Liftiminn 2tbl 10 01 2014

Page 1

1. tölublað 2. árgangur

10. janúar 2014

Ellisprengja Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán prósent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðiskerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika. Síða 6

Hátækni á heimsmælikvarða

Krabbi fyrir og eftir kreppu

Karlar mikilvægir í umönnun

Einstakur grunnur til rannsókna

Nox Medical hefur þróað svefnrannsóknabúnað sem vakið hefur verðskuldaða athygli.

Matthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein.

Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar.

Krabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi.

Síða 2

Síða 4

Síða 8

Síða 10

k

t í m* s e f u aðófun t s ni pr k r Vi skum í lín

Lúsasjampó

eyðir höfuðlús og nit

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit

Mjög auðvelt að skola úr hári!

Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri

www.licener.com

* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.


—2—

10. janúar 2014

Ný tækni frá Nox Medical Nanóeindir hindra útbreiðslu krabbameins Vísindamenn við Cornell háskóla í Bandaríkjunum hafa þróað nanóeindir sem eyða krabbameinsfrumum í blóðinu og hindra dreifingu þeirra um líkamann. Rannsóknir eru enn á frumstigi en hafa gefið góða raun. Hættulegasta stig krabbameins er þegar það hefur dreift sér um líkamann en nanóeindirnar drepa krabbameinsfrumurnar þegar þær rekast á. Rannsóknarhópurinn í Cornell háskóla þróaði nýja leið til að stöðva útbreiðslu þeirra og bættu próteininu Trail, sem eyðir krabbameinsfrumum og öðrum klístruðum próteinum við litlar kúlur eða nanóeindir. Þegar kúlunum er dælt í líkamann læsa þær sér á hvítu blóðkornin og við árekstur deyja krabbameinsfrumurnar. Vísindamennirnir telja að slíkar nanóeindir verði hentugar fyrir skurðaðgerðir eða geislameðferð til að fjarlægja krabbameinsfrumur frá aðal æxlinu sem og að koma í veg fyrir æxli dreifi sér. Enn eiga þó miklar rannsóknir eftir að fara fram áður en hægt verður að nota aðferðina á sjúklinga. Ekki hafa komið fram neikvæð áhrif á ónæmiskerfið né aðrar blóðfrumur af aðferðinni. 

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

Íslenska hátæknifyrirtækið Nox Medical sendi á dögunum frá sér nýja afurð, svefnrannsóknakerfið Nox A1. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við fyrirtæki víðs vegar um heim og þó vörur þess séu talsvert dýrari en vörur keppinautanna er þeim vel tekið þar sem gæði eru mikils metin á sviði læknavísindanna. Afleiðingar svefntruflana, eins og kæfisvefns, geta verið lífshættulegar og því er mikilvægt að greina vandann og veita meðferð. Dagný Hulda Erlendsdóttir

N

ox Medical framleiðir hátæknibúnað til rannsókna á svefntruflunum. Árið 2009 kom tækið Nox T3 á markað en það er notað til að rannsaka svefnháðar öndunartruflanir hjá börnum og fullorðnum. Um miðjan desember sendi Nox Medical svo frá sér Nox A1 sem er með ýmsum endurbótum og gefur betri heildarmynd af svefni þar sem tekið er heilarit til að sjá svefnstig á hverjum tíma, hjartalínurit og fótakippir eru skráðir til viðbótar við mögulegar öndunartruflanir. Kostir A1 og T3 tækjanna í samanburði við tæki samkeppnisaðilanna eru meðal annars að þau eru hönnuð með þægindi sjúklingsins í fyrirrúmi, þráðlaus og fyrirferðarlítil og gera fólki kleift að sofa heima án þess að vera flækt í mikið snúrufargan. Dr. Erna Sif Arnardóttir starfar sem forstöðumaður svefnrannsókna á Landspítala og við klíníska ráðgjöf hjá Nox Medical og þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gömul hefur hún starfað við svefnrannsóknir í nær áratug. Hún segir svefntruflanir af ýmsum toga en að kæfisvefn sé algengastur og að með tækninni sé hægt að rannsaka hvort og þá hve oft fólk hætti að anda í svefni. „Súrefni í blóði lækkar og púlsinn ríkur upp sem getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það er mjög mikilvægt að mæla alvarleika öndunartruflana með lífeðlisfræðilegum mælingum og geta útilokað aðra sjúkdóma. T3 tækið frá Nox Medical er notað til mælinga á svefnháðum öndunartruflunum en þegar grunur er um aðra svefnsjúkdóma eins og drómasýki, svefngöngur og aðra hegðun í svefni getum við nú notast við A1 tækið sem gefur þá ítarlegri mynd af svefninum sjálfum.“ Kæfisvefn er algeng afleiðing offitu en hann getur líka hrjáð grannt fólk og börn. Þá er ástæðan yfirleitt of stór úfur í kokinu eða annað sem veldur þrengingum. „Gæði svefns hjá fólki með kæfisvefn eru lítil og margir því mjög syfj-

Spektro

fjölvítamínið fyrir alla Öll þurfum við vítamín og steinefni sérstaklega þegar ekki er passað að borða rétt. Við gleymum oft að taka vítamínin sem er miður, því það er ekki síst þá sem fólk borðar óreglulega og leyfir sér meira í mat og drykk. Spektro er einstök fjölvítamín blanda frá Solaray sem inniheldur öll helstu vítmín og steinefni sem við þurfum á að halda. Einnig jurtir og ensím sem gefa okkur orku, bæta úthreinsun og halda meltingunni góðri. Spektro er sérstaklega samansett til að halda jafnvægi á vítmínum, steinefnum og jurtum, og að þessi hráefni vinni hárrétt saman. Hylkið leysist upp á 20 mínútum svo upptaka líkamans á bætiefnunum er hröð. Spektro fjölvítamín er þar að auki laust við laktósa, sykur, glúten, soja og tilbúin aukefni. Spektro hentar því einstaklega vel þeim sem eru með ofnæmi. Spektro er framleitt í gæða vottuðum verksmiðjum, undir ströngum GMP stöðlum.

Solaray bætiefnin fást aðeins í apótekum og heilsuvöruverslunum.

www.heilsa.is

Nýtt liðband í hné uppgötvað Skurðlæknar á Háskólasjúkrahúsinu í Leuven í Belgíu fundu í október hnéliðband sem hefur ekki verið greint með formlegum hætti áður. Fjallað er um uppgötvunina í The Journal of Anatomy. Liðbandið liggur frá fremri hluta lærbeins og niður á hlið sköflungs. Nox Medical framleiðir búnað til rannsókna á svefntruflunum. Kæfisvefn er algengasta gerð svefntruflana en þeir sem þjást af honum hætta að anda í svefni. Á myndinni eru dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnrannsókna á Landspítalanum og klínískur ráðgjafi Nox Medical og Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ljósmynd/Hari

aðir yfir daginn og með skert lífsgæði. Hann veldur einnig auknu álagi á hjartaog æðakerfi og eykur áhættu á háþrýstingi, heilablóðföllum og hjartaáföllum sé hann ekki meðhöndlaður.“ Erna segir kæfisvefn algengan sjúkdóm og að búið sé að greina um 8 prósent karla og 4 prósent kvenna á miðjum aldri Íslandi en að stór hópur fólks er enn ógreindur. Fyrirtækið Nox Medical ehf. var stofnað á grunni Flögu hf. sem stofnað var 1994 og starfrækt hér á landi fram yfir síðustu aldamót. Í byrjun árs 2006 var starfsemi Flögu á Íslandi lokað en reksturinn fluttur til Bandaríkjanna. „Lykilstarfsmenn úr þróunardeild Flögu stofnuðu Nox Medical um mitt ár 2006. Margir þeirra hafa starfað við þróun á svefnrannsóknabúnaði allan sinn starfsaldur og hafa því gríðarlega mikla þekkingu og reynslu á því sviði. Flaga hafði upp úr aldamótum náð góðri fótfestu á markaðnum og bjó yfir tækni sem stóð öðrum framar svo Ísland varð á þessum tíma stórt nafn í svefnrannsóknum og

sú tenging hefur haldist,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. Nox Medical á í harði samkeppni við um tuttugu stór og smá fyrirtæki sem framleiða lækningatæki til greiningar á svefnröskun. Pétur segir lausnir Nox Medical vera talsvert dýrari en keppinautanna þar sem notkunarmöguleikar og gæði séu mikils metin á sviði læknavísindanna. „Við höfum tekið okkur stöðu sem leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og hönnun okkar og tæknilegt forskot gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir okkar vörur en fyrir sambærilegar lausnir keppinauta okkar. Þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins hefur það náð leiðtogasæti á kröfuhörðum markaði fyrir lækningavörur af þessu tagi. Milljónir fólks um allan heim eru árlega greindar með svefnraskanir og þökk sé góðum viðtökum er stór hluti þessa fólks greindur með búnaði frá Nox Medical,” segir Pétur Már.

