Námskeið
Helgin 9.-11. janúar 2015
Höldum heilanum og líkamanum við efnið Þegar nýtt ár gengur í garð líta margir á það sem kjörið tækifæri til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Þekking er eitthvað sem við getum alltaf bætt við okkur og því ætti það að gleðja marga að úrval námskeiða hefur líklega aldrei verið fjölbreyttara hér á landi en einmitt núna. Endurmenntun HÍ býður til dæmis upp á fjöldann allan af spennandi námskeiðum, en þar trónir námskeið um Egils sögu á toppi vinsældalistans. Tungumál, tækninám af ýmsu tagi, vettvangsnám í sjávarfræðum á Vestfjörðum, samkvæmisdansar, forritun fyrir krakka og sjálfstyrkingarnámskeið ásamt mörgu öðru eru dæmi um námskeið sem nálgast má frekari upplýsingar um hér á næstu síðum.