Lailu Margréti Arnþórsdóttur var talin í trú um það í grunnskóla að hún ætti erfitt með að læra. Því trúði hún lengi vel en ákvað fullorðin að láta á það reyna. Síðan hefur hún verið til aðstoðar með táknmálskór, skrifað leikrit og verðlaunahandrit og útilokar ekki frekara nám, jafnvel í bifvélavirkjun!
Aldrei of seint að læra eitthvað nýtt Mynd | Rut
Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni MacBook Pro Retina 13"
Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur.
Sérverslun með Apple vörur
MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn
Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa
Frá 242.990 kr.
Frá 184.990 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
…skólar og námskeið
2 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Undirbúið veturinn og fagnið hversdagsleikanum Nú fer allt að falla í ljúfa löð eftir sumarið og hin dásamlega rútína handan við hornið. Fyrir suma er þetta tilhlökkunarefni meðan öðrum hrýs hugur yfir því að þurfa að detta í skutl, nesti, heimavinnu og annað sem fylgir vetrinum. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa við að skipuleggja veturinn og halda vel á spilunum í amstri dagsins. -Farðu skipulega yfir það hvað börnin vantar og skrifaðu það niður, jafnvel í röð þannig að það sem ríður mest á sé efst og það sem liggur minna á neðar á listann. Á barnið útiföt? Vantar það skólatösku? Hver staðan á vettlingum, sokkum, húfum og gammósíum? Eru kannski bara til fjórir vinstri handar vettlingar og einn hægri sokkur? -Farðu í gegnum fataskáp barnanna og taktu frá það sem er of lítið eða er ekki notað. Þannig færðu yfirsýn yfir það hvort barnið sé tilbúið eða hvort það eigi kannski bara einar heilar buxur og þrenn götótt sokkapör. -Gerðu það að venju að taka alltaf til föt fyrir börnin á kvöldin eða láttu barnið gera það sjálft. Taktu líka til föt á þig sjálfa/n, það er góð tilfinning að þurfa ekki að eyða
tíma að morgni í að grafa eftir buxum og skyrtum heldur ganga að fötunum vísum. Sumir segja að þessi ávani kaupi þeim meira að segja örlitla hamingju. -Hafðu fyrir reglu að skólatöskur barnanna eigi að vera tilbúnar á kvöldin. Allt sem á að fara með í skólann sé komið í töskuna og taskan tilbúin við útidyrnar. -Reynið að vera útsjónarsöm með nesti. Smyrjið slatta af samlokum til þess að eiga í frystinum, verið búin að skera niður ávexti daginn áður og geymið í boxi í ísskápnum og hafið tilbúna upp í skáp poka með rúsínum og hnetum. Þá geta börnin gripið sér nesti á leiðinni út án þess að eldhúsið fari í rúst eða þið komist í tímahrak. -Gerið matseðil fyrir vikuna þannig að þið séuð ekki að ráfa um matvörubúðina korter í sex á hverjum degi. Hugmyndin um eina búðarferð á viku og matseðil fyrir hvern dag er útópísk en heyrst hefur af fólki sem nær að framkvæma þetta nokkuð snurðulaust viku eftir viku. Það er allt hægt! Svo má heldur ekki gleyma því að það þarf ekki að vera heitur matur á hverju kvöldi, snarl er bara gott og gildur kvöldmatur.
-Gakktu frá skráningum í tómstundir sem allra fyrst. Kaupið eða búið til fjölskyldudagatal þannig að allir fjölskyldumeðlimir hafi yfirsýn yfir dagskrá hvers annars. Eft-
ir því sem verður meira að gera er erfiðara að hendur reiður á kraðakinu. En munið að það þarf að fylla inn í dagatalið, það gerir ekkert gagn hangandi upp á vegg galtómt.
-Munið svo bara að týna ykkur ekki í stressi og ama yfir hinum asafulla hversdagsleika. Hann er nefnilega svo fallegur með öllu því sem honum fylgir.
10 ráð til að létta byrðina á bakinu Veljið rétta tösku Mikilvægt er að barnið sé með tösku sem hentar stær þess.
Viltu efla þig í eigin atvinnurekstri? Háskólinn á Bifröst hefur í tvo áratugi boðið upp á rekstrarnámið Máttur kvenna fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni
unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig. Á tímabilinu verður boðið upp á tvær vinnuhelgar á Bifröst með kennara og samnemendum þar sem lögð er áhersla á hagnýtingu náms og hópavinnu nemenda.
Námið byggir á fjórum kjarnanámskeiðum
Á vinnuhelgum verður ennfremur lögð áhersla á
• Upplýsingatækni
• Námstækni
• Fjármál og bókhald
• Nýsköpun og frumkvöðla
• Stofunun fyrirtækja og rekstrarform
• Skapandi stjórnun
• Markaðs- og sölumál
• Framsækni og tjáningu
Máttur kvenna er 13 vikna nám sem hefst með vinnuhelgi 3. september og lýkur með útskrift á Bifröst þann 29. nóvember 2016. Verð fyrir námið er 149.000 kr. og innifalið er kennsla í fjarnámi og tvær vinnuhelgar með gistingu og mat. Vinnuhelgar verða 3.-4. september og 1.-2. október 2016. Nánari upplýsingar á bifrost.is
Það er mikilvægt að huga strax að bakinu hjá yngstu kynslóðinni svo ekki komi upp stoðkerfisvandamál í framtíðinni. Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga að vera með skólatöskur sem henta þeirra stærð og þær mega alls ekki vera of þungar. Það býður upp á bak- og stoðkerfisvandamál.
Þá er mikilvægt að axlarólarnar á töskunni séu rétt stilltar og stuðningur sé góður. Sem betur fer þurfa yngstu börnin ekki að bera mikið af bókum og ritföngum í töskum sínum, en þyngdin í töskunum eykst gjarnan eftir því sem barnið eldist. Hér eru 10 góð ráð til að létta byrðina:
Látið barnið aldrei bera meira en 15% af eigin líkamsþyngd. Þetta þýðir að barn sem er 50 kg ætti ekki að bera þyngri tösku en 7,5 kg.
Stillið axlarólarnar þannig að taskan passi vel að baki barnsins. Taskan ætti aldrei að ná lengra en 10 cm fyrir neðan mitti.
1 2 3
Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið vel í töskuna þannig að bækurnar séu síður á ferðinni.
Nota alltaf báðar axlarólarnar. Ef aðeins önnur axlarólin er notuð getur barnið hallað til hliðar og þannig skekkt hrygginn og valdið verkjum eða óþægindum.
4 5
Veljið bakpoka með vel fóðruðum axlarólum. Of mikill þrýstingur á axlir og háls getur valdið óþægindum og dofa. - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir
Veljið rétta stærð af tösku fyrir barnið jafnhliða hversu mikið pláss skóladótið þarf.
6 7 8 9 10
Muna að nota mittisólina, ef hún er á skólatöskunni, en hún hjálpar við að dreifa þyngd töskunnar.
Skoðið hvað barnið er að bera í töskunni á milli skóla og heimilis. Verið viss um að það sé einungis það sem það þarf að nota þann daginn. Ef skólataskan er of þung, íhugið að nota tösku á hjólum, ef barnið samþykkir.
Þá daga sem skólataskan er yfirhlaðin getur barnið borið bækur eða hluti í fanginu – það minnkar álagið á bakið. Fengið af doktor.is
SkólaTILBOÐ
Við erum sérfræðingar í tölvum
Lenovo Ideapad 100 - 15,6"
Gott verð!
15,6" HD, 500GB diskur, Intel Dual Core, 4GB minni, 5 klst rafhlaða, DVD drif Frábær tölva fyrir skólafólk á öllum aldri
TILBOÐ: 49.900
Lenovo YOGA 700 14" FHD, 256GB SSD diskur, Intel i5, 8GB minni, 8 klst rafhlaða, 1,6kg
Tilboð: 144.900 (Áður: 149.900)
(Áður: 59.900)
Asus ZenBook M3
Asus EeeBook
13,3" FHD, 128GB SSD diskur, Intel M3, 8GB minni, 10 klst rafhlaða, 1,2kg
11,6" HD, 500GB diskur, Intel N3050, 4GB minni, 8 klst rafhlaða 1,2kg Fislétt og meðfærileg tölva
Verð: 149.900
Verð: 59.900 Góð í leikina!
4TB vasaflakkari
Lenovo Y700 i5
TILBOÐ: 25.900 (Áður: 29.990)
15,6" FHD, 128GB SSD og 1TB HDD, Intel i56300HQ, 8GB DDR4, 4 klst rafhlaða, nVidia GTX960 m/4GB
Þráðlaus mús TILBOÐ: 1.990 (Áður: 2.990)
Verð: 179.900 Asus 21,5" FullHD skjár
Lenovo Ideapad 100 14" 14" HD, 240GB SSD diskur Intel Dual Core, 8GB minni, 6 klst rafhlaða, 1,9 kg
Verð: 69.900 Asus T100HA
TILBOÐ: 18.300 (Áður: 19.990) Lenovo Z51-70 i7
Asus ZenBook i5
10" skjár, 64GB SSD, Intel Quad, 4GB minni, 12 klst rafhlaða 1kg
15,6" FHD, 1TB SSHD Intel i7, 8GB minni, 4 klst rafhlaða R9M375 m/4GB
13,3" FHD, 256GB SSD, Intel i5, 8GB minni, 12 klst rafhlaða, 1,3kg
Verð: 64.900
Verð: 149.900
Verð: 179.900
Computer.is, Skipholti 50c, 105 Reykjavík, Sími 582 6000
Opnunartími:
10:0018:30 virka daga 12:0017:00 laugardaga
OÐI
…skólar og námskeið
4 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Minnkum umferðina á skólatíma
Þ
Það er auðvelt að draga úr notkun einkabílsins án þess að lengja ferðatíma.
egar skólarnir byrja á haustin þyngist umferðin til muna, enda mjög margir, bæði framhaldsskóla- og háskólanemar sem eiga bíla. Og nota þá óspart til að ferðast í og úr skóla. Það er vissulega þægilegt að hoppa út í bíl og geta ráðið því nákvæmlega hvenær maður leggur af stað. En að sama skapi ömurlegt að þurfa að eyða löngum tíma í umferðinni sem rétt silast áfram á háannatímum. Þar fyrir utan er alls ekki auðvelt að fá bílastæði fyrir utan skólana.
Njóttu strætó
Þess vegna er gott ráð að taka bara strætó og nýta tímann þar til að læra, hlusta á tónlist eða lesa góða bók. Nú eða bara leggja sig aðeins, ná nokkrum viðbótarmínútum af blundi áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Þá er reyndar betra að vera
aðeins var um sig til að fara ekki fram hjá áfangastaðnum.
Ferðastu með félögum
Annað ráð til að minnka umferðarþungann á götum úti er að sameinast í bíla. Það er eitthvað sem við Íslendingar eru alltof latir við að gera. Þá geta nokkrir sem eru á leiðinni á sama tíma ferðast saman á einum bíl í stað þess að fara til dæmis á fjórum bílum. Sé þetta gert er sniðugt að skiptast á að vera á bíl eða deila bensínkostnaði. Því fleiri sem hafa þennan háttinn á, því færri bílar á götunum. Ávinningur fyrir alla – líka umhverfið.
