frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 38. tölublað 7. árgangur
Föstudagur 15.07.2016
Óeirðir í Berlín
Andstaða gegn gróðamiðuðu borgarskipulagi
Allt í gangi á Glerártorgi Tímavörður, sófakarlar, ilmvötn og ull
10
20
Geggjuð þjónusta í Sigurboganum Finna sundföt sem smellpassa
24
Bretar gúgla Ísland Oftar en Noreg, Svíþjóð og Danmörku til samans.
14
FÖSTUDAGUR
15.07.16
Sérblað amk um Símamótið 2016
SÍMAMÓTIÐ
16 SÍÐNA SÉRBLAÐ
HANNAR HIÐ FULLKOMNA PENINGAVESKI Í TÖKUM FYRIR BANDARÍSKA NIKE Á VATNAJÖKLI
JÚLÍAN J. K. N JÓHANNSSO STARFAR STERKASTI MAÐUR ÍSLANDS Á LISTASAFNI OG LÆRIR SAGNFRÆÐI
ALLT MÁ LÆRA AF SNILLINGUNUM
HEITUR
BLEIKUR Í SUMAR
Á INSTAGRAM
7
SYSTURNAR RAKEL OG REBEKKA LEGGJA SIG ALLAR FRAM Í LEIKJUM
HVAÐ ER GOTT AÐ BORÐA
Mynd | Hari
Aðalheiður Erla Davíðsdóttir er hér ásamt syni sínum, Aroni Hlyni, sem lést í byrjun júlí. Aron var fjögurra ára gamall þegar hann dó.
Öryrki fékk ekki styrk fyrir útför fatlaðs sonar Aðalheiður Erla Davíðsdóttir fékk ekki fjárhagsaðstoð til að jarðsyngja fjögurra ára fatlaðan son sinn sem lést fyrir skömmu. Sjálf er hún með mikla færniskerðingu eftir að hafa orðið fyrir bíl sem unglingur. Hún þykir hafa of háar tekjur. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is
„Það sem manni finnst óréttlátast við þetta allt saman, er að bæturnar sem hún hefur fengið fyrir að annast fjölfatlaðan son sinn, komi í veg fyrir að hún eigi rétt á útfararstyrk, “segir Stella Leifsdóttir, móðir Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur. Þær mæðgur jarðsungu son Aðalheiðar, Aron Hlyn, í Lindakirkju í gær en hann glímdi við sjaldgæfan sjúkdóm.Aðalheiður er sjálf með færniskerðingu eftir að hafa orðið fyrir bíl við Bústaðabrúna í Reykjavík, aðeins 13 ára gömul. Nú er svo komið að hún hefur ekki efni á að borga útför sonar síns, sem lést af
Ný sending komin af batteríum fyrir Phantom 3, 4 og Inspire 1
völdum heilablæðingar í byrjun júlí. Hún sótti um útfararstyrk hjá Kópavogsbæ, en var hafnað þar sem hún þótti vera með of háar tekjur. Aðalheiður er 75% öryrki, og varla hægt að f lokka hana sem tekjuháa konu, þó hún hafi fengið umönnunarbætur og annars konar styrki til að sinna drengnum á meðan hann lifði. Aðalheiður er einnig einstæð móðir og tóku bætur hennar mið af því. „Tölvan sagði bara nei,“ segir móðir Aðalheiðar, en bætir þó við að bærinn hafi hingað til stutt
Phantom 3
MILLI LEIKJA?
HARPA ÞORSTEINS GEFUR GÓÐ RÁÐ
Fólk og fótbolti
dóttur sína með myndarlegum hætti sem og allt hennar nærumhverfi. Þá fái hún góð kjör hjá þeim sem aðstoðuðu við útförina; „en við getum ekki farið fram á að fólk gefi vinnu sína,“ segir Stella sem gerir ráð fyrir því að útförin muni kosta hundruð þúsunda.
Fjárhagsvandræði ofan á sonarmissinn Stella segir nánar frá dóttur sinni
Phantom 4
verð frá
verð frá
verð
29.990kr
98.990kr
249.990kr
2
Viðurkenndur endursöluaðili
KRINGLUNNI ISTORE.IS
TVÍBURASYSTURNAR KARÍTAS OG LOVÍSA SEGJA SÍMAMÓTIÐ VIÐBURÐ ÁRSINS
2|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Nokkrar amfetamínverksmiðjur starfandi á Íslandi Fíkniefni Bæði Íslendingar og útlendingar hafa að undanförnu verið gripnir með amfetamínbasa, efni sem ætlað er til framleiðslu á amfetamíni. Það styrkir kenningu lögreglu um að nokkrar amfetamínverksmiðjur séu starfræktar á Íslandi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Fíkniefnalögreglan hefur fengið upplýsingar um að amfetamínverksmiðjurnar séu teljandi á fingrum annarrar handar en veit ekki hvar þær eru staðsettar. Starfsemin er hugsanlega dreifð svo hún leggist ekki alfarið af, ef einhver þeirra skyldi uppgötvast. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn telur margt styðja kenningu um innlenda framleiðslu. „Meðal annars er minna gert upptækt af slíkum efnum í flugstöðinni.“ Hann segir gjaldeyrishöftin hafa þau áhrif á fíkniefnamarkaðinn að meira sé framleitt af efnum hér á landi. Vegna haftanna eiga fíkni-
efnasalar erfiðara með að fara með ágóða af fíkniefnasölu úr landi og kaupa meira efni. Það hafi birst glögglega í aukinni kannabisræktun eftir hrun. Að sögn Runólfs hefur þetta líka haft áhrif á amfetamínmarkaðinn. „Vandinn við að framleiða amfetamín er að verða sér úti um efnin sem til þess þarf. Við höfum á undanförnum árum handtekið Íslendinga og útlendinga með efni sem eingöngu eru ætluð til vinnslu amfetamíns, svokallaðan amfetamínbasa.“ Efnin sem gerð voru upptæk gætu hafa átt að fara í amfetamínverksmiðjurnar.
Hann segir framleiðslu á amfetamíni krefjast ákveðinnar yfirlegu og þekkingar, þó uppskriftirnar séu auðfundnar. Á götunni hefur lögreglan gert upptæk dextro-amfetamín og metamfetamín sem mögulega er búið til í slíkri verksmiðju. Verð á grammi af amfetamíni er á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Nokkrar amfetamínverksmiðjur hafa áður verið uppgötvaðar af lögreglu. Eitt þekktasta málið var í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum, þar sem gerendur í líkfundarmálinu svokallaða stóðu að baki.
Runólfur Þórhallsson segir gjaldeyrishöftin hafa áhrif á fíkniefnamarkaðinn og meira sé framleitt innanlands.
Fjárhagsvandræði ofan á sonarmissi
Áföll hafa dunið á Aðalheiði Erlu Davíðsdóttur. Hún varð 75% öryrki eftir að hafa orðið fyrir bíl 13 ára gömul. Síðar eignaðist hún sjálf fjölfatlaðan dreng, Aron Hlyn, sem lést í byrjun mánaðarins. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is
Stuttur afgreiðslutími Útlendingastofnunar hefur vakið athygli.
Stuttur afgreiðslutími Útlendingastofnunar Samfélagsmál Útlendingastofnun er aðeins opin fjóra tíma á dag. Afgreiðslutími Útlendingastofnunar er með þeim stystu hjá ríkisstofnununum á landinu, samkvæmt athugun Fréttatímans. Þannig vakti almannatengillinn Andrés Jónsson athygli á því í vikunni að skrifstofa stofnunarinnar er aðeins opin frá klukkan 10 til 14, eða í fjórar klukkustundir. Ef skjólstæðingar stofnunarinnar hyggjast nýta sér símann til þess að spara sér sporin, þá er tíminn jafnvel enn knappari. Þannig eru símatímar leyfafulltrúa og lögfræðinga eingöngu á milli klukkan 10 og 12 tvo daga vikunnar. Þó ekki þeirra sömu, heldur er eingöngu hægt að ná í leyfafulltrúa á þriðjudögum og fimmtudögum. Ef skjólstæðingar vilja ræða við lögfræðinga verða þeir að hringja á mánudögum og
OPIÐ FRÁ
10:00 14:00 TIL
miðvikudögum. Þeir sem hafa fyrirspurnir varðandi hælismál verða að láta sér fimmtudaga nægja, þá einnig á milli tíu og tólf. Séu aðrar stofnanir teknar til viðmiðunar þá er embætti ríkisskattstjóra líklega næst Útlendingastofnun varðandi afgreiðslutíma; eða á milli 9.30 og 15.30. Engin svör fengust hjá stofnuninni þrátt fyrir skriflega fyrirspurn, sem mátti senda á öllum tímum dagsins. | vg
„Það er alveg óhemjuerfitt að ganga í gegnum svona skyndilegan missi,“ segir Stella Leifsdóttir, móðir Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur, en barnabarn Stellu, Aron Hlynur Aðalheiðarson, var jarðsunginn frá Lindakirkju í gær. Hann lést 4. júlí síðastliðinn úr heilablæðingu, en hann var með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Lennox-Gastaut heilkenni. Sjúkdómurinn byrjar á barnsaldri og lýsir sér í illvígum flogaköstum. Sjálf er móðir Arons, Aðalheiður, með færniskerðingu eftir að ekið var á hana. Þá var Aðalheiður þrettán ára gömul en hún var stödd nærri Bústaðabrúnni, að hjóla úr sjúkraþjálfun þegar slysið átti sér stað. Nú er hún 32 ára. Kópavogsblaðið vakti athygli á stöðu Aðalheiðar í vikunni, en þar voru lesendur hvattir til þess að styðja við Aðalheiði vegna þess að hún hefur ekki efni á að standa straum af jarðarför sonar síns. Móðir Aðalheiðar, Stella, sagði í samtali við Fréttatímann, að dóttir hennar hefði sótt um svokallaðan útfararstyrk hjá Kópavogsbæ en Stella Leifsdóttir, móðir Aðalheiðar, hefur aðstoðað hana mikið og þykir óréttlátt að dóttir hennar fái ekki meiri stuðning vegna jarðarfararinnar.
Aðalheiður Erla Davíðsdóttir og sonur hennar, Aron Hlynur Aðalheiðarson.
fengið synjun þar sem Aðalheiður þótti of tekjuhá. Aðalheiður er einstæð móðir, 75% öryrki og því ekki á vinnumarkaði, en hlaut opinberan stuðning til að sjá um son sinn sem var fjölfatlaður. „Að vera með fatlað barn kallar á mikil útgjöld,“ segir Stella og lýsir þar veruleika sem foreldrar fjölfatlaðra barna þekkja vel. „Hún þurfti að fá sér stærri bíl, íbúð í húsnæði sem bauð upp á lyftu og svo framvegis,“ útskýrir Stella. „Hún er fötluð, en vegnar ágætlega. Hún hefur þurft að leggja mikið á sig. Mun meira en meðalmaðurinn,“ segir Stella. „Svo eignaðist hún drenginn og það kom fljótlega í ljós að hann var mikið fatlaður. Manni finnst bara óréttlátt að henni hafi verið synjað um þennan útfararstyrk,“ segir Stella.
Hún segir Aron Hlyn hafa látist eftir að hafa fengið heilablæðingu, en ekki sé ljóst nákvæmlega með hvaða hætti andlátið bar að. Aron var farinn að taka miklum framförum, meðal annars að ganga án hjálpar. „Þetta kom því mjög mikið á óvart,“ segir Stella. Í svari frá Kópavogsbæ um málið segir að miðað sé við tekjur þegar tekin er afstaða til beiðna um útfararstyrki. Ef skjólstæðingur bæjarins er ósáttur við synjun getur hann áfrýjað til félagsmálaráðs og svo loks til velferðarráðuneytisins. Fyrir þá sem vilja styðja við Aðalheiði er hægt er að leggja inn á reikning hennar, 537-14-407296. Kennitala Aðalheiðar er 261083-3969.
