RÁÐSTEFNUR & HÓPEFLI Föstudagur 30. september 2016
Einstakt hús fyrir viðburði Mikil aukning hefur verið í fyrirspurnum erlendis frá um viðburðahald í Hörpu og það mun bara aukast þegar hótelið við hliðina á verður opnað. Yfir eitt þúsund viðburðir voru í Hörpu í fyrra og þeir fara sífellt stækkandi. „Fólki finnst fallegt að koma inn í Hörpu, þetta er mjög sérstakur arkitektúr. Það er líka
mikið samspil við náttúruna þannig að þú ert að upplifa náttúruna og borgina á sama tíma sem er nokkuð einstakt. Mörg sambærileg hús erlendis eru ekki endilega alveg í kjarna miðbæjarins heldur oft rétt fyrir utan,“ segir Karítas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu. Sjá síðu 2
2 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Hróður Hörpu fer víða Stórir erlendir viðskiptavinir sækja að Unnið í samstarfi við Hörpu
A
ukningin í erlendum fyrirspurnum um ráðstefnuhald í Hörpu hefur verið gífurleg fyrir margskonar mismunandi viðburði. Þetta á bæði við um viðburði í opnum rýmum og inni í okkar sölum,“ segir Karitas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu. Í ár hafa komið stórir erlendir viðskiptavinir með viðburði á stærra kaliberi en áður hefur sést í Hörpu. „Þar má nefna raftækjarisann LG sem hélt stóra tónleika hér í júlí fyrir viðskiptavini sína og kynnti í leiðinni nýja tegund af sjónvarpsskjá. Í síðustu viku tókum við að auki á móti 600 manns í hátíðarkvöldverð en hópurinn var í lúxushvataferð af þeim toga sem ekki hefur sést áður hér á landi, “ segir Karitas og bætir við að það hafi verið einstakt að fá tækifæri til þess að sýna styrk Hörpu með þessu risavaxna verkefni. Það leynist mörg tækifæri í að taka á móti þessum hópum þar sem upplifunin spyrjist fljótt út. „Þar spilar ekki síst inn í útlit hússins. Fólki finnst Harpa falleg, enda er arkitektúrinn mjög sérstakur. Það er líka mikið samspil við náttúruna þannig að þú ert að upplifa náttúruna og borgina á sama tíma sem er nokkuð einstakt. Mörg sambærileg hús erlendis eru ekki endilega alveg í kjarna miðbæjarins heldur oft rétt fyrir utan.“ Hóparnir sem koma í Hörpu eru gjarnan að blanda saman ráðstefnuhaldi og upplifunum tengdum hvataferðum. „Mjög stór
Karitas Kjartansdóttir segist stolt af þeim árangri sem Harpa hefur náð síðastliðin ár.
Flottir salir Harpa býður upp á fjölbreytt viðburða- og ráðstefnuhald.
þáttur í þessu er að við bjóðum upp á mikið úrval afþreyingar og menningu sem hægt er að velja úr þannig að samhliða ráðstefnum og hvataferðum geta hópar verið að upplifa einhverskonar menningu, til dæmis sinfóníutónleika,“ segir Karitas. Erlendis hefur átt sér stað kröftugt kynningarstarf á starfsemi Hörpu sem hefur skilað sér í þessari auknu eftirspurn. „Við erum stofnaðilar að Meet in
mjög hratt út, ekki síst þegar viðskiptavinurinn er ánægður.“ Að sögn Karitasar eru erlendu viðskiptavinirnar aðallega frá Evrópu og Ameríku og alþjóðleg fyrirtæki nýta sér gjarnan að Ísland er staðsett milli álfanna; Harpa hefur notið góðs af því. Nú styttist í opn un hótelsins sem rís við hlið Hörpu og segir Karitas það bjóða upp á heilmikla möguleika. „Þar er alþjóðlegur samstarfsaðili meðal fram-
