Hjol 15 04 2016

Page 1

Hjól

Við erum alhliða hjólabúð sem leggur metnað í að veita góða persónulega þjónustu fyrir allt reiðhjólafólk 19 Mogens L. Markússon, verslunarstjóri í GÁP í Faxafeni.

FRÉTTATÍMINN

Helgin 15.–17. apríl 2016 www.frettatiminn.is

Gleðilegt hjólasumar

Mynd Arnold Björnsson

er þríþrautarkona og fjallahlaupari. Hún tók nýlega þátt í Vasaloppet 2016, 90 km skíðagöngu í Svíþjóð. Kláraði Mt. Esja Ultra 2015 fyrst

kvenna og hefur keppt í Ironman í Flórída, Kalmar, Frankfurt og Cozumel.


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

2|

Hjól

Hjólar 200 kílómetra á viku Arnold Björnsson ljósmyndari stundar hjólreiðar af kappi og hefur hjólað yfir 3000 kílómetra það sem af er ári „Þetta byrjaði allt með því að ég ætlaði bara að missa nokkur kíló, ég hef að vísu alltaf verið mikill áhugamaður um hjólreiðar og fylgst vel með hjólreiðakeppnum í gegnum tíðina,“ segir Arnold Björnsson ljósmyndari sem stundað hefur hjólreiðar af kappi síðastliðin þrjú ár. Arnold hefur mikla ástríðu fyrir sportinu og tekur glæsilegar myndir fyrir tímaritið Pedala, íslenskt tímarit sem einblínir á hjólreiðar. Arnold er búinn að hjóla yfir 3000 kílómetra það sem af er ári og hjólar að meðaltali 200 kílómetra

á viku. „Þetta er svo skemmtileg hreyfing, þú kemst í form og það er fátt eins gaman og að hjóla á mikilli ferð á góðu hjóli,“ segir Arnold sem hjólar allan ársins hring. Að sögn Arnolds þarf alls ekki að vera dýrt að byrja að stunda hjólreiðar sem líkamsrækt. „Það er hægt að fá mjög fín notuð hjól á sanngjörnu verði, svo þarftu skó, hjálm og smellupedala og þá ættir þú að vera klár í slaginn. Að mínu mati er líka nauðsynlegt að vera í góðum hjólagalla af því þeir taka ekki á sig vind. Víðar úlpur virka eins og segl, þær hægja á þér og eyða orku.“ Aðspurður segir Arnold brattar brekkur ekki verða auðveldari með æfingunni. „Svo ég vitni í Greg LeMond: Þetta hættir aldrei að vera erfitt, þú ferð bara hraðar.“

Arnold tekur glæsilegar hjólreiðamyndir fyrir tímaritið Pedala.

„Það er fátt eins gaman og að hjóla á mikilli ferð á góðu hjóli.“

Arnold Björnsson hjólar að meðaltali 200 kílómetra á viku.

ROUBAIX SL4

DOLCE EVO

HJÓLIÐ HANS Meiri hraði, minni þreyta og meiri ferskleiki hvort sem þú ætlar að skjótast austur fyrir fjall eða niður í bæ. Roubaix er hannað til að auka þægindi í lengri hjólaferðum á grófu malbiki og hörðu undirlagi með FACT carbon 8r stelli og zertz eiginleika.

Verð: 309.990 kr.

HJÓLIÐ HENNAR Sérhannað fyrir konur eins og þig sem láta ekkert stoppa sig, hvort sem þú vilt komast hratt eða njóta útiverunnar mjúklega allan ársins hring. Alvöru hjól með Shimano Tiagra skiptingum, diskabremsum, E5 álramma og koltrefjagaffli.

Kría hjól ehf // Grandagarði 7 // 101 Reykjavík // S: 534 9164 // kriahjol.is

Verð: 239.990 kr.


Voltaren-Gel-NEW-5x38 copy.pdf

1

13/05/15

16:54

Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

4|

Hjól

Hjólavorið mikla er komið 4 góð ráð frá Mumma í Kríu til að passa vel upp á hjólin Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Nú er vorið loksins komið og það þýðir að götur og stígar fyllast af hjólandi fólki. Guðmundur Ingi Bjarnason, betur þekktur sem Mummi í Kríu, er einn aðal hjólaviðgerðamaður landsins og hann vill að fólk passi betur upp á hjólin sín. Haldi þeim hreinum. Bæði hvað varðar útlitið en líka svo þau endist betur. Skítug tannhjól slitna margfalt hraðar en hrein. 1. Loft í dekkin Alltaf þegar kemur að því að grafa hjólgarminn upp eftir veturinn er loftið úr börðunum farið í heimsókn til vina sinna í andrúmsloftinu. Þá þarf að pumpa. Flestir áhugamenn dröslast þá upp á bensó og blása í með bíladælunum þar en það er náttúrlega alger vitleysa. Eina vitið er að eiga stóra hjólapumpu með loftþrýstingsmæli. Hversu mikið loft fer svo í dekkin fer algerlega eftir hvurslags barðar eru undir. Þumalputtareglan er því minna sem dekkið er, þeim mun meiri þrýstingur skal vera í dekkjunum. Mummi mælir með því að kynna sér hversu mikill þrýstingur á að vera í dekkinu en það stendur alltaf á hliðinni á barðanum. 2. „Lúbdjobb“ Keðjan og tannhjólin þurfa að vera vel smurð en Mummi segir að það megi ekki bara smyrja og smyrja – það þurfi að hreinsa líka. Best er að fá sér góðan olíu- eða tjöruhreinsi, sem hægt er að fá í hjólabúðum, setja smá í fötu eða spreyja varlega á tannhjólin og bursta þau síðan með gömlum uppþvottabursta eða tannbursta. Sérstaklega afturtannhjólið og svo auðvitað keðjuna líka. Framtannhjólið og svæðið þar sem sveifar-

Mynd | Hari

Mummi í Kríu vill að fólk passi vel upp á hjólin sín.

settið mætir rammanum þurfa líka að fá smá ást. Svo er bara að láta góða smurningu dropa á keðjuna á meðan fótstiginu er snúið í það minnsta fjórum sinnum. Gott að skipta líka reglulega um gíra svo olían komist nú á allt það sem hún þarf að komast. Passa bara að hvorki smyrja né olíuhreinsa bremsurnar. Diskabremsur eru sérstaklega viðkvæmar og það á aldrei að nota olíusprey á þær. 3. Bremsur Það mikilvægasta, þegar hjólað er úti á götum bæjarins, er að geta bremsað. Og þá þurfa bremsurnar líka að vera í lagi. Púðarnir, hvort sem um er að ræða gamaldags klemmubremsur eða diska, eyðast og þá þarf að skipta um reglulega. Því enginn vill enda framan á bíl eða ljósastaur. Auk þess sem slitnir púðar geta beinlínis eyðilagt út frá sér. Sérstaklega gamaldags púðabremsur. Stundum og þá sérstak-

lega á þessum eldri týpum dugar, svona fyrst um sinn, að strekkja á bremsuvírnum með því að snúa upp á róna við bremsuhandföngin. Slíkt dugar þó ekki endalaust og þá getur þurft að strekkja á vírnum sjálfum eða að skipta um púða. 4. Gírarnir Flestir kannast við pirring þegar gírabúnaðurinn virkar ekki sem skyldi. Annað hvort gerist ekkert eða keðjan hleypur um tvö tannhjól þegar einungis var beðið um eitt. Mummi bendir á að yfirleitt þegar gírar vanstillast sé slaki á vírnum eða hann ryðgaður innan í barkanum og hann vill alls ekki að áhugamenn rjúka beint í að skrúfa stilliskrúfurnar. Sérstaklega ef skilningurinn á téðum skrúfum er lítill og kunnáttan til stillinga þar af leiðandi lítil sem engin. Ef augljós slaki er á vírnum má strekkja hann en skrúfurnar vill Mummi sjá um, geðheilsu hjólarans til heilla


í fremstu röð

Hjólin sem fást í Húsasmiðjunni koma frá tékkneska hjólaframleiðandanum Author. Framleiðslulína Author spannar allar gerðir af hjólum, allt frá barnahjólum barnahjólum upp í fislétt keppnishjól. Author hefur verið framarlega í framleiðslu á keppnishjólum síðastliðin 20 ár.

