Heilsa 26 08 2016

Page 1

HEILSUTÍMINN Föstudagur 26. ágúst 2016

Tvíburamamman sem tekur á því í Mjölni Valgerður Tryggvadóttir er einkaþjálfari og býður meðal annars upp á þjálfun fyrir nýbakaðar mæður. Sjálf á hún tveggja ára tvíbura og kveðst njóta samvista með þeim betur eftir að hún er búin að fá góða útrás í Víkingaþreki eða Valsham hjá Mjölni.

Við reynum að fá fólk til að hugsa svolítið öðruvísi um heilsuna í þessari áskorun. Við erum að krukka í hausnum á fólki.

- Fannar Karvel, yfirþjálfari í Spörtu heilsurækt

75 KÍLÓ FOKIN

Heiðdís var farin að óttast um heilsuna.

2

BESTI MORGUNMATURINN

Mikilvægt að borða rétt til að takast á við daginn.

4

SVONA LOSNARÐU VIÐ LÚSINA

Mynd | Rut

Lúsafaraldur er kominn upp í mörgum skólum.

18


2 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Mikill munur Heiðdís er nú búin að missa 75 kíló og hefur tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Henni líður miklu betur, bæði andlega og líkamlega.

„Hugsaði hvort ég myndi hreinlega lifa“ Heiðdís Austfjörð var orðin svo þung að hún óttaðist verulega um heilsu sína. Hún reyndi ýmislegt til að ná tökum á þyngdinni en e­ kkert gekk. Hún fór í hjáveituaðgerð á síðasta ári, eftir mikinn undirbúning, og hefur nú algjörlega breytt um lífsstíl. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g fór í hjáveituaðgerð í mars 2015, en það var mjög langur aðdragandi að því. Ég var búin að vera alltof þung lengi,“ segir Heiðdís Austfjörð, förðunarfræðingur, hársnyrtir og eigandi vefverslunarinnar haustfjord.is, sem breytti algjörlega um lífsstíl áður en hún fór í sjálfa í aðgerðina. Þyngdin var farin að há henni mjög mikið í daglegu lífi og hún var í raun farin að óttast um líf sitt, þrátt fyrir að vera ekki orðin þrítug.

Náði botninum 2012

„Ferlið hófst árið 2010 þegar fór ég í fimm vikna prógramm inni á Reykjalundi, eins og allir gera áður en þeir fara í slíka aðgerð. Ég ætlaði mér samt aldrei í aðgerðina, ég vildi bara gera þetta sjálf. En ég hélt áfram að þyngjast og náði botninum árið 2012. Ég var orðin hrædd um heilsu og líf og ákvað að tala aftur við lækninn sem var með mig í prógramminu og fór af alvöru að spá í þessari aðgerð.“ Það liðu þó þrjú ár þar til Heiðdís fór í aðgerðina, enda krefst slíkt inngrip

mikils undirbúnings og að mörgu þarf að huga. „Ég var orðin svo hrædd um heilsuna að ég fór reglulega í blóðprufur til að kanna hvort það væri í lagi með mig. Það er ekkert grín að vera ekki með heilsuna í lagi, hvað þá að ætla að verða fullorðinn ekki með heilsuna í lagi. Þetta aftrar manni í svo mörgu. Ég hugsaði hvort ég myndi hreinlega lifa. Hvort ég myndi ná því að verða þrítug, hvort ég yrði fertug. Hvort ég gæti eignast börn, það dregur úr líkunum að vera of þungur. Og ef ég gæti eignast börn, hvort ég gæti þá sinnt þeim, því ég fann alltaf til og var alltaf þreytt. Þessar pælingar voru því orðnar miklu meiri en að ég kæmist ekki í einhvern kjól.“ Heiðdís segir þessar hugsanir hafa tekið á og það var í raun mikið áfall fyrir hana að horfast í augu við stöðuna eins og hún var. „Ég fór því að snúa öllu við hjá mér. Og hausnum þá aðallega. Maður kemst ekkert án hans. Það er sama hvað maður djöflast og borðar rétt, ef hausinn er ekki með þá er maður aldrei sáttur.“

Undirbjó sig vel fyrir aðgerðina

Hún gerði sér vel grein fyrir að því hvað hjáveituaðgerð væri mikið inn-

TENNIS er skemmtileg hreyfing

grip í líkamann og um leið og hún fékk grænt ljós frá lækninum um að hún kæmist slíka aðgerð, þá fór hún að undirbúa sig. Hún vildi vera í hraust og tilbúin að takast á við breytingarnar á líkamanum. „Ég fór til dæmis að fara í einkaþjálfun þrisvar í viku. Ég hef alltaf æft eitthvað en aldrei náð að tileinka mér þennan lífsstíl svona mikið. Dagurinn byrjar á því að ég fer í æfingagallann og fer á æfingu,“ segir Heiðdís en í dag er hreyfingin einfaldlega fastur punktur í tilveru hennar, án þess að hún taki sérstaklega eftir því. „Þetta var alltaf pínu kvöð fyrir mig og oft nennti ég ekki á æfingu, en ef ég sleppi æfingu í dag þá er það frávik, og það truflar mig ekki neitt. Svo er ég hægt og rólega að breyta mataræðinu. Fyrst gat ég auðvitað ekki borðað neitt nema fljótandi og maukað og svo hef ég þurft að læra að borða upp á nýtt. Þetta er eins að fara á núllpunkt í lífinu. Þetta er ótrúlega gaman, en mjög erfitt líka. Þetta er ekkert grín. Ég vona að fólk haldi ekki að þetta sé auðvelt. Þetta er aldrei fyrsta val og það sem maður endilega vill gera.“

Búin að léttast um 75 kíló

Heiðdís bendir á að það sé óhjá-

Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is

kvæmilegt að léttast í þessu ferli, en hún þurfi samt að vinna sína vinnu. „Það er ótrúlega gaman að fara í ræktina, vera duglegur, stíga svo á vigtina og sjá tölurnar lækka. Ég er búin að tileinka mér þann hugsunarhátt að ég sé að gera vinnuna, þó auðvitað sé þyngdartapið óhjákvæmilegt, og það er mjög mikið þegar maður er svona þungur,“ segir Heiðdís sem er nú búin að missa 75 kíló. „Þetta er auðvitað engin töfraleið og þó ég grennist fyrst þá er ég ekki örugg út lífið. Ég þarf alltaf að passa mig. Fyrir mig var þetta bara spurn-

ing um að fá hjálp og fá annan séns. Það er allt miklu auðveldara í dag. Ég átti til dæmis orðið erfitt með að reima skóna mína, og það var mjög gaman þegar ég áttaði mig á því að það væri ekki lengur vandamál. Vinnan mín er líka auðveldari. Ég er sminka og hárgreiðslukona, sem felst í því að standa, og var alltaf ónýt eftir daginn. Nú endist ég miklu lengur.“ Þeir sem vilja kynnast Heiðdísi betur geta fundið hana á snapchat: haustfjord

Haustið er tími til að koma sér af stað! 6 góð ráð sem gætu hjálpað við að koma sér af stað í líkamsræktina. Finndu tíma Þetta þýðir oftast að eitthvað annað þarf að víkja fyrir hreyfingu og þá er gott að spyrja eftirfarandi spurninga: Geturðu gengið eða hjólað til vinnu? Geturðu minnkað sjónvarpsáhorf og farið frekar út að ganga, synda eða í ræktina? Er hægt að nýta hádegishlé í vinnunni?

Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis.

Náði botninum Á myndinni til vinstri er Heiðdís sem þyngst, en hægra megin er hún búin að missa 40 kíló.

Breyttu til framtíðar Líkamsrækt er ekki nokkra vikna átak, heldur breyting á hegðun. Hreyfing verður að hafa forgang alltaf, alla daga og það þarf hugarfarsbreytingu ef hreyfing hefur ekki verið hluti af þínu daglega lífi. Hafðu gaman Finndu einhverja hreyfingu sem er skemmtileg, það er svo ótrúlega

margt í boði, t.d. sund, hlaup, boltaíþróttir, bogfimi, sjálfsvarnaríþróttir, dans, göngur, hjólreiðar, tennis, badminton, jóga, kraftlyftingar, afró dansar, spinning og heilmargt fleira. Finndu félagsskap Þú ert mun líklegri til að halda þér við efnið ef þú ert með öðru fólki. Er gönguklúbbur í vinnunni? Eða hlaupahópur í nágrenninu? Kepptu við sjálfa/n þig Ekki bera þig saman við aðra sem þér finnst miklu betri en þú og mundu að allir byrja á byrjunarreit. Leitaðu frekar ráða hjá þeim sem hafa náð árangri og gætu hjálpað þér að ná markmiðum þínum. Byrjaðu á að setja þér einföld markmið og svo þegar þeim er náð seturðu ný.

Ekki gefast upp Stundum er þetta erfiðasti hlutinn. Það er oft einfaldara að koma sér af stað í hreyfingu í stuttan tíma en að halda því til streitu. Aðalmálið er að gera eitthvað, mæta á æfingu þótt maður sér þreyttur og gera frekar minna en ekki neitt. Ganga þá frekar en hlaupa o.s.frv. Ef þú ert komin/n með leið á því sem þú ert að gera, þá er betra að breyta til og prófa eitthvað nýtt frekar en að gefast upp.


Skál fyrır hollustu ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 00000 80907 12/15 08/16


4 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Þetta er best að borða á morgnana Það er mikilvægt að borða rétt til að geta tekist á við amstur hversdagsins. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Ef maður byrjar daginn ekki á hollum og góðum morgunverði er hætt við því að orkan endist stutt og afkastagetan verði takmörkuð. En hvað er best að borða á morgnana?

Ber og s­ veskjur

Ýmis konar ber og sveskjur eru góður kostur á morgnana vegna þess hve trefjainnihaldið er hátt. Að fá nóg af trefjum á morgnana er gott fyrir heilsuna og neysla trefja getur jafnvel dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fullt hús matar

Mörgum finnst alveg ómissandi að fá sér egg á morgnana og þau eru góður valkostur, séu þau matreidd á réttan hátt. Að steikja þau

upp úr einhvers konar feiti fellur til dæmis ekki undir það. Egg eru ekki bara uppfull af vítamínum og próteini, heldur eru þau mjög mettandi. Máltíð sem samanstendur af eggi og grófu ristuðu brauði er góð fyrsta máltíð.

Kínóagrautur

Grautar geta gefið góða fyllingu á morgnana. Flest þekkjum við að sjálfsögðu gamla góða hafragrautinn og chiagrautinn. En kínóagrautur kemur líka sterkur inn.

Sérstaklega með möndlumjólk. Svo er auðvitað tilvalið að bragðbæta hann með berjum, eplum, banönum eða öðrum ávöxtum. Og smá kanil. Kínóagrauturinn er líka frábær valkostur fyrir þá sem eru með glúteinóþol eða vilja forðast glútein. Með möndlumjólk hentar hann líka þeim sem eru vegan.

mat. Þar fyrir utan koma bananar í einstaklega þægilegum lífrænum umbúðum sem gera manni auðvelt fyrir að grípa þá með sér á leiðinni út. Prófaðu svo að hræra saman stöppuðum banana og eggi og steikja á pönnu, útkoman mun koma þér á óvart.

ur er greip stútfullt af C-vítamíni og trefjum sem hafa góð áhrif á meltingarkerfið. Matur ríkur af trefjum veitir líka mikla fyllingu og ætti því að koma í veg fyrir að þú freistist í óhollt millimál fyrir hádegi.