Reykjavík, ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem hafa verið í gífurlega miklu kynningarstarfi fyrir okkur á erlendri grund. Við höfum líka fengið tvenn alþjóðleg verðlaun fyrir að vera besta ráðstefnuhúsið sem er mjög jákvætt. Við erum líka að sækja allar þessar helstu sölusýningar fyrir ráðstefnur og hvataferðir í Evrópu og Ameríku. Þrátt fyrir ungan aldur höfum við fengið marga stóra viðskiptavini og það spyrst
kvæmdaaðila sem lítur auðvitað á okkur sem ráðstefnuhúsið hjá hótelinu og þar leynast líka heljarinnar tækifæri.“ Karitas segist stolt af þeim árangri sem Harpa hefur náð síðastliðin ár. „Í fyrra vorum við með yfir 1000 viðburði og yfir 50.000 gestir heimsóttu Hörpu í síðustu viku. Samt erum við bara 5 ára og bara rétt að byrja!“
Engin takmörk fyrir því hvað er hægt að gera Viðburðarfyrirtæki sem hugsar út fyrir kassann. Unnið í samstarfi við G-events
V
iðburðarstjórnunarfyrirtækið g-events heldur utan um allt sem getur flokkast sem viðburður fyrir bæði einstaklinga og stór og smá fyrirtæki. „Það sem þarf að gera er bara að hafa samband við okkur og segja okkur hvað fólk er að spá, dagsetningar og allar grunnupplýsingar. Við förum svo í þá vinnu að finna út besta pakkann fyrir hópinn og sendum svo tilboð,“ segir Gunnar Traustason, eigandi g-events, um það hvernig fólk snýr sér ef það vill fá fyrirtækið til að sjá um viðburð. Gunnar segir viðburðina vera af öllum
stærðum og gerðum og raunar engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera. „Innan fyrirtækja eru oft hefðir, það sama gert frá ári til árs til þess að hrista hópinn saman en stundum er gott að hugsa út fyrir kassann. Okkar sérstaða er ef til vill sú að við gerum það, komum með annan vinkil og gerum eitthvað öðruvísi. Í því samhengi nefnir Gunnar til dæmis þegar haldið var risastórt partí úti í skógi í janúar. „Við vorum með diskóljós, áfenga heita drykki og plötusnúð sem hélt uppi stuðinu. 300 kuldagöllum var reddað á gestina þannig að engum varð kalt. Því sem þarf að redda er reddað, oft með góðri hjálp.“
Gunnar segir það oft mikilvægt að aðrir en starfsmenn fyrirtækja sjái um viðburði fyrir starfsfólkið. „Það kemur annar vinkill á viðburðinn þegar utanaðkomandi aðili er fenginn til þess að sjá um hann. Það er mjög mikil vinna að halda flottan viðburð og allt sem honum tengist þegar hann er þannig í umfangi að fólk hefur ekki tíma eða getu til þess að halda utan um hann sjálft. Þá komum við til sögunnar.“ Gunnar leggur áherslu á að engin skuldbinding felist í því að fá tilboð send. Því er um að gera að tékka á g-events þegar mikið liggur við.
Skógarpartý Gestir voru um 300 talsins og fengu allir hlýjan galla til þess að þeim yrði ekki kalt. Hugsað fyrir öllu!
Gala Korpúlfsstaðir breyttust í dásamlega fallegan veislusal fyrir tilstilli G-events.
Miðbæjardiskó Miðbærinn varð eins og eitt stórt diskótek með þessu verkefni þegar tröllvaxin „diskókúla“ var hengd upp með hjálp risavinnulyftu.
4 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Til hvers er hópefli? Það er ekki nóg að setja saman hóp af hæfileikaríku fólki og segja því að vinna saman, það þarf líka að læra inn á hvert annað.
