Utivist og Hlaup 22 05 2015

Page 1

Útivist & hlaup Kynningarblað

Helgin 22.-24. maí 2015

Ætlar þú að hlaupa í sumar?

Rathlaup Vinsæl afþreying sem sameinar hlaup, útivist og útsjónarsemi.

 bls. 2

Snjallari hreyfing 3 hlaupaforrit sem koma þér af stað.

 bls. 10

Hlaupið heim Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar til styrktar langveikum börnum.

 bls. 10

Hlaupaskór Skiptu um skó á 1000 kílómetra fresti.

 bls. 12

Fjallaferðir Hjónin Páll Ásgeir og Rósa Sigrún ferðast um landið og skrifa leiðsögubækur.

 bls. 14

MÁNAÐARKORT AÐEINS

7.490 KR.

SUMARKORT

Sumarið lítur vel út í World Class því nú geturðu nælt þér í heilsuræktarkort á sérstöku sumartilboði. Sumarkortið gildir í öllum stöðvum okkar og kostar mánuðurinn aðeins 7.490 kr.

Nánari upplýsingar í síma 553 0000 og á worldclass.is


útivist & hlaup

2

Helgin 22.-24. maí 2015

 R athlaup

Leiðin fundin á hlaupum Rathlaup hefur verið stundað hér á landi í nokkur ár og sameinar hlaup, útivist og útsjónarsemi. Það er stundað víða á höfuðborgarsvæðinu og segir Gísli Jónsson, formaður rathlaupafélagsins Heklu, að það sé hægt að stunda með allri fjölskyldunni.

Gísli Jónsson, formaður rathlaupafélagsins Heklu, kemur hlaupandi í mark.

Rathlauparar þurfa að finna ákveðna staði eftir korti sem þeir hlaupa með.

M ! k a t n i e í r Náðu þé www.fi.is

ru Íslands

ttú Upplifðu ná

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Hafnarfjörður er meðal þeirra staða sem rathlaupafélagið Hekla leggur upp braut.

ast þá fer maður að gera aður gleymir sér í mistök.“ Hann segir þetta þessu,“ segir Gísli þó vera hluta af fjörinu sem Jónsson, formaður felst í rathlaupinu. rathlaupafélagsins Heklu. „Mörgum þykir þetta „Mér þykir heillandi að fara skemmtilegra en að hlaupa út í skóg og hlaupa um og og hef ég það eftir einum fara á staði sem maður færi finnskum rathlaupara sem ekki alla jafna á. Maður er hefur keppt á móti hjá okkur sífellt að hugsa um að finna að honum þykir hundleiðinnæsta stað og þegar maður er legt að hlaupa en honum kominn í mark þá hefur maðfinnist þetta skemmtilegt,“ ur villst nokkrum sinnum.“ Það getur verið snúið að finna rafeindabúnaðinn sem segir Gísli. Rathlaup felst í því að hver hlaupari þarf að stoppa við á leiðinni til að staðHelstu útivistarsvæðin hlaupa eftir ákveðinni hlaupa- festa að hann hafi fundið tiltekinn stað á kortinu. þar sem rathlaup er stundað braut sem búið er að setja er Klambratún, Elliðaárdalur, Heiðmörk, Rauðhólar, upp á einhverju útivistarsvæði. Brautin er skráð á kort Rauðavatn, Gálgahraun, Öskjuhlíð og Hafnarfjörður. sem hver þátttakandi fær í hendur og inn á kortið eru „Við erum bundin því að það séu til kort af þeim svæðmerktir nokkrir fánar og staðir sem þeir þurfa að finna um þar sem við hlaupum. Við höfum getað stuðst við í réttri röð til að ljúka hlaupinu. Skipuleggjendur leggja kort sem eru til nú þegar af helstu útivistarsvæðunum upp brautina í hvert sinn og koma fyrir rafeindabúná höfuborgarsvæðinu auk þess sem rathlaupafélögin aði sem þáttakendur nota til að staðfesta að þeir hafi á Norðurlöndunum veittu okkur góðan fjárstyrk til að fundið tiltekna staði á kortinu. útbúa ný kort.“ Helstu hlaupin eru stunduð á höfuð„Við leggjum upp nokkrar brautir fyrir hvert hlaup,“ borgarsvæðinu en föst rathlaupabraut hefur verið sett segir Gísli en ein þeirra er fyrir byrjendur, önnur upp við Úlfljótsvatn og til stendur að setja upp slíka lengra komna og sú þriðja fyrir börn. „Þetta er góð leið braut víðar. Gísli segir að fjölmargir staðir á landinu til að kenna börnum að nota kort og áttavita,“ bætir henti vel fyrir rathlaup og draumurinn sé að breiða Gísli við. Rathlaupafélagið Hekla heldur rathlaupanámþetta út sem víðast. skeið fyrir börn í júní rétt eftir að skóla lýkur á vorin og Rathlaup er þekkt á Norðurlöndunum og hafa félagar segir Gísli að þau hafi mjög gaman af. „Þau skemmta þaðan komið til Íslands til að sækja árlegt mót ratsér vel og draga foreldrana með sér. Það heillar mig að hlaupafélagins Heklu og segir Gísli að allskonar fólk fólk geti stundað þetta með börnunum.“ mæti til keppni. „Fólk kemur hingað sem einstaklingar Ný braut er lögð upp fyrir hvert hlaup og þó fólk sé eða heilu fjölskyldurnar mæta. Og í lok júní fáum við að hlaupa á sama svæði og áður þá er brautin ekki sú hingað heimsmeistarann í rathlaupi fyrir 70 ára og sama. „Við búum til ný kort fyrir hvert einasta hlaup eldri, þannig að þetta er vissulega fyrir alla aldursog það er auðvelt að breyta kortunum. Ef ákveðin hópa.“ kennileiti eru tekin út af kortunum þá verður erfiðara Rathlaupafélagið Hekla er með vikulegar æfingar frá að rata, til dæmis ef stígarnir í Öskjuhlíðinni eru teknir maí til lok október og stendur öllum til boða að mæta af kortinu þá verður rathlaupið skyndilega mun erfiðá æfingar. Staðsetning æfinganna er tilkynnt á vefsíðu ara.“ Þetta kallar á nýja áskorun í hvert sinn og eiga félagins rathlaup.is. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir þáttakendur það til að villast ansi oft. „Já,“ segir Gísli hvert hlaup en öllum er boðið að hlaupa gjaldfrjálst í hlæjandi. „Þetta kallar á ákveðna útsjónarsemi og eftir fyrsta sinn. því sem lengra líður á hlaupið og maður fer að þreyt-


