Tiska og snyrtivorur 070314

Page 1

Tíska & snyrtivörur Nýjasta nýtt í tísku- og snyrtivörum

Helgin 7.—9. mars 2014

Máttur þarans

Í

dag vita flestir að mengun í andrúmslofti hraðar öldrun húðarinnar auk þess að geta valdið fitusöfnun, þurrki og útbrotum. Þarinn er þeim eiginleikum gæddur að veita náttúrulega vörn gegn þessum skaðlegu áhrifum og þann vísdóm hefur fólk þekkt frá örófi alda. Þarinn er auk þess svo meinhollt ofurfæði að með því að borða hann reglulega ættum við hreinlega að glansa að innan sem utan. Þarinn er algeng fæða um gjörvalla Asíu og hefur löngum verið borðaður til að lengja lífið þar sem hann er uppfullur af steinefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Snyrtivöruframleiðendur uppgötvuðu mátt þarans þegar þeir fóru að veita þessari harðgeru plöntu athygli í byrjun tuttugustu aldar-

innar. Eftir töluverðar rannsóknir kom í ljós að þarinn hefur örvandi áhrif á húðpróteinið sirtuin sem skiptir sköpum fyrir öldrun húðarinnar en auk þess er hann uppfullur af fitusýrum sem auka raka og örva collagen framleiðslu húðarinnar. Síðan þá er þarinn algengt innihald í mörgum af þeim undrakremum og vökvum sem vinna gegn öldrun húðarinnar. Til eru fornar sögur af konum sem stunduðu þaraböð. Þessar konur lærðu af formæðrum sínum að þaraböð veittu húðinni æskuljóma en í dag hafa rannsóknir sýnt að þarinn er gæddur þeim eiginleikum að þegar hann leggst á skinn dregur hann vökva og í leiðinni aukaefni úr húðinni. Þarinn er enn ein sönnun þess að náttúran veit hvað hún syngur.

Veist þú hvaða vísindamaður stendur á bak við þína húðlínu? Græðandi húðvörur gegn öldrun, hannaðar af frönskum vísindamönnum Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands og Lyfjur um land allt. Vörurnar eru prófaðar undir eftirliti húðsjúkdómalækna. 100% náttúrulegar 0% rotvarnarefni 0% paraben 0% BHT-BHA

0% EDTA

0% phenoxyethanol

0% silicone

0% mineral oil

0% propylene glycool


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tiska og snyrtivorur 070314 by Fréttatíminn - Issuu