13_08_2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 46. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 13.08.2016

Barátta og fórnir keppenda í Ríó Á flótta undan fátækt og stríði

10

Raftækin sem 24 enginn þarf X Box og skífusími

Stjörnurnar eru stelpur Viðsnúningur í viðhorfi til íþróttakvenna á ólympíuleikunum

Herbergis­þernurnar

2

LAUGARDAGUR

13.08.16

ÞÓREY EDDA FLUTT Á HVAMMSTANGA EVA LIND HLEYPUR MARAÞON OG STYRKIR FÖÐURLAUSA FRÆNDUR SÍNA LÝSINGIN Á HEIMILINU SKIPTIR ÖLLU MÁLI NÝR OMAGGIO-VASI Á LEIÐINNI

RAGNA AÐ KOMAST Á ÓLYMPÍULEIKA ER „PÍS INGÓLFS OF KEIK“ MIÐAÐ VIÐ BARNAUPPELDI

Hlaup & hamingja 5 BESTU HEILSUÖPPIN Mynd | Rut

Það væri engin ferða­þjónusta ef ekki væri fyrir a­ llar erlendu konurnar sem þrífa eftir gestina. 6

Hlaup & hamingja Mynd | Halla

Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur.

Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni

MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 242.990 kr.

MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Sérverslun með Apple vörur

Frá 184.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Friðelskandi fyrrum borgarstjóri leiður yfir herskipum Hernaður Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, harmar heimsókn tveggja herskipa NATO flotans til Reykjavíkur. Jón reyndi á sínum tíma að koma í veg fyrir komur slíkra vígtóla til Reykjavíkur. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Skipin sem nú eru í höfn eru frá Portúgal og Spáni. Þau liggja við Skarfabakka og verða til sýnis almenningi um helgina. Jón Gnarr náði á sínum tíma samkomulagi við þáverandi innanríkisráðherra, Ögmund Jónasson, um að losa Reykjavíkurf lugvöll undan lendingum herf lugvéla. Síðar kom í ljós að samkomulagið hélt illa því að utanríkisráðuneytið heldur utan um heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla. Slíkar komur teljast milliríkjamál og eru ákveðin

Í Ríó fara fram ólympíuleikar kvennanna Íþróttir Fjölmiðlar gagnrýndir fyrir fréttaflutning sinn af kvenkyns keppendum á ólympíuleikunum. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Frá því að ólympíuleikarnir hófust í Ríó þetta árið hafa erlendir sem innlendir fjölmiðlar verið gagnrýndir fyrir fréttaflutning sinn af afrekum íþróttakvenna á leikunum. Svo virðist sem gagnrýnisraddirnir hafi náð til eyrna fjölmiðlafólks og hefur leikkonan Leslie Jones til að mynda verið send til Ríó til að fjalla um sumarleikana á vegum NBC sjónvarpsstöðarinnar. Á vefmiðli Morgunblaðsins, mbl. is, birtist einnig grein um sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur þar sem afrek hennar voru tíunduð en Eygló keppir ólympíuleikunum í annað skipti. Margir voru þó óánægðir með fyrirsögn greinarinnar „Bætti dálítið mikið á mig á Wilson’s“ sem varð til þess að henni var breytt. Ákveðin vitundarvakning virðist því eiga sér stað og beinast nú allra augu að afrekskonum í íþróttum. Óhætt er að segja að stjarna leikanna um þessar mundir sé hin nítján ára gamla Simone Biles, fimleikakona frá Bandaríkjunum en hún vann bæði til gullverðlauna með bandaríska fimleikahópnum, auk þess sem hún vann til gullverðlauna í einstaklingskeppninni. Bandaríska liðið skipa, auk Biles, þær Dabby Douglas, Laurie Hernandez, Madison Kocian og Aly Raisman, en sú síðastnefnda lenti í öðru sæti leikanna í einstaklingskeppni. Fimleikakonurnar virðast eiga hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar og

Leikkonan Leslie Jones er hvað þekktust fyrir leik sinn í Ghost Busters.

Fimleikahópurinn sem unnið hefur hug og hjörtu Bandaríkjamanna.

hafa andstæðingar Donald Trump, til að mynda, notfært sér slagorð kosningarherferðar hans „Making America Great Again“ þar sem vísað er til afreka hópsins auk þess sem fyrrum ólöglegur innflytjandi þjálfar hópinn, Béla Károlyo frá Rúmeníu. Þá var nýr kafli skrifaður í sundsöguna þegar fyrsta blökkukonan vann til gullverðlauna í sundi en það var hin bandaríska Simone Manuel sem fékk gullverðlaun í 100 metra skriðsundi. Ákveðinn viðsnúningur hefur því átt sér stað og halda má því fram að leikarnir í Ríó 2016 séu ólympíuleikar kvennanna.

gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð

• Afl 10,5 KW

Nr. 12934

Á R A

• 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir

grillbudin.is

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Freygátan ESPN Mendez Nunez er samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eitt af flaggskipum NATO flotans. Skipið er í höfn í Reykjavík.

eru frátalin. Eitt af takmörkum mannkyns hlýtur að vera að reyna að binda endi á hernað.“ Jón segir að herskipum sem hingað koma beri engin skylda til að upp-

lýsa stjórnvöld hér um hvaða vopn séu um borð. „Mér finnst bara að við eigum að standa fyrir utan svona og sama gildir um umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll.“

Fékk ekki aðstoð þar sem dauðvona móðir var ekki öryrki Samfélag Félagsráðgjafanum Dagbjörtu Hákonardóttur var synjað um umönnunarbætur þegar hún var að sinna móður sinni sem hafði fengið heilaæxli. Ástæðan var sú, að sögn Dagbjartar, að það þurfti að skilgreina móður hennar sem öryrkja til þess að Dagbjört ætti rétt á bótunum. Það nægði ekki að vera dauðvona með heilaæxli. Móðir hennar lést ári eftir að hún greindist með veikindin, eða í febrúar síðastliðnum. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

FRÁBÆRT GRILL 50 ára

98.900

milli utanríkisráðuneyta. Jón Gnarr var einnig með hugmyndir um að banna að herskip legðust að höfn í Reykjavík, en hugmyndirnar náðu ekki fram að ganga. „Mér finnst mikilvægt að fólk sé meðvitað um til hvers slík skip eru smíðuð og hvernig þau hafa verið notuð. Hingað hafa komið skip sem hafa tekið þátt í mjög umdeildum aðgerðum úti í heimi,“ segir Jón. Jón vildi gera Reykjavík algjörlega herlaust svæði. „Það væri að mínu mati mikilvæg og merkileg afstaða herlausrar þjóðar sem ekki hefur staðið í hernaði frá Sturlungaöld, ef hernámsárin og vera varnarliðsins

„Málið með þetta kerfi, og það sem ég upplifði á eigin skinni í þessu ferli, er að það var svolítið tómarúm þegar kom að aðstandendum,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, sem var 28 ára gömul og í námi, þegar móðir hennar, sem var hjúkrunarfræðingur, veiktist skyndilega. Í ljós kom að hún var með heilaæxli og ekki voru miklar líkur á bata. „Ég ákvað því að flytja til hennar, enda þurfti hún að hafa manneskju í fullri vinnu við að sjá um sig,“ segir Dagbjört. Í kjölfarið ákvað hún að sækja um svokallaðar umönnunarbætur enda ekki á allra færi að takast á við tekjutap í svona aðstæðum. Dagbjört segir að hún hafi fengið bréf heim þar sem henni var synjað um bæturnar á þeim forsendum að móðir hennar væri ekki öryrki. „Og þegar maður er í svona aðstæðum, maður stendur í því að vera að sinna deyjandi móður sinni, sem er ekki nema 54 ára gömul, og fær

Dagbjört Hákonardóttir sinnti móður sinni í ár en fékk lítinn fjárhagslegan stuðning frá ríkinu á meðan. Raunar þurfti hún að lokum að greiða 3.000 krónur fyrir.

Mynd | Rut

svona bréf frá Tryggingastofnun, þá hrynur bara allt,“ segir Dagbjört en bætir þó við: „Ég var nú samt fljót að jafna mig, enda í betri aðstæðum en margir aðrir.“ Dagbjört hringdi í Tryggingastofnun og óskaði eftir ráðum varðandi úrræði en var að lokum vísað á sveitarfélögin. „Og það er svona yfirleitt síðasta úrræðið,“ útskýrir hún. Á meðan beið hún eftir örorkumati móður sinnar, það kom þó aldrei á meðan móðir hennar lifði. Dagbjört segir að þarna sé augljós brotalöm í kerfinu. Hún var svo heppin að eiga góða að. „Pabbi, sem var skilinn við mömmu, studdi vel við mig, og auðvitað reyndist kerfið líka gott á stundum,“ segir Dagbjört sem greindi frá reynslu sinni á Facebook á dögunum. Yfir þúsund manns deildu orðum hennar, en þar kom meðal annars fram að hún hefði að lokum þurfti að endur-

„Það er rosalega dýrt að hafa fólk inni á stofnunum.“ greiða 3.000 krónur af 46 þúsund króna styrk sem móðir hennar fékk frá stofnuninni í veikindum sínum. Hún þurfti því að lokum að greiða ríkinu 3.000 krónur fyrir að sinna veikri móður sinni. Hún segir mikilvægt fyrir ríkið að átta sig á mikilvægi þess að aðstandendur geti sinnt veikum ættingjum og ástvinum heima. „Það er rosalega dýrt að hafa fólk inni á stofnunum, og líklega talsvert ódýrara fyrir kerfið að hjálpa aðstandendum við að hugsa um sitt fólk heima,“ segir hún og bætir við að tíminn sem hún fékk að eyða með móður sinni síðasta árið hafi verið ómetanlegur að auki.

Bæjarráð heimilar áfengissölu en vill takmarka drykkju Justin Bieber Bæjarfulltrúar í Kópavogi hvetja skipuleggjendur stórtónleika til þess að leyfa ekki áfengisdrykkju á tónleikasvæði en heimila engu að síður áfengissölu á tónleikunum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar í Kópavogi, beina þeim tilmælum til Senu, sem stendur að tónleikum með stórstirninu Justin Bieber, að leyfa ekki áfengisdrykkju inni á tónleikasvæðinu sökum ungs aðdáendahóps Biebers. Sömu bæjarfulltrúar heim-

iluðu engu að síður að vínveitingasala væri heimili á tónleikunum og greiddu fimm bæjarfulltrúar atkvæði með tillögunni, sem og leyfi til þess að halda tónleikana, sem fram fara 8. og 9. september næstkomandi. Þá vilja bæjarfulltrúar að sérstök svæði verði fyrir þá sem vilja neyta áfengis. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Karen Halldórsdóttir, lagði fram sérstaka bókun á fundi bæjarráðs þar sem segir meðal annars: „Að ekki verði leyfð áfengisdrykkja inn á tónleikasvæðinu, heldur verði hún á afmörkuðum svæðum utan þess.“ | vg

Justin Bieber heldur tónleika í ­Kópavogi í byrjun september. Þar verður áfengi selt.


Stærsti og öflugasti dísiljeppinn í sínum flokki

Vertu á undan. Farðu ótroðnar slóðir

Ford Edge veitir þér frelsi til að fara lengra. Framúrskarandi aksturseiginleikar, kraftmikið útlit og fyrsta flokks tækni setja Ford Edge fremstan í sínum flokki. Hann er fjórhjóladrifinn, búinn 210 hestafla dísilvél og kemur á 19'' Titanium álfelgum.

FORD EDGE AWD SJÁLFSKIPTUR 210 HÖ DÍSIL FRÁ

NÝR FORD EDGE AWD

8.390.000

KR.

Komdu og prófaðu hljóðláta dísiljeppann Ford Edge AWD

Þú nýtur þess að ferðast í nýjum Ford Edge. Hann er gríðarlega rúmgóður enda er hann stærsti jeppinn í sínum flokki, rúmir 4,8 m. Dráttargetan er mikil eða 2.000 kg og veghæðin er rúmir 20 cm undir lægsta punkt. Hann er jafnframt hlaðinn búnaði og notendavænni tækni sem eykur bæði þægindi og akstursánægju. Meðal staðalbúnaðar er: • SYNC II samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu í 112

• Bakkmyndavél

• Upphitanleg Quickclear framrúða

• Veglínuskynjari

• Leðurklætt upphitanlegt stýrishjól

• 8'' snertiskjár

• Umferðaskiltalesari

• Ford MyKey

• Íslenskt leiðsögukerfi

• Rafdrifinn afturhleri með skynjara

• Lyklalaust aðgengi

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

ford.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16

Gerðu samanburð og þú munt sjá að Ford Edge er gríðarlega vel búinn. Til viðbótar við ofantalið er eftirfarandi einnig staðalbúnaður: hraðastillir með hraðatakmarkara, tvöföld tölvustýrð miðstöð, vandað hljómkerfi með 9 hátölurum, nálægðarskynjarar að framan og aftan, starthnappur, sólarvörn í framrúðu og regnskynjari í framrúðu. Ford Edge er fáanlegur í þremur útfærslum: Titanium, Titanium S og Sport. Ford Edge AWD 2,0 TDCi dísil 210 hö. 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. CO2 losun 149 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Edge_ongoing_5x38_20160727_END.indd 1

27.7.2016 16:08:53


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Krakkar í Breiðholti vilja hjálpa erlendum nemendum Innflytjendur Ungmennaráð Breiðholts vill að nemendur í skólum borgarinnar verði hluti af stuðningsneti fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna sem koma til náms í skólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillöguna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Tillagan gengur út á að reyna að koma í veg fyrir að nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku einangrist við komu í skóla borg-

arinnar. Fulltrúar í ráðinu telja mikilvægt að hjálpa til svo að nýju nemendurnir tengist betur því frístunda­starfi sem fer fram í hverfunum. Snorri Freyr Vignisson, 16 ára nemi í MH, er einn af fulltrúum í ungmennaráði Breiðholts. „Breiðholt er mikið fjölmenningarhverfi og við í ráðinu erum að bregðast við mikilli og oft skæðri umræðu um þessi mál með því að leggja þetta til. Okkur finnst að það megi leysa þessa aðlögun nýrra nemenda betur og teljum að jafnaldrar nemendanna geti bætt móttöku þeirra mjög. Mér hefur þótt

Esju-kláfur kynntur á Kjalarnesi Reykjavík Kynningarfundur verður haldinn á Kjalarnesi í haust um uppsetningu kláfs upp hlíðar Esjunnar.

Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs síðasta fimmtudag. Það er fyrirtækið Esju­ferja ehf. sem stendur á bak við framkvæmdina og er Arnþór Þórðarson verkfræðingur í forsvari fyrir félagið. Hugmyndin spratt fyrst fram upp úr 2010 og er áætlað að framkvæmdirnar muni kosta um 3 milljarða króna. Áætlað er að ferjan geti flutt hundrað til hundrað og fimmtíu þúsund ferðamenn árlega upp á Esjubrúnir. Gert er ráð fyrir að neðri stöð

Samskonar kláfur og þessi mun fara upp og niður hlíðar Esjunnar, ef allt gengur eftir.

farþegaferjunnar verði í grennd við bílastæði við botn Kollafjarðar, miðjumastur hennar á Rauðhóli og endastöðin á Esjubrún. Ekki er búið að finna tímasetningu fyrir ­f undinn. | vg

SELESTE UMGJÖRÐ Á:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

Ungmennaráð Breiðholts segir mikilvægt að taka vel á móti nemendum af erlendum uppruna.

Snorri Freyr Vignisson segir starfið í Ungmennaráði Breiðholts gefandi. Hann bindur vonir við tillögu um bætta móttöku nemenda af erlendum uppruna.

staðið nokkuð letilega að þessum málum hingað til,“ segir Snorri Freyr. Til stendur að skipa starfshóp með fulltrúum ungmennaráða í hverfum borgarinnar, grunnskólanna, frístundamiðstöðva og starfsmanna skóla- og frístunda-

sviðs. Starfshópnum verður ætlað að leita leiða til að bæta þjónustu við erlenda nýnema. Snorri Freyr segir að jafnaldrar ungmennanna geti dregið þau með sér í frístunda- og íþróttastarf. „Ég vona að ungmenni í sem flestum hverfum borgarinnar taki þátt

í þessu starfi,“ segir Snorri. „Þannig hjálpum við til við að koma jafnöldrum okkar sem heilsteyptum einstaklingum út í samfélagið, í stað þess að þeir einangrist. Við viljum reyna að brjóta niður múrana sem oft vilja myndast í kringum nýja nemendur af erlendum uppruna.“

Segir hámarks­kvóta í einkaskóla furðulegan Skólamál Tveir reykvískir nemendur hyggja á nám í íþrótta­skólanum Framsýn í Hafnarfirði í haust, en meirihluti borgar­stjórnar ákvað að setja kvóta á nemendur sem borgin greiðir með í nám við skólann. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallarvinir gagnrýna þessa ákvörðun harðlega í bókun sinni í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir kvótann bæði furðulegan og illskiljanlegan. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Við samþykktum þessar umsóknir, en til að gæta samræmis við samninga við sjálfstætt rekna skóla innan borgarmarkanna, samþykktum við ákvæði um hámarksfjölda fyrir þetta skólaár,“ útskýrir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs en aðeins tveir Reykvíkingar fá að stunda nám í Framsýn í vetur. Skúli segir að borgin hafi fengið tvær umsóknir frá foreldrum nemanda í Reykjavík sem óskuðu eftir því að börn þeirra fengju skólavist í Framsýn í Hafnarfirði, sem er nýr einkarekinn skóli þar í bæ, en um 60 unglingar hefja nám í skólanum í haust. „Það sem gerist er að borgin ber viðbótarkostnað af hverjum nemanda sem flyst úr borgarreknum skóla yfir í sjálfstætt starfandi skóla. Viðbótarkostnaðurinn er rúmlega 600 þúsund krónur á hvern nemanda og við teljum því eðlilegt að

Nokkur styr hefur verið um stofnun Framsýnar sem tekur inn um 60 nema í haust.

hafa mörk á fjöldanum við núvertil náms sem skiptir mestu máli og hann segir kvótasetninguna andi aðstæður þegar við þurfum að sýna aðhald í rekstrinum,“ segir ­f urðulega. Skúli og bendir á að borgin sé sjálfri „Borgarfulltrúar Sjálfstæðissér samkvæm þegar kemur að því flokksins styðja fjölbreytileikann og að festa hámarksfjölda nemanda í telja æskilegt að fólk hafi sem mest skóla í einkarekstri. val um skólagöngu barna sinna. Skúli segist telja regluna sannSkólar eru mismunandi, sem betur gjarna, en hún tekur mið af háfer, og það er ekkert að því að fólk marksf jölda nemanda í fái að velja þann skóla sem skólunum undanfarin tíu ár það telur að henti sér best. að viðbættu tilteknu svigEf skóli fær viðurkenningu rúmi. Stutt er síðan borgin frá menntamálaráðherra og gerði þjónustusamninga við þar til bærum aðilum, þá eiga stjórnmálamenn ekki einkarekna skóla í borginni, að vera að skammta kvóta sem fela meðal annars í sér þessi viðmið um hámarkssem eru auk þess mjög misfjölda. munandi milli skóla,“ segir Skúli Helga- Kjartan sem er almennt andKjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- son er formað- vígur reglunni. ur skóla- og Framsýn hefur verið umins, segist ekki sammála því ­frístundaráðs. að hver nemandi í sjálfstætt deildur í hafnfirskum stjórnreknum skóla sé 600 þúsund málum. Áætlað var að skólakrónum dýrari fyrir Reykjavíkurgjöld á hvern nemanda yrðu 200 borg en aðrir nemendur. „Mér hefþúsund krónur á ári en nemendur að minnsta kosti ekki verið sýnt ur munu hinsvegar fá sérstakan fram á það,“ bætir hann við. kynningarafslátt af verðinu fyrstu Í huga Kjartans er það valfrelsi tvö árin.

Fannar flaug út um glugga almennaleigufelagid.is

Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta

Óhapp Margir undruðust að heyra ekki rödd Fannars Sveinssonar í morgunþættinum Góðan daginn á Rás 2 í gærmorgun, en Fannar varð fyrir því óhappi á Kalda bar á fimmtudagskvöldið að detta út um glugga með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á spítala með sjúkrabíl. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Við félagarnir vorum á árlegri „bjórgöngu“, þar sem við heimsækjum 10 bari og fáum okkur einn bjór á hverjum bar. Það er snemma á þeirri göngu þegar við setjumst inn á Kalda bar og ég sest á bekk inni á staðnum sem er einskonar karmur við glugga á staðnum. Næst þegar ég veit af mér er ég bara kominn út á stéttina fyrir neðan,“ ­segir Fannar.

Fallið er um 1,6 metra hátt. Fannar datt á borð þar sem tvær stúlkur sátu, og hringdi önnur þeirra strax á sjúkrabíl. Vinir Fannars héldu raunar að um grín væri að ræða, enda Fannar þekktur fyrir að vera snjall að gabba vini sína á þennan hátt. „Þetta er svolítill „Úlfur úlfur“. Þeir áttuðu sig fyrst á að um alvöru væri að ræða þegar ég var vaknaður úr rotinu, helgrænn í framan. Þeir héldu ég hefði hent mér út um gluggann og jafnvel fengið þessar tvær stelpur með mér í grínið.“ Fannar var fluttur á bráðamóttöku eftir að gengið var úr skugga um að ekki hefði blætt inn á heila hans eða hann hálsbrotnað. Á spítalanum voru saumuð nokkur spor í höfuð hans og honum gefin fyrirmæli um að taka því rólega næstu daga. Myndband af Fannari má sjá á Fréttatíminn.is

Fannar datt út um glugga á Kalda bar, lenti á glerborði og endaði ­fimmtudagskvöldið á spítala.



6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Hvað er að því að þrífa klósett? Borghildur hefur tuttugu ára reynslu í skúringabransanum. Nú er hún yfirþerna á Grand hóteli.

Ferðamannastraumurinn skilar meiru í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn og áliðnaðurinn. En það væri enginn ferðaþjónusta nema ef allar erlendu konurnar kæmu ekki að þrífa upp eftir hótelgesti. Nánast engir Íslendingar taka að sér þau störf. Fréttatíminn ræddi við nokkrar þeirra.

Íslenskar konur sækjast ekki eftir starfinu Borghildur Vilhjálmsdóttir er yfirþerna á stærsta hóteli Íslandshótelkeðjunnar, Grand hóteli.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

37%

aukning á þeim sem starfa í ferðaþjónustu frá 2010

31%

af gjaldeyristekjum koma úr ferðaþjónustu

13.320

herbergi á 394 hótelum og gistiheimilum voru í boði á landinu í júlí 2015.

35,2%

gistirýma landsins eru á höfuðborgarsvæðinu.

57.600

fermetra byggingarmagn fyrir nýja gisti- og veitingastaði var samþykkt í Reykjavík frá 2010-2015 Heimild: Ferðamálastofa

Ramphai hefur unnið láglaunastörf frá því hún kom til Íslands árið 1995. Hún talar góða íslensku og er nú herbergisþerna á Reykjavík Natura hótelinu. Mynd | Halla

Vinna er bara vinna

Ramphai Saikham er 54 ára og flutti frá Tælandi til Íslands árið 1995.

Systir hennar hafði þá verið búsett hér á landi í nokkur ár og skömmu síðar kom bróðir þeirra líka til landsins. Hún er í óða önn að ljúka við þrif á tveimur hótelherbergjum, þegar Fréttatímann ber að garði. Hádegishlé herbergisþernanna er að skella á og hún vill klára það sem hún var byrjuð á, áður en hún tekur sé pásu. „Ég á stóra fjölskyldu hérna,“ segir Ramphai á meðan hún snarar hreinum rúmfötum um sængurnar. Börnin hennar tvö hafa dvalið hér á landi, 34 ára dóttir hennar er hárgreiðslukona og 23 ára sonur hennar lærir nú nudd í Iðnskólanum. Eftir komuna til landsins fékk Ramphai fyrst starf við fiskflökun hjá Topp-

fiski og starfaði þar í nokkur ár. Því næst vann hún hjá Osta- og smjörsölunni í tæpan áratug og síðar í fimm ár á hjúkrunarheimilinu Eir. Undanfarin tvö ár hefur hún verið herbergisþerna á Reykjavík Natura. Hvernig líkar þér vinnan sem herbergisþerna? „Bara ágætlega. Þetta er mjög erfið vinna, en vinna er bara vinna. Það er gaman að vera saman. Hér erum við 5 tælenskar konur en langflestar eru frá Póllandi. Svo eru nokkrar frá Víetnam líka. Sumrin geta verið svolítið erfið því þá eru margir gestir og mikið að gera. Stundum eru veikindi meðal starfsfólksins og þá eykst álagið á okkur.“ Ramphai segist ánægð á Íslandi og alla sína tíð hafa unnið mikið. Hún kvartar ekki undan vinnunni en viðurkennir að hún taki á.