H
ópefli getur verið mikilvægt til skapa betri móral eða auðvelda samvinnu innan ákveðins hóps. Það er nefnilega ekki nóg að setja saman hóp af hæfileikaríku fólki og segja því að vinna saman að verkefni, fólk þarf að læra inn á aðra einstaklinga í hópnum og stundum sig sjálft. Tökum dæmi um hóp sem virkar illa saman: Einn einstak-
lingur í hópnum er gjarn á að vera mjög gagnrýninn á hugmyndir annarra og það getur fælt fólk frá því að koma með hugmyndir. Annar einstaklingur í hópnum segir kannski fátt en er alltaf sammála þeim sem hæst hefur og enn annar er duglegur að koma með óviðeigandi athugasemdir. Allir þessir einstaklingar geta verið mjög klárir en eru kannski ekki meðvitaðir um vankanta sína í samskiptum við annað fólk. Þá getur gott
hópefli gert gæfumuninn. Á hópeflisnámskeiðum getur fólk lært hvaða öfl eru að verki í hópnum sem það er hluti af, hvernig hópurinn hefur áhrif á það og hvernig það sjálft hefur áhrif á hópastarfið. Fólk lærir af því að taka þátt í ýmiskonar hópastarfi á námskeiðunum. Markmiðin geta verið mismunandi, til dæmis að fá betra innsæi í sjálfan sig í samskiptum við aðra, læra að þekkja styrk- og veikleika
sína, eða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og áhrifum í hópi til þess að efla forystu- eða stjórnunarhæfni sína sem best. Í hópi þar samstarfið er gott þá treysta meðlimir hver öðrum og vinna að sameiginlegum markmiðum. Það auðveldar úrlausn verkefna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur hópur afkastar næstum tvisvar sinnum meira en hópur þar einhverjir samskiptaerfiðleikar eiga sér stað.
Gerir gæfumuninn Hópefli getur bætt starfsandann í hópnum og aukið afköst. Mynd | NordicPhotos/Getty
Verðum að sjá samferðamenn okkar í fjölbreyttu ljósi Gott að hleypa fólki inn á sitt persónulega rými. Unnið í samstarfi við Skátana
Á
Úlfljótsvatni býðst hópum af öllum stærðum og gerðum að koma í hópefli í ýmsa leiki sem eru til þess fallnir að efla hópinn og starfsandann. „Við fáum fólk hér í dagsferðir, síðan er stundum grillað ofan í hópinn eða hann fær kaffi og kökur. Sumir hópar koma í leiki og nýta svo aðstöðuna til þess að funda eða vinna og við sjáum um að gefa þeim að borða,“ segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri á Úlfljótsvatni. „Við fáum hópa sem eru í skipulögðu hópefli eða bara í skemmtiferðum. Þetta er ekki alltaf þannig að fólk sé að berjast við einhverjar krísur í starfseminni. Það er hluti af vel reknu fyrirtæki að viðhalda móralnum og búa svo um hnútana að andinn sé góður,“ segir Guðmundur. Leikirnir sem farið er í eru af ýmsum toga og segir Guðmundur spéhræðslu vera í algeru lágmarki hjá langflestum en enginn sé píndur í neitt. „Hér erum við að búa til aðstæður þar sem fólk sér hvert annað í nýju ljósi og er að vinna verkefni saman sem eru ólík hefðbundnum verkefnum. Fólk sér styrkleika hvert hjá öðru sem það sér ekki endilega á skrifstofunni. Það er síðan eitthvað sem hægt er að nýta í framhaldinu.“ Guðmundur imprar á því að ekki sé nóg að fara einu sinni í hópefli með vinnustaðinn og láta svo staðar numið. „Alls staðar þar sem fólk vinnur saman, hvort sem það er í
„Alls staðar þar sem fólk vinnur saman, hvort sem það er í skóla, fyrirtækjum eða hvar sem er, þá er andinn eitthvað sem þarf að efla og þá reynslu þarf að endurnýja.“
Einbeiting „Fólk sér styrkleika hvert hjá öðru sem það sér ekki endilega á skrifstofunni.“ Mynd | Rut
Guðmundur Finnbogason Framkvæmdastjóri
