29_07_16

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 42. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 29.07.2016

Afturhaldssöm grasrót vann, Hjartað í Úkraínu en lífið er á framsækin grasrót tapaði Flúðum Örlagasaga úkraínskrar Flokkarnir laskaðir fjölskyldu á Suðurlandi 8 í kosningabaráttunni 16

ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

8,2X4,7CM.indd 1

2.6.2016 13:09:08

TÓMAS PONZI VEIKTIST AF KRABBAMEINI OG MISSTI ÁTTIRNAR Í LÍFINU. HANN LEITAÐI LAUSNA OG FÉKK SVAR.

HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?

Heldra tattú á eldri borgurum

34

Borgar niður­ fellingu með lægri bótum

Ráðstöfunarfé Þorgerðar Erlingsdóttur snar­ minnkaði við skulda­ niðurfellingu Sigmundar

GUÐRÚN AGLA HAFSTEINN & DÍS

4

SMÍÐA HÚSGÖGNIN Í DRAUMAHÚSIÐ VIÐ HAFRAVATN

ÁSTARPUNGAR, LAMBABORGARI OG FROSIÐ KAFFI Á FERÐALAGINU MYNDIR AF MISS UNIVERSE ICELAND KEPPENDUM UMDEILDAR DROTTNINGAR INSTAGRAM VEITA INNBLÁSTUR MENNTSKÆLINGAR FRAMLEIÐA MARGVERÐLAUNAÐ SÚKKULAÐI FÖSTUDAGUR

29.07.16

Góða ferð!

Mynd | Rut

Kíktu á okkur um verslunarmannahelgina. Góður heimilismatur á góðu verði. Breiðumörk 10, Hveragerði. S.4512341

ÞÚ ÁTT AÐ RÆKTA TÓMATA Á ÍSLANDI Mynd | Rut

DJI vörurnar fást í iStore

Phantom 3

Phantom 4

verð frá

verð

98.990kr

249.990kr

Viðurkenndur endursöluaðili

Inspire 1 v2.0

á tilboði! 379.990kr

(verð áður 489.990)

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Tveir viðriðnir morðið á Jóni Sakamál Enn er leitað að morðingja Jóns Gunnars, en lögreglan grunar tvo einstaklinga um að tengjast ódæðinu. Að minnsta kosti tveir eru grunaðir um að hafa myrt Jón Gunnar Kristjánsson sem var stunginn 14 sinnum í Akalla í Svíþjóð mánudaginn 18. júlí síðastliðinn. „Við erum með einn grunaðan mann í haldi, en hann er fæddur árið 1978,“ segir Mats Eriksson, fjölmiðlafulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi. Hinn handtekni hefur áður kom-

ið við sögu lögreglu samkvæmt sænskum fjölmiðlum en hann er grunaður um að hafa verið í vitorði með þeim sem stakk Jón Gunnar, að því er fram kemur í svörum lögreglunnar. Spurður hversu marga þeir telji að hafi komið að árásinni, svarar Mats: „Að minnsta kosti tveir.“ Ekki er vitað hvers vegna Jón var stunginn, en hann var 35 ára þegar hann lést. Einhverjir sjónarvottar voru á vettvangi þegar ráðist var á Jón. Sögðu þeir að morðinginn hefði sagt eitthvað um dulkóðuð gögn áður en hann stakk Jón. Að sögn lögreglu er ekkert sem

Bjarni Benediktsson vill kjósa í haust. Mynd | Rut

Kannski þurfa þeir Sigmundur Davíð og Bjarni að tala saman Stjórnmál Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að dagsetning kosninga þurfi að liggja fyrir innan skamms. Stjórnmálaflokkarnir þurfi að geta undirbúið sig með talsverðum fyrirvara. Hann segir að ef til vill sé kominn tími til að formenn stjórnarflokkanna ræði saman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins telur sem kunnugt er að ekkert liggi á því að kjósa, ljúka þurfi mikilvægum málum áður en boðað verði til kosninga. Bjarni Benediktsson bendir hins vegar á að stjórnarsamstarfið hafi verið endurnýjað á þessum forsendum. Sigurður Ingi Jóhannsson for-

sætisráðherra skilur hins vegar enn dyrnar eftir hálfopnar. Hann segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson sagðist fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum ekki vita hversu oft hann þyrfti að svara þessari spurningu um kosningar. Stjórnarsamstarfið hefði verið endurnýjað á þessum forsendum. Það hefði ekkert breyst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spáði ofsafengnum viðbrögðum í kjölfar endurkomu sinnar í stjórnmálin en átti þá örugglega ekki við samstarfsflokkinn. Það virðist þó tæpt að hann geti komið í veg fyrir kosningar og ólíklegt að hann geti snúið aftur í ríkisstjórn nema hann endurnýi umboð sitt. | þká

Jón Gunnar bjó í Svíþjóð nær allt sitt líf og stundaði um tíma nám í læknisfræði í Ungverjalandi. Hann var myrtur með hrottafengnum hætti fyrr í mánuðinum.

bendir til þess að hann hafi þekkt árásarmennina. Jón Gunnar bjó nær alla sína ævi í Svíþjóð, en faðir hans er íslenskur. Móðir Jóns er kínversk. Jón á tvö börn og var um tíma í læknanámi í Ungverjalandi. | vg

Sjávarútvegur

Kvótinn kostar 1010 milljarða Ef söluandvirði á 1600 þorskígildistonnum Hafnarness VER í Þorlákshöfn er skoðað, má reikna út að andvirði kvóta á Íslandi eru 1010 milljarðar króna. Þannig seldi Hafnarnes kvótann til HB Granda fyrir 3950 milljónir króna. Með kaupum á kvótanum fer aflahlutdeild HB Granda úr um 43.800 þorskígildistonnum í um 45.400 eða úr 10,7% af heildaraflahlutdeild í 11,1%. Það þýðir að verðmæti HB Granda er 112 milljarðar króna, þar af leiðandi er heildarvirði kvótans 1010 milljarðar króna. Til samanburðar má benda á að samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands eru eignir allra Íslendinga, að frádregnum skuldum, 2600 milljarðar. Kvótinn nemur því 39% af eignum allra Íslendinga. Við þetta má bæta að útgerðir greiða 4,8 milljarða í veiðigjöld ári. | vg

Segja Texas-Magga hafa eyðilagt veisluna Matur „Stór hluti fjölskyldunnar þurfti að fara heim vegna matareitrunar í brúðkaupsveislunni okkar, á stærsta degi lífs okkar,“ segir Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir en hún og eiginmaður hennar Jón Haukur Ólafsson sömdu við Veisluþjónustuna Mínir menn um 60 manna brúðkaupsveislu í samkomuhúsinu í Sandgerði. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Veisluþjónustan Mínir menn er í eigu fyrrum forsetaframbjóðandans Magga í Texasborgurum en veislan var haldin í Sandgerði um helgina. Brúðhjónin segja matinn hafa verið vondan og ólystugan en þau hafi reynt að leiða það hjá sér til að byrja með: „Það var ekki fyrr en að fólk fór að týnast hljóðlega í burtu stuttu eftir aðalréttinn að við fórum að spyrjast fyrir um hvað væri í gangi. Þá fengum við að vita, að stór hluti fjölskyldunnar væri farinn heim vegna matareitrunar i brúðkaupsveislunni okkar,“ segir Sigurbjörg Dís. Hún segir að brúðkaupsdagurinn hafi verið gersamlega ónýtur. Maturinn nánast óætur og helmingur gestanna hafi veikst og orðið að fara. Þetta sé mikið áfall enda hafi veislan verið lengi í undirbúningi og mikið lagt í hana. „Amma brúðgumans og tengdaforeldrar mínir þurftu að fara áður en veislan var hálfnuð. Helmingurinn var farinn áður en farið var að dansa. Auðvitað var veislan ónýt." Haft hefur verið samband við

Brúðkaupsdagurinn var ónýtur hjá brúðhjónunum Sigurbjörgu Dís Konráðsdóttur og Jóni Hauki Ólafssyni.

„Amma brúðgumans og tengdaforeldrar mínir þurftu að fara áður en veislan var hálfnuð. Helmingurinn var farinn áður en farið var að dansa. Auðvitað var veislan ónýt.“ heilbrigðiseftirlitið og sóttvarnalækni sem kanna málið. Sigurdís segist ósátt við viðbrögð eiganda Veisluþjónustunnar sem hafi sýnt af sér hroka og látið í veðri vaka að gestirnir hefðu veikst og ælt vegna áfengisneyslu. „Hann bauð okkur reyndar að halda tíu manna jólaveislu í sárabætur, en það kom ekki til greina að leyfa honum að eyðileggja jólin líka.“

Það voru allir glaðir þegar kokkurinn fór

Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi segir líklegast að brúðhjónin séu að reyna að kúga hann til að fella niður greiðslu fyrir matinn. Þau hafi hringt og hótað honum. Maturinn hafi hins vegar klárast í veislunni, fólk komið aftur og aftur til að fá sér og lýst yfir ánægju með matinn.“ Okkur var sagt að fólk hefði farið að æla skömmu eftir matinn en það voru allir glaðir þegar kokkurinn fór klukkan 9.”

Oddviti VG greiddi ekki atkvæði um einkaspítala Heilbrigðismál Bjarki Bjarnason oddviti VG í Mosfellsbæ segir að flokkurinn muni aldrei styðja tvöfalt heilbrigðiskerfi en meirihlutasamtarf VG og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ kom ekki í veg fyrir að bærinn úthlutaði spítalanum lóð undir 40 þúsund fermetra einkaspítala. Bjarki segir að málið hafi ekki komið til kasta bæjarstjórnar heldur bæjarráðs, þar sem hann sé einungis áheyrnarfulltrúi. Hann segist því ekki hafa greitt atkvæði enda hafi hann ekki haft atkvæðisrétt. En hvernig hefði hann greitt atkvæði? „Ég hefði auðvitað kynnt mér mál-

ið miklu betur ef ákvörðunin hefði verið í mínum höndum.” Mosfellsbær hefur áður úthlutað lóð undir einkaspítala árið 2009, þá ætlaði fyrirtækið Primacare að gera út á bæklunaraðgerðir. Af þeim áformum varð ekki vegna fjárskorts. Athygli vekur að VG var einnig í þeim meirihluta sem úthlutaði lóðinni þá.

Ég hefði auðvitað kynnt mér málið betur ef ákvörðunin hefði verið í mínum höndum, segir Bjarki Bjarnason. Mynd | Rut


æ u d l v y i n k t s l ý ö r j i F

Allt um leikinn og hvenær verður dregið á:

princepolo.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

k r j e u m m a o k i g r t þ s ú 0 g 1 æ u t i ð r a u n f nnið. . a S


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Óvissa um kaupin á Máli og menningu Viðskipti Enn hefur ekki verið greitt fyrir bókaverslunina Mál og menningu þrátt fyrir að þrír mánuðir séu liðnir frá því að kaupsamningur var gerður um kaupin. Ójóst er með kaup Björns Inga Hrafnssonar og viðskiptafélaga á bókabúð Máls og menningar við Laugaveginn en Fréttatíminn greindi frá því í maí síðastliðnum að hann hygðist kaupa rekstur verslunarinnar. Þá var starfsfólki tilkynnt um fyrirætlanir Björns Inga og félaga, en sjálfur fór hann fyrir hópi fjárfesta.

Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur hópurinn ekki enn greitt fyrir búðina þrátt fyrir að um þrír mánuðir séu liðnir síðan samkomulag náðist um söluna. Þegar Fréttatíminn hafði samband við Björn Inga sagðist hann ekki vilja tjá sig um viðskipti sem væri ekki lokið. Hann bætti þó við að það væri fullur vilji til þess að fjárfesta í bókabúðinni fornfrægu sem stendur við Laugaveg 18. Að hans sögn stendur áreiðanleikakönnun yfir og vonast hann til þess að kaupsamningurinn gangi eftir í næstu viku. Það er Arndís B. Sigurðardóttir sem á og rekur bókabúðina. Hún

rak einnig Iðu við Lækjargötu, en hún seldi verslunina til Birgis Þórs Bieltvedt sem hyggst opna þar Hard Rock veitingastað. Arndís sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo komnu máli. Rekstur Máls og menningar lenti í töluverðum vandræðum skömmu eftir hrun, en verslunin varð gjaldþrota árið 2011. Arndís hefur rekið búðina síðustu ár og nú síðast keypti Mál og menning kaffihúsið þar sem Súfistinn var með aðstöðu. Heitir það kaffihús nú Rúblan og er nefnt eftir viðurnefni sem húsið fékk skömmu eftir að það var byggt upp úr miðri síðustu öld. | vg

Eitthvað virðist salan á rekstri bókarbúðar Máls og menningar ganga hægt fyrir sig.

Einstæð móðir í austurborginni missir hálfa milljón á ári í vaxtabætur

Staða mín verri eftir leiðréttinguna Vaktabætur „Ég fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið 2015 en ekkert núna,” segir Þorgerður Erlingsdóttir, 51 árs kona, sem hefur verið einstæð móðir tveggja barna, frá árinu 2001. „Það má segja að ég sé að greiða leiðréttinguna sjálf.” Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Mig hafði ekki órað fyrir því að þetta yrði svona mikil skerðing, að vaxtabæturnar færu úr 500.000 krónum niður í ekki neitt, auk þess sem barnabætur myndu lækka um helming, þar sem eldri dóttir mín sem er í menntaskóla yrði átján ára,” segir Þorgerður Erlingsdóttir. Hún keypti fjögurra herbergja blokkaríbúð árið 2004, á 90 prósenta láni. Íbúðina keypti hún á 13 milljónir en hún skuldar rúma 21 milljón í húsnæðislán í dag. „Ég gæti ekki náð endum saman ef ég hefði ekki stuðning frá mömmu minni.” Þorgerður skuldaði 23,5 milljónir árið 2014 og fékk 500 þúsund í vaxtabætur árið 2015. Sama ár var

fasteignamat íbúðarinnar hækkað úr 25 í rúmar 28 milljónir. Þá fékk hún 2.000.000 í leiðréttingu. Samtals hefur hrein eign í íbúð hennar hækkað um tæpar 6 milljónir. „Hærra fasteignamat nýtist mér ekki nema ég sé að kaupa eða selja. Og maður borðar ekki þessa leiðréttingu, greiðslubyrðin af húsnæðislánunum lækkaði fyrst um 6.000 krónur en er nú komin í sömu upphæð. Minn veruleiki hefur því ekki breyst nema til hins verra. Núna get ég ekki notað vaxtabæturnar til að greiða niður skammtímalánin, svo sem yfirdrátt og kortalán. Oftast á ég ekki nema 30 þúsund afgangs af laununum mínum til að kaupa mat og bensín á bílinn. Ég hef oftar en einu sinni þurft að leita til mæðrastyrksnefndar,” segir hún. „Þegar ég fór að gera skattaskýrsluna mína og fékk bráðabirgðaútreikning, fékk ég algert áfall,” segir Þorgerður. Hún segist hafa hringt oftar en einu sinni í skattinn og fengið mismunandi svör, til dæmis að þeir sem hefðu fengið leiðréttingu Sigmundar Davíðs, hefðu afsalað sér vaxtabótunum. „Það hafði nú algjörlega farið fram

Þessi leiðrétting var algert frat frá upphafi, segir Þorgerður Erlingsdóttir. Mynd | Rut

hjá mér. Það er ljóst að þessi leiðrétting var algert frat frá upphafi til enda og kemur verst við þá sem hafa minnst milli handanna. Með

Launatekjur á mánuði Tekjuskattur á ári Barnabætur Vaxtabætur

2015 2016 4.850.479 4.970.879 404.207 -96.633 -1.159.596 507.817 500.000

414.240 2,5% -99.589 3,1% -1.195.068 3,1% 230.115 -54,7% 0 -100,0%

Nettóskattur -151.779 -964.953 Ráðstöfunartekjur 4.698.700 4.005.926 á mánuði

391.558

Ef 2 börn Launatekjur

2,5%

333.827

á mánuði Tekjuskattur á ári Barnabætur Vaxtabætur

535,8% -14,7%

2015 2016 4.929.957 4.970.879 0,8% 410.830 414.240 0,8% -98.216 -99.589 1,4% -1.178.597 -1.195.068 1,4% 516.138 520.238 0,8% 508.193 0 -100,0%

Nettóskattur -154.266 -674.830 337,4% Ráðstöfunartekjur 4.775.691 4.296.049 -10,0%

-14,7%

á mánuði

Vantar í budduna -57.731

397.974

358.004

-10,0%

Vantar í budduna -39.970

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Vaxtabætur hafa lækkað mikið frá 2013, þar af um 25 prósent frá árinu 2015. Þá fækkaði þeim sem fá þær um 21 prósent. Sömuleiðis fækkar þeim sem fá barnabætur greiddar. Í fjármálaáætlun fjármálaráðherra til næstu fimm ára er áætlað að draga enn meira úr barnabótum og vaxtabótum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að slík forgangsröðun fjármálaráðuneytisins hafi verið ástæða þess að hún setti alvarlega fyrirvara við þessa áætlun þegar hún var samþykkt í ríkisstjórn. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar að ríkisstjórn ríka fólksins sé stýrt með alls konar fyrirvörum síðustu lífdagana. Það sé ekki trúverðugt eða merki um stefnufestu og vönduð vinnubrögð.

Jafnmargar konur og karlar hjá Viðreisn

Óli Stef orðaður við framboð Stjórnmál Formaður yfirkjörstjórnar Viðreisnar segir að passað verði upp á kynjahlutföllin í efstu sætum framboðsins. Uppstillingarnefndir eru að störfum en rætt er við frambjóðendur þessa dagana og vikurnar.