39.900

41.700

kr

kr

AUTHOR TROPHY 26”

AUTHOR VECTRA 26”

19” grind úr álblöndu 6061. 18 gíra Shimano Revoshift skipting. Afturskipting Shimano TY21. V bremsur, þyngd 16,3 kg með fjöðrun

18” HI-TEN grind. 18 gíra Shimano Revoshift skipting. Afturskipting Shimano TY21. V bremsur, þyngd 16,1 kg með fjöðrun

3901306

3901307

AUTHOR ENERGY 20”

AUTHOR MATRIX 24“

37.900

kr Reiðhjól 20” Eneergy 10”Hi-ten grind. 6 gíra Shimano Revoshift skipting. Afturskipting Shimano TY-18. Tektro bremsur 855 og 20”x1.75” dekk

18 gíra Shimano Revoshift skipting. Afturskipting Shimano TY-21. Álgjarðir og Tektro bremsur 855AL

3901310/11

3901305

43.900

kr

AUTHOR COMPACT 28” 20-22” grind úr álblöndu 6061. 21 gíra Shimano Revoshift skipting. Afturskipting Shimano TX55. Gaffall RST Neon T (60 mm). Tektro bremsur 855AL, þyngd 13.8 kg 3901316-17

57.900

kr

34.900

32.900

16” reiðhjól, ál 6061 grind. Tektro bremsur 855. 16”x1,50 dekk. Hjálpardekk fylgja

Reiðhjól 16” Orbit 9” Hi-ten grind. Tektro bremsur 855. 16”x1,75 dekk. Hjálpardekk fylgja

kr

AUTHOR BELLO 16” 3901304

Byggjum á betra verði

kr

AUTHOR ORBIT 16” 3901303

w w w. h u s a . i s

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

erðGerðu vðaog gæ rð! u samanb


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

6|

Hjól

8 ráð um næringu hjólreiðafólks Hjólakonan María Ögn veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í sportinu

„Ef þú vilt raunverulega ná markmiði þínu sem þú hugsaðir hér í upphafi, þá þarf vélin, sem er skrokkurinn á þér, að ganga á góðu bensíni. Það að huga að mataræði, svefni, teygjum, æfingahvíld og öðrum hliðarþáttum þjálfunar er „aukaæfingin sem skapar meistarann!“ en ekki endilega það að hjóla fleiri kílómetra og æfa meira,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, hjólakona og hjólaþjálfari. María heldur úti heimasíðunni www.hjolathjalfun.is þar sem hún býður upp á ýmisskonar námskeið, þjálfun, fræðslu, fyrirlestra og hópefli sem snúa að hjólreiðum, næringu og ýmisskonar þjálfun. Hún leggur hér til átta góð ráð fyrir hjólafólk um næringu.

1

Drekktu vatn á hverjum degi. Minni líkur verða á því að fá krampa og líkaminn fyrirgefur þér frekar ef þú drekkur til dæmis ekki nóg á æfingu eða eftir æfingu því hann er í jafnvægi.

2

Hugaðu að næringahlutföllunum í mataræðinu yfir daginn, þú þarft prótein, kolvetni og fitu. Ekki flækja málin og fara á sér fæði sem þú þarft að hugsa of mikið. Oft er máltíð líka bara „fóður“ þú þarft að næra þig, það þarf ekki að fara eftir agalegri uppskrift

til að gera þetta rétt, borðaðu það sem er gott fyrir skrokkinn þinn.

3

Skelltu í þig rauðrófusafa á hverjum degi, á morgnana eða 2 tímum fyrir æfingu. Jú, hann bragðast mögulega í fyrstu eins og mold en hann venst og hann er góður fyrir þig. Við sækjumst eftir nítratinu í rauðrófusafanum og rauðrófur eru náttúrulegur nítratgjafi. Nítrat hefur æðavíkkandi áhrif, eykur blóðstreymi og þar af leiðandi veldur hraðari súrefnisflutningi sem hjálpar þér á æfingunni sjálfri og einnig til að hreinsa út þau eiturefni og mjólkursýruna sem koma í vöðvana við álag.

4

Fáðu þér magnesíum fyrir svefninn, ekki endilega á hverjum degi en sérstaklega þegar æfingamagnið er meira. Magnesíum er steinefni og er undur ef þú finnur til þreytu í vöðvum, fótapirringi eða átt það til að fá sinadrátt eða krampa á æfingum.

5

Bættu túrmerik dufti eða túrmerikrót út í drykkinn þinn eftir erfiðar æfingar. Túrmerik er náttúrulegt bólgulyf. Ekki taka það á hverjum degi, bara hæfilega reglulega og þegar mikið gengur á í æfingum og keppni.

6

Farðu aldrei af stað án þess að vera með einhverja orku í bakvasanum á treyjunni þinni. Alltaf gott að hafa gelbréf,

Mynd | Hari

orkustykki eða hnetur-möndlurþurrkuð trönuber blandað í poka, þetta gefur þér orku. Ef þú ert að fara langt eða ekki búinn að borða nóg síðustu klukkustundir fyrir æfinguna þá er gott að taka með sér til dæmis banana sem auðmelta fyllingu og er ríkur af kalíum sem kemur í veg fyrir krampa.

7

Maríar Ögn Guðmundsdóttir, hjólakona og hjólaþjálfari.

Ekki vera bara með vatn á æfingu, þú vilt vera með drykk sem bætir upp þau efni sem eyðast úr líkamanum og hjálpa þér að gera æfinguna betur. Ekki venja þig á koffein orkudrykki að jafnaði. Notaðu þá heldur þegar þess þarf á æfingum eða í keppni.

8

Æfingin er ekki búin fyrir skrokkinn þegar þú ert búinn með hjólatúrinn. Strax eftir æfingu þurfum við að fylla á tankinn með amínósýrum, steinefnum, orku og próteinum, svo líkaminn geti byrjað að gera við sig og unnið úr æfingunni á bestan hátt.

Allt fyrir hjólreiðarnar! Hvert sem leið þín liggur Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.

Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.

Gelhettur fyrir tær Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.

Gelhlíf fyrir hæl

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.

Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.


Komdu og skoðaðu úrvalið!

LÆKKAÐU VERÐIÐ Á MERIDA GÆÐAHJÓLI Tökum við gömlum reiðhjólum sem 10.000 kr. greiðslu upp í nýtt Merida hjól, 24” eða stærra.*

Hjólið má vera í hvaða ástandi sem er.

Komdu með gamla hjólið og settu upp í nýtt Merida hjól hjá Ellingsen fyrir

10.000 kr. og gefðu því framhaldslíf hjólasöfnun Barnaheilla. Mikið úrval af aukahlutum!

Einnig til herrastell

Einnig til dömustell

MERIDA JULIET J24 RACE

MERIDA MATTS J24 RACE

MERIDA CROSSWAY 15-MD GENT

MERIDA CROSSWAY 100 LADY

69.990 KR.

69.990 KR.

99.990 KR.

134.990 KR.

MERIDA CYCLOCROSS 300

MERIDA SCULTURA 400

199.990 KR.

249.990 KR.

Léttgreiðslur

12.478

kr. í 6 mánuði

Léttgreiðslur

12.478

kr. í 6 mánuði

MERIDA SPEEDER 200-D

MERIDA SPEEDER 300-D

149.990 KR.

169.990 KR.

Léttgreiðslur

26.279 kr. í 6 mánuði

Léttgreiðslur

29.729

kr. í 6 mánuði

Léttgreiðslur

Léttgreiðslur

17.638

kr. í 6 mánuði

34.904 kr. í 6 mánuði

Léttgreiðslur

Léttgreiðslur

23.691 kr. í 6 mánuði

43.529

kr. í 6 mánuði

PIPAR\TBWA • SÍA

*Aðeins er tekið við einu gömlu reiðhjóli sem 10.000 kr. greiðslu upp í nýtt Merida hjól. Verð og stærðir birt með fyrirvara um prentvillur.