Hollur og þægilegur

Gott fyrir meltingarkerfið

Greipaldin er algjör ofurfæða og sérstaklega gott í morgunmat. Sítrusbragðið er ekki bara einstaklega frískandi í morgunsárið held-

Hrein grísk jógúrt er holl og góð og hana má nota á ýmsa vegu. Njóttu hennar með berjum og höfrum, eða bara hverju öðru sem hugurinn girnist.

Bananar eru einstaklega orkuríkir og því tilvaldir sem léttur morgunmatur eða sem hluti af morgun-

VINSÆ

LA

Q10

LÍNAN

Bragðgóð og holl

Einfaldar leiðir til þess að auka orku þína og jafnvægi

!

1. Góður nætursvefn

Flest erum við meðvituð um að við þurfum að sofa nóg til þess að hafa einhverja orku yfir daginn. Margir eru þó fljótir að gleyma og láta það eftir sér að vaka alltof lengi á kvöldin til þess að skrolla yfir samfélagsmiðla eða stara á sjónvarpið. Hættu að leyfa þér að vaka of lengi, settu svefninn í forgang og passaðu að fá nóg af honum – svo þú sért upp á þitt besta yfir daginn.

A ÐA R VOT T NAR LÍFR Æ UR VÖ R

DAG K R E M

NÆTURKREM

AU G N K R E M

3. Vatn, vatn, vatn.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og margir eru alls ekki nægilega duglegir við að drekka vatn daglega. Líkaminn þarf ekki að líða mikinn vökvaskort til þess að orkuleysi geri vart við sig. Gott er að venja sig á að hafa vatnsflösku aldrei langt undan.

MASKI

NÁTTÚRULEG FEGURÐ OG VIRKNI Q10 Anti Ageing kremið frá Lavera er eitt okkar vinsælasta andlitskrem. Nú fæst einnig næturkrem, augnkrem og maski í þessari línu. Lavera eru náttúrlegar og lífrænt vottaðar húð-, hár- og förðunarvörur. Fylgstu með okkur á Fésbókinni, Lavera - hollt fyrir húðina.

Sölustaðir: Öll Heilsuhús, Hagkaup Skeifunni, Lifandi markaður, Heilsuver, Heilsutorg Blómavals, Heimkaup.is og í völdum apótekum.

2. Dragðu úr koffínneyslu

Fjölmargir eru alltof háðir koffíni og treysta alfarið á það til þess að fá orku yfir daginn. Reyndu að fækka kaffibollunum (algjör óþarfi að hætta) og minnka gosdrykkju. Líkaminn á ekki að þurfa örvandi efni til þess að komast í gegnum daginn. Passaðu upp á að borða reglulega, og jafnvel taka inn fjölvítamín, þannig að þú fáir þá næringu og orku sem líkaminn þarf til þess að vera upp á sitt besta.

4. Skapaðu, hlæðu og hreyfðu þig.

Það er ótrúlega gefandi að skapa eitthvað nýtt og taka til hendinni. Það færir þér bæði orku, sjálfstraust og gleði. Sama gildir um hláturinn, hlátur slakar á líkamanum, framkallar gleði og jákvæðni og sendir meira súrefni út í blóðið. Að hreyfingunni ógleymdri, öllum er hollt að hreyfa sig reglulega, hreyfing er endurnærandi, minnkar stress og eykur orku.


Gefðu þér tíma og góða framtíð! Skráning er hafin í síma 581 3730

Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is Mótun BM

Fit Form 60+

TT 1 og TT3 fyrir 16-25 ára

Hlýtt Yoga

Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rassog lærvöðva.

Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan.

Alltaf frábær árangur á þessum sívinsælu aðhaldsnámskeiðum. Mataræði, lífsstíll og líkamsrækt tekin föstum tökum.

Styrkjandi og liðkandi yoga í heitum sal þar sem áhersla er lögð á meðvitund í æfingum og tengingu við öndun.

1-2-3 Þjálfunarkerfi JSB EFLIR almannaten gs l / H N OTSKÓGUR grafís k h önnun

Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu.

Nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


Kramhúsið

6 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Grjóthörð Valgerður er einkaþjálfari og stundar svo sjálf erfiðar æfingar í Mjölni. Æfingarnar gera það að verkum að hún verður þolinmóðari við börnin sín, tveggja ára tvíbura.

ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM

Ný námskeið hefjast 12. september

Mynd | Rut

Ert þú líka á leið í Kramhúsið? Yogakort ✷ Leikfimikort ✷ Pilateskort ✷ Zumba ✷ Jane Fonda ✷ Herra Yoga ✷ Karlaleikfimi með Sóley ✷

DANS ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ V V

V

Afró Magadans Bollywood Contemporary Kizomba Beyoncé Tangó Balkan Ballet fyrir fullorðna Flamenco

BÖRN+UNGL. Breakdans 5-7 ára Breakdans miðstig ✷ Breakdans framhald ✷ Skapandi dans 1-3 bekkur ✷ Tónlistarleikhús 6-9 ára ✷ Skapandi dans 3ja ára V Tónlist og hreyfing 4-5 ára V Nútímadans 4-10 bekkur V Listasmiðja barna 10-12 ára V Afró börn og foreldri ✷ ✷

Tryggðu þér pláss!

KVIKA

ORKA

Sími 551 5103 · kramhusid.is

NÁMSKEIÐ Námsframboð SÍBS byggir á faglegri þekkingu leiðbeinenda í fremstu röð og viðurkenndum aðferðum sem bæta heilsu og líðan.

Haustönn 2016

Fær góða útrás á æfingum hjá Mjölni

Betra líf án tóbaks, hefst 07.09 HAM byggð á núvitund, hefst 07.09 Sykursýki 2, heilsa, næring og mataræði, hefjast 12.09, 24.10 og 01.11 HAM við krónískum verkjum, hefst 13.09 Streita og jafnvægi í daglegu lífi, hefst 19.09 HAM við þunglyndi og kvíða, hefst 19.09 Heilsa, núvitund og jákvæð sálfræði, hefst 27.09 Minni, skipulag og tímastjórnun, hefst 29.09 Breytingar, tækifæri og markmið, hefst 29.09

Valgerður Tryggvadóttir er sjúkraþjálfari og einkaþjálfari og býður meðal annars upp á mömmuþjálfun fyrir nýbakaðar mæður. Sjálf á hún tveggja ára tvíbura og kveðst njóta samvista með þeim betur eftir að hún er búin að fá góða útrás á æfingum hjá Mjölni.

Núvitund í dagsins önn, hefst 29.09 Heilsa, mataræði og hreyfing, hefst 31.10 Veittur verður 10% afsláttur af námskeiðsverði fyrir þá sem skrá sig í ágúst. Nánari upplýsingar og skráning á www.sibs.is/namskeid.

É

Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560 4800 sibs.is | Finndu okkur á fb

Fyrirbyggjandi

lúsasjampó lúsasprey Öflug tvenna fyrir börn sem fyrirbyggir lúsasmit Gotitas de Oro Anti-Lice Shapoo Anti-Lice hair Lotion

Virk samsetning innihaldsefna ver hárið og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit í 90% tilfella án þess að valda óþægindum né ertingu. Notið eins og hvert annað sjampó fyrir venjulegan hárþvott og/eða spreyið daglega í þurrt hárið Inniheldur ekki eitur- né skordýraefni Útsölustaðir flest apótek og heilsubúðir.

Stofnað

Stofnað

Umboð: www.vitex.is

Kemur í veg fyrir lúsasmit

g kláraði nám í sjúkraþjálfun árið 2013 og hef unnið sem einkaþjálfari í eitt ár, eða síðan ég kom úr fæðingarorlofi. Ég hef unnið mikið með fólki sem er með eymsli í baki eða vill taka því rólega. Ég hef tekið á móti mörgu fólki sem er að leita sér að skynsamlegri þjálfun,“ segir Valgerður Tryggvadóttir einkaþjálfari. Valgerður á tveggja ára gamla tvíbura og hefur því í mörg horn að líta. Þegar hún kláraði fæðingarorlofið fyrir um ári vildi hún byrja rólega aftur að vinna. Það ­hefur hins vegar verið nóg að gera í einkaþjálfunni. Til að mynda við að sinna fólki sem er að jafna sig eftir meiðsli, bakmeiðsli og önnur, og konum sem eru að koma sér af stað eftir barneignir. „Mömmuþjálfunin er fyrir ­konur sem vilja byggja sig rólega upp eftir meðgöngu og fæðingu. Það er auðvitað mikið álag á líkamann á meðgöngu og í fæðingunni sjálfri. Margar konur ætla kannski beint í sömu þjálfun og þær voru áður en það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta. Mér fannst vanta fleiri hreyfi-úrræði sem eru í rólegri kantinum og konur hafa verið mjög

ánægðar með þessa tíma,“ segir Valgerður en konurnar taka börnin með í tímana sem eru þrisvar í viku. „Ég skipti þeim upp í grunnhóp og framhaldshóp. Í grunnhópnum eru nánast bara rólegar æfingar og við förum yfir það hvernig m ­ aður getur hlustað á líkamann. Ég fer svolítið yfir öndun og líkamsbeitingu við æfingar sem gagnast auðvitað líka í daglegu lífi með krakkana. Í framhaldshópnum eru æfingarnar miklu kröftugri en hver og ein getur sniðið æfinguna að eigin óskum.“ Valgerður er 28 ára og eign­aðist tvíburana fyrir tveimur árum, strák og stelpu. Þó það sé ekki heiglum hent passar hún upp á að finna sjálf tíma til að æfa. ­„Börnin eru tvö svo það er nóg að gera. Fyrstu árin eru auðvitað mjög krefjandi en maður reynir að hugsa vel um sig og stilla álagið af.“ Valgerður spilaði fótbolta með HK/Víkingi þar til hún eignaðist tvíburana sína. Hún hefur því alla tíð verið dugleg að hreyfa sig. Eftir að tvíburarnir komu í heiminn ákvað hún að einbeita sér að öðru en boltanum, enda erfitt að ætla að stunda skipulagðar æfingar og

mæta í leiki á kvöldin meðfram fjölskyldulífinu. Í staðinn hefur hún verið dugleg að æfa hjá Mjölni. „Maður fær góða útrás á æfingum sem skilar sér þegar maður er að ráðskast með börnin. Maður verður miklu þolinmóðari við þau og nýtur tímans með þeim betur. Það hefur líka góð áhrif á mann að fara út og hitta fólk.“

Hvers konar æfingar stundarðu hjá Mjölni?

„Ég hef aðallega verið í Víkingaþrekinu en ég hef líka farið á grunnnámskeið í glímunni brasilísku, Ju-Jitsu. Núna er ég á grunnnámskeiði í Valshami. Þetta eru „movement“-tímar þar sem maður lærir á líkamann og að beita sér. Þetta eru mjög skemmtilegar og öðruvísi æfingar, mjög krefjandi. Í Valshami þarf maður að geta beitt úlnliðunum mikið og að hafa góða stjórn á líkamanum. Það gerir þetta ennþá meira spennandi að þetta sé krefjandi á annan hátt en maður er vanur. Þetta er ekki bara eins og að fara og lyfta lóðum.“ Hægt er kynna sér einkaþjálfun Valgerðar á Facebook undir „Valgerður - Einkaþjálfun“.


HEILSUTÍMINN 7

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Hágæðavörur úr íslenskri náttúru

Nýtt útlit SagaPro fæst nú í nýjum umbúðum og innan tíðar verður það jafnframt fáanlegt í 60 töflu pakkningum.

