frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 41. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 23.07.2016
Borga milljón á Íslandi en ekkert í Þýskalandi
Simon Klüpfel með sama krabbamein og pabbinn en allt annan kostnað 6
¬y
Þar sem hjartað slær Miðjan í 200 Kópavogur
Hvaða pulsur \ / eru bestar? Dómnefnd að störfum við grillið 22
16
Hamsturinn Hress og gaukurinn Ber 20
Hækkun fasteignamats skerðir vaxtabætur Skattbyrði skuldugra og barnafólks eykst vegna skerðingar bóta
Sonur Trump pissaði í baðið
Leigði þakíbúð í Reykjavík
4
4
LAUGARDAGUR
23.07.16
SAFNAR NAUÐSYNJUM FYRIR KONUR MEÐ ÁSTINA AÐ VOPNI RÓSA SOFFÍA MÆTIR EKKI Í RÆKTINA TIL AÐ VERA SÆT
SPUNI ER KÆRLEIKUR, HLUSTUN OG JÁKVÆÐNI
DÓRA JÓHANNS
„ÉG ER DRUSLA“ VÆNTANLEG Í HAUST
Sumarferðir og fólk
Mynd | Hari
Veldissproti fólksins Þú gengur með heiminn í höndum þér og ferð með valdið
14
Mynd | Ruri
GULA REGNKÁPAN VERNDAR BOSSANN FYRIR BLAUTU GRASINU
2
2|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Stór pólitísk ákvörðun að reisa einkaspítala Heilbrigðismál Landlæknir segist ekki trúaður á að einkaspítali verði að veruleika. Hann myndi hafa gríðarleg áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
„Ég hef enga trú á því að þessi einkaspítali í Mosfellsbæ verði að veruleika, en það er bara mín persónulega skoðun, segir Leifur Bárðarson, settur landlæknir um fréttir af fyrirhuguðum framkvæmdum við einkasjúkrahús á stærð við Landsspítalann.
Hann segir að það sé fyrst og fremst pólitísk ákvörðun heilbrigðisráðherra hvort leyfa eigi slíkar framkvæmdir. Landlæknir veiti svo umsögn á einhverju stigi um hvort reksturinn standist íslenskar kröfur. „Þetta er stór pólitísk ákvörðun, slíkur spítali myndi hafa gríðarleg áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu. Þarna yrðu starfandi hundruð lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það þarf því eitthvað undan að láta, Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki á því skoðun, það er ekki verið að tala um búðarholu.“ Myndavél eins og þessa má finna á íslenskum lögreglumönnum.
Reglur skortir um búkmyndavélar Löggæsla. Frá árinu 2013 hafa íslenskir lögreglumenn borið upptökuvélar á búningum sínum. Ríkislögreglustjóri hefur enn ekki gefið út samræmdar reglur um notkun á búnaðinum. Lögregluembættið á Vesturlandi hóf notkun upptökuvéla á lögreglubúningum árið 2013. Þær eru nú í notkun hjá nokkrum embættum. Fyrir rúmu ári kom fram í fréttum að reglur um notkunina væru í smíðum hjá Ríkislögreglustjóra en þær hafa ekki enn litið dagsins ljós. Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir búnaðinn hafa sannað gildi sitt og að hann bæti samskipti lögreglunnar og almennings. „Fólk passar sig betur þegar það veit af upptökunni,“ segir Ólafur. Embættið á Vesturlandi hafi sett sér skriflegar verklagsreglur um búnaðinn en samræmingu Ríkislögreglustjóra skorti. Reglurnar á Vesturlandi segja meðal annars til um geymslu myndskeiða og skráningu sönnunargagna úr þeim. „Við köllum þessar búkvélar „hitt
Mikilvægar upplýsingar í morðmáli
Upplýsingar úr búkmyndavél skiptu miklu í morðmáli á Akranesi í fyrrahaust. Lögreglumenn höfðu afskipti af gerandanum fyrr um daginn og var hann þá klæddur í sömu föt og síðar þegar hann var handtekinn grunaður um verknaðinn. Í upptöku búkmyndavélar sést að hvít reim með járnhólkum var í peysu hans fyrr um daginn en ekki við handtökuna. Reimin fannst við rannsókn málsins í frystikistu, ásamt belti. Á þessum sönnunargögnum reyndist vera blóð úr þeim látna. vitnið“ og tilkynnum ef upptaka er í gangi. Vitanlega getur það stundum verið erfitt þegar skilja þarf fólk í sundur eða bjarga mannslífi.“ Á blaðsíðu 14 er fjallað um tengslin milli snjallsíma samtímans og valds. | gt
LOKADAGUR Í DAG 50 ára gasgrill 4ra brennara
99.900 Opið til kl. 16 Nr. 12961
Á R A
Það er ekki verið að finna upp hjólið segir Leifur Bárðarson, settur landlæknir.
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir að hugmyndin hafi augljóslega fengið vængi þegar tilskipun ESB var innleidd í ríkjum sambandsins auk EES ríkjanna því rætt sé um að sjúklingarnir komi aðallega frá Evrópu. Tilskipunin gerir ráð fyrir að fólk eigi rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í löndum EES og fá kostnaðinn endurgreiddan.
Var læknanemi og tveggja barna faðir Sakamál Karlmaður á fertugsaldri var myrtur með hrottafengnum hætti í Stokkhólmi í byrjun vikunnar. Hann var læknanemi og lætur eftir sig tvö börn. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
„Því miður, við höfum engan handtekið enn,“ sagði Mats Eriksson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, en þar er til rannsóknar morðið á Jóni Gunnari Kristjánssyni, sem lærði meðal annars læknisfræði í Ungverjalandi árið 2013. Jón var ekki í Debrecen, þar sem flestir Íslendingar eru í læknanámi, heldur var hann í háskólanum Semmelweis. Jón var myrtur á mánudaginn síðasta en hann virðist hafa verið stunginn 14-15 sinnum með hníf. Blaðið fór í gegnum hjarta hans og varð honum að bana. Þá var hann einnig slegin með járnröri í höfuðið. Árásin átti sér stað á svæði í Stokkhólmi sem heitir Alkalla. Aftonbladet skýrði frá því að svæðið sem Jón hefði verið myrtur á, væri ólöglegt tjaldsvæði þar sem heimilislaust fólk heldur til. Aðspurður hvort hverfið væri slæmt svaraði Mats; „Mér finnst það ekki, enda bý ég þarna nærri.“ Í Aftonbladet, og á DV.is, þar sem fyrst var greint frá málinu hér á landi, kom fram að vitni hefði séð til morðingjans. Þannig er því haldið fram að til átaka hafi komið eftir að morðinginn sagði eitthvað um dulkóðuð gögn. Lögreglan segist engar upplýsingar hafa um þetta, og leita fleiri vitna. „Þá erum við að rannsaka
Annað morð mánuði fyrr
Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana á sama svæði og Jón var stunginn í júní síðastliðnum. Aftonbladet spurði lögregluna sérstaklega út í hugsanleg tengsl á mili málanna, en lögreglan neitar því að málin tengist með nokkrum hætti eftir því sem næst verður komist. Í viðtali við lögregluna í Stokkhólmi, kemur fram að þeir telji að hvorki Jón né morðinginn tengist tjaldsvæðinu með nokkru móti. hluti sem fundust á vettvangi, en það mun taka tíma,“ bætti hann við. Sjónarvottur segir í viðtali við Aftonbladet að morðinginn hafi myrt Jón og gengið svo ískaldur af vettvangi. Skömmu eftir að Jón var stunginn reyndu nærstaddir lífgunartilraunir. Hann var svo fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Mats segir að næstu skref lögreglunnar séu að leita fleiri vitna og klára rannsókn á vísbendingum sem fundust við vettvangsrannsókn. Samkvæmt lögreglu er ekkert sem bendir til þess að morðið tengist fíkniefnum. Þá verður einnig farið í það að kortleggja síðustu daga Jóns, en lögreglan vildi ekkert gefa upp um ferðir hans skömmu fyrir andlát. Jón var 35 ára gamall þegar hann lést, en hann bjó nær alla sína ævi í Svíþjóð og var með sænsk-
Jón Gunnar Kristjánsson var myrtur með hrottafengnum hætti í byrjun vikunnar.
an ríkisborgararétt. Faðir hans er íslenskur og búsettur í Svíþjóð. Móðir Jóns er kínversk. Hann lætur eftir sig tvö börn, þriggja ára son og fjögurra ára dóttur, að því er DV greindi frá og er einhleypur, eftir því sem næst verður komist.
Kortleggja matargjafir á Facebook
www.grillbudin.is
A KW R R14,8 • Afl Á 0 KU 5 Ý L LINU ARDAG Æ AFM LAUG G Í DA
AFMÆLISVERÐ
Leifur bendir á að þetta sé í fimmta sinn sem áform séu upp um slíka einkaspítala og hingað til hafi þau gufað upp. “Það eru svona sjúkrahús um allan heim, til dæmis í Bandaríkjunum, sem gera út á ríkt fólk. Það er ekkert sem gerir Ísland sérstaklega eftirsóknarvert fyrir svona spítala. Það er ekki verið að finna upp hjólið.” Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Ekki hrifin af nýjum einkaspítala
• 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Gashella í hliðarborði • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til svart
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Samfélag Hópur fólks heldur saman matargjöfum fyrirtækja fyrir þá sem vilja fá sér frítt að borða. „Hugmyndin kviknaði þegar bakarí var að halda upp á afmælið sitt og var að gefa köku,“ útskýrir kvikmyndafræðingurinn Ingi Þór Óskarsson en hann og félagi hans, Gunnlaugur Bjarnason, bjuggu til athyglisverða hóp sem upplýsir um frían mat sem oft er boðið upp á í kynningarskyni. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum sem ber einfaldlega heitið: „Frír matur“. „Fólk hefur verið duglegt að nýta sér þetta,“ segir Ingi Þór sem sjálfur kemur oft við á stöðum þar sem boðið er upp á mat. Ingi segir hálfgerða gósentíð þegar kosningabarátta stendur yfir, „þannig var mikil virkni í hópnum í kringum forsetakosningarnar,“ bætir hann við. Hægt er að finna fjölda tilkynninga á síðunni þar sem forsetaframbjóðendur bjóða upp á veitingar. Athyglisverðar upplýsingar eru svo settar inn í hópinn, svo sem hvenær sé best að fara í Hagkaup til þess að smakka mat. „Það er síðdegis á föstudögum,“
Ingi Þór Óskarsson er 25 ára gamall kvikmyndafræðingur. Hann nýtir sér oft fríar matargjafir fyrirtækja.
svarar Ingi Þór þegar hann er spurður hvenær mestu möguleikarnir séu á að fá að borða í Hagkaupsbúðunum. | vg
5x39 MBL
Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.
„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“ – Selma, íbúi í Brautarholti „Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“ – Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut „Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð eftir langa dvöl erlendis.“ – Elías og Birna, íbúar í Hátúni
Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki
almennaleigufelagid.is
Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
24/7 þjónusta
4|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Eric sonur Trump rústaði íbúð í Reykjavík Ferðamennska Eric Trump, sonur forsetaefnis rebúblikanna, lifði hátt þegar hann kom hingað til lands.
