Ft 10092016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 54. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 10.09.2016

94 % afsláttur af kvóta

Grátbólgnar á Bieber

38

Útgerðarmenn verðleggja kvótann á 80 milljarða, 6 stjórnvöld á 4,8

Pönkari, hermaður, nýbúi, fjölskyldumaður Zbiegniew í Gistiskýlinu 14 REBEKKA EINARS

5 GÓÐ RÁÐ FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ BYRJA Í RÆKTINNI

SNAPCHAT HEFUR HJÁLPAÐ MÉR MIKIÐ

SIGRÚN ÓSK SKOÐAR GAMLAR TATTÚSYNDIR ÍSLENDINGA

SÉRBLAÐ UM HEILSU MÓÐUR MARGRÉT & BARNS JÓHANNA ÆFÐI CROSS-FIT ALLA MEÐGÖNGUNA MY BABY SÝNINGIN Í HÖRPU UM HELGINA

LAUGARDAGUR

10.09.16

Mynd | Rut

Þegar börnin fara

Af þeim ellefu börnum sem hófu skólagöngu sína á Þingeyri haustið 1986 er Erna sú eina sem býr í þorpinu í dag. 18

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Norðurál borgaði sjálfu sér 8 prósent vexti Skattamál Álfyrirtækið Norðurál lækkaði vexti af eigin lánum úr 8 prósent í 5,12 á síðasta ári. Vextir og fjármagnskostnaður fyrirtækisins nema tæpum 80 milljörðum á tíu árum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Norðurál ehf. borgaði 8 prósent vexti af lánum sínum til bandarísks móðurfélags síns árið 2014 og námu vaxtagreiðslur fyrirtækisins og fjármagnskostnaður þá rúmlega 70 milljónum dollara, eða tæplega 9 milljörðum króna. Ekki er tek-

ið fram hversu mikið af þessum 9 milljörðum rann til móðurfélagsins en Norðurál á Íslandi er að mestu fjármagnað af því fyrirtæki. Norðurál ehf. á álverið á Grundartanga. 8 prósent vextirnir koma fram í ársreikningi Norðuráls ehf. fyrir árið 2015. Vextir fyrirtækisins hjá bandaríska móðurfélaginu komu ekki fram í ársreikningi fyrirtækisins 2014 og voru ekki gefnir upp samkvæmt upplýsingafulltrúa Norðuráls, Sólveigu Bergmann, fyrr á árinu. Í ársreikningnum kemur fram að móðurfélag Norðuráls hafi lækkað vextina niður í 5,12 prósentustig, eða um 36 prósent árið

2015. Í fyrra borgaði Norðurál rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna í vexti og fjármagnskostnað. Norðurál ehf. hagnaðist um rúmlega sex milljónir dollara, nærri 800 milljónir króna, í fyrra. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið greitt tæplega 80 milljarða króna í vexti og fjármagnskostnað, mest til móðurfélags síns. Skuld Norðuráls ehf. á Íslandi við bandaríska móðurfélagið var 655 milljónir dollara, um 85 milljarðar króna, í lok árs í fyrra. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu síðustu vikurnar um svokallaða þunna eiginfjármögnun; það þegar fyrirtæki eru fjármögn-

uð með háum lánum á háum vöxtum frá móðurfélögum sínum. Í lok ágúst skilaði Bjarni Benediktsson breytingartillögum til viðskiptaog efnahagsnefndar sem snúast um hvernig bregðast megi við því að fyrirtæki eins og Alcoa og Norðurál geri þetta og lækki þar með skattstofn sinn og komi fjármunum óskattlögðum frá Íslandi.

Norðurál hefur greitt um 80 milljarða króna í vaxtagreiðslur og fjármagnskostnað síðastliðin tíu ár. Mest af þessu til bandarísks móðurfélags síns.

HÍ gagnrýndur fyrir að nota plastbarkaþega í markaðssetningu Hulda Steingrímsdóttir vill meðal annars minnka losun koltvísýrings hjá spítalanum, en glaðloft spilar þar stóra rullu.

Vilja draga úr mengun glaðlofts Umhverfismál Glaðloft er stærsti mengunarvaldurinn þegar kemur að kolefnisspori Landspítalans en jafnframt það efni sem oft er notað við fæðingar. Verkefnastjóri stefnir á að minnka losun koltvísýrings um 40%. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Við ætlum að draga úr losun koltvísýrings um 40% á næstu fjórum árum, en glaðloftið er stór hluti af því,“ segir Hulda Steingrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Landspítalanum. Glaðloft mengar meira en akstur allra starfsmanna spítalans í og úr vinnu, samkvæmt grænu bókhaldi spítalans frá síðasta ári, og er í raun stærsti mengunarvaldurinn þegar kemur að kolefnisspori Landspítalans. Losun glaðlofts á síðasta ári nam tæplega 1500 tonnum árið 2015, en alls losaði spítalinn um 3800 tonn af koltvísýringi á síðasta ári.

Yfir fimm þúsund manns starfa hjá spítalanum, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, en spítalinn endurvinnur tæplega 30% af rusli sem fylgir spítalanum, eða sem nemur um einu tonni af þeim þremur og hálfu tonni sem til fellur á einum sólarhring hjá stofnuninni. Glaðloftið, sem er í raun er gastegund sem heitir niontix, er langoftast notað við fæðingar og þykir gott deyfilyf þar sem það hefur umtalsverða verkjadeyfandi verkun. Þá þykir það einnig reynst vel í verkjameðferð barna. Spurð hvernig það sé hægt að draga úr mengun glaðlofts, svarar Hulda: „Það myndum við gera með sérstökum eyðingarbúnaði.“ Hulda segir búnaðinn brjóta niður glaðloftið áður en það fer út í andrúmsloftið og þannig breytist það í óskaðlega lofttegund. Í samtali við Áslaugu Valsdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands, sagði hún að notkun glaðlofts hefði ekki verið rædd sérstaklega á fundi ljósmæðra.

Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 13., 20. og 27. september kl. 16:10 – 19. kennt þriðjud. 20.ersept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12 Námskeiðsstaður Katrínartún 2 (Höfðatorg), 2. Síðdegisnámskeið, 16. hæð, Reykjavík. kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is upplýsingar og skráning í síma Nánari upplýsingar og skráning í símaNánari 894-6090 eða á alb@lexista.is 552 609 Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu. VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu um 50%.

Læknavísindi Háskóli Íslands hélt málþing um fyrstu plastbarkaaðgerðina á 100 ára afmæli sínu. Sænsk rannsóknarnefnd gagnrýndi þetta í vikunni þar sem ljóst hafi verið á þessum tíma að aðgerðin hefði ekki verið árangursrík. Háskólinn lætur nú rannsaka sinn þátt í málinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Háskóli Íslands er gagnrýndur í sænskri skýrslu um plastbarkamálið svokallaða fyrir að hafa notað Andemariam Beyene í markaðssetningu á 100 ára afmæli sínu árið 2012. Þetta kemur fram í skýrslu rannsakandans Kjells Asplunds sem gerð var opinber í síðustu viku. Andemariam var fyrsti maðurinn sem fékk græddan í sig plastbarka vegna karabbameinsæxlis í hálsi árið 2011 en hann var búsettur á Íslandi þar sem hann stundaði framhaldsnám í jarðfræði. Haldin var ráðstefna um plastbarkaðgerðina á Andemariam í Háskóla Íslands sumarið 2012 sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Andemariam dó í ársbyrjun 2014 og er ljóst nú að plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi. Um þetta atriði segir í skýrslu Asplunds: „Sjúklingurinn tók þátt í 100 ára afmæli Háskóla Íslands, þegar hann var byrjaður að eiga í erfiðleikum vegna afleiðinga aðgerðarinnar. Við erum mjög gagnrýnin á það hvernig þessi sjúklingur var notaður í markaðssetningu tveggja háskóla, eins sjúkrahúss og fyrir tiltekinn skurðlækni [Paulo Macchiarini].“ Þetta er fyrsta at-

Háskóli Íslands er gagnrýndur fyrir aðkomu sína að málþinginu um fyrstu plastbarkaaðgerðina í skólanum um sumarið 2012. Jón Atli Benediktsson er rektor háskólans sem ákveðið hefur að láta gera rannsókn á þætti skólans í málinu.

riðið sem nefnt er í skýrslu Asplunds um notkun stofnana sem tengdust plastbarkamálinu á fjölmiðlum við kynningu á því. Síðdegis á fimmtudag greindu Háskóli Íslands og Landspítali-háskólasjúkrahús frá því að skipuð yrði óháð, ytri nefnd til að kanna aðkomu þessara stofnana að plastbarkamálinu. Í svörum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, í Stundinni í febrúar kom fram að hann taldi rannsókn ekki nauðsynlega á þeim tíma og að betra væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknunum í Svíþjóð. Tekið skal fram að Jón Atli var ekki rektor skólans þegar málþingið var haldið árið 2012 heldur Kristín Ingólfsdóttir. Eitt mikilvægasta atriði gagnrýninnar í skýrslu Asplunds er að á þeim tíma sem málþingið var haldið í Háskóla Íslands hafi verið ljóst að aðgerðin á Andemariam hafði ekki tekist eins vel og haldið var á lofti í fjölmiðlum. Í sænsku heimildarmyndinni Experimenten kemur fram að strax tveimur mánuðum eftir aðgerðina, í ágúst 2011, hafi verið

Hér sést Andemariam Beyene ásamt Paulo Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni, Philip Jungebluth og fulltrúa fyrirtækisins sem framleiddi plastbarkann, á málþinginu í Háskóla Íslands 2012.

ljóst að stofnfrumuþáttur aðgerðarinnar virkaði ekki. Plastbarkinn var þakinn stofnfrumum úr Andemariam sem áttu að láta líkama hans taka við líffærinu og gera það að sínu líkt og um barka úr líffæragjafa væri að ræða. Mörgum mánuðum síðar var aðgerðinni svo stillt upp sem árangursríkri á málþingi í Háskóla Íslands. Í svari til Fréttatímans um gagnrýni sænsku rannsóknarnefndarinnar segir Jón Atli að það sé ekki viðeigandi að hann tjái sig um efni skýrslunnar.

Dauðadæmdur Írani segir sögu sína í Breiðholtskirkju Flóttamenn Hinn 36 ára gamli Morteza Songolzadeh kemur fram í Breiðholtskirkju á sunnudag og deilir með kirkjugestum reynslu sinni af því að vera á flótta. Útlendingastofnun hefur tilkynnt honum að hann verði sendur til Frakklands á næstu dögunum. Songolzade var dæmdur til dauða í heimalandi sínu, Íran. Morteza sagði sögu sína í Fréttatímanum fyrir nokkrum vikum. Hann er bókmenntafræðingur að mennt

Morteza Songolzadeh bíður eftir kraftaverki en hann hefur verið dæmdur til dauða í Íran. Mynd | Rut

með áherslu á enskar bókmenntir. Hann var í doktorsnámi til skamms

tíma í Indlandi en líf hans snérist á hvolf þegar hann varð fyrir vitrun og tók upp kristna trú. Nokkuð sem dauðarefsing liggur við í hinu strangtrúaða klerkaveldi, Íran. Hann ákvað því að flýja land og fyrsti viðkomustaður var Frakkland. Umsókn hans var tekin til meðferðar, en vistin var erfið, meðal annars vegna öfgafullra múslima sem litu á Morteza sem svikara við íslam. Hann flúði því fljótlega til Íslands. „Nú bíð ég bara eftir kraftaverki,“ segir Songolzadeh. | þt


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Gagnrýni má ekki stoppa óléttar stelpur í að spila Fótbolti Ef gagnrýnisraddirnar ná yfirhöndinni nú, er hætt við því að óléttar fótboltastelpur hætti að æfa eða spila fyrr en þær þurfa, af ótta við að fá á sig harkalega gagnrýni. Þetta segir Stjörnu-framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir sem er barnshafandi. „Engar reglur banna óléttum konum að spila,“ segir Klara Bjartmarz. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari

Breiðabliks, lét þau orð falla í vikunni að Stjörnu-konan Harpa Þorsteinsdóttir væri að setja aðra leikmenn í óeðlilega stöðu, með því að spila leik gegn Breiðabliki í dag. Harpa er markahæsti leikmaður úrvalsdeildar, en Breiðablik og Stjarnan mætast í hálfgerðum úrslitaleik deildarinnar í dag. Harpa svaraði Þorsteini í Fréttablaðinu í gær með þeim hætti að hún sé fullfær um að spila leikinn, ákvörðun hennar um hvort hún geri það sé tekin í samráði við fagfólk. Hún sakar Þorstein um sálfræðihernað gegn sér. „Ég er komin 14 vikur á leið og er

hissa á hve mikil umræða blossar upp um þetta nú. Ég spilaði lengur þegar ég var ófrísk af fyrra barni mínu og það er alls ekki einsdæmi að konur spili fótbolta á þessu stigi meðgöngu. Fjölmargar íþróttakonur hafa sent mér skilaboð um að þær hafi spilað leiki, lengra gengnar með barn en ég er nú. Ein þeirra var Arna Steinsen sem spilaði handboltaleik á 17. viku. En umræðan er mikilvæg. Það er ekki sjúkdómur að vera óléttur og margar stelpur eignast börn og halda áfram í fótbolta. Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að það er í lagi upp að vissum tímapunkti. Það er

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, segir mikilvægt að ófrískar konur njóti þess að gera það sem þær geta, meðan þær hafa heilsu til.

einmitt mikilvægt að njóta þess að gera það sem maður er vanur og hefur heilsu til.“

Harpa segist hinsvegar vera komin að mörkunum nú á 14 viku og gefi ekki kost á sér í komandi landsleikjum sem eru framundan. K lara Bjar tmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að ekki hafi verið rætt um þessi mál sérstaklega innan sambandsins. „Ef Harpa treystir sér til að spila, þá bara spilar hún. Það eru engar reglur til, að mér vitandi, sem banna leikmönnum að spila óléttir. Það eru til nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun höfuðáverka en að öðru leyti eru ekki til reglur sem takmarka leikmönnum að spila.“

Sakar Birgittu um óeðlileg afskipti af prófkjöri Pírata Alcoa, sem á og rekur álverið í Reyðarfirði, hefði getað dregið nærri tveimur milljörðum króna minna frá skattstofni sínum í fyrra ef reglur um þunna eignfjármögnun hefðu verið settar árið 2014. Vinnan við málið hefur dregist í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Seinagangur þjónar hagsmunum álvera Skattar Alþingi vísaði frumvarpi um þunna eiginfjármögnun til ríkisstjórnarinnar fyrir rúmum tveimur árum. Markmiðið er meðal annars að koma í veg fyrir að álfyrirtæki geti tekið rekstrarhagnað sinn skattfrjálsan úr landi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Málið er búið að bíða frá byrjun kjörtímabilsins og tillögurnar mínar byggja á vinnu starfshóps frá síðasta kjörtímabili. Þetta sýnir bara að þetta er ekki búið að vera neitt forgangsmál í ráðuneytinu, þrátt fyrir skýran vilja löggjafans,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um frumvarpið um þunna eiginfjármögnun sem hún lagði fyrst fram á Alþingi haustið 2013. Vorið 2014 var frumvarpið samþykkt af 53 þingmönnum. Málinu

var þá vísað til ríkisstjórnarinnar og fékk fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar það til sín. Síðan vorið 2014 hefur málið verið inni í ráðuneyti Bjarna þar til hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd hugmyndir ráðuneytisins í ágúst. Í frumvarpi Katrínar er gert ráð fyrir að fyrirtæki megi einungis draga 30 prósent af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði frá vaxtagjöldum vegna lánaviðskipta við tengda aðila. Samkvæmt tillögunum frá ráðuneyti Bjarna er þetta hlutfall 25 prósent. Ef slík lagasetning um þunna eiginfjármögnun hefði verið innleidd á Íslandi árið 2014 þá hefði Alcoa, til dæmis, ekki getað dregið nær allan hagnað sinn af álverinu á Reyðarfirði í fyrra, tæplega 19,5 milljónir dala eða 2,5 milljarða króna, frá skattstofni sínum vegna endurgreiðslna á lánum upp á 20,5 milljónir dollara, 2.7 milljarða króna, til móðurfélags Alcoa í Lúxemborg.

Stjórnmál Mikil ólga er hjá pírötum í Norðvesturkjördæmi en Ágúst Smári Beaumont, sem situr í kjördæmaráði Pírata í kjördæminu, segir að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi þrýst á sig með óeðlilegum hætti og krafist þess að hann beitti sér fyrir því að frambjóðandi í fimmta sæti yrði færður upp í annað sætið – og þannig hunsa lýðræðislega niðurstöðu prófkjörsins sem fram fór í ágúst.