REYKJAVÍK

AKUREYRI

OPNUNARTÍMI

Fiskislóð 1 Sími 580 8500

Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630

Mán.–fös. 10–18 Lau. 10–16

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

8|

Hjól

Fötin skapa manninn – ef farið er eftir reglum Það þýðir ekki að fara út að hjóla í gömlum jogginggalla – það þarf að dressa sig upp Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Hjólreiðar eru græjusport, í það minnst ef ekki er bara verið að hjóla í og úr vinnu á borgarhjóli. Það er endalaust hægt að uppfæra gíra, gjarðir og gaffla. En það sem margir ættu helst að uppfæra er fataskápurinn. Hann er mikilvæg leið til að bæði komast hraðar og líða betur á hjólinu. Svo er það óttinn við hið aðsniðna. Spandex, lycra og hvað þetta allt heitir er ekki fyrir alla. En fyrr eða síðar, eigi að hjóla langt og hratt, verða allir að koma út úr skápnum – spandex-skápnum. Til að flækja svo fatakaupin eru til reglur. Alvöru reglur útgefnar á bók. Velominati-reglurnar leiðbeina hinum óinnvígða inn í heim þeirra útvöldu. Sé þeim fylgt eftir. Reglu #5 eiga allir að þekkja og fylgja í hvívetna. Hún hefur reyndar ekkFyrir þá sem nenna ekki að lesa reglurnar má finna gamlar myndir af Eddie Merckx. Hann var með þetta, eins og sést á svörtum buxunum, þótt treyjan sé gul, svo ekki sé minnst á sólbrúnkulínurnar.

ert með föt að gera en sé farið er eftir henni skipta þau heldur ekki máli. Hnakkar á alvöru hjólum eru ekki neinir hægindastólar. Hér á regla #5 ágætlega við en fyrstu fatakaup eru þó yfirleitt púðabuxur. Bleyjulaga púðinn verndar rumpinn svo mögulegt sé að sitja á þessum píningartækjum. Regla #14 segir okkur svo að téðar stuttbuxur eigi alltaf að vera svartar. Reyndar er hjálmur auðvitað alltaf fyrstu kaup hvers alvöru hjólreiðamanns. Þeir sem ætla að hjóla á götunni á hinum sí vinsælu racer-hjólum hafa í huga að samkvæmt reglu #35 má ekki hafa der á hjálminum. Svo eru það liðstreyjur. Regla #17 segir okkur að þær séu fyrir þá sem eru í liðinu. Bannað að vera „full kit wanker“. Enda kennir regla #18 okkur að vita hverju skal klæðast og þjást ekki af búningaruglingi. Þannig að best er að fara milliveginn í níðþröngum treyjunum og eins og segir í reglu #27, sokkar og stuttbuxur eiga að vera eins og Gullbrá. Finnist fólki erfitt að fylgja öllum þessum reglum má líta á

þá #28 sem vin í eyðimörkinni en hún fjallar um sokka og að þeir mega vera í hvað djöfuls lit sem er. Eins og öllu yfirvaldi er þeim sem semja reglurnar umhugað um borgarana. Þess vegna eru þar nokkrar reglur um notkun hlífðargleraugna. Regla #36 biður þó um að þau séu sérstaklega gerð fyrir hjólreiðar, #37 fer út í hvernig spangirnar skulu alltaf vera utan yfir böndin á hjálminum og loks er það svo gullna reglan fyrir þá sem hugsa um augun í sér, regla #39: Aldrei hjóla án gleraugna. Reglurnar ná reyndar víðar en um fatnaðinn. Útlitið verður líka að vera í lagi, eins og regla #7 sem fjallar um, að sólbrúnkulínur skulu vera ræktaðar og skarpar eins og rakblað. Hipsterar og aðrir letingjar skulu snyrta andlitshár sitt samkvæmt #50, já og ljúkum þessari yfirhalningu á einni mikilvægustu reglunni í hjólreiðum og lífinu sjálfu. Hún er #43: Ekki vera fáviti!

NJÓTTU HJÓLATÚRSINS Hjá Fastus finnur þú mikið úrval af stuðningshlífum og öðrum vörum sem nýtast vel í útivistinni.

Veit á vandaða lausn

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


KIAGULL HRINGURINN KIA Á ÍSLANDI KYNNIR Í SAMVINNU VIÐ FONTANA LAUGARVATNI

09.07.16

Taktu þátt í einni vinsælustu hjólreiðakeppni landsins. Skráning og upplýsingar á www.kiagullhringurinn.is. Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir!

LAUGARVATN GULLFOSS GEYSIR ÞINGVELLIR

Innifalið í keppnisgjaldi: Gjafakort í Fontana laugarnar, keppnisbolur, keppnispoki, sem inniheldur Snickers, orkudrykki og annað frá samstarfsaðilum keppninar sem koma mun að gagni á keppnisdag, aðgangur að Kia Gullhrings–grillveislunni og ísköldum keppnisbjór (fyrir 20 ára og eldri) að keppni lokinni.

#KIAGULL

KIAGULLHRINGURINN.IS

FLOKKAR A 106KM B 65KM C 48 KM START KL. 18:00

/KIAGULLHRINGURINN


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

10 |

Hjól

Nýtur sín best á hjóli uppi á fjöllum Katrín Atladóttir forritari fékk hjólabakteríuna eftir að hún hætti að keppa í badminton og nýtir hverja lausa stund til að hjóla

Katrín naut sín vel í vikulangri hjólaferð um ítölsku alpana.

Hjólafólk er nú flest komið með fiðring í tærnar og farið að undirbúa fákana fyrir sumarið. Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP, er ein þeirra sem fallið hefur fyrir hjólreiðum og nýtur hún sín best uppi á fjöllum á hjólinu. Katrín byrjaði fyrst að hjóla árið 2012. „Ég æfði badminton frá því ég var níu ára, keppti og var í landsliðinu. Svo þegar ég hætti árið 2013 vantaði mig eitthvað skemmtilegt að gera í staðinn og þetta tók við,“ segir Katrín. „Ég byrjaði svo af alvöru í þessu fjallahjólastússi árið 2014. Í lok þess sumars fannst mér ég komin í svo gott hjólaform að ég tímdi ekki að missa það niður yfir veturinn. Þá gekk ég til liðs við hjólreiðafélagið Tind og æfði með þeim allan veturinn. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í götuhjólreiðar og ég hef stundað þær síðan, en aðallega til að halda mér í formi og til að geta gert meira á fjallahjólinu,“ segir hún. Hjólreiðarnar taka sífellt meiri tíma hjá Katrínu. Sumarið 2015 var varla dauð stund hjá henni. „Mér var boðið að vera með í Team Kría í WOW Cyclothon og við urðum í öðru sæti. Það var mjög gaman og ég kynntist stelpunum í liðinu vel og eignaðist góða vini. Þar fyrir utan eyddi ég öllum mínum tíma á fjallahjólinu,“ segir Katrín. Katrín og eiginmaður hennar, Sveinn Friðrik Sveinsson, fjármálastjóri hjá Bílanausti, fóru einmitt í vikulanga hjólaferð til Ítalíu síðasta sumar. „Við fórum í ítölsku alpana með leiðsögumanni og það var alveg magnað,“ segir Katrín en þau lögðu af stað í ferðina aðeins tveimur dögum eftir að Katrín lauk keppni í WOW Cyclothon. Er ekki hentugt að vera með maka sínum í svona tímafreku sporti? „Jú, og það er líka ógeðslega skemmtilegt. Við getum hjólað allt saman og í þessari Ítalíuferð gat ég hjólað allt sem leiðsögumaðurinn fór með okkur, þó að Sveinn sé búinn að vera í þessu miklu lengur en ég.“ Er þetta ekki voðalegt græjusport? „Jú, það er svolítið þannig. Ég uppfærði fjallahjólið mitt fyrir jólin 2014 og það var þvílíkur munur fyrir mig, ég er búin að skemmta mér mikið á því síðan. Svo fékk ég mér líka alvöru Racer til að götuhjóla á.“ Þó Katrín stundi bæði götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar er hún ekki vafa um hvað er í uppáhaldi. „Mér finnst skemmtilegast að vera á fjöllum. Það er svo mikið frelsi sem

Mynd | Björg Vigfúsdóttir

Katrín og Sveinn Friðrik í ítölsku ölpunum í fyrra.