Nýi línuhraðallinn kominn í notkun Nýr línuhraðall er kominn í notkun á Landspítalanum og var fyrsti sjúklingurinn meðhöndlaður með tækinu 17. desember. Línuhraðall er tæki sem notað er við geislameðferð við krabbameinum og núna til að byrja með er hann aðeins notaður til einfaldra aðgerða. Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala, segir líklegt að farið verði að nota tækið til flóknari aðgerða í febrúar. „Þetta er flókið tæki og við tökum okkur góðan tíma til að læra vel á það. Núna geislum við fimm til sex sjúklinga í líknandi meðferð á dag. Þá er tækið notað til að draga úr verkjum og öðru slíku. Síðar verður það svo einnig notað til læknandi meðferðar.“ Tveir línuhraðlar eru til á landinu og eru þeir báðir á Landspítalanum. Nýja tækið kom í stað gamals tækis sem ekki er notað lengur en einnig er til sjö ára gamalt tæki sem Jakob segir mjög gott. Frá síðasta hausti var aðeins einn nothæfur línuhraðall á spítalanum því töluverðan tíma tók að setja nýja tækið upp og stilla það af. Nýi línuhraðallinn er að hluta til keyptur fyrir gjafafé en ríkissjóður greiddi stærsta hlutann.

Sérfræðinga hafði lengi grunað að ekki væri vitað um alla hluta hnésins en árið 1879 velti Paul Segond, franskur skurðlæknir, því upp hvort í hnénu væru fleiri hlutar en staðfestir og rannsakaðir höfðu verið. Hann taldi að hnéð gæti ekki verið stöðugt með aðeins þeim hlutum sem þekktir voru, heldur hlytu að vera fleiri hlutar í hnénu. Í skrifum hans kemur fram að hann hafi komið auga á perlulaga liðband sem næði frá framanverðu læri og héldi áfram niður sköflunginn. Það myndi stuðla að stöðugleika á utanverðu hné og koma í veg fyrir að það félli inn á við. Næstu áratugina var liðbandið ekki rannsakað með formlegum hætti en eftir að dr. Claes og samstarfsfólk hans í Leuven í Belgíu hafði tekið eftir því að sjúklingar sem höfðu farið í aðgerðir vegna meiðsla á fremra krossbandi og virst hafa náð sér urðu fyrir því að eftir nokkurn tíma gaf það eftir og meiðsl komu upp á ný. Í framhaldinu var 41 hnjáliður krufinn og rannsakaður og kom þá utanverða liðbandið í ljós.

Eðlisfræðingarnir Maria Sastre og Hanna Björg Henrysdóttir stilla nýja línuhraðalinn á Landspítalanum. Ljósmynd/Hari


Átt þú erfitt með að halda vatni? Þá höfum við lausnina sem sést ekki Góð lausn fyrir karlmenn í staðinn fyrir bleyjur

Hjálpartæki sem samanstendur af uridomi (þvagsmokki) og þvagpoka Nánari upplýsingar veita: Hjúkrunarfræðingar hjá Coloplast / Icepharma í síma 520 4326 http://www.icepharma.is/icepharma/laekning-og-hjukrun/vorur/thvagvorur

www.coloplast.dk/ConveenActive Coloplast er skráð vörumerki í eigu Coloplast A/S.© 2011-08. Allur réttur áskilinn Coloplast A/S, 3050 Humlebæk, Danmark.

ÞÚ

uPP á þitt Besta! Berocca® Performance er einstök samsetning

af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki

Bættu frammistöðu þína með Berocca

- rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur

Syk

t S u a url


—4—

10. janúar 2014

Krabbamein á niðurskurðartímum

Matthea Sigurðardóttir fékk skjaldkirtilskrabbamein árið 2005 og svo aftur síðasta haust. Hún segir mikinn mun krabbameinsmeðferðunum en þegar meinið kom í fyrra skiptið var vel haldið utan um hennar mál en núna í haust þurfti hún sjálf að bera sig eftir öllum upplýsingum og fann fyrir óöryggi. Eftir skurðaðgerð þar sem meinið var fjarlægt dvaldi hún í geymslu innan um skilrúm og tæki. Þrátt fyrir allt segir hún meinið hafa verið hressandi reynslu og áminningu um það sem mestu máli skipti í lífinu – heilsuna og allt góða fólkið sem hún á að.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

M

atthea Sigurðardóttir, eða Matta eins og hún er alltaf kölluð, er 36 ára deildarstjóri í Brúarskóla. Hún hefur tvisvar sinnum fengið skjaldkirtilskrabbamein, fyrst árið 2005 og svo aftur síðasta haust þegar niðurskurður var farinn að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Gríðarlegur munur var á krabbameinsmeðferðunum tveimur þó starfsfólkið hafi gert sitt besta við erfiðar aðstæður. Árið 2005 var meðferðin í góðum farvegi og hún fékk reglulega símtöl frá Landspítalanum um hver næstu skref yrðu. Samvinna ríkti á milli lækna og tæki og tól voru til staðar og í lagi. „Þegar krabbameinið kom upp aftur í fyrra hélt ég að allt myndi bara detta í sama ferlið og áður og hafði engar sérstakar áhyggjur þó ég hafi verið pínu hræddari núna því ég er orðin móðir og þá er erfiðara að standa frammi fyrir ógn.“ Í allri meðferðinni síðasta haust fékk Matta aðeins tvö símtöl frá Landspítala. Í byrjun var henni tilkynnt að hún væri með krabbamein og svo í lok meðferðar fékk hún símtal þess efnis að það væri farið. Í millitíðinni þurfti hún að ganga á eftir öllu sem meðferðinni fylgdi með ítrekuðum símhringingum. „Helsti munurinn var að áður var litið á mig sem sjúklinginn Möttu og ef ég hafði áhyggjur var brugðist við því. Ef ástæða var til að ætla að ég þyrfti að fara í skoðanir fór ég í þær. Núna í seinna skiptið upplifði ég það þannig að ég væri sjúkdómurinn skjaldkirtilskrabbamein sem hegðar sér yfirleitt á ákveðinn hátt. Þannig var brugðist við og ekki tommu lengra. Það hefði verið gott ef einhver hefði gefið sér tíma til að setjast niður með mér og spyrja hvernig mér liði.“

Með símann undir koddanum

Á móti mér tók brosandi geislafræðingur sem tilkynnti mér þær góðu fréttir að bilaði armurinn á skannanum væri kominn í lag.

Í byrjun var Möttu tilkynnt að meðferðin gæti tekið hálft ár en hún fékk engar upplýsingar um hvenær hún mætti eiga von á næsta símtali eða hvað tæki við. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja vinnuveitandanum því ég hafði ekki hugmynd um hvenær skurðaðgerðin yrði. Ég var því bókstaflega alltaf með símann á mér því ég vildi alls ekki missa af símtali frá spítalanum en til þess kom þó ekki því það var aldrei hringt í mig. Alla meðferðina var það alltaf ég sem hafði samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um næstu skref. Við þessar aðstæður vill maður vita um hvað tekur við næst og þá líður tíminn líka hraðar sem er mikilvægt við aðstæður sem þessar,“ segir hún. Frá því Matta vissi að hún væri aftur komin með krabbamein og þangað til hún fékk að vita hvenær meðferðin hæfist liðu fjórar vikur. „Eftir að hafa beðið í fjórar vikur eftir símtali um tímasetningu aðgerðarinnar gat ég ekki meira og hringdi og þá fyrst var ritari skurðlæknisins sem átti að framkvæma aðgerðina að fá bréf frá krabbameinslækninum en báðir starfa þeir á Landspítalanum.

og hlær. Allt hafðist þetta þó og nokkrum dögum síðar kom símtal frá spítalanum um að engar krabbameinsfrumur væru sjáanlegar.

