Liftiminn 16 05 2014

Page 1

5. tölublað 2. árgangur

16. maí 2014

Þunglynd þjóð Um sextíu þúsund Íslendingar glíma við alvarlegt þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Þunglyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og örorku. Íslendingar eiga heimsmet í notkun geðlyfja og Sjúkratryggingar Íslands punga út 3,5 milljörðum króna á hverju ári í niðurgreiðslu á þeim.

Síða 8

Vélmenni á skurðstofunni

Háþrýstiþvottur á tönnum

Öryggi sjúklinga ógnað

Tómir spítalar

Rafn Hilmarsson notar róbota við uppskurði.

Elva Björk Sigurðardóttir er tæknivæddur tannlæknir.

Forstjóri Landspítalans segir ástand spítalans hættulegt.

Mikið er um tómar skurðstofur eftir niðurskurð.

Síða 2

Síða 6

Síða 10

Síða 14


—2—

Erla Kolbrún heiðursvísindamaður Landspítala 2014 Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður fagráðs í fjölskylduhjúkrun við Landspítala, er heiðursvísindamaður Landspítala árið 2014. Henni hlotnaðist sá heiður á Vísindum á vordögum, árlegri vísindadagskrá á Landspítala, sem haldin var í byrjun maí. Erla Kolbrún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Wisconsin í Madison árið 1997 og ber doktorsritgerðin titilinn: „Family Adaptation for Families of an Infant or a Young Child with Asthma“. Erla Kolbrún hefur verið prófessor við Háskóla Íslands síðan 2006 og formaður fagráðs í fjölskylduhjúkrun á Landspítala síðan 2008. Frá upphafi rannsóknarferilsins hefur Erla Kolbrún lagt áherslu á að kanna þrautseigju, Erla Kolbrún seiglu, Svavarsdóttir. bjargráð, heilsutengd lífsgæði, vellíðan, aðlögunarleiðir og aðlögun fjölskyldumeðlima sem eru að fást við langvinna sjúkdóma, bæði meðal fjölskyldna hér á landi og í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún unnið að aðferðafræðilegum útfærslum í fjölskyldurannsóknum með samstarfskonum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir vinnur hún með rannsóknarhópi í Kanada að innleiðingu fjölskyldumiðaðrar heilbrigðisþjónustu á háskólasjúkrahúsi í Montreal. Stærsti hluti rannsókna Erlu Kolbrúnar og samstarfsmanna hennar hér á landi snýr hins vegar að þróun stuttra meðferðarsamræðna og fjölskylduhjúkrunarmeðferða í tengslum við innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala og að þróun þriggja mælitækja sem mæla upplifaðan stuðning, fjölskylduvirkni og viðhorf fjölskyldumeðlima til sjúkdóma.

16. maí 2014

Vélmenni á skurðstofunni Róbóti eða þjarkur sem notaður er við skurðaðgerðir er orðinn staðalbúnaður á flestum sjúkrahúsum á Vesturlöndum. Ekki er til slíkur á Íslandi en söfnun fyrir honum stendur yfir. Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun á þjarkinum í Svíþjóð. Með notkun hans verða aðgerðir mun nákvæmari og sjúklingurinn finnur síður fyrir aukaverkunum.

Skurðarþjarkurinn virkar eins og framlenging á höndum skurðlæknisins. Gerð eru lítil göt á kviðinn og aðgerð framkvæmd í gegnum þau í stað þess að gera stóran skurð. Með tækninni verða aðgerðirnar nákvæmari og sjúklingurinn fær minni aukaverkanir.

Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun skurðarþjarksins í Svíþjóð. Hann er nú fluttur til Íslands eftir tíu ára búsetu ytra.

D ag n ý H u l da E r l e n d s d ó t t i r

Frá síðustu aldamótum hefur róbóti eða skurðarþjarkur verið tekinn í notkun á flestum sjúkrahúsum á Vesturlöndum. Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun tækisins í Svíþjóð en hann flutti til Íslands síðasta

Ritrýndar tímaritsgreinar og bókarkaflar Erlu Kolbrúnar eru yfir 60 og ágrip nokkur hundruð, auk þess sem hún er ritstjóri tveggja fræðibóka. 

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

haust eftir áratugar dvöl ytra. Ekki er til slíkur þjarkur á Íslandi en söfnun stendur nú yfir. Tækið kostar um 300 milljónir og hefur tekist að safna fyrir nær helmingi upphæðarinnar. Í vikunni gáfu Bónus og Hagkaup 25 milljónir í söfnunina. Skurðarþjarkurinn virkar eins og framlenging á höndum skurðlæknisins og segir Rafn að líkja megi honum við hátæknihníf. Gerð eru lítil göt á kviðinn og aðgerð framkvæmd í gegnum þau í stað stórs skurðar á kvið. „Þjarkurinn heldur á öllum áhöldum og skurðlæknirinn stýrir honum frá stjórnstöð. Skurðsár verða mun minni og sjúklingurinn fær minni verki og blæðingar. Þó tækið sé dýrt sparast fjármagn með notkun þess því sjúklingar fara fyrr heim eftir aðgerðir.“ Skurðlæknirinn skiptir um arma eftir þörfum, til dæmis eftir því hvort eigi að sauma, klippa eða skera. Hver hreyfing verður nákvæmari en þegar skurðlæknirinn notar sínar eigin hendur og auðveldara að komast að viðkomandi líffæri með smáum áhöldum í gegnum lítil göt. Með þjarkinum er myndavél og sér skurðlæknirinn aðgerðasvæðið í þrívídd og hefur möguleika á því að stækka myndina mikið sem Rafn segir muna miklu. Á námsárum sínum í Svíþjóð starfaði Rafn á háskólasjúkrahúsinu í Lundi og síðar í Malmö þar sem ein stærsta þvagfæraskurðdeild á Norðurlöndunum er. Stuttu eftir að hann hóf störf í Svíþjóð var byrjað að nota slíka þjarka þar og kveðst hann

Endurhæfing allt árið Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300.

Heilsustofnun NLFÍ

Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is

Berum ábyrgð á eigin heilsu

heppinn að hafa fengið að vinna með tækið nánast frá þeim tíma er kom fyrst á markað. Í fyrstu voru aðeins þvagfæraskurðlæknar sem nýttu sér þjarkinn en hann er nú notaður af hinum ýmsu sérfræðigreinum. „Tæknin hentar vel við aðgerðir á blöðruhálskirtli djúpt niðri í grindarholinu. Þangað er erfitt að komast og þröngt og því hentar þessi tækni vel þar.“ Í dag er þjarkurinn mest notaður af kvensjúkdómalæknum og þá við aðgerðir eins og þegar verið er að fjarlægja krabbamein í eggjastokkum og legi. Þó tæknin sé orðin staðalbúnaður á flestum sjúkrahúsum á Vesturlöndum er ekki kominn slíkur þjarkur á Landspítalann. Ekki er einungis skorti á fjárframlögum um að kenna því ekki hefur verið til staðar þekking hér á landi til að nota hann. „Núna á síðustu misserum hafa þó komið skurðlæknar til starfa á Landspítala sem eru menntaðir erlendis og hafa þekkingu til að nota tækið.“ Rafn er þeirrar skoðunar að lykillinn að því að koma Landspítalanum upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í undanfarin ár sé að horfa til framtíðar og byggja upp. „Þannig hrífst fólk með og vill flytja aftur heim til Íslands að námi loknu. Það verður seint þannig að Ísland geti keppt við önnur lönd í launum en með því að bjóða upp á sambærilegar aðstæður og gerast erlendis fást sérfræðingar til starfa.“ Nánari upplýsingar um söfnunina má nálgast á síðunni www.islandsbanki.is/robot