skóla, fyrirtækjum eða hvar sem er, þá er andinn eitthvað sem þarf að efla og reynsluna þarf að endurnýja. Það er ekki nóg að fara einu sinni, 1986, í hópefli með fyrirtækið og ætla síðan að byggja á því ævilangt. Við þurfum stöðugt að búa til aðstæður þar sem við getum séð samferðamenn okkar gegnum lífið í fjölbreyttu ljósi.“ Við hópeflið á Úlfljótsvatni eru notaðir klassískir leikir og þrautir sem virkja aðrar heilastöðvar en notaðar eru þegar fólk er að búa til fjárhagsáætlanir og sinna daglegum störfum. Þetta er tækifæri til þess að koma og fá að láta ljós sitt skína. Verkefnin krefjast þess að tala saman og skipuleggja sig en líka að vera í nánd við samstarfsmenn sína. „Það er stundum gott að hleypa fólki inn í sitt persónulega rými, maður þarf að opna fyrir fólki sem maður kannski opnar ekki fyrir á þann hátt dagsdaglega. Stundum þarf að faðmast sem sumum þykir erfitt en þetta leyfir manni að nálgast vinnufélagana á annan hátt. Guðmundur segir ekki vera mun milli mismunandi atvinnugeira
þegar kemur að því að leysa verkefnin, sömu vandamálin komi upp hvort sem um er að ræða álver, fjármálastofnun eða hvað sem er. Oftar en ekki snúist vandamálin sem koma upp að því að fólk eigi erfitt með að sleppa stjórnartaumunum. „Ég man eftir einu verkefni, til dæmis, sem tók verulega á fyrir forstjórann því hann gat ekki leyst það. Svo kom einhver sem vann við ræstingar innan fyrirtækisins og kom með lausnina. Þetta fannst viðkomandi erfitt, tók á fyrir hann að hafa ekki þessi svör í rauninni er það þannig að því hærra sem maður er settur innan fyrirtækisins því meiri not hefur maður haft fyrir svona lagað. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir viðkomandi, þarna lærði hann að gefa tækifæri og sleppa tökunum. Kannski átta sig líka á því að það er enginn sem kann allt,“ segir Guðmundur og bætir við að verkefnið sé oftar en ekki að hlusta á aðra, alveg sama hvaða hlutverki þeir gegna innan fyrirtækisins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ulfljotsvatn.is
Traust „Verkefnin krefjast þess að tala saman og skipuleggja sig en líka að vera í nánd við samstarfsmenn sína.“
Huggulegt Eftir hvetjandi og styrkjandi leiki er hægt að gæða sér á góðum veitingum.
RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI 5
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Hver viðburður eins og frumsýning Við komum með „extra-kryddið“ Unnið í samstarfi við Proevents
H
jónin Jón Þórðarson og Ragnheiður Aradóttir hafa rekið viðburðafyrirtækið PROevents um árabil við góðan orðstír. „Okkar markmið er að veita persónulega þjónustu og að sami aðilinn fylgi viðburðum frá fyrstu hugmynd til framkvæmdar viðburðar. Þannig náum við að skilja þarfir og langanir viðskiptavina okkar og framkvæma samkvæmt því óháð því um hvernig viðburð er að ræða,“ segir Ragnheiður. Þau fái gjarnan ummæli eins og; „þið eruð næm fyrir okkar þörfum“. „Fyrirtækið hefur vaxið hratt og sífellt bæst í hóp föngulegra viðskiptavina sem margir eru á meðal helstu fyrirtækja landsins,“ segir Jón og Ragnheiður bætir við að þetta gætu þau ekki nema vegna þess stóra hóps af færu fólki sem starfar með þeim. Ímyndin er alltaf að veði þannig að þau hafi frá upphafi valið af kostgæfni allt starfsfólk og alla samstarfsaðila sína. „Það hefur tekist vel og fólkið okkar hefur ítrekað fengið mikið hrós fyrir sína vinnu,“ segir Jón. Algengt er að í viðburðum séu þau með frá 2 upp í 20 starfsmenn fyrir utan aðkeypta aðila eins og veitingaþjónustu, tæknimenn og listamenn enda eru viðburðirnir frá mjög stórum niður í smáa.