Of ung fyrir brjóstamyndatöku

Þó krabbameinið sem Matta fékk sé í flestum tilvikum læknanlegt getur það dreift sér í brjóst, lungu og víðar og því er þörf á brjóstamyndatöku að meðferð lokinni. Árið 2005 var slík myndataka hluti af meðferðinni og en núna í haust var það breytt svo hún reyndi sjálf að panta sér tíma hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð. „Ég er ekki nógu gömul til að fá að fara í brjóstamyndatöku svo ég fékk ekki tíma. Þegar ég leitaði eftir aðstoð frá Krabbameinsdeild Landspítalans fékk ég þau svör að það væri ekki þeirra hlutverk að útvega mér brjóstamyndatöku. Mér finnst skipta máli að þessum reglum verði breytt því það er mikilvægt fyrir ungt fólk með krabbamein að fá undanþágu frá aldurstakmarkinu.“

Hressandi reynsla

Matthea Sigurðardóttir,

Þessi tími var mjög skrítinn, að vera með krabbamein og tilbúin að fara hvenær sem er í aðgerð og allir mínir nánustu tilbúnir að hjálpa til við að passa son okkar og vinnuveitandinn að gefa mér frí í vinnunni.“

Rúllað inn í geymslu

Krabbameinið var í bæði skiptin fjarlægt með skurðaðgerð og þegar Matta vaknaði eftir aðgerðina árið 2005 komu bæði krabbameinslæknir og skurðlæknir til hennar og ræddu um hvernig hafði gengið. Núna í haust var raunin önnur og aðeins skurðlæknirinn kom eftir aðgerðina og tilkynnti henni að vel hefði gengið. „Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina var mér tilkynnt að ég ætti að jafna mig á annarri deild. Svo hafði sú deild ekki pláss fyrir mig svo ég fór á þriðju deildina og var rúllað þar inn í geymsluskáp sem var fullur af skilrúmum og öðru dóti svo rúmið rétt komst fyrir. Ég vissi ekkert hvar ég var, hvort ég mætti fara heim eða ætti að borga. Það kom enginn og tilkynnti mér formlega að ég mætti fara heim. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti að segja einhverjum að ég væri að fara eða hvort yrði kannski auglýst eftir mér – sjúklingur með úfið hár og 18 sauma í hálsinum á rangli í nágrenni Landspítala.“ Eftir leit að fötunum sínum, sem höfðu orðið eftir á fyrstu deildinni, ákvað hún að fara heim þar sem hún var orðin hressari. Lyfin voru svo á annarri deild en á því áttaði hún sig ekki fyrr en hún kom heim. „Svo kom ég út úr geymsluskápnum þegar ég var orðin alklædd og sá starfsmann í fjarlægð sem ég veifaði bless. Svo bara gekk ég út og þetta var allt mjög ruglingslegt og sérstakt.“ Eftir skurðaðgerðina þurfti Matta að taka inn lyf sem innihélt geislajoð. Á meðan lyfið

var enn í líkamanum fór hún svo í skanna þar sem kannað var hvort enn væru krabbameinsfrumur í líkamanum. Sem fyrr beið Matta eftir símtali en henni hafði verið sagt að lyfin kæmu eftir viku til tíu daga úr pöntun að utan og að haft yrði samband við hana. „Svo liðu tvær vikur og ekki var hringt í mig. Þá hringdi ég sjálf á krabbameinsdeildina og var sagt að lyfið væri komið en að ég yrði að bíða eftir símtali frá lækni. Það kom ekki svo ég hringdi sjálf, aftur. Þá sótti ég lyfið í apótekið á Landspítalanum fór með það á krabbameinsdeildina til að láta sprauta því í mig. Þegar ég mætti þangað vissi enginn hver hefði boðað mig en svo þegar hjúkrunarfræðingur ætlaði að sprauta því í mig fann hún engan stað í næði svo á endanum fengum við að fara inn á skrifstofu til læknis sem var í símanum og að senda tölvupóst. Ég þurfti því að girða niður um mig þar og fá sprautu í rassinn svo þetta var svona frekar heimilislegt.

Bilaður skanni

Þegar lyfjunum hafði verið sprautað í Möttu átti hún að fara í skanna sem þá var bilaður. „Ég var sem sagt með rándýrt lyf í rassinum og gat ekki farið í skannann. Þegar hann komst loks í lag fékk ég tíma og á móti mér tók brosandi geislafræðingur sem tilkynnti mér þær góðu fréttir að bilaði armurinn á skannanum væri kominn í lag. Við gáfum hvor annarri fimmu og drifum okkur í verkið. Það er skemmst frá því að segja að þessa fjóra klukkutíma sem ég var í skannanum var armurinn að detta út og inn og reglulega tilkynnti geislafræðingurinn mér stöðu mála. Þetta var farið að minna á það þegar Samúel Örn Erlingsson datt inn og út af alþingi eina kosninganóttina,“ segir Matta

Þrátt fyrir allt segir Matta krabbameinið hafa verið hressandi lífsreynslu og tækifæri til að einbeita sér að því sem mestu máli skipti í lífinu. „Ég var alltaf að flýta mér og bæði í fullri vinnu og meistaranámi. Ég myndi alveg þiggja að fá svona högg reglulega í lífinu svo lengi sem það er ekki alvarlegra en þetta. Þegar krabbameinið uppgötvaðist hætti allt að skipta máli nema fjölskyldan og heilsan og það er svo ótrúlega gott. Þetta voru þó ekki nema nokkrar vikur en samt dásamlegur tími.“ Matta finnur það á fólki í kringum sig á hennar aldri að það sé mikill hraði sem fylgir því að gera allt á sama tíma – vinna, mennta sig og ala upp börn. „Manni finnst alltaf að það sé svo margt sem þarf að klára og er með endalaust samviskubit yfir því að ná ekki að klára allt. Þessar vikur sem ég var með krabbameinið var ekkert annað á mínum minnislista en að vakna, anda, knúsa barnið mitt og láta mér batna. Við foreldrarnir vorum að vinna að því að láta son okkar sofna sjálfan en ég hætti því bara og knúsast í honum þangað til hann sofnar. Mér er eiginlega alveg sama þó ég þurfi alltaf að svæfa hann. Ekki að ég hafi haldið að þetta væri mitt síðasta heldur er svo gott að finna hvað skiptir máli. Hann verður vonandi farinn að sofna sjálfur um fermingu.“ Þrátt fyrir að hafa verið með geislabaug og í brúnum kyrtli í nokkrar vikur viðurkennir hún þó að vera aðeins farin að fussa og sveia og pirra sig á einhverju sem skiptir ekki nokkru máli. „Mér tókst að vera dýrlingur í nokkrar vikur og það var dásamlegt að fá þá gjöf að sjá hvað það er sem virkilega skiptir máli. Svo er það gamla klisjan sem á svo sannarlega við – hvað það var gott að finna að hvað ég á góða að.“

Lyfjafræðideild HÍ fær styrki frá ESB Vísindafólk við lyfjafræðideild Háskóla Íslands hlaut nýverið þrjá styrki til þátttöku í Marie Curie mannauðsáætlun Evrópusambandsins. Heildarupphæð styrkjanna nemur rúmlega 110 milljónum króna. Að sögn Más Mássonar, forseta lyfjafræðideildar HÍ, hafa styrkirnir gríðarlega mikla þýðingu. „Deildin hefur verið í mjög öflugu Már Másson, forseti lyfjafræðideildar HÍ, segir mikilvægt að deildin geti svarað kröfum lyfjaiðnaðarins.

samstarfi við marga aðila innanlands og utan en það er auðvitað alveg sérstök lyftistöng að fá svona styrki frá ESB,“ segir Már og bætir við að styrkirnir muni nýtast í doktorsverkefni á mörgum mismunandi sviðum og efli það starf sem fyrir er. „Það er erfiðara að fá styrki hér á landi núna en áður og því er það eiginlega lífsnauðsynlegt fyrir deildina að það takist að afla styrkja líka erlendis frá. Lyfjarannsóknir eru dýrar og við eigum í samkeppni við lönd þar sem styrkjaumhverfið er betra. Við þur f um að mennta fólk því lyfja- og líftækni iðnaður

styrkist hérna dag frá degi.“ Már segir þennan iðnað hlutfallslega öflugri en í flestum öðrum ríkjum. „Lyfjaiðnaður sem hlutfall af landsframleiðslu er að öllum líkindum með því stærsta sem þekkist og því er mjög mikilvægt að við getum svarað kröfum hans.“ Styrkirnir auki möguleika deildarinnar en séu jafnframt áskorun. „Við þurfum þá að halda áfram að byggja upp aðstöðu sem er sambærileg við það sem best gerist í öðrum löndum. Við þetta hleypur okkur kapp í kinn og sýnir að við erum á réttri leið.“ Alls hlutu þrjú verkefni við deildina styrk til þátttöku í svokölluðu þjálfunarneti mannauðsáætlunar Marie Curie. Í þjálfunarnetinu felst að fjöldi evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja hefur samstarf um þjálfun vísindafólks á fyrstu stigum starfsferils síns. Í hverju þjálfunarneti er unnið að einu

heildarverkefni en fjöldi rannsóknarhópa vinnur svo einnig að smærri verkefnum. Verkefni lyfjafræðideildar eru undir stjórn Margrétar Þorsteinsdóttur dós-

ents, Sesselju Ómarsdóttur dósents, Elínar Soffíu Ólafsdóttur prófessors og Þorsteins Loftssonar prófessors.

