frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 56. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 17.09.2016
Par býr í hjólhýsi Aleigan á 15 fermetrum
30
H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2
Fólkið sem stækkaði heiminn Fyrirmyndir sem við veljum okkur 18 í æsku
Pinex®Munndreifitöflur Smelt 250 mg
LAUGARDAGUR
17.09.16
Listrænn ágreiningur er sá eini sem ég nenni Guðrún Vilmundardóttir stofnar bókaútgáfu Benedikts. Jón Kalman og Auður Ava fylgja henni út í óvissuna.
MARÍA HELGA ÓTTAÐIST UM LÍF SITT Á INDLANDI
EVA RUZA SLÓ Í GEGN Á MISS UNIVERSE ICELAND
HAFRAMÚFFUR OG ORKUSTYKKI FRÁ RÓSU GUÐBJARTS
SÉRKAFLI UM VINNUVÉLAR ÁRNI JÓN KEYPTI 27 TONNA MALARHÖRPU
JENNÝ HEFUR KEYRT VÖRUBÍL Í 13 ÁR
Mynd | Rut
Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár
Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ?
Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090
Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353
Rakel Salóme Eydal Skjalagerð
Sigurbjörn Skarphéðinsson Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, skjalagerð Fjármál
Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is
10
Mynd | Rut
INTERNET Mánaðarlegt línugjald er 2.580 kr.
50 3.990 kr. Mb/s
100 5.990 kr. Mb/s
Mesti hraðinn! Mb/s
500 7.390 kr.
537 7000
hringdu.is
2|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Bróðirinn týndur á Spáni Lögreglumál Lögreglan leitar manns á sjötugsaldri sem ekkert hefur til spurst í tíu daga. Í síðasta samtalinu sem maðurinn átti við bróður sinn kom fram að hann hefði verið rændur. „Ég vil helst bara fara út að leita að honum,“ segir Rósa Ólöf Svavarsdóttir, systir Valdimars Svavarssonar sjómanns sem ekkert hefur spurst til í tíu daga. Ríkislögreglu-
stjóri hefur sent fyrirspurn út til spænsku lögreglunnar en Valdimar var í fríi í Alicante þegar síðast heyrðist til hans. Valdimar, sem er 66 ára gamall, fór til Spánar í lok ágúst, og dvaldi á hóteli í strandbænum Albir. Valdimar hefur að ögn systur hans átt við áfengisvandamál að stríða, en hann féll á tveggja ára bindindi úti. „Hann hringir svo í bróður minn og segir honum að hann hafi verið rændur,“ segir Rósa en bróðir Valdimars tók þá af honum loforð
Sigríður Hagalín með skáldsögu Bækur Fréttakonan ætlaði að henda handritinu í ruslið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri RÚV brá sér í þriggja mánaða starfsleyfi frá fréttastofunni fyrr á árinu og nýtti það til að berja saman sína fyrstu skáldsögu. Hugmyndina að sögunni hafði hún gengið með lengi. Í viðtali við Guðrúnu Vilmundardóttur bókaútgefanda í þessu blaði, kemur fram að til hafi staðið að henda handritinu. „Í haust var hún svo á báðum áttum hvort hún ætti að henda handritinu í ruslið eða sýna mér það... og til allrar guðslifandi hamingju leyfði hún mér að kíkja!“ Sagan hefur hlotið titilinn Eyland og lýsir
Sigríður Hagalín hefur skrifað bók með pólitísku og sagnfræðilegu ívafi sem hefur fengið titilinn Eyland.
Guðrún henni sem einskonar „landbúnaðarhrollvekju“. Fyrirhugað er að bókin komi út hjá bókaútgáfunni Benedikt í haust. | þt
Valdimar Svavarsson er 66 ára gamall. Ekkert hefur til hans spurst í tíu daga.
um að hann skyldi hringja aftur eftir að hann væri búinn að koma sér í skjól. Það símtal barst þó aldrei. Rósa segist hafa fengið fregnir af því að Valdimar hafi sjálfur óskað eftir því að komast heim fyrr en áætlað var við ferðaskrifstofuna sem hann ferðaðist með. Við því var orðið en honum var vísað úr fluginu og í kjölfarið var hann rændur. Ólöf segir að bróðir sinn hafi verið með allnokkra fjármuni á sér þegar hann var rændur. Þá var hann einnig með vegabréfið sitt.
„Við vitum að hann var með mikla fjármuni á sér, og þeir hafa ekkert hreyfst samkvæmt bankayfirlitum, þannig við óttumst það versta,“ segir Rósa. Eins og fyrr segir leitar lögreglan Valdimars. Hafi einhver lesandi upplýsingar um ferðir hans, getur sá sami haft samband við lögreglu eða Ólöfu í netfangið rosa.olof@ simnet.is. | vg
Vann með skuldsettar jarðir í ráðuneyti og keypti eina af bankanum Viðskipti Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, eignaðist jörðina Grímstungu í Vatnsdal sem Arion banki hafði yfirtekið vegna skulda eigandans. Hann var formaður vinnuhóps sem vann með skuldsettum bændum og eigendum jarða ásamt viðskiptabönkunum. Kaupverðið var 85 milljónir en árið 2006 var jörðin seld á 145 milljónir. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
Guðni einfaldlega nýr í djobbinu Hann er einfaldega nýr í djobbinu en ég get fullvissað hann um að hann eigi ekki að hafa svona miklar áhyggjur,” segir Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að erfitt geti orðið fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Stjórnmálaflokkar þurfi að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar séu jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar geti það reynst erfitt.“
Þetta kemur fram í viðtali við forsetann á Channel 4 í Bretlandi, en hann var þar á ferðalagi. “Hann er bara einfaldlega að fara framúr sér og ekkert meira um það að segja. Menn eiga ekki að gera sér áhyggjur fyrirfram,” segir Birgitta.
Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Verð á mann í tvíbýli kr 622.000
Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com
Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is
Skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu keypti jörðina Grímstungu í Vatnsdal í Húnavatnshreppi af Arion banka síðla árs 2012 eftir að hafa unnið að málefnum skuldsettra bænda og jarðaeigenda í starfi sínu um nokkurra ára skeið. Kaupverðið var 85 milljónir króna en jörðin var seld á 145 milljónir króna árið 2006. Skrifstofustjórinn heitir Ingimar Jóhannsson og keypti hann jörðina ásamt konu sinni, Lillý Valgerði Oddsdóttur. Grímstunga er gamalt höfuðból í Vatnsdal og er meðal annars stærsti einstaki eigandi veiðiréttar í laxveiðiánni Vatnsdalsá með tæp 10 prósent af veiðiréttindunum. Í samtali við Fréttatímann segist Lillý ekki getað rætt Grímstungu. „Ég er að fara til tannlæknis. Má ég ekki hringja í þig á eftir?“ Þegar Fréttatíminn fór í prentun hafði hún ekki haft samband við blaðið eða svarað símtölum. Ekki náðist í Ingimar við vinnslu fréttarinnar. Hann lét af störfum í ráðuneytinu í ársbyrjun 2014 samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Ingimar var formaður vinnuhóps sem skipaður var af Jóni Bjarnasyni árið 2009 og átti að fjalla um og bregðast við erfiðri skuldastöðu bænda og jarðaeigenda í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Íslensku viðskiptabankarnir höfðu þá eignast fjölmargar jarðir víða um landið, meðal annars Grímstungu. Í minnisblaði um skipun starfshópsins sagði meðal annars: „Stjórnvöld hafa einkum af því áhyggjur, hvernig bújörðum í eigu eignarhaldsfélaga, sem keypt hafa jarðir í stórum stíl, verði ráðstafað, ef þessi félög fara í þrot, sérstaklega ef um er að ræða jarðir sem skipta máli fyrir búsetu og nýtingu lands í sveitum landsins og fæðuöryggi þjóðarinnar.“ Vinnuhópurinn átti meðal annars að vinna að því „kortleggja“ þessi mál og fá yfirlit yfir jarðir sem
Kaupin á Grímstungu í Vatnsdal, sem sést hér á mynd, voru fjármögnuð í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en hún veitti þeim sem áttu fjármagn erlendis 20 prósent afslátt af íslenskum krónum.
20 prósenta afsláttur af krónum
Jörðin Grímstunga fær nokkrar milljónir króna ári vegna leigu á veiðiréttindum í Vatnsdalsá í Húnavatnshreppi í Húnavatnssýslu. Ingimar Jóhannsson, þáverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, keypti jörðina ásamt konu sinni árið 2012.
líklegt er að „lendi undir yfirráðum banka og fjármálastofnana“. Í svari frá Arion banka kemur fram að jörðin hafi verið auglýst til sölu í gegnum fasteignasölur í „hefðbundnu söluferli“ og að hæsta tilboðinu hafi verið tekið eftir að Grímstunga hafði verið til sölu í um eitt ár. Samkvæmt svarinu var jörðin seld með sama hætti og aðrar jarðir og fasteignir sem bankinn hefur tekið yfir. Grímstunga var áður í eigu eignarhaldsfélagsins Flaums ehf. sem Andri Teitsson átti en Arion banki yfirtók jörðina vegna skulda Flaums eftir hrunið. Andri keypti einar sjö jarðir á Íslandi fyrir nokkur hundruð milljónir króna á árunum fyrir hrunið 2008. Hann keypti jörðina af bóndanum í Grímstungu, Steingrími Reynissyni, og segist fyrst og fremst hafa horft til arðsins af veiðiréttindum í Vatnsdalsá sem fylgja henni. Leigan á veiðiréttindunum í Vatnsdalsá var tæpar 50 milljónir króna árið 2009 og 41 milljón árið 2010 en hún er tengd við Bandaríkjadal. Eigendur veiðiréttindanna fengu frá 28 milljónum og upp í rúmar 53 milljónir króna í arð út úr Veiðifélagi Vatns-
Ingimar Jóhannsson fjármagnaði viðskiptin með Grímstungu í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, með fjármunum erlendis, og gat því fengið 20 prósent afslátt af kaupunum á íslensku krónunum. Þetta kemur fram í kvöð sem þinglýst var á Grímstungu þar sem kaupendur fasteigna og jarða sem notuðu fjárfestingarleiðina skuldbundu sig til að selja ekki þessar eignir í fimm ár eftir kaup þeirra. Milljónirnar 85 sem notaðar voru til kaupanna á jörðinni hafa því fengist fyrir upphæð sem nam um 68 milljónum króna á sínum tíma. Fjárfestingarleiðinni var komið á til að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008 og var hugmyndin að lokka erlent fjármagn til landsins. dalsár á árunum 2007 til 2010. Hlutdeild Grímstungu í þessum arði er tæplega 10 prósent. Andri segir að kaupverðið fyrir jörðina sé í lægri kantinum þegar litið er til verðs á slíkum jörðum í dag en að á þeim tíma, á fyrstu árunum eftir hrun, hafi verðið verið lægra. „Ég var með þá hugmynd að byggja fjárfestinguna á veiðitekjum sem fylgja að einhverju leyti erlendu verðlagi. Maður getur, í einhverjum skilningi, verið eins og útflutningsfyrirtæki sem fjármagnar sig með erlendum lánum án stórfelldrar áhættu,“ segir Andri en bara miðað við arðstekjur af Vatnsdalsá geta kaupin á Grímstungu borgað sig upp á 15 til 20 árum.
R E Y K J AV Í K U R N Æ T U R Ný fatalína frá Geysi kemur í verslanir okkar í dag
Geysir Skólavörðustíg 7 & 16 & Kringlan, Reykjavík. Hafnarstræti, Akureyri. Geysir, Haukadalur. Sími 519 6000 — geysir.com
4|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Þetta mál fyllir mig hryggð og vanþóknun Sakamál „Ég er ekki hissa á því að þetta mál hafi verið fellt niður, segir Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV- samtakanna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Mál nígerísks hælisleitanda sem var grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni hefur nýlega verið fellt niður hjá Héraðssaksóknara enda tókst ekki að sanna að hann hefði vitað sjálfur að hann væri smitaður. Hann hafði alltaf eindregið neitað sök, en smit tveggja kvenna var rakið
til mannsins og hann var í mánuð í gæsluvarðhaldi. „Þetta mál fyllir mig ólýsanlegri hryggð og vanþóknun. Það er hörmulegt að halda því fram að menn smiti aðra vísvitandi af illvilja án þess að hafa neitt í höndunum. Ég hélt að við værum komin á annan betri stað í tilverunni en það, enda eru komin lyf við sjúkdómnum og fólk smitar ekki aðra meðan það er í lyfjameðferð,“ segir Einar Þór. Hann segir að þessi glæpavæðing sé eins og aftan úr forneskju þegar óttinn var í algleymingi. „Það að þessi sjúkdómur hafi lagst sérstak-
Sunnlendingar sækja að Sigmundi Davíð Stjórnmál Björn Harðarson formaður Framsóknar félags Árborgar segist styðja Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé búinn að fyrirgera sínu trausti og verði að fara frá. Björn segir að flestir Framsóknarmenn á Suðurlandi sem hann hafi rætt við, styðji Sigurð Inga. Það séu örfáar undantekningar en þeim finnist illa farið með formanninn. Björn Harðarson formaður Framsóknarfélags Árborgar segist styðja Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku í Framsóknarf lok k nu m. Sig mu ndu r Davíð Gunnlaugsson sé búinn að fyrirgera sínu trausti og verði að fara frá. Ha n n segir að f lestir Framsóknarmenn á Suðurlandi sem hann haf i ræt t við, styðji Sigurð Inga. Það séu örfáar undantekningar en þeim finnist illa fa rið með formanninn. “Þetta mál er búið að stórskaða f lokkinn og eina
Þetta mál er búið að stórskaða flokkinn, segir Björn Harðarson.
lausnin er að Sigurður Ingi taki við flokknum. Hann segir að úrslitin ráðist í raun á kjördæmisþinginu í Mývatnssveit á laugardaginn. “Ef Sigmundur Davíð vinnur ekki sannfærandi sigur í baráttunni um fyrsta sæti, þá er þetta búið.” Framsóknarfélag Reykjanesbæjar samþykkti ályktun á fimmtudagskvöld þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson er hvattur til að bjóða sig fram til formanns. Að sögn Kristins Þórs Jakobssonar fundarstjóra kom t illagan á óvart en snarpar umræður urðu um hana þar sem menn skiptust í t vo hópa. “Framsóknarmenn eru ekki þekktir fyrir að ta ka a f stalli sína foringja.” | þká
lega á homma, eiturlyfjaneytendur og fólk frá þróunarlöndunum hefur alla tíð haft áhrif á viðhorf fólks til hans þótt gagnkynhneigðir séu nú í meirihluta þeirra sem smitast. Það er varla hægt annað en að spyrja sig hvort það hefði verið komið svona fram ef hann hefði verið hvítur íslenskur millistéttarmaður en ekki svartur hælisleitandi frá Afríku.“ Eiríkur Hilmarsson lögmaður mannsins segir að skjólstæðingur sinn vilji ekki ræða málið við fjölmiðla. Einar Þór Jónsson spyr sig hvort það hefði verið komið svona fram ef maðurinn hefði verið hvítur millistéttarmaður en ekki svartur hælisleitandi.