felst í því að vera á hjóli uppi á fjöllum. Að geta komist yfir langan spöl á stuttum tíma en líka að þurfa að hafa fyrir þessu, til dæmis þegar maður þarf að labba með hjólið á bakinu. Skemmtilegast er þó alltaf að fara niður brekkur.“ Katrín segir að ekki þurfi að fara langt til að finna spennandi hjólaleiðir í Reykjavík og nágrenni borgarinnar. „Það er frábært að fara í Öskjuhlíð og svo er hægt að fara í Hengilinn eða Reykjadal. Ég elska líka að fara til Akureyrar og leika mér í viku. Það er frábær fjallahjólaleið þar sem fer í gegnum Kjarnaskóg. Nú er farið að styttast í sumarið, ertu orðin spennt? „Ja, ég er reyndar að fara að eignast barn í maí svo ég mun hjóla eitthvað minna í ár en í fyrra. Ég er samt aðeins búin að vera að hjóla úti í vetur, eftir því sem færðin hefur leyft. Það kemur sumar eftir þetta sumar.“ Það hefur orðið mikil aukning í áhuga fólks á hjólreiðum hér á landi síðustu misseri. Katrín segir þennan aukna áhuga ánægjulegan en stíga þurfi varlega til jarðar. „Það hefur orðið algjör sprenging og það eru einhverjir vaxtarverkir í sportinu. Það verður bara að passa að gera þetta í sátt og samlyndi við gangandi vegfarendur og aðra sem nota stíga. Hjólreiðafólk verður að vera kurteist og hægja á sér og auðvitað ekki að hjóla fyrir utan stíga. Það má ekki valda skemmdum.“ En þrátt fyrir þetta æði er sportið er greinilega komið til að vera í þínu lífi... „Já. Tilfinningin sem ég finn þegar ég er á fjallahjólinu er alveg ótrúleg. Það er uppáhalds mómentið mitt, að vera einhvers staðar uppi á fjöllum í góðum félagsskap eða jafnvel ein. Það er alveg geggjað.“ | hdm

Katrín og stelpurnar í Team Kría sem hafnaði í öðru sæti í WOW Cyclathon.


Incrediwear vörurnar eru magnaðar og bera nafn með rentu. Um er að ræða hlífar og fatnað með ótrúlega virkni við að auka blóðrás og hitamyndum sem getur dregið úr sársauka, bólgum, stífleika og þreytu. Vörurnar hljóta meðmæli sérfræðinga á heilbrigðissviði og eru m.a notaðar af afreksíþróttafólki um heim allan og eru þróaðar út frá vísindalegum rannsóknum. Þessi mikla virkni kemur til út af byltingarkenndu fataefni sem samanstendur af bambus (kola) trefjum og Germaníum. Ég æfi og keppi mjög mikið og það er gríðarlegt álag á líkama mínum. Ég hef verið að nota hnéhlíf, ökklahlíf og sokka frá Incrediware og ég finn verulegan mun á mér, minni spenna og bólgur. Ég mæli alveg sérstaklega með sokkunum, þeir eru mjög þægilegir og ég þreytist mun síður í fótunum þegar ég nota þá.

Víðir Þór Þrastarson Íþrótta- og heilsufræðingur

ÚTSÖLUSTAÐIR: ÚTILÍF KRINGLUNNI - ÚTILÍF SMÁRALIND - INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA


fréttatíminn | HELgiN 15. apRÍL–17. apRÍL 2016

12 |

Kynningar | Hjól

Hjólreiðafólk tapar söltum og vökva með svitanum

Nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar

Resorb Sport er mjög góður kostur þegar vökvatap orsakast af líkamlegri hreyfingu

Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og sumir eiga við bakvandamál að stríða

Unnið í samstarfi við Fastus

nokkrir keppendur í WOW Cyclothon notuðu Resorb Sport í fyrra með góðum árangri,“ segir Hulda María. Resorb og Resorb Sport fást í langflestum apótekum, í Melabúðinni og hjá Fastus.

„Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og svo eiga sumir við bakvandamál að stríða og þá er nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar,“ segir Herdís Þórisdóttir, sjúkraþjálfari hjá Fastus, sem mælir með Sporlastic stuðningshlífum fyrir hjólreiðafólk. „Við bjóðum upp á mikið úrval af úlnliðsspelkum og svo eru bakhlífar sem styðja vel við og geta beint þér inn í rétta stöðu.“ Sporlastic hlífar eru þýsk hönnun og framleiðsla „Þetta eru vandaðar hlífar úr efni sem andar vel og þær eru með sílikonpúðum til þess að auka stuðning. Hönnunin er nútímaleg og gerð til þess að hafa hlífarnar sem þægilegastar. Efnið getur unnið á móti bjúg og bólgum en andar það vel að enginn ætti að svitna undan hlífunum,“ segir Herdís. Sporlastic stuðningshlífar fást í Lyfju, Reykjavíkurapóteki, Vesturbæjarapóteki og hjá Fastus.

Resorb freyðitöflur innihalda sölt og glúkósa.

Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og þá er nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar.

R

esorb eru freyðitöflur sem innihalda sölt og glúkósa og er tilgangur þeirra að bæta upp vökvatap í líkamanum. „Einkenni vökvataps geta meðal annars verið þorsti, þreyta, slappleiki, höfuðverkur og pirringur. Þegar um verulegt vökvatap er að ræða geta einkennin verið svimi, vöðvakrampar og yfirlið,“ segir Hulda Margrét Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Fastus. Vökvatap getur orðið við ýmsar aðstæður. Til dæmis þegar dvalið er í heitu umhverfi þar sem fólk svitnar mikið þar sem mikið af söltum tapast úr líkamanum. „Það að innbyrða sölt í þessum aðstæðum flýtir fyrir bata og bætir líðan,“ segir Hulda Margrét.

Herdís Þórisdóttir sjúkraþjálfari og Hulda María Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Resorb Sport hefur sömu eiginleika og Resorb freyðitöflurnar. Resorb Sport kemur í duftformi og inniheldur magnesíumsölt sem minnka líkur á vöðvakrömpum og eykur endurheimt eftir líkamlegt erfiði eins og hjólreiðar. Resorb Sport er mjög góður kostur þegar vökvatap orsakast af líkamlegri hreyfingu. „Hjólreiðafólk sem hjólar af Resorb mikilli ákefð tapar miklu af söltum Sport er og vökva með svitanum. Það að góður bæta Resorb Sport út í vatnið bætir kostur þegar upp salttapið, gefur örlitla orku og vökvatap minnkar líkur á vöðvakrömpum verður við líkamsrækt. og þreytu. Þess má geta að

Bakhlífar frá Sporlastic eru góður kostur fyrir hjólreiðafólk.

7 flottar hjólakeppnir Það er úr nægu að velja fyrir þá sem vilja taka þátt í hjólreiðakeppnum í sumar

Author hjólin hafa slegið í gegn Kappkostum að bjóða meiri gæði á lægra verði Unnið í samstarfi við Húsasmiðjuna „Við erum með mjög fjölbreytt úrval í dag og erum stöðugt að auka við vöruval okkar þegar kemur að hjólreiðum. Í sumar ætlum við að taka inn keppnishjól og ætlum við einnig að bjóða upp á sérpantanir á slíkum hjólum frá Author,“ segir Þór Austmann, innkaupastjóri hjá Húsasmiðjunni. Í Húsasmiðjunni er hægt að fá gæðahjól af öllum stærðum og gerðum á góðu verði, allt frá minnstu barnahjólum upp í vönduð kepnishjól. „Við kappkostum að reyna að vera með besta verðið á markaðnum hverju sinni. Húsasmiðjan hóf sölu á reiðhjólum frá tékkneska reiðhjólaframleiðandanum Author fyrir nokkrum

árum. Hjólin hafa slegið rækilega í gegn enda er Auhtor vel þekkt vörumerki í Evrópu sem framleiðir allt frá barnahjólum upp í keppnishjól. Author reiðhjólin eru búin mjög góðum búnaði og hefur Húsasmiðjan frá upphafi lagt áherslu á að bjóða upp á gæðareiðhjól frá Auhtor á lægra verði en þekkst hefur hérlendis. Að sögn Þórs njóta svokölluð blendingshjól (e. Dual Sport) vaxandi vinsælda. „Við höfum verið að færa okkur meira í áttina að því sem má kalla blendingshjól. Þetta eru svona alhliða hjól, þú getur bæði farið á því inn í Þórsmörk og hjólað á því í vinnuna. Svona hjól er bæði hægt að nota í sportið og lífsstílinn.“ Egill Björnsson.