„Það er glatað að heyra hræsnara tala um kristileg viðmið og gildi,“ segir Ragnar Þór Jónsson framkvæmdastjóri sem hlustaði á Eric Trump, gamlan kunningja, flytja ástríðufulla ræðu á þingi Rebúblikana þegar tilkynnt var að faðir hans yrði forsetaefni flokksins . Ragnar leigði Eric Trump, sem er sonur
Donalds Trump, þakíbúð í ágúst 2014 þegar hann kom til landsins. „Ég heyri svo eftirá að þeir hafi boðið 15 íslenskum stelpum í mat og drykk á veitingastað í miðbænum, þær fengu meira að segja allar greiddar 15.000 krónur fyrir að koma með þeim og þær sem væru „skemmtilegastar“ hvað sem það þýðir, áttu að fá að fara í jöklaferð,“ segir hann. „Svo rakst ég á hann á djamminu um kvöldið og minntist lauslega á að hann hefði verið í fréttunum á Íslandi. Þá rennur á hann köld gríma og hann skipar fylgdarliði sínu að koma upp í íbúð strax og að þeir séu
Ragnar Þór Jónsson segist hafa þrifið íbúðina og gleymt þessu þar til hann sá Eric Trump flytja innblásna ræðu um kristileg gildi.
að fara heim. Ástæðan fyrir þessu var að þáverandi unnusta og núverandi eiginkona hans hafði ekki hugmynd um þessa piparsveinaferð hans til Íslands. Þeir voru farnir úr íbúðinni og beint uppá Reykjavíkurflugvöll í einkaþotu pabba hans inn-
an við klukkustund frá því að við minntumst á að hann hafi verið í miðlunum á Íslandi.“ En ástandið á þakíbúðinni benti til þess að sonur auðkýfingsins hefði lifað hátt á Íslandi. „Váá draslið eftir þá eftir aðeins rúman sólarhring. Það var hvítt duft útum alla íbúð, búið að míga í baðið, brjóta borðstofuborðið og skilja gjörsamlega allt eftir í drasli. Þeir skildu samt eftir helling af áfengi, það var ekkert illa séð.“ Hann segir að þetta hafi engin eftirmál haft í för með sér. Hann hafi einfaldlega þrifið íbúðina og gleymt þessu. | þká
Skerðing vaxtabóta át upp kaupmátt launa skuldugra Seth Sharp er skyldur Rosu Parks, en hann er sjálfur í framboði hjá Pírötum.
Stjórnmál
Frændi Rosu Parks í framboði Tónlistarmaðurinn Seth Sharp ætlar að leggja áherslu á mannréttindi. Hann er frændi Rosu Parks. Tónlistarmaðurinn og kennarinn, Seth Sharp, býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík, en hann er frændi baráttukonunnar Rosu Parks. „Amma mín og hún eru frænkur,“ segir Seth sem sjálfur er fæddur í Bandaríkjunum. Hann ólst þar upp en flutti til Íslands árið 2004. Hann hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2008. „Ég hitti hana fyrst á ættarmóti í Connecticut,“ útskýrir Seth en eins og kunnugt er þá barðist Rosa gegn aðskilnaði svartra og hvítra í Bandaríkjunum. Hún var ákærð og síðar dæmd fyrir að neita að standa upp fyrir hvítu fólki í strætisvagni í bænum Montgomery í Alabama og færa sig aftast í vagninn þar sem þeldökkir áttu að sitja. Seth segist sjálfur vera umhugað um mannréttindi hverskonar auk þess sem hann leggur áherslu á menntun. Hann er sjálfur menntaður úr Yale háskólanum í Bandaríkjunum og hefur starfað hér á landi við söngkennslu og sem plötusnúður. | vg
Skattar Þar sem ekkert tillit var tekið til óvenjumikillar hækkunar fasteignamats við útreikning vaxtabóta skertust bæturnar mikið á þessu ári. Hækkun launa hafði lítil áhrif á lækkun bótanna. Lægri bætur eru því ekki afleiðing hærri launa, eins og haldið hefur verið fram. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Samkvæmt Hagstofunni hefur launavísitalan hækkað frá síðasta ári um 12,1 prósent. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um minna en 2 prósent og því er augljóst að kaupmáttur hefur almennt aukist. Fyrstu viðbrögð stjórnarliða voru að skýra mikla lækkun vaxtabóta með þessu. Fólk væri einfaldlega með svo miklu hærri laun að það hefði ekki sama rétt til vaxtabóta og áður. Þetta er hins vegar ekki rétt. Meginástæða lækkunar vaxtabóta er ekki skerðing vegna hærri tekna launafólks heldur að stærstu leyti vegna mikillar hækkunar fasteignamats í kjölfar mikillar eignabólu. Hækkun á verði fasteigna vegur þyngra en hækkun launa þegar kemur að lækkun vaxtabóta. Hækkun fasteignaverðs eykur hins vegar ekki ráðstöfunartekjur fólks. Skerðing bóta vegna hækkunar fasteignaverðs lækka þær hins vegar. Með því að aðlaga reikniformúlurnar að baki vaxtabótunum að óvenjumikilli hækkun fasteignamats eru stjórnvöld því að auka skattbyrði skuldugra umfram aðra skattborgara. Ef við tökum dæmi af einstæðu
OrkupOkinn HOll ð Og gó Ork A
Allt sem þú þArft
foreldri með eitt barn, sem er með um 540 þúsund krónur á mánuði í launatekjur og skuldar um 25 milljónir króna í 31 milljón króna íbúð á höfuðborgarsvæðinu, þá má reikna með vaxtabætur þessa einstaklings hafi verið um 90 þúsund krónur í ár en hafi verið um 341 þúsund krónur í fyrra. Ástæða þessarar lækkunar liggur aðeins að litlu leyti í því að launin hækkuðu samkvæmt launavísitölu um 12,2 prósent í ár frá í fyrra og 7,2 prósent árið á undan. Meginástæðan er að fasteignamatið á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 10,8 prósent í ár og 11,2 prósent í fyrra. Slík skörp hækkun fasteignamats hækkar mjög skráðan eignarhlut fólks í íbúðum sínum. Í þessu ímyndaða dæmi hækkaði eignarhluturinn úr 2,8 milljónum króna við útreikning vaxtabóta í fyrra í 5,7 milljónir króna vegna bótanna sem greiddar eru út í ár. Það er fyrst og fremst þessi hækkun sem skerðir vaxtabæturnar, hækkun sem hefur í sjálfu sér ekkert með ráðstöfunartekjur fólks að gera heldur er aðeins hækkun á skráðri eign í kjölfar fasteiganbólu. Með þessum hætti hefur ríkisstjórninni tekist að lækka vaxtabætur úr 25 m i lljörðu m k róna
á núvirði 2012 í um 13 milljarða króna í ár. Með mismuninum mætti fjármagna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. En það eru ekki bara vaxtabæturnar sem lækka. Barnabætur þessa einstæða foreldris verða í ár 198 þúsund krónur en voru í fyrra 203 þúsund. Þá lækkun má rekja til hækkunar launa. Vaxtabætur er látnar elta verðlag en ekki laun. Eftir því sem laun hækka meira umfram verðlag því lægri verða Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra Framsóknar, hefur sakað Sjálfstæðisflokkinn um skerðingu vaxta-og barnabóta.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sjálfstæðismanna, lætur sem hann kannist ekki við skerðingu bóta.
barnabæturnar. Þær eru því ekki hugsaðar sem varanlegur stuðningur við barnafjölskyldur heldur fremur sem tímabundinn stuðningur við þá sem eru á lágum launum. Ef við höldum áfram með dæmið af þessu einstæða foreldri þá hækkar skattbyrði þess í ár úr 16,6 prósentum í 22,0 prósent vegna skerðingar bóta. Þessi manneskja og barnið hennar kannast því ekki við þær skattalækkanir sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa færst almenningi. Hún kannast hins vegar við óþol Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fyrir tregðu sjálfstæðismanna við að láta vaxta- og barnabætur fylgja breyttum forsendum í samfélaginu. Barnlaus og skuldlaus manneskja með sömu laun finnur í dag fyrir kjarabótum, líklega upp á um 34 þúsund krónur á mánuði. Það munar um það. Kaupmáttaraukning einstæða og skulduga foreldrisins er hins vegar aðeins tæplega 12 þúsund krónur. Það fékk sömu launahækkanir en skatturinn náði að krækja í 22 þúsund krónur á mánuði af ráðstöfunarfénu með skerðingu bóta. H ær r i l au n þ e s s a rar manneskju og barnsins hennar renna því að stærra leyti til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en til einstæða foreldrisins og barnsins.
Einstaklingur með 375 þús. kr. á mánuði í fyrra
Einstætt foreldri með 375 þús. kr. á mánuði í fyrra sem skuldar 17 m.kr.
Einstaklingur með 480 þús. kr. á mánuði í fyrra
Einstætt foreldri með 480 þús. kr. á mánuði í fyrra sem skuldar 22 m.kr.
Tekjur 2106: 421 þús. kr. +12,2% Nettóskattur 2016: 99 þús. kr. +16,9% Skatthlutfall: Úr 22,6% í 23,5% Auknar ráðstöfunartekjur á mánuði:
Tekjur 2106: 421 þús. kr. +12,2% Nettóskattur 2016: 63 þús. kr. +71,0% Skatthlutfall: Úr 9,8% í 14,9% Auknar ráðstöfunartekjur á mánuði:
Tekjur 2106: 541 þús. kr. +12,2% Nettóskattur 2016: 143 þús. kr. +14,1% Skatthlutfall: Úr 26,0% í 26,5% Auknar ráðstöfunartekjur á mánuði:
Tekjur 2106: 541 þús. kr. +12,2% Nettóskattur 2016: 119 þús. kr. +48,7% Skatthlutfall: Úr 16,6% í 22,0% Auknar ráðstöfunartekjur á mánuði:
25.750 kr.
13.050 kr.
34.150 kr.
11.900 kr.
Reiknað með launabreytingum samkvæmt launavísitölu, almennum lánskjörum, hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu og útreikningum staðgreiðslu og bóta samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra.
Ríkið tekur helming kjarabótanna Þegar borin er saman skattbyrði einstaklinga frá 2015 til 2016 kemur í ljós að skerðing vaxtabóta fyrst og fremst, en einnig lækkun barnabóta, dregur úr kaupmáttaraukningu vegna launahækkana hjá barnafólki og skuldugum. Megin ástæðan er sú að skuldugir þurfa að þola skerðingu vaxtabóta vegna hækkunar fasteignamats eigna. Eign þeirra hækkar á pappírunum og skerðir vaxtabæturnar þótt þessi hækkun eigna auki ekki ráðstöfunartekjur fólksins neitt.
Skattbyrði skuldugs barnafólks getur þannig hafa hækkað úr 16,6 prósentum í fyrra í 22,0 prósent í ár, fyrst og fremst vegna fasteignabólunnar. Aðeins lítinn hluta hærri skatta má rekja til hækkunar launa. Það sést á samanburði við þá sem ekki skulda og ekki eiga börn. Þau sem eru með 421 þúsund krónur í dag ættu að hafa bætt ráðstöfunartekjur sínar um 25.750 kr. á mánuði frá í fyrra. En ef þau eiga eitt barn og skulda 17 milljónir
króna þá hafa ráðstöfunartekjur þeirra aðeins hækkað um 13.050 kr. á mánuði. Mismuninn tekur ríkið til sín með lækkun bóta, fyrst og fremst lækkun vaxtabóta en einnig lækkun barnabóta. Ef ríkisstjórnin hefði viljað verja hag barnafjölskyldna og skuldugra hefðu vaxtabætur tekið mið af fasteignabólunni og hækkun fasteignamats. Fólkið í dæminu hér að ofan hefði þá fengið að halda 153 þúsund krónum meira í buddunni sinni í ár en raun verður á.
Þaulhugsað skipulag, hárnákvæmur frágangur og endalausar betrumbætur. Þannig smíðuðum við nýjan Honda HR-V, til að tryggja að hver og einn hlutur passaði fullkomlega. Útkoman er borgarjeppi, sem er jafn hagnýtur að innan og hann er fallegur að utan. Honda HR-V er fullkominn fyrir þig.
www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
6|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Greitt vegna heilbrigðisþjónustu 2014 2015 2016
Greitt vegna lyfja 244.479 kr. 203.633 kr. 146.098 kr.