Hjólaðu á haustin og vorin
Æ fleiri eru farnir að nota hjól sem ferðamáta þó vissulega sé veðurfarið hér á landi ekki mjög heppilegt til hjólreiða stóran hluta ársins. En á haustin og vorin er tilvalið hjóla í og úr skólanum og fá þannig góða
Standið upp úr sófanum! Flest börn stunda einhvers konar tómstundir yfir veturinn en það er engin ástæða fyrir fullorðna fólkið að sitja með hendur í skauti. Fjölmörg spennandi námskeið eru í boði fyrir fullorðið fólk yfir vetrartímann. Ef hjón eða par vilja stunda einhverja hreyfingu saman er gaman að fara á dansnámskeið. Það er ekki verra að geta slegið um sig á dansgólfinu með tangó eða chachacha. Klifurnámskeið er einnig skemmtilegt og krefjandi og þau sem vilja hefja skíðaferil, en hafa aldrei farið á skíði, geta sótt byrjandanámskeið á skíðum fyrir fullorðna. Tennis er frábær íþrótt sem þau sem vilja mikla hreyfingu og hámarksæsing ættu að skoða að byrja að æfa. Þau sem vilja minni æsing geta sótt myndlistarnámskeið, tölvunámskeið eða hreinlega tungumálanámskeið. Kominn tími til að standa upp frá Netflix og næra líkama og sál á markvissan hátt!
hreyfingu í leiðinni. Sé fólk mjög þreytt eftir daginn má bara fara með hjólið heim í strætó.
Göngum með börnunum í skólann
Foreldrar grunnskólabarna keyra börn sín oft í skólann og skapar það gjarnan töluvert umferðaröngþveiti fyrir utan skólana – sem getur verið hættulegt og tímafrekt. Með því kenna foreldar börnum sínum líka að bílinn eigi að nota í stuttar vegalengdir í stað þess að ganga eða hjóla. Það er sniðugt að gefa sér aðeins meiri tíma á morgnana, ef það er mögulegt, og ganga eða hjóla með barninu í skólann, fara svo aftur heim til að sækja bílinn. Eldri börnin ættu svo vel að geta gengið eða hjólað sjálf í skólann, en þá er mikilvægt að kenna þeim öruggustu leiðina og brýna fyrir þeim að fara eftir umferðarreglum ef fara þarf yfir götu.
…skólar og námskeið
6 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Laila Margrét Arnþórsdóttir getur ekki gefið loforð um að hún sé hætt að mennta sig þrátt fyrir að búa nú þegar yfir fjölbreyttri menntun og reynslu og hefur mörg járn í eldinum. Mynd | Rut
Aldrei missa sjónar á draumnum Lailu Margréti Arnþórsdóttur var talin trú um það í grunnskóla að ætti erfitt með að læra. Því trúði hún lengi vel en ákvað fullorðin að láta á það reyna. Síðan hefur hún verið til aðstoðar með táknmálskór, skrifað leikrit og verðlaunahandrit og útilokar ekki frekar nám, jafnvel í bifvélavirkjun! Katrín Bessadóttir katrin@frettatiminn.is
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík tekur inn nemendur hvort sem um stúlkur eða pilta er að ræða. Námið er ein önn þar sem nemendur eru í matreiðslu, ræstingum, fatasaum, útsaum, prjóni, hekli og vefnaði auk þess eru bókleg fög sem eru næringarfræði og vörufræði. Dagskrá á hverri önn: Dagsferð á Þingvelli og um suðurland. Tvö foreldraboð eru þar sem nemendur bjóða sínum nánustu í kvöldverðarboð. Opið hús er þar sem nemendur sýna handavinnu sína og selja kaffi og kökur. Á haustönn er farin berjaferð og kennt svo hvernig vinna á úr berjunum þ.e búa til sultu, hlaup og saft. Boðið er upp á heimavist fyrir þá sem það vilja og ganga nemendur fyrir sem eru utan af landi. Nemendur fá öll kennslugögn og efni sem notuð eru í handmenntagreinum í skólanum og er það innifalið í skólagjöldum ásamt fullu fæði. Eina sem nemendur þurfa að kaupa sjálfir er lopi í lopapeysu og efni í kjól eða síðbuxur. Í skólanum er lögð áhersla á hollan mat og að allir réttir séu eldaðir frá grunni. Skólinn er staðsettur í gömlu og virðulegu húsi þar sem afar góður andi er og samstarf nemenda og kennara hefur ávalt verið gott og ánægjulegt. Nemendum hefur þótt mikið að gera í skólanum, enn önnin er stutt og fljót að líða. Markmið skólans: Veita nemendum menntun sem mun nýtast þeim í daglegu lífi. Veita nemendum upplýsingar um framhaldsnám. Að námið undirbúi nemendur undir störf í greinum tengdu námi þeirra. Markmið skólans er að nemendur og kennarar séu glaðir og sáttir við starf sitt og nám. Nemendur læri vandvirkni, sjálfstraust þeirra og frumkvæði aukist, og að nemendur læri að vera glaðir og sáttir við lífið og tilveruna. Að markmið náist bæði hvað varðar 85% skólasókn og verkefnaskil.
Umsóknir skal sendast á husrvik@centrum.is. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst, einungis 4 pláss eftir. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík - Sólvallagata 12 - 105 Reykjavík - sími 551 1578
Í
gamla daga, áður en það uppgötvaðist að það væri eitthvað til sem heitir lesblinda og skrifblinda og allt þetta, fékk ég algera skólafóbíu. Þetta var alltaf strögl og ég var bara búin að ákveða að ég gæti þetta ekki og kynni þetta ekki,“ segir Laila sem hefur náð að skapa sér frama á ótal sviðum þrátt fyrir að alla skólagönguna hafi verið henni verið talið í trú um að hún ætti mjög erfitt með að læra.
Prjónað í spegli
„Ég gat til dæmis alls ekki lært að lesa í þessu venjulega skólakerfi en var svo lánsöm að vera í sveit alla mína æsku á Grímsstöðum á Fjöllum. Þar lærði ég að lesa hjá Kristjáni bónda með aðferð sem var notuð í gamla daga – og varð alæta á bækur. Ég las allt sem ég
komst í. Þess vegna bý ég að góðum orðaforða sem ég nota þegar ég er að skrifa, ég get leikið mér að málinu.“ En Laila lærði fleira í sveitinni en að lesa. „Ég er síðan örvhent, ofan á allt hitt, og handavinnukennarinn minn hafði sagt mér að hann gæti ekki kennt mér að prjóna því ég væri örvhent og þar við sat. Skólaganga mín gekk að stórum hluta út á það að mér var sagt að ég gæti ekki gert eða lært hitt og þetta. En í sveitinni var gömul kona sem sagði mér að allir gætu lært að prjóna, hún myndi bara finna einhverja lausn. Hún kenndi mér svo að prjóna með því að prjóna fyrir framan spegil og ég horfði í spegilinn. Þannig sneri þetta rétt fyrir mér og ég lærði að prjóna.“
Skrifaði 17 þætti fyrir RÚV
Þegar fram liðu stundir ákvað Laila að reyna aftur við nám. Ferlið var langt og hún var lengi að finna sína hillu – vissi ekkert
Mig langar að læra hjólaviðgerðir, mér finnst svo gaman að hjóla. Mig langar svo rosalega mikið að læra bifvélavirkjun, það er nauðsynlegt að geta talað af viti við jeppakallana mína - en hver er að segja að ég það ekki eftir?
…skólar og námskeið
7 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. „Núna er ég alltaf að prófa brjálæðislega mikið af allskonar þannig að þetta er bara svona hrærigrautur,“ segir Laila sem meðal annars sótti námskeið til að verða stuðningsfulltrúi, lærði í kjölfarið táknmál hjá samskiptamiðstöð – og endaði á því að sitja tvo vetur í Háskóla Íslands í táknmálsfræði. „Það hafði síðan alltaf blundað í mér að mig langaði að skrifa. Þá fór ég í endurmenntun í háskólanum í skapandi skrif. Þar tók ég námskeið sem heitir Úr neista í nýja bók og leikritun, og í kjölfarið settum við upp leikrit í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þá fékk ég alveg rosalegan áhuga á kvikmyndum og þá fór ég aftur í háskólann að læra að skrifa handrit og kláraði það,“ segir Laila sem hefur nýtt þessa menntun vel og skrifaði meðal annars 17 þætti fyrir börn fyrir RÚV um Tinnu táknmálsálf sem sýndir voru í Stundinni okkar. Í kjölfarið stofnaði hún með góðum framleiðslufyrirtæki Haustmyrkur sem hefur haft ýmislegt fyrir stafni. „Fyrir nokkru hittumst við svo gamlar æskuvinkonur og fórum að tala saman. Við enduðum á að skrifa saman handrit fyrir Dorisfilm samkeppnina sem er norræn handritakeppni sem byggist á því að konur skrifa um konur, það eru konur í öllum hlutverkum. Leikarar, hljóðmenn, tökumenn, bara konur. 102 handritum var skilað í keppnina og það voru 3 handrit valin, og okkar þeirra á meðal,“ segir Laila sem er nú þegar komin með leikstjóra og framleiðslan komin í ferli. Einnig hefur hún skrifað 90 mínútna handrit í félagi við Björgvin Franz Gíslason sem hún kynntist í Stundinni okkar. Það verkefni er nú í vinnslu hjá með frábæru fólki hjá Mystery Ísland.“
Verk í Eldborg
En Laila lét ekki staðar numið hér, síður en svo. „Ég var búin að hugsa lengi að mig langaði að vinna eitthvað með tónlist. Ég fæ alltaf svona brjálaðar hugmyndir. En ég kann ekki á hljóðfæri og þá hugsaði ég með mér, hvað gerir maður þegar maður kann ekki á hljóðfæri en langar samt að gera eitthvað með tónlist? Þá skrifaði ég sögu sem heitir Það býr dreki innra með þér sem er óður til vináttunnar. Ég fékk í lið með mér dásamlegar konur, tónskáld og myndlistarkonu. Nú er svo komið að verkið verður flutt á starfsárinu 2018 í Eldborg í Hörpu sem verk fyrir börn með Sinfóníuhljómsveit Íslands. En konan sem er að tala við þig hafði ekkert sjálfstraust og fannst hún ómöguleg og trúði því ekki að hún geti lært af því að það er það sem íslenskt skólakerfi sendi mig með út í lífið. Ef þú átt þér draum þá verðurðu að trúa á hann sjálf – ég vissi að ég gat ekki skrifað tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit
Hefði viljað banka upp á hjá gömlu kennurunum Laila fór í Mími með skjólstæðingum sínum hjá Félagi heyrnarlausra, þar sem hún starfar sem ráðgjafi, og komst þá í kynni við raunfærnimat. Hún ákvað að slá til og demba sér í það. „Ég náði 47 einingum á þessum þremur vikum og þá vantaði mig nokkrar einingar til þess að klára félags- og tómstundafræði sem ég gerði og útskrifaðist í vor með 8.88 í meðaleinkunn. Ég hefði viljað geta bankað upp á hjá gömlu kennurunum sem sögðu mér að ég ætti aldrei eftir að geta neitt og sagt: jú það er hægt. Þetta er spurning um að finna lausnina og eiga sér draum og fylgja honum - aldrei missa sjónar á draumnum.“
höfum verið með á barnajólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þannig komst ég í kynni við yndislegt fólk sem tók okkur opnum örmum. Það þarf bara að kynna sig og sýna hvað í manni býr. Þá fær maður oft tækifæri sem ekki annars byðust. Aldrei að takmarka þig í að dreyma – og láttu þig dreyma stórt því að ef þú trúir því sjálf að það geti ræst þá kannski geturðu sannfært aðra um það líka.“
Bifvélavirkjun?
Tinna táknmálsálfur Laila skrifaði handrit að 17 þáttum um Tinnu táknmálsálf sem birtist reglulega í Stundinni okkar.