SagaPro hefur verið á markaði síðan 2005 og er ein af mest seldu náttúruvörum á Íslandi. SagaPro er unnið úr laufum hvannarinnar og getur gagnast konum og körlum sem glíma við tíð þvaglát. Unnið í samstarfi við SagaMedica

F

yrirtækið SagaMedica var stofnað árið 2000 út frá rannsóknum á íslenskum jurtum og er fyrir löngu orðið leiðandi fyrirtæki í náttúruvöruiðnaði hérlendis. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknarstarfi dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, lífefnafræðings og fyrrum rektors Háskóla Íslands, sem hann hafði stundað um árabil. SagaPro er þekktasta afurð fyrirtækisins en varan er seld víða um heim. Við spurðum Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur, sölu- og markaðsstjóra, nánar um starfsemi fyrirtækisins. „Það má segja að rannsóknir dr. Sigmundar og fleiri sem að þeim komu síðar, hafi sýnt fram á vísindalegar ástæður fyrir vinsældum vissra jurtategunda í gegnum aldirnar, ekki síst ætihvannarinnar. Okkar sérfræðingar eru stöðugt að rannsaka og þróa hágæðavörur úr íslenskri náttúru en þær jurtir sem við höfum rannsakað og unnið með hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu allt frá landnámstíð.“

Nýverið hófst sala á SagaPro í nýjum umbúðum og innan tíðar fá aðrar vörur SagaMedica sömuleiðis nýtt útlit. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir Sölu- og markaðsstjóri

Vinsælar heilsuvörur „Sérfræðingar okkar eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir og þess er ekki langt að bíða að við sendum frá okkur nýja vöru til að gleðja alla þá sem vilja bæta lífsgæði sín. Það er einmitt það sem við hjá SagaMedica viljum stuðla að,“ segir Ingibjörg Ásta.

SagaPro slær í gegn

Þekktasta vara SagaMedica er SagaPro en varan hefur verið á markaði síðan 2005 og er ein af mest seldu náttúruvörum á Íslandi. Klínísk rannsókn fór fram á þeirri afurð árið 2010 og birtist grein um rannsóknina í alþjóðlega ritrýnda læknatímaritinu Scandinavian Journal of Urology and

Nephrology. SagaPro er fyrsta íslenska náttúruvaran sem er klínískt rannsökuð. „SagaPro er unnið úr laufum hvannarinnar og getur gagnast konum og körlum sem glíma við tíð þvaglát. Hún er mjög vinsæl meðal þeirra sem stríða við tíð næturþvaglát en þau valda mikilli truflun á nætursvefni. Við erum

þessa dagana að kynna SagaPro í nýjum umbúðum og hafa þær nú þegar verið afgreiddar á sölustaði. Umbúðabreytingarnar á SagaPro eru hluti af nýrri samræmdri heildarhönnun á vörulínu SagaMedica. Nýjar umbúðir fyrir aðrar vörur fyrirtækisins eru væntanlegar í byrjun október. Til að mæta þörfum markaðarins mun SagaMedica hefja sölu á 60 töflu pakkningu af SagaPro. Sú pakkning er væntanleg í byrjun október,“ segir Ingibjörg Ásta. Þess má geta að SagaMedica býður nú SagaPro í áskrift en þá fá kaupendur vöruna senda frítt heim reglulega og fá að auki 15% afslátt. „Eftir að SagaPro fór í gegnum klíníska rannsókn hófum við sölu erlendis og hafa móttökur neytenda, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi og Svíþjóð, verið mjög góðar.“

Gegn kvefi og vetrarpestum

Eins og fyrr segir hefur SagaMedica sett fleiri vörur á markað og má þar nefna Angelica, sem hægt er að fá bæði í töflu- og vökvaformi. Angelica er unnin úr hvannarfræjum sem innihalda fjölmörg lífvirk efni en hún hefur

gagnast vel gegn kvefi og vetrarpestum. Jafnframt finnst mörgum hún vera orkugefandi og auka afköstin. Aðrar vörur eru SagaMemo sem unnið er úr fræjum íslenskrar hvannar og blágresi. „Jafnframt seljum við hinar geysivinsælu Voxis hálstöflur sem eru góðar við særindum í hálsi og mýkja vel röddina.“

Viljum bæta lífsgæði fólks

Eins og fram hefur komið er íslenska ætihvönnin uppistaðan í vörum SagaMedica og má segja að við vinnslu þeirra sé öll jurtin nýtt. Hvönnin sem SagaMedica notar er m.a. tínd í Hrísey, sem er vistvænt vottuð. „Sérfræðingar okkar eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir og þess er ekki langt að bíða að við sendum frá okkur nýja vöru til að gleðja alla þá sem vilja bæta lífsgæði sín. Það er einmitt það sem við hjá SagaMedica viljum stuðla að,“ segir Ingibjörg Ásta. Vörur SagaMedica fást í apótekum, heilsubúðum og stærri matvöruverslunum um land allt. Nánari upplýsingar má fá á www.sagamedica.is.

MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO SagaPro er vinsæl vara við tíðum þvaglátum NÝJAR UMBÚÐIR

SagaPro er fyrsta íslenska náttúruvaran sem hefur farið í gegnum klíníska rannsókn. Fæst í öllum helstu apótekum, matvöru- og heilsuverslunum.

www.sagamedica.is

Nú vakna ég úthvíldur

Þú ferð lengra með SagaPro

Saman áfram, SagaPro og ég

Áður en ég kynntist SagaPro voru tíð þvaglát vandamál hjá mér. Þetta háði mér töluvert, bæði á daginn við útiveru og einnig á nóttunni. SagaPro hefur hjálpað mér mikið og nú vakna ég úthvíldur.

Mikið vökvatap á sér stað í löngum hlaupum ... SagaPro dró verulega úr þessum tíðu þvaglátum hjá mér og gerði það að verkum að ég gat drukkið ákjósanlegt magn af vökva í tengslum við hlaupin.

Ég er með MS og velvirka blöðru, sem vill halda mér á salerninu dag og nótt. Nú hef ég séð við henni með því að nota SagaPro og fækka salernisferðum um meira en helming.

Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri

Melkorka Árný Kvaran, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls

Jóna Guðmundsdóttir


8 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Á hverjum degi kemst húð okkar í snertingu við ilmefni, litarefni og önnur aukaefni

Neutral vörurnar eru þróaðar í samvinnu við dönsku astma- og ofnæmissamtökin og hefur vörumerkið gert það að markmiði sínu að þjóna þeim sem eru með ofnæmi eða hafa viðkvæma húð. Unnið í samstarfi við Nathan & Olsen

Á hverjum degi kemst húð okkar í snertingu við ilmefni, litarefni og önnur óþörf aukefni sem leynast í þvottaefnum, hreinlætisvörum, snyrtivörum og víðar. Sífellt fleiri þjást af ofnæmi fyrir slíkum efnum og ertingu í húð. Neutral vörurnar eru þróaðar í samvinnu við dönsku astma- og ofnæmissamtökin og hefur vörumerkið gert það að markmiði sínu að þjóna þeim vel sem eru með ofnæmi eða hafa viðkvæma húð og einnig þeim sem vilja fyrirbyggja ofnæmi.

Íþróttafatnaður er sá fatnaður sem er þveginn hvað oftast og kemst því oft í snertingu við þvottaefni. Algengt er að slíkum fatnaði, sem þveginn er mjög títt, sé skellt á hraðþvottastillingar eða styttri prógrömm sem þvottavélar bjóða upp á. Neutral fljótandi þvottaefni henta mjög vel fyrir stuttan þvottatíma, þau leysast afar auðveldlega upp bæði við lágan hita og hraðþvottastillingar og því er ekki hætta á að agnir af þvottaefnum sitji eftir í fötunum og erti húðina. Samkvæmt okkar reynslu hefur fólk helst áhyggjur af því að upplita íþróttafatnað sinn og að

það festist í honum lykt. Margir kannast við að byrja að svitna í líkamsræktinni og að lyktin sem var í fötunum fyrir magnast upp og stundum verður daufur ilmur af ilmefnum að mjög sterkri lykt í þeim aðstæðum. Neutral fljótandi þvottaefni eru mild og sérstaklega hönnuð til að vernda litina í fötunum og upplita ekki, en vinna samt á óhreinindum og svita á áhrifaríkan hátt og skila þér tandurhreinum íþróttafötum án þess að eftir sitji ilmefni eða duftagnir. Hafa ber í huga að fara ætíð eftir þvottaleiðbeiningum á fatnaði.

Heilsuverslun SÍBS rekin án hagnaðarsjónarmiða

Guðmundur Löve vill að félagið leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Unnið í samstarfi við SÍBS

H

lutverk SÍBS er að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar. SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund, öryrkjavinnustaðinn Múlalund, Fræðslumiðstöð SÍBS og Verslun SÍBS, auk Happdrættis SÍBS. Líkt og önnur starfsemi samtakanna er Verslun SÍBS í Síðumúla 6 rekin án hagnaðarsjónarmiða og býður fjölbreytt úrval af útivistarvörum, stoðvörum og öðrum heilsutengdum vörum. Námskeið SÍBS eru haldin í samvinnu við Reykjalund, göngudeild sykursjúkra, símenntunargeirann og fleiri fagaðila.

Hverjar eru áherslur í fræðslustarfi SÍBS í haust?

„Við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins og það birtist í fjölþættu starfi tengdu ólíkum hlekkjum í forvarnarkeðjunni,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS. „SÍBS er t.d. einn aðstandenda Icelandic Health Symposium sem stóð fyrir Foodloose-ráðstefnunni í Hörpu í maí og við erum ötul við að dreifa boðskapnum um heilbrigðan lífsstíl sem víðast. Í október ætlum við svo að hnykkja á því mikilvægasta í SÍBS-blaðinu, þar sem verður, í tilefni kosninga, fjallað um brýnustu verkefnin á sviði heilbrigðismála og forvarna.“

Verslun án hagnaðarsjónarmiða Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, fyrir framan Verslun SÍBS í Síðumúla 6.

„Í haust verður svo boðið upp á námskeið í samstarfi við Samtök sykursjúkra og göngudeild sykursjúkra. Einnig verður boðið upp á námskeiðið Breytingar, tækifæri og markmið sem byggir á aðferðafræði NLP-markþjálfunar, 8 vikna námskeið í núvitund og styttra námskeið sem tvinnar saman jákvæða sálfræði og núvitund með áherslu á heilsueflingu,“ segir Guðmundur. „Áfram verður boðið upp á Reykjalundarnámskeið SÍBS sem er fjölbreytt námskeiðaröð sem eru aðlöguð útgáfa á námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi og ekki má gleyma að minnast á árlega gönguáskorun SÍBS og gönguhópsins Vesens og vergangs sem fór af stað 24. ágúst og lýkur 1. október.“

En af hverju heilsuverslun án hagnaðarsjónarmiða?

„SÍBS vill að bætt heilsa skili sér í betri líðan einstaklinganna og betri afkomu samfélagsins. Þess vegna settum við á stofn Verslun SÍBS sem rekin er án hagnaðarsjónarmiða, þannig að verði afgangur af rekstrinum fer hann einvörðungu í að lækka vöruverð og bæta þjónustu.“ Sem dæmi um vörur nefnir hann Vitility stoðvörurnar sem eru sérhannaðar til að auðvelda daglegar athafnir fólks með skerta hreyfigetu, bresku vörumerkin 1000 Mile með blöðrufría sokka, Ultimate Performance-stuðningshlífar og íþróttavörur og Inov-8 skó og annan íþrótta- og útivistarfatnað, auk vara frá Garmin og Janus, Pilatesog jógavörur og ýmsar aðrar vörur. Nánar á sibs.is/verslun


HEILSUTÍMINN 9

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Femarelle vörulínan Unnið í samstarfi við Icecare

F

emarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Það slær á einkenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum. Nú eru 2 nýjar Femarelle vörur komnar á markað. Femarelle Rejuvenate inniheldur B2 vítamín og Bíótín (B7) sem stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs og húðar, eðlilegum orkugæfum efnaskipt- um ásamt eðli­ legrar sálfræðilegr- ar starfsemi og minni þreytu og slen. Sam­ setningin hentar best til að mæta þörfum kvenna 40 ára og eldri. Femarelle Rejuvenate hjálpar ­konum á aldrinum 40+ að vera þær sjálfar á ný. Einstakir eiginleikar Femarelle Rejuvenate. Femarelle Rejuvenate hjálpar konum á ­aldrinum 40+ að vera þær sjálfar á ný.