Setjum undir á staðnum

þessari skerðingu og hún gæti orðið til þess að ég missti húsnæðið mitt, ef ég hefði ekki stuðning móður minnar.”

„Ríkisstjórn ríka fólksins” lækkar bætur

Heimilisbókhald Þorgerðar árin 2015 og 2016

því að taka vaxtabætur af fullt af fólki í mínum sporum er hægt að borga hana upp og vel það. Ég er að greiða leiðréttinguna sjálf með

Gríðarlega margir sýna efstu sætum áhuga hjá Viðreisn, enda sýna kannanir fram á mikinn stuðning. Meðal þeirra sem eru orðaðir við framboð eru Ólafur Stefánsson handboltakappi. Viðreisn ætlar að passa upp á kynjahlutföllin í efstu sætum framboðsins. Jórunn Frímannsdóttir formaður yfirkjörstjórn-

ar segir fyrirkomulag fléttulista eiga að tryggja hlutfall kynjanna eins og kveðið sé á um í reglum um uppstillingu sem er nýbúið að samþykkja. „Við ætlum líka að huga að jafnræði á öðrum sviðum svo sem varðandi aldur. Markmiðið er að frambjóðendur Viðreisnar hafi breiða skírskotun í samfélaginu. Hún segir að gríðarmikill áhugi sé á því að komast á framboðslista en uppstillingarnefndir hafa tíma fram í lok ágúst til að stilla upp á lista: „Þetta er auðvitað lúxusvandamál en það er alveg ljóst að það geta ekki allir verið í fyrsta eða öðru sæti.” | þká

Jórunn Frímannsdóttir segir mikilvægt að frambjóðendur hafi breiða skírskotun. Mynd | Rut


Það er kraftur í þér Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Ljósafossstöð útskýrir orkuna sem býr í öllum hlutum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17. Verið velkomin.

Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.landsvirkjun.is/heimsoknir.


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Skötuselsmáli líklega áfrýjað til Hæstaréttar Dómsmál Fyrrverandi þingmenn VG og Samfylkingar takast á um skötusel fyrir dómi „Ég á frekar von á því að mál­ inu verði áfrýjað, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir,” seg­ ir Lúðvík Bergvinsson hér­ aðsdómslögmaður og sækj­ andi í skötuselsmálinu sem höfðað var gegn ríkinu vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ríkið vann mál sem var höfðað vegna svokallaðra skötuselslaga árið 2010.

Með skötuselslögunum var veitt heimild til að veiða skötusel um 80 prósent um­f ram ráðgjöf Haf­ rann­sókna­stofn­u n­a r og að viðbót­ arkvóta yrði út­h lutað gegn gjaldi. Lögmaður sækjenda er enginn

annar en Lúðvík Bergvinsson fyrr­ verandi þingmaður Samfylkingar­ innar. Útgerðarfélagið Glófaxi í Vest­ mannaeyjum stefndi íslenska ríkinu og krafðist þess að viður­ kennt yrði að það bæri skaðabóta­ ábyrgð á tjóni sem útgerðarfélag­ ið hefði orðið fyrir vegna úthlutunar á af laheimildum. Dómurinn taldi ósann­ að að útgerðin hefði orðið fyrir tjóni og dæmdi ríkinu í vil. Þá var útgerðin dæmd til að greiða 900 þúsund krónur í málskostnað.

Lúðvík Bergvinsson segist frekar eiga von á því að málinu verði áfrýjað.

Jón Bjarnason f y rr verandi sjávarútvegsráðherra segir að ákvörðun um sérstaka úthlutun á veiðiheimildum í skötusel hafi ver­ ið afar brýnt mál á þessum tíma. Það sé ánægjulegt að héraðsdómur hafi komist að svo afdráttarlausri niðurstöðu í þessu máli. „Þarna var um geðþóttaákvörðun sjávarútvegsráðherra að ræða,” seg­

Jón Bjarnason er ánægður með niðurstöðuna

ir Lúðvík Bergvinsson. „Það var verið að færa aflaheimildir i kjör­ dæmi ráðherrans vegna þess að grá­ sleppukarlar höfðu fengið skötusel í netið. Þetta hafði sáralítið með gjaldtöku að gera. Þá komu upp sjónarmið um að breyta þessu með almennum aðgerðum en ekki sér­ tækum.” segir hann. | þká

Verslunarmenn upplifa ÚTSALA mikið álag um helgina 25% Sumar

AFSLÁTTUR

179.990 kr. 239.990 kr.

Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

KIRUNA

„Við reynum bara að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Gísli Þór Sigurbergsson, verðlagsstjóri Fjarðarkaups í Hafnarfirði, en versl­ unin lokar búðinni alla helgina í til­ efni af frídegi verslunarmanna sem er jafnframt orðin ein af þyngstu helgunum þegar kemur að þjónustu. A ndrés Mag nússon, fram­ kvæmdastjóri Verslunar- og þjón­ ustu segir það óhjákvæmilegt að þjónustuaðilar séu með opið um þessa mestu og stærstu ferðamanna­ helgi ársins. Annað væri óeðlilegt. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa komið til umræðu að færa frídag verslunarmanna, en sú umræða hafi ekki leitt til niður­ stöðu. Gísli Þór birti mynd á Facebook á dögunum, en sú mynd hefur birst á vef þeirra síðustu ár. Þar má sjá Gísla standa fyrir framan skilti við verslun Fjarðarkaups þar sem tilkynnt er að lokað verður alla helgina. Nokkuð sem er sjaldgæf sjón á síðustu árum þar sem mikil áhersla hefur verið á aukin opnunartíma verslana í sam­ félaginu. „Við höfum alltaf lokað um versl­ unarmannahelgina, og raunar alla rauða daga ársins,“ útskýrir Gísli sem segir þetta grundvallarreglu

U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm

NEPTUN

Borðstofustóll. Eik og krómlappir.

26% AFSLÁTTUR

10.990 kr. 14.990 kr. SALLY

Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur.

25% 29.990 kr. 39.980 kr.

30% AFSLÁTTUR

Sumar

ÚTSALA 25% AFSLÁTTUR

CLEVELAND

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm

60%

89.990 kr. 119.990 kr.

Allt að

Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is

www.husgagnahollin.is 558 1100

Gísli Þór Sigurbergsson við skiltið góða. Hann hvetur fólk til þess að versla tímanlega.

hjá fyrirtækinu. Gísli segir það líka grundvallaratriði til þess að halda í gott starfsfólk. „En með fullri virðingu fyrir ungu fólki, sem er oft mjög góðir starfskraftar, þá hef ég verið með reynslumikið og gott starfsfólk mjög lengi sem er mik­ ilvægt,“ útskýrir Gísli. Verslunin, sem er rótgróin í Hafnarfirði, hefur skilað góðum tekjum síðustu ár, en verslunin skilaði hagnaði upp á 150 milljónir árið 2011. Gísli segir að vaktavinna með til­ heyrandi álagi á starfsfólk verslana sé ekki heillandi til lengdar. „Mað­ ur veltir því fyrir sér hvort það sé kannski einhver millivegur sem við mættum skoða.“ A ndrés Mag nússon, fram­ kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að flestar búðir loki á mánudeginum, sem er frídag­ ur verslunarmanna. „Það er kannski helst bensínstöðvar og slíkir þjón­

„Við höfum alltaf lokað um verslunarmannahelgina, og raunar alla rauða daga ársins.“ ustuaðilar sem eru með opið þann daginn,“ bætir hann við. Andrés seg­ ir að það verði að horfast í augu við að þetta sé mesta ferðamannahelgi ársins, „og slíkt kallar á mikla þjón­ ustu,“ segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það hafi komið til um­ ræðu annað slagið að færa frídag verslunarmana, en það mál hafi þó aldrei verið til lykta leitt. „Nú er almennt meira álag á versl­ unarmönnum út af ferðamönnum,“ segir Ólafía og bætir við að ungt fólk grípi oft tækifærið til þess að vinna á þessum dögum, enda vel borgað­ ar vaktir.

Ferðamenn í opinberri heimsókn hjá forseta

AFSLÁTTUR

ÖLL SMÁVARA FRÁ IVV

Verslun Verslunarmannahelgin er mikill álagspunktur fyrir verslunarfólk. Fjarðarkaup er eitt fárra fyrirtækja sem loka verslun sinni alla helgina. Formaður VR segir mikið álag á verslunarfólki, ekki síst vegna ferðamannastraumsins.

Reykjavík, Akureyri

og Ísafirði

www.husgagnahollin .is

afsláttur

Nokkrir ferðamenn sem komu við á Bessastöðum fyrir skömmu fengu betri móttökur en venja er til þegar um bú­ staði þjóðhöfðingja er að ræða. Þar var veislu á vegum for­ setans nýlokið og umsjónarmaður hússins hafði verið beðinn um að fara með nokkra gesti í skoðunarferð um húsið. Hann gerði það en dyrnar stóðu hálf­ opnar á meðan. Þegar líða fór á heimsókn­ ina varð hann var við að talsvert fjölgaði í hópnum og svo fór að

þótt tíu manns hefði verið boðið að skoða húsið, skilaði umsjónarmað­ urinn af sér fjörutíu áheyr­ endum þegar yfir lauk. Leiðsögumaður ferða­ hóps sem hafði komið með rútu til að skoða kirkjuna, varð nokk­ uð kindarlegur þegar hann fékk orð í eyra eftir uppákomuna en ferðamennirnir voru alsælir. | þká

Umsjónarmaðurinn lagði af stað með 10 ferðamenn en skilaði af sér 44. Mynd | Rut


ALLAR SKÓLATÖSKUR

VILDARAFSLÁTTUR 25% VERÐ FRÁ: 5.999.-

Iðjuþjálfar aðstoða viðskiptavini okkar að finna bestu töskuna fyrir bakið í völdum verslunum okkar í júlí:

SUMARLEIKFÖNG!

Smáralind 30. júlí kl: 15:00-17:00

50% VILDARAF SLÁTTUR

Kringlan 29./30. júlí kl: 15:00-17:00

EKKI MISSA AF ÞESSU! Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími töskutilboðs er 28. júlí, til og með 30. júlí, eða meðan birgðir endast. Vildarafsláttur af sumarleikföngum gildir til og með 14. ágúst . Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Vitaliy, Nina, Anastasía og Jaroslaw. Um helgar kennir Nina þeim Vitaliy og Anastasíu úkraínsku til þess að þau geti talað við afa og ömmu. Myndir | Alda Lóa

Hjartað í Úkraínu en á Flúðum á ég heima Kokkurinn Nina Faryna og eiginmaður hennar, Yaroslav Krayduba, smiður frá Ternopil í Úkraínu, hafa búið á Flúðum í tólf ár og starfað við gróðurhúsin þar. Þau voru á barnsaldri þegar kjarnorkuslysið í Tsjernobyl átti sér stað og eftir skólagöngu sína í Ternopil störfuðu þau bæði um tíma í Síberíu. Í Donbass héraðinu í Úkraínu geisar nú stríð og heima hjá þeim í vestur-Úkraínu er atvinnuóöryggi, en stærstu baráttuna háðu þau heima á Flúðum þegar þau horfðu á barnið sitt veikjast af krabbameini.

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna Rannsóknirnar skulu byggja á samstarfi vísindamanna norrænu landanna og hafa að markmiði að: • • • •

Auka þekkingu og skilning á krabbameinum Aukin skilvirkni forvarna Efla árangur í krabbameinsmeðferðum og endurhæfingu Auka virkni í beitingu krabbameinsmeðferða í norrænu löndunum

Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13 þann 1. sept. 2016. Nánari upplýsingar um umsóknir eru á www.ncu.nu Krabbameinsfélag Íslands hefur verið meðlimur í Samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) í yfir 60 ár. Samtökin leggja áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameinum og nema árlegir styrkir um 750.000 Evra eða 105 milljónum íslenskra króna.

www.krabb.is

Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is

Nina Faryna og Yaroslav Krayduba koma frá Ternopil í Úkraínu, en ekki Tsjernobyl, en muna auðvitað vel eftir kjarnorkuslysinu sem skelfdi allan heiminn árið 1986. Þau settust að á Íslandi fyrir tólf árum og þrátt fyrir stríð og atvinnuóöryggi í heimalandinu hafa þau gengið í gegnum sína stærstu þolraun hér á landi. Anastasía, níu ára dóttir þeirra, er um þessar mundir að ljúka tveggja ára meðferð við hvítblæði. Bakgarðurinn á Flúðum á þessum sólardegi ber svip af öðrum heimi og slavneskari, á dúklagt borðið í garðinum raðar Nina bollastelli og heimabakaðri eplaköku. Jólasveinalandið Ísland En förum aftur um þrettán ár þegar Yaroslav, tæplega þrítugur, var staddur á ferðaskrifstofu í Ternopil. „Það var erfitt í Úkraníu og allir að leita að vinnu og ég spurði starfsmanninn á ferðaskrifstofunni hvert ég ætti að fara í vinnuleit. Þá ráðlagði hann mér að fara til Írlands eða Íslands, þar væri hægt að finna nóga vinnu. Ég ákvað að athuga fyrst Ísland og hann lét mig fá nafn og heimilisfang á úkraínskri konu sem bjó um tíma hérna á Flúðum. Konan hjálpaði mér og ég fékk vinnu á bóndabæ fyrir utan Flúðir og sótti um atvinnueyfi og flutti hingað með Ninu og Vitaliy, son okkar,“ segir Yaroslav. Nina vissi nánast ekkert um Ísland. „Í huga okkar í Úkraínu er Ísland einskonar jólasveinaland með hreindýrum en engum íbúum.“ Nina segir að þetta með fólksfæðina sé vissulega rétt og hún hafi verið einmana í byrjun, en núna hlær hún að þessu af því að henni finnst ágangurinn á Flúðir um helgar fara fram úr öllu hófi. Vitaliy unglingurinn á heimilinu, vinnur í einu búðinni á Flúðum. Hann gaf sér andartak til þess að hlaupa heim í myndatöku en er svo rokinn aftur að sinna túristum helgarinnar. Ástfangin í Síberíu „Við kynntumst í Síberíu, 5000 km frá Úkraínu fyrir tuttugu árum,“ segja þau og brosa. Nina eldaði í mötuneyti fyrir starfsmenn hjá byggingarfyrirtæki í olíubænum Khanty-Mansiysk á árunum 1992-97. „Ég var í eldhúsinu og Yaroslav var

Jaroslaw fór á ferðaskrifstofu í Ternopil og spurði, hvert er best að fara til þess á fá vinnu? Starfsmaðurinn svaraði Írland eða Ísland, þar er nóg vinna.

ungur smiður í sumarafleysingum og við urðum skotin í hvort öðru.“ Þegar Nina og Yaroslav unnu í borginni Khanty-Mansiysk var aðstaðan slæm, gömul timburhús með útiklósettum og rottugangi sem gat verið hráslagalegt í mínus 50 gráðum á veturna. „Við unnum hjá úkraínskum verktaka ásamt úkraínsku verkafólki sem sá um viðhald á þessum húsum. Þegar við skoðuðum borgina á netinu fyrir stuttu er þetta allt önnur borg í dag, mjög nýtískuleg,“ segir Yaroslaw. Þar sem einu sinni voru nokkrir timburkofar í Khanty-Mansiysk eru núna hallir, háhýsi og listasöfn og menningarviðburðir haldnir fyrir olíupeningana. Þar á meðal kvikmyndahátíðin í Khanty-Mansiysk þar sem íslenskar kvikmyndir hafa unnið til verðlauna. Fyrir og eftir Sovét Þau Nina og Yaroslav giftu sig í rétttrúnaðarkirkjunni og bjuggu tvö ár í Ternopil. En eftir að Úkraína varð sjálfstæð árið 1991 og ríkiseignir seldar og verksmiðjunum lokað, sat fólk upp atvinnulaust. Jaroslaw segir að ekkert atvinnuleysi hafi verið á sovét-tímum Úkraínu og „fólk fékk útborgað en það var ekkert í búðunum sem hægt var að kaupa.“ Við sjálfstæðið undan Sovétríkjunum fylltust búðirnar hinsvegar af vörum sem enginn átti síðan peninga til þess að kaupa. „Foreldrar mínir voru með vinnu, hjúkrunarkona og bílstjóri, en fengu kannski ekki laun í tvo eða þrjá mánuði,“ segir Nina. „Þau voru kannski ekki að deyja en þetta var erfitt og hefur ekki lagast mikið.“ Yaroslaw vill meina að ástandið hafi batnað: „Fólk

er með vinnu í dag en launin eru ennþá lág.“ Lærði íslenku í fjósinu „Vitaliy okkar var þriggja ára þegar við komum til Íslands 2003 og planið var alltaf að fara heim þegar hann byrjaði í skóla. Við vorum að safna fyrir húsi í Ternopil. Ég fékk vinnu í fjósinu á bóndabænum þar sem Yaroslaw var að smíða. Mig langaði svo að kynnast einni stúlkunni sem var að vinna með mér þannig að ég varð áköf að læra íslensku og fékk mér vasabók og skrifaði allt niður, fjós, bóndi, kýr og svo framvegis. Seinna eignaðist ég rússnesk-íslenska orðabók,“ segir Nina, sem lærði rússnesku í skóla. Eftir vinnuna í fjósinu fór ég að tína tómata og jarðarber í gróðurhúsi á Flúðum og vann við það eins og Yaroslaw í mörg ár. Í Hrunamannahreppi búa margir útlendingar og í gróðurhúsunum hérna vinna eingöngu útlendingar og flestir frá Póllandi eða Rúmeníu. Af þeim um það bil 200 Úkraínubúum á Íslandi erum við 6 á Flúðum, ef ég tel börnin mín með. Systir mín, Halyna, og maður hennar, Valdimar, fluttu hingað árið 2004 og vinna líka í gróðurhúsunum. Ég er svo lánsöm að hafa hana hérna hjá mér en án systur minnar gæti ég ekki lifað,“ segir Nina og andvarpar. Tsjernobyl haldið leyndu fyrir okkur Ternopil, heimaborgin þeirra, er í 600 kílómetra fjarlægð frá Tsjernobyl sem er nálægt Kiev í norður-Úkraínu. „Ég man vel eftir Tsjernobylslysinu“, segir Nina. „Ég var 9 ára, þetta var um vor, gott veður í apríl og við krakkarnir vorum mikið úti að