Vöðvar endurbyggðir með vef úr þvagblöðru svína

Hægt er að nota vef úr þvagblöðrum svína til að endurbyggja vöðva í fólki, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Pittsburg háskóla og nýlega voru birtar í vísindatímaritinu Science translational Medicine. Fimm karlmenn um þrítugt tóku þátt í rannsókninni en allir höfðu þeir hlotið meiðsli með þeim afleiðingum að á milli 58 og 90 prósent af ákveðnum vöðva á fæti voru skemmd. Tveir karlanna voru hermenn sem höfðu orðið fyrir sprengingu, tveir höfðu lent í slysi á skíðum og einn hafði lent í slysi við annars konar íþróttaiðkun. Á alla fimm vantaði hluta af hnéréttivöðva sem er vöðvinn á utanverðum sköflungi. Meðferðin fór þannig fram að eftir ákveðna vinnslu á þvagblöðrunni var örvefur fjarlægður úr vöðvanum. Síðan var blaðran sett á svæðið og stofnfrumur hennar inni í vöðvanum breyta sér í vöðva. Þrír af fimm sjúklingum rannsóknarinnar náðu góðum bata og gátu til dæmis staðið á öðrum fæti. Hjá hinum tveimur var árangurinn minni. Vöðvi er einn af fáum líkamsvefjum sem geta endurnýjað sig en ef stór hluti skemmist geta meiðslin orðið það mikil að hreyfigeta minnkar.


Hawaiian tropic nýja siLk hydration kremið er einstaklega létt og silkimjúkt. Það er blanda af rakakremi og sólarvörn og ilmar af kókos. tilvalið fyrir sumarið! body butter aFtersun LúXusLínan nærir húðina eftir sól. rakagefandi krem til daglegrar notkunar. inniheldur aloe vera, cocoa, shea og mango butter.

skin doctors Vein away fyrir fallega leggi í sumar. Vein away frískar upp á húðina, dregur úr myndun marbletta, háræðaslits og eykur kollagen framleiðslu og blóðflæði í fótum.

Xen-tan Ljómaðu í sumar með Xen-tan brúnkukreminu. brúnkulína sem inniheldur ekki paraben né olíur. Xen-tan er auðvelt í notkun, ilmar dásamlega og gefur fallegan húðlit. GuLLkremið gefur húðinni ljósbrúna og gullslegna áferð. Fullkomið fyrir sérstök tilefni en gefur ekki varanlegan lit. inniheldur 24k gullflögur.

Burt´s Bees burt´s bees tinted. Gerist ekki mikið praktískara, varanæring og varalitur saman. til í 6 litum, frá rósrauðum til brúnna og náttúrulegra litatóna. burt´s bees shimmer. Varanæring með piparmyntukeim sem gefur léttan og glansandi blæ. Fæst í sjö mismunandi litum.


—4—

16. maí 2014

TAKTU

SKREFIÐ

SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ

NÁMSBRAUTIR Á HAUSTMISSERI UMSÓKNARFRESTUR TIL 2. JÚNÍ Á GRUNNSTIGI LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI STAÐNÁM - FJARNÁM

VIÐURKENNDUR BÓKARI STAÐNÁM - FJARNÁM

NÁM Í UNDIRSTÖÐUATRIÐUM HUGRÆNNAR ATFERLISMEÐFERÐAR NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJAOG SKIPASALA Á FRAMHALDSSTIGI FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

ÖLDRUNARFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

Formaður Tannlæknafélags Íslands segir símenntun mjög mikilvæga fyrir tannlækna. „Það koma endalausar nýjungar fram sem mikilvægt er að kynna sér. Ég útskrifaðist sem almennur tannlæknir fyrir 19 árum og námsefni nemenda í dag er töluvert breytt frá þeim tíma.“ Ljósmynd/NordicPhoto /GettyImages

Símenntun tannlækna tengd samningi við SÍ Í samningi Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands um tannlækningar barna er sérstaklega kveðið á um að tannlæknar skuli stunda símenntun. Ákvæðið var sett inn að frumkvæði Tannlæknafélagsins.

Í

NÁMSLÍNUR ÁN EININGA VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN x

NÁMSRÁÐGJÖF OG UPPLÝSINGAR: SÍMI

525 4444 ENDURMENNTUN.IS

Kristín Heimisdóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands.

samningi Sjúkratrygginga Íslands við Tannlæknafélag Íslands um tannlækningar barna sem undirritaður var fyrir ári er sérstaklega kveðið á um símenntun tannlækna. Ekki eru slík ákvæði í samningum SÍ við aðrar stéttir lækna en siðareglur þeirra kveða þó á um að þeim beri að viðhalda þekkingu sinni og endurnýja hana og fullnægja þeim kröfum sem gerðar er til starfa lækna á hverjum tíma. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, var ákvæðið sett inn í samninginn að frumkvæði tannlækna. „Við viljum að þessi mál séu í lagi hjá stéttinni. Tannlæknar á Íslandi eru almennt mjög duglegir að stunda símenntun og þetta ákvæði er hvati til að gera enn betur.“ Tannlæknum ber að ljúka 25 einingum á ári og er hvert samningstímabil til þriggja ára í senn og á því ber þeim að ljúka 75 einingum. Símenntun er mjög mikilvæg fyrir tannlækna, að sögn Kristínar. „Það koma endalausar nýjungar fram sem mikilvægt er að kynna sér. Ég útskrifaðist sem almennur

tannlæknir fyrir 19 árum og námsefni nemenda í dag er töluvert breytt frá þeim tíma. Auðvitað eru ákveðin grunnatriði sem breytast aldrei en nýjungarnar eru miklar. Fagið er þannig að fólk verður að stunda símenntun ef það vill vera með á nótunum.“ Kristín segir tannlækna á Íslandi mjög duglega að sækja sér símenntun og eftir því tekið hversu margir þeirra sæki ráðstefnur, bæði innanlands sem utan. „Við höldum alltaf ársþing í nóvember og janúarkúrsus og um og yfir 80 prósent félagsmanna mæta á ársþingið sem þykir mjög gott.“ Erfitt getur verið fyrir tannlækna á landsbyggðinni að komast á fyrirlestra þegar allra veðra er von og hefur Tannlæknafélagið nýlega tekið í notkun fjarfundabúnað til að varpa fræðslufundum út á land. Það er þó enn á tilraunastigi. Á dögunum fundaði Kristín með formönnum Norrænu tannlæknafélaganna, meðal annars um ákvæðið, sem vakti athygli þeirra en slíkt tíðkast ekki enn á hinum Norðurlöndunum. Í Bretlandi og Sviss eru ákvæði um símenntun tannlækna tengd starfsréttindum þeirra.


—5—

14. mars 2014

Kerecis semur við Icepharma

Endurunnið blóð Þegar sjúklingar missa blóð í aðgerðum er betra að gefa þeim sitt eigið blóð aftur en blóð úr blóðbanka, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar hjá Johns Hopkins háskóla. Blóðið er hreinsað í vél sem skilur rauðu blóðkornin frá og eru þau svo gefin sjúklingum. Þá eru heilbrigðu blóðfrumurnar betur í stakk búnar til að bera súrefni þangað sem þörfin er mest en þegar blóðið kemur úr blóðbanka. Eldri rannsóknir hafa leitt í ljós að blóðgjöf geti aukið líkur á spítalasýkingum, lengi dvöl á spítala og auki líkur á andláti. Þá er mun ódýrara að notast við blóð sem endurunnið er á þennan hátt en blóð úr blóðbanka.