Lyfjafræðideild HÍ hlaut á dögunum styrki frá ESB að heildarupphæð 110 milljónir. Á myndinni er Sesselja Ómarsdóttir, dósent við deildina.



—6—

10. janúar 2014

Ekki viðbúin fjölgun Hlutfall aldraðra fer vaxandi og á næstu tveimur ára­ tugum hér á landi mun fjölga um 28.757 í aldurshópn­ um 70 ára og eldri. Í þeim aldurshópi í dag eru 29.252 en verða árið 2034 um 58.000 samkvæmt mannfjölda­ spá Hagstofu Íslands. Fólk sjötugt og eldra verður þá 15 prósent hlutfall af landsmönnum, miðað við 9 prósent nú. Hækkandi aldri fylgja bæði kostir og gallar en ljóst er að álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast og kostnaður samfara því. Samlokukynslóðin svokallaða ber hitann og þungann af umönnun aldraða fólksins og dregur heiti sitt af því að bera einnig ábyrgð á því að gæta barnabarnanna.

% 17 16 15 14 13

Samkvæmt spám Hagstofu Íslands mun fólki yfir sjötugt, sem hlutfall af heildarfjölda landsmanna, fjölga eins og grafið sýnir. Fólk sem nú er 70 ára og eldra er nú 9% landsmanna en það hlutfall mun nálega tvöfaldast á næstu 30 árum.

12

M

eð framförum í læknavísindum og breyttum lífsstíl lifir fólk lengur og samhliða breytist aldurssamsetning landsmanna og benda spár til að hlutfall aldraðra hækki mikið hér á landi eins og víða um heim á næstu árum. Í janúar 2014 voru 29.252 Íslendinga 70 ára og eldri en samkvæmt spá Hagstofunnar verður fjöldinn kominn upp í 58.009 eftir aðeins tvo áratugi. Aldrað fólk er þó mun heilsuhraustara í dag en áður. Ljóst er þó að álag á heilbrigðiskerfið mun aukast mikið og telur Guðný Bjarnadóttir, öldrunarlæknir og aðstoðaryfirlæknir á Landakoti, ljóst að miðað við stöðuna í dag sé heilbrigðiskerfið ekki reiðubúið að taka á móti þessum vaxandi fjölda aldraðra. „Við þurfum að gera ráð fyrir öðruvísi spítala en við erum með í dag. Sjúkrahús framtíðarinnar þarf að vera hannað fyrir aldraða. Staðan er þannig að þeir sem leita á bráðamóttöku til innlagnar eru flestir aldraðir. Heilbrigðiskerfið er alltof sundurlaust fyrir lang- og fjölveikt fólk. Meiri samvinna þarf að koma til á milli deilda, sérgreina og teyma til að gera það besta fyrir þann stóra hóp sem við eigum eftir að taka á móti á næstu áratugum. Þegar er byrjað ýmis konar samstarf á milli öldrunarlækna og annarra sérgreina sem hefur bætt horfur aldraðra, til dæmis á milli bæklunar- og öldrunarlækna vegna gigtar og beinbrota.“

Fjöllyfjanotkun vandamál

Öldruðum fjölgar, einnig þeim elstu og veikustu sem þurfa mest lyf. Það eru stöðugt að koma ný lyf á markaðinn sem geta haldið sjúkdómum sem hrjá gamalt fólk í skefjum. Það þarf að vanda lyfjavalið vel. Guðný segir fjöllyfjanotkun hjá öldruðum vandamál sem þó hafi fengið aukna athygli á undanförnum árum. „Þetta er stórt vandamál og aukaverkanir vegna lyfja eru algeng orsök sjúkrahúsinnlagna.“ Samfella í meðferð sé mikilvæg og að eitt teymi fylgist með hverjum einstaklingi sem hafi bæði í för með sér sparnað og öryggi, ásamt því að koma í veg fyrir óþarfa meðferð.

merki þess séu þegar farin að sjást. „Það má þakka ýmsum framförum í læknavísindum á síðustu áratugum, einnig bættum félagslegum aðbúnaði barna og fullorðinna. Góð heilsa á efri árum byggir á góðu andlegu og líkamlegu heilsufari frá grunni. Núna er boðið upp á markvissari og öruggari meðferð við ýmsum sjúkdómum sem hrjá gamalt fólk, eins og háþrýstingi og sykursýki. Það er miklu minna um alvarleg heilablóðföll en áður vegna fyrirbyggjandi meðferðar með blóðþynningu og kólesteróllækkandi lyfjum. Eins er komin fram einföld aðgerð við ósæðarlokuþrengslum sem hefur sýnt góðan árangur og bætt lífsgæði fólks.“ Hún segir einnig viðurkennt í dag að endurhæfing aldraðra margborgi sig. „Áður fyrr fór gamalt lærbrotið fólk ekki í endurhæfingu en nú er búið að sanna að slík endurhæfing borgar sig langt fram yfir nírætt.“

Dagvistanir skortir

Guðný starfar á dagdeild á Landakoti. Þangað kemur fólk að morgni dags til endurhæfingar og meðferðar og fer heim seinni partinn. Hún segir ganga verr og verr að útskrifa fólk þaðan í önnur úrræði. „Það eru aðeins tvær almennar dagvistanir í Reykjavík, önnur er Múlabær og hin Þorrasel. Það eru yfir 20 ár síðan ný slík dagvistun fyrir líkamlega veikt gamalt fólk var síðast opnuð í Reykjavík og mjög brýn þörf á að minnsta kosti einni slíkri í viðbót. Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi, tekur í sama streng og bendir á að langir biðlistar séu eftir heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvöl sem séu mikilvæg úrræði fyrir fólk sem býr heima í hárri elli. „Hér hjá okkur á Hrafnistu í Kópavogi er dagdvöl fyrir 30 manns á dag og í allt eru um 70 manns sem nýta sér þessa þjónustu í hverri viku. Sumir eru tvo daga í viku en aðrir oftar. Ef fleiri slík úrræði væru í boði myndi það hjálpa mikið til við að auka lífsgæði aldraðra.“

Hjón á hjúkrunarheimili

Yfirleitt er langt ferli að baki því að leggjast inn á hjúkrunarheimili og oft hefur mikið álag verið á nánustu fjölskyldumeðlimum við umönnun. Hrönn segir það þó oft erfiða ákvörðun að flytja á hjúkrunarheimili, bæði fyrir þann sem flytur og aðra fjölskyldumeðlimi. „Það fylgir því sorg að fara úr eigin húsnæði og frá makanum. Hjá fjölskyldunni er einnig oft samviskubit yfir því að geta ekki meir og vera ekki lengur aðal umönnunaraðilinn. Það getur verið erfitt eftir 40 til 60 ára sambúð að flytja undir sitt hvort þakið og fólki finnst það ekki vera nánasta fjölskylda lengur því hún er skilgreind þannig að búa undir sama þaki,“ segir Hrönn. Til að bregðast við þessu var ákveðið á síðasta ári að leyfa fólki að flytja inn á Hrafnistu í Kópavogi til maka sinna. „Það eru makar sem vilja búa með sínum áfram þó þeir séu mikið veikir. Við höfum boðið mökum að vera hérna hjá okkur yfir daginn og borða hjá okkur og taka þátt í því starfi sem í boði er. Þá getur makinn búið í þjónustuíbúðunum sem innangengt er af á hjúkrunarheimilið og hinn aðilinn er þá hérna á hjúkrunarheimilinu. Sumum finnst það ekki nóg og vilja búa með sínum maka í herbergi.“ Í apríl 2013 hófst samvinnuverkefni á milli Hrafnistu í Kópavogi og velferðarráðuneytisins sem lýkur í desember 2014 þar sem maki getur flutt inn á hjúkrunarrými sem eru um 35 fermetrar. Hrönn segir þetta fyrirkomulag þó á margan hátt flókið og að ýmsar siðferðilegar spurningar sem hafi vaknað. „Eins og til dæmis ef makinn sem flutti inn til okkar þarf skyndilega á heimahjúkrun að halda. Hver á þá að veita hana? Eins ef makinn sem er í hjúkrunarrýminu deyr, þá höfum