Vandleg þarfagreining
Í upphafi skipulagningar leggja Jón og Ragnheiður mikið upp úr því að hitta viðskiptavininn og gera vand-
Allar tegundir viðburða PROevents vinnur allar tegundir af viðburðum, hvort sem það snýr að starfsmanninum eða að viðskiptavinum fyrirtækisins. Inn á við geta þetta t.d. verið árshátíðir, starfsdagar og hópefli. Oft er unnið með alls kyns innri mál s.s. þegar verið er að takast á við breytingar innan fyrirtækisins, viðbrögð við vinnustaðargreiningu o.s.frv. en alltaf matreitt með góðri blöndu af skemmtilegum uppbrotum. Einnig geta þetta t.d.verið opnanir nýs húsnæðis eða fyrirtækja, ýmsar ferðir starfsmanna, eins og óvissuferðir og hvataferðir af öllu tagi. Út á við geta þetta t.d. verið ráðstefnur, fundir, viðskiptavinaboð og afmæli. Hreinlega allt á milli himins og jarðar. lega þarfagreiningu fyrir viðburðinn sem er hans gjörningur og snýr að ásýnd viðkomandi fyrirtækis bæði innávið og útá við. „Okkar hlutverk er að láta viðskiptavininn líta enn betur út, að hjálpa honum að standa undir þeim skilaboðum sem hann vill senda frá sér. Ef þetta er til dæmis viðburður fyrir viðskiptavini fyrirtækis þá er það tilfinningin sem situr eftir sem mestu máli skiptir og veldur því að þetta fyrirtæki verði efst í huga viðskiptavinarins þegar velja á vöru og þjónustu. Við erum aðilinn bak við tjöldin“.
Hver viðburður frumsýning
Að sögn hjónanna er viðburðastjórnun svo miklu meira en að panta sal og ákveða veitingarnar, hugsunin þarf að rista mun dýpra en svo enda sjái viðskiptavinir sér mikinn hag í að nýta sér þjónustuna sem sparar þeim mikinn tíma og fyrirhöfn, þeir geti sjálfir notið viðburðarins áhyggjulausir. „Viðburður er hluti af því hvernig skilaboð fyrirtækið vill senda frá sér, annað
hvort inn á við eða út á við,“ segir Ragnheiður og Jón tekur undir það. „Ímyndin sem fyrirtækið vill sýna skiptir miklu máli, það eru alltaf einhver skilaboð falin í hverjum viðburði.“ Jón hefur langa reynslu úr sýningarstjórn í leikhúsi þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Hann segir nauðsynlegt að halda vel utan um hvert einasta smáatriði, hafa algjöra yfirsýn og horfa á hvern einasta viðburð sem frumsýningu, enda er hver viðburður einstakur.
Sífellt að prófa eitthvað nýtt
Proevents klæðskerasníðir hvern einasta viðburð að viðskiptavininum í hvert sinn. „Það felur í sér að setja saman lausnir sem við höfum notað áður eða við þróum okkur áfram með honum og förum í nýjar víddir. Við erum sífellt að prófa eitthvað nýtt,“ segir Ragnheiður og Jón tekur við: „Við hjálpum viðskiptavininum að finna út hvernig viðburð hann vill, hvað hentar best og hvert markmiðið með honum sé. Stundum er hann með skýrar hugmyndir um
Samhent hjón Ragnheiður og Jón hafa bæði yfirgripsmikla reynslu af hvers kyns viðburðastjórnun og hafa öflug tengsl við viðskiptalífið. Mynd | Hari
Valinn maður Í hverju rúmi hjá Proevents starfa ekki bara Jón og Ragnheiður: stór hópur öflugra starfsmanna kemur að hverjum viðburði, auk hjónanna. Mynd | Ímynd/Guðmundur
það annars þróum við hugmyndina með honum frá grunni.“ Þau segja að það þurfi að horfa á svo marga þætti; á frumleikinn að vera í fyrirrúmi, á að koma á óvart eða á þetta að vera hefðbundið? Fyrirtæki eru svo ólík o.þ.a.l. menningin innan þeirra. Eitt fyrirtæki getur verið opið fyrir öllu á meðan annað er íhaldssamara, það þurfi að sjálfsögðu taka tillit til þessa. „Okkar markmið og mottó er að koma með þetta extra krydd sem gerir við-