Skógræktina skortir heimildir til að nýta jarðir og gömul hús Eyðijarðir Skógræktin heldur utan um fjölmargar ríkisjarðir í eignasafni sínu. Til að einstaklingar og hópar þeirra geti nýtt bæjarhóla og gert upp gömul hús í umsjón stofnunarinnar skortir hins vegar lagaheimildir. Fréttatíminn greindi frá því um síðustu helgi að tæplega helmingur jarða ríkisins sé í eyði. Með batnandi efnahagsástandi er líklegt að áhugi á jörðunum glæðist. Nokkrar stofnanir hafa umsjón með jörðunum, þar á meðal Skógræktin. 76 fasteignir eru skráðar í eignasafn Skógræktarinnar. Á vef stofnunarinnar er sérstaklega tekið fram að eignirnar séu ekki til sölu.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt var í hópi fólks fyrir nokkrum árum sem vildi nýta með einhverjum hætti nokkur eyðibýli sem eru í umsjá Skógræktarinnar, en í ljós kom að heimildir til slíks samstarfs skorti. „Til þess að stuðla að verndun og endurgerð nokkurra húsa í Skorradal auglýsti Skógræktin þau til leigu en Ríkiseignir settu sig upp á móti því og töldu að okkur væri það óheimilt,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Því þurfti að afturkalla þessar auglýsingar. „Skógræktin hefur viljað stuðla að því að hús á jörðum stofnunarinnar yrðu vernduð og nýtt. Dæmi um slíkt er á jörðinni Jórvík í Breiðdal. Bæjarhúsið þar hefur verið gert upp og
Bæjarhúsið á jörðinni Jórvík í Breiðdal hefur fengið andlitslyftingu. Mynd | Skógræktin
bíður þess að fá nýtt hlutverk. Það er hins vegar ekki hlutverk Skógræktarinnar að standa í húsarekstri nema það nýtist starfsemi stofnunarinnar en sums staðar eru hús í eigu Skógræktarinnar leigð út og þeim haldið við. Til dæmis má nefna Þórðarstaði í Fnjóskadal og húsin á Hafursá í Fljótsdal,“ segir Pétur. | gt
Örn Hrafnkelsson sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
„Jón forseti átti þetta alltsaman. Mínar bækur eru flestar í kössum niðri í geymslu.“ Hið íslenska bókmenntafélag fagnar 200 ára afmæli með myndarlegum samstarfssamningi við gamma. Samningurinn gerir félaginu kleift að efla útgáfu og markaðsstarf í þágu íslenskrar tungu, mennta og menningar.
Örn er félagi í HÍB frá 1994
Við hvetjum alla sem er annt um útgáfu vandaðra fræðirita og greina á íslensku til að ganga í félagið og leggja sitt af mörkum.
www.hib.is
styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsins
4|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Fleiri viðskiptavinir Landsbankans hafa orðið fyrir fjársvikum á netinu Svindl Fjársvikarar á netinu undirbúa jarðveginn í margar vikur áður en þeir ráðast til atlögu. Murren Leversly, sem sveik einhverfan mann um milljón, er horfin af Facebook eftir fréttaflutning. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Eins og Fréttatíminn sagði frá í síðustu viku varð einhverfur karlmaður fyrir barðinu á fjársvikurum á
Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir fleiri viðskiptavini hafa orðið fyrir fjársvikum á netinu.
Facebook, sem fengu hann til að millifæra eina milljón króna inn á bankareikning í Nígeríu. Facebookprófíllinn, Murren Leversly, vingaðist við manninn á Facebook og lýsti ást sinni á honum. Eftir nokkurra
vikna spjall bað hún hann um að millifæra peninga. Systir mannsins hefur reynt að vinda ofan af málinu í ár og hefði viljað að Landsbankinn, sem framkvæmdi millifærslurnar, hefði verndað bróður sinn gegn svindlinu. Leversly hvarf skyndilega af Facebook eftir fréttaflutning af málinu. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttatímann en sagði fjársvikatilraunir á netinu tíðar.
„Dæmi eru um að viðskiptavinir Landsbankans hafi orðið fyrir barðinu á fjársvikurum sem komust í samband við þá á netinu. Ýmsar leiðir eru reyndar til fjársvika, svo sem fölsk ástarsambönd, falskir vörureikningar og margskonar fölsk gylliboð um arf eða lottóvinning. Dæmi eru um að samskiptin standi yfir vikum eða mánuðum saman áður en eiginleg tilraun er gerð til fjársvika.“ Hann segir að viðskiptavinir bankans verði að snúa sér til lögreglu og leggja fram kæru ef þeir telja sig hafa
Murren Leversly sveik milljón út úr einhverfum manni.
orðið fyrir fjársvikum eða blekkingum. „Landsbankinn aðstoðar viðskiptavini eftir mætti, með því að afhenda gögn og freista þess að endurheimta fjármuni, sé þess nokkur kostur.“
Misvísandi skilaboð Theresu May um stöðu kynjanna Theresa May, nýr forsætisráðherra Bretlands, þótti standa sig vel í baráttunni gegn ofbeldi. Samt hefur fráfarandi ríkisstjórn, sem hún var hluti af, skorið gríðarlega niður í málaflokknum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Þórlaug Guðmundsdóttir (til hægri) ásamt hinum Hópurunum í nýja Youtube-myndbandinu.
Youtube-stjarna
Splunkunýtt myndband frá skattadrottningu Bóndinn Þórlaug Guðmundsdóttir á Hópi í Grindavík, sem var skattahæsta kona landsins í fyrra, hefur framleitt nýtt Youtube-myndband. Síðasta myndband sem hún bjó til sló gjörsamlega í gegn í netheimum og hefur verið spilað hátt í fjörutíu þúsund sinnum. Fyrsta myndbandið var tekið upp í sauðburði í fjárhúsunum á Hópi en þar gantaðist og söng skattadrottningin um lífið í sveitinni. Nýja myndbandið er framleitt af Hópurunum, eins og þær kalla sig, og þar sést Þórlaug, ásamt Hönnu dóttur sinni og Jóhönnu, leika á als oddi á rúntinum, syngjandi nokkra af helstu slögurum Íslandssögunnar. Sjón er sögu ríkari. Myndbandið má sjá á vef Fréttatímans. Þess má geta að Þórlaug greiddi rúmlega hundrað milljónir króna í skatta á síðasta ári. | þt
Halla Gunnarsdóttir starfar fyrir Breska kvennalistann (Women’s Equality Party) sem var stofnaður á síðasta ári og hefur boðið fram í kosningum í Skotlandi og Wales og í borgarstjórnarkosningum í London. „Auðvitað kann það að breyta einhverju að kona taki við þessu stóra embætti,“ segir Halla. „Þá kemur stundum önnur sýn á hlutina. Ég er ekki spámannlega vaxin en ég sagði fyrir rúmu ári, þegar við stofnuðum kvennalistann hér í landi, að nú myndu hinir flokkarnir grafa upp konur í sínum röðum og leiða þær fram til áhrifa.“ Eins og fleiri sem starfa í breskum stjórnmálum er Halla varkár að fella dóma svo stuttu eftir valdatökuna. „Það olli ákveðnum vonbrigðum að í valdamestu ráðherraembættin hefur valist aðeins ein kona, Amber Rudd, sem tekur við innanríkisráðuneytinu af Theresu sjálfri. Margir vonuðu að nú yrði kona í
Halla Gunnarsdóttir segir Theresu May koma inn í allt annað landslag í breskum stjórnmálum en Margaret Thatcher tókst á við.
Theresa May fyrir framan Downingstræti.
fyrsta sinn fjármálaráðherra Bretlands og gæti dregið úr þeim mikla niðurskurði sem hefur haft mikil áhrif á líf almennings að undanförnu.“ Halla segir forsætisráðherrann nýja hafa sent misvísindi skilaboð varðandi stöðu kvenna í bresku samfélagi. „Hún hefur bæði birt myndir af sér í bol sem á stóð „svona lítur femínisti út“ og þótt standa sig vel í of beldismálum. Samt hefur fráfarandi ríkisstjórn skorið gríðarlega niður til þjónustu við þolendur ofbeldis og May viljað gera þá þjónustu „kynhlutlausari“ og þannig gert minna úr kynbundnu ofbeldi.“ Á undanförnum dögum hafa margir viljað bera May saman við járnfrúna Margaret Thatcher. „Er
hægt að bera einhvern saman við Thatcher,“ spyr Halla þegar hún er spurð um samanburðinn. „Mér finnst Theresa May alla vega bera með sér mun meiri pólitíska vigt en forveri hennar, David Cameron. Gamlir vinir May hafa komið fram í fjölmiðlum og sagt að hún hafi alltaf viljað verða forsætisráðherra og jafnvel orðið frekar fúl þegar Thatcher varð fyrsta konan til þess.“ Halla segir að í Bretlandi nútímans sé vissulega aðeins meira rými fyrir konur í áhrifastöðum en þegar Thatcher tók við árið 1979. „Kynhlutverkin eru ekki alveg jafn rækilega niðurnjörvuð og þá. Hins vegar kemur Theresa May úr hópi íhaldsþingmanna þar sem 80 prósent eru karlmenn.“
Ljóðið Kona eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur hefur skotið upp kolli í breskum fjölmiðlum síðustu daga, en þar hefur valdataka Theresu May verið sett í samhengi við það þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra hér á landi eftir hrunið.
Kona Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar augu hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins - kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Það bregst ekki. - Ingibjörg Haraldsdóttir
Umdeild ráðning veldur titringi Stjórnmál Varaformaður bæjarráðs og bæjarstjórnar Ísafjarðar, Kristján Andri Guðjónsson, var ráðinn forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðar, en málið olli töluverðum titringi í umhverfis- og framkvæmdanefnd bæjarins. Nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins bókuðu sérstaklega á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar síðasta mánudag og óskuðu eftir því að hæfi bæjarstarfsmanna til þess að meta umsókn Kristjáns Andra yrði metin sökum málsins. „Það liggur nú fyrir lögfræðilegt álit um hæfi bæjarstarfsmanna og þeir eru það samkvæmt stjórnsýslulögum,“ útskýrir flokkssystir Kristjáns Andra og formaður nefndarinnar, Nanný Arna Guð-
mundsdóttir, en bæði eru þau í meirihluta í gegnum Í-listann. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið notast við ráðningarskrifstofu til þess að sjá um hæfismatið, en samþykkt var á aukafundi nefndarinnar í gær, að héðan í frá yrði notast við slíka þjónustu kæmu svona mál upp. Kristján Andri var metinn hæfastur í starfið og verður því ráðinn í það. Sjálfstæðismenn gagnrýndu einnig að aðrir umsækjendur, sem voru fjórir, hefðu verið upplýstir um það að þeir fengu ekki starfið, áður en nefndin tók málið fyrir á sínum fundi. Nanný segir það óheppilegt, en skýrist af því að þau hafi ekki viljað að umsækjendur læsu um það annarstaðar að þeir hefðu ekki fengið starfið. „En við höfum smá svigrúm eftir fundi að tala við um-
Kristján Andri Guðjónsson er bæði bæjarfulltrúi og nú forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.
sækjendur, áður en fundargerð fer á netið, og það verður gert héðan í frá,“ segir Nanný. | vg
Í leiðinni úr bænum VANDAÐur VEIÐIBÚNAÐur í miklu Úrvali
l, ó j h , r i g n a t s Flugu ór vöðlur og sk ð
Flugustangir & hjól ð oð boð ð o b il Vöðlur & ð o iðifatnaður e b v l i t ð o b til ð o b l ti ð o b til ð o b l ti ð o b til ð o b l ti ð o b t i l Ko stangir, hjól, stð a iðibúnaður t i l b & veo ð b til r GÆÐI, ve FRÁBÆR ATILBOÐ OG PAKK
SAGE ER VINSÆ LASTA FLUGUSTÖ NGIN ÞAÐ ER ENGIN TI LVILJUN
Í FRAMLEIDDUR M NU JU ÍK BANDAR M NU ÖN AF VEIÐIM N FYRIR VEIÐIMEN
Flugulínur Fullkomnar línur fyrir allar aðstæður
hjólin u g u fl u F Íslensk firði A R Á Ísa NN EIDDU EIÐIME FRAML YRIR V F M U ÖNN VEIÐIM
Kaststangir, h & veiðibúnaðujól, r
ÞÝSK hön nun & þró un, framle í Asíu, frá itt bært ver ð og gæð i
RÓTGRÓIÐ MERKI RUR OG VANDAÐAR VÖ
KRÓKHÁLSI 4 • 110 REYKJAVÍK • S: 517 8050 //// Í LEIÐINNI ÚR BÆNUM FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK
6|
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Borgin vill fjarlægja ólöglegan hörg Samfélagsmál Reykjavíkuroborg krefst þess að skýli á lóð Hrafns Gunnlaugssonar verði fjarlægt. Skýlið var vígt af allsherjargoða og er nú híbýli Alsírings. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
„Ef menn fá eitthvert stórkostlegt kikk út úr því að brjóta niður guðshús, þá brjóta þeir það bara niður,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson, en minnisblað var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á dögunum um að gefa á Hrafni kost á að fjarlægja svokölluðu óleyfismannvirki af lóð sinni innan ákveðins tímafrests. Það er óhætt að fullyrða að Hrafn hafi sett Reykjavíkurborg í ákveðið stjórnsýslulegt uppnám en umboðsmaður borgarbúa úrskurðaði
Sumar
ÚTSALA 25% AFSLÁTTUR
KIRUNA
U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm
NEPTUN
Borðstofustóll. Eik og krómlappir.