Íslands því ég kann það ekki en þá verður maður bara að nálgast það á annan hátt.“ Einhver kann að spyrja sig að því hvernig Laila komst í kynni
við Sinfóníuhljómsveitina og sú leið var einstök, eins og hennar er von og vísa. „Ég byrjaði að aðstoða með lítinn táknsmálskór fyrir þremur árum og við
En nýjungagirnin er ekki bundin við nám, síður en svo. „Ég var eitthvað að skoða það að búa til afþreyingarklúbba og fór að kynna mér ferðir á stórum jeppum. Ég hafði aldrei verið í neinu þannig og fór helst ekki mikið upp fyrir Ártúnsbrekkuna í vindi. En mér fannst þetta svo heillandi að ég keypti mér stóran jeppa og potaði mér í dásemdar jeppahóp,
Litlu klíkuna. Með þeim hef ég fengið tækifæri að fara á Langjökul og Drangajökul, yfir stórar ár og upp á fjöll. Með ferðahópnum mínum kviknaði líka sú hugmynd að læra á gönguskíði svo við gerðum það. Fórum á Eyjafjallajökul til að æfa okkur.“ Laila getur ekki gefið loforð um að hún sé hætt að mennta sig þrátt fyrir að búa nú þegar yfir fjölbreyttri menntun og reynslu og hefur mörg járn í eldinum. „Mig langar að læra hjólaviðgerðir, mér finnst svo gaman að hjóla. Mig langar svo rosalega mikið að læra bifvélavirkjun, það er nauðsynlegt að geta talað af viti við jeppakallana mína - en hver er að segja að ég það ekki eftir? Það er aldrei of seint – það ekkert fjall of hátt til að klífa ef þú ert með réttu græjurnar, rétta hugarfarið og drauminn um að standa á toppnum.“
…skólar og námskeið
8 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Ríkari kröfur til nemandans
Háskólinn á Akureyri. Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri gefur nemendum kost á að haga náminu eftir þörfum og óskum.
Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri reynist vel. „Gott að geta „pásað“ kennarann.“
Unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri
K
jartan Ólafsson, lektor við HA, hefur ýmsa fjöruna sopið hvað sveigjanlega námið við skólann varðar og man það vel þegar fjarnámið var að líta dagsins ljós. „Þegar ég byrjaði að starfa við Háskólann á Akureyri, árið 2000, vorum við og fleiri skólar í landinu að fikra okkur af stað með það sem við kölluðum þá fjarnám. Þá var upphaflega hugmyndin að nánast útvarpa til eða flytja fyrirlestra til nemenda sem voru fjarverandi. Ég man að mín fyrstu skref voru að flytja fyrirlestra í fjarfundabúnaði,“ segir Kjartan og rifjar einnig upp hvernig hljóð voru tekin upp á powerpointglærur. „Hugmyndin var sú, hjá okkur kennurunum á þeim tíma, var að sjálfsögðu vildu nemendur frekar vilja hlusta á okkur „live“ en að reiða sig á upptökur. Þróunin hefur síðan verið sú að gæðin á efninu er alltaf að verða betri. Núna eru skilin á milli þess hvað er staðnám og hvað er fjarnám miklu óljósari,“ segir Kjartan og bætir við að margt af því efni sem upphaflega var hugsað fyrir fjarnema gagnist öllum nemendum. Því fari mun betur á því að tala um sveigjanlegt nám en fjarnám.
Bera ábyrgð á eigin námi
Með sveigjanlegu námi verður hugmyndin um það að skólinn ákveði hvernig efni nemandinn hefur aðgang að og sækir sér, úrelt. „Með þessu eru gerðar ríkari kröfur til nemandans, hann verður að bera sjálfur ábyrgð á því efni sem hann sækir sér. Sem dæmi má nefna eitt námskeið sem ég kenni, ef nemandi ætlaði að horfa á allar upptökur, hvort sem það eru fyrirlestrar eða annað stoðefni þá væri það eins og að horfa á allar 10 seríurnar af Friends frá upphafi til enda.“ Fjarnám er síður en svo annars flokks nám, að sögn Kjartans, þó að það hafi verið litið hornauga
gegnum tíðina. „Sumum finnst að fjarnám hljóti að vera einhverskonar verri útgáfa af námi, síðri kostur, en ef eitthvað er þá þýðir það að meira af efni er aðgengilegt og meiri kröfur gerðar til nemandans sem verður að taka skynsamlegar ákvarðanir um það hvað hann notar og hvað ekki. Þegar ég var í námi þurfti maður að ákveða hvað maður ætlaði að lesa af kennslubókinni, varð kannski djarfur og sleppti einhverjum köflum en þetta er orðið mun flóknara núna,“ segir hann.
Gott að geta „pásað“ kennarann!
Kjartan segir marga nemendur nýta sér sveigjanlega námið á mjög áhrifaríkan hátt. „Það er aðdáunarvert að sjá hvernig sumir nemendur nýta sér efnið. Auðvitað eru til og hafa alltaf verið til nemendur sem sinna náminu ekki vel og finnst hægt að sleppa því að mæta í tíma ef mikið er að gera eða veðrið bara vont og ætla sér að kíkja á tímann seinna. Þetta gengur ekki upp því þá safnast upp ókleift fjall. Svo sér maður á hinum endanum nemendur sem eru að gera mjög mikið, eru að fylgjast mjög vel með efni úr tímum, hlusta á það sem kennarinn segir aftur og aftur, setja á pásu, garfa á netinu og fletta upp í bókinni. Fyrir okkur kennarana getur auðvitað verið pínu „frústrerandi“ þegar nemandi segir að það sé betra að hlusta bara á mig í upptökunni því þá sé bara hægt að pása mig þegar ég er farinn að tala of hratt!“ Að sögn Kjartans hentar sveigjanlega námið sérstaklega þeim nemendum sem geta tileinkað sér öguð vinnubrögð. „Svona nám gerir ríkulegri kröfur á nemendur um sjálfsaga, þeir verða að fylgjast reglulega með og vinna jafnt og þétt. Námsformið hentar nemendum sem ráða við þetta mjög vel.“
Sólborg. Glæsileg nýbygging HA var tekin í notkun 2013.
Í tíma. Kjartan Ólafsson lektor er einn þeirra sem hefur tekið virkan þátt í að þróa sveigjanlega námið í HA.
Verkleg kennsla. Nemendur við raunvísindadeild í kennslustund.
Horfir á fyrirlestra í staðinn fyrir sjónvarpið
Fjarlægðin frá Selfossi til Akureyrar að engu orðin Unnið í samstarfi við Háskolann á Akureyri
F
rímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi hefur stundað sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri frá haustinu 2014. „Ég var búinn að reyna að fara í Háskóla Íslands en þar mætti ég ósveigjanleika sem hentaði mér illa þar sem ég var einnig í fullri vinnu með námi. Þegar ég hóf námið við HA komst ég því hvað þetta hentar mér vel. Ég stjórna því hvenær dagsins ég horfi á fyrirlestrana og þeir eru alveg þeir sömu og staðnemarnir frá,“ segir Frímann. Hann er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi en þrátt fyrir mikla fjarlægð frá Akureyri er það síður en svo til trafala. „Þegar ég er svo Býr á Selfossi Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri, býr á Selfossi en stundar nám við staddur fyrir norðan „droppa“ Háskólann á Aureyri. ég bara við í tíma. Það er góð tilfinning að vita nemendurnir á Akureyri og vinna tölvupóstum og síma eftir að ég er staddur á verkefni. „Þá höfum við tækifæri fremsta mætti. á „Þ nákvæmlega sama til að hitta aðra nemendur og Sveigjanleikinn ið v höfum stað í náminu og kennarana augliti til auglitis.“ hentar Frímanni vel ð hinir nemendurnÁ Selfossi er starfrækt háskólatækifæri til a ur eins og áður segd n ir og það skiptsetur og þar tekur Frímann öll ir og í stað þess að e m e n ra hitta að ir raunar ekki próf á sama tíma og samnemendleggjast fyrir frama n ra a n og ken máli hvort ég er ur hans þreyta þau fyrir norðan. an sjónvarpið þegar staddur heima eða „Ef það koma einhver vafaatriði börnin eru komin í ró augliti til í skólanum,“ segir þá er bara hringt í yfirsetumannþá eyðir hann tímanum auglitis.“ Frímann og bætir við eskjuna fyrir norðan og það í að horfa á fyrirlestrana. að aðgengi að kennurútkljáð.“ Um miðbik annar eru síðunum sé afar gott, þeir svari an staðarlotur og þá mæta allir
…skólar og námskeið
9 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Lánalausn þegar LÍN sleppir Framtíðin veitir námslán til viðbótar við lán frá LÍN.
Unnið í samstarfi við Framtíðina
F
ramtíðin er námslánasjóður sem hóf rekstur í febrúar 2015. Um er að ræða eina lánasjóðinn sem veitir námsmönnum framfærslu og/eða skólagjaldalán til viðbótar við LÍN og vakti stofnun hans gríðarlega athygli af þeim sökum, að sögn Ellerts Arnarsonar, stjórnarmanns í sjóðnum. „Markmið Framtíðarinnar er að lána efnilegum námsmönnum á öllum aldri sem vilja fjárfesta í vönduðu námi, á Íslandi eða erlendis,“ segir Ellert. Nú eru um 15 mánuðir liðnir síðan Framtíðin var kynnt leiks og segir Ellert að viðbrögð námsmanna hafi ekki látið á sér standa. „Viðskiptavinir Framtíðarinnar eru fjölbreyttur hópum sem stundar meðal annars nám í lögfræði, verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og tannlækningum. Lánað hefur verið til náms í níutíu mismunandi námsgreinum og til náms við fimmtíu háskóla,“ segir Ellert og bætir við að hlutfall lántaka sem stunda nám
„Ég er á námslánum frá LÍN en sótti um lán frá Framtíðinni til að brúa bil sem skapaðist við að flytja til útlanda og fara af launum yfir á námslán. Þannig tekst mér að koma yfirdráttarheimildum og kreditkortum á núllpunkt og get stundað námið áhyggjulaust.“
Mastersnemi í lögfræði í Sviss.
Mastersnemi í læknavísindum í Svíþjóð.
erlendis sé 40% og að Framtíðin hafi lánað til náms við virta háskóla á borð við Columbia, Oxford, NYU og London School of Economics. Ellert segir að gróflega megi skipta umsækjendum hjá Framtíðinni í tvo hópa. „ Annars vegar er um að ræða einstaklinga sem fara utan í dýrt nám og taka lán hjá Framtíðinni til viðbótar við LÍN og hins vegar einstaklinga sem snúa aftur í nám eftir að hafa verið á vinnumarkaði. Vegna tekjuskerðingar á lánum LÍN á þessi
hópur oft á tíðum ekki rétt á lánum frá sjóðnum. Tekjuskerðingin kemur einnig niður á þeim sem vilja vinna samhliða námi,“ segir Ellert. Framtíðin lánar þó ekki eingöngu til hefðbundins háskólanáms heldur er sjóðurinn jafnframt í samstarfi við skóla sem bjóða upp á ýmis konar sérhæft nám. „Ég nefni sem dæmi flugakademíu Keilis um lán til atvinnuflugnáms og samstarf við Endurmenntun Háskóla Íslands um lán til valinna námskeiða þar,“ segir Ellert.
„Ég hef mikinn áhuga á fyrirtækjarekstri og er uppfullur af hugmyndum sem mig langar að hrinda í framkvæmd. Ég stefni á að hefja rekstur við eitthvað spennandi á næstu 5 árum. Lífið er stutt og tækifærin eru endalaus. Þakka ykkur fyrir að aðstoða mig við að grípa þau.“ Mastersnemi á Íslandi í viðskiptafræði.
„Með hjálp Framtíðarinnar hefur þetta verið mér mögulegt og ég er því ævinlega þakklát.“
„Nú er ég ein af þeim fjölmörgu háskólanemum sem er með of háar tekjur, miðað við frítekjumark LÍN, þar með skerðast þau námslán mín allverulega og hef ég verið að leita að lausn vegna þess.“ Nemandi í MBA námi við Háskólann í Reykjavík.
Umsóknarferlið Umsóknarferlið fer fram á rafrænan hátt í gegnum umsóknarvef Framtíðarinnar (https://umsokn.framtidin.is/) og fá umsækjendur svör um lánveitingu innan örfárra daga. Framtíðin veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð lán og hefst afborganaferlið ekki fyrr en 6 mánuðum eftir námslok. Nánari upplýsingar um lán sjóðsins, eins og vaxtakjör, skilmála og algengar spurningar, má nálgast á vef Framtíðarinnar, www.framtidin.is.