Kaþólski söfnuðurinn þarf að rísa upp Kynferðisbrot Ísleifur Friðriksson trúir ekki öðru en að kaþólski söfnuðurinn á Íslandi rísi nú upp gegn aðgerðaleysi stjórnenda kirkjunnar. Þótt ánægjulegt sé að ríkið hafi staðfest að hann hafi sætt illri meðferð innan kaþólsku kirkjunnar, hafi kirkjan skilið við hann án nokkurs réttlætis. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Ísleifur Friðriksson fékk loks staðfestingu á því frá hinu opinbera að frásögn hans af kynferðislegu, andlegu og líkamlegu of beldi skólastjórnenda Landakotsskóla og starfsmanna kaþólsku kirkjunnar, hafi átt við rök að styðjast. Ísleifur greindi fyrst frá þessu opinberlega fyrir fimm árum og hefur barist fyrir því að vera tekinn trúanlegur síðan. Á dögunum fékk hann ásamt fleiri fyrrum nemendum Landakotsskóla boð um sanngirnisbætur frá ríkinu vegna skaðans sem þau hlutu af ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar. Eftir að málið blossaði fyrst upp í fjölmiðlum lét kirkjan stofna óháða rannsóknarnefnd til að rýna í viðbrögð kirkjunnar manna við ásökunum um ofbeldi. Fyrir þeirri nefnd fór Hjördís Hákonardóttir fyrrum hæstaréttardómari. Í kjölfar niðustaðna nefndarinnar vildu starfsmenn kaþólsku kirkjunnar stofna aðra rannsóknarnefnd til að fara yfir málið á ný. Þær niðurstöður voru aldrei gerðar opinberar. Að auki var stofnað fagráð kaþólsku kirkjunnar. Ísleifur segist fagna sáttaboði rík-
Ísleifur Friðriksson er rasandi hissa á að aldrei hafi heyrst múkk í söfnuði kaþólsku kirkjunnar. Mynd | Hari
isins; „Ég er mjög ánægður með aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar og sýslumanns, að þessu máli. Ég fagna því gríðarlega að fá þessa staðfestingu og sanngirnisbæturnar voru hærri en mig grunaði. Viðbrögð kirkjunnar við þessu máli öllu hafa hinsvegar verið máttlaus og ekki leitt til neins. Kirkjan hefur stofnað nefndir og fagráð sem ekkert hefur komið út úr. Ég var aldrei boðaður til samtals við starfsmenn kirkjunnar. Þeir ollu mér enn meiri sársauka með fáranlegum viðbrögðum sínum.” Það var niðurstaða Fagráðs kaþólsku kirkjunnar á sínum tíma, að Ísleifur hefði ekki sýnt fram á að kaþólska kirkjan hefði brotið á honum. Ríkið hefur nú komist að þveröfugri niðurstöðu. „Það fylgdi enginn hugur þeim orðum sem starfsmenn kirkjunnar hafa látið falla um þetta mál. Og ég er enn rasandi hissa á því að söfnuðurinn hafi leyft kirkjunni að afgreiða þetta svona. Það heyrðist aldrei múkk í neinum.“
Patrick Breen staðgengill kaþólska biskupsins vill ekki bregðast við því að ríkið greiði nú fólki sanngirnisbætur vegna skaða sem það hlaut af illri meðferð innan kaþólsku kirkjunnar.
Ísleifur segist aldrei hafa verið á höttunum eftir peningum. „En nú verður kirkjan að svara því hvort hún vilji biðja mig afsökunar og gangast við því sem borið var upp á sínum tíma. Ég vil að biskup biðji mig persónulega afsökunar í hámessu á páskadagsmorgun.” Fréttatíminn reyndi án árangurs að ná tali af kaþólska biskupnum Davíð Techner. Séra Patrick Breen er staðgengill biskups en vildi alls ekki svara spurningum um málið. „Það er best að biskupinn heyri af þessu máli fyrst og ákveði hvernig eigi að bregðast við því. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta.“
Skoða 83 mál á grundvelli gagna um aflandsfélög Notendavænn góður filter á hjólum fyrir rafsuðureyk og ryk • Auktu framleiðni og gæði • Bættu strarfsumhverfið
Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is
Skattaskjól Ríkisskattstjóri er enn að skoða 83 mál á grundvelli gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. Skattrannsóknarstjóri skoðar nú þegar þrjátíu mál á grundvelli gagnanna en bíður þess að fá gögn frá Ríkiskattstjóra til að geta haldið áfram með hin. Alls var um að ræða upplýsingar um 585 félög í skattaskjólum og tengsl 400 Íslendinga við aflandsfélög. Í flestum tilvikum er um að ræða skjöl um stofnun félaga og skjöl í formi umboða sem skráðir stjórnarmenn félaganna hafa veitt
nafngreindum einstaklingum til stjórnunar og skuldbindinga þeirra. Jafnframt eru þar upplýsingar um eigendur hlutafjár í félögunum. Í gögnunum er hins vegar ekki að finna bankayfirlit eða aðrar fjárhagsupplýsingar. Ríkiskattstjóri hefur sent út bréf til einstaklinga og lögaðila, þar sem grunur leikur á að tekjur af aflandsfélögum hafi ekki verið taldar fram og farið fram á skýringar Skúli Eggert Þórðarson segir að refsinæmið miðist einungis við vangoldna skatta, ekki við ársskýrslur eða eyðublöð sem hafi ekki verið útfyllt eins og reglugerðir kveði á um. Þrír ráðherrar, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, reyndust hafa
Þrír ráðherrar voru meðal þeirra sem áttu í aflandsfélögum en ekki er ljóst hvort þau fengu bréf frá Ríkisskattstjóra.
átt í aflandsfélögum á einhverju tímabili samkvæmt upplýsingum í Panama-skjölunum. Þau hafa öll fullyrt að nægum upplýsingum hafi verið skilað til skattsins vegna málsins en komið hefur fram að formsatriðum var ekki fullnægt. | þká
BURT ÚR BÆNUM Frábær ferðatilboð til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Reykjavíkur og líka til Færeyja
ÍSLENSKA/SIA.IS FLU 81258 09/16
Flugfélag Íslands mælir með því að hrista upp í tilverunni og fara út úr bænum í nýtt landslag. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir bæði fyrir hópa og einstaklinga.
Skelltu þér í spennandi ævintýraferð
og upplifðu nýja hluti.
Nánari upplýsingar: Sími 570 3075 eða hopadeild@flugfelag.is
6|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Höfðað mál þrettán sinnum gegn eigendum Hellisbúans Dómsmál „Þetta er von andi síðasta málið,“ segir Óskar Eiríksson, fram kvæmdastjóri og einn af aðaleigendum Theater mogul, sem á meðal annars réttinn á leikritinu fræga Hellisbúanum sem var á fjölum leikhúsa hér á landi á síðasta áratug. Óskar og fjölskylda eiga meirihluta í fyrirtækinu sem heldur utan um fjölda leiksýninga. Meðeigandi þeirra, Mango Tree, sem er í eigu sjóðsins Brú II, sem er að langstærstum hluta í eigu lífeyris-
sjóða og hefur verið í umsjón Thule Investments, hefur alls þrettán sinnum höfðað mál gegn félaginu og tapað jafn oft. Síðast var málið þeirra vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, meðal annars þar sem málflutningur þótti beinlínis ruglingslegur að mati dómara auk þess sem þegar hafði verið tekið á flestum álitaefnunum fyrir hæstarétti, þar sem Óskar og fjölskylda höfðu einmitt betur, en farið var fram á að þau greiddu Mango Tree rúman milljarð. Óskar er langþreyttur enda hefur félagið þurft að verjast málssóknum frá hluthöfunum frá ár-
inu 2008. „Þetta er þrettán núll. En sigurinn hefur engu að síður kostað okkur tugi milljóna,“ segir Óskar sem segist varla skilja hvað hluthöfunum gangi til, annað en fjandsamleg yfirtaka. Sá sem fer fyrir hópnum, að sögn Óskars, er Gísli Hjálmtýsson, en hann var síðast sakaður um furðulega hörku af Tryggva Péturssyni, fjárfesti, í DV í mars 2014 og endaði Tryggvi á að því að kæra Gísla til sérstaks saksóknara vegna umboðssvika. Þeirri kæru var vísað frá af embættinu. Óskar er ekki aðeins langþreyttur á framgangi Gísla og
sjóðanna sem hann fer fram fyrir. „Þetta er búið að vera hálfgert bull. En það er vandræðalegt að dómarar þurfi að taka svona mál ítrekað inn á sitt borð,“ segir Óskar ómyrkur í máli. Ekki náðist í Hróbjart Jónatansson lögmann Mango Tree vegna málsins. | vg
Óskar Eiríksson er fram kvæmdastjóri og einn af að aleigendum fyrirtækisins, en það á hann með systkinum sínum og föður.
Rússar gagnrýna Ísland Stjórnmál Rússneska sendi ráðið á Íslandi nefndi við skiptaþvinganirnar gegn landinu sem helsta fundar efni Vladimirs Titovs í heim sókn hans til Íslands. Sendiráð Rússlands á Íslandi segir að þátttaka Íslands í viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússlandi út af innlimun Krímskagans í rússneska ríkið sé aðalástæðan fyrir „verri samvinnu“ milli þjóðanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rússneska sendiráðinu á Íslandi sem aðgengileg er á vef þess. Tilkynningin var send út í kjölfar funda aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Vladimírs Títovs, með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í lok ágústmánaðar.
Hér er Titov með Lilju Alfreðsdóttur.
Þetta umræðuefni kom hins vegar ekki fram í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um fund Lilju og Titovs sem birt var á vef utanríkisráðuneytisins í tengslum við heimsóknina. Í tilkynningu rússneska sendiráðsins er gagnrýnin á Íslandi út af viðskiptaþvingunum fyrsta atriðið sem nefnt er í yfirliti um umræðuefni Titovs í heimsókn hans til Íslands. | ifv
KOMDU Í HEIMSÓKN! FRÁBÆR TILBOÐ SEM GILDA AÐEINS Í BYKO GRANDA 15.-26.SEPTEMBER. www.byko.is/grandi
Ásta Sóley getur aðeins verið í þrjá daga í viku á Frístundaheimilinu Guluhlíð. Foreldrar hennar vinna um helgar til þess að geta tekið frí í miðri viku.
Þurfa að vinna um helgar til þess að sinna fjölfatlaðri dóttur Frístundamál Foreldrar fjölfatlaðrar stúlku þurfa að vinna um helgar til þess að sinna barni sínu í miðri viku en stúlkan, sem er 9 ára gömul, getur aðeins verið í þrjá daga á frístundaheim ilinu Guluhlíð í Reykjavík sökum manneklu. Fram kvæmdastjóri Kringlumýr ar, frístundamiðstöðvar, segir góðærið bitna á vel ferðarþjónustunni; það fást engir til þess að vinna við umönnun í uppgangi. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
„Við erum þó það heppin að við mætum miklum skilningi hjá vinnuveitendum okkar, en það eru ekki allir það heppnir,“ segir Linda Ólafsdóttir, móðir Ástu Sóleyjar, en fjölskyldan fékk þær fréttir á þriðjudaginn að vegna manneklu gæti
Ásta aðeins verði í Guluhlíð þrjá daga vikunnar, ekki fimm daga, eins og almennt er. „Þetta er bagalegt, bara mjög slæmt. Það er að auki fullt af foreldrum í verri stöðu en við,“ segir Linda, en farið var í aðgerðina til þess að koma sem flestum að. Linda segir lítið annað í stöðunni en að setja hausinn niður og þrauka þar til starfsfólk fæst til þess að starfa við umönnun á frístundaheimilunum. „Það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari,“ svarar Linda, spurð hvað hún telji að þurfi að gera til þess að leysa vandann; og þá þarf meðal annars hækka launin. Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri í Kringlumýri segir borgina hafa reynt flest allt. Þau hafa sent pósta á háskólanema, hóp sem velst yfirleitt í starfið, hengt upp auglýsingar og margt fleira. Ekkert þokast að hans sögn, en
allt í allt vantar 40 starfsmenn í Guluhlíð og Öskju sem einnig er frístundaheimili fyrir fötluð börn. „Við reynum að hafa starfið eins heillandi og við getum, enda er það ótrúlega skemmtilegt og gefandi,“ segir Haraldur. Hann segir að það sjái ekki fyrir endann á manneklunni; „Það virðist fylgja því þegar kemur að uppgangi, og peningaflæði eykst á vissum stöðum, að þá virðast aðrir geta boðið betur,“ segir Haraldur. Hann segir að ekki þurfi marga starfsmenn til svo hægt verði að fjölga dögum, og því hvetur hann alla sem hafa áhuga til að hafa samband við borgina, enda næga vinnu að fá. Spurður út í viðbrögð foreldra við þessari manneklu svarar Haraldur: „Ég tek bara ofan fyrir þeim. Foreldrarnir eru settir í ofboðslega vondar aðstæður og þeir eru orðnir langþreyttir.“
Verksmiðjan var mjög fullkomin Lögreglumál Þremur mönn um, bræðrum um þrítugt og föður þeirra, var sleppt úr gæsluvarðhaldi síðdegis í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa staðið á bak við afar fullkomna fíkniefna verksmiðju. Mennirnir eru ekki taldi tengjast glæpa heiminum. „Ég get staðfest að þetta var mjög fullkomin verksmiðja,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en lögreglan er skammt á veg komin með rannsókn sína á fíkniefnaframleiðslu Kópavogi þar sem karlmaður og tveir synir hans, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Verksmiðjan var á efri hæð þessa húss í Kópavogi, en feðgunum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær. Rannsóknin er þó skammt á veg komin.
Varðhaldið rann út klukkan fjögur í gær og ekki var farið fram á framlengingu á því. Húsleit var gerð í húsnæðinu um síðustu helgi og voru sex menn handteknir vegna málsins. Lög-
reglan lagði hald á sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana auk þess sem umtalsvert fé var gert upptækt. Spurður hversu há upphæðin var, svarar Runólfur því einungis að um umtalsverða upphæð hafi verið að ræða. Verksmiðjan þykir óvanalega vel úr garði gerð samkvæmt heimildum Fréttatímans, en athygli hefur vakið að mennirnir sem um ræðir virðast engin tengsl hafa við svokallaða undirheima Reykjavíkur. Runólfur segir rannsóknina tiltölulega skammt á veg komna, „nú tekur við frekari gagnaöflun og rannsókn,“ svarar hann, spurður hvað taki nú við. | vg
SÉRKJÖR Á VÖLDUM BÍLUM Eigum nokkra sýningar- og reynsluakstursbíla sem við bjóðum á sérkjörum. Kíktu í Opel salinn eða hafðu samband við sölufulltrúa í síma 590 2020.
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
TAKMARKAÐ MAGN
LÁTTU OPEL KOMA ÞÉR SKEMMTILEGA Á ÓVART! opel.is | benni.is
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is
8|
ÞAÐ ER FLUG Á ÞÉR! B O S TO N
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Húrra fyrir Búvörusamningum!
frá
15.999 kr. *
Íslenska þjóðarkusan heldur alsæl af stað í safaríka bithaga.
okt.- mars
WA S H I N G TO N D.C .
15.999kr.
frá
*
nóv. - mars
N E W YO R K
frá
15.999 kr.