Vertu með í Miðnæturhlaupi Suzuki Miðnæturhlaup Suzuki fer fram að kvöldi 23.júní 2015 í tuttugasta og þriðja sinn. Þrjár vegalengdir eru í boði: hálfmaraþon, 10 km og 5 km. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum. Að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina.

Skráning á marathon.is

5 km 10 km 21 km

Suzuki er stoltur samstarfsaðili Miðnæturhlaups Suzuki og Reykjavíkurmaraþons


útivist & hlaup

4

Helgin 22.-24. maí 2015

Af malbikinu F í mosann Fjallahlaup sameina sívaxandi áhuga landsmanna á hlaupi og útivist, og fjölmörg eru skipulögð yfir sumartímann hérlendis. Við spjölluðum við Sigrúnu Erlendsdóttur sem hefur stundað hlaup í mörg ár, bæði götuhlaup og fjallahlaup. Auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum fjallahlaupum og þar á meðal hlaupið Laugaveginn þrisvar sinnum. Aðspurð segir hún skilgreininguna á fjallahlaupi vera hlaup þar sem hlaupið er upp á fjöll og farið utan vega og af götunni.

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Hjólum í vinnuna -og heim aftur :-)

jallvegir hafa mýkra undirlag en malbikið og fer oft betur með skrokkinn. Sumum finnst betra að stunda fjallahlaup þar sem þú ert í raun ekki alltaf á sama hraða og á götunni, því þú ferð óneitanlega hægar yfir. Þá er bæði hægt að skokka eða ganga upp bröttustu brekkurnar, sem kallar á maður stoppi oft,“ segir Sigrún. Þar að auki telur hún fjallahlaup vera mun fjölbreyttara en götuhlaup og sé tilvalið að stunda á sumrin, enda séu ekki alltaf aðstæður til þess á veturna. „Maður fyllist mikilli gleði á sumrin við að stunda fjallahlaup. Bæði vegna ómældrar náttúrufegurðar, svo ekki sé minnst á fjarlægð frá allri bílaumferð. Fjölbreytileikinn er mikill og við eigum svo margar skemmtilegar leiðir sem hægt er að fara, upp á, yfir og á milli fjalla.“ Á höfuðborgarsvæðinu eru Esjan og Úlfarsfellið vinsælustu staðirnir fyrir fjallahlaup, auk fjalla í Mosfellsdal. „Það er í raun hægt að finna sér hvaða fjall sem er til að hlaupa upp á og yfir,“ segir Sigrún og mælir meðal annars með hlaupaleiðinni við Svínaskarð, þar sem farið er á milli Móskarðshnjúka og Skálafells og komið niður við Esjumela í Mosfellssveit. „Það er endalaust af skemmtilegum leiðum.“ Fjallahlaup er ekki bara fyrir lengra komna, ef svo má að orðið komast, og hentar því byrjendum líka, að mati Sigrúnar. „Í raun er það fyrir alla þá sem vilja styrkja sig og auka úthald og njóta náttúrunnar á sama tíma, sem er það besta við fjallahlaup. En það er mikilvægt að minna á að vera vel búinn og í réttu skónum, og þá er maður fær í flestan sjó.“ Þó ekki hafi verið stofnaður félagsskapur sérstaklega fyrir fjallahlaup fara margir hlaupahópar

Í raun er það fyrir alla þá sem vilja styrkja sig og auka úthald og njóta náttúrunnar á sama tíma.

Sigrún Erlendsdóttir hefur hlaupið Laugaveginn þrisvar sinnum. Ljósmynd/Geir Harðarson

landsins oft af malbikinu og hlaupa utan vegar og á fjöll yfir sumartímann. „Þá er fólk búið að fá nóg af malbikinu. Auk þess eru margir að æfa fyrir fjallahlaupin sem haldin eru víða yfir sumarið og eru þá að breyta æfingunum sínum í takt við það.“ Þó nokkuð er af skipulögðum fjallahlaupum á sumrin. Þar á meðal Laugavegurinn sem er 55 kílómetra leið, Snæfellsjökulshlaupið sem telur rúma 20 kílómetra, Sjö tinda hlaupið í Mosfellsdal þar sem er í boði að hlaupa yfir þrjá, fimm eða sjö tinda, Jökulsárhlaupið þar sem hlaupið er frá Dettifossi inn í Ásbyrgi og er 32 kílómetrar. „Stef-

án Gíslason stórhlaupari stendur reyndar fyrir mörgum fjallahlaupum sem kosta ekkert. Eru meira svona eins og góðar æfingar og enginn skilinn eftir. Hann er með heimasíðu sem heitir Fjallvegahlaup.com og stendur hann til dæmis fyrir því skemmtilega hlaupi Þrístrendingi þar sem hlaupið er farið þvert yfir Ísland sama daginn, þar sem það er mjóst. Mjög skemmtilegt hlaup þar sem engin eru tímamörkin og gleðin er við völd.“ Upplýsingar um flest fjallahlaup má finna á hlaup.is Einnig eru námskeið í Fjallahlaupum hjá Arctic Running og Fjallafélaginu sem heitir Fjallafitt.