Birgitta Jónsdóttir neitar alfarið að hafa beitt sér með þeim hætti sem Ágúst lýsir í viðtali við Fréttatímann.

Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

Birgitta hafnar þessum ásökunum alfarið, en viðurkennir að hafa átt símtal við Ágúst þar sem hún lýsti yfir áhyggjum vegna listans. Ágúst Smári var staddur á Sauðárkróki þegar Birgitta hringdi í hann sama kvöld og fyrra prófkjör Pírata fór fram í ágúst. Prófkjörið átti síðar eftir að verða afar umdeilt eftir að Þórður Guðsteinn Pétursson, sem fór með sigur af hólmi, var sakaður um ólöglega smölun. Ásökun sem var síðar hrakin af úrskurðarnefnd flokksins. „Hún lýsti því í fyrstu hvað hún var ósátt við listann og sagði meðal annars að hún þekkti ekkert þennan Þórð,“ segir Ágúst Smári í samtali við Fréttatímann, en honum þótti vinnubrögð í kringum prófkjörið með slíkum ólíkindum að hann telur það lýðræðislega skyldu sína að upplýsa um samskipti sín við Birgittu. „Kjarni samtalsins var sá að hún sigar mér beinlínis í það verkefni að

„Þeir geta bara komið með sannanir, harðar sannanir, og svo getum við brugðist við því.“ fá aðra frambjóðendur til þess að færa sig neðar svo það væri hægt að koma Gunnari Ingiberg Guðmundssyni í hærra sæti á listanum,“ segir Ágúst, en þess má geta að Gunnar var svo kjörinn í annað sætið í seinni kosningunum, en þá var sá háttur hafður á að allir píratar á landinu fengu að taka þátt í kosningunum, ólíkt öðrum prófkjörum flokksins. Annar pírati varð vitni að samtalinu á milli Ágústs og Birgittu og talaði blaðamaður við hann. Sá treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni af ótta við viðbrögð forystu Pírata en hann lýsir samtalinu með sama hætti og Ágúst. Þeir halda því fram að þrýst

Ágúst Smári Beaumont er ósáttur við framgöngu Birgittu Jónsdóttur og segir það lýðræðislega skyldu sína að upplýsa um framgöngu hennar.

hafi verið á frambjóðendur að færa sig til á lista til þess að koma Gunnari ofar. „Þetta er alvarlegt vandamál,“ segir Ágúst Smári, sem segist ekki geta hugsað sér að kjósa f lokkinn í næstu kosningum. „Þetta er bara grátlegt, byltingin er að fara í vaskinn,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir neitar því alfarið í samtali við Fréttatímann að samtalið þeirra á milli hafi verið með þessum hætti sem hann lýsir. „Hvaða hagsmuni ætti ég að hafa af þessu?“ spyr hún á móti. „Þeir geta bara komið með sannanir, harðar sannanir, og svo getum við brugðist við því,“ segir Birgitta sem segist vísa ásökunum alfarið á bug.

Unglingar sendir í slorið ef þeir skrópa Skólamál Grindavíkurbær vill koma í veg fyrir að unglingarnir í bænum flosni upp úr framhaldsskóla og nái í kjölfarið ekki að feta sig inn á vinnumarkaðinn. Krakkarnir hafa undirritað samning um að þiggja aðstoð ef þau þeir sýna hættumerki. Þeir sem skrópa verða meðal annars sendir í slorið. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Í Grindavík hefur nýlega verið gripið til aðgerða til að veita unglingum, sem eru fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, meiri eftirfylgni. Yfirvöld bæjarins, félagsþjónustan, grunnskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa tekið saman höndum til að bregðast við ef nemendur sýna merki um að þeir gætu verið að flosna upp úr námi.

„Það hafa komið upp tilfelli þar sem krakkar, sem dottið hafa út úr skóla, hafa ekki haft frumkvæði til að koma sér út á vinnumarkaðinn. Við höfum misst sjónar á þeim og þeir hafa á endanum lent í umsjá félagsmálayfirvalda. Þá eru þeir komnir í ákveðinn áhættuhóp. Upp frá því spannst hugmyndin um verkefnið Netið. Það snýst um hafa teymi sem fylgist með og grípur inn í þegar þess gerist þörf. Náms- og starfsráðgjafi er öllum nemendum grunnskólans innan handar með því að skrá þá inn í framhaldsskóla. Þannig höfum við yfirsýn yfir hvert þeir fara og hvort þeir fari ekki örugglega í skóla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Bærinn hefur því tryggt að þeim, sem þurfa á slíku að halda, bjóðist vinna hjá nokkrum fyrirtækjum

Unglingar sem skrópa í skólanum fá að spreyta sig á vinnu, til dæmis í sjávarútvegi.

í bænum, og ábyrgist hluta launa þeirra. „Það eru störf í sjávarútvegi og þjónustugeiranum, meðal annars.“ Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sýnt verkefninu áhuga og hafa hug á að innleiða það þegar komin er reynsla á kerfið í Grindavík.


Áskrift er besta leiðin til þess að tryggja sér öruggt sæti og gott verð. Komdu við í miðasölu Hörpu eða á sinfonia.is og gakktu frá kaupunum. Miðasala í Hörpu / sinfonia.is / harpa.is / 528 50 50


6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Ríkið leigir kvótann á 6 prósent af markaðsvirði Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki sett fiskveiðikvóta á markað er kvótinn engu á síður á markaði. Hann gengur bæði kaupum og sölum og er líka leigður ár í senn. Og þar með liggur nokkuð ljóst fyrir hvert markaðsvirði kvótans er. Heildarkvótinn er um 1000 milljarða króna virði og leiguverð á honum er nálægt 80 milljörðum króna á ári. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Markaðsvirði kvóta er óralangt frá því leiguverði sem stjórnvöld innheimta af útgerðarmönnum. Á nýbyrjuðu fiskveiðiári verða innheimtir aðeins um 4,8 milljarðar króna. Það jafngildir aðeins um 13 krónum á hvert þorskígildiskíló. Á síðasta fiskveiðiári bárust Fiskistofu tilkynningar um leigu á kvóta fyrir andvirði um 9,2 milljarða króna. Með öðrum orðum er leigan sem útgerðarmenn greiða ríkinu, 4,8 milljarða króna í formi veiðigjalda, um 4,6 milljörðum króna lægri en þeir greiddu hvor öðrum í leigu á síðasta fiskveiðiári. 9, 2 milljarðarnir sem tilkynntir voru inn til Fiskistofu voru hins vegar aðeins fyrir tæplega 12 prósent af kvótanum. Útgerðarmenn endurleigðu um 11,4 prósent af kvótanum sem þeir fengu úthlutað gegn 4,8 milljarða króna veiðigjöldum. Ef við horfum á útgerðarmenn sem heild þá leigðu þeir allan kvótann á 4,8 milljarða króna, endurleigðu 11,4 prósent hans og fengu alla 4,8 milljarðana til baka. Á eftir sátu þeir með 4,6 milljarða króna í hagnað plús 88,6 prósent af heildarkvótanum, um 328 þúsund þorskígildistonn.

VONDU KERFIN: kvótaKERFIÐ

Aðventusigling & Nürnberg 1. - 8. desember Aðventan í Þýskalandi er dásamlegur tími. Gamla ríkis og virkisborgin Nürnberg státar af einum elsta jólamarkaði landsins sem nýtur sín innan um tignarlegar byggingarnar. Hápunktur ferðarinnar er þriggja daga sigling eftir Dóná. Gist er á skipinu tvær nætur í mestu þægindum og komið við í Regensburg. Einnig verður farið til Bamberg, Würzburg og Rothenburg sem skarta sínu fegursta á aðventunni. Verð: 227.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör ehf.

Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir

Það er ekki annað hægt að segja en að útgerðarmennirnir hafi komið merkilega vel út úr viðskiptum sínum við stjórnvöld. 80 milljarðar á ári Á bak við 9,2 milljarða króna kvótaleigu á síðasta ári eru um 11,4 prósent heildarkvótans. Það merkir að heildarleiguvirði alls kvótans er nærri 80 milljörðum króna. Sú upphæð er órafjarri þeim 4,8 milljörðum króna sem stjórnvöld innheimta hjá útgerðarmönnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Ef við treystum markaðsverðinu, sem orðið hefur til í frjálsum viðskiptum útgerðarmanna sín á milli, veita stjórnvöld útgerðarmönnum 94 prósent afslátt af kvótaleigu. Stjórnvöld leigja útgerðinni kvótann að andvirði 80 milljarða króna á aðeins 4,8 milljarða króna. Útgerðarmenn fá 75 milljarða króna í raun gefins. Er verðið raunhæft? Hversu ábyggilegt er markaðsverð á kvótaleigu? Í sumum fiskitegundum má efast um verðið. Þannig var aðeins leigt út um eitt prósent heildarkvótans í loðnu, norsk-íslenskri síld og þorski í Barentshafi. Þetta eru of lítil viðskipti til að hægt sé að fullyrða að verðið í hlutfallslega litlum viðskiptum endurspegli verðmæti alls kvótans. En í öðrum fiskitegundum voru viðskipti með miklum mun stærri hluta kvótans. Þannig námu leiguviðskipti með úthafsrækju 60 prósent af heildarkvótanum, 36 prósent af steinbítskvótanum voru leigð út 25 prósent af löngunni og 24 prósent af ýsukvótanum. Og það sem mestu skiptir; tæplega 11 prósent af þorskkvótanum voru leigð út á síðasta fiskveiðiári fyrir meðalverð upp á 216 krónur og

81 eyri á kíló. Miðað við það leiguverð er þorskkvótinn í ár rétt rúmlega 50 milljarða króna virði. Lítill hluti íbúða selst Í flestum viðskiptum þykja viðskipti með 11 prósent af heildinni gefa ágæta hugmynd um heildarvirði alls massans. Um 8 til 10 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu skipta um eigendur á hverju ári. Á grunni þessara viðskipta er fasteignamat ákveðið fyrir allar íbúðir, fasteignaskattar lagðir á og veðhæfni íbúða metið. Gríðarlega umfangsmikil viðskipti byggja á þessu verðmati sem fæst af viðskiptum með 8 til 10 prósent heildarinnar. Engum dettur í hug að vefengja þetta mat. Við leyfum okkur jafnvel að ganga út frá því að sala á 605 íbúðum af 83.400 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu gefi góða mynd af verðsveiflum á íbúðarhúsnæði í ágústmánuði. Það eru aðeins 0,7 prósent af heildinni. Miðað við það þyrfti kannski ekki að gera þann fyrirvara sem hafður var hér að ofan um áreiðanleika þess að áætla heildarvirði alls síldarkvóta út frá viðskiptum með um eitt prósent af öllum kvótanum. Lítil viðskipti með hlutabréf Svipaða sögu er að segja af viðskiptum með hlutabréf. Þótt þau gangi kaupum og sölum er aðeins lítill hluti bréfanna sem eru í raun á markaði. Í hverju félagi er kjarni hluthafa sem er ekki í neinum söluhugleiðingum. Í sumum félögum er jafnvel aðeins lítið brot sem er í raun á lausu. Samt efast enginn um að síðustu viðskipti gefi raunsanna mynd af markaðsvirði félagana, fólk og fyrirtæki færa þau til bókar og skatturinn leggur á samkvæmt því. Á hverju ári er veltuhraði hlutabréfa í kauphöllinni á Íslandi um 55 prósent af öllum bréfum. Að meðal-

Fyrsta verk ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks var að lækka veiðileyfagjöldin. Markmið eldri laga var að koma veiðigjöldunum upp í um 13 milljarða króna eða nærri 16 prósent af markaðsvirði kvótans í viðskiptum útgerðarmanna í millum. Á yfirstandandi ári verða veiðigjöldin aðeins 4,8 milljarðar króna, sem jafngildir 94 prósent afslætti frá ­markaðsvirði.

tali er því innan við 5 prósent hlutabréfanna sem skipta um eigendur. Samt efast enginn um að viðskiptin með hlutabréf í síðasta mánuði hafi endurspeglað raunverulegt markaðsvirði þeirra. Eðlilegt hlutfall leigu Síðustu stórviðskipti með varanlega kvóta urðu þegar HB Grandi keypti 1600 tonn af Hafnarnesi Ver fyrir rétt tæplega 4 milljarða króna. Í þessum viðskiptum skiptu um 0,7 prósent af þorskkvótanum um eigendur. Verðið sem greitt var, var hvorki óeðlilega hærra né lægra en sambærileg viðskipti misserin á undan. Samkvæmt þessum viðskiptum er þorskkvótinn við Ísland um 570 milljarða króna virði og allur kvóti Íslendinga í öllum fiskitegundum um 1010 milljarða króna virði. Það er því til bæði markaðsvirði varanlegs kvóta og leigukvóta. Annars vegar er allur kvóti 1010 milljarða króna virði við varanlega sögu og hins vegar um 80 milljarða króna virði í ársleigu. Gengur þetta tvennt saman? Er raunhæft að ársleiga á einhverju sem kostar 1010 milljarða króna sé 80 milljarðar króna? Ef kvótinn væri verslunarhúsnæði gætum við spurt hvort eðlilegt væri að leigja út 50 milljón króna eign á 330 þúsund krónur. Ja, það þætti lágt leiguverð við Laugaveginn eða inni í Kringlu en líklega sanngjarnt í úthverfunum.


Langalína 20-26 www.bygg.is

Skoð teiknin ið á byggg. ar is

Sjáland í Garðabæ Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 20-26 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru 3ja-5 herb. og 92-185 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar verða ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Fjölskylduvænt hverfi í fallegu umhverfi

www.bygg.is

NÝTT Í SÖLU

Lundur 25

Skoð teiknin ið á byggg. ar is

Fossvogsdalnum í Kópavogi ENNEMM / SIA / NM77196

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegum álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi 25 í Kópavogi. íbúðirnar er 111-179 fm. Stæði fylgja öllum íbúðum. Lundur er án vafa ein glæsilegasta staðsetning íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu enda skapa Fossvogurinn, Öskjuhlíðin og rómaðar gönguleiðir gott jafnvægi milli byggðar og náttúru. Hverfið er skipulagt með sex kjörnum og milli þeirra verða stór græn svæði. Stutt er í margvíslega þjónustu, afþreyingu og menningu, s.s. Smáralind, Kringluna, Salinn og Gerðasafn.