*
nóv. - mars
S A N F R A N C I S CO
frá
23.499 kr. *
okt. - mars
LO S A N G E L E S
frá
24.499 kr. *
nóv.-mars
ÚLFUR, LAMB OG HEYPOKINN
Þ
egar þú bítur í lærisneiðina á sunnudaginn er gott að hafa í huga að aðrir eru búnir að bíta í hana á undan þér, hún er nánast hálfétin. Og mjólkurglasið er hálftæmt. Þú ert búin að greiða margfalt fyrir veisluborðið úr íslenskri náttúru og þótt þú sér venjulegur ókræsilegur íslenskur launaþræll sem sniglast um með hús á bakinu, er ekki þar með sagt að matvælaframleiðendur geti ekki gert sér mat úr þér. Nú þegar mikill minnihluti þingmanna hefur skuldbundið okkur til að greiða 140 milljarða til bænda og stórfyrirtækja í landbúnaði og matvælaframleiðslu og kjósendur nær ganga af göflunum af æsingi korteri fyrir kosningar, stígur sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra Framsóknarflokksins fram vatnsgreiddur í sunnudagafötunum á forsíðu Fréttablaðsins og færir okkur þær fréttir að betra hefði verið að reikna svolítið meira og rannsaka svolítið meira, flýta sér aðeins hægar, áður en búvörusamningarnir voru samþykktir. Þegar þessi orð ráðherrans og kurteisleg hjáseta og fjarvera stjórnarandstæðinga og stjórnarliða sem höfðu verið gagnrýnir á fyrirkomulagið eru lögð saman, líður manni eins og í gamalli gátu. Hvernig er hægt að komast yfir ána, í bát, með grimman úlf, lítið lamb og heypoka?
Það er búið að lögfesta samningana til tíu ára og ekkert getur breytt því nema bændur sjálfir komist að þeirri niðurstöðu eftir þrjú ár, að annað fyrirkomulag henti þeim betur. En það má telja nær öruggt að það verði ekki ódýrara fyrir hinn almenna borgara. Það er nánast enginn, varla nokkur maður á Alþingi, tilbúinn að axla fulla ábyrgð á þessum búvörusamningi. Þegar sjálfur landbúnaðarráðherrann og fulltrúi bændaflokksins, stígur fram og segir að undirbyggja hefði mátt samninginn betur, hvarflar að manni að veigamestu ákvarðanir löggjafarþingsins séu teknar annars staðar. Er það virðing fyrir almannahagsmunum sem vakir fyrir ráðherranum sem er klemmdur milli tveggja velgjörðarmanna sinna, kaupfélagsstjórans í Skagafirði og formanns Framsóknarflokksins? Kaupfélag Skagfirðinga græðir um milljarð á ári á samningunum en hefur nú snúið baki við Sigmundi Davíð, Kaupfélagið á líka Auðhumlu sem á meirihlutann í MS sem græðir 2,5 milljarða á búvörusamningunum. Kaupfélagsstjórinn er mettur. En þótt ungir og efnilegir menn úr kjördæminu eigi kaupfélagsstjóranum allt gott að þakka er ekki hægt að neita því að meginástæða þess að Gunnar Bragi er ekki að afgreiða pylsur og kók á Sauðárkróki, heitir Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð sneri aftur eins og feitur sauður af fjalli, eftir að hafa verið rekinn burt, en nú segir sagan að kaupfélagsstjórinn vilji leiða hann til slátrunar í stað þess að setja hann á. Annar hefur tekið hans stað og sækir nú að formennskunni, það er maðurinn sem undirbjó búvörusamningana í fangið á Gunnari Braga. Ráðherrann er því ekki að tala við almenning og hann er ekki að tala fyrir almannahagsmunum. Hann er að tala við skjólstæðinga flokksins og hvessa sig fyrir vin sinn og velgjörðarmann í aðdraganda prófkjörs fyrir norðan og flokksþings eftir hálfan mánuð. Ráðherrann vill koma því á framfæri þegar hann og átján aðrir þingmenn hafa skuldbundið okkur til að greiða sem svarar 14 milljörðum á ári og hinir sátu hjá af kurteisisástæðum til að spilla ekki stemningunni í boðinu, að það hafi verið eitthvað bogið við málið. Dæmið hafi ekki verið reiknað til fulls. Þessi samningur sem þingmenn og ráðherrar vilja ekki taka ábyrgð á kostar okkur um fjórðung þess sem Alþingi ákveður að þurfi til að reka Landsspítalann á hverju ári. Nú erum við búin að hlusta á grátbólgnar yfirlýsingar stjórnarandstæðinga sem sátu hjá, þótt þeir í hjarta sínu vildu gera eitthvað annað og þá taka stjórnarliðar við og segjast hafa samþykkt samninginn þótt þeim fyndist málið vanreifað. Þetta er hið svokallaða matvælaöryggi í boði Framsóknarflokks allra landsmanna. Þegar við kaupum í matinn er mikilvægt að hafa í huga að hluti kostnaðarins við máltíðina, rennur til úlfanna sem hika ekki við að éta litlu lömbin, sem eiga að gæta hagsmuna kjósenda, sem í þessu tilfelli eru heypokinn. Saman komumst við ekki yfir ána.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Mora MMIX K6 Eldhústæki
21.820 kr.
Verð áður: 29.093 kr.
25% afsláttur IXX MORA aM rtæki blöndun
LOKADAGUR - 17. SEPTEMBER
BLÖNDUNARTÆKJADAGAR
20% afslátt
ur
30% ur
afslátt
Mora MIXX Handlaugartæki með lyftitappa
ONDA
SPRING
Handsturtuhaus
Sturtuhaus, 20 cm
16.970 kr.
1.790 kr.
6.500 kr.
Verð áður: 24.243 kr.
Verð áður: 2.460 kr.
Verð áður: 9.337 kr.
SKINNY
EMOTION 10
BARKI
Handsturtuhaus
Sturtuhaus, 10 cm
150 cm
1.490 kr.
2.990 kr.
1.390 kr.
Verð áður: 1.967 kr.
Verð áður: 3.942 kr.
Verð áður: 1.887 kr.
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76
•
Kópavogi
•
Sími 414 1000
•
Baldursnesi 6
•
Akureyri
•
Sími 414 1050
•
www.tengi.is
•
tengi@tengi.is
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Þegar einn jökull snýst í vatninu fer fleira á hreyfingu Guðrún Vilmundardóttir er staðin upp úr stóli útgáfustjóra Bjarts og ætlar að stofna forlag. Nýju bókaútgáfuna kallar hún Benedikt eftir Fjalla-Bensa Gunnars Gunnarssonar og bróður sínum. Fyrstu nöfnin á útgáfulistanum eru ekkert slor. Þau Jón Kalman og Auður Ava fylgja henni á vit ævintýranna. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Við Guðrún Vilmundardóttir mælum okkur mót í Vesturbænum, þar sem bækistöðvar tveggja stærstu bókaútgáfa landsins hafa verið að undanförnu. hvort á sínu horninu við Bræðraborgarstíginn. Forlagið við Ránargötuna en Bjartur og Veröld við Bárugötuna. Hér banka skáldin berskjölduð uppá og mæta örlögum sínum, handrit fara í ruslið eða samningar eru undirritaðir. Hurðum er skellt og kampavín drukkið. Nú bergmálar á skrifstofu Guðrúnar, þar sem hún hefur starfað sem útgáfustjóri bókaútgáfunnar Bjarts,
og áður en hún gerðist útgáfustjóri Bjarts, var hún dramatúrg í Borgarleikhúsinu í sjö ár. Dramatúrg er sá sem les yfir handrit og ber skynbragð á uppbyggingu sögunnar. Hann er listrænn ráðunautur leikhússtjóra en er líka margslunginn ráðgjafi þýðenda og leikstjóra við uppsetningar einstaka verka. „Skáldskapur og leikhús eru mitt uppáhald og árin í leikhúsinu voru góður tími. Veturnir voru annasamir en sumarfríin löng og ég fór að þýða skáldverk fyrir Bjart á milli anna. Þannig kynntist ég bókaútgáfunni.“ Snæbjörn Arngrímsson stofnaði Bjart árið 1989 og réði Guðrúnu til sín árið 2006. Þegar Pétur Már Ólafsson, eigandi bókaútgáfunnar Veraldar, keypti fyrirtækið tveimur árum síðar, hélt Guðrún áfram sem útgáfustjóri Bjarts. Saman mynduðu Bjartur og Veröld aðra stærstu bókaútgáfu landsins og því hafa ákvarðanir Guðrúnar haft mikil áhrif á íslenska bókaflóru. Það var hennar að ákveða hvaða skáldverk yrðu gefin út. Hún gaf nýjum höfundum tækifæri og leyfði reyndum refum þrosk-
„Ég finn fyrir meiri krafti og meira fjöri og það er eins og klukkutímunum í sólarhringnum hafi fjölgað. Verkefnin eru mörg en þau eru líka fáránlega skemmtileg. Þetta er lifandi bransi sem fólk endist oft mjög lengi í. en á liðnum vikum hafa orðið hressilegar hrókeringar á horninu. Hólmfríður Úa Matthíasdóttir mun taka við Forlaginu af Jóhanni Páli Valdimarssyni um áramótin, Bjartur og Veröld hafa flutt yfir Hringbrautina og Guðrún er… -Já, hvar eigum við að byrja? Á aðdragandanum? „Þú ræður hvar þú vilt byrja,“ segir Guðrún. -En þú veist hvernig maður raðar brotunum saman í svona sögum. „Allt í lagi, byrjum þá á því að ég sitji á minni nýju gömlu skrifstofu, og hér sé ég að stofna bókaútgáfu.“ Gott og vel. Guðrún Vilmundardóttir hefur tekið sig til og látið verða af því sem hana hefur lengi dreymt um að gera. Að opna sitt eigið forlag. Andspænis mér situr því stoltur eigandi bókaútgáfunnar Benedikts. Guðrún er menntaður leikhúsfræðingur frá Frakklandi og Belgíu
ast. Eflaust hefur hún þurft að hafna þeim nokkrum líka. „Þegar ég fer yfir árin hjá Bjarti finnst mér ánægjuleg viðkynni og samstarf við höfunda standa uppúr. Auðvitað á maður í nánasta sambandinu við íslensku höfundana. Margir þeirra eru vinir mínir og í gegnum þá hef ég eignast litríkt og öflugt tengslanet þýðenda og útgefenda í útlöndum.“ Veigamikill hluti af starfi Guðrúnar var einnig að leita að erlendum skáldsögum til þýðingar og útgáfu á Íslandi. Neon-bókalúbbnum var komið á koppinn á upphafsárum Bjarts og við honum tók Guðrún sem útgáfustjóri. „Klúbburinn hefur um það bil þúsund áskrifendur og gefur út fjórar til sex þýddar skáldsögur á ári. Áskriftarfyrirkomulagið veitir forlaginu ákveðið frelsi til að velja inn öðruvísi litteratúr en ella, þar leituðum við alltaf að ákveðn-
um frumleika. Það þurfa ekki allar bækur að vera metsölubækur. Ef þú hinsvegar ætlar að reka útgáfu réttu megin við núllið, þarf að hafa stóru reyfarana með.“ Leitin að góðri sögu Í áratug lagði Guðrún mikla natni við að velja Neon-bækurnar enda bókaklúbburinn rómaður fyrir ferskar og góðar skáldsögur. Áskrifendurnir treystu valinu vel og oftar en ekki voru bækurnar eftir höfunda sem höfðu slegið í gegn í sínum heimalöndum. „Ég lagði mikla alúð í að finna réttu sögurnar. Fyrir hverja bók sem ég valdi, hafði ég lesið að minnsta kosti tuttugu bækur – og byrjað á margfalt fleiri! Ég reyndi að veita allskonar hlutum athygli og velja fjölbreyttar bækur sem hefðu eitthvað sérstakt við sig. Hugsaðu þér forréttindin að fá að lesa svona margar spennandi bækur, það er alveg magnað.“ Guðrún segist nýta allan lausan tíma í að lesa. „Ef ég á laust korter hér eða þar þá reyni ég að nýta það í lestur. Ég þarf ekkert mikið næði til þess og get lesið hvar sem er. Ég er með öll handrit í símanum eða ipadinum og gríp í þau þegar ég get. Mér finnst þetta stórtkostleg vinnutæki þótt ég tæki prentaða bók alltaf fram yfir rafbók.“ Þegar það kvissaðist út að Guðrún hygðist róa á ný mið, fóru kjaftasögurnar á flug. Ein sagan var að Snæbjörn Arngrímsson hefði lagt þér lið við stofnun bókaútgáfunnar, er það rétt? „Nei, hann er ekki með mér í þessu.“ Eru fjársterkir aðilar á bakvið þig? „Ég er minn eigin herra í þessari útgáfu. Fyrirtækið er fjármagnað að fullu og öll plön líta glimrandi vel út. Ég get lifað í meira en ár þótt ég selji ekki eina einustu bók!“ Hrókeringar víðar Guðrún ítrekar að viðskilnaðurinn við gamla vinnustaðinn hafi ekki verið dramatískur. „Ég naut fulls sjálfstæðis sem útgáfustjóri Bjarts og bar aldrei skugga þar á. Eftir ákaflega ánægjulegan áratug var orðið tímabært að breyta til. Kannski má segja að það sé mesta furða að ég hafi ekki gert það miklu fyrr.“ Miklar hrókeringar hafa orðið á íslenskum bókabransa á undanförnum vikum. „Mér finnst sterkur
„Þetta er sagnaglaður bransi með auga fyrir hinu dramatíska. Ég hef heyrt margar sögur um starfslok mín hjá Bjarti.“
leikur hjá Forlaginu að fá Úu til að taka við stjórninni. Það vita allir sem hana þekkja að þar fer stórkostleg kona. Hún hefur unnið við að selja erlend réttindi undanfarin ár og mér finnst eitthvað módern við það að setja slíka manneskju í stjórnunarstöðu. Ég hafði einmitt hugsað mér að setja meiri þunga í réttindamálin. Svo fagna ég því að fleiri konur séu farnar af stað. Mín gamla samstarfskona hjá Bjarti, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir sem áður var hjá Crymogeu, ætla af stað með nýtt forlag í haust. Það var greinilega kominn tími á breytingar. Það er algengt að þegar einn jökull snýst í vatninu fer fleira á hreyfingu.” Hún segir fítonskraft fylgja því að fara af stað með sitt eigið fyrirtæki. Tíminn hafi augljóslega verið réttur. „Ég finn fyrir meiri krafti og meira fjöri og það er eins og klukkutímunum í sólarhringnum hafi fjölgað. Verkefnin eru mörg en þau eru líka fáránlega skemmtileg. Þetta er lifandi bransi sem fólk endist oft mjög lengi í. Maður er stöðugt að fást við nýsköpun og hluti sem sjarmera mann upp úr skónum. Samt lærast ákveðin handtök, svo maður getur líka vaxið og orðið betri í því sem maður er að gera.“ Hún fer ítarlega yfir það sem heillar hana við starf sitt. Spennuna sem fylgir því að lesa glænýtt efni, ganga frá því til prentunar og kynna það. Fylgja því eftir. Samvinnan við íslensku höfundana. Og erlendu höfundana. Leitin að réttu höfundunum. Vinnan með þýðendunum. „Svo hef ég hef mjög gaman af erlendu samskiptunum. Það eru tvær stórar bókamessur, í London á vorin og Frankfurt á haustin, og þangað fer maður til að kynna íslenska höfunda og koma þeim á framfæri úti, en líka til að finna erlendar bækur til að þýða og kynna hér á landi. Það verða mikil tengsl til á þessum messum. Undanfarin ár hef ég verið svo heppin að fá boð á útgefendaþing, í Istanbul í vor og Antwerpen í Belgíu í fyrra. Þangað er 10-20 útgefendum boðið að dvelja í vikutíma, og þetta er mikið tækifæri til þess að kynnast nýjum bókmennta- og útgáfuheimum. Við eigum það öll sameiginlegt að vera að leita að góðum sögum.“ Orðið útgáfulisti kemur endur-
tekið fyrir í máli Guðrúnar og hann virðist vera einhverskonar lykilhugtak í bókaútgáfu. Listinn sem sýnir hvaða höfunda þú hefur á sínum snærum. Út frá honum ertu dæmdur. Fann Ferrante í Abu Dhabi „Það er ekki amalegt að vera með Auði Övu og Jón Kalman á sínum snærum og vera nýbúin að kaupa Ferrante,“ segir Guðrún stolt. Ítalska stórstjarnan Elena Ferrante verður reyndar eftir hjá Bjarti eftir viðskilnaðinn en Guðrún getur státað sig af því að hafa krækt í hana og komið bókum hennar í íslenska þýðingu. Ferrante hefur meðal annars skrifað vinkonu-fjórleikinn eða Napólísögurnar eins og þær eru kallaðar, sem nú eru að gera allt brjálað. „Við vorum með bás á bókamessunni í Abu Dhabi fyrir nokkrum árum og þar var lítill evrópskur gangur. Við hlið okkar voru ítalskir útgefendur Elenu Ferrante með bás. Við vorum örfáir evrópskir útgefendur í þessu fjarlæga landi og við létum eins og við værum öll úr sömu sveitinni og höfðum mikil samskipti. Þau gáfu mér The Days of Abandonment að skilnaði og ég féll strax fyrir Ferrante. Þar segir af ungri tveggja barna móður sem eiginmaðurinn yfirgefur – hún nánast missir vitið og nær svo aftur sönsum. Ég veit ekki hver getur gert svona einfaldri, en djúpri, sögu skil betur en Ferrante. Það er einhver tónn þarna sem maður hefur ekki heyrt áður.“ Á þeim tíma var fjórleikurinn um vinkonurnar Lilu og Elenu að slá í gegn úti í heimi svo Guðrún ákvað að byrja á að fá þær þýddar. Framúrskarandi vinkona kom út í fyrra og Saga af nýju ættarnafni á þessu ári, í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Fréttatíminn hafði eftir heimildum fyrir skömmu að ósætti hafi orðið milli Guðrúnar og Péturs Más hjá Bjarti og Veröld þegar Guðrún neitaði að gefa út bókina Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bókin var á endanum gefin út hjá Veröld. „Þetta er sagnaglaður bransi með auga fyrir hinu dramatíska. Ég hef heyrt margar sögur um starfslok mín hjá Bjarti og þessa oftar en aðrar. Ég veit ekki til þess að ágreiningur um einstaka höfunda hafi haft nokkuð með starfslok mín að
Myndir | Rut
10 |
finnur rétta starfsmanninn fyrir þig. er starfsmannaþjónusta sem sér um að finna starfsfólk í fjölbreytt störf um allt land, til lengri eða skemmri tíma.