„Mig langar að hrósa ykkur fyrir þetta framtak ykkar. Sá mér leik á borði, þar sem ég á ekki rétt á láni frá LÍN en langar að bæta við mig M.Sc. gráðu í stærðfræði.“ Mastersnemi í stærðfræði í Englandi.
„Eins og staðan er núna stefni ég á að ljúka þriðja árinu við vélaverkfræðideild á næsta ári. Í kjölfarið stefni ég á að vinna í nokkur ár sem véla- eða iðnaðarverkfræðingur og halda loks í mastersnám í vélaverkfræði, MBA eða fjármálastærðfræði/verkfræði. Skólinn sem ég stunda nám við er ofarlega á mörgum „ranking“ listum og er vélaverkfræðideildin ein sú eftirsóknaverðasta í skólanum. Ég leitaði á ykkar náðir svo ég gæti klárað þessa gráðu með sóma. Takk kærlega fyrir allt.“ Bachelornemi í verkfræði í Kanada.
…skólar og námskeið
10 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Nám í ferðaþjónustu er framtíðin Hagnýt þjálfun og raunhæf verkefni Unnið í samstarfi við Ferðamálaskólann í MK.
F
erðamálaskólinn er starf ræktur í Menntaskólanum í Kópavogi. Skólinn menntar fólk til þess að starfa í hin um ýmsu kimum ferðamálgeirans og er námið því upplagt nú þegar túrisminn er í sögulegum blóma hér á landi og sér ekki fyrir end ann á því blómaskeiði, nema síður sé. Ásdís Vatnsdal er fagstjóri námsins í Ferðamálaskólanum. „Námið sem við bjóðum upp á er starfstengt ferðamálanám þar sem lögð er áhersla á ferðaþjón ustu, stjórnun, skipulag og margt annað sem er hagnýtt fyrir ferða málageirann,“ segir Ásdís. Ferðamálaskólinn einbeitir sér hvort tveggja að þjálfun fólks sem hyggst þjónusta Íslendinga sem eru að fara til útlanda og útlendinga sem koma hingað til lands til að ferðast. „Þetta er fjöl breyttur starfsvettvangur. Ferða skrifstofur og ferðaskipuleggj endur eru til dæmis í samstarfi við flugfélög, hótel og flutningafyrir tæki erlendis, gera samninga og leita tilboða. Svo kennum við far bókunarkerfið Amadeus sem er notað hjá flugfélögunum.“
Góð tenging við atvinnulífið
Meðalaldur þeirra sem sækja námið er um 33 ár en elstu nem endur hafa verið á sextugsaldri og notið námsins og nýtt það ekki síður en þau sem yngri eru, að sögn Ásdísar. Margir sem koma vilja bæta við sig kunnáttu og þekkingu á því sviði sem þeir vinna á nú þegar meðan aðrir eru að skipta alveg um starfs vettvang. „Við erum með góða tengingu við atvinnulífið og allir kennararnir okkar eru með kennsluréttindi auk þess sem þeir hafa umtalsverða reynslu úr ferðaþjónustu. Við vitum því hvað þarf að kenna og leggjum áherslu á að verkefnin séu raunhæf og líkist því sem raunverulega er ver ið að gera í ferðaþjónustu.“ Eins og áður sagði er lagt upp með að nemendur fái sem
Hellaskoðun. Nemendur fóru í vettvangsferð í Raufarhólshellinn.
Ásdís Vatnsdal, fagstjóri Ferðamálaskólans.
Námið
Lappland. Nemendur Ferðamálaskólans eiga þess kost að fara í þriggja vikna starfsnám til Lapplands og heimsækja þar til dæmis heimkynni jólasveins!
raunsæjasta þjálfun og því eru nemendur vel í stakk búnir til þess að hefja störf strax eftir út skrift við ýmis konar störf. „Fólk sem útskrifast frá okkur er eft irsótt til vinnu og starfar á mjög fjölbreyttum vettvangi. Margir fara að vinna á ferðaskrifstofum og flugfélögum, afþreyingarfyrir tækjum og hótelum. Ein sem kom til okkar var til dæmis með við skiptamenntun og er nú að reka hótel. Nokkrir hafa tekið við rekstri lítilla sveitahótela úti á landi en starfsmöguleikarnir eru nánast óþrjótandi,“ segir Ásdís.
Starfsnám í Lapplandi
Starfsnámið er þrír mánuðir og
hefst eftir tveggja anna nám en margir ráða sig í vinnu hjá ferða þjónustufyrirtækjum með skóla og þá getur sú vinna verið metin að einhverju leyti. Einnig gefst nemendum kostur á að sækja þriggja vikna starfsnám í Lapplandi og þá er lögð áhersla á vetrarferðaþjónustu sem er stór og mikilvægur þáttur í ferða þjónustu hér á landi, enda að stæður um margt svipaðar í báð um löndunum. Til að nálgast upplýsingar um námið má fara á vefsíðu Ferðamálaskólans eða hafa samband við Ásdísi hjá ferdamalaskolinn@mk.is
Umsækjendur verða að hafa náð 20 ára aldri og hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Við 25 ára aldur er tek ið mið af starfsferli og öðru sem umsækjandi hefur haft fyrir stafni fram að því. Námið tekur eitt ár og skiptist í 36 eininga bóklegt nám og 15 eininga starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki. Hægt er að skipta náminu á tvö ár. Náminu lýkur með þriggja mánaða starfs þjálfun hjá fyrirtæki í ferðaþjón ustu. Meðal þeirra áfanga sem kenndir eru eru ferðaenska, við burðastjórnun fyrir t.d. ráðstefn ur, hvataferðir, bæjarhátíðir og fleira og ferðalandafræði.
GoNorth. Jóhanna Þórsdóttir, fyrrum nemandi.
Starfsnámið er þrír mánuðir og hefst eftir tveggja anna nám en margir ráða sig í vinnu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum með skóla.
„Ég hafði verið heimavinnandi í 12 ár og stóð á krossgötum í lífi mínu þegar ég skráði mig því í Ferðamálaskólann. Mér fannst skólinn taka vel á móti mér, námið er einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og fræðandi og veit ir góða innsýn í það helsta sem er í gangi í ferðaþjónustu í dag. Námið hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust til að fara út á vinnu markaðinn aftur. Í kjölfar námsins var mér boðin vinna hjá GoNorth þar sem ég starfa í dag í hópa deildinni.“ Jóhanna Þórsdóttir.
Matsveinanámið opnar margar dyr Möguleikarnir óþrjótandi Unnið í samstarfi við Mentaskólann í Kópavogi
Betri innkaup
„Gert er ráð fyrir að fólk sé að bæta við kunnáttu sem byggir atsveinanám við ofan á þá sem það býr yfir nú Menntaskólann í Kópa þegar. Námið er fyrst og fremst vogi er vinsælt og til þess gert að fólk geti fest sig hagnýtt nám sem er í sessi í því sem það er að gera. afar hentugt fyrir þau sem vilja Þetta er hnitmiðað nám og ein bæta við sig menntun í matvæla göngu faglegir áfangar kennd geiranum án þess að þurfa að ir; ekki stærðfræði, íslenska eða minnka við sig vinnu. neitt slíkt. Til dæmis er „Námið er mjög hag farið vel í innkaup og nýtt fyrir þá sem vilja margir sem hafa mennta sig í mat klárað námið tala Þetta er reiðslu, margir sem um að þeir nái betri miðað it n h koma í námið eru innkaupum og betri u g n að vinna í faginu í nám og engö gar samningum við mötuneytum, hót birgja o.fl.“ faglegir áfan elum, veitingastöð Námið opn dir n n e k um og víðar,“ segir ar margar dyr og Baldur Sæmundsson, margir fara að vinna áfangastjóri í MK. Baldur í mötuneytum, hótelum, er sjálfur menntaður fram jafnvel á sjó og starfa í eld reiðslumaður og matreiðslumað húsum í millilandaskipum. Einnig ur og hefur því mikla reynslu á getur námið opnað ýmsar leiðir þessu sviði auk þess sem hann til frekari menntunar. „Sumir sem hefur unnið við kennslu í mörg koma í námið fara áfram í matar ár. Ákveðin krafa er gerð við tækninám og enn aðrir enda með nemendur að þeir hafi unnið í sveinsbréf í matreiðslu og verða viðurkenndu eldhúsi eða sam kokkar,“ segir Baldur. bærileg störf áður en þeir hefja námið. Að það hafi reynslu af því Stemningin skemmtileg að elda morgunverð, hádegisverð Alls kyns fólk sækir í námið, að og kvöldverð og hafi þekkingu á sögn Baldurs. „Aldursbilið spann búnaði í iðnaðareldhúsum. ar frá þrítugu og upp í sextugt,
M
margir spyrja hvort þeir séu nú ekki örugglega elsti karlinn eða konan. En það er alltaf mjög gam an í þessum hópum og það verður mjög skemmtilegur andi. Fólk er að læra náið saman og aðstoða hvert annað og það myndast alltaf skemmtileg stemning.“ Námið er tvær annir og er kennt eftir klukkan 5 á daginn. „Við erum að byrja upp úr fimm og reynum að vera ekki lengur en til níu en þegar verkleg kennsla er í gangi getur það dregist,“ seg ir Baldur. Námið er stílað inn á að hjálpa fólki sem er að vinna á daginn en þetta er vissulega mikil lenging á vinnudeginum. „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum nem endum því þetta er ákveðið spor að stíga. En þetta hefur alltaf gengið vel og það er ekki mikið fall, fólk er vanalega mjög tilbú ið til þess að takast á við þetta. Möguleikarnir sem opnast eru óþrjótandi og markmiðið er alltaf að fólk nái betur utan um það sem það er að gera.“ Enn eru nokkur pláss í náminu fyrir haustið en nánari upplýs ingar má nálgast á vefsíðu MK og með því að senda tölvupóst á baldur.saemundsson@mk.is Áfangastjóri. Baldur Sæmundsson, framreiðslumaður og matreiðslumaður.
Gæða DELL vélar fyrir skólafólk 360°
DELL fyrir nettengda >
DELL fyrir hagsýna >
DELL fyrir sniðuga >
Verð 49.990 kr.
Verð: 99.990 kr.
Verð frá: 119.990 kr.
Dell Inspiron 3162 er lítil og létt netbook fartölva. Tilvalin fyrir þá sem vilja geyma gögn í skýinu.
Dell Vostro 3559 er hagkvæm í verði og gefur ekkert eftir í gæðum.
11,6“
2 GB
Intel N3050
15,6“
4 GB
Skjár
Vinnsluminni
Örgjörvi
i5
Skjár
Vinnsluminni
Örgjörvi
Dell Inspiron 5368 er með snertiskjá sem snýst allan hringinn og er því bæði fartölva og spjaldtölva.
13, 3“
4 GB
i3
Skjár
Vinnsluminni
Örgjörvi
DELL fyrir kröfuharða >
DELL fyrir töffara >
Flott fartölvuumslög >
Verð frá: 129.990 kr.
Verð: 284.990 kr.
Verð frá: 4.990 kr.
Dell Inspiron 5559, með eða án snertiskjás, uppfyllir kröfur þeirra sem vilja læra og leika sér.
Dell XPS 13 margverðlaunuð, örþunn og létt tölva fyrir þá sem vilja kraft og glæsileika.
15,6“
8 GB
i5
13, 3“
8 GB
i5
Skjár
Vinnsluminni
Örgjörvi
Skjár
Vinnsluminni
Örgjörvi
Kíktu á skólavefinn okkar eða komdu í kaffi. Við tökum vel á móti þér !
advania.is/skoli Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Teygjanlegt neoprene umslag fyrir 10-15,6” fartölvur. Til í mörgum litum.
