Jolabladid 2012

Page 1

Heimilislaus um jólin Jólin verða óvenjuleg hjá Eddu Björgvinsdóttur leikkonu þetta árið. Hún er heimilislaus eftir að hafa selt húsið sitt og ekki fundið íbúð við hæfi. Edda fær því ekki að skreyta heimili sitt með jólaljósum eins og hún er vön. Í staðinn ætlar hún að verja jólunum með sonum sínum í Bandaríkjunum.

mynd Hari

Heimagert sælgæti – piparkökuHús – allt er gott með kaFFi – pakkaskreytingar – aðventukransar – jólarauðkál

Í JÓLABLAÐi FréttatÍmans:

Jólablað 2012

síða 18

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

GEFÐU ÁVÍSUN Á GÓÐA HEILSU Í JÓLAGJÖF Úrval gjafabréfa í boði í öllu sem viðkemur heilsurækt, snyrti- og nuddmeðferðum.

www.worldclass.is

www.laugarspa.is


2

jólablað 2012

 JólaleikuR

 HeFuR Haldið úti JólaútvaRpi síðan hann var 12 ár a

Skrautið talið

Jólabarn með jólaútvarp

Leikur til að láta tímann líða. Börnunum þykir oft erfitt að bíða eftir jólunum og eftirvæntingin getur hægt á tímanum. Þá er ágætt að finna leiðir til að drepa tímann á meðan beðið er. Eitt af því sem hægt er að gera er að fara í skemmtilega leiki. Til dæmis er hægt að fá börnin til að giska á hvað er mikið af skrauti á jólatrénu, skrifa ágiskunina á miða og leyfa þeim svo að telja skrautið og sjá hver komst næst réttu tölunni.

 JólaSkRaut

Svört jól Eins og myrkrið. Um jól og áramót fagna menn því að myrkrið víkur senn fyrir hækkandi sólu. Jólaskreytingar endurspegla þetta og þess vegna eru ljós, glitrandi skraut og tré og annað sem að mörgu minnir á sumarið og náttúruna notað til skreytinga. Svarti liturinn, litur myrkursins, hefur ekki átt upp á pallborðið á jólunum. Svarti liturinn lætur þó á sér kræla þessi jól og getur verið skemmtilegt uppbrot á hefðbundu jólalitunum. Tilvalið er að taka gamalt skraut, eins og til dæmis aðventuljós og fleira og spreia það svart. Hafa skal í huga að nota hitaþolið sprei þegar ljós eða aðrir munir sem hitna eru spreiaðir.

Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri Jólastjörnunnar.

Þetta er eiginlega eins og jólabakstur eða jólaföndur fyrir okkur, það er bara svo gaman að þessu.

J

ólastjarnan er netútvarpsstöð sem hefur verið starfrækt fyrir hver jól síðan árið 2006. Stöðin er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur er hlutverk hennar fyrst og fremst að gleðja fólk. Allir sem koma að stöðinni gefa vinnu sína og ef einhver afgangur verður af rekstri stöðvarinnar verður hann gefinn til góðgerðarmála. Sigurður Þorri Gunnarsson er dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar jolastjarnan. net. Stöðin fór í loftið 2006 og það er því komin góð reynsla á þessa jólastöð. Reynslan er ekki síðri hjá dagskrárstjóranum sjálfum því hann hefur haldið úti jólaútvarpi í einhverri mynd síðan hann var 12 ára. „Já þetta er semsagt 11. árið í röð sem ég starfræki útvarpsstöð fyrir jólin. Útvarpsbröltið er orðinn fastur hluti af jólaundirbúningnum fyrir mig og fólkið sem er með mér í þessu. Þetta er eiginlega eins og jólaföndur eða jólabakstur fyrir okkur, það er bara svo gaman að þessu, ég er mikill útvarpsgúru sjálfur og er að læra þetta núna úti í Bretlandi. Þetta er því svolítið tilraunaverkefni líka að vera bara með stafrænt útvarp. Svo erum við alltaf að bæta við okkur. Við erum farin að senda út í snjallsíma og spjaldtölvur. Fólk getur því hlustað á okkur hvar sem það er, hvort sem það er uppi á hálendi eða hvar sem er því það er alltaf hægt að hlusta í gegnum 3g. Þetta er heldur betur búið að vinda upp á sig, þetta hefur aldrei verið stærra og fullt af fólki sem vinnur að þessu skemmtilega verkefni. Það er frábært fólk að vinna í þessu með mér. Frá upphafi hafa tveir strákar verið með mér í þessu, þeir Magnús Kristján og Gunnar Ásgeir. Svo eru fleiri sem hafa unnið að þessu með okkur í mörg ár, bæði útvarpsmenn, tæknisnillingar og fleiri og allir eru að gefa vinnu sína. Fólki finnst þetta bara svo gaman þó það sé í

fullri vinnu og hafi lítinn tíma í þetta þá er þetta bara fastur liður á þessum tíma.“

ekkert mál að fá auglýsingar

Sigurður segir að hugmyndin sé að spila fjölbreytt úrval jólalaga og reyna að hlífa fólki við auglýsingum og slíku sem séu svo áberandi á þessum tíma. „Við fáum alltaf nokkra auglýsendur inn hjá okkur og erum með eitt auglýsingahlé á klukkutíma. Eftir hrunið gekk frekar illa að fá auglýsendur en það batnaði til muna á þessu ári og þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem við finnum að fólk er alveg til í að taka þátt í þessu verkefni. Við þurfum að greiða stefgjöld og gjöld fyrir netsíðuna okkar og fleira þess háttar. Ef við eigum einhvern afgang þegar því er lokið þá verður hann gefinn áfram til einhverra góðgerðarsamtaka. Við höfum ekki skilað hagnaði síðustu ár en það lítur ljómandi vel út fyrir þetta ár svo við vonumst til þess að geta styrkt einhvern sem þarfnast þess meira en við.“

Fær nóg af jólunum um miðjan desember

Sigurður segist vera ofboðslega mikið jólabarn og það sé ein af helstu ástæðunum fyrir þessu. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann fái ekki nóg af jólunum eftir tvo heila mánuði af undirbúningi með tilheyrandi jólalögum. „Jú það verður að segjast að maður fær nóg af öllu sem tengist jólunum í kringum 10. desember. Það varir þó yfirleitt frekar stutt, kannski í nokkra daga en þá tek ég bara stutta pásu og þá er ég orðinn fullfrískur og kominn í jólagírinn aftur um miðjan mánuðinn. Við byrjum yfirleitt í lok október eða byrjun nóvember að skipuleggja þetta og þá fara jólin í gang hjá okkur. Þetta er því langur tími en maður getur aldrei jólað yfir sig, það er bara þannig.“

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Útgefandi: Morgundagur ehf. Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Umsjón efnis: Kristín Eva Þórhallsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.


Season’s must have! Kjóll,

5995,–


4

jólablað 2012

 Náttúruleg jól

Skreytt með könglum Köngla er hægt að tína úti í náttúrunni á góðum göngutúr og setjast svo niður þegar heim er komið og útbúa jólaskraut. Grenitré, sem eru græn allan ársins hring, nýtast okkur vel sem jólatré og greinarnar í jólaskraut. Einnig gefa þau af sér köngla sem vaxa á þeim og falla til jarðar á veturna, einmitt um það leyti sem fólk er á vetrargöngu og þeir verða á vegi þess. Þeir hafa notið vinsælda um áraraðir sem jólaskraut, bæði í kransa og fleira og í ár ná vinsældir þeirra nýjum hæðum, því það má sjá þá í nánast öllu skrauti. Hvort sem þeim er komið fyrir í körfum eða málaðir og hengdir upp á jólatréð. Köngla er að finna á skógarstígum þar sem

grenitré vaxa, eða jafnvel í venjulegum húsagörðum þar sem grenitré standa gjarnan. Ekki þarf annað en góðan poka til að safna þeim saman en ágætt er að skola þá og blása og jafnvel hita aðeins í ofni til að fæla burt óboðna smágesti sem gætu leynst í þeim. Köngla er hægt að nota eina og sér eða þræða upp á band, mála þá eða láta liggja á kertadiski með kertum. Þeir eru harðgert, náttúrulegt og tímalaust jólaskraut sem hægt er að leika sér með og ótrúlegustu jólamunir verða til úr þeim ef ímyndunaraflið fær að leika lausum hala.

 KærleiKsKúlaN 2012

Hver einasta kúla er einstök Samkvæmt venju var fyrsta kúlan veitt verðugri fyrirmynd eða fyrirmyndum úr hópi fatlaðra. Þetta árið hlaut jón Margeir sverrisson heimsmethafi í sundi heiðurinn. Ekki síðri fyrirmynd úr þessum hópi, Kristín rós Hákonardóttir sundkona, sá um að veita Jóni kúluna. Hrafnhildur arnardóttir hönnuður kúlunnar er með þeim á myndinni. Ljósmynd Hari

S

tyrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003. Útgáfan hefur skapað einstakt safn listaverka eftir margra af okkar þekktustu listamönnum. Tilgangur með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfssemi styrktarfélagsins í Reykjadal. Fyrir hver jól er haldin athöfn í Listasafni Reykjavíkur þar sem kúla ársins er frumsýnd. Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir blessaði kúlu þessa árs og eins og venjulega var fyrsta kúlan

veitt verðugri fyrirmynd eða fyrirmyndum úr hópi fatlaðra. Þetta árið hlaut Jón Margeir Sverrisson heimsmethafi í sundi heiðurinn. Ekki síðri fyrirmynd úr þessum hópi, Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sá um að veita Jóni kúluna.

Hver kúla einstök

Hrafnhildur Arnardóttir listakona hefur búið og starfað í New York undanfarin ár. Hún hefur skapað sér töluverða sérstöðu innan listaheimsins með notkun á hári í verkum sínum. Verkin hafa vakið

verðskuldaða athygli og verið sýnd í nokkrum af virtustu söfnum heims, þeirra á meðal MoMa í New York. Kærleikskúlan er munnblásin og gerð í takmörkuðu upplagi, hver kúla er því einstök. Hrafnhildur segist hafa fengið frjálsar hendur við hönnun kúlunnar. „Það vinna allir hönnuðirnir með sama „format“, glæra uppblásna glerkúlu. Þegar ég var beðin um að taka þátt í þessu vildi ég hafa þetta þannig að þetta tengdist þeirri myndlist sem ég fæst yfirleitt við. Ég bjó til sérstaka blöndu úr gervihári sem síðan var sett inn

í kúluna. Hún verður því að einhvers konar frymi eða einhverju slíku sem umlykur hárið. Engin kúla er eins. Fyrst er kúlan blásin, svo er hárið sett inn í hana og síðan er hún hituð upp aftur og settur á hana krókur til þess að loka henni.

lokkandi

Hún segir hugmyndina vera hálfgerða tilvitnun í gamla tíma. „Kúlan í ár heitir Lokkandi og það má segja að nafnið á kúlunni sé

hálfgerð tilvitnun í gamla tíma þegar fólk setti lokka í hálsmen í nokkurs konar nisti til þess að minnast fólks. Hugmyndin er komin frá þessari hefð og svo auðvitað jólalaginu. Þessi kúla er nokkurs konar óður til líkama og sálar, til manneskjunnar og alls þessa heims sem býr innra með okkur.“

Mjúka jólagjöfin

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is


Sumarblær - íslensk hönnun 19.300 kr.

15.300 kr.

7.800 kr.

15.300 kr. 28.350 kr.

18.300 kr.

Skartgripir og úr - góðar jólagjafir

Jacques Lemans

Jacques Lemans

Jacques Lemans

Casio

Casio

35.400 kr.

32.800 kr.

35.100 kr.

12.900 kr.

5.600 kr.

Fossil

Armani

Jorg Gray

Jorg Gray

Diesel

21.000 kr.

69.300 kr.

51.750 kr.

64.900 kr.

23.200 kr.

Arne Jacobsen

Arne Jacobsen

Arne Jacobsen

Rosendahl

Rosendahl

64.900 kr.

64.900 kr.

64.900 kr.

24.900 kr.

24.900 kr.

Skoðaðu glæsilegt úrval jólagjafa á michelsen.is

Skagen

Skagen

Skagen

24.200 kr.

31.600 kr.

22.900 kr.

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is


6

jólablað 2012

 Jólaminning

Safnaði öllum jólapappír sem fannst Eiríkur Örn Norðdahl var staddur tvítugur yfir jólahátíðina á Kúbu, feginn því að sleppa undan jólageðveikinni, þegar honum og félögum hans snerist hugur og slógu upp jólaveislu á síðustu stundu sem örlögin sáu til að Eiríkur næði aldrei að taka þátt í.

Þ

egar Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur var tvítugur fór hann í vinnu- og vináttuferð til Kúbu yfir jól og áramót 1998-1999 þar sem hann vann með vinnuflokknum Brigada Nordica. Hópnum segir Eiríkur að hægt hafi verið að skipta í þrennt. „Í fyrsta lagi voru það einarðir sósíalistar komnir til þess að tína eins margar appelsínur fyrir byltinguna og voru í boði. Í öðru lagi voru það Norðmennirnir. Í Noregi hafði ferðin verið auglýst eins og ódýr sólarlandaferð og Norðmennirnir vissu fæstir að flestir dagar færu í vinnu, að þeir myndu búa átta til tólf saman í herbergjum, éta húsmannskost í verkamannamötuneytum, sofa í kojum hver ofan í rassgatinu á öðrum, með enga loftræstingu, ekkert postulínsklósett og sjaldan rennandi vatn. Í þriðja lagi var það svo unga hugsjónafólkið. Sem var mismikið hugsjónafólk og var kannski aðallega komið til þess að drekka romm og spóka sig í byltingunni. Ég var í þessum flokki, í meðallagi harður sósíalisti.“

Jólahátíðin segir hann að hafi verið harla ólík þeirri sem við eigum að venjast hér og í fyrstu hafi honum þótt ágætt að sleppa við jólageðveikina. „Jól voru haldin á Kúbu frá því að við komum um miðjan desember og þangað til við fórum seinnipart janúar, þótt lítið færi fyrir þeim meðal vestrænna sósíalista í Campamiento Julio Antonio Mella. Við Íslendingarnir í ferðinni, sem pössuðum allir ágætlega í þriðja flokkinn, hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að komast burt úr jólageðveikinni. Að missa af jólalögunum og pökkunum og ölinu og steikinni og trjánum. En svo þegar til kastanna kom vissum við auðvitað ekkert hversu stóra hlutdeild jólin áttu í lífi okkar og strax á Þorláksmessu byrjuðum við að skipuleggja jól. Við söfnuðum sprekum og spýtum og bundum saman í einhvers konar tré. Á aðfangadag gengum við um allar búðirnar – bæði meðal hinna tæplega hundrað norrænu manna og álíka margra nýkominna Ástrala í næstu búðum, til þess að safna saman öllum jólapappír sem

fannst. Pappírinn festum við á og í tréð. Fáeinum dögum áður höfðum við verið í einhverjum smábæ og fundið dósir með einhverjum maltdrykk, sem nú var blandað í eitthvað kúbanskt Fanta. Þetta held ég hafi verið einhver sá mesti viðbjóður sem ég hef drukkið um ævina. Og ég hef drukkið ýmislegt. Ég veit ekki hvort það var ógeðsdrykkurinn samt eða eitthvað annað – en ég lagðist í rúmið fyrir kvöldmat á aðfangadag, og lá þar með óráði og magakveisu alla nóttina. Jólapartíið fór að mestu fram svona fimm metrum frá hurðinni minni og ég man hvað mig langaði að vera með. Hvað þetta hljómaði allt saman yndislega skemmtilegt. Og ég reyndi að standa upp mörgum sinnum en í hvert einasta skipti var ég nauðbeygður að leggjast eða gubba ella. Og það var langur gangur á klósettið, sem var heldur ekki nema skítagat í gólfinu, og mér fannst einhvern veginn alveg vonlaus tilhugsun að fara að æla þar ofan í. Enda hefði ég þá ábyggilega aldrei hætt.“

Límdu tréð á veginn

Í

litlu rými er hægt að bregða á það ráð að útbúa jólatré úr límbandi. Bandið er klippt niður í mislangar lengjur sem límdar eru á veginn þannig að þær myndi jólatré. Í kringum tréð er hægt að festa skraut og myndir og jafnvel búa til skraut úr límbandinu líka. Stjörnu á toppinn er hægt að útbúa úr pappa sem er málaður eða klippa út stjörnu úr dagblaðapappír. Með smá hugmyndaflugi og vandvirkni getur þetta orðið að mjög flottu tré. Best er að nota límband sem ekki skemmir vegginn þegar það er tekið niður.

AUÐVELT Í ALLAR SORTIR

Fljótandi Becel er kjörið í baksturinn fyrir þau okkar sem vilja njóta þess að bragða á uppáhaldskökunum um jólin. Fljótandi Becel er þægilegt í notkun og þú þarft ekki lengur að tefja þig á því að bræða smjör. Fljótandi Becel er galdurinn við kökur sem fá hjörtun til að slá í hátíðarskapi. BETRI HEILSA OG GLEÐILEGRI JÓL MEÐ BECEL

Innihald: Jurtaolía (80%) (sólblómaolía, repjuolía og hörfræolía), vatn, hert jurtaolía, kalíumklóríð, sýrustillar (sítrónusýra og kalíumsítrat), ýruefni (sólblóma- og soja lesitín), bragðefni, litarefni (betakarótín).

Skráargatið er norrænt matvælamerki sem hjálpar þér að velja hollasta kostinn.

ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 61888 11/12

– BETRI KÖKUR OG BETRA LÍF MEÐ BECEL –


einfaldlega betri kostur

Jólagjafa-

hugmyndir

© ILVA Ísland 2012

6.995

3.995

frá

5.995

ILVA Flokkur 3. Ýmsar gerðir og stærðir 3.995,-

795

VILLAge Keramik hús m/perustæði. H20 cm 5.995,- H25 cm 6.995,-

spIgA 24 karata gullhúð. Hnífur, gaffall, matskeið 995,- Teskeið 795,-

2.995

7.995

3.995

cHRIstmAs Jólatré m/glerperlum. H 35 cm 9.995,- H 30 cm 7.995,-

top gun Kanna m/byssuhandfangi L15,5 cm 3.995,-

14.995 KeLIm Púði, 60 x 60 cm. Ýmis mynstur 14.995,-

4.995

1.995

7.995

BIRd Skrautfugl silfraður. 2 tegundir. 31 x 20 cm 4.995,-

cIty LIfe Áprentaður vasi. H27 cm 1.995,Áprentuð krús m/loki. H25 cm 2.995,-

KnIt Ábreiða 130 x 170 cm. 100% bómull. Ýmsir litir 7.995,-

7.995

4.995

9.900

BucKet Borðlampi, svartur. Málmur. H 44 cm 7.995,-

BeAR Bangsi, sparibaukur. 3 teg. H 22 cm 4.995,-

HALLow Kollur, ýmsir litir. H 46 cm 9.900,-

25%

afsláttur af öllum jólaljósum fram til jóla

Tilboð Heitt súkkulaði og vaffla með rjóma og sultu. Áður 1.070,-

nÚ 795,Christmas jólastjarna LUNA. Ø70 cm 12.995,- nú 9.745,- Ø92 cm 16.995,- nú 12.745,Ath. pera og perustæði selt sér.

Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

sendum um allt land

Christmas jólastjarna NEMO. Ø40 cm 12.995,- nú 9.745,Ø54 cm 17.995,- nú 13.495,Ath. pera og perustæði selt sér.

Christmas ljósasería, inni. 20 ljós 495,- nú 370,- 50 ljós 945,- nú 695,- 100 ljós 1.595,- nú 1.195,- 200 ljós 2.995,- nú 2.245,-

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is

TILBOÐ


8

jólablað 2012

Stækkunarglerslampar Skrifborðslampi

 spil SamveruStund Á aðventrunni

Vandaðir New Port. stækkunar­

glerslampar í föndur og fína vinnu. hvítir Góð birta.

Svartir, eða króm.

Verð frá kr. 19.995,-

– gerir lífið bjartara

Spilað á aðventunni

Á

Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is

Ég er alveg viss um að Orðabelgur, Skrípó og Jóakim Aðalönd verða spiluð á mörgum heimilum um þessi jól.

aðventunni reyna margar fjölskyldur að eyða tímanum saman. Borðspil verða gjarnan fyrir valinu enda tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna. Úrval slíkra spila hefur aukist töluvert síðustu ár. Verslunin Spilavinir var opnuð árið 2007 á Langholtsvegi 126 í Reykjavík. Eigendurnir, Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir, segja spilin frábæra skemmtun fyrir alla. Þær stöllur mæla með því að fjölskyldan spili saman á aðventunni eins og á öðrum tímum ársins. Þær hafa lagt sig fram við að kynna Íslendingum nýja möguleika, meðal annars með spilakvöldum og bekkjarkvöldum þar sem fólk kemur saman og spilar. „Já við höfum haldið bekkjarkvöld og kynnt spil fyrir fólki á öllum aldri. Það kemur mörgum á óvart hversu snemma er hægt að spila við börn. Rétt um tveggja ára aldur er hægt að kynna þeim spilin, það þarf bara að fylgjast með því hvernig spil það eru. Þetta hentar vel til að byggja upp þolinmæðina hjá börnunum en það þarf þó alltaf að passa að spilin séu einföld og henti aldri barnanna. Flest af þessum spilakvöldum enda á því að foreldrar koma til okkar og furða sig á því hvað það eru til mörg spil og margir möguleikar. Svo tekur þetta ekki svo langan tíma, spilið þarf ekki að taka nokkra klukkutíma. Það er svo mikill hraði á okkur í dag, það er svo margt sem er að fara að gerast eftir augnablik.

