Tomstundir 19 08 2016

Page 1

Íþróttir og tómstundir barna

Kátir krakkar skemmta sér

Fjölbreytt úrval af íþróttum og námskeiðum fyrir krakka í vetur

Mynd | Rut

Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni MacBook Pro Retina 13"

Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur.

Sérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 242.990 kr.

Frá 184.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


…tómstundir

2 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Skemmtileg ókeypis afþreying Notaðu hugmyndaflugið til að finna eitthvað að gera með börnunum.

Ekki þarf alltaf að opna veskið þegar gera á eitthvað skemmtilegt. Hér er listi yfir prýðis afþreyingu fyrir veturinn sem er alveg ókeypis.

Fara á bókasafnið. Oft er dagskrá í þar fyrir börnin. Svo er gaman að velja saman nýjar og skemmtilegar bækur til að fara með heim.

Baka. Þegar veðrið er vont er tilvalið að hafa það kósí innandyra. Baka einfalda köku og leyfa börnunum að hjálpa til.

Út á sleða/þotu/ poka – þegar snjórinn mætir á svæðið er um að gera að fara út og leika sér aðeins. Það eru fjölmörg svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að renna sér.

Fjöruferð. Flest börn hafa gaman af því að fara í fjöru, enda kennir þar oft ýmissa grasa. Þar má finna fallega steina, skeljar og ýmislegt óvænt. Í sandfjöru er líka hægt að byggja sandkastala.

Rannsóknarleiðangur. Ótrúlegt en satt þá leynast margir skemmtilegir staðir í umhverfinu í kringum okkur án þess að við tökum eftir þeim. Farðu í leiðangur með börnunum og skoðið umhverfið.

Uppskeruhátíð Sýning í Borgarleikhúsinu í vor.

Ballett er góð undirstaða Styrkur, jafnvægi, liðleiki og einbeiting Unnið í samstarfi við Ballettskóla Sigríðar Ármann

B

allettskóli Sigríðar Ármann er elsti starfandi ballett­ skólinn hér á landi. Hann var stofnaður 1952 og er starfæktur bæði í Reykjavík og Kópavogi. Ásta Björnsdóttir er skólastjóri og eigandi Ballettskól­ ans. „Við erum með börn frá 3 ára og alveg upp í ballett fyrir full­ orðna, höfum líka verið að útskrifa kennara,“ segir Ásta. „Þetta er mjög hefðbundinn skóli, við kenn­ um þennan hefðbundna klassíska ballett eftir rússneskum og ensk­ um kerfum.“ Fyrir um 12 árum hóf Ballett­

skólinn að kenna þriggja ára börn­ um ballett í svokölluðum ballett­ leikskóla. „Þessum aldurshópi erum við mikið að kenna hreyf­ ingu í gegnum leik. Þá erum við að kenna börnunum að uppgötva sig og sínar hreyfingar, hendurn­ ar, fæturna og líkamann allan. Við notum mjög mikið leikmuni til þess að framkalla hreyfingar­ nar og búum til ævintýraheim fyrir þau,“ segir Ásta. Eftir ballettleikskólann tekur ballettforskóli við frá 4-6 ára, og þá byrja börnin smám saman að læra ballettæfingar og tækniæf­ ingar. „Síðan er hlaðið ofan á það litlum dönsum og frjálsum dansi þannig að þau eru alltaf að nota

Fjör 9 ára ballerínur í Borgarleikhúsinu.

Kennarar Erla Harðardóttir, Ásta Björnsdóttir, Sigrún Ósk Stefánsdóttir og Anna Helga Björnsdóttir. Mynd | Hari

það sem þau læra. Við 7 ára aldur­ inn hefst síðan hin eiginlega ball­ ettkennsla, meiri tækniæfingar og þjálfun.“ Ásta reynir gjarnan að koma

ballett að sem víðast enda ball­ ettinn góð undirstaða fyrir hvers konar hreyfingu. „Við höfum verið að þróa námskeið sem heitir ball­ ettþrek. Þar er blandað saman jóga, teygjum og þrekæfingum.“ Í vetur verður boðið upp á ný nám­ skeið sem heita íþróttaballet. „Það námskeið er hugsað fyrir krakka sem eru til dæmis í handbolta og

fótbolta en fá þarna góðar teygj­ ur. Námskeiðið miðar að því að efla líkamann með styrkaukandi æfingum og lögð verður áhersla á teygjur til að auka hreyfiferil nem­ enda. Ballettæfingar verða notað­ ar til gagns og gamans en ballett­ inn hefur frábært æfingakerfi sem eykur á styrk, jafnvægi, liðleika og einbeitingu,“ segir Ásta.



Litir og málning í úrvali

24/7

4 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

– á frábæru tilboði

RV.is ju

k þe

g l r. in 00 m 8 k n ál 1.0 99

M

…tómstundir

Ve

Sjáðu allt úrvalið á

RV.is

Bogfimi er íþrótt sem á sífellt meiri vinsældum að fagna hérlendis, ekki síst vegna þess að aðstaðan til að stunda íþróttina hefur batnað mikið síðustu ár. Bíómyndir eins og Hunger Games og Brave eiga örugglega sinn þátt í auknum áhuga. Bogfimisetrið býður upp á námskeið fyrir börn frá 8 ára aldri. Þar er allur búnaður til staðar og um að gera fyrir börn sem hafa áhuga á bogfimi að fara og prófa. Farið er í helstu undirstöðuatriði bogfiminnar. Nemendur í Bogfimisetrinu fá að kynnast öryggisatriðum og læra að skjóta af trissuboga, langboga og sveigboga, svo eitthvað sé nefnt.