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur samið við Icepharma um markaðssetningu, sölu og dreifingu á vörum fyrirtækisins. Kerecis, sem er með höfuðstöðvar sínar á Ísafirði, framleiðir MariGen Omega3 stoðefni og MariCell Omega3 krem, en vörurnar byggja á fyrstu kynslóðar tækni Kerecis. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri í þróun á lækningavörum sem byggir á hagnýtingu á próteinum og fitusýrum úr fiski. Kerecis þróaði og framleiðir MariGen Omega3, sem er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Slík sár eru víða alvarlegt heilbrigðisvandamál, en sem dæmi má nefna að árlega eru

NUTRILENK

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis.

tækjum og rekstrarvöru á íslenskum heilbrigðismarkaði og mun sjá um þann þátt fyrir Kerecis þannig að við getum einbeitt okkur að rannsóknum og þróun,“ segir Guðmundur Fertram, framkvæmdastjóri Kerecis.

- hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina

Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar.

Oft er sagt að hláturinn lengi lífið og nú hefur verið vísindalega sannað að hlátur geti minnkað líkur á elli­­glöpum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Loma Linda háskóla í Kaliforníu getur kímnigáfa og hlátur minnkað skemmdir í heila af völdum streituhormónsins kortisól og þannig bætt minnið.

Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihaldsefna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf. Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel.

Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamótum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum

Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum. Hákon Hrafn Sigurðsson PRENTUN.IS

Að sögn dr. Lee Burk, eins vísindamannanna sem rannsóknina framkvæmdu, sýna niðurstöðurnar að því minni streitu sem fólk finnur fyrir, því betra sé minnið og að kímnigáfa geti verið lykillinn til að minnka streitu. 

uppbyggingar á sködduðum líffærum. Þá er unnið að þróun á stoðefnum sem ætluð eru til viðgerðar á kviðsliti, endursköpun á brjóstum eftir brottnám vegna krabbameins og viðgerðar á heilabasti, en það er efnið á milli höfuðkúpu og heilans sem getur rofnað vegna slysa og krabbameins. Kerecis var stofnað árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, læknunum dr. Baldri Tuma Baldurssyni og Hilmari Kjartanssyni ásamt Ernest Kenney. Guðmundur er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. „Við erum mjög ánægð með samninginn við Icepharma. Fyrirtækið er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á

Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn

Vísindalega sannað að hláturinn bæti lífið

Eldri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að streita geti haft slæm áhrif á minni eldra fólks og getu til að læra. Ástæðan er sú að streita eykur framleiðslu á hormóninu kortisól sem getur haft skaðleg áhrif á taugafrumur. Við rannsókn Loma Linda háskólans var þátttakendum skipt í þrjá hópa. Í einum hópnum var fólk með sykursýki og í öðrum var heilbrigt fólk. Hóparnir tveir horfðu á 20 mínútna fyndið myndband og tóku síðan minnispróf sem þó var óskylt myndbandinu. Þriðji hópurinn tók minnisprófið án þess að horfa á myndbandið. Niðurstöðurnar sýndu að fólk í hópunum sem horfðu á myndbandið höfðu minna magn kortisóls í líkamanum miðað við hópinn sem ekki horfði á myndbandið.

framkvæmdar yfir 100 þúsund aflimanir í Bandaríkjunum vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Þá hefur fyrirtækið þróað og framleitt MariCell Omega3 sem eru sérhönnuð rakakrem m.a. til meðhöndlunar á þurri húð með einkennum húðbólgu þ.m.t. húð sykursjúkra, ásamt exemi og psóríasis. Kremin eru viðurkennd og þróuð af húðlæknum og eru seld í helstu apótekum landsins. Þróunaráætlun Kerecis er metnaðarfull og mun næstu kynslóðar tækni fyrirtækisins m.a. innihalda lifandi frumur og er markmiðið að nota þá tækni til meðhöndlunar á þrálátum sárum en einnig til meðhöndlunar og jafnvel

NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.

Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna


—6—

16. maí 2014

Elva Björk fylgist grannt með helstu nýjungum í tannlækningum og er félagi í Bandaríska útlitstannlæknafélaginu. Með Elvu á myndinni er Hjördís Sævarsdóttir, tanntæknir. Ljósmynd/Hari

Tæknivæddur tannlæknir Með nýjustu tækni eru tannlækningar sársaukaminni og þægilegri en áður fyrir sjúklinga. Elva Björk Sigurðardóttir tannlæknir hefur mikinn áhuga á nýjustu tækni í faginu og, eins og meirihluti íslenskra tannlækna, sækir reglulega ráðstefnur og kynnir sér nýjungar. Fyllingarvinnan tengist ekki bara Karíusi og Baktusi því með nýjum fyllingarefnum er hægt að breyta útliti tanna mikið.

D ag n ý H u l da E r l e n d s d ó t t i r

Elva Björk Sigurðardóttir er tannlæknir og með brennandi áhuga á nýjustu tækni. Hún sækir ráðstefnur og þing reglulega og kynnir sér það nýjasta í fagtímaritum. „Maður er alltaf með hugann við tannlækningar enda horfum við tannlæknar mikið á tennurnar í fólki. Það eru ótrúlegir möguleikar í dag með nýjum efnum og tækjum, sem tengjast fyllingarefnum og tannsmíði. Í dag eru miklu betri efni en voru í boði fyrir tíu til fimmtán árum, bæði eru þau sterkari og ná lit náttúrulegra tanna betur.“ Elva segir íslenska tannlækna almennt áhugasama um að sækja sér endurmenntun, bæði innanlands sem utan og að kynna sér nýjustu tækni. Hér á landi eru í boði ýmsir viðburðir tengdir endurmenntun yfir árið. „Við tannlæknar kynnumst nýrri tækni á ráðstefnum og fyrirlestrum og sækjum ráðstefnur hér heima og erlendis.“ Elva stundar allar almennar tann-

lækningar og fer því gjarnan á ráðstefnur tengdar þeim. „Í mínu starfi er ég mikið í tannsmíði, heilkrónum, brúm, skeljum og tannfyllingum. Fyllingarvinnan tengist ekki bara Karíusi og Baktusi því með fyllingarefnum sem eru í boði í dag er hægt að breyta formi tannar heilmikið til dæmis síkka, breikka, loka „frekjuskörðum“ og bæta fyrir slit tanna. Elva er félagi í Bandaríska útlitstannlæknafélaginu, AACD. Einu sinni á ári er haldin stór ráðstefna í Bandaríkjunum þar sem nýjungar, ný tæki og efni eru kynnt. Þeir tannlæknar sem eru félagar fá nokkrum sinnum á ári sent tímarit með umfjöllun um fyrir og eftir meðferðir, nýjar rannsóknir og annað er viðkemur faginu. „Nýjustu tækin sem við höfum hér á tannlæknastofunni eru meðal annars hitari fyrir fyllingarefni, vél sem auðveldar okkur rótarvinnslu rótarganga, mjúkvefja-laser og „spoolhandstykki“.“