Hjá henni eru alla jafna 18 til 22 herbergisþernur að störfum á dag. Allt útlendingar og aðeins þrír karlmenn. „Flestar koma þær frá Póllandi en hjá okkur eru líka þernur frá Portúgal, Tælandi, Filippseyjum, Króatíu og Gana. Það eru engar íslenskar í þessu, þær sækjast ekki eftir svona störfum.“ Hún segir alltaf einhverja starfsmannaveltu vera í þessum geira, en þó sé stór hópur þernanna með langan starfsaldur á hótelinu. „Sumar hafa verið hér í meira en fimm ár og aðrar hafa einhverja ára reynslu. Ég held að þær hyggi á áframhaldandi störf hjá okkur og þær virðast ánægðar. Þetta er harðduglegt fólk og það er ekki sá hlutur sem maður biður þær um að gera, sem þær veigra sér við. Mér finnst að það mætti alveg veita því meiri athygli hvað þetta fólk vinnur mikilvægt starf.“ Að sögn Borghildar eru kjör þernanna samkvæmt kjarasamningum Eflingar og starfsfólk vinnur sér inn 24 sumarfrísdaga og tólf vetrarfrísdaga. Það sé algjör skylda að taka út fríið. „En ef þú spyrð þau um kjör, þá vilja allir meira.“ Aðspurð um lýsingar þernanna á því að starfið sé erfitt, svarar Borghildur: „Þetta er kannski ekki erfiðisvinna sem slík, en hún getur verið erfið á álagsdögum. Þá reynum

við að kalla út auka fólk. Það er heitt að vinna svona inni. Þær eru meðal annars að taka af rúmum og setja á rúm og það er nú ekki það auðveldasta sem við gerum. Við reynum líka að biðja þær um að skiptast á að þrífa salerni og skipta á rúmum, svo þær breyti til og séu ekki of mikið í sömu stellingum.“ Hvernig koma gestir fram við herbergisþernur? „Mjög vel, það eru allir gestir ánægðir með stelpurnar. Við vorum að fá niðurstöður úr könnun og þær koma flott út. Bæði í framkomu og standa sig vel í þrifunum.“ En er kannað hvernig gestirnir koma fram við þernurnar? „Nei, það hefur ekki verið gert. En það væri mjög sniðugt og áhugavert að skoða líka hvað þær hafa að segja.“ Eru herbergisþrifin störf sem þessar konur ætluðu sér að vinna við? „Já, ég hef unnið í þessum bransa í 20 ár, bæði í mannaráðningum og þrifum hjá Hreint og ISS. Ég hef oft hvatt gott starfsfólk til að fara að læra íslensku svo það geti fengið aðra vinnu en að skúra. En þá segja þau bara nei. Þau eru ekkert óörugg með þetta og vilja ekki breyta neinu. Þeim finnst þetta bara ljómandi gott.“ Er algengt að fólk sinni öðrum störfum meðfram herbergisþernustarfi hjá ykkur? „Já allavega tvær sem ég veit um. Ég gæti trúað því að það væru heimaþrif. Voðalega margir fara í heimaþrif ef það gefst kostur á því.“

Íslendingar kunna ekki að þrífa „Ég kom til Íslands sem „au-pair“ fyrir þremur árum og ílengdist,“ segir Erika Leue, þýsk stúlka sem hefur dvalið á Íslandi síðan og unnið í hótelbransanum, aðallega við ræstingar. „Ég vann tvö sumur við að þrífa herbergi og sjá um morgunmatinn á Egilsstöðum. Það var mjög fínt starf því hótelið var fjölskyldurekið og andinn mjög góður. Allir voru eins og jafningjar í vinnunni, sama við hvað þeir unnu á hótelinu, og jafnvel vinir. Eftir það fór ég að vinna á Hótel Ion á Nesjavöllum og reynslan þar var ekki alveg jafn góð. Þar var ég að vinna við þvotta, auk þrifa, og það var mun erfiðara og meira líkamlegt álag. Það var heldur ekki jafn persónulegt hótel og þú fannst meira fyrir stéttaskiptingunni. Það var ekkert samband á milli þeirra sem þrifu og þeirra sem voru í öðrum störfum. Ég vann mjög mikið þar, 12 tíma vaktir sex daga vikunnar, en mér fannst ég aldrei vera metin að verðleikum fyrir störfin. Hótelið er töluvert fyrir utan Reykjavík svo við þurftum að fara á bíl klukkan sjö á morgnana til að vera mætt klukkan átta og vorum aldrei komin heim fyrr en í fyrsta lagi níu á kvöldin, samt fær maður bara borgað fyrir átta tíma og stundum var veðrið svo vont að

„Að þrífa hótelherbergi er erfið vinna. Þetta eru langir vinnutímar og þú ert á fullu allan tímann,“ segir Erika. Mynd | Rut

við komumst ekki heim. Launin voru líka allt of lág miðað við hversu erfið vinnan var. Að þrífa hótelherbergi er erfið vinna. Þetta eru langir vinnutímar og þú ert á fullu allan tímann.“ „Langflestir sem vinna við þrifin eru útlendingar en ég myndi heldur aldrei ráða Íslending til að þrífa,“ segir Erika og hlær. „Mín reynsla af því að vinna með Íslendingum í þrifum er að þeir kunna ekki að þrífa og gera alltaf eins lítið og mögulegt er. Ég mundi ráða þá í eitthvað annað. Pólverjar eru aftur á móti rosalegir vinnuþjarkar í hverju sem er, gera alltaf sitt besta í öllu,“ segir Erika sem vinnur nú í móttökunni á Hótel Fróni og líkar það einstaklega vel. „Ég er mjög glöð að vera komin í móttökuna, þetta er draumavinnan mín.“


Frá kr.

49.995 Allt að

83.000 kr. afsláttur á mann

SÓL Á SPOTTPRÍS Í ÁGÚST ALBIR

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM76730

Allt að 38.000 kr. afsláttur á mann

BENIDORM

COSTA DEL SOL

COSTA DEL SOL

Allt að 56.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

Hotel Kaktus Albir

Hotel Dynastic

Aguamarina Aparthotel

Stökktu

Frá kr. 95.635 m/morgunverð innif.

Frá kr. 87.545 m/hálft fæði innifalið

Frá kr. 85.845 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 85.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.295 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 22. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íb/hb/st. Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v. 2 fullorðna í íb/hb/st. 22. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 95.635 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 109.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 21. ágúst í 7 nætur.

MALLORCA

Allt að 83.000 kr. afsláttur á mann

Netverð á mann frá kr. 87.545 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 108.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 21. ágúst í 7 nætur.

TENERIFE

Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann

KRÍT

KRÍT

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Stökktu

Park Club Europe

Porto Platanias Village

Omega Apartments

Frá kr. 49.995 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 124.795 m/allt innifalið

Frá kr. 119.095 m/allt innifalið

Frá kr. 77.895 m/ekkert fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó. 23. ágúst í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 124.795 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 169.695 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. ágúst í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 119.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 29. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 77.895 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 101.395 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 29. ágúst í 10 nætur.


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Kom á óvart hvað starfið var erfitt Lilja Kristinsdóttir er sextán ára og vann fullt starf sem herbergisþerna í sumar. Hún furðar sig á því hvernig hún gat haldið þetta út, en er orðin kattþrifin fyrir vikið. Á hótelinu sem Lilja vann á í sumar voru um það bil 15-20 herbergisþernur, allt konur, og ein yfirþerna sem var verkstjórinn. „Þetta var mjög erfið vinna. Við vorum þrjár íslenskar stelpur á svipuðum aldri en annars voru allar hinar herbergisþernurnar útlenskar.“ Hvernig var venjulegur vinnudagur á hótelinu? „Ég mætti oftast fyrir klukkan átta á morgnana, því þær vildu helst byrja að þrífa klukkan átta. Við unnum tvær og tvær saman og fengum blað

yfir þau herbergi sem við áttum að þrífa. En maður átti alltaf að vera að vinna, jafnvel þó maður væri búin að þrífa öll herbergin. Það kom mér svolítið á óvart.“ Hvað voru mörg herbergi á listanum? „Það var misjafnt. Það mesta sem ég og önnur stelpa tókum að okkur, voru 39 herbergi. Sum herbergin þurfti að þrífa alveg og gera tilbúin fyrir nýja gesti, önnur voru enn í notkun og þar þurfti að gera minna.“ Hvernig var launafyrirkomulagið? „Ég held að ég hafi bara fengið mánaðarlaun. Fyrsta mánuðinn fékk ég 175 þúsund. Seinni mánuðinn fékk ég 210 þúsund krónur.“ Var þetta erfitt? „Já, miklu erfiðara heldur en ég ímyndaði mér. Þetta er líka mjög líkamlega erfið vinna og maður fær

mjög illt í bakið ef maður er ekki í nógu góðum skóm. Svo kom líka á óvart hvað gestirnir geta verið dónalegir við okkur herbergisþernurnar. Í nokkra daga var smá vesen á hótelinu vegna þess að lyklarnir virkuðu ekki. Það fór rosalega í taugarnar á mörgum gestum. Þeir voru endalaust að biðja okkur herbergisþernurnarnar um að opna herbergin. Við máttum það alls ekki og ég sagði að það væri stranglega bannað. Þá var bara drullað yfir mann.“ Lilja segir líka að umgengnin um herbergin hafi verið misjöfn. „Mér fannst stundum eins og gestirnir væru að reyna að gera starfið okkar erfiðara en það er, með því að ganga illa um. Fólk hellti kannski niður og þurrkaði ekki upp eftir sig, jafnvel þó það væri ógeðslegt. Það gaf sér

„Maður þurfti endalaust að vera að drífa sig. Stundum kom bara eitthvað upp, þá var kannski sagt, þetta herbergi þarf að vera tilbúið eftir korter, því það eru að koma nýir gestir. Það var mjög óútreiknanlegt,“ segir Lilja um starfið á hótelinu í sumar. Mynd | Rut

bara að það kæmi einhver að þrífa upp.“ Lilja er ekki viss um að hún eigi

eftir að vinna aftur sem herbergisþerna en sé samt orðin mjög þrifaleg eftir sumarið.

Unnið tvöfalda vinnu í ellefu ár Krystyna er 38 ára og kemur frá Póllandi. Hún flutti til Íslands árið 1998 og hóf störf í fiskverkun í Bolungarvík.

Magda er staðráðin í að ná betri tökum á íslensku og búa hér á landi til framtíðar.

Erfitt að fara beint úr námi í þrif Magdalena Sobieraj er 27 ára Pólverji. Hún elti ástina sína til Íslands fyrir sex árum og hefur unnið sem herbergisþerna í nokkur ár. Hún lærði bókhald í Póllandi og fannst í fyrstu erfitt að fara að vinna við skúringar. „Þegar ég kom til Íslands fór ég strax að leita að minni fyrstu vinnu. Ég hélt kannski að ég ætti mögulega í veitingabransanum en það var enga vinnu að fá. Tengdamóðir mín var að vinna á hótelinu við þrif og ég ákvað að sækja um þar líka.“ Magda var ráðin og hefur unnið sig upp úr herbergisþernustarfinu í að vera svokölluð eftirlitsþerna. Tungumálið var ekkert sérstakt vandamál hjá henni því hún talar góða ensku. „Mér fannst erfitt að koma beint úr námi í Póllandi og fara að vinna við þrif. Ég var 21 árs og ætlaði mér alltaf að fara í háskóla. Ég byrjaði örstutt í háskólanámi en

kom svo frekar til Íslands. Ég var ung og þurfti að læra að sjá fyrir mér og borga reikninga. Ég áttaði mig á því að ég yrði að verða ábyrg og standa á eigin fótum. Það er svo sem hægt að vinna hvaða vinnu sem er, ef maður er skipulagður. Lærir að byrja á byrjuninni og halda skipulagi.“ Magda segist þó ætla sér að ná betri tökum á íslensku. „Ég vil búa hérna til framtíðar. Mér líður vel á Íslandi og ég kann vel við lífsskilyrðin hér. Þau eru betri en í Póllandi. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði sem mér finnst sjarmerandi og rólegur staður. Það stutt í sund og ræktina og umhverfið er fallegt.“ Geturðu lifað af launum herbergisþernu? „Já, af því að við erum tvö að borga reikninga, eiginmaður minn vinnur í byggingabransanum og við reynum að vera skynsöm.“ Hvernig koma gestirnir fram við herbergisþernur? „Það er misjafnt.“

„Svo fór fyrirtækið á hausinn og flestir fengu vinnu við rækjuvinnslu. Eftir nokkurn tíma þar fór ég í fæðingarorlof og flutti til Reykjavíkur.“ Fréttatíminn hitti hana að störfum á hótelinu. Henni fellur þó ekki verk úr hendi á meðan spjallinu stendur. Krystyna á tvo syni og hefur þurft að vinna mikið eftir að þeir komu í heiminn. „Þegar ég kom til Reykjavíkur fór ég að vinna fyrir ræstingafyrirtækið ISS. Það hentaði mér ágætlega því litla barnið mitt var ekki komið inn á leikskóla. Ræstingar eru auðvitað mjög erfið vinna og hún getur verið mjög líkamlega þreytandi.“ Krystyna hefur þrifið allskyns vinnustaði, leikskóla, skóla, íþrótta-

Krystyna fékk þau skilaboð frá lækninum sínum að hún mætti ekki lengur vinna tvöfalda vinnuv við skúringar. Mynd | Halla

irinn sagði mér að þetta gengi ekki lengur. Ég er líka orðin 38 ára gömul.“ Hvað fékkstu útborgað þegar þú vannst tvöfalda vinnu sem ræstitæknir? „Svona 320 til 330 þúsund á mánuði.“ Það er ekki sérlega mikið. „Nei, það er ekki mikið.“

Það geta allir þrifið klósett „Alexandra Kowol kom frá Póllandi til Íslands fyrir tveimur mánuðum í leit að vinnu. Hún stundar nám í sálfræði í Póllandi en hefur síðastliðin sumur unnið í Þýskalandi við að tína tómata. Hún segir það allt annað líf að vinna á Íslandi. „Hér eru allir miklu vinalegri og engir fordómar í garð útlendinga. Mér leið reyndar vel hérna um leið og ég steig út úr flugvélinni, það er eitthvað við loftið hérna,“ segir Alexandra sem fékk vinnu aðeins tveimur dögum eftir að hún lenti. „Þetta var bara ótrúlegt. Ég ætlaði

STÓRSÝNINGIN

LAUGARDALSHÖLL 18. OG 19. ÁGÚST 2016

Í samstarfi við

hús og fleira. „Það er þægilegra að þrífa skrifstofubyggingar en leikskóla og skóla. Það er þyngra og meira erfiði að vera einn að þrífa heilan leikskóla.“ Krystyna hefur unnið hjá sama ræstingafyrirtækinu í ellefu ár og var oftast í dagvinnu frá morgni til um það bil fimm á daginn, og tók svo að sér aukavinnu við ræstingar á kvöldin. Þó einhverjum kunni að finnast nógu erfitt að vinna fulla vinnu sem herbergisþerna, þá hefur Krystyna verið í tvöfaldri vinnu nánast samfleytt í áratug. Þannig hefur hún þrifið til dæmis á hótelinu og í íþróttahúsinu Kórnum samhliða. „Já, því mig langar að fara heim á hverju ári. Svo er allt orðið svo dýrt, og margt sem kostar peninga þegar maður á tvö börn. Til dæmis er mikill kostnaður við tómstundir.“ En Krystyna segist ekki geta sinnt svona mikilli vinnu lengur. „Ég er nýhætt að vinna á kvöldin. Ég lenti nefnilega í bílslysi í mars og lækn-

upphaflega til Sviss, þar sem pabbi minn er að vinna, en svo ráðlagði vinkona mömmu mér að koma hingað því hér væri svo auðvelt að fá vinnu í ferðaiðnaðinum. Hún hefur unnið við að þrífa heimili á Íslandi í mörg ár. Það reyndist svo sannarlega rétt og ég er mjög ánægð með þessa vinnu. Þetta er mikil vinna en launin eru líka mun betri en í Póllandi. Það geta allir þrifið klósett og ég sé ekkert að því að vinna þessa vinnu frekar en aðra. Svo er mórallinn hér betri en á nokkrum öðrum vinnustað sem ég hef verið á. Ég er reyndar svo ánægð hér á landi að ég stefni á að flytja hingað þegar ég klára sálfræðina í Póllandi.