.

r kr iti 98 l é Tr 8 ð

r Ve

Fimir með bogann

frá

ra

g fin

M

g l r. in 0 m 8 k n ál 50 92 rð

Ve

Rekstrarvörur

– fyrir þig og þinn vinnustað Rekstrarvörur Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

- vinna með þér

Myndlistanám af ýmsum toga Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á allskyns myndlistakennslu fyrr börn á öllum aldri í vetur, bæði hefðbundna og óhefðbundna kennslu. Leirbrennsla

og skúlptúragerð eru á meðal kennslugreina. Einnig er kennsla í myndasögum og myndrænum frásögnum, ljósmyndun, leir- og gifsmót og vídeó- og hreyfimyndagerð. Auk þessa alls er boðið upp á klassíska kennslu í myndlist. Boðið er upp á námskeið fyrir börn allt frá 4 ára aldri og upp í 16 ára. Hægt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar á námskeið hjá Myndalistaskólanum.

Forritun fyrir forvitna krakka

Alla föstudaga og laugardaga

Skema býður upp á námskeið í forritun fyrir forvitna krakka. Námskeiðin sem í bjóðast eru til dæmis í Minecraft, myndbandagerð, vefforritun, grunnnámskeið í forritun, þrívíddarhönnun og appþróun. Ekki er krafist þess að nemendur séu með neinn grunn eða reynslu í forritun heldur er einmitt ætlast til þess að nemendur prófi sig áfram með fikti og framkvæmd. Hjá Skema er notuð sérstök kennsluaðferð sem studd er af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Hjá Tæknisetri Skema er líka hægt að halda barnaafmæli þar sem þemað er tækni. Hægt er að halda sérstakt Minecraft afmæli, hönnunarafmæli eða koma með hugmyndir að eigin tæknifjöri.


…tómstundir kynningar

5 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Ekki bara keppni. Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu, segir síður en svo einungis afreksmannastefnu rekna hjá félaginu. Mynd | Hari

Fimleikar fyrir alla Þarf ekki alltaf að vera keppni Unnið í samstarfi við Gerplu

efla hreyfiþroska, liðleika sem og almenna hreyfi- og styrktarþjálfimleikafélagið Gerpla er un. Í framhaldi af æfingum í grunn þekkt fyrir að hafa margt og framhaldshópum ákveða börnafreksfólk í sínum röðin hvort þau vilji leggja þá fyrir um og fjölmennar afrekssig sem keppnisgrein eða bara deildir í bæði áhaldafimleikum og stunda fimleika sem sína líkamshópfimleikum kvenna og karla rækt. Það þarf ekki að vera alltaf en því fer fjarri að það sé einkeppni,“ segir Olga og nefnir í því göngu rekin afrekssamhengi hópinn Fimleikar mannastefna hjá fyrir alla sem er vina „Þarn félaginu. „Gerpla sælt námskeið innan stendur fyrir svo Gerplu. „Þarna eru krakkar, u r e miklu meira en krakkar, bæði g o i r g bæði yn bara afreksyngri og eldri, i k k e starf,“ segir sem vilja ekki ldri, sem viljapa í e Olga Bjarnaendilega keppa í p e k a g e il d n e dóttir, framfimleikum en vilja ja il v n kvæmdastjóri nota þá sem sína fimleikum e sína Gerplu. líkamsrækt.“ Þeir nota þá sem t.“ Meðal þess sem kjósa keppnk ræ s m a k lí sem boðið er upp isdeildina geta valið á eru fimleikar fyrir um áhaldafimleika, hópfatlaða, parkour, krílahópfimleika og/eða stökkfimi. ar fyrir 3-4 ára þar sem foreldrar eru með börnunum og svo eru Fimleikar og jóga fimleikatímar fyrir 5 ára. „Frá og Fimleikar fyrir fullorðna er sívinmeð 5 ára aldrinum eru börnin sælt námskeið en það er síður en komin í grunnhópa. Þar læra þau svo þannig að allir sem það sæki grunninn, en áhersla er lögð á að séu í grunninn fimleikastjörn-

F

ur. „Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynnast fimleikum. Farið er í fimleikaþrek, teygjur og fjölbreyttar fimleikagrunnæfingar. Námskeiðið er að hluta einstaklingsmiðað því fólk kemur inn af götunni með mismunandi bakgrunn, sumir eru með fimleikagrunn og aðrir ekki, en allir eiga það sameiginlegt að vilja stunda góða líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap.“

Í aðstöðu Gerplu er starfrækt jóga sem fimleikadeildin hefur verið að nýta sér í sífellt meiri mæli. „Foreldrar geta jafnvel sótt jógatíma meðan börnin eru á æfingu og við nýtum jóga fyrir meistaraflokkana okkar, keppnisdeildina. Jóga hefur notið meiri vinsælda hjá strákunum en stelpunum, en einhver hefði haldið að því væri öfugt farið,“ segir Olga. Fleiri stúlkur en drengir stunda

fimleika, eins og staðan er núna, en að sögn Olgu eru drengir mjög öflugir framan af. Eftir 10 ára aldurinn snúa margir þeirra sér heldur að fótboltanum eða öðrum boltaíþróttum þó að það sé langt því frá algilt. „Áhaldafimleikadeild drengja frá 10 ára aldri er öflugust í Gerplu af félögunum á höfuðborgarsvæðinu og er það að þakka góðum þjálfurum og utanumhaldi.“ segir Olga.