…skólar og námskeið kynningar
12 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Metnaðarfull sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga
Sálfræðingar hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sérhæfa sig í kvíðameðferð og tilfinningavanda barna og unglinga. Unnið í samstarfi við Litlu kvíðameðferðarstöðina
L
itla Kvíðameðferðarstöðin er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. Litla Kvíðameðferðarstöðin er rekin í samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina sem sinnir fullorðnum með kvíðaraskanir og skyld vandamál. „Við sérhæfum okkur í kvíðameðferð og öðrum tilfinningavanda,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstofunni. „Í því felst að við tökum að okkur að
greina allar kvíðaraskanir barna, þunglyndi, áráttu þráhyggju og vinna með aðra þætti er snúa að velferð barns, svo sem svefnvanda, lágt sjálfsmat og börnum sem eiga erfitt vegna ytri aðstæðna eins og eineltis, skilnaðar eða andláts og annarra áfalla.“ Steinunn segir að aukin eftirspurn hafi verið eftir meðferð fyrir börn og unglinga. „Nú erum við orðin fimm manns sem störfum hér, flott starfsfólk og metnaðarfullt, og getum boðið bæði upp á hópúrræði og einstaklingsviðtöl. Við höfum bætt þjónustuna til muna.“
Sálfræðingar Litlu KMS sinna þessum vanda: Kvíði Aðskilnaðarkvíði Ofsakvíðaköst Félagsfælnisröskun Frammistöðukvíði Samskiptakvíði Áráttu- þráhyggjuröskun Vægt til miðlungs þunglyndi Almenn vanlíðan Börn/ungmenni sem eru félagslega einangruð Börn/ ungmenni sem eru of háð tölvu, síma eða sjónvarpi Lágt sjálfsmat Börn með ADHD Foreldrastuðningur/uppeldisráðgjöf
Ef vandinn er óljós má biðja um stutt símaviðtal með því að senda tölvupóst á kms@kms.is eða panta greiningarviðtal til að fara yfir málin og fá hugmyndir að meðferð eða tilvísun á réttan stað. Heimasíða okkar er litlakms.is.
upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni www.litlakms. is. Unnið er að því þau námskeið sem uppfylla ákveðin skilyrði verði niðurgreidd með frístundastyrkjum sveitarfélaganna.
Sálfræðingar Litlu KMS skima einnig fyrir athyglisbresti með/án ofvirkni og einhverfurófi ef ástæða er til en taka ekki að sér að fullgreina slíkar raskanir eða meta þroskafrávik. Í slíkum tilvikum vísum við á aðra sérhæfða aðila. Hér til hliðar eru nokkur námskeið sem verða í boði í haust. Nánari
Námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðastöðinni: Öryggi í samskiptum
Félagskvíði er eðlileg tilfinning sem margir upplifa bæði í samskiptum við aðra og eins þegar athygli annarra beinist að okkur. Þetta námskeið ætlað börnum og ungu fólki sem upplifir hamlandi kvíða og óöryggi í samskiptum og félagslegum aðstæðum. Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með eftirfarandi: • Samskipti við jafnaldra eða kennara („smalltalk“, hrós, að taka gagnrýni, tjá skoðanir o.m.fl.) • Leiðir til að kynnast nýju fólki • Frímínútur • Tengsl við jafnaldra • Símtöl, strætó, seinkomur í skóla o.s.frv. • Leiðir til að draga úr kvíða í fyrirlestrum og hópverkefnum
Tilfinningastjórn fyrir ungmenni (Díalektísk atferlismeðferð)
Þetta námskeið er fyrir unglinga og ungt fólk á aldrinum 13-19 ára sem eiga í miklum erfiðleikum með að tempra geðshræringar eins og reiði, kvíða, depurð, skömm og afbrýðisemi. Þessar tilfinningasveiflur hafa margvísleg áhrif á hegðun og samskipti við fjölskyldumeðlimi, vini og kennara. Algeng birtingarmynd vanlíðunar hjá þeim sem gagnast þessi meðferð er: • Sjálfsskaði • Skapofsaköst • Samskiptaerfiðleikar • Tilfinningasveiflur • Stjórnleysi og hömluleysi sem tjáning vanlíðan
Metnaðarfull þjónusta. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur og samstarfsfólk hennar hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sinnir börnum og unglingum.
Sjálfstraust í íþróttum
Þetta námskeið er fyrir börn sem upplifa hamlandi kvíða á æfingum og einnig í aðdraganda móta og á keppnum. Þessi kvíði birtist bæði í áhyggjum af frammistöðu og talsvert sterkari líkamlegum einkennum. Kvíði þessara barna veldur því jafnvel að þau forðast að mæta í keppni eða æfingar eða hætta jafnvel í íþrótt þrátt fyrir að langa að æfa áfram. Slíkur kvíði birtist m.a. í eftirfarandi einkennum: • Síendurteknum áhyggjum af frammistöðu á æfingum / keppnum • Erfiðleikum við að hugsa raunhæft um eigin getu sem og annarra í íþróttinni • Tilhneigingu til fullkomnunaráráttu og ofurábyrgðar á gengi liðsins í hópíþróttum
Mæli eindregið með raunfærnimati
Einar Sigurðsson fór í raunfærnimat hjá Framvegis og er í kjölfarið kominn inn í diplómanám í tölvunarfræði við HR. Unnið í samstarfi við Framvegis – miðstöð símenntunar
Raunfærnimat
É
Framvegis -miðstöð símenntunar býður upp á raunfærnimat gagnvart námskrá Tölvubrautar Upplýsingatækniskólans. Raunfærnimat getur hentað þeim vel sem hafa starfað í faginu og vilja bæta við sig menntun.
g mæli eindregið með því að fólk sem hefur ekki klárað nám prófi þetta,“ segir Einar Sigurðsson. Einar er einn þeirra sem lauk ekki námi á sínum tíma en ákvað að láta slag standa á ný og fór í raunfærnimat hjá Framvegis – miðstöð símenntunar. „Ég var bara vitlaus á sínum tíma að klára ekki, það var engum öðrum um að kenna en mér,“ segir Einar sem var í tölvunámi í Iðnskólanum án þess að ljúka prófum. Hann hefur starfað við tölvur í áratug og vinnur nú á tölvudeild Landspítalans. „Mig vantaði alltaf að bæta við mig menntun og nú er ég kominn inn í diplómanám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Það hentar mér vel því ég get stundað það með vinnu.“ Einar þótti koma mjög vel út úr raunfærnimatinu, betur en hann hefði kannski þorað að vona. „Það var ágætis staðfesting á því að mikið vatn hefur runnið til sjávar. Það sem ég hef kynnt mér og unnið með fékk ég metið í einingar sem ég get nýtt. Maður verður að nýta sér þetta til að styrkja sig.“
Hvað er raunfærnimat? Raunfærnimat er mat á þeirri hæfni og þekkingu sem einstaklingur býr yfir. Færni má ná með ýmsum hætti, til dæmis starfsreynslu, starfsnámi, frístundum, námi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að allt nám sé verðmætt og að það sé skjalfest. Þátttökuskilyrði raunfærnimats Einstaklingar 23 ára og eldri, með litla formlega menntun, sem hafa
Annað tækifæri. Einar Sigurðsson kláraði aldrei tölvunám sitt í Iðnóskólanum á sínum tíma, Nú hefur hann fengið annað tækifæri til að ljúka prófum eftir að hann fór í raunfærnimat hjá Framvegis. Mynd | Rut..
starfað í faginu í a.m.k. 3 ár geta farið í gegnum raunfærnimat. Af hverju að taka raunfærnimat? Raunfærnimat gefur einstaklingum skýra mynd af þekkingu þeirra á tilteknu sviði. Það getur skipt sköpum fyrir skólagöngu viðkomandi, kjósi hann að hefja nám að nýju. Einstaklingur getur lokið námi í þeirri grein sem mat á raunfærni fór fram í og tekur þá eingöngu þau námsfög sem upp á vantar. Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar veitir Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi í síma 581 1900 eða radgjof@framvegis.is.
…skólar og námskeið kynningar
13 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Mikilvægt að innflytjendur nái tökum á íslensku
Aneta M. Matuszewska hjá Retor fræðslu býður fyrirtækjum með erlent starfsfólk upp á greiningu á íslenskukunnáttu og íslenskukennslu fyrir það. Unnið í samstarfi við Retor fræðslu.
V
ið höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frá almenningi,“ segir Aneta M. Matuszewska hjá Retor fræðslu. Retor fræðsla sérhæfir sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og býður núna fyrirtækjum með erlent starfsfólk upp á heildarlausn sem meðal annars felur í sér greiningu á íslenskukunnáttu starfsfólksins og íslenskukennslu fyrir það. Aneta M. Matuszewska er stofnandi Retor og skólastjóri og hún segir að það sé krafa samfélagsins að innflytjendur aðlagist með því að tileinka sér lágmarks íslenskukunnáttu. Sú krafa verði enn háværari eftir því sem innflytjendum fjölgar. Það sé ábyrgð vinnuveitenda á íslenskum vinnumarkaði að veita erlendu vinnuafli tækifæri til þess að afla sér lágmarksþekkingar á íslenskri tungu. Sjálf flutti Aneta hingað til lands frá Póllandi árið 2001. Hún þekkir því af eigin raun hvernig það er að vera innflytjandi í íslenskunámi. Aneta tók strax þá ákvörðun að læra íslensku. Þremur árum síðar var hún byrjuð að kenna Pólverjum íslensku og árið 2008 stofnaði hún síðan Retor fræðslu sem meðal annars hef-
Vel menntaðir og hæfir erlendir einstaklingar geta komið með ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í atvinnulífið hér. Aeneta M. Matuszweska Stofnandi og skólastjóri Retor.
ur þróað sérhæft námsefni fyrir Vinnumálastofnun. „Innflytjendur eiga að læra íslensku,“ segir Aneta en hún telur að sé ekki síður hagur íslensks samfélags og fyrirtækjanna sem hinir aðfluttu starfa hjá en innflytjendanna sjálfra. „Vel menntaðir og hæfir erlendir einstaklingar geta komið með ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í atvinnulífið hér. En forsenda fyrir því er að viðkomandi aðilar nái góðum tökum á tungumálinu. Ef þeir gera það ekki tekst þeim ekki að nýta menntun sína og hæfni og geta fest í störfum sem eru langt fyrir neðan hæfni þeirra. Við þetta missa þeir ekki bara af
tækifærum heldur getur samfélagið hér farið á mis við mikilsverða hæfni þeirra.“ Hjá Retor er mikið lagt upp úr því að kennslan sé í senn skemmtileg, skilvirk og skipulögð en umfram allt áhugaverð og bjóði nemendum skólans upp á vinalegt, hlýlegt og afslappað andrúmsloft. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem stuðla að því að hámarka árangur nemenda. Nánari upplýsingar um starfsemi Retor fræðslu má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Einnig eru veittar ítarlegar upplýsingar um starfsemina, meðal annars fyrirtækjaþjónustuna í síma 519 4800.
Markviss aðlögun að íslensku samfélagi
Mikilvægt að ná tungumálinu. Aneta M. Matuszewska, stofnandi og skólastjóri Retor fræðslu, flutti hingað til lands frá Póllandi 2001. Hún er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi að læra íslensku.
Íslenskukennsla. Starfsfólk Retor hefur þróað sérhæft námsefni, til að mynda fyrir Vinnumálastofnun.
Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita innflytjendum íslenskukennslu á stigum 1-6 en auk þess býður fyrirtækið ýmisskonar fræðslu á móðurmáli.