2014–2015 2015–2016 2016–2017
61.663 kr. 37.666 kr. 39.699 kr.*
Þurfti að staðgreiða sneiðmyndatöku eða sleppa henni „Ég skil ekki hvernig fólk á lægstu laununum fer að, ef það veikist af krabbameini og þarf að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu,“ segir Simon Klüpfel, 32 ára, sem greindist með krabbamein í mars 2014. Simon Klüpfel er þýskur að uppruna, í sambúð og faðir átta ára stúlku. Hann segist ekki hafa verið í láglaunastarfi en oft eigi þau lítið eða ekkert eftir undir lok mánaðarins. „Ég var búin að vera hérna í sex ár og hafði bara einu sinni farið til læknis, þegar þetta gerist.“ Hann segist hafa orðið steinhissa þegar starfsfólkið á læknastofunni neitaði að taka sneiðmynd nema hann greiddi hana fyrirfram. Hann var síðan rukkaður fyrir læknaviðtalið þar sem hann fékk greininguna: „Ég fékk eiginlega áfall, ég hélt að Ísland væri svo mikið velferðaríki. Þau neituðu að senda reikninginn í heimabankann minn og ég var ekki með neina peninga á mér. Að lokum náðum við samkomulagi um að ég gæti fengið að skipta greiðslunni á kortinu mínu. Það var gott því annars hefði myndatakan þurft að bíða mánaðarmóta.“ Simon vann sem sérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík þegar hann greindist með Hodgkins-sjúkdóminn, krabbamein í eitilfrumum. Hann taldi sig síðan hafa fengið bata en krabbameinið stakk sér niður aftur
Pabbi minn sem greindist með krabbamein ári á eftir mér, býr í Þýskalandi. Hann hefur ekki þurft að greiða krónu vegna síns sjúkdóms,” segir Simon Klüpfel sem er með krabbamein í eitilfrumum.
rétt eftir að hann var ráðinn til starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segist hafa talsverðan kostnað vegna heilbrigðisþjónustu í hverjum mánuði, samtals geti það verið allt að milljón á ári. Hann hefur fengið stofnfrumuígræðslu en er í lyfjameðferð og bíður eftir mergskiptum í Svíþjóð. Hann hefur fengið þjónustu sér að kostnaðarlausu gegnum líknarsamtökin Ljósið, hjá sálfræðingi, iðju- og sjúkraþjálfara. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi ágæt laun, hafi hann oft þurft að biðja um að reikningur fyrir þjónustuna á Landspítalanum fari í heimabankann svo hann geti greitt hann þegar betur standi á, fjölskyldan hafi líka hlaupið undir bagga og lánað þeim fé, og auk þess sé hann heppinn með vinnuveitanda sem leyfi honum að stunda starfið eins og hann ráði við með tilliti til veikindanna. Simon sótti um styrk vegna veikindanna í neyðarsjóð Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, sem var stofnaður í fyrra en átta hafa fengið úthlutað úr sjóðnum. Hann segist heppinn að ráða við að borga reikningana en margir aðrir séu ekki í þeirri stöðu. Það sé skammarlegt að stilla fólki með lífshættulega sjúkdóma upp við vegg eins og gert sé. Í Þýskalandi sé þessu öðruvísi farið. „Pabbi minn, sem býr í Þýskalandi, greindist með krabbamein ári eftir að ég greindist. Hann hefur mér vitanlega ekki þurft að greiða krónu fyrir heilbrigðisþjónustu, en þýska velferðarkerfið er talsvert betra en það íslenska.“
Mynd | NordicPhotos/Getty
Verða sjúklingagjöld kosningamál haustsins? Heilbrigðismál verða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins „á næsta kjörtímabili“. Sjúklingagjöld hafa hækkað mun hraðar en opinber útgjöld á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið. Sjúklingagjöld eru fimmtungur af öllum heilbrigðisútgjöldum. Öryrkjar og langlegusjúklingar bera þyngstu byrðarnar. Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og í dag standa heimilin undir um 20 prósentum af öllum heilbrigðisútgjöldum með notendagjöldum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
DANSKAR
INNRÉTTINGAR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.
STERKAR OG GLÆSILEGAR Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það verði forgangsmál á næsta kjörtímabili að taka sérstaklega á greiðsluþátttöku sjúklinga og draga mjög verulega úr henni. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu en hann segist ekki vilja fallast á að fólk leiti sér ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Ekki með í fimm ára áætlun „Ég fagna þessari yfirlýsingu ráðherrans en furða mig jafnframt á því að það sé ekki gert ráð fyrir auknum útgjöldum til heilbrigðismála í fimm ára áætlun í ríkisfjármálunum,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ, höfundur skýrslu sem samtökin gáfu út í lok mars um greiðsluþátttöku almennings. Greiða hundruð þúsunda Í skýrslu ASÍ kemur fram að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga hér á landi geti verið mjög há og ekkert raunverulegt þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa og langveikir hafi margir fastan heilbrigðiskostnað sem geti verið verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Þá leiði óhófleg gjaldtaka til þess að tekjulægri einstaklingar og fjölskyldur þeirra þurfi oft að sleppa því að leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Vaxið hraðar en opinber útgjöld Í skýrslu ASÍ kemur meðal annars fram að heilbrigðisútgjöld heimila hafa vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera á undanförum áratugum. Ýmsum finnst því skjóta skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að bæta úr þessu á næsta kjörtímabili en hafi látið málaflokkinn drabbast niður á því sem nú er að renna sitt skeið. „Það þarf sannarlega að gera miklu bet-
Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði segir sínar rannsóknir hafa leitt í ljós að kostnaður heimila vegna heilbrigðisþjónustu hafi vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og bitni harðast á þeim sem hafi brýnasta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið hafði verið látið drabbast niður lengi, á sama tíma er þjóðin að eldast og kostnaður heilbrigðiskerfisins að aukast verulega,” segir Henny Hinz hagfræðingur ASÍ.
ur í heilbrigðisþjónustunni, við höfum dregist verulega aftur úr en fimm ára áætlunin hefði verið rétti vettvangurinn til að setja fram slíka sýn til lengri tíma. Þetta er alvarlegt mál og það hefði verið gott að sjá merki um raunverulegan vilja.“ Gengur lengra en afsláttarkerfið Nýtt greiðsluþátttökukerfi verður innleitt í febrúar á næsta ári en það markar nokkur tímamót: „Þessi kerfisbreyting er góð að því leytinu til að það er í fyrsta sinn verið að setja hámark á greiðslur almennings fyrir heilbrigðisþjónustu, og þessi breyting gengur talsvert lengra en afsláttarkerfið sem var í gildi,“ segir Henný Hinz. „Til að mynda er búið að taka inn talþjálfun, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun sem ekki féll undir gamla afsláttarkerfið,“ segir Henný. „Það fylgdu þessu hinsvegar engir peningar og kerfisbreytingin gerði ráð fyrir
* afsláttur gildir ekki med ödrum tilbodum
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Lokað á laugardögum í júlí Verið velkomin í reynsluakstur
8|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
mikilli hækkun á greiðslum fyrir komur til sérfræðinga sem í raun þýddi stóraukna gjaldtöku af fólki sem fer sjaldan til læknis. Fyrst átti greiðsluþakið að vera 95 þúsund en heilbrigðisráðherra gaf fyrirheit í kjölfar mikillar gagnrýni um að þakið yrði lækkað niður í 50 þúsund krónur. Eftir stendur að inni í þessu þaki er ekki kostnaður vegna lyfja, sálfræðiþjónusta, tannlækninga, hjálpartækja eða ferða vegna heilbrigðisþjónustu en þetta er kostnaður sem getur hlaupið á tugum eða hundruðum þúsunda.“ Vinnur ekki gegn misnotkun Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði segir sínar rannsóknir hafa leitt í ljós að kostnaður heimila vegna heilbrigðisþjónustu hafi vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og bitni harðast á þeim sem hafi brýnasta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hann segir mikilvægt að skoða kostnaðarþátttöku almennings sem hlutfall af ráðstöfunartekjum heimilanna en ekki eingöngu sem krónutölu. „Stundum heyrist að þátttaka sjúklinga í kostnaði vinni gegn misnotkun á kerfinu, þá sé fólk ekki að fara að nauðsynjalausu til læknis. Mínar rannsóknir leiða í ljós að þessu er öfugt farið. Það eru þeir sem þurfa mest á þjónustunni að halda sem sleppa því helst að leita
eftir henni. Það bendir til þess að við séum komin allt of langt í gjaldtöku. Það verður að setja meira fé í sjúkratryggingar og lækka útgjöld heimila vegna lyfjakaupa og læknisþjónustu.“ Hann segir að breytingarnar á greiðsluþátttökukerfinu sem standa fyrir dyrum gangi að mestu út á að velta kostnaði milli sjúklingahópa. það sé ekki verið að setja nóga peninga inn í kerfið. Brýnast að lækka meðalútgjöld Rúnar segir að stærsti hópurinn sem frestar því að leita eftir heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sé ekki öryrkjar eða langveikir sem bera þyngsta kostnaðinn, heldur fólk með meðalútgjöld af heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna hafi hann varað sérstaklega við þessum breytingum. Hann segir að brýnasta verkefnið sé að lækka meðalútgjöld en því næst þurfi að verja láglaunafólk og ákveðna hópa sem verða harðast úti. Rúnar segir að ef menn ætli að standa á þessari gjaldtökuleið, sé líka spurning hvort það sé ekki eðlilegast að miða greiðslur við tekjur. Kreppan er ekki sökudólgurinn Þótt kreppunni verði auðvitað kennt að hluta til um hnignun heil-
brigðiskerfisins, segir það alls ekki alla söguna. “Við áttum ekkert inni þegar kom að niðurskurðarárunum,” segir Henný Hinz. „Heilbrigðiskerfið hafði verið látið drabbast niður lengi, á sama tíma er þjóðin að eldast og kostnaður heilbrigðiskerfisins að aukast verulega.” Samkvæmt gögnum OECD voru heilbrigðisútgjöld af hálfu hins opinbera 7,7 prósent af landsframleiðslu hér á landi árið 2004 en undir 7 prósentum á hinum Norðurlöndunum. Dæmið hefur síðan snúist við og sem hlutfall af landsframleiðslu hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála farið vaxandi undanfarin áratug á öllum Norðurlöndunum nema á Íslandi. Á Íslandi jukust útgjöld á mann til heilbrigðismála mjög lítið á árunum 2005-2009 eða aðeins um 0,4 prósent að meðaltali á ári. Á sama tíma jukust útgjöldin í Danmörku um 3,4 prósent og tæp 2 prósent í Svíþjóð og Noregi. Á árunum eftir hrun drógust útgjöld á mann saman hér á landi um 0,4 prósent en jukust áfram í Svíþjóð og Noregi um rúmlega eitt prósent en drógust saman í Danmörku um 0,8 prósent. Hlutfallið jókst svo að jafnaði milli ára í öllum löndunum nema Íslandi og árið 2013 mældust útgjöld hins opinbera til
Greitt vegna heilbrigðisþjónustu 2013 2014 2015 2016 Öryggishnappur 30.240 kr. á ári
Stundum heyrist að þátttaka sjúklinga í kostnaði vinni gegn misnotkun á kerfinu, þá sé fólk ekki að fara að nauðsynjalausu til læknis. Mínar rannsóknir leiða í ljós að þessu er öfugt farið. Það eru þeir sem þurfa mest á þjónustunni að halda sem sleppa því helst að leita eftir henni. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði
Þessi kerfisbreyting er góð að því leytinu til að það er í fyrsta sinn verið að setja hámark á greiðslur almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Greitt vegna lyfja 112.030 kr. 86.729 kr. 115.861 kr. 24.941 kr.
2013 2014 2015 2016
Þjónusta vegna svefntækis 5.280 kr. á ári
heilbrigðismála yfir 8 prósent að meðaltali í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en um 7 prósent hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er staðan enn mjög svipuð hér á landi, árið 2015 námu útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála 7,1 prósenti af landsframleiðslu. Forgangsmál kjósenda Rúnar Vilhjálmsson segir að heilbrigðismálin hafi verið forgangsmál kjósenda í síðustu kosningum ásamt skuldamálum heimila. Það hafi rannsóknir hans sýnt. Hann segist reikna með því að kjósendur vegi og meti ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í ljósi þeirra fjármuna sem hafi verið varið til heilbrigðismála á kjörtímabilinu. “Ef þeir eru sáttir treysta þeir væntanlega Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum áfram,” segir hann og bendir á að fjármálaráðherra sé kominn í kosningagírinn. “Stjórnmálamenn eru hinsvegar að meta stöðuna rétt, þegar þeir leggja mesta áherslu á heilbrigðismálin. Ég ætla að rannsaka aftur í haust hvaða mál eru mikilvægust að mati kjósenda en ég er ekki í nokkrum vafa um að heilbrigðismálin eru þar ofarlega, jafnvel efst á blaði. Það sýnir líka gríðarleg og söguleg þátttaka í undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, þar sem krafist var meira fjármagns til heilbrigðismála.”
Greitt vegna sjúkraþjálfunar 119.824 kr. 47.372 kr. 21.288 kr. 13.308 kr.
Stuðningssokkar 15.900 á ári
2013 2014 2015
72.437 kr. 86.086 kr. 86.291 kr.