Einvalalið kennara Magga Stína, Ásrún Magnúsdóttir, Natasha Royal og Ragna Skinner. Á myndina vantar Söndru, Mamady, Aude og Guðbjörgu. Myndir | Hari

Ódauðleg tónverk og ævintýraleg ferðalög í Kramhúsinu Frumkvöðlastarf í 33 ár Unnið í samstarfi við Kramhúsið

A

llir sem nokkru sinni hafa komið í Kramhúsið eru sammála um að þar ríkir alveg sérstakur andi sem hvergi annars staðar fyrirfinnst. „Kramhúsið hefur verið starfandi í 33 ár með barnastarf og frumkvöðlastarf í að kynna nýja dansmenningu fyrir landanum,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kramhússins. Börn á öllum aldri eiga auðvelt með að finna sér sína hillu í Kramhúsinu enda dansnámskeið af öllu tagi í boði. „Við fáum alltaf til okkar erlenda gestakennara

sem koma með vinnustofur og halda námskeið. Á næstunni kemur Linnea frá Danmörku en hún er meistari í magadansi og svo kemur Athanahasia frá Aþenu að kenna fyrstu 3 vikurnar í nútímadansinum. Hún hefur meðal annars dansað með danshópi Pinu Bausch sem er með stærstu nöfnum dansheimsins.“

Ódauðleg tónverk

Í sumar var haldið afar vel heppnað sumarnámskeið og kennaranámskeið og í framhaldi af því verður listasmiðja barna endurvakin í vetur með Möggu Stínu, Aude og Ásrúnu. „Ásrún tekur að

sér skapandi dans fyrir börn og nútímadans fyrir 4. til 10. bekk. Hún verður með nýja nálgun á dansinn, farið verður meira út í sköpun og nútímadans. Ásrún hefur verið að þróa kennsluaðferðir í dansi með ungdómnum eins og sjá mátti í sýningum hennar GRLS og Made in Children. Að vanda mun svo Natasha sjá um breikdans á föstudögum. Hún hefur kennt hér í 15 ár og skapað fjöldann allan af frábærum dönsurum,“ segir Bryndís. „Börn frá 6-9 ára skemmta sér í sköpun í Tónlistarleikhúsi hjá Möggu Stínu, þar sem samin eru ódauðleg tónverk með frumsömdum texta.“

Gæðastundir fyrir fjölskyldur

Yngstu börnin eru í höndum Guðbjargar Arnardóttur. Guðbjörg hefur sérmenntað sig í kennslu fyrir börn og er mikill reynslubolti, að

Allskonar fyrir fullorðna

Fullorðið fólk ætti allt að finna sér eitthvað við sitt hæfi í Kramhúsinu. Meðal þess sem er í boði er afró, argentínskur tangó, Balkan, Bollywood, Beyoncé, burlesque, breikdans, nútímadans, Flamenco, Jane Fonda danssviti, magadans, zumba, Kizoma og ballett fyrir fullorðna.

sögn Bryndísar. „Yngsti hópurinn kynnist húsinu með foreldrum sínum en foreldrar geta líka dansað afró með börnunum. Sandra og Mamady leiða þátttakendur um ævintýralegt ferðalag um framandi menningu vestur-Afríku. Þetta er miklar gæðastundir fyrir fjölskyldur. Ekki má gleyma þeim duglegu 4 og 5 ára krökkum sem senda foreldra sína í kaffirölt meðan þeir læra tónlist og hreyfingu hjá Rögnu Skinner. Ragna kemur inn ný í vetur og endurvekur tónlist og hreyfingu sem var hér áður í Kramhúsinu með þeim Elfu Lilju og Nönnu.“


…tómstundir kynningar

6 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Allir geta stundað Ju-Jitsu

Ju-Jitsufélag Reykjavíkur fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Unnið í samstarfi við Ju-Jitsufélag Reykjavíkur

V

ið bjóðum öllum að koma hingað og prófa tvær æfingar til að kynnast íþróttinni og sjá út á hvað þetta gengur,“ segir Sensei Magnús Ásbjörnsson, aðalkennari Ju-Jitsufélags Reykjavíkur. Ju-Jitsu á uppruna sinn að rekja til Japans og er ein elsta sjálfsvarnaríþrótt í heimi. Allir geta stundað hefðbundið Ju jitsu, óháð líkamlegu ásigkomulagi; ungir sem aldnir, konur og karlar, enda er ástundun þessarar íþróttar á forsendum iðkandans, sem fer í gegnum þjálfunaráætlun á eigin hraða. „Ég vil auðvitað að sem flestir viti hversu góð íþrótt þetta er fyrir alla. Við erum reyndar ekki bara að kenna íþróttina því við leggjum gríðarlega áherslu á að fólk hreyfi sig rétt. Það skilar sér líka í daglega lífinu því ef fólk hreyfir sig rétt er minni hætta á slysum. Ég segi oft við nemendur mína að bakið þeirra sé eina bakið sem þeir fá og þeir verði að passa það næstu hundrað árin,“ segir Magnús. „Ég vil meina það að allar

Allir velkomnir Öllum er frjálst að mæta á tvær æfingar hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur til að prófa.