Í Húsasmiðjunni er mjög fjölbreytt úrval af hjólum.

Hjólasumarið er að fara í gang og þúsundir Íslendinga hugsa sér því eflaust gott til glóðarinnar. Sumir kjósa að hjóla á sínum forsendum en þeir sem vilja ganga skrefinu lengra hafa úr nægu að velja þegar kemur að hjólreiðakeppnum. Hægt er að kynna sér flestallar keppnir á heimasíðunni hjólamót.is en hér höfum við valið úr sjö álitlegar.

1

Enduro Ísland –vorfagnaður 23. apríl Hjólasumarið fer af stað með þessari skemmtilegu keppni. Nánari upplýsingar má finna á www.enduroiceland.com.

2

Þingvallakeppnin 28. maí Klassískir hringir hjólaðir í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

3

KexReið 4. júní Skemmtileg götuhjólakeppni sem nú er haldin í fjórða sinn.

4

Blue Lagoon Challenge 11. júní Sextíu kílómetra grýtt leið sem dró að sér 700 keppendur í fyrra og í ár stefnir í að þeir verði yfir 1.000.

5

WOW Cyclothon 15.-17. júní Keppendur hjóla ýmist einir hringinn í kringum landið eða í fjögurra eða tíu manna liðum þar sem hjólað er með boðsveitarformi. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Yfir þúsund manns tóku þátt í fyrra.

6

Tour de Hvolsvöllur Ekki er enn komin dagsetning á Tour de Hvolsvöllur, hina skemmtilegu götuhjólreiðakeppni sem haldin hefur verið nokkur undanfarin ár. Í henni er keppt í tveimur vegalengdum, 110 kílómetrum þar sem hjólað er frá Reykjavík til Hvolsvallar og 48 kílómetrum þar sem ræst er á Selfossi.

7

KIA Gullhringurinn 9. júlí Hjólað um margar þekktustu náttúruperlur landsins frá Laugarvatni. Hægt er að velja milli þriggja vegalengda, 48, 65 og 106 kílómetra. Yfir þúsund manns tóku þátt í WOW Cyclothon í fyrra og útlendingar sýna keppninni sífellt meiri áhuga. Mynd/Kristinn Magnússon


58

SKRÁNING ER HAFIN Á WOWCYCLOTHON.IS


fréttatíminn | HElGIN 15. APrÍl–17. APrÍl 2016

14 |

Kynningar | Hjól

HJÓLUM OG NJÓTUM!

Skemmtilegt að stunda hreyfingu utandyra og í góðum félagsskap María Ögn býður upp á hjólaþjálfun og hefur lagt áherslu á að fá konur til þess að stunda hjólreiðar Unnið í samstarfi við Hjolathjalfun.is

nordrive.bilanaust.is

REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2 | Sími: 535 9000 | www.bilanaust.is KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata | HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 | REYKJANESBÆR, Krossmóa 4 | EGILSSTAÐIR, Lyngási 13 | SELFOSS, Hrísmýri 7 | AKUREYRI, Furuvöllum 15

Icelandbike.com 694 8956

Hjólaleiga

2016_auglysing_frettatiminn_reykjavikbiketours-1.indd 1

13.4.2016 12:41:02

Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð

„Þú átt ekki að þurfa að fara á æfingu, þú átt að vilja fara á æfingu“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, hjólaþjálfari og eigandi vefsíðunnar hjolathjalfun.is. „Það er svo skemmtilegt að stunda hreyfingu utandyra og í góðum félagsskap.“ María Ögn hefur síðustu ár einbeitt sér að hjólaþjálfun, hjólreiðatengdum námskeiðum og fræðslu. Fjölbreytt námskeið eru í boði á vegum Hjólaþjálfunar, meðal annars götuhjólanámskeið, fjallahjólanámskeið og viðgerðarnámskeið. Eins er boðið upp á einkaþjálfun, fyrirlestra og hópefli fyrir vinnufélaga eða vinahópa. „Markmiðið með opnu námskeiðunum er að fólk verði öruggara á hjólinu. Í einkatímum er svo misjafnt hvort ég þjálfa fólk í hjólatækni eða hjólreiðum. Einnig tek ég að mér að þjálfa hópa sem hyggja á þátttöku í keppnum eins og WOW Cyclothon eða KIA Gullhringnum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir María. María Ögn hefur lagt mikla áherslu á að fá konur til þess að stunda hjólreiðar. „Ég hef haldið ófáa viðburði tengda hjólreiðum undanfarin ár og lagt mikinn metnað í að auka þátttöku íslenskra kvenna í íþróttinni.“

Mynd/Hari

María Ögn býður upp á hjólaþjálfun, hjólreiðatengd námskeið og fræðslu.

Hjólaþjálfun býður upp á tvo stóra viðburði árlega sem eingöngu eru ætlaðir konum, í maí eru götuhjólin tekin fram og í október er farið á fjallahjólin í drullunni. Að sögn Maríu Agnar hefur þessi hvatning skilað sér gríðarlega vel til kvenna og hefur konum fjölgað mikið í hjólreiðum undanfarin ár.

„Mér hefur tekist að koma því skila að það er vel hægt að taka vinkonuspjallið og saumaklúbbinn bara úti á hjólinu,“ segir María og hlær. Nánari upplýsingar um Hjólaþjálfun og dagskrá yfir alla viðburði tengda hjólreiðum á Íslandi má finna á hjolathjalfun.is

Sólarvörn fyrir fólk á ferðinni Proderm er sænsk sólarvörn sem er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð og verndar gegn sterkum sólargeislum við erfiðustu kringumstæður Unnið í samstarfi við Celsus

P Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600

roderm er sex tíma sólarvörn sem er mikið notuð við íþróttaiðkun, í siglingakeppnum, hjólreiðakeppnum, blaki og af sundfólki. Við hjólreiðar er mikilvægt að vernda húðina vel og brenna ekki. Hjólreiðamenn gefa Proderm mikið lof. Í löngum hjólaferðum er mikilvægt að sólarvörnin haldi og það gerir Proderm. Vörn sem endist og endist Eygló Ósk Gústafsdóttir sundafrekskona, og fleira sundkeppnisfólk sem einnig notar Proderm til margara ára, segir að með Proderm brenni húðin ekki þó æft sé tímunum saman í sundlaug í glampandi sól. Húðin verði mjúk og rakafyllt, fallega brún og laus við þurrk. Engir taumar eða hvít himna myndast við notkun varnarinnar. Í keppnum er mikils virði að vera með góða sólarvörn eins og Proderm sem myndar eins konar varnarhimnu í hornlagi húðarinnar. Vörnin rennur ekki af húðinni og þolir vel saltan sjó.

Keppnisfólk notar Proderm Andreas Danielsson, fyrirliði hjólreiðalandsliðs Svíþjóðar, hefur góða reynslu af notkun Proderm. „Ég hjóla tímunum saman í sólinni og þarf sólarvörn sem ekki rennur af húðinni í ströngum æfingum. Proderm er eina sólarvörnin sem virkar fyrir mig. Ég útbý allt mitt hjólreiðakeppnisfólk með Proderm á sólríkum keppnisdögum. Fyrstu kynni mín af vörninni voru í stórri keppni og Proderm var eina vörnin sem ekki rann af enninu niður í augu. Við keppum um allan heim og nýlega í Nepal, þar sem sólin er gríðarsterk, var besta tegund af sólarvörn algjör nauðsyn.“ Hentar öllum húðgerðum Sólarvörnin frá Proderm inniheldur ekki fitu og veitir ekki glansáferð. Vörnin smýgur hratt inn í húðina og sérlega þægilegt er að bera á sig mjúka þétta froðuna sem er afar drjúg. Proderm er einnig tilvalin fyrir fjölskyldufólk

Andreas Danielsson, fyrirliði hjólreiðalandsliðs Svíþjóðar, notar Proderm sólarvörn líkt og landsliðið allt.

og fyrir börn. Vörnin fær meðmæli frá húðlæknum og hentar öllum húðgerðum. Proderm er laus við öll ilmefni, paraben eða nanotækni og grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Proderm sólarvörnin fæst í apótekum, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Nettó, Grænni heilsu og Fríhöfninni.