Jónína fékk fulla örorku 1. janúar 2014 og útgjöld vegna lækniskostnaðar lækkuðu verulega eftir það.
Flestir eiga engan varasjóð þegar áföllin dynja yfir
14. ágúst
„Maður bara tekur upp veskið og borgar,“ segir Jónína Valdís Stefánsdóttir, varaformaður MND félagsins og fyrrverandi verk efnastjóri í sérkennslu en hún greindist með MND sjúkdóminn árið 2013. Hún segist greiða tals verða upphæð fyrir heilbrigðis þjónustu á mánuði. Þar með talið fyrir svefnlyf og sýklalyf vegna aukaverkana af þvaglegg í gegn um kvið. „Þvagleggurinn gerir mig viðkvæmari fyrir sýkingum en ella, sýklalyfin eru hinsvegar ekkert niðurgreidd frekar en svefnlyfin.“ Hún segist hafa verið í fullri vinnu þegar áfallið reið yfir. Allt hafi verið gert í vinnunni til að mæta þörfum hennar og gera henni kleift að vinna sem lengst. „Það skipti mig miklu máli. Það eru hinsvegar ekki allir í svo góðri stöðu,“ segir hún. Hun bendir á að það sé svo mikið áfall að grein ast með sjúkdóminn að öllu öðru sé vikið til hliðar, en auðvitað sé þetta umtalsverður kostnaður og það ráði ekki allir vel við að greiða hann. „Ég greiddi á fjórða hundrað þúsund fyrir rannsóknir og sjúkra þjálfun, árið sem ég greindist, þá greiddi ég 10 þúsund á mánuði aukalega fyrir frumlyfið við MND sjúkdómnum, þar sem ég þoldi illa samheitalyfið.“ Hún bendir á að hún og mað urinn hennar hafi þurft að taka ákvörðun um hvort þau myndu flytja búferlum eða ráðast í nauðsynlegar breytingar á hús næðinu til að gera það hjóla stólavænt. Þau hafi valið það síðar nefnda og þurft að greiða fyrir það úr eigin vasa. „Það voru engir styrkir í boði vegna breytinga á hurðaopum og breytinga á baðherbergi og bíla plani. Kostnaðurinn hljóp á milljón um en maðurinn minn gat sem bet ur fer lagt til vinnuna að miklu leyti sjálfur auk aðstoðar frá vinum og
Maður tekur bara upp veskið og borgar, segir Jónína Valdís Stefánsdóttir sem er með MND sjúkdóminn.
kunningjum. Þetta tók verulega á fjárhagslega og svo bætist læknisog lyfjakostnaður við,“ segir hún. Jónína bendir á að flestir sem greinast, þó ekki allir, séu komn ir yfir fertugt og hafi áunnið sér lífeyrisréttindi eða veikindarétt. Margir sem fái greiningu eigi stutt an tíma eftir og hiki við að nota peninga, til dæmis, í tannlækningar eða hjálpartæki, til að auðvelda þeim lífið. Kostnaðurinn geti engu að síður verið verulega íþyngjandi. Margir eigi engan varasjóð þegar svona áföll dynji yfir. „En það er mikill kostnaður sem þarf að greiða í upphafi hvers lyfjaárs, áður en greiðslurnar
minnka. Nú er ég orðin öryrki og greiði lægri komugjöld, en á móti kemur að ég þarf að fara oftar í rannsóknir og eftirlit.“ Jónína er nú alveg bundin við hjólastól og þarf ekki að kvíða flutningum vegna þess, svo lengi sem hún getur búið heima. „Það er mjög gott MND teymi á Land spítalanum. Það eru sálfræðingar og prestar, sem eru alltaf tilbúnir að aðstoða, við þurfum því ekki að greiða fyrir sálfræðiþjónustu, þá hefur félagið leigt íbúð og gert hana hjólastólavæna íbúð til að lána MND sjúklingum og aðstand endum þeirra, sem þurfa að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur.“
20%
OSLO rúmgafl
HELSINKI rúmgafl
20% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Rúmgafl fæst í svörtu PU leðri, hvítu og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð hér fyrir neðan miðast við rúmbreidd 140 cm.
Rúmgafl fæst í stærðunum: 120, 140, 160, 180 cm í mismunandi áklæði. Verð hér fyrir neðan miðast við rúmbreidd 140 cm.
Fullt verð: 39.900 kr.
Fullt verð: 39.900 kr.
Aðeins 31.920 kr.
Aðeins 31.920 kr.
Svart PU leður á botni.
NATURE’S LUXURY heilsurúm m/classic botni
25% AFSLÁTTUR af 180x 200 cm á meðan birgðir endast.
Stærð cm 160x200
Svart PU leður á botni.
NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni
Fullt verð 169.900 kr.
Tilboð 160 x 200 cm
20%
Aðeins 127.425 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Þrýstijöfnunar yfirdýna
AFSLÁTTUR
• Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2
af 120x 200 cm á meðan birgðir endast.
30% AFSLÁTTUR
Stærð cm 120x200
Fullt verð 79.900 kr.
Tilboð 120 x 200 cm
Aðeins 63.920 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Góðar kantstyrkingar
SAGA
sófasett 2ja + 3ja sæta
• Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2
Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð 3ja sæta: 204 x 86 x 90 cm. Stærð 2ja sæta: 147 x 86 x 90 cm. Fullt verð: 219.800 kr.
Aðeins 153.860 kr.
SPA
LÚXUS HANDKLÆÐI á ótrúlegu verði
handklæði, þvottapokar, þvottastykki og baðmottur
20% AFSLÁTTUR
Lúxus á hverjum degi
Gerð
Stærð
Litir
Fullt verð
Tilboð
Okkar frábæru SPA handklæði eru ofin úr 100% tyrkneskri bómull. Sérstök aðferð við gerð handklæðanna gerir það að verkum að þau þerra einstaklega vel og veita þér þá mýkt sem þú átt skilið.
Spa þvottapoki
15x21
5 litir
195 kr.
156 kr.
Spa þvottastykki
30x30
5 litir
195 kr.
156 kr.
Spa handklæði
40x60
5 litir
595 kr.
476 kr.
Spa handklæði
50x100
5 litir
895 kr.
716 kr.
Spa handklæði
70x140
5 litir
1.695 kr.
1.356 kr.
Spa handklæði
90x170
5 litir
2.795 kr.
2.236 kr.
Spa baðmotta
50x70
5 litir
990 kr.
792 kr.
100% tyrknesk lúxusbómull, 500 gsm Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg) www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566
www.dorma.is
Sumarútsalan
nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði
ALLT AÐ
50% AFSLÁTTUR
PURE COMFORT Fibersæng & fiberkoddi PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.
SÆNG + KODDI
Tvennu TILBOÐ
Sæng + koddi
Aðeins 9.900 kr. Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
FIRENZE náttborð
HOMELINE náttborð
Hvítt – Fullt verð: 13.900
Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900
9.900 kr.
12.720 kr.
12 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
GASTROPUB
Eins og Páley Borgþórsdóttir sagði í frægu bréfi í fyrra:
E
HAPPY FRIDAY Allir kokteilar á hálfvirði á föstudögum frá 23–01
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
FÓRNARDÝR HEIÐINNA BLÓTSIÐA
f það væru framin fimm morð á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan myndi ekki upplýsa um þau fyrr en eftir dúk og disk vegna óútskýrðra rannsóknarhagsmuna, hvað yrði þá sagt? Fimmtán þúsund manns fara saman í árlega útilegu, tjalda, grilla og skemmta sér. Sumir drekka sig ofurölvi, aðrir ekki. Á hverju ári snúa nokkrar stelpur heim af hátíðinni, niðurbrotnar á sál og líkama. Einhver eða einhverjir hafa ráðist á þær, brotist inn í líkama þeirra, meitt í þeim sálina og grafið undan sjálfsmynd þeirra. Sumar tilkynna um glæpinn til lögreglu, aðrar þegja og reyna að harka af sér. Stundum með hræðilegum afleiðingum.
Eða bara verið á röngum stað á röngum tíma.
Áður fyrr var litið á þetta sem óhjákvæmilegan fylgifisk útihátíða, Þegar mörg þúsund manns veltast um ofurölvi heilu næturnar, þar á meðal óharðnaðir unglingar, fari venjulega illa. Stúlkurnar eru þá líkt og einhverskonar fórnardýr heiðinna blótsiða.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóra í Eyjum hefur skipað sér þar í fylkingu, og ákvað í fyrra að breyta verklagi lögreglunnar og tilkynna ekki fjölmiðlum um kynferðisbrot sem kæmu upp á hátíðinni. Það sagðist hún gera til að vernda rannsóknarhagsmuni og af tillitssemi við fórnarlömbin. Nú er það svo að engin nöfn eru nefnd í slíkum tilkynningum og allar upplýsingar eru í lágmarki. Aldrei hefur því komið fram hvaða rannsóknarhagsmunir geta verið í húfi sem kalla á annað verklag.
Það er þetta sem hefur verið kallað nauðgunarmenning. Til að viðhalda nauðgunarmenningu þarf meirihluti fólks að vera sammála um að þegja um verknaðinn. Það er hægt að velja að þegja á mismunandi forsendum. Það er hægt að þegja, vegna þess að konurnar beri ábyrgð á glæpnum sjálfar, þær hafi kallað yfir sig nauðgun með áfengisneyslu, óviðeigandi klæðnaði eða ögrandi hegðun.
Það er líka hægt að þegja af tillitssemi við fórnarlambið. Verknaðurinn sem slíkur sé svo klúr og skammarlegur, ekki bara að hálfu gerandans heldur loði skömmin við fórnarlambið. Þetta er hin „góðhjartaða“ útgáfa þöggunarinnar sem gætir að heiðri og mannorði fórnarlambsins með því að sópa málinu undir teppið. Þetta er líka hin lífseiga útgáfa þöggunarinnar og margir sem áður fordæmdu fórnarlömb nauðgunar hafa nú breyst í „góðhjartaða“ verndara þessara „ógæfusömu“ stúlkna.
Hið sama er að segja um tillitssemi við fórnarlömbin. Eftir stendur að umræða um nauðganir spillir ekki veislugleðinni í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina, ef hún er þögguð niður.
„Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar.“ Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum í fyrra, þar sem þjóðhátíðin er gerð upp, kemur fram að einn hafi gist fangageymslur eftir að hann skallaði konu í andlitið í Herjólfsdal. Þá hafi komið upp 70 fíkniefnamál en fjöldann megi rekja til þess hversu vel lögreglumenn sinntu starfi sínu. Engar alvarlegar líkamsárásir hafi verið kærðar til lögreglu en minniháttar líkamsárásir séu enn til meðferðar. Í dag vitum við að fimm kynferðisbrot voru kærð á Þjóðhátíð, þar af þrjár nauðganir. Svo má hugsa sér öll hin sem eru ekki kærð og spyrja sig hvort lögreglan hafi sýnt af sér sama dugnað í þessum málum og baráttunni við fíkniefnasala. En skilaboðin eru ótvíræð. Það er því enginn misskilningur á ferðinni eins og bæjarstjórinn og lögreglustjórinn segja núna. Eftir stendur spurningin: Hvenær er í lagi að lögregla segi beinlínis ósatt eða dragi upp villandi mynd af atburðum? Ef bæjarstjóranum, lögreglustjóranum og formanni þjóðhátíðarnefndar væri nauðgað eða misþyrmt á hátíðasvæðinu, yrði þá sagt frá því í haust, þegar lögreglan hefði lokið við að kanna málið?
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
14 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Lögreglumenn beittu úðabrúsum á Íslandi 2008 og í Bandaríkjunum 2011 þannig að eftir var tekið. Í millitíðinni stórjókst snjallsímanotkun á Vesturlöndum.