Góð íþrótt fyrir alla Sensei Magnús Ásbjörnsson er yfirþjálfari hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur.

manneskjur hafi rétt til að verja sig sjálfar og allir sem andann draga geta varið sig að einhverju leyti. Mitt hlutverk sem Ju-Jitsu þjálfari sé að hjálpa nemendum mínum til að betrumbæta þær hreyfingar sem fólk getur framkvæmt til að gera þær skilvirkari og öruggari í sínu daglega lífi. Í kennslunni tökum við það skýrt

fram að við erum ekki að gefa fólki neitt skotleyfi til að misnota sjálfsvarnarþekkinguna. Ef einhver misnotar þá þekkingu sem viðkomandi lærir hjá Ju-Jitsufélaginu þá verður viðkomandi að gera sér grein fyrir að þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum.“ Ju-Jitsufélag Reykjavíkur fagnar 20 ára afmæli á næsta á ári. Að sögn Magnúsar var þó Ju-Jitsu stundað hér á landi fyrir 1920. Þá stóð verkalýðshreyfingin fyrir kennslu í íþróttinni í skamman tíma. Það var svo upp úr 1990 að byrjað var að kenna Ju-Jitsu sjálfsvörn með skipulögðum hætti og hefur staðið óslitið síðan. Frá árinu 1999 hóf Ju-Jitsufélagið æfingar fyrir börn og unglinga og eru æfingar ætlaðar fyrir börn frá átta ára aldri. Börn og unglingar fylgja sérstakri þjálfunaráætlun sem tekur mið af líkamsburði þeirra og andlegum þroska. Barnaæfingar eru eðlilega

sambland náms og leikja. Börnin læra helstu lása og tök til að verja sig, læra aga og sjálfstjórn og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru. Á milli tæknilegra æfinga fá þau óspart tækifæri til útrásar í leikjum og ærslagangi. „Hjá Ju-Jitsufélaginu leggjum við áhersla á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins og fá þá til að huga að þeim hættum sem þeir geta lent í á lífsleiðinni. Lögð er áhersla á að sjálfsvörn er aðeins notuð sem nauðvörn og að slagsmál leiða aldrei til lausna.“ Hjá félaginu æfir reglulega fólk á öllum aldri frá átta ára aldri og þeir elstu eru yfir sjötugt. „Fólk er aldrei of gamalt til að byrja að æfa Ju-Jitsu,“ segir Magnús. Sensei Magnús heldur utan um og ber ábyrgð á allri kennslu hjá félaginu sem og gráðunum en hefur sér til aðstoðar nokkra góða kennara til að sjá aðallega um barnakennsluna en einnig kennslu fullorðinna ef þörf er á

því. Kennarar eru af báðum kynjum. „Við kennum eftir ákveðnu prógrammi þar sem farið er yfir ákveðið efni fyrir hvert belti. Svo er tekið próf í því og farið yfir í næsta belti. Við kennum eftir æfingar- og kennslukerfi frá Shogan Ju-Jitsu International, sem er okkar heimssamband og þýðir að fólk sem æfir hjá okkur getur gengið inn í hvaða klúbb í útlöndum sem kennir eftir sama kerfi og byrjað að æfa.“ Æfingaaðstaða Ju-Jitsufélagsins er í Ármúla 19 og eru allir velkomnir þangað á æfingatímum félagsins, „hvort sem er til að prófa æfingu eða bara hitta okkur og fræðast um hvað við erum að gera.“ Nánari upplýsingar um félagið, kennara þess, æfingatíma og fleira má finna á heimasíðunni www.sjalfsvorn.is og undir Jujitsuiceland á Facebook.

Söngnám við allra hæfi

Framundan eru inntökupróf í Söngskólann í Reykjavík og fjölbreytt vetrardagskrá. Unnið í samstarfi við Söngskólann í Reykjavík

Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík árið 1973. Garðar nam sjálfur við tónlistöngskólinn í Reykjavík arháskóla í Bretlandi og frá uppbýður upp á söngnám við hafi hefur Söngskólinn haft samallra hæfi. Framundan eru starf við The Associated Board inntökupróf í Söngskólof the Royal Schools of Music í ann en allir umsækjendur þreyta Bretlandi. Þaðan koma prófdóminntökupróf. Þar er hlustað eftir arar, tvisvar ár hvert og meta því hvort röddin er óskemmd og frammistöðu nemenda. Skólinn er með góða þroskamöguleika, gott staðsettur miðsvæðis í Reykjatóneyra þarf að vera til staðar víkurborg, í eigin húsnæði að og önnur undirbúningsmenntun Snorrabraut 54 og þar iðar allt af hjálpar auðvitað til, þótt hún sé lífi og hljómar af söng og titrar af ekki skilyrði fyrir inntöku í Söngdansi. Skólinn rekur einnig sinn skólann í Reykjavík. eigin tónleikasal; Snorrabúð. Í Söngskólanum eru nemendur Námið er deildaskipt, Unglingaá öllum aldri, allt frá byrjdeildir, fyrir 11-15 ára nemendendum, sem geta hafið ur, þar sem nemendur nám við skólann öðlast undirstöðu í frá 11 ára aldri, til réttri raddbeitingu, „Fyrir alla , ja g nemenda sem kynnast alls konn y s ja il v m se stefna að útar tónlist, m.a. t g æ skrift sem að léttri tónlist og er afar mikilvnni að u r g einsöngvarar söngleikjatóná fr ra læ að tt. eða sönglist, sem er vinré i n in d d rö beita kennarar. sæl hjá þessum r etu Skólinn býðaldurshópum, Misbeiting g gum le ur einnig upp á ekki síst þar valdið varan dum. sem ýmis námskeið; einnig er lagt m m e k radds helgarnámskeið upp úr leikrænni fyrir kóra, söngnámþjálfun, dansi og skeið utan venjulegs hreyfingum með tónvinnutíma, fyrir söngáhugafólk listinni. Námið veitir nemá öllum aldri og ýmis meistaranám- endum ómælda gleði og byggir skeið og fyrirlestra fyrir söngnem- upp sjálfstraust. Allir nemendur endur, söngvara og söngkennara unglingadeilda koma fram á tónog um miðjan september, munu leikum og/eða söngleikjasýningprof. Regine Köbler, söngkennari um. Stúlkur hafa verið í meirihluta við Tónlistarháskólann í Vínarborg nemenda í unglingadeildum, en og Marcin Koziel, píanóleikari við nú í haust er töluverð aðsókn sama skóla og við Kammeroper ungra manna. Wien og Theater an der Wien vera Almennt nám skiptist í grunnmeð meistaranámskeið í Söngskól- nám, miðnám og framhaldsnám anum, námskeið sem einnig verður og síðan er boðið upp á háskólaopið áheyrendum. nám, sem skiptist í einsöngv-

S

ara- og söngkennaranám, en langflestir söngkennarar á Íslandi hafa einmitt hlotið menntun sína í Söngskólanum í Reykjavík. Allir nemendur skólans koma fram á tónleikum minnst tvisvar á ári og Nemendaóperan, sem starfrækt hefur verið frá upphafi, setur upp eina til tvær sýningar ár hvert. Síðasta vor var Töfraheimur prakkarans eftir Ravel sýnd í Kaldalóni Hörpu, tvisvar fyrir fullu húsi og við afar góðar undirtektir áheyrenda, en þar komu fram 18 af nemendum skólans, öll með einsöngshlutverk og þátttöku í fjölda hóp- og dansatriða. Í vetur er í uppsiglingu sýning á einni vinsælustu óperu allra tíma; Töfraflautu Mozarts. Það eru þær Sibylle Köll, söngvari og dansari, og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari sem stjórna sýningum Nemendaóperunnar. „Fyrir alla sem vilja syngja, er afar mikilvægt að læra frá grunni að beita röddinni rétt. Misbeiting getur valdið varanlegum raddskemmdum. Það er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir að það skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar maður vill helst syngja, dægurlög, söngleikjalög, óperettu eða óperusöng, þeir sem velja sér sönginn sem atvinnu, þurfa að vera tilbúnir að „söðla um“ og taka þátt í ýmis konar söng-uppákomum, ef þeir ætla að gera sönginn að ævistarfi,“ segir Ásrún Davíðsdóttir aðstoðarskólastjóri. „Þetta hef ég svo oft fengið staðfest, frá söngvurum, sem numið hafa við Söngskólann í Reykjavík og byggt á þeirri tækni, þeir eru ávallt svo þakklátir fyrir að hafa grunnþekkingu og tækni

Eftirminnileg uppsetning Nemendaóperan setur upp eina til tvær sýningar ár hvert. Síðasta vor var Töfraheimur prakkarans eftir Ravel sýnd í Kaldalóni Hörpu, tvisvar fyrir fullu húsi.

til að byggja á, út á hvaða braut sem þeir fara í söngnum. Ég nefni hér nöfn nokkurra þekktra söngvara, sem numið hafa við Söngskólann í Reykjavík í lengri eða skemmri tíma; Eivör Pálsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Svavar Knútur, Garðar Thór Cortes, Þóra

Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, svo nokkrir séu nefndir, sem getið hafa sér orð á mismunandi sviðum tónlistar.“ Allar nánari upplýsingar um námið og skólann má finna á heimasíðunni songskolinn.is.