H
austið 2009 tók fyrirtækið að sér þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofnun. „Helstu úrræði sem við höfum tekið að okkur að þróa fyrir innflytjendur í atvinnuleit eru: Samfélagsfræðsla, Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1-5. Þessi námskeið gagnast jafnframt fólki í vinnu en mikið magn hagnýtra upplýsinga um íslenskt samfélag er að finna í námsefninu. Markmið námskeiðanna er jafnframt að styrkja fólk og auðvelda því aðlögun að íslensku samfélagi,“ segir Aneta Markmið M. Matuszewska a skólastjóri. námskeiðan ð a „Við lítum er jafnframt . svo á að með lk styrkja fó skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu sé stuðlað að því að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í vel upplýstu fjölmenningarsamfélagi. Við teljum gríðarlega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauði sem falinn er í þessum fjölbreytta hópi. Styrkir menntamálaráðuneytis í íslenskukennslu fyrir innflytjendur eru máttarstólpar umræddrar fjárfestingar. Um er að ræða einn af lykilþáttunum í tengslum við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og jafnframt eitt af lykilmarkmiðum í starfsemi Retor Fræðslu.“
…skólar og námskeið kynningar
14 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Förðunarnám hjá alþjóðlegum skóla Stærsti förðunarskóli í heimi starfræktur hér á landi. Unnið í samstarfi við MUD Studio Reykjavík.
„Þeir nemendur sem útskrifast frá okkur fá einkennisnúmer og fara inn í MUD umboðsskrifstofu sem opna dyrnar erlendis fyrir starfsþjálfun og verkefni.“
A
lþjóðlegi förðunarskólinn MUD Studio Reykjavík hóf rekstur hér á landi fyrir ári síðan. „Þetta er stærsti förðunarskóli í heiminum í dag en fyrir ári síðan urðum við partur af þessari keðju,“ segir Kristín Stefánsdóttir, skólastjóri MUD. „Höfuðstöðvarnar eru í Los Angeles og New York og þar byrjaði þetta hjá tveimur förðunarmeisturum sem fannst vanta fagkennslu í förðun.“ MUD studio leggur mikið upp úr því að grunnur nemenda sé góður og að nemendur geti unnið sjálfstætt. „Það fylgir mjög stór kennslupakki með og námið er bæði bóklegt og verklegt og veglegur vörupakki fylgir. Nokkrir Íslendingar hafa farið út í þennan skóla í Bandaríkjunum en núna gefst kostur á því að taka þetta hérna heima,“ segir Kristín. Skólinn skiptist í Level I, II og III. „Level I er grunnnám þar sem lögð er mikil áhersla á skilning á andlitsfalli, að finna réttan farða, allt varðandi augu, varir, skyggingar og fleira. Level II skiptist í fjóra hluta; airbrush, brúðarförðun og studio og high fashion förðun. Eftir Level I og II útskrifast nemendur með alþjóðlegt diploma frá MUD í Bandaríkjunum,“ segir Kristín.
Eflir tengslanet og atvinnumöguleika
Þegar nemendur hafa lokið við Level I og II útskrifast þeir sem alþjóðlegir förðunarfræðingar og fá réttindaskjal sem gerir þeim kleift að sækja um störf á erlendri
Kristín Stefáns Skólastjóri MUD Studio Reykjavík
grundu. „Þeir nemendur sem útskrifast frá okkur fá einkennisnúmer og aðgang inn í tengslanet MUD á alþjóðavísu sem opnar dyrnar erlendis fyrir starfsþjálfun og verkefni. Eins ef það koma erlendir ljósmyndarar eða kvikmyndagerðarfólk hingað og það vantar sminkur,“ segir Kristín og bætir við að þetta tengslanet gefi fólki tækifæri til þess að taka þjálfun erlendis eða ef það vill halda áfram að mennta sig. Næsta vetur hefst kennsla á Level III þar sem kennd er „special effects“ förðun. „Nú þegar er kominn biðlisti af nemendum sem vilja komast í námið, það er gríðarlegur áhugi fyrir því. Þar er kennd kvikmyndaförðun, gerfi og nemendur fá að spreyta sig í að búa til karaktera frá grunni,“ segir Kristín.
Kristín Stefáns, Oft kennd við NO Name, er skólastjóri MUD Studio Reykjavík.
Fágun Förðun eftir Margréti Bjarneyju sem útskrifaðist í vor sem alþjóðlegur förðunarfræðingur. Módel er Anna Líf Ólafsdóttir. Mynd | Aníta Kristjánsdóttir
Miklar kröfur eru gerðar til kennara við MUD. „Allir kennararnir sem vinna hjá MUD hafa verið að vinna við fagið í langan tíma og hafa gríðarlega reynslu að baki. Kennt er á ensku og kennarar koma frá Evrópu til okkar. Allt námsefni er á ensku. Gaman er að nefna að við erum að fá í auknum mæli erlenda nemendur sem vilja læra á Íslandi. Næsta námskeið byrjar 12. september og við leggjum mikla áherslu á að hafa fáa nemendur og fylgja þeim vel eftir og býðst nemendum okkar að nýta aðstöðu skólans til að vinna og æfa sig á meðan á námstíma stendur og einnig eftir námstíma. Við erum ein MUD fjölskylda,“ segir Kristín. Mud Studio Reykjavík iceland@mudeurope.com
Ógnvænlega vel gerð förðun úr smiðju MUD
Gloomy Gloomy Gloomy blýantasett blýantasett blýantasett 950950 kr.-950 kr.- kr.-
Tulipop Tulipop Tulipopííí skólann! skólann! skólann! Gloomy Gloomy Gloomy vatnsbrúsi vatnsbrúsi vatnsbrúsi 2.200 2.200 kr.2.200 kr.- kr.-
Þetta Þetta Þetta erer Gloomy. er Gloomy. Gloomy. Hún Hún Hún ererer ævintýragjörn ævintýragjörn ævintýragjörn ogog hugrökk og hugrökk hugrökk sveppastelpa sveppastelpa sveppastelpa sem sem sem býr býr ábýr áá ævintýraeyjunni ævintýraeyjunni ævintýraeyjunni Tulipop. Tulipop. Tulipop.
Gloomy Gloomy Gloomy teygjumappa teygjumappa teygjumappa 950950 kr.-950 kr.- kr.-
ÞúÞú finnur Þú finnur finnur alls alls konar alls konar konar skemmtilegt skemmtilegt skemmtilegt skóladót skóladót skóladót fráfrá íslenska frá íslenska íslenska fyrirtækinu fyrirtækinu fyrirtækinu Tulipop Tulipop Tulipop í verslunum í verslunum í verslunum um um land um land land allt. allt. allt. Skoðaðu Skoðaðu Skoðaðu Tulipop Tulipop Tulipop heiminn heiminn heiminn á www.tulipop.is á www.tulipop.is á www.tulipop.is
Gloomy Gloomy Gloomy skólataska skólataska skólataska 10.900 10.900 10.900 kr.- kr.- kr.-
Gloomy Gloomy Gloomy pennaveski pennaveski pennaveski 1.900 1.900 kr.1.900 kr.- kr.Gloomy Gloomy Gloomy lyklakippa lyklakippa lyklakippa 1.300 1.300 kr1.300 kr- kr-
Sölustaðir Sölustaðir Sölustaðir skólavara: skólavara: skólavara: Epal, Epal, Epal, Penninn Penninn Penninn Eymundsson, Eymundsson, Eymundsson, Heimkaup, Heimkaup, Heimkaup, Tulipop Tulipop Tulipop verslun verslun verslun aðaðað Fiskislóð Fiskislóð Fiskislóð 31, 31, vefverslun 31, vefverslun vefverslun Tulipop Tulipop Tulipop (www.tulipop.is) (www.tulipop.is) (www.tulipop.is) ogog fleiri. og fleiri. fleiri.
Gloomy Gloomy Gloomy nestisboxasett nestisboxasett nestisboxasett 2.500 2.500 kr.2.500 kr.- kr.-
Gloomy Gloomy Gloomy minnisbók minnisbók minnisbók 1.900 1.900 kr.1.900 kr.- kr.Gloomy Gloomy Gloomy sundpoki sundpoki sundpoki 2.900 2.900 kr.2.900 kr.- kr.-
@tulipop @tulipop @tulipop
@tulipopworld @tulipopworld @tulipopworld
…skólar og námskeið kynningar
15 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Dans fyrir unga, gamla og alla þar á milli Frábær aðstaða og fjölbreytt námskeið í Listdansskóla Hafnarfjarðar Unnið í samstarfi við Listdansskóla Hafnarfjarðar
Stimulastik fyrir ungabörn
istdansskóli Hafnarfjarðar var stofnaður árið 1994 og fagnar því 22. starfsári sínu á þessu ári. Skólastjórinn og eigandinn, Eva Rós Guðmundsdóttir, segir að nemendur skólans séu 450 og þeim hafi fjölgað ár frá ári. Eva Rós er með Boðið BA gráðu í dansi frá De Montfort Univerður upp á í versity í Leicestfría prufutímaana er og diplóma í dance studies frá skólanum dagg Laban í London í 31. ágúst o Englandi. Ásamt 1. september. Evu Rós starfa fjölmargir frábærir kennarar með mikla reynslu við skólann en einnig verður gestakennari í vetur líkt og undanfarin ár. Það er hin gríska Athanasia sem hefur meðal annars dansað fyrir hinn heimsþekkta þýska danshöfund Pinu Bausch. „Við erum með fjöldann allan af dansnámskeiðum í boði. Við bjóðum upp á klassískan ball Við stjórnvölinn Eva Rós Guðmundsdóttir er skólastjóri og eigandi ett, tæknilegan djassdans, nútímadans, hip hop, barnadans fyr- Listdansskóla Hafnarfjarðar. Mynd | Rut ir börn frá tveggja ára aldri, mjög vinsæl silkinámskeið, skvísudans firði og er aðstaðan glæsileg. fyrir fullorðna og showdans,“ segFastir liðir í skólastarfinu á „Við erum með frábæra aðstöðu ir Eva. hverju ári er Dansbikarinn, glæsifyrir steggjanir og gæsanir, bæði Skólinn mun bjóða upp á nýjlegar jóla- og vorsýningar, Halldanstíma og heitan pott. Síðan ungar í vetur, að sögn Evu. oween-partí og sleep-over. Auk bjóðum við upp á að halda barna„Við verðum með Húlla og þess fara nemendur í dansferð afmæli með mismunandi þema í Akróbat fyrir bæði fullorðna og til London annað hvert ár. „Við börn, söngleikjadans, vagnaleiktókum líka þátt í Evrópumeistara- skólanum,“ segir Eva Rós. Boðið verður upp á fría prufufimi fyrir mæður með lítil börn og mótinu í FitKid í dansi og unnum tíma í skólanum dagana 31. ágúst síðan sérstaka strákatíma með það síðasta haust. Stefnan er að og 1. september en nánari uppGumma Elíasi,“ segir Eva og bætir taka þátt aftur á næsta ári,“ segir lýsingar um skólann má finna á við að skólinn standi fyrir vinnuEva Rós heimasíðu hans, stofu í október með hinni bresku Listdansskóli Hafnarfjarðar er listdansskolinn.is. Rosinu Andrews. til húsa í Bæjarhrauni 2 í Hafnar-
Listdansskóli Hafnarfjarðar mun bjóða upp á nýtt námskeið í vetur fyrir börn frá tveggja til tólf mánaða aldurs. „Börn þurfa mikið að hreyfa sig og hafa gaman af því. Þau læra í gegnum hreyfinguna sem síðan verður sjálfvirk athöfn til dæmis að hjóla er eitthvað sem barnið lærir og það verður síðan sjálfvirkt, barnið þarf ekki að hugsa um pedalana og hvernig það á að nota þá. Í stimulastik er verið að hafa áhrif á skynfærin, að þau vinni jafnt saman, það er jafnvægi, snertiskyn og stöðuskyn, vöðvar, sinar og bein. Foreldrar læra æfingar
L
og leiki sem hægt er að gera heima. Æfingin skapar meistarann. Við sem foreldrar getum haft heilmikil áhrif á það hvernig barninu okkar gengur í lífinu. Lengi býr að fyrstu gerð. Þetta námskeið er til dæmis gott fyrir börn með eyrnabólgu og fyrirbura,“ segir Eva Rós og bætir við kennari á námskeiðinu sé Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. „Hún hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungbarns og móður,“ segir Eva Rós.