Myndir | NordicPhotos/Getty
Snjallsíminn og valdið
Nútíma símtækni er á góðri leið með að breyta okkur. Í raun er um byltingu að ræða á samskiptum okkar við umheiminn. Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað fara nettengdir símar á loft. Síminn er nýr veldissproti fólksins. Hugmyndir breyta heiminum. Nýleg hugmynd, eða öllu heldur uppfinning, sem nú umbreytir heiminum fyrir framan augun á okkur er snjallsíminn. Þetta sjáum við alls staðar í kringum okkur. Myndavélar, samskiptaforrit og nettengingar sem liggja í loftinu færa fólkinu vald sem það ekki hafði áður. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is
Þið munið auðvitað eftir lögreglumanninum með spreybrúsann? Ekki þessum sem í apríl 2008 gargaði „gas, gas, gas!“ uppi við Rauðavatn, heldur þeim sem gekk hnarreistur með brúsann sinn og sullaði piparúðanum yfir hóp sitjandi mótmælenda úr Occupy hreyfingunni í nóvember 2011 vestur í Kaliforníuháskóla. Lögreglumaðurinn virkaði eins og í kvöldgöngu með brúsann og fréttin fór eins og eldur í sinu um netið á örskotsstundu. Af atvikinu voru teknar myndir úr öllum áttum, bæði með myndavélum með stórum linsum en líka með fjölmörgum nettengdum símum. Framferði lögreglumannsins vakti hneykslun, og hin nettengda heimsbyggð vissi nánast strax af atvikinu. Í dag göngum við með heiminn í höndunum, eða í vasanum. Sú vitneskja sem leynist í einum nettengdum snjallsíma fyllir bókasöfn. Einhver sagði að vegna tækninnar væri ekki lengur til nein afsökun fyrir heimsku. Heimildir fyrir því hver á þessa setningu eru eitthvað á reiki, samkvæmt netinu í snjallsímanum. Furðulega hröð þróun Við erum í tæknibyltingunni miðri. Engin uppfinning hefur haft jafn mikil áhrif á líf jafn margra og snjallsíminn, með myndavélinni sinni, nettengingu og samspili við samskiptaforrit, þar sem þau mikilvægustu eru Twitter, Youtube, Facebook og Instagram. Það er sérstakt til þess að hugsa hvað tæknin er ung að árum. Hún er rétt að komast á unglingsaldur. Fyrstu eiginlegu snjallsímarnir, sem á einhvern hátt líkjast okkar símum í dag, komu fram árið 1999 í Japan. Fyrstu árin var þessi þróun bundin við Japan og það var ekki fyrr en fyrir tíu árum, árið 2006, sem
hugtakið „CrackBerry“ fór á flug í Bandaríkjunum. Þar var vísað til þess hve BlackBerry snjallsímar þóttu ávanabindandi, nánast eins og krakk. Árið 2007 breytti síðan tilkoma iPhone öllu. Aðeins nokkrum árum fyrr, laust eftir aldamótin, hafði hugmynd um að setja myndavél í síma nánast verið skrýtin. Margir sáu einfaldlega ekki tilganginn með því. Útbreiðslan hefur verið hröð. Nú er talið að ríflega tveir miljarðar snjallsíma séu í notkun í veröldinni og heilu löndin taka upp þessa tækni með ótrúlegum hraða. Dæmi um það er Myanmar í SA-Asíu sem stökk inn í notkun á tækninni án atrennu. Landið sem áður var lítt tæknivætt er nú með einna hæst hlutfall snjallsíma af öllum virkum farsímum, en fyrir aðeins fjórum árum voru bara tvö prósent landsmanna með aðgang að netinu. Íbúar landsins eru eitthvað yfir 50 milljónum. Í Bandaríkjunum eru tíu prósent íbúa einungis tengd netinu í gegnum síma og kannanir hafa sýnt að snjallsíminn er það tæki sem fólk vildi síst vera án. Sjónvarpið má fjúka, ekki síminn. Í mörgum sögulegum samanburði er þessi græja farin að slá út sjónvarp, ljósaperuna og jafnvel prenttæknina á listum yfir mikilvægustu uppfinningar sögunnar. En kannski þurfum við einhverja fjarlægð á þetta til að slá því endanlega föstu. Stórar fréttir og smáar Þegar stórir atburðir verða skipta símar í höndum almennings nú öllu máli. Með upplýsingum úr þeim er best að ná einhvers konar sýn yfir flókna atburði sem eru að eiga sér stað. Hefðbundnir fréttamiðlar sitja eftir eða deila strax þeim upplýsingum sem fram koma á samskiptamiðlum. Þetta hefur sést aftur og aftur og sást til dæmis glögglega á valdaránstilrauninni sem gerð var í Tyrklandi fyrir síðustu helgi. Fjölbreytt efni, stór og smá atriði, myndbönd og ljósmyndir streymdu fram. Í Tyrklandi nota 35 miljónir íbúa (af 79 miljónum landsmanna) slíka tækni. Twitter var rétti staðurinn til að fylgjast með þessum atburðum, fréttamennskan var í höndum fólks á staðnum og stærstu
Tæknin breytir sýn okkar á heiminn. Hún ætti, vonandi, að auka með okkur víðsýni og samkennd, rétt eins og hún auðveldar þeim með illan hug að bera út óhróður og leiðindi. Við fáum hlutdeild í atburðum á meðan þeir eru að gerast.
Þeir undirokuðu ekki einir lengur Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur
Myndavélar á símum gera það erfiðara að beita einstaklinga eða ákveðna hópa misrétti vegna þess að þeir eru einir, einangraðir eða varnalausir. Símar hafa til dæmis afhjúpað grimman veruleika svartra í Bandaríkjunum. Þeir undirokuðu eru þá ekki lengur einir um að sjá ofbeldið eða fordómana sem þeir verða fyrir. Í nýjasta dæminu, frá Flórída á fimmtudag, má sjá svartan sálfræðing reyna að koma skjólstæðingi sínum til varnar en lögreglan skýtur á hann. Þeir sem taka upp atvikið spyrja mikilvægrar spurningar á upptökunni: „Af hverju skjóta þeir bara á svarta manninn?“
Heilt dreifikerfi í vasa almennings
Þótt snjallsímar í ætt við þá sem við þekkjum nú hafi fyrst náð útbreiðslu í Japan árið 1999 voru forverarnir hins vegar fleiri. Hér hvílir Simon frá IBM í hleðslustöð sinni árið 1994. Simon gat tekið við og sent föx og tölvupóst þess tíma og opnað frumstæðar netsíður.
Valdaræningjarnir í Tyrklandi tóku yfir sjónvarpsrásina TRT, en níundi áratugurinn er löngu liðinn. Almenningur hundsaði útsendingar þeirra og streymdu þess í stað atburðum beint af götum landsins. Klukkan tvö um nóttina voru 80 streymi í gangi á Periscope (Twitter) frá Istanbúl. Stjórnvöld hafa oft lokað á samfélagsmiðla í tíð Erdogans forseta, en nú var losað um hömlur því að almenningur notaði miðlana gegn valdaráninu. Erdogan hefur nú sett neyðarlög og efnt til hreinsana í stjórn- og menntakerfinu. Er þá hægt að kalla snjallsímann valdatæki fólksins í þessu tilviki? Hann er kannski frekar upplýsinga- og aðgerðatæki, en hann tryggir ekki endilega að útkoman sé í þágu fólksins.
Gauti Sigþórsson, menningarfræðingur
Símar á loft á Íslandi
Sumarið 2013 Lögreglumaður ásakaður um harðneskju við handtöku. Atvikið náðist á upptöku ofan af svölum húss við Laugaveg. Lögreglumaðurinn hlaut dóm.
Vorið 2015 Íbúi í miðborg Reykjavíkur tekur myndskeið af rútu í vandræðum. Lögreglumaður kemur á vettvang og bannar upptökur. Lögregluembættin hafa mörg hver tekið upp myndavélar á lögreglubúningum. Einn atburður getur því verið skrásettur úr mörgum áttum.
Sumarið 2016 Þetta ókræsilega lasagna-fat á dvalarheimili í Reykjavík náði flugi á samfélagsmiðlum á dögunum og komst þannig að í hefðbundnum fréttaflutningi.
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
| 15
Símar á lofti. Í Tyrklandi fyrir síðustu helgi fóru valdaránstilraunin og viðbrögð við henni jafnt fram á götum úti og á netinu.
Fyrirmyndarfangelsið á Kúbu var byggt eftir Panopticon-hugmyndinni sem heimspekingurinn Foucault fjallaði um. Fangarnir í klefunum komust ekki undan auga valdsins, varðmannanna í turninum. Segja má að með símum dagsins í dag horfi allir á alla, varðmenn og fangar. Turninn er orðinn gegnsær og veggirnir fallnir. Allir fylgjast með öllum. Mynd | Wikimedia Commons/Friman
fréttastofur heims fylgdust með og völdu upplýsingar þaðan inn á síður sínar og í fréttatíma. Síðar hefst greining atburðanna sem styðst þá meðal annars við þessa brotakenndu mynd sem almenningur býr til úr endalausum áttum. Líklegt er að símar muni vera áfram á lofti í Tyrklandi og skipta miklu máli í framvindunni í landinu nú þegar Erdogan forseti hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu næstu mánuði. Líf einstaklingsins Við, sem notum mikið snjallsíma og netið, gerum okkur ljóst að tæknin virðist breyta hegðun okkar og minni. Hver man símanúmer í dag, er orðin sígild spurning og þetta hafa vísindamenn aukinn áhuga á að kanna nánar. Stundum er talað um að tæknin sé þannig stafræn framlenging á sjálfum okkur, hún sé fyrir löngu orðinn hluti af okkur sem breyti okkur í grunninn. Við erum að hluta til vitvélar, segja menningarfræðingar. Það þykir ekkert óeðlilegt að mælingar sýni fram á að einstaklingur taki upp
símann sinn um 1500 sinnum á hverri viku. Miðað við 16 tíma vöku er það að meðaltali um 13 sinnum á klukkustund. Tæknin breytir sýn okkar á heiminn. Hún ætti, vonandi, að auka með okkur víðsýni og samkennd, rétt eins og hún auðveldar þeim með illan hug að bera út óhróður og leiðindi. Við fáum hlutdeild í atburðum á meðan þeir eru að gerast. Þannig getum við nánast upplifað okkur á staðnum þegar atburðir eiga sér stað. Þetta sást greinilega í Nice á dögunum, á myndum á samfélagsmiðlum innan úr flugstöðvarbyggingunni í Brussel rétt eftir árásina í mars síðastliðnum og svo mætti áfram telja. Arabíska vorið, sem nú er orðið fimm ára gamalt og er líklega ekki enn orðið að sumri, kviknaði með notkun snjallsíma. Stjórn Hosni Mubarak í Egyptalandi féll að lokum, ekki síst vegna tækninotkunar almennings. Óréttur og ómeti Valdníðsla og ofbeldi fulltrúa yfirvalda á sér lítið skjól frammi fyrir nettengdum snjallsímum. Þetta Diamond Reynolds horfir út um bílgluggann á vopnaðan lögreglumanninn sem nýbúinn var að skjóta unnusta hennar.
