4. tölublað 2. árgangur
11. apríl 2014
23.000 Íslendingar með langvinna lungnateppu Um átján prósent Íslendinga yfir fertugu þjáist af langvinnri lungnateppu og stór hluti þeirra veit ekki af því. Sjúkdóminn má í flestum tilvikum rekja til reykinga og er hann ólæknanlegur. Með réttri meðferð má þó bæta og lengja líf sjúklinganna. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk sem þjáist af langvinnri lungnateppu og hefur innlögnum á spítalann stórlega fækkað með tilkomu hennar. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið eftirtekt og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma.
Læknar á Facebook
GLerauGu Fyrir LesbLinda
aukinn einkarekstur
sáLFræðimeðFerð á skype
Breyttir starfshættir í takt við nýja tíma á samfélagsmiðlum.
Fyrirtækið Dexi þróar hugbúnað sem breytt gæti lífi margra.
Stefnt að því bjóða út rekstur heilsugæslustöðva á árinu.
Sálfræðimeðferð á landsbyggðinni fari í gegnum Skype.
Síða 2
Síða 6
Síða 12
Síða 14
—2—
11. apríl 2014
Læknar á samfélagsmiðlum Námskeið til að efla foreldra Rannsóknarstofnun í Barna- og fjölskylduvernd stendur fyrir námskeiðinu Að verða foreldri helgina 26. til 27. apríl næstkomandi. Á námskeiðinu er lögð áhersla á breytinguna sem verður í parasambandi þegar barn kemur í heiminn. Rannsóknir hafa sýnt að hæst skilnaðartíðni er hjá pörum fyrstu þrjú árin eftir að barn kemur í heiminn. Námskeiðið er ætlað verðandi foreldrum sem og foreldrum barna þriggja ára og yngri. Að sögn Ástþóru Kristinsdóttur, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, verða miklar breytingar í lífi fólks við að eignast barn. „Þá hefur fólk minni tíma fyrir hvort annað og parasambandið gleymist stundum. Á námskeiðinu fjöllum við um það hvað pör geta gert saman til að barninu farnist sem allra best.“ Fólk sem ekki er í sambandi getur tekið sinn nánasta stuðningsaðila með og velkomið er að taka börn með sem eru á brjósti.
Meirihluti almennings sækir sér læknisfræðilegar upplýsingar á netinu og því er mikilvægt að þær séu aðgengilegar og réttar. Davíð B. Þórisson bráðalæknir segir upplýsta sjúklinga bestu sjúklingana og því mikilvægt að læknar miðli sinni þekkingu á netinu. Jóhannes Kári Kristinsson hornhimnusérfræðingur svarar sínum sjúklingum á Facebook og leitast við að vera sýnilegur og hlaut gagnrýni fyrir á aðalfundi Læknafélags Íslands fyrir tveimur árum.
Kennarar verða, auk Ástþóru, Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og Sunna K. Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari, djákni og MA nemi í menntunarfræðum. Námskeiðið er byggt á vísindalegum grunni en höfundar námsefnis eru hjónin dr. John og Julie Gottman, sem unnið hafa ýmis vísindastörf á sviði stöðugleika í hjóna- og parasamböndum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.
Davíð B. Þórisson bráðalæknir segir blogg frábæran vettvang fyrir lækna til Einnig að vera meðvitaðri um tilfinningar að ogkoma skilaboðum á netið. hugsanir, vera í núinu og bregðast við af yfirvegun.
Jóhannes Kári Kristinsson hornhimnusérfræðingur svarar fyrirspurnum sjúklinga sinna á Facebook og gefur þeim upp farsímanúmerið sitt. „Ég vil vera sýnilegur og að fólk viti að ég sé til staðar.“ Ljósmynd/Hari
J
óhannes Kári Kristinsson, hornhimnusérfræðingur og eigandi augnlæknastofunnar Augljóss, leggur áherslu á að vera í virku sambandi við sína sjúklinga á Facebook. Hann segir miðilinn mjög góðan fyrir sjúklinga til að bera upp spurningar. „Almennar spurningar getur fólk sett á „vegginn“ en persónulegri spurningar sendir fólk með einkaskilaboðum eða tölvupósti,“ segir Jóhannes Kári sem hefur jafnvel fengið sjúklinga til að taka sjálfsmyndir af augum sínum og senda til að átta sig betur á einkennum. Í móttöku Augljóss eru nafnspjöld með farsímanúmeri hans svo sjúklingarnir geti alltaf hringt. „Ég vil vera sýnilegur og að fólk viti að ég sé til staðar.“ Hann segir það ekki tímafrekt að svara símtölum og tölvupóstum og telur að til lengri tíma litið spari það tíma því sjúklingarnir séu upplýstari og verði því síður veikir. Hann segir það aldrei hafa gerst að fólk hringi í hann að óþörfu og að oft hafi þessi samskipti við sjúklingana hindrað frekari versnun og flýtt því að hægt sé að taka upp viðeigandi meðferð. Jóhannes segist hafa fundið fyrir því að
Davíð B. Þórisson er bráðasumum þyki nóg um innan læknastéttarinnar á Íslandi læknir á bráðadeild Landspítalað vera svo sýnilegur meðal ans og mikill áhugamaður um almennings. Á heimasíðu aukna notkun lækna á samAugljóss eru upplýsingar um félagsmiðlum í störfum sínum. áhugamál Jóhannesar Kára og Davíð segir ýmsar upplýsingar að hann eigi fjóra hunda. „Ég um læknisfræðileg ráð á netsé ekkert að því að læknirinn inu sem ekki sé alltaf mark takandi á. Því sé mikilvægt segi frá heimilishögum sínum Jóhannes Kári og Davíð að læknar miðli sinni þekkeins og aðrir. Eftir aðalfund eru sammála um að Læknafélagsins fyrir tveimur ingu. „Núna í vetur kláruðust Facebook geti nýst árum frétti ég hins vegar af því magnesíum birgðir í apóteklæknum við sín störf. að fjallað hefði verið um þessar um á Íslandi vegna pistla um upplýsingar um mig á heimasíðunni og það eiginleika þess. Því miður heyrðist lítið í kallað skrumkennd auglýsing læknis,“ segir læknum þá.“ Jóhannes sem hefur ekki látið þau sjónarmið Davíð segir blogg frábæran vettvang fyrir á sig fá og kveðst ítrekað hafa fengið góð við- lækna til að koma skilaboðum út á netið því brögð frá fólki sem sé ánægt með að komast um helmingu fólks leiti sér upplýsinga um í kynni við lækni sem sé fús að deila upp- heilsuna þar og af þeim greini sig margir lýsingum. sjálfir. Að mati Davíðs er kjörið að læknar Hann segir læknakúltúrinn á Íslandi lengi haldi utan um lokaðar spjallrásir eða umhafa byggst á því að vera til staðar en sem ræðuhópa fyrir sína sjúklingahópa, til dæmminnst sýnilegur en vonar að það sé hægt og is á Facebook. „Læknirinn gæti þá haldið sígandi að breytast. „Kröfur fólks um upplýs- utan um umræðuna og gripið inn í ef hún fer ingar hafa aukist mjög á undanförnum árum á villigötur. Bestu sjúklingarnir eru þeir sem og læknar verða að geta breytt starfsháttum eru vel upplýstir því þeir fá færri fylgikvilla sínum í takt við breytta tíma án þess að vera og verða síður bráðveikir.“ Rannsóknir sýna sakaðir um yfirborðsmennsku og skrum. að um 10 prósent af komum eldri sjúklinga á Við búum ekki yfir hernaðarleyndarmálum bráðamóttöku eru vegna lyfjatengdra vandaog þurfum ekki eldvegg í kringum okkur.“ mála sem upplýstir sjúklingar rata síður í.