Alexandra Kowol fékk vinnu við að þrífa hótelherbergi aðeins tveimur dögum eftir að hún lenti á Íslandi. Hún segir vinnuna geta verið mikla en er ánægð, því launin eru hærri en í Póllandi. Mynd | Halla

Mig langar að taka master í vinnusálfræði í Háskóla Íslands.“

• skemmtilegar uppákomur og fyrirlestrar. • Yfir 50 fyrirtæki með allt það heitasta fyrir hlauparann og alla þá sem stunda hreyfingu. • Sprengitilboð og frábærir afSlættir • nike training event • Simon Wheatcroft blindi maraþonhlauparinn heldur fyrirlestur • Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta • Komdu til að smakka, snerta, sjá og heyra! • Fyrir alla fjölskylduna!

frÍtt inn

Samstarfsaðilar Reykjavíkurmaraþonsins:

A l l A r u p p lý s i n g A r : w w w. f i t r u n e x p o . i s -

/fitrunexpo/


Kia er áreiðanlegasti bílaframleiðandinn skv. þýska fagtímaritinu Auto Bild.

www.kia.com

Ný kynslóð Kia Sportage

Brunar fram úr öllum væntingum Ný kynslóð Kia Sportage setur ný viðmið í hönnun, þægindum og öryggi. Búðu þig undir að venjast athyglinni, því Kia Sportage stenst ekki bara væntingar þínar — hann brunar fram úr þeim. Fyrsta flokks tæknibúnaður og einstök gæði gera hverja ferð ógleymanlega. Þú verður að prófa til að sannfærast. Ný kynslóð Kia Sportage bíður þín í Öskju. Komdu og reynsluaktu. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Nýr Kia Sportage á verði frá: 2WD 1,7 dísil, beinskiptur — 4.690.777 kr. 4WD 2,0 dísil, beinskiptur — 5.490.777 kr. 4WD 2,0 dísil, sjálfskiptur — 5.990.777 kr.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Sigrar, sorgir og þrjóska í Ríó Naktir og sveittir í Ólympíu Fornu ólympíuleikarnir í Grikklandi voru fyrst formlega haldnir 776 árum fyrir Krist og lifðu í rúmar sex aldir, lengur en nokkur íþróttakeppni manna. Þar kepptu miklir kappar í nokkrum greinum og heiðruðu þannig guðinn Seif. Leikarnir voru haldnir á völlunum í Ólympíu, nærri bænum Elis, á fjögurra ára fresti en biðin eftir næstu leikum varð viðmið í tímatali í gríska heiminum, talað var um olympiad. Vegna leikanna voru stríð milli borgríkja lögð niður svo að keppendur kæmust heilir á leikana.

Konur fyrst, karlar svo Þó að spengilegir karlar hafi átt sviðið á fornu leikunum voru það samt konur sem fyrstar reyndu sig. Herea leikarnir svokölluðu höfðu líklega farið fram um nokkra hríð áður en ólympíuleikarnir komu til sögunnar. Þar kepptu konur í hlaupi og verðlaunin voru hofgyðjuembætti í hofi til heiðurs gyðjunni Heru.

Hlaupin elst Svo tóku karlarnir yfir og kepptu í fyrstu í kapphlaupi, stadion hlaupi svokölluðu, sem var líklega um 190 metra langt, nokkurn veginn jafn langt keppnisvellinum sem álitinn var á stærð við fótspor hetjunnar Herkúlesar. Síðar fóru menn að hlaupa í hringi á vellinum, eitthvað í líkingu við 400 metra hlaup dagsins í dag. Fleiri og lengri hlaupalengdir fylgdu í kjölfarið.

Í fullum herklæðum Hoplitodromos voru hlaup sem komu til sögunnar um hálfu árþúsundi fyrir Krist. 25 keppendur hlupu allir í hnapp einn eða tvo hringi um völlinn í fullum herklæðum með skildi sína, vopn og hjálma. Það hlaut að verið hressandi í hitanum suður í Grikklandi. Ef einhver datt þá var bara hlaupið yfir hann. Hvernig ætli Gunnar á Hlíðarenda hefði staðið sig?

Ólympíuleikarnir í Ríó snúast um afrek og sögur og það mikla erfiði sem keppendurnir leggja á sig til að skara fram úr í sinni grein. Á meðan sumir hafa gert fátt annað í lífinu en að leggja stund á keppnisgreinina sína, eiga aðrir sér flóknari bakgrunn og sögu. Hér eru nokkrir keppendanna á leikunum og sögur þeirra. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Sérvalin til árangurs Kínverjar leggja mikið á íþróttafólk sitt og í mörgum greinum er krafa um sigur nánast ófrávíkjanleg. Það á við um dýfingar þar sem kínverskir íþróttamenn eru í sérflokki. Hin fimmtán ára Ren Qian er meðal helstu vonarstjarna Kínverja. Hún keppir í dýfingum af 10 metra palli og náði öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Eins og á við um annað afreksfólk í þessari grein frá Kína var Qian sigtuð út til frama ung að aldri. Ekki er óalgengt að æfingar hefjist þegar börnin eru fjögurra ára. Frá 12 ára aldri flytjast þau síðan í skólann og alvaran tekur við. Æfingarnar vara yfirleitt 7 tíma á dag, alla daga vikunnar. Þjálfararnir hrista hausinn yfir öllu nema fullkomnum æfingum og nákvæmni er æðst dyggða.

Það er ekki sjálfgefið að komast á ólympíuleikanna því að ríkisreknir íþróttaskólar skipta þúsundum í Kína og í mörgum þeirra eru stórir hópar keppinauta að læra dýfingar. Eins og aðrir topp íþróttamenn

Á hlaupum undan stríði Mikið hefur verið fjallað um lið flóttamanna á ólympíuleikunum í Brasilíu sem nú koma saman til keppni í fyrsta sinn. Í liðinu er að finna Paulo Amotun Lokoro sem er fæddur árið 1991 eða 1992 í Suður-Súdan, einu mesta ófriðarlandi veraldar. Árið 2006 flúði Paulo átök í heimalandinu og er nú flóttamaður í Kenía þar sem hefðin er rík þegar kemur að langhlaupum. Hann keppir í 1500 metra hlaupi en áður en hann lagði á flótta gætti hann bú­smala fjölskyldunnar í heimalandinu. Þegar átök blossuðu upp lagði hann á

flótta og hljóp yfir gresjurnar eins og fjölmargir drengir og stúlkur hafa gert á þessum slóðum í gegnum árin. Það var hættuför enda villidýr á ferð í svartamyrkri og vegalengdir miklar. Paulo

Kínverja er Ren Qian frekar þögul um persónulega hagi sína. Hún hugsar alltaf um næsta stökk og næstu keppni en ólympíuleikarnir eru auðvitað það sem mestu máli skiptir. þekkti lítið annað en stríðsástand í heimalandinu en dreymdi stóra drauma um heimsmeistaratitil í hlaupi, samt eignaðist hann ekki nothæfa hlaupaskó fyrr en hann var kominn í flóttamannabúðirnar í Kenía þar sem hann hitti móður sína á ný. Í búðunum gekk skólagangan vel og vegna hæfileikanna naut hann leiðsagnar þekkts kenísks hlaupara. Draumar Paulo, eins og svo margra íþróttamanna á leikunum, snúast um að setja met og vinna verðlaun, helst gull.

Hafðu Hafðu það gott í ferðalaginu það ! got GætiHafðu verið Þrýstijöfnunar- svefnsett í ferðavagninn Þrýstijöfnunar- Þrý sv mamma Svefnsett samanstendur af keppinautanna sæng og þrýsijöfnunaryfirdýnu, fest saman á tvo vegu og hentar því sérstaklega vel í ferðavagninn. Enginn kuldi sleppur inn við úthliðina.

Tilboð frá kr. 29.900,-

Frábært í tjaldvagna og fellihýsi

Frábært í tjaldvagna og fellihýsi

Allar upplýsingar á duvalay.is eða í síma 824 8070

Oksana Chusovitina frá Úsbekistan er óvenjulegur ólympíufari. Hún hefur nefnilega náð inn á sjö leika í röð, en á þá fyrstu mætti hún á árið 1992 í Barselóna og vann til gullverðlauna. Oksana, sem í dag er nýorðin 41 árs, hóf fimleikaferilinn 13 ára undir merkjum Sovétríkjanna en hún hefur einnig keppt fyrir lið Þýskalands þar sem hún var búsett um tíma. Sérsvið Oksönu eru stökk yfir rt í góða en Frábæhestinn hún keppir í úrslitum í greininni na og ag tjaldv á sunnudag. Eftir undankeppnina si hý lli er það bandaríska fe súperstjarnan Simone Biles sem leiðir keppnina en Oksana er í fimmta sæti. Biles fæddist árið 1997 þegar Oksana var 22 ára, en hún er aðeins ein örfárra kvenna sem snúið hafa aftur í fimleika á alþjóðlega keppnissviðinu eftir barnsburð. Sonur hennar og Al glímukappans Bakhodir Kurbanovs fæddist árið 1999 og er því tveimur árum yngri en hin bandaríska Simone Biles.


finnur rétta starfsmanninn fyrir þig. er starfsmannaþjónusta sem sér um að finna starfsfólk í fjölbreytt störf um allt land, til lengri eða skemmri tíma.

sér fjölbreyttum atvinnugreinum fyrir sérhæfðu og ófaglærðu vinnuafli frá ríkjum innan EES með skömmum fyrirvara.

er íslenskt fyrirtæki sem styður við uppbyggingu íslensks atvinnulífs og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum.

sér um umsýslu launa, launatengdra gjalda og skatta samkvæmt íslenskum lögum og útvegar starfsfólki húsnæði.

Elja starfsmannaþjónusta Hátúni 2b 105 Reykjavík 415 0140 www.elja.is elja@elja.is

leggur kapp á að starfa í sátt við vinnumarkaðinn, starfsgreinafélög, verkalýðsfélög og opinbera aðila.


12 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Dónó leikar Um fimmtíu árum eftir fyrstu leikana, um 720 fyrir Krist, hentu keppendur lendaskýlum sínum og mættu til leiks kviknaktir. Líkamar keppenda voru smurðir ólífuolíu og giftum konum var bannað að horfa á keppnina og varðaði brot á því dauða. Aðrir máttu glápa á keppendur eins og þeir vildu.

Slagsmál, köst og vagnar Slagsmálaíþróttir komu til sögunnar, glíma og eitthvað í líkingu við box var ástundað með leður á höndum keppenda. Menn annað hvort gáfust upp eða létu lífið og töldust þá hafa sigrað í keppninni! Lýsingar á frægum bardögum eru svakalegar og flest var leyfilegt nema bit og að pota augun úr andstæðingnum. Einn daginn þótti rétt að fara að kasta einhverju og keppa í fimmþraut, glímu, spretthlaupi, langstökki, spjót- og kringlukasti. Vöðvar mannslíkamans þóttu svo fallegir í síðastnefndu greininni að höggmyndir voru gerðar eftir réttu

Slasaðist illa en gafst ekki upp stellingunum. Hestum var beitt fyrir vagna og voru það eigendur vagnanna sem unnu eða töpuðu kappakstrinum, ekki þeir sem óku vögnunum. Síðar þótti flott að kasta spjótum í mark úr vögnunum á fullri ferð.