Frábær skrifstofuaðstaða og allt innifalið Sveigjanleiki og þægindi Unnið í samstarfi við ORANGE
O
RANGE býður einstaklingum, litlum og millistórum fyrirtækjum upp á fullbúna skrifstofuaðstöðu, fundaherbergi og vinnurými án þess að þurfa að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í yfirbyggingu,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri ORANGE. Tómas segir hugmyndafræðina að baki Orange einfaldlega vera þá að viðskiptavinirnir þurfi ekkert að gera nema velja sér heppilega aðstöðu, mæta og stinga tölvunni í samband. „Allt annað er klárt og við bjóðum upp á alla þá þjónustu sem er nauðsynleg skrifstofu- og fyrirtækjarekstri. Þegar fólk hefur fundið sína lausn tekur okkur innan við tíu mínútur að gera starfsstöðina klára og hægt er að hefja störf undir eins.“ Orange leggur einnig mikinn metnað í að öll umgjörð og aðstaða sé þægileg og eins og best verður á kosið. Þannig er til dæmis boðið upp á sturtur, stæði fyrir reiðhjól, hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og móttöku sem getur séð um símsvörun sé þess óskað. Tómas segist leggja áherslu á að eiga alltaf laus rými og þannig sé Orange til staðar ef eitthvað óvænt kemur upp á hjá fyrirtækjum. „Leki, bruni, mygla eða hvað sem er, þá er hægt að leita til okkar og við erum með skrifstofuna tilbúna.“
Sveigjanleiki í fyrirrúmi
„Leigutíminn hjá okkur er eins
sveigjanlegur og hugsast getur, allt frá hálfum degi upp í þrjú ár. Rýmin eru í ýmsum stærðum og við lögum okkur að þörfum hvers og eins. Þú getur líka verið bara með dagsskrifstofu, jafnvel bara aðstöðu í „lounge-inu“ okkar sem er tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vantar aðsetur til að hitta fólk.“ Á öllum hæðum eru huggulegar kaffistofur, prentarar, skannar og allt sem þarf til rekstrarins. „Hægt er að greiða fyrir hvert skipti eða mánaðar- eða ársgjald. Hver sem samningstíminn er fær fólk einfaldlega aðgangspassa sem gildir alls staðar þar sem ORANGE er með skrifstofur sem er eins og staðan er núna við Ármúla og Tryggvagötu. Í haust opnar svo Orange Warehose í Skútuvogi og Orange Express í Skipagötu 9 á Akureyri í janúar. Stefnt er að því að fjölga stöðum í nánustu framtíð, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og utan þess, og þjónusta þannig stærra svæði.“skrifstofunnar eða fá annað rými sem hentar betur, annað hvort tímabundið eða alveg. Þetta gerum við samdægurs,“ segir Tómas.
Þegar fólk hefur fundið sína lausn tekur okkur innan við tíu mínútur að gera starfsstöðina klára og hægt er að hefja störf undir eins. Tómas Hilmar Ragnarz, „Leigutíminn hjá okkur er eins sveigjanlegur og hugsast getur.“
burðinn sérstakan,“ segja þau. Hjónin segja að niðurstaða vel heppnaðs viðburðar hjá fyrirtæki geti skipt sköpum um framgang þess. Hann eflir starfsandann og áhuga starfsfólks á að ná bestun og helgun í starfi. „Það er ekki nóg að starfsmenn upplifi að það sé alltaf fjör í vinnunni, það skiptir miklu máli að það sé verið að gera hluti af hugsjón, með tilgangi og að allir gangi í takt.“
6 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI
Einstök upplifun Akstur um fjöll og firnindi á buggy bílum er spennandi og skemmtileg leið til að sameina útiveru og aksjón .
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Út að leika Það er ekki síður gaman að aka um á buggy-bílum á veturna. Buggy adventures er opið allan ársins hring og býður ferðir, vetur, sumar, vor og haust.
Rennvotur Hluti af skemmtuninni er að láta sig engu varða þó vatn og drulla hellist yfir mann.