Framfarir í læknavísindum

Ýmsir kostir fylgja því að fólk nái hærri lífaldri og segir Guðný að ungt fólk í dag megi eiga von á því að eiga fleiri ár við góða heilsu og færni en formæður og feður og að

11

11,6%

10 9

9% Guðný Bjarnadóttir öldrunarlæknir.

8

2014

Tæknin á efri árum

2024

Samkvæmt spám verður hlutfall 65 ára og eldri í flestum ríkjum Evrópu 30 prósent árið 2050. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir ljóst að þróunin verði snögg upp úr 2020 því þá komist stórir hópar á efri árin. „Þessa þróun er lítið farið að undirbúa hér á landi. Þetta er vitað en engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar.“ Þórunn telur að eldri borgarar framtíðarinnar verði að einhverju leyti ólíkir því sem þekkist í dag og eigi án efa eftir að sækjast í auknum mæli eftir því að búa í húsnæði á einni

hæð og nýta sér tæknina. „Það er hægt að nýta tæknina í svo margt, eins og til dæmis að loka gluggum eða slökkva ljósið með tölvunni. Í Danmörku er byrjað að gefa sjúklingum ráðleggingar í gegnum netið. Ég er viss um að tæknin á eftir að nýtast okkur á margan hátt á efri árunum og bæta bæði öryggismál og gera fólk meira sjálfbjarga heimavið. Í Þýskalandi hef ég séð sniðug hjálpartæki fyrir eldri borgara til að sjá um garðinn sinn.“ Kannanir sýna að hluti aldraðra sem býr einn er einmana og segir

Þórunn það falið vandamál. „Það eru fleiri sem búa einir eftir því sem árunum fjölgar, annað hvort vegna makamissis, skilnaðar eða hafa aldrei hafið sambúð.“ Hún bendir á að í Danmörku og Noregi séu verkefni sem byggjast á því að eldri borgarar hjálpi hver öðrum. „Þá er það hugsað þannig að ef fólk býr í þjónustuíbúðablokkum og það er einhver sem kemur aldrei fram og blandar geði við hina. Þá bankar fólk upp á og hvetur viðkomandi til að vera með. Svona lagað hjálpar en við komum aldrei fullkomlega í veg fyrir einmanaleika.“

... við komum aldrei fullkomlega í veg fyrir einmanaleika.


—7—

10. janúar 2014

aldraðra Samlokukynslóðin

Í sumum tilfellum er það þannig að þegar fólk kemst á það háan aldur að þurfa á miklum stuðningi barna sinna að halda eru börnin sjálf orðin mjög fullorðin. Líklegt er að börn níræðs fólks séu á milli sextugs og sjötugs og jafnvel eldri. Þessi hópur fólks er gjarnan kallaður samlokukynslóðin og segir Hrönn til útskýringar að foreldrar fólks í þessum hópi séu oft háaldraðir og mikið veikir og að á þeim sé einnig álag frá börnum og barnabörnum sem þeir sjái um að passa. „Þetta kallast að vera í samlokunni og ef til vill er að fjölga í þessum hópi. Hérna sjáum við oft marga sjúklinga verða til úr einum. Fólk getur sjálft veikst af álaginu og ábyrgðinni sem fylgir því að bera ábyrgð á umönnun foreldra sinna.“

Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

ný leið í hugmyndafræði þannig að staðurinn sé líkari heimili en sjúkrastofnun. „Fólk kemur með gardínur, rúmföt og handklæði með sér og starfsfólkið er ekki í einkennisfötum, heldur í hefðbundnum klæðnaði. Svo erum við ekki með ákveðna fótaferðar- og baðtíma. Flest hjúkrunarheimili sem opna í dag eru á þessum nótum, eins og Ísafold í Garðabæ, Hlíð á Akureyri og Brákarhlíð í Borgarnesi.“

við viku til að úthluta rýminu aftur og það gildir líka í þessum tilvikum. Þetta er tilraun og eigum við eftir að sjá hver niðurstaðan verður.“ Núna hafa tveir nýtt sér þetta úrræði á Hrafnistu í Kópavogi og leggur Hrönn áherslu á að aldraðir séu fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar þarfir sem koma þurfi til móts við.

17% Það besta við efri árin

Ný hugmyndafræði

Hrafnista í Kópavogi opnaði fyrir fjórum árum og hefur verið farin

Framtíðarþing um farsæla öldrun var haldið síðasta sumar í tilefni af Evrópuári um virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna. Fyrirkomulag þingsins var það sama og á Þjóðfundunum 2009 og 2010 þar sem fólk vann saman í hópum. Eitt af viðfangsefnunum var að taka saman það besta við efri árin. Eftirfarandi eru nokkur atriði sem þátttakendur nefndu.

15,1%

Tækifæri til að gera ýmislegt sem hefur beðið, eins og ferðast og sinna áhugamálum.

 Frelsi  Meiri tími með börnum og ættingjum

Ljósmyndir/Hari

Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi.

2034

2044

Þörf á rannsókn á næringu aldraðra Rannsókn sem gerð var árið 2003 meðal sjúklinga á öldrunarsviði Landspítala leiddi í ljós að nær 60 prósent þátttakenda væru vannærðir. Slík rannsókn hefur ekki verið framkvæmd síðan hér á landi svo lítið er vitað um stöðuna nú. Næringarástand fólks á hjúkrunarheimilum hér á landi hefur ekki verið rannsakað. Að sögn dr. Ólafar Guðnýjar Geirsdóttur, næringarfræðings á Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, hvarflaði ekki að fólki árið 2003 að svo mikil vannæring væri

meðal aldraðra sjúklinga á Landspítala og rannsóknin leiddi í ljós. „Það er mikilvægt að skoða hver staðan er í dag og hvort sú vitundarvakning sem varð þá hafi einhverju breytt því hvernig við sinnum þessum málaflokki. Annars erum við ekki að sinna þessu góða fólki sem gerði okkur kleift að hafa það eins gott og við höfum það núna.“ Ýmsar ástæður, bæði líkamlegar og félagslegar, geta legið að baki því að eldra fólk nærist illa og nefnir Ólöf sem dæmi

að það sé ekki eins skemmtilegt að elda og borða einn og í góðum félagsskap. „Það þyrfti að stofna hópa sem hittast og elda og borða saman. Það myndi auka lífsgæði margra. Stundum læt ég mig dreyma um að eldra fólk geti fengið til sín skemmtilega félagsliða sem fara með því í búðina og kaupa í matinn, elda og borða.“ Ólöf segir bragðskyn einnig minnka með aldrinum og að lyf geti truflað bragðskyn, til dæmis þannig kaffi- eða kjötbragð verði vont.