Focus Planet 1.0 Focus Planet 1.0 hjólin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist tífalt lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.

Verð 256.000 - TILBOÐ 199.000

Dalshrauni 13 - Hafnarfirði Sími 565 2292 - www.hjolasprettur.is

Starfsmenn Fjallakofans búa yfir mikilli reynslu á sviði útivistar og útiveru. Hér má sjá þau Sigríði Kragh, Halldór Hreinsson og Ingu Dagmar Karlsdóttur. Mynd/Hari.

Fjallakofinn stækkar við sig Fjallakofinn rekur þrjár útivistarvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og býður upp á vörur í háum gæðaflokki. Gönguskór af ýmsu tagi hafa notið mikilla vinsælda og þar trónir ítalski skóframleiðandinn Scarpa á toppnum. Skódeild Fjallakofans í Kringlunni hefur nú tekið á sig nýja mynd og er þrefalt stærri en áður.

H

vort sem verið er að tala um stuttar eða langar gönguferðir eða stærri leiðangra þá er Fjallakofinn staðurinn til að byrja á. Við eigum, eða útvegum, nánast allt sem þarf af útbúnaði til góðrar útivistar frá mörgum þekktum og virtum framleiðendum,“ segir Halldór Hreinsson, eigandi Fjallakofans.

Skódeildin stækkar

Fjallakofinn opnar nýja og þrefalt stærri skódeild í verslun sinni í Kringlunni 7 sem er bein afleiðing af því að skómerkið Scarpa hefur notið mikilla vinsælda meðal útivistarfólks hér á landi. „Við fyllumst gleði við að selja Scarpa og fögnum vinsældum merkisins enda einn af virtari skóframleiðendum heims, en við erum að selja yfir 10.000 skópör á ári. Scarpa er fjölskyldurekið fyr-

irtæki og hefur verið rekið sem slíkt í 80 ár. Ég hef átt viðskipti og samskipti við þau í 30 ár og líður eins og ég sé hálfpartinn hluti af þessari fjölskyldu,“ segir Halldór. Scarpa býður upp á gönguskó sem henta í léttari og erfiðari göngur, auk þess sem Mojito línan hefur notið mikilla vinsælda. „Scarpa tekur þátt í litagleðinni sem einkennir fjallabúnað almennt í dag og setur skemmtilegan blæ á fjallamennskuna í dag. Útivistarfatnaður og -búnaður er auk þess ákveðin fjárfesting og við viljum gera okkar besta til að aðstoða fólk við að vanda valið. Góður búnaður er grunnurinn að góðu ferðalagi og við hjá Fjallakofanum fylgjum þér alla leið,“ segir Halldór.

Rík þjónustulund og áhugi á útivist

Starfsfólk Fjallakofans er þrau-

treynt á sviði útivistar og útiveru og segir Halldór að það, ásamt sívaxandi fjölda þeirra sem sækja í fjallaferðir, og vinsældir SCARPA, vera ástæðu þess að stækka þurfti verslunina í Kringlunni og þá sérstaklega skódeildina. „Starfsfólk okkar hefur mikinn áhuga á hvers konar fjallaferðum og hefur mikla þekkingu á þeim búnaði sem er nauðsynlegur í slíkar ferðir.“

Skemmtilegt sumar fram undan

Fjallakofinn rekur þrjár verslanir, á Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði, Kringlunni 7 í Reykjavík og á Laugavegi 11 Reykjavík, sem er eitt elsta verslunarhúsnæðið í miðbænum. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 510 9505 og á www. fjallakofinn.is. Fjallakofinn er einnig virkur á samfélagsmiðlum. „Við hvetjum alla til að fylgjast með okkur á Facebook, en það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá okkur í sumar,“ segir Halldór. Unnið í samstarfi við Fjallakofann


HLAUPTU

AF STAÐ

INN Í SUMARIÐ! Glæsilegt úrval af hlaupa- og útivistarbúnaði á frábæru verði Lokað hvítasunnudag

OPIÐ annan í hvítasunnu á Bíldshöfða 13-17

Allt fyrir hlaupin og útivistina!

Mikið úrval af

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

ASICS

hlaupaskóm!

29.990

3.390

10.990

COMPRESSPORT RUN/TRAIL

Hlaupasokkar. High cut. Margir litir. Dömu- og herrastærðir.

5.990 6.990

ASICS NIMBUS 17

Hlaupaskór með hlutlausri styrkingu. Litur. Hvítir m/ bleiku, hvítir m/ svörtu. Dömu- og herrastærðir.

Gildir til 26. maí

NIKE MILER LS TOP

PROTOUCH VATSKEBALTE

Hlaupabelti með 4 brúsum.

4.990

Dri Fit langermabolur sem hentar í alhliða líkamsrækt. Litir: Svartur, bleikur, blár. Stærðir: XS-XL.

8.490

NIKE DF ESSENTIAL

Dri Fit hlaupabuxur með þröngu sniði og rennilás að neðan. Litir: Svartar, svartar m/bleiku. Stærðir: XS-XL.

12.990

KLÚBBTILBOÐ

46.990 Fullt verð: 56.990

SCARPA LADAKH/HEKLA

Slitsterkir fjallgönguskór úr leðri. Stífur Vibram sóli gefur gott grip. GORE-TEX vatnsvörn. Litur: Brúnir. Dömu- og herrastærðir.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

MCKINLEY NANNA

Bolur. Renndur vasi á hlið. Dömu- og herrastærðir.

MCKINLEY MALIN/ MAGNE

Kvartbuxur úr EXODUS fljótþornandi útivistarefni. Dömu og herrastærðir.