REYNSLA

FAGMENNSKA

METNAÐUR

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA

Garðatorgi 5 – 210 Garðabæ

Sími 520 9586

EHF

Sími 562 4250 www.fjarfesting.is Borgartúni 31

BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Það er því ekki hægt að segja að markaðsvirði á varanlegum kvóta og leigukvóta vísi í sitt hvora áttina. Þvert á móti virðist þarna vera ágætt jafnvægi á milli. Útgerðarmenn eru óvitlausir þegar þeir meta verðmæti kvótans. Það eru stjórnvöld sem virðast ekki átta sig á verðmætinu. Að leigja eitthvað út sem kostar 1010 milljarða króna á 4,8 milljarða króna á ári er úr takt við alla þekkta eigna-

Grandi fær álíka og allir borga Leiguverðmæti kvótans m.kr. HB Grandi hf. 4,760 3,282 Samherji Ísland ehf. Þorbjörn hf 3,044 2,721 Vísir hf FISK-Seafood ehf. 2,709 Skinney-Þinganes hf Rammi hf Vinnslustöðin hf Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf Útgerðarfélag Akureyringa ehf

2,640 2,342 2,243 1,892 1,667

Nesfiskur ehf Síldarvinnslan hf Gjögur hf Brim hf Jakob Valgeir ehf

1,594 1,560 1,342 1,259 1,114

Ísfélag Vestmannaeyja hf Loðnuvinnslan hf Ögurvík hf Bergur-Huginn ehf K G fiskverkun ehf

940 867 861 829 823

Miðað við markaðsverð á kvótaleigu í einstökum fisktegundum á síðasta ári nemur verðmæti kvótans sem HB Grandi fær um 4.760 milljónum króna, rétt aðeins lægri upphæð en öll útgerðarfyrirtæki greiða í kvótaleigu til ríkisins í formi veiðileyfisgjalda. Verðmæti kvóta Samherja er um 3.282 milljónir króna, en ef tekin erum með skyld fyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyringa og Síldarvinnslan, fær sá hópur fyrirtækja kvóta árlega sem nemur um 6,5 milljörðum króna.

leigu. Það tæki eigandann um 210 ár að innheimta verðmæti eignarinnar með leigunni. Mikil leiga inn í rekstri Það kann að vera að þessi svimandi upphæð, 80 milljarðar króna, standi í einhverjum. Hvernig eiga útgerðarmenn að geta greitt 80 milljarða króna í leigu í fyrir kvótann? Þetta er næstum tvöfalt hærri upphæð en nam samanlögðum hagnaði 30 stærstu útgerðarfyrirtækjanna 2014 þegar þau skiluðu 43 milljarða króna hagnaði. Fæst félaganna hafa skilað inn ársreikningum fyrir síðasta ár svo það er ekki hægt að sjá hvert hlutfallið væri á móti hagnaði síðasta árs. Ef við gerum ráð fyrir að öll greinin hafi skilað viðlíka hagnaði og 30 stærstu fyrirtækin næmi árshagnaður útgerðarmanna um 49 milljörðum króna. En áður en við ræðum hagnaðinn er rétt að benda á að áður en til hans kemur höfðu útgerðarmennirnir greitt veiðigjöld, 9,2 milljarða króna fiskveiðiárið 2013/14 og 7,7 milljarða króna 2014/2015. Meðaltal þess eru 8,5 milljarðar króna. Ef við drögum það frá 80 milljörðunum þá sitja eftir 71,5 milljarðar. Næst þyrftum við að taka frá þá kvótaleigu sem útgerðarmenn greiða hver öðrum. Eins og áður sagði nam sú leiga um 9,2 milljörðum á síðasta fiskveiðiári. Að henni frádreginni vantaði enn 62,3 milljarða króna. Kvótaleiga í formi vaxta En það er meiri kvótakostnaður inn í reikningum útgerðarfélaganna en kvótaleiga og veiðigjöld. Frá því kvótakerfið var sett og á, og einkum á tímabilinu frá því að frjálst framsal var sett á, hefur mikið magn kvóta skipt um eigendur. Á tiltölulega fáum árum juku 10

stærstu félögin hlut sinn úr fjórðungi í helming alls kvóta. Þau drógu til sín kvóta sem samkvæmt síðustu sölu, kaupum HB Granda á kvóta í Þorlákshöfn, er um 250 milljarða króna virði. Til að fjármagna þessi kvótakaup fengu fyrirtækin lán í bönkum. Því miður er ekki hægt að einangra skuldir útgerðarfyrirtækjanna vegna kvótakaupa í reikningum þeirra. En miðað við 5 prósent ársvexti þyrftu félögin að greiða um 12,5 milljarða árlega til að halda við 250 milljarða króna lánum vegna kvótakaupa. Þetta eru náttúrlega ekki rauntölur, aðeins dæmi til að gefa til kynna stærðarhlutföllin varðandi kvótakaup. Ef við gerum ráð fyrir að útgerðarfélögin greiði þessi lán niður á 20 árum þá nema afborganir og vextir þeirra á tímabilinu um 380 milljörðum króna vegna kaupa á fjórðungshlut af heildarkvótanum eða um 19,1 milljarði árlega. Nú má deila um hversu traust þessi ágiskun er, að á hverjum tíma séu útgerðarmenn að greiða fyrir um kaup á um 25 prósent af heildarkvótanum. Ef menn vilja heldur reikna með fimmtungi þá er upphæðin 16,4 milljarðar króna á ári en ef menn vilja reikna með þriðjungi þá er upphæðin 23,4 milljarðar króna. Til einföldunar skulum við reikna með 19,1 milljarði króna árlega. Sú fjárhæð dregst frá 80 milljörðunum ásamt veiðigjöldum og kvótaleigu. Eftir sitja þá 42,2 milljarðar króna. Ógnargróði útgerðarinnar Af þessu sést að útgerðin greiðir umtalsverðar upphæðir í kvótaleigu. Gallinn er að aðeins lítill hluti þeirra rennur til almennings. Hann fær veiðigjöldin en önnur kvótaleiga rennur til út-

Þorskurinn 50 milljarða virði Hlutfall leigu Markaðsvirði Leiguverð kg. af heildarkvóta kvóta m.kr. Þorskur 216.81 11% 50,098 193.78 24% 6,349 Ýsa Loðna 66.41 1.5% 6,309 Karfi/gullkarfi 72.13 10% 3,224 Grálúða 163.35 14% 2,094 Humar 1,431.01 5% 1,749 31.93 8% 1,745 Síld 33.03 16% 1,720 Ufsi Norsk-íslensk síld 28.79 1.1% 1,204 Kolmunni 6.93 0.10% 1,073 75.01 11% 918 Djúpkarfi Barentshafsþorskur, Noregur 128.79 0.8% 843 72.35 36% 604 Steinbítur Barentshafsþorskur, Rússland 138.79 0.8% 568 Skarkoli 63.99 42% 444 81.50 60% 309 Úthafsrækja Langa 39.48 25% 304 26.35 5% 197 Gulllax Þykkvalúra 159.60 55% 164 Úthafskarfi 61.77 25% 154 46.06 11% 147 Keila Skötuselur 202.02 74% 136 49.76 37% 52 Langlúra Blálanga 17.29 7% 33 Sandkoli 16.65 41% 8 Hér má sjá leiguvirði kvótans í einstökum fiskitegundum, annars vegar meðalverð á kíló og hins vegar heildarvirði kvótans miðað við það verð. Hlutfallstalan sýnir hversu mikill hluti kvótans er á bak við þessi viðskipti. Ef hlutfallið er undir 5 prósent má véfengja verðið en engin ástæða er til að efast um markaðsverðmæti þeirra tegunda þar sem meira en tíundi hluti kvótans var leigður út.

gerðarmanna sjálfra. Kvótaleiga í formi kaupa á varanlegum kvóta rennur að hluta til fjármálastofnana í formi vaxta en að hluta til annarra útgerðarmanna eða þeirra sem eru að hætta útgerð. 49 milljarða króna árshagnaður útgerðarmanna er ótrúleg há upphæð. Í úttekt Fréttatímans fyrr í sumar kom fram að arðsemi útgerðar var meira en fjórum sinnum meiri en annarra fyrirtækja á Íslandi að meðaltali. Ef við reiknum með að mismunurinn sé auðlindarentan þá getum við sagt að af 49 milljarða króna hagnaði útgerðarinnar 2014 hafi um 12 milljarðar króna verið venjulegur fyrir-

tækjahagnaður en um 37 milljarðar verið sambland af auðlindarentu og gengishagnði vegna lágs gengis íslensku krónunnar. En eins og hér hefur komið fram er auðlindarentan enn meiri en þetta, því áður en að til hagnaðar kom höfðu útgerðarmenn greitt fyrir rentuna með veiðigjöldum, kvótaleigu og afborgunum og vöxtum af kvótakaupum. Þegar allt þetta er lagt saman sest hversu gríðarverðmætur kvótinn er og auðlindarentan gjöful. Það er því ekki að furða þótt útgerðarmenn meti kvótann upp á 1010 milljarða króna í varanlegu formi og ársleiguna upp á 80 milljarða króna.

G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ ŠKODA Octavia G-TEC Verð frá 3.490.000 kr. Sjálfskiptur frá 3.690.000 kr.

Þú kemst lengra en borgar minna ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


ER VEISLA Í VÆNDUM? TILVALIÐ FYRIR VEISLUNA, ÁRSHÁTÍÐINA, RÁÐSTEFNUR OG FLEIRA GLÆSILEGIR SALIR, FRÁBÆR AÐSTAÐA OG FJÖLBREYTTIR MATSEÐLAR

www.keahotels.is Hótel Kea | Hafnarstræt i 87 - 89 | Sími 460 2000 | kea@keahotels.is


SMÁRALIND


ótrúlegT Opnunartilboð:

Gallabuxur + bolur

5.900

kr.*

G il d ir bæ ð i f y r ir d ö m u r o g h er r a


Söngskólinn í Reykjavík

12 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Minnisblað Viðreisnar

SÖNGNÁMSKEIÐ Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 12. september og lýkur 28. október Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag

• • • •

Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk

Kennslutímar:

Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar

Söngtækni:

Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur

Tónmennt:

Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Nánari upplýsingar

www.songskolinn.is / ☎ 552-7366

Fyrir uppskeruna Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg 12 lítrar

35 lítrar

365

50 lítrar

3.990

2.995

Garðkarfa 25L

1.075 50L kr. 1.990

75 lítrar

5.290

50 lítrar

4.190

35 lítrar

12 lítrar

3.190

625

Tia - Garðverkfæri

590

20 lítrar

1.290

995

25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Truper 10574

1.895 Hlúaajárn Buf PGH316

1.890

pr stk

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

koðanir eru mikilvægar og í aðdraganda alþingiskosninga virðist þeim fjölga, sem auðvitað er gott fyrir lýðræðið, myndi maður ætla. Ísland er uppfullt af skoðunum og nú getum við dreift þessum skoðunum út um allt og fengið viðbrögð, „læk“ og jákvæð og neikvæð „komment“. Samt er áfram sniðugt að koma saman og ræða málin og hlusta á skoðanir annarra í raunheimum, en ekki bara lesa þær af skjánum.

Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

Fatnaður

Pumpur

Hjálmar

S

FJÖLBREYTNI ÞEIRRA SEM TALA OG HLUSTA

ÚTSÖLULOK Útsölunni lýkur laugard. 10 sept. kl. 16:00

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is

Fundur fólksins var haldinn í Norræna húsinu um síðustu helgi. Hann var tilraun til að fá fólk til að tala og ekki síður að hlusta. Umræðuefnin voru fjölmörg og stemningin ágæt. Inn á milli sást í stjórnmálamenn og flestir virtust halda ágætri einbeitingu við hlustunina. Eftir eina umræðuna á fundinum, sem snérist um eitt eða annað, stóðu þrír menn í hnapp út undir vegg og töluðu saman. Þeir kvörtuðu yfir því að þeirra hugðarefni kveiktu ekki mikinn áhuga stjórnmálamanna. „Það þarf bara að fá fólk í Sjálfstæðisflokknum til að átta sig á þessu og fá áhuga,“ sagði einn mannanna þriggja og bætti því við að þar væru völdin í samfélaginu. Í orðum mannsins speglast lífseigt viðhorf liðins tíma. Örfáir flokkar og jafnvel hópar eru álitnir fara með völdin til að stjórna umræðunni.

Viðhorfið er ekki óeðlilegt þegar litið er til sögunnar, en í dag er samfélagið fjölradda miðað við það sem áður var. Valdahóparnir hafa tekið málin dagskrá í gegnum tíðina og stjórnaðist valið þá oft af flóknum þráðum hagsmuna í samfélaginu. Þeir sem ekki náðu eyra þeirra sem ráða, þurftu að bíta í það súra epli. Stjórnmálaf lokkar eru í prófkjörs- og uppstillingagírnum þessa dagana. Þannig fæst hægt og rólega mynd á það hverjir eiga raunhæfa möguleika á að teljast til þingmanna að loknum kosningum. Val stjórnmálaflokkanna á sínu fólki virðist yfirleitt ganga vel, ef litið er yfir svörin í fjölmiðlum. Talað er um „sterkan lista“ og stjórnmálamönnunum „líst vel á hópinn“. Lukkulegastir með valið eru auðvitað þeir sem ná mestum hljómgrunni og raðast í efstu og oft öruggustu sætin. Stærsti stjórnmálaf lokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, blés til prófkjörs í Reykjavíkurkjördæmunum um síðustu helgi. Oddvitarnir voru ánægðir með valið, eins og vera ber. Hátt hlutfall lögfræðinga og lögfræðinema í efstu sætunum vakti samt athygli, sjö af átta efstu höfðu lagt stund þau fræði. Lögfræði er merkileg fræðigrein með ríka sögu. Svið lögfræðinnar er vítt og spannar allt frá mannréttind-

um, stjórnarskrárpælingum og réttarheimspeki til eltingaleikja við sjúkrabíla. Lögfræðingar skrifa líka texta lagafrumvarpa inn í ráðuneytum og velta þar til dæmis fyrir sér hvort merking textans breytist ef ein forsetning kemur í stað annarrar. Lögfræðingar eru oft nákvæmir, lunknir í að fletta upp í lagasöfnum og leggja mat á textann til að nýta sér við röksemdarfærslu. Vandræðin með einsleitni frambjóðanda og hátt hlutfall lögfræðimenntaðra frambjóðenda hafa áður plagað Sjálfstæðisflokkinn, til dæmis í prófkjöri flokksins í Reykjavík árið 1979. Af átta efstu þingmannsefnunum þá voru sex lögfræðingar. Það þótti ekki gott og varð til þess að listanum var breytt. 37 árum síðar hefur hlutfallið hækkað í sjö af átta. Einu sinni voru prestar aðalmennirnir á Alþingi og einu sinni voru það bændur. Þá voru þetta allt karlar. Lögfræðingar hafa líka verið fyrirferðarmiklir á þingi og verða það líklega áfram. Nú er enginn að segja að lögfræðingar nýtist ekki ágætlega til að ræða um lagasetningu á Alþingi en lögin, stefnurnar og ályktanirnar sem Alþingi kemur að snúast um öll svið samfélagsins. Stjórnmál í sífellt flóknara samfélagi kalla á það að þeim komi fólk úr ýmsum áttum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og menntun. Menntun þjóðarinnar er alltaf að verða fjölbreyttari og það þarf Alþingi að endurspegla. Í fullkomnum heimi ættu sem allra flest svið samfélagsins að eiga sér málsvara innan allra flokka, en líklega er það óskhyggja. Það er erfitt að gera sér í hugarlund að samfélög dagsins í dag virki án lögfræðinga, enda nýtast þeir oft vel í að sætta deilumál. Hins vegar er tilhugsunin um Alþingi með eintómum lögfræðingum út í hött. Það er Sjálfstæðisflokknum, eins og öðrum stjórnmálaöflum, nauðsynlegt að berjast gegn einsleitni í hópnum. Þjóðin er alveg hætt að nenna að sannfæra alltaf sama þrönga hópinn um það sem brennur á henni.

Guðni Tómasson

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


BMW EFFICIENTDYNAMICS.

BMW X1

www.bmw.is

Sheer Driving Pleasure

SPENNANDI BMW X1. BMW X1 sDrive18d

BMW X1 xDrive18d

Sjálfskiptur, framhjóladrifinn, 2,0 l dísil, 150 hestöfl Eldsneytisnotkun frá 4,3 l/100 km* VERÐ FRÁ 5.590.000 KR.

Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, 2,0 l dísil, 150 hestöfl Eldsneytisnotkun frá 4,8 l/100 km* VERÐ FRÁ 6.190.000 KR.

Staðalbúnaður er meðal annars sjálfskipting, 17" álfelgur, LED dagljós, lykillaus ræsing, loftkæling, aðgerðahnappar í stýri, handfrjáls Bluetooth símabúnaður og tónlistarstreymi, Eco - Comfort og Sport akstursstillingar, veghæð 18,2 cm, upphituð sæti og speglar, nálgunarvari aftan, 6,5" litaskjár í mælaborði og iDrive stjórntölva.

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR Á NÝJUM BMW X1

OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

* E N N E M M / S Í A / N M 7 6 9 4 7 B MViðmiðunartölur W X 1 5 x 3 8 aframleiðanda l m e n n á g úum s t eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

LESS EMISSIONS. MORE DRIVING PLEASURE.


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Myndir | Alda Lóa

Leitin að öryggi er samofin rótleysinu Pólverjar flakka um lönd og höf, að sögn Zbigniew Kalinowski sem er 38 ára gamall pólskur starfsmaður í Gistiskýlinu við Lindargötu þar sem margir landar hans fá að halla sér. Allavega þvældist hann sjálfur á milli landa frá 16 ára aldri, ýmist að vinna eða lifa „high on life“, þangað til að hann strandaði eftir hrunið á Skemmuveginum á skrýtnu hóteli. En það var þar í miðri ringulreiðinni á þessu hóteli sem hann ákvað að stofna til fjölskyldu og bindast konu og dóttur hennar. Í dag er það öryggi og velferð fjölskyldu hans sem vakir fyrir honum öðru fremur. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is

Stöðvum ránið Auðlindir í þjóðareigu!