Af hverju höfum við bætt B6 í Femaelle blönduna?

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að einkaleyfisvarða innihaldsefnið DT56a stuðlar að jafnvægi kvenna á vissu aldurskeiði. Þegar því er náð magnar B6 vítamínið þau áhrif sem Femarelle Recharge hefur og hafa rannsóknir sýnt að B6 stuðlar að hormóna­jafnvægi, eðlilegum orkugæfum efna­ skiptum, eðlilegrar sálfræðilegrar starfsemi og minni þreytu og slen.

„Regla komst á tíðarhringinn og ég er öll í betra jafnvægi.“ Selma Björk Grétarsdóttir

Femarelle Recharge hjálpar konum á aldrinum 50+ að taka stjórnina á einkennum tíðahvarfa með hjálp hörfræa á öruggan og áhrifaríkan hátt.

Einstakir eiginleikar Femarelle Unstoppable.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að einkaleyfisvarða innihaldsefnið DT56a stuðlar að jafnvægi kvenna á vissu aldurskeiði. Kalk og D3 vítamín verða að vera til staðar í líkamanum til að viðhalda styrk beina hjá konum eftir tíðahvörf. Samspil þessara beinmyndandi efna og nauð­ synlegra næringaefna gerir okkur kleift að lækka kalkmagnið. Þar með minnka líkur á of­ skömmtun sem hefur neikvæð áhrif á ­líkamann. Einnig hefur það sýnt sig að DT56a minnkar leggangaþurrk og B2 og B7 vítamín eiga bæði þátt í að viðhalda slím­myndun í leg­göngum sem og að minnka þreytu og slen. ­Sam­setning þessara efna er ­hentug lausn fyrir konum 60 ára og eldri. Femarelle Unstoppable hjálpar konum á aldrinum 60+ að viðhalda kraftmiklum lífsstíl þegar árin færast yfir. Femarelle vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða um land allt og í vefverslun Icecare, www.icecare.is.

„Ég er í mun betra jafnvægi og mæli heilshugar með Femarelle.“ Soffía Káradóttir

NÝTT

NÝTT

40+ Fyrir tíðahvörf Femarelle Rejuvenate

50+ Tíðahvörf Femarelle Recharge

60+ Eftir tíðahvörf Femarelle Unstoppable

Elskaðu árin eftir fertugt og vertu þú sjálf á ný. Fyrir: • Óreglulegar blæðingar. • Þurrkur og minni teygjanleiki húðar. • Minnkandi orka og aukin þreyta. • Skapsveiflur. • Aukin fyrirtíðaspenna. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Minnkar skapsveiflur. • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku. • Eykur teygjanleika húðar. • Viðheldur eðlilegu hári.

Lifðu til fulls eftir fimmtugt og taktu stjórn á líkamanum. Fyrir: • Hitakóf. • Nætursviti. • Óreglulegur svefn. • Slen. • Minni kynhvöt. • Skapsveiflur. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Slær hratt á einkenni ( hitakóf og nætursviti minnkar og jafnvel hverfur innan mánaðar frá því að notkun hefst). • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku. • Eykur kynhvöt. • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi.

Njóttu áranna eftir sextugt og sigraðu framtíðina. Fyrir: • Beinþéttni. • Leggangaþurrkur. • Ójafnvægi í slímhúð llegganga og þvagrás. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Inniheldur kalsíum og D3 vítamín sem eru nauðsynleg til að styrkja bein að innan. • Stuðlar að heilbrigðri slímhúð leggangna. • Eykur liðleika. • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku sem stuðlar að sálfræðilegu jafnvægi.

Fæðubótarefni fyrir innra eyrað

Vita Ear frá New Nordic er byltingarkend vara Unnið í samstarfi við Icecare

U

„Femarelle hefur gert mikið fyrir mig, ég hef mun meiri orku.“ Eva Ólöf Hjaltadóttir

m 30% einstaklinga á aldrinum 45 ára og eldri upplifa einhverskonar óþægindi vegna heyrnar og/eða heyrnartaps. Slíkt getur haft mikil áhrif á líf þeirra sem lifa virku lífi og ekki síður rænt fólk mikilli orku. Sífellt fleiri hafa gripið til ráðstafana gegn þessari þróun sem getur hægt verulega á lífsstílnum. Það gera þeir með því að taka Vita Ear frá New Nordic. New Nordic hefur þróað byltingarkennt fæðubótarefni með jurtaefnum sem unnin eru úr ginkgo biloba, sem hjálpar til við að viðhalda heyrn, berki franskra barrtjráa, sem hjálpa til við að viðhalda góðri háræðablóðrás, og magnesíum, sem hjálpar til við að viðhalda eðlilegri starfsemi taugakerfisins svo sem boðflutningi, móttöku og úr vinnslu skynupplýsinga (taugaboða). Fullorðnir einstaklingar á öllum aldri mega nota fæðubótarefnið. Með rannsóknum á magnesíuminntöku starfsmanna í flugher Bandaríkjanna sem eru stöðugt í miklum hávaða hafa vísindamenn komist nær því að uppgötva leyndardóma magnesíums. Í innra eyranu eru þúsundir örsmárra hára sem tengjast skynfrumum. Vísindamenn hafa uppgötvað tengsl milli rafvakajafnvægis (elecrtrolyte balance) og heyrnar. Rafvakaójafnvægi hefur neikvæð áhrif á getu skynfruma innra eyrans til að nema hljóðbylgjur. Magnesíum er rafvaki og ef það skortir í fæðunni leiðir það til rafvakaójafnvægis í líkamanum. Magnesíumið í Vita

Ear viðheldur eðlilegu jafnvægi rafvaka í líkamanum. Með aldrinum minnkar magnesíummagn líkamans vanalega. Geta líkamans til að taka upp magnesíum úr fæðunni minnkar. Fæða okkar hefur sömueiðis mikil áhrif á magnesíumbúskap líkamans. Til dæmis gengur fosfórsýra sem notuð er í marga gosdrykki á magnesíum í líkamanum. Neysla áfengis minnkar sömuleiðis magnesíumupptöku líkamans. Auk magnesíums inniheldur Vita Ear einnig náttúrulega blöndu af þykkni unnu úr berki

barrtrjáa og gingko biloba. Bæði þessi náttúruefni hafa verið notuð um aldir sökum lífefnafræðilegrar virkni þeirra. Börkur ákveðinna barrtrjáa hjálpar til við að viðhalda góðri æðavirkni og blóðrás í háræðum. Lauf gingko biloba-trésins hjálpa sömuleiðis við að viðhalda góðri blóðrás háræða sem og góðri heyrn. Vita Ear fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða um land allt og í vefverslun Icecare, www.icecare.is.


0,75 L 10 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Hreinir, lífrænir safar í 80 ár 0,2 L

Unnið í samstarfi við Innnes

Á

vaxta- og grænmetissafar eru góðir til að hjálpa okkur að ná að innbyrða 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. En það er ekki sama hvernig safar það eru. Mikilvægt er að drekka hreina safa sem ekki innihalda neinn viðbættan sykur og eru ekki búnir til úr þykkni. Og enn betra er að safarnir séu lífrænir því þá innihalda þeir meira af næringarefnum og vítamínum.

0,75 LLífrænir safar í 80 ár

Með hæsta gæðastimpil lífrænna vara

Beutelsbacher safarnir eru allir 100% lífrænir og fjölmargir þeirra eru einnig með „demeter“ vottun, en það er hæsti gæðastimpill sem til er fyrir lífrænar vörur. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun (biodynamic agriculture) og er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Hún nær út fyrir hefðbundnar reglugerðir um lífræna ræktun. Lífaflsræktun er heildræn nálgun til landbúnaðar sem grundvallast á heildarsýn sem nær yfir vistfræðilega, hagfræðilega og félagslega þætti landbúnaðarframleiðslu, bæði er varðar nærumhverfi og með tilliti til allrar jarðarinnar og þær lífverur sem á henni lifa.

0,77 L

Beutelsbacher var stofnað árið 1936 af Maier fjölskyldunni í Remstal í Þýskalandi og er í dag rekið af þriðju kynslóð fjölskyldunnar í Weinstadt í Þýskalandi. Vel er vandað til framleiðslu á Beutelsbacher söfum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefninu. Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og eru þeir allir settir á vistvænar, endurnýtanlegar glerflöskur. Í öllu framleiðsluferlinu er áhersla lögð á orkusparnað og notkun endurvinnanlegra efna. Keppikefli þeirra er að gæta umhverfisins. Þau auka frjósemi jarðvegarins með skiptiræktun, grænum áburði og rotmassa.

0,75 L

Kókos-ananas safi

Ljúffengur og frískandi safi með framandi bragði af ferskum ananas og kókoshnetu. Safinn er blandaður með bananamauki og appelsínusafa og sættur með agave og vínberjaþykkni. Þessi safi er æðislegur í lífræna frostpinna, bara hella honum í formið og frysta!

Spírulína safi

Spírulína þörungar innihalda mikið magn næringarefna, þeir styrkja varnir líkamans og auka orku og vellíðan. Sumum líkar ekki bragðið af spírulína en í þessum safa er það vel blandað í ávaxtasafa og bragðast mjög vel. Uppistaðan í þessum safa er ferskpresssaður mangósafi og appelsínusafi, hann er líka gerður aðeins sætari með agave og vínberjaþykkni. Gott er að skella einum svona í sig þegar seinniparts þreytan gerir vart við sig.

Beutelsbacher safarnir eru 100% lífrænir. innihalda ekki nÞeieinrn viðbættan syku eru í staðinn nærrien garríkir og fullir afnvítamínum.

0,75 L

Eplaedik Eplaedik hefur löngum verið þekkt fyrir góð áhrif á meltingu, brjóstsviða og aukna slímmyndun í líkamanum. Það gerir líkamann basískari og hjálpar til við hreinsun líkamans ásamt því að vera náttúrulega vatnslosandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er ekki hitameðhöndlað og er því náttúrulega skýjað. Það er dregið úr ógerjuðum eplasafa sem pressaður hefur verið úr ferskum eplum. Eplaedikið er kaldunnið til þess að varðveita mikilvæg næringarefni. Prófið að byrja daginn á vatnsglasi með 2 msk af eplaediki og finnið áhrifin.


HEILSUTÍMINN 11

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

GlucoSlim – nýtt þyngdarstjórnunarefni sem virkar GlucoSlim frá Natures Aid inniheldur glucomannan trefjar sem unnar eru úr rótarhýði konjak plöntunnar. úr matarlyst. Þegar glucomannan trefjarnar eru teknar inn reglulega hafa þær einnig jákvæð áhrif á blóðsykurinn, hann verður jafnari og við eigum auðveldara með að halda nartþörfinni í skefjum.