26% AFSLÁTTUR
10.990 kr. 14.990 kr. SALLY
Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur.
25% AFSLÁTTUR
29.990 kr. 39.980 kr.
30% AFSLÁTTUR
Sumar
ÚTSALA 25% AFSLÁTTUR
CLEVELAND
Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm
60%
89.990 kr. 119.990 kr.
Allt að
Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is 558 1100
Reykjavík, Akureyri
Járnblómahörgur, ekki bátaskýli Svo segir einnig orðrétt í álitinu: „Þá verður einnig talið afar ámælisvert að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurbogar hafi ekki sinnt því að grípa til aðgerða í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í málum varðandi lóðina að Laugarnestanga og svæðið þar í kring. Er vandséð hvernig markmiðum laga á sviði skipulags- og byggingarmála verði náð með slíku aðgerðar- og sinnuleysi af hálfu Reykjavíkurborgar.“ Meðal bitbeina í áliti umboðsmanns er nokkuð sem hann nefnir bátaskýli. Það er þó rangnefni, enda húsið heilagt, að sögn Hrafns, og það staðfestir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði sem hefur haldið nokkrar vígsluathafnir í skýlinu, sem ber nafnið Járnblómahörgur. Hörgur er heiðið blóthús eða blótstallur. Augnayndi fyrir húmorista „Ég segi bara við þig, það er alltaf gott þegar það koma ungir ofurhugar, og það er þakklátt, en þá verða menn líka að þekkja forsöguna,“ segir Hrafn sem tekur málinu af stóískri ró, enda sjálfur að takast á við flensu þegar viðtalið var tekið. „Þetta er bara guðshús og það hefur engan praktískan tilgang fyrir mig. Það stendur bara þarna og er eflaust augnayndi fyrir þá sem hafa húmor fyrir svona lagað, menn verða að hafa húmor,“ segir Hrafn ennfremur, en svo virðist sem borgaryfirvöld deili ekki sama skopskyni, en í versta falli verður hörgurinn fjarlægður á kostnað Hrafns.
179.990 kr. 239.990 kr.
ÖLL SMÁVARA FRÁ IVV
á dögunum að ekki hafi verið farið að lögum í tengslum við byggingar á landi hans og að öll viðbrögð borgarinnar varðandi málsmeðferðina væru beinlínis handahófskenndar. Þannig hafa borgaryfirvöld áður fjarlægt óleyfismannvirki af landi Hrafns.
og Ísafirði
www.husgagnahollin .is
afsláttur
Jozef segist búa í hörgnum að öllu jöfnu.
Dálítið afstætt hugtak Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði sagði í samtali við Fréttatímann að hann hefði haldið fjórar vígsluathafnir í hörgnum. „Ég hef meðal annars gefið sonum Hrafns nafn,“ útskýrir hann. Spurður hvort þarna sé um heilagan stað að ræða, svarar Hilmar því til að það sé á dálítið gráu svæði. „Þetta er eins og með kirkjugriðin, dálítið afstætt hugtak,“ segir Hilmar Örn. „Hugmyndin var nú samt sú að heiðnir menn hefðu aðgang að þessum hörg og gætu notað hann ef þeir vildu undir athafnir. Hrafn lagði því mikið upp úr því að húsið væri helgað,“ útskýrir Hilmar. Hvern á hörgurinn að særa? Hann segist ekki geta ímyndað sér að hörgurinn sé fyrir nokkrum manni, „og ég skil ekki í rauninni hvern hörgurinn ætti að særa,“ bætir Hilmar við. Spurður hvort það kæmi til
„Þetta er eins og með kirkjugriðin, dálítið afstætt hugtak.“ greina að ásatrúarmenn hlutuðust til um hörginn með formlegum hætti, verði niðurstaðan sú að það eigi að rífa hann, svarar Hilmar: „Ég sé ekki að við gætum gert það. En ef svona staðir eru skemmdir, þá er það tilfinningalegur skaði fyrir okkur. Ef ég tala fyrir sjálfan mig, þá þætti mér leiðinlegt ef hann yrði rifinn.“ Íbúinn í hörgnum Blaðamaður ákvað að fara með ljósmyndara að hörgnum til þess að skoða hann betur og átta sig á aðstæðum. Það er óhætt að fullyrða að hörgurinn sé nokkuð vígalegur með ryðguðu stáli ofan á þakinu og veðruðum turni. Það var þá sem blaðamaður hitti Alsíringinn Jozef, sem sat í makindum í hörgnum og naut veðursins. Jozef talaði litla sem enga ensku en þó kom í ljós í örstuttu spjalli við Jozef að hann héldi til í hörgnum. „Ég bjó á Hringbrautinni, svo missti ég það. Þá reyndi ég að vera í gistiskýlinu, en það var ekki nógu gott,“ útskýrði hann. Spurður hvort hann héldi til í hörgnum, með samþykki Hrafns, brosti hann breitt og svaraði játandi. „Hann er frábær náungi. Hann sest stundum hérna með mér,“ sagði Jozef og benti á stól við borðið þar sem hann sat. Óðinn og Freyr gæta hörgsins Jozef segist hafa komið frá Frakklandi og vera með franskt vegabréf, hann væri í vinnu, en það væri erfitt að finna húsnæði í borginni sem væri viðráðanlegt. Þangað til héldi hann til í hörgnum hjá Hrafni. Samkvæmt síðustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs mun málsmeðferð gegn Hrafni hefjast á ný og fær hann til þess lögbundinn andmælarétt. Fari málið á versta veg þarf að rífa niður mannvirkið. Bæði hörginn sem og fleiri mannvirki á lóðinni. Hrafn tekur þó fálega í málið og segir að lokum: „Ef menn vilja brjóta niður guðshús, þá hugsa ég bara til Óðins, sem er inni í hörgnum, og Freys, en ég á von á að álfar og tröll og fleira furðufólk, sem leitar oft í minn félagsskap, passi upp á hörginn.“
Hörgurinn er vígður af allsherjargoða. Myndir | Hari
Þaulhugsað skipulag, hárnákvæmur frágangur og endalausar betrumbætur. Þannig smíðuðum við nýjan Honda HR-V, til að tryggja að hver og einn hlutur passaði fullkomlega. Útkoman er borgarjeppi, sem er jafn hagnýtur að innan og hann er fallegur að utan. Honda HR-V er fullkominn fyrir þig.
www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
8|
Frá kr.
lóaboratoríum
90.805 m/hálft fæði innifalið
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
lóa hjálmtýsdóttir
Allt að
43.000 kr. afsláttur á mann
SÓL Á SPOTTPRÍS BENIDORM Benidorm Plaza Frá kr. 135.230
m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 135.230 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 159.495 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 19. júlí í 7 nætur.
Allt að 38.000 kr. afsláttur á mann
TENERIFE Arena Suites Frá kr. 101.595
m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 101.595 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 20. júlí í 14 nætur.
Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann
COSTA DE SOL Aguamarina Aparthotel
L
Frá kr. 106.895
m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 106.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 137.495 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 21. júlí í 11 nætur.
Allt að 43.000 kr. afsláttur á mann
ALBIR Hotel Sun Palace Albir Frá kr. 133.995
ENNEMM / SIA • NM76383
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 133.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 147.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. júlí í 14 nætur.
Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann
SALOU Hotel California Palace Frá kr. 90.805
m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 90.805 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 110.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 29. júlí í 7 nætur.
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
MANNHELGI Í HÖRÐUM HEIMI
jósmynd sem tekin var af ungri þeldökkri konu við mótmæli í borginni Baton Rouge í Louisianarí k i Bandaríkjanna fór eins og eldur í sinu um netið síðustu dagana. Á myndinni stendur konan, íklædd flaksandi sumarkjól, frammi fyrir tveimur brynvörðum hvítum lögreglumönnum sem að sækja að henni til að handtaka hana. Handtakan tókst. Þessir laganna verðir virðast samt nærri hrökkva undan kraftinum sem frá konunni stafar. Sumar myndir segja meira en þúsund orð og þetta er sannarlega ein þeirra. Myndin mun lifa. Mánuðum saman hefur staðið yfir djúpstæð umræða og barátta um réttindi blökkumanna í Bandaríkjunum undir yfirskriftinni Black Lives Matter. Ömurleg fjöldamorð á lögreglumönnum við mótmæli sem tengdust baráttunni í Dallas vöktu óhug og reiði margra. En baráttan um mannhelgi þeldökkra borgara vestanhafs hefur staðið lengi og hún heldur áfram. Hún snýst um virðingu, reisn og réttlæti. Bent hefur verið á að húðlitur skipti enn miklu máli í samskiptum borgaranna við þungvopnuð lögregluyfirvöld. Ungur dökkur maður er í mun meiri hættu að verða fyrir byssukúlu úr skotvopnum lögreglumanna en nokkurn tímann hvítur samborgari hans. Frelsi er okkur öllum dýrmætt og í þriðju grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er talað
um réttinn til lífs, frelsis og mannhelgi, en hvað síðastnefnda hugtakið varðar er það þýðing á ensku orðunum „security of person.“ Þetta íslenska orð „mannhelgi“ er falleg þýðing, kannski aðeins of falleg. Orðið inniber að við séum öll á einhvern hátt helg í samfélagi manna og þar með eigum við hvert og eitt virðingu skylda frá samborgurum okkar. Aðeins þarf að opna augun um stund til að sjá að alla daga er brotið á slíkum rétti fólks víða um heim, bæði nær okkur og fjær. Valdstjórnin grípur þannig oft og reglulega inn í líf borgaranna með hætti sem mætti ætla að gangi nærri mannhelgi þeirra. Nú er svo komið að víða á Vesturlöndum hefur lengst nokkuð í hinum langa armi laganna en lögregluvaldinu og margskonar eftirliti hefur í mörgum tilfellum verið úthlutað til einkafyrirtækja sem starfa í öryggis- og eftirlitsiðnaði. Þetta á ekki bara við um Bandaríkin, því að í Evrópu hefur líka færst í aukana að ríkisstjórnir útvisti verkefnum til einkafyrirtækja á þessu sviði. Samkvæmt nýlegri umfjöllun The Economist um þessa þróun hefur hún átt sér stað um álfuna alla og er drifin áfram af ótta við hryðjuverk og álagi sem fylgir flóttamannastraumi víða um álfuna. Blaðið greindi til dæmis frá því að af um níutíu þúsund auka öryggisaðilum, sem bætt var við vegna EM í Frakklandi, hafi um fimmtán þúsund
verið starfsmenn um það bil sextíu einkafyrirtækja. Það að hafa stjórn á lýðnum er því góður „bissness“ víða um lönd. Í kjölfar árásanna í New York 11. september fyrir bráðum fimmtán árum hefur eftirlitsiðnaðurinn seilst meir og meir inn í lífi okkar allra. Öryggismyndavélar geta kortlagt ferðir fólks í minnstu smábæjum jafnt sem stórborgum og sjálf höfum við tæki í vasanum sem skrásetja allt með mikilli nákvæmni. Hugmyndir um mannhelgi, persónufrelsi og persónuöryggi virðast stangast á í æ meiri mæli. Kröfunni um mannhelgi til handa saklausum meðborgurum verður hins vegar ekki viðhaldið nema með árvekni og baráttu. Ljósmyndin af ungu konunni í Baton Rouge er mögnuð. Hún grípur athygli okkar af því að myndin er falleg og kraftmikil táknmynd um frjálsan vilja og helgi og reisn manneskjunnar. Hún minnir á fræga mynd frá 1989 þegar ónefndur maður hindraði för heillar skriðdrekadeildar á Torgi hins himneska friðar í Peking. Margar sögur eru á kreiki um hvað varð um þann mann en konan í Baton Rouge, Leisha Evans sem er 28 ára gömul móðir frá New York, er hins vegar komin úr haldi lögreglu en hún dvaldi bara nokkrar stundir í fangelsi eftir handtökuna. Ljósmyndarinn sem tók myndina suður í Louisiana heitir Jonathan Bachman og tók hann tók fleiri myndir, síður fallegar sem líklega munu gleymast. Þar þrýstir til dæmis lögreglumaður hnénu ofan á andlit annars mótmælanda. Sjálf sagðist Leisha Evans á samfélagsmiðlum vera þakklát fyrir góðar kveðjur. Hún þakkaði guði sínum og sagðist bara vera eins konar sendiboði. Kannski sendiboði fyrir vitund okkar um mannhelgi.
Guðni Tómasson
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
ÚTSALA
ÍSLENSK HÖNNUN
Íslensku stráin 140x200 Nú 6.746 kr. Áður 14.990 kr.