Elva notar alltaf hitara fyrir fyllingarefnin. Hann mýkir þau svo mun auðveldara er að koma þeim fyrir í tönninni og forma þau til. „Þetta er ekki bráðnauðsynlegt tæki en þegar maður er búinn að kynnast því getur maður ekki án þess verið.“ Mjúkvefja-laserinn er notaður til að lagfæra útlínur tannholds, til dæmis að stækka krónuhluta tannar þannig tönnin verði „stærri” eða jafna tannholdsbrúnir. „Hann nýtist líka vel við ofholdgun tannholds og til að stöðva blæðingu í tannholdi. Áður fyrr þurfti að oft skera þegar verið var að jafna tannholdsbrúnir. Núna nota ég laserinn og sjúklingurinn finnur ekkert fyrir aðgerðinni og er fljótur að ná sér.“ „Spoolið“ er í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum stofunnar og er notað til að gera tannhreinsun árangursríkari. Að sögn Elvu virkar „spoolið“ eins og léttur háþrýstiþvottur og nær að fjarlægja yfir-

borðslit tanna. „Þetta er punkturinn yfir i-ið í tannhreinsun og mjög gaman að sjá muninn fyrir og eftir og eru tennurnar afskaplega sléttar og fínar á eftir.“ Tannlæknar og tannsmiðir nýta sér tölvutæknina og er nú er hægt að hanna og smíða tennur í tölvum og tækjum tengdum þeim. „Nokkur tannsmíðaverkstæði hér á landi eru þegar komin með þessa tækni. Eftir að tanngervið hefur verið „millað“ þá fullklárar tannsmiðurinn útlit þess.“ Það tæki sem Elva bíður nú eftir að komi á markaðinn er „skanni“ sem skannar tennur sem undirbúnar hafa verið fyrir tanngervi. Þá þarf ekki lengur að taka mát með hefðbundnum hætti og segir Elva kostina fyrst og fremst aukin þægindi fyrir sjúklinginn. „Þessi tæki eru enn í þróun og mjög dýr en verða örugglega komin á markaðinn og á tannlæknastofur hér á landi innan fimm ára. Hver væri svo ekki til í hljóðlausan bor?“

DYNAMO REYKJAVÍK

Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur ETRI NÝ OG B N! U HÖNN

Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.

TANN B TANN URSTAR O K VIÐKV REM FYRI G R ÆM S VÆÐI


Kannast þú við: Kláða? Sviða? Aukna útferð?

Fluconazole Portfarma Aðeins eitt hylki - fæst í lausasölu.

Fluconazole Portfarma við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida. Einkenni sveppasýkinga í leggöngum eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og á ytri kynfærum. Til inntöku um munn.

Lyfið á aðeins að nota hafi konan áður verið greind með sveppasýkingu hjá lækni og þekki þannig einkennin. Lestu fylgiseðilinn vandlega fyrir notkun.

Fæst án lyfseðils. Ekki má nota Fluconazole Portfarma: Ef þú ert með ofnæmi fyrir flúkónazóli, öðrum lyfjum sem þú hefur tekið við sveppasýkingu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Tekur eitthvert þessara lyfja: Astemizol, terfenadin, císapríð, pimozíð, quinidín eða erýtrómýsín. Ráðfærðu þig við lækninn ef eitthvað af þessu á við: Ef þú ert yngri en 16 ára eða eldri en 50 ára gömul, ef útferðin lyktar illa eða er ekki ljós á litinn, ef ytri kynfæri hafa að auki sár eða vörtur, ef þú færð hita, önnur einkenni s.s. magaverk eða erfiðleika með þvaglát, ef þetta er í fyrsta skiptið sem þú færð einkenni sveppasýkingar í leggöngum, ef þú hefur fengið sveppasýkingar oftar en tvisvar á síðustu 6 mánuðum, ef þú ert með langvarandi sjúkdóm, ef þú notar önnur lyf, ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóm, ert með hjartasjúkdóm, þar með taldar hjartsláttartruflanir, ef þú ert með óeðlilegt magn kalíum, kalsíum eða magnesíum í blóði, ef þú færð alvarleg einkenni frá húð (kláða, roða í húð) eða færð öndunarerfiðleika. Þú skalt ekki taka Fluconazole Portfarma ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti nema læknirinn hafi sérstaklega ráðlagt þér það. Notkun: Eitt 150 mg hylki í stökum skammti. Algengustu aukaverkanir: Höfuðverkur, magaóþægindi, niðurgangur, ógleði, uppköst, aukning á lifrarensímum í blóðprufum, útbrot. Dagsetning endurskoðunar textans: 30.01.2014.

portfarma.is


—8—

16. maí 2014

Þunglyndi ein algengasta ástæða fötlunar og örorku Um sextíu þúsund Íslendingar glíma við alvarlegt þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Við eigum heimsmet í notkun geðlyfja og Sjúkratryggingar Íslands punga út 3,5 milljörðum króna á hverju ári í niðurgreiðslu á þeim. Sálfræðingar eru ósáttir við að þjónusta þeirra sé ekki niðurgreidd af ríkinu. Þunglyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og örorku að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. „Þunglyndi er ekki röskun eða ástand sem fólk á eða þarf að vera tilbúið að sætta sig við og lifa með svo árum skiptir. Án þess að gert sé lítið úr vandanum þá hefur nútíma sálfræði með hugræna atferlismeðferð í fararbroddi náð ágætis tökum á meðhöndlun þunglyndis, sér í lagi þegar um vægan eða miðlungs alvarlegan vanda er að ræða,“ segir Helena Jónsdóttir sálfræðingur. Alvarlegt þunglyndi leggst á um 25 prósent kvenna og 12 prósent karla einhvern tímann á ævinni. Það þýðir að miðað við nýjustu tölur um mannfjölda

40.670

íslenskar konur munu þjást af alvarlegu þunglyndi einhvern tímann á ævinni, miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi.

19.639 á Íslandi munu ríflega 40 þúsund konur þurfa að takast á við alvarlegt þunglyndi og tæplega 20 þúsund karlar.

Tíðni þunglyndis svipuð hér og í öðrum löndum

Helena Jónsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og svefnvanda.

Helena segir að þótt þunglyndi sé algengt meðal Íslendinga sé það of algengt að það orð sé notað yfir eitthvað sem ekki er þunglyndi. „Þunglyndi er ofnotað orð í dag. Er ég þunglynd ef ég er döpur í nokkra daga? Ef mér líður illa í dag yfir einhverju sem gerðist í gær, er ég þá þunglynd? Svo er ekki, alla vega ekki út frá því hvernig við skilgreinum þunglyndi. Greining á þunglyndi á við þegar fólk hefur verið dapurt, niðurdregið eða þunglynt á hverjum degi, næstum allan daginn, í tvær vikur eða meira. Og samfara þessu þurfa að sjást