Að ráða tímanum sínum

Vakna á morgnana og dóla sér

Að sjá barnabörnin vaxa úr grasi

Öðlast meiri yfirvegun

Vera meðvitaður um hvað tíminn er dýrmætur

Ferðast og skoða heiminn

Áunnin hugarró og þroski

 

Nægur tími til að lesa

 

Sofa frameftir

Kaffi og hvítvínsboð með vinkonunum

Njóta þess að vera maður sjálfur

Það er flott að vera ættmóðir eða ættfaðir

Lesa sér til ánægju allan daginn

Að gera allt í rólegheitum, ekkert stress

Eiga frí í miðri viku

Rækta samband við gamla vini

Tími til að flokka myndir og bréf


—8—

Karlar jafn mikilvægir í um­ önnun og konur í stjórnun Öldrunarheimili Akureyrar stóðu fyrir átaki síðasta vor og hvöttu karlmenn til að sækja um umönnunarstörf. Birtar voru sérstakar auglýsingar og bárust 25 umsóknir frá körlum. Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir jafn mikilvægt að karlar sinni umönnun og að konur séu í stjórnunarstörfum – án þess fari samfélagið á mis við margt. D ag n ý H u l da E r l e n d s d ó t t i r

E

ftir átak til að fjölga karlmönnum við umönnunarstörf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar síðasta vor bárust 25 umsóknir frá körlum og voru 16 karlar við störf þar síðasta sumar. Áður höfðu þeir aðeins verið fimm svo fjöldinn tvöfaldaðist. Nú í vetur hafa starfað 11 karlar við umönnun og vinna þeir eftir sömu starfslýsingu og fá sömu laun og konur. „Þeir ganga í öll störf og þrífa, elda, baka, baða, skipta um perur og sinna öllu sem þarf að sinna,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Stjórn öldrunarheimilanna taldi mikilvægt að breyta ímynd um-

önnunarstarfa og gera þau almennt meira aðlaðandi. Upp úr þeirri vinnu spratt sú hugmynd að hvetja karla til að sækja um og ögra þeim hugmyndum að þetta séu kvenna- en ekki karlastörf. „Við auglýstum sumarstörf í tvennu lagi. Annars vegar voru almennar auglýsingar og hins vegar auglýsingar sem beint var sérstaklega til karla. Almennt hafa konur meiri starfsreynslu á þessu sviði svo við vildum gefa körlum tækifæri til að öðlast þessa reynslu og eiga möguleika á að komast í störfin og vera samkeppnishæfir. Þetta var gert með vísan í jafnréttislög og í samstarfi við Jafnréttisstofu,“ segir Halldór og leggur áherslu á að breytingar verði líka með aukinni umræðu. „Það eru víða skiptar skoðanir með aukinn fjölda karla við umönnunarstörf og mismunandi viðbrögð. Stærsti þátturinn eru samt viðhorfin

Undirbúningur grænmetisreits við Lögmannshlíð.

Við þurfum öll að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig við myndum bregðast við ef barnið okkar segðist ætla að vinna við umönnunarstörf á hjúkrunarheimili og hvort viðbrögðin væru þau sömu eftir því hvort sonur okkar eða dóttir ætti í hlut.

í samfélaginu. Við þurfum öll að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig við myndum bregðast við ef barnið okkar segðist ætla að vinna við umönnunarstörf á hjúkrunarheimili og hvort viðbrögðin væru þau sömu eftir því hvort sonur okkar eða dóttir ætti í hlut.“ Hjá öldrunarheimilunum starfa rúmlega þrjú hundruð manns svo þrátt fyrir góðan árangur af átakinu síðasta vor er hlutfall karla meðal starfsfólks í umönnunarstörfum aðeins þrjú til fjögur prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut en eigum ennþá langt í land. Þetta er langtíma verkefni. Samfélagið fer á mis við svo margt með kynjaskiptum vinnumarkaði, fjölbreytnin er mikilvæg vídd og það er alveg jafn mikilvægt að karlmenn séu í umönnunarstörfum eins og konur í stjórnunarstörfum.“

Hjá Öldrunarheimilum Akureyrar starfa 11 karlar við umönnunarstörf. Framkvæmdastjóri heimilanna segir mikilvægt að breyta þeim viðhorfum í samfélaginu að slík störf séu kvennastörf. Á myndinni er Jón Þorleifsson starfsmaður með þeim Hauki Gíslasyni, Birgi Steindórssyni og Magnúsi Jónatanssyni.

KYNNING

S

Hreyfing fyrir alla undir faglegri leiðsögn

júkraþjálfararnir Erla Ólafsdóttir og Steinþóra Jónsdóttir í Sjúkraþjálfun Styrks eru að byrja með nýtt sex vikna námskeið sem ætlað er þeim sem glíma við vandamál frá stoðkerfi og hafa ekki fundið sér hreyfingu við hæfi. Námskeiðið kallast Hreyfigrunnur og hefst á mánudaginn næsta. „Námskeiðið er byggt upp á einföldum grunnæfingum og fræðslu. Við leggjum áherslu á að þátttakendur geri æfingar rétt og læri með því góða líkamsbeitingu og átti sig á hvernig þeir eru að beita eigin líkama í þjálfun og einnig í daglegu starfi,“ segja þær Erla og Steinþóra. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir að meta hvaða tegund þjálfunar hentar hverjum og einum. „Námskeiðið er því góður grunnur fyrir þá sem vilja koma sér af stað í hreyfingu en eru óöruggir að byrja vegna einkenna frá stoðkerfi,“ segja sjúkraþjálfararnir tveir. Námskeiðin verða alltaf í gangi en fyrsta námskeiðið hefst núna mánudaginn 13. janúar. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og lúta meðal annars að forvörnum, þjálfun, fræðslu og sérhæfðum meðferðarúrræðum, enda snýst sjúkraþjálfun um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Hver og einn einstaklingur getur sótt sér upplýsingar og fræðslu til sjúkraþjálfara sem hafa sérhæfða menntun og djúpstæða þekkingu á stoðkerfi og starfsemi líkamans. Reglubundin hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, á hvaða aldri sem er og nota sjúkraþjálfarar hreyfingu sem hluta af meðferð í sínu starfi. Þetta hafa þær Erla og Steinþóra haft í huga við undirbúning námskeiðsins. Hreyfigrunnur er nýjasta viðbótin við fjölbreytta starfsemi í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks. Boðið er upp á hópþjálfun fyrir hjartaog lungnasjúklinga, einstaklinga með færni- og jafnvægisskerðingar, konur með vefjagigt, auk þess sem hraustir einstaklingar geta náð sér í ráðlagðan dagskammt af hreyfingu í hádeginu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi Sjúkraþjálfunar Styrks á heimasíðu fyrirtækisins www.styrkurehf.is.

Steinþóra og Erla eru að byrja með nýtt námskeið í Sjúkraþjálfun Styrks. Námskeiðið kallast Hreyfigrunnur og hentar vel þeim sem glíma við vandamál frá stoðkerfi og hafa ekki fundið hreyfingu sem hentar. Ljósmynd/Hari


Cocune vörulínan hentar öllum húðgerðum. Hún inniheldur raka, hefur ekki ertandi áhrif og skilur húðina eftir silkimjúka. Cocune blautklútar Blautklútarnir eru ofnæmisprófaðir, mjúkir, þykkir og henta vel til daglegrar almennrar húðumhirðu. Þeir henta vel viðkvæmri húð, eru án alkóhóls og ertandi efna.

Cocune hreinsifroða Hreinsifroðan hentar bæði fyrir venjulega og viðkvæma húð. Froðan er einkar þægileg til að fjarlægja óhreinindi á viðkvæmum svæðum líkamans og hentar vel til daglegrar notkunar.

Cocune varnarkrem Varnarkremið er fyrir viðkvæma húð kynfærasvæðisins og skilur eftir þunnt varnarlag á húðinni sem verndar gegn raka. Kremið er auðvelt í notkun, kemur í þægilegum 300 ml brúsa með pumpu.

Advanced Medical Nutrition

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi

Fæst í apótekum


— 10 —

Ein fullkomnasta krabbameinsskrá í heimi

Fjölbreytt dagskrá á Læknadögum 2014 Þétt dagskrá verður frá morgni til kvölds á Læknadögum 2014 sem haldnir verða í Hörpu 20. til 24. janúar.

Frá árinu 1954 hefur Krabbameinsfélag Íslands haldið ítarlega skrá um tíðni krabbameina. Sökum þess hve landsmenn eru fáir og krabbamein meðhöndlað á fáum stöðum er talið að yfir níutíu og níu prósent tilvika séu skráð. Skráningin hefur reynst vísindamönnum einstakur grunnur til rannsókna. Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir hjá Krabbameinsskrá segja krabbamein ekki dauðadóm, heldur sjúkdóm sem í mjög mörgum tilfellum sé hægt að lækna.