sér fjölbreyttum atvinnugreinum fyrir sérhæfðu og ófaglærðu vinnuafli frá ríkjum innan EES með skömmum fyrirvara.
er íslenskt fyrirtæki sem styður við uppbyggingu íslensks atvinnulífs og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum.
sér um umsýslu launa, launatengdra gjalda og skatta samkvæmt íslenskum lögum og útvegar starfsfólki húsnæði.
Elja starfsmannaþjónusta Hátúni 2b 105 Reykjavík 415 0140 www.elja.is elja@elja.is
leggur kapp á að starfa í sátt við vinnumarkaðinn, starfsgreinafélög, verkalýðsfélög og opinbera aðila.
12 |
VERTU MEMM! ALICANTE
frá
9.999 kr. *
okt. - mars
TENERIFE
frá
15.999 kr. *
sept.- des.
á Tenerife með GamanFerðum!
KANARÍ
frá
9.999 kr. *
okt. - mars
B A RC E LO N A
frá
7.999 kr. *
nóv. - mars
MÍLANÓ
frá
7.999 kr.
*
september
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
gera. Auðvitað kom stundum upp listrænn ágreiningur og listrænn ágreiningur er eini ágreiningurinn sem ég er til í að standa í við nokkurn mann. Hann er ekkert til að skammast sín fyrir. Án hans yrði engin framþróun. Án hans dyggði eitt einasta útgáfufélag.“ Stuðningur frá þekktum höfundum Tveir þekktustu höfundar Bjarts ákváðu að fylgja Guðrúnu út í óvissuna. Þau Jón Kalman og Auður Ava Ólafsdóttir. „Það er ekki hægt að sýna mér meira traust en að fylgja mér úr ráðsettu bókafyrirtæki á vit nýrra ævintýra. Og meira hrós get ég ekki fengið fyrir unnin störf síðasta áratuginn. Mér finnst það mikill heiður, er stolt og finn til mikillar ábyrgðar. Það hvetur mig til dáða.“ Hún minnir þó á að hún hafi ekki kynnst þessum höfundum í gær. „Jón Kalman var höfundur Bjarts þegar ég kom þangað til starfa fyrir áratug. Okkar samstarf hefur verið með eindæmum ánægjulegt í gegnum tíðina og við höfuðum bæði hug á að halda því áfram.“ Hefur þú einhver áhrif á sögurnar hans? „Þegar ég kynntist honum, var hann að skrifa Himaríki og helvíti, sína sjöundu bók, þannig að hann var fullmótaður höfundur löngu áður en við kynntumst. En ég er hans yfirlesari og við tölum saman, erum samstíga og náum vel saman. Bæði í skoðunum á mörgum hlutum, í bókmenntum og í lífinu. Hann á líka einstaklega þéttan og góðan erlendan útgefandahóp sem ég hef kynnst vel. Þau eru öll miklir aðdáendur hans og það er gaman að halda tengsl við þau, og Monicu Gram umboðsmann hans í Danmörku. Það er einhver dýnamík í þessum hópi og okkar samstarf, bæði við sögurnar hans og þá hluti sem þarf að gera í kringum útgáfu þeirra.“ Guðrún segist hafa verið aðdáandi Auðar Övu frá því áður en hún byrjaði að skrifa. „Hún kenndi mér listasögu í menntaskóla og ég var svo hrifin af henni að ég hóf háskólanám í listasögu. Auður kenndi ekki við franska háskólann minn, svo ég skipti yfir í leikhúsfræði. Auður gaf út sínar fyrstu bækur annars staðar, en það gladdi mig óstjórnlega þegar hún kom með Undantekninguna til Bjarts, fyrir fjórum árum. Auður Ava hafði boðað nýja skáldsögu sem til stóð að kæmi út hjá Bjarti í haust. Fyrir röð tilviljana var hún óvenju seint á ferðinni með handritið og þegar það var klárt var ég hætt hjá Bjarti. Hún ákvað að koma með handritið til mín og hvatti mig til dáða. Mér til stórkostlegrar gleði og mikillar ánægju. Hún var ívið yngri en ég er núna, þegar hún byrjaði að skrifa bækur. Ég kýs að líta svo á að þetta sé upplagt aldursskeið til að taka upp á einhverju nýju.“ Bæði Auður Ava og Jón Kalman eru hlýir og mannlegir höfundar sem lesendum á auðvelt með að þykja vænt um. Er það ekki annars? „Jú, það er hárrétt, það er svo sannarlega auðvelt að þykja vænt um þau! Sambönd útgefanda og höfundar geta auðvitað verið allskonar, en þau byggja fyrst og fremst á trausti, og það þarf að vera ákveðin tenging fyrir hendi, eitthvert svona glimt í øjet. Skáldskapurinn er númer eitt, tvö og þrjú. En þetta er auðvitað viðskiptasamband líka og það þarf að sinna því. Númer fjögur, fimm og sex sem snúast um skipulag, reddingar og praktík. Skemmtilegast er að hafa ánægju af því líka.“ Nýr útgáfulisti Guðrúnar Skáldsaga Auðar Övu ber titilinn Ör og kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu í haust, en það er lengra í næstu bók Jóns Kalmans. Auk þeirra tveggja hefur Guðrún krækt í fleiri titla. „Þórdís Gísladóttir, hið bráðskemmtilega og margverðlaunaða metsöluljóðskáld, verður með nýja ljóðabók í haust, Óvissustig. Svo
Jón Kalman og Auður Ava yfirgefa Bjart bókaútgáfu og fylgja Guðrúnu. „Það er ekki hægt að sýna mér meira traust en að fylgja mér úr ráðsettu bókafyrirtæki á vit nýrra ævintýra.“
hefur Friðgeir Einarsson afhent mér smásagnahandrit sem er fáránlega gott. Hann gleður mig svo þessi maður. Handritið hans var útbíað í brosköllum frá mér, það var nú helsta ritstjórnin sem hann fékk frá mér. Hann gerir örlögin svo grimm en um leið sjúklega fyndin. Sögurnar eru fyndnar á einhvern hátt sem má ekki hlæja að. Og fallegar inn á milli. Einn sem las handritið yfir fyrir mig, sagði að þetta væri eins og blanda af Braga Ólafs og Reymond Carver. Það er ekki leiðum að líkjast!“ Fjórða bókin sem Guðrún hyggst gefa út í haust er fyrsta skáldsaga höfundar, Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttakonu á RÚV. „Þetta er ótrúleg saga. Ég hef kallað hana spennusögu, af því atburðarrásin er svo spennandi, en kannski er „landbúnaðarhrollvekja“ meira réttnefni. Hún heitir Eyland og er ástar- og spennusaga þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu. Hér fer höfundur sem kann að skera burt alla fitu – hún er til dæmis nýbúin að kenna mér að ef maður geti ekki sagt frétt í þremur orðum, sé það ekki frétt. Sigríður Hagalín tók sér þriggja mánaða frí frá vinnu í upphafi árs til að skrifa söguna, en hugmyndina hafði hún gengið með lengi. Í haust var hún svo á báðum áttum hvort hún ætti að henda handritinu í ruslið eða sýna mér það ... og til allrar guðslifandi hamingju leyfði hún mér að kíkja! Við höfum verið að bera handritið undir ólíkt fólk og í síðustu viku hrifust bæði Kári Stefánsson og 19 ára sonur minn af sögunni, svo mér sýnist við ætla að höfða til breiðs hóps.“ Þetta er hinn svokallaði útgáfulisti bókaútgáfunnar Benedikts í augnablikinu. „Ég er mjög stolt af þessum hópi og hlakka til að sinna honum, aðeins öðru vísi en ég hef áður unnið og vonandi enn betur. Það verður mér sérstakt kappsmál að koma nýjum höfundum á framfæri í útlöndum og mig langar að nýta mín erlendu tengsl til þess. Auður Ava og Jón Kalman eru auðvitað löngu komin út fyrir landamærin.“
Komin af stórmennum Aðspurð um nafn útgáfunnar segist Guðrún strax hafa ákveðið að velja fallegt karlmannsnafn á útgáfuna og kom þá eitt fljótt upp í hugann. „Benedikt er alþjóðlegt og fallegt nafn og þýðir hinn blessaði. Fjalla-Bensi í Aðventu Gunnars Gunnarssonar lagði allt í sölurnar fyrir það sem honum þótti mestu máli skipta í lífinu. Mér finnst það fallegur eiginleiki, og svo fannst mér skemmtilegt að ég kynntist Aðventu í raun í gegnum frábæran formála Jóns Kalman að síðustu útgáfu bókarinnar.” Og nafnið hefur persónulega þýðingu fyrir þig líka? „Já, þess vegna kom það fljótt upp í hugann.“ Benedikt Vilmundarson var bróðir Guðrúnar, en hann fórst í eldsvoða á Þingvöllum, árið 1970, ásamt afa þeirra og ömmu, Bjarna Benediktssyni sem þá var forsætisráðherra og Sigríði Björnsdóttur eiginkonu hans. Foreldrar Guðrúnar, þau Valgerður Bjarnadóttir og Vilmundur Gylfason hafa bæði sett mark sitt á íslenskt þjóðlíf. Valgerður hefur verið þingkona Samfylkingarinnar undanfarin ár og Vilmundur, faðir hennar var litríkt skáld, blaðamaður og stjórnmálamaður og stofnaði meðal annars Bandalag jafnaðarmanna. Vilmundur svipti sig lífi árið 1983 þegar Guðrún var aðeins níu ára gömul. Kona komin af svo ólíku og litríku fólki, þú hlýtur að hafa sans fyrir blæbrigðum lífsins? „Ég fagna þeirri kenningu.“ Guðrún tekur undir að á einhvern hátt snúist starf hennar einmitt um það, að skynja margbreytileika lífsins. „Góðar sögur þurfa að að vera blæbrigðaríkar. Það tók mig nokkur ár að fatta að ég þyrfti að vera opin fyrir fleiru en því sem heillar mig gersamlega upp úr skónum. Maður þarf að hafa auga fyrir kostum og gæðum hverskyns sem þau kunna að vera og opinn fyrir nýjungum. Og ófeiminn við ágreining, svo lengi sem hann er listrænn.”
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN NISSAN PULSAR MEÐ VEGLEGUM KAUPAUKA
ENNEMM / SÍA /
um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. N M 7 7 1 6 4 N*Miðað i s s a n við P u l uppgefnar s a r 5 x 3 8 vtölur e r t a framleiðanda rKaupauki
Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced.
KAUPAUKI AÐ VERÐMÆTI 260.000 KR. NÚ FÆRÐU BEST ÚTBÚNA BÍLINN Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI MEÐ VETRAR- OG/EÐA AUKAHLUTAPAKKA
Með úrvali Nissan Design Studio aukahluta getur þú aðlagað bílinn að þínum smekk og/eða smellt undir hann nýjum vetrardekkjum. Þú ræður! Láttu sölumenn Nissan segja þér allt um hvað er í boði.
VISIA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.090.000 KR. GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622
ACENTA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.390.000 KR. Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533
Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070
OPIÐ FRÁ KL. 12–16 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
markhönnun ehf
HEILSU OG LÍFSSTÍLSBLAÐ NETTÓ 120 SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG FRÁBÆRUM TILBOÐUM
F
KYNNINGAR Í VERSLUNUM NETTÓ LÍFRÆNIR ÁVEXTIR OG GRÆNMETI
kl:13-17 Nettó Glerártorgi - Mamma Chia skvísur & Voelkel grænkálsbúst kl:14-16 Nettó - Granda Guðrún Bergmann kl:14-16 Nettó - Mjódd Ragga Nagli 17. kl:14-16 Nettó - Mjódd Terranova + bland heilsuvörur SEPT frá Heilsu – Víðir Þór kl:14-17 Nettó - Mjódd Derit snakk & Ginger ale kl:14-18 Nettó - Mjódd Whole Earth hnetusmjör og Amisa bóghveiti kl:16-19 Nettó - Mjódd Geosilica kl:13-17 Nettó Glerártorgi Þarasnakk & Þaraflögur 18. kl:14-17 Nettó Granda Bai drykkir & Gimme snakk
SEPT
25%
kl:15-18 Nettó Granda - MGC, Allos smyrjur & Ginger ale 19. kl:16-18 Nettó Krossmóa -Allos vegansmyrjur & MGC vegankex SEPT kl:20-21.30 Nettó Mjódd - Heilsukvöld Nettó með Ásdís Grasalækni kl:16-18 Nettó Glerártorgi - Ragga Nagli 20. kl:15-18 Nettó Mjódd - Bai drykkir & Gimme snakk SEPT kl:20-21.30 Nettó Mjódd - Heilsukvöld Nettó með Ásdís Grasalækni 21.