Ef við sjáum fyrir okkur að við þurfum að eiga fjóra tíma til að setjast niður og spila þá gerum við það sjaldnar.“

Jólaspilið í ár

Aðspurð segist Svanhildur ekki geta spáð fyrir um hvert jólaspilið verður í ár. „Margar fjölskyldur eiga sín spil sem þær spila bara á aðventunni eða í kringum hátíðir. Ég er alveg viss um að Orðabelgur, Skrípó og Jóakim Aðalönd verða spiluð á mörgum heimilum um þessi jól. Þetta eru reyndar frekar ólík spil, Skrípó mun hitta beint í mark hjá unglingum og ungu fólki en það er erfitt að segja hvert verður jólaspilið í ár. Skrípó hentar til að mynda ekki fyrir yngri börn. Ég get því ekki sagt að þetta sé spilið fyrir alla, ef þú ert með börn yngri en fjórtán ára, þá get ég ekki mælt með þessu spili.“ Svanhildur segir úrvalið í búðinni vera mjög gott og um jól séu spilin alltaf vinsæl. „Við erum ennþá svo heppin að það kemur alltaf eitthvað nýtt fyrir jólin. Vinsælast hjá okkur núna er Skrípó, Orðabelgur, Jóakim Aðalönd, Rallýspilið og svo eru að koma tvö ný Party og co spil; Stelpur og Pick one. Spilin eru líka ódýr afþreying miðað við margt annað. Ég skellti mér í bíó um helgina og borgaði meira fyrir okkur fjölskylduna fyrir þessa tveggja tíma skemmtun heldur en ég borga fyrir spilin hjá okkur. Spilið gæti ég spilað aftur og aftur en þessi skemmtun entist bara í klukkutíma eða tvo.

 Jólasælgæti

Kostagóðar karamellur Á sumum heimilum koma ekki jól fyrr en er búið að búa til karamellur en aðrir hafa aldrei prófað að spreyta sig á karamellugerð. Hún er ekki flókin og ætti að vera á allra færi að útbúa girnilegar karamellur fyrir jólin.

GJAFA KORT Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið á þjónustuborðinu á 1. hæð við Hagkaup eða á gjafakort.kringlan.is

KRINGLAN.IS

K

aramellugerð er tiltölulega einföld, það sem helst ber að varast er að blandan verði ekki of heit og brenni ekki við. Of þunna karamellu er alltaf hægt að nota í sósu út á jólaís, eða á vöfflur og pönnukökur milli hátíða. 1 dl vatn 250 g sykur 250 g síróp 2,5 dl rjómi 25 g smjör Salt á hnífsoddi Bragðefni, t.d. vanilla ef vill

Setjið sykur, salt og vatn í pott og látið sjóða þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið sírópi, rjóma og smjöri saman við og látið sjóða upp að 120125 gráðum eftir því hversu harðar kara-

mellurnar eiga að vera. Hrærið allan tímann svo ekki festist í botninum. Þegar óskahitastigi hefur verið náð má setja bragðefni saman við eftir smekk. Hellið karamellublöndunni í form

með bökunarpappír og látið kólna í ísskáp. Skerið svo karamelluna niður í ákjósanlega molastærð og pakkið í sellófan ef vill. ATH. Mælt er með að kaupa sykurhitamæli ef ætlunin er

að taka enga áhættu með karamellurnar, annars má prófa hvort æskilegu hitastigi er náð með því að láta karamelludropa drjúpa af skeið ofan í glas af köldu vatni. Ef dropinn verður að kúlu er karamellan tilbúin.


JULMYS JULMYS lugt lugt f/kubbakerti f/kubbakerti 2.490,2.490,Gler. Gler. Ø18, Ø18, H20cm. H20cm. Ýmis Ýmis mynstur mynstur


10

jólablað 2012

 Adventus domini

Mosinn er fallegur og getur komið í stað grenis í aðventurkransskreytingum. Silfuraðventurkrans úr Karen Blixen jólalínunni.

Við kveikjum einu kerti á Frá miðri síðustu öld hefur það tíðkast hér á landi að kveikja á einu aðventukerti, fjóra sunnudaga fyrir jólin. Hefðin barst hingað frá Danmörku upp úr 1940.

A

ðventan hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og er þessi árstími víða kallaður jólafasta þar sem áður tíðkaðist að menn máttu ekki borða hvaða mat sem er, til dæmis kjöt. Jólafastan tilheyrir að mestu leyti fortíðinni en aðventukransinn sem var í fyrst notaður til að skreyta búðarglugga í Þýskalandi á aðventunni er orðinn að hefð víða í Evrópu og er vel við lýði í dag. Kertin í kransinum eru fjögur og fyrsta nefnist spádómakertið, annað Betlehemskertið, þriðja hirðakertið og fjórða englakertið. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Tískustraumar hafa orðið til þess að aðventukransinn er farinn að taka á sig nýtt form, og er jafnvel hvorki hringur né skreyttur greni. Það eina sem stendur eftir eru kertin fjögur og er þeim raðað upp á ólíkan máta og í raun aðeins ímyndunaraflið sem ræður för. Hægt er að setja saman fjóra ólíka kertastjaka á bakka og kveikja á einu kerti á hverjum sunnudegi til að halda í hefðina. Einnig fást orðið í verslunum kerti sem eru merkt frá 1 upp í 4 og þá nóg að raða þeim á kertadisk eða stinga í stjaka.

Hreindýrahornin eru í stíl við þá náttúrulegu jólaskreytingar sem eru svo flottar núna.

Hangandi krans skreyttur könglum sem tína má út í náttúrunni.

Kertum stungið niður í fjóra ólíka stjaka eða skálar og merktir með tölustöfum.

Kubus kertastjak­ inn eftir danska arkitektinn Mogens Lassen hentar vel sem aðventur­ krans.

Jólagrillpartí Sjávargrillsins - Harður pakki fullur af mýkt, fjöllaga góðgæti sem skilar hinni sönnu upplifun yls, friðar og allsnægta. Afgreitt fyrir borðið í heild. Verð 8.700 á mann. Sælkerapakkinn Sjávargrillsins - fjögra rétta hátíðarblanda fjölbreytileika og ferskra hugmynda í bland við hefð. 7.900 á mann. Litlujólin - í hádeginu eru litlujólin sem reyndar eru fullvaxin þriggja rétta jólaveisla, forréttur er jólaplatti aðalréttur, kjöt- eða fiskitvenna og í eftirrétt, rís ala mandé með heitri karamellusósu með jólabragði. Fílubomba og fínmeti - Skötuilmurinn liðast upp eftir Skólavörðustígnum á Þorláksmessu 11:30 til 16:00 4.900 kr. Pantið tímanlega, nú þegar farið að þéttast í árlega Skötuveislu Sjávargrillsins.

SKÓLAVÖRÐURSTÍGUR 14 • 101 Reykjavík www.sjavargrillid.is • Sími 571 1100

Opnunartími yfir hátíðarnar. 23. des 11:30-16:00 & frá 17:00 24.& 25.des lokað 26.des frá 17:00 31.des 11:30-16:00 & frá 17:00 1.jan frá 17:00


ENNEMM / SÍA / NM54643

JÓLAHLAÐBORÐ MEÐ SÍGILDRI HÁTÍÐARSTEMNINGU Hlaðborðið okkar er orðið að dásamlegri hefð, klassískt með fersku ívafi. Hugljúf og lifandi tónlist um helgar, jólasveinar og fjölskyldugleði á sunnudögum.

Jólin hefjast á Satt 15. nóvember Eftir það bjóðum við upp á jólahlaðborðið á kvöldin og í hádeginu 16. – 17. og 23. – 24. nóvember og alla daga frá 29. nóvember til 22. desember. Jólahlaðborð í hádeginu: 4.400 kr. Jólahlaðborð á kvöldin: 8.800 kr. Borðapantanir í síma 444 4050 eða á satt@sattrestaurant.is.

Icelandair hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegur 52 101 Reykjavík Sími 444 4050 satt@sattrestaurant.is www.sattrestaurant.is


jólablað 2012

12

 Bakstur Sameiginlegt verkefni fjölSkyldunnar

Sérverslun með kvensilfur

Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

Postulín glös og hnífapör

– til hátíðabrigða heima sem utan heimilis

i tím nar RV: u n Op rslun studaga í ve ga til fö18:00 a nud 8:00 til a kl. dag :00 gar 6 Lau 00 til 1 0: kl. 1

Þegar piparkökuhús bakast Piparkökushúsasmiður tekur fyrst af öllu góða hugmynd, en það næsta sem hann gjörir er að hnoða deig og sníða mót. Síðan á að baka í ofni og leyfa að kólna úti á fjöl. Þegar öllu þessu er lokið tekur samsetningin við og svo er þá að skreyta húsið og skemmta sér mjög.

Þ Rekstrarvörur

að er hægara sagt en gert að búa til piparkökushús, nema það sé búið til úr tilbúnum pörtum og eina sem þarf að gera er að setja það saman og skreyta. Ef hinsvegar á að búa það til frá grunni, þarf að vanda til verks. Ekki ólíkt

því þegar raunverulegt hús er í smíðum, verður piparkökuhús til í áföngum. Það þarf að búa til deigið og skapalón að pörtunum, fletja út deigið og baka partana, setja þá saman að bakstri loknum, og skreyta að lokum. Fyrir marga er mesta ánægjan fólgin í því að vinna

Uppskrift að piparkökuhúsi

þykkan pappír, til dæmis utan af morgunkorni, og klipptu þau út. Einnig má notast við bylgjupappa, sem er að sömu þykkt og piparkökurnar. Ágætt er að setja mótin saman og sjá hvort þau passi vel saman og myndi hús. Hægt er að finna mót á netinu og prenta þau út eða prófa sig áfram og búa til eigin mót.

að piparkökuhúsinu ásamt fleirum í fjölskyldunni, þar sem samveran og þetta sameiginlega verkefni skapar ákveðna stemningu. Fyrst er að ákveða hvernig húsið á að líta út. Á þetta að vera lítið hús, stórhýsi, eða jafnvel kastali? Næst er að finna til hráefnið og hefjast handa.

- vinna með þér RV 11/12

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

6 bollar af hveiti 1/2 tsk lyftiduft 4 tsk engifer 4 tsk kanill 1/2 tsk negull 1/2 tsk salt 170 g smjör, við stofuhita 1 1/2 bolli púðursykur 2 stór egg 1 bolli af dökku sírópi (mólassi) 1 msk vatn Aðferð: Blandaðu þurrefnunum saman í stóra skál og settu til hliðar. Þeyttu púðursykurinn og smjörið saman með þeytara þar til blandan verður létt og froðukennd. Hrærðu eggjunum, sírópinu og vatninu vel saman við. Bættu

helmingnum af þurrefnablöndunni saman við og hnoðaðu deigið þar til hráefnin hafa blandast vel og deigið er mjúkt. Bættu afganginum af þurrefnunum við og hnoðaðu deigið, helst í hrærivél með krók, þar til það er slétt. Ef deigið er of mjúkt, má bæta við örlitlu hveiti. Settu plastfilmu utan um deigið og geymdu í kæli í a.m.k. tvær klukkustundir, helst yfir nótt. Deigið má gera allt að þremur dögum áður. Láttu deigið jafna sig við stofuhita í a.m.k. 10 mínútur áður en það er flatt út.

Mótin sniðin Búðu til mótin að húsinu með því að teikna þau á

Mótin búin til og bökuð Hitaðu ofninn í 180 gráður með ofnplötu í miðjunni. Hafðu nokkrar bökunarplötur til reiðu. Skiptu deiginu í tvennt. Leggðu bökunarpappír á borðið þar sem deigið er flatt út.

Burstaðu pappírinn létt með hveiti. Byrjaðu á öðrum hluta deigsins og notaðu kökukefli til að fletja það út. Ef það festist við pappírinn eða keflið skaltu strá hveiti á deigið. Ef það er of lint, þarftu ef til vill að frysta það í klukkustund. Gættu þess að deigið sé jafnþykkt þegar það er flatt út og ekki hafa það of þykkt því deigið hefar sig í hitanum. Nuddaðu smá hveiti yfir deigið þegar búið er að fletja það út og leggðu pappamótin ofan á það og skerðu meðfram þeim. Notaðu fínan hníf eða skæri til að skera út mótin og það er í lagi að klippa bökunarpappírinn með og leggja

mótin á hann á bökunarplötuna. Þegar búið er að skera út mótin skaltu leggja þau á bökunarplötu með góðu bili á milli og passa að þau aflagist ekki. Bakaðu við 180 gráður er þar til endarnir eru farnir að dökkna. Stærri partar eru 11 til 15 mínútur í bakstri en minni partarnir 6 - 8 mínútur. Taktu kökurnar úr ofninum og á meðan þær eru heitar skaltu leggja pappamótin yfir þau og skera meðfram þeim ef eitthvað hefur aflagast við baksturinn. Leyfðu pörtunum að kólna á bökunargrind.

Límið Hægt er að nota bráðið súkkulaði eða búa til sitt eigið sykurlím.

Sykurlím 2 stór egg 2 2/2 bolli flórsykur Þeyttu eggjahvíturnar og flórsykurinn saman þar til eggjahvíturnar mynda stífa hvíta toppa. Ef það gerist ekki, skaltu bæta við meiri sykri. Leggðu rakt viskustykki yfir skálina svo kremið þorni ekki. Settu sykurlímið í sprautupoka og notaðu til að líma kökupartana saman. Byrjaðu að setja útveggina saman, en bíddu þar til límið hefur þornað áður en þakið er fest á. Þegar límið hefur harðnað geturðu tekið til við að skreyta húsið að vild.


Jólagjafahandbókin

kemur til þín

Hundruð hugmynda fyrir ástvini þína Jólagjafahandbók Smáralindar er dreift í hús um land allt og auðveldar þér að finna gjafir sem gleðja þig og þá sem þér þykir vænt um. Sjáumst, Smáralind

Jólagjafa-

handbók

Smáralindar er komin út

Viltu vinna 100.000 kr. gjafakort í Smáralind? Komdu í Smáralind og gerðu jólainnkaupin snemma. Heftaðu kassakvittunina þína við þátttökuseðil og taktu þátt í jólaleiknum okkar. Þú gætir unnið 100.000 kr. gjafakort í Smáralind eða fengið andvirði jólainnkaupanna endurgreitt með gjafakorti.

Skannaðu QR-kóðann eða farðu á smaralind.is og fáðu nánari upplýsingar um jólaleikinn.

smaralind.is Opnunartímar: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18

Finndu okkur á Facebook


14

jólablað 2012

 AðventuskrAut

Engill vonar 2012

Íslensk hönnun

Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 101 Reykjavik www.gam.is S: 562 5222

FATNAÐUR SEM GRENNIR

ENDURMÓTAR GRENNIR NÆRIR

GRENNIR

Kaffín Eykur fitubrennslu áhrif og berst gegn fitusöfnun.

NÆRIR

Shea smjör Ríkt af ómissandi fitusýrum og vítamínum. Verndar og nærir húðina.

Aftur til fortíðar Innblástur í aðventukransa og skreytingar er sóttur til fortíðar þar sem náttúrulegir litir og hefðbundin form ráða ríkjum. Nanna Björk Viðarsdóttir hjá Breiðholtsblómum útbjó aðventukransa úr greni, afskornum blómum, mosa og sleikipinnum.


Allt er þetta eitthvað sem við gætum hafa fundið fyrir utan heimili okkar, úti í náttúrunni og notað til að skreyta.

Jólagjöf sem hentar öllum

Björk Viðarsdóttir.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál

V

ið leitum mikið til náttúrunnar núna og horfum mikið til baka. Grenið heldur velli sem ráðandi jólaskraut, ásamt rauðum og náttúrulegum litum,“ segir Nanna Björk Viðarsdóttir hjá Breiðholtsblómum. Hún rifjar upp þann tíma þegar greni var stungið ofan á myndir á veggjum sem jólaskraut og segir það eitthvað sem er að koma aftur. „Við hugsum mikið um náttúruna núna og að borða hollan og lífrænan mat, og við viljum einnig hafa náttúruna í kringum okkur sem við sjáum í jólaskrautinu í ár.“ Gráir hlýir tónar, trjágreinar, mosar, könglar og munir sem líta út fyrir að hafa staðist tímans tönn. „Allt er þetta eitthvað sem við gætum hafa fundið fyrir utan heimili okkar, úti í náttúrunni og notað til að skreyta.“ Henni er annt um hið hefðabundna form aðventurkransins, hringinn, og notar mikið greni í kransa. „Ég tel mikilvægt að við höldum í þetta form, annars er þetta ekki aðventukrans.“ Einn þeirra útbjó hún með ólíkum tegundum af greni og stakk í hann brjóstsykri. „Þetta er hluti af því að líta til baka og muna eftir barninu í sjálfum sér,“ segir hún. Annar krans sem hún setti saman er skreyttur nýafskornum rósum. „Það þarf ekki allt að lifa að eilífu.“ Enda líður tíminn og einn helsti tilgangurinn með aðventukransinum er að fylgjast með tímanum líða og telja niður til jóla.

að gefa réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og viðtakandinn velur gjöfi na. Gjafakortið fæst í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


16

jólablað 2012

 Kirsuberjatréð

Handverk í hjarta Reykjavíkur

Hjörtu á lyklakippu eftir Arndísi Jóhannesdóttur.

Fastur liður hjá mörgum á aðventunni er að koma við í Kirsuberjatrénu við Vesturgötuna og líta á nýjasta handverkið sem er þar er til sölu eftir íslenskar listakonur.

J

ólafjörið hefst í byrjun desember og þá ætlum við að vera búnar að innrétta eitt herbergi hérna hjá okkur sem athvarf, þar sem fólk getur sest niður í hægindastól og slakað á. Fríða frænka leggur til húsgögnin og hugmyndin er að gera litla notalega stofu þar sem rólegheit og huggulegheit eru höfð að leiðarljósi,“ segir Hulda B. Ágústsdóttir, ein af listakonunum í Kirsuberjatrénu. Hún segir sitthvað af nýjum munum vera á boðstólum fyrir þessi jól og þar á meðal eru kertastjakar úr skærum trékúlum, trékubbum og koparrörum eftir hana sjálfa. „Þetta þróaðist út frá hálsfestum sem ég hef verið að vinna í svipuðum anda og mér datt í hug að gera þessa stjaka fyrir jólin.“ Hún telur aðventuna vera yndislegan tíma, til að lesa bækur, njóta góðra samverustunda og borða góðan mat. „Stemningin í okkar bæjarhluta er alltaf æðisleg, enda er þetta svo fallegt svæði,“ segir Hulda. Hér á myndunum má sjá brot af því handverki og listmunum sem er að finna í Kirsuberjatrénu.

Það á að gefa börnum brauð, spiladós eftir Margréti Guðnadóttur.

Arndís Jóhannessdóttir gerði þessa stjaka undir teljós.

1

2

3

4

5

1. Stjakar úr kopar og tré eftir Huldu B. Ágústdóttur. 2. Jólakúla eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. 3. Kertastjakar eftir Valdísi Harrysdóttur. etc. 4. Blá jólabjalla eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur. 5. Servíetturhringir eftir Huldu B.Ágústdóttur

 Hjátrú

Vaxandi tungl boðar gott ár Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Um slíka hjátrú vitna þessar gömlu vísur: Hátíð jóla hygg þú að; hljóðar svo gamall texti: Ársins gróða þýðir það, ef þá er tungl í vexti. En ef máni er þá skerður, önnur fylgir gáta, árið nýja oftast verður í harðari máta.

Sígræna jólatréð

-eðaltré ár eftir ár!

Skátahreyfingin hefur um árabil selt Sígræna jólatréð sem er í hæsta gæðaflokki og prýðir það þúsundir heimila og fyrirtækja. Frábærir eiginleikar: • 10 ára ábyrgð • 12 stærðir (60-500 cm) • Stálfótur fylgir • Ekkert barr að ryksuga

Sígræna jólatréð er selt í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, sími: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is

• Ekki ofnæmisvaldandi • Eldtraust • Þarf ekki að vökva • Íslenskar leiðbeiningar



18

jólablað 2012

Tússa yfir það allra heilagasta í dagbókinni Leikkonan ástsæla er mikið jólabarn. Í ár eyðir hún jólunum í Bandaríkjunum enda heimilislaus sem stendur. Grunur leikur á að fyrrverandi eiginmaður hafi „stolið“ dagbókinni og gefið hana út. „Hann hefur alltaf verið dálítið fljótfær, blessaður.“

E

dda Björgvinsdóttir leikkona kemur ekki til með að halda hefðbundin jól þetta árið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein af þeim er sú að hún er heimilislaus. Hún seldi húsið sitt nýverið. Fjölskyldan var að minnka við sig og henni hefur ekki tekist að finna íbúð í Þingholtunum. „Það hafa liðið margir mánuðir og ég hef ekki ennþá fundið neitt. Ég er með herbergi hjá vinkonu minni og svo hoppa ég bara á milli vinafólks og fæ þau til að bjóða mér í mat. Við yngsti sonur minn ætlum að heimsækja þann elsta og fjölskyldu hans í Minneapolis. Við erum full tilhlökkunar því við eigum eiginlega ekkert heimili til að skreyta.“

Nýjar hefðir á hverjum stað

Ég ætlaði náttúrlega að setja lögbann á þetta enda fullt af leyndarmálum þarna sem átti bara eftir að ritskoða enda er hún öll í kaffiblettum og svo framvegis.