…tómstundir kynningar

7 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Aukin fjölbreytni í fimleikum Björk ekki bara fyrir fimleikafólk

Unnið í samstarfi við Fimleikafélagið Björk

F

lestir tengja nafn „Bjarkanna“ við fimleika enda fimleikadeildin verið afar öflug gegnum tíðina og íþróttin grunnurinn að stofnun félagsins. Innan Fimleikafélagsins Bjarkar er þó einnig starfrækt öflug klifurdeild, Tae Kwon Do og sýningadansdeild. Kristín Hálfdánardóttir er framkvæmdastjóri félagsins. „Fimmtudaginn 25. ágúst höldum við Þorgerðardaginn hátíðlegan til heiðurs stofnanda félagsins, Þorgerðar M. Gísladóttur íþróttakennara. Það verður opið hús og heitt á könnunni og öllum börnum gefst færi á því að prófa þær íþróttir sem við bjóðum upp á,“ segir Kristín. Klifurdeildin verður alltaf öflugri og áhuginn eykst jafnt og þétt. „Við erum með stærsta línuklifurvegginn á landinu hér inni í fimleikasalnum og annan minni í öðrum sal. Við erum nýbúin að fjárfesta í fullt af klifurskóm og um að gera fyrir fólk að kíkja á okkur og fá að prófa. Þetta er svo sniðug

Við erum með stærsta línuklifurvegginn á landinu hér inni í fimleikasalnum og annan minni í öðrum sal.

íþrótt fyrir unga sem aldna og lítið um meiðsli.“ Fimleikafélagið Björk mun róa á ný mið í vetur: „Við ætlum að setja svolítið púður í stökkfimi. Fimleikasambandið hefur verið að leggja áherslu á að auka fjölbreytni í fimleikum og er m.a. að bæta í umgjörðina um stökkfimina. Einfaldað, þá eru þetta hópfimleikar án dansins. Þarna erum við ekki háð því að hafa ákveðið marga, þú getur keppt þó það sé bara einn í aldursflokki.“ Fimleikasambandið verður með flotta umgjörð um stökkfimi í vetur en keppt verður á haustmóti, bikarmóti og Íslandsmóti. „Það eru þessar æfingar sem krökkunum finnast skemmtilegastar, flikk og heljarstökk og fleira og ef þú vilt, ekkert mál að fá að keppa.“ Sýningadans er íþrótt sem er tiltölulega ný hjá félaginu. „Þetta er eins konar dans með fimleikaæfingum og það er keppt bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni. Það er svo mikil samkeppni í fimleikunum, erfitt að byrja á þeim þegar þú ert orðin 10 ára, það eru bara undantekingarnar sem finna sig ef byrjað er seint. Í þessu geta allir byrjað og eru bara á sínu „leveli“. Það þarf ekki allt að vera svona mikil keppni. Það á að vera hægt að vera á fullu í íþróttum og félagsstarfi þó þú sért ekki Íslandsmeistari,“ segir Kristín. Tae Kwon Do deildin er búin að ráða nýja þjálfara og setur markið hátt. „Við erum komin með einn af bestu þjálfurum landsins inn í félagið auk þess sem við erum komin með góða eldri iðkendur sem geta aðstoðað við þjálfun. Við hlökkum mikið til vetrarins,” segir Kristín.

Myndir | Rut

Þorgerðardagurinn Bjarkarhúsið verður opið fyrir unga sem aldna frá 16 -19:00, fimmtudaginn 25. ágúst. Kaffi á könnunni og hægt að prófa allar íþróttagreinar félagsins. Allir velkomnir!

Saga félagsins Fimleikafélagið Björk var stofnað 1. júlí 1951 í Hafnarfirði. Tilgangur félagsins var að efla sem mest fimleikaiðkun meðal yngri sem eldri og einnig að stuðla að æfingu þjóðdansa, bæði innlendra og erlendra. Félagið hugðist fara fyrst og fremst út á þá braut að gera fimleikaiðkun sem almennasta og að konur, yngri sem eldri, stunduðu þá vegna þess gagns, sem þær hefðu af því sjálfar, en ekki til þess að halda sýningar fyrir almenning. Að sjálfsögðu yrðu einnig æfðir flokkar, sem gætu komið fram opinberlega. Aðdragandi að stofnun félagsins var sá að haustið 1949 komu saman um tuttugu stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára og hófu að æfa fimleika undir leiðsögn Þorgerðar M. Gísladóttur íþróttakennara. Fengu þær að æfa í íþróttahúsi Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þegar hópurinn hafði æft saman í tvö ár, var ákveðið að stofna formlega félag, sem fékk nafnið Fimleikafélagið Björk.


…tómstundir

8 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Fjölbreytt íþróttastarf hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur Hægt er að velja milli 10 ­íþróttagreina hjá ÍR

Unnið í samstarfi við ÍR

A

far fjölbreytt og gróskumikið vetrarstarf ÍR á íþróttasviðinu hefst 29. ágúst. Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 19. ágúst. Þráinn Hafsteinsson er íþróttastjóri hjá ÍR. Hann ­vekur sérstaka athygli á ÍR-ungum sem er íþróttastarf fyrir börn í 1. og 2. bekk. „Börnin geta valið um 6 íþróttagreinar en borgað bara eitt gjald. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Börnin geta flakkað milli greina og prófað sig áfram eða verið í mörgum greinum ­sam­tímis,“ segir Þráinn. Hann leggur áherslu á að þegar börn séu þetta ung fái þau að kynnast sem fjölbreyttustum íþróttum sem hjálpar þeim að finna sína línu. „Í tengslum við þetta starf gengur svo strætó um hverfið og í frístundaheimilin. Flestar æfingarnar eru í Austur­bergi og strætó er kominn klukkan 3 á staðinn. Ef æfingin byrjar klukkan fjögur fara börnin í frístund þangað til en ef ­æfingin byrjar strax klukkan 3 geta börnin verið í frístund milli 4 og 5. Aðalatriðið er að gera þetta sem auðveldast fyrir krakkana og ­foreldrana.“

Fótbolti

Knattspyrnudeildin býður upp á öflugt starf og æfingar fyrir stráka og stelpur frá 5 ára aldri í þessari vinsælustu íþrótt í heiminum.