Í beinni Samskiptaforrit á borð við Facebook og Twitter (Periscope) gera nú notendum kleift að senda út myndbönd í beinni. Ein slík bein útsending vakti heimsathygli fyrr í mánuðinum þegar Diamond Reynolds sendi út í níu mínútur beint á Facebook. Hún sat þá við hlið unnusta síns í bíl eftir að lögreglumaður hafði skotið hann. Maðurinn, hinn 32 ára gamli Philando Castile, lést af sárum sínum en í myndbandinu missir hann meðvitund í framsætinu og samskipti Reynolds við æstan lögreglumanninn fyrir utan bílinn heyrast greinilega. Einnig má fylgjast með aðferðum lögreglunnar við handtöku á henni. Á einum stað heyrist Reynolds segja „Þeir hentu frá mér símanum, Facebook.” Þá sýnir myndin bláan himininn yfir Minnesota. Síðar lýsir hún atburðunum nánar úr aftursæti lögreglu bílsins með barnunga dóttur sína við hlið sér. Myndbandið er enn á netinu en varað er við efni þess. Tæplega sex miljónir hafa skoðað það.
sýna bæði nýleg dæmi frá Bandaríkjunum, í tengslum við Black Lives Matter baráttuna, og úr næturlífi miðborgar Reykjavíkur, þar sem aðfarir bæði lögreglumanna og næturvarða hafa vakið athygli með þessum hætti. Þegar átök almennings og lögreglu blossa upp fara símar á loft. Þannig er til dæmis talað um „regnhlífamótmælin“ í Hong Kong árið 2014, þar sem kínversk stjórnvöld saumuðu að sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins, sem best skrásettu mótmæli sögunnar. Upplýsingastraumurinn var stanslaus úr símum almennings þá tæpu þrjá mánuði sem mótmælin stóðu. En netið og tæknin gerir það líka að verkum að við verðum að vanda okkur í öllum samskiptum, líka á markaði. Það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að fá úr því skorið hvort matur á til-
Mismunandi vald. Í Black Lives Matter baráttunni fyrir réttindum blökkumanna hefur máttur tækninnar í höndum almennings margoft sýnt sig.
teknum veitingastað er lostæti eða óætur. Þetta á jafnt við um veitingastaði á Blöndósi og í Feneyjum, en veitingahúsaeigendur í borginni voru þekktir fyrir að vera slétt sama um kúnnana, því ljóst var að þeir kæmu aldrei aftur. Þei r sem telja sig beitta órétti eða er misboðið á einhvern hátt geta því náð athygli umheimsins með skjótum hætti. Lítil dæmi úr íslenskum veruleika sýna þetta. Farþegi í strætó tekur upp símann og kveikir á upptöku þegar hann sér að vagnstjórinn er að tala í símann sinn við stýrið og eldri kona sendir mynd af ömurlegum mat inni á dvalarheimili út í heiminn. Valdahlutföllin raskast, síminn er vopn. „Byltingunni verður ekki sjónvarpað“ hrópaði bandaríska söngvaskáldið Gil Scott-Heron árið
1970, en það er hins vegar löngu orðið ljóst að við, almenningur, munum miðla henni sjálf með símunum okkar. Framtíðin og mátturinn „Penninn er máttugri en sverðið.“ Þetta eru gömul en umdeild sannindi, enda fer það líklega eftir því hver heldur á hverju. Málshátturinn ber samt með sér vissu um að rökræðan sé betur til þess falin að bæta heiminn en hnefarétturinn. Hins vegar er ljóst að veltengdur snjallsími með góðri myndavél er pennanum máttugri, svona ef maður ætti að velja. Eitt er víst að breytingarnar sem fylgja síaukinni snjallsímanotkun eiga eftir að halda áfram. Nýir tæknimöguleikar munu opnast og valdið í samfélögum heimsins færast til og breytast. Það er óumflýjanlegt og vonandi gerast nokkuð átakalaust, þótt erfitt geti verið að átta sig á nýrri stöðu í breytingunum miðjum. Við erum rétt að læra á nýju tæknina og ný samskiptamunstur. Munum bara að vald er vandmeðfarið.
16 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Verslunarkjarni #5
Í hjarta austurbæjar Kópavogs
Myndir | Hari
Innan um marglitar blokkir og hvít einbýlishús stendur verslunarkjarninn Engihjalli í austurbæ Kópavogs. Fáni hefur verið dreginn á hún og á honum er vörumerki matvörubúðarinnar „Iceland“ sem þar er til húsa. Akureyrska undrið Brynjuís er þar einnig með sitt fyrsta útibú á höfuðborgarsvæðinu, auk kebabstaðarins Viking kebab sem rekinn er af Pólverjum. Ljóst er að ákveðin gróska á sér stað í hverfinu en þar er margt um manninn og segja sumir að Engihjalli sé Brooklyn Kópavogs. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Ódýrar sígarettur
„Ég hef verið að vinna hérna síðan í febrúar en ég bý í hverfinu sem er mjög hentugt,“ segir Fanný, vaktstjóri matvörubúðarinnar Iceland. „Í dag þarf að fylla á vörur en það er ansi mikið að gera. Sérstaklega um helgar reyndar. Hingað koma aðallega Íslendingar og ekki bara þeir sem búa í hverfinu heldur alls staðar að. Ég held það sé að stórum hluta vegna þess að við seljum svo ódýrar sígarettur. Þær hafa ákveðið aðdráttarafl.“
Kebab fyrir víkinginn
„Ég er bara í hádegishléi og er hérna í fyrsta skipti,“ segir sendibílstjórinn Kjartan sem bíður eftir mat á Viking Kebab. Raunar minnir Kjartan ískyggilega á víkinga liðinna alda með úfið skegg og ákveðið augnaráð. „Ég er ekki einu sinni rakaður og greiddur fyrir mynd,“ segir hann afsakandi. „Annars langaði mig bara að fá mér að borða en ég hef verið áður á þessu svæði. Síðast var ég að fá mér Brynjuís hérna og rak augun í þennan stað, fannst kjörið að koma hingað og prófa í dag.“
Snyrtistofan Rós
Vöfflur fyrir ömmu
„Ég er bara að kaupa í vöfflur sem ég ætlað baka fyrir ömmu,“ segir Kópavogsmærin Íris en amma hennar er á spítala. „Og líka rjóma og sultu. Allt fyrir ömmu,” bætir hún við en Íris er ánægð með Engihjalla og verslar mikið við Iceland að eigin sögn.
„Mig langar í strætó!“ „Engihjalli er hverfisbúðin okkar,“ segir Kim sem er frá Taílandi og er í göngutúr ásamt syni sínum Kristoffer. Hún segir þau eiga erindi í verslunarkjarnann nærri því á hverjum degi en dagurinn í dag sé þó undantekning frá því þar sem þau séu einfaldlega í göngutúr um hverfið. „Mig langar í strætó!“ segir Krisoffer og Kim brosir. „Við kíkjum kannski í strætóferð ef við hann keyrir hjá,“ bætir hún við en hefur varla sleppt orðinu þegar strætó birtist á götuhorninu. Mæðginin kveðja því með hraði og hlaupa í átt að nærliggjandi strætóskýli.
Rosalega þyrstur
Jóhann býr í nágrenninu en segist sjaldan koma við á Engihjalla. „Ég verð að kaupa mér eitthvað að drekka því ég er svo rosalega þyrstur, er í fríi frá vinnunni og skólanum. Maður kemur stundum hingað að kaupa mat því það er frekar ódýrt en ekki eins og Bónus eða eitthvað. Það góða við Iceland er að hér er opið „twentyfour seven“. En ekki misskilja mig, ég er aldrei að hanga hérna.“
Akureyrska undrið
„Þetta er ný búð og raunar fyrsta útibú utan Akureyrar,“ segir Fríða sem er verslunarstjóri í Brynjuís en með henni stendur Katla vaktstjóri vaktina. „ –aðalfólkið að sjálfsögðu. Blandarinn á bakvið.“ Þær segja margar hugmyndir hafa komið upp varðandi staðsetningu útibúsins í Reykjavík. „Aðalpælingin var náttúrulega að vera í fjölskylduhverfi þar sem væru bílastæði að ísbúðinni. Engihjalli varð fyrir valinu en það góða við hann er ekki síður það að við erum nálægt öllum öðrum hverfum,“ segir Fríða. Vaktstjórinn Katla segir dagana frekar rólega í ísbúðinni. „Eða þetta er svona upp og ofan. Það var mikið að gera hjá okkur í gær því þá var veðrið svo gott. Síðan er mikið að gera á kvöldin. Um helgar eru fáir í bænum. Allir úti á landi –á Akureyri vonandi, að fá sér ís þar.“
Íbúar Kópavogs kannast margir við snyrtistofuna Rós sem hefur verið starfandi í 25 ár, alltaf á sama stað. Kúnnahópurinn er stór að sögn eigandans Sigurrósar og samstarfskonu hennar Önnu Lísu. „Fólk er meira að segja að koma erlendis frá,“ segir Anna og bætir við að nóg sé að gera en þær séu bara tvær starfandi á snyrtistofunni í dag. „Við bjóðum upp á allskyns þjónustu; almenna snyrtingu, andlitsböð, litanir, fót- og handsnyrtingu, rafmagnsháreyðingar svo fáein dæmi séu nefnd,“ segir Sigurrós glöð í bragði og Anna Lísa kinkar kolli.
Ekki pólskur þjóðarréttur
„Lúxus kebab er vinsælastur en hann er með osti, beikoni, grísa- eða lambakjöti (blandað er best) káli, tómötum, lauki og sósu,“ þylur Kamil upp en hann afgreiðir mat á Viking Kebab. „Sósan er spicy eða hvítlauks, mild eða blönduð.“ Hann segir staðinn hafa verið starfandi í meira en ár en viðskiptavinir séu fjölmargir og frá öllum heimshornum. „Hingað koma Íslendingar, Pólverjar, Rússar, Úkraínumenn og Filipps eyingar,“ segir Kamil. Hann viðurkennir að kebab sé síður en svo þjóðarréttur Pólverja en hugmyndin hafi bara komið upp. „Þetta er bara svo vinsæll skyndibiti og allir sólgnir í hann.“
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 3 FYRIR 2
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM
40%
AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM
20-50%
AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
40%
AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM
20-40% AF ÖLLUM MOTTUM
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
T A A ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSALA ÚTSALA A L A S T A A ÚT LA LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA TSALA TSALA ÚTSA A Ú S T A Ú L T A A Ú SA LA TS A SALA Ú SALA ÚTSALRosendahl ALA ÚT ALA Ú18T|SALA TSALA ÚTSA SALA Ú SALA ÚTRodania S T FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016 Ú ÚTSAL T A A Ú Ú S L L T T A A A A Ú Michael Kors Ú S L S L T T A A A A Ú S Ú S L L T T A A A A Ú SALA Ú S L S L T T A A A Armani A Ú TS AL AÚ LA % TSAL LA ÚTS LA ÚTSAafsláttur LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA TSA% A SALA Ú SALA Úafsláttur S T A Ú S T TSA ALA ALA A ÚT A ÚT SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALAGOTT ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA A afsláttur ÚT SA A TSALA TSALA ÚTSA ALA ÚT ALAUM ÚTSAL Ú Ú S LA ÚTSilfurskart TSALA TSALAFossil T A Ú S ÚTSAL T A A verður gengin í sjötta sinn í Ú S L L T A A A A Ú Ú S L S L afsláttur T A A Druslugangan ÚT Ú S HELGINA LA L T A A A A Ú S L S L Reykjavík í dag og TSALA TSALA ÚTSA T T A A A Ú S T TSAL ALA A ÚCole A ÚTS A ÚTSALA Ú ALA Ú Ú S L L T Kenneth A A hefst eins og áður A A Ú S L S L T T A A A Ú S Ú TS AL A A ÚT ÚTS Lafsláttur TSAL ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA við Hallgrímskirkju. TSALA TSAZeitner A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA Úafsláttur A L L A S Þaðan er gengið niðT Ú ÚTS Casio ÚTSALA Ú SAL ÚTSA SALA LA ÚT T T A A A Ú Ú L S L T A A A ur Skólavörðustíg og A A S Ú L S L L T afsláttur SALA Ú ÚTSA ÚTSA ÚTSA LATissot SALA LA ÚT T T A A A A Ú S Ú Bankastræti og endað S L L T T A A A A Ú Ú S L S L afsláttur A A ÚT Henry LondonÚTSALA ÚT SA LA á Austurvelli þar sem ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA% ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A S L T A Ú S T A A A haldnar verða ræður TSAL ALA Ú ALA% A ÚTS A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA og ÚTSAL ÚTSAafsláttur Ú LA ÚTS LA ÚTSafsláttur L A S svo endað á tónT Jacques ÚTS LA TSA ALA Ú ALA ÚTSAL ALA leikum. Meginmarkmið göngunnar er að losa A ÚTSafsláttur A S L S L T T A A Ú S Ú S T T Lemans A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA Daniel A A Ú ÚTSAL S Wellington L LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALAþolendur undan skömminni sem kynferðislegt TSALA TSALA ÚTSA T ALA ÚT ALA A A ÚTSA A ÚTSNomination Ú ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað Úasa jewelery ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSALA ÚTSALAsem S L T A A Ú S L T hún á heima, hjá gerendum. A A Ú S L A ÚTSA ÚTSA SALA LA ÚT SALA LA ÚT T T A A A A A Ú S Ú L S L L Hvar? Frá Hallgrímskirkju T T A A A A A Ú S Ú S L S L T %LA Úafsláttur ALA A ÚT ÚTSA S ÚTSA SALA LA ÚT T T A A A A Ú Ú S L S L Hvenær? Í dag kl. 14 T T A A A A A Ú afsláttur S Ú afsláttur L S L L T A A ÚTSA ÚTSA SALA LA ÚT T A A A Ú LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL Úafsláttur S L L T A A A Ú S S L T ÚT LA T A TSALA TSALA ÚTSA TSALA TSAHugo TSALA TSALA ÚTSA AÚ Ú Ú LA ÚTS LA ÚTSALA Ú Skagen Boss L A A Ú L L A A A A ÚTS SA SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA ÚTSeculus T T A A A Ú L S LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ALA Ú ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A S S T ALA ÚT ALA ÚT Ú Ú Movado ÚT LA LA TSA ÚTS S afsláttur TSALA TSafsláttur A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A L ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA Úafsláttur A Ú L L TS % Ú LA Ú TS A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A L TSALA TSALA ÚTSA A SALA Ú SALA Ú S afsláttur T T TSAL TSAL ALA Ú ALA Ú AÚ A ÚTS SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS A ÚTSALA Ú T T A AL A A SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS T T A A A SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL T A ÚT LA LA ÚTS LA ÚTSALA Ú TSALA TSALA ÚTSA A S T Ú A Ú LA LA ÚTS TSALA TSALA ÚTSA A S T Ú ALA AÚ ÚTSAL ÚTSALA ÚTS Íslandsmótið í drifti A L A S T Ú Fimmta umferð Íslandsmeist-
30%
20
30%
30%
20%
30%
30
20% 20% 20
60
25%
Druslugangan
50%
50
40
30% 50%
50%
20%
K O L U L Ö S ÚT
Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunni og á michelsen.is
Grasrótin á Húrra Komið er að annarri tónleikaröð Grapevine Grassroots í sumar á vegum Grapevine. Hljómsveitirnar sem koma fram eru: Krakk & Spaghettí, Blakkát, Milkhouse, Brilliantinus og DJ Fruit. Hvar? Húrra Hvenær? Á morgun kl. 21
aramóts í drifti 2016. Keppnin fer fram á Aksturssvæði AÍH í Kapelluhrauni við Krísuvíkurveg. Búast má við miklu fjöri. Hvar? Aksturssvæði AÍH Hvenær? Á morgun kl. 8 Hvað kostar? 1.000 kr fyrir áhorfendur. Frítt fyrir 12 ára og yngri
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Kátt á Klambra Sannkölluð karnival stemning verður á barnahátíðinni Kátt á Klambra á morgun, vinstra megin við Kjarvalstaði frá bílastæði. Hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri og fjölskyldum þeirra. Fullt af dansi, tónlist, kung fu pöndum, andlitsmálningu, húllafjöri og fjölda annarra viðburða. Hvar? Klambratún Hvenær? Á morgun kl. 14
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Matur í Fógetagarðinum KRÁS götumatarmarkaður opnar í Fógetagarðinum í Reykjavík. Þetta er í fimmta sinn sem KRÁS verður haldinn og eins og fyrr má gera ráð fyrir gómsætum götumat, hressandi drykkjum og almennri gleði. Á KRÁS sameinast kokkar frá allri veitingarflórunni og útbúa götumat, undir berum himni. Hvar? Fógetagarðurinn Hvenær? Í dag kl. 13
Einsöngstónleikar í Reykholti Stórtenórinn Elmar Gilbertsson og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir taka höndum saman á einsöngstónleikunum. Fyrir hlé flytja þau lagaflokkinn Ástir skáldsins (Dichterliebe) eftir Robert Schumann. Eftir hlé verður sjónum beint að klakanum í norðri með flutningi á úrvali laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns í úsetningu fyrir salonhljómsveit. Hvar? Reykholtskirkja Hvenær? Í dag kl. 20 Hvað kostar? 3000 kr.