Ljósmynd/Hari

Þrátt fyrir að hafa ekki mikla möguleika til þess að skreyta þetta árið er Edda mikið jólabarn. „Ég er mjög mikil jólamanneskja, ég reyni að hafa mikið af seríum, set þær yfirleitt upp snemma og reyni að hafa þær sem lengst. Svo eru jólin hjá okkur alltaf mjög hefðbundin held ég, við erum alltaf með okkar hamborgarhrygg. Kjötátið hjá mér hefur reyndar minnkað svo ég reyni að koma með eitthvað annað líka, kannski smá lamb og svo finnst mér hnetusteik mjög góð líka. Þetta var nú orðið svolítið sérkennilegt síðast þegar við héldum jólin en þetta venst og það koma nýjar hefðir eins og gengur.“ Nýjar hefðir skapast reglulega og tengjast þá gjarnan nýjum stöðum. Edda og fjölskylda hafa haldið jólin víða um heim, meðal annars í London, San Diego og í Borgarfirðinum. „Einhver jólin leigðum við okkur sumarbústað í Munaðarnesi yfir jólin. Það er töluvert langt síðan, sennilega áður en yngsti sonur okkar fæddist. Við fórum þangað til að geta haldið okkar jól með okkar jólatré og pakka því við bjuggum hjá ömmu á þessum tíma. Við keyrðum Framhald á næstu opnu

www.lyfja.is

– Lifið heil

GEYMDU BLAÐIÐ!

Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju.

Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smá Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 61954 11/12

Kannski er jólagjöfin í Lyfju



20

jólablað 2012

svo reyndar í jólaboðin suður en þarna vorum við í fimm daga yfir jólin og það var mjög eftirminnilegt. Þar voru nánast bara vottar jehóva og börnin þeirra voru flest úti að leika sér í snjókasti þegar við sátum inni að hlusta á sálmana um sexleytið.”

Ilmur jólanna

Fjölskyldan passar alltaf vel upp á að hittast reglulega yfir jólin. Þetta getur þó oft verið erfitt því fjölskyldumeðlimir dreifast um allt land og jafnvel allan heim. Jólin í ár verða þó undantekning því Edda og yngsti sonur hennar ætla að eyða jólunum í Bandaríkjunum. Hún segir það engu skipta hvar jólin eru, jólin séu yfirleitt svipuð. „Við vorum alltaf svo fastheldin á hefðirnar. Við hittumst alltaf á aðfangadagskvöld, fyrst hjá ömmu, svo hjá mömmu og svo vorum við hjá mér í nokkur ár. Svo er ég núna byrjuð að fara til þeirra. Þetta finnst mér voða skemmtilegt. Jóla-

Bragðið ekki aðalatriðið

Edda minnist sérstaklega þriggja kvenna sem voru ákaflega sterkar fjölskylduímyndir og bökuðu alltaf kökur fyrir alla á þessum tíma. „Það fallega við þetta er að það var ekki alltaf aðalatriði hversu góðar þær voru eða hvernig þær voru í laginu. Þær voru yfirleitt svo ótrúlega vondar, spesíurnar, vanilluhringirnir og hvað þetta allt hét. Það þorði auðvitað ekki nokkur maður að segja þeim frá þessu. Þessum kökum var yfirleitt hleypt út úr búrinu í kringum páska. Það þurfti ekki að hjálpa þeim mikið, þær gengu eiginlega sjálfar alla leið út í ruslatunnu. Það var samt svo gaman að fylgjast með þeim. Þær höfðu það svo gott og það var svo gaman að hittast og baka saman. Það var algjört aukaatriði þó að uppskriftirnar væru nú ekki betri en þetta.“

Hefði gert þetta öðruvísi

Komandi jól verða erfið

Móðir Eddu lést um síðustu helgi. Hún segir að þessi jól eigi eftir að verða sérstaklega erfið því það eru svo margar minningar sem tengjast aðventunni og jólunum. „Við munum reyna að gráta og hlæja saman þessi jólin af því að uppáhalds amma allra í fjölskyldunni, amma Gréta, verður ekki hjá okkur lengur. Við vitum að hún er uppi með englunum og verður með okkur í anda og dansar með okkur í kringum jólatréð þó við finnum ekki eins sterkt fyrir nærveru hennar.“

Dagbókin týndist

Hvað gerir þjóðkunn leikkona þegar hún týnir dagbókinni sinni? Edda Björgvinsdóttir hafði ekki marga möguleika. Áður en hún vissi af var búið að gefa dagbókina hennar út án þess að hún hefði nokkuð um það að segja. „Í mörg ár hafa hinir ýmsu bókaútgefendur sagt mér að það væri svo sniðugt fyrir mig að gefa út bók, það væri komin tími til að ég opnaði mig fyrir þjóðinni. Mér hefur alltaf fundist þetta vera slæm hugmynd vegna þess að ég bara man ekki neitt, ég gæti kannski náð að skrapa saman í þrjár blaðsíður. Mér finnst einhvern veginn að maður eigi að gera þetta þegar maður er

10. ágúst

Flugfreyjulífið:

s ók In gB gv Da J ö R ÚR u B D

Jólabaksturinn stór hluti af jólahaldinu

í dreifingu. Ég ætlaði náttúrlega að setja lögbann á þetta enda fullt af leyndarmálum þarna sem átti bara eftir að ritskoða enda er hún öll í kaffiblettum og svo framvegis, þetta var auðvitað ekki útgáfuhæft. En svo úr því að allt er til sölu þá ákvað ég að þiggja bara lauflétta upphæð og ég sætti mig við það að þetta myndi hugsanlega koma út. Þá þarf ég bara að drífa mig í allar helstu bókaverslanir landsins og tússa yfir þetta allra heilagasta. Það getur varla tekið svo langan tíma. Þetta er sennilega það sem ég mun vera að gera fram að jólum.“

ED

Eins og svo margir hefur fjölskylda Eddu reynt að gera miklar breytingar á húsakynnum sínum rétt fyrir jólin. Hún hvetur fólk eindregið til að stöðva allar slíkar hugmyndir í fæðingu svo ekki hljótist skaði af. „Við fengum einu sinni þá hryllilegu hugmynd að ætla að innrétta hjá okkur eldhúsið fyrir jólin. Klukkan var að verða sex á aðfangadag þegar smiðurinn fór heim með tárin í augunum yfir því að við værum búin að eyðileggja jólin fyrir honum og hann fyrir okkur. Þetta var allt of seint. Þá borðuðum við í kringum miðnættið. Við földum allar klukkur og slökktum á símanum svo krakkarnir föttuðu ekki að klukkan væri orðin svona margt. Á einhvern ótrúlegan hátt gekk þetta upp. Þau voru dálítið hissa að enginn skyldi hringja í okkur og þakka fyrir gjafirnar eða neitt svoleiðis. En þau voru svo lítil að þau trúðu þessu öllu, við sögðum bara að síminn væri bilaður. Þessi sömu jól þá tókum við tréð inn um klukkan tíu um kvöldið þegar við vorum að byrja að elda. Ég held að það hafi staðið inni í tíu mínútur þegar við áttuðum okkur á því að það var einhver sérstök lykt hjá okkur. Tréð hafði staðið í nokkra daga undir tröppunum og ég hugsa að allir kettir í Þingholtunum hafi migið á þetta tré. Það leyndi sér ekki. Ég tók bara ekki eftir því fyrr en það var búið að standa inni í nokkra stund. Það fóru því nokkur ilmvatnsglös á tréð til að reyna að bjarga málunum en það hafði ekkert að segja. Á jóladag þurfti það að fara út.“

baksturinn hefur alltaf verið stór hluti af aðventunni hjá mér, svona í huganum allavega. Ég byrja yfirleitt að hugsa um að safna þeim saman sem ég elska í nóvember og byrja að baka og föndra þess á milli. Mér finnst þetta alveg yndislegur tími. Þetta gerum við vonandi næsta ár. Þetta er eitthvað sem allir þrá. Þetta og að vera búin að öllu sem er leiðinlegt og geta bara gefið sér tíma til að njóta aðventunnar og jólanna.“

Ok það má sem sagt ekki vera í góðum skotheldum jöklanærbxum innan undir flugfreyjubúningnum – en ég meina come on! Það gengur kannski að vera í g-streng eða með glimmerheftiplástur yfir rasskinnarnar (framanverðar) hjá þeim sem eru nýbyrjaðaðar í fluginu, rétt rúmlega ellefu ára gamlar og varla meira þrjátíu og eitt kíló - með flugfreyjuveskinu sínu. En við sem erum rétt skriðnar yfir þrítugt, jafnvel þótt við séum hrotta-flottar og sumar á heimsmælikvarða, nefni engin nöfn, erum við svo sem ekkert að leyna því að holdið er orðið svo viðkvæmt á okkur, og ef við g-strengjum míníbrækur yfir okkur miðjar, má hiklaust búast við fjórum rasskinnum og mitti sem lítur út eins og fermingarkransaterta - stærri gerðin! En sloggy hins vegar, virkar svona eiginlega eins og instant-korselett, því þær ná vel niður fyrir rasskinnar ... allavega þessar sem mamma gefur mér alltaf ... og svo ná þær alveg upp undir hendur ... dýllega hlýjar! orðinn gamall. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að verða þegar ég verð orðin stór. Hvað ætti ég eiginlega að setja í bók. Ég botnaði eiginlega aldrei neitt í þessu og afþakkaði þetta bara pent.“

Ætlar að standa vaktina í bókabúðunum

Útgáfufélagið Tindur hafði samband við Eddu og spurði hana hvers konar bók hún hefði áhuga á að skrifa. Hún fór að undirbúa sig og safnaði allskonar sögum, upp-

skriftum og fleira sem hún hefði áhuga á að nota í bókina. Svo týnist bókin fyrirvaralaust eins og svo margir hlutir í kringum Eddu. „Það næsta sem ég veit er að óprúttinn fyrrverandi fjölskyldumeðlimur, nefnum engin nöfn, hafi nappað bókinni minni eða fundið hana einhvers staðar. Ég er nefnilega þannig, ég gleymi alltaf öllu og skil dótið mitt allstaðar eftir. Hann hafði komið þessu í hendur útgefanda og það var bara búið að prenta fullt af eintökum og á leið

Í þessari bók eru ýmsar leiðir til þess að verða fegurri, grennri, hærri, með minni fætur, þykkara hár, þykkari varir, stinnari brjóst og svo framvegis. „Þetta er allt þarna, bara ekki eins og ég ætlaði að setja þetta upp. Svo er auðvitað fullt af allskonar myndum og hugleiðingum mínum sem mig grunaði ekki að færi á eitthvert flakk. Þarna er því ýmislegt gagnlegt en svo er margt þarna sem er alls ekkert gagnlegt og hefði í rauninni aldrei átt að koma fyrir sjónir almennings. Ég átti eftir að gefa mér tíma til að fara yfir hana, það hefði bara tekið svo langan tíma, sennilega 10 til 15 ár. Ég veit það ekki, ég er svo lengi að vinna.“ Bókin er því ekki eins og Edda hefði hugsað sér hana. Hún segist ekki vera í neinum vafa um að hún hefði gert þetta betur sjálf. Það hlakkar í henni þegar hún lýsir því hvernig hún hafi séð þetta fyrir sér. „Ég hefði haft þetta virkilega vandað og dauðhreinsað. Ég hefði sjálfsagt reynt að bæta nokkrum uppskriftum inn og kannski einhverjum heilráðum frá mér. Sennilega einni „beauty-mynd“ ef ég hefði fundið hana. Ég hefði líka reynt að hafa hana aðeins snyrtilegri, ég er bara svo seinheppin að ég er ekki viss um að það hefði tekist. Ég get ekki sagt að ég viti hver stal bókinni en ég hef sterkan grun um að þetta tengist mínu fyrrverandi hjónabandi en ég nefni engin nöfn. Hann hefur alltaf verið dálítið fljótfær blessaður. Ég hef nú alltaf sent honum jólagjöf en hann fær ekki gjöf frá mér þessi jólin, ekki einu sinni þessa bók. Við ætlum að hafa útgáfugleði á núverandi heimili mínu sem er Kaffitár í Borgartúni næstkomandi miðvikudag, 5. desember klukkan 16. Þar er fjölskylda mín ákaflega góð við mig og ætlar að bjóða upp á kaffi og eitthvað skemmtilegt með því þegar ég býð fólki heim. Bjarni Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is



DĂ–MUR

Filippa K -14.900 kr.

Filippa K - 13.900 kr.

Fashionology - 9.900 kr.

Berlin - 14.900 kr.

Stella McCartney - 72.900 kr.

Suit - 19.900 kr.

WonHundred - 16.900 kr.

FilippaK - 69.900 kr.

Wood Wood- 14.900 kr.

Stella McCartney

Wood Wood - 18.900 kr.

Fashionology - 5.900 kr.

Alexander McQueen - 50.900 kr.

Fashionology - 8.900 kr.


HERRAR

Shoe the Bear - 29.900 kr.

Shoe the Bear - 28.900 kr.

Alexander McQueen - 56.900 kr.

Filippa K - 16900 kr.

Alexander McQueen - 44.900 kr.

Suit - 4.900 kr.

Suit - 26.900 kr.

Suit - 9.900 kr.

Suit - 22.900 kr.

Suit - 18.900 kr.

Peysa Won Hundred - 26.900 kr.

Suit - 13.900 kr.

Shoe the Bear - 36.900 kr.

Shoe the Bear - 39.900 kr.

Shoe the Bear - 36.900 kr.

LAUGAVEGUR 66 – 101 REYKJAVÍK – S.565 2820


24

jólablað 2012  GjafapakkninG

Fallega búin gjöf

Heiður Reynisdóttir, eigandi Íslenzka pappírsfélagins.

Gjöf sem hefur verið fallega pakkað inn stendur eins og fallegt jólaskraut við tréð og gleður þann sem þiggur hana.

H

Kjóll kr. 12.900

vernig gjöfum er pakkað inn, getur verið vísbending um innihaldið, eða í það minnsta vottur um hug þess sem gefur. Tískusveiflur eru áhrifamiklar og eru gjafapakkningar þar ekki undanþegnar. Á tímum handverks, endurlits til gamalla tíma og áherslu á endurnýtingu hlutanna eru umbúðir sem hægt er að endurvinna eða endurnýta vinsælar. Heiður Reynisdóttir, eigandi Íslenzka pappírsfélagins, útbjó nokkra pakka handa okkur þar sem hún lagði upp með að nota eitthvað sem auðvelt er að finna í skúffunum heima. „Mér finnst sjálfri svo gaman að fá pakka sem búið er að nostra við og þó ég hafi ekki verið dugleg að pakka inn gjöfum fallega þegar ég var yngri, hef ég tekið mig á með árunum og legg núna talsvert upp úr því að pakka fallega inn,“ segir Heiður.

Í vefverslun sinni, Íslenzka pappírsfélaginu, er hún með úrval af fallegum gjafapappír, böndum og merkimiðum en hefur þó látið sér mjólkurfernur nægja þegar hún hefur þurft að pakka einhverju á síðustu stundu. „Um daginn var ég með litla flösku sem ég vildi pakka þannig að ekkert sæist í hana, því vildi ég ekki nota sellófan. Þá brá ég á það ráð að taka fjörmjólkurfernu og klæða hana með pappír og líma hana á hana fallegan borða.“ Hún segir að mikið af þeim umbúðum sem berast inn á heimilið sé hægt að nýta til pakkninga og ef það er vel gert þá eru þetta jafnvel gjafaöskjur sem viðtakandi getur notað áfram. „Það er líka alltaf til nóg af glerkrukkum sem geta verið svo fal-legar, það er hægt að líma á þær límband með skrauti eða hnýta utan um þær fallegu bandi og þá líta þær vel út.“

kYnninG

Vélarnar frá AGAiT eru framleiddar af ASUS sem er vel þekktur framleiðandi víða um heim og meðal annars hér á landi.

V

ið bjóðum upp á þrjár gerðir af ryksuguróbotum og svo eina öfluga handryksugu. EC mini frá AGAiT er mjög nett en vélin er eingöngu 7 cm á hæð og 27,5 cm á breidd og kemst auðveldlega að þar sem stutt er á milli húsgagna eða þröngt undir sófa og skápa. Hún er einstaklega einföld í notkun með þrjár þrifstillingar, þú einfaldlega velur hvaða stilling hentar og setur hana af stað. EC01 Enhanced frá AGAiT er snjöll vél sem sópar og ryksugar alla fleti heimilisins. Innbyggð er útfjólublá pera sem sótthreinsar yfirborð um leið og þrifið er Flaggskipið frá AGAiT er EC-02. Hún hefur alla kosti minni vélanna auk innbyggðrar gervigreindar sem áttar sig á ef auka þarf sogkraft þegar hún finnur óhreinindi til að tryggja góða yfirferð. Hún sópar og ryksugar alla fleti heimilisins og ræður við öll helstu gólfefni, þ.e. parket, flísar, teppi og stein. Það er ekki bara sogkrafturinn sem er sérstakur í þessari vél, árekstrarvörnin hefur verið hönnuð með þeim hætti að þegar hindrun er nálæg þá hægir vélin á hraða og fer varlega um. Þetta getur hindrað skemmdir á vélinni og tryggir langtímanotkun. AGAIT EC Mobile er handhæga ryksugan í vörulínu AGAiT. Létt og þægileg fyrir heimilið og hörkudugleg í bílinn.


GLeÐILeG JóL

TINNA | 3. laga skel

JóNíNA | teCNoPIle®

FreySI | PrImaloft® maloft®

STeINAr | 3. laga skel

FIFFó | PrImaloft® eCo

FIFFI | PrImaloft®

Cintamani Austurhraun 3

mán-fös. 10- 18 lau-sun. 11 -16 533 3800

I

Cintamani Bankastræti 7

mán-fös. 10-18 fim. 10-21 lau-sun. 12-18 533 3390

I

Cintamani Kringlunni

mán-mið. 10-18.30 fim. 10-21, fös. 10-19 lau. 10-18, sun. 13-18 533 3003

I

Cintamani Smáralind

mán-fös. 11-19 fim. 11-21 lau. 11-18, sun. 13-18 533 3013


26

gjAfAkort

 JóLADAGATAL

SAlArinS Jólatilboð tilvalin í jólapakkann

jólablað 2012

-hljómar vel

Af fingrum frAm í jólApAkkAnn – tónlistargjöf sem kitlar hláturtaugarnar 7. mars kl. 20:30 AndreA gylfAdóttir - Þó fyrr hefði verið

Ein jólamynd

Talið niður til jóla með því að horfa á eina kvikmynd á dag sem fjallar um

1. desember

9. desember

Desember Íslenska jólamyndin Desember eftir Hilmar Oddsson sem fjallar um Jonna sem kemur heim á jólunum eftir langa dvöl í Argentínu til að taka upp plötu með félögunum, ná ástum fyrrverandi kærustu, og halda gleðileg jól með fjölskyldunni.

Four Christmases Saga um hvernig það getur stundum verið erfitt að gera allri fjölskyldunni til geðs á jólunum.

21. mars kl. 20:30 diddú - SpilverkSlögin, StellA og línA beibí Tvær stórglæsilegar söngkonur spjalla og syngja með Jóni Ólafssyni. Tónleikar án hliðstæðu.

10. desember 2. desember Die Hard Bruce Willis sér til þess að jólin verði ekki of sykursæt og býður upp á vænan skammt af hasar í þessari sígildu spennumynd sem gerist á jólunum.

Un Conte de Noël Franskt fjölskyldudrama eins og það gerist best, með Catherine Deneuve í aðalhlutverki.

Tvennir tónleikar á 5.600 kr. 11. desember

mendelSSohn hátíð er hljómfögur og klASSíSk gjöf

3. desember

When Harry met Sally Rómantísk gamanmynd með Meg Ryan og Billy Crystal.

Arthur Christmas Fyndin, falleg og skemmtileg jólamynd þar sem Arthur, sonur jólsveinsins minnir okkur á að allir skipta máli á jólunum.

8. febrúar kl. 20:00 umvAfinn tónliSt

12. desember

9. febrúar kl. 17:00 áStfAngið tónSkáld

4. desember

The Holiday Tvær ungar konur í leit að hvíld frá vonlausum kærustum hafa íbúðaskipti í Englandi og Bandaríkjunum á jólunum og finna ástina.

The Santa Clause Sígild jólamynd frá 1994 þar venjulegur fráskilinn faðir neyðist til að taka við hlutverki jólasveinsins.

10. febrúar kl. 14:00 liStin og lífið Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir flytja lagræn, hljómfögur og grípandi verk Felix Mendelssohns á þrennum tónleikum yfir eina helgi.

13. desember 5. desember

Þrennir tónleikar á 7.500 kr.

Elf Will Ferrell leikur jólaálf sem þarf að fóta sig í hinum raunverulega heimi. Skemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna.

ef lífið væri Söngleikur – gefðu söngleiki í skóinn

How the Grinch stole Christmas Jim Carrey leikur Trölla, eða Grinch í þessari sígildu sögu Dr. Seuss um Trölla sem stal jólunum.

14. desember 6. desember Home Alone Jólamynd fyrir kát jólabörn og foreldra þeirra.

Love Actually Margar litlar sögur sem gerast allar á jólunum og fjalla um ástina á einn eða annan hátt.