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN
40% AF ÖLLUM DÚKUM
Handklæði 70x140 / 10 litir 3 stærðir Nú 2.093 kr. Áður 2.990 kr.
50% AF ÖLLUM BARNAFÖTUM Peysa - Skuggabaldur tvílit Nú 1.595 kr. Áður 3.190 kr.
Dúkur Barrok Nú 5.154 kr. Áður 8.590 kr.
35% AF ÖLLUM KODDAVERUM
25-60% AF ÖLLUM RÚMFÖTUM
40% AF ÖLLUM BARNARÚMFÖTUM
Blómahaf 140x200 Nú 6.196 kr. Áður 15.490 kr.
Sveitin mín 70x100 Nú 5.394 kr. Áður 8.990 kr.
Íslensku stráin koddaver 50x70 Nú 1.879 kr. Áður 2.890 kr.
OKKAR STÆRSTA ÚTSALA FRÁ UPPHAFI Á undanförnum 3 árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti.
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
10 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016 Atburðirnir á laugardaginn á Rigaergötu eiga meira skylt við borgaralegar óeirðir en það sem við getum almennt sæst á að teljist mótmæli.
Berlín á jaðrinum Hver er munurinn á brynvörðum bíl og skriðdreka spurði ég sjálfan mig um síðustu helgi þegar Friedrichshain-hverfið í Berlín, þar sem ég bý, fylltist af lögreglumönnum með hjálma og skildi akandi bílum beint úr Mad Max kvikmyndunum. Jón Atli Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is
Friedrichshain hverfið tilheyrir gömlu Austur-Berlín. Hér í hverfinu eru margir vinsælustu teknóklúbbar borgarinnar með tilheyrandi djammi, eiturlyfjasölu, pústrum og árekstrum. Lögreglan stendur vaktina með mæðulegum svip og reynir að sjá til þess að allt gangi stórslysalaust fyrir sig. Á síðustu árum hefur borgin réttilega fest sig í sessi sem helsta vígi raftónlistar í Evrópu. Orsakir þess eru einna helst þær að bæði London og París eru orðnar tónlistarfólki óbyggilegar sökum lifikostnaðar. Það er
ennþá einhver grámi yfir Berlín og 21. aldar útgáfa af pönki sem þýðir að verðlagið er viðráðanlegra. Borgin deilir þeim vafasami heiðri með Köln að þykja sú fátækasta í Þýskalandi. Þetta gerir Friedrichshain að eftirsóttum áfangastað fyrir ungt fólk. Hverfið sefur eiginlega aldrei. Dottar bara við og við. Dagblöðin í Berlín eru dugleg að skrifa um Friedrichshain og segja nokkrar götur þar þær hættulegustu í borginni. Sú hætta virðist helst stafa af eiturlyfjasölu, djammi á RAW Gelande svæðinu sem á það
til að fara úr böndunum og ólátum fyrir og eftir íþróttaviðburði í Mercedes Benz höllinni. Rigaergatan sker sig þó úr þegar kemur að afskiptum lögreglunnar. Það er þangað sem hún fer helst ekki nema grá fyrir járnum. Saga hústökunnar á Rigaergötu 94 teygir sig aftur til tíunda áratugarins þegar hús í götunni sem stóð autt var tekið yfir af hópi öfgavinstri fólks og anarkista. Að mestu leyti er þetta ungt fólk sem er að fylgja þeirri pólitísku sannfæringu sinni að borgarskipulag
sé ekki einvörðungu viðskiptahugmynd. Því þrátt fyrir strangar reglugerðir sem eiga að sporna við fasteignabraski þá er staðreyndin sú að Berlín er að ganga í gegnum svipaðar breytingar og aðrar stórborgir Evrópu sem hafa þurft nauðugar eða viljugar að einblína fyrst og fremst á hagrænt samhengi búsetu. Á mannamáli þýðir það að borgirnar eru fyrst og fremst að verða heimili hinna efnameiri. Hinir efnaminni verða að sætta sig við það að flytja í úthverfin. En á Rigaergötu er hóp-
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Saga hústökunnar á Rigaergötu 94 teygir sig aftur til tíunda áratugarins þegar hús í götunni sem stóð autt var tekið yfir af hópi öfgavinstri fólks og anarkista. ur fólks á öðru máli. Sem útskýrir óeirðalögregluna, táragasið og hundana. Borgaraleg vitund er almennt sterk í Þýskalandi og mótmæli af ýmsum toga daglegt brauð. En atburðirnir á laugardaginn á Rigaergötu eiga meira skylt við borgaralegar óeirðir en það sem við getum almennt sæst á að teljist mótmæli. Á laugardaginn lenti fulltrúum valdstjórnarinnar harkalega saman við borgarana. Þegar vinstri öfgahópar anarkista mótmæla þá fer það ekki framhjá íbúum hverfisins. Þeir arka þúsundum saman í svörtum buxum og hettupeysum með grímuklædd andlitin og minna meira á hersveit en nokkuð annað. Á örstuttum blaðamannafundi sem haldin var í kjölfar atburðanna mátti heyra á ráðherrum þýsku stjórnarflokkana að deilan á Rigaergötu yrði ekki leyst með spjalli við hringborð. Sem er sjónarmið í sjálfu sér þar sem 123 lögreglumenn slösuðust og 86 manns voru handteknir í mótmælunum. Að kvöldi laugardagsins 9. júlí tók fólk að hópast saman við Wismartorgið í Friedrichshain og
| 11
12 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Hústökufólkið á Rigaergötu á sér nefnilega dygga stuðningsmenn í hverfinu sem aðhyllast að mörgu leyti og styðja hugmyndir öfgavinstri hópa um andstöðu gegn gróðamiðuðu borgarskipulagi.
lögregla tók að leita á fólki og fjarlægði vopn, flöskur og annað lauslegt af fólki sem gæti valdið skaða. Gangan hélt svo af stað í átt að Frankfurter Allee breiðgötunni og á leiðinni þangað stóðu íbúar hverfisins úti í gluggum og gangandi vegfarendur slógust í gönguhópinn. Fánum var veifað og flugeldar sprengdir. Hústökufólkið á Rigaergötu á sér nefnilega dygga stuðningsmenn í hverfinu sem aðhyllast að mörgu leyti og styðja hugmyndir öfgavinstri hópa um andstöðu gegn gróðamiðuðu borgarskipulagi. Það má svo deila um það hvort baráttan sé ekki löngu töpuð ef höfðatala hipstera,
klúbba, tískubúða, sérhæfðra kaffihúsa og veitingastaða í hverfinu er skoðuð. Þegar mótmælagangan kom upp á Frankfurter Allee breiðgötuna sló í brýnu milli mótmælenda og lögreglu með harkalegum hætti. Svo harkalegum að annað eins hefur ekki sést í fleiri ár. Mótmælagönguna á laugardagskvöldið má rekja til nýlegra atburða á Rigaergötu 94 þar sem húseigendur sáu sér leik á borði með auknum straumi f lóttamanna frá stríðshrjáðum löndum til Berlínar. Þeir buðu yfirvöldum húseiginina að Rigaergötu sem tímabundin búsetukost fyrir flóttamenn. Eina
hraðahindrunin var að reka þyrfti hústökufólkið út á gaddinn. Hústökufólkið hefur reyndar boðið flóttamönnum húsaskjól á Rigaergötu en með óformlegri hætti. Engrar pappírsvinnu eða vottorða er krafist. Flóttafólkinu bauðst bara að flytja beint inn. En húseigendur voru á öðru máli og í fylgd lögreglu og vopnaðra öryggisvarða fylgdu þeir byggingarverkamönnum upp á háaloftið á Rigaergötu 94 fyrir skemmstu með þeim ásetningi að hefja umbætur á húsnæðinu og breyta í lúxusíbúðir. Það er óhætt að segja að það hafi mistekist hrapalega. Hústökufólkið í Rigaergötu 94 hefur lýst því yfir
NÝ JU NG !
Þegar mótmælagangan kom upp á Frankfurter Allee breiðgötuna sló í brýnu milli mótmælenda og lögreglu með harkalegum hætti. Svo harkalegum að annað eins hefur ekki sést í fleiri ár.
þær ganga að mörgu leyti þvert á lög og reglugerðir og krefja bæði valdstjórnina og fulltrúa hennar til að tileinka sér ný sjónarmið og í leiðinni afbyggingu sem er á skjön við núverandi kröfu markaðarins um hvíttuð gólf í skandinavískum stíl og stílhrein háhýsi. En það má samt þakka frí-rýmishugmyndinni að mörgu leyti það aðdráttarafl sem borgin hefur. Hér er ennþá pláss til að feta sig eftir jaðrinum. Og jafnvel á jaðri jaðarsins þrátt fyrir flugelda og í gegnum táragasið má ennþá sjá glitta í pönk.
JJ2408
Áreiðanleg vörn alla nóttina. Þú upplifir hreinleika og ferskleika þegar þú vaknar.
opinberlega að það ætli sér að hafa ákvörðunarvald yfir því hver býr í þeim þrjátíu íbúðum sem er að finna í húsinu sem er í eigu fasteignafélags í London. Á laugardagskvöldið tókst lögreglunni loks að umkringja mótmælendur á Proskauergötu. „Berlín hatar lögreglunna,“ mátti heyra mótmælendur hrópa þegar þeir áttuðu sig á því að þeir voru króaðir inni. Þá lét lögreglan kylfurnar tala og táragasið fyllti loftið. Margir viðstaddra hafa lýst atburðarásinni þannig að nokkurs konar æði hafi runnið á lögregluna. En það ber að hafa í huga að við mótmælagöngu vinstri öfgahópa er andrúmsloftið vægast sagt eldfimt. Mótmælendur hika ekki við að ögra lögreglunni eða beita hana ofbeldi. Eins og eru þeir sekir um gríðarlegt eignatjón enda telja þeir það pólitíska gjörð að kveikja í lúxusbílum og lúxusíbúðarhúsnæði í mótmælaskyni. Bitbeinið er, eins og áður sagði, síhækkandi verð á leigu og nauðsynjavörum sem má rekja til uppbyggingar og endurbóta á húsnæði í hverfum borgarinnar. Ýmis erlend fyrirtæki í tæknigeiranum hafa líka flykkst til borgarinnar á síðustu árum og skýrir það líka hækkandi verð að miklu leyti. Hugmyndir vinstriöfgahópa um borgaralegt frí-rými (freiraum) í borgum eru í eðli sínu göfugar en virðist óframkvæmanlegar í augnablikinu því
Eini tíðatappinn með verndandi
SilkTouch™ vængjum
Hústökufólkið í Rigaergötu 94 hefur lýst því yfir opinberlega að það ætli sér að hafa ákvörðunarvald yfir því hver býr í þeim þrjátíu íbúðum sem er að finna í húsinu sem er í eigu fasteignafélags í London.
BARA GAMAN Afþreying í hæsta gæðaflokki
X-CM35BT
Stór hljómur í litlum græjum. Til í rauðu, svörtu og hvítu.
Verð kr.: 44.900,-
SE-MJ721 Heyrnartól - 4 litir Verð kr.: 7.900,-
UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1600 PQI Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 49” KU6505 kr. 189.900.55” KU6505 kr. 239.900.-
Levenhuk sjónaukar
frá kr. 3.490,Levenhuk Rainbow sjónauki.
Vatnsheldur og niturfylltur með fjölhúðaðar linsur. Lífstíðarábyrgð á göllum í efni og framleiðslu.
Skull Candy Uproar BT. Bluetooth. Til í fimm litum.
Verð kr.: 14.900,-
Verð kr.: 7.490,-
X-EM12 hlljómflutningstæki fyrir þá sem vilja einfalt og kraftmikið. Full Range hátalarar.
Verð kr.: 23.900,XW-BTSP70S
Öflugur bluetooth-hátalari. Kemur á óvart.
Betri stjórnun, stærri skjár og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja.
Verð kr.: 29.900,-
Sportmyndavél
Verð kr.: 39.900,XL
Verð kr.: 46.900,-
Super SmashBros
SuperMario 3D Land
Í mörgum samanburðarkönnunum er MUVI sportmyndavélin frá VEHO talin hafa yfirburði í hljóð og mynd. Af hverju að borga meira? SuperMarioBros2
Verð kr.: 39.900,DEH-1800UB - Bíltæki
Nintendo Wii U Premium Leikjatölva árins 2015 hjá Forbes. Verð kr.: 59.900,-
Splatoon
Super Smashbros
Mario Party 10
Leikir frá kr. 4.990,-
FM/LW - Geislaspilari/USB/Aux
Verð frá: 17.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18. LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Opið virka daga kl. 10-18 Í SUMAR og á laugardögum kl. 11-15.