ÚTSÖLULOK

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

leika okkur og enginn vissi neitt. Pabbi vann sem bílstjóri hjá flutningafyrirtæki og hann var kallaður út að keyra möl norður á slysstaðinn. Hann sagði okkur það sem hann vissi og þá bannaði mamma okkur að vera úti. Það var ekki fyrr en fjórum dögum síðar að það var fjallað um slysið í sjónvarpinu. Það var sagt að þetta væri lítið slys en samt var fólki bannað að vera úti. Þannig að við fórum ekki í skólann í nokkra daga og eftir það þurftum við að passa okkur og vera með húfur utandyra, en virknin var mest í hádeginu þegar sólin var hátt á lofti. Þá vissum við ekki hvað þetta var alvarlegt, það kom í ljós seinna. Pabbi var skyldugur til þess að keyra á svæðið, það var ekki hægt að segja nei í Sovétríkjunum. Hann keyrði fram og til baka í nokkrar vikur, en þeir sem voru að vinna inni á sjálfu svæðinu, að loka og steypa upp í, lifðu stutt.“ Stríð í austur-Úkraínu Fjölskyldan fer ekki heim til Úkraínu í ár einsog vanalega vegna Anastasíu sem er að klára meðferðina og jafna sig. En í síðustu heimsókn fann Nina að stríðið gerði vart við sig í Ternopil þrátt fyrir að vera langt frá stríðssvæðinu. „Heima í Ternopil er reynt að hjálpa þeim sem eru að flýja stríðið, konur og börn koma vestur til okkar og karlmennirnir eru eftir á átakasvæðunum að vakta húsin og heimilið. Fólk er áhyggjufullt en það er mikil samkennd, fólk fer minna út að skemmta sér en hittist því oftar í heimahúsum og eyðir meiri tíma saman.“ Ternopil er nálægt pólsku landamærunum í vestur-Úkraínu en stríðið geisar í hinum enda landsins við rússnesku landamærin, þar sem Rússar og úkraínskir aðskilnaðarsinnar berjast við heimamenn um yfirráð á kolanámuhéraðinu í Donbass í austur-Úkraínu. Anastasía veiktist skyndilega „Það gerðist svo skyndilega í febrúar 2014 að dóttir okkar veiktist,“ segir Nina og skuggi breiðist yfir andlit hennar. Anastasía hoppar á trampólininu og gerir þannig vart við sig í garðinum og það skerpist á þessu saklausa hljóði sem heyrist í hvert sinn sem hún snertir trampólíndúkinn sem lyftir henni jafnharðan aftur hátt upp í átt til himins. Yaroslav nær í bleika ullarpeysu til þess að klæða af Anastasíu kaldan andvarann sem

lætur kræla á sér í íslensku sumarsólinni, en það er hin skilyrðislausa og sjálfkrafa umhyggja sem ber vott um að úkraínska fjölskyldan hefur búið dag og nótt í heljargreipum dauðans, síðastliðin tvö ár. „Hún er mjög jákvæð stelpa, hún reyndi alltaf að brosa þrátt fyrir að hún væri mjög veik, segir Nina og hikar þegar hún rifjar þetta upp. Stundum kvartaði hún við mig en aldrei við neina aðra þegar hún átti erfitt og gat varla staðið í fæturna. Henni líkaði svo vel við fólkið á spítalanum að hún var alltaf tilbúin að fara aftur þangað. Hjúkrunarfræðingar eru alveg sérstakt fólk, ég var stundum að hringja á spítalann um miðjar nætur og fékk alltaf huggun. Það var ekki bara vel hugsað um Anastasíu heldur líka okkur. Fólk spurði hvernig okkur liði og hjálpaði okkur með pappírsvinnuna, hluti sem við gátum ekki hugsað um, sérstaklega á fyrra árinu. Anastasíu vantaði alltaf blóð og hún þurfti að liggja inn á spítalanum viku í senn og stundum vorum við að keyra 18 sinnum á mánuði í bæinn. Hún er með góðan lækni og hefur ekkert þurft að missa neitt úr í skólanum,“ segir Nina, eins og hún vilji venja sig við að lífið haldi áfram og taki rétta stefnu. Þetta verður allt í lagi Nina og Yaroslaw komu sér aldrei upp húsinu í Ternopil, „kannski vorum við ekki nógu dugleg að safna,“ segir Nina, en í desember 2007 keyptu þau fokhelt raðhús á Flúðum sem Yaroslav innréttaði. Þegar Yaroslav segir ástandið vera erfitt í Úkraínu þá ítrekar Nina að það hafi líka verið erfitt á Íslandi, sérstaklega á árunum eftir hrun, 2008 til 2010, basl að borga af lánum og ná endum saman. Þeim finnst Íslendingar vera rólyndisfólk þar sem viðkvæðið er oft „þetta verður allt í lagi“ og þau brosa eins og það sé hægt að finna huggun í þessu viðhorfi vegna þess að þau þekkja mótlætið. Þau vinna hvorugt lengur við garðyrkju en Jaroslaw vinnur við smíðar hjá byggingarfyrirtæki og Nina segist hafa verið svo heppin að fá vinnu í fyrsta sinn á Íslandi við sitt fag og hlakkar til að fara að elda fyrir leikskólabörnin á Flúðum eftir sumarfrí. Í tvö ár hefur hún eingöngu sinnt Anastasíu sem er núna sest við píanó í stofunni og leikur mömmublús af fingrum fram.

Úkarínska töluð heima Um helgar kennir Nina þeim Vitaliy og Anastasíu úkraínsku til þess að þau geti talað við afa sinn og ömmu. „Þegar við förum heim til Ternopil þá erum við dálítið útlensk. Ég er búin að vera of lengi hérna til þess að flytja aftur til Úkraínu. Krakkarnir eru íslenskir, þeim finnst gaman að fara út í heimsókn en á Íslandi eiga börnin heima. Þau vilja íslenskan mat sem ég er farin að elda og borða sjálf, eins og lambakjöt og hverabrauð sem ég baka með plokkfisknum.“ Vitaliy sem þekkir bara íslenska skóla fer í framhaldsskóla í haust en Nina telur úkraínska skóla vera gamaldags, „mikið sem krakkar læra þar sem mun aldrei gagnast þeim neitt.“

Bollastellið, dúkurinn og eplakakan gæti verið í garðinum hjá Chekov eða einhverri slavneskri smásögu.

Fjölskylda Ninu í Ternopil í fyrrasumar. Á myndinni ásamt foreldrum Ninu er Yaroslaw, Nina, Vítalíy og Anastasía og systir Ninu, Halyna, er sú með blómin í fanginu og maðurinn hennar, Valdimar, við hennar hlið, öll búsett á Flúðum.

Heima í báðum löndum Ninu finnst forréttindi að geta gengið út og horft til íslensku fjallana en hún saknar Úkraínu og því til áherslu leggur hún hönd á hjartastað. „Vinkonur mínar voru alltaf að spyrja, ætlar þú að flytja aftur heim? Já, segi ég, þegar ég verð orðin gömul og rík. En svo er þetta erfitt, af því að núna er ég líka útlendingur heima. Einu sinni sagði ég við mömmu í Úkraínu, „ég er að fara heim,“ og hún sagði, „ha ertu að fara heim?“ Já, heim en samt var ég heima.“ En það er aðeins fyrir heppni okkar eyjarskeggja út í ballarhafi að fá svona milda og lífsreynda fjölskyldu frá Úkraínu, sem fór ekki til Írlands en festi óvart rætur sínar á Flúðum.

Á hverjum föstudegi í allt sumar fá tveir kort–/lykilhafar Orkunnar tankinn endurgreiddan að fullu. Í lok hvers mánaðar fær svo einn þátttakandi í sumarleiknum 100.000 kr. eldsneytisinneign. Skráðu þig núna á orkan.is.

Anastasía fæddist á Íslandi og hefur búið á Flúðum alla sína ævi. Hún er að klára þessa dagana tveggja ára meðferð við hvítblæði.


E&Co. eogco.is

30 % 70 er hafið

Geysir Skólavörðustíg 7 & 16 & Kringlan, Reykjavík. Hafnarstræti, Akureyri. Sími 519 6000 — geysir.com


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

VERTU MEMM! ALICANTE

frá

9.999 kr.

*

sept. - nóv.

A M S T E R DA M

frá

7.999 kr.

*

sept. - nóv.

á Tenerife með GamanFerðum!

B A RC E LO N A

frá

9.999 kr.

*

ágúst - nóv.

BERLÍN

7.999 kr.

*

sept. - nóv.

LO N D O N

frá

7.999 kr.

*

ágúst - nóv.

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

M

MEIRI MANNÚÐ

esta vá sem steðjar að Vesturlöndum í dag er niðurbrot mannúðar. Að stórum hluta er vaxandi andmannúð arfleið liðinna þrjátíu ára, tímabils þar sem svokölluð nýfrjálshyggja mótaði samfélagsumræðuna. Nýfrjálshyggja er safnhaugur gamalla hugmynda, sem flestar má rekja til félagslegs Darwinisma sem átti sinn blómatíma milli stríða. Samkvæmt kenningunni er það æðsta skylda samfélagsins að styðja þá sterku, ríku og voldugu og halda niðri þeim sem eru veikir, fátækir og valdalausir. Hugmyndin gengur út á að stuðningur við hina veiku veiki heildina og skaði samfélagið á meðan að samfélagið eflist því meir sem frekar er púkkað undir ríka og volduga. Nýfrjálshyggjan, eins og hún birtist sem stjórnmálastefna, hafnar í raun samfélaginu. Hún hafnar sjálfstæðum samfélagslegum gildum. Samkvæmt kenningunni er samfélagið aðeins summa einstaklinganna. Við getum ekki elt samfélagsleg markmið við uppbyggingu samfélagsins heldur getum við aðeins aukið möguleika einstaklinganna á að sækjast eftir sínum markmiðum. Ef einstaklingarnir sækjast hver eftir sínum markmiðum mun rísa upp á millum þeirra hið allra besta samfélag. Ómögulegt er að skilgreina hið góða samfélag út frá sameiginlegum hagsmunum fjöldans. Nýfrjálshyggjan hafnar því að hinn fátæki sé fátækur vegna þess að samfélagið haldi honum niðri eða tækifæri hans séu takmörkuð. Kenningin segir að hinn fátæki sé fátækur vegna þess að hann sé ekki nógu góður. Ef hinn fátæki væri betur lukkaður væri hann varla fátækur. Á sama hátt er því haldið fram að hinn ríki væri varla ríkur nema fyrir þær sakir að hann er betur gerður en aðrir menn.

Þótt nýfrjálshyggjan sé pökkuð inn í slitrur í hagfræðikenningum þá á manngildishugmynd hennar og samfélagssýn rætur í félagslegum Darwinisma. Hinn veiki ber sjálfur sök á veikri stöðu sinni og sterk staða hinna voldugu og ríku er sprottin af styrk þeirra. Samfélaginu ber að styrkja þá sem eru sterkir en halda hinum veiku niðri svo að það byggist upp af styrkleika mannsins en ekki veikleika. Á sínum tíma var félagslegum Darwinisma stillt upp gegn sósíalískum hugmyndum og annarri mannúðararfleifð frönsku stjórnarbyltingarinnar. Félagslegur Darwinismi fékk byr meðal almennings og ríkulegan stuðning frá hinum ríku og voldugu og náði að mestu að stöðva framþróun mannúðar á Vesturlöndum á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Af þeim sökum unnu andstæðingar þrælahalds þrælastríðið en töpuðu friðnum. Lífskjör svartra í Suðurríkjunum skánuðu ekki fyrr en með endurvakningu mannúðar eftir seinna stríð. Svipaða sögu er að segja af kvenfrelsisbaráttu. Hún fór í gegnum langt stöðnunartímabil eftir öfluga vakningu um þarsíðustu aldamót. Mannvirðing jaðarsettra sjúklingahópa og fatlaðra óx á nítjándu öld en átti undir högg að sækja á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta átti ekki aðeins við um Þýskaland nazismans heldur öll Vesturlönd. Nazisminn skaut rótum á tímabili andmannúðar í okkar heimshluta. Uppgangur hans hefði verið óhugsandi ef Vesturlöndum hefði auðnast að rekja sig áfram eftir þráðum mannúðar og mannvirðingar. Sá þráður fannst ekki fyrr en í stríðslok þegar gjaldþrot félagslegs Darwinisma, ofurtrúar á hinn sterka og fyrirlitning gagnvart hinum veiku,

blasti við öllum. Seinna stríð var skilgreint sem stríðið um mannúðina og mannúð fékk á ný að marka stefnuna í samfélagsmálum. Kvenréttindi og önnur borgararéttindi efldust, mannréttindi ýmissa sjúklingahópa og undirsettra samfélagshópa fengust viðurkennd og mannvirðing styrktist. Eftirstríðsárin eru gullöld Vesturlanda. Það var ekki aðeins tímabil vaxandi mannúðar heldur líka tímabil aukinnar hagsældar og vaxandi jöfnuðar. Samlífi mannúðar og hagsældar er ekki tilviljun. Hagsældin er afleiðing mannúðar. Besta leiðin til að auka hagsæld í samfélaginu er að bæta lífskjör hinna verst settu. Og besta leiðin til að bæta hag hinna verst settu er að auka mannúð og efla mannvirðingu í samfélaginu. Þetta höfum við lært af þrjátíu ára tímabili nýfrjálshyggjunnar. Aukin andmannúð og vaxandi misskipting hefur dregið þrótt úr Vesturlöndum, bæði efnahagslega og siðferðislega. Við þær aðstæður hefur skapast jarðvegur fyrir stjórnmálamenn sem vilja taka á öllum vanda að hætti heigla. Mæta ógn með ofbeldi og ofbeldi með stríði. Horfast aldrei í augu við eigin veikleika né ágalla samfélagsins heldur fordæma þá sem ekki eru sama sinnis eða búa við aðrar aðstæður. Öfugt við það sem talsmenn andmannúðar halda fram einkennist hún fyrst og fremst af slíkum heigulshætti. Það þarf hugrekki til að mæta vanda með mannúð. Það þarf kjark til að verða að manneskju. Það getur hins vegar hvaða hugleysingi sem er orðið að óttafullri skepnu. Vandi Vesturlanda liggur ekki í sjónarmiðum andmannúðar heldur í hversu veikt mannúðin hefur staðið lengi. Hið illa vex í fjarveru hins góða, segir gömul trúarspeki. Það á við í samfélaginu. Til að verjast vaxandi andmannúð þurfum við að efla með okkur mannúðina. Ekki skammast svo mikið yfir talsmönnum andmannúðar, heldur efla mannúðina millum okkar svo orð þeirra njóti minna hljómgrunns í samfélaginu.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


BARA GAMAN Afþreying í hæsta gæðaflokki

X-CM35BT

Stór hljómur í litlum græjum. Til í rauðu, svörtu og hvítu.

Verð kr.: 44.900,-

SE-MJ721 Heyrnartól - 4 litir Verð kr.: 7.900,-

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1600 PQI Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 49” KU6505 kr. 189.900.55” KU6505 kr. 239.900.-

Levenhuk sjónaukar

frá kr. 3.490,Levenhuk Rainbow sjónauki.

Vatnsheldur og niturfylltur með fjölhúðaðar linsur. Lífstíðarábyrgð á göllum í efni og framleiðslu.

Skull Candy Uproar BT. Bluetooth. Til í fimm litum.

Verð kr.: 14.900,-

Verð kr.: 7.490,-

X-EM12 hlljómflutningstæki fyrir þá sem vilja einfalt og kraftmikið. Full Range hátalarar.

Verð kr.: 23.900,XW-BTSP70S

Öflugur bluetooth-hátalari. Kemur á óvart.

Betri stjórnun, stærri skjár og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja.

Verð kr.: 29.900,-

Sportmyndavél

Verð kr.: 39.900,XL

Verð kr.: 46.900,-

Super SmashBros

SuperMario 3D Land

Í mörgum samanburðarkönnunum er MUVI sportmyndavélin frá VEHO talin hafa yfirburði í hljóð og mynd. Af hverju að borga meira? SuperMarioBros2

Verð kr.: 39.900,DEH-1800UB - Bíltæki

Nintendo Wii U Premium Leikjatölva árins 2015 hjá Forbes. Verð kr.: 59.900,-

Splatoon

Super Smashbros

Mario Party 10

Leikir frá kr. 4.990,-

FM/LW - Geislaspilari/USB/Aux

Verð frá: 17.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18. LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Opið virka daga kl. 10-18 Í SUMAR og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


www.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


Þaulhugsað skipulag, hárnákvæmur frágangur og endalausar betrumbætur. Þannig smíðuðum við nýjan Honda HR-V, til að tryggja að hver og einn hlutur passaði fullkomlega. Útkoman er borgarjeppi, sem er jafn hagnýtur að innan og hann er fallegur að utan. Honda HR-V er fullkominn fyrir þig.

