frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 39. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 16.07.2016
Júníus Meyvant Semur tónlist milli svefns 16 og vöku
Lundinn verðmætasti fuglinn Gefur meira en æðardúnn 6
Systkinin Snekkja, Nökkvi og Ari Knörr Heita öll eftir bátum
18
Líkami minn er almenningseign
Heiða flytur heim
Fullorðin í foreldrahúsum
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir lærði snemma að líkaminn væri ekki hennar heldur viðfang læknavísinda. Hún segir að fatlað fólk sé hvatt til að mæta ofbeldi með umburðarlyndi og brosi á vör.
24
Óli Hall skutlar öllum á ball
Segir minna djammað fyrir vestan en áður
24
LAUGARDAGUR
16.07.16
ARNA STEFANÍA FINNST HÚN STUNDUM KLIKKUÐ AÐ ELTAST VIÐ TÍMA OG HOPPA YFIR GRINDUR
Mynd | Hari
Meira í miðjunni
12
Mynd | Hari
2|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Hryðjuverkin birtingarmynd óánægju innflytjenda Árásin í Nice Hryðjuverkaaldan sem nú ríður yfir er sú mannskæðasta í sögu Vesturlanda, að sögn Guðmundur Hálfdánarsonar sagnfræðings. Hún sé birtingarmynd megnar óánægju og rótleysis annarrar kynslóðar innflytjenda. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
84 létust og 50 eru lífshættulega særðir eftir að hinn 31 árs gamli Mohamed Lahouaiej Bouhlel keyrði flutningabíl inn í mannþvögu við aðalstrandgötuna í Nice í fyrradag. Í sögulegu samhengi á hryðjuverkaaldan sem nú skekur Vesturlönd sér ekki hliðstæðu. Hún er sú mannskæðasta af hrinum hryðjuverka sem áður hafa verið framin á þessum slóðum, sem dæmi þegar Rauða herdeildin reið yfir í Þýskalandi og Ítalíu og síðan snemma á tuttugustu öld þegar anarkistar sprengdu í Frakklandi. En nú virðast hryðjuverkin engan enda taka,“ segir Guðmundur.
Íslenskt grænmeti illa merkt í búðum Matarsóun Ástæður þess að afföll verða á íslensku grænmeti eru meðal annars vegna lélegra merkinga grænmetis í búðum. Neytandinn blekkist og heldur að erlent grænmeti sé íslenskt, segir framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir að henda miklu grænmeti. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Gunnlaug ur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að óhjákvæmilega verði afföll af grænmetisframleiðslu. Miklar sveiflur séu í eftirspurninni, til dæmis seljist meira af grænmeti í góðu veðri. Það geti því komið fyrir að farga þurfi því sem skemmist. Það sé hinsvegar ekki stórt vandamál hjá sölufélaginu, margskonar úrræði séu til að sporna við sóun og oftar en ekki sé eftirspurnin meiri en framboðið. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari gagnrýndi í Fréttatímanum í síðustu viku að fleiri hundruð kílóum af heillegu grænmeti væri hent hjá sölufélaginu. Hún sér um að færa starfsmönnum þar hádegismat og sagði að sér blöskraði að sjá grænmetismagnið í ruslagámunum. „Við höf u m í áraraðir gefið bæði Fjölskylduhjá lpi n n i o g Rauða krossinum g rænmeti f rek a r en að henda því,“ segir Gunnlaugur.
Gunnlaugur Karlsson segir margt gert til að minnka sóun á íslensku grænmeti.
Hann nefnir að þrátt fyrir herta löggjöf um merkingar upprunalands grænmetis sé þeim verulega ábótavant í búðum. „Neytandinn þarf að hafa mikið fyrir því að finna út hvert upprunaland vörunnar er. Sumstaðar stendur það aftan á pakkanum, en oft heldur neytandinn að hann sé að kaupa íslenskt þegar varan kemur að utan. Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í að hafa eftirlit með merkingum. Það er grundvallarmál að neytandinn hafi upplýst val við kaup á matvöru.“ Aðspurður um hversu miklu grænmeti sölufélagið hendi á viku, segist hann ekki getað svarað því. „En við vinnum markvisst að því að minnka sóun. Við höfum komið á markað tómatvörulínu til að minnka sóun, við seljum útlitsgallað grænmeti svo sem brotnar gulrætur, niðurskorið sem snakk. Eins hafa ákveðnar stærðir af kartöflum ekki selst vel og því bjóðum við nú kartöflubáta, sem seljast mun betur. Enn er nokkur sóun á gúrkum og fleiri vöruflokkum og við erum að prófa okkur áfram meðal annars með súrsun og f leiri úrræðum.“
AFMÆLISTILBOÐ 50 ára gasgrill 4ra brennara
www.grillbudin.is
• Afl 14,8 KW
AFMÆLISTILBOÐ
99.900 Nr. 12961
Á R A
• 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Gashella í hliðarborði • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til svart
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Guðmundur Hálfdánarson segir aðra kynslóð innflytjenda í Evrópu búa við mikla togstreitu.
Hann segir atburðina í Nice svipa til árásanna sem gerðar voru í París í nóvember í fyrra og Belgíu í vetur. „Svo virðist sem árásarmenn í þessum hryðjuverkum hafi svipaðan bakgrunn, smáglæpamenn sem finna sér tilvistarlegan grunn í slíkum aðgerðum. Hin megna óánægja sem skapast hefur meðal annarrar
Hin megna óánægja sem skapast hefur meðal annarrar og þriðju kynslóðar innflytjenda í fátækrahverfum þessa landa, virðist meðal annars tjáð með þessum hætti.
og þriðju kynslóðar innflytjenda í fátækrahverfum þessa landa, virðist meðal annars tjáð með þessum hætti. Oftast eru þetta karlmenn
með sterka tilfinningu af því að standa utan við samfélagið. Þeir hafa ekki flutt sjálfir til Evrópu og búa við mikla togstreitu.“
Aron gaf fjögurra ára stúlku hjartað sitt Samfélag Andlát hins fjögurra ára Arons Hlyns Aðalheiðarsonar var óvænt en móðir hans samþykkti fljótlega að sonur sinn yrði líffæragjafi. Hjarta hans var grætt í fjögurra ára stúlku. Aðstæður móður Arons Hlyns hafa verið til umfjöllunar eftir að henni var synjað um útfararstyrk. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is
Móðir Arons Hlyns, Aðalheiður Erla Davíðsdóttir, samþykkti að sonur sinn yrði líffæragjafi þegar ljóst var að hann myndi látast af heilablæðingu nú í byrjun júlí. Ákvörðunin hefur þegar bjargað lífi fjögurra ára stúlku. „Þegar ljóst var hvernig þetta færi, þá samþykkti hún að líffæri hans yrðu gefin,“ segir amma Arons og móðir Aðalheiðar, Stella Leifsdóttir. „Það kom hingað teymi frá Svíþjóð,“ segir Stella og það tókst að nýta öll líffæri Arons nema lungun. Nú þegar hefur jafnaldra hans fengið hjartað, en Stella segist ekki enn hafa fengið upplýsingar um það hvernig hin líffærin voru notuð. Þau líffæri sem eru að öllu jöfnu nýtt, eru hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Norrænt samstarf er um líffæragjafir undir merki ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa og þiggja fara í gegnum líffærabanka Scandiatransplant, en ígræðsla þeirra fer oftast fram í Gautaborg. Hjartaígræðslur verða hinsvegar að fara fram örfá-
Aron Hlynur var aðeins fjögurra ára þegar hann dó. Gjöf hans hefur hinsvegar orðið til þess að nýtt líf fær að blómstra.
um klukkustundum eftir að líffæragjafi hefur gefið hjartað. Eina sem er vitað um líffæraþega Arons Hlyns er að um fjögurra ára gamla stúlku var að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum var metár í líffæragjöfum á síðasta ári, en þá gáfu 12 einstaklingar líffæri. Áður hafði fjöldinn verið á bilinu 5-6 á ári. Aðalheiður, móðir Arons Hlyns, er færnisskert eftir að hún lenti í alvarlegu umferðarslysi þegar hún var þrettán ára gömul. Hún var þá að hjóla úr sjúkraþjálfun þegar ekið var á hana og hún slasaðist mikið. Aðalheiður varð svo fyrir öðru og miklu áfalli þegar í ljós kom að drengurinn hennar glímdi við alvarlegan sjúkdóm, en hún var einstæð og ól hann upp ein síns liðs, þó með dyggri aðstoð fjölskyldu
„Þegar það var ljóst hvernig þetta færi, þá samþykkti hún að hann yrði líffæragjafi.“
sinnar. Aron greindist með Lennox Gastaut-heilkenni skömmu eftir að hann fæddist. Sjúkdómurinn lýsti sér í illvígum flogaköstum. Aron lést 4. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn í fyrradag frá Lindakirkju. Aðalheiður hefur ekki mikið fé á milli handanna, en sjálf er hún 75% öryrki eftir slysið sem hún varð fyrir. Hún sótti því um útfararstyrk hjá Kópavogsbæ, en þar var henni hafnað þar sem hún þótti vera með of háar tekjur.
Þrjú fylgdarlaus ungmenni fengu vernd hér á landi Útlendingamál Aukning hefur orðið á umsóknum barna sem hingað koma til lands án forráðamanna. Tvö börn hafa fengið vernd á Íslandi á meðan þrjú bíða eftir svari. Fimm ungmenni leituðu verndar hér á landi á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun, en sjö ungmenni leituðu hingað á síðasta ári Öll ungmennin voru án fylgdarmanna en þessi aukning er í samræmi við almenna fjölgun hælisumsókna. 74 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins 2016. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd.
A f tölf ræðileg um gög num Útlendingastofnunar má sjá að tvö þessara barna, sem hingað komu á fyrstu sex mánuðum ársins, voru frá Spáni. Í skriflegu svari Útlendingastofnunar segir að tvö börn hafi fengið hæli hér á landi en þrjár umsóknir séu enn til meðferðar. Þegar spurt var hvort grunur léki á að börnin gætu verið fórnarlömb mansals, fengust þau svör að málin hefðu verið skoðuð með það að leiðarljósi að úrskurða hvort að möguleiki væri á að þarna væri mansal að eiga sér stað. Ekki hefur verið grunur um mansal í tengslum við umsóknirnar fimm á þessu ári. Í einu tilviki á síðasta ári var grunur um mansal í tengslum við umsókn
Útlendingastofnun hefur haft til meðferðar mál fimm ungmenna sem hingað komu án fylgdarmanns. Mynd | Hari
fylgdarlauss ungmennis en viðtöl hjá Útlendingastofnun og rannsókn lögreglu staðfestu það ekki.| vg
5x39 MBL
Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.
„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“ – Selma, íbúi í Brautarholti „Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“ – Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut „Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð eftir langa dvöl erlendis.“ – Elías og Birna, íbúar í Hátúni
Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki
almennaleigufelagid.is
Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
24/7 þjónusta
4|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Hver er Randy Lanier? • Bandarískur kappakstursmaður fæddur 1954. • Komst snemma í kast við lögin vegna kannabisnotkunar í framhaldsskóla og hætti námi. • Keppti í kappakstri á níunda áratugnum þar sem frægðarsólin reis hæst 1984. • Keppti í Indy 500 kappakstrinum en stóð jafnframt í stórfelldum innflutningi á kannabisi frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna. • Tonnin af kannabis eru talin hafa verið 300. Fangelsisdómurinn varð á endanum 27 ár og nú vill Lanier komast aftur á beinu brautina.