Unnið í samstarfi við Artasan

Þ

etta þyngdarstjórnunarefni er samþykkt af matvælastofnun Evrópu (EFSA) og rannsóknir sýna að það stuðlar að þyngdartapi, sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði. Glucomannan trefjar eru þekktar víða um heim sem öflugt þyngdarstjórnunarefni en eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar er talið að þær stuðli að þyngdartapi vegna eftirfarandi þátta: • Þær eru nánast hitaeiningalausar • Þær taka pláss í maganum, auka á seddutilfinningu og draga þannig úr innbyrgðu magni • Þær seinka tæmingu magans sem þýðir að við verðum síður svöng • Þær draga úr upptöku próteins og fitu

Minni matarlyst

Því er nauðsynlegt að drekka vel af vatni samhliða inntöku.

Þyngdartap

Trefjarnar eru hitaeiningasnauðar, þær taka pláss í maganum og framkalla þannig seddutilfinningu svo að fólk borðar minna. Þær hægja á tæmingu úr maga og stuðla því líka að því að lengri tími líður áður en við verðum aftur svöng.

Jafnari blóðsykur

Eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar draga þær úr upptöku á próteini og fitu og eru vinveittar Trefjar sem margfaldast góðu gerlunum í þörmunGlucomannan eru vatnsum. Fitusýran butyrate leysanlegar trefjar, er búin til af baktunnar úr rótarhýði eríum í þörmunum n a n n a „Glucom ð konjak plöntunnar þegar þær komstuðlar a það ast í snertingu við (Amorphophallus é s trefjar en þessi konjac) en plantan þyngdartapei,m hluti s n fitusýra er bólguer einnig þekkt undir in ið tek u eyðandi og hefur nafninu djöflatunga af orkusnaui.“ð öflug verndandi eða vúdúlilja. Eins og mataræð áhrif á meltingarvegmeð aðrar trefjar þá inn. Rannsóknir benda eykur glucomannan umfang hægða og auðveldar losun til þess að butyrate viðbótin en þessar trefjar geta drukkið í sig komi í veg fyrir þyngdaraukningu gríðarlega mikið magn af vökva. með því að auka brennslu og draga

Trefjarnar auka líkur á þyngdartapi því að þær hægja á upptöku næringarefnanna og hafa þannig jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesterólið, í kjölfarið flýta þær svo fyrir losun. Þetta þýðir einnig að við borðum minna og höfum minni matarlyst.

Minni líkur á sykursýki II

Glucomannan er ekki bara gott þyngdarstjórnunarefni því þó nokkrar rannsóknir benda til þess að það dragi úr líkum á því að við þróum með okkur hjartasjúkdóma og/eða sykursýki II.

1

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2699871/ http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18842808 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15614200

Samkvæmt 14 rannsóknum getur glucomannan:

• • • •

Lækkað heildar kólesteról Lækkað LDL kólesteról Lækkað þríglyseríða Lækkað blóðsykur

Megin ástæða þess að kólesteról lækkar er að trefjarnar draga úr upptöku þess í meltingarveginum.

Rannsóknir staðfesta virkni

Matvælastofnun Evrópu (EFSA) samþykkir glucomannan sem þyngdarstjórnunarefni og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessar trefjar geti stuðlað að þyngdartapi.

3

GlucoSlim frá Natures Aid

GlucoSlim inniheldur eingöngu glucomannan trefjar en rannsóknir sýna að til að tryggja virkni þeirra verður að taka að minnsta kosti 3000 mg daglega eða 2 hylki af GlucoSlim þrisvar sinnum á dag og drekka 1-2 vatnsglös samhliða.

„Trefjarnar framkalla seddu tilfinningu, þú borðar minna og lengri tími líður áður en við verðum svöng.“

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana.

Kólesterólið lækkaði og ég gat minnkað lyfjaskammtinn um helming

Artasan kynnir Organic Beetroot frá Natures Aid sem er lífræn þurrkuð rauðrófa í hylkjum. Rauðrófan telst til ofurfæðis en hún er mjög rík af andoxunarefnum og talin 100% náttúrulegt bætiefni. Tvö hylki á dag „Í samráði við lækninn minn hef ég minnkað lyfin við sykursýki II um helming eftir að ég byrjaði að taka inn rauðrófuhylkin frá Natures Aid.“

Unnið í samstarfi við Artasan

H

ollusta rauðrófunnar hefur lengi verið þekkt. Hún er mjög rík af andoxunarefnum og hafa rannsóknir á rauðrófu sýnt að hún er æðavíkkandi. Aukið blóðflæði hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfi líkamans, lækkar blóðþrýsting, eykur snerpu, orku og úthald.

„Í kjölfar hjartaáfalls rauk kólesterólið hjá mér upp úr öllu valdi. Rauðrófuhylkin hjálpuðu mér að ná því niður í eðlilegt horf á örfáum mánuðum.“ Jóhannes S. Ólafsson Útgerðarmaður og skipstjóri

Gott gegn hand- og fótkulda

Lífrænu rauðrófuhylkin frá Natures Aid eru 100% náttúrulegt bætiefni og góð fyrir alla sem vilja viðhalda góðri heilsu. Það er mikill hægðarauki fyrir marga að geta tekið inn rauðrófuhylki því ekki eru allir jafn hrifnir af bragðinu af rauðrófunni eða rauðrófusafanum. Viðtökur íslendinga hafa verið ótrúlega góðar og það eru margir sem kaupa þessa vöru aftur og aftur vegna þeirra áhrifa sem þeir finna. Margir tala um að hand- og fótkuldi minnki til muna og að úthald við íþróttaiðkun aukist. Það er einnig algengt að blóðþrýstingur lækki.

Við mælum því með lífrænu rauðrófuhylkjunum fyrir:

• þá sem þjást af hand- og fótkulda. • allt íþróttafólk sem vill ná betri árangri, auka orku, úthald og snerpu. • alla þá sem eru að glíma við blóðþrýstingsvandamál, of hátt kólesteról, hjarta, æða-

og taugasjúkdóma, ristilvandamál ofl. • alla sem vilja bæta kynlífið en þar skiptir gott blóðflæði miklu.

Minnkaði lyfjatöku við sykursýki II um helming

Jóhannes S. Ólafsson, útgerðarmaður og skipstjóri frá Akranesi, fékk hjartaáfall árið 2007. „Í kjölfarið greindist ég með sykursýki II og fékk lyf við því. Samhliða rauk kólesterólið hjá mér upp úr öllu valdi. Í maí 2015 sagði kunningi minn mér frá Beetroot rauðrófuhylkjunum frá Natures Aid sem hann var að taka, en ástæða þess að sá fór að taka inn rauðrófuhylkin var góð reynsla vinar hans sem hefur verið að glíma við sykursýki II. Þess vegna benti hann

mér á að skoða þau og prófa.“ „Ég hef tekið rauðrófuhylkin inn daglega síðan í maí 2015. Ég tek eitt á morgnana og eitt á kvöldin. Ég fann strax að þetta gerði mér gott enda kom í ljós eftir læknisheimsókn síðar um haustið að kólesterólið hafði snarlækkað og ég var látinn minnka skammt sykursýkislyfjanna um allt að helming.“ „Ég er mjög ánægður með rauðrófuhylkin frá Natures Aid og mæli heilshugar með þeim. Við hjónin bæði tökum þau daglega, við finnum mikinn mun og okkur finnst þau gera okkur mjög gott.“

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og verslana.

100%

in frá Rauðrófuhylk eru id A s Nature leg 100% náttúru

Aukið blóðflæði Rauðrófan er mjög rík af andoxunarefnum og hafa rannsóknir á rauðrófu sýnt að hún er æðavíkkandi.


12 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

„Hafkalk gerði kraftaverk fyrir mig“ Hafkalk er vottuð náttúruafurð úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Unnið í samstarfi við Hafkalk

Hafkalk ehf. á Bíldudal framleiðir einnig:

H

afkalk er vottuð náttúruafurð úr kalkþörungum úr Arnarfirði sem innihalda um það bil 30% kalsíum, 2% magnesíum og fjölmörg stein- og snefilefni. Þar á meðal járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt, eða hvorki meira né minna en 74 stein- og snefilefni úr hafinu í náttúrulegu jafnvægi. Kalkþörungar hafa mikið yfirborð vegna einstakrar uppbyggingar og brotna auðveldlega niður í meltingarveginum, Þetta, ásamt samlegðaráhrifum hinna fjölmörgu snefilefna, tryggir góða upptöku og virkni. Kalk er nauðsynlegt til þess að byggja upp sterk bein og fyrirbyggja beinþynningu. Það eru því sérstaklega konur á miðjum aldri sem þurfa á þessum efnum að halda en einnig konur á meðgöngu eða með barn á brjósti og allir sem ekki fá nægilegt magn af kalki og steinefnum úr fæðunni. Steinunn P. Hafstað lista- og nuddkona segir Hafkalk og Hafkalk-Gull hafa bjargað lífi sínu en hún hryggbrotnaði í tvígang árið 2015 en Hafkalk-Gull er með viðbættum D3 og K2 vítamínum. „Í ættinni minni er mikil beinþynning og móðir mín var á sínum tíma orðin örkumla. Þegar ég lendi inn á spítala í febrúar árið 2015 er ég sett á lyf vegna beinþynningar, sem ég vissi vel að væri til staðar, en lyfin fóru svo illa í mig

Haf-Ró slakandi blöndu kalkþörunga, náttúrulegs magnesíums, virks B6 vítamíns ásamt C vítamíni. Hafkraftur er kraftmikil blanda náttúrulegs magnesíums, virks B6 vítamíns ásamt C vítamíni. Hafkrill er hreint ljósátulýsi (Omega 3) sem fer vel í maga og hefur mikla virkni. Allar vörur Hafkalks eru án aukaefna.

Kraftaverk Hafkalk er vottuð náttúruafurð úr kalkþörungum úr Arnarfirði.

að ég varð veik af þeim þannig að ég hætti að taka þau,“ segir Steinunn. Á sama tíma byrjar Steinunn að taka inn Hafkalk. „Ég var komin með fyrstu einkenni að kryppu, svona svolítinn kúf og ég sá bara mína sæng útbreidda, að ég myndi enda eins og mamma mín og þetta var alveg hræðilegt. Ég var nú alls ekki tilbúin til þess að gefast upp og stuttu eftir að ég kom heim af spítalanum var ég að fletta blaði og sá þar auglýsingu um Hafkalk og ákvað að prófa.“ Steinunn fór í beinþéttnimæl-

Colonic Plus Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

ingu í júlí 2015 og svo aftur ári seinna. „Þegar ég fer í seinni mælinguna er kryppan nánast horfin en ég var búin að taka Hafkalk samviskusamlega allan þennan tíma, gera teygjuæfingar á hverjum degi og fara í gönguferðir. Mér var nú tjáð að engin breyting sjáist í beinþéttnimælingu á einu ári og ég vissi eftir fyrstu mælingu að staðan var ekki góð. En í seinni mælingunni sást þó það að staðan hafði ekki versnað.“ Steinunn, sem er 69 ára, er að eigin sögn við hestaheilsu, stend-

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Fjölhæf Steinunn P. Hafstað, lista- og nuddkona..

Eykur vellíðan og stuðlar að heilbrigðum meltingarfærum Kísill er áhrifaríkt náttúruefni. Unnið í samstarfi við Ýmus.

R

E-SILICA Magavandamál eru algengur fylgikvilli hjá nútíma manninum. Streita og álag er farið að fylgja okkur frá því að við erum unglingar og fylgir okkur alla lífsleiðina eftir það. En hvað er til ráða? Re-Silica hefur stöðu lækningatækis við skráningu hjá Lyfjastofnun og því veitir það neytendum meiri vissu um að sýnt hafi verið fram á virkni efnisins. Re-Silica meltingargelið vinnur fljótt og örugglega með því að þekja magann að innan og bindast innihaldi hans þannig að öll erting hættir.