Krabbamein finnst í 3200 ára gamalli beinagrind
Ert þú að glíma við einkenni streitu, depurðar eða kvíða? Hugarlausnir
Hugarlausnir er námskeið sem byggir á hreyfingu, fræðslu og núvitund. • • • • • •
Námskeiðin hefjast mánudaginn 12. maí Þjálfun samkvæmt forskrift hreyfiseðils í 8 vikur Þjálfun 3x í viku: Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 13:00 Fyrirlestrar og viðtal við sálfræðing Hópmeðferð í núvitund Verð 21.900 pr. mánuð (43.800 samtals)
Að námskeiðinu standa sálfræðingar, sjúkraþjálfari og heilsufræðingur
Meginmarkmið núvitundarþjálfunar er, að taka meiri þátt í því sem þú upplifir og finnur fyrir.
www.heilsuborg.is
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010
Vísindamenn hafa fundið fyrsta krabbameinstilfellið sem vitað er um en það fannst í 3200 ára gamalli beinagrind karlmanns í Suður Súdan, að því er kemur fram á vef BBC. Fundurinn bendir til að krabbamein eigi sér ævaforna sögu og er merkilegur fyrir margra hluta sakir og ekki síst því þessi beinagrind er 2000 árum eldri en sú sem áður var talin sú elsta. Michaela Binder, doktorsnemi við Durham háskóla, fann beinagrindina og sagði hún fundinn mjög mikilvægan til að varpa ljósi á undirliggjandi ástæður krabbameins til forna, áður en nútíma lífsstíll tók við. Í dag sé oft litið á krabbamein sem sjúkdóm samtímans og til kominn af völdum reykinga, óheilbrigðs lífsstíls og streitu. Fundurinn bendi þó til þess að krabbamein hafi verið til staðar fyrir þúsundum ára. Áður hafa þó komið fram vísbendingar um krabbamein í fornum beinagrindum. Á síðasta ári birti bandarískur vísindamaður upplýsingar um 120.000 ára gamalt steingert rif Neanderdals manns sem gaf vísbendingu um krabbamein í beini. Áður hafa einnig fundist um 4000 ára gömul bein sem grunur var um að í væri krabbamein. Þar sem ekki hefur fundist heil beinagrind áður með krabbameini hefur þó ekki verið hægt að skoða útbreiðslu meinsins og því erfitt að slá því föstu að um krabbamein hafi verið að ræða.
PARI INNÚÐAVÉLAR Fljótvirkar og auðveldar í notkun Fyrir fólk með ofnæmis- og lungnasjúkdóma
Spennandi uppskriftir með Fresubin Grautur Grjón (hrísgrjón, Haframjöl, bygg) Vatn eða mjólk Fresubin 2 kcal DRINK neutral Sjóðið grjónin(haframjöl,bygg) með helmingnum af vatni eða mjólk sem þú notar venjulega. Bættu Fresubin í grautinn eftir að hann er fullsoðinn og hrærðu í þar til hann verður mjúkur og fínn. Svo má bæta hunangi, sveskjum, kanilsykri, rjóma, ferskum berjum eða sultu eftir smekk.
Smoothie Ávextir og ber Vanillusykur og/eða hunang eftir smekk Fresubin 2 kcal DRINK neutral. Skolið ávextina og berin. Setjið ávexti og ber í blandara og blandið saman með Fresubin. Bragðbætið með vanillusykri og hunangi eftir smekk. Ef berin sem eru notuð eru frosin er gott að afþýða þau aðeins áður.
Fresubin næringardrykkir fást í Lyfju
Þarft þú auka orku og prótein? Við höfum margar góðar lausnir við því, sem að auki bragðast vel!
—4—
11. apríl 2014
Hreyfiseðlar í stað lyfja I Hreyfiseðlar hafa nú verið innleiddir og geta læknar ávísað hreyfingu til sjúklinga sem hluta af meðferð. Læknir segir það áskorun fyrir lækna að fá sjúklinga sem ekki séu vanir að stunda hreyfingu á sitt band og byrja að hreyfa sig reglulega. Hreyfingarleysi er þekktur áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma.
nnleiðing hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu stendur nú yfir og geta læknar ávísað hreyfingu til sjúklinga sinna, annað hvort í stað lyfja eða meðfram lyfjagjöf. Jón Steinar Jónsson, heimilislæknir á heilsugæslunni í Garðabæ, hefur unnið að innleiðingu hreyfiseðla á Íslandi ásamt Auði Ólafsdóttur og Héðni Jónssyni sjúkraþjálfurum. Hann segir hreyfingarleysi þekktan áhættuþátt fyrir sjúkdóma, til dæmis í hjarta og æðakerfi og regluleg hreyfing því mikilvæg forvörn gegn slíkum sjúkdómum. Hann undirstrikar einnig að reglubundin hreyfing sé virk sem meðferð við mörgum sjúkdómum, til að mynda fullorðins sykursýki, háþrýstingi, kvíða og þunglyndi, ýmsum stoðkerfisvandamálum, lungnateppu, beinþynningu og fleiru. „Í ljósi þeirrar þekkingar er aðkallandi að þessi meðferð, það er að segja hreyfing, sé hluti af þeim úrræðum sem okkar heilbrigðiskerfi getur boðið, svipað og hefur gerst hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum og víðar,“ segir Jón. Eftir að læknir ávísar hreyfiseðli fær sjúklingurinn tíma hjá hreyfistjóra, sem er menntaður sjúkraþjálfari. Hann metur stöðu sjúklingsins og möguleika til hreyfingar. Sjúklingurinn skráir svo hreyfingu sína inn í tölvuforrit og í gegnum það fylgist sjúkraþjálfarinn með hvernig gengur. Fari hreyfingin niður fyrir 70 prósent af því sem samið var um hringir sjúkraþjálfarinn og leitar skýringa. Alla jafna er gert ráð fyrir að eftir sex mánuði verði fólk orðið sjálfstætt en hægt er fá eftirfylgd í allt að eitt ár. Að sögn Unnar Pétursdóttur, formanns Félags sjúkraþjálfara, er fólk nær undantekingarlaust þakklátt fyrir að fá áminningu frá hreyfistjóra. „Símtalið er hvatningin sem fólk þarf og fær þá tækifæri til að ræða sín mál og hvers vegna hreyfingin gangi ekki sem skyldi. Þessi eftirfylgni er gríðarlega mikilvæg.“ Þrír hreyfistjórar hafa verið ráðnir til starfa á höfuðborgarsvæðinu, hver í 30 prósenta starf. Á Akureyri er einn í 25 prósenta starfi. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er stefnt að því að á þessu ári fari stöðugildi hreyfistjóra í heild upp í 3,5 og að árið 2018 verði þau 10,5. Miðað er við útreikninga sem byggja á reynslu Svía þar sem einn hreyfistjóri er fyrir hverja 33.300 íbúa. Unnur segir mikla ánægju meðal stéttarinnar með innleiðingu hreyfiseðlanna. „Tekin hafa verið ákveðin og skynsamleg skref. Hreyfiseðlarnir eru komnir á föst fjárlög fyrir næstu ár sem er gleðilegt.“
Rannsóknir sýna að meðferðarheldni þeirra sem fá hreyfiseðla á Íslandi er 60 prósent sem er áþekkt því sem mælst hefur í Svíþjóð og ekki langt frá meðferðarheldni við lyfjagjöf almennt að sögn Jóns Steinars Jónssonar, sérfræðings í heimilislækningum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto
Samkvæmt rannsóknum er meðferðarheldni þeirra sem fá hreyfiseðla á Íslandi 60 prósent og segir Jón Steinar það vera mjög áþekkt því sem mælst hefur í Svíþjóð og í raun ekki langt frá meðferðarheldni við lyfjagjöf almennt. Mat á meðferðarheldni grundavalli mælikvarða á það hvort skipulag og framkvæmd hreyfiseðlis virki vel. Hann segir það jafnframt talsverða áskorun fyrir lækna að fá sjúklinga sem ekki séu vanir að stunda hreyfingu á sitt band og byrja að hreyfa sig reglulega með aðstoð starfsmanna hreyfiseðils-
ins. „Sjúklingurinn þarf að vera reiðubúinn til að taka þátt í meðferðinni en fær faglegt mat og stuðning frá hreyfistjóra.“ Jón Steinar leggur áherslu á að reynslan lofi góðu þó nýjungar eins og hreyfiseðill þurfi tíma til að festa sig í sessi sem meðferð, bæði hjá þeim læknum sem ávísa meðferðinni og þeim sjúklingum sem fá ávísun. Hann hvetur sjúklinga sem glíma við þá sjúkdóma sem áður voru upptaldir að ræða við sinn lækni um hugsanlega meðferð með hreyfingu sem hluta af meðferðinni.
Augnheilbrigði
Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki.
Thealoz dropar
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel
Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar
Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun.
Fæst í öllum helstu apótekum.
BETRA LOFT BETRI LÍÐAN
Airfree lofthreinsitæki • Eyðir frjókornum og öðrum ofnæmisvöldum • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og vírusum • Hljóðlaust og sjálfhreinsandi • Hæð aðeins 27 cm
Verð frá: 24.750 kr.
NoseBuddy® Nefskolunarkannan Gott ráð gegn kvefi og frjókornaofnæmi Skolar nefið með saltvatni virkar vel gegn: • Frjókornum • Ryki og bakteríum • Áhrifum loftmengunar • Kinn- og ennisholubólgum
Verð: 3.975 kr. Íslenskur leiðarvísir
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
1 árs skilaréttur
Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
—6—
11. apríl 2014
Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution
AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is
Kemur næst út 16. maí Gleraugu fyrir lesblinda Með forritunarvinnu væri hægt að breyta gleraugum frá Google eða Toshiba þannig að þau virki sem hjálpartæki fyrir fólk með lesblindu. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Hjá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja kviknaði hugmynd að gleraugum fyrir lesblinda og var unnið að þróun hennar í nokkur ár. Sigurjón Haraldsson segir ástæðu lesblindu liggja í letrinu sem notað er og að í Kína og öðrum löndum þar sem myndletur er notað sé hún lítið þekkt. Hann sér fyrir sér að á næstu árum verði hægt að bæta hugbúnaði í rafræn gleraugu, eins og til dæmis frá Google, þannig að þau nýtist lesblindum. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
S
kyNNiNG
Vilborg Jónsdóttir, sjúkraliði hjá Stoð og Vala Þórólfsdóttir stoðtækjafræðingur.