Margréti Tryggva í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar, suðvesturkjördæmi margrettryggva.is

Zbigniew Kalinowski fæddist 1978 í Stare Juchy, smábæ sem tilheyrir Gmina stjórnsýslunni rétt fyrir austan Gdansk í norður Póllandi. Opinberar tölur segja tæplega 4 þúsund manns búa í Gmina í dag en það er kannski helmingurinn af þeim fjölda sem bjó þar fyrir fall Sovétríkjanna, segir Zbigniew. „Síðan landamærin opnuðust í Póllandi árið 1991 hafa Pólverjar verið á eilífu flakki, segir Zbigniew. Í dag

búa aðallega gamalmenni og börn í bænum mínum en allt vinnandi fólk fer í burtu að vinna og sendir peninga heim, nema ég,“ segir Zbigniew sem byrjaði sjálfur að vinna 16 ára gamall í hjólreiðafyrirtæki í Gau Altesheim, ekki langt frá Frankfurt, en fyrst um sinn aðeins á sumrin. Þegar hann náði 18 ára aldri átti hann hinsvegar eftir að vinna á sama stað í sex ár á ferðamannavísa. Þannig vann hann þrjá mánuði í senn og fór aftur heim í tvær vikur og sótti sér nýtt dvalarleyfi, þetta gerði hann í sex ár samfleytt. Pabbi hans vann á sama stað í 14 ár. Stare Juchy „Pólverjar fara frá einu landi í annað að leita sér að vinnu. Þetta er öðruvísi hjá Íslendingum sem eru í sínu húsi og fastri vinnu og eina sem þeir skipta um er kannski bíllinn,“ segir Zbigniew. Hjá okkur heima í Stare Juchy var alltaf eitt land í einu sem athyglin beindist að, og allir fóru í einu og bærinn tæmdist fyrir utan gamla fólkið og börnin sem urðu eftir. Eitt árið var það Ítalía og næsta ár kannski Írland. Mamma fór til Englands og ég elti hana uppi og vann þar í þrjá mánuði og gat keypt mér land í Póllandi sem ég á ennþá. Karlmennirnir fara í byggingariðnaðinn, en konurnar í verksmiðjur, matvælaiðnað og hreingerningar aðallega. Ég er viss um að á Íslandi búa í kringum 300 þúsund Pólverjar, þeir eru allstaðar. Hérna eru allavega 500 úr bænum mínum, ég veit það af því að í skólanum mínum voru 500 krakkar og þeir eru allir hérna,“ segir hann og hlær. Áreiðanlegri heimildir herma að fyrsti Pólverjinn sem flutti frá Stare Juchy hafi verið kona sem flutti til Íslands árið 1981 og giftist íslenskum manni og eignaðist tvíbura. Frá pönkaralíferni í pólska herinn „Eftir vinnuna í Þýskalandi upp úr aldamótum fór ég til Sviss og Frakklands og gerðist pönkari og elti uppi pönkhljómsveitir og tón-

„Pólverjar fara frá einu landi í annað að leita sér að vinnu. Þetta er öðruvísi hjá Íslendingum sem eru í sínu húsi og fastri vinnu og eina sem þeir skipta um er kannski bíllinn.“ leika. Ég var með móhíkanakamb og svaf á bekkjum í Lyon en í Genf voru 150 hústökuhús á þeim tíma þar sem ungt fólk frá allri Evrópu hafði hreiðrað um sig. Ég bjó ásamt 50 öðrum í einu svona húsi. Þetta var samfélag í kringum tónleikahald og músík, þarna var bar þar sem ég vann og drakk. Þetta var „high life“. Eftir þetta fór ég heim til Póllands og skráði mig í herinn. Í Póllandi er herskylda og ég hafði ekki sinnt herkvaðningunni, eða þeir hreinlega ekki fundið mig og ég ákvað að fara inn og fá í leiðinni meirapróf á flutningabíla. Það varð hinsvegar ekkert úr meiraprófinu af því að ég lagðist strax á herspítalann eftir að það uppgötvaðist að ég var sýktur af veiru sem hafði komist í líkamann eftir skordýrabit. Herinn var góður tími og gerði mér gott, þrátt fyrir að ég hafi aðallega verið fenginn til þess að gera við reiðhjól starfsmanna hersins. Ég vildi halda áfram og fara til Íraks að berjast en fjölskylda mín lagðist gegn því og ekkert varð úr þeim áformum. Skrýtið hótel á Skemmuvegi „Þegar ég kom heim úr hernum hringdi bróðir minn frá Íslandi og sagði mér að koma til sín en hann gæti reddað mér vinnu. Ég pakkaði aftur niður og flaug til Íslands næsta dag og byrjaði hjá BM Vallá þar sem ég vann um tíma þangað til að ég réði mig hjá Múr og Mál. En síðan skall kreppan á og ég, eins og aðrir, missti vinnuna mína.


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Sölu-

| 15

s ý n i n g Sölusýning í dag frá kl. 10 til 16. Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4.

Zbiegniew segir líf sitt hafa breyst við það að eignast fjölskyldu. Ef hann væri einn gæti hann sofið á bekk eða í gluggalausum kjallara. En hann vill finna börnum sínum öruggan stað og vill ekki bjóða þeim upp á eílífa flutninga, frá einum stað á annan.

Þá tók við fjögurra ára tímabil þar sem ég var aðallega á bótum hjá Vinnumálastofnun. Á þeim tíma bjó ég á Skemmuvegi á mjög skrýtnu hóteli. Þarna bjó fólk frá Póllandi, Úkraínu og Tælandi sem var á einn eða annan hátt strandað á Íslandi. Þarna voru 50 herbergi og ég leigði eitt lítið á 30 þúsund krónur á mánuði. Það var hægt að fá stærri herbergi og borga meira. Ég veit ekki hver átti þetta hótel enda var það alltaf að skipta um eigendur, ég held að það hafi farið úr einu gjaldþrotinu í annað.“ Hömlulaust verbúðalíf Ábúendur á þessum „strandstað“ á Skemmuvegi voru mikið óhamingjusamt fólk sem talaði ekki íslensku og átti erfitt með að fóta sig hérna, fjarri heimahögum sínum. Það var mikið drukkið og slegist og brestir sem kannski voru ekki sýnilegir í þorpinu heima komu berlega í ljós við þessar félagslegu aðstæður. Heima fyrir í Póllandi var þó eitthvert fjölskyldunet og samfélagslegt aðhald sem er ekki til staðar á stað eins og þessum. „Fólk hafði kannski komið til Íslands á fölskum forsendum og komst héðan ekki aftur,“ segir Zbiegniew. „Það skuldaði kannski heima og var strand, vissi ekki hvort það var að koma eða fara.“ Árið 2007 f luttu 11.300 Pólverjar til Íslands, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en líklega voru þeir fleiri því margir komu hingað í gegnum undirverktaka og voru því aldrei skráðir inn í landið. Paradísin á Íslandi 23. desember árið 2007, á besta útsendingartíma pólska sjónvarpsins, birtist ítarleg umfjöllun á stærstu sjónvarpsstöðinni, TVN, um paradísareyjuna Ísland í fréttaskýringaþættinum Fakty. Þar lýsti fréttamaðurinn Cezary Grochota Íslandi sem velmegunarríki þar sem hunang drypi af hverju strái. Heilbrigðis- og menntakerfið væri aldeilis frábært og ókeypis fyrir alla, mánaðarlaunin 4 milljón-

Þar gefst tækifæri til að skoða það nýjasta sem við bjóðum. Meðal annars nýja tækni í kæliskápum, „hyperFresh“ frá Siemens og „VitaFresh“ frá Bosch. Með þessari nýju tækni heldur kæliskápurinn ávöxtum, grænmeti og nýjum kjötvörum ferskum allt að tvisvar til þrisvar sinnum lengur en venjulega. Veldu ferskari matvæli og minni matarsóun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður afsláttur af öllum vörum sem ekki eru á Tækifærisverði. Komið og njótið dagsins með okkur!

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is

Sérblað um Vetrarferðir Þann 16. september auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300


16 |

námskeið

& VÍNSMÖKKUN

TAPAS

Að para saman mat og vín Í vetur heldur Tapasbarinn skemmtileg tapas- og vínsmökkunarnámskeið þar sem farið er yfir galdurinn við að para saman mat og vín. Námskeiðin eru tilvalin fyrir alla; einstaklinga og hópa. Aðaláherslan er að hafa gaman … saman. Vínsnillingar Tapasbarsins og Stefán Ingi Guðmundsson víngúrú sjá um námskeiðin. Smakkaðar verða 10 tegundir af sérvöldum vínum með 13 mismunandi tapasréttum. Meðal rétta sem smakkaðir verða: • Ekta spænsk serrano • Kolkrabbi • Saltfiskur • Beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Iberico secreto • Lamb í lakkrís

Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 og kosta 6.900 kr. á mann. Dagsetningar: • 22. september • 6. október • 20. október • 3. nóvember • 17. nóvember Skráning er á tapas@tapas.is Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551 2344

RESTAURANT- BAR

Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

„Ég á land í Póllandi sem ég hafði hugsað mér að börnin mín gætu erft, en það er alltaf möguleiki að fara aftur heim og sýsla með þetta land og lifa af því. En ég veit ekki, það kemur allt í ljós.“

Zbiegniew starfar í Gistiskýlinu þar sem margur maðurinn hefur strandað. Hann vinnur vaktavinnu og gengur í mörg störf en þar er fáliðað. Allir gera allt.

ir, en ekki fjögur hundruð þúsund eins og var kannski nær lagi, en honum skeikaði þar um eitt núll. Það er líklega í þessa útsendingu sem Zbigniew er að vísa til þegar hann segir að flökkusagan um sældarríkið hafi dregið dilk á eftir sér og að margir Pólverjar hafi komið til landsins á fölskum forsendum. Árið eftir, á hrunárinu sjálfu, flugu 7.770 Pólverjar til landsins á móti þeim 5542 sem fóru af landi brott – og já, hluti þeirra strandaði allavega um tíma hvort sem það var á Skemmuvegi eða á Gistiskýlinu. „Strandhótelið“ á Skemmuvegi Á Skemmuvegi bjuggu að meðaltali 70 til 100 manns þegar Zbigniew bjó þar árið 2011. Hann leigið lítið herbergi og í næsta herbergi voru hjón með unga dóttur sína. Hjónin höfðu komið hingað til lands með alrangar væntingar og komust ekki heim aftur. Ástandið fór mjög illa með fjölskylduna sem flosnaði upp og Zbigniew var fenginn til þess að passa dótturina á meðan móðirin vann á pítsustað. Zbigniew lýsir þessu sem vakningu í sínu lífi. Líf hans fékk tilgang og með honum og Önnu, móður barnsins, varð ástarsamband og hann hugleiddi að flytja af Skemmuvegi með mæðgurnar og koma þeim í betra umhverfi. Blekkingameistarinn Krystlow Á Skemmuvegsárunum keyrði bíll á Zbigniew þegar hann kom hjólandi nálægt svefnstað sínum. Hann flaug upp á húddið á bílnum og brákaði bakið og eins og hann lýsir því sjálfur, lá hann á húddinu og greip um sitt hvora rúðuþurrkuna með lúkunum. En óhappið varð til þess að hann fékk smá tryggingarfé, nóg til þess að borga út í íbúð í Breiðholtinu. Þegar hann fékk féð útborgað hugðist hann koma sér og nýju fjölskyldu sinni undir eigið þak. Hann fékk aftur

vinnu hjá Múr og Mál og líf hans fékk stefnu og tilgang. Fjölskyldan flutti í íbúðina, en Krystlow nokkur hafði milligöngu um söluna. Það er náungi hvers nafn margir Pólverjar á Íslandi hnjóta um. Hann er þekktur fyrir að vera blekkingameistari af fyrstu gráðu og hefur haft fé af mörgum. Ein flökkusagan af Krystlow er sú að hann eigi fimm konur, en aðallega er hann frægur fyrir að leita uppi veglausa Pólverja sem eru mállausir og geta ekki bjargað sér á Íslandi. Hrekklaust tekur fólk ákvörðun um að því sé borgið með því að leggja trúnað á botnlaust málskrúðið sem hann leggur fyrir það. Þannig hefur hann talið fólki trú um að hann tali góða íslensku sem kunnugir segja að eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Krystlow hefur haft peninga af mörgum fjölskyldum og verið eftirlýstur, jafnvel af pólskum yfirvöldum. En erfitt var að herma upp á hann nokkuð misjafnt þangað til að einhver tók upp á því að biðja um kvittun fyrir greiðslu sem hann lét af hendi í viðskiptum sínum við hann. Þá var fyrst hægt að íhuga kæru á hendur honum. Engin kvittun En Zbiegniew bað ekki um kvittun þegar Krystlow sá um kaup hans á íbúðinni í Breiðholtinu, heldur rötuðu eftirstöðvar af greiðslunum ekki til fasteignasölunnar heldur beint inn á reikning milligöngumannsins. Þannig missti fjölskyldan íbúðina þegar kom í ljós að greiðslurnar höfðu aldrei farið áfram frá Krystlow heldur lentu þær í eigin vasa Krystlows. Ótal sögur af Krystlow flakka um pólska samfélagið og engin virðist vita hvort hann sé ennþá á landinu eða hvað hann sé að sýsla með í dag né undir hvaða nafni hann siglir. Get ekki búið á Íslandi mállaus Zbiegniew nennir ekki að velta

sér upp úr þessu en segir að lífið hafi ekki verið neitt einfaldara síðan hann stofnaði fjölskyldu sína. Hann býr í dag í Kópavogi í litlu húsi þar sem honum líður mjög vel. En húseigandinn hafi loksins getað selt húsið og að hann sé á götunni með fjölskyldu sína frá og með 1 nóvember. Zbiegniew og Anna eignuðust lítinn dreng fyrir tveim árum sem var að fá inni á leikskóla og dóttirin, sem Zbiegniew gekk í föðurstað, er byrjuð í skóla. „Hún talar betri íslensku en pólsku,“ segir Zbiegniew sem segir ómögulegt fyrir sig sjálfan að eyða ævinni á Íslandi. „Ég get ekki lært tungumálið og mun því aldrei komast inn í þjóðfélagið og ég get ekki afborið það,“ segir Zbiegniew. „Ég veit ekki hvað bíður okkar, það er allt öðruvísi að vera kominn með fjölskyldu, þá er ekki hægt að róta börnunum til og frá. Ef ég væri einn gæti ég sofið á bekk eða farið eitthvert á morgun.“ En Zbiegniew segir Ísland ekki vera gott fyrir fjölskyldufólk þar sem hérna ríki bæði atvinnu- og húsnæðisóöryggi. Ég á land í Póllandi Ég á land í Póllandi sem ég hafði hugsað mér að börnin mín gætu erft, en það er alltaf möguleiki að fara aftur heim og sýsla með þetta land og lifa af því. En ég veit ekki, það kemur allt í ljós, ég finn eitthvað út úr þessu, í augnablikinu er ég allavega að skima eftir húsi fyrir okkur fjölskylduna á Íslandi ég vil helst ekki fara í íbúð, ég fæ andarteppu ef ég þarf að hírast í blokkaríbúð, segir Zbiegniew og tekur fram símann sinn og sýnir myndband af syni sínum þar sem hinn tveggja ára, af mikilli þolinmæði, reynir að grípa um og ná haldi á örmjórri vatnsbunu sem rennur sleitulaust af þaki hússins heima, sem er um þessar mundir í Kópavogi.


SPRENGIDAGAR HALDA ÁFRAM ALLA HELGINA

% 25 ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM*

% 20 AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM SNYRTIVÖRUM KONUR • HERRAR • BÖRN • SNYRTIVÖRUR

40%

AFSLÁTTUR

ÚRVAL AF NÁTTFÖTUM FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

*Gildir ekki með öðrum tilboðum

Gildir út sunnudag

Finndu okkur á facebook

OPIÐ TIL 18:00 Í KVÖLD

DEBENHAMS SMÁRALIND KONUR

HERRAR

BÖRN

SNYRTIVÖRUR


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Tinna Jensdóttir flutti suður eftir þriðja bekk og býr í Reykjavík í dag.

Birna fór sextán ára suður til að læra hársnyrtingu og býr í Mosfellsbæ í dag.

Fríða flutti frá Þingeyri árið 2007 þegar maðurinn hennar fékk vinnu á bát frá Eskifirði.

Hulda vildi aldrei vinna í fiski og flutti sextán ára suður til að læra hársnyrtingu.

​ rna flutti sextán ára E að heiman og ætlaði aldrei að koma aftur til Þingeyrar. Hún er sú eina sem býr á Þingeyri í dag.

Erla Ebba flutti sextán ára frá Þingeyri og er fjárbóndi í Miðfirði í dag.

Rúrik hefur stundað sjóinn frá Reykjanesi síðan hann var sextán ára.

Þórey Sif flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar hún var átta ára.

Ólöf María flutti suður í gaggó og býr í Svíþjóð í dag.

Stefán er rafeindavirki í Reykjavík. Hann kemur úr hópi sjö systkina en móðir hans er ein eftir á Þingeyri.

Elfar Rafn Sigþórsson er flugumferðarstjóri og býr í Reykjavík. Hann fer mikið á Þingeyri með fjölskylduna.

Í haust byrjuðu tvö ný börn í fyrsta bekk í grunnskólanum á Þingeyri en alls eru tuttugu og níu börn í skólanum. Fyrir þrjátíu árum, árið 1986, byrjuðu ellefu börn í fyrsta bekk í sama skóla. Það þótti ekki stór bekkur á sínum tíma en alls voru sjötíu og níu börn í skólanum það árið.