Á LæknaÁsgeir Theódögum mun dórs, læknir Speglunareining meltingarsjúkdómadeildar Landspítalans sýna holsjárskoðun í „beinni“ útsendingu og verða þá framkvæmdar skoðanir á vélinda, maga, skeifugörn og ristli. Í framhaldinu verður málþing um skimun ristilkrabbameina en tíðni þeirra hefur aukist mikið á undanförnum árum. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Líftímans í viðtali við Ásgeir Theódórs, lækni og sérfræðing í meltingarsjúkdómum, hafa niðurstöður nýrrar evrópskrar rannsóknar sýnt fram á að skimun fyrir ristilkrabbameinum bjargi mörgum mannslífum ár hvert og hafa Íslendingar dregist verulega aftur úr öðrum vestrænum ríkjum þegar kemur að forvörnum gegn ristilkrabbameini.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

S

tuttu eftir að Krabbameinsfélag Íslands var stofnað var ákveðið að setja á laggirnar sérstaka krabbameinsskrá og var markmiðið að rannsaka orsakir krabbameina svo koma mætti í veg fyrir þau. Síðan þá hefur tilgangur skrárinnar orðið viðameiri og hafa upplýsingar úr henni nýst á margan hátt. Krabbameinsskrá hefur gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki í þróun á þekkingu á krabbameinum og heyra sérfræðingar það í alþjóðlegu samstarfi að margir öfundi Íslendinga af gæðum krabbameinsskrárinnar. Blaðamaður hitti þau Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, og Jón Gunnlaug Jónasson, yfirlækni í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð, og fékk innsýn í mikilvægi þess að halda nákvæma skrá yfir krabbamein.

Í viðtali við Læknablaðið sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, framkvæmdastjóri Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands, að markmið Læknadaganna sé að dagskráin höfði til sem flestra lækna og að hinn félagslegi þáttur læknadaganna sé ekki síður mikilvægur en sá faglegi. „Fyrir marga er þetta eina tækifærið á árinu til að hitta kollega í öðrum sérgreinum og kynnast því sem er efst á baugi á þeirra sviði.“

Einstaklega góð þekjun

Á Íslandi eru krabbamein greind og meðhöndluð á fáum stöðum og því tiltölulega fyrirhafnarlítið fyrir Krabbameinsskrá að safna upplýsingum. Þá eru kennitölur mikilvægt verkfæri til að halda utan um heilsufarsupplýsingar einstaklinga. „Skráin okkar er síðan 1954 og því bæði gömul og mjög góð. Hún verður stöðugt betri með tímanum vegna þess að við getum séð breytingar í nýgengi yfir nærri sextíu ára tímabil og tengt við hugsanlegar orsakir, eins og ættasögu um krabbamein. Við höfum yfir níutíu og níu prósent þekjun sem er með því besta sem þekkist, en það er auðveldara í svona litlu landi,“ segir Jón Gunnlaugur. Sérfræðingar Krabbameinsfélagsins taka þátt í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi og þá sérstaklega með hinum Norðurlöndunum en þar hófst skráning krabbameina um svipað leyti og á Íslandi, eða um miðja síðustu öld. Þó ríkin séu tiltölulega smá og því hlutfallslega fá tilvik krabbameina hjá hverju og einu eru íbúar Norðurlandanna rúmlega þrjátíu milljónir samanlagt og því hægt að gera á þeim ítarlegar faraldsfræðilegar rannsóknir. „Norrænir sérfræðingar hafa gert rannsóknir á tíðni krabbameina eftir starfsstéttum en slíkt gefur litlar upplýsingar fyrir Ísland eitt og sér vegna fámennis,“ segir Laufey. Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að krabbamein eru algengari meðal starfsfólks veitingahúsa en gengur og gerist og sjaldgæfari meðal bænda. Laufey segir skýringar í flestum tilvikum tengjast lífsháttum,

Sú nýjung verður í boði á miðvikudagskvöldinu að Læknadagar verða opnir almenningi en þá verður haldið málþing um lífsstílssjúkdóma. Þar gefst almenningi kostur á að fræðast af læknum og öðrum fagmönnum.

Greiðsludreifing lyfja til 600 einstaklinga Rúmlega 600 einstaklingar hafa fengið samning um dreifingu lyfjakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands frá því nýtt lyfjagreiðslukerfi tók gildi í maí á síðasta ári. Dreifingin er ætluð þeim sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar og bera þeir engan kostnað vegna hennar. Í kjölfar endurskoðunar rammasamnings Sjúkratrygginga Íslands um greiðslujöfnun um áramót hefur verið ákveðið að framlengja hann án breytinga.

1

2

3

5

4

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

1

11

1

ENGAR KALORÍUR!

19

20

21

2

KALORÍULAUST

8

9 2 8

Sykurlaust

20 1

0

10. janúar 2014

10

Fitulaust

en þó stundum beinni óhollustu vegna starfsins. Nú vinna Norðurlöndin að samræmdri og enn ítarlegri skráningu krabbameina en áður sem hægt verður að nota til samanburðar í framtíðinni. Slík skráning felur í sér nákvæmari upplýsingar um útbreiðslu og framgang meinanna og hvaða meðferð sjúklingurinn fær. Að sögn Laufeyjar er vonin sú að hægt verði að tryggja að í öllum löndunum sé veitt sú besta meðferð sem mælt er með á hverjum tíma. „Nú þegar svo virðist sem við gætum verið að missa tökin á heilbrigðiskerfinu er einkar mikilvægt að fylgjast með og halda vel utan um þennan málaflokk. Við erum ekki aðeins að rannsaka orsakir krabbameina heldur líka lífshorfur þannig að við getum veitt bestu mögulegu þjónustu því Íslendingar eiga það svo sannarlega skilið. Ég held að það séu allir sammála um það.“

Tilgangurinn þróast með árunum

Íslensk erfðagreining hefur gert rannsóknir á erfðafræði krabbameina og segja þau Laufey og Jón Gunnlaugur ekki nokkurn vafa á því að þær rannsóknir hefðu haft mun minni slagkraft ef ekki hefðu verið til hinar ítarlegu upplýsingar frá Krabbameinsskrá. Þá hafa upplýsingarnar nýst vísindamönnum víðs vegar að við rannsóknir sínar og segir Jón Gunnlaugur þær vera geysilega mikilvægt tæki í krabbameinsrannsóknum. „Með því að hafa áreiðanlegar og nákvæmar tölfræðiupplýsingar getum við borið okkur saman við önnur lönd og séð hvernig staðan er hér og hvernig nýgengið tekur breytingum almennt og í sérstökum tilfellum krabbameina. Við getum líka spáð fyrir um þróun fjölda krabbameina í framtíðinni,“ segir Laufey. Jón bendir á að með nákvæmum upplýsingum sé hægt að hjálpa stjórnvöldum að undirbúa aukið álag sem verður vegna mikillar fjölgunar krabbameinsgreininga á næstu árum. Þá nýtist upplýsingar Krabbameinsskrárinnar til ýmissa mikilvægra rannsókna. „Þá er einnig mjög mikilvægt að fylgjast með árangri forvarna og meðferðar. Það eru töluverðir fjármunir lagðir í leit að brjósta- og leghálskrabbameini og því mjög mikilvægt að vita hvernig tíðnin þróast og mæla árangurinn,“ segir hann. Á síðustu árum hafa upplýsingar úr skránni verið notaðar við erfðaráðgjöf á Landspítalanum og aðstoðar Krabbameinsskráin við útreikninga á krabbameinsáhættu í ættum. „Í sumum tilfellum þarf að taka upp meira eftirlit með skyldmennum krabbameinssjúklinga eða gera eitthvað róttækt ef áhættan er mikil,“ segir Jón og bætir við að í tilfellum sem þessum nýtist skráin læknum við að þjónusta sína sjúklinga og að slíkt hafi ekki verið séð fyrir í upphafi skráningar og sé einkar ánægjulegt. Til að byrja með hafi skráningin verið gerð af áhuga og var læknum ekki skylt að veita upplýsingar um krabbamein til skrárinnar. „F lest-

Frá árinu 1954 hafa krabbamein verið skráð hjá Krabbameinsskrá. Skráin verður alltaf betri eftir því sem hún verður eldri því með henni er hægt að sjá nýgengi yfir nær sextíu ára tímabil og tengja við hugsanlega orsakir, eins og ættasögu um krabbamein. Á myndinni eru þau Jón Gunnlaugur Jónasson yfirlæknir og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Ljósmynd/Hari

ir sáu þó göfuga tilganginn með þessu og veittu fúslega upplýsingar. Svo á tíunda áratug síðustu aldar urðu vaxandi áhyggjur af persónuvernd svo það var ekki lengur óumdeilt að veita Krabbameinsskrá upplýsingar. Árið 2007 voru svo sett lög sem gerðu það að skyldu að halda krabbameinsská vegna mikilvægis hennar fyrir lýðheilsu í landinu og gert skylt að láta í té upplýsingar,“ segir Jón Gunnlaugur. Laufey segir umræðuna um persónuvernd í tengslum við gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar því hafa verið til góðs. Samkvæmt lögunum er Krabbameinsskráin skilgreind ein af heilbrigðisskrám sem Landlækni ber að halda og hefur hann gert samning við Krabbameinsfélag Ís lands að reka skrána áfram en í sínu umboði.