Gerir mynd um kappakstur og dóp fyrir BitTorrent Líf Randy Lanier, kappakstursmanns og eiturlyfjasmyglara, er meira en lítið skrautlegt. Kvikmyndagerðarkonan Þóranna Sigurðardóttir, sem kallar sig Tótu Lee í Los Angeles þar sem hún býr, vinnur nú að heimildamyndaröð um Lanier sem framleidd er fyrir deilisíðuna BitTorrent.com vestra. Meðfram kappakstrinum Nýlega losnaði Lanier Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is stundaði Lanier stórtækan innúr fangelsi og ætlar flutning á kannabisi frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna og svo fór Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta sér nú, 61 árs að aldri, að yfirvöld náðu í skottið á honum Lee, er með fjölmörg járn í eldinað koma sér aftur inn í á flótta árið 1988, enda hafði hann um en hún er í kjölfar stuttmyndheim kappakstursins. þá fjármagnað kappaksturinn með ar sinnar Zelos, sem kom ágóða eiturlyfjasölunnar. Slíkt út á síðasta ári, komMyndir Tótu Lee um var líklegt til að vekja athygli in á mála hjá CAA, hann heita auðvitað yfirvalda. Tonnin í innflutneinni stærstu umboðsskrifingi Lanier skiptum hundBack on Track.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
stofu heims þegar kemur að kvikmyndum. Þessa dagana er Tóta að ljúka við fyrstu heimildamyndina af fimm sem ráðgerðar eru um bandaríska kappakstursmanninn Randy Lanier. Það er kvikmyndafyrirtækið Honora sem framleiðir myndina fyrir deilisíðuna BitTorrent.com en þar verður hún gerð aðgengileg áhugasömum. Randy Lanier er skrautlegur karakter sem á sér enn skrautlegri ævi. Í heimi kappakstursins er hann þekktastur fyrir glæstan sigur á níunda áratugnum þegar hann tefldi fram sínu eigin liði til sigurs í kappaksturskeppni þar
ruðum og hann hlaut þungan dóm fyrir. Nýlega losnaði Lanier úr fangelsi og ætlar sér nú, 61 árs að aldri, að koma sér aftur inn í heim kappakstursins. Myndir Tótu Lee um hann heita auðvitað Back on Track. Heimildamyndirnar eru byggðar á viðtölum við hann og þá sem standa honum nærri, eiginkonuna fyrrverandi, kærustuna og samverkamenn í kappakstri og glæpum. Tóta segir að allir í þessu persónugalleríi séu stærri en lífið, eins og stundum er sagt. „Meðal
29. júlí í 7 nætur Frá kr.
97.725 m/allt innifalið Allt að
40.000 kr.
SALOU Regina Gran Hotel
afsláttur á mann
Netverð á mann frá kr. 97.725 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 123.845 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
viðmælendanna er til dæmis Preston Henn, félagi Lanier úr heimi kappakstursins, maður sem á risavaxið bílasafn með einhverjum verðmætustu bílum heims. Þarna eru líka samverkamenn hans úr heimi glæpanna, fyrrverandi eiginkona og kærastan.“ Tóta er heppin með verkefni því hún hefur lengi haft áhuga á þessu tvennu, kappakstri og safaríkum sögum af breyskum glæpamönnum. „Ég var farinn að lesa Dýragarðsbörnin og bækur Williams S. Burroughs á unglingsárunum,“ segir hún. Tóta segir Randy Lanier vera frábæran náunga. „Hann er ótrúlega sjarmerandi maður og í raun líka skemmtilegur eins og lítill krakki. Hann er karlmaður af gamla skólanum og mér finnst ég búin að læra ýmislegt af honum um karlkynið, til dæmis bara um pabba minn, manninn minn og aðra karlmenn í lífi mínu.“ Tóta kláraði í fyrra suttmyndina Zelos sem má segja að fjalli í stuttu máli um konu sem lætur klóna sig til að koma meiru í verk og höndla hamingjuna. Myndin var fjármögnuð með söfnun á netinu þar sem fjölmargir Íslendingar lögðu verkefninu lið. Zelos hefur gengið vel en myndin hefur verið sýnd á 25 kvikmyndahátíðum um víða veröld og fer brátt í sýningu á bandarísku PBS sjónvarpstöðinni. Nú vinnur Tóta að því að kynna handrit í fullri lengd upp úr myndinni fyrir aðilum í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs.
Þóranna Sigurðardóttir, Tóta Lee, vakti athygli fyrir stuttmynd sína Zelos í fyrra og vinnur nú að heimildamyndum um hinn skrautlega Randy Lanier.
Hver er Tóta Lee? • Þóranna Sigurðardóttir er fædd árið 1974. • Zelos, stuttmynd hennar frá 2015, hefur verið sýnd á um 25 kvikmyndahátíðum og hlotið nokkur verðlaun. Myndin segir frá konu sem pantar sér klón. • Auk leikstjórnar hefur Tóta framleitt og leikið í nokkrum myndum. • Tóta er á mála hjá umboðsskrifstofunni CAA (Creative Artists Agency).
Hvað er BitTorrent? BitTorrent er í raun tækni til að deila gögnum yfir netið milli notanda. Tæknin er umdeild enda notuð til að deila hugverkum sem bundin eru höfundarrétti. Þetta er algengasta tæknin við að deila stórum skrám á netinu, sem aftur er talið vera einhvers staðar í kringum 70% allrar netnotkunar í heiminum. Maður að nafni Bram Cohen fann tæknina upp. Fæðingarárið var 2001. BitTorrent.com fyrirtækið er ábyrgt fyrir áframhaldandi þróun tækninnar. Það fær líka til liðs við sig framleiðslufyrirtæki eins og Honora sem framleiðir mynd Tótu Lee um Randy Lanier.
SUMARÚTSALA Cross skenkur 170 cm kr. 137.800
Crow stóll Svartur/Hvítur kr. 18.900
ÚTSÖLUVERÐ kr. 15.120
ÚTSÖLUVERÐ kr. 96.460
Donna kr. 28.800
ÚTSÖLUVERÐ kr. 23.040
Grace kr. 19.900
ÚTSÖLUVERÐ kr. 15.920
Monica stækkanlegt borð 90x180/270 cm kr. 155.700
ÚTSÖLUVERÐ kr. 132.345
ilmkerti kr. 5.490
ÚTSÖLUVERÐ kr. 4.118
20 - 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 10% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM VÖRUM Jake kr. 23.900
ÚTSÖLUVERÐ kr. 17.925 Talia sófi 160 cm kr. 179.800
ÚTSÖLUVERÐ kr. 143.840 Evelyn kr. 94.000
ÚTSÖLUVERÐ kr. 75.200 Teppi kr. 9.980
ÚTSÖLUVERÐ kr. 6.986
Púði kr. 11.900
ÚTSÖLUVERÐ kr. 8.330
Finn skenkur 160 cm kr. 138.700
ÚTSÖLUVERÐ kr. 110.960
SÓFAR / SKENKIR / STÓLAR /SKÁPAR / BORÐSTOFUSTÓLAR BORÐ / PÚÐAR / LJÓS / SMÁVARA
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16
6|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Lýðveldið Bíldshöfði 9 Lundi?
Gáfulegi fuglinn sem við treystum öll á
Ferðamannastraumurinn þyngist og með honum koma miklar tekjur inn í þjóðarbúið. Einhver hluti þeirra fer í lunda, bæði í formi ferðaþjónustu sem tengist fuglinum og í minjagripi sem bera hans fögru ásjónu. Ferðamenn fara í lundasiglingar og lundasteikur eru jafnvel í boði á veitingastöðum. En hvaðan kemur þessi áhersla á lundann og af hverju er hann búinn að vefja sig svo rækilega inn í ímynd landsins? Fréttatíminn kannar málið. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Lundarnir í Lundey á Kollafirði höfðu það náðugt í blíðviðrinu á dögunum.
Þessi litskrúðugi litli fugl er orðinn að einkennisfugli landsins í hugum ferðamanna, eins konar þjóðarfugli, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Úttroðnar eftirlíkingar lundans eru seldar í fjölmörgum búðum um land allt. Þar er hann líka í jólasveinabúningi, jafnvel gylltur, birtist sem skaft á göngustöfum, á smjörhnífum, borðbún-
aði, staupum, lyklakippum o.s.frv. o.s.frv. Lundinn er vissulega fallegur og gáfulegur fugl, auk þess sem hann er lítill og nettur og þykir því oft mikil dúlla. Þó að lundinn sé talinn næst algengasti fugl landsins, fýllinn tók nýlega við þeim titli, þá er alls ekkert ljóst af hverju hann er orðinn svo alltumlykjandi í menningu landsmanna og raun ber vitni. Einnig má spyrja hvort það sé ekki bara fyrst og fremst í þeirri hlið
menningarinnar sem snýr að ferðamönnum sem hann er svo mikilvægur. Það reynist erfitt að átta sig á því hve hratt lundinn hefur færst í slíkt öndvegi. Viðmælendur Fréttatímans tengja uppgang fuglsins í menningu þjóðarinnar við ferðamannafjölgun síðustu fimmtán ára eða svo, þó að ferðamennska í Eyjum hafi lengur tengst lundabyggðinni þar. Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og formaður Fugla-
Frátekið
Heilsugæslustöð og heilsutengd starfsemi
Til leigu
Bíldshöfði 9 110 Reykjavík
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
|7
10 atriði um lundann sem þú þarft að vita, ef þú vilt teljast Íslendingur
•
Lundinn er kallaður prestur eða prófastur. Latneska fræðiheitið er Fratercula arctica og ungarnir heita kofa eða pysja.
•
„Þetta er skrautlegur, skemmtilegur og dálítið spaugilegur sjófugl, en ég tel samt að ef við myndum kjósa í dag um þjóðarfuglinn þá yrði lóan hlutskörpust.“
Nefið er glæsilegast að sumri, viðhafnarbúningur settur upp í tilhugalífi. Á veturna er það litminna, fellur að hluta til af með fjöðrum. Það gerir líka skraut í kringum augun.
•
Í lundabölum eru lundaholur en fuglinn heldur tryggð við sína holu eftir að hann verður fullorðinn.
•
Holurnar eru að meðaltali 1,5 m á lengd. Þær jafna hita og vernda ungann sem er skilinn þar eftir 10 daga gamall svo að foreldrar komist bæði í fæðuöflun.
Lundinn –dýrmætasti fugl Íslands
•
Lundinn stundar ævilangt einkvæni. Æxlun á sér stað á sjó.