Vatnagörðum 24 - 26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Trump tekur forystu eftir misheppnaðan landsfund Kosningabarátta fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum hófst formlega á fimmtudaginn. Báðir stóru flokkarnir eru laskaðir eftir prófkjörsslaginn undanfarna mánuði.

Stór hluti forystu Repúblikanaflokksins, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Bush fjölskylduna, hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við Trump og mikill meirihluti annarra forystumanna repúblíkana hafa gert það af hálfum hug.

Magnús Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Þó að það sé skiljanlegt að flestum finnist sem kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé búin að vera í fullum gangi í marga mánuði hófst hún í raun ekki formlega fyrr á fimmtudaginn þegar landsfundi Demókrataflokksins lauk. Það er ekki fyrr en báðir stóru flokkanna hafa lokið landsfundum sínum og útnefnt forsetaframbjóðendur sem hin eiginlega barátta hefst. Ástæðan er sú að þó það liggi yfirleitt fyrir snemma vors hvaða frambjóðendur hafi sigrað prófkjör flokkanna er það hlutverk landsfundar að útnefna frambjóðanda flokksins. Og fram á síðustu stundu er möguleiki á að innanflokksátök geti orðið til þess að niðurstöðum prófkjöranna sé snúið við. Nokkuð sem andstæðingar Donald Trump reyndu að gera í upphafi landsfundar Repúblikanaflokksins á mánudaginn í síðustu viku. Verða flokksformenn Í kjölfar landsfundanna taka forsetaframbjóðendurnir flokkana í raun yfir, verða andlit þeirra og leiðtogar um leið og afgangur flokksins þjappar sér saman að baki frambjóðandans. Yfirleitt gengur þetta eins og smurð vél. Innanflokksdeilur hafa verið leystar áður en komið er á landsfundinn svo hægt sé að setja á svið glæsilega og snyrtilega leiksýningu þar sem öllu er tjaldað til. Framámenn flokksins jafnt sem hatrammir andstæðingar úr prófkjörunum flykkjast upp á svið ásamt ýmsum þekktum andlitum úr fjölmiðlum eða skemmtanaiðnaðinum, til að mæra frambjóðanda flokksins og sýna samstöðu.

Flokksmenn klappa, veifa fánum og álitsgjafar flokkanna keppast við að lýsa því hversu mikinn hljómgrunn þeir finni fyrir málflutningi frambjóðandans meðal grasrótarinnar og almennra kjósenda og hversu öruggir þeir séu um sigur í nóvember. En ekki í ár. Í ár einkenndust landsfundir beggja flokkanna af öllu öðru en þessu. Upplausn og óvissa einkenndu landsfundi beggja flokkanna og koma þeir báðir í raun klofnir út úr fundunum. Klofningur, baul og uppþot Stór hluti forystu Repúblikanaflokksins, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Bush fjölskylduna, hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við Trump og mikill meirihluti annarra forystumanna repúblíkana hafa gert það af hálfum hug. Landsfundurinn

hófst með örvæntingarfullri tilraun andstæðinga Trump til að breyta fundarsköpum fundarins sem margir túlkuðu sem misheppnaða hallarbyltingu. En ef eitthvað er fór landsfundur Demókrataflokksins enn verr af stað. Áður en fundurinn hófst hafði Debbie Wasserman Schultz, formaður landsnefndar flokksins, verið neydd til að segja af sér eftir að tölvupóstar flokksins sem Wikileaks birti sýndu að meðlimir miðstjórnarinnar höfðu kerfisbundið unnið gegn Bernie Sanders í prófkjörunum. Reiðir stuðningsmenn Sanders héldu uppi linnulausum mótmælum og gerðu hróp að ræðumönnum á landsfundinum. Hvorki afsögn Wasserman Schultz né tilraunir Sanders sjálfs til að hvetja til samstöðu dugðu til að sefa þessa reiði. Áður en Hillary var útnefnd frambjóðandi flokksins

höfðu hundruð landsfundarfulltrúa gengið út af fundinum; grasrót flokksins hafði verið lofað byltingu – og grasrótin ætlaði ekki að sætta sig við frambjóðanda flokksmaskínunnar, innanbúðarmanneskju með sterk tengsl við peningaöflin á Wall Street eða stórfyrirtæki. Grasrót og flokkseigendur Þegar litið er yfir landsfundi flokkanna kemur berlega í ljós að flokkseigendafélögin eiga í vandræðum með að hemja sjálfa flokkana. Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins í óþökk allra leiðtoga flokksins, sem höfðu beitt sér gegn honum í prófkjörunum. Sigur hans má því skoða annað hvort sem fjandsamlega yfirtöku á flokknum eða sem sigur grasrótarinnar yfir flokksforystunni. Í sama ljósi má skoða útnefningu Hillary sem sigur flokksforystu Demókrataflokksins yfir grasrótaruppreisn en stór hluti grasrótarinnar upplifir sig hins vegar svikna. Hvaða áhrif þessi innri klofningur flokkanna mun hafa á niðurstöðu kosninganna er erfitt að segja til um. En hann hefur óumdeilanlega gert að verkum að kosningar sem virtust fyrir ári síðan stefna í að verða frekar tíðindalitlar og óspennandi stefna nú í að verða æsispennandi og sögulegar. Fátækt og stéttastríð Það þarf líka að skoða sigur Trump, og velgengni Bernie Sanders, sem ákall almennra kjósenda flokkanna um nýja pólítík, og þó sérstaklega endurskoðun á leikreglum efnahagskerfisins. Trump he f u r t a l að digurbarkalega um að flytja bandaríska iðnframleiðslu aftur heim, setja á himinháa verndartolla eða segja upp fríverslunarsamningum. Loforð hans um að byggja múr á landamærum Mexíkó og vísa öllum ólöglegum innflytjendum úr landi á ekki síst að binda enda á atvinnuleysi. Trump hefur einfaldlega lofað að taka forsendur efnahagslegrar hnattvæðingar til róttækrar endurskoðunar. Á sama tíma lofaði Bernie að koma böndum á Wall Street, snúa við

áratugavexti misskiptingar, þurrka út námslánaskuldir, gera háskólanám gjaldfrjálst og færa út velferðarkerfið. Ástæða þess að slík skilaboð hafa fallið í svo góðan jarðveg er sú að þó efnahagsástandið hafi batnað í tíð Barack Obama (atvinnuleysi sem var yfir 10% er nú nær 5%) hefur stór hluti þjóðarinnar orðið útundan. Sérstaklega hefur fátækt aukist meðal fólks sem tilheyrði hinni hvítu millistétt. Fátækt, sem lengst af var bundin við stórborgir og sveitir hefur vaxið hratt í úthverfum. Milli 2008 og 2012 tvöfaldaðist fjöldi úthverfafjölskyldna sem bjó við fátækt og um leið hefur hvítu fólki sem býr við fátækt fjölgað hraðar en fólki af minnihlutahópum sem búa við bág kjör. Með því að virkja reiði þessa fólks tókst Trump að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Trump hefur óvænt náð forystu Þó að Trump hafi fljótt náð afgerandi forystu í prófkjörum Repúblíkana hefur honum gengið verr að fanga hylli almennra kjósenda og þrátt fyrir umtalsverðar óvinsældir Hillary hefur hann aldrei náð að taka forystuna í könnunum, þar til nú. Í kjölfar landsfundar Repúblíkanaflokksins mælist Trump í fyrsta sinn með marktækt forskot á Hillary. Kannanameðaltal Real Clear Politics sýnir Trump með 45.7% fylgi og Hillary með 44.6% og það vakti ekki minni athygli að tölfræðigúrúinn Nate Silver spáði Trump í vikunni 57.5% líkum á að sigra, yrði gengið til kosninga í dag. Þessi fylgisaukning Trump kemur ekki á óvart. Fylgi frambjóðenda tekur nær untantekningarlaust kipp í kjölfar landsfundar. Sagan hefur líka sýnt að þessi fylgisaukning er sjaldnast varanleg. En það eru til mikilvægar undantekningar: Fylgisaukning Bill Clinton í kjölfar landsfundar Demókrata 1992 gekk aldrei til baka og sama má segja um fylgisaukningu Reagan eftir landsfundinn 1980. Sirkus fáránleikans Fylgisaukning Trump er þó ákveðin ráðgáta fyrir þá sem fylgdust með landsfundi Repúblikanaflokksins. Honum hefur verið lýst sem farsakenndu klúðri og fáránleikasirkus. Fyrir fundinn bjuggust stjórn-


Viðarvörn

fyrir íslenskar aðstæður

kjörvari Notaðu sumarið til að verja viðinn! Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Útsölustaðir Málningar: BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • Litaver, Grensásvegi • BAUHAUS • Vélsmiðja Árna Jónssonar, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísafirði Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO, Reyðarfirði ORMSSON VÍK, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO, Keflavík • N1 verslun, Grindavík

ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 79400 04/16

Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Landsfundi Repúblikanaflokksins hefur verið lýst sem farsakenndu klúðri og fáránleikasirkus.

málaskýrendur vestanhafs við því að Trump, sem á bæði langan feril að baki í showbiz og sjónvarpi og er þekktur fyrir ofhlaðinn lúxus og gyll­ ingar, myndi sjá til þess að landsfund­ urinn yrði ævintýraleg glæsisýning, við hæfi einvaldskonunga endurreisn­ artímans. Þess í stað var samkoman nánast algert klúður frá upphafi til enda. Þannig urðu t.d. rafmagnstruflanir til þess að það slokknaði á risaskjám fyr­ ir aftan ræðumenn og tvær stærstu fréttirnar af landsfundinum voru fordæmislausar ræður eiginkonu Trump, Melaniu og Ted Cruz, helsta keppinautar Trump úr prófkjörun­ um. Það sem kom ræðu Melaniu á blöð sögunnar var að stórum köfl­

um í henni var stolið orðrétt úr ræðu Michelle Obama frá lands­ fundi Demókrataflokksins 2008 en þrátt fyrir ritstuldinn var ræðu Mel­ aniu hins vegar tekið vel af lands­ fundargestum. Ræða Cruz vakti minni kátínu enda neitaði hann að lýsa stuðningi við Trump og var fyrir vikið baulaður niður af landsfundar­ gestum. Boðskapur svartnættis Það sem stóð þó helst upp úr fundin­ um voru þau skilaboð sem Trump bar á borð fyrir kjósendur í ræðu sinni. Vanalega einbeita frambjóðendur sér að því að bregða upp mynd af von og bjartsýni – jákvæðri framtíðarsýn. Í stað þess að lýsa því samfélagi sem hann hygðist byggja upp yrði hann

kosinn, kaus Trump hins vegar að nota ræðu sína til þess að draga upp hrikalega mynd af ástandinu í dag og þeirri framtíð sem biði Bandaríkj­ anna. Ræðan fjallaði um efnahags­ hörmungar og atvinnuleysi, glæpa­ öldu sem hefði kaffært bandarískar borgir og ógnir við hvert horn. Kosningaslagorð Trump er „Make America Great Again”, ákall um aft­ urhvarf, endurreisn eða endurheimt einhverrar fortíðar sem hefur glat­ ast. Nokkrar útgáfur af þessu ákalli voru viðraðar á landsfundinum: Yfirskrift fyrsta landsfundardags­ ins var „Make America Safe Again” og Rudy Giuliani talaði í eld­messu sinni um að endurheimta ein­ ingu þjóðarinnar, „Make America One Again”.

Það fer ekki á milli mála að þessi slagorð og sú svarta mynd sem Trump dró upp í ræðu sinni tengjast öll: Utanaðkomandi öfl, múslimar og innflytjendur eða innlend sundr­ ungaröfl hafa grafið undan einingu þjóðarinnar. Glæpir á götum borga eru framdir af minnihlutahópum og innflytjendum frá Suður Amer­ íku sem hafa þar fyrir utan stolið störfum af réttbornum Bandaríkja­ mönnum. Hið eilífa endurhvarf Repúblikanar hafa lofað kjós­ endum endurhvarfi til sjötta áratugarins í nærri hálfa öld og síðan á áttunda áratugn­ um hefur endurreisn „hefð­ bundinna fjölskyldugilda“ verið eitt meginstef flokksins. Með þessu hefur flokkurinn talað til stórs hóps kjósenda sem trúa því að Bandaríkin hafi verið betra samfélag áður en réttindabarátta jaðarsettra hópa tryggði t.d. mannréttindi samkynhneigðra og femínistar los­ uðu fjötra þess feðraveldis sem ríkti á bandarískum úthverfaheimil­ um á eftirstríðsárunum. Þetta eru hin svokölluðu „menn­ ingarstríð”, eða „culture wars” sem hafa geisað í bandarískum stjórnmál­ um um áratugaskeið. Hrein kynþáttahyggja Endurhvarf til ímyndaðrar gullald­ ar sjötta áratugarins hefur líka alltaf falið í sér endurhvarf til tíma áður en réttindabarátta blökkumanna batt enda á grimmilega aðskilnaðarstefnu þá sem rekin var í Suðurríkjunum. Kynþáttahyggja og rasismi hafa verið mikilvægur þáttur menningarstríð­ anna, í raun allt síðan 1968, þegar Nixon gerði hina illræmdu „Suður­ ríkjastrategíu” að mikilvægu vopni í vopnabúri flokksins. Hún hefur hins

ENNEMM / SÍA / NM69402

Enn meira rafmagn í umferð í sumar

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

| 19

vegar verið falin í svokallaðri hundaf lautupólítík; frekar en að segja hreint út að óvinurinn og vandamálið séu blökkumenn eða innflytjendur hefur þessum skilaboðunum verið komið til kjósenda undir rós. Þar til núna. Það eru ekki bara framkoma og fas, eða ræður Trump sem hafa orðið til þess að fréttaskýrendur vestanhafs hafa lýst honum sem hálf eða próto-fasískum, heldur hugmyndir hans og stefnumál. Ef árið væri 1964 Það virðist öðru fremur vera þessi mynd af Trump sem Hillary ætlar að treysta á að dugi sér til sigurs. Stór hlut grasrótar Demókrataf lokksins er mjög ósátt við hana og þegar fólk er spurt af hverju bendir það á herskáa utanríkisstefnu hennar, stuðning við innrásina í Írak, tengsl við Wall Street, stuðning við olíuiðnaðinn og TIPP fríverslunarsamninginn. En þó Trump hafi reynt að biðla til þessara kjósenda eru litlar líkur á að margir þekkist boðið um að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Kannanir hafa sýnt að yfir 90% prófkjörskjósenda Bernie Sanders myndu ekki getað hugsað sér að kjósa Trump. Hættan fyrir Hillary er því miklu frekar að tölvuverður hluti grasrótar Demókrataflokksins sitji heima eða kjósi Jill Stein, frambjóðanda Græningja. Stuðningsmenn Clinton hamra á því að enginn geti leyft sér slíkan munað: Of mikið sé í húfi og Trump einfaldlega of hættulegur til að honum sé leyft að komast til valda. Þessi strategía, að valið sé einfalt, frambjóðandi þinn sé það eina sem geti komið í veg fyrir hrun siðmenningarinnar, hefur verið notuð áður með góðum árangri. Í einni frægustu sjónvarpsauglýsingu í sögu banda-

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fullyrti í ræðu sinni að Hillary Clinton væri hæfasti frambjóðandi sem nokkru sinni hefði boðið sig fram til forsetaembættisins.

rískra forsetakosninga, auglýsingu Lyndon B. Johnson gegn frambjóðanda repúblíkana Barry Goldwater í kosningunum 1964, var kjósendum sagt að valið stæði á milli Johnson eða heimsendis í kjarnorkueldi. Hillary sækir á miðjuna Á sama tíma og skilaboðin til grasrótarinnar virðast vera að hún eigi ekki í önnur hús að venda hefur Hillary sótt af krafti inn á miðjuna. Með vali sínu á Tim Kaine, fremur íhaldssömum öldungardeildarþingmanni frá Virginíu, er Hillary að senda skilaboð til hófsamari kjósenda Repúblikanaflokksins, þeirra sem geta ekki hugsað sér að kjósa Trump, að þeir geti með góðri samvisku stutt hana.

Valið á Kaine má skilja sem yfirlýsingu um að það verði ekki ráðist í róttæka endurskoðun á bandarískum utanríkismálum eða stórfelldar kollsteypur innanlands. Haukar og frjálslyndir íhaldsmenn á borð við David Brooks dálkahöfund NYT sem sagði sig úr Repúblikanaflokknum í mótmælaskyni við ofstæki Trump, ættu því að geta kosið Hillary.

Upplausn og óvissa einkenndu landsfundi beggja flokkanna og koma þeir báðir í raun klofnir út úr fundunum.

Hver mætir á kjörstað? Með þessu er Hillary að taka ákveðna áhættu. Í Bandaríkjunum ráðast niðurstöður kosninga öðru fremur af því hver mætir á kjörstað. Og það kostar heilmikið umstang að kjósa í Bandaríkjunum, kosið er á virkum degi og það getur tekið bróðurpart dagsins að mæta og bíða á kjörstað.

Umboðsaðili

27. til 1. ágúst

Við slíkar aðstæður þurfa frambjóðendur að tryggja að kjósendur þeirra séu innblásnir og fullir af eldmóð. Valið á Kaine eykur síst eldmóð þeirra sem studdu Bernie og þráðu róttækar breytingar. Prófkjörsbarátta Trump sannaði svo ekki verður um villst að kjósendur hans eru innblásnir, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hvort eldmóður þeirra, og eldog brennisteinsræður Trump duga til að hræða grasrót Demókrataflokksins á kjörstað er svo önnur saga.