MCKINLEY CRXSS 25

Góður 25 lítra bakpoki.


útivist & hlaup  NæriNg á göNgu

Matur veitir kraft Kolvetnarík fæða hentar vel fyrir gönguferðina og því er gott að stinga kexi og súkkulaði með í bakpokann.

u

ndirbúningur fyrir fjallgöngu krefst meira en að tryggja réttan útbúnað og fatnað. Til að njóta göngunnar til fulls þarf líkaminn að vera vel nærður og er því góður matur ein meginundirstaða ánægjulegrar göngu. Þegar hugað er að því hvað sé best að borða og drekka á göngu eru þrjá tímasetningar á máltíðum sem þarf að hafa í huga. Sú fyrsta er einum eða tveimur dögum fyrir gönguna, þá þarf að borða vel til þess að gangan hefjist á fullum tanki og getur skorið úr um hversu vel ferðin tekst. Önnur er á göngunni sjálfri, en það þarf að velja mat sem viðheldur nægri orku til að halda áfram og er í raun sú næring sem fyllir á tankinn svo að líkaminn hafi nægan kraft til að komast á toppinn. Að lokum þarf að huga að því sem er borðað eftir gönguna, en það þarf ekki að vera það sama og er borðað

6

Helgin 22.-24. maí 2015

1 til 2 dögum fyrir göngu: Drekktu a.m.k. 2 lítra af vökva, en forðastu áfengi því það getur valdið ofþornun. Morgunmatur: Hafragrautur með ferskum ávöxtum, 1 harðsoðið egg eða 1 skyrdós. Snarl: Ávaxtahristingur, eða þurrkaðir ávextir. Hádegismatur: Samloka úr heilkornabrauði með kjötáleggi, osti og grænmeti og einn ávöxtur. Snarl: Ferskir ávextir. Kvöldmatur: Pastaréttur með kjúklingi og grænmeti. Á göngu: Drekktu a.m.k. einn lítra af vatni áður en þú byrjar að ganga. Byrjaðu að drekka vatnið um leið og þú vaknar. Drekktu á 10 til 20 mínútna fresti á meðan göngu stendur. Um helmingurinn af því sem þú drekkur ætti að innihalda kolvetni og því getur verið gott að hafa íþróttadrykki við höndina. Það er nauðsynlegt að borða á meðan þú gengur til að viðhalda orku. Forðastu fituríka fæðu því það er erfitt að melta hana. Best er að borða fæðu sem er kolvetnarík. Það getur verið súkkulaði, þurrkaðir ávextir, rúsínur eða kex. Eftir göngu: Eftir gönguna er einnig mikilvægt að borða kolvetnaríka fæðu en það er líka í lagi að borða fituríka fæðu því líkaminn tíma til að melta fæðuna. Pasta með sósu er tilvalin fæða og það er einnig gott að drekka súkkulaðimjólk og borða kex með.

Gangan verður mun ánægjulegri og betri ef neytt er réttrar fæðu.

á meðan göngunni stendur. Eftir að gönguferðinni lýkur þarf að borða mat sem aðstoðar líkamanna við að jafna sig eftir gönguna. Þá vaknar upp spurningum um hvað eigi að borða. Mikið, er einfalda svarið hinsvegar er það ekki fullnægjandi svar. Hverskonar matar er neytt fyrir, á meðan og eftir göngu getur skipt sköpum. Í þessu tilfelli er

hægt að tala um að kaloría sé ekki bara kaloría. Kolvetni er ein aðal uppspretta orku fyrir líkamann og þrátt fyrir að hann brenni kolvetni og fitu og jafnvel örlitlu af próteini á göngu, þá er það svo að ef hann klárar kolvetnin þá dregur verulega úr öllum krafti. Þess vegna er aðaláherslan lögð á að neyta nægilega mikils af kolvetnaríkri fæðu til

að halda okkur gangandi. Rétt samsetning á kolvetni og próteini mun tryggja hámarks árangur. Auk þess sem það skiptir mjög miklu máli að drekka nóg af vökva til að halda einbeitingu og orku auk þess sem það kemur í veg fyrir krampa í vöðvum. Hér fyrir neðan eru dæmi um hvað er hægt að borða og drekka fyrir, á meðan og eftir göngu.

r i k s í l i az

r B dagar í allan maí

Komdu við og smakkaðu brasilíska kokteila og smárétti og fáðu ekta brasilíska stemningu í kroppinn. Capoeira, dans, tónlist og sumargleði.

BRAZILÍSKIR SMÁRÉTTIR Skarkoli „moqueca” 1.790 kr. Brasilískur réttur með hrísgrjónum, koríander, chili og hvítlauk Túnfisk ceviche 1.990 kr. Ástríðualdin, chili, laukhringir og avókadó Tígrisrækja 1.890 kr. Ristuð paprika, jalapenó og kóríander Nautalund 2.490 kr. „Smokey” paprikugljái, sveppir og mangósalsa Lambalund 2.290 kr. Fejioada, chimichurri og chili-myntusósa Sambarúlla með chilisultu – 4 bitar 1.490 kr. Túnfiskur, rjómaostur, avókadó, mangó, jalapeno-mayo, kimchee Surf’n turf rúlla – 4 bitar 1.590 kr. Avókadó, humar-tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy-mayo, chili crumble

