22
fréttaskýring
Helgin 4.-6. október 2013
1. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm
Krísa og vonleysi á Landspítala Heilbrigðiskerfið er á heljarþröm. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar. Spítalinn er í krísu og starfsfólkið hefur fyllst vonleysi. Nýr forstjóri segir aukið fjármagn algjör forsenda fyrir því að snúa megi þróuninni við.
L
andflótti lækna og hjúkrunarfræðinga, gífurlegt álag á starfsfólk, skortur á sérfræðingum, úreltur og bilaður tækjabúnaður og úr sér gengið húsnæði er afleiðing langvarandi niðurskurðar á Landspítalanum. Frá árinu 2008 hefur verið skorið niður um fimmtu hverju krónu á stofnuninni þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað á sama tíma og veruleg fjölgun orðið í veikasta aldurshópnum, 70 ára og eldri. Niðurskurður hefur bitnað á sjúklingum og fólk er jafnvel sent heim án þess að vera í standi til að sjá um sig sjálft, að mati starfsfólks. Neyðarástand hefur skapast á stærsta sviði spítalans, lyflækningasviði, sem rekið hefur verið eftir sérstöku neyðarplani til að koma til móts við mikinn skort lækna sem hafa einfaldlega gefist upp á álaginu. Fréttatíminn mun á næstu vikum birta greinaflokk um ástandið á Landspítalanum sem þarf að búa við áframhaldandi niðurskurð samkvæmt næstu fjárlögum þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um annað.
farið lækkandi ár frá ári sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 1998. Fréttatíminn ræddi við lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnendur á spítalanum, sem og fleiri sérfræðinga. Þeir eru sammála um að ekki sé lengur hægt að tala um að heilbrigðiskerfið sé komið fram á bjargbrún. Það sé komið framaf henni. „Það er búið að vinna skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu,“ segir Karl Konráð Andersen, sérfræðingur í hjartalækningum. Hann vinnur á hjartadeild Landspítalans sem heyrir undir lyflækningasvið, sem er það svið spítalans sem niðurskurðurinn hefur bitnað hvað mest á á undanförnum árum. „Fyrir nokkrum árum höfðum við hér heilbrigðiskerfi sem við vorum stolt af og gátum státað af að væri eitt hið besta í heimi. Það er liðin tíð. Nú horfum við upp á landflótta lækna og hjúkrunarfræðinga og tækjakostur og húsnæði er lélegt. Við höfum farið illa með þetta heilbrigðiskerfi,“ segir Karl.
Komið fram af bjargbrúninni
Heilbrigðisstarfsfólki fækkað
Landspítalinn er einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaga. Árið 2008 fékk spítalinn tæplega 50 milljarða króna fjárveitingu frá ríkinu, uppreiknað á núgildandi verðlag, en fjárveiting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er rúmir 39 milljarðar. Munurinn er 20 prósent, um tíu milljarðar. Framlög til heilbrigðismála í heild sinni voru rúmir 115 milljarðar á síðasta ári. Þau hafa
Í tölum sem Landspítalinn tók saman fyrir Fréttatímann og sýnir þróun ýmissa þátta í starfsemi spítalans á árunum 2001, 2007 og 2013 kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki, læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, hefur fækkað milli áranna 2007 og 2013. Dagvinnustöðugildum á spítalanum hefur fækkað um nærri tíu prósent á síðastliðnum tólf árum, úr 3.883 dagvinnustöðugildum að
meðaltali árið 2001 í 3.595 í janúar árið 2013. Íbúum á landinu hefur á sama tíma fjölgað um tæp 15 prósent og íbúum í elsta aldurshópnum, 70 ára og eldri, hefur fjölgað hlutfallslega enn meir, en sá aldurshópur átti rúm 40 prósent allra legudaga á Landspítala á síðasta ári. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um þúsund frá árinu 2001 og eru nú 14 þúsund og munar þar mest um dagdeildaraðgerðir. Þá má nefna að sjúklingum í slysa- og bráðaþjónustu hefur fjölgað um 50 prósent frá árinu 2001.
Fólk er beinlínis sorgmætt
Starfsfólk spítalans segir að álagið sé komið yfir öll þolmörk. „Ég hef aldrei frá því ég byrjaði að vinna hér fundið eins og núna þessa miklu þreytu. Fólk er beinlínis sorgmætt yfir því hvernig farið hefur verið með það,“ segir Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild. „Við höfum gert starfsumhverfiskannanir og vinnuálagsmælingar á læknum og hjúkrunarfræðingum og þær sýna allar fram á að álagið er allt of mikið,“ segir hún „Það er krísa á öllum spítalanum,“ segir Karl, „þótt álagið sé meira á vissum deildum líkt og krabbameinsdeild og hjartadeild. Vandamálið var svo sem fyrirséð, því fólk er að eldast. Krónískir sjúkdómar eru að sliga heilbrigðiskerfið, ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan heim. Við lifum einnig lengur því okkur hefur orðið betur ágengt með að
Ljósmynd/Hari
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
6.000
meðhöndla sjúkdóma sem fólk getur lifað lengi með,“ segir Karl. „Þessu til viðbótar kemur kreppan árið 2008 og í excel skjalinu eru heilbrigðis- og velferðarkerfið stærstu útgjaldaliðirnir og því auðveldast að skera þar niður stórar upphæðir,“ segir hann.
3.000
Landflótti sjaldan meiri
Skur ða ðger ðir 15.000 12.000
14.016 14.069 14.070 13.007
9.000
0
2013
2012
2007
2001
2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra
SLySa- og br á ða þjónuSta fjöLdi kom a 100.000 80.000 60.000
97.712
98.923 93.060 65.714
40.000 20.000 0
2013
2012
2007
2001
2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra
fjöLdi kom a á göngudeiLdir 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0
237.447 234.430 255.803 193.477 2013
2012
2007
2001
2013 framreiknað - áætlun m.v. svipaða starfsemi og í fyrra
Afleiðingarnar eru þær að læknar og hjúkrunarfólk er við það að gefast upp – ef það hefur ekki þegar gefist upp. Aldrei hefur verið meira um að læknar og hjúkrunarfræðingar sæki vinnu til útlanda, ýmist fastar stöður eða tímabundnar afleysingar. Guðmundur Karl Snæbjörnsson rekur atvinnumiðlunina hvitirsloppar.is sem sérhæfir sig í ráðningum íslenskra lækna í Svíþjóð. Hann er sjálfur ekki lengur starfandi hér á landi. „Ástæðan fyrir því að ég starfa ekki lengur á Íslandi er fyrst og fremst sú að við erum komin svo langt á eftir,“ segir hann. Guðmundur segir mikla, vaxandi undiröldu meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Þeir sem ekki eru þegar farnir geta vel hugsað sér að fara,“ segir hann. Þetta rímar við niðurstöður könnunar sem stjórnendur Landspítalans létu gera árið 2010. Í henni kom meðal annars fram að aðeins 7 prósent lækna gátu tekið undir þá fullyrðingu að þeir hugsuðu sjaldan eða aldrei um að hætta störfum. Einnig kom fram að rétt um einn af hverjum tíu læknum sögðust mæla með spítalanum sem Framhald á næstu opnu