á Íslandi


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 „Mig langar að reyna að fá sem mest út úr lífinu og til þess dugir ekki endilega best að nota rökhugsunina. Innsæið dugir oft betur,“ segir Tómas Ponzi. Hér er hann við rússneska tómatafbrigðið S.Otbor1, en annars heita þau afbrigði fjölbreyttum nöfum: Andarungi, 0-33 (vísað í hitastigið á selsíus sem afbrigðið dafnar í) og Boney M, en rússneskir garðyrkjumenn hafa greinilega kunnað að meta sitt diskó.

Ættardjásn í tómatalandi Þúsundþjalasmiðurinn Tómas Ponzi ræktar alls kyns tómata í Brennholti í Mosfellsdal. Tómas segir að garðyrkjan og þessi merkilegi ávöxtur, tómaturinn, kenni honum margt um lífið og tilveruna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Ekki langt frá Gljúfrasteini kúrir Brennholt. Þar búa nú Tómas Ponzi og Björk Bjarnadóttir ásamt kettinum Mola (Molafi Jónssyni), tíu landnámshænum og um 100 þúsund býflugum. Um helgar kemur þangað líka Guðrún Tómasdóttir, 91 árs, til að dvelja hjá syni sínum Tómasi. Guðrún og eiginmaður hennar, bandaríski listfræðingurinn, forvörðurinn og listamaðurinn Frank Ponzi, komu sér fyrir í Brennholti fyrir um hálfri öld. Í Brennholti er hægt að bragða á tómötum. Það eru tómatar sem slá út alla þá sem sá sem þetta skrifar hefur áður

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

smakkað. Þeir eru lífrænt ræktaðir og fallegir, afbrigðin eru fjölmörg og koma víða að. „Hér er alltaf gott veður og gróska, jafnvel þó það sé súld í bænum,“ segir Tómas Ponzi brosandi á hlaðinu í Brennholti. Þarna þreifar hann sig áfram í garðyrkjutilraunum sínum, vegur og metur ýmis afbrigði afurðanna enda eru aðstæður góðar. Í Brennholti er sjálfrennandi heitt vatn sem nýtist til upphitunar gróðurhúss og í sundlaug sem faðir hans kom upp á sínum tíma. Önnur ræktun fer fram undir berum himni eða undir lágum burstahúsum sem skýla plöntum frá veðri og vindum. Í arf frá pabba Tómas segir augljóst að hann hafi fengið garðyrkjuáhugann í arf frá föður sínum sem starfaði á árum áður hjá hinu virta Guggenheim safni í New York, en fluttist til Íslands á sjöunda áratugnum með fjölskyldunni. „Faðir minn var vel á undan sinni samtíð,“ segir Tómas. „Hann sagði skilið við neyslusamfélagið og gerði fjölskyldu sinni kleift að lifa í tengslum við náttúruna innihaldsríku og listrænu lífi. Ég man eiginlega fyrst eftir mér í kringum tómata. Þá hef ég líklega verið á þriðja aldursári og þetta var í sveitinni í Connecticut. Þegar pabbi var að vinna á safninu bjuggu foreldrar mínir oft á óðali Hans Richter, þýska myndlistarmannsins og dadaistans. Við fengum að vera í gömlum hænsnakofa og þarna ræktaði pabbi sinn garð. Hann vildi fá góðar afurðir fyrir fjölskyldu sína og ræktaði eiginlega allt sem honum datt í hug. Þaðan man ég eftir lykt af graskerjum og maískólfum sem sóttir voru af akrinum og settir beint í pottinn til suðu. Við tíndum líka sveppi og jarðhnetur og til eru myndir af mér og litlu systur minni þar sem við erum nakin innan um

tómatplönturnar. Rauðir tómatar allt um kring. Ég man stemninguna í kringum þetta og ekki síst lyktina.“ Frá New York til Íslands Frank Ponzi kynntist Guðrúnu Tómasdóttur, móður Tómasar, í New York þar sem hún var við söngnám. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Íslands og þá var Tómas fjögurra ára. Frank hafði þá þegar hrifist að landi og þjóð, til dæmis af lífinu norður í Mývatnssveit þar sem hluti tengdafjölskyldunnar bjó. Leiðin lá í Mosfellsdal þar sem Frank og Guðrún festu kaup á landi sem á þeim tíma kostaði ekki mikið, „líklega á við eitt sófasett,“ giskar Tómas á. Þarna í holtinu byggði Frank Ponzi kofa inn í brekku og síðan flutti fjölskyldan að fullu úr Reykjavík í dalinn árið 1968. Fljótlega var líka byggt lítið gróðurhús úr plasti og þar voru strax ræktaðir tómatar sem síðan voru seldir í kaupfélaginu í Mosfellssveit. „Faðir minn sagði því skilið við stórborgarlífið og heimslistina og gerðist að hluta til sjálfsþurftarbóndi hér uppi á Íslandi. Þetta var samt menningarheimili þar sem margir komu með erlenda gesti til að sýna þeim hvernig hægt væri að búa í náttúrunni á Íslandi, í lítilli sjálfbærri menningarparadís.“ Frank Ponzi starfaði reyndar líka við forvörslu hér á landi, til dæmis við Þjóðminjasafnið og vann líka við að verja þann merka arf sem Kjarval og fleiri listamenn skildu eftir sig. Sjálfur hélt hann eina sýningu í Bogasalnum í Þjóðminjasafninu en þrátt fyrir góðar viðtökur gafst hann upp á því að sýna Íslendingum list sína og snéri sér að forvörslu og lífinu í sveitinni með fjölskyldunni. „Ég er sjálfur í raun alinn upp við tómata-

Tómas og systir hans Margrét Ponzi með uppskeruna í Brennholti árið 1967.

„Við þurfum að teygja okkur aftur til baka og velta fyrir okkur matvælagerð upp á nýtt. Tengjast moldinni.“ rækt, keyrði til dæmis út tómatasendingar þegar ég hafði aldur til,“ segir sonurinn Tómas. Ættardjásn og harðir Rússar Það er sterk listræn og skapandi taug í Tómasi Ponzi, eins og hann á ættir til. Á síðustu árum, eftir störf við tölvutækni og forritun og við myndlistina, hefur hann í auknum mæli snúið sér að garðyrkjunni sjálfur. „Fyrir um sjö árum ákváðum við Björk Bjarnadóttir, búkona mín, að koma hingað í dalinn og taka við Brennholti. Það var eftir að pabbi lést og móðir móðir mín orðin ein. Tómatahúsið sem ég mundi eft-


KÆLDU ÞIG UPP & NIÐUR

Jóker er seiðandi og ljúffengur jarðarberjapinni frá Kjörís, með salmíakfyllingu og hjúpaður sterkri lakkrísdýfu. Sætt og sterkt í fullkomnu jafnvægi.


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Nokkur ættardjásn úr heita húsinu í Brennholti Goldmedal Dísætur. Ferskjuog ananaskeimur.

Yellow brandywine Melónukenndur og frískandi.

Cœur de bœuf Sætur og extra safaríkur höfðingi.

Kaki Mildur tómatur með alveg sérstakan keim.

Brandywine Konungur tómatanna í Brennholti. Í fullkomnu jafnvægi, hæfilega súr og sætur.

ir var þá fullt af vínvið sem pabbi hafði komið sér upp. Ég hringdi í ýmsa myndlistarvini mína og bauð þeim að koma og taka vínvið og nýta til víngerðar. Það stóð ekki á viðbrögðum. Sjálfur hafði ég ekki áhuga á því að brugga og vildi þess í stað snúa mér að grænmetinu, að því sem ég kunni.“ „Mig langaði að fá góðar afurðir eins og ég þekkti úr æsku minni. Ég hafði saknað þess alveg svakalega. Við fórum því strax að rækta alls konar afbrigði af salati. Við vorum með sextán mismunandi afbrigði þegar mest var. Undanfarin sex ár höfum við verið að selja salat, einkum í veitingastaði.“ Skilaboð um tómata Í Brennholti í dag er tómatræktun Tómasar í raun tvíþætt. „Annars vegar eru þetta svokölluð ættardjásn (e. heirlooms). Það eru súper bragðgóðir tómatar sem að þurfa mikinn hita og við ræktum í upphituðu gróðurhúsi. Nafnið kemur til af því

Cœur de bœuf rosé Dökkur og djúpur tómatur. Fræin, eins og í Kaki , komu frá bónda á markaði í París.

að fjölskyldur hafa varðveitt afbrigðin mann fram að manni. Hins vegar ræktum við rússnesk kuldaþolin afbrigði í óupphituðum bogahúsum. Ástæðan fyrir þeirri ræktun er líklega nokkuð persónulegri.“ Fyrir nokkrum árum veiktist Tómas, fékk alvarlegt krabbamein og var vart hugað líf. Baráttan hafðist og Tómas segist í framhaldi af því hafa þurft að finna tilgang í lífinu, svör við því af hverju honum væri ætlað að halda áfram. „Ég einfaldlega spurði tilveruna: „Hvað á ég að gera?“ Þá stóð ekki á svari, það kom eiginlega bara strax til baka: „Þú átt að rækta tómata úti, á Íslandi.“ Þess vegna lagðist ég í könnun á kuldaþolnum og þrjóskum rússneskum afbrigðum af tómötum, afbrigðum sem vilja lifa af,“ segir Tómas. Eftir nokkurt grúsk fann Tómas mann í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem útvegaði honum tólf kuldaþolin tómataafbrigði. Undir litlum burstum í Brennholti dafna þessar harðgerðu

plöntur ágætlega, þrátt fyrir næturkulda snemma sumars. Tilraunirnar halda áfram og síberísku afbrigðin skipta nú orðið tugum. Tómaturinn er stórmerkilegt fyrirbæri, í grunninn upprunnin frá Aztekum í Mexíkó en aðlögunarhæfni tómatplöntunnar er ótrúleg sem aftur hefur aukið á fjölbreytni tómatanna. Tómas segir afbrigðin á heimsvísu vera að minnsta kosti fimm þúsund talsins. „Fjölbreytnin er geysileg. Það eru til allar stærðir og gerðir, allir litir og brögð og í samtökum áhugafólks um tómataræktun er fólk um allan heim sem er annt um þessa fjölbreytni. Netið dugar vel til að hafa samskipti sín á milli, miðla reynslu og svo deilir fólk fræjum afbrigðanna milli heimshluta.“ Miklir möguleikar í moldinni Tómas er á því að þessi harðgerðu tómataafbrigði séu tilvalin fyrir íslenskt garðyrkjufólk. Nóg sé að slá upp litlum óupphituðum húsum fyrir ræktunina. „Fólk á alls ekki að vera

„Við þurfum að teygja okkur aftur til baka og velta fyrir okkur matvælagerð upp á nýtt. Tengjast moldinni.“

feimið við það að gera tilraunir með tómata. Þetta er svo gefandi. Við eigum að gera miklu meiri kröfur til þess grænmetis sem við borðum og það grænmeti sem þú ræktar sjálfur verður alltaf það besta.“ Tómas segir að fólk megi alls ekki vera hrætt við moldina því að þaðan sé öll okkar næring. „Við þurfum að teygja okkur aftur til baka og velta fyrir okkur matvælagerð upp á nýtt. Tengjast moldinni. Hver einstaklingur getur ræktað grænmeti ef hann á bara smá bleðil af jörð þar sem sólar nýtur, líka hér á Íslandi.“ Fyrir Tómas Ponzi eru tilraunir með ný afbrigði tómata mikill skóli og árangurinn lætur ekki á sér standa. „Maður þarf svo lítið að hjálpa náttúrunni, það er nóg að vinna aðeins með henni. Hér á Íslandi eigum við að hugsa um gæði matvæla og gæði alls sem við gerum, frekar en að einblína alltaf bara á magn, gróða og stærðina,“ segir Tómas Ponzi innan um fallegu og fjölbreyttu tómatana sína í Brennholti í Mosfellsdal.

Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. ÞÓR

H F

Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500

Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555

Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar

Kirsuberjatómatarnir í Brennholti eru fjölbreyttir bæði í lit og í bragði.


TILBOÐ

15% afsláttur á kassa

GRILLÆRI HAGKAUPS

1.954 kr/kg verð áður 2.299

GRILLLÆRI HAGKAUPS 3 tegundir af marineringum

∙Trufflu marinering

∙Ferskar kryddjurtir

∙Pipar marinering

99 kr/stk 69 kr/stk

Kettle Chips

Euroshopper Energydrink

Gildir til 31. júlí á meðan birgðir endast.

Í miklu úrvali.

Orka í hverjum sopa.

41 kr/pk

Mini Prins Polo Fjölskyldu-pakkning.

TILBOÐ

10% afsláttur á kassa

Rookee núðlur

Núðlur og heitt vatn - góðir vinir.

Swiss Miss kakó

Dark Chocolate Senstaion, Milk Chocolate, Light.

Léttöl

Vertu léttur um helgina.

ÞESSAR VERÐUR ÞÚ AÐ SMAKKA!

aup Nýtt í Hagk


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Útjaðarsbreiðgatan Boulevard Périphérique er 35 kílómetra sporöskjulaga steinsteypuskrímsli sem umvefur París og aðskilur miðborgina frá úthverfunum.

Jaðarsettir múslimar í Frakklandi Ímyndaðu þér að þú sért að fara yfir götu, götu sem telur átta akreinar, götu sem meira en milljón bílar keyra um daglega. Líklega horfir þú bara á alla þessa bíla og áttar þig á að þú ert ekkert að fara að fara yfir þessa götu. Þessi gata er til og heitir Boulevard Périphérique, 35 kílómetra sporöskjulaga steinsteypuskrímsli sem umvefur París. Hvergi í Evrópu er umferðin jafn þung og þarna í útjaðri borgarinnar. Nafnið sjálft þýðir útjaðar, Útjaðarsbreiðgatan, og hún liggur þar sem fyrr á öldum voru virkisveggir og síki til varnar innrásarmönnum. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is

Gatan markar vissulega útjaðar hinnar glæstu Parísar, borgar ástar og rauðvíns og virðulegra dómkirkja en gatan er samt í raun í miðju Parísar – handan hennar liggja úthverfin, hin alræmdu banlieues. Arkitektinn Richard Rogers, sem unnið hefur að nýju borgarskipulagi fyrir París, segist enga aðra borg þekkja þar sem „hjartað er jafn aðskilið frá útlimunum“ – og þótt það séu ekki margir metrar frá borgarmörkunum til úthverfanna þá er vegalengdin samt oft óralöng því lélegar samgöngur eru á milli – enda virðist hreinlega ekki reiknað sérstaklega með því að þarna sé samgangur á milli. Nema auðvitað þegar kemur að ríkari úthverfum Parísar – þá tengja oftast þægileg undirgöng þau við borgina og sums staðar er Útjaðarsbreiðgatan sjálf neðanjarðar. En í fátækari úthverfum Parísar er því ekki að heilsa, þar hrynur húsnæðisverð um helming í einu vetfangi og þessi fátækrahverfi eru að stórum hluta byggð múslimum. Bardaginn við Tours Charles Martel var kallaður Hamarinn og var afi Karlamagnúsar en hann er frægastur fyrir að hrekja Mára í burtu frá Frakklandi í bardaganum við Tours árið 732. Þessi bardagi er enn kenndur í frönskum skólum og er sagður marka vatnaskil í sögu hinnar kristnu Evrópu, þar sem kristnir herir sigruðust á herjum Múhammeðs. Nú hrekja menn kannski múslima ekki í burtu í bardögum – en þeir hrekja þá í útjaðra borga og í frönsk fangelsi. Um 60 til 70 prósent franskra

fanga eru taldir vera múslimar – þótt hlutfall þeirra af þjóðinni sé ekki nema á bilinu 5 til 10 prósent (þessar tölur eru á reiki – enda leyfa frönsk lög ekki að spyrja fólk að trúarskoðunum í mannfjöldaskráningum). Til samanburðar má skoða fjölda blökkumanna í bandarískum fangelsum – en þar eru þeir þó aðeins um 40 prósent af karlkyns föngum (hlutfallið er helmingi lægra meðal kvenkyns fanga), en blökkumenn telja um þrettán prósent af mannfjölda Bandaríkjanna. Það er fleira líkt með þessum hópum; báðir eru afkomendur nýlendustefnu fyrri alda, Bandarískir blökkumenn eru f lestir afkomendur þræla og flestir franskir múslimar rekja ættir sínar til franskra nýlendna, um 70 prósent franskra múslima koma frá Alsír, Marokkó og Túnis, sem voru franskar nýlendur langt fram á tuttugustu öld. Þessi lönd urðu franskar nýlendur á nítjándu öld – í seinni heimstyrjöldinni var byrjað að flytja fjölda karlmanna þaðan til þess að þjóna í franska hernum og starfa í frönskum verksmiðjum og kolanámum. Fram yfir síðari heimstyrjöldina voru þetta fyrst og fremst karlmenn, en það fór að breytast eftir stríð og fjölskyldurnar fóru að fylgja þessum verkamönnum – sem höfðu áður oft litið á dvölina í Frakklandi sem tímabundna en voru nú f lestir

Fórnarlömb Þeir Zyed og Bouna dóu úr raflosti á flótta undan lögreglu sem varð svo kveikja mikilla óeirða í úthverfum Parísar.