Þrýstingssokkar sem minnka bjúg
S
érfræðingar hjá Stoð bjóða upp á aðstoð við val á þrýstingssokkum til að minnka bjúg og létta álag á fótum. Þrýstingssokkar hjá Stoð eru frá þýska fyrirtækinu Medi, sem er rótgróið og leiðandi á sínu sviði á heimsvísu. Að sögn Vilborgar Jónsdóttur, sjúkraliða hjá Stoð, eru tekin mál af fótum viðskipavinar til að finna réttu sokkastærðina en einnig er hægt að panta sérsaum eftir máli. Þrýstingssokkar eru ætlaðir fyrir þrjár tegundir af bjúg, það er sogæðabjúg, fitubjúg og bláæðasjúkdóma. Vala Þórólfsdóttir, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, segir sogæðabjúg lýsa sér þannig að þegar putta sé ýtt inn í húðina sjáist hola í nokkrar sekúndur á eftir. „Hann getur líka komið aðeins á öðrum fæti og við þessum bjúg þarf oftast meira en venjulega þrýstingssokka. Fyrsta stig fitubjúgs er appelsínuhúð og segir Vala fitubjúginn allt-
af samhverfan á báðum fótleggjum. „Hann byrjar uppi á mjöðmunum en minnkar þegar neðar dregur en sést ekki á ökklum og ristum.“ Bláæðavandamál koma fram sem æðahnútar, pirringur, fótaóeirð, þreyta og þyngslatilfinning. „Þá bólgna fæturnir aðeins yfir daginn og algengt er að barnshafandi konur finni fyrir þessari tegund bjúgs, sem og flugfarþegar og aðrir sem sitja lengi. Fólk sem vinnur standandi getur líka fundið fyrir honum.“ Hjá Stoð er bæði verslun og verkstæði og boðið upp á margþætta þjónustu á sviði stoð- og hjálpartækja. Stoð selur spelkur, íþróttahlífar, gervilimi, hjólastóla og ýmis smáhjálpartæki. Einnig sinnir Stoð konum með brjóstakrabbamein sem þurfa gervibrjóst, hárkollur og meðferðarföt. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.stod.is. Stoð er staðsett að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði.
Verði hugmyndinni stolið í millitíðinni er það í góðu lagi. Aðalatriðið er að þróuð verði góð gleraugu fyrir lesblinda.
igurjón Haraldsson hjá Dexi ehf. og samstarfsfólk hans hefur þróað hugmynd að gleraugum fyrir lesblinda. Tvö barna Sigurjóns og eiginkonu hans eru með lesblindu auk fleiri í fjölskyldum þeirra. Á árunum 2005 til 2011 þróuðu þau, í samstarfi við aðra, hugmynd að gleraugum fyrir lesblinda. Sigurjón sér fyrir sér að gleraugun verði með hljóðgervlum svo þegar fólk horfi á orð sé það lesið af gleraugunum og notandinn heyri lesturinn í eyra sér. „Einnig gætu notendur þróað sitt eigið myndmál. Þannig myndi orð breytast í mynd sem varpað yrði á glerið og yrði skiljanleg fyrir þann sem er með lesblinduna. Þessi tækni er til en það þarf að raða henni upp á nýtt og þar getum við hjá Dexi komið að sem ráðgjafar,“ segir hann. Árið 2005 vann Sigurjón hjá Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og þá kviknaði sú hugmynd að finna verkefni sem gætu skapað störf á svæðinu. Í framhaldinu þróaðist hugmyndin að gleraugum fyrir lesblinda. Sigurjón segir vanta að fjármunir séu settir í að ráðast að rótum lesblindu. „Fjármunir er settir í að vinna á fylgikvillum lesblindu eins og öryggisleysi og agavandamálum. Fólk sem sér illa getur notað gleraugu til að sjá betur svo hví ekki fólk með lesblindu,“ spyr Sigurjón. Hann segir lesblindu ekki líffræðilegan galla, eins og sumir haldi fram, heldur liggi vandamálið í ófullkomnu samskipatæki sem sé sú leturgerð sem notuð er.
Niðurstöður raNNsókNar í VestmaNNaeyjum árið 2005 sýNdu að 15 til 20% eru með lesbliNdu. „Vandamálið liggur í rómversku og latnesku leturgerðinni. Í Kína og öðrum löndum þar sem notað er myndletur er lesblinda lítið þekkt. Við getum ekki komið nýju letri í notkun en við getum komið því á skiljanlegt form.“ RANNÍS veitti styrk til að gera rannsókn meðal 100 fjölskyldna í Vestmannaeyjum árið 2005 og sýndu niðurstöðurnar að 15 til 20 prósent voru með lesblindu. „Það er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Innan sumra fjölskyldna er hlutfallið allt að 25 prósent. Niðurstöður slíkra kannana ráðast þó af því hvaða skilgreining er notuð,“ segir Sigurjón. Séu um 20 prósent íbúa á Vesturlöndum með lesblindu er markaðurinn fyrir slíka vöru gríðarstór. „Þó við næðum ekki nema eins til tveggja prósenta markaðshlutdeild væri það gott.“ Sigurjón segir þó ekki ætlunina að opna gleraugnaverksmiðju, heldur að nýta þá tækni sem til er og veita ráðgjöf. „Á árunum 2010 til 2011 gerðum við okkur grein fyrir því að milljarða myndi kosta að þróa búnaðinn sem við sjáum fyrir okkur að myndi gagnast lesblindum. Við ákváðum því að leggja verkefnið til hliðar í nokkur ár því tíminn vinnur með okkur. Tækninni fleygir fram og búnaðurinn hjá stóru fyrirtækjunum verður sífellt öflugri. Núna eru fyrirtæki eins og Google og Toshiba að þróa gleraugu og tækni sem við getum nýtt okkur síðar meir. Allt sem til þarf er forritunarvinna til að breyta þeim gleraugum þannig að þau virki fyrir fólk með lesblindu. Þegar rétti tíminn kemur drögum við hugmyndina fram og eigum vonandi samstarf við eitthvert þessara fyrirtækja. Verði hugmyndinni stolið í millitíðinni er það í góðu lagi. Aðalatriðið er að þróuð verði góð gleraugu fyrir lesblinda.“
Sigurjón Haraldsson hjá Dexi ehf. sér fyrir sér að fólk með lesblindu geti gengið með gleraugu með hljóðgervlum svo þegar það horfi á orð sé það lesið af gleraugunum og notandinn heyrir lesturinn í eyra sér. „Einnig gætu notendur þróað sitt eigið myndmál. Þannig myndi orð breytast í mynd sem varpað yrði á glerið og yrði skiljanleg fyrir þann sem er með lesblinduna.“ Ljósmynd/Hari.
Nýtt!
BOSSAKREM Í ÚÐAFORMI Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt
„Ótrúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða. Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“ Sveindís Ýr Sigríðar Sveinsdóttir Dagforeldri
ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins.
• • • •
Fljótlegt og þægilegt í notkun Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði Minni hætta á sýklamengun Ekkert kremsmit á fingrum
www.portfarma.is
Fæst í apótekum
—8—
11. apríl 2014
Hjúkrunarfræðingarnir Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir og Bryndís S. Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu á Landspítala. Því er spáð að á næstu árum fari tilfellum sjúkdómsins fjölgandi en nú er hópurinn sem byrjaði að reykja um miðja síðustu öld að komast á efri ár. Sjúkdóminn má í flestum tilvikum rekja til reykinga og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng meðal sjúklinganna.