Happy h ou alla daga r 17.00–18 .30 Sushi Samba Sími 566 6800

sushisamba.is


Glæsileg tilboð inná www.usn.is

CLA & RASPBERRY KETONE

Aukin brennsla & minni sykurlöngun

HARDCORE WHEY GH

Einstaklega gott prótein með kreatíni ofl, 62 skammtar

HYPERLEAN

Enginn sykur né kolvetni og engin vatnsbinding

EPIC PRO

Úthaldsvara sem inniheldur allt sem þarf, notist á meðan eða eftir æfingar

GARCINIA KETONE BURN

Aukin brennsla dregur úr matarlöngun & minni sykurlöngun

MUSCLE FUEL

Öflug þyngingarblanda

BCAA +

Hindrar vöðvaniðurbrot og styður vöðvauppbyggingu

R-3 EXCELL

Tekið strax eftir erfiðar æfingar og flýtir fyrir endurheimt

WHEY & OATS

DIET FUEL ULTRALEAN

BCAA AMINO GRO

ANABOLIC NITRO X

Fullkominn morgunverður prótein og hafrar

Frábær millimáltíð með t,d Garcinia Cambogia

BCAA amínósýrur, L-Glutamine, Gefur gott vöðvapump og engin B-Alanine, notist í kringum æfingar niðursveifla eftir æfingar

CREA-X4

Eykur úthald, styrk og sprengikraft, engin hleðsla

CYTO POWER HP

Úthaldsvara sem er notuð á meðan æfingu stendur, multi stage kolvetnisblanda með steinefnum, söltum og koffíni.

PURE PROTEIN GF-1

6 útgáfur af próteinum ásamt casein

CREA-X4 Powder

Kreatín, L-Glysine og Taurine, tekið fyrir erfiðar æfingar

Gerum tilboð til hópa og íþróttafélaga Eigum til fæðubótarefni fyrir crossfit, fótbolta, handbolta, körfubolta, hlaup, hjólreiðar ofl. Sendið tölvupóst á netfangið USN@USN.IS til að fá send tilboð

www.facebook/usnisland

Suðurlandsbraut 16 www.fitnessverslun.is

Sporthúsið, Reykjanesbæ

Allar USN vörur eru samþykktar á Íslandi og innihalda engin ólögleg efni, en eru ekki ætlaðar fyrir yngri en 18 ára. usn_1.indd 1

8.5.2015 11:52:49


Eins og Fætur Toga - Bæjarlind 4 - 201 Kópavogi - Sími 55 77 100 - www.gongugreining.is

Allt fyrir hlauparann

Sérsmíðuð,Allt hálfstöðluð og stöðluð innlegg fyrir hlauparann Fótavörur í úrvali

Gönguog hlaupagreiningar Sérsmíðuð, hálfstöðluð og stöðluð innlegg Göngugreining barna Fótavörur í úrvali

Göngu- og hlaupagreiningar Við erum sérfræðingar í fótum Göngugreining barna

Við erum sérfræðingar í fótum


Glycerin kr. 27.990 Topp normal skór

Ghost kr. 24.990 Góður normal skór

Cascadia kr. 24.9990 Marg verðlaunaður utanvega skór

Transcend kr. 32.990 Einn tæknilegasti skórinn á markaðinum

Launch kr. 19.990 Léttur æfingask

Við erum sérfræðingar í fótum og veljum með greiningarbúnaði skó sem hentar þínu fótlagi og niðurstigi.


útivist & hlaup

10

Helgin 22.-24. maí 2015

Níu maraþon á jafn mörgum döguam Félagarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í júlí. Hlaupaleiðin liggur yfir Kjöl og mun taka alls níu daga. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á málefnum langveikra barna.

H

laupið ber yfirskriftina „Hlaupið heim“ og er þetta í annað sinn sem Óskar hleypur til að vekja athygli á málefnum langveikra barna. Árið 2013 hljóp hann frá Reykjavík til Ísafjarðar, en Óskar sleit barnsskónum fyrir vestan. Hlaupaleiðin er um 450 kílómetrar og safnaði Óskar áheitum fyrir Finnboga Örn Rúnarsson, ungan Vestfirðing sem hefur þurft að glíma við langvinn veikindi. Nú, tveimur árum síðar, langaði Óskar að endurtaka hlaupið fyrir annan Vestfirðing, Kristján Loga Vestmann Kárason, 9 ára gleðigjafa og ofurhetju, en hann er fjölfatlaður og langveikur. Hann er búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni og því er förinni heitið norður en ekki vestur að þessu sinni.

Eitt maraþon á dag í níu daga

„Við munum hlaupa um 45-50 kílómetra á dag í 9 daga og munum því hlaupa eitt maraþon og rúmlega það á hverjum degi. Þetta var svo gaman síðast að mig langar að endurtaka leikinn. K ristján Logi er flottur strákur með mörg áhugamál og þarf hann á ýmsum hjálpartækjum að halda svo hann geti stundað útivist af ýmsu tagi með fjölskyldunni,“ segir Óskar, en hann og Kári, faðir Kristjáns, eru góðir vinir úr æsku. Félagi þeirra, Gísli Einar, ákvað að slást í för með Óskari og munu þeir hlaupa saman alla leið. Gísli er auk þess búsettur á

Akureyri. „Það á því vel við að hafa heimamann með í hlaupinu,“ segir Óskar. Allur ágóði af hlaupinu mun renna í hjálpartækjasjóð Kristjáns Loga, auk þess sem sérdeild Giljaskóla og barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri munu njóta góðs af söfnuninni.

Hlaupið um hálendið

Óskar og Gísli munu leggja af stað frá Reykjavík þann 3. júlí og liggur hlaupaleiðin um Hveragerði, Selfoss, Árnes, Hrauneyjar, Skrokköldu, Nýjadal, Laugafell og þaðan niður í Eyjafjörð. Hlaupinu lýkur svo á Akureyri. „Það er öllum velkomið að hlaupa með okkur, eins lengi og þeir treysta sér til. Við fögnum öllum stuðningi,“ segir Óskar. Hægt er að fylgjast með undirbúningnum á Facebook síðunni Hlaupið heim. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 565-14404427, kt. 141005-3750. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Óskar, Gísli Einar og Kristján Logi hittust á dögunum á Akureyri. Þeir eru þó bjartsýnir á að það verði snjólaust að mestu þegar hlaupið fer fram í byrjun júlí. Ljósmynd/Trausti Árnason.