Ég er ekki Charlie, átta ára piltur neitaði að segja „ Je suis Charlie“ og var færður á lögreglustöð í kjölfarið til skýrslutöku.

farnir að líta á Frakkland sem sitt eiginlega heimaland. En þegar alsírska frelsisstríðið skall á kom samt skýrt í ljós að Frakkar litu ekki endilega svo á. Parísarbúar af alsírskum ættum boðuðu til friðsælla mótmæla vegna útgöngubanns árið 1961 – og öryggissveitir frönsku lögreglunnar drápu um fimmtíu manns og særðu meira en þúsund. Líkunum var hent í Signu. Þótt stríðinu hafi lokið ári síðar þá hélt undirskipun Alsírættaðra Frakka áfram og sömu sögu má segja um þá sem ættaðir voru frá nágrannalöndunum Morokkó og Túnis. Þeir voru neðst í röðinni þegar húsnæði var úthlutað, á eftir bæði Frökkum, innflytjendum frá Evrópu og franskættuðum Alsírbúum (sem kölluðust Pied-Noirs) sem fluttu aftur til föðurlandsins eftir stríð. Þeir þurftu því flestir að eyða einhverjum tíma í slömmum og gettóum. Samtvinnuð örlög Frakklands og Alsírs þýddu líka að um hundrað þúsund alsírskættaðir hermenn börðust með Frökkum í stríðinu, oft gegn eigin vilja. Þeir eru kall-

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04

-

19

Október

2016

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Frá minningarthöfn við spennustöðina þar sem Zyed og Bouna dóu úr raflosti.


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Heimamenn, frönsk verðlaunamynd um norður-afríska hermenn í heimstyrjöldinni síðari hafði víðtæk áhrif.

aðir harkis og enn í dag er þeim og af komendum þeirra bannað að flytja til Alsír og mega jafnvel þola útskúfun í heimi innflytjenda í Frakklandi, þar sem margir sem börðust með uppreisnarmönnum líta niður á þá sem hálfgerða svikara, jafnvel nokkrum kynslóðum seinna. Alsírskir hermenn höfðu líka barist með Frökkum í heimsstyrjöldunum tveimur – þeir fengu þó verri mat en frönsku hermennirnir, minna frí og voru ólíklegri til að fá stöðuhækkun – og löngu eftir stríð voru þeir svo sviknir um eftirlaunin sem hvítir kollegar þeirra fengu. Alsírskættaði franski leikstjórinn Rachid Bouchareb gerði um þetta kvikmyndina Heimamenn (Indigènes) fyrir áratug síðan – og þá fengu nokkrir eftirlifandi norður-afrískir hermenn loksins hluta þeirra eftirlauna sem þeir höfðu sannarlega unnið fyrir. Aðalleikarar myndarinnar, sem nánast allir voru ættaðir úr norður-afrísku nýlendunum gömlu, komu hins vegar af fjöllum þegar þeir heyrðu hvernig forfeðrum þeirra hafði verið mismunað; saga minnihlutahópa gleymist oft fyrst, jafnvel meðal þeirra sjálfra. Frakkland fær raflost Árið áður en myndin var frumsýnd voru þeir Muhittin, Zyed og Bouna á leiðinni heim af fótboltaæfingu. Muhittin og Zyed voru sautján ára og Bouna fimmtán. Þeir vildu komast heim tímanlega fyrir kvöldmat, áður en Ramadan skylli á. En þá beygir lögregubíll í veg fyrir þá. Þeir höfðu ekkert gert af sér en það er líklega til marks um djúpstætt vantraust milli múslímskra ungmenna í úthverfunum og lögreglunnar að þeirra fyrsta viðbragð var að flýja, enda sýna tölur að lögreglan er sexfalt líklegri til að stöðva múslima en aðra Frakka. Þeir földu sig í spennustöð – og fengu raflost sem kostaði þá Zyed og Bouna lífið, Muhittin lifði af þrátt fyrir alvarleg brunasár. Í kjölfarið brutust út verstu óeirðir sem höfðu átt sér stað í Frakklandi í um 40 ár. Ungt fólk, sem mátti þola fátækt, kerfisbundið atvinnuleysi og ítrekaða mismunun, hafði loksins fengið nóg. Þeim tókst að beina augum heimspressunar tímabundið frá gliti Eifell-turnsins og yfir malbiksskrímslið á útjaðrinum, þangað sem engir túristar koma. Vorið eftir var svo Heimamenn frumsýnd á Cannes – og aðalleikararnir deildu með sér verðlaunum

| 25

Márarnir hörfa Charles Martel hrakti múslima frá Frakklandi árið 732.

fyrir bestan leik. Þegar Roschdy Zem, einn aðalleikarana, var spurður út í óeirðirnar árið áður svaraði hann: „Mér fannst sérstaklega andstyggilegt hvernig óeirðir voru útmálaðar sem kynþátta- og trúarmótmæli. Þegar lestarstarfsmenn stöðva umferð í Frakklandi þá spyr engin um annað en kröfur þeirra, ekki litarhaft eða trú. Taktu hvaða Norðmann eða Svía sem er, láttu þá búa í úthverfunum í einhver ár og láttu þá þola þau lífsskilyrði sem þar bjóðast, þá get ég ábyrgst að þeir myndu enda á að kveikja í bílum líka.“ Fátækt, trúfrelsi og kynslóðastríð Zem orðar þarna ágætlega hvernig barátta franskra múslima er oft frekar stéttarbarátta en trúarátök. Trúin hefur þó sannarlega átt undir högg að sækja frá upphafi. Það má vitaskuld leita allt aftur til bardagans við Tours fyrir nærri 1300 árum en látum okkur duga að fara aftur um rúma öld eða svo, árið 1905 nánar tiltekið, þegar hugtakið Laïcité var fest í lög. Þetta er illþýðanlegt hugtak sem snýst um aðskilnað ríkis og trúarbragða, upphaflega ætlað til þess að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju og þá grundvallarreglu að engin eiginleg ríkistrú væri í Frakklandi; með öðrum orðum til að tryggja trúfrelsi. Menn voru ekki mikið að hugsa um múslima í þessu samhengi þá, enda voru múslimar ættaðir frá Norður-Afríku þá þegnar Frakklands en ekki fullgildir borgarar. Undanfarna áratugi hefur þó hugtakinu hins vegar ítrekað verið misbeitt til þess að berja á múslimum. Misbeitt því upphaflega var trúfrelsi innifalið í hugtakinu, en nú er því ítrekað beitt til þess að skerða frelsi múslima til að iðka trú sína, reglur sem eru aðeins ætlaðar ríkisreknum skólum eru teygðar yfir í allt opinbert líf – þótt sömu meðölum sé sjaldnar beitt til að berja á kristnum trúartáknum. Þetta hefur mest áhrif á múslimskar konur, enda hefur þetta verið notað til að banna ákveðnar tegundir af slæðum og fatnaði í almannarými – og menn hafa deilt hart um hvort þetta geri múslimum auðveldara að aðlagast frönsku samfélagi eða hvort þetta auki aðeins á jaðarsetningu þeirra. Oft er það raunar fyrst og fremst jaðarsetningin og upprunin sem gerir franska múslima að múslimum; margir þeirra iðka trúna lítið eða jafnvel alls ekki. Það var ekki

spurt um hversu heittrúaðir þeir voru þegar lögreglan gerði tilefnislausar húsleitir hjá múslimskum fjölskyldum og fyrirtækjum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í nóvember í fyrra sem og í kjölfar morðanna á teiknurum Charlie Hebdo árið áður. Neyðarlög og harðlínustefna stjórnvalda gagnvart hryðjuverkum var einfaldlega notuð til að gefa lögreglunni frítt spil til þess að niðurlægja saklausa borgara. Þetta náði alla leið niður í barnaskólana. Átta ára piltur var dreginn niður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla. Glæpurinn? Að neita að segja „Je suis Charlie.“ Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvað hryðjuverkamaður var þá var svarið nei. Nemandinn var átta ára gamall. Þetta mál rataði í heimsfréttirnar en það átti ekki við um fjöldan allan af svipuðum tilfellum þar sem kennarar og skólastjórnendur niðurlægðu börn af múslimaættum í kjölfar bæði hryðjuverkaárásanna og morðanna á skopmyndateiknurunum á Charlie Hebdo. Þegar bakgrunnur franskra jíhadista og hryðjuverkamanna síðustu tuttugu ár er skoðaður kemur svo í ljós að fæstir þeirra voru sérstaklega trúaðir, þeir eru þvert á móti flestir mjög vestrænir í háttum og höfðu drukkið áfengi, reykt gras og farið á kvennafar á næturklúbbum rétt eins og aðrir fransk-

Í kjölfarið brutust út verstu óeirðir sem höfðu átt sér stað í Frakklandi í um 40 ár. Ungt fólk, sem mátti þola fátækt, kerfisbundið atvinnuleysi og ítrekaða mismunun, hafði loksins fengið nóg. Þeim tókst að beina augum heimspressunar tímabundið frá gliti Eifell-turnsins og yfir malbiksskrímslið á útjaðrinum, þangað sem engir túristar koma.

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

ir unglingar. Stærstur hluti þeirra hafði dvalið í fangelsi. Sumir þeirra voru af múslimaættum en gáfu ekkert fyrir trúna og aðrir voru hvítir íbúar sömu úthverfanna sem snérust til múhameðstrúar rétt áður en þeir gerðust jíhadistar. Þeir voru ýmist annarrar kynslóðar innflytjendur eða af frönskum uppruna og höfðu snúist til múslimatrúar. Blaðamaðurinn Olivier Roy hjá Foreign Policy telur þetta til marks um að þetta sé fyrst og fremst ofbeldisfull kynslóðauppreisn, uppreisn kynslóðar sem telur Frakkland hafa hafnað sér og leitar farvegs fyrir alla sína heift í Isis eða Al-Kaída eða hverjum þeim farvegi sem er til staðar hverju sinni. Þannig sé trúin aðeins hækja fyrir uppreisnargirni jaðarsettra og fátækra hópa þjóðfélagsins, eða öllu heldur þeirra áhrifagjörnustu og ofbeldisfyllstu í þeim stóra hópi. Þannig er hin íslamska trú notuð sem hækja, bæði til að berja á milljónum múslima í Frakklandi sem og af þeim örlitla minnihluta múslimskra ungmenna sem nota hana í uppreisn sinni gegn samfélaginu sem hafnaði þeim. Svar þjóðfélagsins er því miður oftast að hafna þeim meira, færa þá enn lengra út á jaðarinn. Á meðan færist hjartað enn fjær útlimunum og bílarnir æða framhjá og dýpka gjána á milli útópíunnar um Frakkland og þeirra sem Frakkland hefur hafnað.


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Síhrynjandi nýbyggingar Martraðarkennd byggingarsaga Willy Brandt flugvallarins í Berlín. Jón Atli Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is

La Sagrada Familia kirkjan í Barcelóna hefur verið í byggingu í ein 147 ár og áætlað er að byggingarframkvæmdum við hana ljúki að fullu á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. La Sagrada Familia þykir mikilfengleg bygging frá sjónarmiði arkitektúrs. Bygging hennar hefur verið samfelldur 147 ára gjörningur. Að vissu leyti óskar maður þess að hann endi aldrei. Það er líkt og byggingarframkvæmdirnar, sveittir verkamennirnir, steypurykið og stillansarnir séu trúariðkun í sjálfu sér; tærasta birtingarmynd tilbeiðslunnar. Ör ferðamannastraumur til Barcelona á hverju ári er ekki síst þessu verki í vinnslu að þakka. La Sagrada Familia er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Í framtíðinni á fólk sjálfsagt eftir að vekja máls á því að það hafi nú heimsótt Barcelóna á meðan kirkjan var enn ókláruð. Flugvöllur geðþekka kanslarans Forsvarsmenn byggingarframkvæmda á Berlin Brandenburg Willy Brandt flugvellinum, eins og hann heitir fullu nafni, horfa sjálf-

sagt öfundaraugum til kollega sinna í Barcelóna. Því þeir hafa heldur betur þurft að ganga í gegnum hreinsunareldinn við byggingu á sínu himnamusteri. Alþjóðaflugvöllurinn sem heitir í höfuðið á kanslaranum geðþekka og á að þjóna Berlín og nágrenni er ætlað að þjónusta 34 milljónir farþega á ári hverju sem myndi gera hann að þriðja stærsta f lugvelli Þýskalands. Bara ef það tækist nú að klára hann. Í fyrstu átti flugvöllurinn að leysa af Tegel og Schönefeld alþjóðaflugvellina í Berlín. En það er ljóst að þegar og ef framkvæmdum við flugvöllinn lýkur, að hann gerir það ekki. Fjölgun ferðamanna sem koma til Berlínar er of mikil til að þær spár rætist. Flugvöllur kanslarans geðþekka átti fyrst að opna árið 2010. En lélegt skipulag við byggingu hans, fúsk og spilling gerðu þau áform að engu. Árið 2014 var því lýst yfir að flugvöllurinn skyldi opna árið 2017 en eftir opinbera rannsókn á vegum þingsins í Brandenburg líta menn nú vongóðir til ársins 2019 eftir því að geta afhent brottfararspjöldin og selt rakspíra, Toblerone og gúmmíbangsa á flugvallarprísum.

Öll ljós kveikt en enginn heima Heildarkostnaður við byggingu f lugvallarins kemur til með að verða tæpir sjö milljarðar evra þegar upp er staðið. Það er langt fram úr þeim kostnaðaráætlunum sem lagðar voru fram í upphafi og hefur þetta valdið miklum deilum innan Evrópusambandsins sem ber mikinn hluta kostnaðarins. Þjóðverjar súpa hveljur yfir tölunum en það er kannski einna helst spillingarangi framkvæmdanna sem kemur á óvart og veldur skattgreiðendum talsverðri gremju. Spilling er yfirleitt ekki mikið vandamál í þýsku hagkerfi og kemur landið yfirleitt jákvætt út úr könnunum varðandi hana. Enda á spillingin rætur sínar að rekja til Rotterdam þar sem móðurfyrirtæki Imtech, fyrirtæki sem heitir Royal Imtech, er með höfuðstöðvar sínar. Imtech er með mikla starfsemi í Þýskalandi og meðal bygginga sem Imtech hefur komið að fyrir utan flugvölling má nefna höfuðstöðvar BND sem er utanríkisleyniþjónusta Þýskalands og Óperuhúsið í Köln. Imtech bar meðal annars ábyrgð á uppsetningu brunavarnakerfis á flugvellinum sem virkaði ekki auk 20 þúsund annarra atriða sem telja

Heildarkostnaður við byggingu flugvallarins kemur til með að verða tæpir sjö milljarðar evra þegar upp er staðið.

allt frá grófri vanrækslu til fjárkúgunar og mútustarfsemi. Það sem gerði menn rjóða í kinnum af skömm var sú staðreynd að sökum mistaka við rafkerfi flugvallarins var ekki hægt að slökkva ljós í flugstöðvarbyggingunum og loguðu þau svo dögum skipti áður en brugðið var á það ráð að klippa á vírana. Á listanum langa er líka að finna tilraun til manndráps þar sem reynt var að eitra fyrir starfsmanni Imtech sem ljóstraði upp um glæpi fyrirtækisins. Starfsmaðurinn varð alvarlega veikur eftir að hafa drukkið kaffibolla á byggingarsvæðinu og kennir fyrirtækinu um að hafa að eitrað kaffið fyrir sér. Það mál er nú rekið fyrir þýskum dómstólum. Glæpir og gegnsæi Dómstólar í Hollandi sáu sér vænstan kost í því að skipta fyrirtækinu upp enda þótti ljóst að rekstur þess líktist meira pýramídasvindli en alþjóðlegu verktakafyrirtæki. Skandallinn teygir anga sína víða um þýskt efnahagslíf og alla leið inn á æðstu staði stjórnmálanna. Klaus Wowereit borgarstjóri Berlínar til 13 ára neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslisins sem bygging flugvallarins er orðin. Gagnrýni á Klaus Wowereit snerist að mestu um hversu duglega hann þótti verja kauðslegar og glæpsamlegar framkvæmdir við flugvöllinn. Núverandi borgarstjóri Berlínar, Michael Müller, lýsti því yfir þegar hann tók við embætti að meira gegnsæi myndi ríkja varðandi flugvöllinn sem kostar nú þýska skattgreiðendur 20 milljónir evra á dag. Það er sami daglegi rekstarkostnaður og er við að reka Tegel flugvöllinn í Berlín og þó er hann í fullum rekstri. Með tilheyrandi rakspíra, Toblerone og gúmmíbangsasölu. Einn af kostnaðarliðum nýja flugvallarins er vegna viðhalds og þrifa. Þrátt fyrir að hann sé lokaður og engin starfsemi í gangi þá sjá 50 manns um að halda honum hreinum. Fyrir þremur árum síðan flissuðu ráðamenn að ráðleggingum um að Tegel flugvellinum skyldi ekki lokað þegar sá nýi yrði opnaður – það væri hægt að nota Tegel f lugvöllinn sem nokkurs konar

Myndir | Getty

Alþjóðaflugvöllurinn sem heitir í höfuðið á kanslaranum geðþekka og á að þjóna Berlín og nágrenni er ætlað að þjónusta 34 milljónir farþega á ári hverju sem myndi gera hann að þriðja stærsta flugvelli Þýskalands. Bara ef það tækist nú að klára hann. öryggisventil fyrir umfram flugumferð. Á þeim tíma stóð metnaður til þess að opna nokkurs konar tæknigarð sprotafyrirtækja í tölvugeiranum í Berlín á grunni þeirra samgönguumbóta sem nýi völlurinn átti að fela í sér. Evrópskan kísildal í samkeppni við Bandaríkin. Það er skemmst frá því að segja að sú hugmynd endaði ofan í skúffu. Undir áhrifum Það skyldi þó sýna aðgát þegar talað er um flugvöllinn í anda þess gegnsæis sem núverandi borgarstjóri Berlínar taldi svo mikilvægt. Daniel Abbou, fjölmiðlafulltrúi flugvallarins, neyddist til að taka pokann sinn fyrr á árinu þegar hann tjáði fjölmiðlum að flugvallarframkvæmdin væri svínarí og að hann sæi ekki fyrir sér að völlurinn myndi nokkru sinni verða opnaður. Karsten Mühlenfeld stjórnarformaður flugvallarins tilkynnti í apríl síðastliðnum að framkvæmdum lyki í lok árs 2017 og þá væri hægt að opna. Það stangast á við yfirlýsingar fjölmiðlafulltrúans brottrekna sem hefur lýst því yfir að enginn geti gefið nákvæma tímasetningu á opnun vallarins án þess að vera undir áhrifum fíkniefna. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum í Þýskalandi hafa hrósað fjölmiðlafulltrúanum fyrir hreinskilnina en þykjast líka skynja það sem svo að hann sé dauðslifandi feginn að vera laus undan þeirri kvöð að svara opinberlega fyrir þessa mestu hörmung í gervallri þýskri byggingarsögu. Það væri fróðlegt að vita hvað kanslaranum geðþekka, sem þetta mannvirki heitir jú í höfuðið á, þætti um þetta basl, manni sem stóð vaktina í Vestur Berlín á þeim umbrotatímum þegar heimsbyggðin stóð á barmi kjarnorkustyrjaldar í kalda stríðinu. Kannski er það bara viðeigandi að völlurinn skuli bera nafn hans.


ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 3 FYRIR 2

AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

40%

AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM

20-50%

AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM

40%

AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM

20-40% AF ÖLLUM MOTTUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


Kerrur

28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

LUNARMANNAHELGIN S R E V

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Ættarmót pönkara: Norðanpaunk Árlegt ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu um helgina. Fjölmargar hljómsveitir munu stíga á stokk og leika tónlist fyrir gesti en meðal þeirra má nefna Gnaw their tongues, Martyrdöd, Dj flugvél og geimskip, Forgarð helvítis, Misþyrmingu og Kæluna miklu. Sérstakur gestur hátíðarninar er La Poste Di Falcone. Sannir pönkarar mega ekki láta þessa mögnuðu hátíð framhjá sér fara. Lifi pönkið! Hvar? Laugarbakka, Vestur-Húnavatnssýslu Hvenær? Um helgina Hvað kostar? 5.000 kr.

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Drulla og gleði á Ibizafirði Ferð á Mýrarboltann er fastur liður Verslunarmannahelgarinnar fyrir mörgum, enda fátt skemmtilegra en að veltast um í fótbolta í blautri mýri, íklæddur grímubúningi. Auk Evrópumótsins sjálfs í Mýrarbolta verður hress dagskrá á Ísafirði alla helgina. Á hverju kvöldi verður ball á Edinborg: á föstudegi troða Blaz Roca, Steinar og Aron Can upp, á laugardegi Stuðlabandið og á sunnudeginum verður diskósprengja sem hefst á Boogie Trouble og endar á Pallaballi sem svíkur engan! Hvar? Um allan Ísafjörð Hvað kostar? Keppnisarmband kostar 5.000 krónur en Ballarmband 6.000

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

ÚTSÖLULOK

Skógurinn vímuefnalausi

Neistarnir fljúga fyrir austan

Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa. Dagskráin er stórskemmtileg í ár en hægt verður að fara út á bát, kvöldvaka verður í íþróttahúsinu og dansleikur. Hvar? Vatnaskógi Hvenær? Um helgina Hvað kostar? 2.800 - 4.800 kr. Ókeypis fyrir 6 ára og yngri.

Fjölskylduvæna útihátíðin Neistaflug fer nú fram í 23. skipti, en óteljandi viðburðir verða í boði á meðan á Neistaflugi stendur. Meðal annars má nefna tjaldmarkað, varðeld, flugeldasýningu og brunaslöngubolta auk frírra tónleika á útisviði alla helgina. Dagskráin er því fyrir alla aldurshópa, en fyrir börnin verða til dæmis Gunni og Felix, Latibær og Leikhópurinn Lotta á svæðinu. Hvar? Um allan Neskaupsstað Hvað kostar? Armband sem gildir á alla viðburði Neistaflugs kostar 10.500 krónur

Stórborgin Siglufjörður Síldarævintýrið á Siglufirði fer fram um helgina en um er að ræða fjölskylduhátíð af bestu gerð. Þegar Siglufjörður var síldarhöfuðstaður heimsins unnu þúsundir verkamanna og kvenna við síldina. Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, alls staðar líf og fjör sem ætlunin er að reyna að endurskapa með virkri þátttöku heimamanna og gesta. Hvar? Siglufirði Hvenær? Um helgina

Jaðaríþróttir um Versló Íslensku sumarleikarnir fara fram um helgina á Akureyri. Íbúum og gestum gefst kostur á að spreyta sig í alls kyns jaðaríþróttum, þrekraunum og leikjum. Um helgina verður boðið upp á þéttskipaða dagskrá af stærri og smærri viðburðum en af stærstu viðburðunum má til dæmis nefna heimsmótaröð unglinga í golfi, Súluhlaup, fjallahjólakeppni, crossfit keppni, lengri og styttri hlaup og margt, margt fleira. Hvar? Akureyri Hvenær? 22. júlí - 1. ágúst

Að halda sig inni

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

Alltaf sama stuðið í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er ein stærsta útihátíð ársins, og flykkist fólk nú í Herjólf til að njóta hátíðarinnar. Meðal dagskrárliða á hátíðinni verða tónleikar með Quarashi, brenna á Fjósakletti og auðvitað hinn sígildi Brekkusöngur, sem Ingó Veðurguð leiðir. Hvar? Dagskráin fer að mestu fram í Herjólfsdal Í Vestmannaeyjum Hvað kostar? 22.900 krónur

Síðustu ár hafa þeir sem halda sig í bænum yfir Verslunarmannahelgina ekki farið varhluta af gamninu, því hátíðin Innipúkinn í Reykjavík vex með hverju árinu, og koma 23 hljómsveitir fram á Húrra um helgina. Agent Fresco, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Misþyrming, Hildur og Hjaltalín eru meðal flytjenda, svo dagskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Yfir helgina verður svo fatamarkaður í Naustinni á daginn þar sem helstu skvísur landsins selja fatnað áður en tónleikar taka við á kvöldin. Hvar? Á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum í Reykjavík Hvað kostar? 7.990 krónur fyrir alla helgina, 3.990 fyrir stakt kvöld


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

| 29

Hvað er nýrasismi? Hvar á að gera innrás næst? Heimsókn heimildamyndagerðarmannsins Michael Moore vakti athygli á síðasta ári, en hann heimsótti hér íslenskar konur í stjórnunarstöðum fyrir nýjustu mynd sína, Where To Invade Next. Myndin er nú komin út og verður hún sýnd í Bíói Paradís í kvöld á sérstakri Q&A sýningu, en leikstjórinn sjálfur mun sitja fyrir svörum í gegnum netið. Auk Íslands skoðaði Moore orlof á Ítalíu, skólamötuneyti í Frakklandi, iðnaðarstefnu Þýskalands, fangelsismálakerfi Noregs og kvenréttindastefnu Túnis, og snýst myndin um að skoða hvaða siði annarra þjóða Bandaríkjamenn ættu að tileinka sér. Hvenær? Í dag klukkan 16 Hvar? Bíó Paradís

Beyoncé-sveifla með góðan tilgang Dansdrottningin Margrét Erla Maack boðar til opins tíma í sinni sívinsælu Beyoncé danskennslu fyrir unga sem aldna á morgun. Tilgangur kennslunnar er að styrkja Stígamót, samtök sem miða að því að aðstoða þolendur kynferðisbrota. Engin forskráning og mæting í þægilegum fötum og innanhússkóm. Hvenær? Á morgun, laugardag, klukkan 17 Hvar? Kramhúsinu við Skólavörðustíg Hvað kostar? 2.000 krónur sem renna beint til Stígamóta

Rólegheit í Mengi um Versló Fyrir þá sem ekki eru á leið á einhvers konar hátíð og margra daga partí er ýmislegt í boði. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson halda til dæmis tónleika í Mengi á morgun, þar sem þau munu spila tónlist sína, auk óvæntra innskota úr öllum áttum. Ólöf og Skúli hafa bæði löngu skapað sér nafn meðal fremstu tónlistarmanna Íslands, svo búast má við tónleikum sem fáa svíkja. Hvar? Í Mengi á Óðinsgötu Hvenær? Klukkan 21 Hvað kostar? 2.000 krónur

Organisti á heimsmælikvarða Bandaríski organistinn Douglas Cleveland hefur heillast af Klais-orgeli Hallgrímskirkju og mætir nú til fundar við það í þriðja sinn um helgina, þegar hann heldur tvenna tónleika. Á tónleikunum mun Douglas spila blöndu af gamalli og nýrri orgeltónlist sem spannar allt frá Bach til samtímatónskálda. Tónleikarnir eru því frábært tækifæri til að heyra allar hliðar hins magnaða hljóðfæris. Hvar? Hallgrímskirkju Hvenær? Á morgun, laugardag, klukkan 12 og á sunnudag klukkan 17 Hvað kostar? 2.000 krónur á laugardagstónleikana en 2.500 krónur á tónleika sunnudagsins

Vefsíðan Sandkassinn komst nýverið í fréttir vegna birtingar á lista yfir meinta „nýrasista“ á Íslandi. Listinn hefur vakið hörð viðbrögð þeirra sem á honum eru og hóta einhverjir málsókn gegn téðu háttalagi. En þá er spurningin: hvað er nýrasismi? Hugtakið er í nýrra lagi í íslenskri málnotkun og þó nýrasisma sé erfitt að merkja er hann útbreiddur í evrópskum samfélögum í dag. Nýrasistar tala ekki um ákveðna kynþætti né um yfirburði eins kynþáttar yfir öðrum

heldur tala þeir um mismunandi menningarhópa. Þeirra sannfæring er að mismunandi menningarhópar geti ekki búið saman í einu samfélagi. Við þannig aðstæður muni alltaf koma til ofbeldis og átaka. Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur hefur þurft að þola nýrasisma á eigin skinni og segist daglega fá pósta og símtöl þar sem henni er úthúðað fyrir að vera af tyrknesku bergi brotin en faðir hennar er tyrkneskur og móðirin íslensk. „Ég hef fengið símSema Erla upplifir nýrasisma á hverjum degi.

„Ég hef fengið símtal þar sem viðkomandi segir að ég þurfi að svara fyrir hryðjuverk úti í heimi.“ tal þar sem viðkomandi segir að ég þurfi að svara fyrir hryðjuverk úti í heimi, uppruna minn eða meint trúarbrögð. Ég er fædd, skírð og fermd á Íslandi en þrátt fyrir það vilja margir meina að ég sé múslimi og fái engu um það ráðið. Í þessu felst nýrasismi.“ „Ég hef líka kallað þetta menningarlegan rasisma því þetta snýst í raun um fjölmenningu. Ísland er fjölmenningarsamfélag en sumir eru á þeirri skoðun að múslim-

Í nýrasisma felst menningarlegur rasismi.

ar séu ekki velkomnir hingað því þeirra menningarheimur passi ekki við okkar,“ bætir Sema Erla við. Nýrasistar telji átök í fjölmenningarlegum samfélögum óhjákvæmileg og eina leiðin til að komast hjá átökum sé að hindra þróun fjölmenningarlegra samfélaga með strangri innflytjendalöggjöf og útiloka „aðkomuhópa“ frá öllum félagslegum réttindum í samfélaginu. | bg


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

WOW ALLA LEIÐ! LYO N

Ólöf Rún, Pálmi Rúnar, Ægir Sindri, Axel Franz, Halla, Tómas, Árni Þorlákur, Hilmar Kári og Jón Arnar eru níu af um tuttugu manns sem saman skipuleggja Norðanpaunk. Mynd | Rut

frá

7.999 kr. *

ágúst - okt.

MÍLANÓ

frá

9.999 kr.

*

ágúst - nóv.

NICE

Við erum öll í þessu saman frá

7.999 kr. *

ágúst - sept.

PA R Í S

frá

7.999 kr.

*

ágúst - nóv.

RÓ M

frá

9.999 kr.

*

ágúst - sept.

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Íbúafjöldi Laugabakka fjórfaldast um helgina þegar rokkarar og pönkarar koma saman á jaðarhátíðinni Norðanpaunk.

H

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

ugmyndin varð til við bjórdrykkju á Dillon þar sem við hittumst nokkur og veltum fyrir okkur hvað hefði orðið af þessari sterku pönkmenningu sem var til á tíunda áratugnum, og af hverju það væri ekkert í boði fyrir pönkara og rokkara um Verslunarmannahelgina,“ segir Árni Þorlákur, en hann tilheyrir tuttugu manna hópi skipuleggjenda jaðarhátíðarinnar Norðanpaunks sem fer fram í þriðja skipti um helgina. Árni er sonur prestsins á Laugabakka og ákvað að leita á sínar heimaslóðir með að halda nýja jaðarhátíð, enda er félagsheimili á staðnum þar sem Árni vissi að oft væru haldin ættarmót. „Þetta er eins og ættarmót þar sem þáttakendur sjá um skemmtiatriðin sjálfir. Á ættarmót mætir alltaf fjölbreyttur hópur fólks og margir skrýtnir, alveg eins og á Norðanpaunk,“ segir Árni glettinn og bætir við að börn og unglingar séu velkomin á hátíðina séu þau með viðeigandi heyrnarvernd. Norðanpaunki hefur verið vel tekið af íbúum Laugabakka, en þeir telja um hundrað manns. Á meðan á Norðanpaunki stendur hækkar íbúatalan um þrjú hundruð manns. Hátíðin stækkar því Laugabakka töluvert, en hátíðin er þó lítil miðað við aðrar útihátíðir, eins og jaðarmenningu sæmir. Vinsældir Norðanpaunks fara vaxandi og byrjar dagskráin í ár fyrr en venjulega svo hægt sé að koma fyrir fleiri hljómsveitum. Eins og hópurinn bendir á er það alltaf ákveðið vandamál fyrir jaðarhátíðir. „Við verðum að passa okkur að hafa það erfiðar hljómsveitir að fjöldinn fari

ekki yfir þrjú hundruð manns,“ segir Hilmar, annar úr hópnum, „og ef þetta verður of vinsælt bætum við bara við nokkrum „Noise“-hljómsveitum!“ Þetta árið koma fram hljómsveitir á borð við Misþyrmingu, DJ Flugvél og Geimskip, Q4U og sænsku hljómsveitina Martyrdöd, allt frá svartmálmi til elektrópönks. „Þó tónleikarnir séu stærsti dagskrárliðurinn er tónlistin bara ein birtingarmynd jaðarmenningar á hátíðinni,“ segir Árni. „Það verður smiðja á staðnum þar sem fólk getur gert myndlist eða hvað sem það vill, auk þess sem Jón Arnar, Kristófer Páll og Karl Thorsten Stallborn verða með myndlistarsýningu og ég geri bakgrunn fyrir sviðið okkar,“ segir Ólöf Rún, enn einn skipuleggjandi hátíðarinnar. Þrátt fyrir að skipulagshópurinn sé orðinn ansi stór gengur samstarfið vel, enda gengur hátíðin út á svokallaða „do-it-yourself“ hugmyndafræði og að allir hjálpist að við alla þætti hátíðarinnar, allt frá uppvaski til þess að halda uppi stemningu. „Við erum öll í þessu saman,“ segir hópurinn, enda byggist hátíðin á sjálfboðavinnu því enginn í hópnum fær laun fyrir störf sín. Hátíðin tekur jafnframt skýra afstöðu gegn ofbeldi, og verði einhver uppvís að slíkri hegðun verður þeirri manneskju tafarlaust vísað af svæðinu. Norðanpaunk á nefnilega að vera samfélag þar sem allir finna til öryggis. Þungarokks- og jaðartónlistarsenan á Íslandi er í miklum vexti og segist Ólöf sérstaklega hafa tekið eftir að hún hafi stækkað síðustu ár. Hljómsveitir eins og Misþyrming og Svartidauði hafa borið hróður íslensks svartmálms út í heim: „Ég held reyndar að vinsældir þessara sveita úti í heimi hafi mikið að segja

„Þetta er eins og ættarmót þar sem þátttakendur sjá um skemmtiatriðin sjálfir. Á ættarmót mætir alltaf fjölbreyttur hópur fólks og margir skrýtnir, alveg eins og á Norðanpaunk.“ um hvaða tækifæri þær fá hér á landi,“ segir Ægir Sindri, fjórði meðlimur hópsins. Nú fái Misþyrming sem dæmi pláss á tónleikastöðum sem ekki eru sérstaklega ætlaðir svartmálmi og fleiri mæti á tónleikana en harðkjarna þungarokkarar. Þrátt fyrir mikla grósku segir hópurinn ekki mikla nýliðun inn í senuna, enda sé skortur á tónleikum sem fólk undir tvítugu megi sækja. „Við köllum eftir tónleikastöðum þar sem fólk á öllum aldri er velkomið,“ segir Árni. Ægir segir jafnframt að þó tónleikastaðir á borð við Molann í Kópavogi haldi af og til jaðartónleika mæti þá fáir, enda þurfi senan að vera í stöðugri þróun en ekki bara af og til. Á Norðanpaunki mun þróunina þó ekki vanta: „Markmiðið er að á Norðanpaunki séu framkvæmdir hlutir sem ekki er hægt að framkvæma á hefðbundnum tónleikastað“, segir Árni. „Fyrir Norðanpaunk hefði maður skilið vel að þessi hópur hefði flúið land um verslunarmannahelgina, enda var engin hátíð sem okkur fannst spennandi að sækja þessa helgi,“ segir Ólöf. Nú hlakkar jaðarfólkið hins vegar til helgarinnar rétt eins og allir hinir. Frekari upplýsingar og miða á hátíðina má nálgast á nordanpaunk.org



32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Hvert er planið um verslunarmannahelgina? Sandra Paul

Guðrún

„Fjölskyldan mín verður í Stykkishólmi en ég verð á Flúðum að selja vörur frá Kenía. Ég fór þangað fyrir tveimur árum og það var frábært. Við seldum mikið af dóti en allur ágóði af sölunni rennur til skóla í heimabæ mínum í Kenía.“

„Ég ætla að heimsækja bestu vini mína tvo á Akureyri, fer með strætó þangað og fæ síðan far heim. Það er svo yndislegt fyrir norðan - tært og fallegt.“

„Ég verð annað hvort í göngu í Kerlingarfjöllum eða í bænum. Ef ég verð í bænum ætla ég bara að njóta lífsins, fara í sund í góða veðrinu og fleira.“

Vala Ég ætla að vinna alla helgina en ég er að vinna á Kleppi. Verð þar í góðum gír og við munum örugglega grilla eða eitthvað skemmtilegt svona í anda helgarinnar.