tilteknar breytingar á hugarfari og hegðun ásamt því sem tiltekin líkamleg einkenni eru líkleg til að gera vart við sig. Þegar þessi skilyrði eru uppfyllt tölum við um klínískt þunglyndi. Það verða allir leiðir eða daprir, það er eðlilegt. Það þýðir ekki að við séum þunglynd.“ Er algengt að til ykkar sálfræðinga leiti fólk sem telji sig vera þunglynt en er það ekki? „Já það má segja það. Það kemur til okkar fólk sem hefur áhyggjur af því að hafa verið dapurt í nokkurn tíma. Það hefur kannski ekki náð sér upp úr einhverju sem hefur dregið það niður fyrir eðlilegar sakir. Kannski er allt gott í lífinu en samt finnst fólki það ekki líða eins og því finnst að það eigi að líða. Þá er fólk kannski farið að sýna einhver einkenni þunglyndis og farið að hafa af þeim áhyggjur. En það er nú þannig að ef við erum döpur í einhvern tíma og bregðumst við með því að draga úr virkni okkar af því að við höfum áhyggjur af líðan okkar, eru auknar líkur á að við getum þróað með okkur þunglyndi. Ef við leggjumst í rúmið og drögum sængina upp fyrir höfuð er hætta á að ástandið dragist á langinn og að við verðum döpur eða þunglynd í enn lengri tíma. Af þeim sökum vil ég alls ekki draga úr því að fólk leiti sér aðstoðar, telji það sig sýna einkenni þunglyndis. Þegar einkenni eru væg og stutt á veg komin getur verið mikilvægt að læra að bregðast við þeim í því skyni að koma í veg fyrir að vandinn þróist á alvarlegri veg.“ Er tíðni þunglyndis svipuð hér á landi og annars staðar? „Já, rannsóknir sýna að tíðni þunglyndis er svipuð hér og annars staðar. Þunglyndi sem líklegra er til að gera vart við sig í skammdeginu er að líkindum algengara hér á norðurslóðum heldur en víða annars staðar en það er þó tiltölulega óalgengt miðað við hvað það verður dimmt hér yfir vetrartímann. Vel yfir 90 prósent fólks á ekki í teljandi vandræðum með skammdegið en aðrir eiga erfitt með það.“ Þannig að skammdegisþunglynd er ekki mýta eins og stundum hefur verið fleygt? „Nei, það er ekki mýta. Myrkur hefur áhrif á dægursveiflu líkamans og á það hvernig líkaminn framleiðir tiltekin efni sem stýra vöku og svefni og um leið því hvernig syfja hefur áhrif á virkni okkar og líðan frá degi til dags. Hætt er við að syfja dragi nokkuð úr virkni okkar yfir vetrartímann og fólk getur komist

í vítahring sem það á erfitt með að rífa sig upp úr.“

Kostar samfélagið mikið

Þunglyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og örorku í heiminum í dag. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (W.H.O.) hefur sett þunglyndi í fjórða sæti yfir sjúkdóma sem valda mestri fötlun og lífskjaraskerðingu. Nú þegar fólk lifir lengur en áður má búast við því að þunglyndi verði orðin önnur algengasta ástæða fötlunar og lífskjaraskerðingar í heiminum árið 2020, eftir því sem fram kemur í grein Rúnars Helga Andrasonar og Engilberts Sigurðssonar á Persóna. is. „Þunglyndi kostar samfélagið auðvitað mikla fjármuni en er þó fyrst og fremst lífsgæðaskerðing fyrir þann sem af því þjáist,“ segir Helena. „Ef þunglyndi leggst á fólk af þunga missir það úr vinnu og kemur sér ekki í að sinna daglegum verkum og nýtur lífsins síður. Þjóðfélagið verður af vinnukrafti og það kostar auðvitað að aðstoða viðkomandi. Annað hvort með niðurgreiðslu á þunglyndislyfjum eða örorkubótum og endurhæfingu.“ Helena segir að þunglyndi sé svo algengur en um leið í mörgum tilfellum viðráðanlegur vandi að mikinn kraft ætti að setja í að stemma stigu við því. „Vandamálið er að þeir sem þjást af einkennum sem þeir telja að geti átt við þunglyndi leita flestir í upphafi til heilsugæslunnar. Þar eru læknarnir gríðarlega umsetnir og hafa hvorki tök á né kunnáttu til að meðhöndla þunglyndi með öðrum leiðum en lyfjum ásamt því sem þeir geta ekki vísað sjúklingum sínum í gegnum heilbrigðiskerfið í þjónustu sálfræðinga en þjónusta sálfræðinga er ekki niðurgreidd af ríkinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ofarlega á blaði í heiminum yfir notkun geðlyfja.“

Heimsmet í geðlyfjanotkun

Raunar er það svo að Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD-ríkjum. Á hverju ári eru útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna taugaog geðlyfja þrír og hálfur milljarður króna. Í frétt á Stöð 2 í febrúar kom fram að 38% af útgjöldum Sjúkratrygginga fer í þennan flokk. „Ástæðan er ekki að þunglyndi sé svo mikið algengara hér en annars staðar, ástæðan snýr að því hvernig kerfið meðhöndlar þennan vanda,“ segir Helena

íslenskir karlar munu þjást af alvarlegu þunglyndi einhvern tímann á ævinni, miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi.

10-13

þúsund krónur kostar hver tími hjá sálfræðingi á Íslandi.

4

Þunglyndi er í fjórða sæti yfir sjúkdóma sem valda mestri fötlun og lífskjaraskerðingu, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni.

3,5

milljarðar króna eru útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna tauga- og geðlyfja á hverju ári.

sem sjálf hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og svefnvanda. „Í Bretlandi hefur hugræn atferlismeðferð verið sett fram sem fyrsti kostur í meðferð á vægu og miðlungsalvarlegu þunglyndi af breska heilbrigðiskerfinu og þar hefur mikill og góður árangur náðst. Ég vil taka það skýrt fram að það er ekki við heilsugæslulækna hér á landi að sakast. Þeir hafa einfaldlega ekki tök á að meðhöndla þunglyndi með þeim hætti sem líklegastur er til að skila árangri, kerfið gerir ekki ráð fyrir annarri þjónustu en lyfjagjöf. Önnur úrræði eru ekki niðurgreidd.“ Hver tími hjá sálfræðingi kostar iðulega á bilinu 10-13 þúsund krónur svo það liggur í hlutarins eðli að ekki hafa allir efni á sálfræðimeðferð. Helena bendir reyndar á að mörg stéttarfélög og margir atvinnurekendur séu farin að styðja vel við starfsmenn sína þegar kemur að kostnaði við sálfræðimeðferð. Og hún kveðst gjarnan vilja sjá breyttar áherslur við meðferð þunglyndis. „Í klínískum samanburðarrannsóknum hefur ítrekað komið í ljós að hugræn atferlismeðferð skilar jafn góðum árangri eða betri en lyfjameðferð, sér í lagi ef litið er til langtímaárangurs. Með meðferðinni er fólki gefin verkfæri til að takast á við þær hugsanir og þá hegðun sem er líkleg til að viðhalda vandanum auk þess sem lögð er áhersla á að fólk læri að bera kennsl á einkenni þess að bakslag kunni að vera á næsta leiti og möguleg viðbrögð við því. Ef þunglyndið tekur sig upp að nýju síðar er fólk búið að læra þessa tilteknu aðferð og er betur í stakk búið að koma í veg fyrir að það lendi í sama vítahring.“


FOOTGUARD

FYRIR ÞURRA & SPRUNGNA HÚÐ Á FÓTUM Einstaklega rakagefandi

NÝR ILMUR

ÁN PARABENA

fótakrem sem djúpnærir, mýkir og hyrnisleysir mjög þurra húð á fótum. Endurheimtir heilbrigði húðarinnar og viðheldur réttu rakastigi.

PSORIA

FYRIR MJÖG ÞURRA & HREISTRAÐA HÚÐ Hentugt fyrir húð með sóríasis

einkenni. Róar húð og dregur úr kláða. Losar húðflögur. Rakagefandi og verndar viðkvæma húð.