Maginn veit hvað þú hugsar!

Í þörmum okkar eru 100 milljónir taugafruma sem eru nátengdar miðtaugakerfinu. Hugarástand okkar hefur þess vegna mikil áhrif á meltinguna. Streita eða of mikið álag? Hvort sem það er vegna breytinga á mataræði á ferðalögum, sjúkdóma eða annarrar ertingar í meltingarvegi þá er RE-SILICA lausnin.

Áhrifaríkt náttúruefni

Evonia

ur teinrétt og er farin að vinna aftur. „Ég þurfti að hætta að vinna þegar ég brotnaði en nú er ég byrjuð að nudda aftur. Ég keyri um allt eins og herforingi og kenni mér hvergi meins. Ég tek engin verkjalyf eða slíkt, heldur huga bara að mér sjálf, með bæði kalkinu, æfingum og göngutúrum. Það sem átt hefur sér stað er alveg ótrúlegt og ég þakka það þessu kalki. Ég mæli hiklaust með Hafkalki, ég þarf ekki að hafa neitt mörg orð um það, en það bjargaði lífi mínu.“

Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn hefur það jákvæð áhrif á meltingu, húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.

RE-SILICA MELTINGARGE

er kísilsýra í gelformi. Gelið er í kvoðuformi og því er einfaldlega hægt að drekka það eða taka inn með skeið.

Hvað gerir það nákvæmlega? • • • •

Það myndar hlífðarlag á slímhúð í maga og þörmum. Það bindur sýkla og skaðleg, ertandi og eitruð efni við sig eins og segull og skilar þeim með hægðum út úr líkamanum. Það bindur lofttegundir og dregur úr vindgangi. Það dregur úr umframmagni magasýru auk þess sem það hlífir og verndar slímhúð í maga og þörmum. Kosturinn við RE-SILICA MELTINGARGELIÐ er að það er tilbúið í verkefnið í því formi sem það er. Gelið fer að virka um leið og það er komið niður í magann og þarf því ekki að bíða eftir að það leysist upp eða umbreytist á annan hátt. Efnið binst við skaðleg, ertandi og eitruð efni og þannig hreinsast þessir óboðnu gestir úr líkamanum með hægðum án þess að valda skaða.


HEILSUTÍMINN 13

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Heldur líkamanum ungum og orkumiklum

Katrín Halldóra Árnadóttir endurnýjaði heilsu sína á skömmum tíma þegar hún hóf að neyta spíraðs fæðis. Hún framleiðir nú spírur og opnaði SpíruBarinn í Krónunni í Flatahrauni fyrir skemmstu. Unnið í samstarfi við Ecospíru

Spírandi orkudrykkur

E

cospíra opnaði SpíruBarinn í Krónunni Flatahrauni nú í sumar og er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og mögulega á heimsvísu. Þar er hægt að kaupa ferskar spírur, spírudrykki, spírusalöt, spíruð frækex og spíraðar möndlur og spíraða fræblöndu sem og fræ og baunir til spírunar og spírunarpoka með leiðbeiningum um hvernig á að spíra. Stofnandi og eigandi Ecospíra, Katrín Halldóra Árnadóttir, fékk ástríðu fyrir spíruðu fæði þegar hún upplifði áhrifin af neyslu þeirra og endurnýjaði heilsu sína á mjög skömmum tíma. „Það var alveg nýtt fyrir mér á þeim tíma að neyta spíra í öll mál en áhrifin létu ekki á sér standa, ég upplifði ótrúlega mikla orku og vellíðan bæði andlega og líkamlega,“ segir Katrín Halldóra Árnadóttir sem leitaði óhefðbundinna leiða árið 2007 á heilsustofnun í Púertó Ríko, til að sigrast á bólgum og verkjum sem henni hafði ekki tekist að vinna bug á. Katrín hefur neytt spíra daglega allar götur síðan og fyrir nokkrum árum hóf hún framleiðslu á spírum og stofnaði Ecospíra til að auðvelda fólki aðgang að spíruðu fæði. „Spírað fræ inniheldur það mikið magn ensíma að það brýtur sjálft niður næringarefnin þannig að ekki er þörf á að ganga á ensímforða líkamans, ólíkt annarri fæðu. Á þennan hátt sparar spírað fæði orkubirgðir og heldur

Hér er uppskrift að mjög góðum spírandi orkudrykk sem inniheldur fullkomna næringu og hægt er að njóta hvenær sem er á morgnana, í hádeginu og/eða á kvöldin. 1 gulrót (2 litlar) 2 lífræn epli (kjarnhreinsuð) 4 dl vatn 2 msk rifið engifer 4 msk sítrónusafi 1 msk chiafræ ½ tsk mulin söl Girnilegt Katrín segir að auðvelt sé að bæta spírum í fæðuna og leggur til að þær séu borðaðar daglega með öllum mat, í græna drykkinn, ofan á brauð, í salatið, ofan á pítsuna, í vefjuna, með fiski eða kjöti, nánast með öllum mat. Matreiðslumaður: Halldór Steinsson. Myndir|Áslaug Snorradóttir

líkamanum ungum og orkumiklum. Með aldrinum minnkar ensímforði okkar til að melta fæðu og er því mikilvægt að neyta ensímríkar fæðu til að líkaminn fái þá næringu sem hann þarfnast. Fyrir utan ensím innihalda spírur fjöldann allan af lífvirkum jurtaefnum sem sum hver leysast úr læðingi við meltingu og hafa síðan hæfileika til að endurnýja og vernda frumur mannslíkamans,“ segir Katrín. Ecospíra framleiðir um 14 tegundir af mismunandi spírum og grösum og einnig nokkrar tegundir af pottspírum (e. Microgreen). Jafnframt því sérstaka heilsudrykki með spírum sem hægt er að kaupa á SpíruBarnum. Nýjustu spírurnar eru sólblómaspírur sem eru að koma á markað nú í vikunni í fleiri verslunum Krónunnar. Hún segir

að auðvelt sé að bæta spírum í fæðuna og leggur til að þær séu borðaðar daglega með öllum mat, í græna drykkinn, ofan á brauð, í salatið, ofan á pítsuna, í vefjuna, með fiski eða kjöti, nánast með öllum mat. „Best er að geyma spírur í kæli í lokuðu íláti með smá bómullarklút yfir spírunum svo spírurnar blotni síður af rakanum sem þær gefa frá sér.“

Allt sett í blandara og blandað vel saman. Þá er um 20 g af brokkólíspírum og 25 g af spíraðri prótínblöndu sett út í blandarann og blandað létt saman, ekki of lengi því þá gæti drykkurinn orðið rammur. Njóta sem fyrst og/eða yfir daginn.

Áttu þér uppáhaldsspírur?

„Já radísuspírurnar eru í uppáhaldi, þær eru einfaldlega bestar og fallegastar og góðar með öllu, fyrir utan hvað þær eru ríkar af andoxunarefnum og hreinsandi fyrir líkamann.“ Spírurnar frá Ecospíra fást í öllum helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu, á SpíruBarnum í Krónunni Flatahrauni, og á nokkrum stærri stöðum úti á landi.

Ástríða Stofnandi og eigandi Ecospíra, Katrín Halldóra Árnadóttir, fékk ástríðu fyrir spíruðu fæði þegar hún upplifði áhrifin af neyslu þeirra og endurnýjaði heilsu sína á mjög skömmum tíma.

Úrval Á SpíruBarnum er hægt að kaupa tilbúnar spírur, spírudrykki, spírusalöt, spíruð frækex, spíraðar möndlur og spíraða fræblöndu sem og fræ og baunir til spírunar og spírunarpoka með leiðbeiningum um hvernig á að spíra.. Myndir|Áslaug Snorradóttir

Fáum fólk til að hugsa öðruvísi um heilsuna

Ný lífsstílsáskorun framundan í Spörtu heilsurækt. Fannar yfirþjálfari segir að auk æfinga sé „krukkað í hausnum á fólki“ sem skili frábærum árangri. Unnið í samstarfi við Spörtu

F

ókusinn er á þau sem vilja koma sér á betri stað í lífinu,“ segir Fannar Karvel, yfirþjálfari í Spörtu heilsu-

„Já, við erum að stækka núna, svona áður en haustvertíðin hefst fyrir alvöru. Það var eiginlega orðið allt fullt hér í sumar.“

rækt. Ný lífsstílsáskorun hefst í Spörtu í næstu viku. Kynningarfundur verður á þriðjudaginn, 30. ágúst, klukkan 20 og á Fannar Karvel fimmtudaginn hefst sjálf áskorYfirþjálfari í Spörtu heilsurækt unin. „Við reynum að fá fólk til að hugsa svolítið öðruvísi um heilsuna í þessari áskorun. Við erum að krukka í hausnum á fólki,“ segir Fannar þegar hann er beðinn að lýsa lífsstílsáskoruninni. Þátttakendur æfa vitaskuld í stöðinni á meðan á áskoruninni stendur. Þeir fá frjálsan aðgang að öllum tímum þar og skuldbinda sig til að mæta að minnsta kosti þrisvar í viku þegar þeim hentsmá „commitment“ ar. „En svo fá þeir en það er samt ý N verkefni til að leysa í enginn stórkostn u r o k s hverri viku. Þá þurfa legur tími sem fer lífsstílsá tu í þeir að hugsa um í þetta.“ fst í Spör e h mataræðið, hvað er Auk þjálfara í . u ik v næstu í matnum og hvernSpörtu fá þátttakig þeir lifa lífinu. Svo endur næringareru alls konar prófanir, fræðslu frá Ásdísi mælingar og myndatökur grasalækni sem býr yfir auk fyrirlestra. Þannig að þetta er mikilli þekkingu um heilsu-

Góð stemning Sparta fagnaði þriggja ára afmæli á dögunum og stöðin hefur notið mikilla vinsælda.

Hugsaðu vel um heilsuna Fannar Karvel og félagar í Spörtu heilsurækt bjóða nú í áttunda sinn upp á lífsstílsáskorun. Þátttakendur hafa náð frábærum árangri og hugsa í kjölfarið öðruvísi um heilsu sína.

Mynd | Rut

Mynd | Rut

samlegt mataræði og lífsstíl. Þeir sem ná mestum árangri fá vegleg verðlaun. Lífsstílsáskoranirnar hafa notið mikilla vinsælda í Spörtu. „Þetta verður áttunda rennslið okkar. Við byrjuðum með þetta sem tilraunaverkefni, vildum bara aðeins dýfa fótunum í þetta en vinsældirnar urðu miklu meiri en við bjuggumst við. Þetta er orðið stór hluti af því

sem er að gerast í stöðinni og við verðum með tvær áskoranir nú fyrir áramót og tvær til þrjár eftir áramót,“ segir Fannar en nýverið var sérstakur starfsmaður ráðinn inn til að sjá um áskoranirnar, Eygló Egilsdóttir. Þrjú ár eru síðan Sparta var opnuð við Nýbýlaveg í Kópavogi og að sögn Fannars hefur verið nóg að gera í stöðinni. „Já,

við erum að stækka núna, svona áður en haustvertíðin hefst fyrir alvöru. Það var eiginlega orðið allt fullt hér í sumar.“

Allar nánari upplýsingar um lífsstílsáskorunina og stöðina má finna á heimasíðunni www.sparta.is.