1. febrúar kl. 20:00 Stóru SöngleikjASkáldin 12. apríl kl. 20:00 rokkóperur og poppSöngleikir Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tvennir tónleikar á 5.800 kr.

jólatilboðin er hægt að nálgast í miðasölu Salarins alla virka daga kl. 12 – 17 í síma 5700 400. www.Salurinn.is

15. desember White Christmas Sígild bíómynd þar sem Bing Crosby syngur jólalagið fræga, White Christmas.

Meet me in st. Louis Judy Garland syngur fullt af fallegum jólalögum sem allir þekkja í þessari rómuðu bíómynd frá árinu 1944.

8. desember

16. desember

The Polar Express Hugljúf saga um lítinn dreng sem langar að trúa á jólasveininn, álfana og norðurpólinn.

The Family Stone Ung kona fær að hitta tilvonandi tengdafjölskyldu á jólunum og kemst að því að þeim líkar frekar illa við hana.

7. desember


jólablað 2012 27  Gjöfin að gefa

á dag

m jólin.

Ein geit getur breytt lífi heillar fjölskyldu.

Gefðu geit Gefðu þeim gjöf sem ekkert eiga í nafni þeirra sem eiga allt.

M

argir klóra sér í hausnum yfir því hvað eigi að gefa þeim sem eiga allt. Því miður eru ekki allir í heiminum í þeirri stöðu að eiga meira en nóg og því er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi, hjálpa þeim sem ekkert eiga um leið og þeir sem allt eiga fá gjöfina

17. desember fanny och Alexander Sjálfsævisögulegt verk Ingmar Bergmans, þar sem alter-egó leikstjórarns, Alexander, sést fyrst 10 ára gamall í jólaboði.

að gefa. Hjálparstarf kirkjunnar og ABC barnahjálp, selja gjafabréf þar sem peningarnir fara í að bjarga börnum úr vinnuánauð, gefa fátækum fjölskyldum húsdýr, veita fólki aðgang að hreinu vatni og svo framvegis. Til dæmis getur ein geit bjargað lífi heillar fjölskyldu, því geitin gefur af

sér mjólk, taðið er notað sem áburður og hægt að selja afkvæmi geitanna. Bréfin er hægt að kaupa á gjofsemgefur.is og á abc.is. Þá er hægt að prenta þau út úr tölvunni og setja í jólapakkann eða fá þau send heim. Þessi gjafabréf hafa breytt lífi margra til hins betra.

18. desember national Lampoons Christmas Vacation Ekki er annað hægt að en að hlæja að óförum Griswald fjölskyldunnar, þar sem fjölskylduföðurnum, sem Chevy Chase leikur, tekst ætíð að klúðra málum.

Jólapottur American Ameri ccan an Express Exp rre ess Expre

19. desember joyeux noël Sönn saga sem gerist í fyrri heimstyrjöldinni árið 1914 og vekur von um betra líf þegar allt virðist vera að fara á versta veg.

®

Þú gætir unnið ferð til USA og 100.000 Vildarpunkta!

20. desember

FÍTON / SÍA

The Muppet Christmas Carol Prúðuleikararnir eru samir við sig, og að þessu sinni segja þeir sína útgáfu af sígildu jólasögunni um Scrooge.

21. desember Bridget jone's diary Rómantísk gamanmynd þar sem leiðir elskenda liggja fyrst saman í jólaboði fjölskyldunnar og heimaprjónaðar jólapeysur koma við sögu.

Þú gætir unnið glæsilega vinninga ef þú notar Icelandair American Express til að versla fyrir jólin. Allir meðlimir sem nota kortið fyrir 5.000 kr. eða meira fyrir 15. desember fara í jólapottinn og því oftar sem þú notar kortið, því meiri möguleikar á vinningi!

22. desember Bad Santa Þessi svarta kómedía er laus við alla jólavæmni.

Sex heppnir meðlimir verða dregnir úr jólapottinum • • • •

23. desember

1x Flug fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair og 100.000 Vildarpunktar 1x Flug og gisting fyrir tvo innanlands í eina nótt. 2x Yndislegt steinanudd fyrir tvo að verðmæti 30.000 kr. 2x Gjafabréf á veglega máltíð að verðmæti 25.000 kr.

The nightmare before christmas Frumleg og einstök hreyfimynd úr smiðju Tim Burton. American Express

American Express

Valid Thru

Valid Thru

Member Since

Member Since

24. desember it's a wonderful life Hin eina og sanna jólamynd sem leikur á allan tilfinningskalann.

er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express

Kynntu þér málið nánar á www.americanexpress.is

American Express er skrásett vörumerki American Express.


28

jólablað 2012

 KonfEKttErtan er aðalstJarnan

Aðeins í boði fyrir jólin

J

ólabaksturinn er fjölskyldustund hjá mörgum fjölskyldum. Fyrir þá sem ekki hafa tíma eða getu til að baka góðar kökur hefur Óttar Sveinsson, framleiðslustjóri hjá Bakarameistaranum, töluvert af bakkelsi í handraðanum. Óttar segir flestar kökurnar ekki vera fyrir þá sem ætla að reyna að létta sig. „Aðalstjarnan er konfekttertan sem við bökum bara í kringum jólin. Hún er algjör lúxus og samanstendur af sjö lögum af trufflubotnum, ristuðum marengsbotnum, hnetumarengs og Grandmarnier kremi. Utan um þetta er lagt glært gel og ofan á snjóhvítur hjúpmassi, skreyttur með rauðum hrútaberjum og grænum blöðum úr marsipani.“

Stollenbrauðið alltaf jafn vinsælt

Óttar segir að ferð í Bakarameistarann sé orðinn fastur liður í jólahaldi margra íbúa höfuðborgarsvæðisins og sumir komi langt að til að fá sitt uppáhalds jólabakkelsi. „Þýska Stollenbrauðið er til dæmis mjög vinsælt. Tæpri viku áður en kemur að sjálfum bakstrinum set ég rúsínur og ávexti í bleyti í romm svo þeir drekki vel í sig. Þegar kemur að sjálfri blönduninni er fyrst gert fordeig, romm- og ávaxtaleginum er bætt út í og svo unnið eins og hefð-

bundið brauð. Áður en kemur að bakstrinum bæti ég svo við kransakökumassa og sprauta inn í miðjan hleifinn til að brauðið haldist rakt. Eftir baksturinn er síðan brauðinu dýft tvisvar eða þrisvar sinnum í smjör og látið storkna á milli, til að brauðið lokist alveg. Eftir síðustu umferðina hjúpa ég loks með sérstökum stollen sykri.”

Ensk jólakaka

Þegar hér er komið við sögu eru lesendur líklega aðframkomnir af kökulöngun, en Óttar á nóg eftir. „Enska jólakakan er líka á sínum stað. Þá eru ávextirnir bleyttir í koníaki og tekur tæpa viku að vera með deigblönduna klára eftir kúnstarinnar reglum. Á meðan stollen-brauðið minnir á brauð í áferð er enska kakan ekta kaka, en kökudeigið er kannski umfram allt í því hlutverki að halda saman

Gott úrval af jólasmákökum Piparkökurnar láta sig ekki vanta hjá Bakarameistaranum og margir eiga erfitt með að láta kókostoppana í friði á eldhúsborðinu. Bakaríið selur einnig klárt piparkökudeig fyrir þá sem vilja skera út form, baka og skreyta heima. „Við erum líka með konfekt á boðstólum, til dæmis grand-marnier, Söru Bernhard-mola og þrjár tegundir af marsipanbrauðum sem eru á stærð við góða vindla.“

öllum ávaxtabitunum. Þetta er svo bakað í ramma í hálfan fjórða tíma, og loks penslað með koníaki fyrir innpökkun.”

Jólagóðgæti á vinnustaðinn

Jólagóðgætið segir Óttar vinsæla gjöf, bæði hjá fyrirtækum og einstaklingum. „Við erum með þrjár stærðir af körfum við höndina og getum raðað saman innihaldinu eftir óskum hvers og eins. Margir velja líka að bjóða upp á enska jólaköku eða stollen-brauð á vinnustaðnum, í kaffistofunni eða mötuneytinu á aðventunni.“

TRIWA ÚRIN, FYRIR BÆÐI DÖMUR OG HERRA

FLOTT SÆNSK HÖNNUN

O p i ð m á n - fö s 1 1 -1 8 l au 1 2 -1 6 H ö fð ato rg i | S 5 7 7- 5 5 70 | E r u m á fa c e b o o k


3.999,4.999,-

Hátíðarkarfa

Tveir pokar af nýristuðu Hátíðarkaffi, Café Tasse súkkulaði, Niederegger súkkulaðiog marsípanstangir, handgerður brjóstsykur og ekta ítalskt biscotti.

2.399,-

2.999,-

Tekarfa

Tvær tegundir af tei, núggatmolar, stór súkkulaðiregnhlíf og kandísmolar.

Kaffi & te

Jól í poka

Nýristað Hátíðarkaffi, Jólate, marsípankonfekthjörtu, stór súkkulaðiregnhlíf og handgerður brjóstsykur.

Hátíðarkaffi og marsípankonfekthjörtu.

ER SÚ SEM HÆGT ER AÐ NJÓTA YFIR HÁTÍÐIRNAR!

Stór & vegleg

7.599,-

Kaffi & með því

Nýristað sælkerakaffi, Café Tasse súkkulaði og handgerður brjóstsykur.

Þrjár tegundir af nýristuðu sælkerakaffi, Jólate, kandíshrærur, Niederegger súkkulaði- og marsípanstangir, handgerður brjóstsykur, belgískt súkkulaði og Mozart kúlur.

3.299,-

2.699,-

Kaffi & konfekt

Nýristað sælkerakaffi, Nóa konfekt, belgískt súkkulaði og súkkulaðihúðaðar kaffibaunir.

3.699,-

Jólakassinn

Nýristað Hátíðarkaffi, Nóa konfekt, Jólate, handgerður brjóstsykur og kandíshrærur.

Jólakveðja, Te & Kaffi

Verslanir & kaffihús Laugavegi 27 · Smáralind · Kringlunni · Lækjartorgi · Aðalstræti · Háskólanum í Reykjavík Eymundsson Austurstræti – Eymundsson Skólavörðustíg – Eymundsson Akureyri

www.teogkaffi.is


30

jólablað 2012

 Selena byggir á tr austum grunni

Glæsilegt úrval af jólagjöfum

V Íslensk gjöf

fyrir sælkera

ENNEMM / SIA • NM54405

Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum.

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

www.ms.is

erslunin Selena flutti nýlega í glæsilegt húsnæði að Suðurlandsbraut 50 í bláu húsunum við Faxafen. Verslunin byggir á góðum og traustum grunni og hefur starfað í 17 ár. Birna Magnúsdóttir, eigandi Selenu, segir það frábært að vera komin í þetta nýja húsnæði og hún hlakkar til jólanna. „Allar jólavörurnar eru komnar í hús, bara tóm gleði framundan og skemmtilegasti tími ársins að renna í hlað. Við erum með glæsilegt úrval af jólagjöfum sem gleðja konur á öllum aldri. Við leggjum metnað okkar í að vera með glæsilega vöru og góða þjónustu.“ Mikið úrval er af náttfatnaði úr náttúruefnum: Bómull, modal, viscos og silki í stærðum 36-46 frá Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Við vorum einnig að fá í hús fallega modal- og velúrsloppa frá Grikklandi sem eiga eftir að slá í gegn hjá okkur. Undirfötin eru alltaf í sérflokki hjá okkur. Við bjóðum frábært úrval af undirfatnaði frá Englandi, Frakklandi og Ítalíu og leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu og ráðgjöf. Öllum konum þykir gaman að fá falleg undirföt í jólapakkann, það er gjöf sem hittir í hjartastað. Við höfum fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar sem fagna komu okkar í Faxafenið enda staðsetningin frábær, við erum miðsvæðis og með góð bílastæði. Við erum með heimasíðuna www.selena.is og erum einnig á facebook


jólablað 2012 31 KYNNING

59

Herranáttföt

8.900 Dömunáttföt

Dömunáttföt

8.900.-

9.900

bleikt, fjólublátt,

grátt,

rauð, blá xs-s-m-l-xl-xxl

s-m-l-xl

s-m-l-xl

samfella

Herraboxer

6.990

2.990

svört, hvít s-m-l-xl

Dömubolur

svart, hvítt og granít einnig bolir í stíl

4.990

s-m-l-xl-xxl

svartur s-m-l-xl

Mikið um dýrðir í Smáralind í desember

Minerva Laugavegi 53 Sími 553 1144

Erum á Facebook

J

ólavertíðin er hafin í Smáralind. Hin árlegu Pakkajól, sem hafa verið samstarfsverkefni Smáralindar og Bylgjunnar undanfarin ár, hefjast 1. desember. Starfsfólk Smáralindar hvetur fólk til að gefa pakka undir jólatréð fyrir þessi jól. Pakkarnir eru ætlaðir þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu og starfsfólk Smáralindar kemur gjöfunum í hendur góðgerðarsamtaka sem sjá um úthlutun fyrir jólin. Þegar pakkajólin hefjast eru ljósin á jólatrénu kveikt og boðið verður upp á alls kyns söngatriði, kóra og fleira hátíðlegt. Þessa daga og raunar fram að jólum verður skemmtilegur og ljúfur jólaandi í Smáralind. Þann 8. desember hefst jólaopnun, þá er opið á hverjum einasta degi til klukkan 22. Þetta er góður möguleiki fyrir fólk til að nýta tímann betur og gefa sér tíma til að kaupa jólagjafir, hvenær sem hentar hverjum og einum. Jólagjafahandbók Smáralindar er nýkomin út og því tilvalið fyrir fólk að nýta sér hana heima til að skipuleggja innkaupin betur. Í desember er mikil jólastemning í Smáralind og þegar jólasveinarnir fara að koma til byggða koma þeir auðvitað í heimsókn í Smáralind. Þá verður boðið upp á söngatriði og spiluð ljúf jólatónlist. Á hverjum degi þegar líða fer nær sjálfum jólunum verður skemmtileg dagskrá í boði, meðal annars heimsóknir frá Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Fjölskyldan getur því átt góða stund á meðan jólainnkaupin eru gerð. Í Skemmtigarðinum er boðið upp á barnagæslu þar sem fólk getur fengið pössun fyrir börnin ef foreldrarnir þurfa að kaupa einhverjar gjafir í einrúmi eða vilja leyfa yngri kynslóðinni að leika sér.

Hugguleg stund í Smáralind

Það er mjög vinsælt á aðventunni að fjölskyldan komi saman og fái sér eitthvað að borða þegar jólainnkaupin eru gerð. Í Smáralind er mikið af góðum veitingastöðum og eitthvað í boði fyrir alla. Skemmtigarðurinn er opinn eins og venjulega, en síðustu jól voru fyrstu jól Skemmtigarðsins, sem sló rækilega í gegn. Gjafakort Smáralindar eru ein af þeim gjöfum sem eru hvað vinsælastar fyrir jólin. Kortin eru bæði mjög vinsæl til persónulegra gjafa og einnig hjá fyrirtækjum sem starfsmannagjafir. Þetta er mjög handhæg gjöf og ekki bundið við einhverja ákveðna upphæð og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þú gætir unnið 100.000 kr. gjafakort í Jólaleik Smáralindar

Ef þú kaupir jólagjafirnar í Smáralind getur þú tekið þátt í Jólaleik Smáralindar. Það eina sem þú þarft að gera er að skila inn þátttökuseðli og hefta kassakvittun við. Þátttökuseðlunum er skilað í kassa við þjónustuborðið á 2. hæð, næst Útilífi. Á laugardögum til 15. desember verða heppnir viðskiptavinir dregnir út sem geta fengið andvirði þess sem þeir keyptu endurgreitt í formi gjafakorts, allt að 50.000 krónum. Þegar leiknum lýkur fara allir þátttakendur í sama pott og þann 15. desember verður dreginn út einn heppinn viðskiptavinur sem hlýtur 100.000 króna gjafakort frá Smáralind í verðlaun.

GEFÐU GJAFAKORT

Nordica Spa&GYM Spa pa&GYM GYM

úrval af dekurpökkum Eldur og Ís Steinanudd 50mín

dæmi um vinsæla dekurpakka:

10.990 kr.

19.800 kr. Lúxus andlitsmeðferð

11.990 kr. Innifalið í gjafabréfum er aðgangur að heilsulind, herðanudd í heitum pottum, handklæði og sloppur.

Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is

vinsælast Klassískt andlitsbað og 50 mín nudd




34

jólablað 2012

 Jólasveinar

Köllun að gera jólakalla Bryndís Ásmundsdóttir leikskólakennari byrjaði fyrir fjórum árum að tína rekavið og mála á hann jólasveina. Hún veit ekki alveg af hverju hún valdi að gera jólasveina, segir þá kalla á sig þegar viðurinn sýnir sinn rétta karakter.

Þ

etta hófst á fjöruferð með dóttur minni lítilli þar sem hún týndi steina og ég við,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir leikskólakennari sem býr til jólasveina úr rekaviði. „Ég gef mér góðan tíma til að rýna í viðinn og tek ekki hvaða við sem er. Ég vil framkalla þann karakter sem býr í viðnum og gef mér tíma með hvern og einn og mála til dæmis andlitið ekki hvar sem er á rekaviðinn, heldur þar sem viðurinn kallar á að það sé. Jólasveinarnir verða að miklum karakterum og á ég oft erfitt með að láta þá frá mér,“ segir Bryndís og bætir við að fyrsti jólasveininn sem hún málaði á rekavið hangi uppi á vegg hjá henni allan ársins hring. „Það er sérstök tilfinning að hafa hann þarna, sérstaklega þegar búið er að pakka niður öllu öðru skrauti. En vinkona mín sagði mér

af gamalli hjátrú í Svíþjóð sem segir að það boði gæfu að láta eitthvert jólaskraut vera uppi við allt árið, og þarna á hann heima.“ Bryndís er lífrænt þenkjandi eins og hún orðar það sjálf og hefur alltaf haft áhuga á að nýta náttúruna og hún leggur mikla vinnu í að útvega réttan við í verkið. „Ég safna rekaviðnum í gönguferðum í fjörunni og tengdamamma mín sem hefur heillast af þessum jólasveinum hefur einnig safnað heilmiklu fyrir mig að norðan og er ég með við allstaðar að á landinu sem ég hef fundið á ferðalögum. Pabbi Bryndísar hefur einnig aðstoðað við að smíða standa undir stærri sveinana sem standa á borði. Ég mála jólasveinana mína bæði á litinn og stóran við, en mér finnst skemmtilegra að vinna með stærri rekaviðinn.“ Eftir að

rétta spýtan er fundin fer langt vinnuferli af stað. Fyrst eru öll óhreinindi skoluð í burtu og næst er viðurinn þurrkaður á heitu verkstæðisgólfi hjá föður Bryndísar í um það bil fjóra mánuði. Þá fær hún viðinn í hendurnar sem hún blæs og hreinsar og handfjatlar í nokkurn tíma, til að komast að því hvaða karakter býr í viðnum. „Ég er heillengi að dunda við þetta og þarf stundum að hafa viðinn fyrir framan mig og horfa á hann í dálít-

Hátíðarstemning á fimmtudögum í desember

inn tíma áður en karakterinn mótast í viðnum. Það heillar mig hvað þeir eru ólíkir og mér þykir vænt um þá alla og vil vita af þeim á góðum heimilum. Það er eins og náttúran, fjaran og englarnir standi fyrir þessu öllu, því yfirleitt er hugurinn búinn að segja mér hvert á fara hverju sinni í að fanga viðinn sem stundum er um kílómetraleið að bílnum. Síðan er bara að sjá á hvaða viði hvaða sveinn verður til hverju sinni sem er yfirleitt eins og að upplifa nýjan vin.“ Bryndís býr jólasveinana til fyrst og fremst ánægjunnar vegna og hún nýtur sín í handverkinu, en einhverja hefur hún búið til gjafa handa vinum og vandamönnum. Einstaka sinnum hefur hún selt þá til fólks og hefur einnig tekið að sér að mála á spýtur sem fólk kemur með til hennar. „Ég er ekkert að flýta mér þegar ég bý þá til og legg mig alla í verkið.“ Systir hennar sem rekur Múlatorg, sem er markaður við Ármúla, fékk hana þó til að koma nokkrum í sölu. „Þetta eru litlu sveinarnir mínir, ég óska þess að þeir eignist góð heimili og verði öðru fólki til ánægju á jólunum eins og þeir gleðja hjarta mitt í hvert sinn sem ég lít á þá.“

Jólamatseðill Lifandi markaðar

Val um hnetusteik eða kalkúnabringu ásamt meðlæti - Jólawaldorfsa lat, sætkartöflugratín, he imagert rauðkál, villisveppasós a, jólachutney, eplapekan biti í eftirrétt og frískandi engiferöl frá Naturfrisk.

Allt fyrir aðeins

1.990 kr.

Borgartúni 24 105 Reykjavík

Hæðasmára 6 201 Kópavogi www.lifandimarkadur.is

Fákafeni 11 108 Reykjavík


Kræsingar & kostakjör

um jólin

Gjafakort Nettó

er gjöf sem gleður

Þú færð gjafakortið í öllum verslunum nettó um allt land nánari upplýsingar er að finna á www.nettó.is


36

Fallega jólaskeiðin frá Ernu

jólablað 2012

 Sjarmerandi jól

Gefur hlutunum nýtt líf Hanna Kristinsdóttir í Noregi heldur úti bloggsíðu sem heitir Sjarmerende jul og er uppfull af hugmyndum hvernig megi umbreyta hversdagslegustu hlutum. Ljósmyndir/Hanna

Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri.