SMOOTH

FYRIR HÚÐ MEÐ HÚÐNÖBBUM Hentar fyrir húð með hárhnökra, rakstursbólur og inngróin hár

XMA

FYRIR RAUÐA OG BÓLGNA HÚÐ

Hentar fyrir húð með exem einkenni. Slakar á húð og sefar. Dregur úr kláðatilfinningu. Fæst í apótekum eftir helgi

SÚPERBAR Holl og heilsusamleg máltíð eða millimál sem inniheldur engan viðbættan sykur Níu tegundir af ofurfæðu:

bláber hindber rauðrófusafi gojiber spírulína hörfræ chiafræ kínóa hveitigras

Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandi orkugefandi - bragðgott - enginn viðbættur sykur - án mjólkur glútenlaust - inniheldur ávexti, grænmeti og fleira


— 10 —

16. maí 2014

Öryggi sjúklinga ógnað

Samkvæmt kostnaðaráætlun um viðbyggingu við Landspítala við Hringbraut mun framkvæmdin kosta 48,5 milljarða. Forstjóri spítalans segir mikilvægt að leita leiða til að fjármagna endurnýjun á húsnæði spítalans því ástandið sé orðið hættulegt. D ag n ý H u l da E r l e n d s d ó t t i r

L

andspítalinn er með starfsemi í 100 byggingum á 17 stöðum. Bráðastarfsemi er rekin á tveimur stöðum, bæði við Hringbraut og í Fossvogi. Að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, er þessi staða hættuleg. „Fyrir utan óhagræðið og kostnaðinn er þetta hættulegt því við þurfum að flytja sérhæft heilbrigðisstarfsfólk, sem ekki er nóg af, á milli húsa. Ef sér-

hæfð tæki, eins og sneiðmyndatæki, bila í öðru húsinu þá gagnast það lítið að hafa tæki til vara hinu megin við Öskjuhlíðina ef fólk er of bráðveikt til að hægt sé að flytja það á milli.“ Að mati forstjórans stendur hið óhentuga húsnæði í vegi fyrir því að hægt sé að koma fyrir tækjum og búnaði, sérstaklega á skurðstofum og gjörgæslu. „Húsnæði sem er með öllu óboðlegt laðar ekki beinlínis öflugt fagfólk til baka til landsins. Öryggi snýst líka um það að hafa nú-

tímaleg tæki sem bila ekki í húsnæði sem hentar starfseminni. Núverandi ástand bygginga á Landspítala er að verða ógn við öryggi í heilbrigðisþjónustu. Byggingarnar eru gamlar, óhentugar og á stundum beinlínis heilsuspillandi umhverfi fyrir sjúklinga og starfsfólk.“ Samkvæmt kostnaðaráætlun mun viðbygging við Landspítalann kosta 48,5 milljarða sem er um það bil þriðjungur af því sem bygging Kárahnjúkavirkjunar kostaði.

KYNNING

Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tennurnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

11% 31% 100 17

Íslendingum mun fjölga um

fram til ársins 2025. Á sama tíma mun legudögum á Landspítala fjölga um

Landspítalinn er með

byggingar á

64%

sjúklinga fjölmenna á stofum. Enn eru notaðar

5

stöðum í borginni.

manna stofur. Skortur á einbýlum er ein mesta ógnin við öryggi sjúklinga. Sýklavarnir eru mjög erfiðar í þrengslum. Spítalasýkingar hægja á bata og lengja legu.

Húsnæði Landspítala er að mestu leyti byggt á árunum

1920 til 1980 Síðan hefur margt í starfseminni breyst. Aðgerðir eru flóknari og sjúklingar veikari. Samkvæmt kostnaðaráætlun mun byggingin kosta

Soft Picks tannstönglarnir komast vel á minni tanna, innihalda flúor og engan vír.

Hvítari tennur með Gum Original White Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörunum. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný. Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur mælir með Gum vörunum.

því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“ Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingameðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í flestum apótekum, í hillum heilsuverslana, í Hagkaup og Fjarðarkaup.

48.500.000.000 krónur sem er um það bil þriðjungur af byggingakostnaði Kárahnjúkavirkjunar.

Þessi skurðstofa í elstu byggingu Landspítala við Hringbraut var tekin notkun árið 1930. Skurðstofan er enn í notkun en mun þrengra er um sjúklinga og starfsfólk í dag en þá.


Airfree Lotus Falleg og stílhrein hönnun. Einstakt lofthreinsitæki sem opnar sig eins og lótusblóm. Fyllir stofuna með þægilegri birtu og skapar réttu stemmninguna við hvert tækifæri. Öflug Chromotherapy LED lýsing með dimmer. Breytileg lýsing í 10 litum. Airfree lofthreinsitæki • Eyðir frjókornum og öðrum ofnæmisvökum • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og vírusum • Hljóðlaust og sjálfhreinsandi

BONECO Ultrasonic rakatæki Lítið og öflugt rakatæki fyrir allt að 50 m2 rými. Kaldur úði. Sérlega hljóðlátt. Vörn gegn bakteríumyndun í vatnstanki. Dregur úr þurrki í augum og öndunarfærum.

Verð 19.750 kr.

Verð frá 24.750 kr.

Betra loft Betri líðan Viðurkenndar stuðningshlífar • Virkur stuðningur • Vandaður vefnaður • Góð öndun • Einstök hönnun • Fjölbreytt úrval Fagleg ráðgjöf sjúkraþjálfara.

Æfingavörur Bjóðum gott úrval af Sissel æfinga- og heilsuvörum. • Æfinga- og yogadýnur • Boltar • Jafnvægisbretti • Nuddrúllur • Hita- og kælibakstar

Compression íþróttasokkar Góður stuðningur við ökkla og kálfa. Einstök mýkt við tær og hæla sem ver fyrir núningi og blöðrum. Aðlagast vel að fætinum, örva blóðflæði og bæta liðskyn. Tilvalið fyrir hlaupara og göngugarpa.

Verð frá 6.450 kr.

Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


— 12 —

16. maí 2014

Geðklofi byrjar í móðurkviði Vísindamenn hjá Salk Institute í Kaliforníu hafa sýnt fram á að taugafrumur sjúklinga með geðklofa byrja að haga sér einkennilega strax á fyrstu stigum þróunar sinnar, sem þeir segja renna stoðum undir þá kenningu að geðklofi byrji að þróast í móðurkviði. Markmiðið með rannsókninni var að rannsaka fyrstu greinanlegu breytingar í heilanum sem leiða til geðklofa. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Molecular Psychiatry á dögunum og kemur þar fram að þær geti leitt til þróunar á þekkingu á því hvernig hægt sé að greina og meðhöndla geðklofa á fyrstu stigum en sjúkdómurinn kemur yfirleitt fram á fullorðinsárum.

Í diplómanámi í öldrunarfræðum hjá Endurmenntun HÍ verður lögð áhersla á að auka skilning á því sem gerist þegar við eldumst. Námið er ætlað fólki sem lokið hefur BA eða BS gráðu á sviði heilbrigðis- eða félagvísinda eða annarri sambærilegri menntun. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos

KYNNING

Aukin þörf fyrir fagmenntað fólk Boðið verður upp á nýtt diplómanám í öldrunarfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í haust. Á næstu árum mun eldra fólki fjölga mikið og að sama skapi eykst þörfin fyrir fagmenntað fólk á sviði öldrunar.

Eyrnabólga

flug

E

Sund og köfun

Otovent er náttúruleg meðferð við hellum í eyrum og eyrnabólgu Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í miðeyra og getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan. Otovent virkar einnig vel við hellum í eyrum, til dæmis í flugferðum.