Tryllt fjör á buggy-bílum
Buggy Adventures býður stórskemmtilegar ferðir þar sem fólki gefst kostur á að leika sér í torfærum á fjórhjóladrifnum buggy-bílum um leið og það nýtur útivistar í yndislegri náttúru. Ferðirnar henta hópum af öllum stærðum og gerðum sem hafa það að markmiði að upplifa eitthvað einstakt og skemmta sér vel. Unnið í samstarfi við Buggy Adventures
A
llir koma svo kátir, hlæjandi og glaðir til baka úr hverri ferð,“ segir Harpa Groiss, framkvæmdastjóri Buggy Adventures. Ferðirnar eru fjörugar, óvenjulegar og spennandi, enda sterk og einstök upplifun að aka um og leika sér á fjórhjóladrifnum buggy-bílum í gegnum ýmsar torfærur í stórbrotinni íslenskri náttúru. Margvíslegar ferðir eru í boði og er hægt að sníða hópferðir eftir eigin höfði. „Allt frá klukkustundarferð þar sem heitt kakó er í boði upp í nokkurra klukkustunda ferð þar sem slegið er upp grillveislu,“ segir Harpa. Áhersla er lögð á að fólk skemmti sér vel saman og fái að leika sér í torfærum á öruggum akstursleið-
um sem valda ekki raski á náttúrunni „Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru, enda er það stór hluti af upplifuninni að aka um í fallegri náttúru,“ segir Harpa. Buggy-bílunum má að sumu leyti líkja við fjórhjól þó þeir séu talsvert stærri með pláss fyrir einn farþegar ásamt bílstjóra. Buggy-bílarnir eru þægilegir í akstri og fjórhjóladrif kemur þeim auðveldlega yfir mela, hóla og læki. „Það getur fylgir þessu mikil drulla og bleyta,“ segir Harpa. Allir fá hjálm, galla, lambúshettu, vettlinga og gúmmístígvél svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að fá á sig smá drullu. „Fólk á öllum aldrei nýtur sín í þessum ferðum og getur hver haft sína hentisemi. Þó mikil spenna fylgi því að leika sér á bílunum þá er ekki síður ánægju-
legt að aka hægt og skoða útsýnið, taka jafnvel myndir og njóta augnabliksins. Svæðið sem við ökum um hér í kringum Esjuna er gríðarlega fallegt og heilmargt að sjá allan ársins hring. Við ökum um berjaland, framhjá laxveiðiá og fallegum fjöllum. Á veturna ökum við um í snjónum og þegar myrkrið skellur á sjást oft norðurljós. Með þessum hætti tekst okkur að blanda saman útsýnisferð og aksjón,“ segir Harpa. Buggy adventures er staðsett við Esjurætur og getur tekið á móti allt að fimmtíu manns í einu. Allar upplýsingar má finna á buggyadventures.is og á Facebook síðu Buggy Adventures. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.buggyadventures.is, í gegnum netfangið info@buggyadventures.is eða síma 825 9060.
Sérsniðin ferð Hópum býðst að sérsníða ferðir og ráða hversu langan tíma hún að taka og það er í jafnvel í boði að panta mat, allt frá bakkelsi upp í grillveislu.
toppað er á miðri leið og skipt um bílstjóra, svo allir fá tækifæri til að keyra. Allir með S Í hverjum bíl er bílstjóri og einn farþegi.
Ekið heim á leið E ftir smá hasar og leik er ljúft að aka heim á meðan sólin sest og litar landið rautt.
Hópefli Undantekningalaust er mikið fjör þegar hópar koma saman í ferð hjá Buggy adventures. Adrenalínið, leikgleðin og skemmtunin sem fylgir því að leika sér á bílunum er upplifun sem gleymist seint.
Hellishólar Við höfum allt til alls
Má bjóða þér að halda árshátíð - afmæli - fundarboð eða einhvern fögnuð?
Við bjóðum upp á frábæra gistingu á Hellishólum. Hótel Eyjafjallajökull 18 herbergi Hellishóla gistiheimili 15 herbergi 2 veitingasalir með skjávarpa og hljóðkerfi 24 sumarhús
Tilvalið til fundarhalda eða annara samkvæma. Fáðu tilboð hjá okkur í síma 487 8360 eða sendu okkur línu og við svörum innan 24 tíma hellisholar@hellisholar.is
8 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Meira fjör í SmáraTívolíi Frábær og fjörug skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Unnið í samstarfi við SmáraTívolí.