Kælan á Gauknum Kælan mikla er nýkomin heim úr Evróputúr og sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína á næstu dögum. Því ætlar hljómsveitin að halda tónleika á Gauknum. Hægt verður að kaupa boli og töskur á staðnum. Hvar? Gaukurinn Hvenær? Í dag kl. 21
„Fögnum! Nýja Ghostbusters-myndin er góð. Reyndar er hún mjög góð“
„Endurgerð Paul Feigs fangar stemninguna í upprunalegu myndinni með kvenpersónur í fararbroddi.“
„Hin nýgræjaða Ghostbusters er fyndin, góðviljuð og vel unnin mynd sem veitir einstaka ánægju.“
- The Guardian
- The Daily Telegraph
- Digital Spy
73% fersk - Rotten Tomatoes
KOMIN Í BÍÓ
20 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Dverghamsturinn Hress og páfagaukurinn Ber Vinir sem hittust aldrei utan búranna sinna Páfagaukurinn Ber og dverghamsturinn Hress voru sannir vinir jafnvel þótt þeir væru af hvor af sinni dýrategundinni og hefðu aldrei hist utan búranna sinna. Þegar Hress dó í hárri hamstraelli síðasta vetur varð Ber að vonum einmana og döpur. Dýrin ólu manninn í Hlíðunum hjá systrum tveimur og foreldrum þeirra. Þegar sú eldri var fimm ára var hún verðlaunuð fyrir góða hegðun með gæludýri og varð grænn páfagaukur með blárri
doppu undir stélinu fyrir valinu. Fuglinn var nefndur Bláber vegna bláu doppunnar en hefur þó verið kallaður Ber alla tíð. Ber var ekkert rosalega geðgóður fugl en eigendur hans héldu lengi vel að hann væri karlfugl. Þegar í ljós kom að hún reyndist kvenkyns og farið var að tala um hana sem slíka fór hegðunin mjög batnandi. Þess má geta að Ber
hefur verið leiðarvísir fjölskyldunnar í Eurovision alla sína tíð en þá er henni sleppt lausri og hún fær að fylgjast með. Ef hún syngur með laginu er vitað að lagið kemst ekki áfram. Dverghamsturinn Hress kom til sögunnar nokkrum árum seinna þegar yngri systirin fékk sama tilboð og sú eldri. Eftir að hafa sofnað ein í rúmi sínu í fimmtíu nætur áskotnaðist henni gæludýr og valdi hún
sér hinn síkáta hamstur Hress sem hún nefndi sjálf og endurspeglaði léttlyndi dýrsins. Þó Ber og Hress hafi aldrei hist utan búra sinna voru þau oft í sama rými þar sem búr þeirra voru hlið við hlið og vissu því vel hvor af annarri. Þeim leiddist óbærilega ef þær voru ekki í sama rými þó þær væru sjaldan úti á sama tíma. Þær voru miklar vinkonur.
Þess má geta að Ber hefur verið leiðarvísir fjölskyldunnar í Eurovision alla sína tíð
Hress dó hárri hamstraelli síðasta vetur, tveggja og hálfs árs, og var öllum harmdauði enda einstaklega skemmtilegt dýr. Ber fann líka fyrir því að missa vinkonu sína úr búrinu við hliðina og það var ekki fyrr en tveimur mánuðum seinna að nýr hamstur kom í stað vinkonu hennar að Ber fór að hressast. | bg
Sneri ekki aftur heim Kristel kynntist strák og hætti við menntó fyrir sunnan „Ég fann bara að mig langaði að vera áfram,” segir Kristel Eir sautján ára íbúi á Sauðárkróki sem fór í Skagafjörðinn að vinna á bóndabæ síðasta sumar og sneri ekki aftur heim. „Ég er úr Skagafirði og ólst upp hérna þegar ég var lítil. Fjölskyldan mín fluttist suður þegar ég var barn en mamma segir alltaf að ég sé mesti Skagfirðingurinn í fjölskyldunni.“ Raunar sneri Kristel heim í lok sumarsins í fyrra enda ætlaði hún í Menntaskólann í Kópavogi. Hún fann strax að hana langaði aftur norður og þrátt fyrir að mamma hennar hefði litla trú á því að hún myndi gera alvöru úr því fékk hún skólavist í fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki.
Var engin önnur ástæða fyrir ákvörðuninni? „Jú, ég kynntist strák. Hann spurði hvort ég vildi ekki bara flytja hingað. Við erum búin að vera í ár saman núna um helgina,“ bætir hún við. Kristel Eir er í tveimur vinnum í sumar. „Ég er að vinna á veitingastaðnum Ólafshúsi og í bakaríinu á Króknum. Það fyndnasta sem hefur gerst hingað til var þegar ég var að afgreiða túrista í bakaríinu einn morguninn en fór síðan á vakt á veitingastaðnum um kvöldið og afgreiddi þau aftur. Morguninn eftir afgreiddi ég þau síðan aftur í bakaríinu. Litli strákurinn í fjölskyldunni horfði stóreygur á mig,“ segir Kristel að lokum. | bg
Starfsfólkið hefur einlægan áhuga á hjólreiðum. Mynd | Rut
Kría Hjól á miklu flugi
Kristel er í tveimur vinnum á Sauðárkróki.
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04
-
19
Október
Sama hvort okkur vantar nýjan sundbol, hjól eða jakkaföt er góð þjónusta gulli betri í neytendasamfélagi nútímans. Framboð vöru og þjónustu er mikið hér á landi en helst þó ekki endilega í hendur við gæði. Fréttatíminn hefur því komist á snoðir um þjónustuaðila sem skara fram úr á sínum sviðum.
2016
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.
V
568.320.á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á.
WWW.TRANSATLANTIC.IS
4. - 15. október
Albanía
Hin fagra og forna Albanía.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.
Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi
Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.
Upplýsingar í síma 588 8900
SÍMI: 588 8900
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
ið viljum vekja áhuga fólks á hjólum en ekki troða þeim niður kokið á því,“ segir David Robertson hlæjandi en hann rekur hjólreiðaverslunina Kría Hjól ásamt Emil Guðmundssyni. Segja má að Kría hafi farið á flug á síðustu árum en hún er meðal vinsælustu hjólabúða landsins. „Ég byrjaði með búðina fyrir nærri átta árum, rétt eftir að hér varð hrun og ég stóð uppi atvinnulaus. Mig langaði að vinna með hjól og því varð Kría Hjól til.“ segir David. Hann var einn með litla vinnustofu á annarri hæð úti á Granda og segist ekki mæla með því að reka hjólaverkstæði á annarri hæð. David segir hlutina hafa breyst snögglega á síðustu tveimur árum og vinsældir hjólsins fari ört vaxandi. „Mér fannst fólk byrja að nota hjól eftir kreppu enda ódýr ferðamáti en í dag snýst þetta ekki bara um að spara bensín heldur er þetta orðið ákveðið sport. Það hefur svo góð áhrif á heilsuna að hjóla og fólk notar hjólið því líka í frítíma sínum.“ Þá hafi hjólanotkun betri áhrif á umhverfið en bíllinn. „Það hefur alltaf verið mest að gera í
maí og júní þegar fólk tekur hjólin út og byrjar að hjóla en það hefur reyndar breyst núna og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að nota hjól allan ársins hring! Þegar ég var að byrja í þessu voru afar fáir Íslendingar sem hjóluðu að staðaldri en núna eru þeir fjölmargir.“ David segir vinsældir búðarinnar stafa af einlægum áhuga starfsfólksins á hjólreiðum. „Við Emil erum engir svakalegir bissnessmenn heldur deilum við sameiginlegum áhuga okkar á því að hjóla. Við teljum að kúnnarnir okkar séu ánægðir því við erum ekki að troða hjólum niður í kokið á þeim. Velgengni búðarinnar stafar af því að við byrjuðum á réttum tíma og erum áhugasamir.“ Til marks um það má nefna að búðin hefur flust úr 20 fermetra plássi á annarri hæð úti á Granda í tveggja hæða hjólreiðaverslun með sérstökum æfingasal sem bætist við búðina næsta vetur. „Í sumar erum við tíu allt í allt sem vinnum hér og þegar mest er að gera lögum við um 20 hjól á dag. Feikinóg að gera. En við kvörtum ekki. Fögnum,” segir David að lokum.
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
162159
NÝTT 10 LUNDIR 4 DÝFUR
DIPS BUCKET Tíu kjúklingalundir og fjórar sósur; sterk, bbq, karrí og súrsæt.
TILBOÐ: 2.499 kr.