Hinrik Kári „Ég er annað hvort að fara til Vestmannaeyja eða vera heima. Það er miklu líklegra að við verðum bara heima samt. Ég og fjölskyldan.“

„Já, ég er bara að fara að vera í Reykjavík og ekki mikið fleira. Við Kári förum örugglega á fótboltaæfingu og síðan erum við sko í Pokémon Go. Við verðum örugglega hérna á Laugaveginum en það eru fullt af Pokémonum hér!“

Konurnar hrifnari af Ghostbusters Því eldri, því minni kynjamunur Á nýjasta yfirliti yfir stjörnugjöf notenda IMDB má sjá að karlar hafa gefið myndinni Ghostbusters að meðaltali 4,7 stig, en konur 7,9. Myndin fær því í heildina 5,4 stjörnur. Mestur er munurinn á stjörnugjöf fólks undir 18 ára, en munurinn minnkar eftir því sem notendur síðunnar eldast. Ef til vill má stimpla þen na n m i k la mun á þá staðreynd að konur leika öll aðalhlutverk my ndarinnar, en eins og sjá má þegar stigagjöfin er skoðuð var stór hluti einkunna sem karl-

ar gáfu myndinni gefinn áður en myndin kom í kvikmyndahús. Þetta bendir til þess að munurinn á alvöru áliti kynjanna á myndinni sé minni en sýnist og svokölluðum karlkyns internettröllum sé um slæma útreið myndarinnar hjá körlum að kenna. Þessu til stuðnings má nef na að sý n i shor n myndarinnar fékk miklu fleiri „dislikes“ en jákvæð „like“, og voru ljótar athugasemdir við sýnishornið á YouTube nærri alltaf tengdar kyni draugaveiðaranna fjögurra. Ghostbusters er nú í sýn-

ingu hér á landi, en hún hefur verið lofuð fyrir að ýta ekki undir staðalmyndir kynjanna, heldur þvert á móti sýna sterkar, klárar og fyndnar konur eins og þær eru. Karlmenn undir 18 Konur undir 18 Karlar 18-29 Konur 18-29 Karlar 30-44 Konur 30-44 Karlar 45+ Konur 45+

4,6 8,2 5,4 8,1 4,7 7,7 4,8 6,8

Kolbrún Vaka sér um dagskrárgerð og safnar nú fyndnum dýravídeóum frá fólki.

Sigraðist á hræðslunni í fyrsta þætti

Gerir þáttaröð um samband mannsins við dýr

Þ

áttaröðin Örkin mun hefja göngu sína á RÚV í haust en um er að ræða nýja þáttaröð um samband mannsins við dýr - allt frá skordýrum til sela. Kolbrún Vaka sér um dagskrárgerð og safnar nú fyndnum dýravídeóum frá fólki. „Myndböndum í líkingu við Americas Funniest Home Videos. Þau eru svo stórkostlega fyndin.“ Hún segir aðaláhersluna lagða á hið sérstaka samband mannfólksins við dýr og hefur því safnað sögum með einkennast af gleði, ást, sorg og hræðslu. Í einum þætti fjallar Kolbrún um samband sjálfrar sín við fugla en hún var einu sinni mjög hrædd við fugla. „Þátturinn byrjar á því að ég fer í fuglafóbíumeðferð. Ég fór sem sagt til sálfræðings í hugræna atferlismeðferð til að losna við hræðslu mína við fugla. Vissi að það væri sniðugt að læknast af hræðslunni áður en ég færi að hitta hænur og páfagauka.“ Kolbrún leyfði tökumanni þáttanna að vera fluga á vegg meðan hún var í meðferðinni hjá sálfræðingnum. „Þetta byrjaði á viðtali við sálfræðinginn um hvernig svona hræðsla virkaði - sérstaklega í tengslum við kvíða. Þegar maður hittir dýrið spennist maður einhvern veginn upp og fer frá því. Sálfræðingurinn ráðlagði mér hins vegar að standa kyrr og það endaði á því að ég fór í dýrabúð fulla af fuglum, sveitt og skíthrædd. Það tók mig rúma tvo tíma allt í allt að koma þar inn og leyfa dýr-

„Þátturinn byrjar á því að ég fer í fuglafóbíumeðferð. Ég fór sem sagt til sálfræðings í hugræna atferlismeðferð til að losna við hræðslu mína við fugla.“ inu að sitja á öxlinni minni. Ég byrjaði að nálgast búrin hægt og rólega og endaði síðan með stóran páfagauk á öxlinni. Á meðan voru sálfræðingurinn og maðurinn sem átti dýrabúðina mér við hlið og hann sagði mér alls kyns staðreyndir um fugla: hve margar fjaðrir þeir hefðu og svoleiðis. Ég tengdi þannig meira við dýrið og fannst það fallegt.“ Áður en Kolbrún vissi af hafði sat risavaxinn páfagaukur á öxl hennar. Og sigraðistu á hræðslunni? „Já, ég er hætt að spennast upp þegar ég hitti fugla. Get núna labbað framhjá tjörninni og svona. Hefði ekki gert það áður. Sonur minn fjögurra ára er líka orðinn mikill fuglaáhugamaður og þetta kemur sér því allt saman vel. Þetta er mun hentugra svona,“ segir hún. Að lokum minnir hún á að fólk geti hlaðið inn sniðugum dýramyndböndum á vefsíðu þáttarins www.ruv.is/thaettir/orkin. „Ef þau eiga erindi við almenning þá er um að gera að hlaða þeim inn á síðuna. Myndböndin verða síðan sýnd í þáttunum í haust.“ | bg


FRAMKVÆMDADAGAR er tíminn!

28. júlí - 7. ágúst

PALLUR OG SKJÓLVEGGUR

HARÐPARKET Í ÚRVALI

MÁLNING OG VIÐARVÖRN

GAGNVARIN FURA

ÚTIMÁLNING

alhefluð

-30%

LERKI

HARÐPARKET Ancient Oak 242x1285 mm, 8 mm.

alheflað eða rásað

1.892

kr/m2.

INNIMÁLNING

0113471 Almennt verð: 2.698 kr./m2

BANGKIRAI harðviður með rásum

-41% PLASTPALLAEFNI

-30%

Viðhaldslítið og sýruþolið. Enginn fúi, sveppa- og mygluþolið, springur ekki.

HARÐPARKET Sea Breeze 192x1285 mm, 7mm

995

kr/m2.

0113456 Almennt verð: 1.698 kr./m2

ÞAKMÁLNING

PALLAOLÍA HARÐPARKET White oiled Oak 192x1285 mm, 8 mm.

1.892

REIKNAÐU ÚT EFNISMAGN

VIÐARVÖRN

kr/m2.

0113485 Almennt verð: 2.695 kr./m2

Í GIRÐINGUNA OG PALLINN Á BYKO.IS

Fáðu verð í pallinn hjá okkur!

Við aðstoðum þig!

timbur@byko.is

PALLALEIKUR BYKO byko.is

1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. JÚNÍ - 19. ÁGÚST 2016. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!

Klárum málið!

VERKFÆRI

Vertu með!

Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi til 19. ágúst.

VAXTALAUST LÁN

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboð gilda til og með 7. ágúst eða á meðan birgðir endast. Sjá nánar um vaxtalaus lán á byko.is.


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016

Lestrarhesturinn Stefán Bjarni – 7 ára

Hvað ertu að lesa í fríinu?

Dótadreifarinn kominn með aðstoðarmann

„Ég er kominn á næstsíðasta kaflann í bókinni Kötturinn Seinheppni, sem fjallar um kött sem er að reyna að veiða. Hún er frekar löng, frá einum kafla upp í sextán.“ Stefán Bjarni er sjö ára og lærði að lesa fyrir ári síðan, en sextán kafla bók er þó ekki sú lengsta sem hann hefur tekist á við: „Bjarni og Svenni er lengsta bók sem ég hef lesið.“ Stefán er fastagestur á Bókasafninu í Garðabæ, þaðan sem hann fær sitt lestrarefni. Hingað til eru ævintýrið um Búkollu og fyrrnefnd Kötturinn Seinheppni hans uppáhaldsbækur. Í sumarfríinu er Stefán Bjarni duglegur að lesa sjálfur en segir lesið fyrir hann á kvöldin fyrir svefninn. Stefán Bjarni gerir þó ýmislegt fleira en að lesa í fríinu, en um helgina ætlar hann út í Flatey að gista í tjaldi.

Á hinsegin nótum Tónleikar í aðdraganda gleðigöngunnar Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík 2. ágúst og ná hápunkti með gleðigöngunni 6. ágúst. Á dagskrá Hinsegin daga er meðal annars að finna tónleikana Á hinsegin nótum sem verða í Hörpu á miðvikudagskvöld. Þar verða tónverk samkynhneigðra tónskálda í fyrirrúmi. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur setur dagskrána saman og er einn listamannanna sem þar koma fram. „Við buðum upp á svona tónleika á hátíðinni fyrir fimm árum,“ segir Árni. „Það var alveg brjálæðislega skemmtilegt og þeir voru líklega einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef tekið þátt í. Stemningin var frábær í troðfullum Norðurljósasal. Ég hef eiginlega verið beðinn um þetta árlega síðan og nú var kominn tími til að endurtaka leikinn. Þetta verður gaman.“ Árni segir ekki mjög snúið að setja saman efnisskrá með tónlist samkynhneigðra tónskálda, en auðvitað komi sömu nöfnin upp aftur. Umfjöllun um einkalíf tónskálda fortíðar hafi opnast á allra síðustu árum. „Jafnvel þegar skrifað var um mann eins og breska tónskáldið Benjamin Britten, sem var allt sitt fullorðinslíf í ástarsambandi með sama manninum, var aldrei sagt á prenti að þeir væru elskendur, ekki fyrr en Árni Heimir Ingólfsson segir að Hinsegin klassíkin fyrir 5 árum hafi verið dúndur.

Heimildir Fréttatímans herma að dótadreifarinn dularfulli hafi sést á ferli í bænum upp á síðkastið. Spæjari Fréttatímans sá á dögunum dótadreifarann stilla upp smáum leikföngum á dyraskyggni og götuskilti við Óðinsgötu og Bergstaðastræti. Þess má geta að dótadreifarinn var ekki einn á ferð heldur var annar maður með honum í för. Dótadreifarinn er því greinilega kominn með aðstoðarmann.

Amma og afi

eru líka með Þeir eru fjölmargir í dag sem láta tattúera sig í bak og fyrir og útkoman getur verið sérlega töff auk þess sem tattúum fylgja oft skemmtilegar sögur. Það er sjaldnar sem eldri kynslóðir; amma og afi, eru með tattú en hvers konar tattú eru þau með og hver er sagan á bakvið myndina? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Bandaríska tónskáldið Leonard Bernstein að störfum. Verk eftir hann og fleiri merk tónskáld verða á efnisskránni á tónleikunum Á hinsegin nótum.

hann var dáinn. Þetta var algjört tabú.“ Tónlistin á efnisskránni er fjölbreytt. Elsta tónlistin er eftir franska tónskáldið Lully sem samdi sitt hábarokk í þjónustu Loðvíks fjórtánda, en svo er ferðast alveg inn í söngleikjatónlist bandaríska tónskáldsins Stephens Sondheim. „Maður er vitanlega aðeins að skyggnast inn í einkalíf fólks sem lifði á öldum áður, gæjast bak við prívattjaldið.“ Flytjendur á tónleikunum eru Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Júlía Mogensen selló, auk Árna Heimis sem leikur á píanó og fjallar um tónlistina milli atriða.

Þungarokk og friðardúfan

i „Þegar ég fékk mér seinna tattúið mitt spurð á a hlust vildi ég hvort mig raði tattúe sá sem dátónlist og þá bað ég um þungarokk sem var ni,“ dúfun friðar af tattú var það því ð lítið fyndi tattú Friðsegir Sólveig Hauksdóttir sem fékk sér tvö . þriðja það sér ur og fá að r íhuga og tugt eftir fimm alheimsorka hef „Fyrsta tattúið er tákn alheimsorkunnar. Ég á einum ár og mörg í ili millib legu reglu með jóga að stund handlegg. egt ýmisl gekk 1998 Árið m. tattúið tengist þeim fræðu þá fannst mér á í lífinu og maður varð orkulaus og dapur og styrkur í því að hafa orkuna t fanns Mér mig. ra eins og ég þyrfti að tattúe teiknaða á mig.“ hafði lengi átt þessa mynd á „Friðardúfan kemur miklu seinna en ég m friðarhugmyndum en ég er korti: friðardúfu Picasso. Hún tengist mínu mikill friðarsinni.“ mig, sem táknar auðv itBarnabarn mitt teiknaði einu sinni fugl fyrir það tattúerað á mig á Sólveig íhugar að fá sér þriðja tattúið. fái ég að gt ólíkle t ekker t að frelsi og frið. Mér finns Myndir | Rut næstunni. Hvaða nafn ætli hafi staðið undir hjartanu? Svala og sverð.

Friðrik Danakonungur var tattúfrík

„Ég var 14 ára messastrákur á Gullfossi þegar ég fór og fékk mér tattú hjá konunglega tattúeranum í Kaupmannahöfn sem var kallaður Tatto Ole,“ segir skipstjórinn Jón Steinar. „Tatto Ole var með stofu í Nýhöfn 19 og sá um Friðrik Danakonung sjálfan en sá var algjör t tattúfrík! Var allur tattúeraður nema í framan og á höndum.“ „Tattúin fékk ég mér öll sama kvöldið þanga ð til aurinn var búinn. Kostaði 25 danskar krónur stykk ið og ég með 100 krónur á mér. Útkoman varð þessi fjögur tattú. Við vorum þarna nokk rir strákar sem duttum í það í fyrsta skipti og fórum svo saman. Sjálfu r æfði ég sund með Ægi og þótti efnilegur sundmaður. Maður var skrau tlegur að keppa á sundmótum en ég var sá eini sem var með tattú af kepp endunum. Mamma varð alveg spinnegal þegar strákurinn kom aftur heim .“ Jón fékk sér öll sínu tattú á sama tíma. 14 ára.

Sér ekki eftir neinu

og þá var algengt „Þegar ég var tvítug ur var ég á sjó á Arnarfelli m sjómaðurinn fyrru segir úr,“ húðfl sér fá að nna sjóma l meða Kristinn. Ís„Ég ákvað að fá mér tattú af skútu með áletrlandsá uninni Ísland en ég var edrú þegar ég fór skútan. tattústofu na sem var óvenjuleg t. Tattú ið ekki var það en fékk ég í Kaupmannahöfn hægt að fá sér húðflúr á Íslandi á þeim tíma. Myndin hefur máðst með aldrinum en ég sé ekker t eftir þessu. Minnir bara á góða tíma, siglingar um Evrópu og Ameríku.“ Kristinn sigldi um Evrópu og Ameríku.



GOTT UM HELGINA

7. & 8. desember

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1

11.5.2016 13:10:35

Gott að lyfta Í kjölfar sigurs Katrínar Tönju á heimsmeistaramóti í CrossFit eru margir innblásnir að verða jafn sterkir og hraustasta kona heims. Það er styrkjandi að lyfta lóðum, en byrjendur verða að muna að fara sér hægt - Katrín Tanja varð ekki sterkust á einum degi.

Gott að detta aftur í Potter Nexus verður með Harry Potter partý og miðnæturopnun á laugardag í tilefni þess að handrit að glænýju Harry Potter leikriti úr smiðju JK Rowling verður gefið út. Tilvalið tækifæri til að muna eftir spennunni í kringum Potter-bækurnar, eins og það sé 2007 aftur.

Gott að fara í bíó Nú eru allir á leið út úr bænum eða á djammið. Það þýðir bara eitt - þú situr einn að bíóhúsum landsins. Tilvalið að sjá Ghostbusters og fagna eins hátt og þú vilt og smjatta á poppinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.