Langvinn lungnateppa hrjáir 18 prósent fertugra og eldri D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
L
angvinn lungnateppa er sjúkdómur sem í f lestum tilvikum má rekja til reykinga. Oft kemur hann fram um miðjan aldur og er ekki læknanlegur. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf með sjúkdómnum betra og lengra. Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga yfir fertugt, eða tæplega 23.000 manns, séu með langvinna lungnateppu. Í hjúkrunarþjónustu á göngudeild Landspítala vinna þrír hjúkrunarfræðingar að því að veita fólki með sjúkdóminn á síðari stigum
stuðning og meðferð með aðferðum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Blaðamaður settist niður með hjúkrunarfræðingunum Helgu Jónsdóttur, sem unnið hefur að fræðilegum bakgrunni þjónustunnar, Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, Bryndísi S. Halldórsdóttur og Guðrúnu Hlín Bragadóttur sem veita þjónustuna og ræddi við þær um alvarleika og afleiðingar sjúkdómsins og aðferðirnar sem þær hafa þróað. Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildarinnar er Guðrún Magney Halldórsdóttir.
um árum sem gerir það að verkum að fólk áttar sig oft ekki á sjúkdómnum fyrr en hann er langt genginn. Einkennin eru þögul í fyrstu þó breytingar í lungum séu byrjaðar,“ segir Þorbjörg Sóley. Langvinn lungateppa er sambland tveggja sjúkdóma, annars vegar langvinnrar berkjubólgu og hins vegar lungnaþembu. „Algengt er að í stað þess að fólk átti sig á því að það hefur langvinna lungnateppu telji það að langvarandi mæði og hósti stafi af reykingum, hreyfingarleysi og hækkandi aldri,“ bætir Helga við.
efni tengdu náminu sem felst í stuðningi við fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Hún segir að í sumum tilfellum sé fólk búið að leita oft til heilsugæslunnar vegna vandamála í öndunarfærum en fái ekki sjúkdómsgreiningu. „Ef hægt væri að grípa inn í fyrr myndi fólk eiga betra líf með sjúkdómnum og því mikilvægt að sinna þeim hópi betur,” segir hún. Þorbjörg Sóley bætir við að algengt sé að fólk fái fyrst meðferð við sjúkdómnum þegar hann sé langt genginn og jafnvel á lokastigi og fólk orðið aldrað en að þannig þurfi það alls ekki að vera.
Þögul einkenni
Blástursmæling á heilsugæslustöð
Stórir árgangar sem reykja
„Langvinn lungnateppa þróast á mörg-
Fagleg og persónuleg
þjónusta
Við leiðbeinum skjólstæðingum SÍ, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitum ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.
and samb Hafðu endum s og við NA þér TE ginn. n li bæk
f
jö ði og ráðg Ýmis úrræ leka ag vegna þv
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is
RV Unique 0113
Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með langvinna lungnateppu. Sjúkdómurinn er vangreindur og stór hluti þeirra sem hafa sjúkdóminn veit ekki af því. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu sem starfar eftir hugmyndafræði um samráð við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Eftir að þjónustan hófst hefur innlögnum fólks með sjúkdóminn stórlega fækkað.
Eins og áður segir er algengt að reykingafólk fái langvinna lungnateppu um miðjan aldur. Oft byrjar sjúkdómurinn með þrálátum hósta, mæði og slímuppgangi. Síðar fer að bera á andþyngslum við hreyfingu, til dæmis við það ganga upp stiga eða brekku og fólk hættir smám saman að gera hluti sem það var áður vant að gera. Helga segir vanta upp á markvissa þjónustu fyrir fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. „Það þyrfti að vera til staðar þjónusta til að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt við að hætta að reykja og takast á við breytingar. Fólk í þessum sporum þarf aðstoð og rétt lyf. Það er til mikils að vinna að hætta að reykja áður en sjúkdómurinn verður alvarlegur.“ Bryndís bendir á að mikilvægt sé að styðja við heilsugæsluna til að auka þjónustu við þennan hóp. Með einfaldri öndunarmælingu er hægt að greina langvinna lungnateppu og segir Bryndís ráðlegt að öndunarmæling sé gerð hjá öllu reykingafólki yfir fertugt. Mælitækin eru til á öllum heilsugæslustöðvum. Guðrún Hlín stundar meistaranám í hjúkrunarfræði og vinnur nú að verk-
Þrátt fyrir að reykingar yngra fólks séu sjaldgæfari nú en á árum áður fer fólki með langvinna lungnateppu fjölgandi. Nú er kynslóðin sem byrjaði að reykja um miðbik síðustu aldar komin vel yfir miðjan aldur og margir úr þeim hópi því með langt gengna lungnateppu. „Áður voru reykingar á heimilum algengari en nú er og voru börn oft útsett fyrir óbeinum reykingum. Það eykur enn á áhættuna að þróa með sér sjúkdóminn ef viðkomandi reykir síðar á ævinni. Til okkar kemur fólk jafnvel um fimmtugt sem var fórnarlömb óbeinna reykinga sem börn,“ segir Sóley og Helga bætir við að skaðsemi óbeinna reykinga komi alltaf betur og betur í ljós.
Þjónusta byggð á samráði
Frá árinu 2005 hefur hjúkrunarþjónustan á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu verið starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og frá og með 1. maí starfa hjúkrunarfræðingar þar í tveimur og hálfu stöðugildi. Helga hefur um áraraðir unnið að rannsóknum á lungnasjúkdómum og skrifaði á sínum tíma skýrslu og færði rök fyrir þörfinni
—9—
11. apríl 2014
23.000
á slíkri þjónustu. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið athygli og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma, eins og Parkinson og nýrnabilun. „Þjónustan er persónuleg sem gerir starfið mjög ánægjulegt. Við nálgumst sjúklingana og fjölskyldur á þeirra forsendum eða þar sem þau eru stödd,“ segir Þorbjörg Sóley. Helga segir rannsóknir hafa sýnt að algengt sé að reykingafólk upplifi það að heilbrigðisstarfsfólk tali niður til þeirra og skipi því til dæmis að hætta að reykja. „Það samræmist ekki okkar aðferðum, heldur er rætt við fólk á meðvitaðan og markvissan hátt og þannig næst góður árangur.“ Meðferðin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. „Veitt er fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og meðferðin er hluti af því. Þannig öðlast sjúklingurinn smám saman meiri skilning og lærir að þekkja einkenni til að geta brugðist við í samræmi við alvarleika þeirra. Það er þessi gagnkvæma virðing og stuðningur sem er svo mikilvægur til að ná árangri,“ segir Bryndís.
Íslendingar eru með langvinna lungateppu
Talið er að árið 2020 verði langvinn lungnaTeppa þriðja algengasTa dánarorsök í heiminum.
NUTRILENK
- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina
skömmin algengur fylgifiskur
Eins og áður segir eru reykingar nær alltaf orsök langvinnrar lungnateppu og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng. Þess vegna gera sjúklingarnir oft litlar kröfur um þjónustu sér til handa og eru þjakaðir af hugsunum um að sjúkdómurinn sé þeim sjálfum að kenna. Þær leggja áherslu á að vinna með slíkar tilfinningar á uppbyggilegan hátt. Langvinnri lungnateppu er skipt í fjögur stig og misjafnt er á hvaða stigi sjúkdómsins fólk er þegar það kemur inn í þjónustuna en algengast er að það sé á þriðja til fjórða stigi. „Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig er súrefnisupptaka orðin mjög léleg og þá þarf oft að gefa súrefni. Á síðari stigum sjúkdómsins eru einkenni orðin mikil og erfið. Einkennameðferð er einstaklingsbundin og stöðugt þarf að endurmeta meðferðina. Það er gert í þverfaglegu samráði við lækna og aðrar fagstéttir eftir þörfum hverju sinni. Helstu einkenni eru mæði, hósti, slímuppgangur, þreyta, orkuleysi, þyngdartap og kvíði. Einkennin hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Það að fara úr húsi, klæða sig og hátta reynist mörgum verulega erfitt, bara það að anda krefst mikillar orku,“ segir Þorbjörg Sóley.
Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar. Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihaldsefna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf.
stórfækkun legudaga
Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel.
Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamótum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Heilbrigður liður
Liður með slitnum brjóskvef
Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum
Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum. Hákon Hrafn Sigurðsson PRENTUN.IS
Fjölskyldur sjúklinga með langvinna lungnateppu fá mikinn stuðning á göngudeildinni og er þeim hjálpað að verða öruggari við að aðstoða sitt fólk. „Þegar fólk er öruggt þarf það minna á kerfinu að halda og áttar sig á því hvað það getur gert sjálft og þarf því minni meðferð,“ segir Helga. Þær hafa rannsakað aðkomu fjölskyldunnar og komist að því að mikilvægt sé að veita henni athygli og tækifæri til að tjá þarfir sínar og áhyggjur og að finna fyrir stuðningi. Samfella er í þjónustu við fólk með langvinna lungnateppu og eiga hjúkrunarfræðingarnir í víðtæku þverfaglegu samstarfi við ýmsar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að legudögum sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur fækkað verulega frá því göngudeildin tók til starfa. „Við leggjum áherslu á að ef fólk finnur fyrir breytingum á einkennum þá veiti það þeim athygli og leiti aðstoðar ef þörf krefur. Við viljum koma snemma að málum ef einkenni vaxa og líðan breytist og gera ráðstafanir. Þannig er mögulegt að fækka ótímabærum innlögnum og auka öryggi fólks. Aðgengið skiptir miklu máli og að fólk viti að það sé alltaf hægt að hringja og fá leiðsögn á dagvinnutíma,“ segir Helga.
Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig?
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Skráðu þig á facebook síðuna
Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!
Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
— 10 —
11. apríl 2014
Sparar orkuna til að anda Við erum dugleg að fara út og ég er alltaf með súrefnisvél í tösku með mér.
Steinunn María Einarsdóttir er með langvinna lungnateppu á fjórða stigi. Hún reynir að njóta lífsins hvern dag en hefur þurft að hægja á sér og spara orkuna til að geta andað því lítill hluti lungnanna er starfhæfur. Steinunn og eiginmaður hennar nýta sér hjúkrunarþjónustu göngudeildar fyrir fólk með langvinna lungnateppu og finna til öryggis að geta leitað þangað þegar spurningar vakna eða heilsunni hrakar.
S
teinunn María Einarsdóttir var greind með langvinna lungnateppu árið 2005, þá 56 ára. Heilsunni hrakaði næstu þrjú árin og þurfti hún því að hætta að vinna árið 2008 en hún er hjúkrunarfræðingur og starfaði við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Það fannst henni versta áfallið sem fylgdi sjúkdómnum því hún naut hverrar stundar í vinnunni. Frá fyrsta degi ákvað Steinunn að láta sjúkdóminn hafa sem minnst áhrif á sitt daglega líf og fer mikið út, alltaf með súrefnistækin með í för, og fer með eiginmanni sínum, Páli Einarssyni, til Spánar tvisvar sinnum á ári. Áður hljóp hún allra sinna ferða og var mikil hamhleypa til verka en hefur nú hægt á sér. „Ég hef átt virkilega gott líf og sé ekki eftir neinu, nema að hafa byrjað að reykja,“ segir Steinunn en langvinn lungnateppa er í flestum tilvikum rakin til reykinga.
Afneitun við fyrstu einkenni
Eftir tvítugt byrjaði Steinunn að reykja og í kringum fertugsaldurinn fór hún að finna fyrir óþægindum í lungum en grunaði þó ekki að um langvinna lungnateppu væri að ræða. „Auðvitað hefði ég, starfs míns vegna, átt að vita hvað var að gerast. Maður fer í vissa afneitun,“ segir hún. Þegar Steinunn var svo greind með sjúkdóminn var henni sagt að vænlegast væri að hætta að reykja og hún reyndi nokkrum sinnum áður en það tókst að lokum. „Ég sá að ég gæti ekki haldið svona áfram þannig að ég hætti en það tók heila sex mánuði að komast yfir löngunina. Í þau skipti sem ég reyndi að hætta langaði mig ekki að hitta fólk, ekki að drekka kaffi né að lesa blöðin og sá varla tilgang með lífinu.“ Steinunn segir mikið frelsi hafa fylgt því að hætta reykingum. „Fólk sem reykir þarf að standa úti
í öllum veðrum. Ég hefði farið út í mannskaðaveðri eftir sígarettum en nú þarf ég þess ekki lengur,“ segir hún og brosir. Á þeim tíma þegar Steinunn byrjaði að reykja þótti það ekkert tiltökumál og frekar undantekning ef fólk reykti ekki. Hún er því að vonum fegin með þá þróun að yngra fólkið byrji síður að reykja. „Ég er nú ekki mikið fyrir boð og bönn en það er svo miklu betra að sleppa því að reykja.“
Í góðum höndum göngudeildar
Sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig hjá Steinunni svo hún nýtir sér nú hjúkrunarþjónustu göngudeildar á Landspítalanum í Fossvogi. Hún segir það hafa verið létti að innritast þangað. „Nú er ég komin í öruggar hendur og með símanúmer hjá yndislegum hjúkrunarfræðingum sem við hjónin getum hringt í ef eitthvað er. Áður hef ég bjargað mér með minni kunnáttu og brjóstviti. Ég fann líka á manninum mínum að honum var létt því það fylgir því álag þegar ég fæ andnauð.“ Í þessari viku fékk Steinunn í fyrsta sinn utanaðkomandi hjálp þegar hún fékk konu heim til sín að hjálpa sér að baðast. „Ég hélt ég myndi aldrei þurfa á hjálp að halda við að baða mig en staðan er þó orðin þessi núna. Það er mjög erfitt fyrir mig að þvo hárið og þurrka. Nú þarf ég að spara alla orku til þess að geta andað. Það getur jafnvel reynt á að tala því svo lítill hluti lungnanna er starfhæfur.“
Flutningar vegna eldgoss í Eyjafjallajökli
Steinunn bjó með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum í 25 ár. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 lagðist mikil aska yfir Eyjarnar svo Steinunn komst ekki út svo dögum skipti. Börnin
þeirra þrjú voru flutt frá Eyjum og þau hjónin farin að velta því fyrir sér að flytja líka. „Með eldgosinu var ákvörðunin tekin fyrir okkur því ég gat ekki verið lengur í Eyjum. Við kvöddum eyjarnar þó með miklum söknuði.“
Gerir það besta úr orðnum hlut
Eðli langvinnrar lungnateppu er að hún versnar með árunum. Árið 2008 var Steinunn orðin háð súrefni allan sólarhringinn. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér frá því að njóta lífsins og hefur farið með eiginmanni sínum til Spánar í golfferðir tvisvar sinnum á ári. „Ég spila reyndar ekki lengur en sit í golfbílnum og gef honum góð ráð. Við erum dugleg að fara út úr húsi og ég er alltaf með súrefnisvél í tösku með mér. Þetta hefur gengið því ég hef manninn minn til að aðstoða mig. Hann er alveg dásamlegur.“ Heita loftið á Spáni hefur góð áhrif á lungun og geta kaldir veturnir á Íslandi verið erfiðir því lungun eru viðkvæm. „Í febrúar á þessu ári rigndi aldrei og þá var mikil mengun sem hafði strax áhrif á lungun.“ Áður var Steinunn alltaf á hlaupum og segir hún það hafa verið erfitt að hægja á sér vegna sjúkdómsins. Ef hún bakaði kökubotna gerði hún aldrei bara tvo, heldur sex stykki. „Ég hef hægt mikið á mér frá því sem áður var. Úr því sem komið er þýðir þó ekki að gráta það. Sjúkdómurinn er hér og þá er bara eitt að gera – að gera það besta úr stöðunni, vera þakklát og njóta lífsins með fjölskyldunni,“ segir Steinunn sem á þrjú börn, fimm barnabörn og á dögunum kom fyrsta langömmubarnið í heiminn. „Það væri ekki gaman fyrir fjölskylduna ef ég myndi láta sjúkdóminn hafa áhrif á skapið svo maður er kátur og ánægður með fjölskylduna sína og lífið alla daga.“
Steinunn María Einarsdóttir er með langvinna lungnateppu og bjó í Vestmannaeyjum þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa. Þá lagðist mikil aska yfir Eyjarnar svo hún og eiginmaður hennar ákváðu að flytja því askan fór illa í lungu Steinunnar og hún komst ekki út dögum saman. Ljósmynd/Hari
Ertu á leið í ferðalag? Ferðasokkarnir frá MEDI gefa réttan þrýsting við ökkla sem minnkar jafnt og þétt upp að hnjám. Þannig veita sokkarnir góðan og þægilegan stuðning, auka blóðflæði og minnka bjúgmyndun.
• Ferðasokkarnir frá MEDI eru eingöngu seldir eftir ökklamáli EKKI skóstærð • Ferðasokkarnir frá MEDI henta vel fólki á ferð • Verð aðeins 3.980 kr. parið
Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 stod@stod.is | www.stod.is | Opið kl. 8 - 17 virka daga
Viltu gjarnan hætta en getur ekki sleppt sígarettunni alveg? Ertu einn/ein þeirra fjölmörgu sem gjarnan vill vera reyklaus en getur ekki hafið reykbindindi vegna þess að þig vantar hvatninguna? Ef til vill hefur þú þegar reynt en fallið. Það er reyndar mjög algengt svo þú skalt ekki örvænta!
reykingum þangað til þú verður alveg reyklaus. Það getur fljótt veitt þér tilfinningu um velgengni, vegna þess að það er sigur jafnvel þótt ekki sé dregið nema lítið úr reykingum og það mun verða þér hvatning til að halda áfram þangað til þú verður alveg reyklaus.
Minnkaðu smám saman fjölda sígarettna Ef þér vex í augum að hætta alveg að reykja getur kannski verið auðveldara að draga smám saman úr
Svona verður þú reyklaus með því að draga smám saman úr sígarettunotkun 1. MÁN.
2. MÁN.
3. MÁN.
4. MÁN.
6. MÁN.
Haltu áfram að draga smám saman úr daglegum fjölda Nicotinell lyfjatyggigúmmís
NÝTT! NÚ ERTU REYKLAUS
Upphaflega: 20 sígarettur á dag
Minnkaðu reykingar smám saman og skiptu hverri sígarettu út fyrir 1 stk. af Nicotinell lyfjatyggigúmmíi
Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að draga úr sígarettunotkun og verða að lokum reyklaus. Fáðu góð ráð í apótekinu.
Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
— 12 —
11. apríl 2014
Stefnt að útboði heilsugæslustöðvar á árinu Auka á einkarekstur innan heilsugæslunnar á árinu og samkvæmt heimildum Líftímans er stefnt að útboði einnar til tveggja slíkra stöðva síðar á árinu. Jafnframt er verið að skoða þann möguleika að heimila sérfræðingum í heimilislækningum að opna sínar eigin stofur án sérstaks útboðs. Andstæðingar einkareksturs innan heilsugæslunnar telja vænlegra að styðja við þá opinberu heilsugæslu sem fyrir er. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
U
nnið er að undirbúningi frekari einkareksturs innan heilsugæslunnar. Nú þegar eru tvær slíkar starfandi auk nokkurra heimilislækna með sjálfstæðan rekstur. Ráðgert er að heilsugæslustöðvarnar geri samning við Sjúkratryggingar Íslands eftir útboð. Samkvæmt heimildum Líftímans er stefnt að því að á þessu ári verði rekstur einnar til tveggja slíkra stöðva á höfuðborgarsvæðinu boðinn út. Samhliða þeirri undirbúningsvinnu er verið að skoða þann möguleika að heimila sérfræðingum í heimilislækningum að opna sínar stofur, án þess að vera bundnir af því að hreppa útboð. Sú þróun mun þó vera skemmra á veg komin.
Samkeppni hentar ríkisrekstri
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur mikilvægt að virkja samkeppnishvata á sem flestum sviðum, líka í opinberum rekstri. „Stór hluti hagkerfisins er í höndum hins opinbera og því mikilvægt að nýta fjármuni sem best. Ég tel einkarekstur sérstaklega mikilvægan í heilbrigðisþjónustu,“ segir hann. Páll segir að á undanförnum áratugum hafi verið dregið verulega úr samkeppnishvötum innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi og að stórfelldur samruni hafi átt sér stað á sjúkrahúsum. „Það er ekki alslæmt að hagræða á þann hátt en afleiðingin er sú að búið er að eyða öllum samkeppnishvötum. Hvorki starfsfólk né notendur hafa val um fjölbreytta þjónustu. Reynslan sýnir að samkeppni skapar aga í rekstri, leiðir til nýrra hugmynda, nýsköpunar og tækninýjunga og stuðlar að lægra verði og betri þjónustu.“
Efasemdir Vinstri grænna
Að sögn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns og formanns Vinstri grænna, hefur flokkurinn ákveðnar efasemdir um einkarekstur innan heilsugæslunnar. „Til framtíðar er vænlegra að styrkja heilsugæsluna með auknum fjárframlögum. Okkar hugmyndir byggjast á því að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og hluti af samfélagsrekinni grunnþjónustu og jafnvel rekin af sveitarfélögum eins og gert er á Akureyri. Kerfið okkar á höfuðKatrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri grænna.
borgarsvæðinu er núna með þeim annmörkum að fólk leitar á bráðamóttöku með erindi sem ættu heima hjá heilsugæslunni og það þarf að laga.“ Salastöðin í Kópavogi er oft nefnd sem dæmi um vel heppnaðan einkarekstur innan heilsugæslunnar en Katrín segir að í öllum samanburði þurfi að skoða bæði aldurssamsetningu og félagslega samsetningu því stundum sé verið að bera saman mjög ólíka hluti. Þá séu einnig opinberar einingar sem standi sig mjög vel varðandi biðtíma og rekstur, eins og til dæmis heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi, þannig að ekki sé aðeins hægt að vísa til rekstrarforms í þeim efnum. Katrín segir að í nágrannalöndunum, þar sem einkarekstur grunnþjónustu hafi verið aukinn, verði þjónustustigið misjafnt á milli svæða og aðgengi notenda mis gott. „Aðgengið verður betra í hverfum þar sem hinir efnameiri búa en fáir vilja opna einkarekna stöð í fátækari hverfunum. Hið opinbera eyðir þá að sama skapi kröftum, tíma og fjármunum í eftirlit.“
Nær að byggja opinberu heilsugæsluna upp
Vilhjálmur Ari Vilhjálmsson, heimilislæknir og klínískur dósent við HÍ, telur vænlegra að byggja opinberu heilsugæsluna frekar upp en að auka einkarekstur. „Mér hugnast ekki of mikill einkarekstur og tel of mikla gróðahyggju felast í honum,“ segir hann og bendir á að mismunandi sjónarmið séu uppi innan stéttarinnar varðandi einkarekstur innan heilsugæslunnar en að skiljanlegt sé að heimilislæknar vilji hafa sama rétt og aðrar stéttir lækna til að starfa sjálfstætt. „Mér finnst eins og núna sé hugsun margra að úr því sem komið er sé best að leyfa einkarekstur til að bjarga þv í sem bjargað verður en ég vil þó frekar fara hina leiðina og bæta það sem við eigum fyrir. Heilsugæslan er í molum hér á höf uð borgarsvæðinu þar sem hún hefur lengi verið illa byggð
Meiri einkarekstur verður leyfður innan heilsugæslunnar á næstu árum og er stefnt að útboði einnar til tveggja slíkra síðar á árinu. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast einkarekstur innan heilsugæslunnar og er Oddur Steinarsson framkvæmdastjóri og yfirlæknir á einni slíkri í Gautaborg. Hann telur vænlegast að lykil starfsmenn eigi að minnsta kosti helming rekstrarins. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto
upp og undirmönnuð og kemur illa út varðandi marga mælikvarða, til dæmis í mikilli og oft ómarkvissri notkun lyfja og fjölda sjúklinga sem þurfa að leita á vaktþjónustur og bráðamóttökur. Frekar ætti að veita fjármunum til að byggja heilsugæsluna upp með þjóðhagslegan og lýðheilsulegan ávinning í huga til lengri tíma og í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Þarna liggur kjarnahugsunin í heilsugæslunni og frekar ætti til dæmis að hugsa til reksturs heilsugæslu með bæjarfélögunum en með hreinum einkarekstri.
Einkarekstur í Svíþjóð
Oddur Steinarsson er framkvæmdastjóri og yfirlæknir á einkarekinni heilsugæslustöð í Gautaborg í Svíþjóð. Þar í landi er tæplega helmingur heilsugæslustöðva einkarekinn. Árið 2008 var tekið upp nýtt kerfi innan heilsugæslunnar sem byggist í grófum dráttum á því að hið opinbera kaupir þjónustuna og fjármagnið fylgir skjólstæðingum. „Fólk velur sjálft á hvaða heilsugæslustöð það skráir sig svo skattpeningarnir fylgja notandanum og heilsugæslustöðvar keppast við að veita sem besta þjónustu,“ segir Oddur. Þá fylgist samkeppniseftirlit Svíþjóðar náið með starfseminni og sér til þess að allir sitji við sama borð. Oddur segir
það áskorun að skapa samkeppnisumhverfi þegar hið opinbera sé eini kaupandi þjónustunnar en að OECD hafi hvatt sín aðildarlönd til notfæra sér einkaframkvæmd í verktöku opinberrar þjónustu. „Með einkarekstri og samkeppni verður þjónustan fjölbreyttari. Hér á mínum vinnustað er til dæmis boðið upp á að fólk geti einnig komið til okkar án þess að panta tíma. Í hverfinu búa margir innflytjendur sem eiga í erfiðleikum með að panta tíma í síma svo fyrirkomulagið hefur gefist vel.“
Greitt fyrir skráningu
Hvert svæði í Svíþjóð hefur eigin útfærslu á greiðslukerfinu, en í Gautaborg er heilsugæslustöðvum greitt eftir staðli um grunngreiðslu sem kallað er ACG, eða Age Correlated Group, sem fer eftir aldri og kyni notenda. Mest er
Sex umsóknir um læknisstöðu hjá Salastöðinni Salastöðin í Kópavogi er einkarekin heilsugæslustöð þar sem veitt hefur verið almenn heilsugæsluþjónusta í tíu ár. Mikil ánægja hefur verið með þjónustuna og í úttekt Embættis landlæknis árið 2009 fékk stöðin jákvæða umsögn. Á dögunum var auglýst eftir lækni til starfa við Salastöðina og sóttu fimm sérfræðingar og einn með lækningaleyfi um starfið. „Okkur þykir það mjög gott í þessu árferði. Allt voru þetta reynslumiklir sérfræðingar svo ljóst er að eftirsótt er að starfa hjá okkur,“ segir Böðvar Örn Sigurjónsson, yfirlæknir Salastöðvarinnar. Einkahlutafélagið Salus sér um reksturinn og er í eigu Böðvars og Hauks Valdimarssonar heimilislæknis. Eftir útboð gerði Salus
samning við heilbrigðisráðuneytið. Samningurinn rennur út eftir tvö ár og er Böðvar bjartsýnn á að framhald verði á og segir marga kosti við rekstrarformið. „Við starfsfólkið erum ánægð hér og skjólstæðingar okkar sömuleiðis,“ segir Böðvar sem einnig á að baki langa reynslu í opinbera geiranum. Þegar nefndur er einkarekstur innan heilsugæslunnar heyrast oft gagnrýnisraddir sem vara við því að afleiðingin gæti orðið sú að þeir efnameiri fái greiðari aðgang að þjónustu en þeir efnaminni, líkt og sums staðar sé raunin í Bandaríkjunum. Böðvar segir fjarri lagi að þannig sé einkarekstur innan heilsugæslunnar á Íslandi. „Þjónustan sem við veitum er hluti af
ríkisrekinni heilsugæslu. Ríkið kaupir ákveðna þjónustu og fylgist með henni. Farið er eftir ákveðnum reglum sem ríkið mótar.“ Salastöðin fær greitt eftir einingakerfi frá ríkinu sem er eini verkkaupinn. Ríkið útvegaði húsnæði en Salus sér um að rekstur þess. „Við greiðum rafmagn, hita, ræstingar og annað sem fylgir rekstri húsnæðis. Þá sjáum við um alla tækjavæðingu stöðvarinnar og viðhald tækja.“ Ríkið greiðir jafn mikið fyrir hverja heimsókn hvort sem er á dagvinnutíma, síðdegisvakt eða til hjúkrunarfræðings. Böðvar segir aðgengi notenda Salastöðvarinnar að heilbrigðisþjónustu mjög góða og að ef til vill liggi sérstaðan þar, eins og staðan
sé innan heilsugæslunnar þessi misserin. „Fólk kemst nær alltaf að samdægurs með sín erindi. Ef fólk kemst ekki að hjá sínum heimilislækni fær það tíma hjá öðrum. Vilji fólk bíða eftir tíma hjá sínum lækni tekur biðin í mesta lagi tvo til fjóra daga.“ Á Salastöðinni er síðdegisvakt alla virka daga og lausir tímar fyrir bráð veikindi á dagvinnutíma. Þar er einnig lífsstílsmóttaka þar sem tveir hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf. „Þangað beinum við fólki með sykursýki II, háþrýsting og ofþyngd,“ segir Böðvar en leggur þó áherslu á að slíkt sé einnig í boði á nokkrum öðrum heilsugæslustöðvum. Böðvar Örn Sigurjónsson er yfirlæknir Salastöðvarinnar.