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
14 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi magnaði upp áhuga á Íslandi á netinu svo helst má líkja henni við gosið í Eyjafjallajökli. Flest bendir til að samhengi sé á milli almenns aukins áhuga á Íslandi á netinu og hingaðkomu ferðamanna. Í þeim löndum sem áhuginn vex mest, þaðan fjölgar mest ferðamönnunum. Það má því reikna með að mikil aukning ferðamanna undanfarin ár haldi áfram.
Ísland er „stórasta“ Norðurlandið í enskum netheimum
Ísland hefur vaxið mjög undanfarin ár í netheimum enskumælandi landa og er stærst Norðurlanda í Bretlandi og Kanada. Aðeins Svíþjóð er stærra í hugarheimi Bandaríkjamanna. Skýrar vísbendingar eru um að aukinn áhugi á netinu skili sér í fjölgun ferðamanna. Því getum við reiknað með enn meiri fjölgun næstu misserin. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Fyrir ellefu árum komu hingað um 58 þúsund ferðamenn frá Bretlandseyjum. Sama ár, 2005, komu hingað um 93 þúsund manns frá Norðurlöndunum. Breskir túristar voru um tveir þriðju hlutar af norrænum ferðamönnum. Í fyrra hafði þetta snúist við. Norrænum ferðamönnum hafði þá fjölgað heil ósköp, í 160 þúsund manns, eða um 72 prósent. Breskum ferðamönnum hafði hins vegar fjölgað miklum mun meira, eða upp í 241 þúsund manns. Fjöldi Bretanna hafði meira en fjórfaldast. Bretar voru áður tveir þriðju hlutar af Norðurlandabúa en nú voru Norðurlandabúar tveir þriðju hlutar af breskum ferðamönnum. Bretar hafa alla tíð verið áhugasamir um Ísland. Árið 2005 mældist
áhugi Breta á Íslandi í netheimum vera tæp 90 prósent af meðaláhuga á hinum Norðurlöndunum. Bretar leituðu oftast að einhverju sænsku, svo norsku og þá íslensku. Ísland kom á undan bæði Danmörku og Finnlandi. Íslandsáhugi Breta fór vaxandi næstu árin og tók að sjálfsögðu stökk 2010 við gosið í Eyjafjallajökli, seig aftur niður en aðeins um skamma stund. Þremur árum eftir Eyjafjallajökul var hlutfallsleg staða Íslands gagnvart hinum Norðurlöndunum komin á sama stað og gosárið 2010. Ísland var það Norðurlandanna sem Bretar voru forvitnastir um á netinu.
Og munurinn hélt áfram að vaxa. Árið 2013 var 15 prósent oftar leitað að Íslandi en Noregi í breskum netheimum. Í fyrra var munurinn orðinn 105 prósent. Þá leituðu Bretar nokkuð oftar að Íslandi á netinu en Noregi og Danmörku til samans. Síðustu tólf mánuði hafa Bretar oftar leitað að Íslandi á netinu en Noregi, Svíþjóð og Danmörku til samans. Þ a r ve l d ur vissulega miklu öll sú athygli sem þátttaka karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. En samt. Norðurlöndin virðast vera í breskum netheimum eitthvað sem kalla mætti Ísland og nágrenni.
Rafstöðvar
Mikið úrval rafstöðva - með bensínmótor eða díselmótor
Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn.
ÞÓR
H F
Meðfærilegar rafstöðvar fyrir einyrkja, verktaka og vinnuflokka. Ýmsar stærðir í boði. Benínmótor eða díeselmótor.
Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555
Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar
Áhugi fjölmennustu ferðamannaþjóðanna á Íslandi 2015 sem hlutfall af áhuga viðkomandi þjóða á hinum Norðurlöndunum fjórum og nokkrar fjölmennar þjóðir víða um heim til samanburðar. Bláa súlan sýnir leit að Íslandi á netinu í viðkomandi löndum 2015, sem hlutfall af meðaltali hinna Norðurlandanna. Rauða súlan sýnir áhugann síðustu 12 mánuði og ber með sér enn aukinn áhuga á landinu vegna Evrópumótsins í Frakklandi. Bretland Japan Kanada Frakkland Bandaríkin Ítalía Spánn Holland Mexíkó Brasilía Indónesía Sviss Indland Heimurinn allur Nígería Rússland Finnland Þýskaland Danmörk Svíþjóð
2015 Síðustu 12 mánuðir
Noregur %
100
200
300
400
Enskumælandi, Frakkar og Japanir hafa mestan áhuga á Íslandi Áhugi Breta á Íslandi er hreint magnaður, næstum óskiljanlegur. Öll ár frá 2010 hefur Ísland verið það Norðurlandanna sem Bretar leita oftast að á netinu og áhuginn bara vex og vex. Hann hefur skilað sér í mikilli sprengingu ferðamanna frá Bretlandi til Íslands. Sama má segja um þau lönd þar sem áhuginn á Íslandi er hlutfallslega mestur. Þar hefur áhuginn vaxið jafnt og örugglega á undanförnum árum og þaðan hefur líka mesta fjölgun ferðamanna sprottið. Á hinum enda skalans, þjóðirnar sem leita hlutfallslega miklu sjaldnar að Íslandi en hinum Norðurlöndunum, eru löndin sem þekkja okkur best í raunheimi; nágrannar okkar á Norðurlöndunum og Þjóðverjar. Okkar náskyldustu frændur, Norðmenn, hafa minnstan áhuga á okkur. Það er tíu sinnum líklegra að Norðmaður gúgli eitthvert annað Norðurlandanna en Ísland á meðan það er álíka líklegt að Bandaríkjamaður gúgli Ísland eins og eitthvert hinna Norðurlandanna. Þar sem Google býður ekki upp á fjöldatölur að baki leitinni, heldur aðeins samanburðartölur, segir þetta ekki að ólíklegra sé að meðal Norðmaðurinn leiti að Íslandi á netinu en meðal-John í Bandaríkjunum. Þar sem Norðurlöndin fjögur eru viðmiðunin má jafnvel ganga að því sem vísu að Norðmaðurinn sé miklum mun líklegri að leita að Íslandi en Bandaríkjamaðurinn. En hlutfallslega hefur hann miklum mun meiri áhuga á hinum Norðurlöndunum. Bandaríkjamaðurinn hefur hins vegar jafn mikinn áhuga á Íslandi og hinum löndunum þótt Íslendingar séu aðeins um einn tuttugasti af meðalíbúafjölda hinna landanna. Miðað við hina margfrægu höfðatölu er áhugi Bandaríkjamannsins á Íslandi því tuttugufaldur á við áhuga hans á hinum löndunum. Á súlunum má sjá að hlutfallslega hafa latnesku þjóðirnar í Evrópu meiri áhuga á Íslandi en Norðurlandaþjóðirnar og Þýskaland. Sama má segja um sumar af stórþjóðunum sem hér eru teknar með til samanburðar, en sem ekki vega þungt í auknum ferðamannastraumi til landsins. Þær þjóðir sem skera sig úr, auk enskumælandi landanna, eru Frakkar og svo sérstaklega Japanir. Svíþjóð og Ísland hafa skipst á að vera það Norðurland sem Japanir leita oftast að á netinu og Ísland hefur haft vinninginn undanfarin ár. Ísland er því ekki örríki í netheimum Japans heldur miðlungi stórt. Í takt við mikinn netáhuga hefur ferðamönnum frá Frakklandi og Japan fjölgað mjög á umliðnum árum. Eins og sést á rauðu súlunum var áhuginn á Íslandi alls staðar meiri síðustu tólf mánuði en árið í fyrra. Þar vegur Evrópumótið í fótbolta mest. Þátttaka Íslands þar margfaldaði víða leit að Íslandi. Það má því reikna með aukinn áhugi á Íslandi skili sér enn í fjölgun ferðamanna á næstu misserum.
ÚTSALAN ER HAFIN 3 FYRIR 2
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM
40%
AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM
20-50%
AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
40%
AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM
20-40% AF ÖLLUM MOTTUM
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
16 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Ísland stærst á Bretlandi Það má sjá bein tengsl milli aukins almenns áhuga og áhuga á Íslandi í tengslum við ferðalög. Þegar almennur áhugi jókst um 61 prósent, miðað við áhuga á Norðurlöndunum frá 2011 til 2015, jókst leit að Íslandi í tengslum við ferðir um 48 prósent. Til samanburðar dróst leit að Noregi saman um 13 prósent á sama tíma og leit að Noregi í tengslum við ferðir stóð í stað. Eftir sem áður fjölgaði gistinóttum breskra ferðamanna í Noregi á tímabilinu eftir langvarandi stöðnun, eða um 35 prósent. Aukningin á Íslandi varð hins vegar 224 prósent á sama tíma. Árið 2011 voru gistinætur á Íslandi seldar fólki frá Bretlandseyjum um 46 prósent af því sem Norðmenn seldu Bretum. Í fyrra voru 9 prósent fleiri nætur seldar Bretum á Íslandi en í Noregi. Sprenging í Ameríku Mælikvarðinn um netleit er vissulega gallaður. Hann sýnir aðeins hlutfallslegar stærðir í samhengi við eitthvað annað en ekki raunverulegan fjölda. Það er því mögulegt að Ísland vaxi hlutfallslega en sé samt á niðurleið þar sem áhugi á hinum Norðurlöndin hafi fallið þess meira. En ef horft er fram hjá þessum veikleika, sama hversu stór eða lítill hann er, má vel merkja tengsl á milli almenns áhuga fyrir Íslandi og því sem íslenskt er og aukningu ferðamannastraumsins. Bretland er alls ekki eina landið sem sýnir samhengi milli aukinnar leitar á netinu og hingaðkomu ferðamanna. Árið 2011 var gúgl Bandaríkjamanna um Ísland um helmingur af því sem þeir leituðu að Noregi. Í fyrra leituðu Bandaríkjamenn jafn oft að Íslandi og Noregi á netinu. 2011 var ferðatengd leit um Ísland aðeins um fimmtungur af ferðatengdu gúgli Bandaríkjamanna um Noreg en í fyrra var það komið upp undir 70 prósent. Árið 2011 keyptu Bandaríkjamenn 211 þúsund gistinætur á Íslandi sem var um 67 prósent af því sem þeir keyptu í Noregi. Í fyrra voru gistinætur Bandaríkjamanna á Íslandi komnar upp í 714 þúsund, 68 prósent fleiri en í Noregi. Þróunin er merkilega lík því sem á við breska túrista. Aukningin var 34 prósent í Noregi en 238 prósent á Íslandi. Túristar synda á netinu Samskonar tengsl má sjá í öðrum löndum þar sem áhugi á Íslandi á netinu hefur aukist mikið á undanförnum árum. Auk Bandaríkjanna og Bretlands hefur áhuginn vaxið mest í Japan, Kanada, Sviss og Hollandi. Árið 2011 var leit Kanadamanna að Íslandi helmingur af því sem þeir leituðu að Noregi en í fyrra leituðu þeir 30 prósent meira að Íslandi en Noregi. Gistinóttum Kanadamanna hefur fjölgað um 130 prósent á sama
Þegar almennur áhugi jókst um 61 prósent, miðað við áhuga á Norðurlöndunum frá 2011 til 2015, jókst leit að Íslandi í tengslum við ferðir um 48 prósent. tíma. Svipaða sögu má segja af hinum löndunum. Gistinóttum Hollendinga hefur fjölgað um 86 prósent frá 2011, Japana um 234 prósent og Svisslendinga um 126 prósent. Eilítil minni aukning hefur verið á gistinóttum Ítala, Frakka og Spánverja og endurspeglar það minni aukningu í netáhuga á Íslandi. Við getum ekki nálgast upplýsingar um netnotkun Kínverja en komum þeirra til Íslands hefur fjölgað hratt á allra síðustu árum, tífaldast á Íslandi frá 2009 á meðan fjölgunin var helmingi minni í Noregi. Áhugi í öllum þessum löndum hefur hins vegar tekið stökk á meðan á Evrópukeppninni stóð eins og víðast um heim. Það má því búast að við að sá áhugi skili sér í auknum ferðamannastraumi á næstu mánuðum og misserum. Ferðamenn eru líkari fiskistofnum en aðföngum sem keypt eru til vinnslu í iðnaði. Þegar hlýnar í sjónum gengur makríllinn inn í íslenska lögsögu og þá verða útgerðarmenn að bregðast við. Netið er eins og hafið og þar má greinilega merkja miklar göngur ferðamanna með áhuga á Íslandsferðum. Lítill áhugi á Norðurlöndum Undantekninguna á almennt auknum áhuga á Íslandi má helst sjá hjá frændum vorum á Norðurlöndum og Þjóðverjum. Þar má ekki merkja neinn aukinn áhuga á Íslandi. Áhugi Norðmanna á Íslandi mælist aðeins einn tíundi af þeim áhuga sem þeir hafa á hinum Norðurlöndunum þremur. Áhugi Dana og Svía er litlu meiri en áhugi Finna er heldur meiri. Þar mælist Ísland í netheimum eins og fimmtungur af venjulegu Norðurlandi. Þjóðverjar hafa sömuleiðis mun minni áhuga á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin en latnesku þjóðirnar eða Svisslendingar eða Hollendingar. Áhugi Þjóðverja og Skandinava á Íslandi hefur heldur ekki vaxið að ráði á undanförnum árum. Og það endurspeglast í mun dræmari fjölgun ferðamanna frá þessum löndum en öðrum löndum Evrópu, að ekki sé talað um enskumælandi löndin. Það sést á því að 2010 komu 25 prósent færri ferðamenn frá enskumælandi löndunum; Bretland, Bandaríkin og Kanada, en frá Norðurlöndum og Þýskalandi samtals. Í fyrra voru enskumælandi ferðamennirnir hins vegar tvöfalt fleiri en þeir frá Norðurlöndunum og Þýskalandi.