GJAFIR R A M U S R A R Æ B Á FR

N A M A S M U HJÓL

! R A Í SUM 12" REIÐHJÓL 2 - 4 ÁRA

29.900,-

KROSS CINDY 12"

31.900,-

31.900,-

31.900,-

KROSS KIDO 12"

KROSS MAYA 12"

KROSS KIDO 12"

16" REIÐHJÓL 3 - 6 ÁRA

31.900,-

31.900,-

KROSS LEO 16"

31.900,-

KROSS PRETTY 16"

KROSS RACER 16"

37.900,-

MONGGOSE LEGION BMX

20" REIÐHJÓL 5 - 8 ÁRA

36.900,-

KROSS ELI MINI 20”

50.900,-

49.900,-

KROSS LEVEL 20"

MONGOOSE ROCKADILE 20"

44.900,-

KROSS HEXAGONE 20"

24" REIÐHJÓL 8 - 12 ÁRA

51.96040.9,-00,-

KROSS LEVEL REPLICA 24"

58.900,-

51.900,-

KROSS LEVEL REPLICA 24"

KROSS JULIE 24"

SWITCHBACK SPORT FLOTT ÁLHJÓL MEÐ 21 GÍR, DEMPARA OG DISKABREMSUM

55.900,-

MONGOOSE ROCKADILE 24"

SUMARDAGURINN FYRSTI

OPIÐ KL. 10 - 16

79.900,-

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200

VERSLAÐU Á

WWW.GÁP.IS


fréttatíminn | HELGIN 15. AprÍL–17. AprÍL 2016

16 |

Kynningar | Hjól

Hjólað umhverfis þekktar náttúruperlur KIA Gullhringurinn er ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins og búist er við 800 þátttakendum í ár Unnið í samstarfi við KIA Gullhringinn

K

IA Gullhringurinn hefur á fáum árum orðið ein vinsælasta hjólreiðakeppni landsins, fyrsta keppnin var haldin árið 2012 og hefur keppnin síðan vaxið með hjólreiðarsportinu. Fyrsta árið voru um 100 keppendur, í fyrra voru þeir í kringum 700 og í ár er markmið okkar að fá 800 þátttakendur,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KIA Gullhringsins 2016. KIA Gullhringurinn er haldinn á Laugarvatni og hjólað er um margar þekktustu náttúruperlur Íslands. Keppnin verður haldin þann 9. júlí næstkomandi og verða keppendur ræstir af stað klukkan 18 og hjóla inn í kvöldið. Hver og einn getur valið sér vegalengd eftir getu en um þrjú mismunandi keppnisstig er að ræða. Hægt er að hjóla 106 kílómetra, 65 kílómetra og 48 kílómetra. „Einkunnarorð KIA Gullhringsins eru allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir. Hugmyndin með KIA Gullhringnum er einfaldlega að fá allskonar fólk, með allskonar markmið þannig að það verða rosalega margir sigrar,“ segir María Ögn. „Margir þátttakendur eru að prófa að hjóla í fyrsta skipti lengra en þeir eru vanir og margir eru að prófa sína fyrstu götuhjólakeppni.“ Að sögn Maríu Agnar er ekki bara um hjólareiðakeppni að ræða heldur stóran viðburð. „Það er ekki bara hjólað og svo farið heim. Margir taka helgina frá, tjalda og taka virkan þátt, sama hvort þeir eru keppendur eða áhorfendur. Að lokinni keppni er svo haldið veglegt grillpartí og dansað undir berum himni. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, sama hvort þú ert að hjóla eða ekki.“ Eftir að keppendur koma í mark stendur þeim til boða að hvíla lúin bein í Fontana laugunum. „Einnig fá allir skráðir þátttakendur veglega pakka með vörum og öðru frá styrktaraðilum okkar,“ segir María Ögn. Nánari upplýsingar um KIA Gullhringinn má finna á kiagullhringurinn.is

„Það er ekki bara hjólað og svo farið heim. Margir taka helgina frá, tjalda og taka virkan þátt, sama hvort þeir eru keppendur eða áhorfendur,“ segir María Ögn um KIA Gullhringinn.

Íslenskt fæðubótarefni sérþróað fyrir íþróttafólk Benecta Sport er nýtt íslenskt fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel og er sérþróað fyrir íþróttafólk. Benecta Sport getur stuðlað að viðgerð og endurheimt í vöðvum sem gerir þá hæfari í næstu átök. Unnið í samstarfi við Vistor

B

enecta Sport™ er fæðubótarefni sem er sérþróað fyrir íþróttafólk með það að markmiði að stuðla að auknu úthaldi við æfingar. Jafnframt styður Benecta Sport™ við náttúrulega viðgerðarferla í líkamanum, hjálpar til við bólguúrvinnslu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingar. Hvernig virkar Benecta Sport? Benecta Sport™ inniheldur sykrunga (kítínfásykrur) sem unnir eru úr rækjuskel. Þessir sykrungar bindast bólgupróteinum sem myndast við vöðvaáreynslu og stuðla að viðgerð og endurheimt í vöðvum og gerir þá hæfari í næstu átök. Inntaka á Benecta Sport 30-60 mínútum fyrir æfingar: • Getur hámarkað afköst og dregið úr álagi • Getur flýtt fyrir árangri • Styður við uppbyggingu vefja • Flýtir endurheimt í vöðvum • Auðveldar sprengikraftsæfingar Benecta Sport hjálpar meðal annars vöðvum að nýta fitusýrur í stað glúkósa við æfingar: – það dregur úr mjólkursýrumyndun og kemur í veg fyrir að gengið sé of hratt á glýkógenbirgðir vöðvanna.

Notkun Benecta Sport Benecta Sport er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: Taka skal 1-2 hylki 30-60 mínútum fyrir æfingu. Ekki skal taka meira en 2 hylki daglega því of stór skammtur getur dregið úr virkni. Íþróttamönnum gæti gagnast að taka Benecta Sport daglega, þ.e. einnig á þeim dögum sem ekki eru stundaðar æfingar, því það styrkir bandvefi og getur dregið úr bólgum eftir álag og meiðsli. Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi. Rannsóknir og þróunarvinna Benecta Sport™ er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta Sport™ hefur staðið yfir undanfarinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn. Upplýsingar um innihaldsefni Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr

Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel.

rækjuskel. Kítinfásykrublandan er einkaleyfisvarin. Engin aukaefni eru í Benecta Sport™.

Bólga er náttúrulegur og nauðsynlegur fylgikvilli vefjaskaða. Þegar bólgan hefur unnið sína vinnu tekur við annað ferli sem er kallað bólguúrvinnsla (Resolution). Þetta ferli stýrir hjöðnun bólgu og styður við vefjanýmyndun.



FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

18 |

Kynningar | Hjól

Tími, hraði og vegalengd er það helsta sem hjólarinn er að mæla Vinsældir Garmin hjólreiðatækja hafa vaxið ört í takt við sportið Unnið í samstarfi við Garminbúðina „Garmin kom fyrst með tæki sérstaklega ætluð til hjólreiða fyrir 10 árum síðan og hafa vinsældir þeirra vaxið í takt við sportið. Tækin eru mest notuð af fólki sem er að æfa hjólreiðar, því alveg eins og hlauparinn vill halda jöfnum hraða, vill hjólreiðamaðurinn halda jöfnum snúningi,“ segir Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri Garminbúðarinnar. Garminbúðin býður upp á mikið úrval tækja fyrir hjólreiðafólk. „Tími, hraði og vegalengd er það helsta sem hjólarinn er að mæla og eru Garmin Edge tækin mjög vinsæl til þess. Tækin sem eru í boði eru með misstórum skjá sem festur er á stýrið og nemum sem settir eru á pedalasveifarnar þannig að þú veist hvað þú ert að snúa pedölunum hratt.“ Leysir reiðhjólatölvur af hólmi Fjórar tegundir eru í boði af Garmin Edge, allt frá einföldu tæki með litlum skjá yfir í tæki með stórum skjá sem koma með púlsmæli, mæla afl og leggja til hjólaleiðir fyrir þig. „Edge 20 leysir hefðbundnar reiðhjólatölvur af hólmi með GPS tækninni og kostar aðeins 23.900 krónur. Með því sérð þú hvað klukkan er, tímann sem þú ert búinn að hjóla, hraða og vegalengd ásamt því að geta séð í tölvu hvar þú hjólaðir og getur sent á fjölskyldu og vini svolítið mont. Edge 25 er í sömu stærð á 31.900 krónur en bætir við þráðlausri tækni með Bluetooth og Ant+. Með Ant+ á tækið samskipti við púlsmæli og Cadens taktmæli en með Bluetooth getur það birt SMS og hver er að hringja á skjánum