Þorpið er að þurrkast út Sjómennska, hárgreiðsla, kennsla, rafvirkjun eða flugumferðarstjórn. Leiðir barnanna sem hófu skólagöngu sína fyrir þrjátíu árum á Þingeyri eru ólíkar. Erna Höskuldsdóttir er eitt þessara barna og þrátt fyrir að hafa heitið móður sinni því að búa aldrei á Þingeyri er hún sú eina úr gamla bekknum sem býr þar enn. Eins og bekkjarsystir hennar, Hulda, sem flutti sextán ára suður til að læra hársnyrtingu, sagði, þá dreymir mann eitt en svo gerist bara eitthvað allt annað. Meirihluti gamla bekkjarins býr nálægt höfuðborginni í dag en öll eiga bekkjarsystkinin það sameiginlegt að eiga enn eldri ættingja fyrir vestan og hugsa þangað með töluverðum söknuði. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Íbúafjöldi á Þingeyri: 1986

467 manns

2016

253 manns

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

„Mitt markmið var að komast sem lengst í burtu frá Þingeyri. Þegar ég svo loks fór að heiman hélt mamma að ég kæmi aldrei til baka,“ segir Erna Höskuldsdóttir en hún er sú eina úr gamla bekknum sem býr á Þingeyri. Erna flutti sextán ára að heiman því hana langaði alls ekki til að vinna við fiskverkun eða sjómennsku. Hana dreymdi um að verða íþróttakennari og fór því í Menntaskólann á Laugarvatni. Dvölin var ekki löng því ári síðar varð Erna ófrísk að tvíburum og flutti aftur heim. Þessi mikla stefnubreyting varð á endanum til þess að Erna fann sína hillu. Hún fór að kenna við grunnskólann og leið svo vel í starfinu að eftir stúdentsprófið á Ísafirði fór hún beint í Kennaraháskólann. Í dag er hún skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri, hefur eignast þrjú börn til viðbótar með barnsföður sinum og vilja þau hvergi annarsstaðar vera en á Þingeyri.

Erna skólastjóri og Borgný Gunnarsdóttir sem hefur kennt við skólann í rúm 40 ár með fyrsta og öðrum bekk í fyrra.

Karlarnir elta skipin sín „Þú ert að tala við stelpu sem á pabba, bróður og frændur sem allir eru á sjó og mann sem er vélstjóri og vinnur í fiskeldinu,“ segir Erna. „Ég veit svo sem ekkert hvað þeir eru að fiska karlarnir en ég veit hvaða áhrif allar þessar breytingar hafa haft á bæinn. Þegar kvótinn var á Þingeyri voru karlarnir búsettir hér og stunduðu sjómennsku héðan en núna elta þeir skipin sín. Pabbi siglir frá Ísafirði og móðurbræður mínir hafa elt skipin sín til Grindavíkur og bróðir minn er fluttur til Hafnarfjarðar með fjölskylduna sína.“ „Mamma vinnur í frystihúsinu og er búin að gera það síðan hún var tólf ára. Allar þessar miklu breytingar, þegar það koma nýir rekstraraðilar í frystihúsið og þegar byggðakvótanum er dreift á nýja staði, er mamma búin að upplifa beint í æð. Og ég held að það fari alls ekki vel með fólk. Hún hefur oft misst vinnuna en fengið hana svo aftur þegar hlutunum er reddað í einhvern tíma og auðvitað tekur þetta á fólk. Allt í einu kemur einhver og skellir í lás og fólk á bara að redda sér. Svo þegar næst er tekið

„Kannski er ég bara algjör lús að vilja búa hér og vilja hafa alla fjölskylduna hjá mér. Kannski er ég lúsin sem þori ekki í burtu og þau ljónin sem þorðu.“ Erna úr lás á þetta sama fólk bara að vera þakklátt. Þetta hafði ekkert endilega mikil áhrif á okkur krakkana, ég var alltaf „ligeglad“, en ég fann samt hvað þau voru þreytt.“ Skemmtilegast á pósthúsinu Þegar hópurinn á ljósmyndinni hóf sína skólagöngu fyrir þrjátíu árum var bærinn annar. Það var ekki bara fleira fólk heldur var líka þjónusta á borð við pósthús, banka, kaupfélag, sjoppu og bensínstöð. Í dag er ein bensínstöð. Þessar þjónustumiðstöðvar gegndu auðvitað miklu stærra hlutverki en þeim var ætlað. Þetta voru samkomustaðir þar sem hægt var að rekast óvænt á nágrannann og lenda

 Framhald á blaðsíðu 22


GÆÐAMÁLNING Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)

6.195

Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)

6.990

Deka Project grunnur. 10 lítrar

6.295

Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)

5.390

3 lítrar kr. 2.390

Malartvatt Paint Wash

1.195

Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

2.195

Bostik spartl 250ml

Deka Meistaragrunnur Hvítur. 1 líter

Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 l.

1.895 1.695

4.390

590

Bostik málarakýtti

495

2.890

Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar

4.795

Tia Framlengingar­ Scala Panellakk skaft 2­4 mtr.

2.495

Bostik medium LH spartl 5 lítrar

Litaspray, verð frá

Glært. 1 líter

1.795

DEKA þakmálning, 10 lítrar

995

Deka Pro útimálning 10 L

7.490

12.695

25cm Málningarrúlla og grind

840

4 lítrar kr. 3.995

Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright

5.995

Málningarpappi 20mx80cm

795

ODEN þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn Yfirbreiðsla Fleece 1x3m

590

Deka Olíugrunnur 1 líter Deka Olíulakk 30

2.195

1.895

1x5m kr. 825

2.095

Mako 12 lítra fata

490

Mako pensladós Áltrappa 3 þrep

3.990

345

Mako pensill 50mm

325

Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.590 6 þrep 6.990 7 þrep 7.990

Proflex Nitril vinnuhanskar

395

Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

4.995

Málningarlímband 25mmx50m

245

Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg

11.860

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

Mako bakki og 10 cm rúlla Mako ofnarúlla

425

245

Framlengingarskaft fyrir rúllur Tia-EP 1,2 metrar

495

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


r til e ir mb ild te G ep .s 19

www.prooptik.is

Margskipt gler:

49.900 kr. 94.900 kr

SELESTE umgjörð á:

1 kr.

Fullt verð:

Gæðagler frá Frakklandi!

um við kaup á glerj

Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd. Þar sem hvert svæði á fram og afturhlið er reiknað út miðað við styrk notandans, sem gefur þeim meiri skerpu.

ÖLL G LERIN KOMA MEÐ R ISPU-, GLAM PAOG MÓ ÐUVÖ RN OG ÞYNN TU PL ASTI.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


r til l e ir timb ild irte rs G iledp ma Gs . . 6 19 2

Létt og sterk, REYKJAVIK EYES

barnagleraugu rð: e v t l l Fu ,65.400 ERÐ: ÐSV O B L I T

, 0 0 39.5

Börnin eru okkar kröfuhörðustu viðskiptavinir og mikið reynir á gleraugun. Öll glerin eru með hertu öryggisgleri, þynningu, glampavörn, rispuvörn og móðuvörn.

BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá

0 kr.

Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Útskriftarmyndin af sama bekk var tekin árið 1995. Úr upphaflega hópnum útskrifuðust fimm á Þingeyri; Elfar Rafn, Stefán Eggert, Erna, Erla Ebba og Björnfríður.

á spjalli um allt og ekkert. Eitt af því skemmtilegasta sem Birna Pálsdóttir gerði var að fara á pósthúsið því þar var oftast eitthvað um að vera og þar áttu allir sitt hólf sem ótrúlega spennandi var að kíkja í. „Við krakkarnir vorum úti að leika okkur allan daginn mest allt árið. Ég man ekki eftir því að okkur hafi nokkur tímann leiðst. Þegar við svo urðum unglingar héldum við áfram að ganga fram og til baka um bæinn svo við hljótum að hafa verið í ótrúlega góðu formi. Annars var ég líka algjör dundari og fannst gott að vera bara ein heima með allt barbídótið mitt.“ Birnu fannst líka gaman þegar hárgreiðslukonurnar frá Ísafirði komu til að klippa litla kolla og snyrta hárið á frúnum í bænum. Hún heillaðist svo af þessum farandverkakonum að hún ákvað snemma að flytja í burtu og verða sjálf hárgreiðslukona einn daginn. Fengu sjokk á jólahlaðborðinu „Ég fór suður að læra hárgreiðslu þegar ég var sextán ára og hef búið fyrir sunnan síðan,“ segir Birna. Mamma vann í kaupfélaginu og pabbi var á sjónum og hann er ennþá á sjónum þó hann sé orðinn rúmlega sjötugur. Hann er með pínulítinn kvóta í dag og fer í stuttar ferðir. Bróðir minn, sem býr enn á Þingeyri og er pípari, fer oftast með honum út. Dóttir bróður míns er ein af þessum tveimur sem voru að byrja í skólanum núna, þetta er náttúrulega alveg ótrúleg breyting.

„Mamma vann í kaupfélaginu og pabbi var á sjónum og hann er ennþá á sjónum þó hann sé orðinn rúmlega sjötugur.“ - Birna.

„Það vantar alltaf klippara á Þingeyri og ég fæ alveg að finna fyrir því þegar ég fer vestur.“ - Hulda.

Mamma og pabbi fengu pínu sjokk í jólahlaðborðinu fyrir sextíu ára og eldri fyrir fjórum árum síðan því það var meira en hálfur bærinn mættur. Þetta er dálítið sorglegt.“ Hulda Hrönn Friðbertsdóttir flutti líka suður til að læra hárgreiðslu en ólíkt Birnu þá ætlaði hún að snúa aftur vestur. „Flestir í kringum mig stefndu á að vinna í einhverju tengdu fiski en ég ákvað mjög meðvitað að finna mér nám sem gæti komið mér frá því að festast í fiski. Planið var ekkert að vera alltaf fyrir sunnan en ég fann mér karl um verslunarmannahelgina á Akureyri og við höfum verið saman hér í Reykjavík síðan,“ segir Hulda

og hlær. Líkt og bekkjarfélagarnir hugsar Hulda vestur með söknuði og reyna þau fjölskyldan að fara þangað eins oft og þau geta, enda búa foreldrar hennar þar enn. „Það vantar alltaf klippara á Þingeyri og ég fæ alveg að finna fyrir því þegar ég fer vestur. En kallinn minn er kerfisfræðingur og það er engin spennandi vinna fyrir hann þar. Draumurinn var alltaf að flytja aftur heim og opna stofu en svona breytast plönin.“ Ráðamenn skilja þetta ekki Elfar Rafn Sigþórsson fór með pabba sínum á sjóinn sem strákur og vann nokkur sumur á sjónum en

SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016

fann fljótlega að sjómennskan hentaði sér ekki. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og er flugumferðarstjóri í dag. Elfar fer oft til Þingeyrar þar sem foreldrar hans búa enn. Aðspurður segist hann ekki búast við því að flytja nokkurntíma aftur vestur. „Það var mjög gott að alast upp á Þingeyri og í dag sækja krakkarnir mínir mikið í að fara þangað. Þeir tala stundum um vilja eiga heima þar en ég á ekki von á því að það gerist. Það eru engin atvinnutækifæri þarna, einhver fiskvinnsla og svo skólakerfið en það er allt og sumt. Sennilega væri meira líf ef það væri meiri útgerð en það er ekkert víst að Íslendingar myndu sækja í það. Þegar kvótinn fór fluttu margar stórar fjölskyldur til Grindavíkur en hinir sem vildu ekki vinna í þessum iðnaði sótti sér menntun annað og hafa ekki komið aftur. Þetta er auðvitað sorglegt. Þeir sem ráða skilja ekki hvernig þetta er, þekkja ekki hvernig er að vera úr svona plássi.“ Ólöf María Guðrúnardóttir ólst upp hjá móður sinni, ömmu og afa. Hún kynntist föður sínum aldrei og segir það hafa haft mikil áhrif á sig. „Það vantaði alltaf eitthvað. Það var gott að búa hjá ömmu og afa en ég fór í algjöra uppreisn þegar ég var þrettán ára. Ég missti allan áhuga á skólanum, fór að skrópa og krökkunum í bekknum fannst ég frekar skrítin svo ég missti allt samband við þau. Mér leið aldrei sérstaklega vel í skólanum.“ Ólöf var send á barna-og unglingageðdeild í Reykjavík þegar hún var þrettán ára en bjó svo á unglingaheimili í Sólheimum þar til hún var sextán ára. „Þetta var fínt heimili, mér leið vel þar og róaðist mikið. Svo fór ég vestur að vinna í fiski þar til ég var átján ára en elti svo sætan strák til Noregs. Þar sem

ég var orðin átján ára gat mamma ekki stoppað mig,“ segir hún og hlær. Ólöf María býr í Svíþjóð með manni og börnunum sínum þremur. Mig langar oft heim til Þingeyrar en það er ekki hægt þegar ástin heldur manni föstum. Maðurinn minn á barn hér og getur ekki farið. Amma og afi eru á Þingeyri og ég hugsa oft til þeirra.“ Tvær stúlkur úr bekknum hættu í þriðja bekk og hafa ekkert búið á Þingeyri síðan. Foreldrar Þóreyjar Sifjar Brink eru að vestan en áttu Þóreyju í Reykjavík þar sem móðir hennar stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún segir þau alltaf hafa unnið eins og skepnur í frystihúsinu á Þingeyri á sumrin til að eiga fyrir vetrinum fyrir sunnan. Þau reyndu svo að búa á Þingeyri í nokkur ár en fóru svo alflutt til Reykjavíkur þegar Þórey var átta ára. Þórey, sem vinnur sem verkefnastjóri hjá 365, á enn ættingja fyrir vestan og reynir að fara þangað á hverju sumri. Faðir Tinnu Jensdóttur var skipstjóri og segir Tinna þau hafa flutt á milli þorpa á um það bil þriggja ára fresti. Eftir Þingeyri fluttu þau til Ísafjarðar þaðan sem þau fluttu til Hvammstanga en þegar Tinna var tólf ára settust þau að í Kópavogi. Aðspurð segir hún það ekki hafa verið erfitt að flytja svona mikið. „Það er kannski núna fyrst sem maður sér það að maður á ekki sömu rætur og aðrir, upp á vinkonur og þannig að gera,“ segir Tinna sem hefur ekkert samband við Þingeyri í dag þó hún eigi þar frændfólk. „Ég hef eiginlega ekki nennt að fara þangað eftir að afi dó. Ég á mjög góðar minningar þaðan úr æsku en ég myndi ekki vilja vera þarna í dag með börnin mín, það eru svo fáir þarna í dag og mest allt útlendingar.“

Þórey Sif flutti með foreldrum sínum til Reykavíkur þegar hún var átta ára.

Leið á að sakna mannsins Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir er sú eina úr bekknum, fyrir utan Ernu, sem hefur búið á Þingeyri á sínum fullorðinsárum. Hún fór suður eftir gagnfræðaskólann en kom aftur tæpu ári síðar. „Aðstæður á mínu heimili voru þannig að ég þurfti að vinna fyrir mér og á þessum tíma var mikill uppgangur á Þingeyri,“ segir Björnfríður sem vann um tíma í söluskálanum, frystihúsinu og við þrif í félagsheimilinu. „Það var svo mikla vinnu að fá á þessum tíma að Pólverjarnir fóru að streyma í bæinn og ég varð ástfangin af einum þeirra þegar ég var sautján ára,“ segir Björnfríður sem giftist ástinni sinni ári síð-

Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.