SEPT
AFSLÁTTUR
kl:20-21.30 Nettó Glerártorgi - Heilsukvöld Nettó með Ásdís Grasalækni kl:15-18 Nettó Mjódd - MGC, Allos smyrjur & Ginger ale
kl:14-16 Nettó Borgarnesi - Ragga Nagli 22. kl:15-18 Nettó Krossmóa - HH Hrískökur m/súkkulaði & Bai SEPT kl:16-19 Nettó Mjódd - Geosilica kl:15-19 Nettó Glerártorgi - Himneskt hnetusmjör, maískex & ginger ale kl:16-18 Nettó Granda - Ragga Nagli kl:15-19 Nettó Hrísalundi - HH hnetusmjör og maískex 23. kl:15-18 Nettó Mjódd - HH hnetusmjör, maískökur & Bai SEPT kl:16-18 Nettó Mjódd - Júlía Magnúsdóttir með smakk og kynningu á uppskriftarbók bók sinni Lifðu til fulls kl:16-19 Nettó Mjódd - Guðrún Bergmann kl:16-19 Nettó Krossmóa Geosilica
LAUGARDAGUR 17. SEPT SUNNUDAGUR 18. SEPT Tilboð dagsins
24. kl:14-16 Nettó Granda - Ragga Nagli Kl:14-17 Nettó Granda - Voelkel og Derit snakk kl:16-19 Nettó Krossmóa - Geosilica
Isola Bio framleiðir hágæða drykkjarvörur sem geta komið í stað mjólkur. Frá Isola er hægt að fá lífræna drykkjarvörur sem eru án laktósa, glútens, kólesteróls eða sykurs, allt eftir þörfum hvers og eins. Isola möndlumjólkin er sérstaklega bragðgóð og er upplögð í þeytinginn, út á grautinn, í bakstur og almenna matargerð. Hún er líka ljúffeng ein og sér og ísköld.
NÁTTÚRULEGA BRAGÐGÓÐ
NÁTTÚRULEGA BRAGÐGÓÐ
30%
VEGAN
AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
40% | 479
40% | 107
NÁTTÚRULEGA BRAGÐGÓÐ
Isola Bio framleiðir hágæða drykkjarvörur sem geta komið í stað mjólkur. Frá Isola er hægt að fá lífræna drykkjarvörur sem eru án laktósa, glútens, kólesteróls eða sykurs, allt eftir þörfum hvers og eins. Isola möndlumjólkin er sérstaklega bragðgóð og er upplögð í þeytinginn, út á grautinn, í bakstur og almenna matargerð. Hún er líka ljúffeng ein og sér og ísköld. ÁN
GIMME ÞARASNAKK M. SJÁVARSALTI VERÐ ÁÐUR: 798 KR/PK KR/PK
ÄNGLAMARK SMOOTHIE MIX VERÐ ÁÐUR: 179 KR/PK KR/PK
25. Kl:13-17 Nettó Glerártorgi - Hafra Chiagrautur m.Isola möndlumjólk, kanil & turmerik Kl:14-17 Nettó Mjódd - Nakd nibbles Tooty Fruity, Derit snakk & Bai
ÁN LAKTÓSA
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
SEPT
ÁN SYKURS
40%
40%
SEPT
VIÐBÆTTS SYKURS
Tilboð dagsins
25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RAPUNZEL VÖRUM
25% AFSLÁTTUR
Tilboðin gilda 15. – 25. september 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
ÁN VIÐBÆTTS SYKURS
ALLT AÐ
25% HEILSU & LÍFSSTÍLSDAGAR 15. - 25. SEPTEMBER AFSLÁTTUR AF HEILSU- & LÍFSSTÍLSVÖRUM
FROSNIR ÁVEXTIR
-60% ALLT AÐ
25%
TAKMARKAÐ
MAGN
AFSLÁTTUR
KJÚKLINGALUNDIR - 700 G ÁÐUR: 1.689 KR/PK KR PK
676
FÆÐUBÓTAREFNI Í SÉRFLOKKI
Frábært náttúrulegt jurtaprótein, unnið úr helstu ofurfæðum sem náttúran hefur fram að bjóða.
25%
25-50%
AFSLÁTTUR
allar biona organic vörur á 25% afslætti
KAUPAUKI
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
10% AFSLÁTTUR
330 ml
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
16 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Frá Shoreditch í London.
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is
Eru hipsterar fótgönguliðar kapítalismans? Breski Íhaldsflokkurinn hefur útnefnt hipsterinn sem úrvals kapítalista og lykilinn að farsælli framtíð Bretlands eftir Brexit. Nú, þegar hipsterinn hefur tekið yfir meginstrauminn í menningu Vesturlanda, mætti staldra við og spyrja fyrir hvað hann stendur og af hverju hin eldgömlu ráðandi öfl Íhaldsflokksins séu ánægð með hann? Hipsterinn er vistvænn, hann er á móti fjöldaframleiðslu og risasamsteypum. Hann vill gæðavörur. Hann vill ráða sér sjálfur. En ætli hann sé kapítalisti?
MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóga, tær lón og neðanjarðarhella, þá má nefna úrval veitingahúsa, verslana og spennandi næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði.
WWW.TRANSATLANTIC.IS
SÍMI: 588 8900
Íhaldsflokkurinn breski. Stífur, kaldur og valdmannslegur. Fátt er jafn langt frá því að vera „hipstera legt“ eins og hann. En nú hefur Matt Hancock, menningarmála ráðherra í íhaldsstjórninni, gefið eftirfarandi út á ræðustóli: „Hipsterinn er kapítalisti“ og lykill inn að farsælli framtíð Bretlands eftir Brexit. Meiri sannfæring liggur að baki þessum orðum en hjá mörgum pólitíkusunum sem reyna að höfða til unga fólksins. Þetta er ekki eins og þegar ráð villtur Boris Jeltsín Rússlandsfor seti dansaði „gömlu dansana“ á rokktónleikum í kosningabarátt unni árið 1996 þegar hann vildi höfða til „X-kynslóðarinnar“ (það endaði með hjartaskurðaðgerð). Komi Bretlandi á sigurbraut Nei, Hancock er ekki nema 37 ára gamall og þekkir því vænt anlega marga hipstera þó hann skarti sjálfur afturhaldssömu ljósbláu bindi og hinni klassísku herraklippingu Íhaldsflokksins. Hann lýsti þessu yfir í ræðu sem hann flutti við Creative Industries Federation (nokkurs konar lista mannabandalagi Bretlands). Hancock benti á hina miklu gerjun í lista- og tæknigeiranum í London sem hipsterar hafa fram kallað. Aðdráttarafl London fyrir allt hipp og kúl væri lykillinn að „menningarlegri og efnahagslegri endurvakningu“ Bretlands í nýju landslagi landsins eftir útgöngu úr Evrópusambandinu. Menningar málaráðherrann vill gera London að miðstöð nýsköpunar og lista í heiminum. En er hipstermenn ingin svokallaða, sem segja má að tröllriðið hafi menningu og neyslu venjum Vesturlanda á síðustu árum, kapítalísk í sér? Hipsterinn löngu dauður? Við verðum æ órólegri með hipster-skilgreininguna. Þýðir þetta gufukennda orð nokkuð í dag? Tímarit keppast um að lýsa yfir andláti hipstersins og hafa gert það í mörg ár. Vandinn er margt af því sem stundum er talið til hipstermenningar er einfaldlega einkenni aldamótakynslóðarinn ar. Hipstermenningin hófst um og eftir aldamótin og var í fyrstu menningarkimi þeirra sem vildu skera sig úr. Þeirra sem höfnuðu meginstraumnum. Þeirra sem fara sínar eigin leiðir. Í fyrstu voru stefnur og strauma í tónlist og tísku helsta svið hipstermenn ingarinnar en viðhorf hennar hafa síðan snúist um neysluvenjur og samfélagið í heild. Og smám saman hefur hipsterisminn breyst úr menningarkima í ráðandi menn ingarafl í heiminum. Meginstraum inn sjálfan. Útvötnuð ímynd Hipsterinn birtist allstaðar. Í auglýsingum og í sjónvarpi. Hollywood kveikti snemma á að dráttarafli hipstersins og tónlistar geirinn auðvitað ekki síður. Ímyndin er útvötnuð. Banda ríska vörukeðjan Urban Outfitt ers, sem selur fjöldaframleiddan
hipstervarning, er stundum notuð sem dæmi um hvernig hipster menningin gufaði upp í and hverfu sína. Hið einstaka sé orðið almennt. Þess vegna sé orðið „hipster“ merkingarleysa. Veitir þá breski Íhaldsflokkurinn hipstern um því ekki náðarhöggið með því að mæra hann? Einsleit menning? Samt vitum við alveg nákvæm lega við hvað er átt þegar talað er um hipsterbari, hipsterkaffi hús, hipsterhjólabúðir, hipster rakarastofur og þar fram eftir götunum. Í Berlín til Buenos Aires, Kaupmannahöfn til Kuala Lumpur og miðbæ Reykjavíkur til Marra kesh sjáum við sömu kaffihúsin og barina. Flat White-kaffi lagað með Fair Trade-baunum, Indian Pale Ale-bjór á krana. Fólk niðursokkið í glænýjum Apple-tölvum. Gamal dags hjól tjóðruð við ljósastaura fyrir utan. Hipsterinn kannski sprelllifandi? Það má því kannski snúa þeirri hugmynd að hipsterinn sé dauður á haus og segja að hann hafi haft svo mikil áhrif á hinn vestræna heim að það sé í raun óþarfi að skilgreina hann sérstaklega lengur. Hipsterinn skapaði meginstraum inn eftir eigin þörfum. Hann er núverandi ástand. Aldamótakyn slóðin á Vesturlöndum – og fleiri kynslóðir í eftirdragi – hefur í miklum mæli tekið hipstermenn ingunni fagnandi. Gæðakaffi sem bruggað er með natni er tekið fagnandi og fram yfir fjöldafram leiddan bolla frá Starbucks. Það eru ekki bara hipsterarnir sjálfir sem drekka bjórinn frá litlu brugg húsunum þó að þeir hafi innleitt nýju bjórmenninguna. Hipster staðir eru margir því þeir eru vin sælir. Og þegar hverfi í borgum fá hipsterstimpillinn eru miklar líkur að peningarnir muni flæða þang að. Þess vegna er breska íhaldið hrifið af hipsterum. Miðstéttarvæðing Hipstermenningin hefur ver ið í fararbroddi í þeim miklu breytingum sem hafa átt sér í stað í borgarmálum í heiminum á síð asta áratug. Þróunin hefur verið þétting byggðar. Fólk hverfur úr úthverfunum inn í borgina. Og þá kemur til kastanna enska hugtak ið gentrification sem á íslensku hefur verið þýtt sem „millistéttar væðing“. Frægasta dæmið um það er líklega hverfið Williamsburg við Austuránna í Brooklyn í New York sem fyrir örfáum áratugum þótti hálfgert slömm og óeftir sóknarverður staður fyrir þá sem gátu valið að búa annars staðar – til dæmis í rólegum úthverfum. Listafólk flykktist þangað í leit að ódýrara leiguhúsnæði en á Man hattan. Þar skapaði það skemmti legt hverfi eftir eigin höfði, opnaði bari, gallerí og veitingastaði. Fyrst settust aðrir hipsterar þar að. En smám saman hækkaði íbúðarverð í Williamsburg því stuðið var þar. Það þýddi að fátæka fólkið sem bjó í hverfinu þurfti að hafa sig á brott. Íbúðarverð í heiminum er nær hvergi jafn hátt og í Williamsburg nú. Hipsterarnir sjálfir flúðu á önn
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
| 17
ur mið og bjuggu til næsta hipsterhverfi. Koll af kolli gangast hverfi í niðurníðslu undir sömu meðferð. Það sama hefur gerst í flestum stórborgum Vesturlanda. Dýrasta morgunkornið í London Erkihipsterkaffihúsið Cereal Killer Café á Brick Lane í London býður upp á gamalkunnar tegundir morgunkorns á uppsprengdu verði. Fyrir ári síðan var gerður aðsúgur að staðnum í mótmælum gegn millistéttarvæðingunni í London sem hækkað hefur húsnæðisverð gífurlega í hverfum eins og Shoreditch, sem áður voru rótgróin verkamannahverfi. Hipsterarnir eru sakaðir um að koma íbúum þeirra á vergang og hleypa í staðinn þeim efnuðu í hverfin. Margir höfðu því horn í síðu kaffihússins sem selur skál af morgunkorni á fimm pund á meðan margir íbúar í London sem áður bjuggu í Shoreditch þurfa á treysta á félagslega þjónustu til að næra sig. Hipsterinn er því í þessu samhengi álitinn lúxusneytandi. Hann vill ekki fjöldaframleiddar vörur í stórmarkaðnum. Hann vill það einstaka og sérstaka, besta kaffið, besta bjórinn, besta indverska matinn og er tilbúinn að borga hátt verð. Andstaða gegn síðkapítalisma Atli Bollason hefur velt hipsterisma mikið fyrir sér og skrifað um ýmsar hliðar hans, t.d. í The Reykjavík Grapevine. Fréttatíminn leitaði á náðir hans og spurði um kapítalíska genasamsetningu hipstersins. „Ég held ekki að hipsterinn hafi lagt í sína vegferð í andstöðu við kapítalismann heldur einmitt að hipsterinn vilji snúa aftur til kapítalismans sem ríkti áður en síðkapítalisminn - alþjóðavæðing og risasamsteypur og ofríki fjármálakerfisins - tók yfir.“
SUNNUDAGS LAMBALÆRI með öllu tilheyrandi
Íhaldsmaður bregður á leik. Matt Hancock, menningarmálaráðherra Bretlands, reynir að höfða til hipstera. „Hipsterinn er kapítalisti,“ segir hann. Mynd | NordicPhotos/GettyImages
„Þetta er ekki eins og þegar ráðvilltur Boris Jeltsín Rússlandsforseti dansaði „gömlu dansana“ á rokktónleikum í kosningabaráttunni árið 1996 þegar hann vildi höfða til „X-kynslóðarinnar“ (það endaði með hjartaskurðaðgerð).“
Sjálfstæði og gæði Atli bendir á að sjálfstæðið sé lykilatriði hjá hipsternum. „Hipsterinn sækir í og fetíserar einyrkja og lítil fyrirtæki. Hann vill ráða sér sjálfur. Handverksmaðurinn er ídeal hipstersins. Lítil brugghús, stök kaffihús, sérsmíðuð hjól, beint frá býli o.s.frv. Það er hipsternum líka kappsmál að vörurnar sem hann kaupir séu framleiddar við góðar og sanngjarnar aðstæður. Það er held ég mjög jákvætt. En þetta eru oft dýrari vörur heldur en hinar fjöldaframleiddu og þess vegna eru það oftar en ekki krakkar með gott bakland sem hafa efni á því að vera hipsterar.“
orðin allsráðandi í því sem hefur verið nefnt AirSpace og má sjá á næstum því hverju einasta kaffihúsi og veitingastað í Reykjavík. Fundinn viður, berar perur, ryð.“ Atli segir að útlitið sé nokkurs konar vísun í gamla tíma. „Andstaðan við staðlað útlit keðjuveitingahúsa gat af sér annars konar staðlað útlit sem má nú finna í hverri einustu stórborg veraldarinnar. Það er svolítið leiðinlegt en kemur kannski ekki á óvart því þessi fagurfræði, sem sækir í árdaga iðnbyltingarinnar, rímar hins vegar ágætlega við þennan gamla, ídealíska kapítalisma sem hipsterinn dýrkar. En þessi mikla útbreiðsla og einsleitni afhjúpar togstreituna milli alþjóðavæðingar og tryggð við heimahagana í hipsterismanum.“
Útlitið vísun í gamla tíma En hvað með þessa einsleitni sem einkennir hipstervæðinguna? „Í innanhúshönnun er hipsteratískan
Nítjándu aldar kapítalistar? Stephen Pritchard bendir á í pistli í The Guardian að hipsterinn minni um margt á efnaða breska land-
Atli Bollason. „Hipsterinn vill snúa aftur til kapítalismans sem ríkti áður en síðkapítalisminn — alþjóðavæðing og risasamsteypur og ofríki fjármálakerfisins — tók yfir.“ Mynd | Hari
nema í nýlendum nítjándu aldar: „Þetta fólk vill lifa þægilegu og sjálfstæðu lífi og með „handverki“ og „sköpun“. Það er, eins og brautryðjendur fortíðarinnar, könnuðir og listamenn og kapítalistar.“ Jafnvel útlit hipstersins virðist vísa í þetta. Hipsterar líkjast oft skógarhöggsmönnum og konum. Grínsíða á netinu stillir upp myndum af hipsterum og Amish-fólki og spyr hver sé hvað. Fótgönguliðar kapítalsins Þessi frumkvöðlar í huga Íhaldsflokksins eru fullkomnir fótgönguliðar kapítalsins, að mati Pritchard. Hin ráðandi peningaöfl hafa áttað sig á að stórar einingar í hagkerfinu séu dottnar úr tísku. Þess vegna hafa þau snúið sér að hipsternum sem þau álíta birtingarmynd hins smávaxna en hraðskreiða kapítalisma. „En það eru ekki bara hipsterarnir. Listafólk eru hermenn nýfrjálshyggjuríkisins. Það er fyrst til að flytja í eyðimerkurnar í hinu síðiðnvædda samfélagi sem er ekki lengur velferðarsamfélag, eins og gömul iðnaðarhverfi og félagshúsnæði og sá fræjum menningarkapítalsins.“ Og þá gerist það sama og áður. „Listafólkið laðar að hipstera áður en því er fyrr en síðar skipt út fyrir millistéttarfólkið sem nú er mætt á svæðið. Bæði listafólkið og sumir af hipsterunum halda för sinni áfram og endurlífga nýja staði. Og þannig heldur hringrás millistéttarvæðingarinnar áfram,“ skrifar Pritchard. Þetta eru Íhaldsflokkurinn og fjárfestar og önnur ráðandi öfl ánægð með. Róttæk mál í tíðarandann Þótt Íhaldsflokkurinn fagni þessari þróun væri ósanngjarnt að gera hipsterinn einan að blóraböggli í flókinni þróun borga í heiminum. Á kapítalískum neyslutímum vorra daga hefur hipsterinn blásið lífi í mál sem áður tilheyrðu jaðrinum og komið þeim í tíðarandann. Hann hefur breytt mynstrum sem áður þóttu óbrjótanleg. Hipsterinn breiðir út hugmyndir um vistvænan lífstíl. Það er ekki lengur jaðarskoðun að vilja hjóla í staðinn fyrir að keyra. Sama má segja um að kaupa vistvænar vörur. Hinn óvænti árangur Bernie Sanders í forkosningum Demókrata í ár var ekki síst hipsternum að þakka. Allt í einu þóttu stjórnmál hipp og kúl. Jafnréttisumræða er í forgrunni vegna hipstersins. Það er því eins og að veiða lax með berum höndum þegar breski Íhaldsflokkurinn, sem og önnur ráðandi öfl, reyna að ná utan um hipsterinn og gera hann að sínum. Og umræðan um hver hipsterinn sé heldur áfram. Því hann er tíðarandinn.
ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30
SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. APOTEK KITCHEN+BAR
Austurstræti 16
Sími 551 0011
apotek.is
18 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Heimilið og fjölskyldan móta alla reynslu barnsins á fyrstu árunum. Síðan einn daginn kemur einhver inn í líf barnsins sem víkkar sjóndeildarhringinn og hefur áhrif á þroska þess. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er stundum sagt og þá er oft sagt að þessi hugsun eigi uppruna sinn í þorpum Afríku. Kannski erum við búin að gleyma þessum einfalda sannleika og þeim miklu áhrifum sem velviljað fólk getur haft á þroska eintaklingsins. Fréttatíminn hafði samband við nokkra aðila og bað þá um sögur af fullorðna fólkinu sem mótaði barnið og varð því fyrirmynd.
„Einn daginn áttaði ég mig á því að ég kunni ensku og heimurinn stækkaði.“ - Guðmundur Eggert Finnsson.
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Fyrsta fyrirmyndin sem ég valdi mér Framtíðarpoppstjarnan á Sólvallagötunni
Að læra að vinna
Fyrsti maðurinn sem ég kynntist utan minnar fjölskyldu og hafði þegar töluverð áhrif á mig var Páll Óskar Hjálmtýsson, það er ekki flóknara en það. Við vorum nágrannar á okkar ástkæru Sólvallagötu, vöggu menningar og lista í Vesturbænum, árin 1974 til 1981 og ég fékk að njóta þess heiðurs að kynnast þeim stóra systkinahópi að hluta þegar Hanna Steina, eða Jóhanna Steinunn eins og hún heitir í þjóðskrá, passaði mig barnungan og óvitandi um lífið og tilveruna. , Atli Steinn Guðmundsson . Páll Óskar bróðir hennar starfsmaður hjá NorSea fylgdi gjarnan með í pössuninni og á þessum árum tókust með okkur bönd sem fáir geta skýrt og enn færri muna nokkuð eftir. Þrátt fyrir að við Páll sjálfir munum þessar stundir ekki í smáatriðum höfum við gjarnan tekið spjall þegar við hittumst á förnum vegi og þá reynt að rifja upp stundirnar góðu á Sólvallagötunni, nú síðast þegar ég var dyravörður á Nelly‘s heitnum og hann að spila þar um verslunarmannahelgina 2001. Takk fyrir allt Palli!
Þegar ég var á fermingaraldri fór ég til vinnu hjá fiskverkun GSR á Reyðarfirði, þar sem ég ólst upp. Ég hugsa strax til fólksins þar sem kenndi mér að vinna. Yfirverkstjórinn var Hjalti Bendiktsson og þarna voru líka Gísli í Brekku og Guðný í Garði og Eva Vilhjálmsdóttir. Þetta var allt glaðlegt og gott fólk, en maður átti greinilega að vera að og vera duglegur. Þetta fólk vann þarna allan ársins hring og þau tóku síðan á móti okkur, galsafullum skólakrökkum, á sumrin. Þegar bjallan hringdi til Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri hjá Sjóvá. vinnu að morgni dags og eftir kaffihlé átti maður ekki að standa upp og fara að klæða sig, heldur vera tilbúinn að hefjast handa. Þetta var okkur gert ljóst strax á fyrsta degi á skýran og ákveðinn máta. Okkur var líka gert ljóst að það var ekkert endilega sjálfsagt að hafa vinnu.
4. - 15. október
Albanía
Hin fagra og forna Albanía.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.
Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi
Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.
Upplýsingar í síma 588 8900
Vinátta í rakarastólnum Í æsku eru margir áhrifavaldar í lífinu. Ég nefni Þórð Helgason rakarameistara á Skólavörðustíg 17. Honum kynntist ég 14 ára gamall þegar ég fór inn á rakarastofuna hans fyrir tilviljun. Við urðum strax vinir, þrátt fyrir rúmlega 30 ára aldursmun. Alltaf þegar ég kom í klippingu áttum við góðar samræður og fékk ég ávallt góð ráð og úrlausnir frá þessum lífsreynda manni. Hann hafði mikil áhrif á mig og kenndi mér að tileinka mér fordómaleysi, hégómaleysi og umhyggju. Þetta hefur nýst mér vel allt treiðsluRóbert Gunnarsson, ma mitt líf og þá sérstaklega á mínum fyrstu hjálpar. Sam u stof kaffi á ður ma árum á vinnumarkaðnum þar sem ég vann á Kópavogshæli og á geðdeild. Það má með sanni segja að hann hafi víkkað sjóndeildarhring minn og hann hefur allar götur síðan reynst mér sannur vinur, bæði í blíðu og stríðu.
Kennarinn sem sigraði hjartað Hún hét Una Guðlaug Sveinsdóttir sú góða kona sem tók mig „á ippon“ í Laugarnesskóla septemberdag einn árið 1970. Ég var yngst af sjö systkinum, örverpi og örvhent í þokkabók. Ég þráði að komast í skóla og var innrituð í Laugarnesskóla þar sem ég komst í hendurnar á Unu kennara og það var ást við fyrstu sýn. Hún leit út eins og amma í skóginum með hálfgleraugu og grátt hár og hlátur í augunum. Sex ára krakkar árið 1970 Sólveig Ólafsdó ttir, húsmóðir í voru náttúrulega margir og Vesturbænum . misjafnir. Sumir kunnu ekki stafina en aðrir (lesist: ég) voru farnir að lesa Öldina okkar og Bangsímon. Stofunni í gamla hluta Laugarnesskóla skipti Una í margar minni stofur með bylgjupappa og stundaði einstaklingsmiðaða lestrarkennslu áður en það hugtak varð til. Á leið í morgunsöng leiddi hún hópinn í gegnum kompuna þar sem allir lokuðu augunum út af beinagrindinni sem þar var geymd. Hún steikti líka kleinur og bauð okkur heim. Ég legg ekki meira á ykkur.
SVEFNSÓFAR
góðir að nóttu sem degi...
TILBOÐ 114.300
RECAST SVEFNSÓFI 140x200 cm kr. 129.900 / SKEMILL 66x66 cm kr. 35.700
TRYM SVEFNSÓFI 140x200 cm kr. 198.900
TILBOÐ
175.000
ZEAL SVEFNBEKKUR 70x200 cm kr. 79.900
TILBOÐ 69.900
SLY SVEFNSÓFI 140x200 cm kr. 139.900 * HNAKKAPÚĐI SELDUR SÉR
TILBOÐ
123.000
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16
20 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Allir eiga eitthvað gott í sér
Oh When the Saints vantaði viðbætur
Það koma nokkrir einstaklingar upp í hugann. Bjarni Halldórsson frá Skúmsstöðum kenndi mér fyrstu ár skólagöngunnar í Njálsbúð í Vestur–Landeyjum. Hann hafði mikil áhrif á mig, hvatti okkur krakkana mjög áfram og var duglegur að finna eitthvað gott í öllum og benti okkur óspart á það. Og það var á þeim tímum þegar það tíðkaðist nú aldeilis ekki að ausa hrósi yfir börn. Ég naut hans leiðsagnar fyrstu þrjú árin í skóla og mun alltaf minnast hans með hlýju. En sú manneskja Bryndís Hlöðversdóttir, sem mótaði mig hvað ríkissáttasemjari. mest (utan fjölskyldunnar) er líklega Guðríður Halldórssdóttir, húsfreyja á Syðri Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi. Ég var svo heppin að fara í sumardvöl til hennar þegar ég var 12 ára og var hjá henni þrjú sumur. Guðríður var fædd árið 1902, alin upp á Oddastöðum í Hnappadal og hóf síðan búskap með bræðrum sínum tveimur á Syðri Rauðamel. Hún eignaðist ekki börn sjálf en hafði fjölda barna til lengri og skemmri dvalar á bænum og mörgum þeirra, gekk hún nánast í móðurstað. Hún var mikill húmoristi, skarpgeind og víðsýn, þrátt fyrir að hafa ekki verið víðförul. Leiðsögn hennar mun lifa með mér alla tíð. Hún brýndi fyrir mér að bera virðingu fyrir samferðarfólki mínu og muna að allir eiga eitthvað gott í sér. Og hún var svo sannarlega fyrirmynd sem hafði mikil áhrif, og af hógværð en ákveðni kom sínu til skila.
Fyrsti hljóðfærakennarinn minn Björgvin Þ. Valdimarsson kemur strax í hugann þegar ég hugsa um barnæskuna. Ég byrjaði í píanónámi hjá honum en eftir örfáa mánuði kom á daginn að ég væri töluvert spenntari fyrir trompet. Í næsta tíma var ég kominn með draumahljóðfærið í hendurnar. Björgvin var ljúfur og jákvæður og passaði að Snorri Sigurðarson, mér þætti lögin skemmtitrompetleikari. leg sem ég spilaði. Hann skrifaði niður dægurlög, þegar vantaði skemmtilegt efni í kennslubókina og lét mig læra þau utanað. Ég man eftir því að hafa verið að æfa Oh When The Saints heima og þótti lagið heldur rýrt og ákvað að bæta við millikafla. Þessu tók hann fagnandi og eftir það var það hluti að útsetningunni okkar. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á að þetta væri ekki hluti af laginu. Ég er handviss um að Björgvin á stóran þátt í að ég vinn við tónlist í dag.
Hjartahlýjan í kjallaranum Þegar ég hugsa til þeirrar manneskju sem hvað fyrst hafði mótandi áhrif á mig utan fjölskyldunnar, leitar hugurinn niður í kjallara hjá pabba og mömmu til Friðnýjar gömlu. Gömlu segi ég, en þá var ég bara eins og hálfs eða tveggja ára og hún ekki orðin fertug. Friðný leigði hjá okkur herbergi og gekk gegnum þvottahúsið til að komast Kristín Gunnlaugsdóttir, út. Ég man eftir mér einmitt myndlistarmaður. þar, að hún hafi slegið sér hlæjandi á lær yfir einhverju bulli í mér og lyft mér upp. Leyft mér að hossast á mjúkum handleggjum og barmi og horft brosandi í augun á mér. Þar greindi ég gleði og þá glóð sem kærleiksríkt hjarta býr yfir. Ég held að hún hafi gefið mér sjálfstraust fyrir lífstíð, því allt sem ég gerði var ekki minna en stórkostlegt og mjög merkilegt.
Fjölskylduvinur við hljóðfærið Þegar ég hugsa til bernskunnar dettur mér helst í hug vinkona mömmu minnar, Anna Þorgrímsdóttir píanókennari, sem ég hef þekkt síðan ég fæddist. Anna gaf mér nýfæddri eina bangsann sem ég leit nokkurn tíma við. Hann fékk auðvitað nafnið Þorgrímur. Hún var oft gestkomandi á heimili foreldra minna og sagði mér ótal sögur og reyndi jafnframt að kynna mig fyrir klassískri tónlist, gaf mér eitt sinn Pétur og úlfinn og þótti mér það mikil uphefð. Síðar þegar ég stálpaðist kenndi hún Þóra Flygenring Sigurðar dóttir, framleiðslufulltrúi á RÚV mér á píanó í nokk. ur ár en mér fannst alltaf gaman að koma í tíma til hennar enda var hún mjög góður kennari, frumleg og skemmtileg. Ég var þó fekar slök í að æfa mig heima og vil biðja hana hér með opinberlega afsökunar á því. Ég má líka til með að minnast á hvað hún hefur alltaf verið töff - ég vona að ég verði einhvern tíma viðlíka töffari og hún.