14 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Maturinn elskaður alla leið

Fagmennska og heildræn hugsun við matreiðslu og meðferð hráefnis er lykillinn að velgengni veitingastaðarins Krúsku. Unnið í samstarfi við Krúsku

V

eitingastaðurinn Krúska er alltaf þéttsetinn í hádeginu, enda á boðstólum mjög góður matur, hollur og heilsusamlegur sem öllum verður gott af. Ást og umhyggja eigenda og starfsfólks Krúsku skilar sér í ljúffengum réttum við allra hæfi úr sérvöldu, fyrsta flokks hráefni, án allra aukaefna. Fagmennska og heildræn hugsun við matreiðslu og meðferð hráefnis er lykillinn að velgengni Krúsku sem hefur það Samheldin Þau Guðrún Helga Magnúsdóttir og Steinar Þórir Þorfinnssson reka Krúsku og helst að markmiði að auka vellíðhafa sér við hlið einstakan hóp af starfsfólki. an fólks með góðum mat. „Við styttum okkur hvergi leið að fyrsta flokks mat fyrir fólk og útbúum alla réttina frá grunni, hér á staðnum,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem er framkvæmdastjóri og eigandi Krúsku ásamt eiginmanni sínum, Steinari Þóri Þorfinnssyni matreiðslumeistara. Þau leggja áherslu á að útbúa mat sem allir vilja borða; það eru kjúklinga-, fisk-, grænmetis- og vegan-réttir, súpur og salöt, kökur og kaffi á boðstólum, líka sérstakur matseðill fyrir krakkana, svo allir finna örugglega eitthvað við sitt hæfi. „Við erum með Kjörorð einstakt starfsfólk Krúsku eru: r sem vinnur vel með auki sér Krúska Hinsvegar neitum við aldrei neinokkur og styður um mötuneyti í um um ábót og viljum frekar gefa Ást er … matuig heilshugar okkar nokkrum menntaábót en horfa á eftir mat í ruslið,“ elskar þ m e s markmið og hugskólum, sem eru segir Guðrún Helga. . ti á mó myndir um að bjóða allir heilsueflandi Hún segir menntaskólakrakkfólki hollan og heilsuframhaldsskólar. ana skilja vel um hvað málið snýst samlegan mat sem ekki „Við fáum þarna tækiog af hverju það er mikilvægt að þarf að bíða lengi eftir, matfæri til að kenna krökkunvera ekki að henda mat. „Við lærreiddan á staðnum frá grunni um að hugsa um hvað þau eru að um líka heilmargt af unga fólkinu af fagfólki úr hreinu hráefni, borða, og hversu mikið þau borða. og kynnumst þeirra matarvenjum án aukaefna. Við viljum líka að Við látum frekar minni skammta á sem við blöndum saman við okkar maturinn sé fallegur, en fólk vill diskana hjá þeim og hvetjum þau hugmyndir um heilsueflandi fæðu. frekar borða mat sem lítur vel út,“ frekar til að fá sér ábót. TilhneigJafnframt höfum við lært mikið af segir Guðrún Helga. ingin er sú að setja mjög mikið unga fólkinu sem kemur til starfa Á annatímum er margt að gera á diskinn þegar hungrið steðjhjá okkur. Það heldur öllu gangog græja, handtökin mörg og eldar að, en svo er hellingur eftir af andi með okkur Steinari og eru húsið iðar af lífi. Þar er ekki bara matnum sem er hent. Það sama á okkar bestu gagnrýnendur.“ eldaður matur fyrir gesti veitinga- við á veitingastaðnum okkar. Við Skynsamleg nýting á hráefni er staðarins, heldur líka fyrirtæki áætlum skammtastærðir svo fólk hluti af hugmyndafræði Krúsku víða um bæ sem fá sendan mat fái nægju sína, en leifi jafnframt sem hefur að undanförnu unnið frá Krúsku í hádeginu. Þar að engu, og stútfyllum diskana. að því að vera fyrirtæki sem vinn-

Huggulegur veitingastaður Þar er ekki bara eldaður matur fyrir gesti veitingastaðarins, heldur líka fyrirtæki víða um bæ sem fá sendan mat frá Krúsku í hádeginu. Þar að auki sér Krúska um mötuneyti í nokkrum menntaskólum, sem eru allir heilsueflandi framhaldsskólar. Myndir | Rut

ur gegn því að sóa mat. „Hjá okkur skiptir máli að nýta hráefnið á sem bestan hátt og það hráefni sem eftir verður nýtum við í matargerð. Okkar matreiðslumenn eru mjög góðir í að nýta það sem til er og búa til úr því hreint unaðslegan mat. Ef hinsvegar einhver matur verður afgangs þá gefum við hann til hjálparstofnana í stað þess að henda matnum. Við þurfum að hugsa um heildarmyndina, hvaðan hráefnið kemur og hvernig við nýtum það, það er hugmyndin um heilfæði, eða „whole food“. Við þurfum að elska matinn löngu áður en hann kemur til okkar. Kjörorð Krúsku eru: Ást er … matur sem elskar þig á móti,“ segir Guðrún Helga.

Vetraropnun Krúsku Í september hefst vetraropnun Krúsku. Þá verður opið frá 11-21 alla virka daga en lokað á laugardögum.


Fjölbreytt námskeið framundan Læknisfræðileg endurhæfing og þjónusta í 60 ár Við höfum sinnt læknisfræðilegri endurhæfingu og einstaklingsmiðuðum meðferðum í rúm 60 ár þar sem traust og fagleg þjónusta stuðlar að árangri dvalargesta við endurhæfingu, forvarnir og aðlögun að daglegu lífi eftir áföll, veikindi eða sjúkdóma. Kynntu þér fjölbreytt námskeið sem í boði eru og njóttu nálægðar við náttúruna í heilsusamlegu umhverfi í Hveragerði. Nánari upplýsingar um endurhæfingu á http://heilsustofnun.is/endurhaefing.

Líf án streitu

Sorgin og lífið

Lærðu að njóta lífsins

Ástvinamissir og áföll

11.-18. september 2016

2.-9. október 2016 og 5.-12. febrúar 2017

Þátttakendur læra að þekkja einkenni streitu, skoða hvað veldur, læra að hægja á og vera til staðar í augnablikinu. Kenndar eru aðferðir til að þekkja streituvalda og einkenni og fá innsýn í leiðir til að auka streituþol. Þátttakendum gefst tækifæri til að skoða eigin líðan og aðstæður og kynnast ólíkum leiðum til að takast á við streitu með það að markmiði að öðlast jafnvægi og ró í daglegu lífi.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að efla jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð er áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu.

Verð 145.000 kr. á mann – 137.750 kr. á mann í tvíbýli

Núvitund – mindfulness

Verð 145.000 kr. á mann – 137.750 kr. á mann í tvíbýli

Átta vikna námskeið, kennt einu sinni í viku, tvo tíma í senn

Úr fjötrum kvíðans 6.-12. nóvember 2016 Kvíði er eðlileg mannleg tilfinning sem knýr okkur til að vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yfirvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíðaviðbragðið of virkt, þ.e. hættuástandið er ofmetið og manneskjan finnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Markmið námskeiðsins er að draga ur einkennum, auka skilning á kvíða, læra að beita eigin hugsunum til að líða betur og róa hugann. Verð 154.000 kr. á mann – 146.300 kr. á mann í tvíbýli

Komdu með Hressandi sjö daga námskeið 8.-15. janúar 2017 Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna einstaklingum að bera ábyrgð á eigin heilsu, huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Verð 145.000 kr. á mann – 137.750 kr. á mann í tvíbýli

Hefst 14. september 2016 Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð og er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu. Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Daglegar hugleiðsluæfingar. Verð 59.000 kr. á mann

Ritmennska - skapandi aðferð gegn þunglyndi Helgarnámskeið, 21.-23. október 2016 og 27.-29. janúar 2017 Getur það hjálpað einstaklingum sem eru að ná sér upp úr þunglyndi að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum? Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á líðan í þunglyndi og svo að sjá þessa líðan utan frá. Hópeflið og aðferðin er nýtt til að finna nýjar leiðir að bættri líðan Verð 59.000 kr. á mann

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu okkar heilsustofnun.is og í síma 483 0300

60 á r a

Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu

Grænumörk 10 - 810 Hveragerði Sími 483 0300 - heilsa@heilsustofnun.is


16 HEILSUTÍMINN

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Veldu rétt Ekki lesa allar sjálfshjálparbækurnar sem þú finnur. Veldu þá sem þú telur henta þér.

Ekki kæffæra þig í sjálfshjálparefni Of mikið af efni og upplýsingum um það hvernig þú getur bætt líf þitt, getur gert illt verra.

Þ

eir eru ófáir sem vilja bæta líf sitt með einhverjum hætti, hvort sem tengist líkamlegri eða andlegri heilsu, starfsframa, fjárhagsstöðu, ástarlífi eða einhverju allt öðru. Það skiptir eiginlega ekki máli hvað þú vilt bæta, það er hægt að finna um það sjálfshjálparbækur, vefsamfélög, stuðningshópa eða leiðbeinanda af holdi og blóði. En sjálfshjálpin getur samt snúist upp í andhverfu sína og valdið enn meiri vanlíðan, ef hún er ekki notuð rétt. Þú mátt nefnilega ekki ætla þér of mikið i einu. Þú getur ekki bætt allt það sem þú telur að betur megi fara í lífinu á einu bretti. Þá er óæskilegt að leita hjálpar á of mörgum stöðum, eða fletta of mörgum bókum.

1. Einbeittu þér að einhverju einu sem þú vilt bæta í lífi þínu. Ekki taka mörg atriði fyrir á sama tíma. 2. Veldu á hvaða formi þú vilt fá hjálpina. Úr bókum, frá leiðbeinendum, netnámskeiðum, vefsamfélögum eða á einhverju öðru formi. Það er fínt að velja eina eða tvær leiðir og halda sig við þær. 3. Ef þú velur að nota þjálfara gættu þess þá að velja þjálfara sem hentar þér. Kynntu þér vel menntun hans og bakgrunn. 4. Það eru til óteljandi sjálfshjálparbækur um allt á milli himins og jarðar. Veldu útgefanda eða höfund sem þú treystir. Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli gæði bókar og hve mikið hún er auglýst. Veldu bækurnar sem henta þér.

5. Gættu þess að ganga í netsamfélög þar sem meðlimir eru með svipaðan hugsunarhátt og þú. Þar sem fólk er tilbúið að deila sögum og tala saman á uppbyggjandi og styrkjandi hátt. Varastu samfélög þar sem allt snýst um að rasa út á neikvæðum nótum. 6. Að lesa sögur annarra getur veitt þér innblástur og hjálpað þér að ná árangri. Mundu samt að engar sögur eru eins og þú verður að einbeita þér að þinni eigin sögu. Að lokum er gott að hafa í huga að breyting til batnaðar gerist sjaldan á einni nóttu. Þú getur lært ýmislegt af bókum og leiðbeinendur geta sagt þér til, en þú verður sjálf/ur að taka ábyrgð á eigin gjörðum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þú færð til að ná árangri.


Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringarríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.


18 HEILSUTÍMINN

NÝTT LÍF Í HAUST Hlíðasmára 14, 201 Kóp, S. 568 3868

www.matarfikn.is

UPPLIFIR ÞÚ STJÓRNLEYSI Í ÁTI OG ÞYNGD? Þá gætir þú verið að glíma við sykur/matarfíkn og átröskun. Meðferð MFM miðstöðvarinnar er sérhæfð fagaðstoð til að styðja einstaklinga með þennan vanda til að finna styrk sinn.

• • • •

Þú losnar við stöðuga löngun í mat/sætindi og hugsanir varðandi át og þyngd. Þú lærir nýjar leiðir til að bregðast við líðan þinni. Þú öðlast meira sjálfstraust og styrk. Þú nærð jafnvægi með þyngd, heilsu og almenna líðan.