•
Lundinn er lúsugur (lundalúsin er í raun maur) og í lundabyggð þurfa menn að gæta sín á biti. Gúmmíregngalli dugar vel ef gætt er að skálmum og ermum.
verndar, segir að án nokkurs vafa sé lundinn orðinn verðmætastur íslenskra fugla. „Hingað kemur mikill fjöldi ferðamanna gagngert til að skoða fuglinn,“ bendir Jóhann Óli á. „Það hefur enginn reiknað það út en lundinn er örugglega búinn að slá út æðarfuglinn og tekjur af honum eru eflaust orðnar meiri en uppsafnaðar tekjur af æðardúninum.“ Eitt er víst að framleiðsla og innflutningur á alls kyns minjagripum sem tengjast lundanum eykst jafnt
og þétt. Mörg fyrirtæki skipta t.d. á milli sín innflutningi á lundavörum frá útlöndum, aðallega Kína. Erfitt getur reynst að meta umfangið, enda leikföng ekki flokkuð eftir dýrategundum í tollskýrslum. Tollflokkurinn heitir bara „leikföng sem eru í líki dýra eða ómennsk.“ Kannski þarf að bæta við nýjum lundaflokki í tollskrána. Nýr þjóðarfugl? Á fyrsta áratug 21. aldar völdu
landsmenn sér bæði þjóðarblóm (Holtasóley) og þjóðarfjall (Herðubreið) og Jóhann Óli segir að þá hafi farið af stað umræða um þjóðarfugl. Hins vegar hafi verið litið svo á að fálkinn ætti þann heiðurssess skilinn. „Við þessu hreyfði enginn mótmælum á þeim tíma,“ segir Jóhann. Á listum yfir þjóðarfugla á netinu er fálkinn einmitt tengdur Íslandi. Fálkinn var í skjaldarmerki þjóðarinnar á árunum 1903-1919 og hann prýðir fálkaorðuna. Annar
fugl sem sterklega kemur til greina sem þjóðarfugl er lóan, en ekki er fyllilega víst af hverju lundanum hefur vaxið ásmegin í þessu sambandi á síðustu árum. Jóhann Óli og þau hjá Fuglavernd eru þess fullviss að fálkinn sé enn þjóðarfugl Íslendinga á meðan Vestmannaeyingar tengja sig skiljanlega lundanum. „Þó að einn stjórnmálaflokkur hafi stolið fálkanum þá held ég að það sé engin ástæða til að skipta um þjóðar-
•
Enginn fugl hefur verið veiddur jafn mikið á Íslandi í gegnum tíðina.
• •
Lundinn þarf að éta u.þ.b. hálfa líkamsþyngd á dag. Lundinn tekur 10 vængjaslög á sekúndu og nær 70 km hraða.
•
Þróun lundans er að hluta hliðstæð þróun frænku hans í suðri, mörgæsar, enda er líkamsstaðan áþekk.
Heilsugæslustöð
Frátekið
Heilsugæslustöð og fyrirtæki með heilsutengda starfsemi hafa tryggt sér stóran hluta byggingarinnar að Bíldshöfða 9. Þar eru áhugaverð tækifæri fyrir tengda starfsemi. Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum. Samkvæmt vinningstillögu að rammaskipulagi rís byggð fyrir 10 – 15 þúsund manns á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við mörk fyrirhugaðs íbúðarsvæðis. Enn eru lausir um 4.500 fm.
fyrirspurn@heild.is
sími: 568 6787
www.heild.is
HEILD fasteignafélag
dap development architecture property
8|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
fugl,“ segir Jóhann og bætir við að hann skilji líka vel vinsældir lundans. „Þetta er skrautlegur, skemmtilegur og dálítið spaugilegur sjófugl, en ég tel samt að ef við myndum kjósa í dag um þjóðarfuglinn þá yrði lóan hlutskörpust.“ Blikur á lofti Þrátt fyrir að lundastofninn sé stór hér við land er þó ljóst að fuglinn lifir ekki við kjöraðstæður. Íslenski stofninn var talinn um 3,5 milljónir fyrir 13 árum en er nú álitinn vera um 2 milljónir. Hlýnun sjávar hefur haft áhrif á afkomu lundans og þetta hafa mælingar sýnt á undanförnum árum. Erpur Snær Hansen, líffræðingur við Náttúrustofu Suðurlands, hefur lagt stund á rannsóknir á stofninum. Hann segir að flestar tegundir sjófugla við Ísland séu í vandræðum vegna hlýnunar sjávar og fæðuskorts. Fækkun hjá sumum tegundum sé upp á tugi prósenta á síðustu áratugum. Þróunin sé á löngu tímabili en hún sé stöðug. Erpur segir að lundastofninn hafi haldist nokkurn veginn í jafnvægi norðanlands og á Vestfjörðum en fjöldinn á Suður- og Vesturlandi fari hratt niður á við. Erpur segir að þó að víða hafi menn látið af veiðum á lunda þá hafi þær ennþá mikil áhrif á viðgang stofnsins. „Það er einkum ungfuglinn sem er veiddur, 2-5 ára gamlir fuglar, sem gerir það að verkum að lundinn er víðast hvar fullorðinn að stórum hluta.“ Þetta er skiljanlega ekki gott fyrir viðgang stofnsins. Rannsóknir mikilvægar Erpur Snær Hansen segir erfitt að vekja áhuga stjórnvalda á málefnum þessari fleygu vina okkar. Starfshópur sem Svandís Svavars-
Hugmyndafluginu eru lítil takmörk sett þegar kemur að lundatengdum minjagripum.
dóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði árið 2011 lagði þó til að 5 svartfuglategundir, þ.á.m. lundinn, yrðu friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu í fimm ár. Þá hafði verið sýnt fram á viðvarandi viðkomubrest og talað um algjört hrun í varpi hans árið 2011, nema helst á Norðurlandi.
PALLALEIKUR BYKO Vertu með!
Sjá nánar á www.byko.is/pallaleikur
Ekki náðist samstaða um friðunina en hagsmunaaðilar, Bændasamtökin og Skotvís, settu sig á móti tímabundinni alfriðun. Ráðherra stytti hins vegar veiðitímabilið og telur Erpur að það hafi skilað ágætum árangri en jafnframt sýnt fram á nauðsyn frekari friðunar. Ljóst er að hagsmunir stærstu útflutningsgreinar landsins, ferðaþjónustu, eru miklir í þessu sambandi. Samkvæmt lögum á aðeins að stunda sjálfbærar fuglaveiðar hér á landi og Ísland hefur skyldum að gegna samkvæmt alþjóðasamningum þegar kemur að svokölluðum ábyrgðartegundum, en þær eru fjölmargar á Íslandi, m.a. lundinn. „Stjórnvöld mættu vera mun meðvitaðri um rannsóknir á ástandi þessa fugls sem við skreytum okkur svo mikið með,“ segir Erpur. „Veiðar á fuglinum eru ekki sjálfbærar og með því að viðhalda núverandi stöðu er gengið á stofninn. Það vantar allt frumkvæði stjórnvalda í þessum efnum.“ Vetrarflakk Erpur er meðal vísindamanna sem hafa tekið þátt í að kortleggja vetrarstöðvar sjófugla á Norður-Atlantshafi. Hann segir þær rannsóknir sýna fram á forvitnilegar ferðir íslenska lundans. Fyrri part vetrar sé hann á Labradorhafi milli Grænlands og Kanada, en um ára-
„Það hefur enginn reiknað það út en lundinn er örugglega búinn að slá út æðarfuglinn og tekjur af honum eru eflaust orðnar meiri en uppsafnaðar tekjur af æðardúninum.“
Lundinn á sundinu mót færi hann sig út á mitt Atlantshafið og sé á hafinu yfir Heljargjá sem er hluti af Mið-Atlantshafshryggnum. Þarna í miðju úthafinu er óhemju mikil veisla fyrir fuglinn því að nóg æti stígur upp úr djúpinu fyrir fiska og fugla. „Þetta forvitnilega ofursvæði er mjög merkilegt og er sjálfsagt forsenda þess að þessir stofnar sjófugla eru yfirhöfuð til,“ segir Erpur. „Það breytir því ekki að ástandið er að breytast hratt í hafinu og við þurfum að fylgjast með. Sú var tíð að 6500 pysjur voru áætlaðar bara í Vestmannaeyjum á hverju ári, en þær hafa farið niður í að vera taldar í tugum á undanförnum árum.“
Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!
00000
www.veidikortid.is
Gordon og Terry Bowie frá Nova Scotia voru mjög hrifin af lundunum á Kollafirði.
Frá höfuðborginni er auðveldlega hægt að sigla til skoða lunda, t.d. með því að taka sér far með eikarbátnum Lundanum. Í rólegheitunum lullar báturinn út úr hafnarmynninu, þetta er hæglætis ferðamennska (slow travel) sem er í hrópandi andstöðu við hraðbátana sem þeytast um sundin með skvettum og gassagangi. Um borð í Lundanum eru hjónin Terry og Gordon Bowie frá Novia Scotia undan strönd Kanada. Terry er yfir sig hrifin af lundum og segir að þau hjónin hafi keyrt alla leið vestur á firði til að sjá fuglinn. Ferðin, sem farin var í láréttri rigningu, heppnaðist ekki betur en svo að enginn fannst lundinn. Á veitingastað í borginni var þeim síðan sagt að boðið væri upp á lundaskoðun frá Reykjavík og því stukku þau af stað í siglingu. Eftir stutta siglingu í rjómablíðu er komið að Lundey á Kollafirði sem er ein þriggja samnefndra eyja við strendur Íslands, hinar eru á Skjálfanda og í Skagafirði. Þarna standa þessir smávöxnu fuglar hnarreistir, varpholurnar sjást greinilega og af og til kastar einhver lundanna sér af stað og flýgur lágt yfir haffletinum. Það er dálítið eins og hann þurfi að hafa mikið fyrir fluginu, vængjaslátturinn er ör, flugið krefst greinilega mikillar orku. Lending á sjó er dálítið eins og stýrð brotlending. Terry Bowie er alsæl með lundana. „Þetta er frábært,“ segir hún aftur og aftur við Gordon, manninn sinn. Atli, leiðsögumaður um borð í Lundanum, segist halda að vinsældir lundans séu augljósar og einfaldar. „Þeir eru litlir og sætir og það eru hvergi fleiri lundar í heiminum en einmitt hér. Það er ekkert skrítið þó að þetta sé þjóðarfuglinn.“
ÚTSALA
ÍSLENSK HÖNNUN
50% AF ÍSLENSKU BARNAFÖTUNUM EINSTAKLEGA MJÚK OG GÓÐ FÖT FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 2-10 ÁRA.
Nærföt - Tvílit Nú 1.145 kr. Áður 2.290 kr.
Samfella - Lundi og Mundi Nú 1.095 kr. Áður 2.190 kr.
Peysa - Íslensku sumarblómin Nú 1.595 kr. Áður 3.190 kr.
Peysa - Skuggabaldur tvílit Nú 1.590 kr. Áður 3.190 kr.
Náttgalli - Sætur með Rebba Nú 1.495 kr. Áður 2.990 kr.
Kjóll - Hreina, bleikur Nú 2.445 kr. Áður 4.890 kr.
OKKAR STÆRSTA ÚTSALA FRÁ UPPHAFI Á undanförnum 3 árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti.
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
10 |
Dráttarbeisli
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
undir flestar tegundir bíla
Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR
kjarnaði þrjár af bestu hugmyndum sem við þekkjum og reynum flestöll að tileinka okkur: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Stolt Frakka yfir þessum hugmyndum skynjar maður greinilega. Þeir mega líka eiga það að hugmyndirnar eru góðar eins og margt annað í franskri menningu.
EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
NICE
Þ Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
að eru bara aðeins of margir Frakkar hérna,“ sagði leigubílstjórinn glottandi á leið frá f lugvellinum í Nice á dögunum þegar stefnt var að sigri Íslands á móti Englandi á leikvanginum utan við borgina. Sjálfur var leigubílstjórinn eins franskur og þeir verða, hárlaus á kollinum og þráðbeinn og langur eins og baguetta. „Ég á við að hér eru aðeins of margir Parísarbúar,“ hélt hann áfram. „Þau þarna norður frá öfunda okkur af þessu afslappaða fjölmenningarlega andrúmslofti og auðvitað af allri sólinni og bláa sjónum. Veðurfréttatímarnir í sjónvarpinu í París setja alltaf rigningu yfir okkur, en hér er samt alltaf sól.“ Leigubílstjórinn hafði rétt fyrir sér. Sólin skein og þetta virkaði strax á mann sem afslöppuð borg. Faðmur hennar stóð opinn. Á næsta götuhorni við svefnstaðinn var matarmarkaður með ferskt grænmeti og litríkt kjöt. Þarna komu kaupmennirnir úr menningarheimi araba, viðskiptavinirnir úr mörgum öðrum áttum en samt úr þessum skemmtilega suðupotti sem borgin er. Viðskiptavinum var heilsað af virðingu og viðskiptin gengu líflega og fljótt fyrir sig. Matvörurnar voru allar ferskar og fallegar, rétt eins og samskipti fólksins þennan morgun.
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Það var stórkostlegt að fara til Frakklands og horfa á fótbolta og mannlíf. Auðvitað var spennustigið hátt, það fann maður helst heimkominn þegar slaknaði á öllu saman. Lögreglumennirnir brostu hlýlega þegar við þökkuðum þeim fyrir gæsluna á leiknum, en þeir slepptu ekki byssunni og takið um hana var þéttingsfast. Mótinu lauk og engin háalvarleg atvik komu upp. Til stóð að Frakkland myndi nú reyna að slaka aðeins á. Hollande forseti tilkynnti á þjóðhátíðardaginn að neyðarlögin, sem hafa verið í gildi frá árásunum í París í nóvember síðastliðnum, myndu renna út í lok þessa mánaðar. Svo breyttist allt þann sama dag, á sjálfan Bastilludaginn, suður í Nice. Eftir árásina hryllilegu boðar Hollande nú aukna hörku í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta einkennilega og sorglega stríð gegn ósýnilegum óvinum heldur áfram. Bastilludagurinn á sér uppruna í ofbeldi. 14. júlí árið 1789 réðst æstur lýðurinn í París að Bastillunni, rammgerðu fangelsi sem var tákn fyrir kúgun yfirstéttarinnar, gamla valdsins. Brátt átti að kollvarpa öllu og nýtt upphaf varð skipun dagsins. Franska byltingin hófst en hún
Árásin hryllilega, með vopnfylltum vörubíl í Nice í fyrradag, er ætluð sem yfirlýsing um það að Frakkar og Vesturlönd almennt fái ekki að slaka á. Til stendur að rækta áfram martröðina og viðhalda hræðslunni í brjóstum landsmanna. Árásin er byggð á dólga-hugmyndafræði þar sem allar málamiðlanir eru bannaðar og enginn vilji er til samræðu og samstarfs. Slíkur dólgsháttur finnst víða, því miður. Hann er afsprengi skepnuskapar, fáfræði, heilaþvottar og hræðslu þess sem aðeins trúir á hnefaréttinn og sér varla fram fyrir eigið nef í hatri sínu. Í Nice skín sól. Það er engin rigning í kortunum. Eftir situr eitt stærsta, fjölbreyttasta og magnaðasta menningarsamfélag Evrópu í sárum og einhvern veginn við öll líka. Máttleysið er átakanlegt og nístandi spurningar leita á hugann. Eftir stutt stopp í Nice er borgin í huga manns nokkurs konar paradís. Blátt hafið úti fyrir ströndinni leitar enn inn í draumana. Blái liturinn er ólýsanlegur og sjórinn er saltur. Þarna er gott að láta sig fljóta. Handan við sjónarrönd taka síðan við önnur stór lönd með öðrum áskorunum og vandamálum, lönd eins og Túnis, Alsír og Marokkó, þaðan sem margir Frakkar koma. Minningarnar verða ekki auðveldlega teknar af okkur. Stundum er maður þakklátur og glaður með það, stundum hryggur og leiður.
Guðni Tómasson
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Frá kr.
51.665 Allt að
68.000 kr. afsláttur á mann
SÓL Á SPOTTPRÍS Í ÁGÚST COSTA DEL SOL
MALLORCA
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ENNEMM / SIA • NM76389
Allt að 61.000 kr. afsláttur á mann
TENERIFE
Allt að 56.000 kr. afsláttur á mann
KRÍT
Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann
Stökktu
Stökktu
Park Club Europe
Sirios Village
Frá kr. 99.995 m/ekkert fæði innifalið
Frá kr. 51.665 m/ekkert fæði innifalið
Frá kr. 150.630 m/allt innifalið
Frá kr. 139.895 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 119.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó. 1. ágúst í 10 nætur.
Netverð á mann frá kr. 51.665 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó. 2. ágúst í 7 nætur.
Netverð á mann frá kr. 150.630 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 172.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 3. ágúst í 7 nætur.
Netverð á mann frá kr. 139.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 169.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 8. ágúst í 10 nætur.
MALLORCA
Allt að 68.000 kr. afsláttur á mann
COSTA DEL SOL
Allt að 43.000 kr. afsláttur á mann
BENIDORM
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
TENERIFE
Allt að 30.000 kr. afsláttur
Ola Tomir Aparthotel
Aguamarina Apartments
Hotel Dynastic
Hotel Isla Bonita
Frá kr. 111.095 m/hálft fæði innifalið
Frá kr. 113.830 m/ekkert fæði innif.
Frá kr. 101.665 m/allt innifalið
Frá kr. 102.995 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 111.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 9. ágúst í 14 nætur.
Netverð á mann frá kr. 113.830 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 150.395 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 11. ágúst í 11 nætur.
Netverð á mann frá kr. 101.665m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 129.285 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 14. ágúst í 7 nætur.
Netverð á mann frá kr. 102.995m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 134.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 17. ágúst í 7 nætur.
12 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Embla segir menningu sem við búum við einkennast af ofbeldi. Mynd | Hari
Fatlað fólk býr við ofbeldismenningu Embla Guðrúnar Ágústsdóttir lærði snemma að líkaminn væri ekki hennar heldur viðfang læknavísinda og forvitinna. Hún segir fatlaða vera jaðarsetta á Íslandi og að ofbeldi, kúgun og misrétti séu jafnvel eðlilegur hluti hversdagsins. Því skuli mætt með auðmýkt og þakklæti. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
„Það virðast allir eiga þennan líkama, nema ég sjálf,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, einn meðlima Tabú, feminískrar hreyfingar sem beinir sjónum sínum að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Hún segir tiltekna hópa samfélagsins, eins og fatlaða, verða fyrir ofbeldi, kúgun og misrétti sem talið sé hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Fatlað fólk sé hvatt til að mæta ofbeldi með umburðarlyndi
og brosi á vör en slík menning sé gróðrarstía ofbeldis. Sett í aðra stöðu strax við fæðingu Embla kom í heiminn án nokkurs lífsmarks á bjartri ágústnótt eftir langa og erfiða fæðingu. Læknar þurftu að endurlífga hana sem blessunarlega gekk vel en vissu að hún hefði orðið fyrir súrefnisskorti sem líklega myndi leiða af sér einhverskonar fötlun. Í stað þess að
gleðjast yfir því að hún væri á lífi fór öll orka heilbrigðisstarfsfólksins í að velta því fyrir sér hve fötluð hún yrði. „Þegar fötluð börn fæðast er strax byrjað að skoða allt sem er að. Þegar önnur börn fæðast er glaðst yfir því að þau séu á lífi og að þau séu sæt,“ segir Embla. „Ég hef oft djókað með alla þessa bæklinga sem fjalla um fötluð börn og það sem gæti verið að. Það kemur nefnilega ekki læknir og segir þegar um nýfætt, ófatlað barn ræðir að það geti nú fengið eyrnabólgu, magaverki eða handleggsbrotnað. Auðvitað er líklegt að það gerist en hins vegar talar enginn um það, heldur ríkir eintóm gleði og hamingja við fæðingu ófatlaðra barna. Það er áhugavert að skoða málið í þessu ljósi. Hvernig við tölum um það sem er að í stað þess að gleðjast yfir lífinu og því sem það er. Það setur fatlað fólk í aðra stöðu strax við fæðingu,“ segir Embla. Það hafi einmitt verið á því augnabliki, þegar Embla kom í heiminn, sem líkami hennar fór úr því að vera lítill krúttlegur barnslíkami í að verða viðfang læknavísindanna – og síðar viðfang allra sem áhuga höfðu. Ekki nógu góður líkami Hún segir umræðuna mikið snúast um hvort ekki sé erfitt að vera fatlaður en það sé einmitt umræðan sem geri fötluðum oft erfitt fyrir. „Það sem er erfitt við að vera fatlaður er þessi umræða og að fá ekki að vera eins og maður er. Sem barn hafði ég til dæmis enga forsendur til að halda að líkaminn minn væri eitthvað síðri en annarra því ég gat gert allt sem ég vildi gera. Ég upplifði líkamann minn aldrei sem neinn óvin og ég fann mér alltaf leiðir til þess að gera allt en það merkilega var að mínar aðferðir virtust oft vera rangar. Það að líkami manns sé ekki nógu góður er eitthvað sem maður lærir bæði frá fagaðilum og öðru fólki. Ég fór fljótlega í sjúkraþjálfun eftir að ég fæddist, sem átti að vera góð fyrir mig, en maður upplifði sig ömurlegan og ekki nógu góðan.“
„Þegar kemur að fötluðum börnum eiga allir að hafa aðgang að öllu og þá verður til þessi áhætta sem fatlaðir glíma við.“
Átti ekki líkamann sinn sjálf Hún segist muna eftir atviki þegar hún var 10 ára og fór til læknis með foreldrum sínum en fleiri sérfræðingar voru með í för. Að venju átti hún að fara úr öllu nema nærbuxunum. Fyrst var hún skoðuð og mæld en síðan beðin um að ganga frá glugganum til hurðarinnar. Skrítið hafi verið að standa þar nánast nakin, algjörlega varnarlaus og ganga fram fyrir alla áhorfendurna sem horfðu ekki á hana vegna aðdáunar heldur til að skoða hana og greina. „Þetta var ekkert átakanlegt þá heldur algjörlega eðlilegt. Ég hef bara nýlega áttað mig á að þetta sé skrítið. Menningin er þannig að allt sé fullkomlega eðlilegt þegar kemur að aðstoð við fatlað fólk. Læknarnir höfðu fullan rétt á að mæla mig svona út þó að mér hafi fundist það skrítið. En það var og er ekki í boði að finnast það skrítið. Skilaboðin voru skýr. Ég átti ekki líkamann minn sjálf.“ Á endanum skapist ákveðin menning sem eykur líkurnar á því að fatlað fólk verði fyrir hvers kyns ofbeldi. Alls staðar. Líkami fatlaðra er viðfang Í skóla fékk Embla persónulega aðstoð sem flæktist lítið fyrir henni en hún vildi hins vegar ekki að hver sem er aðstoðaði hana á klósettinu. Henni varð fljótt ljóst að helst ætti hún ekki að setja nein
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
í sumar
RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Í NÝJU VERSLUNINA SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16
14 |
