég búinn með stúdentsprófið, var hóað í mig til þess að koma og taka að mér að sjá um leikmyndir þar. Það hafði ekkert verið hugsað fyrir því, það hafði enginn verið sendur í þjálfun.“
Fyrsta kvöldið Stærðir 38-58
Verslunin Belladonna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Í fyrstu útsendingu Sjónvarpsins ávarpaði útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, þjóðina og Halldór Laxness las úr íslenskum bókmenntum. Það var einnig umræðuþáttur með forsætisráðherranum um íslensk þjóðmál, erlendur þáttur með íslenskum
Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is
„Það er svo margt ef að er gáð“ Fyrsti skemmtiþáttur sem sýndur var í sjónvarpi á Íslandi, 30. september 1966. Troels Bendtsen, Þórir Baldursson og Björn Björnsson.
texta og þáttur Björns og félaga: „Það gekk voðalega vel. Það hafði verið mikill spenningur, allir að bíða eftir að Sjónvarpið færi í loftið. Sumir höfðu enga trú á íslensku sjónvarpi, sögðu að þetta yrði aldrei neitt, aðrir töluðu um að sjónvarp væri lágmenning, að sjónvarp væri ekkert fyrir okkur Íslendinga. Allskonar gagnrýnisraddir heyrðust. Svo náttúrulega um kvöldið, þá voru göturnar auðar og allir inni að horfa.“ Svona lýsir Björn fyrsta útsendingarkvöldi Sjónvarpsins. Var fólk stressað? „Jú, jú, en okkar þáttur var tekinn upp áður. Við vorum ekki að syngja í beinni, en auðvitað var útsendingin bein. Á þessum tíma voru ekki komnar fréttir, þarna var bara allt efnið tekið upp, við sýndir af segulbandi.“ Hvað er Savanna tríóið að gera í dag? „Þórir fluttist út, spilaði lengi í Svíþjóð, Englandi og út um alla Evrópu. Hann var í diskóbylgjunni í Þýskalandi með Donnu Summer og hljóðblandaði plötu með Elton John. Ég var á kafi hjá Sjónvarpinu, Troels í kafi í sinni heildsölu og viðskiptum, og Þórir starfar í útlöndum. Hljómsveitinni var því sjálfhætt, sko. Við erum ennþá í sömu sporum, ég er ennþá að hanna sýningar og söfn og Troels er í sínu fagi, flytur inn flísar og byggingarefni, og Þórir í tónlist enn þann dag í dag. Við erum allir á fullu og við ætlum hugsanlega að koma saman og taka lagið í tilefni að 50 ára afmæli Sjónvarpsins.
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
| 47
Takk fyrir frábæra þátttöku! Ljósmyndasamkeppnin Sumarilmur, samstarfsverkefni aðila í íslenskri ferðaþjónustu og landbúnaði, hefur sýnt fram á jákvæð áhrif og verðmætasköpun þessara tveggja mikilvægu atvinnugreina, og sterk tengsl landsmanna við íslensku sveitirnar. Fjöldi fólks tók þátt í því að fanga sumarið í allri sinni dýrð og söfnuðust rúmlega 1300 ljósmyndir í hið stóra fjölskyldualbúm íslensku þjóðarinnar. Við hvetjum ykkur til að rifja upp hápunkta sumarsins og skoða myndirnar á sumarilmur.is. Takk fyrir samfylgdina og sjáumst síðar!
Vissir þú að íslenskur landbúnaður er einn sá hreinasti í heimi? Íslensk húsdýr eru einstaklega heilbrigð og notkun sýklalyfja er ein sú minnsta á heimsvísu.
GOTT UM HELGINA
Fólkið mælir með… Inga Björk Bjarna dóttir Morgunmatur: Ég er mjög úrill á morgnana og get ekki hafið samræður fyrr en ég er búin með tvo bolla af kaffi. Ef ég er of sein, gríp ég ávöxt á leiðinni út og í raun er ekki til betri leið til að byrja daginn en með einu greipi enda stútfullt af vítamínum og trefjum. Facebook grúppa: Hópur íslenskra Seinfeld aðdáenda, „Not that there’s anything wrong with that“, er í miklu uppáhaldi þó virknin mætti vissulega vera meiri. Fyrir þau okkar sem eiga ættingja og vini sem skilja ekki tilvísanir í þessa 20 ára gömlu sjónvarpsþætti og hafa engan áhuga á seinfeldískum sögum úr hversdagslífinu er grúppan eins og vin í eyðimörk. Þáttur til að sofna yfir: Seinfeld er eins og gefur að skilja eini þátturinn í lífi mínu og ég vil helst ekki horfa á neitt annað. Ég horfi yfirleitt alltaf á einn eða tvo þætti fyrir svefninn enda get ég illa sofnað ef ég fæ ekki minn daglega skammt af Jerry, Elaine, George og Kramer.
Björn Teitsson Morgunmatur: Big Mac! Ekki þessi erfðabreytta kjöt-og majónesklessa á McDonalds, heldur tvöfaldur macchiato á Te & kaffi. Þvílíkur orðaleikur. Ég er ekki mikið fyrir fasta fæðu á morgnana en það myndi mögulega breytast ef Brauð & Co væri á leið minni til vinnu. En ég borga glaður fyrir gott kaffi. Facebook grúppa: Við Þórður Gunnarsson olíuhagfræðingur stofnuðum grúppu tileinkaða chili-ávextinum fyrir nokkru. Fólk deilir þar brunasögum eða hendir jafnvel saman í pöntun á sósum sem eru bannaðar fólki með undirliggjandi öndunarfæra- eða hjartasjúkdóma. Svo eru bornar saman bækur um sterkustu rétti á veitingastöðum á Íslandi, sem eru reyndar allir á sama veitingastað. Bitte. Þáttur til að sofna yfir: Stöffi sem ég hef séð margoft. Seinfeld, Freaks and Geeks eða einhverjum matreiðsluþáttum. Svo er útvarpið. Og hlaðvarpið. Ný Víðsjá er að taka á sig mynd, Orð um bækur er klassík og Ævar Kjartansson gerir alltaf góða hluti. Svo má mæla með Spinnipúkanum, Fílalag eða Eusebio á Alvarpinu.
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1
2.6.2016 13:04:43
Gott að ræða samfélagsmál Um helgina fer fram Fundur fólksins sem er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og fer fram í Norræna húsinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka.
Gott að fara í bíó Það er gott að fara í bíó um helgar. Fá sér popp og kók með. Í kvöld verður kvikmyndin Mean Girls sýnd í Bíó Paradís en myndin sló rækilega í gegn árið 2004 og má telja líklegt að troðfullt verði í sal bíóhússins í kvöld. Gott að byrja haustið á þeim skvísum.
Gott að vera góður við aðra Lífskúnstnerinn Stephen Fry segir að margt skipti vissulega máli í lífinu eins og að vera ákveðinn, með keppnisskap, duglegur og svo framvegis, en á endanum skipti langmestu máli að vera góður. Verum góð við hvort annað. Það skiptir mestu máli.