Mikilvægari og stærri Með fleiri greinum stækkuðu leikarnir og þeir fóru að lokum fram á fimm dögum, þar sem þrír dagar fóru í keppni en tveir í helgihald. Þátttakendur á leikunum komu úr yfirstéttum borgríkjanna. Sigurvegarar voru skreyttir lárviðarsveigum en í heimabæjum sínum var þeim sýndur ýmis heiður. Styttur voru gerðar af þeim og söngvar sungnir um hetju-

dáðir, auk þess sem umtalsverðar upphæðir gátu beðið þeirra. Það var rómverski keisarinn Theodsius fyrsti sem lagði leikanna niður árið 393. Þessir fornu leikar, með rætur í heiðnum átrúnaði, þóttu þá flækjast fyrir kristinni guðrækni, en þeim hafði þá hnignað um árabil. Ólympíuleikar fóru ekki fram fyrr en árið 1896.

Kanadíski dýfingamaðurinn og módelið Maxim Bouchard keppir af hæsta palli, tíu metra háum. Fyrir sex árum hafði hann dregið sig úr keppni og flúið harða keppni ólympískra dýfinga til Filippseyja til að vinna við dýfingasýningar þar. Á æfingu fyrir eina sýninguna brotnaði stökkbretti undan honum og hann féll niður um tíu

metra og lenti utan við laugina, á steinsteyptum bakkanum. Maxim brotnaði illa og missti mátt í annarri hendi og læknar sögðu ólíklegt að mátturinn kæmi aftur. Máttleysið varði í sex mánuði. Við þetta kviknaði þó óbilandi keppnisandinn í Maxim, sem stefndi strax að því að komast aftur til keppni og ná að keppa á ólympíuleikum. Fjórum árum síð-

ar var hann kominn í þá stöðu að keppa um að komast í kanadíska liðið fyrir leikana í London, en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú fer hann hins vegar á sína fyrstu leika í Ríó, 26 ára að aldri. Maxim segir að ekkert geti stöðvað mann þegar maður fylgir draumum sínum. Þetta viðhorf til lífsins einkennir marga þá sem taka þátt í leikunum.

Risaeðlan í hringnum Bandaríski boxarinn Claressa Shields keppir nú á sínum öðrum ólympíuleikum. Hún gengur undir nafninu T-Rex því að hún þykir minna nokkuð á risaeðluna grimmu, er með stuttar hendur og verður alveg vitlaus þegar hún kemst inn í hringinn, hefur mikið keppnisskap. Æska Claressu var

erfið í borginni Flint þar sem hún fæddist og ólst upp. Faðir hennar fór í fangelsi þegar hún var tveggja ára og losnaði ekki þaðan fyrr en hún var níu ára. Móðir hennar misnotaði áfengi og safnaði röngu fólki í kringum fjölskylduna. Claressa þurfti því oft að vernda yngri systkini sín frá heimsins ósóma. Það var pabbi Claressu sem hafði ástríðu fyrir boxíþróttinni en leist samt ekkert á að dóttir hans færi í hringinn. Í barna-

skóla var hún farin að beita hnefanum til að vernda sig frá einelti. „Ég vildi bara slást,“ sagði hún í viðtali við breska ríkisútvarpið nýlega. Þegar pabbi hennar hafði látið undan náði hún að stýra þeirri reiði í keppni í boxhringnum. Á leikunum í London fyrir fjórum árum báru þrotlausar æfingar Claressu árangur þegar hún vann gull á leikunum. Um nóttina svaf hún með verðlaunapeninginn vafinn um höndina.

Nafn sigurvegara Sum nöfn eru einfaldlega stærri en önnur. Brasilíska bogaskyttan Marcus Vinicius D’Almeida ber eitt slíkt. Það fer vel á því að nafn hans hljómi eins og nafn rómversks hershöfðingja því að í raun er Marcus brasilískur hermaður. Fjölmargir úr liði heimamannna eru nefnilega tæknilega séð hermenn. Þannig hafa íþróttamennirnir skráð sig í herinn til að njóta þar þjálfunar í íþrótt sinni. Brasilía er stórþjóð á íþróttasviðinu en nú er þess vænst að heimavöllurinn skili landinu fleiri verðlaunum en á undanförnum leikum. Því hafa þarlendir íþróttamenn lagt heilmikið á sig til að slá í gegn á

leikunum. Með skráningu í herinn njóta íþrótta-hermennirnir, 145 af þeim 465 sem Brasilía sendir á leikana, sæmilegra launa og aðgengis að góðri aðstöðu og þjálfurum. Þetta á jafnt við um leikmenn í strandblaki, meðlimi júdóliðsins og skyttuna Marcus Vinicius, sem er heimamaður í Ríó. Þar gengur hann undir nafninu Neymar bogfiminnar og er þannig tengdur knattspyrnugoðinu, landa sínum. Staða þeirra er þó gjörólík. Stjarnan í Barselóna er með eitthvað um 34 miljónir í mánaðarlaun frá knattspyrnufélaginu á meðan Marcus þarf að skrá sig í herinn til að leggja stund á grein sína.


ÚTSALAN ER HAFIN 20-50% AFSLÁTTUR -25%

-20%

CANNON TUNGUSÓFI Stærð: 216X163cm – færanleg tunga Verð: 169.900,ÚTSÖLUVERÐ: 127.425,-

-40%

CANNON HORNSÓFI Stærð: 234X175cm Verð: 199.000,ÚTSÖLUVERÐ: 159.200,-

-20%

MONACO TUNGUSÓFI Stærð: 291X168cm Verð: 238.000,ÚTSÖLUVERÐ: 142.800,-

PALMER HORNTUNGUSÓFI Stærð: 335X218/165cm Verð: 298.000,ÚTSÖLUVERÐ: 238.400,-

-50%

-30%

MOBI BORÐSTOFUBORÐ Stærð: 200X100cm Verð: 89.000,ÚTSÖLUVERÐ: 44.500,-

PALMER TUNGUSÓFI Stærð: 270X172cm Verð: 226.000,ÚTSÖLUVERÐ: 158.200,-

BORÐ OG 6 STK STÓLAR SAMAN: 102.880,-30%

STÓLL 133 ÚTSÖLUVERÐ: 9.730,-

-25%

ARLO Stóll ÚTSÖLUVERÐ: 12.675,-

-20%

-25%

COBY Stóll ÚTSÖLUVERÐ: 14.800,-

Opið - fös: 10.00 Opiðmán mán-fös: 10:00- 18.00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.0013.00 - 16.00 Opið um helgina: Lau 10.00 -16.00 - Sun -16.00

TWIST Stóll ÚTSÖLUVERÐ: 13.425,-

Ego Dekor- -Bæjarlind Bæjarlind 12 12 Ego Dekor www.egodekor.is www.egodekor.is


www.prooptik.is

E T S SELE Ð Á: R Ö J G UM

1 kr. jum við kaup á gler

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 19.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


til ir st ild gú G .á 22

www.prooptik.is

AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn.

. r k 0 19.9553.700 kr

r æ j f a ð e r Næ g o i k i e l k r sty umgjörð

Fullt verð:

spu-, glampa ri ð e m a m o k Öll glerin þynntu plasti. g o rn ö v u ð ó og m

r e l g t p i k Margs ð r ö j g m u og

. r k 0 0 59.9 109.100 kr

eru rin frá BBGR le g a n u la rð e v Evolis frönsku sem færir þau n u p lí s s rð o rb yfi með tvöfalda í nýja vídd. g afturhlið er o m a fr á i ð svæ Þar sem hvert notandans, rk ty s ið v ð a reiknað út mið u. im meiri skerp e þ r fu e g m e s

Fullt verð:

ÖLL G LERIN KOMA MEÐ R ISPU-, GLAM PAOG MÓ ÐUVÖ RN OG ÞYNN TU PL ASTI.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


16 |

VERTU MEMM! ALICANTE

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Undirbúningur

hafinn M e ira r a ð t i l k ug l i ð yn k jör d a n a g

kt. 9. o m 2 . ok áu O k , e f v ið f e s s a . þ — ot a að n

frá

9.999 kr.

*

sept. - nóv.

A M S T E R DA M

Í sumarbúðum Framsóknarflokksins voru Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð á fullu að undirbúa kjörkassa. frá

7.999 kr.

*

sept. - nóv.

á Tenerife með GamanFerðum!

B A RC E LO N A

frá

9.999 kr.

*

ágúst - nóv.

BERLÍN

7.999 kr.

*

sept. - nóv.

LO N D O N

frá

7.999 kr.

*

ágúst - nóv.

STOFNAÐU BARA ÍSBÚÐ EINS OG HINIR

M

eirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að kannað verði hvort einkaaðilar geti komið að fjármögnun nauðsynlegrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Rökin eru að umbreyting vallarins sé kostnaðarsöm, 70 til 90 milljarðar króna, og komi til á sama tíma og ríkið þurfi að standa fyrir umfangsmikilli uppbyggingu innviða; byggingu nýs spítala, endurreisn vegakerfisins og margs fleira. Þarna er reyndar verið að bera saman epli og appelsínur. Þau flugfélög sem nota Keflavíkurflugvöll, eða öllu heldur farþegarnir sem taka sér far með þeim, greiða fyrir framkvæmdirnar á flugvellinum. Það er tiltölulega auðvelt verkefni að láta tekjustreymið frá starfseminni standa undir framkvæmdum. Ríkið er engu lakara til þess fallið en einkafyrirtæki. Slík fjármögnun mun ekki trufla byggingu nýs spítala eða tvöföldun brúa víða um land. Þær framkvæmdir eru annars eðlis. Og þó. Notendur spítalans og brúnna munu greiða fyrir framkvæmdirnar þótt það sé ekki gert með notendagjöldum. Ef flytja ætti uppbyggingu innviða frá ríkinu til einkaaðila þyrfti að liggja fyrir reynsla um að einkaaðilar geri það betur en ríkisvaldið. Það má vissulega ímynda sér rök fyrir slíku en því miður höfum við Íslendingar ekki haft nein kynni af þessu. Við höfum heyrt þetta en aldrei séð.

Ríkið rak bankana illa en einkaaðilar ráku þá enn verr. Hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefði getað verið miklu betra en það hefur ekki skánað með auknum einkarekstri. Hvalfjarðargöngin voru boruð af einkafyrirtæki og síðan hafa vegfarendur borgað með vegatollum tvö göng í staðinn fyrir ein. Tilfærsla ríkisstofnana út úr ríkisrekstri yfir í sambræðingsform ríkisog einkarekstrar, ohf, hefur reynst afleitlega. Ríkisútvarpið og Íslandspóstur eru margfalt verri fyrirbrigði sem hlutafélög en þau voru sem hefðbundnar stofnanir. Auðvitað er til slæmur ríkisrekstur eins og það er til góður ríkisrekstur. Lausn á vondum ríkisrekstri getur því allt eins verið að bæta ríkisreksturinn eins og að selja hann eða gefa. Gott samfélag þarf að ráða við hvort tveggja, geta bæði rekið ríkisstofnanir vel og einkafyrirtæki ágætlega. Samfélagsumræðan ætti að snúast um hvar draga eigi línuna. Hvaða verkefni ættum við að fóstra innan góðra ríkisstofnana og hver séu best vistuð hjá einkafyrirtækjum. Þessi lína þarf að vera skýr og óumdeild. Verstu mistökin og mesta spillingin grasserar á óljósum mörkum, á vatnaskilum opinbers reksturs og einkafyrirtækja. Það er vandamál í samfélaginu að þeir flokkar sem sögulega hafa helst staðið vörð um atvinnurekstur hafa báðir snúið sér að þessum vatnaskil-

um. Landbúnaður og útgerð eru hálfopinber rekstur sem nýtur gríðarlegs stuðnings úr ríkissjóði í formi styrkja, verndar og afsláttar af leigu fyrir auðlindir. Þetta eru helstu stoðir stjórnarflokkanna, einkarekstur sem gerir að stóru leyti út á eigur og fé almennings. Þannig er valdið. Til að sogast ekki niður í þessa stöðu hefðu flokkarnir þurft að vernda með sér hugsjónir um jafnan rétt allra til tækifæra og viðhalda trú á frjálsa samkeppni. En það gerðu þeir ekki. Þeir þjónuðu ekki fyrirtækjunum sem styrktu þá innan marka hugmyndastefnunnar heldur sveigðu hugmyndastefnuna að þjónkun sinni við fyrirtækin. Þessi virkni stjórnmálaflokkanna dró að þeim fólk sem vildi efnast af rekstri á hinum gjöfulu mörkum ríkis- og einkarekstrar. Það lagði til að flokkarnir beittu sér fyrir að færa verkefni, en þó fyrst og fremst tekjur, frá ríkinu til einkafyrirtækja. Það lagði til að ríkið veitti nýjum fyrirtækjum skattaívilnanir og allskyns aðstoð gegn því að þau hæfu starfsemi. Og fólkið lagði til að ríkisrekstur yrði sem fyrst seldur fyrirtækjum í þess eigu. Því miður hefur fólk úr rekstri á þessum vatnaskilum opinbers rekstrar og einkarekstrar náð öllum völdum í flokkunum tveimur. Þeir eru því lítið skjól fyrir fólk í hefðbundnum atvinnurekstri. Í stað þess að byggja upp almenn góð skilyrði til rekstrar hefur áherslan verið sett á sérstakar ívilnanir til fyrirtækja í eigu vildarvina. Það er ekki síst vegna þessarar hugmyndalegu hrörnunar sem báðir flokkarnir standa veikt í dag. Þeir eiga lítinn hljómgrunn meðal almennings en sækja fyrst og fremst styrk til þeirra sem hafa efnast af tengslum sínum við flokkana. Til að ná fyrri styrk þurfa flokksmenn að segja þeim sem vilja auðgast af ríkiseignum, að snúa sér almennilegum bisness, fjarri ríkisrekstri. Stofnaðu bara ísbúð eins og hinir, ættu þeir að segja við fólkið sem vill teygja sig í gruggið á mörkum opinbers rekstrar og einkarekstrar.