SUMARÚTSALA ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
Í FULLUM GANGI
Athygli á Google 2015
Hlutfallsleg stærð nokkurra stjarna, sem sótt hafa Ísland heim að undanförnu, í netheimum og svo landið sjálft til samanburðar. Ísland er nánast eins og tungl í samanburði við reikistjörnur stórstjarnanna.
Beyoncé Knowles
Ísland Justin Bieber
Kim Kardashian
Kanye West
Shah Rukh Khan David Beckham
Owen Wilson
Ben Stiller
Channing Tatum
Jay Z
Skin frá stærstu stjörnunum Sumar af þeim stjörnum sem hafa sótt Ísland heim að undanförnu eru stærra en landið í netheimum. Justin Bieber er á við fimm Íslönd á netinu og Kim Kardashian á við fjögur og hálft Ísland. Bæði gerðu þau nokkuð mikið úr Íslandsheimsókn sinni. Það er þó erfitt að merkja aukinn áhuga á Íslandi vegna Íslandsheimsóknar Bieber eða útgáfu á myndbandinu með I’ll Show You, sem tekið var upp hér. Sama má segja um Íslandsferð Beyoncé og Jay Z. Þegar raunveruleikaþáttur Kardashian-fjölskyldunnar var hins vegar sýndur í bandarísku sjónvarpi í vikunni rauk leitun að Íslandi upp í amerískum netheimum og varð um nokkur augnablik jafn mikil og athygli sjálfrar Kim á netinu og um fjórðungur af þeirri athygli
sem Ísland fékk þegar landsliðið mætti Frökkum á Evrópumótinu. Það má líka sjá eilítil merki þess að Íslandsheimsókn Bollywood-stjörnunnar Shah Rukh Khan og frumsýning myndar hans Dilwale, sem var að hluta tekin upp á Íslandi, hafi lyft eilítið áhuga Indverja á Íslandi á netinu. Íslandsferðir þessa frægðarfólks hafa án efa einhver smitandi áhrif. Þær segja hins vegar ef til vill meira til um hversu vinsælt Ísland er og í mikilli tísku þegar Justin Bieber, Kim Kardashian, Kanye West og Beyoncé koma hingað til skemmta sér í nokkra daga og taka upp myndefni á innan við ári. Það er sama hvernig listi yfir áhrifamesta frægðarfólkið yrði saman settur, þessi fjögur myndu alltaf enda á topp 10.
Mynd | NordicPhotos/Getty
Áhugi vex alls staðar nema hjá þeim sem þekkja okkur best Fyrir tíu árum mældist áhuginn á Íslandi hvergi meiri en meðaltal hinna Norðurlandanna. Í fyrra var Ísland komið yfir meðaltalið hjá Bandaríkjamönnum og Frökkum og næstum tvöfalt yfir hin Norðurlöndin hjá Japönum og vel yfir það hjá Bretum. Vegna vaxandi áhuga á Íslandi í þessum löndum og fleiri hafði áhuginn á Íslandi um alla netheima vaxið úr því að vera um fjórðungur af meðaltali hinna Norðurlandanna í að verða um helmingur af meðal Norðurlandi. Grafið sýnir að hlutfallslegur áhugi Þjóðverja á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin er mun minni en ofantaldra landa. Það má vera að Þjóðverjar hafi 250
Noregur Þýskaland
Japan Frakkland
Bandaríkin Bretland
almennt meiri áhuga á Íslandi en hinar þjóðirnar en það er þá vegna þess að þeir hafa almennt mikinn áhuga á Norðurlöndunum. Ísland hefur ekki eins afgerandi sérstöðu í þýskum hugarheimi og landið virðist hafa meðal hinna þjóðanna. Neðst á ritinu má sjá norsku línuna. Hún liggur þarna næstum eins og hjartalínurit af dánum manni. Norðmenn hafa miklu minni áhuga á Íslandi en hinum Norðurlöndunum og sá áhugi hefur lítið sem ekkert vaxið á sama tíma og áhugi flestra jarðarbúa á Íslandi hefur vaxið mjög.
Heimurinn
200
150
100
50
0
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016*
Þróun Íslandsáhuga á netinu í nokkrum löndum og veröldinni allri til samanburðar. Viðmiðunin er Ísland sem hlutfall af meðaltali hinna Norðurlandanna fjögurra; Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi. Línurnar lýsa því ekki magnaukningu heldur aðeins hlutfallslegri aukningu í samanburði við hin Norðurlöndin. Ef áhugi á þeim hefur vaxið hefur áhuginn á Íslandi vaxið meira en línurnar sýna. Ef áhugi heimsins á Norðurlöndunum hefur minnkað sýna línurnar of mikinn vöxt.
WWW.NISSAN.IS
NISSAN X-TRAIL
ENNEMM / SÍA /
N M 7 5 4 8 5 N i s s *Miðað a n X t rvið a i luppgefnar 5 x 3 8 m atölur i bframleiðanda n a n a r a r a um l eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
RÚMGÓÐUR OG SPARNEYTINN SPORTJEPPI FÁANLEGUR 7 SÆTA
TÆKNILEGUSTU SPORTJEPPARNIR Nýju sportjepparnir frá Nissan eru hlaðnir spennandi nýjungum, t.a.m. ÖRYGGISHJÚP, sem byggir á 360° MYNDAVÉLATÆKNI. Hann tekur við upplýsingum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til öryggiskerfa sem fylgjast með öllu sem gerist. Kerfin láta ökumann vita þegar eitthvað óvænt steðjar að sem valdið getur hættu.
NISSAN X-TRAIL
NISSAN X-TRAIL
ACENTA, SJSK., DÍSIL Framhjóladrifinn
ACENTA, BSK., DÍSIL Fjórhjóladrifinn
Verð: 5.390.000 kr.
Verð: 5.790.000 kr.
Eyðsla 5,1 l /100 km*
Eyðsla 5,3 l /100 km*
ACENTA 360° myndavélakerfi, LED dagljósabúnaður, 17" álfelgur, handfrjáls símabúnaður Bluetooth Nissan Connect kerfi: Íslenskur leiðsögubúnaður, þráðlaus afspilun á tónlist og tenging við snjallforritin Facebook, Google o.fl.
GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622
Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533
Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070
360° MYNDAVÉLATÆKNI
IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516
NISSAN CONNECT
ÖRYGGISHJÚPUR
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
18 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
GOTT UM HELGINA
Akureyrartónar Hljómsveitin The Bad Hymns treður upp á gistiheimilinu Akureyri Backpackers í kvöld. Tónlist mun duna og takturinn dynja í brjóstum áhorfenda. Allir á Akureyri í kvöld. Hvar? Akureyri Backpackers Hvenær? Í kvöld kl. 21.30
Fjör á Lunga
Hjálmar í sumarskapi Hljómsveitin Hjálmar fagnar sumrinu í kvöld og heldur tónleika á Húrra. Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni undanfarið og því má telja að tónleikarnir verði engu líkir. Dans, söngur og fjör í kvöld! Hvar? Húrra Hvenær? Í kvöld kl. 21 Hvað kostar? 3500 kr.
Lunga er hafið og mun ná hápunkti um helgina þegar tónleikar fara fram og lokasýningar verða á því sem unnið er að í listsmiðjum. Í dag verður hins vegar hádegis „beat“ og síðan verður farið í jóga í íþróttahúsi bæjarins. Hljómsveitin Milkywhale treður upp í kvöld auk listsýninga í kvöld og partís! Hvar? Seyðisfirði Hvenær? Í dag
Akstursbarátta Moulin Rouge sing a long Sing a long K-K-Kult: Moulin Rouge. Allir með höfuðföt, í korseletti og stórbrotnum kjólum. Þeir sem klæðast í þema fá ýmiskonar afslátt á barnum. Verðlaun verða veitt fyrir Herramann og Frú kvöldsins. Hvar? Gauknum Hvenær? Í kvöld kl. 20
Hringrás lífsins Sýningin Hringarás fer fram í Berg Contemporary í dag. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Ásgeir Skúlason, Kjartan Ari Pétursson, Sindri Leifsson, Sirra Sigurðardóttir og Veronika Geiger. Hvar? Berg Contemporary Hvenær? Í dag kl. 17-19
Í dag fer fram fjórða umferða Íslandsmótsins í drifti. Forkeppni hefst kl. 20 og aðalkeppni fer fram klukkustund síðar. Búast má við hörkuakstri og fjöri í Hafnarfirði í kvöld. Hvar? Álfhellu, Hafnarfirði Hvenær? Í kvöld kl. 20
Hlaupahátíð á Ísafirði Hlaupahátíðin er árlegur viðburður á Ísafirði þar sem hægt er að hlaupa hálft maraþon, tíu kílómetra og annað járnkarlalegt þar sem synt er í vatni og hjólað í fjöllum. Tilvalið fyrir alla, bæði amatöra og hlaupagarpa. Hvar? Ísafirði Hvenær? 15.7. - 17.7.
DRÁTTARBÍLL STARTAÐSTOÐ DEKKJASKIPTI ELDSNEYTISAÐSTOÐ LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF TÆKNIRÁÐGJÖF HAGSMUNAGÆSLA AFSLÆTTIR FÍB BLAÐIÐ KYNNTU ÞÉR AÐILDINA INN Á FIB.IS EÐA Í SÍMA 444-9999
15.251 ÁNÆGRÐA FÉLAGSMANNA FÍB? ERT ÞÚ Í HÓPI
FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA
NÝ OG ENDURBÆTT ÚTGÁFA! Hafsjór af fróðleik um land og þjóð •
Vegakort
•
Þéttbýliskort
•
Ítarlegur hálendiskafli
• 24 •
síðna kortabók
Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
•
Heitar laugar
FULLT VERÐ 5.490 KR
1.500 kr. afláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bókabúðum (ekki á bensínstöðvum)
Farið með svarið í ferðalagið Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
20 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Verslunarkjarni #4
Halldór Halldórsson höndlar með úr, skartgripi, klukkur og sitthvað fleira.
Tímavörðurinn á torginu
Í versluninni Halldór Ólafsson er höndlað með úr, klukkur og skart. Verslunin var opnuð þar árið 2000 þegar torgið sjálft var opnað. Þarna ræður Halldór Halldórsson ríkjum, sonur Halldórs sem verslunin er kennd við. „Norðlendingar er duglegir að versla hér á Glerártorgi,“ segir Halldór. Þrátt fyrir að stundum hafi verslanir komið og farið þá segir Halldór að nokkur festa sé að færast yfir þetta núna. „Á efstu hæðinni er verið að setja upp læknastofur í rými sem aldrei hefur nýst áður. Húsnæðið var auðvitað stækkað „korter í hrun“ og eftir það var nokkuð brölt hér á stundum, en allt horfir til betri vegar.“
Móttökunefndin á Glerártorgi var ekki af verri endanum og alveg grjóthörð. Þeir Vésteinn, Örn, Ingimar og Harry leika sér oft í kringum Glerártorg. Þarna er nóg pláss til að renna sér á, en maður verður auðvitað að passa sig á bílunum.
Glerártorg – þakið yfir Akureyri Glerártorg á Akureyri er heimilisleg og afslöppuð verslunarmiðstöð. Þar eru bæði stórfyrirtæki með útstöðvar sínar og sjálfstæðir atvinnurekendur með sinn rekstur. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Þegar Fréttatíminn kíkti í heimsókn voru starfsmenn í fjölbreyttum verslunum að raða upp vörum sínum og ungir sem aldnir voru á ferli undir þakinu sem skýlir Akureyringum og Norðlendingum öllum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Rakel Þórðardóttir og Karen Sif Jónsdóttir moka út ís í Ísbúð Akureyrar.