ásamt því að senda þráðlaust æfinguna þína yfir í snjallsíma. Næst koma Edge 520 á 59.900 krónur, sem er hreinræktað æfingatæki og eitt það fullkomnasta á markaði til slíks brúks, og svo Edge 1000 sem er jafn fullkomið og Edge 520 en með stærri skjá með snertitækni og hjólakorti af Evrópu og Íslandi. Edge 1000 hefur verið aðal reiðhjólatækið undanfarin ár,“ segir Ríkarður. Mikið öryggistæki Varia hjólalínan frá Garmin nýtur vaxandi vinsælda meðal hjólreiðafólks. „Varia Radar er afturljós búið skynjara sem skynjar bíla sem eru að koma aftan að þér og bíla sem eru í allt að 140 metra fjarlægð. Radarinn vinnur með flestum Edge tækjum og þá sérðu bílana nálgast þig á skjánum. Þetta tæki er algjör snilld og mikið öryggistæki því þú ert viðbúinn því að bíll taki fram úr þér og ef aðstæður leyfa getur þú farið meira út í kant til að auðvelda bílnum að fara framhjá.“ Garmin býður einnig upp á vinsæl framljós frá Varia. „Ljósið er þannig búið að þegar það er tengt við Edge tæki þá stillir það geislann eftir því hversu hratt þú hjólar, beinir ljósinu nálægt þér þegar þú hjólar hægt en hækkar svo geislann við aukinn hraða. Auk þess þá getur það líka valið sjálfvirkt hversu sterkur ljósgeislinn er ef það er tengt við Edge 1000 því það er með innbyggðum birtuskynjara og velur því blikkljós á daginn en breytir svo í öflugri ljósgeisla eftir því sem rökkrið færist yfir,“ segir Ríkarður. Garminbúðin er í Ögurhvarfi 2, Kópavogi, með góðu aðgengi að Breiðholtsbrautinni, og er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18.

Garminbúðin í Ögurhvarfi býður upp á mikið úrval tækja fyrir hjólreiðafólk.

Fjórar tegundir eru í boði af Garmin Edge, frá einföldum tækjum með litlum skjá yfir í tæki með stórum skjá.

Varia Radar er vinsælt afturljós sem búið er skynjara.

Leggja áherslu á að fólk njóti náttúrunnar Icebike Adventures býður upp á fjölbreyttar hjólaferðir um landið Unnið í samstarfi við Icebike Adventues „Ferðirnar okkar snúast um að hjóla í mjög litlum hópum á leiðum sem eru úr alfaraleið, við leggjum mikla áherslu á að fólk nái að njóta náttúrunnar,“ segir Magne Kvam sem rekur fjölskyldufyrirtækið Icebike Adventures ásamt Ástu Briem. Icebike var stofnað árið 2008 og býður upp á fjallahjóla-, breiðhjóla-, og þyrluhjólaferðir. Hægt er komast úr kliðnum í Reykjavík með því að bregða sér í dagsferð út fyrir borgarmörkin og eins er vinsælt að fara í lengri hálendisferðir. „Í lengri ferðum erum við í tæpa viku á hálendinu og sérsníðum gjarnan hálendisferðir fyrir litla hópa,“ segir Magne. „Fyrir okkur snýst þetta um útivist, að takast á við náttúruna í mismunandi skilyrðum, að upplifa og skapa minningar og sögur. Svo vill tækjadellan nú stundum koma inn í þetta en margir mæta með sín eigin hjól. Við bjóðum þó auðvitað upp á hágæða fulldempuð fjallahjól til leigu, bæði fyrir dagsferðir og þá sem koma í lengri ferðir en hafa ekki tök á að koma með hjólin með sér.“ Í fyrra byrjaði Icebike með svokallaðar breiðhjólaferðir (e. fatbike). Að sögn Magne er um ótrúlega skemmtilegar ferðir að ræða. „Breiðhjólin henta í snjó og sandi

Magne Kvam.

Ferðast er um hálendið á hjólum og Land Rover jeppum.

og gefa tækifæri á nýjum hjólaleiðum. Það er ekkert mál að hjóla á breiðhjóli og gaman að geta boðið fólki upp á að hjóla í snjónum – sérstaklega fólki sem hefur jafnvel aldrei séð snjó. Við bjóðum upp á breiðhjólaferðir fyrir byrjendur sem og vana hjólreiðamenn og notum vönduð breiðhjól með hinum íslensku Lauf göfflum.“ „Icebike leggur áherslu á að ferðamenn og hjólreiðafólk umgangist náttúruna af virðingu,“ segir Magne Kvam að lokum. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á icebikeadventures.com.

Icebike Adventures leggur áherslu á litla hópa og að fólk nái að njóta náttúrunnar.

Þyrluhjólaferðir njóta vaxandi vinsælda.


fréttatíminn | HELGiN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

|19

Kynningar | Hjól

Hundraðföldun á 20 árum Lítil nördasamkoma breytist í almenningsviðburð Unnið í samstarfi við Blue Lagoon Challenge „Árið 1996 fengu 12 vinir og félagar þá hugmynd að hjóla saman úr Hafnarfirði að Bláa lóninu, keppa sín á milli og baða sig í Bláa lóninu að lokinni keppni. Ári síðar voru keppendur átta en þátttakan hefur vaxið jafnt og þétt síðan,“ segir Bjarni Már Gylfason hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur um Blue Lagoon Challenge sem fer fram þann 11. júní næstkomandi. Í fyrra voru um 700 keppendur en í ár stefnir í að þeir fari langt yfir eitt þúsund en nú þegar hafa yfir 900 hundruð keppendur skráð sig. Allt eins má búast við 1200 keppendum sem þýðir hundraðföldun á keppendafjölda frá upphafi Var nördasamkoma og jaðarsport Bjarni segir þessa miklu fjölgun á þátttakendum vera lýsandi fyrir þá miklu og jákvæðu þróun sem hafi verið á hjólreiðum á Íslandi síðustu ár. Bæði hafa keppnishjólreiðar verið að vaxa mikið en líka hjólreiðar sem almenningsíþrótt. „Blue Lagoon Challenge er í raun blanda af þessu tvennu. Annars vegar mikilvæg keppni fyrir hjólamenn en líka mikilvægur almenningsíþróttaviðburður. Að mörgu leyti má segja að keppnin sé ákveðið mótvægi við Reykjavíkurmaraþonið, nema á fjallahjólum. Þetta er 60 kílómetra leið yfir frekar grýtt og erfitt svæði, það er hjólað úr Hafnarfirði framhjá Hvaleyrarvatni, upp Krýsuvíkina og svo er hjólað Djúpavogsleiðina gegnum allt Reykjanesið í átt

Keppendur í Blue Lagoon Challenge þurfa að takast á við grófa malarvegi og hraungrjót.