Stórfenglegt. Sýningar skólans eru stórkostlegt sjónarspil. Mynd | Jenný
Íslenska í lífi og starfi – hagur allra Mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að læra í vinnunni. Unnið í samstafi við Mímir.
E
ftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna hjá hjá Mími-símenntun hefur aukist mikið að undanförnu. Fleiri fyrirtæki vilja styrkja starfsfólk sitt og leggja sitt af mörkum til að það læri málið og eflist þar með bæði í starfi og persónulega. „Þetta er bæði ánægjulegt og hrósvert. Við reynum að leggja áherslu á að flæði sé á milli kennslustofunnar og vinnustaðarins þannig að undirbúningur fer fram á vinnustaðnum og tengiliður til staðar sem starfsmaðurinn getur leitað til. Nemendur undirbúa svo fjölbreytt og skemmtileg samskiptaverkefni sem þeir leysa á vinnustaðnum í samvinnu við samstarfsmenn sína,“ segir Sólborg Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími. Íslenskunámskeiðin eru sérsniðin að hverjum vinnustað fyrir sig eins og hægt er. „Við förum inn á starfstengdan orðaforða. Fólk er fljótt að tileinka sér sérhæfðan og sérstakan orðaforða varðandi tæki og tól en það sem vantar frekar er að er að þjálfa samskipti á vinnustað þannig að fólk geti spjallað við vinnufélagana, beðið um frí eða biðja um að einhverju sé breytt. Einnig öðlast sjálfstraustið til að fá útskýringar
Íslenskunámskeiðin eru sérsniðin að hverjum vinnustað fyrir sig eins og hægt er. Sólborg Jónsdóttir deildarstjóri hjá Mími.
Góður undirbúningur
Sólborg Jónsdóttirn, deildarstjóri hjá Mími. Mynd | Rut
eða segja frá sínum hugmyndum. Oft er mikill mannauður fólginn í erlendu starfsfólki því það hefur kannski nýja sýn á hlutina. Ávinningurinn er því mikill. „Vinnustaðirnir geta stuðlað að því að hjálpa fólki við að fóta sig í nýju landi, fólk verður virkari samfélagsþegnar á öllum sviðum ef
það fær tækifæri til þess að læra í vinnunni,“ segir Sólborg. Námskeiðin geta farið fram á vinnutíma að öllu eða einhverju leyti. Styrkir eru veittir til þess að halda slík námskeið, til dæmis hjá Starfsafli og aðstoðar Mímir vinnustaði við að sækja um styrkina.
Náms- og starfsráðgjöf hjá Mími
Náms- og starfsráðgjöf er hluti af þjónustu símenntunarstöðva í framhaldsfræðslunni. Ráðgjöfin er endurgjaldslaus fyrir markhópinn og öllum frjálst að panta einstaklingsviðtal. Hjá Mími starfa öflugir náms- og starfsráðgjafar sem mæta einstaklingnum á hans forsendum og aðstoða við að finna leiðir í námi og/eða þróun starfsferils. Einnig verður hópráðgjöf í boði í vetur fyrir alla þá sem sækja íslenskunámskeið hjá Mími.
Mímir býður upp á fjölbreytt nám fyrir þá sem eru með litla formlega menntun. Vinsælar námsleiðir eru til að mynda Grunnmenntaskólinn sem hentar þeim sem vilja byrja aftur í skóla og er góður grunnur fyrir meira nám. Almennar bóklegar greinar er hentugt nám fyrir þá sem stefna á t.d. iðnnám og vilja ljúka almennum bóklegum fögum. Menntastoðir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja fara í háskóla en hafa ekki stúdentspróf. Nám í Menntastoðum veitir aðgang að undirbúningsdeildum háskólanna HR, Keili og Bifröst. Einnig er boðið upp á ýmis námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á ákveðnum starfsvettangi, til dæmis ef fólk vill vinna með börnum eða í ferðamannageiranum.
…skólar og námskeið kynningar
16 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Nýir möguleikar í tónlistarnámi
Bigband. Innan Tónlistarskóla FÍH er starfandi fullskipuð stórsveit..
Klassík, djass, popp og rokk hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Unnið í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Samspil og hljómsveitir
Í
fyrsta skipti í vetur munu Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarskóli FÍH vinna náið saman og auka þannig fjölbreytni námsins til muna. „Tónlistarskólinn sérhæfir sig í klassískri tónlist en FÍH í djass-, popp- og rokktónlist. Samstarfið býður upp á nýja möguleika, nemendur geta í meira mæli mótað námið eftir sínum þörfum og áhugasviði. „Við getum því boðið upp á mun breiðara námsframboð en við höfum gert,“ segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans.
Aðstoðarskólastjóri. Freyja Gunnlaugsdóttir segir námsframboðið í vetur verða mun fjölbreyttara en áður.
Fjölbreytt samspil
Ýmislegt áhugavert er í gangi hverju sinni hjá skólunum tveimur sem báðir sérhæfa sig í tónlistarkennslu á framhaldsstigi. „Við leggjum mjög mikla áherslu á samspil og samleik nemenda og að nemendur fái reynslu af því að koma fram og spila sem mest, það er stór partur af skólastarfinu,“ segir Freyja. Innan Tónlistarskóla FÍH er starfandi fullskipuð stórsveit og fjölbreyttir samspilshópar í djass- popp- og rokktónlist þar sem nemendur geta náð tökum á ólíkum stíltegundum. Á hverjum vetri er sett upp óperusýning við söngdeild Tónlistarskólans þar sem hljómsveit skipuð nemendum leikur undir, allir nemendur söngdeildar fá tækifæri til að taka þátt í uppfærslunum. Innan Tónlistarskólans er einnig starfandi sinfóníuhljómsveit sem heldur tónleika tvisvar á ári, við skólann er haldin einleikarakeppni og sá sem ber sigur úr býtum leikur einleik með hljómsveitinni. Lögð er áhersla á að nemendur fái fjölbreytta kammermúsíkreynslu, píanónemendur leika með söng- og hljóðfæranemendum og söngnemendur syngja með kammerhljómsveitum og minni samspilshópum. „Þetta nýja samstarf býður upp á hægt sé að setja upp stærri sýningar, söngleiki jafnvel og að
Brass kvintett úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Katrín Guðnadóttir, Auður Skarphéðinsdóttir,Ingibjörg Ragnheiður Linnet, Helga Mikhaelsdóttir, Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet.
nemendur fái fjölbreyttari samspilsreynslu. Nemendur geta dýpkað sína þekkingu á ólíkum sviðum, þau sem eru að taka klassísku brautina geta til dæmis tekið spunatíma, djass- eða þjóðlagatónlistartíma og öfugt. Nemendur geta ráðið því hvort þeir fari djúpt í eina grein eða læri fleiri stíltegundir,“ segir Freyja.
sem nemendur geta fengið tækifæri til að taka upp sína tónlist og læra upptökutækni. Það er mikið um að vera hjá okkur og starfsemin teygir sig út um allan bæ.“ Kennarar við skólana eru langflestir starfandi listamenn, bæði flytjendur og tónskáld og tengjast því skólarnir tveir tónlistarlífinu sterkum böndum.
Tónleikar
Kennaradeild
Skólarnir eru mjög virkir í tónleikahaldi sem undirbýr nemendur afar vel fyrir framtíðina, en flestir starfandi tónlistarmenn á Íslandi hafa lært við skólana tvo „Við erum með opinbera tónleika víða um borg allan veturinn, til dæmis erum við með kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu og tvenna sinfóníutónleika á hverjum vetri. Innan Tónlistaskóla FÍH er einnig fjölbreytt tónleikahald og söngdagskrár, þar er fullbúið stúdíó þar
Í Tónlistarskóla FÍH er boðið upp á tveggja ára kennaradeild, sem er hagnýtt og áhugavert nám fyrir nemendur sem ætla sér að fara út í hljóðfærakennslu í rytmískri tónlist. „Námið hefur nýst nemendum vel bæði undir frekara nám og störf sem tónlistarkennarar.“ Enn er opið fyrir umsóknir í skólana en sótt er um á sameiginlegri heimasíðu þeirra: http://tr-tfih.is/
Við skólana er lögð sérstök áhersla á samleik og samvinnu nemenda. Nemendur taka þátt í fjölbreyttum samspilsverkefnum allan námstímann. Innan skólanna er starfræktur kór, strengjasveit, blásarasveit, flautukór, klarínettukór, stórsveit og sinfóníuhljómsveit. Innan tónlistarskóla FÍH starfar fullskipuð stórsveit auk fjölbreyttra samspilshópa í jass- popp og rokk- tónlist sem og þjóðlagatónlist. Innan Tónlistarskólans í Reykjavík er starfandi Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík sem er fullskipuð sinfóníuhljómsveit sem heldur tónleika að hausti og að vori og leika nemendur við skólann einleik með hljómsveitinni. Nemendur úr báðum skólum taka þátt í samspilsverkefnum og geta valið sér verkefni eftir áhugasviði.
Samvinna skólanna Skólarnir hafa nú tekið upp nána samvinnu með það fyrir augum að bjóða nemendum upp á fjölbreyttara námsframboð og skapa áhugavert og skapandi námsumhverfi. Í skólunum koma saman ólíkir straumar og stefnur sem opna spennandi nýjar leiðir í tónlistarnámi. Nemendur geta lagt stund á klassíska tónlist, djasspopp og rokktónlist. Námið er góður valkostur fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að stunda áhugavert og skemmtilegt tónlistarnám og er góður undirbúningur undir háskólanám í tónlist og fjölbreytt nám og störf. Við skólana kenna margir af fremstu tónlistarmönnum landsins og nú er nemendum frjálst að sækja tíma í báðum skólum að vild.