greitt fyrir nýfædd börn og eldri borgara. Á dreifbýlli svæðum er svo greitt hærra með hverjum notanda. Oddur segir kerfið þannig uppbyggt að reynt sé að koma í veg fyrir óþarfa komur sjúklinga á heilsugæslustöð. „Það er ekki greitt fyrir hverja komu heldur fyrir skráningu viðkomandi á heilsugæslustöð. Þá er það ekki hagur okkar læknanna að hitta sjúklingana sem oftast.“ Við hönnun kerfisins skoðuðu Svíar reynslu hinna Norðurlandanna vel en lögðu áherslu á að ekki færi öll starfsemi heilsugæslu í hendur einkaaðila. „Danir hafa verið með einkarekstur innan heilsugæslunnar í áratugi. Árið 2001 var gerð kerfisbreyting í Noregi en þá vantaði um þúsund heimilislækna til starfa þar. Þá var sú stefna tekin að leyfa einkarekstur og skemmst frá því að segja að á tólf til þrettán ára tímabili tókst að brúa þetta bil að mestu,“ segir Oddur. Í Gautaborg eru þær kröfur gerðar að á einkareknum heilsugæslustöðvum séu að minnsta kosti tveir sérfræðingar í heimilislækningum, í 80 prósent stöðu að lágmarki. Ekki eru hömlur á eignarhaldi en það er skoðun Odds að vænlegast sé að lykil starfsmenn eigi að minnsta kosti helming stöðvarinnar. „Hér í Svíþjóð kemur þannig rekstur betur út í þjónustukönnunum. Ég tel að við þær aðstæður verði meira grasrótarstarf innan heilsugæslunnar. Þó má ekki loka á fjárfesta því kostnaðarsamt getur verið að opna nýja heilsugæslustöð.“
Oddur Steinarsson er framkvæmdastjóri og yfirlæknir á einkarekinni heilsugæslustöð í Gautaborg.
— 13 —
11. apríl 2014 Kynning Windi er meðfærilegur plastventill
Kveisubörn losna við loft
H
ingað til hefur fátt verið í boði fyrir börn sem þjást af uppþembu eða ungbarnakveisu annað en dropar og róandi lyf til inntöku. Að gefa ungbörnum lyf er þó örþrifaráð sem fæstir vilja þurfa að grípa til. Skilaboðin til foreldra hafa því gjarna verið að lítið sé hægt að gera annað en að bíða uns þessu tímabili ljúki í lífi barnsins. Þeir sem reynt hafa vita þó hve erfitt þetta getur reynst bæði foreldrum og börnum enda börnin oft óvær, vansvefta og jafnvel sárþjáð.
Vert að hafa í huga
Alltaf ætti að leita læknis ef barnið er óvært til að útiloka að ástæðan sé önnur en uppþemba eða ungbarnakveisa. Windi er einnota og til að minnka hættu á sýkingu skal henda ventlinum strax eftir notkun. Aldrei má skilja Windi eftir í endaþarmi barnsins.
Ummæli frá foreldrUm „Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti.“ „Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga.“ „Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt.“ „Við notuðum Windi og það virkaði virkilega vel.“ „Maður sá greinilega léttinn á andliti hennar.“ „Lillinn okkar róaðist niður.“ Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi – Windi er skráð sem lækningatæki í Evrópu. Windi fæst í apótekum. Nánari upplýsingar má finna á www.portfarma.is
Hvað er Windi?
Nú er loksins komið á markaðinn lækningatæki sem hjálpar ungbörnum að losna við loft á einfaldan, öruggan og sársaukalausan máta. Windi er mjúkur, meðfærilegur plastventill með rúnnuðum stút sem er nógu langur til að komast inn fyrir þá vöðva sem annars loka loft inni í þörmunum. Á Windi er einnig brún sem kemur í veg fyrir að ventillinn fari of langt inn. Windi fer þannig mátulega langt inn án þess að nokkur hætta sé á að hann skaði barnið eða valdi því óþægindum. Aðferðin er gamalreynd og þekkt innan heilbrigðisgeirans en þó er Windi fyrsta varan af þessu tagi sem er sérhönnuð fyrir foreldra til að nota heima við.
Notkun
Windi má nota allt að þrisvar sinnum á sólarhring. Ef það er notað oftar er hætta á að það verki truflandi á meltinguna. Stundum þarf fleiri en eina tilraun með nokkurra mínútna millibili til að ná tilætluðum árangri, það telst vera eitt og sama skiptið og má þá nota sama ventilinn.
Einföld þriggja skrefa aðferð
1. Nuddið kvið ungbarnsins. Best er að nudda hvora hlið fyrir sig. Byrjið efst og strjúkið mjúklega niður í átt að bossanum. Endurtakið þrisvar á hvorri hlið. 2. Setjið olíu eða feitt krem á ventilinn til að auðvelda ísetningu. Lyftið fótum barnsins í átt að höfðinu og komið ventlinum varlega fyrir í endaþarmsopinu (líkt og hitamæli). Ventillinn má fara eins langt inn og hann kemst. Yfirleitt heyrist smá hvæs eftir nokkrar sekúndur þegar barnið losnar við loftið. Ef það gerist ekki skal fjarlægja ventilinn og prófa aftur eftir nokkrar mínútur, það telst vera sama skiptið og má þá nota sama ventilinn. 3. Alltaf skal henda ventlinum eftir notkun. Endurnotkun á sama ventlinum getur aukið hættu á sýkingu.
Einföld lausn á erfiðum vanda Windi lækningatækið hjálpar ungabörnum að losna við loft og vinnur þannig gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu. Windi er holur plastventill með rúnuðum legg sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt leggurinn fer inn. Því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi því óþægindum. Aðferðin hefur lengi verið þekkt innan heilbrigðisgeirans en Windi er fyrsta tækið sem er hannað fyrir foreldra til notkunar heima við.
Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi. Þegar dóttir okkar fór að borða fasta fæðu fékk hún oft hægðatregðu og vindverki. Maðurinn minn frétti af Windi í vinnunni og okkur fannst tilvalið að slá til og prufa. Árangurinn var góður og kom mjög fljótlega í ljós, enda losaði tækið einfaldlega um loftið. Windi er einfalt og þægilegt í notkun og vel þess virði að mæla með við svona vandamálum. Ester Ösp Guðjónsdóttir
Fleiri ummæli frá foreldrum:
„Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti í lífi sínu“ „Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga” „Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt” „Maður sá greinilega léttinn á andlitinu á henni”
Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Fæst í apótekum
— 14 —
11. apríl 2014
Slæmur svefn veldur tapi á heilafrumum Áhrif svefnleysis gætu verið meiri en áður var talið og valdið varanlegum missi á heilafrumum, að því er niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna. Rannsóknin var gerð af teymi vísindamanna læknadeildar háskóla Pennsylvaniu og var birt í The Journal of Neuroscience. Við framkvæmdina var músum haldið vakandi svo þær fengu álíka svefn og fólk í næturvinnu, voru vakandi þrjár nætur í röð og sváfu í fjóra til fimm tíma á sólarhring. Niðurstöðurnar sýndu að langvarandi svefnleysi olli því að 25 prósent heilafrumna, sem eiga að halda heilanum virkum, dóu í hluta heilastofnsins. Eigi það sama við um fólk telja vísindamennirnir sem að rannsókninni stóðu það geta verið gagnslaust að reyna að bæta upp svefnleysi. Rannsakendur telja þetta fyrstu sönnun þess að svefnleysi geti leitt til missis á heilafrumum. Fleiri rannsóknir þurfi þó að gera til að komast að því hvort fólk sem missir svefn sé líka í hættu á varanlegum skaða. n
Með vísindalegum hætti kannar Kristín Guðmundsdóttir hvort hægt sé að notast við Skype samskiptaforritið til að kenna foreldrum og börnum gagnlega færni með markvissri íhlutun sem byggð er á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Sálfræðimeðferð á Skype Lektor við Háskólann á Akureyri rannsakar hvort raunhæft sé að veita börnum með einhverfu á dreifbýlum svæðum meðferð í gegnum samskiptaforritið Skype. Í byrjun meðferðar hittir ráðgjafi fjölskylduna og myndar tengsl en áframhaldandi meðferð er veitt með samtölum og hvatningu á Skype. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
K Átröskun ungra karla vangreind Breskir vísindamenn telja að átröskun ungra karlmanna sé vangreind því almennt sé litið á sjúkdóminn sem kvennasjúkdóm. Ungir karlar eru jafnframt ekki meðhöndlaðir á viðunandi hátt, þrátt fyrir að vera fjórðungur þeirra sem eru með sjúkdóminn, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem birtar voru á dögunum á vefnum BMJ Open. Ástæðan mun meðal annars vera sú að karlar með sjúkdóminn geri sér sjálfir ekki grein fyrir sjúkdómunum, þrátt fyrir að fasta og vera mjög uppteknir af því að telja hitaeiningar. Á vef BBC er haft eftir Leanne Thorndyke, sérfræðingi í átröskunarsjúkdómum, að þrýstingur á líkamsþyngd og útlit hafi áhrif á stærri hóp fólks en áður var talið, og þar með karla. n
ristín Guðmundsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi í sálfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að rannsókn á meðferð og ráðgjöf til barna með einhverfu og fjölskyldna þeirra í gegnum Skype. „Ég kanna með vísindalegum hætti hvort hægt sé að notast við Skype samskiptaforritið til að kenna foreldrum og börnum gagnlega færni með markvissri íhlutun sem byggð er á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er mælt með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við meðferð barna með ein-
Kristín Guðmundsdóttir er lektor við HA og doktorsnemi í sálfræði við HÍ.
hverfu,“ segir hún. Hugmyndin kviknaði þegar Kristín, sem er sérfræðingur í atferlisgreiningu, starfaði sem ráðgjafi á skólaskrifstofu Austurlands og sinnti ráðgjöf við skóla og leikskóla á dreifbýlu svæði. „Ég var að keyra frá Vopnafirði og til Djúpavogs og víðar. Það var yfir marga fjallvegi að fara og oft var blindbylur, fljúgandi hálka eða þoka. Því var erfitt að fylgja meðferð eftir við þessar aðstæður en jafnframt mikill skortur á sérfræðiþjónustu á þessu sviði á svæðinu. Að sama skapi getur fylgt því álag fyrir fjölskyldur að ferðast með ung börn sín langar vegalengdir til að sækja meðferð,“ segir hún. Kristín safnar nú gögnum til rannsóknarinnar og vinnur með nokkrum fjölskyldum á Norður- og Austurlandi. Í byrjun meðferðar heimsækir hún fjölskylduna og kynnist barninu, báðum foreldrum, systkinum og jafnvel gæludýrum og lærir inn á rútínu fjölskyldunnar. Hún segir mikilvægt að vinna sér inn traust barnsins í heimsókninni og leikur því við það. Svo þegar hún hringir með Skype kannast barnið við andlit hennar. „Í byrjun meðferðar þarf að veita gríðarlega mikinn stuðning, til dæmis með því að sýna foreldrunum rétt handtök og þá er lykilatriði að ráðgjafi hitti fjölskylduna áður en haldið er áfram á fjarfundi. Í rannsókninni skoða ég hvort raunhæft sé að halda ráðgjöfinni áfram í gegnum Skype. Ég kenni
Ég tala til foreldrisins meðan það leikur við barnið. Við spjöllum líka saman og finnum út hvernig best er að gera hlutina.
foreldrum aðferðir til að efla þorska, félagsleg samskipti, leik og málþroska, meðal annars svokallaðan kennsludans sem byggir á aðferðum atferlisgreiningar og dr. Shahla Ala‘i-Rosales, dósent við University of North Texas þróaði.“ Dr. Ala‘i-Rosales er einmitt leiðbeinandi verkefnisins ásamt dr. Zuilmu Garbrielu Sigurðardóttur, dósent við sálfræðideild HÍ og dr. Aksel Tjora við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. Rannsóknin er einnig unnin í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í gegnum Skype fylgist Kristín með samskiptum foreldris og barns og veitir ráð og hvatningu. „Ég tala til foreldrisins meðan það leikur við barnið en við spjöllum líka saman og í sameiningu finnum við út hvernig best er að gera hlutina.“ Eitt einkenni atferlisgreiningar er að gera mjög nákvæmar mælingar á færni barnsins og því tekur Kristín upp myndbönd af þjálfunarstundunum og skráir færni foreldris og barns og fylgjast hún og foreldrið með hvort hún breytist samhliða veittri meðferð. Þannig sé hægt að meta hvort kennslan beri árangur. Rannsóknin hlaut styrk frá RANNÍS til tveggja ára auk styrkja frá KEA, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og sjóði Odds Ólafssonar og má búast við að niðurstöður liggi fyrir á næsta ári.
D-vítamín búskapur íslenskra ungbarna góður D-vítamín búskapur íslenskra barna við eins árs aldur er góður, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem á dögunum var birt í alþjóðlega vísindatímaritinu Nutrients. Birna Þórisdóttir, doktorsnemi í næringarfræði, er fyrsti höfundur greinarinnar og segir hún niðurstöðurnar hafa komið skemmtilega á óvart. Hjá 70 börnum af 76 var D-vítamín búskapur mjög góður. „Áður voru ekki til neinar rannsóknir á D-vítamín búskap íslenskra barna undir 7 ára aldri og því mjög ánægjulegt að sjá að hann er almennt góður, þrátt
fyrir sólarleysið hér á landi,“ segir Birna. Rannsóknarstofa í næringarfræði framkvæmdi á árunum 2005 til 2007 rannsókn á mataræði, vexti og heilsu ungbarna á fyrsta aldursári og voru gögn úr þeirri rannsókn notuð við framkvæmd þessarar. Birna segir áhugavert að sjá að þau sex börn sem voru undir viðmiðunarmörkum höfðu ekki tekið inn neina D-vítamíngjafa eins og dropa, lýsi, stoðmjólk eða D-vítamínbætta grauta. „Því eru sterkar vísbendingar um að þegar ráðleggingum úr ung- og smábarnavernd er
fylgt séu börn í góðum málum þegar kemur að D-vítamín inntöku. Ráðleggingarnar eru fimm D-vítamíndropar eða lítil teskeið af þorskalýsi daglega fyrir börn á fyrsta aldursári. Ekki er þörf á stærri skömmtum.“ Auk Birnu, eru höfundar greinarinnar þau Ingibjörg Gunnarsdóttir og Laufey Steingrímsdóttir, prófessorar á Rannsóknarstofu í næringarfræði, Gestur Pálsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Þrátt fyrir sólarleysið á Íslandi er D-vítamín búskapur árs gamalla barna góður. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Viltu hætta
að reykja? reykja?
Nicovel lyfjatyggigúmmí ®
Fæst í
598 kr/pk
ÞÚ
uP uPP PP P á þitt Besta! Berocca® Performance er einstök samsetning
af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki
Bættu frammistöðu þína með Berocca
- rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur
Syk
t S u a url
NEY140401
Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8‑12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Við erum á Facebook http://www.facebook.com/Augljos
Dr. Med. Jóhannes Kári Kristinsson Sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser
AUGLJÓS LASER AUGNAÐGERÐIR EITT VERÐ
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • 414 7000 • ritari @ augljos.is • www.augljos.is