O

tovent er einföld, áhrifarík og viðurkennd meðferð við undirþrýstingi og vökva í miðeyra. Að sögn Helgu Margrétar Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðings, er Otovent meðferðin fyrst og fremst notuð sem fyrsta stigs og fyrirbyggjandi meðferð við eyrnabólgu hjá bæði börnum og fullorðnum. „Þetta er ódýr og einstaklega einföld meðferð og samanstendur af litlu plastnefstykki og sérhannaðri þrýstingsprófaðri blöðru úr náttúru-latex sem blásin er upp í gegnum aðra nösina í einu. Blöðrurnar eru hannaðar á þann hátt að réttur þrýstingur næst þegar blaðran er blásin upp og kokhlust opnast. Þar með leiðréttist undirþrýstingur í miðeyra og á sama tíma rennur vökvi í miðeyra, ef svo ber undir, sína eðlilegu leið,“ segir Helga Margrét. Vökvi í miðeyra er eitt af byrjunareinkennum eyrnabólgu og segir Helga Margrét að sýklalyfjakúrar geti ekki tryggt að kokhlust opnist svo að vökvi geti runnið sína eðlilegu leið. Þess vegna sé brugðið á það ráð að setja rör í eyru, eða réttara sagt í hljóðhimnuna oft og tíðum. „Nú fer ferðavertíðin á fullt hjá Íslendingum og má því benda á að Otovent hefur reynst mjög árangursrík meðferð við hellum í eyrum, til dæmis í og eftir flug og einnig við sund eða köfun.“ Með Otovent pakkningunni kemur lítil, blá askja sem passar fyrir nefstykkið og að minnsta kosti eina blöðru. Otovent er því fyrirferðarlítið og er til dæmis hægt að hafa með sér í ferðalagið án þess að það taki of mikið pláss. Otovent hentar bæði börnum og fullorðnum. Flest börn frá þriggja ára aldri geta notað Otovent sjálf en fyrir yngri börn sem ekki ná að blása blöðruna upp sjálf er hægt að beita innstreymisaðferð. Þá blæs fullorðinn einstaklingur blöðruna upp og setur nefstykkið við aðra nös barnsins og loftið er látið streyma inn á meðan barnið kyngir. Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af Otovent meðferðinni og er varan CE merkt. Árangur Otovent hefur verið studdur í ótal rannsóknum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Otovent fæst í apótekum. Celsus ehf. fer með umboð Otovent á Íslandi.

Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ, er kennslustjóri námsins.

Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í

miðeyra og getur ennfremur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Otovent meðferðin getur dregið úr:

• eyrnabólgum • sýklalyfjanotkun • ennis- og kinnholusýkingum • ástungum • röraísetningum

Helga Margrét Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, segir Otovent skjótvirka og einfalda lausn við undirþrýstingi í miðeyra hjá bæði börnum og fullorðnum. Engar aukaverkanir af notkun Otovent eru þekktar og hefur árangur þess verið staðfestur í fjölda rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum.

Bæði fjöllum við um hvernig er að vera aldraður innan fjölskyldunnar og hvernig stuðningi er háttað á milli kynslóða.

ndurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á diplómanám í öldrunarfræði í samstarfi við félagsráðgjafardeild HÍ. Sífellt stærra hlutfall Íslendinga nær háum aldri en í fyrra voru rúmlega 11 prósent Íslendinga 67 og eldri. Gangi spár eftir verður hlutfallið orðið rúmlega 20 prósent árið 2060 og því ljóst að þörf fyrir fagmenntaða einstaklinga á sviði öldrunar og þjónustu fyrir aldraða mun vaxa. Öldrunarfræði er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um öldrun og síðustu ár einstaklingsins frá mismunandi sjónarhornum. Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ, er kennslustjóri námsins og segir hún að í náminu verði lögð áhersla á að auka skilning á því sem gerist þegar við eldumst. „Í þessari námsleið viljum við kynna ólík svið öldrunarfræðinnar, helstu áherslur og hvernig öldrunarþjónustan er uppbyggð. Að auki eru sérhæfðari námskeið til dæmis um heilsu, stjórnun málaflokksins, gæði þjónustu og fleira,“ segir hún. Í náminu öðlast nemendur skilning á öldrunarfræðum og þeim rannsóknaraðferðum sem beitt er og hvernig þeir geta haft áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraða með þekkingu sinni. „Nemendur öðlast aukinn skilning á þeim breytingum sem verða þegar við eldumst og geta betur tekið þátt í umræðu um stefnumótun og skipulag þjónustu.“ Fjallað verður um mikilvægi félagstengsla, þátttöku eldri borgara í samfélaginu og fjölbreytileika. „Bæði fjöllum við um hvernig er að vera aldraður innan fjölskyldunnar og hvernig stuðningi er háttað á milli kynslóða. Þá munum við fjalla um stjórnun, teymisvinnu, skipulag og gæði í öldrunarþjónustu. Einnig munum við kynna hvað er að gerast varðandi þjónustuúrræði annars staðar og hvað hefur reynst vel.“ Námið er ætlað fólki sem lokið hefur BA eða BS gráðu á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða annarri sambærilegri menntun. Sigurveig segir námið vera hagnýtt fyrir alla sem vinna með eldra fólki, til dæmis hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, lækna, presta, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Námið verður uppbyggt þannig að fólk geti stundað námið með vinnu. „Ætlunin er að námskeiðin standi í viku í senn og síðan leysa nemendur verkefni. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel á öðrum námsleiðum.“ Námið hefst í október á þessu ári er í tvö ár.


EUBIOTIC Baby Sérvaldir góðgerlar fyrir börn

Eubiotic Baby Inniheldur þrjá sérvalda stofna góðgerla sem hafa vel rannsakaða og þekkta virkni* Eubiotic Baby er framleitt af einum stærsta og virtasta gerlaframleiðanda í heimi Eubiotic Baby er ætlað börnum allt frá 6 mánaða aldri**

* BB-12 (Bifidobacterium animalis subsp. Lactis BB-12), L. 431 (Lactobaccillus L. Casei 431), TH4 (Streptococcus thermophiles TH4). 250x106 CFU ** Sé barnið yngra en 6 mánaða skal hafa samráð við lækni fyrir notkun.

Notkun: • Samhliða sýklalyfjum og eftir að kúr lýkur2 • Til að efla ónæmiskerfið og bæta meltinguna1,4,5,6,7,8 • Til að vinna gegn magakveisu hjá ungbörnum6 • Til að vinna gegn harðlífi og niðurgangi3,7

Fæst aðeins í apótekum Nánari upplýsingar á www.alvogen.is Heimildir: 1. Pitkala, K. S.-S. (2007, Jul/Aug). Fermented cereal with specific bifidobacteria normalizes bowel movements in elderly nursing home residents. A randomized, controlled trial. The Journal of Nutrition, Health and Aging, 11(4), 305-311. 2. Sheu, B.S., Wu, J., Lo, C.Y., Wu, H.W., Chen, J.H., Lin, Y.S., & Lin, M.D. (2002). Impact of supplement with Lactobacillus- and Bifidobacterium-containing yoghurt on triple therapy for Helicobacter pylori eradication. Aliment. Pharmacol. Ther. 16: 1669-1675 3. Rizzardini, G. E. (2012). Evaluation of the immune benefits of two probiotic strains Bifidobacterium animalis, ssp. lactis, BB-12® and Lactobacillus paracasei

ssp. paracasei, L. Casei 431® in an influenza vaccination model: a randomised, double-blind, placebo-controlled study. British Journal of Nutrition, 107, 876884. 4. Gaon, D. G. (2003). Effect of Lactobacillus strains and Saccharomyces boulardii on persistent diarrhea in children. Medicina, 63(4), 293-298. 5. Saavedra, J. A.-H. (2004). Long-term consumption of infant formulas containing live probiotic bacteria: tolerance and safety. The American Journal of Clinical Nutrition, 79, 261-7.