Gunnar Smári

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


1 Veldu svæði

Kaupauki

Merktir límmiðar

2 Veldu skóla

Kaupauki

Fatamerkipenni

3 Veldu bekk

Frí

heimsending

Senda heim

Samdægurs afhending*

-30

-30

-28

-33

Explore skólataska

Explore skólataska

14.990 kr. 10.490 kr.

Maped yddari einfaldur box

249 kr. 179 kr.

Walker pennaveski

-20

-28

-31

-29

Dönsk/íslensk íslensk/dönsk

Faber Castell cirkill

Casio vasareiknir

Tulipop nestisbox 3 stk

14.990 kr. 10.490 kr.

4.990 kr. 3.990 kr.

3.450 kr. 2.490 kr.

2.890 kr. 1.990 kr.

2.990 kr. 1.990 kr.

2.390 kr. 1.690 kr.

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira *Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu! Gildir út 14. ágúst 2016

www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


HÁGÆÐA SNJALL SJÓNVARP MEÐ IPS LED SKJÁ OG ULTRA HD 4K UPPLAUSN

LG UF680V • • • • • • • • • • • • • •

Upplausn 3840x2160 1000Hz PMI myndvinnsla Tru Ultra HD Quad-Core örgjörvi með 4K uppskölun Micro pixel control local dimming Real Cinema 24p USB upptökumöguleiki Miracast Þráðlaus Wi-Fi tenging Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari Gervihnattamóttakari webOS 2.0 með opnum netvafra og 4K Netflix Góðir tengimöguleikar m.a. með 2x USB 3.0 og 2x HDMI Apple og Android síma- / og spjaldtölvu app Magic Remote stuðningur (aukahlutur)

LG 55UF680V

LG 65UF680V

149.990

199.990

VERÐ ÁÐUR 229.990

VERÐ ÁÐUR 349.990

1000Hz PMI

LG 43UH650V

43" Smart IPS LED sjónvarp með Ultra HD 4K 3840 x 2160 punkta upplausn. 1200Hz PMI. ColorPrime Pro. UHD Mastering Engine - 4K uppskölun. Local Dimming. Quad-Core örgjörvi. NETFLIX - 4K. Magic Mobile Connection. Bluetooth Sound Sync Wireless. Innbyggður gervihnattamóttakari. Apple eða Android síma/ spjaldtölvu app. USB upptökumöguleiki. 2x USB 2.0 og 3 HDMI o.fl.

109.990 VERÐ ÁÐUR 139.990

LG 32LH510U

43" LED sjónvarp með 1920 x 1080 punkta upplausn. 300Hz PMI. Triple XD Engine. Real Cinema 24p. Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari. Innbyggður gervihnattamóttakari. 6W Virtual Surround Surround hljóðkerfi. USB upptökumöguleiki.

LG 49UH600V

49" Smart LED sjónvarp með Ultra HD 4K 3840 x 2160 punkta upplausn. 1000 Hz PMI. UHD Mastering Engine - 4K uppskölun. Quad-Core örgjörvi. NETFLIX - 4K. Bluetooth Sound Sync Wireless. Innbyggður gervihnattamóttakari. Apple eða Android síma- / spjaldtölvu app. USB upptökumöguleiki. 2 HDMI tengi, Component. Ethernet, Optical út & CI rauf.

104.990

VERÐ ÁÐUR 199.990

43" LED sjónvarp með 1920 x 1080 punkta upplausn. 300Hz PMI. Triple XD Engine. Dynamic Color Correction. Real Cinema 24p. Stafrænn DVB-C/T2/ S2 móttakari. Innbyggður gervihnattamóttakari.10W Virtual Surround Plus hljóðkerfi. HDMI tengi, Scart, Component & CI rauf. USB upptökumöguleiki.

49.990

74.990

VERÐ ÁÐUR 59.990

VERÐ ÁÐUR 99.990

OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16

50" Smart IPS LED sjónvarp með Super Ultra HD 4K 3840 x 2160 punkta upplausn. 1600Hz PMI. Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun. ColorPrime. Quad-Core örgjörvi. NETFLIX - 4K. Stafrænn DVB-C/T2/ S2 móttakari. Innbyggður gervihnattamóttakari. 3 x HDMI. 2 x USB 2.0. 1x USB 3.0. Apple eða Android síma- / spjaldtölvu app. Magic Remote fylgir.

149.990

VERÐ ÁÐUR 139.990

LG 43LH510V

LG 50UF830V

LG 49LH510V

49" LED sjónvarp með 1920 x 1080 punkta upplausn. 300Hz PMI. Triple XD Engine. Dynamic Color Correction. Real Cinema 24p. Stafrænn DVB-C/T2/ S2 móttakari. Innbyggður gervihnattamóttakari. 10W Virtual Surround Plus Surround hljóðkerfi. HDMI tengi, Component & CI rauf. USB upptökumöguleiki.

89.990 VERÐ ÁÐUR 124.990

SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS


SJÓNVÖRP

FRÁBÆR TILBOÐ AÐEINS

20 STYKKI

55" BOGIÐ OLED 3D SNJALL SJÓNVARP LG 55EG920V

• Ultra HD 4K 3840 x 2160 upplausn • Tru ULTRA HD Engine Pro - 4K uppskölun • Perfect Black / Triple XD Engine • ULTRA Luminance / Natural Color • Real Cinema 24p • HDR • Quad-Core örgjörvi

• 20W ULTRA Surround hljóðkerfi • NETFLIX - 4K • Wi-Fi Þráðlaus móttakari • LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct • Bluetooth Sound Sync Wireless • 4K HEVC þjöppun (4K 60P, 4K 30P, 2K 60P) • Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari • Innbyggður gervihnattamóttakari

• Textavarp með 2000 síðna minni • USB 3.0 tengi • USB upptökumöguleiki • 3 HDMI (Ultra HD), Scart, Component • Ethernet, Optical út & CI rauf • 2 stk 3D gleraugu fylgja • Magic Remote fylgir

349.990 FULLT VERÐ 419.990

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS

SJÁÐU ALLT ÚRVALIÐ Á SM.IS


20 |

WOW ALLA LEIÐ! LYO N

frá

7.999 kr. *

GOTT UM HELGINA

Vegan-hátíð í Hafnarfirði Flóamarkaður Óðinstorgi Haldinn verður flóamarkaður á Óðinstorgi í dag frá kl. 13-18. Öllum er frjálst að taka þátt án kostnaðar á meðan pláss leyfir. Þátttakendur eru beðnir um að koma sjálfir með borð, slár og fleira sem nýtist markaðinn. Kjörið tækifæri til að gera góð kaup: Eins manns drasl er annars manns fjársjóður. Hvar? Óðinstorgi Hvenær? Í dag kl. 13

ágúst - okt.

MÍLANÓ

9.999 kr.

ágúst - nóv.

frá

7.999 kr. *

ágúst - sept.

PA R Í S

frá

7.999 kr.

*

ágúst - nóv.

RÓ M

Hið árlega Vegan festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður haldið á Thorsplani í Hafnarfirði í dag. Vegan pylsur með öllu, Oumph! á teini, ís og nammi auk skemmtiatriða. Hvar? Thorsplani í Hafnarfirði Hvenær? 14.00

Uppistand á Húrra

Lifandi laugardagur Í miðbæ Hafnarfjarðar er góð stemning og allt iðar af lífi. Götumarkaður verður í miðbænum auk þess sem komið er að útsölulokum. Skottsala verður á bílaplaninu á milli Eymundsson og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar frá hádegi. Hvar? Miðbæ Hafnarfjarðar Hvenær? Kl. 12

Íslensk/ástralska uppistandarahlaðvarpið Icetralia með Hugleiki Dagssyni og Jonathan Duffy tekur höndum saman við langspunahlaðvarpið Spinnipúkann í stjórn Steindórs Grétars Jónssonar á einu kolrugluðu kampakátu kvöldi á Húrra! Gestir fá að berja augum upptökur Alvarpsþátta sem tugir manns hlusta á úti um allan heim. Frítt inn. Hvar? Húrra Hvenær? Sunnudag kl. 20

frá

*

NICE

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Dömukjólar á Loft Dömurnar úr Nobilikórnum selja af sér spjarirnar til að fjármagna kórferð til Mílanó, þar sem þær ætla að hlusta á kórsystur syngja í La Scala og syngja sjálfar. Skápar verða tæmdir, kjólar, skart, skór og fleira verður á boðstólum. Hvar? Loft Hostel Hvenær? 13.00

Diskó-Júlli í Hafnarfirði Eftir frægðarför til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina snýr sjálfur Júlíus Diskótek, sólbrúnn og sæll, á sinn heimavöll í Hafnarfirði og í þetta skipti er þemað sól og sumar. Þeir fyrstu sem mæta milli kl. 23.00 og 00.00 fá ískaldan sumardrykk í boði Ölhússins á meðan birgðir endast. Hvar? Ölhúsið, Hafnarfirði Hvenær? 23.00

FM Belfast í Havarí Hljómsveitin FM Belfast mun halda tónleika í Havarí á Karlsstöðum laugardagskvöldið 13. ágúst. Hljómsveitin, sem stofnuð var árið 2005, hefur vakið athygli heimsins fyrir líflega sviðsframkomu og ljúfa danstóna. Lög eins og Underwear, Par Avion, Tropical, og I Don’t Wan’t to go to Sleep Either hafa haldið þúsundum í góðu formi á dansgólfinu og nú er komið að íbúum Austurlands og þeirra gestum að hrista búkinn. Hvar? Karlsstöðum Djúpavogshreppi Hvenær? 22.00 Hvað kostar? 3000 kr.

frá

9.999 kr.

*

ágúst - sept.

Beikon á Skóló KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Reykjavík Bacon Festival hefur stækkað ört ár frá ári. Í fyrra komu um 50 þúsund manns á hátíðina en hátíðin verður með örlítið breyttu sniði í ár þar sem fleiri taka þátt. Margir segja að um matarhátíð alþýðunnar sé að ræða. Hvar? Skólavörðustíg Hvenær? 14.00

Þúsundþjalasmiðurinn Ólöf Arnalds Ólöf Arnalds, lagahöfundur, gítarleikari og þúsundþjalasmiður býður til ágústtónleika í Mengi. Með henni kemur fram Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld. Hvar? Mengi Hvenær? 21:00 Hvað kostar? 2000 kr.


Rekstraraðilar óskast fyrir Sælkerahöll í Holtagörðum Spennandi tækifæri í líflegu umhverfi Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu Holtagarða og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.

Einnig er leitað að rekstraraðilum með sérvöru, ferðaþjónustu eða afþreyingu. Umsóknarfrestur er til 1. september 2016. Frekari upplýsingar á www.reitir.is/saelkeraholl.

Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000

• jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS

Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun fyrir gesti og gangandi. Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna þar sem áhersla verður lögð á ferska, íslenska matargerð, hráefni beint frá býli og sjávarfang ýmist til að njóta á staðnum eða hafa með heim.

SÍA

Auglýst er eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði. Markaðurinn verður með básafyrirkomulagi þar sem 12 m² og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma.


22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Íslenski djassinn streymir fram

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Nýr íslenskur djass kemur oftar en ekki út í kippum og á undanförnum árum hefur útgáfan oft viljað þéttast í kringum Jazzhátíð Reykjavíkur sem nú er í fullum gangi. Fréttatíminn skoðar fjórar glænýjar útgáfur. Leynilegt swing

Svif Agnars

Secret Swing Society á rætur að rekja til Amsterdam þar sem meðlimir sveitarinnar, þrír Íslendingar, Frakki og Lithái, voru í námi. Þrátt fyrir nafnið hefur sveitin ekki verið sérlega leynileg nema þá helst þegar æfingar hófust. Allir meðlimir sveitarinnar leika á hljóðfæri og syngja í röddum. Bassa­leikarinn Andri Ólafsson talar fyrir hönd sveitarinnar: „Við byrjuðum að hittast þarna úti og leika gamla bandaríska swingtónlist. Við fórum með hana út á götur borgarinnar og fengum góðar viðtökur. Brátt fórum við að syngja líka og þá bara bötnuðu viðtökurnar.“ Swing var popptónlist síns tíma. „Það er gaman að leika þessa tónlist og gott að blanda þessu saman við annað sem maður er að vinna að. Margt af annarri tónlist sem ég leik kemur á einn eða annan hátt úr þessari átt,“ segir Andri sem er líka meðlimur í Moses Hightower. Á nýju plötunni, Keeping it Secret, eru 7 frumsamin lög og þekktir „standardar“. „Þetta er tilgerðarlaus, aðgengileg og strangheiðarleg tónlist,“ segir Andri.