Fínn staður til að hitta mennina
Á Glerártorgi er hægt að setjast niður um stund frammi á gangi í þægilegum sófum. Þar hittum við fyrir kunningjana Hauk Gíslason og Elís Pétur Sigurðsson. „Við hittumst hér bara rétt áðan fyrir tilviljun,“ segir Haukur brosandi. Haukur er fyrrverandi bóndi, bifvélavirki og skipasmiður en Elís Pétur er fyrrverandi skipstjóri og áhugamaður um varðveislu gamalla skipa, sigldi meðal annars hinum landsfræga báti Húna áður fyrr. Þeir kumpánar segja Glerártorg ágætan stað til að hitta vini og kunningja þó yfirleitt sæki þeir í verslun eða þjónustu. „Það finnst mörgum gott að sitja hér á ganginum, ekki síst ef maður er að bíða eftir einhverjum sem er að versla.“
Svalandi ís undir þakinu
Systkinin Ágúst, Bríet og Sólveig tóku sér far með glansandi rauðri glæsibifreið sem stendur gestum til afnota á miðju Glerártorgi.
Það er bjart yfir Rakel og Karen í Ísbúð Akureyrar, innan um litríka suðræna ávexti þarna norður í landi. Úti er þungbúið og þá færist íssalan undir þakið á Glerártorgi. „Fólk hættir ekkert að borða ís þó að sólin feli sig um stund, sem hún gerir sjaldan hér fyrir norðan,“ segir Rakel. „Það er alltaf nóg að gera í ísnum.“
Bíllinn í þrif á meðan verslað er
VERKFÆRI TIL SÖLU !
VEGNA SÉRSTAKRA AÐSTÆÐNA ER ÉG AÐ SELJA ALLT MAKITA VERKFÆRASETTIÐ MITT. FÆST Á GÓÐU VERÐI.
Alls ekki tæmandi listi: Skrúfvél Skrúfvél með ljósi Rokkur með ljósi Höggvél með ryksugu
bónvél batterís Stingsög Hjólsög með ljósi Makita sloppur 10 mismunandi töskur
Á Glerártorgi getur þú látið þrífa bílinn á meðan þú verslar og nýtir þér þjónustuna sem torgið hefur upp á að bjóða. Sunnan við aðalbygginguna rekur HöldÞeir Alfreð Aðils, Veigar Þór og ur bílaþvottastöð og dekkjaSævar Karl eru kattþrifnir þegar verkstæði. Margir gestir verslkemur að bílum. unarmiðstöðvarinnar nýta sér þjónustuna en líka þeir sem eru að keyra milli landshluta. Til dæmis koma margir úr Mývatnssveitinni til að láta ná flugunum af, sem þekja bílinn í hundraða tali. Á þvottastöðinni eru þrifnir 60-100 bílar á dag.
Blessuð ullin Hef einnig áhuga á að skiptum á lítið notuðu Festool setti.
Áhugasamir hafi samband við
Jón Helga í síma 6666616
Í Ullarkistunni tekur Sólrún Sverrisdóttir á móti viðskiptavinum þennan daginn. „Einmitt núna er fólk að kaupa ull,“ segir Sólrún þegar hún er spurð að því hvort ekki sé lítið að gera svona yfir hásumarið. „Þetta eru vörur sem fólk vill nota í ferðalögin. Fyrirtaks fatnaður sem heldur á manni alveg réttum hita.“ Sólrún er í hlutastarfi hjá Ullarkistunni en hún sinnir líka liðveislu við fatlaða hjá Akureyrarbæ. Þetta segir hún góða blöndu.
Það var tónlist sem dró þau Eneli og mann hennar Valmar til landsins um árið.
Vellyktandi
Í versluninni Make up gallery er Eneli Bjargey Väljaots að raða vellyktandi ilmvötnum í hillu í miklu magni. Eneli er frá Eistlandi en hún kom hingað til lands árið 1994, ásamt manni sínum. „Það vantaði fiðlukennara á Húsavík og við slóum til,“ segir hún en maður hennar, Valmar Väljaots, er í dag organisti í Glerárkirkju. „Í þá daga var ég heimavinnandi með börnin, vildi það sjálf. Hins vegar, ef vilji er fyrir hendi, þá fær maður alltaf vinnu,“ segir Eneli sem segir að Akureyri og Norðurland hafi tekið þeim hjónum opnum örmum á sínum tíma og þar sé alltaf gott að vera.
22 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Vináttan Óaðskiljanlegt þríeyki Þórunn Jörgensen, Talia Sif Gultekin og Ugla Stefánsdóttir eru óaðskiljanlegar vinkonur og vilja helst alltaf vera þrjár saman. „Við höfum þekkst lengi og vissum hver af annarri en smullum saman verslunarmannahelgina árið 2012 á Akureyri. Síðan höfum við verið límdar saman.” Þær eru allar úr Grafarvogi, eiga sama vinahóp og hafa allar verið í Borgarholtsskóla. „En núna er Ugla útskrifuð.“ Aðspurðar um hvort það sé ekki flókið að vera þrjár, neita þær því. Þeim líður best þegar þær eru allar saman. „Við eigum sömu áhugamál og það besta sem við gerum er að fara út að skemmta okkur. Við elskum að kynnast nýju fólki og það gengur best þegar við erum allar þrjár saman.
Okkur finnst líka æðislegt að ferðast og fara á tónleika og uppákomur.“ Þær segja að fólk þekki þær sem þríeyki og ef einhverjar tvær sjást saman, sé alltaf spurt hvar sú þriðja sé. Samheldnin hefur líka áhrif á ástarmálin, segja þær hlæjandi. „Engin okkar hefur átt kærasta síðan við kynntumst. Ef einhver okkar er hitta strák, þá verður hann fljótt hluti af okkur þremur.“
Júlíblómið Blóm mánaðarins er af blágresisætt og nefnist Armeníublágresi. Það er bleikt eða dökkbleikt og þrífst best í sól eða hálfskugga í venjulegri garðmold.
Talía, Þórunn og Ugla; „Við höfum þekkst lengi og vissum hver af annarri en smullum saman verslunarmannahelgina árið 2012 á Akureyri.“
Uppáhalds íslensku flétturnar hans Harðar Tröllaskegg og skollakræður „Tröllaskegg og skollakræða eru skemmtilegar fléttur,“ segir Hörður Kristinsson sem nýlega gaf út bókina Íslenskar fléttur. Hörður hefur verið afkastamikill fræðimaður á sviði grasafræði og eftir hann liggja tæplega 150 ritsmíðar Margir ruglast á skollakræðu á ýmsum sviðum. Í bókinni og hreindýramosa. er fjallað um 392 tegundir Hörður Kristinsíslensku fléttuflórunnar. Tröllaskegg eru gulgræn son gaf nýlega En hvaða fléttur þykja út bók um 400 og svartyrjótt og vekja þess Herði standa upp úr? „Ein íslenskar fléttur. vegna athygli þegar fjalltegund sem ég hef gaman göngumenn eru komnir upp. af er tröllaskegg. Flétta sem Þegar þeir líta sér nær en fjallgöngumenn rekast á þegar þeir ekki á útsýnið sjá þeir tröllaskegg.“ fara upp á hæstu tinda. Í 1100-1200 Hann segir að erfitt sé að gera metra hæð sjá þeir venjulega tröllaupp á milli flétta og bætir því við að önnur komi ekki síður upp í huga skegg á einhverri steinnibbu sem sér: „Skollakræða er líka einstök stendur langt upp í loftið – hátt uppi flétta. Þetta er stór og áberandi í fjöllum á veðurbörðum stöðum.
Fjallgöngumenn sjá tröllaskeggg á hæstu tindum.
flétta sem hefur eiginlega þröngvað sér inn í stað hreindýramosa sem margir þekkja og er ljós á lit. Á landræna svæðinu er skollakræfan meira áberandi og þar sem hún lítur út fyrir að vera hreindýramosi, því hún er svo ljós, þá halda margir að um hreindýramosa sé að ræða,“ bætir Hörður við. | bg Bára Gísladóttir er hrifin af því að ferðast niður á við.
Við vitum ekki hvað er á dýpinu Tónskáldið Bára Gísladóttir er hrifin af öllu sem er hrátt, kalt, blautt og blátt.
É
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
g er hrifnari af því að ferðast niður á við, kafa dýpra. Annað er væmið,“ segir tónskáldið Bára Gísladóttir sem nýverið gaf út plötuna Brimslóð fyrir kontrabassa og rafhljóð. Hún sótti innblástur í hafið og skiptist verkið í þrjá hluta eftir lagskiptingu þess; Grynni, Miðbik og Dýpi. „Fyrsti hluti verksins hefst á Grynni, þar á eftir kemur Miðbik og endar síðan á Dýpi. Ég hef mikið verið að vinna með það í tónlistinni að byrja á því grunna og kafa niður í það djúpa. Finnst það áhugaverðara því við vitum ekki hvað er á dýpinu.“ Lýsa má tónlist Báru sem stemingsfullri þar sem unnið er með ákveðið viðfangsefni og áheyrandi upplifir sem hann sé á staðnum, hafinu til dæmis, þar sem heyra má í nið þess, öldugangi og vindum. Lítið er um laglínur. „Ég geri aldrei laglínur lengur. Finnst það bara leiðinlegt. En ég pæli mjög mikið í áferð, textum og litum. Er hrifin af öllu sem er hrátt, kalt, blautt og blátt. Þess vegna var mjög gaman að semja tónlist sem á að vera stemningsmúsík fyrir hafið.“ Rafhljóð spila stórt hlutverk í nýrri verkum tónskáldsins en það hafði hana ekki grunað þegar hún byrjaði í tónlist. „Það má segja að elektró sé nýjasta hljóðfærið
í klassískri tónlist. Raftónlist er alveg ný fyrir mér og gerðist bara óvart. Þegar ég byrjaði í tónlist var það hið eina sem ég ætlaði aldrei að gera. En ég er farin að fíla hana meira og meira. Raftónlistin er eins og annar útlimur hljóðfæra. Margir verða þungir því þeim finnst búið að gera allt í klassískri tónlist. Raftónlist er svarið.“ Nú eru konur í miklum minnihluta tónskálda, hvernig er að vera ung kona í þessum bransa? „Oftast mjög gaman en það er remba í þessum geira og maður er oft „ignoreraður“ af karlkyns samstarfsmönnum. Margir halda ennþá að konur geti ekki samið tónlist og ég hef fengið hrósið: Til hamingju með þetta verk, það er eins og karlmaður hafi skrifað þetta. Fólk meinar ekkert illa heldur er bara „ignorant“. Núna eru tvær konur af fimmtán í tónsmiðadeildinni sem ég er í, fyrir nokkru vorum við þrjár og það var met.“ Hún segir þó að svo virðist sem hlutirnir séu að breytast hægt og rólega. Nóg er á döfinni hjá Báru en fyrir utan tónleika í Hörpu með hópunum Errata Collective og TAK ensemble pantaði Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar nýlega verk eftir hana. „Það þarf að vera tilbúið í ágúst þannig ég þarf að komast upp í bústað í bráð og klára að semja.“
SUMARSMELLUR ÁRSINS GLÆNÝ
Ekkjan Vildarverð: 3.599.Verð: 3.899.-
„Barton stenst allar væntingar ... Frábærlega dregnar persónur drífa söguna áfram sem heldur manni föngnum.“ The Washington Post Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Húsavík - Garðarsbraut
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gildir 15. júlí, til og með 17. júlí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
24 |
FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016
Norræn hönnun og matur í Berlín Vegleg sýning á norrænni hönnun, tísku og matargerð hefur verið opnuð menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. Sýningin heitir New Nordic: Fashion, Food, Design. Þar er teflt fram nýrri áhugaverðri norrænni hönnun og matföngum með skírskotun til norrænnar sögu og hefða, sem eiga skýrt erindi til samtímans. Tveir þýskir sýningarstjórar velja gripina, en það eru safnstjórinn Matthias Wagner K. og listakonan Sabine Schirdewahn. Matthias stýrir einu virtasta hönnunarsafni Þýskalands í Frankfurt am Main en
þar verður sýningin sett upp síðar. Hvað er hið góða líf? er grundvallarspurning sýningarstjóranna sem að sjá matargerð og hönnun sem náskylda hluti því að í Norðrinu hefur lengi verið venja að nýta það sem ekki var ætt af skepnunum í klæðnað og skart. Fjölmargir íslenskir hönnuðir og framleiðendur eiga verk og vörur á sýningunni. Þar má nefna fatahönnun frá Aftur, Spaksmannsspjörum og Doppelganger, vöruhönnun frá hönnunarhúsinu Færinu, Dögg Guðmundsdóttur og keramík-dúóinu Postulínu, matarframleiðslu frá Havari á Karlsstöð-
Hluti þeirrar íslensku hönnunar sem er nú til sýnis í Berlín.
um, Norðursalti og Einstök Ölgerð og súkkulaðieldfjöll Brynhildar Pálsdóttur og Hafliða Ragnarssonar, svo aðeins nokkrir sýningargripir séu nefndir. Sýningin í Berlín stendur fram í miðjan október.