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild ÍR á langa sögu að baki og hefur verið að efla starfsemi sína undanfarin ár með áherslu á uppbyggingu barna- og unglingastarfs.

Handbolti

Vetrarstarf í tíu íþróttagreinum hjá ÍR

Íþróttastarfið hjá ÍR er afar fjölbreytt og leitað er eftir því að allir finni eitthvað við sitt hæfi með því að hafa mikið framboð ólíkra íþróttagreina.

Handknattleiksdeildin er ein sú öflugasta á landinu og býður upp á æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 5 ára aldri.

Keila

Keiludeildin er sú öflugasta á sínu sviði hér á landi með æfingar fyrir 6 ára og eldri.

Júdó

Júdódeildin er nú að efla starfsemi sína og býður upp á æfingar fyrir bæði kyn frá 8 ára aldri.

Íþróttaskóli 2-5 ára

Sérhæfðir íþróttatímar fyrir 2-3 ára börn og 4-5 ára börn með áherslu á alhliða hreyfinám.

100 æfingaflokkar og 120 þjálfarar Á haustönninni má gera ráð fyrir að 2000 iðkendur æfi undir merkjum ÍR. Æfingaflokkarnir eru á annað hundrað og þjálfarar um 130. Æfingar fara fram í ÍR-heimilinu, íþróttahúsunum við Breiðholtsskóla, Austurberg og Seljaskóla, Laugardalshöll, Egilshöll, Bláfjöllum og á ÍR-vellinum.

Fimleikar

Fimleikastarf hjá ÍR er í þróun eftir að hafa legið niðri í Breiðholti um í langan tíma. Áhersla á æfingar fyrir 5-10 ára.

1000 sjálfboðaliðar

Á annað þúsund sjálfboðaliða leggja svo ómælda vinnu árlega í að halda íþrótta- og félagsstarf-

inu hjá ÍR öflugu við afar kröpp fjárhagsleg skilyrði. Þjálfararnir eru þeir einu í öllu starfi íþróttadeilda ÍR sem fá laun fyrir sína vinnu. Á skrifstofu félagsins vinna fjórir einstaklingar í fjórum stöðugildum við aðstoð við sjálfboðaliða og þjálfara deildanna. Með útsjónarsemi, aðhaldi og gríðarlegri sjálfboðavinnu hefur tekist að reka deildir félagsins og skrifstofu þannig að sómi er að og eftir tekið í íþróttahreyfingunni.


…tómstundir

9 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason ólympíufarar hafa bæði æft um árabil með ÍR. Aníta byrjaði þegar hún var 10 ára en Guðni þegar hann var unglingur. Bæði eru þau að keppa á ólympíuleikunum í Ríó. „Aníta og Guðni eru flaggskipin okkar í afreksíþróttunum hjá ÍR. Aníta er dæmigerður ÍR-ingur sem elst upp í starfinu okkar. Guðni kom til okkar sem unglingur, ómótaður en hefur tekið stórstígum framförum eftir að hann kom til okkar.“

Skíði

Skíðaíþróttin er samofin langri sögu ÍR og í þeirri grein er boðið upp á æfingar frá 5 ára aldri.

Karate

Karatestarfsemi undir merkjum ÍR fer nú af stað annan veturinn í röð með æfingar fyrir 6 ára og eldri.

Íþróttir eldri borgara

Holl hreyfing og góður félagsskapur í leikfimi og boccia fyrir eldri borgara allan veturinn.

Frjálsíþróttir

ÍR-ingar státa af elstu og öflugustu frjálsíþróttadeild landsins sem býður upp á æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna frá 6 ára aldri.

Skokkhópur

Hlaupa- og þrekæfingar fyrir almenning allt árið um kring. Byrjendanámskeið reglulega.

Saga ÍR, stiklað á stóru Snemma árs 1907 setti Andreas J. Berthelsen, ungur Norðmaður sem búsettur var í Reykjavík, auglýsingu í bæjarblöðin þar sem hann hvatti röska pilta til að mæta á stofnfund félags um fimleikaog íþróttaiðkun. Þann 11. mars sama ár var haldinn stofnfundur Íþróttafélags Reykjavíkur, sem hóf þegar stífar leikfimisæfingar. Sumarið 1910 treystu félagsmenn sér til að sýna leikni sína opinberlega. Var þá haldin fimleikasýning í porti Miðbæjarskólans að viðstöddu fjölmenni. Varð sýning þessi til að opna augu almennings fyrir íþróttum og þá fimleikum sérstaklega. Var aðaláhersla félagsins á fimleikana fyrstu árin. Samhliða fimleikaæfingum, hófu ÍR-ingar snemma æfingar í frjálsum íþróttum og komu sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði til þess. Jón Halldórsson

varð snemma mestur afreksmanna félagsins í frjálsum íþróttum, en hann keppti í hlaupum á Ólympíuleikunum 1912. Jón varð annar formaður ÍR á eftir Berthelsen. Með tímanum urðu frjálsu íþróttirnar fyrirferðarmestar í starfi ÍR og hafa margir af frægustu frjálsíþróttamönnum landsins keppt undir merkjum þess. Má þar nefna: Jón Kaldal, tvíburana Örn og Hauk Clausen, Vilhjálm Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Einar Vilhjálmsson, Mörthu Ernstsdóttur og Völu Flosadóttur. ÍR-ingar voru alla tíð með augun opin fyrir nýjum íþróttagreinum. Þannig varð ÍR snemma stórveldi í skíðaíþróttum, átti öflugt sundlið, glímusveit og lyftingadeild. Í hópíþróttum hefut ÍR teflt fram liðum í handbolta, knattspyrnu og körfubolta.