H

Verð: 18.500.- stgr.

ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is

Silfurmunir og skartgripir síðan 1924

Urtasmiðjan S— la l’ fr¾ n vottuð vara www.urtasmidjan.is s’ mi 462 4769 F¾ st ’ helstu n‡ ttœ ruvš ruverslunum

Fjallagrasakrem LŽ tt rakagefandi andlitskrem œ r fjallagrš sum og fj— lum. Mýkir og n¾ rir hœ ðina daglangt. Kamilla r— ar viðkv¾ ma hœ ð. Morgunfrœ arkrem 24 klst. krem Með v’ tam’ nauðugri granateplaol’ u. Bl‡ gresi, gulmaðra og morgunfrœ auka ‡ n¾ randi virkni kremsins og gefa hœ ðinni fr’ sklegt œ tlit. Hentar š llum hœ ðgerðum.

anna Kristinsdóttir hefur verið búsett í Noregi í þrjátíu ár, en þangað hélt hún í nám frá heimabæ sínum Akureyri í gluggaskreytingum, sautján ára gömul, og hefur dvalist þar síðan. Hún býr rétt utan við Osló, í fallegu hverfi nálægt sjónum og heilmikið af því sem hún notar í handverk sitt sækir hún í sitt nánasta umhverfi, auk þess sem er að finna í skápum og skúffum á heimilinu. Hún heldur úti vinsælu bloggi þar sem hversdagslegir hlutir eru endurnýttir og þeim gefið nýtt líf. Hún hefur jafnframt gefið út bók um sama efni, Sjarmerende gjenbruk, sem gefin hefur verið út í nokkrum löndum í Evrópu og nýtur meðal annars mikilla vinsælda á Englandi, í Hollandi og Þýskalandi. Bókin hefur þó ekki komið út á íslensku. Út frá þessu hefur önnur bloggsíða orðið til sem kallast Sjarmerende jul þar sem jólaskreytingar eru viðfangsefnið, og bók þess efnis er væntanleg um næstu jól. „Lesendur mínir verða óþreyjufullir strax í nóvember og fara að kalla eftir jólaefni, til dæmis kennarar og konur um allan heim sem eru farnar að huga að jólum. Ég legg áherslu á að verkefnin séu einföld og maður sjái strax árangur á fyrsta degi, og sum hver taka enga stund,“ segir Hanna. Hún er duglega að nýta hluti á heimilinu, og setur meðal annars teljós í ausur sem hanga á vegg, mosaklæðir gamlan lampaskerm og málar epli í ýmsum litum. „Í lok nóvember og desember set ég inn eitthvað nýtt á hverjum degi. Ég dunda mér við þetta og tek myndirnar sjálf af afrakstrinum,“ segir Hanna og bætir við að hún eigi nóg af hugmyndum sem standi í röðum. „Mér finnst mikilvægt að nota það sem við eigum í kringum okkur, meðal annars með því að setja jólalaukana í bolla sem safna bara ryki inni í skáp, eða nota kökudiska sem kertabakka. Auk þess erum við með heilmikið af hráefni rétt utan við dyrnar hjá okkur og það er gaman að fara út að tína mosa, greinar og

fallega steina og nýta til skreytinga.“ Hún segist aldrei henda neinu og safni meðal annars gömlum ljósaperum. „Það er hægt að líma á þær glimmer og vængi og þá eru komnar jólakúlur.“ Hanna býr ásamt eiginmanni sínum í Asker í Noregi, en hann er oft fjarri vegna vinnu og dóttirin er nýflutt að heiman þannig að Hanna segist hafa nægan tíma til að dunda sér. „Ég er mikil húsmóðir og þetta gefur mér mikið. Auk þess sem bloggið hefur komið mér í kynni við konur um allan heim sem deila þessu áhugamáli. Ég fæ mikil viðbrögð og fæ þakkarbréf og á heimboð um allan heim og hef meira að segja fengið jólagjafir frá lesendum mínum. Einu sinni á ári hittumst við margar á bloggmóti þar sem við spjöllum eins og gamlir vinir því við fylgjumst með hvor annarri á blogginu og vitum hvað er að gerast í lífi hverrar annarrar.“ Þegar jólin sjálf renna í garð segist Hanna þó vera búin að fá heilmikið út úr jólunum í gegnum föndrið í desember. Þó gefur hún sér einnig tíma yfir jólin til að setja inn nýjar færslur. „Ég reyni að gera eitthvað huggulegt á hverjum degi því það veitir mér andlega næringu.“ Meðal þeirra verkefna sem hún er að vinna í desember er að búa til jólatré úr gormum úr gömlu rúmi og jólaskraut úr íslenskum gaddavír. „Gaddavír er harðbannaður í Noregi og ég var svo glöð í minni síðustu ferð til Íslands þegar ég fékk gefins smá gaddavírsbút sem ég ætla að nýta í skraut. Ryðgaður gaddavír liggur víða um Ísland og það er um að gera að tína hann upp og gera til dæmis hjörtu úr honum sem geta verið hluti af borðskreytingu eða á jólatréð. Það er hægt að nýta allt í kringum okkur og gefa hlutnum nýtt hlutverk og það mikilvægt að henda engu. Meira að segja er hægt að nýta skókassa og klæða þá veggfóðursprufum og þá er komin falleg hirsla. Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa alltaf út í búð og kaupa nýja hluti,“ segir Hanna.

Hanna þakti þennan gamla lampaskerm með mosa og hengir á hann mat fyrir fuglana.


jólablað 2012 37

Vængir eru límdir á notaða ljósaperu og hún verður að jólakúlu.

Gamalt sigti verður að klukku.

Mosi, hnetur og trjágrein sett í gamalt kökubox.

Einfaldur krans, þar sem epli eru þrædd upp á vír.

Einfaldur krans, þar sem epli eru þrædd upp á vír.

Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin

Eplum og greni komið fyrir í gömlu kökuformi og kertum stungið í eplina að lokum.

Blaðsíðum úr gamalli bók er rúllað upp til að útbúa þessa skreytingu.

www.lyfogheilsa.is PIPAR \ TBWA • SÍA • 123319

Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa alltaf út í búð og kaupa nýja hluti.

Viltu gleðja elskuna þína með fallegri jólagjöf? Lyf og heilsa eru með mikið úrval gjafavara fyrir dömur og herramenn.

Við hlustum! Hérna hefur Hanna stungið hvítum teiknibólum í hálfétið epli og það lítur út eins og sveppur.

Kringlan · Austurver · JL-húsið · Domus Medica · Glæsibær · Eiðistorg · Hamraborg · Fjörður · Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri · Keflavík · Dalvík · Selfoss · Hveragerði · Þorlákshöfn · Hella · Hvolsvöllur · Vestmannaeyjar


38

jólablað 2012

Veldu jólagjafirnar eftir litum Nú þarf að huga að því hvað verður í jólapökkunum þetta árið. Útsendari Fréttatímans rambaði um ganga Smáralindar og fann nokkrar álitlegar gjafir.

Gull

CK Spariskór Monroe 37.900 Vasaúr tvöfalt Meba / rhodium 27.900 Ipod Epli.is 9.990

Silfur Hálsmen SIX 1.995

Úlpa - Þórsmörk 66° Norður 89.800 Pils VILA 5.490

Rautt Barnaúlpa Cintamani 21.990

Fjólublátt

Nærföt Debenhams Brjósthaldari 4.990 Buxur 1.790

Stráka gallabuxur Lindex 4.995 Boss Bindi Herragarðurinn 12.980

Barnakjóll Benetton 6.995

Nærbuxur Joe Boxer 2.280

Grænt

Jakkapeysa með tíglum Polarn O. Pyret 4.990 Stuttermabolur Dogma 3.300

Jarðlitir Body Shop Gjafaaskja 4.490

Lee leðurlíkisbuxur, háar í mittið Corner 16.900 Kvenskór Bossanova 25.600

Húfa m/dúsk Polarn O. Pyret 3.990


GLÆSILEGAR LANCÔME GJAFIR La vie est belle ilmaskja Veldu þína eigin leið að hamingjunni. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml.

Algengt verð: 8.564,-

Trésor IN LOVE

Trésor MIDNIGHT ROSE

Blómstrandi ást. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og Hypnôse maskari 2 ml.

Skartgripur næturinnar. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og Hypnôse maskari 2 ml.

Algengt verð: 6.989,-

Algengt verð: 6.989,-

Trésor

Hypnôse

Miracle

Ástin er dýgripur. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml.

Ilmur sem dáleiðir. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml.

Lífið er kraftaverk. Ilmur EDP 30 ml, body lotion 50 ml og sturtusápa 50 ml.

Algengt verð: 6.989,-

Algengt verð: 6.488,-

Algengt verð: 4.488,-

Visionnaire serum dropar

Hydra Zen krem 50 ml

Rénergie Multi-Lift augnkrem

Verðlaunadropar 30 ml, áhrifarík húðlagfæring, Genifique dropar 7 ml, Rénergie Multi-Lift krem 15 ml og augnkrem 5 ml.

Rakakrem, Hydra Zen næturkrem 15 ml, Visionnaire dropar 7 ml og Genifique dropar 7 ml.

Augnkrem sem lagfærir 6 þætti fyrir yngingu á augnsvæðinu, Khol blýantur, Hypnôse maskari og Bi-Facil augnfarðahreinsir 30 ml

Algengt verð: 11.300,-

Algengt verð: 8.672,-

Algengt verð: 10.748,-

Hypnôse maskari

Hypnôse Star maskari

Vernis in Love

Algengt verð: 4.926,-

Algengt verð: 4.946.-

Algengt verð: 5.422,-

Svartur maskari og ferðastærðir af 3 Lancôme möskurum.

Svartur maskari, Bi-Facil 30ml augnfarðahreinsir, khol blýantur

Þrjú Lancôme naglalökk á verði tveggja.


40

jólablað 2012

 Umhverfisvernd

Græn jól

Sörur að hætti Jóa Fel

Brýnið fyrir öllum fjölskyldumeðlimum að taka varlega utan af jólapökkunum svo endurnýta megi pappírinn að ári.

Huga þarf að umhverfinu allan ársins hring og þá sérstaklega á jólunum þegar neyslan nær hámarki.

Áramót í Básum Áramótaferð Útivistar í Bása 29.des - 1. jan

Jólaundirbúningurinn Jólaþrifin kalla á meiri notkun á hreinsiefnum. Til að vernda umhverfið er gott að nota ekki meira en þörf er á og nota umhverfismerktar vörur. Við jólagjafainnkaupin er gott að hafa í huga að námskeið, leikhúsferðir, tónleikamiðar, gjafakort í nudd eða heilsurækt og vörur sem styrkja gott málefni eru vistvænar jólagjafir. Jólakort sem send eru með rafrænum hætti draga úr notkun á pappír og akstri til að koma kortunum á sinn stað, og dregur þannig úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Jólaskreytingar

Veljum íslensk jólatré, við ræktun þeirra er notað lítið sem ekkert af varnarefnum. Norðmannsþinurinn sem fluttur er til Íslands er ræktaður í Danmörku. Við ræktunina er notað gríðarmikið af varnarefnum, eins og illgresislyfjum og skordýraeitri. Þar við bætast svo flutningarnir, því að eðlilega er eldsneytisnotkun og útblástur þeim mun meiri eftir því sem flutningsleiðin er lengri. Rannsóknir benda líka til að lifandi jólatré séu fimm sinnum umhverfisvænni en jólatré úr plasti. Ástæðan er meðal annars sú hversu mikla orku þarf til að framleiða plasttrén og til að

flytja þau á markað. Flest plasttrén eru nefnilega framleidd í Asíu. Endurvinnið jólatréð eftir notkun. Skraut úr náttúrunni og endurnýting á því sem til er getur orðið að fallegu jólaskrauti. Köngla, mosa og trjágreinar er hægt að finna út í náttúrinni og nota í skreytingar í stað þess að kaupa nýjar. Einnig er að hægt að nota gamlar sultukrukkur undir kerti og skreyta með borðum eða öðru því sem til fellur á heimilinu.

Gjafaumbúðir

Notaðu hugmyndaflugið og nýttu gömlu dagblöð, eldri jólapappír eða jafnvel efnisbúta úr gömlum fötum til að pakka inn gjöfunum. Bréfpokar sem fylgja vörum sem keyptar eru nýtast oft sem gjafaumbúðir og þá er hægt að teikna á þær eða mála myndir. Einnig er gott að gefa gjafaumbúðir sem nýtast aftur, eins og gjafapoka eða öskjur og hvettu til þess að sá sem tekur við gjöfinni nýti umbúðirnar að nýju. Flokkaðu jólapappírinn eftir jólin, en hafðu í huga að glansandi jólapappír er ekki hægt að endurvinna og ágæt hugmynd að taka varlega utan af pökkunum og geyma pappírinn til næstu jóla.

 styrktarfélaG lamaðr a og fatlaðr a

Óróar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýða Oslóartréð Íslensk hönnun og ritsnilld í þágu fatlaðra barna og ungmenna Fyrir þessi jól er komið að sjöunda óróanum í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Frá upphafi hafa margir af þekktustu hönnuðum og skáldum Íslendinga lagt félaginu lið við gerð óróanna. Stúfur er viðfangsefni Þórunnar Árnadóttur og Braga Valdimars Skúlasonar en þau leggja Styrktarfélaginu lið í ár við gerð jólaóróans. Óróarnir hafa undanfarin ár prýtt Oslóartréð, jólatré Reykvíkinga og verið eina skrautið á trénu utan jólaljósanna. Þórunn og Bragi unnu verkið að nokkru leyti saman og segir Þórunn samstarfið hafa gengið mjög vel. „Við Bragi unnum þetta að nokkru leyti saman, við völdum okkar jólasvein og Stúfur varð fyrir valinu að þessu sinni. Ljóðið hans Braga snýst svolítið um það hvað Stúfur er agnarsmár

en samt með rosalega háleit markmið. Mig langaði að túlka það í óróanum þar sem hann teygir sig til himins og snjókornið gnæfir yfir hann. Ég gerði hann í tveimur pörtum til að fá meiri þrívídd í hann, snjókornið hreyfist í rauninni aðeins inni í hringnum sem gefur þessu meira líf.“

allur ágóðinn í þágu fatlaðra barna og ungmenna

Æfingastöðin sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra er langstærsti aðili í endurhæfingu barna og ungmenna á Íslandi. Þjónustuna nýta um 1200 börn árlega, mörg hver oft í viku. Stöðin gegnir veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi og er starfið sem þar fer fram brýnt enda er markmið þjálfunarinnar að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri

þátttöku þeirra í samfélaginu. Allur ágóði af sölu óróanna rennur óskiptur til eflingar þessa mikilvæga starfs. Óróarnir koma í hentugri pakkningu sem passar í umslag. Þeim fylgja fallegir bæklingar á ensku og íslensku sem innihalda meðal annars kvæðið sem Bragi orti um Stúf af þessu tilefni. Óróinn fæst í Casa, Epal, Kokku, Kraum, Lífi og list, Módern, Þjóðminjasafninu, verslunum Blómavals um allt land, Blóma og gjafabúðinni Sauðárkróki, Póley Vestmannaeyjum og Valrós Akureyri.


Spilum saman um jólin

– frábær spil fyrir alla fjölskylduna

Catan. Krefjandi spil um viðsKipti og völd! – allar viðbætur og stækkanir nú fáanlegar

8+

PaRtý tý & Co STElPur Fyrir hressar stelpur á aldrinum 8-14 ára!

ÍsleNsk PúSluSPIl

16+

Fyrir púslglaða Íslendinga nær og fjær...

PaRtý & Co PICK ONE Uppgötvið fyndnustu hliðar vina ykkar!

Original

Mystery

Destiny

WASGIJ PúSluSPIl

Óhefðbundin og skemmtileg púsl

8+ TíMAlíNA Getur þú raðað rétt niður í tíma?

Söluaðilar: Elko, Eymundsson, Hagkaup, IÐA, Mál og menning, Spilavinir og Bókaverslun Þórarins á Húsavík. Nordic Games ehf. Hverfisgata 76, 101 Reykjavík, www.nordicgames.is


42

jólablað 2012

 Jólamatur

Jólamaturinn endurnýttur á skapandi máta Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður á Slippabarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marína.

30

ára afmælishátíð

Jólahátíð fatlaðra Miðvikudaginn 12. des. verður jólahátíð fatlaðra haldin í 30. sinn á Hilton Reykjavik Nordica Húsið opnar kl: 19.00 Skemmtun stendur frá kl: 20:00 - 22.30

Að venju verða glæsileg tónlistaratriði Hljómsveitin Mjallhvít

Klaufar

Jóhannes Guðjónsson Píanósnillingur

Land og synir. Hreimur

Sveppi og Steindi

Jósep Elvis

Eyþór Ingi

Systurnar: Anna Kolbrún

Solla Stirða og Íþróttaálfurinn

og Andrea Bachmann

Ingó veðurguð

Ragnar Bjarnason og

Laddi

Þorgeir Ástvaldsson

Heiða Ólafsdóttir

Magdalena Dubik og

Hermann Gunnarsson

Védís Vantída Guðmundsdóttir

Bríett Sunna

André Bachmann

Bjarni þór og Kristín Heiða Skólahljómsveit Árbæjar-og Breiðholts undir stjórn Edward J. Frederiksen leikur í anddyri frá kl. 19:15

Kynnir kvöldsins er Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður Heiðursgestur: Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson

Aðstandendur hvattir til að mæta með sínu fólki Frítt inn - Þökkum veittan stuðning

Á jólunum er ískápurinn gjarnan fullur af allskonar girnilegum matarafgöngum. Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður á Slippbarnum Icelandair hótel Reykjavík Marína, veitir nokkur góð ráð um hvernig hægt er að útbúa góða og einfalda rétti úr því sem ekki kláraðist kvöldið áður.

J

óhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður og félagar hans á Slippbarnum eru löngu farnir að huga að jólamatnum enda aðventan gengin í garð. Jólaréttir þeirra einkennast af léttum réttum og ekkert um hinn

hefðbunda reykta íslenska jólamat. Réttir í anda Slippbarsins eru viðeigandi milli jóla og nýárs þegar oft er mikið til af afgöngum af kjöti, grænmeti og fleira. Hér eru nokkrar góðar uppskriftir sem koma að gagni fá Jóhannesi.

Salat með kjöti

Kjörið er að búa til salat úr afgöngum af reyktu kjöti eða af fuglakjöti og bera fram með vinagrette.

Sveskju vinagrette 1 dl af sveskjum (1/2 bolli) saxaðar í pott með 1/2 dl af balsamaki og soðið í 5 til 10 mínútur. Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel ásamt 1 dl af olíu.


Bruchetta með rifnum svínabógi, chili tómatsósu og sýrðu hvítkáli Vel eldaður svínabógur, tilvalið að nota afganga.

Sýrt hvítkál: Hvítkál – fínt skorið 1 hluti edik. 1 hluti vatn og 1 hluti sykurs er soðið saman, hellt yfir hvítkálið og sett í krukku.

Chili tómatsósa • Ein dós tómatar • 100 g sykur • 2 sjallot laukar, saxaðir • 2 hvítlauksgeirar, smátt skornir • 1 chili, rauður • 1/2 tsk cayenne pipar • 1/2 dl hvítvínsedik • 1/2 tsk af salti Steikið laukinn og hvítlaukinn í smá olíu. Setjið cayenne piparinn og chili saman við og edikið þar á eftir. Næst er sykrinum bætt saman við og leyft að sjóða örlítið. Að lokum er tómötunum bætt við og látið malla í 30 mínútur. Þar á eftir er þetta maukað með töfrasprota og bætt við smá salti. Geymt í kæli. Brauð eða bagetta eru grilluð. Svínabógurinn er hitaður og rifinn niður og settur á brauðið ásamt sýrðu hvítkáli, og chili tómatsósu. Borið fram með salati og rifnum parmesan osti.

69%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012


44

jólablað 2012

 Hátíðarkaffi

Allt gott með kaffi Á köldum og dimmum vetrardögum lyftum við okkur upp með jólahátíð og tilheyrandi kræsingum. Þá er kaffi gjarnan á borðum og tilefni til að bregða út af vananum og bera fram hátíðarkaffi.

N

otaleg og heimilisleg stemning mætir gestum Kaffismiðju Íslands, við Kárastíg í miðbæ Reykjavíkur. Gömul húsgögn, blúndudúkar og svo setur einhver plötu á fóninn, og heitt kaffi sem bæði er brennt og malað á staðnum rennur ljúflega niður og veitir fullkomið skjól

gegn vetrarkuldanum. Sonja Björk Einarsdóttir Grant, annar eigandi Kaffismiðju Íslands, er kaffismeistari mikill og sýnir að kaffi er hráefni sem hægt er að vinna með á skapandi máta. Hér eru nokkrar uppskriftir af ljúfum kaffiréttum í boði Sonju Bjarkar.

Nok k r Ir h átíða k a ffIr éttIr f yr Ir jólIN 2012

Ís með kaffibjórsósu – áfengt Innihald: Vanilluís Prinspóló eða eitthvert annað súkkulaðikex, saxað niður í grófa bita Myrkvi, íslenskur porter með kaffibragði Uppáhellt kælt kaffi (má sleppa)

aðferð: Þessi réttur hentar mjög vel eftir jólamáltíðina. Góður vanilluís settur í skál, með súkkulaðikexi og íslenskum kaffibjór – Myrkva, porter frá Borg með nýbrenndu kaffi frá Kólumbíu, brenndu af Kaffismiðju Íslands, sem setur skemmtilega húð á ísinn. Ef vilji er fyrir frekara kaffibragði er sniðugt að hella upp á kaffi í mokkakönnu, kæla það niður og hella yfir ísinn ásamt bjórnum.