Snjallari hreyfing Meiri orka þrek og úthald 1 skot 30 mín. fyrir æfingar / keppnir. Blandað í 100 - 150 ml af vatni.

Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku. Fæst í öllum Heilsuhúsum - Heilsuveri og sumum apótekum. Upplýsingar í síma 896 6949.

BEETELITE leyndarmál þeirra sem skara framúr. - www.neogenissport.com

WE BEET THE COMPETITION

vitex.is

Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt

Hvort sem þú ert hreyfifíkill eða nýtur þess að stunda létta hreyfingu verður iðkunin skemmtilegri með þessum snjallsímaforritum. Hversu mörgum kaloríum ertu að brenna? Hversu langt ertu að fara? Hvað eru vinir þínir að gera? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum færðu með neðangreindum hreyfingar „öppum“.

Endomondo

FitStar

Strava

Eitt vinsælasta appið hjá íslenskum snjallsímanotendum í dag. Hægt er að fylgjast með brennslu, hjartslætti og vegalengd við hvers konar íþróttaiðkun, allt frá hlaupi til flugdrekabrettis (e. kitesurfing). Endomondo er vel tengt við samfélagsmiðla og því getur þú fylgst með hreyfingu vina þinna, til dæmis skoðað þeirra hlaupaleiðir og skorað á þá á hinum ýmsu sviðum. Appið er bæði til í ókeypis útgáfu og svokallaðri premium útgáfu sem greiða þarf fyrir. Stýrikerfi: Android, iOS og Windows Phone

Með Fitstar færðu ókeypis þinn eigin stafræna einkaþjálfara. Einkaþjálfarinn aðlagar æfingarnar að þínu getustigi, þannig að þær verða alltaf krefjandi án þess að verða of erfiðar. Tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og hafa ekki alltaf aðgang að líkamsrækt. Einnig er hægt að setja sér persónuleg markmið og skora á aðra notendur. Stýrikerfi: iOs

Strava er á hraðri uppleið með að verða vinsælasta appið fyrir þá sem vilja hreyfa sig. Appið hentar frábærlega fyrir hjólreiðamenn og hlaupara til að fylgjast með æfingunum sínum og félaga sinna. Helsti kostur Strava er að þú getur borið þig saman við aðra hjólreiðamenn með því að fylgjast með frammistöðunni á sérstökum leiðarbútum. Einnig er hægt að búa til sérstaka hlaupa- og/eða hjólahópa sem setja sér markmið og safna æfingum sem virkar afar hvetjandi. Stýrikerfi: Android, iOs


Voltaren-Gel-NEW-5x38 copy.pdf

1

13/05/15

11:09

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


útivist & hlaup

12

Helgin 22.-24. maí 2015

Skiptu um skó á 1000 kílómetra fresti Alexander Harrason er sérlegur áhugamaður um hlaupaskó. Hann lærði íþróttafræði í Noregi þar sem hann sérhæfði sig meðal annars í mótun á innleggjum, eða „Footbalance“. Þegar kemur að því að velja réttu hlaupaskóna segir Alexander að mikilvægt sé að hlusta á eigin líkama og ekki fara eingöngu eftir merkjum eða tískustraumum.

minna af þessu efni og endast því skemur,“ segir Alexander. Hann mælir auk þess með því að þeir sem stunda hlaup af kappi eigi par til skiptanna. „Annað hvort af sömu tegund eða sambærilegri. Þannig er hægt að dreifa álaginu og auka endingu skónna.“ Óþarfi er þó að henda gömlu hlaupaskónum strax. „Þegar þú ert búinn að hlaupa þessa 800-1200 kílómetra er ekki þar með sagt að skórinn sé ónýtur. Hann veitir kannski ekki nógu góða vörn við hlaup en það er vel hægt að nota skóna áfram í léttari verk, til dæmis í vinnu eða í styttri gönguferðir,“ segir Alexander.

Þ

egar kemur að því að velja hlaupaskó er mikilvægt að fá ráðleggingar fagfólks hvort skórnir eigi að vera með ákveðinni styrkingu og ágætt að vita fyrirfram hverju maður sækist eftir, það er hvernig tilfinningu maður vill upplifa við hlaupin. Hlaupastíll, lögun fótarins og þyngd hlauparans skiptir svo einnig máli,“ segir Alexander, en hann starfar hjá Eins og Fætur Toga, þar sem er meðal annars boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar. „Við megum ekki vanmeta eigin líkama heldur verðum við að hlusta á hann við val á hlaupaskóm. Best væri líklega að velja skóna blindandi, því vinsældir einstakra merkja og litir segja ekki endilega til um hvort þetta sé akkúrat skórinn fyrir þig.“ Alexander segir þó að því oftar sem maður kaupir sér hlaupaskó, því auðveldara verður valið.

Stærðin skiptir máli

Alexander Harrason segir að mikilvægt sé að hlusta á líkamann þegar kemur að vali á hlaupaskóm. Ljósmynd/Hari.

Léttari skór fyrir lengra komna Alexander mælir með því að byrjendur í hlaupum velji sér skó með réttri styrkingu, dempun og stuðningi. „Margir byrjendur detta í þá gryfju að velja of létta skó. Byrjendur þurfa á ákveðinni vörn að halda þar sem styrkurinn í stuðningsvöðvum þar sem álagið verður mest er minni en hjá vönum hlaupurum.“ Góðir hlaupaskór þurfa að uppfylla ákveðin gæði en þurfa ekki endilega að vera dýrustu skórnir. „En

það er yfirleitt sagt að maður eigi ekki að spara þegar kemur að því að kaupa rúm og það sama á við um hlaupaskóna að mínu mati,“ segir Alexander.