Með enskuna á hreinu Það rifjast upp fyrir mér þegar ég fattaði allt í einu að ég kynni að tala ensku. Þetta var 1967 og ég var 11 ára. Ég var að væflast niðri á höfn og við bryggju var bandarískt gæsluskip og spennandi menn í einkennisbúningum. Áður en ég vissi af var ég farinn að spjalla við sjómennina og fattaði þá að ég gat vel haldið uppi samræðum. Guðmundur Eggert Finn sson, Ég færðist auðvitað allur í viðburðarstjóri með me irapróf. aukana. Þetta voru flottir og hressir menn og ég man að þeir hétu Fred og Donald. Þeir gáfu mér gos og nammi og upp úr dúrnum kom að þeir voru á frívakt daginn eftir og þeir báðu mig að koma aftur og lóðsa þá um bæinn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég tók að mér að vera leiðsögumaður. Ég gekk með þeim upp á Arnarhól, benti þeim á þinghúsið og allt þetta helsta. Ég hjálpaði þeim líka að verða sér út um súkkulaði frá Sælgætisgerðinni Víking. Þeir tóku síðan myndir og sendu mér bréf með þeim í þakkarskyni.
Pólítísk fyrirmynd Vigdís Finnbogadóttir er sú manneskja sem hafði afgerandi áhrif á líf mitt í barnæsku. Sumarið 1980 þegar ég var að verða 12 ára var nokkuð afdrifaríkt. Ég dvaldi hjá stóru systur minni í höfuðborginni og fór meðal annars á tónleika með hljómsveitinni The Clash. Þetta sumar bar ég einnig út kosningabæklinga fyrir forsetaframboð Vigdísar. Framkoma Vigdísar, hugmyndir og hugsjónir heilluðu mig. Það að skora feðraveldið á hólm og að láta gamlar leiðinlegar hefðir sigla sinn sjó fannst ri mér til fyrirmyndar. Vigdís Hlynur Hallsson, safnstjó lagði áherslu á menningu og Listasafnsins á Akureyri. listir, auk þess hún sem var alþýðleg og jákvæð og það hefur haft djúpstæð áhrif á mig. Sigur hennar í forsetakosningunum þetta ár var eins og von um nýja tíma. 11 ára snáði skynjaði það. Barátta Vigdísar fyrir umhverfisvernd í seinni tíð hefur svo orðið til þess að virðing mín fyrir henni hefur enn aukist.
10. október í 10 nætur
Frá kr.
FYRIR
21 á flugsæti m/gistingu
FLUGSÆTI
89.900 ÁÐUR KR.
89.900 NÚ KR.
44.950
Upplifðu
SIKILEY S
ikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér.
Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar á yndislegum tíma en hitastigið þá er notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum í að skoða þessa stórbrotnu eyju.
Bestu baðstrendurnar eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kosið. Skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð eru einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley og er áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðalútflutningsvara heimamanna.
21 FYRIR
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ENNEMM / SIA • NM77306
Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins en aðalkennileiti eyjunnar er eldfjallið Etna á austurströndinni. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastala frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús.
STÖKKTU
Hotel Fiesta Garden & Naxos Beach
Hotel Tysandros
Stökktu
Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið
Frá kr. 94.900 m/morgunmat innifalinn
Frá kr. 89.900 m/ekkert fæði innifalið
Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herbergi. 10. október í 10 nætur
Netverð á mann frá kr. 94.900 m.v. 2 í herbergi. 10. október í 10 nætur
Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi. 10. október í 10 nætur
PÁSKA TILBOÐ SKÁPAR
NÝ SENDING
DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
SKENKAR BORÐ
EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
LÆKKAÐ VERÐ NEST BASTLAMPI 34.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
GULUM VÖRUM
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK SÍMI COMPANY OG|HABITAT | SKÓGARLIND 564 4400 OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–182, KÓPAVOGI OGKL. SUN KL. OG 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU 10–18 SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016 Mynd | Netflix
24 |
Sungið í stórborginni Sjónvarpsþættirnir The Get Down, sem sjónvarpsveitan Netflix frumsýndi nýlega, eru forvitnilegt sambland söngvagleði, leikhústakta og sviðsetningar á liðnum tíma í New York. Þættirnir spretta fram úr hugmynd ástralska leikstjórans Baz Luhrmann. Sögusviðið er Bronx hverfið undir lok áttunda áratugarins, þegar borgin var í mikilli mótun og menningin kraumaði. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
The Get Down eru þættir sem skilgreina má sem tónlistardrama með spaugilegu ívafi. Tónlistin og lífsstíllinn sem henni fylgir keyra söguna áfram í þáttunum. Við fylgjumst með lífi nokkurra ungmenna í Bronx. Draumar þeirra eru stórir og snúast oftast um frægð og frama. Inn í söguna fléttast pólitík í borginni, áætlanir athafnamanna um uppbyggingu á niðurníddum svæðum og gríðarleg gerjun í tónlistinni. Það er sama gerjun og lagt hefur grunninn að mörgu því sem við þekkjum úr tónlist samtímans á árunum sem eru liðin frá því að þættirnir eiga að gerast. Heillandi tími Árið er 1977 og við kynnumst aðal söguhetjunum, ungmennunum Ezekiel og Mylene. Hún er prestsdóttir sem syngur í kirkjunni og hann spilar undir. Ezekiel er hæfileikaríkur strákur án þess vita af því eða viðurkenna það. Hausinn er fullur af rímum og reiði, rapptónlist sem þarf að komast út, en Ezekiel er haldið niðri í skólanum og fær ekki að blómstra. Mylene er hins vegar greinilega
stjarna sem er ætlað að skína. Hún syngur eins og engill og dreymir um frægð og frama á fjarlægum diskósviðum utan við hverfið. Inn í líf þessara krakka og vina þeirra blandast bæði hatrömm valdabarátta í undirheimum og á pólitíska sviðinu. Á sveimi eru líka goðsagnakenndar hetjur götunnar, þannig að margt minnir hér á Shakespeare: Ungir elskendur sem ná kannski saman og kannski ekki, flokkadrættir og furðuverur. Þetta er stór heimur og New York er í kreppu þrátt fyrir að sunnar í borginni, syðst á Manhattan, sé búið að reisa tvíburaturnana sem ætlað er að vera tákn nýrra tíma. Kókaín streymir inn í næturlífið og klíkurnar berjast um yfirráð. Sagan gerist á menningarlegum flekaskilum. Diskóið er að deyja, hip hoppið að festa rætur í þessu hverfi sem margir telja að hafi verið fæðingarstaður þeirrar tónlistar. Sætur taktur og áhyggjulaus lífsgleði eru að víkja fyrir hörðum rímum um lífsbaráttuna. Þeldökkir krakkar um alla borg þrá að öðlast rödd, en fjölmiðlar og allt umhverfi miðast út frá þörfum þeirra hvítu. Allir lausir útveggir hverfisins
og heilu lestirnar eru notaðar í veggjakrot sem er listformið sem veitir útrás yfir órétti heimsins og notað er til að merkja svæðin, ná yfirráðum. Að hluta til fer sagan fram á sögufrægum skemmtistöðum, á borð við CBGB’s og Studio 54, en gerjunin er að færast út á göturnar með tilkomu rappsins og lífið er að skipta um takt. Forvitnileg sviðsetning Í harðri veröld er alltaf tími fyrir söng, sem brestur á af og til í þáttunum. Það þarf ekki að koma neinum sérstaklega á óvart að taktarnir í The Get Down eru leikrænir og stundum dálítið ýktir því það er ástralski kvikmyndagerðarmaðurinn Baz Luhrmann sem að stendur að baki þeim. Hu g m y n d i n h e f u r fe n g ið að malla lengi í kollinum hjá Luhrmann, í um tíu ár, en þá hafði hann vakið athygli heimsbyggðarinnar með kvikmyndunum Rauðu myllunni og Rómeó og Júlíu. Fyrsta sería þáttanna samanstendur af tólf þáttum (sex eru komnir út). Flestir eru þættirnir upp undir klukkustund á lengd en fyrsti þátturinn, sem Luhrmann leikstýrir sjálfur, er fullri bíómyndalengd, 93 mínútur. Þau Herizen Guardiola og Justice Smith hafa vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína og frammistöðu í hlutverkum Mylene og Ezekiel.
Það er oft nokkur hraði í þáttunum, hópsenur vel útfærðar og persónugalleríið stórt. Borgin sjálf er líka í stóru hlutverki og Baz Luhrmann bregður á það ráð að sýna okkur vítt yfir sögusviðið sem aftur kallar á erfiðleika. Þrátt fyrir að það komi sumum einkennilega fyrir sjónir, þá leysir Luhrmann margt í þáttunum með aðferðum leikhússins. Þannig ganga leikmyndir fram og til baka í sjónsviði myndavélarinnar, til dæmis hreyfast fallnir útveggir til, eða þá að reykur leggst yfir sviðið.
Sagan gerist á menningarlegum flekaskilum. Diskóið er að deyja, hip hoppið að festa rætur í þessu hverfi sem margir telja að hafi verið fæðingarstaður þeirrar tónlistar. Sætur taktur og áhyggjulaus lífsgleði eru að víkja fyrir hörðum rímum um lífsbaráttuna.
Viðtökur Sitt sýnist hverjum um ágæti þáttanna en eitt er víst að áhugafólk um söngdrama og litríkt sjónvarpsefni ætti að geta fengið nokkuð fyrir sinn snúð. Hugmyndasmiðurinn Baz Luhrmann er alvanur því að skipta áhorfendum í hópa, með og á móti. Það virðist takast líka núna. Sumir tala um meistaralega takta og heillandi sögur og persónur, á meðan öðrum gagnrýnendum finnst frásögnin alltof óhrein og uppbrotin. Einn gallinn sem talinn hefur verið á nýju þáttunum er að stíllinn breytist nokkuð eftir fyrsta þáttinn, sem jafnframt er sá eini sem Luhrmann leikstýr-
ir. New York Times talaði samt um seríuna sem West Side Story okkar tíma, bara með röppurum og diskódrottningum. The Get Down, West Side Story og Romeó og Júlía eru svo sem allt sögur af sama brunni, en þá sögu þarf hver kynslóð að segja upp á nýtt. The Get Down gerist í það minnsta á heillandi tíma og sögusviðið er spennandi. Tilraun Luhrmanns og félaga til að fjalla um f lekaskil í menningarsögu Bandaríkjanna er allrar athygli verð.
26 |
Frá kr.
125.330
20. des. Fá sæti laus!
22. des.
m/morgunmat innifalinn
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
GOTT UM HELGINA
Aukaferð
Kvöldvaka: íslensk þjóðlög Um jólin til
GRAN CANARIA
S
kelltu þér í sólina um jólin með fjölskyldunni, makanum eða vinum. Jólaferðir til Gran Canaria hafa verið afar vinsælar síðustu ár enda frábært að njóta sólarinnar þar ytra yfir hátíðina. Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn.
Eyfi á Græna hattinum Eyjólfur Kristjánsson mun heilla bæjarbúa og gesti Akureyrar upp úr skónum á Græna hattinum í kvöld. Eyjólfur fer með gesti í gegnum 30 ára feril sinn sem söngvari, gítarleikari, laga- og textahöfundur og munu aðdáendur fá að heyra alla slagarana. Hvar: Græni hatturinn Hvenær: í kvöld kl. 22 Hvað kostar? 3000 kr.
Reykjavík goth night Til heiðurs fullu tungli verður Reykjavík goth kvöld haldið heilagt úti á Granda. Fólk er hvatt til að koma í búningum til að koma sér í gírinn. Eitt af skemmtiatriðum kvöldsins verður DJ Vetrarsorg sem mun spila fyrir gesti og gangandi. Hvar? Grandinn Hvenær? í kvöld kl. 21 Hvað kostar? Frítt
IFA Buenaventura Málþing í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands
Frá kr. 177.345
m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 177.345 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr.206.995 m.v. 2 fullorðna í herb. 20. desember í 13 nætur.
Roca Verde
Á kvöldvökunni eru gestir leiddir aftur í tímann til að hlýða á sögur og tónlist og er ætlunin að endurvekja hina gamalkunnu 18. aldar kvöldvöku í baðstofunni, en með nútímalegu ívafi. Í kvöld verður tónlistin í aðalhlutverki í nýrri útsetningu á íslenskum þjóðlögum og þjóðsögum. Hvar? Harpa Hvenær? Í kvöld kl. 18 Hvað kostar? 2500 kr.
Nýr gistivalkostur!
Frá kr. 145.390
m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 145.390 m.v. 4 fullorðna í íbúð m/1 svefnherb. Netverð á mann frá kr. 151.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherb. 20. desember í 13 nætur.
Á sunnudag mun Listasafn Reykjavíkur og Náttúruminjasafn Íslands standa að umræðufundi í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem staðið hefur í sumar í Hafnarhúsinu og er senn á enda. Hægt verður að ræða við listamenn og þeir deila hugleiðingum sínum um hlutverk og möguleika myndlistar þegar kemur að áhuga og ábyrgð mannsins á lífríki jarðar. Hvar? Hafnarhúsið Hvenær? 18. september kl. 13 Hvað kostar? Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur
Fjaðrafok í Tjarnarbíó Í dag verður hægt að fara með yngstu fjölskyldumeðlimina að fylgjast með tveimur fuglsungum ná færninni í að fljúga í gegnum loftfimleika og dans í Tjarnarbíó. Eftir sýninguna er áhorfendur hvattir til að kanna sína eigin flughæfileika. Hvar? Tjarnarbíó Hvenær? Í dag kl. 14 Hvað kostar? 2500 kr.
ENNEMM / SIA • NM77342
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Hotel Rondo Frá kr. 184.665
m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 184.665 m.v. 4 fullorðna í svítu. Netverð á mann frá kr. 194.115 m.v. 2 fullorðna í herb. 22. desember í 10 nætur.
Aparthotel Green Field
Nýr gistivalkostur!
Frá kr. 125.330
m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 125.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 141.595 m.v. 2 fullorðna í stúdíói. 22. desember í 10 nætur.
Haukur Tómasson og tímans tönn CAPUT hópurinn og Þóra Einarsdóttir sópransöngkona takast á við Tímans tönn, tónverk eftir Hauk Tómasson. Verkið var pantað af Boga Þór Siguroddssyni í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu hans Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og var frumflutt í vor. Haukur semur verkið fyrir blandaðan hóp hljóðfæraleikara, hörpu og mikið slagverk, m.a. hið ungverska cimbalom, auk blásara, strengja og einsöngvara. Nú verður flutningurinn hljóðritaður og filmaður í lifandi flutningi með gestum í sal. Hvar? Í Salnum í Kópavogi Hvenær? Sunnudag kl. 16. Hvað kostar? Ekki neitt.
28 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Draslskúffa Kormáks Flestir eiga eina skúffu sem allt drasl heimilisins lendir í. Allskonar gersemar geta leynst í skúffunni. Kormákur Örn Axelsson leyfði Fréttatímanum að skyggnast í draslskúffuna sína og útskýrir tilgang hennar. „Skúffan er geymsla fyrir dót og drasl sem maður finnur þegar maður arkar um götur og búðir Reykjavíkur og finnst vera algjör fjársjóður. En þegar maður kemur heim fattar maður að fjársjóðurinn hefur sennilega engan
almennilegan tilgang á heimilinu. Í stað þess að henda slíku er gott að eiga hirslu sem verður bara skemmtilegra að róta í þegar fram líða stundir.“ Dót af öllum toga finnst í skúffunni hans Kormáks og frá hinum og þessum áfangastöðum: „Í skúffunni minni er bensínkveikjari sem merktur er herstöðinni í Keflavík.