Góður vanilluís settur í skál, með súkkulaðikexi og íslenskum kaffibjór.

Deiglu jólakaffi Með kaffikveðjum, frá Sonju Björk Grant, Kaffismiðju Íslands

Skemmtilegur leikur sem þjálfar litina. Fyrsta spilið. Einfalt litalottó.

Safnaðu fuglum en passaðu þig á köttinum. Fyrsta ólsen ólsen spilið.

Kaffibolli með jólablæ

Vertu fyrsti apinn upp að bananatrénu og passaðu þig á bananahýðinu. Frábært systkinaspil.

Langholtsvegur 126 - 104 Reykjavík - Sími 553 3450 - www.spilavinir.is

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Þessi uppskrift er fyrir 2 Innihald: Uppáhellt kaffi í V60 trekt, gott að nota nýbrennt og malað kaffi Hálf appelsína 2 kanil stangir 1 kardimomma Hrásykur, eftir smekk aðferð: Appelsínan skorin í báta og sett í uppáhellingarkönnu ásamt hinu hráefninu. Hellt upp á bragðmikið kaffi í uppáhellingarkönnuna og blandast hráefninu. Vökvinn er síaður í tvö glös, bera má auka appelsínusneið fram með kaffinu.

Að hella uppá Deiglu eða Ibrík er skemmtileg leið til að hella upp á kaffi. Uppskriftin er fyrir 2 Innihald: 20gr af mjög fínmöluðu kaffi 1 tsk hrásykur, eða eftir smekk 60ml af köldu vatni Kanill af hnífsoddi aðferð: Allt hráefni er sett í deigluna og hrært örlítið til að blanda hráefninu saman, deiglan er sett á eldavélarhelluna og um leið og kaffið byrjar að hitna og stíga upp, er deiglan tekin af hellunni í nokkrar sekúndur. Þetta er endurtekið 3 sinnum. Hellt er síðan úr deiglunni í tvo bolla.

Kaffijólaglögg – óáfengt. Kaffijólaglögg, hentar vel í góðra vina hópi, eða bara í rólegheitum við að skrifa jólakortin. Nauðsynlegt er að setja góða plötu á fóninn, kveikja á kerti og njóta jólakaffisins. Hægt er að búa til drykkinn með fyrirvara þannig að ef nota á hann fyrir gesti er hægt að vinna hann klukkutíma áður en gestir koma. Kryddin koma bara kröftugar í gegn. Uppskriftin er fyrir 6 manns: 1 lítri uppáhellt bragðmikið kaffi 8 stk negulnaglar 2 stk kanilstangir meðal stórar 2cm bútur af engifer saxaður hrásykur eftir smekk börkur af ½ límónu fínraspaður, Safi úr 1 appelsínu Svartur pipar, eftir smekk, (ekki setja of mikið) 3 stk kardimommur, má sleppa ½ vanillustöng, korn tekin innan úr og allt sett í pottinn aðferð: Hráefnið er sett í pott. Hitinn látinn koma upp og látið „malla“ u.þ.b. 10 mínútur á lágum hita. Gott er að smakka drykkinn til áður en hráefnið er sigtað frá drykknum og hellt í falleg glös. Setjið hálfa límónusneið í hvert glas. Það má auðvitað nota appelsínusneið í staðinn. Drykkurinn er einnig mjög hressandi kaldur en þá hlýjar hann manni ekki alveg eins. Fyrir þá sem vilja gera drykkinn áfengan má setja smá brjóstbirtu út í hann og okkur fannst Stro 40% vera alveg magnað með kryddaða jólakaffinu.


auGlýsiNG

„Það geta ekki allir grísahryggir orðið Nóatúns hamborgarhryggir“ Ólafur JúlÍussoN innkaupastjóri

meðhöndlun á hryggnum og notast þeir við þær aðferðir sem Nóatún hefur mótað í gegnum árin.

Íslendinga og að Nóatúns hamborgar­ hryggurinn er meðal sterkustu vörumerkja á Íslandi.

Hvað er svona gott við Nóatúns hamborgarhrygginn? Við höfum lagt upp úr því að nota einungis sérvalda hryggi sem eru hold­ miklir og vel snyrtir. Einnig höfum við lagt áherslu á að vera alltaf með nýreykta hryggi hverju sinni í búðunum. Það koma nýreyktir hryggir nánast daglega síðustu dagana fyrir jól. Nóatúns hamborgarhryggirnir eru mildir með passlegu reykjarbragði og rýrna lítið við eldun.

Hvernig er verðið á Nóatúns hamborgarhryggnum? Við höfum ákveðið að halda verðinu óbreyttu og búumst ekki við öðru en að það mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Hvers vegna nýtur Nóatúns hamborgarhryggurinn svona mikilla vinsælda? Fyrir utan gæði hryggsins þá skiptir miklu máli sú góða þjónusta sem fólk fær í kjötborði Nóatúns.

„Hamborgarhryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum“

Nóatúns hamborgarhryggurinn, nú líka léttsaltaður!

Hvenær hófst framleiðsla á Nóatúns hamborgarhrygg? Nóatúns hamborgarhryggurinn hefur verið framleiddur undir merkjum Nóatúns í nærri þrjá áratugi.

Hefur vinnsluaðferð Nóatúns hamborgarhryggsins breyst eitthvað í áranna rás?

Nei og það er ástæða þess hve vel hryggurinn hefur gengið þessa áratugi. Viðskiptavinir hafa ávallt getað treyst því að fá sömu góðu vöruna ár eftir ár. Hver framleiðir Nóatúns hamborgar­ hrygginn? Eins og undanfarin ár sjá kjötiðnaðar­ meistarar Norðlenska á Akureyri um

Á hvaða hátt? Í kjötborði Nóatúns njóta viðskipta­ vinirnir þjónustu fagfólks við val á hamborgarhryggnum. Hægt er að fá hrygginn sagaðan niður eftir óskum hvers og eins, auk þess sem hægt er að fá hryggjarsúluna sagaða frá. Að sjálf­ sögðu aðstoða kjötmeistarar Nóatúns viðskiptavinina við að áætla magn miðað við gestafjölda og veita ráðlegg­ ingar um eldun hryggjarins. Er vitað hversu vinsæll Nóatúns hamborgarhryggurinn er? Já, Nóatúns hamborgarhryggurinn nýtur alveg gríðarlegra vinsælda því yfir 80.000 Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygginn um jól og erum við einstaklega stolt af því. Það sýnir hve sterk hefðin er fyrir Nóatúns hamborgarhryggnum í jólahaldi

Hvernig bragðast hryggurinn í ár? Við getum með stolti fullyrt að ham­ borgarhryggur Nóatúns bragðast jafn vel og undanfarin ár – ef ekki betur. Þess ber líka að geta að hamborgar­ hryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár. Í fyrra buðuð þið svo upp á nýja útfærslu á hamborgarhryggnum. Verður hún aftur í boði fyrir þessi jól? Já, sú útfærsla er saltminni og fyrir vikið mildari á bragðið. Hún sló svo rækilega í gegn í fyrra að við bjóðum að sjálfsögðu upp á hana aftur í ár. Þessi saltminni hamborgarhryggur er árangur vandaðrar vöruþróunar Nóatúns. Það þarf ekki að að sjóða hrygginn heldur er hægt að setja hann beint í ofninn. Eldunin er því einstaklega auðveld og það sást á vinsældum hryggjarins fyrir síðustu jól að margir kunnu að meta þessa nýjung.

Uppskrift að Nóatúns hamborgarhrygg fyrir 8

1 Nóatúns hamborgarhryggur, u.þ.b. 3 kg 2 dósir tómatpúrra (litlar) 1 flaska maltöl Hryggurinn er soðinn rólega í u.þ.b. 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru. Þá er hann tekinn úr pottinum og látið renna af honum. Saltminni hrygginn á ekki að sjóða heldur setja í 170 °C heitan ofn í 95 mín.

Glassering:

1 bolli púðursykur ½ bolli tómatsósa ½ bolli sætt sinnep 1½ bolli rauðvín Öllu blandað saman og látið krauma í ca. 5 mín. Hryggurinn er síðan penslaður með glasseringunni og settur inn í 200 °C heitan ofn í u.þ.b. 15 mín.

Nóatúns hamborgarhryggurinn Aðeins það besta um jólin!

kur s í s s a l K

Yfir 80 þúsund Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygg yfir jólin.

Nýtt ur ð a t l a s Létt sjóða! ð a i k k Þarf e

Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt


46

jólablað 2012

 AðvEntAn

K júK linga lifr arpatÉ Eddu

Ég er óbrjótanleg jólakúla

Kjúklingalifrarpate Kjúklingalifur, fæst oftast í Nóatúni eða Melabúðinni. 1/2 kg kjúklingalifur 2 hvítlauksgeirar 1 laukur 100 ml púrtvín 3 rósmarín af þremur greinum 3 timjan greinar 250 g smjör 100 ml heitt vatn 10 g þurrkaðir sveppir 1 pakki ferskir sveppir Salt og pipar eftir smekk Sósulitur

Á aðventunni býr Edda Kristín Hauksdóttir til kjúklingalifrarpaté sem sumir í hennar fjölskyldu geta ekki lifað án á jólunum. Edda nýtur jólanna og þá sértaklega jólaundirbúningsins.

É

g er mikið í eldhúsinu fyrir jólin, enda líður mér mjög vel þar,“ segir Edda Kristín Hauksdóttir kennari sem deilir með lesendum uppskrift að kjúklingalifrarpaté sem er fastur hluti af jólahaldinu á hennar heimili. „Patéið gerði ég fyrst fyrir tíu eða tólf árum, þegar ég gaf mest af matargjöfum í jólagjöf. Þá gerði ég þetta paté og sörur og annað slíkt sem ég laumaði í jólapakkana. Talsvert hefur dregið úr slíkum gjöfum hjá mér en það er sumt af mínu fólki sem segir jólin ekki koma nema til sé skál af paté frá mér í ísskápnum. Því geri ég þetta aðallega fyrir fólkið mitt í dag og er þetta hluti af aðventunni.“ Aðventan er einmitt sá tími sem heillar Eddu mest, jafnvel meira en jólahátíðin sjálf. „Ég er óbrjótanlega jólakúla og mér finnst aðventan skemmtilegasti hlutinn af jólunum. Þá bý ég til paté og baka sörur, fer á jólatónleika og rölti í bænum þar sem stemningin er alltaf svo yndisleg, allir svo glaðir og jólaljósin falleg. Jafnframt fer þessi tími í að búa til jólakortin og ég skrifa alltaf í þau stuttan annál og kem sjálfri mér alltaf á óvart hvað hvert ár reyndist viðburðaríkt þó það hafi ekki verið þannig við fyrstu sýn.“ Edda skreytir mikið fyrir jólin og notar jólaljósin mikið og er mikið í eldhúsinu eins og þegar hefur komið fram. „Á Þorláksmessu þegar ég er búin að pakka inn, þrífa og gera fyllinguna í kalkúninn fer ég á Jómfrúna og geng svo upp Laugaveginn.“ Kjúklingalifrarpatéið segist hún ekki borða sjálf nema á jóladagskvöld. „Þá fæ ég mér púrtvín, paté og sultaðan rauðlauk sem ég geri sjálf og er nauðsynlegur með patéinu.“ Edda sér alfarið um jólamatinn á sínu heimili og segist ráða lofum og lögum í eldhúsinu. „Eldhúsið er lítið en þeir sem fá að koma þangað inn verða að sitja við borðið og gera eins og ég segi,“ segir hún og hlær.

Aðferð Þurrkaðir sveppir eru settir í skál og heitu vatni hellt yfir, látið standa í hálftíma. Smjörið er brætt á pönnu og laukurinn, hvítlaukurinn og fersku sveppirnir látnir krauma í því í nokkrar mínútur. Lifrin er skorin í grófa bita, og skellt á pönnuna ásamt rósamarín, timjan og slatta af pipar og salti. Ekki setja kryddgreinarnar heilar í, heldur takið það af greinunum. Steikt í fimm mínútur og hrært vel á meðan. Sveppunum og vatninu af þeim er hellt yfir ásamt púrtvíninu og soðið niður í fimm mínútur. Tekið af hitanum og látið aðeins kólna og svo sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til þetta er orðið að fínu mauki. Sett í form eða skálar og sléttað og geymt að minnsta kosti í hálfan sólarhring. Ágætt að láta kólna á borði í tvo tíma áður en sett er í kæli. Að sólarhring loknum má setja patéið í frysti. Borðið fram með púrtvíni, ósætu kexi og sultuðum rauðlauk.

Jóladagur er í sérstöku uppáhaldi hjá Eddu.

„Þá erum við á náttfötunum að borða afganga, horfum á sjónvarp og gluggum í jólabækurnar. Heimilið er hreint og enginn þarf að fara neitt. Það er dásamlegt.“

Sultaður rauðlaukur Á Þorláksmessu þegar ég er búin að pakka inn, þrífa og gera fyllinguna í kalkúninn fer ég á Jómfrúna og geng svo upp Laugaveginn.

Rauðlaukur skorinn í litla bita og steiktur vel á pönnu. Hitinn er lækkaður og gott magn af balsamikediki bætt saman við, ásamt 1 tsk af púðursykri og salti og pipar og látið malla á pönnu í hálftíma. Að því loknu er laukurinn settur í krukku og geymdur í ísskáp.

 SnJókúlur

Vetur í krukku Búðu til eigin snjókúlu.

Osta- og ljúfmetisverslun Nóatúni 17 • Sími 551 8400

www.burid.is

Fátt er jafn heillandi og fylgjast með sjókornum falla, hvort sem þau eru fyrir utan gluggann eða innan í snjókúlu. Einfalt er að búa til eigin snjókúlu. Hægt er að nota hvaða krukkur sem er. Eina sem til þarf er vatn, glyserín, gervisnjó, skrautmuni, málningu og jafnvel glimmer. Lokið er skrúfað af krukkunni og málað og látið þorna. Því næst eru skrautmunirnir límdir inn á lokið. Þetta geta verið lítil skógardýr eða jólatré eða litlir karlar og kerlingar. Krukkan er fyllt með vatni og örlitlu af glyseríni (fæst í apóteki), og gervisnjókornum eða

glimmer bætt út í. Næst eru lokið fest vel á krukkuna með lími og

krukkunni snúið við, og þá er snjókúlan tilbúin.


Eigum allt í jólapakkann

… og utan um hann líka

www.a4.is / sími 580 0000 / sala@a4.is

A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi


48

jólablað 2012

 Marsipan og núggat

Ekkert jafnast á við heimalagað sælgæti

Þ

að er bæði skemmtilegur og bragðgóður siður að búa til sitt eigið konfekt fyrir jólin, hvort heldur er á jólaborðið eða í jólapakkana handa vinum og vandamönnum. Það er minna mál en margur heldur að búa til marsipan. Og að búa til núggat er heldur ekki eins flókið og mætti ætla. Þannig geturðu haft konfektið nákvæmlega eftir þínu höfði og veist að auki nákvæmlega hvað er í því.

Um m ar sipan

Það eru skiptar skoðanir um uppruna marsipansins. Margir vilja meina að það komi frá Persíu hinni fornu en Ítalir eiga sína eigin þjóðsögu um hvernig marsipanið varð til. Sagan segir að eitt sinn hafi bakaradóttir í Feneyjum gleymt sér við möndlumulning og malað allt of margar möndlur í uppskriftina sem faðir hennar var að baka. Mistökin uppgötvuðust of seint og bakarinn varð æfur við dóttur sína yfir ónýtu deiginu – þar til hann bragðaði á því. Þá var hann yfir sig hrifinn, bætti smá hunangi út í, mótaði deigið í lítil brauð og kallaði Markúsarbrauð af því að þennan dag var Markúsarmessa. Og þaðan kemur nafnið Marci (Markús) pani (brauð).

Heim agert m a r sipa n og núggat

Heimagert marsipan Úr þessari uppskrift færðu um hálft kíló af marsipani. Nauðsynlegt er að eiga matvinnsluvél. 300 g möndlur 1 dl hrásykur 1 dl glúkósasíróp (mjög þykkt síróp, fæst t.d. í Allt í köku) 1 dl vatn 50-100 g flórsykur 1. Hellið sjóðandi vatni yfir möndlurnar og látið þær liggja í bleyti í 5-7 mínútur, eða þangað til hýðið losnar frá. Myljið möndlurnar og breiðið þær út á bökunarplötu, látið þorna í ofni í 5 mínútur við 180 C. Möndlurnar eiga ekki að brúnast, bara að þorna. Látið möndlurnar kólna alveg og myljið svo eins smátt og hægt er í matvinnsluvél, þannig að þær verði að mjöli. 2. Látið vatn, sykur og glúkósa ná suðumarki saman í potti og leyfið svo að malla í 6-8 mínútur þar

til blandan er orðin eins og ljóst, þunnt síróp. Látið kólna. 3. Blandið kældum sykurleginum í litlum skömmtum út í möndlumjölið í matvinnsluvélinni á meðan hún er í gangi. Þið ráðið sjálf áferðinni á marsipaninu en athugið að það verður alltaf aðeins grófara en marsipan úr búð. 4. Mótið marsipanið í pylsu, klæðið með plastfilmu og látið kólna í kæliskáp þar til það er orðið þétt í sér. ATH. Marsipanið á að vera sætt og milt á bragðið. Ef lífrænar möndlur eru notaðar gæti bragðið orðið aðeins meira afgerandi.

Heimagert, mjúkt núggat 150 g hýðislausar heslihnetur 100 g sykur eða hrásykur 150 g rjómasúkkulaði 1. Ristið hneturnar við 180 C í u.þ.b. tíu mínútur þar

til þær eru gullnar og hnetuanganin er sterk. Fjarlægið allar leifar af hýði með því að rúlla hnetunum til í ofnskúffunni. 2. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði við lágan hita. Setjið hneturnar beint í matvinnsluvél ásamt sykrinum þar til massinn er gljáandi og sléttur. Til að byrja með líkist hann blautum sandi en smám saman losnar olían úr hnetunum og þá líkist massinn helst bráðnu súkkulaði. 3. Bætið nú bráðnu súkkulaðinu saman við hnetumassann og hrærið í nokkrar mínútur. 4. Hellið fljótandi núggatinu í kökuform sem er smurt með hlutlausri olíu. Látið núggatið setjast í ísskáp yfir nótt svo hægt sé að skera í það.

Gæði marsipans ráðast af því hversu mikið er af möndlum í því. Í nokkrum tegundum marsipans er möndlum skipt út að hluta fyrir apríkósukjarna en bragðið verður mun síðra að mati marsípansérfræðinga.

ATH. Ef þið viljið hafa núggatið bragðsterkara er ráð að skipta 50 g af rjómasúkkulaði út fyrir dekkra súkkulaði.

SÍGILDAR BÆKUR

 Meðferð kerta

Af litlum neista verður oft mikið bál Fara skal gætilega í meðferð kerta og kertaskreytinga og aldrei láta þau loga án eftirlits innanhúss. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að fylgja. Augu Líru eftir Evu Joly og Judith Perrignon. Æsispennandi skáldsaga úr undirheimum fjármálalífsins, þar sem Eva Joly þekkir hvern krók og kima.

Klassískt verk eftir einn þekktasta rithöfund Evrópu á 20. öld. Einstök bók um hinn slóttuga og samviskulausa lögreglustjóra Napoleons, Joseph Fouché.

Það er öllum börnum nauðsynlegt að kynnast Grimmsævintýrum sem fylgt hafa kynslóðunum í 200 ár. Í fyrra komu Dæmisögur Esóps út í sama flokki.

Spennandi og fáfarnar ferðaleiðir um hálendi Íslands. Bók sem allir fjallamenn verða að hafa í bílnum. Áður hafa komið út Heitar laugar á Íslandi og Fjallaskálar á Íslandi.