Endurnýjun eftir hverja 1000 km

En hversu oft er ráðlagt að fjárfesta í nýjum hlaupaskóm? „Það fer að sjálfsögðu eftir týpu skósins, en ágætt er að miða við að endurnýjun á 800-1200 kílómetra fresti. Endingin er því ekki mæld eftir

Ný kynslóð af liðvernd

Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði

Fæst í apótekum www.regenovex.is

því hversu slitinn botninn undir skónum er,“ segir Alexander. Hann bendir jafnframt á að nú sé mun auðveldara að fylgjast með kílómetrafjöldanum, með tilkomu hinna ýmsu snjallsímaforrita. „Einnig er gott að fylgjast með mjúka efninu í miðsólanum, svokölluðu foam-efni. Í hverju skrefi minnkar fjöðrunin eða dempunin sem sólinn gefur af sér, einnig rýrnar fjöðrunin með tíma óháð notkun. Léttari skór innihalda

Alexander segir að það geti verið villandi að tala um skóstærð. „Vissara er að tala um fótastærð. Stærðir í hlaupaskóm eru yfirleitt öðruvísi en í hefðbundnum skóm. Auk þess þarf að passa vel upp á að vera með nægjanlegt rými um tærnar og tábergið. Breidd fótarins skiptir einnig máli og hægt er að fá skó með mismunandi breidd.“ Að lokum vill hann benda þeim sem ætla að hlaupa af stað inn í sumarið að fara ekki of geyst af stað. „Líkaminn þarf að aðlagast og byggja upp styrk í stuðningsvöðvunum sem verða fyrir miklu álagi. Til að koma í veg fyrir meiðsli á fyrstu metrunum er því gott að flýta sér hægt.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is



útivist & hlaup

14

Helgin 22.-24. maí 2015

 Útivist Páll ásgeir ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur í 20 ár

Hvítárnes – Hveravellir Um Kjalveg hinn forna Hinn forni Kjalvegur liggur um hálendið milli Langjökuls og Hofsjökuls. Í norðri má segja að leiðin greinist eftir því hvort menn hyggjast halda niður í Skagafjörð eða Húnaþing og eins má segja að í suðri greinist hún eftir því hvort menn voru á ferð niður í Hreppa eða Biskupstungur. Allt að einu þá er það einungis sá hluti leiðarinnar sem liggur milli jöklanna sem ber nafnið Kjalvegur. Í þessari leiðarlýsingu er miðað við að göngumaður hefji ferð sína í Hvítárnesi og ljúki henni á Hveravöllum. Til þess að komast í Hvítárnes er annað hvort hægt að fá einhvern til þess að aka sér inn eftir en einnig ganga langferðabifreiðar um Kjalveg á sumrum og hægt að taka sér far með þeim og stíga af í Hvítárnesi og um borð aftur á Hveravöllum.

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, eiginkona hans, hafa ferðast saman um landið í áratugi og skrifað um ferðir sínar. Ljósmynd/Hari

Á fjöllum með Páli og Rósu Fréttatíminn hitar upp fyrir útivistarsumarið. Hér tökum við púlsinn á Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka um landið. Hann er fararstjóri í athyglisverðum ferðum á vegum Ferðafélags Íslands. Páll og Rósa Sigrún Jónsdóttir hafa ferðast um landið í þrjá áratugi og skrifað um ferðir sínar.

P

áll Ásgeir Ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur um Ísland í meira en 20 ár. Sú fyrsta kom út hjá Máli og menningu vorið 1994 og fjallaði um fjórar gönguleiðir á hálendi Íslands. Nánar tiltekið voru það Laugavegurinn, Kjalvegur, Öskjuvegur og Lónsöræfi sem fjallað var um og miðað við að ferðamenn gengju með allt á bakinu án utanaðkomandi aðstoðar. Þessi bók kom svo aftur út 2013 í nokkuð uppfærðri útgáfu þar sem ýmislegt hafði breyst á 20 árum. Gönguleiðinni um Fimmvörðuháls var bætt við. Páll Ásgeir hefur ferðast um Ís-

land í 30 ár, eða þar um bil, og gerir enn. Hann er leiðsögumaður í ferðum fyrir Ferðafélag Íslands og hefur undanfarin sex ár stjórnað geysilega vinsælum gönguverkefnum fyrir félagið sem mjög mikil þátttaka hefur verið í. Þekktast þeirra er verkefnið Eitt fjall á viku. Á sumrin eru það einkum lengri ferðir á vegum Ferðafélags Íslands sem Páll Ásgeir leiðsegir í og eru Hornstrandir og Fjallabak meðal þeirra slóða sem oftast eru á dagskránni. Hinn forni Kjalvegur er ákaflega áhugaverð gönguleið og sú gönguleið sem félagar úr Ferðafélagi Ís-

lands fóru oftast um á fyrstu árum félagsins fyrir nærri 90 árum. Leiðin er sögurík, þétt vörðuð leið um fagra náttúru, vel merkt og hentar flestum sem fást vilja við gönguferðir. Í sumar leiðir Páll Ásgeir farþega Ferðafélags Íslands í fyrsta áfanga raðgöngu sem á fjórum árum á að liggja umhverfis Langjökul. Í sumar verður gengið frá Hveravöllum og í Hvítárnes. Gist verður í skálum Ferðafélagsins í Þjófadölum, Þverbrekknamúla og Hvítárnesi meðan húsrúm leyfir en þátttakendur geta einnig gist í tjöldum. Á þessari leið er gert ráð fyrir að víkja ofurlítið frá hinni hefðbundnu leið og kanna afskekkta staði í nágrenni leiðarinnar eftir því sem veður leyfir. Þar má helsta nefna staði eins og Fögruhlíð í Jökulkrók, Fróðárdali og leirur Fúlukvíslar en allir þessir staðir eru sérlega fáfarnir og áhugaverðir.