Hafdís og Helga í versluninni Sigurboginn. Mynd | Hari
Sigurboginn lifi sem lengst Sama hvort okkur vantar nýjan sundbol, klippingu eða jakkaföt þá er góð þjónusta gulli betri í neytendasamfélagi nútímans. Framboð vöru og þjónustu er mikið hér á landi en helst þó ekki endilega í hendur við gæði. Fréttatíminn hefur því komist á snoðir um þjónustuaðila sem skara fram úr á sínu sviði.
S
umir segja að við séum best geymda leyndarmál Reykjavíkur,“ segir Hafdís Stefánsdóttir, eigandi Sigurbogans, verslunar sem selur snyrtivörur, föt og aðra fylgihluti en búðin hefur verið starfrækt frá árinu 1992. Sigurboginn er rómaður fyrir góða þjónustu og oft nefndur þegar upp koma umræður um þægilegan sundfatnað. „Það sem einkennir okkur er þjónustan en við erum með æðislegt starfslið, eðalgengi í kringum sokkabuxur og snyrtivörur, til dæmis. Hér eru þrír fastir starfsmenn en allt í allt starfa hér
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
sex konur. Ég byrjaði að vinna hér fyrir tíu árum og keypti búðina fyrir þremur árum. Hinar tvær, þar á meðal Helga, hafa unnið álíka lengi og ég,“ segir Hafdís. „Hér eru miklir reynsluboltar á ferð. Helga er búin að selja snyrtivörur í 38 ár. Þær sem byrjuðu að mála sig fyrir 38 árum elta hana, fara hvert sem hún fer.“ „Við erum til dæmis með góða þjónustu í kringum baðfötin en pössum upp á að merkin séu góð og sniðin líka. Tökum vöxtinn og ýtum undir það góða, felum, gerum mýkri línur, drögum úr og svona. Snið sem passa og henta konum,“ bætir Helga við. „Og það
sem er öðruvísi hjá okkur miðað við nýrri búðir er, held ég, að við erum persónulegri. Maður á mann. Það er mikið um að það sé ekki fyrir hendi í nýju búðunum.“ „Því má bæta við að við erum orðnar ansi stórar í fötum, sem margir vita ekki, og sumir segja að við séum best geymda leyndarmál Reykjavíkur,“ segir Hafdís. „Annars versla heilu ættliðirnir við okkur: Mamman, amman og dóttirin. Eitthvað er að virka því kúnnahópurinn er góður og tryggur. Ástæða fyrir því hve langlíf búðin er,“ segir Hafdís. , „Vonum bara að Sigurboginn lifi sem lengst,“ segir Helga.
Kempur á Skógarleikunum ir styrkri stjórn en hana tekur Skógar einkenna ekki endiskógfræðingurinn Gústaf Jarl lega Ísland en þá má samt finna víða um land, til dæmis Furað sér á meðan Björn Bjarndal sest í dómarasæti en Björn er af ulund í Heiðmörk. Þar blæs mörgum talinn hinn eini sanni Skógræktarfélag Reykjavíkur skógarbjörn. til Skógarleikanna í annað sinn Á Skógarleikunum eru og fara þeir fram á morgun á það ekki aðeins skógarhöggmilli klukkan 14 og 17. Skógarhöggsmenn eru hetjur skempur sem fá að spreyta sig. Skógarleikanna. Þeir safnast Áhugasamir gestir fá líka að saman úr ýmsum landshornum tálga ferskan við undir styrkri en þó einkum af Suður- og Vestleiðsögn tálgunarmeistarans Valdórs Bóassonar. Eldsmiðururlandi til að reyna sig í ýmsum skógtengdum greinum. Þannig inn Einar Gunnar mun einnig Það er mikil list að kunna að beita exi. verður keppt í axarkasti, sýna listir sínar og hamra járn bolahöggi og afkvistun trjábola, greinum sem aðyfir logandi eldi. Að lokum verður boðið til í grillveislu þar sem til dæmis verður boðið upp á eins eru á færi hæfustu skógarhöggsmanna. skógarbrauð á priki og rjúkandi ketilkaffi. | gt Slíkir leikar geta ekki farið fram nema und-
NÚ ER TÍMINN! SKJÓLVEGGUR OG PALLUR PALLALEIKUR BYKO
n n i l l a p í ð er v Fáðu okkur! hjátimbur@byko.is
1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. JÚNÍ - 19. ÁGÚST 2016. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboð á pallaefni gilda til og með 25.júlí eða á meðan birgðir endast. Sjá nánar um vaxtalaus lán á byko.is.
ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN GAGNVARIN FURA
Klárum málið!
PALLURINN
SKJÓLVEGGURINN
0058324
27x95 mm.
1.890
kr./m2
189 kr./lm*
0058252
22x45 mm.
0059253
22x70 mm.
0058254
22x95 mm.
0058255
22x120 mm.
Almennt verð: 2.150 kr./m2 / 215 kr./lm* 0058325
27x120 mm.
0058326
27x145 mm.
1.960 2.178
kr./m2
245 kr./lm*
kr./m2
325 kr./lm*
*4,5 m og styttra.
LERKI
Sjá nánar á www.byko.is
Vertu með!
Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 22. júlí.
VAXTALAUST LÁN GRIND OG UNDIRSTAÐA
94 156 166 247
kr./lm kr./lm kr./lm* Almennt verð: 185 kr./lm.
kr./lm
BANGKIRAI
alheflað
kr./m2
Almennt verð: 4.879 kr./m2 / 595 kr./lm*
0053265
45x95 mm.
0058506
45x145 mm.
0059954
95x95 mm.
BRÚNT, LJÓSGRÁTT EÐA DÖKKGRÁTT,
27x143 mm 535 kr./lm.
0058504
5.338 785 kr./lm. 0053266
byko.is
kr./m2
19x90 mm
815
kr./lm.
0039479
21x 145 mm
9.347
1.395 kr./lm.
182 271 485 629
kr./lm* kr./lm* Almennt verð: 295 kr./lm.
kr./lm* kr./lm* Almennt verð: 715 kr./lm.
Viðhaldslítið og sýruþolið. Enginn fúi, sveppa- og mygluþolið, springur ekki.
Hægsprottið Síberíulerki, gagnvarið af náttúrunnar hendi.
4.391
45x45 mm.
PLASTPALLAEFNI
harðviður með rásum
27x117 mm
0058502
kr./m2
90x90 mm
3.552 0039484
kr./lm.
23x146 mm, 3,6 m
3.895
kr./stk.
0039510/14/20
0039481
REIKNAÐU ÚT EFNISMAGN
Í GIRÐINGUNA OG PALLINN Á BYKO.IS
GÆÐATÆKI Í PALLAVINNUNA
VIÐARVÖRN OG ÚTIMÁLNING
-19%
ÚTIMÁLNING, vatnsþynnanleg akrýlplastmálning fyrir múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er lútarþols, mikils veðrunarþols og rakagegnstreymis, 10 l.
GIRÐINGAEINING massíf, 180x180 cm.
12.995kr.
9.875kr.
0291378 Almennt verð: 15.995 kr.
86647583 Almennt verð: 13.165 kr.
-20%
BÚTSÖG PCM 8 1200W, 216 mm.
27.997kr.
GARÐBEKKUR tvegg ja sæta.
-25% 22.497kr.
74862008 Almennt verð: 34.995 kr.
0291473 Almennt verð: 29.995 kr.
Athugið að tilboð gildir aðeins fyrir hvíta liti.
-33%
ÞAKMÁLNING Þol hefur mikið veðrunarþol og er einkum ætlað til notkunar á bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss þar sem mikið mæðir á og óskað er hálfgljáandi áferðar. 4 l. margir litir.
4.475kr.
86790040 Almennt verð: 25.965 kr.
-25%
STINGSÖG PST 650-TS
9.595kr.
-20%
74862660 Almennt verð: 11.995 kr.
PALLAOLÍA glær/gyllt, 3 l. SANDKASSI með sætum, 150x150 cm.
-25%
11.247
MÁLNINGARSPRAUTA PFS 55.
kr.
13.597kr.
-25%
ÚTIMÁLNING Akrýl, 2,7 l.
5.265kr.
-20% HÁÞRÝSTIDÆLA AQT 35 120B.
22.156kr.
74810235 Almennt verð: 27.695 kr.
-20%
80604627-30
Akrýl, 9 l. GARÐBORÐ gagnvarin fura, 154x177x71 cm.
12.995kr.
12.995kr.
-19%
80604609-12
0291451 Almennt verð: 15.995 kr.
SORPTUNNUGEYMSLA Tvöföld:
39.995
RÚLLA OG BAKKI 25 cm.
995kr.
-18%
84100160
kr.
27.997kr.
74874094 Almennt verð: 34.995 kr.
80602501/2 Almennt verð: 2.495 kr.
0291468 Almennt verð: 14.995 kr.
74867055 Almennt verð: 16.995 kr.
RAFHLÖÐUBORVÉL GSR 14,4-2 Li 2X1, 5A.
1.871kr.
-20%
0291700 Almennt verð: 48.995 kr.
Einföld
19.995
kr.
0291701 Almennt verð: 24.595 kr.
-19%
AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
RÚLLA OG SKAFT 25 cm.
1.995kr. 84100150
GOTT UM HELGINA
Fólkið mælir með… Kristján Eldjárn Bók: A Portrait of the Artist as a Young Dog eftir Dylan Thomas situr alltaf eftir í mér. Hann er svo breyskur og mannlegur og bókin í senn sársaukafull, falleg og óhefluð. Kvikmynd: Moon (2009) fékk ekki verðskuldaða athygli. Hún er einmanaleg og svolítið óþægileg og ekki skemmir fyrir að Kevin Spacey leikur vélmenni í henni. Íþrótt: Skólabaksund, vegna þess að það er svo mikill lítilmagni sundgreinanna – það heitir meira að segja niðurlægjandi nafni, eins og enginn taki það alvarlega því það sé ekki alvöru baksund.
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Bók: Allar bækurnar eftir Auði Övu og Jón Kalman eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ómögulegt að velja á milli. Ég les yfirleitt bækur í einum rykk og mæli með flugferðum til slíkra verka. Kvikmynd: Royal Tenenbaums eftir Wes Anderson er ein af mínum uppáhalds, fallega sorgleg og dapurlega fyndin. Íþrótt: ég er forfallin fótbotboltabulla meðan á stórmótum stendur og legg mig fram við að læra allt um leikmennina. Mjög passleg blanda af slúðri og íþróttum
Björt Sigfinnsdóttir Bók: Bara Börn, yndislega hjartnæm og flott frasögn Patti Smith um samband hennar og Roberta Mappelthorps, en þau eru einmitt líka í miklu uppáhaldi sem listamenn bæði tvö. Kvikmynd: Basketball Diaries, með kornunga Leo og Mark Wallberg að brillera í aðalhlutverkum. Íþrótt: Uppáhalds íþróttin mín er klárlega dans! Ég dansa þegar að mér líður vel og dansa þegar að mér líður illa, ég dansaði í morgun á LungA og ætla að dansa alla helgina líka.
ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1
2.6.2016 13:04:43
Gott að spila bandí Fátt var skemmtilegra en þegar bandíkylfur voru teknar upp og fisléttum bolta kastað á völlinn í íþróttatímum grunnskólans hér áður fyrr. Fólk á það til að gleyma því sem gladdi hjörtun í barnæsku. Út í bandí, núna!
Gott að hlusta á reggí Þegar sól er á lofti og allir hýrir á brá er gott að dansa við reggítónlist. Hljómsveitin Hjálmar treður upp á einum af börum bæjarins og í kvöld. Um að gera að taka það alla leið, fara á tónleika og spila síðan Bob Marley inni í stofu alla helgina.
Gott að fá sér blandí.. ..poka. Gleymum öllum megrunarkúrum og aðhaldsaðgerðum. Allt er gott í hófi og því stórsniðugt að fá sér bland í poka í dag. Laugardagar eru nammidagar. Lakkrís, karamellur og hlaupbangsa í nammipokann.