Fimmta djassplata Agnars Más Magnússonar lítur nú dagsins ljós og heitir Svif. Nafnið kemur úr samræðu við áhorfendur. „Við vorum að prufukeyra efni plötunnar á tónleikum síðasta vetur og ég kallaði eftir hugmyndum áheyrenda. Síðan var það tengdapabbi sem kom með þetta nafn, eitthvert svif tengdist upplifun hans af tónlistinni. Það er gott að hafa gott svigrúm til að leika nýja tónlist á tónleikum, þá „sest hún“ og maður venst henni.“ Agnar Már lærði sinn djasspíanóleik bæði í Hollandi og Bandaríkjunum og segir það móta tónlist sína. „Það er fínt þegar maður býr og starfar hér mitt á milli.“ Á plötunni leikur Agnar ásamt Scott McLemore á trommur og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa. Hann segir mikilvægt að vera ekki feiminn við þetta söguríka form, djass-píanótríóið. „Það þýðir ekkert að láta lifandi eða látna meistara þvælast fyrir sér, maður verður bara að vera trúr sínu. Möguleikar hljóðfæranna eru miklir. Það er í höndum þessara þriggja einstaklinga að skapa tónlistina.“

Fullur bjartsýni

Ypsilon frá Andrési Þór Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari sendir frá sér nýja plötu sem hann kallar Ypsilon. Þetta er fimmta plata Andrésar undir eigin nafni. „Ég er því ágætlega sjóaður í að senda frá mér svona gripi,“ segir Andrés Þór. „Mér leið vel með þessa plötu, fannst hún vera alveg tilbúin.“ Áhrifin koma víða að, frá dægurtónlist og ferskum djassi beggja vegna Atlantshafsins þó að Andrés segi oft erfitt að átta sig á hvaðan innblásturinn kemur. Á plötunni leikur kvartett sem Andrés fékk til samstarfs við sig á Jazzhátíð árið 2014. Richard Anderson leikur á bassa, Ari Hoenig á trommur og Agnar Már Magnússon á píanó. Þeir Agnar og Andrés eru samverkamenn í tónlistinni til marga ára en Agnar sendir líka frá sér nýja plötu í tenglsum við Jazzhátíð. „Við erum alls ekki í samkeppni,“ segir Andrés og hlær. „Djassinn á Íslandi er einn stór vináttuleikur. Það er gaman að heyra hvað félagarnir eru að gera og hjálpast að.“

Þorgrímur Jónsson bassaleikari sendir nú frá sér sína fyrstu plötu undir eigin nafni og nefnir hana Constant Movement. „Maður gerir þetta náttúrulega bara í pípandi bjartsýniskasti,“ segir Þorgrímur hlæjandi þegar hann er spurður um afurðina. „Annars hefur það blundað í manni alveg frá útskrift að koma frá sér plötu og ekki gefist tími fyrr en nú. Tilfinningin er bara ljúf, miðað við þær móttökur sem maður hefur fengið frá sínum nánustu.“ Með Þorgrími leika Ari Bragi Kárason á trompet, Ólafur Jónsson á tenórsaxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó og hljómborð og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. „Þetta eru mennirnir sem lífga þetta við. Maður kemur með eitt A4 blað fyrir þá og tónlistin sprettur fram.“ Djasstónlist í dag er víðtækt hugtak sem hægt er að teygja í ýmsar áttir. „Djassinn getur í rauninni rúmað allt. Ætli mín tónlist sé ekki bara fjölbreytt og lagræn og undir áhrifum jafnt frá Balkanskaganum, úr poppog rokktónlist og frá hörðum og mjúkum djassi,“ segir Þorgrímur, sem slær botn í Jazzhátíð Reykjavíkur að þessu sinni með útgáfutónleikum í Hörpu klukkan 21 á sunnudag.

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Lest fer hjá nýjasta listaverki Kobra í Ríó.

Ekki bara ólympíufarar sem keppa í Brasilíu

Upplýsingar í síma 588 8900 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04

-

19

Október

Götulistamaðurinn Kobra ætlar að slá met

2016

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Íþróttamenn eru ekki einir um að keppa á ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Brasilíski götulistamaðurinn Eduardo Kobra keppir einnig að ákveðnu marki: Hann ætlar að setja nýtt Guinnes-met með nýjustu veggmynd sinni. Verkið, sem ber yfirskriftina Etnias, þekur meira en 2.800 fermetra af yfirgefnu vöruhúsi í einu af nýuppgerðum hverfum Ríó. Veggur umlykur svæðið og á hann er teiknað. Með því að nota skæra liti og geómetrísk form eru teiknuð upp fimm andlit frumbyggja frá fimm heimsálfum. Ólympíuhringirnir fimm eru innblástur að fjölda einstakKonan á veggnum er úr linga. Andlitsmyndirnar sýna Mursi ættflokknum í Eþíópíu. andlit meðlima Mursi fólksins frá Eþíópíu; Kayin frá Tælandi; Supi frá Evrópu; Huli frá Papúa í Nýju Gíneu og Tapajos frá Ameríku. „Mig langaði að sýna að við erum öll eitt,“ segir Kobra og vill þannig gefa heilbrigð og jákvæð skilaboð á tímum glundroða og spennu í Ríó og víðar. Verkefnið er framhald af listaverki hans Friðarhorfum (e. Peace Outlooks) sem sýna myndir af fólki eins og Malölu, Martin Luther King og Nelson Mandela. | bg


VALID BESTA SKIPAFELAGIO

i EVROPU ATTA AR i ROO

VALID BESTA SKIPAFELAGIO i EVROPU ATTA AR i ROO ,,,,

,,,,

,

,111 - 111 ,, II

I II

,,,, , ,,,,

...

• 6;"

II

II

ti

...

• 6;"

SÉRTILBOÐ FYRIR ALLA SEM BÓKA FYRIR 31. ÁGÚST ,111 - 111 • II ,, II

I II II ti

PASKAR i KARiBAHAFINU 7.-18. aprn

PASKAR i LANDINU HELGA 10.-23. april

NANAR A WWW.NORR/ENA.IS

NANAR A WWW.NORR/ENA.IS

EYSTRASALTOG RUSSLAND 25. mai -3. juni

FRAHAMBORG 26. mai -4. juni

Vera fra kr. 325.000

Vera fra kr. 335.000

Vera fra kr. 300.000

NANAR A WWW.NORR/ENA.IS

NANAR A WWW.NORRJENA.IS

GRIKKLAND OG iTALiA 17.-31. agust

HAUST i MIDJARDARHAFI 8.-18. sept.

NANAR A WWW.NORRJENA.IS

NANAR A WWW.NORR/ENA.IS

HAWAII 24. okt.-8. n6v.

JOL i KARiBAHAFI 20. des. - 2. jan. 2018

Vera fra kr. 410.000

HONDURAS OG MEXiK6 12.- 24. okt.

Vera fra kr. 325.000

Vera fra kr. 310.000

Vera fra kr. 570.000 Vera fra kr. 335.000 SÉRTILBOÐ FYRIR ALLA SEM BÓKA FYRIR 31. ÁGÚST

NANAR 'A WWW.NORR/ENA.IS

PASKAR i KARiBAHAFINU 7.-18. aprn

PASKAR i LANDINU HELGA 10.-23. april

NANAR A WWW.NORR/ENA.IS

Vera fra kr. 325.000

Vera fra kr. 400.000

Vera fra kr. 325.000


24 |

30%

SKÓLADAGAR S K Ó L A DA GA R

MEÐ HVERRI SELDRI DÚNÚLPU FYLGIR 3 . 0 0 0 K R . Á V Í S U N Á BA R N A F Ö T *

ÍSLENSK

MEÐ HVERRI SELDRI DÚNÚLPU FYLGIR 3.000 KR. ÁVÍSUN Á BARNAFÖT* HÖNNUN

AFSLÁT UR AF ÖL UM B30% ARNAFATNAÐI

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016

Fjögur frímerki í tilefni af 75 ára afmæli þróun ofurhetjunnar frá Wonder Woman Sýna seinni heimstyrjöld til dagsins í dag. Í tilefni af 75 ára afmæli Wonder Woman hefur póstþjónusta Bandaríkjanna, í samvinnu við Warner Bros, framleitt fjögur mismunandi frímerki henni til heiðurs. Póstþjónustan býður upp á frímerkin sem sýna þróun ofurhetjunnar frá seinni heimstyrjöld til dagsins í dag. Þannig má sjá frímerki af Wonder Woman á tímum gullald­ arinnar (1941–55), silfuraldarinnar (1956–72), bronsaldarinnar (1973– 86) og nútímans (eftir 1987).

Nútíma Wonder Woman.

Wonder Woman á bronsöldinni.

Á tímum silfuraldarinnar.

Wonder Woman eins og hún var teiknuð upprunalega af William Moulton Marston.

Safn hinna gleymdu raftækja Á nytjamörkuðum landsins má nú finna ýmis tæki sem með hraðri þróun hafa misst gildi sitt. Tæki eins og ritvélin réðu ríkjum lengi vel, á meðan ferða-DVD-spilarinn fékk aðeins sekúndubrot í tæknisögunni. Fréttatíminn kíkti í Góða hirðinn og kynnti sér örlög tækja sem allt í einu var engin þörf á að eiga. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

ÍSLENSK HÖNNUN

100% Dúnúlpa 15.980 kr 1 - 10 ára

H eimasímar

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

Heimasímarnir voru eitt sinn það fyrsta sem fólk tengdi við rafmagn þegar flutt var inn í nýja íbúð. Nú er hins vegar öld snjallsímanna og fæstir sjá lengur tilgang í að eiga símtæki án myndavélar, sem auk þess er fast við vegginn.

* I N N E I G N M I Ð A S T V I Ð V E R Ð Á N A F S L Á TTA R

A F S L Á TT U R A F Ö LL U M BA R N A F A T N A Ð I

Ri tvé l

Þessi ritvél er með nútímalegri útgáfum og var gerð á svipuðum tíma og fyrstu tölvurnar. Nútíma eigendur ritvéla eru nánast engir nema allra rómantískustu ástarbréfasmiðirnir.

Ferða-DV D -spi lari

Fréttatíminn kallar eftir endurkomu fótanuddtækisins. Hvernig sem tímanum líður verður fótanuddið ekki úrelt. Þó hefur eitthvað orðið til þess að þessi græja hvarf af heimilum landsins eftir tíunda áratuginn.

Af öllum þessum tækjum eru örlög ferða-DVD-spilarans þau allra átakanlegustu. Ímyndum okkur hoppandi gleði þess sem fyrstur fann leið til þess að menn gætu horft á hvaða bíómynd sem þeir vildu í flugvél eða rútuferð, til þess eins að fartölvurnar, örskömmu síðar, tækju við hlutverkinu og mörkuðu þar með algjört fall ferða-DVD-spilarans.

Skífusími

X B OX

Fótanu ddtæki Fj a rstý ri n g a r

Hér er týnda fjarstýringin sem þú leitaðir að tímunum saman ofan í sófanum. Með minnkandi vinsældum sjónvarpa almennt fjölgar yfirgefnum sjónvarpsfjarstýringum.

Ásamt strengja-og blástursveit Útgáfutónleikar Floating Harmonies Upphitun: Axel Flóvent

Háskólabíó 27. Ágúst

100% Dúnúlpa 15.980 kr 1 - 10 ára

Miðaverð: 4990 kr Forsala miða á Ti x .i s

Ef heimasíminn er úreltur eru skífu­ símarnir þó í það minnsta töff. Litlar líkur eru þó á því að nútímabörn gætu yfirleitt slegið inn símanúmer á þessa græju.

Einu sinni var æðið yfir nýjum X Box leik jafn mikið og Pokémon Go. Nú hafa flestir sagt skilið við hina almennu leikjatölvu, nema hörðustu aðdáendur hennar.


Tækjadagar í Múrbúðinni 25%

Afsláttur af ERÐI V R A Ð Ú B R MÚ erð! v t t o g r e ð – þa

R AFSLÁTTU

LuTool fjölnota sög 600W fyrir málm, við, flísar og steypu, 3 blöð fylgja

25%

10.493

R AFSLÁTTU

verð áður kr. 13.990

LuTool pússivél

560W m/hjámiðju snúning

8.993

20%

25%

AFSLÁ TTUR

Lion rafhlaða 10,8V Auka rafhlaða fylgir, BMC taska.