að Grindavík og að Bláa lóninu. Það eru rosalega margir að nota tímana sína og árangur sem viðmið frá ári til árs. Keppnin er hápunktur tímabilsins hjá mörgum, svona eins og fólk er að nota Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Bjarni og bætir við að keppnin sé farin frá því að vera frekar frumstætt jaðarsport eða „nördasamkoma“ yfir í að verða langstærsti fjallahjólaviðburður landsins. „Þetta er orðinn almenningsviðburður sem dregur til sín alls konar fólk. Þarna hafa menn verið að taka sín fyrstu skref á fjallahjólum,“ segir Bjarni. Tveggja tíma múrinn erfiður Á upphafsárum keppninnar var ásjóna Bláa lónsins töluvert langt frá þeirri sem nú blasir við. „Það má segja að þessi keppni hafi vaxið með Bláa lóninu sjálfu. Þegar við vorum að byrja þá var Bláa lónið bara blátt heilnæmt vatn úti í hrauni og frekar frumstæðir klefar. Ástæðan fyrir því að Bláa lónið varð fyrir valinu að þarna var einhver sturta og það var hægt að baða sig. Nú er þetta orðið að vinsælasta ferðamannastað landsins með einstaka ásýnd og ímynd. Það er okkur mikils virði að geta gert

haldið svona mót í samstarfi við Bláa lónið,“ segir Bjarni sem sjálfur tók fyrst þátt árið 2008 og hefur keppt öll árin síðan þá, utan eins. „Ég er svo heppinn að ég hef alltaf bætt mig en nú fer það að verða þrautin þyngri því að ekki yngist ég, samkeppnin harðnar. Fyrsta árið sem ég fór var ég í einhverja þrjá og hálfan tíma að þessu og restina af sumrinu að jafna mig. Nú er maður kominn niður í tvo tíma en þar lenda margir á vegg. Þeir allra bestu hafa verið að fara leiðina á u.þ.b. 1:40.“ Sterkir erlendir keppendur Fjölmargir erlendir keppendur eru farnir að venja komu sína í Blue Lagoon Challenge og þeir verða sífellt fleiri með hverju árinu. „Keppnin er farin að draga að sér mjög sterka erlenda keppendur. Þetta hefur mjög góð áhrif á okkar bestu menn og dregur fram það besta í þeim. Samkeppnin er mikill hvati. Okkar bestu menn hafa átt virkilega góða keppni síðustu 2-3 árin, ekki síst vegna þessa. En að komast í tæri við reynda hjólamenn færir keppnina á æðra plan. Í sumar eigum við von miklu meiri fjölda en áður sem er

Í Blue Lagoon Challenge er hjóluð 60 kílómetra leið.

Búist er við yfir eitt þúsund keppendum í ár.

mikil lyftistöng fyrir keppnina,“ segir Bjarni. Leiðin sem er hjóluð er vel grýtt og segir Bjarni um 60% vera malarvegi og margir býsna grófir. „Útlendingar sem hingað koma hafa aldrei hjólað í svona umhverfi. Þeir hafa alveg hjólað í möl en þetta er

öðruvísi, það er þetta hraungrjót, litir í landslaginu og svo drullan þegar rignir. Það er mikil upplifun fyrir þá að hjóla í gegnum jarðsöguna okkar, vitandi það að Reykjanesið er sjóðheitur reitur sem iðar af orku. Það verður allavega mikill kraftur á Reykjanesinu 11. júní.“

Alhliða hjólabúð með góða og persónulega þjónustu Í GÁP færðu allt frá sparkhjólum fyrir yngstu kynslóðina upp í flottustu keppnishjól og allt þar á milli Unnið í samstarfi við GÁP „Við erum alhliða hjólabúð sem leggur metnað í að veita góða persónulega þjónustu fyrir allt reiðhjólafólk. Hjá okkur færðu allt frá sparkhjólum fyrir yngstu kynslóðina upp í flottustu keppnishjól og allt þar á milli. Við erum með hjól í öllum verðflokkum,“ segir Mogens L. Markússon, verslunarstjóri í GÁP í Faxafeni. „Hér færðu allt sem þú þarft til þess að stunda hjólreiðar, sama hvort það snýr að fatnaði eða fylgihlutum.“ Í GÁP má finna hin ýmsu hjólreiðamerki. „Við erum með merki eins og Mongoose, sem við höfum boðið upp á í fjölmörg ár, Cannondale sem eru amerísk hjól og nýlegt merki hjá GÁP heitir Kross, sem eru gríðarlega vönduð pólsk hjól,“ segir Mogens. „Kross er að verða mjög stórt merki hjá okkur. Kross býður upp á mjög breiða línu reiðhjóla, einmitt frá sparkhjólum til milljóna króna keppnishjóla, ásamt öllum aukabúnaði sem þarf. Kross Trans Solar er hjól sem er orðið afar vinsælt hjá fullorðnum en það kemur fullbúið og klárt með öllum aukabúnaði.“ Að sögn Mogens hefur orðið gríðarleg aukning í sölu keppnishjóla að undanförnu. „Það hefur orðið algjör sprenging síðustu ár, sérstaklega eftir að WOW Cyclothon kom til. Krúnudjásn keppnishjólanna eru hin frægu Cannondale hjól en frá

Í GÁP færðu allt fyrir hjólreiðar og hjól í öllum verðflokkum.

okkur fer einmitt 10 manna lið í ár, á slíkum hjólum,“ segir Mogens og hlær. „Cannondale hefur síðastliðna fjóra áratugi farið sínar eigin leiðir í nýsköpun til að hanna hið fullkomna hjól.“ Í GÁP er einnig hægt að sérpanta Cannondale hjól sem sniðin eru að þörfum hvers og eins. „Við erum með það sem kallast bike-fit, þá mælum við fólk upp og finnum rétta hjólið. Það er auðvitað enginn eins og þannig er hægt að finna hjól

sem hentar hverjum og einum,“ segir Ragnar Kristján Jóhannsson, einn af starfsmönnum GÁP. Breiðhjól (e. fatbike) njóta einnig vaxandi vinsælda en slík hjól komast upp um fjöll og firnindi. „Þetta eru virkilega skemmtileg hjól og auðvelt að hjóla á þeim. Útlit hjólanna er svolítið blekkjandi, þau líta út fyrir að vera þung og jafnvel erfið viðureignar en svo er ekki. Gott breiðhjól er ekkert þyngra en hefðbundið fjallahjól,“ segir Ragnar.

Mogens L. Markússon verslunarstjóri GÁP í Faxafeni.


fréttatíminn | HelgiN 15. AprÍl–17. AprÍl 2016

|20

Kynningar | Hjól

Úrvalið í BYKO hefur tvöfaldast Hjól fyrir alla fjölskylduna Unnið í samstarfi við BYKO „Þetta er allt frá sparkhjólum og upp í 29” fjallahjól, svo það er alveg öll flóran hérna. Vinsælustu hjólin hafa verið 26” og 28” hjólin fyrir karla og konur. Kvenhjólin eru þessi borgarhjól sem koma yfirleitt með körfu,“ segir Vignir Örn Ágústsson í árstíðadeild BYKO í Breiddinni. Hjólastígar auka áhugann Nú er mikið úrval af fjallahjólum til í BYKO og hefur úrval hjóla í raun tvöfaldast síðan í fyrra. „Aukning á hjólasölu hefur verið gríðarleg upp á síðkastið og við höfum brugðist við því,“ segir Vignir og bendir til dæmis á að fjölgun hjólastíga hafi ýtt undir þennan mikla áhuga á hjólreiðamennsku.

„Aukning á hjólasölu hefur verið gríðarleg upp á síðkastið og við höfum brugðist við því,“ Hægt að taka með í strætó Nýjung í BYKO eru samanbrjótanleg hjól sem Vignir segir sambærileg við borgarhjólin vinsælu nema hægt sé að brjóta þau saman og taka þau til dæmis með í strætó og spara þannig mikið pláss. „Þetta er tiltölulega nýtt á Íslandi en er ákaflega vinsælt í Danmörku. Þess vegna ákváðum við að taka þau inn.“ Auk hjólanna í BYKO er þar einnig mikið úrval aukahluta eins til dæmis lásar, hjálmar, pumpur og varadekk.

Lásar í gríðarlegu úrvali.

Vignir Örn Ágústsson í árstíðadeild BYKO segir starfsfólk BYKO leitast við að hjálpa fólki við að finna rétta hjólið. Myndir/Sissi

Þetta hjól er frábært til þess að festa hjólavagn á og mikið pláss er fyrir til dæmis vörur, töskur og fleira.

Hjólavagnar verða alltaf vinsælli og vinsælli.

Hjálmur er bráðnauðsynlegur fyrir hjólreiðamanninn.

Úrval hjóla hefur tvöfaldast í BYKO síðan í fyrra.

Borgarhjólin njóta alltaf mikilla vinsælda


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.