mörk heldur sýna þakklæti og skilning. „Í dag er meiri fræðsla fyrir börn um þeirra einkastaði sem ekki má snerta. Það er hins vegar eitthvað sem á ekki við um fötluð börn. Þegar kemur að fötluðum börnum eiga allir að hafa aðgang að öllu og þá verður til þessi áhætta sem fatlaðir glíma við. Að þeir eigi að líta á líkama sinn og einkalíf sem eitthvað öðruvísi eða minna mikilvægt. Þannig er þjónustukerfið upp byggt. Líkaminn er einhverskonar viðfang, þar sem einhver kemur, aðstoðar þig og fer síðan til þess næsta. Það skiptir engu máli hvort þér finnist það óþægilegt eða ekki.“ Þarf ekki að útskýra Embla segir fólk oft horfa á eftir sér þegar hún gangi um götur borgarinnar. Það glápi og spyrji persónulegra spurninga. „Líkami minn er almenningseign. Það virðast allir eiga þennan líkama, nema ég sjálf!“ Hún var ung farin að finna fyrir slíkum fordómum í samfélaginu en þeir fóru eðlilega fyrir brjóstið á henni. Hins vegar hafi henni alltaf verið sagt að best væri að vera jákvæð og útskýra fyrir fólki. „Maður hefur fengið allskonar spurningar sem fólk, sem ekki er fatlað, myndi aldrei vera spurt um, eins og hvort ég geti stundað kynlíf. Ég hélt lengi að ég þyrfti að fræða fólk um allt og það væri bara mitt vandamál sem ég þyrfti að glíma við. Sýna skilning og brosa í staðinn. Ef maður kvartaði fékk maður að heyra að maður að ætti að vera kurteis,“ segir Embla. Vandinn sé hins vegar sá að maður missi tilfinningu fyrir því hvað sé of persónulegt og hvað ekki. „Það er mjög stutt síðan ég áttaði mig á því að mér bæri ekki skylda til að útskýra fötlun mína yfir öðrum.“
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Jaðarsetning, valdaleysi og kúgun Embla segir rannsóknir og reynslu sýna að fatlað fólk sé jaðarsett á öllum sviðum lífsins. Það hafi minni möguleika til að mennta sig og gera aðra hluti sem það fær þó aðstoð við að gera. Aðstoðin verði til þess því að valdastaðan sé ójöfn og þegar fólk þurfi aðstoð aukist valdaójafnvægið enn meira. „Hverskyns jaðarsetning hefur áhrif á ofbeldi og því eru fatlaðar konur til að mynda í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Oftar en ekki heyri ég því fleygt að fatlaðar konur verði fyrir meira ofbeldi því þær geti ekki varið sig, eða að fatlaðar konur séu viðkvæmur hópur sem vernda þurfi sérstaklega. Eins er því oft haldið fram að gerendur nýti sér fötlun brotaþola til þess að koma vilja sínum fram. Mikilvægt er að átta sig á því að gerendur nýta sér ekki fötlunina sem slíka heldur nýta þeir sér jaðarsetta stöðu okkar. Dómskerfið kýs til að mynda að líta á okkur, fatlaðar konur, sem ótrúverðug vitni. Þetta vita gerendurnir manna best og notfæra sér óspart. Það væri eflaust lítið varið í að misnota okkur kynferðislega ef á okkur væri hlustað. Þannig eru gerendurnir ekki að nýta sér fötlun okkar heldur það valdaleysi og kúgun sem við búum við á öllum sviðum. Hvort sem um ræðir innan dómskerfisins eða þjónustukerfisins, svo dæmi séu nefnd.“ Menning ofbeldis „Vandinn er þetta stóra samhengi; ofbeldismenningin sem við búum við. Þá nefni ég aftur þessar skringilegu upplifanir frá því ég var barn. Engum í mínu lífi fannst skrítið að ég hafi gengið á nærbuxunum einum fata fyrir framan fjölda sérfræðinga. Það var enginn
„Hverskyns jaðarsetning hefur áhrif á ofbeldi og því eru fatlaðar konur til að mynda í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi.“
sem sagði „Bíddu, vá hvað þetta var skrítið þegar þú fórst til læknis.“ Og þegar hlutir sem þessir eru í lagi verður grundvöllurinn fyrir því að vera beittur ofbeldi meiri og auðveldari,“ segir Embla og bætir við að tiltekin ofbeldismenning geti verið vandi af sama meiði og almennt kynferðisofbeldi gagnvart konum. Konur séu hlutgerðar og ekki sjálfstæðar kynverur „Ofbeldi gagnvart fötluðum er ekkert náttúrulögmál. Þetta þarf ekki að vera svona heldur er einfaldlega ákvörðun sem við tökum.“ Birtist alls staðar Hún bætir því við að erfitt geti verið að benda á tiltekin tilfelli eða aðila þegar um ofbeldi gegn fötluðum ræðir. Málið sé flóknara. „Oft er ekki endilega hægt að tala um ákveðinn geranda eða tiltekið atvik. Ofbeldið er alls staðar og birtist með ólíkum hætti. Eins og ég lýsti hér áðan og birtist til dæmis í valdi fagfólks og lækna yfir líkömum fatlaðs fólks. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir eru annað dæmi um það og hafa stundum verið gerðar án vitundar manneskjunnar. Þarna er einhver læknisfræðileg forræðishyggja sem ræður för: Hugmynd um að við getum ekki ákveðið sjálfar hvað er okkur fyrir bestu.“ Einnig geti verið erfitt að átta sig á því hvort farið sé yfir ákveðin mörk í hversdagslegum aðstæðum. „Við ákveðnar ástæður áttar fatlað fólk sig hreinlega ekki að um ofbeldi sé að ræða þó það sé kannski þannig. Það hefur líka komið fram; fatlað fólk verið spurt hvort það hafi orðið fyrir ofbeldi og það segi nei. Síðan þegar það er spurt hvort það stjórni því hvenær það fari á klósettið þá segi það nei. Auðvitað getur falist ákveðið ofbeldi í því.“ Eigin reynsla lýsandi Embla segist lifa í stöðugum ótta við ofbeldi sem fötluð kona á Ís-
Sett í aðra stöðu strax við fæðingu. Mynd | Hari
landi og segir eigin reynslu og ótta lýsandi fyrir raunveruleika margs fatlaðs fólks. Þó sé mikilvægt að átta sig á að hún tilheyri ákveðnum forréttindahópi innan hópsins en fólk með þroskahömlun búi til að mynda við enn meiri jaðarsetningu og valdaleysi en hún hefur upplifað. „Við tengjum þennan raunveruleika sjaldan við háa tíðni ofbeldis gegn fötluðu fólki. Við verðum að skoða hann, þessa menningu, til að geta sett hlutina í samhengi og skilið orsakir hennar og afleiðingar. Við þurfum að horfa á málin í víðara samhengi. Málið snýst ekki um mig og mína persónulegu upplifun heldur alla.“
Á allra ábyrgð „Í sameiningu höfum við búið okkur til samfélag þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt fyrir tiltekna hópa. Fólk keppist við að afsaka ofbeldið og afgreiða það sem fáfræði. Svo hvetjum við fatlað fólk til að mæta ofbeldinu með umburðarlyndi og bros á vör. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis,“ segir Embla. „Við þurfum öll að taka ábyrgð.“ Þess má geta að Embla mun ganga með Tabúkonum í Druslugöngunni í næstu viku en í tilefni hennar munu þær fjalla sérstaklega um mál sem tengjast líkamsvirðingu, friðhelgi og kynverund fatlaðra kvenna.
Segir líkama sinn vera almenningseign frekar en hennar eigin. Mynd | Hari
Í HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM ALLT AÐ AFSLÁTTUR 200 500 1.000 1.500 2.000 Gildir til 12 september.
3.000 4.000 5.000 6.000 8.000
16 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Júníus Meyvant kom sjálfum sér mest á óvart þegar hann byrjaði í tónlistinni.
Myndir | Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir
Fljótandi samhljómur í núinu Júníus Meyvant er eitthvert óvæntasta spútnik-atriði síðustu ára í íslensku tónlistarlífi. Júníus, öðru nafni Unnar Gísli Sigurmundsson, sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu sem heitir Floating Harmonies. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Úr fjarlægð virkar Unnar Gísli Sigurmundsson rólyndismaður. Tónlistaráhugafólk kannast við hann sem Júníus Meyvant og hann hefur náð miklum vinsældum að undanförnu, til dæmis með lögum af nýju plötunni á borð við Color Decay, Hailslide og Gold Laces. Tilfinningin um rólyndismanninn er staðfest í gegnum síma. Unnar er á leið í frí með fjölskyldunni, á leið út úr bænum. Ferðinni er fyrst heitið á Þingvelli og svo austur í Landeyjahöfn þaðan sem báturinn
Colonic Plus Kehonpuhdistaja
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.
www.birkiaska.is
verður tekinn út í Heimaey þar sem heimabær tónlistarmannsins kúrir. „Það er alltaf gott að koma til Eyja,“ segir Unnar sem fór þaðan fyrst sextán ára en flutti síðan fyrir rest með unnustu sinni til höfuðborgarinnar fyrir þremur árum. „Foreldrar mínar búa í Eyjum og reka Viking Tours ferðaþjónustuna. Ef þið sjáið skeggjaðan, ljóshærðan og dökkbrúnan mann að sniglast út í Eyjum þá er það líklega pabbi minn, sem allir kalla Simma Víking. “ Seint talið í Á tímabíli toguðu bæði borgin og eyjan í Unnar, en að lokum varð borgin ofan á, ekki síst vegna fjölbreyttara tónlistarlífs og þæginda í öllu samstarfi sem sú listgrein byggist á. Miðað við marga byrjaði Unnar seint í tónlistinni þó að listrænir taktar hafi lengi búið í honum. „Á unglingsárunum var ég alltaf að mála og teikna en var síðan tuttugu og eins árs þegar ég byrjaði að glamra í tónlistinni. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, jafnvel þó að tónlistargáfurnar sé að finna í fjölskyldunni. Pabbi er fínn lagasmiður, mamma með límheila á alla texta og öll systkinin tiltæk í einhvers konar hljóðfæraleik. Á endanum þurfti ég bara að gera þetta og kom sjálfum mér á óvart.“ Tónlist á nýju plötunni er leikin á hljóðfæri og oft nokkuð mikið útsett með blásturshljóðfærum og strengjum. „Í rauninni kemur minn áhugi úr raftónlistinni,“ segir Unnar „og minn vinkill inn í tónlist ætti kannski að liggja þar. Hins vegar vildi ég bara fara í grunninn
þegar ég fór loksins fyrir alvöru í tónlistina. Ég leitaði því í gömlu soultónlistina, kvikmyndatónlist og hljóminn frá sjöunda og áttunda áratugnum. Ég vildi einfaldlega taka upp gítar og spila.“ Myndlistin á alltaf taug í Unnari, hann gerir til dæmis myndverk framan á nýju plötuna. Áhrifin frá Eyjum og lífinu þar eru greinileg, þarna eru öldutoppar og -dalir og sjófuglar á flugi. „Myndina gerði ég meðal annars með ösku úr einhverju eldgosinu sem barst til Eyja, annað hvort Grímsvötnum eða Eyjafjallajökli. Ef þú kemur við hana myndir þú finna að yfirborðið er gróft.“ Gosið í Heimaey, 23. janúar 1973, mótar allar fjölskyldur í Eyjum og svo er líka um fjölskyldu Unnars. „Langafi minn varð níræður þennan dag og fjölskyldan var öll saman komin í Eyjum til að halda upp á afmælið, líka þeir sem flutt höfðu í burtu.“ Eins og fleiri þurfti gamli maðurinn og fjölskyldan að halda í burtu í flýti en þá var enn áratugur í Unnar Gísla. Flakkið er skapandi Tónlist Júníusar Meyvant hefur náð nokkru flugi á undanförnum misserum, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur ferðast víða til að flytja tónlist sína, einn og með hljómsveit sem getur stækkað og minnkað. Um síðustu mánaðamót lék hann á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og framundan er Þjóðhátíð í Eyjum. „Hróarskelda var frábær. Einhver danskur útvarpsmaður skildi ekkert í því að ég sagði á sviðinu að það væri frábært að „vera hér í Osló.“
Þú ert kominn hingað til að hjálpa, ekki til að láta þjóna þér. Ef þú bætir sjálfan þig og reynir að gera hlutina betur þá breytir þú heiminum. Ég leik mér stundum að þessu og hann hafði ekki mikinn húmor. Í lokin á viðtalinu segði ég síðan að ég vissi vel að Hróarskelda væri í Tékklandi. Þá virtist hann fatta að ég var að grínast.“ Ferðalögin eru skapandi fyrir Júníus Meyvant. „Það er best að vera á hreyfingu, ég get verið að semja lag í bílnum, í göngutúr eða jafnvel á meðan ég er að tala við þig í síma. Oft gerist þetta milli svefns og vöku, sem getur verið pirrandi því að þá þarf maður að fara fram úr og taka upp. Maður verður bara að halda áfram.“ Framundan eru útgáfutónleikar í ágúst og stórt tónleikaferðalag um Evrópu í september. En hvað er það sem Júníus Meyvant vill syngja um fyrir heiminn og af hverju? „Jú, það er nú bara að elska náungann. Þú ert kominn hingað til að hjálpa, ekki til að láta þjóna þér. Ef þú bætir sjálfan þig og reynir að gera hlutina betur þá breytir þú heiminum. Núið skiptir öllu. Það er ekkert í fortíðinni sem þú getur breytt og heldur ekki mikið sem þú getur breytt í framtíðinni. Hún kemur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa út í hvað við erum að gera einmitt núna,“ segir Júníus Meyvant á leið í Herjólf og út í Eyjar.