22 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 23. júlí 2016
Nóg að gera þegar mjóir hælar eru í tísku Skósmiður á Sundlaugavegi í nærri fjörutíu ár
Halldór skósmiður segir fólkið það skemmtilegasta við vinnuna. Mynd | Hari
„Ég byrjaði að læra 16 ára,“ segir Halldór Guðbjörnsson sem hefur rekið skóvinnustofu í 52 ár eða allt frá því að hann lauk námi hjá Helga Þorvaldssyni á Barónsstíg. Hann lýsir vinnu sinni sem fjölbreyttri en í henni felast ýmiskonar viðgerðir á skóm, sólum og hælum, auk saumaskapar. „Fyrst var ég á Hrísateigi en á næsta ári hef ég verið á Sundlaugavegi í fjörutíu ár,“ bætir hann við. Hann segir Íslendinga duglega að fara með skóna sína í viðgerð. „Já, já, og það jókst mikið eftir hrun en er kannski að jafna sig aftur núna. Þetta fylgir alltaf tískunni, fer eftir því hvernig skótau er notað. Mjóir hælar hafa verið vinsælir í gegnum tíðina með sínum hæðum og lægðum. Þeir voru allsráðandi þegar ég var að læra og hafa verið vinsælir núna og síðastliðin ár. Þegar þeir eru í
tísku er nóg að gera. Oft er talað um að skóvinna minnki þegar pinnahælarnir eru ekki í tísku,“ segir Halldór og hlær. Annars gerir hann við alls kyns skó á degi hverjum. Hvað er skemmtilegast við vinnuna? „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki að hitta fólk en ég hef alltaf verið einyrki. Það koma auðvitað mikið hingað til mín vinir og kunningjar, og það gerir annars rólegan daginn fjörugri. Þegar maður er búinn að vinna svona lengi þá er vinnan ekkert alltaf sérstaklega skemmtileg.“ „Síðan hef ég eignast gríðarlega mikið af fastakúnnum í gegnum tíðina. Sumt fólk hefur fylgt manni í fimmtíu ár. Það verða bara vinir manns en síðan hverfa sumir, eins og gengur, þegar maður hefur unnið svona lengi. Þannig er lífið.“ | bg
Frá pylsusala í ofurstjörnu á Youtube Felix Kjellberg vann í pysluvagni áður en hann sló í gegn sem vinsælasta Youtube-stjarna veraldar. Ef þú ert ekki á unglingsaldri og alltaf á Youtube, þá er ólíklegt að þú hafir heyrt um Felix Kjellberg. Engu að síður horfðu fleiri á myndband hans um Pokémon Go, sem var birt á Youtube í síðustu viku, en sáu lokaþáttinn af Game of Thrones, eða um tíu milljónir. Felix er 26 ára gamall Svíi, uppalinn í Gautaborg. Hann byrjaði með Youtube rás árið 2011 og vann samhliða í pylsuvagni til þess að fjármagna myndbönd með sér sjálfum sem hann birt á myndbandavefnum. Þar kallar hann sig Pewdiepie. Í myndböndunum fjallar hann um tölvuleiki og allt mögulegt sem er að finna á internetinu. Fimm árum síðar þénar þessi ungi maður um milljarð á ári. 46 milljónir fylgja Pewdiepie á Youtube og yfir 12 milljarðar hafa horft á myndböndin hans. Samt sem áður þekkja fæstir yfir tvítugu nafnið á þessum unga manni. Myndböndin hans njóta meiri vinsælda en tveir vinsælustu þætt-
ir veraldar, Game of Thrones og Walking Dead Markhópurinn er ungur og ef lesandinn á barn í kringum tíu ára aldur, þá er nær öruggt að barnið þekki til Felix. Af þessum ástæðum hafa fyrirtæki leitað mikið til Felix og fengið hann til þess að auglýsa tölvuleiki, jafnvel bíómyndir. Þannig hafa markaðsfræðingar fundið fyrir snöggum kipp í sölu á leikjum eftir að Felix fjallaði um þá. Eins hefur Hollywood nýtt sér Youtube-stjörnuna við kynningu á bæði tölvuleikjum og kvikmyndum. Umdeilt var á dögunum þegar Warner Bros upplýsti ekki um að þeir hefðu greitt Felix fyrir að fjalla um tölvuleikinn Shadow of Mordor. Þá hefur Felix verið gagnrýndur fyrir markaðssetningu í myndböndum sínum en þar er ekki tekið fram að um faldar auglýsingar sé að ræða nema í undirtexta við myndböndin og því má segja að markhópurinn, sem eru börn, séu heldur auðveld bráð þegar kemur að óhefðbundnum markaðsáherslum Youtubestjörnunnar. | vg
Hvaða pylsur á að setja á glóðirnar? Mynd | Hari
Hvaða pylsur á að setja á grillið? Pylsuáhugamaðurinn Haraldur Jónasson ræðir um bestu pylsurnar á markaðnum
F Felix Kjellberg er 26 ára gömul ofurstjarna á internetinu.
átt er sumarlegara en fallega sprungin grilluð pylsa. En hvaða pylsur á að setja á glóðirnar – nú þegar loksins býðst eitthvert úrval? Auðvitað er hægt að fara í sérverslun pylsumeistara og kaupa sérlagaðar grillpylsur eða rúlla í pólska smávörubúð eftir einni feitri, en sumarpylsuna, hina klassísku vínarpylsu, er best að nálgast í kjörbúðinni. Þar erum við að tala um þessar gömlu góðu mjónur sem eru einfaldlega hið íslenska sumar í fjórum bitum. Ég tala nú ekki um löðrandi í remúlaði – en aftur að valinu. Í mjög svo óformlegri smakkferð minni um íslenska vínarpylsurheiminn gæti ég krýnt Ali pylsurnar með besta “upphafsbitasnappið”. Þær eru líka með bestu áferðina. Það eina sem vantar í hann Ali okkar er smá nautakjöt. Ef úr því yrði bætt væri þar komin nánast fullkomin pylsa. En þar sem þau í Hafnarfirðinum eru bara vinna með svínið er það Kjarnafæði sem tekur bikarinn með besta bragðið. Nautaog svínakjöt í ágætis jafnvægi en vantar þó aðeins upp á “snappið” og áferðina. Goði er svo þarna einhversstaðar mitt á milli áferðar og bragðs og kemur inn í þriðja sæti. Krónan og Bónus bjóða upp á ódýrari “húspylsur” sem eru alveg ágætar í stærri pylsupartí. Krónan þó nefinu framar. En það sem kom kannski mest á óvart, í þessari mjög svo óformlegu
1. sæti Kjarnafæði
2. sæti Ali
3. sæti Goði
4. sæti Krónan
5. sæti Bónus
6. sæti SS könnun minni á vínarpylsumarkaðnum, var SS. Sláturfélagið okkar allra virðist á síðustu árum hafa tapað áttum. Pylsurnar, sem “Íslendingar borða” reyndust bragðminnstu og áferðarverstu pylsur landsins og svo að segja snapplausar. Sem er ekki gott því yfriburðarstaða SS í sjoppum og verslunum er nánast alger. Nennið þið plís að pulsa ykkur upp þarna Sláturfélagsfólk, þetta er komið gott með bragðdeyfðina. Nú. Kjötpól býr svo til ljómandi ágætar slöngur þótt aðeins bragðdaufar séu. Vínarpylsurnar þar á bænum eru þó ýmist á þykkt við bjúga, sem er skrítið, eða í óætri plastgörn, sem er enn skrítnara. Og talandi um garnir. Mikið væri ég til í að einhver pylsugerðarmaðurinn tæki upp á því að bjóða upp á pylsur í ekta görn. Það væri sumardraumur. | hari
Kjarnafæði tekur bikarinn með besta bragðið. Nauta og svínakjöt í ágætis jafnvægi en vantar þó aðeins upp á „snappið“ og áferðina.
DESIGNED & TESTED IN ICELAND
W W W. C I N T A M A N I . I S
GOTT UM HELGINA
Nýtt í bíó Star Trek: Beyond er komin í bíó en myndin hefur fengið afar góðar viðtökur: Áhöfnin á Enterprise leggur upp í áhættusama könnunarferð til ystu marka hins þekkta alheims og verður þar fyrir árás hættulegs óvinar sem hún hefur aldrei komist í kast við áður.
Nýtt í tónlist Júníus Meyvant hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu Floating Harmonies en aðdáendur Júníusar eru á öllum aldri og dæmi eru um að eldri frænkur stígi dansspor af innlifun í fjölskylduboðum þegar platan er sett á fóninn. Unglingar og ömmur líka. Skemmtileg tónlist þar á ferð.
Nýtt í tattúum Druslugangan verður gengin um helgina og er úrvalið af svokölluðum Drusluvarningi mikið. Meðal þessa eru gervihúðflúr sem fengið hefur sérstaka athygli fyrir skemmtilega hönnun. Hægt er að nálgast húðflúrin á vefversluninnni Barkode og í göngunni sjálfri.
Tölum um... útileiki Nanna
25% af öllum
Hlaupa í skarðið er uppáhaldsleikurin minn. Hann er svona að það eru fullt af krökkum í hring og þeir eru að leiðast. Þá á sá sem er hann að rassskella einhvern einn og reyna að ná plássinu hans. Þeir hlaupa sko hringinn. Síðan finnst mér reyndar líka gaman að fara í einhverja aðra leiki eins og ein króna eða feluleik. Svo hef ég farið í yfir. Ég hef prófað næstum allt.
GILDA TIL OG MEÐ
S Ó F I www.ilva.is/minnsofi
1 VELDU TEGUND
nú
414.500
SPARAÐU 145.000
Komdu í verslun okkar eða inná ilva.is, þar sérð þú allt úrvalið. Leitaðu eftir sófum sem eru merktir MINN SÓFI.
2 VELDU STÆRÐ
Atli
Þegar ég var lítill þá fannst mér ein króna langskemmtilegust því það var svo spennandi. Tilfinningin var svo klikkuð þegar maður var að kíkja fram yfir vegg eða handan við hornið og athuga hvort sá sem væri hann sæi mann og ákveða síðan að taka hlaupið. Það var geggjað! Annars held ég að vinsælasti útileikurinn í dag sé Pokémon go. Maður er búinn að skella sér nokkrum sinnum út í göngutúr að leita. Það er bæði hægt að vera einn í honum eða í stórum hópi. Fínasta sport.
Veldu stærð og einingar sem henta þér og þínu heimili.
3 VELDU ÁKLÆÐI Þú endar á því að velja áklæði. Þú getur valið á milli 104 áklæðisgerða og 32 leðurgerða. Ekki er hægt að fá alla sófa í leðri.
49.900
nú
SPARAÐU 20.000
Halland-sófaborð. Nougatlitað og grind úr reyklitaðri eik. 55 x 47 cm. 69.900 kr. Nú 49.900 kr.
7.400
nú
SPARAÐU 2.500
Dover-sófaborð. Lítið hvítt borð með svörtum fótum. 58 x 48 cm. 9.900 kr. Nú 7.400 kr.
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
TILBOÐ SÓFUM, 7. ÁGÚST SÓFABORÐUM 7. ÁGÚST OG HÆGINDASTÓLUM
minn
Ýr
Rugby myndi ég segja en ég er nýbyrjuð að spila það. Það eru sjö í hvoru liði þar sem maður er að reyna að koma boltanum hinum megin á völlin og er svo bara tæklaður á leiðinni. Þetta er frábær útiíþrótt og sérstaklega á sumrin. Maður æfir lítið á veturna. Annars er rugby loksins að verða stórt hér á landi og við sem erum í liðinu hér á Íslandi erum að fara á okkar fyrsta mót núna í ágúst.
TILBOÐ
GILDA TIL OG MEÐ
11.5.2016 13:10:35
Vesta-einingasófi. Einingasófi í fallegu gráu áklæði. 392 x 270 cm. 559.500 kr. Nú 414.500 kr. Verðflokkur A3. Hægt að sérpanta með öðru áklæði.
179.900
nú
SPARAÐU 60.000
minn S Ó F I
Kingston-sófi. Þriggja sæta með gráu áklæði. L 232 cm. 239.900 kr. Nú 179.900 kr. Verðflokkur A2. Hægt að sérpanta með öðru áklæði.
Goteborg-hægindastóll. Grátt leður á sessum og grind úr eik. 124.900 kr. Nú 89.900 kr.
194.900
nú
SPARAÐU 65.000
Andorra-sófi. Hornsófi + legubekkur með svörtu textílleðri. 308 x 203 cm. 259.900 kr. Nú 194.900 kr. Sófann er einnig hægt að fá speglaðan.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Albi-hægindastóll. Dökkgrátt áklæði. 149.900 kr. Nú 99.900 kr.