549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900


I will be no angel, my angel

NÝI HERRAILMURINN


24 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Þingeyri við Dýrafjörð séð frá Sandfelli. Á Þingeyri hefur verið mikilvæg höfn frá því á þjóðveldistíma og er bærinn elsti verslunarstaður Vestfjarða. Þar hefur verið föst búseta frá lokum 18. aldar, franskir sjómenn voru þar tíðir gestir og var þar bækistöð bandarískra lúðuveiðimanna seint á 19. öld. Elsta starfandi vélsmiðja landsins tók til starfa árið 1913 og til hennar leituðu innlend og erlend skip eftir þjónustu. Mynd | Getty

ar og saman eiga þau þrjú börn í dag. „Svo fór auðvitað allt á hausinn og við fluttum hingað á Eskifjörð árið 2008, þegar maðurinn minn fékk vinnu á báti sem siglir héðan. Hann hafði verið að sigla frá Grindavík í millitíðinni en ég var komin með alveg nóg af því að hafa svona langt á milli okkar svo ég ákvað að prófa að flytja líka hingað, og ég er enn að prófa,“ segir Björnfríður og hlær. Hún reynir að fara eins oft og hún getur að heimsækja ættingjana á Þingeyri. „Við erum hér því maðurinn minn er með vinnu hér en ég væri enga stund að pakka niður ef vinnan væri annarsstaðar,“ segir Björnfríður sem er samt ekki viss um að hún gæti flutt aftur til Þingeyrar. „Það eru margir Þingeyringar fluttir til Grindavíkur

Björnfríður býr á Eskifirði í dag. „Það eru margir Þingeyringar fluttir til Grindavíkur og þar býr líka mikið af Pólverjum, þar á meðal tengdapabbi.“

og þar býr líka mikið af Pólverjum, þar á meðal tengdapabbi. Ég hugsa að við færum miklu frekar þangað ef við flyttum eitthvert. Það er svo sorglegt að koma á Þingeyri því annaðhvert hús er orðin sumarbústaður. Þú kemur í bæinn í myrkri og það er ekki rafmagn nema í öðru hverju húsi. Þetta er rosalega sorglegt.“ Hennar gamla bekkjarsystir, Erla Ebba Gunnarsdóttir, tekur í sama streng. Bærinn hafi breyst það mikið að hann sé allt annar í dag. Erla Ebba er fjárbóndi í Miðfirði, gift með fjögur börn, en reynir að fara vestur að minnsta kosti einu sinni á ári. „Amma mín og mikið af fjölskyldunni býr enn á Þingeyri og mér þykir óskaplega vænt um þennan fallegasta fjörð landsins. Ég myndi ekki vilja búa þarna í dag þar sem ég er búin að koma mér vel fyrir hér í Miðfirði en ég fæ samt alltaf annað slagið heimþrá því ég sakna þess að geta ekki hitt fólkið mitt eins oft og ég vildi,“ segir Erla Ebba. Fjölskyldan fór til Grindavíkur Faðir Rúriks Jónssonar átti útgerð á Þingeyri en flutti hana til Grindavíkur árið 1993. Rúrik var þá þrettán ára gamall og var alls ekki sáttur við flutningana. „Maður vildi auðvitað ekkert yfirgefa félagana. Það var erfitt í fyrstu að kynnast nýju fólki en það gekk svo bara prýðilega enda gott fólk í Grindavík,“ segir Rúrik sem hefur verið á sjónum frá

langað á sjóinn. „Það voru aðallega þessar góðu tekjur sem toguðu. Mig langaði bara í flottan bíl en mamma barðist fyrir því að ég kláraði skólann. Ég er henni þakklátur í dag,“ segir Stefán sem flutti suður til að læra rafiðn og fékk vinnu sem rafeindavirki hjá Símanum stuttu eftir útskrift og datt því aldrei í hug að fara aftur vestur. „Ég hugsa að við færum miklu frekar austur þaðan sem konan mín er því þar er fleira ungt fólk með börn. Það er miklu meira um að vera þar. Kvótakerfið lagði Þingeyri í rúst og það er í raun ástæðan fyrir því að ekkert af okkur systkinunum sex býr þar í dag.“

Rúrik flutti til Grindavíkur þegar hann var þrettán ára. „Ég held að það geti allir fengið vinnu sem nenna að vinna."“

því hann var sextán ára. Hann segir strákinn á myndinni þó ekki hafa dreymt um að verða sjómaður heldur fótboltastjörnu. Rúrik, sem býr í Keflavík en fer í dagróðra frá Njarðvík, segist helst af öllu vilja búa í Grindavík en konan sé úr Keflavík og hún fái að ráða. „Ég fer annað slagið vestur og það er alltaf gaman þó þetta sé ekki sama þorpið. Maður er orðin svo vanur því að vera í bæ þar sem er nóg um að vera en það eru mestmegnis Pólverjar og gamalmenni þarna núna. Það er engin þjónusta og engar íþróttir. Ég held að maður gæti samt alveg

„Þeir komust allir þrír í björgunarbát en svo kól pabbi á meðan þeir biðu eftir björgun. Hann dó í fanginu á bróður mínum.“ Stefán Eggert fengið vinnu þar ef maður vildi. Ég held að það geti allir fengið vinnu sem nenna að vinna. Og ef það fæst ekki vinna verður maður bara að búa hana til sjálfur.“ Stefán Eggert Jónsson langaði, líkt og gamla bekkjarbróður sinn, að fara sextán ára á sjóinn en það varð ekkert úr því þar sem mamma hans þvertók fyrir það. „Pabbi var með þokkalega stóran bát og það snerist allt lífið um fiskiríið. Eldri bræður mínir fóru út með honum og bróðir minn var með honum úti þegar þeir lentu í sjávarháska árið 1994. Þá var pabbi skipstjóri á Mána og þeir voru á línuveiðum fyrir utan Vestfirði þegar þeir fengu á sig brot og báturinn sökk á stuttum tíma. Þeir komust allir þrír í björgunarbát en svo kól pabbi á meðan þeir biðu eftir björgun. Hann dó í fanginu á bróður mínum.“ Stefán viðurkennir að hann hafi þurft að fullorðnast snemma en segir það líklegast hafa gert sig sterkari fyrir vikið. Og þrátt fyrir allt hafi sig

„Mig langaði bara í flottan bíl en mamma barðist fyrir því að ég kláraði skólann.“ - Stefán Eggert.

Ljón eða lús „Auðvitað væri allt annað að búa hér ef kvótinn væri hér enn, segir Erna. Þá væri fjölskyldan enn saman og atvinnutækifærin fleiri fyrir næstu kynslóð. Einu sinni vorum við hálaunasvæði sem dró að sér fólk en nú erum við á láglaunasvæði og þó við vildum fara þá fengjum við ekkert fyrir húsin. Ef okkur langar til að gera eitthvað þá getum við það ekki því við fáum ekki lán í bankanum þar sem við búum á Þingeyri.“ Þrátt fyrir allar breytingarnar, fólksfækkunina og óöryggið segist Erna hvergi annarsstaðar vilja vera. Smæð samfélagsins hafi sína kosti, hún segir notalegt að búa á Þingeyri og grínast með að þrátt fyrir allt þá sé hægt að kaupa hluti eins og engifer og sætar kartöflur á bensínstöðinni. Lokun bankans hafi verið síðasta erfiða höggið. Bankinn er bara opinn í eina klukkustund á viku og því eigi eldra fólkið erfitt með að venjast. „Við viljum vera hér en auðvitað viljum við að eitthvað breytist. Mér verður oft hugsað til lagsins hans Mugisons, Hér vil ég vera, hér á ég heima. Þorpið er að þurrkast út en ég vil samt vera hér, allri fjölskyldunni líður vel hér, en þessi óvissa vofir alltaf yfir samfélaginu. Í dag eru 29 börn í skólanum og ég veit ekki hvort litli þriggja ára strákurinn minn á eftir að fá tækifæri til að vera hér í skóla. Það vantar svo einhverja stefnu um þessi mál, svo við gætum vitað með vissu hvort það borgi sig fyrir okkur að ala upp börn hér og setja alla okkar hýru í að byggja hús sem verður svo verðlaust. Við myndum vilja vita hvort það verði hér byggð eða ekki. Það væri miklu betra fyrir alla að vita af eða á.“ Mér finnst bekkjarsystkini mín, sem fóru í burtu, mjög kjörkuð. Kannski er ég bara algjör lús að vilja búa hér og vilja hafa alla fjölskylduna hjá mér. Kannski er ég lúsin sem þori ekki í burtu og þau ljónin sem þorðu. Mér finnst þau rosalega huguð að geta farið og byrjað upp á nýtt. Ég hef oft velt þessu fyrir mér en mér finnst stuðningurinn sem ég fæ frá fjölskyldunni minni hér bara of dýrmætur. Ef ég færi þá þyrfti ég að rífa mig upp með rótum og það skiptir svo miklu máli hvar ég set þær niður aftur. Á sá staður eftir að vera betri?“


VERÐHRUN!

90% AFSLÁTTUR

KOM OG G DU E FRÁB RÐU Æ KAUP R ! UR BÆK FRÁ . 99 KR

Allt að

ÁRNASYNIR

Rýmingarsala bókaútgefenda

Justin Bieber Áður 3.299 Nú 1.999

Undantekningin Áður 3.890 Nú 990

Stóra orðabókin mín Áður 3.499 Nú 999 kr.

Nýja tilvitnana bókin Áður 6.990 Nú 1.990

Mörkinni 1 Opið frá 10-18

Heilsubók Jóhönnu Áður 4.990 Nú 1.490

Sveitin í sálinni Áður 6.290 Nú 2.990

Dýrin á Hóli Áður 3.999 Nú 1.899

Vín Áður 6.900 Nú 1.990



HARÐPARKET

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


28 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Árið er ekki 2016, heldur 8 e.k., 8 eftir kreppu Einar tvísýnustu kosningar sögunnar eru framundan á Íslandi. Við erum ekki ein á báti. Almenningur um allan heim hefur horn í síðu ráðandi afla. Sveiflur og óstöðugleiki einkenna kosningar hvarvetna. Sitjandi ráðamenn eru æ sjaldnar endurkjörnir. Þetta er veruleikinn í heiminum eftir fjármálahrunið 2008. Fjármálasérfræðingurinn Ruchir Sharma hefur búið til hugtakið „fyrir kreppu og eftir kreppu“ til að lýsa þessum miklu umskiptum. Samkvæmt þessu nýja tímatali er árið 8 eftir kreppu og umrótið í heiminum virðist aðeins aukast: Brexit, Trump, öfgaflokkar. Sharma telur ástæðurnar augljósar: Hægan bata eftir 2008, aukna misskiptingu og minna samstarf ríkja. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is

Flok k u r i n n A lter nat ive f ü r Deutschland, eða AfD, hefur bætt verulega við fylgi sitt í Þýskalandi að undanförnu. Flokkurinn, sem stofnaður var fyrir aðeins rúmum þremur árum, rekur harða stefnu gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stöðum. Formaður flokksins hefur lagt til að ólöglegir innflytjendur séu skotnir ef þeir fara inn fyrir landamæri landsins. Önnur stefnumál eru kunnugleg – flokkurinn er á móti Evrópusambandinu, evrunni og aðstoð við Grikki. Og skoðanakannanir benda til að AfD gæti orðið annar eða þriðji stærsti flokkur Þýskalands í þingkosningunum á næsta ári. Þar með stærsti hægriöfgaflokkur landsins síðan – já, þú giskaðir rétt – sjálfur Nasistaflokkurinn. Merkel í hættu Staða Angelu Merkel kanslara hefur verið fremur sterk á undanförnum árum. Þangað til núna. Kosið var í nokkrum ríkjum Þýskalands um síðustu helgi. Í heima-

Árin eftir 2008 hafa einkennst af miklu umróti um allan heim. Atburðir eins og Brexit skýrast af lélegum efnahagsbata, misskiptingu og ótta við hnattvæðinguna, ef marka má indverska fjármálasérfræðinginn Ruchir Sharma.

ríki kanslarans, Mecklenburg-Vorpommern, hlaut AfD, fleiri atkvæði en Kristilegir demókratar, flokkur Merkel. Þetta eru óvænt tíðindi en þó dæmigerð fyrir þá sveiflukennda tíma sem við lifum. Marine Le Pen, formaður franska þjóðernisflokksins Front National, hefur meira fylgi í skoðanakönnunum en bæði Nicolas Sarkozy og Francois Hollande, núverandi forseti. Sósíalistaflokkur Hollande yrði nánast þurrkaður út ef spár ganga eftir en kosið verður á næsta ári. Alls staðar umrót Það kemur ekki lengur á óvart að ráðandi öflum í stærstu og valdamestu löndum heims sé gefin falleinkunn með stuðningi við ýmis ólík utangarðsöf l. Við Donald Trump vestanhafs eða með Brex-

it í Bretlandi. Podemos á Spáni og Syriza í Grikklandi eru utangarðsf lokkar á vinstri vængnum sem breytt hafa pólitíska sviðinu í löndum sínum. Og Fimm stjörnuflokkurinn illskilgreinanlegi, sem ítalski grínistinn Beppe Grillo stofnaði, hefur notið mikils fylgis. En umrótið á þessum eftirkreppuárum snýst ekki aðeins um stuðning við nýja flokka. Óstöðugleiki ríkir á mörgum sviðum. Á Spáni ríkir nú stjórnarkreppa og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lagt allt undir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Austurríski frelsisflokkurinn hlaut nær helming atkvæða í umdeildum forsetakosningum sem þarf að endurtaka. Bandaríska þingið er óstarfhæft vegna sundurlyndis og gífurleg óvissa ríkir á Bretlandi með

„Svona líta sigurvegarar út.“ Nýtt stjórnmálaafl í Þýskalandi, AfD, rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Flokkurinn mælist nú með meira fylgi en flokkur Merkels kanslara. Formaðurinn, Frauke Petry til vinstri á myndinni, hefur lagt til að lögregla skjóti á ólöglega innflytjendur á landamærum.

SÓLTÚN KYNNIR

öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR

Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000.

Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund.

Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is

PoRT hönnun

íbúðirnar verða afhentar vorið 2017


Ármú l a 2 7 - 5 4 4 8 1 8 1

Erum flutt á nýjan stað að Ármúla 27

Rýmum fyrir nýjum vörum allt að 40% afsláttur Norsk hönnun og gæði Verð: 335.000kr. Verð: 229.000kr. Verð: 320.000kr. (hnakkapúði ekki innifalið í verði)

Square sófakerfi frá Hjellegjerde 2 litir á lager, hægt að fá hnakkpúða, kaldsteyptur svampur.


30 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

framhaldið. Svona mætti halda lengi áfram. Nýtt tímatal: Fyrir og eftir hrun Frasinn gamansami „hér varð hrun“ lýsir því hversu upptekin við erum enn af hruninu 2008 og hvernig allt sem ber að garði er rakið til þess. Indverski fjármálasérfræðingurinn Ruchir Sharma hefði getað notað frasann sem titil á nýjustu bók sína, The Rise and Fall of Nations: Forces of Change in the Post-Crisis World. Sharma er forstöðumaður nýmarkaða hjá Morgan Stanley-banka og stýrir þar rúmlega 20 milljarða dollara sjóði og er því með valdameiri fjárfestum. Hann skrifar líka í New York Times og fleiri blöð og er einn áhrifamesti álitsgjafi heims á sviði fjármálamarkaða og áhrifa þeirra á heimsmálin. Sharma telur að staðan í dag sé svo ólík því sem gerðist fyrir 2008 tala verði um heiminn fyrir og eftir kreppu. „Á árunum f.k. – fyrir kreppuna 2008, naut heimsbyggðin mestu efnahagslegu uppsveiflu sögunnar sem teygði sig frá Chicago til Chongqing. Þó að undrið entist ekki nema í fjögur ár og undirstöður þess væru veikar sáu margir fyrir sé upphaf hnattvæddrar gullaldar. Svo kom 2008. F.k. árin hurfu og í staðinn komu e.k. árin. Eftir kreppu, í staðinn fyrir vonina um gullöld kvað við nýjan tón. Allt sem við trúðum á fyrir áratug er nú búið að snúa á haus.“ Sitjandi ráðamenn í fallhættu Teymi Ruchir Sharma gerði rannsókn á vinsældum leiðtoga í 20 stærstu ríkjum heims. Síðan um 2010 hafa þær lækkað stöðugt að meðaltali. Fyrir 2008 voru um 55 prósent ánægð með leiðtoga sína, en nú eru ekki nema um 35 prósent í þeim ánægða hópi. Í 30 stærstu lýðræðisríkjum heims náðu sitjandi stjórnvöld endurkjöri í tveim-

Það er einkennandi fyrir árin eftir 2008 að millistéttirnar telja sig sífellt lifa verr og að þeir ríku auðgist hraðar eins og hið mikla fylgi við Bernie Sanders í Bandaríkjunum sýndi.

Gæti hið ótrúlega gerst? Marine Le Pen, formaður helsta hægriöfgaflokks Frakklands, mælist nú með meira fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur. Kosið verður á næsta ári.

ur af hverjum þremur tilfellum fyrir 2008. Nú ná aðeins einn af þremur sem sitja við stjórnvölinn endurkjöri í kosningum. Gegn ráðandi öflum Eins og Sharma bendir á beinist þessi mótmælaalda gegn sitjandi stjórnvöldum ekki gegn neinni sérstakri hugmyndafræði. Það mætti kannski halda ef horft er á Bandaríkin og sum lönd í Evrópu þar sem popúlískir hægri flokkar taka atkvæði frá rótgrónum miðflokkum. Í Suður-Ameríku hafa vinstrimenn verið felldir hver á eftir öðrum – til dæmis í Perú, Argentínu og Brasilíu – og í staðinn hafa íhaldssinnaðir miðjumenn verið kjörnir, því þar hafa popúlískir vinstri flokkar verið hið ráðandi afl um langt skeið. Þeim

sem tilheyra ráðandi öflum í tilteknum löndum er bægt frá nú á „fyrstu öld eftir kreppu“. Löturhægur hagvöxtur Lélegur hagvöxtur í áraraðir í heiminum bland við aukna misskiptingu er meginástæðan fyrir þessum breytingum. Það er einkennandi fyrir árin eftir 2008 að millistéttirnar telja sig sífellt lifa verr og að þeir ríku auðgist hraðar eins og hið mikla fylgi við Bernie Sanders í Bandaríkjunum sýndi. Það er ekki að furða. Ruchir Sharma bendir á að efnahagskerfi heimsins búi enn við löturhægan hagvöxt sem á sér ekki hliðstæðu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þar er Evrópa einna verst stödd og það veldur titringi.