Gist í Þjófadölum Ferð okkar hefst í Hvítárnesi þar sem við gistum fyrstu nóttina í elsta sæluhúsi Ferðafélags Íslands. Það var byggt 1930 og hefur reglulega verið endurbætt síðan. Þar geta gist tæplega 30 manns í kojum eða á svefnlofti. Úr Hvítárnesi liggur leiðin að Þverbrekknamúla þar sem Ferðafélag Íslands á góðan skála. Þar er gott að gista. Fallegt er í nágrenni Þverbrekknamúla. Fram undan skálanum er votlendi sem fjöldi uppsprettna tryggir ríkulegan gróður og Hrútfell, 1396 metra hátt, gnæfir í norðri. Eldra nafn á þessu fjalli úr munni norðanmanna mun vera Regnbúðajökull. Þetta er tígulegt fjall, krýnt jökulhveli og teygja sig fimm misstórar jökultungur niður af kollinum. Frá Þverbrekknamúla liggur leiðin áfram norður Kjalhraun austan við Fúlukvísl. Fyrst göngum við yfir brúna á kvíslinni og beygjum svo til norðurs þar sem kvíslin beygir. Síðan liggur leiðin um slétt hraun og graslendi í Þjófadali undir Þjófadalafjöllum. Sá sem ferðast með bakpoka getur ráðið sínum næturstað en ágætt er að gista í Þjófadölum. Vel mætti hugsa sér að skipta leiðinni þannig milli daga að ganga úr Hvítárnesi í Þverbrekknamúla, gista þar í tvær nætur og nota lausan dag til þess að ganga á Hrútfellið. Þaðan mætti ganga í Þjófadali, gista þar og enda svo á Hveravöllum. Þessari leið má auðveldlega snúa við og byrja á Hveravöllum og enda í Hvítárnesi. Hveravellir Hveravellir hafa verið áfangastaður ferðamanna á leið um hálendið frá landnámi en staðurinn varð ekki áningarstaður ferðamanna í hefðbundnum skilningi orðsins fyrr en 1938 þegar Ferðafélag Íslands reisti eldri skálann af tveimur sem hér standa. Í lok tuttugustu aldar varð Kjalvegur fólksbílafær milli byggða þegar brú var sett á Seyðisá og við það mun umferð á Hveravöllum hafa aukist. Um svipað leyti lauk ráðsmennsku Ferðafélags Íslands á Hveravöllum en þar hafði félagið átt skála frá 1938. Rekstraraðilar á vegum Svínavatnshrepps tóku við og hafa annast staðinn síðan. Hveravellir eru heillandi og söguríkur staður þar sem Fjalla-Eyvindur og Magnús sálarháski eiga sinn skerf hvor en leiðir manna hafa legið um þessar slóðir allt frá landnámi.

Hlaup sumarsins

o

ft getur verið hvetjandi að stefna að þátttöku í hlaupi og æfa sérstaklega með það í huga. Fjöldamörg hlaup af ýmsum gerðum verða haldin víða um land í sumar. Því er um að gera að skoða dagskrána og finna hlaup við hæfi. Á vefnum hlaup.is má nálgast upplýsingar um hlaupin, auk þess sem skráning fer einnig fram á vefnum. Hér má líta á nokkur hlaup sem fara fram í sumar: 25. maí: Hvítasunnuhlaup Hauka. 14 og 17,5 km. Utanvegahlaup um uppland Hafnarfjarðar. Ræst klukkan 10 frá Ásvöllum í Hafnarfirði. 30. maí: Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins. 3 og 10 km. Hefst kl. 19 við hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. 6. júní: Mývatnsmaraþon. 3, 10, 21 og 42 km. Hlaupið hefst og endar í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn. 20. júní: Mt. Esja Ultra fjallahlaup verður haldið í fjórða skiptið. Þrjár vegalengdir eru í boði með mismunandi hækkunum.

4. júlí: Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupið hefst kl. 12 en kl. 11 fer rúta frá Árskógsskóla fyrir þá sem vilja geyma bílinn við rásmarkið. 5. júlí: Vestmannaeyjahlaupið. 5, 10 og 21,1 km. Hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 12 og eru öll hlaupin ræst á sama tíma. 22. ágúst: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Stærsta hlaup sumarsins. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.


NJÓTA, EKKI ÞJÓTA Tólf helgargönguferðir þar sem helstu sérkenni og fjölbreytileiki undraheimsins að Fjallabaki koma skýrt fram. Kjörin fyrir göngu- eða vinahópinn, vinnustaðinn og fjölskylduna.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


ÁRNASYNIR

Sumar í hjarta

Sumar á hjóli Hjóladeild Útilífs er í smáralind (hjól fást einnig í glæsibæ) Vítt hlutfall gíra. Shimano, 21 gír.

MEMORY FOAM hnakkur veitir mikil þægindi á styttri sem lengri ferðum.

Stillanlegur stýrisrammi svo þú sért örugglega upprétt og bein í baki.

Dempari bæði í sætisstöng og framgaffli fyrir aukin þægindi.

Tvöfaldar álgjarðir.

Álstell og álbremsur. Sér stell fyrir herra og dömur.

Kemur með keðjuhlíf og standara.

Jamis er margverðlaunað gæðamerki frá Bandaríkjunum sem framleiðir hjól fyrir alla fjölskylduna og allar aðstæður. citizen hjólið er hannað með þægindi í huga og kemur þér auðveldlega og örugglega á milli staða, hvort sem er lengri eða styttri vegalengdir.

síðan 1974 GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.