Hmb 20 02 2015

Page 1

Heilsa móðir og barn

Helgin 20.-22. febrúar 2015

Hugsaðu vel um heilsuna eftir fæðingu Foreldrahlutverkinu fylgir ekki eingöngu ábyrgð heldur er það einnig eitt dýrmætasta hlutverk hvers foreldris. Lífið tekur margvíslegum breytingum þegar barn kemur í heiminn, en það kemur kannski mörgum á óvart hvað svona lítil mannvera þarf mikla umönnun. En á meðan nýbökuð móðir hugsar um barn sitt er mikilvægt að huga einnig að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri.

Nokkur heilræði: Svefn Þú munt líklega ekki fá mikinn svefn fyrstu vikurnar og mánuði eftir að barnið fæðist. Reyndu að leggja þig á meðan barnið sefur. Reyndu að vera virk yfir daginn. Fæðingarþunglyndi Suma daga gætir þú verið pirruð, uppstökk og niðurdregin en það er eðlilegur partur af því að takast á við nýtt hlutverk. Ef þér líður hins vegar illa flesta daga skaltu tala við lækni eða ljósmóður. Hreyfing Hreyfing er okkur öllum lífsnauðsynleg, jafnt líkamlega sem andlega. Hreyfing eftir barnsburð hefur því marga jákvæða þætti í för með sér fyrir hina nýbökuðu móður. Áfengi Ekki drekka áfengi ef þú ert með barn á brjósti því áfengið gæti farið í brjóstamjólkina. Forðastu að nota áfengi til að slaka á og reyndu frekar að fara í bað, spjalla við vin eða eyða tíma með makanum.

Við

án rotvarnarefna

Fimm á dag Reyndu að borða að minnsta kosti fimm mismunandi ávexti eða grænmeti á dag. Forðastu salt Ekki innbyrða meira en 6 g, eða u.þ.b. teskeið, af salti á dag. Næringarríkur matur Það er sérstaklega mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat þegar þú ert með barn á brjósti. Við mjólkurframleiðslu brenna konur 400-700 hitaeiningum á dag og er því mælt með að mjólkandi mæður bæti 500 hitaeiningum við þann hitaeiningafjölda sem þær neyttu fyrir meðgöngu. Fæðubótarefni Mundu að taka D-vítamín ef þú ert með barn á brjósti. Gott er að mjólkandi mæður haldi áfram að taka inn meðgönguvítamín en þær þurfa að innbyrða 1000 milligrömm af kalki á dag, sem er stærri skammtur en ráðlagt er á meðgöngunni.

lífrænt

enginn viðbættur sykur

hipp.is

.

facebook


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.