Við mamma fundum hann í göngutúr um hávetur, frosinn í klaka skammt frá heimili okkar. Slíkum fjársjóði fer maður nú ekki að henda. þó hann sé ekki endilega stofustáss. Í skúffunni minni er einnig Draslskúffa Korm áks. Mynd | Hari samansafn penna sem enginn veit hvaðan raunverulega koma. Þeir einfaldlega dúkka upp í vösum eða töskum og enda flestir í draslskúffunni. Svo er í henni yddari merktur MTV, ansi skrautlegur, en ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvernig ég komst yfir hann.“ | hdó
Kormákur með gersemar sínar. Mynd | Hari
Sjálfsmeðvitund leikarans og þjóðarkrísa Gréta Kristín Ómarsdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands nú í haust. Útskriftarverk hennar Stertabenda er strax komið á svið Þjóðleikhúsins. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is
V
erkið er eftir Marius von Mayenburg og er frá 2010. Ég vann það með hljómsveitinni Evu og fjórum leikurum. Verkið var upprunarlega unnið með leikurum sem unnu með sjálfa sig í ferlinu. Við sprengdum það upp og tókum inn okkur sjálf,“ segir Gréta Kristín.
Sjálfsmeðvitund leikarans
Grétu er hent beint út í djúpu laugina. Mynd | Rut
Í sýningunni er unnið með blekkingu leikhússins og sjálfsmeðvitund leikara gagnvart áhorfendum. Sýningin í heild sinni er meðvituð um eigin sviðsetningu og leita leikarar við að ná stjórn á aðstæðum og eigin birtingamynd. „Það verða á köflum svolítið súrar aðstæður og alveg viðbjóðslega fyndnar og
misheppnaðar. Ferlið hefur snúist um að ganga alltaf lengra inn í klisjurnar og ganga nær okkur sjálfum og hugmyndum okkar um okkur sjálf, bæði sem manneskjur og sem Íslendinga.“
Krísa þjóðarsálarinnar Verkið er innblásið að atburðum síðasta vors, Panamaskjölin og stöðu stjórnmálamanna í samfélaginu. „Leikararnir eru alltaf að reyna að vera vinsælastir í sýningunni eða vera mesta fórnarlambið eins og stjórnmálamennirnir okkar. Við vildum með þessu verki ávarpa það hvað keppnin í samfélaginu í dag er skökk. Við tölum beint inn í krísuna sem íslenska þjóðarsálin lendir í. Misskiptingin er alltaf að aukast og við erum alltaf að horfa á stærri þversagnir. Við erum
stolt af náttúrunni, samt viljum við virkja hana. Við prísum okkur af menningu sem þjóðararfi en sveltum svo listir og menningu. Við hendum hælisleitendum heim en tökum alltaf af móti fleiri ferðamönnum. Við erum að spyrja hvort við getum enn sagt að við séum best í heimi. Við notum myndlíkingu leikhússins til að ávarpa þetta.“ Hvernig er að vera nýútskrifuð og strax komin með verk í leikhúsið? „Allt hefur gerst svo hratt að það er ekki alveg tími til að hugsa en þetta er allt saman smá svakalegt. Ég er að fást við verkefni og sett inn í hlutverk sem eru ekki beint kennd í skólanum. Mér er bara hent beint í djúpu laugina og það er bara kominn tími til að byrja að synda.“
25 ár frá tónlistarsprengju Nirvana Nevermind Red Hot Chili Peppers Blood Sugar Sex Magik Hole Pretty on the Inside Talk Talk Laughing Stock Guns N’ Roses Use your Illusion I & II Mariah Carey Emotions Orbital Orbital Saint Etienne Foxbase Alpha A Tribe Called Quest The Low End Theory
SEPTEMBER TILBOÐ
MC Lyte Act Like You Know
Það var líf í tónlistarútgáfunni fyrir 25 árum. Þá streymdu á markað plötur sem hafa síðan talist sígildar. Septembermánuður árið 1991 var ótrúlega gjöfull þegar kom að tónlistarútgáfu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Margar sígildar og áhrifamiklar plötur heimsfrægra tónlistarmanna litu
agsins ljós. Sumt er vel heppnað d vinsældapopp sem enn virkar, annað framsækin tónlist sem mótað hefur tónlistarfólk og tónlistaráhugamenn sem nú eru að ná miðjum aldri. Yngra fólk, sem ekki þekkir til verkanna, gæti gert margt vitlausara en að tékka á einhverju af þessari tónlist, sem öll kom út í september 1991. | gt
GÍRAÐU BÍLINN FYRIR HAUSTIÐ ÞURRKUBLÖÐ Gott úrval frá þýsku gæðamerkjunum Bosch og Förch.
OSRAM PERUR
MOTTUR Bæði stakar mottur og í settum. Bíllinn heldur ábyrgðinni með vottuðum varahlut frá okkur!
LÆGRA VERÐ
3 ÁRA ÁBYRGÐ
VOTTUÐ GÆÐI
SJÖ VERSLANIR UM LAND ALLT REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, REYKJANESBÆR, Krossmóum 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13
www.bilanaust.is
Sími: 535 9000
Gæði, reynsla og gott verð!
30 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Íslenskir Trekarar í afmælisstuði Út um allan heim er því fagnað þessa dagana að fimmtíu ár eru liðin frá því að Star Trek sjónvarpsþættirnir fóru fyrst í loftið. Star Trek aðdáendur á Íslandi láta ekki sitt eftir liggja í hátíðarhöldum. „Það eru mörg partí sem tengjast afmælinu á þessu ári. Á Íslandi eru tveir aðalklúbbar um Star Trek, eða skip eins og við köllum það, USS Fenris og USS Excelsior. Sá fyrri, sem ég tilheyri, hittist reglulega og heldur fundi og slíkt, en sá síðari er aðallega á netinu,“
segir Guðjón Sigmundsson, sem er mikill áhugamaður um heim Star Trek. Guðjón hefur verið Trekari frá því að hann var smákrakki. Það var eldri bróðir hans, Sigmund ur, sem tók hann með sér á eina fyrstu bíómyndina um þ ennan ævintýralega heim og þá var ekki aftur snúið. Þriðji bróðirinn Tómas er líka mikill aðdáandi. „Það var vísindalegur bakgrunn ur hugmynndanna í Star Trek sem heillaði mig mest,“ segir Tómas, „þessi rökhugsun sem býr að baki þáttunum. Flestir sem eru í þessu eru líka að lesa annan vísinda
skáldskap en þessi klassík sam einar fólk.“ Guðjón segir að Star Trek aðdá endur hafi oft á tíðum orðið fyrir fordómum í samfélaginu. „Það hefur oft verið litið á okkur sem einhverja voðalega furðufugla, en hver er það ekki? Rétt eins og á við um fótboltaáhuga, þá snýst þetta fyrst um aðdáun og að hitta skemmtilegt fólk sem deilir áhuga málum manns. Maður er bara búinn að vera svo lengi í þessu, í yfir 20 ár, þannig að maður er hættur að kippa sér upp við þetta. Þetta snýst fyrst og fremst um skemmtun.“
Þeir Tómas og Guðjón eru miklir Trekarar. Elsti bróðinn Sigmundur er ábyrgur. Nexus og Bíó Paradís halda veglega afmælishátíð sem hefst í bíóinu í kvöld kl. 20. Aðdáendur er hvattir til að mæta í búningum, verðlaun í boði. Aðgangeyrir er 2500 kr.
Í innslagi í Kastljósi fyrir nokkrum árum brugðu bræðurnir sér í karakter.
Mynd | Rúv.
Páfagaukurinn kominn heim! Fuglinn í félagsskap systur sinnar.
Mikið pláss á 15 fermetrum. Mynd | Hari.
Aleigan á 15 fermetrum Hvíti fagri páfa gaukurinn sem Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku er komin til síns heima. Hann var í fóstri hjá arkitektastofunni T.ark í Brautarholti þar sem vel var gert við hann.
Eigandi fuglsins rakst á fréttina um óskilagaukinn og hafði samband við arkitektastofuna og komst fuglinn aftur heim til fjölskyldu sinnar þar sem hann komst aftur til systur sinnar. Sigríður Margrét Einarsdóttir gekk fuglinum í móðurstað á arki tektastofunni í þann tíma sem hann var þar. Sigríður tók tímabundna hlutverkinu alvarlega og fannst gaman að sjá um fuglinn. ,,Það var mjög skemmtilegt að hafa hann hjá okkur, hann lét fara vel um sig. Við söknum hans strax, hann var svo krúttlegur en nú hafa hann og systir hans sameinast og þar líður honum best.’’ | hdó
Svanhvít K. Ingibergsdóttir býr í 15 fermetra hjólhýsi með kærastanum sínum og hefur gert síðan í maí. Hún hefur aldrei fundið fyrir plássleysi eða kulda. Henni fannst frábært að losa sig við dót fyrir flutningnana. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatíminn.is
S
vanhvíti hafði lengi langað að flytja í smátt húsnæði. Hún ræddi við foreldra sína um hugmyndina um að flytja í hjólhýsið: „Mamma mín stakk upp á því að við gætum prófað að vera í hjól hýsi. Þau búa á lóð rétt fyrir utan bæinn og buðu okkur að koma og búa þar.“
Aldrei lent í plássleysi Aleiga Svanhvítar rúmast því á 15 fermetrunum fyrir utan nokkra persónulega hluti sem fóru í litla geymslu. „Við losuðum okkur við alveg helling af dóti, hentum og gáfum, og erum núna með pínu litla geymslu fyrir ljósmyndir og það helsta. Ég þarf ekki mikið dót og við þurfum ekki meira pláss.“ Í fyrstu leit út fyrir að það yrði erfitt að að skipuleggja þetta litla rými, hvert allt dótið ætti að fara og hvernig ætti að raða í hirslurn ar. „Ég fékk smá stresskast þegar
Hamingjusama parið fyrir framan heimilið sitt. Mynd | Hari.
ég var að pakka niður. Ég horfði á stofuna og vissi ekki hvað ég ætti að gera við allt þetta dót. En hjólhýsið er vel skipulagt og þar er mikið skápapláss. Ég er meira að segja með tvo skápa sem ekkert er í.“
Andleg hreinsun Fólk á það til að tengjast hlutunum sínum tilfinningaböndum. Erfitt getur verið að losa sig við merk ingarhlaðna hluti en Svanhvít segir það vera andlega reynslu að leyfa þeim að fara. „Ég hafði gert það áður því ég hef mikið búið erlendis og flakkað á milli landa, þannig að ég hef oft skilið marga
hluti eftir og þurft að velja og hafna. Það kom sjálfri mér á óvart hvað þessi tiltekt var mikil andleg hreinsun.“ Hvernig er að búa með maka sínum í svona litlu rými? „Við höfum oft talað um það og það eru örugglega margir sem gætu það ekki. Það hafa ekki ver ið nein vandræði. Við erum með rennihurð á milli svefnherberg is og stofu en við höfum ekkert notað hana. Við erum alltaf í sama rými og það hefur ekki haft nein áhrif á okkur. Mér líður rosalega vel hérna og ég mæli með þessu.“
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
www.kia.com
Hönnunin er Crossover — eðlið er Hybrid Við kynnum Kia Niro Hybrid
Reynsluaktu fyrsta Hybrid bílnum frá Kia Umhverfisvitund og akstursánægja sameinast í Kia Niro, fyrsta Hybrid bílnum frá Kia. Hann er aflmikill með karakter jepplings, umhverfismildur og áreiðanlegur, leitast alltaf við að keyra á rafmagni — og eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km í blönduðum akstri. Honum fylgir svo að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð.
Komdu í Öskju og reynsluaktu Kia Niro Hybrid. Við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Verð frá 4.290.777 kr. Mánaðarleg afborgun 35.777 kr.* Kia Niro Hybrid — bensín og rafmagn, 3,8 l/100 km, sjálfskiptur DCT– 6 *m.v. 50% útborgun og lán í 84 mánuði með 8,75% vöxtum og árlegri hlutfallstölu kostnaðar 10,45%
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland
LAUGAR DAGS ÞRENNA
Morgun Tilvalið er að eyða morgunstundinni með p löntunum sínum. Gott er að tala við þær og gefa þeim að drekka. Góð hugleiðing f yrir daginn fram undan. Bætir líka samskiptin á heimilinu.
Hádegi Flestir vita að röðin í Vesturbæjarís er ekki fyrir óþolinmóða á laugardagskvöldi. Ráð er að taka forskot á sæluna og fara í Vesturbæjarís í hádegismat. Það má, laugardagar eru nammidagar.
Kvöld Á laugardagskvöldum er enginn þjakaður eftir vinnudaginn og nægur tími til að taka öllu með ró. Gott er að elda réttinn sem aldrei er tími til að elda á virkum dögum vegna eftir-vinnu-leti. Best er að bjóða einhverjum í mat sem maður sér sjaldan.
Fólkið mælir með… Ólafur Þór Kristinsson Réttur í Ikea: Ég fékk mér síðast pulsu, pitsusneið og kók á 590. Annars fæ ég mér yfirleitt sjöttbollerne. Vefsíða: Ég myndi mæla með Nowness, oftast fullt af skemmtilegum myndböndum þar fyrir alla. Teiknimynd: Er það ekki frekar basic. Aladdín.
25-
Hildur Rós Guðbjargardóttir Réttur í Ikea: Ég fer reglulega með stelpurnar mínar í Ikea til að borða og þær fá sér alltaf kjötbollurnar og ég grænmetisbollurnar! Mér finnst þær æði! Vefsíða: Facebook er mest heimsótta heimasíðan í minni tölvu, þó er Pintrest í mestu uppáhaldi til að leita innblásturs og láta mig dreyma! Teiknimynd: Brave er mynd sem feministinn í mér hefur gaman af, sérstaklega þar sem hún er óhefbundin „prinsessa’“ sem er algjörlega óhrædd og tekur hlutina í sína eigin hendur, ólíkt þessari gömlu!
Ball multi pend 7 kúplar 12 cm. 79.995 kr.
59.995 kr.
Sparaðu 20.000 kr.
50% AF ÖLLUM
LJÓSUM OG LJÓSAPERUM
Sveinbjörn Pálsson Réttur í Ikea: Fæ nostalgíu í æskuna í Gautaborg annað hvert ár og fer og fæ mér kjötbollur, og sænskt nammi með heim. Kjötbollurnar eru oftast bragðlausar, og ég fæ í magann af risanamminu. Vefsíða: Metafilter.com er uppáhalds linkasíðan mín, og hefur verið í 15 ár, þarf að borga 5$ til að fá rétt til að pósta og kommenta. Menn vanda sig þar. Teiknimynd: Rick & Morty er allt. Fyndnustu þættir í sjónvarpi í dag, koma endalaust á óvart, meira Simpsons en Simpsons, meira Seinfeld en Seinfeld, meira Star Trek... Þið fattið. Velja ekki allir R&M?
Náttúrulegt Þörunga magnesíum
Mikil virkni Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki
LJÓSADAGAR 8. - 25. SEPTEMBER
EN GI N M AG AÓ NO
T
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30