Misskipting eykst Fyrir tíu árum síðan voru milljarðarmæringar heimsins (í dollurum talið) um 1000 manna hópur. Nú, árið 2016, er talið að þeir séu 2000 talsins. Árið 2010 áttu 388 af ríkasta fólk heims jafn mikið og fátækari helmingur alls mannkyns. Nú er sú tala komin niður í 62. Hópur ríkustu manna heims, sem saman eiga jafnmikið og helmingur mannkyns, myndi því rúmast vel í sal Alþingis. Misskipting eykst í flestum helstu hagkerfum heims. Eignafólk hagnast Að mati Ruchir Sharma hafa aðgerðir stjórnvalda öfug áhrif. „Seðlabankar heimsins hafa dælt út peningum til að stemma stigu við hægum bata. Það hefur ekki auk-

ið vöxt launa og atvinnutækifæra í hagkerfinu eins og til stóð. Mikið af þessum peningum hefur í staðinn runnið í eignir, eins og hlutabréf, skuldabréf og fasteignir – og það hækkar verð. Þar sem þeir ríku eiga flestallar þessara eigna eykst misskiptingin og breiðist út. Ríkidæmið hefur aldrei verið meira í fjármálamiðstöðvum eins og New York og London,“ skrifar Sharma. Hann bendir á staðreynd sem gæti haft sitt að segja um hvers vegna reiði kjósenda í Bretlandi er jafn mikil og raun ber vitni: Þar hafa laun hækkað um 13 prósent frá 2008 en virði hlutabréfamarkaðarins um 115 prósent. 70 milljarðamæringar búa í London. „Í Englandi var Brexit mótmælakosning gegn London og hnattvæddu peningaelítunni þar og helstu stefnumálum hennar, frjálsra viðskipta og opinna landamæra. Alþjóðavæðingin er talin slæm.“ Slæmt að bola burt innflytjendum Hin mögru ár fyrir almennt launafólk í Evrópu og sú staðreynd að þeir ríku verði sífellt ríkari er fullkominn jarðvegur fyrir reiði almennings og kjósenda. Helstu blórabögglarnir eru innflytjendur sem litnir eru hornauga fyrir að „stela atvinnutækifærum og nærast á kerfinu“. Þegar málið er skoðað betur kemur hins vegar í ljós að Bretland hefur einmitt

Krydd fyrir VEGAN matreiðslu

Fiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti.

Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon. Líbanir nota það mest í grænmetisrétti.

Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti.

Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina.

Fiskikrydd er frábært í grænmetissúpur og grænmetisrrétti.

Lamb Islandia og Kalkúnakryddið er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabauna rétti.

Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft.

Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

| 31

Augnheilbrigði

AUGNVÍTAMÍN Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.

„Hér varð hrun.“ Indverski fjármálasérfræðingurinn Ruchir Sharma telur að nýtt tímatal hafi hafist árið 2008. Ekkert sé eins og það var fyrir kreppu. Óróann í heiminum megi rekja til lélegs bata eftir kreppuna og vaxandi misskiptingu.

hagnast mikið á því að taka á móti innflytjendum. Um allan heim, sérstaklega á Vesturlöndum, eignast fólk æ færri börn. Öll lönd þurfa á fólki að halda til að vinna störfin. Nú berjast 38 lönd í heiminum við fækkun fólks á vinnualdri sem er mjög slæmt fyrir hagkerfi þeirra. Ruchir Sharma: „Þegar það gerist hafa lönd fáa aðra kosti en að laða að erlent vinnuafl. Bretar væru miklu verr staddir ef þeir hefðu ekki tekið við þeim 900 þúsund innflytjendum sem fluttu til Bretlands á síðustu fimm árum. Færri á vinnumarkaði þýðir einfaldlega að minni hagvöxtur verður.“ Plön Trump „efnahagsleg martröð“ Hagfræðingar hafa til dæmis spáð

efnahagslegri martröð í Bandaríkjunum ef hinum 11 milljón ólöglegu innflytjendum sem þar búa verður vísað frá og múr reistur á landamærum Mexíkó, eins og Trump hefur lofað. Fyrir utan auðvitað kostnað við sjálfar aðgerðirnar, hefði það geigvænlegar afleiðingar fyrir hagkerfið því missir vinnuaflsins myndi skapa um 500 milljarða dollara gat, því störfin sem fólkið vinnur í dag myndu einfaldlega ekki vera unnin. Helstu verkefni stjórnmálanna hljóta þá að vera að róa hinar miklu öldur. Loks bendir Ruchir Sharma á að minna samstarf ríkja, samdráttur hnattvæðingar, hafi vondar afleiðingar fyrir hagvöxt launafólks. Annars muni atburðir eins og Brexit endurtaka sig.

Við aldursbundinni augnbotnahrörnun

www.provision.is

Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.

FORELDRASÝNING

í Hörpu 10. og 11. september

Opnunartími: laugardagur: kl. 11:00 - 18:00 sunnudagur: kl. 11:00 - 17:00 HREYFILAND ÖLGERÐIN / JOHNSON´S BABY RR BARNAVÖRUR FAGURKERAR.IS IKEA CHICCO / GULLSKÓGAR TVÖ LÍF DIFRAX BARNAVÖRUR NUK DANÓL

AGÚ RAUÐI KROSSINN NATHAN OLSEN TM FÍFA BARNAVÖRUVERSLUN HN GALLERY WELEDA - NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR ATC / NUBY LYGNA, FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ MAM

Samstarfsaðillar:

MÓÐURÁST 1001 DAGUR VAKANDI BARNAMATUR WWW.HREIDUR.IS SILVER CROSS I AM HAPPY UNGBARNASUND SNORRA SKYNDIHJÁLP, FORELDRAR & UNGABÖRN HARPA HRUND LJÓSMYNDARI BABYBREZZA

PETIT BARNAVÖRUVERSLUN BARNIÐ OKKAR GEOSILICA ÓLAVÍA OG OLIVER CU2 / CHILDS FARM HIPP PLIÉ DANS OG HEILSA EINS OG FÆTUR TOGA ÍSLENSK AMERÍSKA / PAMPERS PETIT BARNAVÖRUVERSLUN


PÁSKA TILBOÐ DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

50%

AFSLÁTTUR HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

AF

NEST BASTLAMPI ÖLLUM 34.500,-

KUBBAKERTUM

BLYTH YELLOW 24.500,-

CITRONADE 9800,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

COULEUR DISKUR 950,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK SÍMI COMPANY OG|HABITAT | SKÓGARLIND 564 4400 OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–182, KÓPAVOGI OGKL. SUN KL. OG 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU 10–18 SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


34 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

GOTT UM HELGINA

FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á

o kk ar b ak ar i.i s

Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari

Hamingjustund og hátíska II Að uppfæra fataskápinn á ekki endilega að vera erfitt eða rándýrt, sumir eru nefnilega alltaf að færa til flíkur og losa sig við þær. Hvers konar markaðir hafa dafnað vel í Reykjavík á undanförnum árum. Tequila Club stelpurnar eru miklar tískudrósir og halda nú fatamarkað sinn í annað sinn. Flíkurnar eru víst fallegri en nokkru sinni og skótauið er víst alveg „sick“ og fæst á slikk. Hvar? Loft Hostel, Bankastræti. Hvenær? Í dag milli kl. 13 og 18. Hvað kostar? Fatnaðurinn kostar eitthvað. Enginn posi en hægt að borga með aur appinu.

Kjólagjörningur Thoru Það eru ekki allir sem standa fyrir níu mánaða kjólagjörningi en að gerði Thora Karlsdottir frá mars og fram í desember 2015. Áskorunin þarfnaðist úthalds og elju: Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði. Allir komu kjólarnir frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar en Björn Jónsson tók daglega ljósmyndir af Thoru í kjól. Í sameiningu gefa þau út bók um kjólagjörninginn. Sýning um þetta verkefni er líka afrakstur þess sem nú stendur til að sýna. Hvar? Ketilhúsinu, Listasafninu á Akureyri. Hvenær? Opnun í dag kl. 15.

POPPLAND / RUV

FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR DAVID BOWIE IN MEMORIAN

& HEIÐURSTÓNLEIKA THE BEATLES

Innrás úr austri Smásögur frá Partus

THE

S ROLLING STONE

FORTY

lIOcKTÓkBEsR

Eftir að hafa notið hamingjustunda og hátísku á Loft Hostel er allt í lagi að ílengjast þar. Við tekur útgáfuhóf á vegum útgáfunnar Partus sem færir lesendum nú tvö ný verk í smásagnaröðinni Meðgöngumál. Júlía Margrét Einarsdóttir sem sendir frá sér smásöguna „Grandagallerí“ og Þórdís Helgadóttir smásöguna „Út á milli rimlanna“. Partus útgáfan gefur bæði út Meðgönguljóð og Meðgöngumál, en hægt er að gerast áskrifandi bæði að ljóðum og sögum. Hvar? Loft Hostel Hvenær? Í dag kl. 18.

Perlað af list

· HOF 1. R E B M E T P E S . HARPA 24

Að perla saman er góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Annar hver laugardagur er sérstaklega helgaður fjölskyldunni í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Allt efni á staðnum og ungir og gamlir velkomnir. Ímyndunaraflið og litagleðin er allt sem þarf. Hvar? Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hvenær? Í dag klukkan 13.30.

MIÐASALA Í FULLUM GANGI Á TIX.IS

Sérblað um Vetrarferðir Þann 16. september

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Þrjár austfirskar hljómsveitir halda tónleika í Hörpu. Það eru sveitirnar Dútl, Vax og Fura. Auk þess er boðið upp á svokallað Blind ferðalag í huganum en þar fara sagnaþulan Berglind Ósk, gítarleikarinn Jón Hilmar og hljóðlistamaðurinn Guðjón Birgir með áheyrendur í sérstakt ferðalag þar sem gestir eru með bundið fyrir augun. Hljómsveitirnar þrjár leika síðan blús-, rokk- og elektróníska tónlist. Allt í bland. Hvar? Harpa Hvenær? Hvað kostar? 4900 kr.

Gjörningurinn til skoðunar í NÝLÓ Myndlistarkonurnar Maja Bekan og Gunndís Ýr Finnbogadóttir opna sýningu í NÝLÓ sem þær kalla Reasons to Perform: ­A lways, Always, Always: Look for the Answer, 2016. Sýningin er í safneignarrými safnsins þar sem myndlistarmenn skoða og endurmeta hina merku safneign þess sem safnast hefur upp frá því að safnið var stofnað árið 1978 af hópi listamanna. Gunndís og Maja hafa í sýning­ unni unnið út frá heimildum úr sérstöku gjörningaarkífi safnsins sem geymir heimildir um gjörninga sem eitt sinn fóru fram. Þær Gunndís og Maja hafa unnið lengi saman og þá ekki síst með hjálp tækninnar, í gegnum tölvupóst og Skype. Þær halda líka nokkuð nákvæma skrá um hvernig þær hugleiða listina, saman og í sitt hvoru lagi. Hvar? NÝLÓ Hvenær? Opnun í dag klukkan 15.

Perlur, naglar og tvinni í hjarta Tótu Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is

Stórmerkilegri myndlistarsýningu Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, sem er í sýningarými hjá Listamenn Gallerý á Skúlagötu, lýkur um helgina. Tóta, en flestir þekkja hana undir því nafni, mun taka á móti gestum báða dagana, laugardag og sunnudag. Tóta, sem er jöfnum höndum búninga- og leikmyndahönnuður og vann við leikmyndirnar fyrir Ófærð, Eiðinn og núna síðast sjónvarpsþáttaröðina um kvennafangelsið, hefur jafnframt haldið margar sýningar á myndlist sinni í gegnum árin. Minnisstæðust er kannski myndlistarsýning hennar „Lauslega farið með staðreyndir“ í Hafnarborg um árið.

Sýningu sína í Listamenn Gallerý kallar hún „Töluvert“, og er Tóta aftur að vinna með tölur, blúndur, garn, gólffjalir, nagla og aðra fundna hluti sem hún umbreytir í sjálflýsandi hjörtu eða líf sem er frekar neðansjávar en á yfirborðinu. Bláa litinn í verkinu „Hafgúan“ segist Tóta hafa séð í eldhúsi Gísla á Uppsölum. Á þennan bláa flöt, sem er sjórinn við Grindavík, spinnur hún síðan hið eilífa hjarta úr netadræsum og köðlum sem hafa velkst um í sjónum. Frá vöruhúsi í Frakklandi fékk Tóta koffort af glitrandi tvinna, einhverskonar jól í kofforti. Úr þessum tvinna eða vír spinnur hún stór sjálflýsandi hjörtu sem aldrei slokkna og maurildi sem er ljósfyrirbærið frá þörungum á

Listakonan Þórunn Elísabet verður viðstödd sýningu sína „Töluvert“ um helgina í Listamenn Gallerý. Hún ætlar að taka á móti gestum sínum og leiða þá í gegnum veröld þar sem hjörtun glóa töluvert.

hafsbotninum. Sýningin er dularfullt ævintýri, neðansjávar eða hugarheimur listakonunnar sem best er að fá Tótu sjálfa til þess að leiða sig í gegnum núna um helgina.


D R E S S COD E I C E L A N D

DOFRI Slitsterk barnaúlpa sem hrindir frá sér vatni. Traustur félagi inn í veturinn. 28.990 kr.

NÝTT OG HLÝTT

DARRI Vatteraður heilgalli fyrir börn. Hlýr, vatnsfráhrindandi og úr 100% nyloni. 32.990 kr.

DÚNA Einstaklega hlý úlpa fyrir börn, fyllt með hágæða andadúni og hrindir frá sér vatni. 34.490 kr. www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Aðalstræti 10 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan | Akureyri


36 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Beagle hundar á Íslandi: Pjakkur þefar uppi þjófa Sigurður og Pjakkur eru heimsins mestu félagar. Pjakkur er 7 ára og er sjálfstæður og svolítið þrjóskur. Pjakki finnst gaman að hitta aðra Beagle hunda og ákvað því eigandi hans að stofna Facebook síðuna Beagle á Íslandi þar sem Pjakkur getur hitt vini sína og fjölskyldu. Á síðunni má finna 163 meðlimi sem eru Beagle eigendur eða í leit að hinum fullkomna hundi og félaga. Eins og sjá má á síðunni er þetta vinsæl tegund á Íslandi en Sigurður Brynjarsson segist hafa heyrt margsinnis að þetta sé ekki tegund fyrir fólk í leit að sínum fyrsta hundi: „Þeir eru svolítið þrjóskir og sjálfstæðir. Við fengum okkur einmitt

Beagle sem fyrsta hund sem ekki er mælt með en við lentum á voðalega ljúfu eintaki, hann er voða góður.