Steiney Sigurðardóttir – útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrir ári og stundar nú nám í sellóleik við Tónlistarháskólann í Trossingen. „Tónlistarskólinn í Reykjavík var eins og annað heimili fyrir mig. Ég kom alltaf beint eftir skóla og var þar langt fram á kvöld. Fyrir utan frábæra kennslu í hljóðfæraleik og tónfræðigreinum er andinn í skólanum einnig gífurlega góður og það fólk sem ég kynntist í skólanum mun án efa fylgja mér út í lífið. Hljómsveitarstarf Tónlistarskólans er einstakt og vegna margra nemenda á framhaldsstigi fær maður tækifæri til að spila stór hljómsveitarverk á hverri önn.“ Birgir Steinn Theodórsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH í fyrra og stundar nú nám í bassaleik við Jazz Institute í Berlín „Það eru alger forréttindi að fá að stunda nám við FÍH. Frábærir kennarar á háum standard. Einnig kynnist maður frábærum hljóðfæraleikurum og söngvurum sem verða ævilangir vinir. FÍH undirbýr mann mjög vel fyrir framhaldsnám hvar sem er í heiminum.“ Pétur Björnsson – útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík í fyrra, stundar nú nám í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Leipzig í Þýskalandi „Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur reynst mér ómetanlegur. Þar lærði ég undir handleiðslu fyrsta flokks kennara bæði hvað varðar hljóðfærið og bóklegar greinar. Starfið í skólanum bauð einnig upp á samspil með stórri hljómsveit og ýmsum kammermúsík möguleikum þar sem maður kynntist virkt tónbókmenntum, sem ég tel ómissandi þátt í námi hvers hljóðfæraleikara.“
…skólar og námskeið kynningar
17 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Reynst góður stökkpallur út í lífið fyrir marga
Fjölbreytt nám og námskeið í Hringsjá sem hentar til að mynda þeim sem vilja fara út á vinnumarkaðinn eftir áföll eða þeim sem fundu sig ekki í almenna skólakerfinu. Unnið í samstarfi við Hringsjá
um við áfram að bjóða upp á það. Af nýjum námskeiðum má nefna ringsjá býður upp á Sjálfsumhyggju þar sem fjallað nám og námskeið fyrir verður um hvernig viðmót okkar einstaklinga 18 ára og í eigin garð hefur áhrif á okkur eldri sem vilja fara í til dæmis þegar við verðum fyrir nám eða út á vinnumarkað eftir mótlæti eða gerum mistök. Sýnhlé vegna sjúkdóma, slysa eða um við okkur hörku eða sýnum annarra áfalla. Námið hentar við okkur jafnmikla hlýju og skilneinnig þeim sem hafa ekki funding eins og þegar ástvinur gerir ið sig í almenna skólakerfinu og mistök? Það er mikþurft að hætta þar af ýmsum ilvægt að sýna ástæðum, eins og t.d. vegna okkur sjálfum námserfiðleika. umhyggju en f nýjum A Helga Eysteinsdóttir, það hefur m u námskeið forstöðumaður Hringgóð áhrif á sjár, segir að framboðið má nefna . andlega líðgju an okkar.“ á námskeiðum sé misSjálfsumhyg munandi milli anna og fari Hringsjá eftir eftirspurn. Námskeiðin býður upp á eru góður undirbúningur þriggja anna fyrir námið í Hringsjá og henta nám sem tekur einnig þeim sem vilja koma á mið af kröfum atstutt námskeið til að bæta við sig vinnulífs og skóla og fer kennslan þekkingu. fram alla virka daga. Þegar fólk „Núna á haustönninni eru mörg byrjar í náminu er gert stöðumat spennandi námskeið í gangi í íslensku, ensku og stærðfræði. hjá okkur og við bjóðum upp á Það er til að sjá hvar hver og einn námskeið bæði á morgnana og er staddur áður en skólinn byrjar. eftir hádegi. Námskeiðin miða Þannig að sumir byrja í fornámi á að því að þátttakendur læri og meðan aðrir fara beint í einingatileinki sér bjargráð og færni í að nám. takast betur á við daglegt líf og „Í Hringsjá er fyrir hendi mikil þær hindranir sem upp kunna að reynsla og þekking á fullorðinskoma,“ segir Helga. fræðslu. Hér starfar sérmenntað „Við byrjuðum með námskeið starfsfólk með víðtæka reynslu í Núvitund síðasta vor sem er úr skólastarfi, atvinnulífi, listum mjög vinsælt hjá okkur og höldog félagsstarfi sem hefur óbilandi
H
trú á möguleikum hvers og eins til þess að ná árangri,“ segir Helga en samhliða kennslu er boðið upp á sérfræðilega ráðgjöf og ýmis stuðningsúrræði með það markmið að efla færni, lífsgæði og samfélagslega þátttöku nemenda. Hringsjá hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt í því að styðja einstaklinga til áframhaldandi náms og nýrra atvinnutækifæra. Reglulega eru gerðar árangursmælingar og í þeirri nýjustu kemur fram að 81% útskrifaðra nemenda á síðustu árum eru í námi eða starfi að hluta til eða fullu og eru þær niðurstöður í samræmi við fyrri árangursmælingar. „Það er ánægjulegt að sjá að 88% útskrifaðra nemenda eru sammála eða mjög sammála því að sjálfstraust þeirra hafi aukist eftir námið í Hringsjá og 92% telja að endurhæfingin hafi skilað þeim miklum eða frekar miklum árangri. Þessar niðurstöður hvetja okkur til að halda áfram á sömu braut,“ segir Helga. Sífellt hærra hlutfall útskrifaðra nemenda hefur farið í frekara nám og Hringsjá hefur haft mjög gott samstarf við aðrar menntastofnanir sem hafa metið einingarnar þaðan. „Þannig hefur Hringsjá reynst góður stökkpallur út í lífið fyrir marga.“
Góður stökkpallur Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, segir að mikill meirihluti nemenda segi að sjálfstraust þeirra hafi aukist í Hringsjá. Sífellt fleiri fara í frekara nám að lokinni útskrift. Mynd | Rut
Nýr veruleiki Arnór Ingi Rúnuson lauk námi frá Hringsjá í fyrra og leggur nú stund á sölu- og markaðsnám í NTV. Mynd | Rut
Allir fá þann stuðning sem þeir þurfa
Arnór Ingi Rúnuson er einn þeirra sem hafa lokið námi í Hringsjá. Hann segist lengi hafa stefnt á að fara í nám en ekki fundið sinn farveg fyrr en honum var bent á að fara í Hringsjá. Unnið í samstarfi við Hringsjá
É
g er MS-sjúklingur og er mjög sjóndapur. Það var alltaf hræðsla við að fara að læra eitthvað. Sérstaklega þegar maður var kominn yfir fertugt. En þegar maður er kominn inn í Hringsjá eru allir jafnir. Þar þurfa allir hjálp við eitthvað og þeir fá þann stuðning sem þeir
þurfa. Öll þín vandamál eru leyst og það er unnið að því að þér líði vel svo þú getir lært,“ segir hann. Arnór lauk námi í Hringsjá desember í fyrra og fór í kjölfarið í sölu- og markaðsnám í NTV. „Þegar þú sérð að þú getur lært verðurðu strax sterkari og ákveðnari. Hringsjá kom mér þangað. Það hefði ekkert verið inni í myndinni að fara í nám eins
og í NTV nema fyrir að hafa verið í Hringjsá. Hræðslan var svo mikil. En þarna var ég komin með þennan grunn og mér stóðu margar dyr opnar.“
Arnór lauk námi í Hringsjá desember í fyrra og fór í kjölfarið í sölu- og markaðsnám í NTV
…skólar og námskeið kynningar
18 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Gott úrval. Skiptibókamarkaðurinn er fyrir framan verslun Pennans Eymundsson í Smáralind. Þar eru bækur fyrir nær alla skóla á framhaldsstigi. Mynd | Rut
Mikið úrval af notuðum og nýjum skólabókum
Nú er búið að setja upp skiptibókamarkaðinn fyrir framan verslun Pennans Eymundsson í Smáralind og er þar oft handagangur í öskjunni þegar framhaldsskólarnir byrja. Eygló Birgisdóttir verslunarstjóri segir að það sé alltaf jafn mikil stemning þegar skiptibókamarkaðurinn fer í gang. Verslunin hefur verið stækkuð til muna. Þar er nú meira vöruúrval en áður og glæsilegt nýtt kaffihús Tes & kaffis. Unnið í samstarfi við Pennann Eymundsson
Þetta er einn skemmtilegasti tími ársins og hér er mikið stuð,“ segir Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson í Smáralind. Nú er runninn upp sá árstími þar sem skólar fara að hefjast á ný eftir sumarfrí og því fylgir að kaupa nýjar námsbækur. Í Pennanum Eymundsson er venju samkvæmt stór og veglegur skiptibókamarkaður fyrir framan verslunina í Smáralind. „Við erum reyndar allt árið um kring með skiptibókamarkað en á þessum tíma er hann sérstaklega stór. Nú erum við frammi á gangi með mikið úrval af notuðum og nýjum bókum,“ segir Eygló. Hún segir að úrvalið sé mikið og gott enda sæki nemendur nær allra skóla á framhaldsskólastigi til þeirra. „Það koma allir hingað enda er það miklu ódýrara. Það er auðvitað aðal málið að finna eins mikið af notuðum bókum og hægt er. Það getur munað mikið um það. Það er alltaf jafn mikil stemning þegar við erum komin fram á ganginn. Þá vitum við að skólarnir eru að fara að byrja.“ Miklar breytingar hafa verið gerðar á Pennanum Eymundsson í Smáralind að undanförnu. Búðin hefur verið stækkuð til muna og nú er bæði meira vöruúrval og glænýtt kaffihús Tes & kaffis hefur bæst við þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum með kaffibolla og tímarit eða bók sér við hönd. „Já, við vorum að stækka búðina og höfum í kjölfarið getað aukið úrvalið í flestum vöruflokkum. Nú í haust erum við með mikið úrval af skólatöskum. Svo erum við með ofboðslega gott úrval af ferðatöskum, sjálfsagt eitt besta úrvalið á landinu,“ segir Eygló kokhraust. „Barnadeildin hefur verið stækkuð til muna og bækurnar þurfa auðvitað alltaf sitt pláss.
Skemmtilegur tími. Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson í Smáralindinni, segir að tími skiptibókamarkaðarins sé einn skemmtilegasti tími ársins. Mynd | Rut
Stærri verslun. Verslun Pennans Eymundsson í Smáralind var nýlega stækkuð og nú er þar meira vöruúrval en áður. Mynd | Rut
Fjölbreytt úrval gjafavöru. Í Pennanum Eymundsson í Smáralind er fjölbreytt úrval gjafavöru, allt frá tækifærisgjöfum upp í vinsælar hönnunarvörur. Mynd | Rut
Skólatöskur. Fjölbreytt úrval er af skólatöskum í verslun Pennans Eymundsson í Smáralind.
Kaffi. Nýlega var opnað kaffihús frá Te & kaffi í Pennanum Eymundsson í Smáralind.
Þá erum við alltaf að auka úrval okkar af gjafavöru. Þar erum við með allt upp í heimsklassa hönnunarvöru frá Vitra.“ Eygló segir þó að rúsínan í pylsuendanum við stækkun verslunarinnar hafi verið að við bættist kaffihús Tes & kaffis. „Það er óskaplega notalegt að geta sest niður og gluggað í blöðin og nýjustu bækurnar. Fólk hefur tekið þessu ótrúlega vel. Okkur finnst
gott þegar fólk vill stoppa hjá okkur, okkur finnst það notalegt.“ Þannig að bókabúðin virðist enn lifa góðu lífi? „Já, heldur betur. Fólk vill fá bækurnar sínar. Það vill fletta þeim og snerta á þeim. Þetta er ekkert að fara. Það er eitthvað kósí við bækur og þannig viljum við hafa það áfram,“ segir Eygló Birgisdóttir í Pennanum Eymundsson í Smáralind.
Notalegt. Kaffihús Tes & kaffis var nýlega opnað í verslun Pennans Eymundsson í Smáralind. Þar er hægt að glugga í bækur og blöð yfir kaffibolla. Mynd | Rut
ÍSLENSKA /SÍA DAL 80821 08/2016
VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST
LÍÐA BETUR
EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI
VERA ÞÚ?
STÍGÐU SKREFIÐ Í HAUST! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK
Námskeiðið færir þér sterkari sjálfsmynd, hugrekki og meira sjálfstraust. Þú lærir að fylgja eigin sannfæringu, standa á þínu og setja þér skýr markmið sem skila betri árangri í námi og starfi. Jákvætt viðhorf og öruggari tjáning bætir samskipti þín við fjölskyldu og vini.
NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK Aldur 10–12 ára 10–12 ára 13–15 ára 13–15 ára 16–20 ára 16–20 ára 21–25 ára 21–25 ára
Hefst 19. september 4. október 15. september 5. október 14. september 3. október 13. september 6. október
SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR Fyrirkomulag einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti einu sinni í viku í 8 skipti
Tími 17–20 17–20 17–21 17–21 18–22 18–22 18–22 18–22
Pantaðu sæti á netinu: www.dale.is
Dæmi um skóla sem meta Dale Carnegie námskeið til eininga í framhaldsskóla: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð.
// ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMAR 10 til 15 ára 24. ágúst kl. 19–20 16 til 25 ára 24. ágúst kl. 20–21
Skráning á: www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080 98% þátttakenda segjast hugsa jákvæðar eftir námskeiðið.
40% ALLT AÐ
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
SKÓLATÖSKUM FYRIR MEÐLIMI Í A4 KLÚBBNUM Kaupauki fylgir öllum skólatöskum
*
Athugið að vöruúrval er mismunandi á milli verslana. Afsláttur er mismunandi milli vörumerkja. Allt vörumframboð má finna á a4.is. Þú skráir þig í A4 klúbbinn á a4.is eða í næstu A4 verslun. Tilboðið gildir til 14. ágúst. A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi www.a4.is / Þú getur einnig fylgt okkur á
Pinterest.com/A4fondur og
instagram.com/a4verslanir
SKÓLAVÖRUBÚÐIN ÞÍN