Við höfum fjölgað útgáfudögum og kemur blaðið nú út tvisvar í viku.
Ef blaðið barst þér ekki, hafðu þá samband við Póstdreifingu í sími: 585 8300, eða sendu þeim póst á dreifing@postdreifing.is
Júníus Meyvant kominn heim og í frí í Eyjunum sínum.
Senter
Óskum eftir vönduðum sérbýlum Erum með sterka kaupendur sem leita að eftirtöldum eignum.
Vandað hús á einni hæð í Akralandi, Garðabæ. Rúmgott fjölbýlishús í Fossvogi. Einbýlishús við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi. Einbýlishús í Vesturbænum.
Ert þú er að velta fyrir þér hvers virði þín eign er ? Við skoðum eignina og gefum þér verðhugmynd, þér að kostnaðarlausu.
Ekki hika við að hafa samband, við gætum verið með kaupanda að þinni eign. Kær kveðja
Gunnar Sverrir og Ástþór Reynir
Senter RE/MAX Senter - Skútuvogur 11a - 104 Reykjavík - Sími: 414 4700 - www.remax.is
18 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
GASTROPUB
Þrjú systkini nefnd eftir bátum Systkinin Snekkja, Ari Knörr og Nökkvi Jóhannesbörn heita öll eftir bátum. Snekkja segir fólk alltaf skella upp úr þegar hún kynnir sig. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
þegar fólk hringir í vitlaust númer. Þá ýmist skellir það á eða segir eitthvað algjört bull, þegar ég kynni mig.“ Hún segist margoft hafa fengið spurningar um hvort sér þyki erfitt að heita Snekkja, eða hvort þau systkinin hafi orðið fyrir stríðni. „Ég þekki ekkert annað en að heita þessu nafni og mér finnst það ekkert mál. Við erum frá Blönduósi þar sem allir þekkja alla og krakkarnir voru ekkert að kippa sér upp við að við hétum þessum nöfnum.“
Systkin eru frá Blönduósi og komin af sjómönnum. „Pabbi var á sjó þegar hann var yngri og það er mikið af sjómönnum í fjölskyldunni,“ segir Snekkja. Hún er skírð Sveinbjörg Snekkja en velur að nota seinna nafnið. „Ari Knörr bróðir er hinsvegar kallaður báðum nöfnum.“ Hún segir fólk alltaf verða hissa þegar hún kynnir sig. „Já, ef fólk segir ekki „HA?“ þegar ég ber upp Nafnið Knörr nafnið mitt, þá verð beygist eins og Örn: ég verulega hissa. Ég Nefnifall: Knörr er vön því að þurfa Þolfall: Knörr að endurtaka það Þágufall: Knerri að minnsta kosti Eignarfall: Knarrar tvisvar. Mér finnst sérstaklega fyndið
SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur
Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!
ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
Snekkja nefndi son sinn Almar Knörr í höfuðið á bróður sínum. „En það þurfti að fara fyrir mannanafnanefnd en var strax samþykkt enda Knörr íslenskt orð og fallbeygist. Beygingin vefst reyndar fyrir mörgum en þegar ég segi að það beygist eins og Örn, þá kviknar ljós hjá flestum.“
Bókaskiptaæði á netinu
Eins og keðjubréf með tyggjóplötum Í netheimum bregður nú víða fyrir auglýsingum um bókaskipti. Fyrirkomulagið hljómar kunnuglega og minnir á gömlu góðu keðjubréfin. Sendu eitt bréf og þú færð hrúgu til baka. Vera Knútsdóttir, lestrarhestur og doktorsnemi í bókmenntafræði, er ein þeirra sem stökk á keðjuna og freistar gæfunnar í bókaskiptunum. „Ég man eftir að hafa tekið þátt í svona þegar ég var lítil, þá átti ég að senda tyggjó eða póstkort. Þetta var ákveðin tíska hjá Vera Knútsdóttir freistar nú gæfunnar í bókaskiptum. krökkum og ég var sérstaklega spennt að fá mikið af tyggjó. Það kom samt aldrei neitt tilbaka. Nú er fullorðið fólk að taka þátt í þessu þannig að ég treysti þessu betur.“ Vera sá auglýsinguna á Facebook hjá finnskum vini sem hún kynntist í Hollandi en búsettur er í París. „Hann sagði mér að senda mína uppáhalds bók á tiltekið nafn og heimilisfang í Finnlandi. Ég deildi svo auglýsingunni og þeir sem líka við hjá mér, eiga að senda vini mínum í París bækur. Vinir vina minna sem vilja taka þátt, eiga svo að senda mér bók og svona rúllar þetta áfram. Keðjan virkar þannig að ég gæti fengið 36 bækur sendar heim til mín.“ Vera bindur miklar vonir við kerfið og lætur ekki segjast þó keðjubréfin hafi ekki alltaf verið skilvirk í gamla daga. „Mér finnst ótrúlega heillandi hugmynd að fá sendar sérvaldar bækur frá fólki héðan og þaðan úr heiminum. Er það ekki frábær leið til að kynnast nýjum, áhugaverðum höfundum og skáldsögum sem ég myndi aldrei annars velja? Þetta skapar fútt í rólega tilveru móður í fæðingarorlofi.“ Sjálf var hún ekki lengi að velja bók til að senda frá sér, uppáhaldsbók hennar, Mánasteinn, er væntanleg til Finnlands innan skamms. | þt
Barbican listamiðstöðin í London hefur aldrei verið jafn rómantískur staður.
Eilífur koss í London Yfirlitssýning á verkum Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns hefur verið opnuð í Barbican listamiðstöðinni í London. Sýningin er stór og dregur saman allan feril þessa litríka listamanns. Gjörninga, tónlist, myndbönd, málverk, skúlptúra og teikningar má finna á þessari yfirgripsmiklu sýningu, sem í framhaldinu mun verða flutt í Hirshhorn safnið í Washington eftir að henni lýkur í London 4. september. Ragnar Kjartansson er samur við sig. Hann kannar safaríkar klisjur úr vestrænni menningu og leikur sér frjálslega að hjartasárum og vellandi tilfinningum. Rómantísk angurværð svífur yfir vötnum, í fyllstu merkingu þeirra orða. Þetta má til dæmis sjá í gjörningnum Second movement sem er hluti af sýningunni. Þarna er kossinn svo sannarlega eilífur. Tvær ungar konur róa á tjörnunum í kringum listamiðstöðina í ekta breskum klæðnaði frá fyrstu árum 20. aldar. Þær faðmast og kyssast og atlotin standa á meðan að sýningin er opin. Í tengslum við sýninguna er komin út vegleg sýningarskrá og gestum er bent á að hægt er að panta heimsókn á heimasíðu miðstöðvarinnar barbican.org.uk. | gt
RAFLAGNADAGAR Mikið úrval af innlagna- og rafmagnsefni á betra verði. Komdu við í Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla og gerðu betri kaup.
A
LA DAG
L OPIÐ A
9–18 fös. kl. Mán. til –16 d. kl. 10 Laugar 16 . kl. 12– Sunnud
Verð frá:
Verð frá:
595
kr.
ROFAR OG TENGLAR Utan á liggjandi Litir: Hvítt og brúnt
499
Verð frá:
995
kr.
ROFAR OG TENGLAR
Verð frá:
kr.
ROFAR OG TENGLAR
Innlagnarefni Litir: Hvítt og Silfur
2.569
kr.
HREYFISKYNJARAR
Rakaþolnir. IP44
Verð frá:
Verð frá:
179
kr.
Passar
ar BT í ítalsk
icino d
ósir
Passar
Verð frá:
64
í íta
Ticin lskar B
Greinartafla á mynd, kr. 7.965
o dósir
kr.
7.995
3ja rofa með grind og ramma Litir: Svart, hvítt, grátt og gyllt
ÍDRÁTTARVÍR
kr.
GREINARTAFLA, IP54 4x greinar, kr. 7.995 12x greinar, kr. 11.852
Mikið úrval af ídráttarvír og köplum
Verð frá:
699
4.930 GREINARTÖFLUR
INNLAGNAEFNI
kr. meter
Verð frá:
kr.
Grindur frá 195 kr. Rammar frá 299 kr. Tenglar frá 595 kr. Rofar frá 422 kr.
Rofadós, 3ja stúta, kr. 295 Loftdós, kr. 345 Patent-dós, kr. 179
1.706
kr.
INNLAGNAEFNI
BEYGJUR HÓLKAR OG DÓSIR
Verð frá:
195
Verð frá:
kr.
CEE TENGLAR OG KLÆR
1.295 NEOSET VARROFAR
Eins póla, kr. 1.295 Tveggja póla, kr. 1.995 Þriggja póla, kr. 2.995
Verð frá:
kr.
995
Verð frá:
kr.
SJÁLFVÖR
Eins póla, kr. 995 Tveggja póla, kr. 1.695 Þriggja póla, kr. 1.995
2.975
kr.