2.632

Bílabúkkar 2 tonn 2 stk

3.112

20%

AFSLÁTT UR

til viðhalds - þráðlaus með 12V LioIon rafhlöðu

AFSLÁTT UR

17.994

verð áður kr. 23.990

verð áður kr. 36.990

40%

Asaki ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm

17.993

25.893

1.868 verð áður kr. 2.490

20%

Búkki stillanlegur

5.592 áður kr. 6.990

Patrol verkfærakista STUFF 52cm

2.918

20%

25% R AFSLÁTTU

20% R AFSLÁTTU

verð áður kr. 3.890

AFSLÁTT UR

Ryk/blautsuga Drive ZD98A-2B 2000W, 70 lítrar

25%

31.992

AFSLÁTT UR

Drive flísasög 600W verð áður kr. 9.290

23.992

30%

til 60 cm á kr. 1.327

AFSLÁTT UR

Cibon fúguvírbusrti 3x10 raða

Drive160 L steypurhrærivél

25%

36.792

AFSLÁTTUR

verð áður kr. 45.990

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra

4.493 8.993 verð áður kr. 11.990

25% R AFSLÁTTU

968

Bolta / járna klippur 42”

CLA-403 Fjölnota trappa með palli stigi/pallur 4x3 þrep

13.512 verð áður kr. 16.890

3.353 verð áður kr. 4.790

36” tommu kr. 3.990 2.793

30%

20%

AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

15%

R AFSLÁTTU

verð áður kr.8.590

Öxi 600g fiberskaft

verð áður kr.1.290

20%

6.872

verð áður kr. 5.990

LLA-211 - BAR PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 3,11-5,34 m

áður kr. 17.990 pallur fylgir

AFSLÁ TTUR

Dósaborasett 9 borar

verð áður kr. 16.990

14.392

1.043 áður kr. 1.490

20%

AFSLÁTT UR

13.592

SAN-SM-CLE206 Fjölnota pallur/trappa

Öflugar hjólbörur, 90 lítra

20%

verð áður kr. 29.990

20%

AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

1.183 áður kr. 1.690 einnig

25%

AFSLÁTTUR

verð áður kr. 39.990

20%

Cibon Strákústur 45cm

3.743

Black&Decker háþrýstidæla max bar 130 1700W, 370 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox

6.968

Vörutrilla 60kg verð áður kr. 4.990

AFSLÁTT UR

verð áður kr. 29.990

MIKIÐ ÚRVAL AF BLAUTOG RYKSUGUM

R AFSLÁTTU

LuTool 7 blaða sett

verð áður kr. 8.990

MAXPRO Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín.

25%

R AFSLÁTTU

6.743

AFSLÁTTUR

Asaki ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm

áður kr. 3.890

25%

LuTool fjölnota hjakktæki

25%

AFSLÁTT UR

R AFSLÁTTU

R AFSLÁTTU

verð áður kr. 3.390

30%

verð áður kr. 8.990

verð áður kr. 7.890

25%

Drive Delta Sander 180W

6.743

5.918 25%

verð áður kr. 11.990

R AFSLÁTTU

Drive skrúfvél

LuTool fjölnota hjakktæki

til viðhalds - rafmagnstæki 300W.

20%

AFSLÁTT UR

Tengibox 1x32A1 x 16-4x230v

17.592 verð áður kr. 21.990 Mesto 3230R 3 lítra í garðinn

4.232

AFSLÁTT UR Rafmagnskefli Pro 25m H07RN-F 3G1,5mm

6.872

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

7.824 verð áður kr. 9.780

20%

AFSLÁTT UR

verð áður kr. 8.590

24.642 verð áður kr. 28.990

Mesto 3565P Ferrox Plus 6 lítra 25 metra rafmagnssnúra Fyrir Byggingariðnað (einnig til 10 lítra)

4.392 verð áður kr. 5.490

áður kr. 5.290

Tilboð gilda 4-13.8. 2016 meðan birgðir endast - Fyrirvari um prentvillur.

Reykjavík

Kletthálsi 7

Opið virka daga kl. 8-18, lau. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18

Opið virka daga kl. 8-18

20%

AFSLÁTT UR

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


FRÁBÆR

HELGARTILBOÐ n n i l l a p í ð er Fáðu v okkur! hjátimbur@byko.is

-20%

ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ

HERREGÅRD PALLAOLÍA ljósbrún/glær.

1.995kr.

3 LÍTRAR

Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN

80602501/2 Verð áður: 2.495 kr.

ÖLL OSLO ÚTILJÓS Á 30% AFSLÆTTI

-30%

-30%

OSLO útiljós á vegg, svart/hvítt.

OSLO útiljós á vegg, hvítt.

6.995kr.

5.595kr.

52237703/4 Verð áður: 9.995 kr.

52237708 Verð áður: 7.595 kr.

-30% OSLO útiljós staur, 30x9cm, svart/hvítt.

OSLO útiljós loft kantað, svart/hvítt.

6.995kr. 52238267/8 Verð áður: 9.995 kr.

MAAS bjálkahús, 7,6 m2, 28 mm.

183.995kr. 0291817 Verð áður: 229.995 kr.

-30% OSLO útiljós loft hringlaga, svart/hvítt.

10.495kr.

10.495kr.

ÞÚ SPARAR 6.300 KR

ÞÚ SPARAR 6.300 KR

52237709/10 Verð áður: 16.795 kr.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboð gilda til og með 15. ágúst eða á meðan birgðir endast. Sjá nánar um vaxtalaus lán á byko.is.

-20%

-30%

52237711/12 Verð áður: 16.795 kr.

-20% LE MANS bjálkahús, 13,9 m2, 34 mm.

319.995kr. 0291818 Verð áður: 399.995 kr..

-20% JARI bjálkahús, 14,5 m2, 28 mm.

319.995kr. 0291819 Verð áður: 399.995 kr.

Styrkingar: 3.915 kr - áður: 4.895 kr Festingar: 3.195 kr - áður: 3.995 kr

Styrkingar: 5.875 kr - áður: 7.345 kr Festingar: 4.795 kr - áður: 5.995 kr

Styrkingar: 12.795 kr - áður: 15.995 kr Festingar: 6.395 kr - áður: 7.995 kr

ÞÚ SPARAR 46.000 KR

ÞÚ SPARAR 80.000 KR

ÞÚ SPARAR 80.000 KR

byko.is

REIKNAÐU ÚT EFNISMAGN

Í GIRÐINGUNA OG PALLINN Á BYKO.IS

TIMBURVERSLANIR - OPNUNARTÍMI

BREIDD, SELFOSS, AKUREYRI OG SUÐURNES LAUGARDAG 10-16, LOKAÐ SUNNUDAG GRANDI LAUGARDAG 10-18, SUNNUDAG 11-17


PALLALEIKUR BYKO

2.5 LÍTRAR

VIÐARSKOLI 2,5 l.

1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. JÚNÍ - 19. ÁGÚST 2016. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur

4 LÍTRAR

42377537 Verð áður: 2.965 kr.

TERRASSEBEIS VIÐARVÖRN hálfþekjandi vatnsbundin pallaolía.

HJÓLSÖG 1400W, 5200 sn/mín, 190mm sagarblað, skurðarþykkt (90°) 66mm, (45°) 45mm, 4,3 kg

86363010-3540 Verð áður: 1.565 kr.

86363010-3540 Verð áður: 4.795 kr.

2.7 LÍTRAR

1.245kr. 3.835kr.

4 LÍTRAR

1 LÍTRI

KJÖRVARI 12 pallaolía, margir litir.

-30%

-30% RYKSUGA 800W, tekur þurrt og blautt. 25L stáltankur, sogkraftur 190 mbar, hlóðlát 72 db.

3.915kr. 80602505-6 Verð áður: 4.895 kr.

GEIRUNGSSÖG 2100W með sleða, 4000 sn/mín, 250mm sagarblað, skurðarþykkt (90X90) 340X75mm (45X45) 240X42mm

11.795kr.

24.355kr.

27.995kr.

ÞÚ SPARAR 5.000 KR

ÞÚ SPARAR 10.000 KR

ÞÚ SPARAR 12.000 KR

74802081 Verð áður: 16.795 kr.

74807516 Verð áður: 34.795 kr.

HJÓLSSÖG 1200W, 5600 sn/mín, skurðarþykkt (90°) 55mm, (45°) 38mm.

IXO BASIC rafmagnsskrúfjárn, 1,5 Ah rafhlaða, Led ljós, 0,3 kg.

15.995kr.

5.995kr.

74862054 Verð áður: 18.795 kr.

20.995kr. 74826004 Verð áður: 29.995 kr.

-15%

23.795kr. 74864116 Verð áður: 27.995 kr.

NOTAÐU SÖMU RAFHLÖÐUNA Í ÖLL VERKFÆRIN.

CHANGE

-30%

RAFHLÖÐUBORVÉL PSR 14,4 Li, 2X2,5Ah rafhlöður, 2 gírar, 1,14 kg.

74864005 Verð áður: 6.995 kr.

EIN FYRIR ALLT. RAFMAGNSBORVÉL 18V, 2x1,5 Li rafhlaða fylgir.

74808322 Verð áður: 39.995 kr.

-17%

-15%

POWER

-20%

2.365kr. -20%

Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi til 19. ágúst.

-30%

86333025

PALLAHREINSIR 4 l.

3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!

Vertu með!

3.965kr.

-30%

JUÐARI 18V, rafhlaða fylgir ekki.

4.195kr. 74826012 Verð áður: 5.995 kr.

ÞÚ SPARAR 9.000 KR

AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land

-30% STINGSÖG 18V, rafhlaða fylgir ekki.

6.995kr. 74826014 Verð áður: 9.995 kr.


NÝTT Í BÆNUM

Nýtt í eftirmiðdagsmatinn Kaffibarinn býður nú upp á vegan og glútenlausa súpu milli klukkan 16 og 20 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Súpan er borin fram með brauði frá Brauð og Co, sem baka líklega besta súrdeigsbrauð bæjarins.

Nýtt í tónlist Rihanna gaf á dögunum út kvikmyndalagið Sledgehammer, sem fylgdi komu bíómyndarinnar Star Trek Beyond í kvikmyndahús. Epískt kraftlag sem margir munu eflaust syngja hástöfum með í bíltúrum um landið um helgina.

Nýtt á Facebook Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, hefur opnað Facebook-síðu þar sem hann hyggst leyfa almenningi að fylgjast með embættisstörfum sínum frá degi til dags. Hann segist jafnframt munu reyna að svara spurningum fésbókarnotenda eftir bestu getu. Leitið að „Forseti Íslands“ í leitarvél Facebook til þess að finna síðuna.

Tölum um... Breiðholtið Bjarni Fritz

„Breiðholtið er hverfið sem þeir sem alast upp í elska og dá. Af hverju? Jú, af því að Breiðholtið er rótgróið fjölskylduhverfi sem er sérstaklega hannað til þess að krakkar geti verið frjálsir við leik við allskonar skemmtilegar aðstæður og notið sín. Æðisleg uppvaxtarár í Breiðholtinu skapa síðan þessa miklu ást hverfisbúa á hverfinu. Þetta kristallast í því frábæra framtaki sem Breiðholt Festival er, sjáumst þar!“

RÝMUM FYRIR NÝJU 30-60% AF SUMARVÖRUM 50% nú

Lóa Hjálmtýsdóttir

„Ég var að uppgötva með því að fara upp í Gróðurhús að það er heil gata þar sem var byggð fyrir listamenn og gert er ráð fyrir vinnustofum í borgarskipulaginu. Mér finnst það alveg ótrúlegt og það má segja að ég hafi kynnst nýrri hlið af Breiðholti. Mín tilfinning er ekki sú að snúa aftur í Breiðholtið og ég held að það eigi við um fleiri. Ég ólst upp í Hólahverfinu og ég held að aðal gallinn sé sá að það er dálítið út úr alfaraleið.“

Panama-stóll. Gulur. 14.900 kr. Nú 7.450 kr. Eyelet-bakkaborð. Gult. 19.900 kr. Nú 9.950 kr.

50%

Hrefna Björg Gylfadóttir „Breiðholtið er svo litríkt og íbúarnir margvíslegir. Þar er fullkomið jafnvægi milli fallegrar náttúru og heillandi iðnaðarhverfa og það er mjög gaman að taka myndir þar. Mjóddin hefur að geyma bestu Rauða kross búð landsins, að mínu mati, og Fab Lab í Eddufelli er algjör snilld. Það er líka auðvelt að hjóla og taka strætó í Breiðholtinu sem gerir það að verkum að mikið líf er í hverfinu. Elliðarárdalurinn er alger náttúruperla (ef þú þolir kanínurnar þ.e.a.s) og Miðberg er oft með flotta listaviðburði.“

7.450

SPARAÐU 7.450

af Visible mottum

60% Summer-garðsett. 2 fellistólar og felliborð. Grábrúnt.34.900 kr. Nú 13.960 kr.

50%

60%

Eyelet-bakkaborð. Ýmsir litir. Lítið. 19.900 kr. Nú 9.950 kr. Mið. 29.900 kr. Nú 14.950 kr. Stórt. 39.900 kr. Nú 19.950 kr.

Himalaya-hægindastóll. Bast. 29.900 kr. Nú 11.900 kr.

Visible-motta. Ýmsir litir. 130 x 190 cm. 34.900 kr. Nú 17.450 kr. 160 x 230 cm. 49.900 kr. Nú 24.950 kr. 200 x 300 cm. 79.900 kr. Nú 39.950 kr. Ø90 cm. 19.900 kr. Nú 9.950 kr. Ø150 cm. 34.900 kr. Nú 17.450 kr.

2 1 fyrir

5

af öllum púðum

1

2

3

4

Mikið úrval af nýjum púðum. 1. Wolf. 40 x 40 cm. 4.995 kr. 2. Tibet. 40 x 40 cm. 9.995 kr. 3. Minho. 45 x 45 cm. 5.995 kr. 4. Shannon. 45 x 45 cm. 3.995 kr. 5. Cedra. 45 x 45 cm. 6.995 kr. 6. Sarta. 45 cm. 5.995 kr. 7. Matteo. 50 x 50 cm. 4.995 kr.

LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1

11.5.2016 13:10:35

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

6

7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.