S
máraTívolí í Smáralind býður upp á fjölbreytt úrval af hópefli fyrir allar gerðir hópa. Frá opnun hafa fjölskyldur, ýmsir hópar og vinnufélagar heimsótt SmáraTívolí og skemmt sér vel og skapað góðar minningar.
Fjör í Lazertag
Ýmsir hópar úr skólum og félagsmiðstöðvum mæta líka oft í SmáraTívolí og þá er Lazertag afar vinsælt enda auðvelt að fá útrás og hressandi hreyfingu í þeim leik. Lazertag salurinn er 200 fermetrar á 2 hæðum og allskyns krókum og kimum. Hver leikur er fimmtán mínútur og er klassískt að hópar
taki tvo leiki enda hefur það þótt mátulegur tími. Allt að fimmtán til sautján manns geta spilað í einu en við setjum líka allt niður í tvo einstaklinga inn. Lazertag er frábært hópefli sem snýst um að sleppa fram af sér beislinu og nýta útsjónarsemi og samvinnuhæfileika.
finnst gaman að leika sér og fá sér hressingu að leik loknum. Dagskráin er sniðin eftir tímaramma hvers hóps og tilboð gert í skemmtun með eða án veitinga. Veitingar eru bæði í föstu og fljótandi formi og er hægt að panta það sem hentar samsetningu hópsins hverju sinni.
Ný tæki
Fjölskyldudagur
Tímakortin virka í öll tæki nema barnagæsluna og vinningatækin og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir.
Vinahópar, gæsanir, steggjanir, afmæli
Í SmáraTívolíi er tilvalið að hrista saman vinahópinn, vinnufélagana, fjölskylduna eða hvaða hóp sem er. Í líflegu umhverfi þar sem öllum
Fátt vekur jafn mikla ánægju hjá fjölskyldum og að leika sér saman og það er tilvalið að leika sér í tívolíi. SmáraTívolí þar sem vinnufélagar eða félagasamtök geta boðið fjölskyldum sínum skemmtilega stund í tívolíi án þess að þurfa að standa í biðröðum. Börnin fá krap, popp og kandífloss og einnig er hægt að panta veglegt og girnilegt pítsuhlaðborð.
Fullorðinsafmæli
Leikjameistarinn
Maður er aldrei of gamall til þess að bregða á leik og gera eitthvað sem fær adrenalínið til að flæða um æðarnar. Það verður sífellt vinsælla að afar og ömmur bjóði allri fjölskyldunni í veislu í tívolí. SmáraTívolí sér um veitingar og skemmtun meðan eldri kynslóðin annað hvort tekur virkan þátt eða fylgist með afkomendum og vinum skemmta sér. Þessar veislur hafa vakið mikla lukku, ekki síst hjá þeim sem eiga orðið hrúgu af fjörugum barnabörnum og vilja að allir fái sinn skerf af fjöri.
Að sögn Maríu Bjarkar Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SmáraTívolís, er afar vinsælt að nýta sér Leikjameistarann en þá er starfsmaður SmáraTívolís með hópnum allan tímann og stjórnar hópnum og afþreyingunni. Þannig er hægt að ná sem mestu út úr skemmtuninni. „Hér gefast möguleikar á að vinna sér inn góðar veigar ef maður stendur sig vel í leikjunum. Hópnum er skipt í lið og það lið sem safnar flestum stigunum í keppninni um Leikjameistarann hlýtur titilinn auk þess að fá með sér bikar heim að launum,“ segir María. Hún bætir við að þetta sé afar vinsælt meðal vinahópa og ekki síður vinnufélaga sem hittast, jafnvel í lok strangrar vinnuviku og lyfta sér upp. „Þess má líka geta að hópar fá sértilboð á barnum hjá okkur sem hefur verið mikið nýtt,“ segir María. Meðal þess sem Leikjameistarinn leiðir hópinn í gegnum er Lazertag, keila, Speed og light, kappakstur, skotleikur í 7D bíóinu, danstæki og ýmislegt fleira.