Krabbamein er sjúkdómur eldri áranna og eldra fólki fjölgar hlutfallslega. Því verður stórfelld aukning álags á heilbrigðisþjónustuna vegna krabbameina á næstu árum.

Áhyggjur af niðurskurði

Fyrstu árin var Krabbameinsskrá rekin alfarið á kostnað Krabbameinsfélagsins, en á níunda áratugnum tók heilbrigðisráðuneytið að greiða fyrir hluta rekstrarkostnaðarins. „Við höfum árlega fengið upphæð á fjárlögum sem um tíma dugði fyrir um helmingi rekstrarkostnaðar en upphæðin hefur staðið í stað undanfarin ár,“ segir Jón Gunnlaugur. Laufey segir þau hafa töluverðar áhyggjur af minnkandi fjármögnun. „Það má ekki gerast að greiðslur ríkisins fari niður úr öllu valdi. Skráningin er mjög mikilvæg fyrir lýðheilsu almennt á Íslandi og því þarf ríkið

að standa undir kostnaðinum eins og gert er í flestum löndum sem við berum okkur saman við,“ segir hún.

Líkur hafa aukist um helming

Þegar Krabbameinsskráin var stofnuð greindust þrjú hundruð þrjátíu og tveir Íslendingar á ári með krabbamein en nú er fjöldinn rúmlega eitt þúsund og fjögur hundruð. Að sögn Jóns Gunnlaugs hafa líkur hvers og eins á því að fá krabbamein aukist um helming frá upphafi skráningar en að um ástæðurnar sé erfitt að fullyrða. „Lífshættir skýra þetta að hluta til, eins og reykingar og annað sem við vitum með vissu að eykur líkur á krabbameini,“ segir hann. Að sögn Laufeyjar er því spáð að eftir tuttugu ár verði árlegur fjöldi kominn yfir tvö þúsund og er helsta ástæðan hækkandi aldur þjóðarinnar og mannfjölgun. „Krabbamein er sjúkdómur eldri áranna og eldra fólki fjölgar hlutfallslega. Því verður stórfelld aukning álags á heilbrigðisþjónustuna vegna krabbameina á næstu árum.“

Íslendingar standa framarlega

Í dag er staðan sú að einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein fyrir áttrætt og segir Laufey krabbamein mjög mismunandi. „Áður fyrr var það dauðadómur að fá krabbamein en nú lítum við á þetta sem margvíslega ólíka sjúkdóma. Það er hægt að lækna margar tegundir krabbameina þó sum séu vissulega ennþá mjög alvarleg og illviðráðanleg,“ segir Jón Gunnlaugur. „Í dag er hægt að lækna vel yfir áttatíu prósent brjóstakrabbameina sem er mikil breyting frá því sem áður var. Á árunum 1950 til 1960 var staðan sú að fjörutíu prósent kvenna sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein dóu innan fimm ára. Nú eru það undir tíu prósentum,“ segir Laufey. Horfur fólks sem greinst hefur með brjóstakrabbamein eru nú með því besta í heiminum á Íslandi. „Ástæðurnar tengjast bæði krabbameinsleitinni og því að hér hefur verið boðið upp á einkar góða meðferð og það er mjög mikilvægt að þannig verði það áfram. Þessar upplýsingar er mögulegt að taka saman einmitt af því að við erum með svo góða og áreiðanlega skráningu.“


— 11 —

10. janúar 2014

Guðmundur Þór Brynjólfsson sjúkraþjálfari hefur hafið störf hjá Klínik Sjúkraþjálfun.

Sérgrein: Manual Therapy (MT). Guðmundur hefur áralanga reynslu í skoðun og meðferð á einkennum frá stoðkerfi.

Tímapantanir í síma 445 4404 Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig ættu hroturnar að minnka eða hætta alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja, bæði á íslensku og ensku.

Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði).

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Hrotu-banann: AkureyrArApótek - Kaupangi lyfjAver, Suðurlandsbraut 22 // lyfjAborg - Borgartúni 28 // gArðsApótek - Sogavegi 108 urðArApótek - Grafarholti // ÁrbæjArApótek - Hraunbæ 115 // Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2 // Apótek hAfnArfjArðAr - Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. Sími: 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Kemur næst út 14. febrúar Augnheilbrigði

Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki.

Thealoz dropar

Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel

Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar

Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun.

Fæst í öllum helstu apótekum.


| akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | aku

ÚTSALA ÚTSALA

R U T T Á L S F A % 0 1 5 % - 5 opið ALLA heLginA

Nature’s Comfort heilsurúm Verðdæmi: 160 x 200 cm.

C&J stillanlegt heilsurúm með Shape dýnu

ÚTSALA

Fullt verð kr. 149.900 Útsöluverð kr. 119.920

20%

Verðdæmi: 2 x 90 x 200 cm.

Fullt verð kr. 466.800 Útsöluverð kr. 396.780

AfSLáTTur

Shape By nature’s Bedding

ÚTSALA

15%

n Steyptar kantstyrkingar n Sterkur botn

AfSLáTTur

n Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu sem hægt er að taka af n Burstaðar stállappir

SILO

CLASSIC

sófar og stólar

svefnsófi

15%

Særð: 200x90 Hæð: 100 cm. Lilla-rauður, appelsínugulur, ólívu-grænn, turkis-blár og AfSLáTTur dökkgrár. Einnig til CLASSIC hægindastóll. Litir: Lilla-rauður, turkis-blár og ólívu-grænn

ÚTSALA

AfSLáTTur

20%

Stærð: 228 x 162 cm. H. 83 cm. Dökkgrátt áklæði Tunga getur verið beggja vegna. Rúmfatageymsla.

Fullt verð kr. 139.900 Útsöluverð kr. 118.915

Fullt verð kr. 149.900 Útsöluverð kr. 119.920

EASy

ÚTSALA

TRAILON bakkaborð

hægindastóll

MILANO hægindastóll

Fjórir litir - svart, hvítt, fjólublátt og orange. Tilvalið sem náttborð.

ÚTSALA

ÚTSALA

30%

30%

AfSLáTTur

AfSLáTTur

Fullt verð kr. 9.900 Útsöluverð kr. 5.940

ÚTSALA

Fæst í ljósu, brúnu og svörtu bundnu leðri. Stöðugir fætur.

40%

AfSLáTTur

Fullt verð kr. 89.900 Útsöluverð kr. 62.930

VAtt -koddar og -sængur TVENNUTILBOÐ Vattsæng + vattkoddi Aðeins kr. 5.900 Vattsæng kr. 5.900

Fæst í svörtu og ljósu tauáklæði

ÚTSALA

Tvennu TiLboð

Fullt verð kr. 49.900 Útsöluverð kr. 34.930

SHApE heilsukoddar Shape Classic Útsöluverð kr. 4.130 Fullt verð 5.900

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndbrengl og gilda á meðan á útsölu stendur og birgðir endast.

n Mjúkt og slitsterkt áklæði

n Svæðaskipt pokagormakerfi n Aldrei að snúa

n Inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds n Tvíhert stál í burðargrind n Hliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Shape heilsudýnur n Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 ára ábyrgð

Shape By nature’s Bedding

Shape Original Útsöluverð kr. 6.230 ÚTSALA

30%

Fullt verð 8.900

AfSLáTTur

Vattkoddi kr. 2.990 Þéttur

Stuðningslag

holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 • Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 opnUnARTÍMi: Virka daga 1100-1800, Laugardaga 1100–1700 og Sunnudaga 1300–1700


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.