6. Taipale, et al. Bifidobacterium animalis subsp. lactis BB-12 in reducing the risk of infections in infancy. Br.J.Nutr. 2011;105:409-16 7. Saavedra, et al. Feeding of Bifidobacterium bifidum and Streptococcus thermophilus to infants in hospital for prevention of diarrhoea and shedding of rotavirus. Lancet 1994;344(8929):1046-1049 8. Jungersen, M.; Wind, A.; Johansen, E.; Christensen, J.E.; Stuer-Lauridsen, B.; Eskesen, D. The Science behind the Probiotic Strain Bifidobacterium animalis subsp. lactis BB-12®. Microorganisms 2014, 2, 92-110.


— 14 —

16. maí 2014

1

2

3 5

4

6

8 7

Tómu rýmin Eftir niðurskurð áranna eftir hrun hefur nokkrum skurðstofum á landsbyggðinni verið lokað eða dregið úr starfsemi innan þeirra. Á öðrum stöðum hefur húsnæði staðið autt um tíma vegna breytinga, eins og á Vífilsstöðum, í Holtsbúð í Garðabæ og á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Öll rými á Vífilsstöðum eru nú nýtt fyrir fólk sem bíður varanlegrar vistunar á hjúkrunarheimili. Garðabær hefur fest kaup á húsnæði Holtsbúðar, þar sem áður var hjúkrunarheimili, og er verið að kanna möguleika á að opna þar ungbarnaleikskóla.

1 Sankti Jósefsspítali Allri starfsemi á Sankti Jósefsspítala var hætt í ársbyrjun 2012. Síðan hefur húsnæðið staðið autt sem og byggingin á móti sem í daglegu tali er nefnd Kató. Á dögunum var ákveðið að húsnæðið skyldi selt. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, er jákvætt að hreyfing sé komin á málefni Sankti Jósefsspítala. „Núverandi staða, að húsnæðið standi autt og grotni niður, er ekki ásættanleg. Ríkið á 85 prósenta hlut í húsnæðinu svo það er á ábyrgð þess. Ef kaupandi fæst að húsunum þá er það jákvætt en mikilvægast er þó að í húsnæðið öðlist hlutverk að nýju og að í það komist starfsemi sem skapar störf og þjónar nærsamfélagi sínu.“ Sankti Jósefsspítali var vígður árið 1926 og rekinn af Sankti Jósefssystrum til ársins 1978 er ríkið tók við rekstrinum. Ásgeir Theodórs var síðasti yfirlæknir spítalans og segir hann að undir það síðasta hafi því verið velt upp að flytja starfsemina í nútímalegra húsnæði. Byggingin hafi verið barn síns tíma og ekki hentug fyrir nútíma heilbrigðisstarfsemi. „Kjörið væri að opna þarna safn um heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði og um hið góða starf Sankti Jósefssystra. Með því væri sögu þeirra sýnd verðskulduð virðing. Mikið er til af tækjum og tólum frá upphafsárum spítalans sem myndu sóma sér vel á slíku safni.“ Nú í vikunni voru Hollvinasamtök Sankti Jósefsspítala stofnuð í Hafnarfjarðarkirkju.

2 Holtsbúð Garðabæ Húsnæðið að Holtsbúð 87 í Garðabæ stóð um tíma autt eftir að starfsemi hjúkrunarheimilis sem þar var fluttist í nýtt húsnæði. Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, keypti bæjarfélagið Holtsbúð í mars á um 200 milljónir. „Þetta eru yfir 2.000 fermetrar og við höfum velt fyrir okkur ýmsum hugmyndum að nýtingu hússins í framtíðinni. Ein þeirra er ungbarnaleikskóli.“ Sinnum ehf. leigir hluta húsnæðisins, 16 einstaklings- og hjónaherbergi, og býður upp á búsetu fyrir eldra fólk. Einnig er

boðið upp á búsetu fyrir yngra fólk og pör sem þurfa sérhæfða heimaþjónustu vegna veikinda eða annarra aðstæðna.

3 Skurðstofur á Suðurnesjum

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ var tveimur skurðstofum lokað árið 2010 svo í dag er engin slík starfsemi á svæðinu. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir mikið hafa verið reynt að finna verkefni og leigja stofurnar út en án árangurs. „Þessi þróun á sér stað um allt land og um allan heim af ýmsum ástæðum. Erfitt er í ýmsum tilvikum að fá sérhæft starfsfólk, sem nauðsynlegt er fyrir slíka starfsemi, til að búa úti á landi og sömuleiðis er heilbrigðisstarfsfólk almennt með sérhæfðari menntun en á árum áður og leitar því frekar eftir því að starfa á stærri og sérhæfðari einingum. Það var slæmt að missa þessa þjónustu úr nærsamfélaginu en við reynum að bæta þetta upp, til dæmis með starfsemi göngudeilda og komum sérfræðinga.“

4 Vífilsstaðir fullnýttir að nýju

Um tíma var engin starfsemi í húsnæði Vífilsstaða í Garðabæ en nú er búið að taka það allt í notkun og eru þar 42 rými á þremur hæðum. Vistmenn þar bíða allir eftir varanlegri vistun á hjúkrunarheimili.

5 Skurðstofa á Húsavík Eftir niðurskurð árið 2010 var skurðstofustarfsemi hætt hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Að sögn Jóns Helga Björnssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, er verið að skoða hvernig nýta eigi rýmið í framtíðinni. Íbúar sækja nú alla skurðstofuþjónustu, eins og fæðingarþjónustu, sem áður var veitt á Húsavík, til Akureyrar.

6 Hjúkrunarheimilið Garðvangur í Garði

Allir íbúar Garðvangs fluttu um miðjan mars á Nesvelli, nýtt hjúkr-

unarheimili í Reykjanesbæ. Húsnæði Garðvangs stendur því autt. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra í Garði, er það stefna bæjarstjórnarinnar að þar verði aftur rekin hjúkrunarþjónusta við aldraða. „Það byggist á því að fjármagn fáist til nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu. Hugmyndir eru um að þar verði rekin 15 til 20 hjúkrunarrými og verður unnið í því að ná samningi við heilbrigðisráðuneyti um þann rekstur,“ segir Magnús. Húsnæðið Garðvangur er í eigu Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Reykjanesbæjar.

7 Sjúkrahús

Keflavíkurflugvelli

Síðan Bandaríkjaher yfirgaf Keflavíkurflugvöll árið 2006 hefur sjúkrahúsið þar staðið autt og er í umsjón Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Að sögn Kjartans Þórs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Kadeco, er búið að hreinsa allt út úr húsinu og endurhanna það. Framkvæmdir eru þó ekki hafnar. „Við horfum til þess að útlendingum verði veitt heilsutengd þjónusta í húsnæðinu því tækifærin eru svo sannarlega til staðar og markaðurinn erlendis fyrir slíkt fer vaxandi.“ Bæði innlendir og erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi í sjúkrahúsinu og er Kjartan bjartsýnn á að af því verði fyrr en síðar.

8 Skurðstofur í

Vestmannaeyjum

Vegna niðurskurðar er skurðstofan á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja aðeins opin á dagvinnutíma. Þar eru framkvæmdar minni háttar aðgerðir en enginn svæfingarlæknir starfar við stofnunina. „Um leið og fjármagn fæst getum við aftur boðið upp á skurðstofuþjónustu utan dagvinnutíma,“ sagði Gunnar K. Gunnarsson.


Mjúkur, mýkri, mýkstur. Fleiri hár bursta betur Curaprox vörurnar eru seldar í apótekum, Melabúðinni og tannburstarnir fást einnig í verslunum Hagkaupa. www.curaprox.com · http://www.facebook.com/Curaproxiceland ∙ Neskortes ehf neskortes@simnet.is - sími: 555 2781



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.