Þefar upp þjófa

Pjakkur með

„Beagle hundar hafa rosalegt nef. Við lentum í því fyrir nokkrum árum síðan að það var brotist inn hjá okkur. Þegar lögreglan var búin að taka skýrslu þá fór ég út að labba með Pjakk, það var hávaðarok og grenjandi rigning. Ég fann þarna herðatré og hann fékk að þefa af því. Eftir að hafa þefað tók Pjakkur stefnuna beint inn í hverfið og ég leyfði honum bara að rekja, hann var greinilega á einhverri slóð. Svo fyrir rest fór hann upp að einhverju húsi, ég

m.

vinum sínu

Loftsteininn Freddie Mercury og tortíming mannkyns

vissi að bjó þarna tík þannig ég tók hann ekkert alvarlega. En svo fundust fötin mín og fékk þau aftur, og ég fékk að vita hvar þjófurinn bjó og hann bjó á nákvæmlega sömu slóðum og Pjakkur hafði þefað uppi. Ég hefði átt að treysta honum.“ | hdó

Pjakkur glaður í Beagle hunda hittingi. Myndir | Sigurður Brynjarsson

Ragnheiður Sigurðardóttir með plöntunum í Sundhöll Hafnarfjarðar. Mynd | Rut

Nú á dögunum var smástirni nefnt í höfuðið á aðalsöngvara hljómsveitarinnar Queen, Freddie Mercury, sem hefði orðið sjötugur 5. september síðastliðinn. Í tilefni þess útskýrir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags ­Seltjarnarness, hvernig ­maður fær að nefna smástirni eftir sér. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Eru ekki fleiri smástirni sem eru nefnd eftir frægum stjörnum? „Frægasta dæmið eru Bítlarnir, James Bond er með smástirni og Sean Connery líka. Það má reyndar ekki nefna eftir pólitíkusum þannig það eru engir pólitíkusar, það eru til nafnareglur.“ Hvernig reglur eru þetta? „Ef þú finnur t.d smástirni þá mættir þú nefna það eftir öllum öðrum en þér, að því gefnu að það sé ekki gæludýrið þitt. Það má til dæmis nefna eftir fjölskyldumeðlimi en þú getur ekki nefnt það Coca Cola, það má ekki nefna í auglýsingaskyni. Það má ýmislegt en margt er bannað. Hinsvegar ef þú finnur halastjörnu máttu nefna

Sævar Helgi að íhuga að nefna halastjörnu eftir sér. Mynd | Hari

hana eftir þér, ef halastjarnan myndi stefna á jörðina og tortíma mannkyninu væri skemmtilegt að hún myndi heita í höfuðið á manni.“

svolítið snúið. Þá færðu réttinn til þess að nefna það og leggur inn tillögu.“

Er dýrt að nefna smástirni í höfuðið á manni? „Nei, það er bara nafnanefnd hjá Alþjóðasambandi stjarnfræðinga sem tekur við öllum uppástungum og uppgötvunum og veitir formlegt nafn. Þá þarftu í fyrsta lagi að finna smástirni, það getur verið

Er hægt að fara til ykkar og sjá smástirnin? „Ef þau væru á lofti væri hægt að sjá þau en þau líta bara út eins og litlar stjörnur. Þess vegna heita þau smástirni. Stjörnurnar í Hollywood eru ekki alvöru stjörnur, þetta eru alvöru stjörnur.“

S HÚ AG IÐ UD OP ÁN M

Plönturnar karakterar í höllinni Sundhöll Hafnarfjarðar býr yfir einstökum sjarma og karakter. Fyrrverandi starfsmaður laugarinnar, Ragnheiður Sigurðardóttir, sér um perlu hallarinnar, plönturnar.

Hagamelur 43, 107 Reykjavík 111,1 m², fjölbýlishús, 4ra herbergja íbúð Eignin verður til sýnis frá kl. 17.15 – 17.45

Ragnheiður var starfsmaður sundlaugarinnar frá byrjun. Sundhöllin hefur verið starfrækt frá árinu 1953: „Þegar laugin var 50 ára, 29. ágúst 1993, þá kom fyrsta plantan. Þá var ég að vinna í lauginni og þá var mér einhvernveginn falið að hugsa um plöntuna ásamt hinu starfsfólkinu, ef svo bar undir, og síðan hef ég hugsað um blómin ásamt öðrum starfsmönnum laugarinnar.“

Verið hjartanlega velkomin í opið hús á mánudaginn - íbúð 4HH Afar falleg 75,1 fm. íbúð á 4. hæð. Tvö herbergi í risi fylgja íbúðinni og er innangengt í annað þeirra frá henni og það nýtist því sem fjórða herbergi íbúðarinnar. Herbergin eru hvort um sig um 15 fm. að stærð og er annað þeirra í útleigu. Auk þess fylgir sér geymsla í kjallara sem er tæpir 6 fm. Heildarflatarmál er því samtals um 111,1 fm. Frábært sjávar- og fjallaútsýni. Endurnýjað baðherbergi. Fallegt eldhús, endurnýjað að hluta. Stofa með rennihurðum í frönskum stíl og listum í loftum. Skjólgóðar suðaustur svalir. Um er að ræða eign á eftirsóttum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Verð 44,9 millj. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is

Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.

Hvassaleiti 52. Parhús Eignin verður til sýnis í dag frá kl. 17.15 – 17.45

OPIÐ HÚS

Besta mögulega heimilið Plönturnar eru vökvaðar vikulega og tekur Ragnheiður sundsprett með vinkonum hvern morgun á slaginu hálf sjö og skvettir hún þá aðeins á plönturnar, ef þær virðast daprar. Plönturnar í lauginni eru óteljandi og þurfa mikla umönnun: „Það er bara að hugsa vel um þær, tala við þær, klippa dauðu blöðin og snúa þeim og hlúa að þeim. Vera vakandi með þeim. Þetta eru náttúrulega einstök

Það bera a ­ llir ­mikla virðingu ­fyrir ­plöntunum skilyrði, það er rakinn, birtan og það er hlýjan, besta mögulega ­heimilið.“

Hawaii-rósin uppáhald Plönturnar koma allstaðar að og frá allskyns vinum laugarinnar og þeim sjálfum. Uppáhalds planta Ragnheiðar verður alltaf Hawai-rósin: „Mér finnst alltaf hún fallegust því hún blómstrar alltaf einu sinni á ári. Mér finnst hún mjög falleg, ekki það að þær eru allar fallegar. Auður Sigurbjartsdóttir, vinkona mín, við syndum alltaf saman. Hún var að vinna í yfir 30 ár í lauginni og kom með þessa plöntu heiman frá sér fyrir mörgum árum. Hún klippir hana alltaf niður, hún hugsar um hana og snyrtir hana með mér. Hún er með puttana í þessu öllu saman með mér.“ „Það bera allir mikla virðingu fyrir plöntunum. Fólki finnst þetta mjög sérstakt en eins og ég segi þá kom fyrsta plantan frá bænum þegar laugin var 50 ára. Plönturnar eru karakterar í húsinu.“ | hdó


Nivea

GeRiR HÁRiÐ

FaLLeGT NÝJUNG

FYRsTa sJampÓiÐ FRÁ Nivea sem FiNNUR sKemmDiR Í HÁRi OG BYGGiR ÞaÐ Upp aFTUR. · FINNUR SKEMMT HÁR · BÆTIR, STYRKIR OG VERNDAR HVERN HÁRSTÖNGUL


38 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016

Vinnustofan: Hannar lausnina á skammdegisþunglyndi

Mynd | Hari

Fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Leví er nýflutt með vinnuaðstöðuna sína á Granda þar sem hönnunar- og listalífið blómstrar þessa dagana. Tanja getur verið subba þegar álagið er mikið en vill helst hafa hlutina í röð og reglu í kringum sig. „Það sem mér finnst mikilvægast er að ég geti labbað í kringum smíðaborðið mitt, ég á líka svolítið mikið af tækjum og tólum. Ég er svolítið plássfrek, ég er með sauma-

vélar og prjónavélar, en verð líka að geta geymt efnin mín. Það verður líka að vera góður andi í rýminu og það er mjög hvetjandi að hafa skapandi fólk í kringum sig.“ „Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að gera tilraunir með textíl. Mér finnst einstaklega gaman að gera munstur, en ég hef sérhæft mig í því. Svo er næst á dagskrá að fara að æfa mig á prjónavélina mína og fá dellu fyrir því.“ Tanja vinnur nú að nýrri línu þar

Hversu flókið getur einfalt mál orðið?

Tárin streymdu niður vanga Ellenar Maríu á tónleikunum hjá átrúnaðargoðinu, Justin Bieber, þar sem ­stjarnan söng beint til hennar. Mynd | Rut

Gamaldags kæfa Kjarnafæðis

Kindakæfubiti frá SS

Grét af geðshræringu Ella María Georgsdóttir er líklega einn einlægasti aðdáandi Justin Bieber á Íslandi og mætti önnur á staðinn á tónleikana í Kórnum. Hún grét af geðshræringu alla tónleikana enda horfði stjarnan beint í augun á henni og söng heilt vers til hennar. Þegar blaðamaður náði tali af Ellu Maríu var hún stödd í röðinni á seinni tónleikum Justin Bieber í Kórnum. Með nesti og nýja skó og ullarnærföt, til að geta staðið úti í marga klukkutíma þar til húsið o ­ pnaði. Ella var önnur í röðinni á fyrri tónleikum Biebers því hún var hrædd um að lenda aftast og sjá hann ekki nægilega vel. En sú varð ekki raunin. „Ég komst alveg fremst. Án djóks, ég hef aldrei upplifað neitt

sem skammdegisþunglyndi spilar stórt hlutverk: „Þú getur litið á þetta sem eins konar forvörn fyrir skammdegisþynglyndi sem hrjáir mörg okkar á veturna. Þú getur pantað litríkan, kósí galla sem mótefni gegn skammdegisþunglyndinu. Svo fylgir einnig D-vítamín með fyrstu pöntununum.“

svona áður, þetta var betra en allt gott. Ég hef aldrei grátið eins mikið á ævi minni. Ég bara náði ekki andanum.“ Á einum tímapunkti fékk Ella samband við stjörnuna og söng hann heilt vers af einu laganna á meðan hann horfði beint í augun á henni: „Ég bara sturlaðist. Ég hef aldrei upplifað þessa tilfinningu. Þetta var svona heimsendatil­ finning. Ég fríkaði svo rosalega út að ég náði því ekki hvaða lag það var.“ Fyrir hálfum mánuði lýsti Ella María ást sinni á Justin Bieber í Fréttatímanum og sýndi herbergið sitt sem er þakið myndum af popparanum. „Þetta hefur verið draumur minn í svo mörg ár. Ég veit ekki hversu mörg bréf ég hef skrifað til hans, og sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres, og fleiri í gegnum tíðina, til að biðja um að hann héldi tónleika á Íslandi.“ | hdó

20 ára

Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Látið drauminn rætast!

Starfið hefst miðvikudaginn 14. september kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Það er spennandi afmælisár framundan! Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. Upplýsingar veita Sigurbjörg gsm. 865 5503 | Petra gsm. 897 5323

Það er ekki margt gamaldags við þessa uppskrift því þarna eru repju- og maísprótein innan um kindakjötið og líka pálmafita. Það hefði verið lífsins ómögulegt fyrir Íslendinga fyrr á öldum að komast yfir þessar vörur.

Þarna eru tíu efni og mörg sem ekki eru notuð við hefðbundna matargerð en aðeins í iðnverum. Undanrennuduft, mjólkurprótein, kartölfusterkja, ger, maltódextrín (líklega úr maís) og akaslagúm sem bindiefni.

SS ömmukæfa

Kæfa þinnar verslunar

Kindakæfa með kartöflusterkju, nautakrafti og alls kyns sýrum og söltum; uppskrift í tólf liðum þegar þrír myndu duga. Þótt ömmur séu allskonar má fullyrða að engin amma hafi búið til svona kæfu.

SS smurkæfa

Sígild uppskrift; kjöt, soð, krydd og laukur. Einfalt, klassískt og gott.

Það er snúin aðgerð að flytja matseld frá heimilunum og yfir í verksmiðjur. Það sem virkar vel á heimilunum gengur kannski ekki upp í verksmiðju. Þú þarft að nota aðrar aðferðir til að elda fyrir fimm þúsund en fimm. Það er einfaldara að færa matinn úr eldhúsinu inn í borðstofu en keyra hann 100 kílómetra leið. Og það er auðveldara geyma matinn inn í ísskáp og nota hann daginn eftir en að halda matnum ferskum á meðan hann situr á hillunni í stórmarkaðnum dögum, jafnvel vikum saman. Maturinn sem er búinn til í verksmiðjunum er því oft allt annar en sá sem við búum til heima þótt hann heiti það sama. Verksmiðjurnar þurfa að setja í matinn efni til að bæta fyrir stórkarlalegar vinnsluaðferðir, önnur efni til að hann þoli flutning, enn önnur til að hann lifi af biðina á hillunum og svo framvegis. Og svo þurfa verksmiðjurnar að græða eitthvað á þessu öllu og freistast því að drýgja matinn með ódýrari afurðum, til dæmis sojamjöli eða öðru ódýru próteini. Kindakæfa er einfaldur matur. Hún er ekki annað en kjöt, soð og krydd. Kæfan er þó ekki uppskrift

Þarna eru ýmiss efni önnur en kjöt, soð og krydd. Til dæmis ­lesitín úr sojabaunum til að jafna út maukið og akaslagúm til að binda efnin saman.

Ali kindakæfa

KEA gamaldags kindakæfa Klassísk uppskrift; kindakjöt, vatn og krydd. Ekkert annað.

heldur geymsluaðferð. Í öllum menningarsvæðum hefur fólk lært að sjóða niður kjöt í eigin soði og geyma undir fitu. Í sjálfu sér þarf verksmiðjan því ekki að breyta neinu í uppskriftinni sem amma þín og langamma studdust við. En verksmiðjueldamennskan hefur öðlast nýtt líf og ræður ekki við sig. Hún vill umbreyta öllu í eigin mynd. Af sjö kæfum sem

Ali á metið í fjölda hráefna í kindakæfu, þrettán alls. Fimm þeirra eru hefðbundin; kjöt, soð, krydd, salt og laukur. Síðan kemur sykur, ger, repjuolía, nautakraftur, pálmafita, maltódextrín (líklega úr maís), bragðefni og karamella. við fundum úti í búð voru aðeins tvær án kennimarka verksmiðjueldhússins. Hinar fimm voru með allskyns efnum sem engum hefði dottið í hug að setja í kæfu fyrr á tíð. Það skrítna er að þessar verksmiðjukæfur vilja frekar heita ömmukæfa eða gamaldagskæfa eða hafa mynd af torfbæ framan á pakkningunni.



LAUGARDAGSÞRENNAN

Morgunn Gott er að mæta eldsnemma um helgar í pottinn í hverfislauginni áður en helgarsvefnpurkurnar vakna úr hýðinu. Ró og friður og frábær leið til að byrja daginn. Kannski að fá sér snúð eftir á.

Hádegi Þegar maður vaknar snemma um helgar þarf maður að stoppa um hádegi og taka sér smá pásu. Í pásunni er gott að setjast á einhvern góðan útibekk og hlusta á nýju plötuna hennar MIA, AMI.

Kvöld Þegar börnin eru komin í bælið er gott að taka fram tölvuna og horfa á nýju Narcos seríuna á Netflix. Ekkert betra en að vera sófaklessa á laugardagskvöldi og horfa á eiturlyfjadrama.

Fólkið mælir með… Dröfn Ösp Snorradóttir-Rosaz Nostalgíumynd: Myndir sem eg get alltaf mælt með að horfa á aftur og aftur eru Back to the Future 2 og Ace Ventura Pet Detective. Snakk: Uppáhalds snarl þessa dagana er Kettle korn, popp korn sem er sætt og salt. Útvarpsþáttur: Svo að sjálfsögðu mæli ég með að hlusta á podkastið „Englaryk“ á Alvarpinu/Nútímanum sem ég og Hanna Eiríks, verkefnastýra hjá UN women, förum yfir það helsta í slúðrinu, en ekki hvað!!!

Carmina mini 22x32 cm 14.990 kr.

11.242 kr.

Sparaðu 3.748 kr.

Þórunn Björk Pálmadóttir Nostalgíubíómynd: Sennilega fyrsta Indiana Jones myndin, hitti beint í mark með sínum ævintýra- og hetjuljóma. Svo er Grease náttúrulega alltaf klassísk. Snakk: Mæli með að allir skelli sér í berjamó fyrir fyrsta frost. Í þessari berjatíð er nóg til af berjum á heimilinu. Snakk vikunnar er þess vegna ber, krækiber og helst með ristuðum kókosflögum. Dásamlegt saman. Útvarpsþáttur: Eini útvarpsþátturinn sem ég hef fylgst með að einhverju ráði, eftir að Lög unga fólksins hættu, er; Nei, hættu nú alveg með Villa naglbít. Fyrst hann er ekki á dagskrá, get ég ekki mælt með neinum þætti.

Kjartan Yngvi Björnsson Nostalgíumynd: Ég er rosalegt nostalgíubúnt, helst í kvikmyndir sem ég horfði á með systkinum mínum (of oft) eins og Monty Python and the Holy Grail eða Pirates of Penzance. Snakk: Blanda cumin, cayenne-pipar, túrmerik, karrídufti, slurk af salti og vatni í þunnt mauk. Hræra möndlum í mixið og rista á 200° í 20 mínútur. Einfaldar, ódýrar og geggjaðar kryddmöndlur. Útvarpsþáttur: Ókei, ég er menningarsnobbsklisja en ég fíla bara Víðsjá í drasl. Vandaður og spennandi þáttur!

Náttúrulegt Þörunga magnesíum

Mikil virkni Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki

Silvia mini 24x34 cm 13.990 kr.

10.492 kr.

Sparaðu 3.498 kr.

Eos stórt 40x65 cm 46.990 kr.

35.242 kr.

Sparaðu 11.748 kr.

LJÓSADAGAR 8. - 25. SEPTEMBER

25 - 50%

AF ÖLLUM LÖMPUM OG LJÓSUM EN GI N M AG AÓ NO

T

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.