SKRUDDA www.skrudda.is

7. Útikerti. Varasamt er 1. Fyrsta reglan er að á milli kerta, og hafið í huga að hiti frá lægri að setja fleiri en eitt láta aldrei kerti loga án útikerti þétt saman og kertum getur brætt eftirlits. Ekki yfirgefa kveikja á þeim þannig. herbergi þar sem kerti hærri kerti. Treystið ekki Útikerti skal undaneru logandi, og þá skiptir á að sjálfslökkvandi kerti tekningarlaust standa á engu hvort þau eru í slökkvi á sér sjálf. óbrennanlegu undirlagi 4. Kennið börnum að luktum eða inn í háum og aldrei á tréplötu, umgangast kertaljós kertastjökum. Kerti eiga trépalli eða öðru auðaldrei að standa logandi og hleypið þeim aldrei nálægt kertum án umbrennanlegu undirþar sem enginn sér til. lagi. Útikerti loga flest sjónar. 2. Staðsetning kertanna eingöngu á kveiknum en skiptir máli. Forðast skal 5. Aldrei má slökkva á kerti þó eru til kerti sem allt með því að nota vatn, að hafa þau í dragsúgi yfirborð vaxins logar. sem lætur logann flökta, sérstaklega ekki útikerti. Þá getur loginn náð allt Best er að slökkva með auk þess sem vindsveipað 50 cm hæð og slegist kertaslökkvara. ur getur steypt kertum til í allar áttir. Snertið 6. Vinsælt er að skreyta um koll og sveiflað kertin sjálf og þá þarf aldrei form útikerta með gluggatjöldum í logann. berum höndum. Eldur að fylgjast sérstaklega Aldrei setja þau nálægt getur blossað upp ef með að ekki kvikni í tækjum sem gefa frá sér vatn eða snjór slettist á hita, s.s. sjónvarpi. Ekki skreytingunum. Dæmi vax kertisins. Æskilegt er koma kertum fyrir inn í eru um að kviknað hafi í kanilstöngum og öðru að koma kertum þannig hillum því hitinn af þeim fyrir að þau sjáist vel, getur brætt og brennd skrauti sem sett er utan um kertin. Einnig geta þar sem ekki er hætta hilluna fyrir ofan. aðventukransar og á að börn og fullorðnir 3. Gætið að kerti séu föst í reki sig í þau. Þeir sem kertastjaka og hann sé annað skraut sem komið er fyrir utan um kertin klæðast víðum fatnaði stöðugur og öruggur. þurfa að gæta sérstakrar Ekki eru öll ílát hentug verið afar eldfimt. Hægt er að spreia kertin með varúðar í nánd við slík undir kerti. Hafið að sérstöku eldtefjandi efni. kerti. minnsta kosti 10 sm bil



50

jólablað 2012

JólagJafir fyrir hana Nýtt ilmvatn – Hekla by Gydja Parfum Kvenlegur, sætur og munúðarfullur ilmur með keim af sítrónu, vanillu, white musk og viðar undirtónum. Hágæða Eau de Parfum ilmvatn sem inniheldur vatn frá rótum Heklu fyrir konur á öllum aldri. Með hverju ilmvatni fylgir hraunmoli áfastur gylltri lyklakippu sem gefur notandanum tækifæri á að bera orkuna og undrið með sér hvert sem hún fer. Hér er á ferðinni dásamlegt íslenskt ilmvatn fyrir nútíma konuna, íslenskur hraunmoli sem er minjagripur og að auki dulmagnaðir kraftar íslenskrar náttúru – allt í einu glasi. Frekari upplýsingar má finna á www.gydja.is

Fylgihlutir í miklu úrvali

FING´RS nagla­ snyrtistofa heima

Með FING´RS UV geli og UV lampanum frá FING´RS getur þú skapað fallegar gæða neglur fyrir þig og vini þína eins og fagfólkið gerir. Frábært til að styrkja viðkvæmar neglur sem eiga það til að klofna eða brotna og auðvelt er að lengja neglur með FING´RS toppum framan á neglurnar. Mjög einfalt í notkun og leiðbeiningadiskur fylgir með lampanum þar sem farið er í þetta skref fyrir skref. Einfalt, fallegt og endingargott, rétt eins og hjá fagfólki.

Vetrarhárband 3.900 kr. Hringtrefill 2.990 kr. Taska 3990 kr. Krossa armband 2500 kr. Einnig fleiri litir í boði skarthúsið Laugavegi 44 s. 562 2466

Biotherm kynnir sérútgáfu

WATER LOVERS

ein evra (160 kr.) af hverri seldri vöru fer til: MissiON BLUe Þessi jól mun Biotherm bjóða sérstaka hátíðarútgáfu af vörum sem sænska listakonan Ingela Peterson skreytir. Í tengslum við hana mun Biotherm styrkja Mission Blue verkefnið um verndun hafanna um að lágmarki 250.000 evrur til styrktar ROSS REA á Suðurskautslandinu sem er síðasta ósnortna hafið í heiminum.

Fisléttar dúnúlpur Fæst einnig í dröppuðu og svörtu kr. 17.200 Fást einnig síðar á kr. 19.600 Dalakofinn Firði Hafnarfirði s. 555 4295

Lumani

Silkikjóll 29.900 kr. Anas Firði Hafnarfirði 565 7100

Settið er með Hematit steinum Men með festi 13.900 kr. Eyrnalokkar 13.500 kr. Gull úrið Mjóddin s. 587 4100

Kjóll og belti

Vínrauður kjóll og beltið fylgir með Verð: 12.990 kr. Möst C. Bláu húsin Faxafeni s. 588 4499

Gjöfin hennar undirföt, náttföt, náttkjólar og sloppar Náttkjóll verð: 8.800 kr. stærð: 8-18. Litir: Bleikt, svart

selena suðurlandsbraut 50 Bláu húsin Faxafeni s. 555 7355

Happy Holidays collection línan býður upp á mjög faglega liti og gerir þér kleift að skapa sérlega glæsilega förðun á aðeins nokkrum mínútum. Dularfullir og heillandi litir. Fáguð förðun eins og skartgripir fyrir sérstök augnablik.

Petit trÉsOr Eins og ofið net, býður upp á sindrandi áferð til að ná fram kraftmikilli og glampandi augnförðun.

Les PAiLLettes AUX YeUX Nýir glitrandi augnskuggar sem koma í stauk. Þessi létta púðurkennda áferð blandast auðveldlega og gefur strax ljóma, þökk sé glitrandi gullinu sem er í formúlunni.

CrAYON KHOL WAterPrOOF Nýir kremaðir og mjúkir augnblýantar sem líða fyrirhafnarlaust á augnlokið og blandast fullkomlega.

L´ABsOULU rOUGe Litirnir eru tímalausir og í þessari línu eru litirnir undir áhrifum frá endurkasti gulls.

VerNis iN LOVe 3 nýir litir í Vernis in Love sem daðra við neglurnar og eru eins og fallegt skart þegar þú heldur um kokteilglasið þitt!


jólablað 2012 51

Tamaris

Svartir, lilla og gráir, einnig til í brúnu St. 36 - 41 25.995 kr. Skóhöllin – Eurosko Firði Hafnarfirði S. 555 4420

Loðvesti

Marc by Marc Jacobs Verð 24.900 kr. Momo Laugavegi 42 S:5521818 Vertu vinur á fb momokonur

Vanity Fair undirföt Zebra mynstrað Brjóstahaldari 8.990 kr. Nærbuxur 2.490 kr. Ynja Hamraborg 20 a S. 544 4088

Tunica, Shiffon bolur og leggings

Tunica – fæst í svörtu, rauðu og grænu – verð kr: 6.990 Shiffon bolur undir fæst í svörtu, rauðu og grænu – verð kr: 4.990 Leggings margar gerðir og litir – verð frá kr. 4.990 Belladonna Skeifunni 8 S: 517-6460

Dúnúlpa með hettu og ekta loðfeldi Fáanleg í silfurgráu og gylltu Verð 39.980 kr. Hjá Hrafnhildi Engjateigi 5 s: 581 2141

Loðkragi – Refur Verð 26.980 kr. Eigum von á stórri sendingu af loðkrögum í mismunandi litum. Verð frá 19.980 kr. Hjá Hrafnhildi Engjateigi 5 s: 581 2141

Ekta leðurtaska Fáanleg í fimm litum Verð 12.980 kr. Fallegar leðurtöskur í úrvali Verð frá 6.980 kr. Hjá Hrafnhildi Engjateigi 5 s: 581 2141

EGF Húðdropar™ fyrir andlit og EGF Húðnæring fyrir líkamann er hin fullkomna tvenna fyrir kalda vetrardaga. EGF húðvörurnar eru endurnærandi, mýkjandi og græðandi og gefa húðinni fallegri áferð. EGF húðvörur eru afrakstur íslenskrar nýsköpunar og vísindarannsókna. Þær innihalda EGF frumuvaka sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar og gefur henni frísklegt yfirbragð.

Mexíkönsk bola hálsmen

Hin eina sanna mexíkanska bola, verð 4.990 kr. Hálsmen fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. Frekari upplýsingar www. tvolif.is Tvö líf Holtasmára 1 S. 517 8500

Frigg

Skemmtilegur og léttur jakki sem er úr prjóni og primalofti Litir: Bleikur, silfraður og svartur Verð: 27.990 kr. Cintamani verslanir Hjá endursöluaðilum um land allt

Leðurtöskur í miklu úrvali

Snyrtitaska úr leðri 12.900 kr. Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 551-5814 www.th.is


52

Jól

2012

jólablað 2012

JólagJafir fyrir hann

Ökklaskór m/silfurrönd

14.995.-

Six mix herra St. 41 - 45 19.995 kr. Skóhöllin – Eurosko Firði Hafnarfirði S. 555 4420

Hælaskór m/slaufu

11.995.-

Mercedes Benz

Eitt þekktasta og flottasta vörumerki heims, er komið með ilmvatn fyrir herra. Flottasti herrailmurinn í ár. Karlmannlegur og glæsilegur, eins og merkið gefur til kynna. Settið er með með 75 ml EDT og 100 ml sturtusápu. Fæst í apótekum Lyfju og Lyf og heilsu.

Nike 150 ilmir

Nike 150 ilmirnir hafa slegið í gegn hjá herrum á öllum aldri. Nike 150 ilmirnir koma í 150ml glösum en eru á sama verði og 75ml ilmirnir. Nike 150 kemur í fjórum ilmum: One Fire, Green Storm, Blue Wave og Cool Wind. Þá er einnig boðið upp á svitalyktaeyði í spray formi og roll-on. Nike ilmi er einnig hægt að fá í gjafapakkningu, ýmist ilmur og svitalyktaeyðir eða ilmur og sturtusápa. Allir herrar geta fundið ilm við sitt hæfi frá Nike.

Hælaskór m/svörtum steinum

13.995.-

Grillkóngurinn Eldheit íslensk hönnun Nýtt í Grillkóngslínuna, bjórglas, selt stakt. Verð kr. 2.990 Einnig fáanlegt svuntusett í handskreyttum poka með svuntu, hanska og húfu. Fæst í helstu sérverslunum, sjá nánar á www.auntdesign.is Dreifing: Auntsdesign, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi - s. 618 - 3022

Jólagjöfin fyrir herrann Hælaskór m/gullhæl

11.995.-

Úlnliðstaska frá Adax 15.400 kr. Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 551-5814 www.th.is

Tilvalið í jólapakka grillarans

Klassískir hælaskór

9.995.-

Jólagjöf biljarðsspilarans

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á

www.weber.is

Kjuðar verð frá kr. 1.130 Keppnispool kjuðar verð frá kr. 7.500 billiard.is F&F kort ehf Suðurlandsbraut 10 2 hæð S: 568 3920


Mýkjandi í mjúka pakkann Fæst í apótekum

Fyrir þá sem þér er hlý� til Heelen mýkjandi húðvörunar eru húðaðar að innan með geli sem veitir kröftuga rakameðferð og dekrar við húðina með einstakri blöndu af náttúrulegum olíum. Heelen mýkjandi ylvörurnar hafa sama innra byrði úr geli en veita að auki milda hitameðferð fyrir stífa liði og auma vöðva. Allar Heelen vörurnar eru endingagóðar og þær má þvo og nota aftur og aftur.

Gefðu vellíðan í jólagjöf og se�u Heelen mýkjandi í mjúka pakkann.

Mýkjandi hælsokkar

Mýkjandi gelshanskar

Mýkjandi ylglófar

Mýkjandi andi ndi ylsokkar

Mýkjandi gelsokkar

Hællinn er húðaður með mýkjandi geli. Einstök meðferð við þurri og/eða sprunginni húð.

Alhúðaðir með mýkjandi geli. Kröftug rakameðferð sem dekrar við húð, neglur og naglbönd.

Alhúðaðir með mýkjandi geli. Einnig með hitameðferð sem eykur blóðflæði, minnkar verki og liðkar liði.

Alhúðaðirr með eð mýkjandi geli. Einnig með eð hitameðferð tameðferð sem eykur blóðflæði, æði, minnka minnkar verki ki og liðkar liði.

Alhúðaðir með mýkjandi geli. Frábær rakameðferð fyrir allan fótinn og svalandi fyrir þreytta fætur.

Þú getur skoðað allar Heelen vörurnar á www.portfarma.is

Í samvinnu við Félag afræði afræðinga íslenskra fótaaðgerðafræðinga


54

jólablað 2012

JólagJafir fyrir börnin

Party & Co – Stelpur

Vinkonuspilið sem er tilvalið að spila í öllum partíum. Leikmenn keppast um að leysa þrautir og svara spurningum um tísku, tómstundir, menningu og fegurð.

Klack! Skjaldbökuhlaupið

Er nýtt og skemmtilegt fjölskylduspil sem yngstu meðlimirnir geta spilað en þeir eldri hafa ekki síður gaman af. Hvaða skjaldbaka kemst fyrst í mark?

Frábært hraða- og athyglisspil fyrir alla frá fjögurra ára aldri. Það kemur fólki alltaf á óvart hvað hægt er að spila við unga krakka, ef rétta spilið er valið. Spilið má augljóslega ekki vera of flókið – það þarf að henta getu barnsins. En það má heldur ekki vera of einfalt því þá missir barnið áhugann. 3.650 kr.

Six mix stelpur Fást í lilla, bleiku og svörtu St. 30 - 36 12.995 kr. Skóhöllin – Eurosko Firði Hafnarfirði S. 555 4420

Flott á stelpurnar

Lottie dúkkan

Nú er margverðlaunaða Lottie dúkkan sem allir hafa beðið eftir loks fáanleg á Íslandi. Lottie er eins og venjuleg stelpa í laginu og hefur mörg áhugamál og endurspegla föt hennar þau. Ólíkt öðrum dúkkum á markaðnum er Lottie ekki að herma eftir heimi fullorðinna. Hún er ekki á háum hælum, notar ekki farða, er ekki hlaðin skarti og hefur ekki húðflúr. Hún er stelpudúkka fyrir stelpur. Lottie fagnar bernskunni í allri sinni dýrð. Hún hefur ríkt ímyndunarafl, er skapandi, áræðin, hugrökk og athafnasöm. Hún er sveigjanleg og getur staðið á eigin fótum sem er eiginleiki sem er mikilvægur fyrir stelpur á öllum aldri. Nálgun Lottie til lífsins er að vera áræðin, hugrökk og að vera hún sjálf.

Skokkur 7890 kr. Sokkabuxur frá 1695 kr. Silfur leggings 2990 kr. Einnig til gull og svartar glimmer Hárskraut spenna 560 kr. Iana – Dimmalimm Laugavegi 53 S. 552 3737

Mikið úrval af fimleikabolum

Úrval af skautakjólum

í jólapakkann. Verð frá 8.800 kr. Arena Ármúla 34 S. 587 8184

og allskyns fylgihlutum fyrir skautadansinn. Arena Ármúla 34 S. 587 8184

Flott á strákana Vesti 5.950 kr. Skyrta 4.990 kr. Buxur 5.450 kr. Skór 6.990 kr. Sokkar 3 pör 1.795 kr. Iana – Dimmalimm Laugavegi 53 S. 552 3737

Fiffó barnagalli Stærð 3 mánaða til 18 mánaða Litir: Gulur, bleikur og blár Verð: 18.990 kr. Cintamani verslanir Fæst hjá endursöluaðilum um land allt.


HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð. Það er vissulega skemmtilegt að ljúffengt hangikjötið öðlist þann virðingarsess sem hér má sjá, en auðvitað nýtur það sín betur á matarborðum landsmanna, þar sem það hefur í áranna rás glatt og satt Íslendinga og skapað sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu, enda um sérlega bragðgott hangikjöt að ræða. Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku reykbragði, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.


56

jólablað 2012

 Ynja

 jólaglögg

Yljar í myrkrinu Dönsk jólastemning

S 10 ára afmæli Ynju Verslunin Ynja á 10 ára afmæli þann 1. desember. Af því tilefni verður blásið til veislu í húsnæði verslunarinnar í Hamraborg 20. Sigríður, eigandi verslunarinnar, segir að mikið verði um dýrðir í tilefni dagsins. „Við ætlum að vera með frábær tilboð á flestum vörum í búðinni hjá okkur. Það er því tilvalið að koma við hjá okkur á laugardaginn og byrja jólin snemma. Við verðum með tilboð á nánast öllum vörum hjá okkur og léttar veitingar verða í boði. Spákonur verða á staðnum og boðið verður upp á nuddmeðferðir.“

tefán Melsteð á Snaps Bistro bar við Óðinstorg er menntaður í Danmörku og býður upp á jólamatseðil með dönsku ívafi enda sérfræðingur á því sviði og að sjálfsögu er þar jólaglögg í boði. „Ég er með rifjasteik og önd á borðum, auk þess sem síld og fiskur eru einnig í boði svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En við erum ekki með íslenska jólamatinn,“ segir Stefán. Desember er annasamur, líflegur og skemmtilegur mánuður að mati Stefáns, en þegar kemur að sjálfum jólunum segist hann vera búinn að elda svo mikið af jólamat að hann langi helst í eitthvað einfalt. „Það liggur við að mig langi bara í hamborgara á jólunum,“ segir hann og skellir upp úr. Hann gefur hér uppskrift að jólaglögg

Sú hefð hefur tíðkast lengi í Danmörku að drekka jólaglögg á aðventunni. Þá setjast menn inn á veitingahús eftir langan verslunardag í bænum og ylja sér við smá glögg, og eiga góða stund og gott spjall við vini.

Snaps og ef fólk vill maula eitthvað með glögginu þá mælir hann helst með piparkökum þar sem þær eru kryddaðar eins og jólaglöggið. • 1,5 l rauðvín • 750 ml portvín • 300 g rúsínur • 1 stk kanilstöng • 1 stk stjörnuanís • 2 stk negulnaglar • börkur af 1 appelsínu Öllu blandað saman og látið standa í 24 tíma. Tekið úr kæli og hitað upp í sirka 80 gráður, kælt niður aftur og látið standa í 12 tíma. Kryddin sigtuð frá og rúsínurnar geymdar. Þegar glöggið er borið fram er það hitað upp og bragðbætt eftir smekk með púðursykri, brandíi og dökku rommi. Borið fram heitt í litlu glasi á fæti með nokkrum rúsínum og möndluflögum.

Á Snaps viljum við hafa þó nokkurn styrk í glögginu sem yljar manni á köldum vetrardögum og gerir jólainnkaupin auðveldari.

KYnning

Lottie dúkkan er áræðin, hugrökk og ófeimin að vera hún sjálf

N

ú er margverðlaunaða Lottie dúkkan sem allir hafa beðið eftir loks fáanleg á Íslandi. Lottie er eins og venjuleg stelpa í laginu og hefur mörg áhugamál og endurspegla föt hennar þau. Ólíkt öðrum dúkkum á markaðnum er Lottie ekki að herma eftir heimi fullorðinna. Hún er ekki á háum hælum, notar ekki farða er ekki hlaðin skarti og hefur ekki húðflúr. Lottie er mótvægi við allri þeirri neikvæðu líkamsímynd sem við sjáum allt í kringum okkur og það að ungar stúlkur séu gerðar að kyntákni. Við hönnun á dúkkunni var unnið með virtum

sérfræðingum á sviði næringar og heilsu til að dúkkan fengi þá líkamslögun sem er æskilegust miðað við aldur (þó er höfuðið undantekning þar sem það er hlutfallslega stærri en eðlilegt er). Með Lottie er í raun snúið aftur til gömlu góðu daganna þar sem börn eru skapandi og nýta sér hugmyndaflug sitt við leik. Lottie er stelpudúkka fyrir stelpur. Lottie er 18 cm á hæð, snotur með fallegt hár sem flækist lítið og auðvelt er að taka hana með sér hvert sem er hvort sem er staka eða í litríkri pakkningunni. Með hverri dúkku fylgir saga sem ætlað er að ýta undir hugmyndaflugið. Lottie dúkk-

urnar eru núna sex talsins og hafa þær mismunandi áhugamál. Einnig eru komnir í viðbót við dúkkurnar þrír fylgihlutir sem gera upplifunina enn skemmtilegri. Lottie fagnar bernskunni í allri sinni dýrð hún hefur ríkt ímyndunarafl, er skapandi, áræðin, hugrökk og athafnasöm. Hún er sveigjanleg og getur staðið á eigin fótum sem er eiginleiki sem er mikilvægur fyrir stelpur á öllum aldri. Nálgun Lottie til lífsins er að vera áræðin, hugrökk og að vera hún sjálf. Lottie fæst í helstu barnaverslunum og Fjarðarkaupum. Nánari upplýsingar á atc@atc.is

Hátíðarkaffi frá Te & Kaffi Lokkandi ljúffengan hátíðarilm leggur frá þessari vönduðu blöndu sérvalinna úrvals kaffibauna. Hátíðarkaffið er í fullkomnu jafnvægi, hefur fágað hunangsmjúkt bragð, mikla fyllingu og eftirkeim af ávöxtum og berjum.

Te & Kaffi karfa

Nýristað hátíðarkaffi, jólate, marsipan konfekthjörtu, súkkulaðiregnhlíf og handgerður brjóstsykur.

Jólate frá Te & Kaffi

Jólate: Svart, sætkryddað með appelsínum, kanil og negulnöglum. Frostrósarte: Ávaxtate með eplum, kókos, möndlum og ananas. Englate: Rauðrunnate með eplum, appelsínublómum, kanil og möndlum. Aðventute: Grænt te með möndlubitum, kanilbitum, eplabitum og vanillu.


jólanna!

Aðalréttir og meðlæti

Aðalréttir og meðlæti

Aðalréttir og meðlæti

ómiSSANdi í AðdrAgANdA Sígildar uppskriftir og spennandi nýjungar

bbbb

„Nanna hefur persónulegan og innilegan stíl og er

sannfærandi höfundur

… vís gjöf til margra …“ Pá l l B a l dv i N B a l dv i Ns s oN F R é t tat í m i N N

A ðA l r ét t ir, ef t ir r ét t ir, for r ét t ir o g S óSu r.