LEKASTRAUMROFI
Tveggja póla, 25A, kr. 2.975 Tveggja póla, 40A, kr. 3.595
RAFMAGNSVÖRUR Á LÆGRA VERÐI Líkaðu við okkur á Facebook
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888
PÁSKA TILBOÐ
ÚTSALAN ER HAFIN
DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
NEST BASTLAMPI 34.500,-
3 FYRIR 2
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
20-40% AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GULUM VÖRUM
AF ÖLLUM MOTTUM
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
40%
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM
20-50%
AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM
40%
AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK COMPANY | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMIOG 564HABITAT 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
22 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
GOTT UM HELGINA
Stærstu pokémonveiðar á Íslandi Í dag munu fara fram stærstu pokémonveiðar á Íslandi en ætlunin er að fá sem flesta saman á einum stað. Spennandi verður að sjá hvernig veiðarnar munu fara fram. En búast má við fjölmörgum pokémonum á túni Klambra. Hvenær? Í dag kl. 14 Hvar? Klambratúni
Sumarútsalan
ALLT AÐ
50% AFSLÁTTUR
nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði
30% AFSLÁTTUR
RIO hægindastóll Stílhreinn og fallegur hægindastóll. Ljós- og dökkdrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 34.900 kr.
Aðeins 24.430 kr. SILKEBORG hægindastóll
30%
Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Einnig fáanlegur í leðri
Tónlist í tuttugu ár á setri Snorra Sturlusonar
Morrison í Hörpu Sálarsöngvarinn, Brit verðlaunahafinn og einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands síðustu ári heldur tónleika hér á landi annað kvöld. Það verður skemmtileg stemning á tónleikunum þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið Eldborgar, ásamt frábærri hljómsveit sinni en hann mun taka öll sín bestu lög. Hvenær? Sunnudag kl. 20 Hvar? Hörpu Hvað kostar? 6.500-10.500
Afríka í Reykjavík Hljómsveitirnar Lefty Hooks, Rvk Soundsystem og Barr spila á Húrra í kvöld. Um er að ræða upphitun fyrir Fest Afrika Reykjavík 2016. Allir að skella sér og dansa saman. Hvenær? Húsið opnar 21 Hvar? Húrra Hvað kostar? 1500 kr.
Reykholtshátíð hefst í Reykholti í Borgarfirði um næstu helgi. Þar koma saman fyrirtaks flutningur á kammer- og söngtónlist og fræði sem tengist staðnum og bókmenntum fyrri alda. Í tuttugasta sinn er blásið til Reykholtshátíðar en hún var fyrst haldin árið 1996 þegar Reykholtskirkja var vígð. Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari og listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir alltaf gaman að koma í Reykholt. „Það er til dæmis alltaf gott veður á Reykholtshátíð, alla vega í minningunni,“ segir Sigurgeir sem skipuleggur hátíðina í fjórða sinn. „Kirkjan í Reykholti er líka með betri tónlistarhúsum landsins, en hugað var að tónlistarflutningi við hönnun hennar og byggingu.“ Sigurgeir segir ýmsu til tjaldað vegna afmælisins en fjórir tónleikar eru á dagskránni. „Til dæmis syngur Reykholtskórinn á hátíðinni, sameinaður kór úr nokkrum sóknum, sem Viðar Gunnarsson stjórnar.“ Hátíðin pantaði nýtt tónverk eftir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld við texta úr Grímnismálum úr Snorra-Eddu, en Snorri Sturluson er vitanlega langfrægasti íbúi Reykholts. Verkið er fyrir tenórrödd og píanókvintett og mun Elmar Gilbertsson syngja það. Einnig munu Elmar og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika laugardagskvöldið 23. júlí og flytja ljóðaflokkinn Ástir skáldsins eftir Schumann, útsetningar á íslenskum dægurlögum og lög úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn. „Það eru hnyttin lög við hressandi texta,“ segir Sigurgeir. Annað verk á hátíðinni, sem er svo frægt að það heyrist ekki á hverjum degi, er Árstíðirnar eftir Vivaldi sem fluttar verða af 6 manna sveit og mun Ari Þór Vilhjálmsson leika einleik. Einnig má nefna að á hátíðinni mun Margrét Eggertsdóttir bókmenntafræðingur halda erindi um Hallgrím Pétursson í Snorrastofu klukkan 13 á laugardag. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna inn á vef hennar, reykholtshatid.is.
AFSLÁTTUR
Fullt verð: 69.900 kr.
Kexpartí Götupartí Kex Hostels fer fram í fimmta skipti í ár en um er að ræða árlega tónlistarveislu sem á sér stað í portinu aftan við Kex Hostel. Tólf hljómsveitir munu koma fram á tónleikunum og má þar nefna DJ Flugvél og Geimskip, Mugison, Alviu Islandia og Grísalappalísu. Hvenær? Í dag kl. 12-23 Hvar? Á Kex Hostel
Aðeins 48.930 kr.
INFINITY náttborð
HOMELINE náttborð
SUPERNOVA náttborð
Hvítt – Fullt verð: 13.900
Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900
Hvítt – Fullt verð: 29.900
9.900 kr.
12.720 kr.
17.940 kr.
Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður
Afgreiðslutími sjá
www.dorma.is
Flóamarkaður á torfu Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir flóamarkaði á Bernhöftstorfunni í dag. Spáð er sól og stuði og því tilvalið að tæma skápana og gleðjast saman á sumardegi. Hvenær? Í dag kl. 13-16 Hvar? Bernhoftstorfu
Ingvar Haraldsson og Guðrún Thors voru flagga stóru fánaverki fyrir Listasumar í Gilinu á Akureyri. Verkið á skoski listamaðurinn Thomas Abercromby. Mynd | Ragnar Hólm.
Listin tekur kipp á Akureyri Næstu vikurnar tekur listin öll völd á Akureyri en í dag verður Listasumar sett þar í bæ. Listamennirnir sem taka þátt í dagskrá opnunarhátíðarinnar eru 25 talsins og koma frá fimm þjóðlöndum. Listasumarið hefst klukkan 14 þegar Kvennasveitin Herðubreið stígur á stokk og leikur tónlist með sínu Ljósmyndarinn Steinunn Matthíasdóttir hefur nefni. Fjölmargir gjörnkomið fyrir sýningu á ljósmyndum af ráðsettum ingar, innsetningar og Íslendingum við kirkjutröppurnar á Akureyri. Mynd | Steinunn Matthíasdóttir. óvæntar uppákomur setja lit sinn á Gilið sem mun iða af lífi. Lokahnykkur opnunarhátíðarinnar er síðan háklassískur í eðli sínu en þá munu þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari og Brice Sailly semballeikari flytja þrjár sónötur eftir Johann Sebastian Bach í Deiglunni. Listasumar heldur síðan áfram fram til 27. ágúst en því lýkur með Akureyrarvöku. Dagskrá Listasumars er að finna á bæði íslensku og ensku á heimasíðunni www.listasumar.is
Ennþá meira úrval af
listavörum Miklu meira en bara ódýrt Hamar
með Fiberskafti
Heyrnahlífar með útvarpi
5.995
795
Kolibri trönur
595 í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Skrúfbitar 33stk
frá
295
Strigar, ótal stærðir
Lunchbox útvörpin loksins komin aftur! frá 365
Allt fyrir gluggaþvottinn Heftibyssur, Hand-,rafmagns- og loftheftibyssur, frábært verð.
Þrottakústar, lengjanlegir
Ruslapokar
120L/140L/190L 10/25/50 Stk. Einnig glærir
frá 4.995
Miklu meira en bara ódýrt Verkfæralagerinn Rakamælar
Lyklahús
frá 6.995
Fötur og balar í miklu úrvali - frá kr. 295,-
Öryggisskápar
frá 565
PU Flex hanskar Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is kr. 295,-
595
frá 995
Garðklóra Slöngur 10/15/25/50M
Hitamælar
Þrýstiúðabrúsar 1L/2L/5L/8L/16L
Strákústar á tannburstaverði Stunguspaði
Slöngutengi - frá kr 195,Sonax sápa 1L - kr. 595,-
Svampar - frá kr 295,Gluggaþvörur - frá kr. 595,-
Dekk og hjól
í ótrúlegu úrvali
Öflugar Volcan Malarskólfur
1.395
frá 695
Ruslatínur í miklu úrvali
Strekkibönd og teygjur
Vifta á gólfstandi
Lauf/Ruslastampur
frá 395
Sjálfvirkt slönguhjól
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
24 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016
Morgunstundin Byrja daginn á stórfiskaleik
Kristín, Katla og Rósa eru hressar í morgunsárið. Mynd | Birna
Þær Kristín, Katla og Rósa vinna í Fótboltaskóla Vals og hefja alla morgna á stórfiskaleik með kátum krökkum. „Upphitunin er venjulega stórfiskaleikur,“ segir Rósa. „Það er langvinsælast.“ Stelpurnar reyna að sofa eins lengi og þær geta áður en þær fara í vinnuna. „Ég er með svona tólf vekjaraklukkur,“ segir Rósa. „Já ég reyni að sofa eins lengi og ég get,“ bætir Kristín við og þær hlæja dátt. Þær Kristín og Katla búa í Hlíðunum og hjóla því eða labba, nývaknaðar, í vinnuna. „Maður
Allir á ball með Óla Hall
Bisnessinn gjörbreyttist með breyttri auglýsingu Óla Hall.
Þetta er slagorð sem er orðið þekkt hér fyrir vestan,“ segir Óli aðspurður um upphafið að ballferðum Óla Hall. „Ég var skipstjóri í mörg ár en byrjaði að keyra leigubíl fyrir um níu árum. Ég auglýsti í bæjarblöðunum en það gerðist ekkert því enginn þekkti mig þá. Svo var einn tekinn hérna fullur fyrir að keyra og þá sagði sonur minn að honum hefði nú verið nær að fara á ball með Óla Hall. Þetta fór að spyrjast út og ég breytti auglýsingunni í „Allir á ball með Óla Hall“ og það svoleiðis gjörbreyttist bisnessinn hjá mér. Allt í einu voru eldri konurnar komnar með útklippta auglýsingu á ísskápinn hjá sér og krakkarnir sungu „Allir á ball með Óla Hall“ í bílnum hjá mér,“ segir Óli sem keyrir ekki einung-
Fullorðin í foreldrahúsum
is hressa djammara milli staða, heldur allskonar kúnna. „En bisnessinn hefur hrapað niður, ég veit ekki hvað það er. Kannski er fólk að skemmta sér minna.“ | hh
4. - 15. október
Albanía
Hin fagra og forna Albanía.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.
M
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 19
Október
2016
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.
568.320.á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.
WWW.TRANSATLANTIC.IS
Íslendingar eru unglingar að eilífu
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Upplýsingar í síma 588 8900
-
Heiða er að flytja í nýtt herbergi hjá foreldrum sínum. Mynd | Hari
Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18–34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eigin húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?
Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi
04
mætir bara rétt fyrir níu og þá hefst ballið,“ bætir Katla við.“ „Ég bý í Breiðholti þannig að ég tek strætó hingað niður eftir – gefst því nægur tími til að vakna almennilega fyrir fjörið í Val,“ segir Rósa. Þær segja vinnuna í Fótboltaskólanum einkar skemmtilega – ekki sé hægt að vinna fjörugra starf. „Við erum allar Valsarar og höfum verið hér meira og minna frá því við vorum sjálfar börn, á leikjanámskeiðum eins og þessum,“ segir Kristín. „Þetta er geggjuð vinna.“ | bg
SÍMI: 588 8900
ér líður stundum eins og ég búi í félagsmiðstöð,“ segir Heiða Vigdís Sigfúsdóttir sem býr hjá foreldrum sínum ásamt bræðrum sínum tveimur og hundi í Vesturbæ. „En mér semur mjög vel við fjölskylduna mína og tek á mig að heimilið sé stundum eins og félagsmiðstöð – ég held oft partí.“ Heiða lærir hagfræði í háskólanum og var í skiptinámi í Svíþjóð seinasta vetur. „Þar fannst öllum algjört grín að maður byggi ennþá heima,“ hún þagnar og hugsar sig um. „Það er líka algjört grín!“ Hún segir undarlegt að vera komna aftur í foreldrahús eftir að hafa verið í námi erlendis þar sem hún stóð á eigin fótum. „En eins og ég sagði þá fannst Svíunum þetta mjög skrítið og í stóra samhenginu er þetta bara mjög óeðlilegt ástand; bæði ég og bróðir minn, sem er 27 ára, búum heima hjá okkur. Íslendingar eru eilífðarunglingar miðað við frændur sína á Norðurlöndum.“ Hún segir að mörgu megi
Í Skandinavíu er stuðningur við ungt fólk miklu betri og aðrar pælingar í gangi. Ríkið styrkir fólk með fjárgreiðslum og svo er mikið um að fólk eigi íbúðir í sameignarfélögum. breyta. „Í Skandinavíu er stuðningur við ungt fólk miklu betri og aðrar pælingar í gangi. Ríkið styrkir fólk með fjárgreiðslum og svo er mikið um að fólk eigi íbúðir í sameignarfélögum. Ég veit alveg að ríkið hefur ekki endilega efni á því að styrkja ungt fólk, veit reyndar ekki á hverju það hefur efni á yfir höfuð, kannski engu. En það þyrfti að koma á einhverjum lagabreytingum um málið, byggja fleiri íbúðir fyrir ungt fólk – núna er verið að byggja íbúðir, rétt hjá mér á Granda, og þær kosta 77 milljónir stykkið.“ „En ég vil ekkert vera neikvæð, er bara „realisti“, auðvitað er líka lúxus að fá hafragraut og kaffi á morgnana. Heitan mat á kvöldin,“ segir Heiða.
Sumarútsalan
ALLT AÐ
50% AFSLÁTTUR
nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði
Fyrir þínar bestu stundir NATURE’S ELEGANCE heilsurúm m/classic botni
30% AFSLÁTTUR af 180x 200 cm á meðan birgðir endast.
Fullt verð 224.900 kr.
Tilboð 180 x 200 cm
Aðeins 157.430 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Burstaðir stálfætur • Hægindalag í yfirdýnu • Sterkur botn • 100% bómullaráklæði • 320 gormar pr fm2
Svart PU leður á botni.
Aukahlutur á mynd: Gafl
Stærð cm 180x200
Svart PU leður á botni.
NATURE’S LUXURY heilsurúm m/classic botni
Stærð cm 180x200
Fullt verð 189.900 kr.
Tilboð 180 x 200 cm
25%
Aðeins 142.425 kr.
AFSLÁTTUR
• Svæðaskipt pokagormakerfi • Þrýstijöfnunar yfirdýna
af 180x 200 cm á meðan birgðir endast.
Sumarútsalan nú á fjórum stöðum
Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri
| Ísafirði
• Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2
38%
AFSLÁTTUR
NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni
PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr.
af 160x 200 cm á meðan birgðir endast.
SÆNG + KODDI
160 x 200 cm
TILBOÐ
Svart PU leður á botni.
Fullt verð: 99.900 kr.
Aðeins 79.920 kr.
www.dorma.is
Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg) www.dorma.is
AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast.
Fullt verð 79.900 kr.
Tilboð 120 x 200 cm
Aðeins 63.920 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Góðar kantstyrkingar
• Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2
Einlitur ljós- eða dökkgrár og dökkgrár með ljósgrárri yfirdýnu. Stærð: 195 x 110 x 91.5 cm. Fullt verð: 79.900 kr.
Aðeins 49.900 kr.
Verðdæmi
Tvennu Sæng + koddi
Aðeins 9.900 kr. | Ísafjörður Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri
AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.
20%
Stærð cm 120x200
svefnsófi
ALLT AÐ
PURE COMFORT
NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni
GOZZANO
Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is
50% Fibersæng & fiberkoddi
Svart PU leður á botni.
Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566
SUMARÚ ENN Í FULLUM GANGI!
30% 40% 30% 40% 50% 30% 30% 30% 40% 20% 20% 20% 20% 25% 25% 25% 30% 20% 25% 30% 20% 25-35% 30%
BLÓM, TRÉ OG RUNNAR BLÓMAPOTTAR TIMBURBLÓMAKASSAR LEIKFÖNG MARKÍSUR GARÐHÚSGÖGN GREINAKURLARAR REIÐHJÓL REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR ÁBURÐUR BOSCH RAFMAGNSVERKFÆRI HÁÞRÝSTIDÆLUR ÁLTRÖPPUR OG STIGAR JÁRNHILLUR VINNUFATNAÐUR OG ÖRYGGISSKÓR VIÐARVÖRN OG PALLAOLÍA INNI- OG ÚTILJÓS BENSÍNSLÁTTUVÉLAR RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR HEKKKLIPPUR OG KEÐJUSAGIR ÚTILEGUVÖRUR BENSÍNSLÁTTUORF STAURAHATTAR
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
-20%
KERRA með loki, 180x120 cm.
-30%
167.995
kr.
79290202 Almennt verð: 239.995 kr.
BÚTSÖG PCM 8, 1200W, 216 mm.
27.997
kr.
74862008 Almennt verð: 34.995 kr.
-30%
HJÓLSÖG TH-CS 1200.
6.995
kr.
74802055 Almennt verð: 9.995 kr.
-25%
-25%
RAFHLÖÐUBORVÉL PAS 14,4W.
2.995
kr.
74804113 Almennt verð: 3.995 kr.
SKRÚFVÉL IXO IV BASIC 3,6V.
5.995
kr.
74864005 Almennt verð: 7.495 kr.
-20%
AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
JÁRNHILLUR 180x92x46 cm með 5 hillum, 175 kg.
6.746
kr.
38910092 Almennt verð: 8.995 kr.
ÚTSALA -30%
SÓFASETT RATTAN.
88.196
kr.
41615995 Almennt verð: 125.995 kr.
-35%
-20%
BENSÍNSLÁTTUORF BC139,fjórgengismótor, 0,7 kW.
19.498
kr.
53323120 Almennt verð: 29.995 kr.
-40% -30%
4.197
kr.
GASGRILL 7,3 kW, 2 brennarar, eldunarsvæði 51x29cm,
23.096
kr.
50657522 Almennt verð: 32.995 kr.
GRILLSETT 3 stk.
2.397
1.797
kr.
506662131 Almennt verð: 2.995 kr.
-25%
-25%
GASGRILL LEX 485 ryðfrítt, 22,2 kw
179.995
kr.
506600050 Almennt verð: 239.995 kr.
gerðu góð kaup!
-25%
GRILLSVUNTA
506670019 Almennt verð: 3.995 kr.
-30%
74830020 Almennt verð: 14.995 kr.
-40%
kr.
506670006 Almennt verð: 5.995 kr.
11.247
kr.
AFSLÁTTUR AF ÚTILEGUVÖRUM
KJÖTHITAMÆLIR Stafrænn og þráðlaus.
RAFMAGNSSLÁTTUVÉL GC-EM 1030 1000 W.
GASGRILL SPRING 300, 11,4 kW.
41.246
kr.
50686930 Almennt verð: 54.995 kr.
GOTT UM HELGINA
RENGJUR
Tölum um... uppáhalds Pokémoninn Júlía Hermannsdóttir
Uppáhalds Pokémoninn minn úr fyrstu kynslóð Pokémona, en það eru þeir sem eru í boði í Pokémon go leiknum, myndi ég segja að væri Gengar. Það er aðallega út af stílnum yfir honum og hvernig hann lítur út. Ég finn bara einhverja samkennd með honum. Eitthvað hrífandi við hann; glottið. Glottið er mjög gott.
Gott að hlusta á lifandi tónlist Tónlistarhátíðin KEXPort hefst á hádegi í portinu fyrir aftan KEX Hostel. 12 tónlistaratriði á 12 tímum, til dæmis ALVIA ISLANDIA, Mugison, Grísalappalísa og Dj Flugvél og geimskip. Þeir sem ekki komast geta horft á KEXP.ORG eða Kexland.is.
Gott í bíó Bryan Cranston úr Breaking Bad fer í hlutverk tollvarðar sem laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu, náði jafnvel að komast í innsta hring stórglæpamannsins Pablo Escobar. Cranston þykir smellpassa í þessa sönnu sögu.
Gott að veiða Að veiða stillir hugann. Hægt er að ná sér í veiðikort og halda út í sveit eða bara dorga fram af næstu bryggju. Svo má deila um það hvort það sé mikilvægt að eitthvað veiðist.
Sparaðu
30-50%
AF ÖLLUM SUMARVÖRUM
Sigrún Eir Axelsdóttir
Alakazam. Hann var aðal þegar ég sigraði í Elítu 4 keppninni. Var með fulllítið HP (e. hit points) samt.
Birkir Helgi Stefánsson
Ég hef lítið spilað Pokémon go sem hefur verið svo vinsæll upp á síðkastið en hafði áhuga á þessu þegar ég var lítill. Ætli ég myndi ekki segja Ditto sem er svona bleikt hlaup einhverskonar. Það magnaða við hann er að hann getur breytt sér í þann Pokémon sem hann berst við í hvert skipti. Það minnir mig líka á hinn sívinsæla Flubber sem mér finnst mjög skemmtilegur.
Bradford-borð. FSC tekkborð. 180 x 76 x 95 cm. 119.900 kr. Nú 83.900 kr. Copenhagen-stóll. Hvít plastseta. 24.900 kr. Nú 12.450 kr.
30%
50%
50%
Arizona-sófi. Sófi með legubekk og sessum. Polýrattan. 202 x 136 x 70 cm. 164.600 kr. Nú 114.900 kr.
Daffodil-sessa. Græn, ljósblá eða dökkblá. 2.495 kr. Nú 1.195 kr. Funki-sessa. Vintage blá eða ljósblá. 1.995 kr. Nú 995 kr.
Himalaya-stóll. Brúnn baststóll. 29.900 kr. Nú 14.950 kr.
50%
30%
35%
Summer-stóll. Bast. 14.900 kr. Nú 7.450 kr.
Eyelet-bakkaborð. Hvítt, miðstærð. 59 x 42 cm. 29.900 kr. Nú 19.900 kr.
Quito-stóll. Blár, bleikur, grár eða svartur. 14.900 kr. Nú 9.600 kr.
30%
50%
Panama-stóll. Gulur. 14.995 kr. Nú 9.995 kr.
Chios-legubekkur með sessum. Hægri eða vinstri armur. L180 cm. 79.900 kr. Nú 39.950 kr.
Andrea Björk Andrésdóttir
Uppáhaldið mitt er vafalaust Snorlax sem er gríðarstór, dökkblágrænn Pokémon með rjómalitað andlit, maga og fætur. Hann er svo pattaralegur og finnst gott að fá sér blund. Síðan hefur hann líka unun að tónlist. Ég tengi við þetta allt saman.
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
50%
Summer-stóll. Hvítur eða drapplitaður. Staflanlegur. 9.900 kr. Nú 4.950 kr.