Þar sem þú ert að lesa þessi orð þá er þér alvara með að ná árangri, sem er frábært! Flestir taka sér ekki tíma til að fræðast eins og þú. Þú ert greinilega tilbúin/n til að skuldbinda þig og hefur staðfestu til að gera þetta núna! Það er þess vegna sem þú ert hinn fullkomni þátttakandi á þetta námskeið. Það er sniðið að fólki eins og þér. Þeim sem vita hvað þeir vilja ná árangri með og eru tilbúnir til að framkvæma það.

Næsta 5 vikna námskeið hefst 09.09.2016

Stuðnings- og meðferðarhópar fyrir endurkomufólk hefjast í byrjun september.

Áhugasamir hafi samband í síma 568-3868 eða matarfikn@matarfikn.is | www.matarfikn.is

Vertu viss með

Grætur þú upp úr

þurru?

Svona losnarðu við lúsina

Lúsafaraldur er kominn upp í mörgum skólum þó skólaárið sé vart byrjað. Skólar og leikskólar eru varla byrjaðir eftir sumarfrí en foreldrum eru strax farnir að berast póstar um lúsasmit. Lúsin er hvimleið og hún fer ekki í manngreinarálit, því er nauðsynlegt fyrir alla foreldra að kemba börnin til að uppræta faraldurinn. Til að draga úr líkum á smiti er gott fyrir börnin að vera með buff á höfðinu og þá er talið að tea tree olía geti spornað við smiti. Lúsin getur farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli en hún getur hvorki stokkið, flogið né synt. Höfuðlús sem fallið hefur út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þ.a.l. ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. Þess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt en ekki er þó hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli.

Einkenni smits

Tveir af hverjum þremur sem smitaðir eru af höfuðlús hafa engin einkenni. Einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi, sem myndast með tímanum (frá nokkrum vikum að þremur mánuðum), gegn munnvatni lúsarinnar sem hún spýtir í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Kláðinn getur orðið mikill og húðin roðnað og bólgnað þegar viðkomandi klórar sér og í einhverjum tilfellum geta komið sár sem geta sýkst af bakteríum.

Greining

Svissnesk gervitár við augnþurrki

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Leita þarf að lús í höfuðhárinu með nákvæmri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli og hafa góða birtu. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi sé með höfuðlús og þurfi meðferð. Meðferðin getur falist í kembingu eingöngu (einu sinni á dag í 14 daga) eða meðferð með lúsadrepandi efnum.

Kembing

Mikilvægt er að nota góðan lúsakamb. Bilið milli teinanna má ekki vera meira en 0–3 mm. Best er að nota kamba með stífum teinum.

Nit lúsarinnar, sem líkist flösu í fljótu bragði en er föst við hárið, er oft að finna ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. Nit ein og sér er ekki órækt merki um smit, sérstaklega ekki ef hún er langt frá hársverðinum því þá er lúsin í henni að öllum líkindum dauð. Lúsadrepandi efni sem seld eru í íslenskum lyfjaverslunum: Hedrin Hedrin once Hedrin Treat & Go Licener Upplýsingar fengnar af l­ andlaeknir.is

Kembing í leit að höfuðlús í blautu hári 1

2 3 4

5

6

7 8 9

10

Þvo hár með venjulegri aðferð, skola og setja venjulega hárnæringu sem höfð er áfram í hárinu og hárið haft blautt. Greiða burtu allar flækjur – hárið er enn blautt. Skipta hárinu upp í minni svæði, til að auðvelda skoðun alls hársins. Skipta frá greiðu/bursta yfir í lúsakamb og hafa undir hvítt blað eða spegil, til að auðveldara sé að sjá hvort lús fellur úr hárinu. Draga kambinn frá hársverði að hárendum og endurtaka þar til farið hefur verið vandlega í gegnum allt höfuðhárið. Eftir hverja stroku skal skoða hvort lús hefur komið í kambinn og þurrka úr með bréfþurrku áður en næsta stroka er gerð. Eftir kembingu alls hársins skal skola úr hárnæringuna. Kemba aftur til að athuga hvort einhver lús hefur orðið eftir. Ef lús finnst við kembingu þarf að þvo hárnæringuna úr og þurrka hárið, áður en meðferð með lúsadrepandi efni hefst. Þrífa kambinn með heitu sápuvatni og þurrka.

Ljúffengur „morgunsmoothie“ Innihald (fyrir tvo) 1 stórt greipaldin, afhýtt, steinar teknir úr og skorið í bita. ½ bolli (125 ml) maukaður ananas, helst ferskur. ½ bolli (125 ml) fersk eða frosin jarðarber. Ef notuð er fersk ber er gott að bæta við ¼ bolla (60 ml) af klaka. ½ bolli (125 ml) fitulaus grísk jógúrt. Það er fátt betra en að fá sér hollan og góðan „smoothie“ á morgnana áður en farið er í ræktina, vinnu eða skóla. Þessi er einstaklega bragðgóður og stútfullur af C-vítamíni og andoxunarefnum, sem hjálpa til við að styrkja ónæmiskerfið og draga úr líkum á haustflensum.

Öll innihaldsefnin eru sett í blandara og blandað vel saman.

Næringarupplýsingar: 159 kalóríur, 7g prótein 0g fita 35g kolvetni 5g trefjar


Anna G. Steinsen

heilsumarkþjálfi, þjálfari, fyrirlesari og jógakennari Ég hef notað Optibac probiotics extra strength og finn heilmikinn mun á mér þegar ég tek inn þessa góðgerla daglega. Ef ég borða mjólkurvörur eða glútein þá finn ég fyrir óþægindum í ristlinum, ef ég tek Optibac probiotics daglega þá líður mér miklu betur og er ekki eins þaninn. PRENTUN.IS

Lykilatriði að taka inn góða gerla og Optibac hentar mér frábærlega, ég mæli eindregið með Optibac probiotics vörunum. Aukin vellíðan og minni óþægindi.

Fæst í apótekum og heilsubúðum

www.facebook.com/optibaciceland

ÞREYTT Á AÐ VERA ÞREYTT? Járnskortur getur verið ein ástæðan. Floradix hjálpar þér að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. Engin aukaefni!

Fæst í apotekum, heilsuvörubúðum og betri matvöruverslunum


heldur í þér þvagi of lengi getur það leitt til nýrnabilunar og jafnvel til blóðskilunar.

10. Að halda í þér of lengi Ef þú

veldur því að nýrun geta ekki hreinsað líkamann og getur leitt til þess að eiturefni fara út í blóð þitt.

9. Vökvaskortur Vökvaskortur

gefum við líkamanum færi á að endurnýja vefi og ef við vanrækjum svefn okkar geta nýrun ekki endurnýjað sig.

8. Svefnleysi Þegar við sofum

drekkur mikið af áfengi skemmir þú nýrun þín vegna þess að alkóhól inniheldur eiturefni.

7. Mikið magn af alkóhóli Ef þú

ekki þegar þú ert með kvef eða flensu getur leitt til nýrnasýkingar.

6. Að hunsa veikindi Að hvíla sig

drykkja getur aukið blóðþýsting þinn. Aukinn blóðþrýstingur getur leitt til nýrnaskemmda.

5. Of mikið koffín Mikil kaffi-

Of mikil notkun sumra verkjalyfja getur minnkað blóðflæði og getur það haft slæm áhrif á nýrun.

4. Of mikil notkun á verkjalyfjum

nýrnanna er að vinna úr kalíum. Kalíum fæst úr salti og þegar þú borðar of mikið salt, getur þú skemmt starfsemi nýrna þinna.

3. Of mikið salt Eitt af hlutverkum

ar fyrir hvert eitt og einasta líffæri líkamans.

2. Reykingar Reykingar eru slæm-

unni Próteinríkt fæði er hollt en með því að borða of mikið af fæði sem inniheldur mikið magn af próteini, til að mynda rautt kjöt, getur þú skaðað lifrina þína.

1. Mikið magn af próteini í fæð-

Óheilbrigður lífsstíll getur leitt til ýmissa heilsukvilla. Hér eru nokkur atriði sem vert er að vara sig á.

Passaðu upp á nýrun

Heimild: Gáski sjúkraþjálfun

Venjulegur sími vegur aðeins 120130 grömm. Lyftu honum upp og haltu fyrir framan andlitið. Það er talsvert auðveldara en að vera með hálsmen úr kókflöskum!

■ 30 kílógramma tog á hálsinn er eins og að vera með tvær kippur af 2 lítra kók hangandi um hálsinn.

■ Ef þú heldur á símanum upp við bringuna á þér og horfir beint niður er álagið á hálsinn tæplega 30 kíló (Neuro and Spine Surgery, 2014).

■ Fyrir hvern sentímetra sem höfuðið færist fram eykst álagið á hálsvöðvana um ca. 2 kíló.

■ Mannshöfuð vegur u.þ.b. 5 kíló

Ekki vera með iHáls

Öllu er blandað vel saman og gott er að geyma skrúbbinn í krukku á köldum stað.

1 bolli kókosolía (við stofuhita) 1 bolli sykur 1 msk jojobaolía 1 msk hrátt hunang

Andlitsskrúbbur fyrir haustið og veturinn

Fyrir þig, sveppurinn minn

Notkunarsvið: Terbinafin Actavis inniheldur virka efnið terbínafínhýdróklóríð sem er sveppalyf til staðbundinnar notkunar en terbínafín er allýlamín, sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Lyfið fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (t.d. Trichophyton) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida). Skammtar, fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Hreinsið og þurrkið sýktu svæðin vandlega áður en Terbinafin Actavis er borið á. Setjið kremið í þunnu lagi á sýktu húðina og svæðið í kring og nuddið því laust inn. Við fótsveppum og sveppum í nára skal bera kremið á sýkt svæði 1 sinni á dag í 1 viku. Ekki má nota Terbinafin Actavis ef ofnæmi er fyrir virka efninu, terbínafínhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð: Terbinafin Actavis er aðeins til notkunar útvortis. Lyfið getur valdið ertingu í augum. Forðist að lyfið berist í augu, slímhúð eða í vefskemmd. Ef kremið berst í eitthvað af þessum svæðum á að hreinsa það vel með nægu vatni. Lyfið inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Ekki á að nota Terbinafin Actavis á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema það sé algerlega nauðsynlegt. Aukaverkanir: Eins og á við um öll lyf getur orðið vart við aukaverkanir. Staðbundin einkenni svo sem kláði, skinnflögnun, verkur á notkunarstað, erting á notkunarstað, truflun á litarefnum, sviði í húð, roðaþot, hrúður o.s.frv. geta komið fram á notkunarstað. Þessi óskaðlegu einkenni þarf að greina frá ofnæmisviðbrögðum þ.m.t. útbrotum sem stöku sinnum er greint frá og valda því að hætta þarf meðferð. Ef terbínafín berst í augu fyrir slysni getur það valdið ertingu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2015.

Krem 10 mg/g

– Gegn sveppasýkingu á milli táa eða í nára

Terbinafin Actavis

Um leið og kólna tekur í veðri fara margir að glíma við þurrk í húðinni, sem er hvimleitt vandamál sem helst oft á tíðum í hendur við veður- og hitabreytingar. Ýmsar leiðir eru til þess að losna við vandamálið og þar á meðal með heimagerðum andlitsskrúbbi sem bæði mýkir og nærir húðina og losar þig við dauðar húðfrumur.

Hugsaðu vel um húðina

HEILSUTÍMINN

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 9 0 1 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.