Na N Na Rö gN va l da R d ó t t iR

og svo auðvitað allt jólagóðgætið!

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu

A


58

jólablað 2012

Jólaveislan hefst á www.gottimatinn.is Á

uppskriftavef MS, www.gottimatinn.is, eru fjölmargar uppskriftir fyrir flest tilefni og er þar meðal annars að finna mikinn fjölda af uppskriftum fyrir jól og áramót. Á vefnum eru fjölmargar girnilegar uppskriftir, m.a. að hefðbundnum jólamat á borð við hamborgarhrygg en einnig að spennandi nýjungum og skemmtilegum snittum fyrir áramótafögnuði. Fjölmargar smáköku- og konfektuppskriftir er jafnframt að finna á vefnum. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, er Gott í matinn vefurinn vel sóttur og mikill fjöldi fólks er í uppskriftaklúbbi MS sem fær sendar uppskriftir á tveggja vikna fresti. „Við höfum tekið saman fjölda af girnilegum uppskriftum sem henta vel nú um jólin, bæði aðalrétti, meðlæti og eftirrétti. Um jólin eru mygluostar og fínni ostar einnig mjög vinsælir og á vefnum er að finna hugmyndir að girnilegum ostabökkum, til dæmis ostabakkar með Óðalsostum og mygluostum ásamt grænmeti og sultum. Fremur auðvelt er að gera slíka bakka og þeir höfða til flestra. Á www.gottimatinn.is er áhersla á fjölbreyttar uppskriftir sem henta bæði fyrir byrjendur í matargerð sem og lengra komna og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á vefnum er einnig að finna matarblogg eftir nokkra matgæðinga og munu þeir á næstunni blogga um jólamatinn og gefa góð ráð.“

Forréttur

Humarsúpa fyrir 6-8 • 1 kg humarhalar í skel • 1 laukur • 3 hvítlauksrif • 1 msk. smjör frá MS • 1 msk. ólífuolía • 1 tsk. karrí • ½ tsk. paprikuduft • cayenne-pipar á hnífsoddi • 1-2 stk. stjörnuanís (má sleppa) • 1 msk. tómatþykkni (pureé) • 1½ lítri vatn • 1½ msk. grænmetiskraftur • 1 msk. olía til steikingar • 100 ml (eða góð skvetta) af koníaki eða brandíi (má sleppa) • 250 ml matreiðslurjómi frá MS

• salt og pipar • maizena-mjöl til þykkingar ef vill • 150 ml rjómi frá MS Aðferð: Skelflettið humarhalana og fjarlægið görnina. Saxið laukinn og hvítlaukinn. Hitið smjör og olíu í potti og brúnið skelina vel. Bætið þá lauknum og hvítlauknum út í og svo karríi, paprikudufti, cayenne-pipar, anís og tómatþykkni. Brúnið áfram í 1-3 mínútur. Hellið þá vatninu í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða niður við lágan hita í opnum potti þar til u.þ.b. helmingur er eftir. Bætið þá grænmetiskraftinum út í. Sigtið soðið og geymið. Takið annan pott og hitið vel. Setjið olíu í hann og snöggsteikið humarhalana. Hellið koníakinu yfir og því næst humarsoðinu.

Hitið að suðu og setjið matreiðslurjómann út í. Bragðbætið með salti og pipar. Einnig getur þurft að bæta við smákrafti. Þykkið með maizena-mjöli ef vill. Léttþeytið rjómann, ausið súpunni á diska og setjið eina skeið af rjómanum á miðjuna á hverjum diski. Skreytið t.d. með timían eða malið svartan pipar yfir.

Sósa aðferð: Bræðið smjörið í stórum potti og stráið hveitinu yfir. Hrærið stöðugt í þar til jafningurinn er aðeins farinn að brúnast. Hellið þá síuðu soði smátt og smátt saman við og hrærið vel á meðan. Bætið Madeiravíninu við ásamt kraftinum og matreiðslurjómanum. Látið malla í minnst 5-8 mínútur. Þykkið sósuna eftir smekk með sósuþykki.

Aðalréttur

Apríkósugljáður hamborgarhryggur

Meðlæti með jólasteikinni Hér eru tillögur að meðlæti sem fljótlegt og einfalt er að útbúa með góðum fyrirvara. Það sem er borið fram heitt má útbúa fyrir fram, jafnvel daginn áður, og hita áður en það er borið fram. Allt þetta meðlæti passar einnig sérlega vel með villibráð, svínakjöti, kalkúna og lambakjöti.

fyrir 6-8 • 2,4-3,2 kg hamborgarhryggur, með beini eða án • 1 msk. sterkt sinnep • 1 krukka apríkósusulta (um 250 g) • 60 g smjör frá MS, brætt Aðferð: Setjið hrygginn í pott með köldu vatni og látið vatnið fljóta vel yfir kjötið. Þeir sem vilja geta bætt út í vatnið einu lárviðarlaufi og 2-3 negulnöglum. Látið suðuna koma rólega upp. Látið beinlausa hrygginn sjóða við vægan hita í minnst 55 mínútur en hrygginn með beininu um 75 mínútur. Látið kjötið standa í pottinum í 15 mínútur. Á meðan er ofninn hitaður í 250°C. Setjið hrygginn í ofnskúffu ásamt örlitlu vatni. Blandið sinnepinu saman við apríkósusultuna og brædda smjörið og þekið allan hrygginn með hjúpnum. Bakið hrygginn í 10-15 mínútur í miðjum ofninum. Gætið þess að gljáinn brenni ekki, ef hann fer að dökkna mikið á stöku stað má leggja álpappír þar yfir. Gott er að láta kjötið jafna sig í 10-15 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.

Madeirasósa fyrir 6-8 • 20 g smjör frá MS • 2 msk. hveiti • 500 ml soð af hamborgarhryggnum eða kjúklingasoð (notið einnig síað soð sem kemur af hryggnum þegar hann er gljáður) • 150 ml Madeiravín eða púrtvín • 2 tsk. svínakraftur eða kjúklingakraftur, eða eftir smekk • 200 ml matreiðslurjómi frá MS • sósuþykkir fyrir brúna sósu, eftir smekk Þessi sósa passar vel með hryggnum hér fyrir ofan en einnig mætti hafa hana með kalkúna og nota þá kjúklingasoð í staðinn.

Waldorf-salat fyrir 6-8 • 3 græn epli, afhýdd og skorin í 1 cm bita • 16 græn vínber, skorin í tvennt • ¼ granatepli, fræin eingöngu notuð (má sleppa) • 3 sellerístönglar, skornir í fínar sneiðar • 50 g valhnetur, grófsaxaðar • 150 ml sýrður rjómi, 18% frá MS • 150 ml rjómi frá MS, léttþeyttur • 1 msk. sítrónusafi • 1 msk. hlynsíróp (má sleppa) Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Best er að búa það til sama dag og það á að borðast. Skreytið salatið með söxuðum valhnetum.


jólablað 2012 59 Kartöflugratín - Pomme Dauphinoise fyrir 6-8 • smjör til að smyrja mótin/mótið að innan • stórt hvítlauksrif, kramið • 500 ml matreiðslurjómi, frá MS, eða mjólk • 1 tsk. salt • 2 tsk. svartur pipar, malaður • ögn af múskati og cayenne-pipar • 900 g kartöflur, skornar eins þunnt og hægt er • 200 g rifinn gratínostur frá MS Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri. Takið meðalstóran pott og setjið í hann allt sem fer í réttinn nema ostinn. Hrærið varlega í pottinum svo að kartöflurnar festist ekki við botninn. Hleypið suðunni upp og látið malla áfram í fimm mínútur. Bætið um helmingnum af ostinum út í og hrærið. Hellið úr pottinum í eldfasta mótið, jafnið kartöflunum í það og gætið þess að þær standi ekki upp úr sósunni. Stráið afgangnum af ostinum yfir og bakið í 45-60 mínútur eða þar til osturinn er orðinn fallegur á litinn. Gott er að stinga gaffli í kartöflurnar til að athuga hvort þær séu orðnar mjúkar. Ef til eru jafnmörg lítil eldföst mót og fjöldi þeirra sem borða má skipta kartöflunum í þau þannig að hver og einn fá eitt mót á diskinn sinn.

Sæt appelsínukartöflumús með fetaosti fyrir 6-8 • 900 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í 2 cm bita • 40 g smjör, frá MS skorið í litla bita • 1 laukur, fínsaxaður • 1 krukka MS Dalafeti í kryddolíu, olíunni hellt af • safi og fínrifinn börkur af hálfri appelsínu, (eingöngu appelsínuguli hlutinn) • sykurpúðar (má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Setjið sætu kartöflurnar í eldfast mót. Dreifið smjörinu yfir þær ásamt saxaða lauknum. Bakið kartöflurnar í um 40 mínútur eða þar til þær fara að taka lit og verða mjúkar. Gott er að hreyfa við þeim í eitt til tvö skipti á meðan þær bakast. Takið mótið úr ofninum, stappið kartöflurnar með gaffli í mótinu og blandið fetaostinum saman við ásamt appelsínusafanum og -berkinum. Blandið lauslega saman og jafnið músinni í mótið. Raðið sykurpúðunum þétt ofan á, setjið mótið aftur í ofninn og bakið í 8-10 mínútur í viðbót, eða þar til sykurpúðarnir fara að taka lit. Einnig má sleppa sykurpúðunum en baka músina jafnlengi. Berið strax fram. Kartöflumúsina má útbúa daginn áður en hita hana síðan upp í ofninum í 20 mínútur áður en hún er borin fram. Ef á að hafa sykurpúðana ofan á er þeim bætt við þegar 10 mínútur eru eftir af upphitunartímanum.

Eftirréttur

Súkkulaðiostakaka skreytt með súkkulaðitrjám Botninn: • 200 g súkkulaðikex • 80 g brætt smjör

Fyllingin: • 100 ml rjómi frá MS • 200 g 56% súkkulaði • 400 g rjómaostur til matargerðar frá MS • 50 g flórsykur • 3 egg • 2 eggjahvítur

Súkkulaðihjúpur: • 125 ml rjómi frá MS • 300 g hvítt súkkulaði, má einnig nota 56% súkkulaði • 6 msk. léttristaðar kókosflögur

Súkkulaði til skreytingar Aðferð: Myljið kexið fínt í matvinnsluvél. Bætið smjörinu við og blandið vel saman. Dreifið mylsnunni á botninn á springformi sem er 23 cm í þvermál og þrýstið henni niður með fingrunum þannig að hún þjappist vel. Kælið í ísskáp í u.þ.b. hálftíma. Hitið ofninn í 150°C. Hitið rjómann að suðu, takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið vel þar til

það er bráðið. Látið kólna í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið rjómaost og flórsykur í hrærivél og blandið vel saman. Látið vélina ganga og bætið heilu eggjunum út í, einu í senn. Hellið að lokum súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast vel. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær rólega saman við deigið í tveimur áföngum. Hellið deiginu í mótið með kexmylsnunni og setjið það á grind neðarlega í ofninum. Bakið í 90 mínútur eða þar til kakan er orðin þétt. Látið hana kólna í opnum ofninum. Kælið kökuna í ísskáp yfir nótt (eða í a.m.k. þrjá klukkutíma).

Búið til súkkulaðihjúpinn: Hitið rjómann í potti, takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það er bráðið. Smyrjið kreminu jafnt yfir kökuna og skreytið með léttristuðum kókosflögum og trjám sem hægt er að búa til úr Búið til súkkulaðijólatré: Bræðið eina súkkulaðiplötu yfir vatnsbaði. Búið til kramarhús úr smjörpappír, klemmið fyrir stútinn og hellið brædda súkkulaðinu í kramarhúsið. Leggið smjörpappír á bökunarplötu. Notið kramarhúsið eins og sprautupoka og formið skraut að eigin vild á smjörpappírinn. Látið súkkulaðið harðna á köldum stað áður en það er notað.


60

jólablað 2012

 rauðkál

Ómissandi með jólamatnum Löng hefð er fyrir því að bera fram soðið rauðkál með jólamatnum og þá oftast með hangikjötinu en það á einnig vel við með hreindýrakjöti eða fuglakjöti. Hér er uppskrift að hefðbundu rauðkáli með appelsínu.

R

auðkál er hægt að sjóða allt að tveimur dögum áður og geyma í kæli, eða frysta í allt að mánuð. Til að hita það upp er örlitlu vatni bætt saman við.

Kryddað rauðkál með appelsínu Hráefni: 1 stórt rauðkálshöfuð (um 1 kg) 25 g smjör 2 rauðlaukar, fínt hakkaðir Safi og rifinn börkur af 1 appelsínu 1 kanilstöng 150 ml púrtvín 150 ml vatn 1 msk rauðvínsedik Ferskt dill Aðferð: 1. Takið ystu laufin af kálinu, skerið það í fjóra hluta og skerið burt kjarnann. Notið beittan hníf eða matvinnsluvél til að skera kálið í þunnar ræmur (gætið þess að hafa þær þó ekki of litlar). 2. Bræðið smjörið á pönnu og steikið á vægum hita þar til þeir eru orðnir mjúkir, um það bil í 5 mínútur. Bætið rifnum appelsínuberki út á pönnuna ásamt kanilstöng og eldið í mínútu til viðbótar. 3. Bættu rauðkálinu út í og helltu púrtvíni yfir ásamt rauðvínsediki, appelsínusafa og 150 ml af vatni. Hitið að suðu. 4. Dragið úr hitanum og setjið lok á pottinn og látið malla í 45 mínútur – 1 klukkustund, eða þar til rauðkálið er orðið mjúkt. 5. Blandið örlitlu fersku dilli saman við áður en það er borið fram. (Má sleppa).

 Jólaveinarnir 13

Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 61885 11/12

Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir!

...kemur með góða bragðið!

Hvenær koma jólasveinarnir til byggða? Stekkjarstaur kemur

12. desember

Giljagaur kemur

13. desember

Stúfur kemur

14. desember

Þvörusleikir kemur

15. desember

Pottaskefill kemur

16. desember

Askasleikir kemur

17. desember

Hurðaskellir kemur

18. desember

Skyrgámur kemur

19. desember

Bjúgnakrækir kemur

20. desember

Gluggagægir kemur

21. desember

Gáttaþefur kemur

22. desember

Ketkrókur kemur

23. desember

Kertasníkir kemur

24. desember


Malt og Appelsín eru nú í sambandi. 321.824 kunna að meta þetta.


62

jólablað 2012

 Jólafötin

 Jólasveinarnir í Dimmuborgum

Ljótar peysur

L

jótar jólapeysur hafa náð talsverður vinsældum á síðustu árum og margir sem muna eftir Darcy í bíómyndinni Bridget Jones diary í einni slíkri. í kjölfarið hafa verslanir sprottið upp á netinu sem sérhæfa sig í að selja þessar ljótu peysur. Þar er að finna peysur með jólasveinum, hreindýrum og snjókörlum á, auk jólarósa og annars jólagróðurs og skrauts. Að sjálfsögðu eru þær flestar í rauðum og grænum litum. Margar þessar verslanir bjóða peysurnar á lægra verði rétt fyrir jólin og eftir jól og því kjörið tækifæri að krækja sér í peysu fyrir þá sem hafa áhuga. Ef til vill væri það góð hugmynd að halda eitt gott ljótupeysuboð á þrettándanum.

Hafa farið til Fiskalands Jólasveinarnir hafa hreiðrað um sig í Dimmuborgum og taka þar á móti börnum og fjölskyldum þeirra á aðventunni með skemmtilegri jóladagskrá. Fréttatíminn hitti tvo þeirra og tók þá tali.

Ætli Kertasníkir sé ekki elstur og ég, Stúfur, yngstur. En við munum þetta aldrei. Við leysum það þannig að einu sinni á ári óskum við hver öðrum til hamingju með daginn og fáum okkur eitthvað gott í gogginn.

Fáið þið sjálfir jólagjafir? Hvað heitið þið? Ég heiti Stúfur og hann heitir Gluggagægir. Það fer nú eitthvað lítið fyrir þeim. Stundum fáum við eitthvað sem okkur vantar, eins og til dæmis nýja veiðistöng eða glerHvað eru þið gamlir? augu. Við erum ekki alveg vissir... Við erum svolítið misgamlir. Ætli Kertasníkir sé ekki elstur og ég, Stúfur, yngstur. En við munum Farið þið í jólabað? Já. Við förum í jólabað á hverju ári. Stúfur þetta aldrei. Við leysum það þannig að einu er reyndar alls ekki gefinn fyrir bað eða sinni á ári óskum við hver öðrum til hamsápu og það þarf oft að draga hann ofan í. ingju með daginn og fáum okkur eitthvað En undanfarin tvö ár hefur hann náð að gott í gogginn. fela sig þegar við fórum í baðið. Hann er því ekki búinn að baða sig í TVÖ ÁR! Hvað verður á seyði hjá ykkur í Dimmuborgum á aðventunni? Eru þið með jólatré? Það verður gaman hjá okkur eins og alltaf. Það er mjög fallegt jólatré í Dimmuborgum Við tökum til dæmis á móti gestum um sem við skreytum stundum en það er bara helgar. Þá er hægt að fá sér göngutúr niður fyrir okkur bræðurna og engan annan. á Hallarflöt í Dimmuborgum og hitta okkur Kannski er það bara jólagjöfin okkar til þar. Við erum alltaf í stuði. okkar. Hvað gerið þið þegar það eru ekki jól? Hvað gerið þið á aðfangadagskvöld? Þá sofum við út, förum í gönguferðir, veiðTjahh það er nú enginn af okkur bræðrunum fisk, tínum ber, höldum upp á afmælið um heima á aðfangadagskvöld því þá erum okkar og svo reynum við, allavega sumir sem eru skipulagðir, að undirbúa næstu jól. við nú allir komnir til byggða, og stundum hittumst við allir einhversstaðar og kveikjum á kerti en ekki alltaf. Stundum er veðrið Hlakkið þið til jólanna? of vont. En mikið rosalega hlökkum við nú Við hlökkum óskaplega mikið til jólanna. alltaf samt til. Við höfum allir svo gaman af að hitta fólk og fara á jólaböll. Og svo eru jólaljósin svo Hver er uppáhalds-jólamaturinn ykkar? falleg. Stúfur elskar öll sætindi og myndi helst vilja borða þau í öll mál. Ég, Gluggagægir, Saknið þið aldrei mömmu ykkar og pabba? hef ég aldrei skilið þessa jólamatgræðgi Nei... Við hittum þau nú oft. Grýla er nú í bræðrum mínum, það að rífa sig pakkreyndar ekkert sérstaklega hress. Hún fullan og standa á blístri en ef ég fengi að öskraði svo hátt á Leppalúða að hárin í eyrvelja mér jólamat þá væri það sennilega unum á honum fóru að vaxa inn í eyrun. rjúpnatartalettur og laufabrauð en alls ekki of mikið í einu. Hafið þið farið til útlanda? Já oft. Allavega ég, Stúfur. En Gluggagægir Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með hvað hefur bara farið einu sinni og það var um jólasveinarnir eru að bralla geta kíkt á daginn þegar við fórum til Fiskalands að heimasíðuna þeirra jolasveinarnir.net. hitta allskonar skemmtilegt fólk.



Gefðu betri líðan í jólagjöf jöf öff

Stroffið er sérlega teygjanlegt, aflíðandi og þrengir ekki að fætinum.

Netofið efni ofan á ristinni til að auka loftun.

Hællinn er formaður eftir fætinum og er sérbólstraður.

Saumlaus bólstrun í kringum tærnar og undir tábergið.

Nýtt Innihalda Bambus-koltrefjar.

Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn sitji enn betur.

hnésokkar

Dr. Comfort heilsusokkar Dr. Comfort heilsusokkarnir eru sérhannaðir fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugakvilla og/eða skert blóðflæði í fótum, en henta líka öllum þeim sem vilja þægilega og vandaða sokka. • Einstaklega þægilegir • Geta minnkað bjúg • Saumlausir og hlífa fótunum mjög vel • Innihalda bambus-koltrefjar • Geta minnkað vandamál tengd blóðrás • Geta minnkað þreytu og verki í fótum • Stuðla að þægilegu hita- og rakastigi • Hamla vexti örvera og minnka lykt • Endingargóðir og halda sér vel • Eru til í X-vídd fyrir þá sem hafa breiða fætur

Ég heiti Helgi Jörgensson og er 65. ára gamall verkamaður. Ég er með sykursýki, hafði mikinn bjúg og þjáðist af óstöðvandi fótapirring sem var verstur eftir að ég fór uppí á kvöldin. Ég kynntist Dr. Comfort sokkunum núna í janúar og finnst þeir alveg vera að bjarga mér. Ég vinn vaktavinnu, er mikið að stappa allann daginn og er bara allur annar í fótunum. Sokkarnir eru áberandi mjúkir og þægilegir. Fótapirringurinn er alveg horfinn. Bjúgurinn mun minni, einnig finnst mér fótrakinn og táfýlan vera mun minni. Konan mín hefur þurft að þvo þá á milli vakta því ég geng ekki orðið í öðrum sokkum. Ég verð að segja að þetta eru þeir allra bestu sokkar sem ég hef átt!!

venjulegir

X-vídd

ökkla

Helgi Jörgensson 65 ára vopnfirðingur

tátiljur

www.portfarma.is

Dr. Comfort heilsusokkar fást í apótekum um allt land


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.