Upplýsingar TaeKwonDo

TaeKwonDo deildin er í örum vexti og býður nú upp á æfingar fyrir 8 ára og eldri.

Upplýsingar um íþróttir í boði, ­æfingaflokka, æfingatíma, æfingastaði, æfingagjöld og nýtingu frístundakorts er að finna á heimsíðu ÍR www. ir.is og hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080. Fyrirspurnum svarað í gegnum netfangið ir@ir.is


…tómstundir kynningar

10 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Gleði Halldór Valberg Skúlason skemmti sér vel í hópi fimmtíu íslenskra skáta á Roverway í Frakklandi í sumar.

Toppurinn á tilverunni að vera skáti Fjölbreytt skátastarf í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 8-25 ára Unnið í samstarfi við Bandalag íslenskra skáta

Skátarnir

kátahreyfingin er ein stærsta uppeldishreyfing ungs fólks í heiminum með yfir 40 milljónir félaga í 200 löndum. Hér á landi er fjölbreytt skátastarf í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 8-25 ára með stigvaxandi áskorunum og ævintýrum. Í skátunum fá börn og ungmenni tækifæri til að vera þau sjálf og stíga út fyrir þægindarammann í öruggu umhverfi vina. Skátastarf er fyrir alla með áherslu á fjölbreytileika og alhliða þroska einstaklingsins. ð „Skátastarfi Í skátunum er lögð áhersla á að er stór hluti r fu ungt fólk læri að af mér og he em taka ábyrgð og vera mótað mig s . leiðtogar í eigin lífi. Skátarnir eru með einstakling öflugt fræðslukerfi í að þjálfa ungt fólk til ábyrgðar með jákvæðum hætti m.a. í tengslum við náttúruna og uppbyggilega lífsreynslu af ýmsum Fjör og húllumhæ Að sögn Halldórs er alltaf fjör í skátunum. „Og í gegnum þetta fjör er ótrúlegt hvað við lærum,“ segir hann. toga. Fólk starfar sem sjálfboðaliðar og eru skátar fram eftir öllskátunum en þar hef ég kynnst og opnar nýjar dyr og nýja heima.“ an á verkinu stóð fengum við að um aldri. Sjá heimasíðu skátanna mörgu frábæru fólki og orðið fyrir Það er sjaldnast nein lognmolla kynnast bæði franskri menningu www.skatarnir.is vikið mun meiri félagsvera. Ég á í skátunum og Halldór hefur haft í og menningu annarra Evrópuþjóða Fréttatíminn náði tali af Halldóri til dæmis mun auðveldara með að nógu að snúast í sumar. Hann tók því þarna var, auk Frakka, líka fólk Valberg Skúlasyni sem er sautján hefja samræður og þá ekki síður vitaskuld þátt í frábæru landsmóti frá Portúgal, Ítalíu, Hollandi og ára og hefur verið skáti í átta ár. biðja um aðstoð eða efna til samí júlí og hann er nýkominn heim frá Spáni. Hann lætur mjög vel af skátastarf- starfs. Maður kynnist fólki miklu Frakklandi eftir tveggja vikna ævÞegar þessi vika var liðin hópuðinu. betur þegar maður sefur með því í intýraferð. ust allir saman rétt fyrir utan París. „Skátastarfið er stór hluti af mér tjaldi heldur en á kaffihúsi. Það er „Við fórum til Frakklands og tók- Þetta var 5.000 manna samkoma og hefur mótað mig sem einstakmikið félagslíf í skátunum, sérstak- um þátt í Evrópumóti sem kallast og við tókum þátt í hugmyndaling. Ég var frekar feiminn og lega þegar þú ert á aldrinum 14-25 Roverway. Þetta er mót fyrir 16-22 smiðjum um það hvernig við getum óframfærinn áður en ég byrjaði í ára. Það er toppurinn á tilverunni ára og markmiðið með því er að bætt heiminn, lært hvert af öðru efla einstaklinginn. Við vorum um og deilt visku okkar,“ segir Halldór fimmtíu Íslendingar sem fórum á sem segir alla ferðina hafa verið Skátar – leiðtogar í eigin lífi Roverway. Við völdum okkur í átta frábæra upplifun. Það uppeldis- og menntunarstarf sem felst í skátastarfinu hefur það að manna flokka sem síðan samein„Eini neikvæði þátturinn var markmiði að skapa ungu fólki tækifæri til sjálfsnáms og aukinnar samféuðust flokkum frá öðrum löndum. sennilegast allt baguette-átið. Við lagsvitundar – til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar Þetta urðu alþjóðlegar skátasveitir átum það í öll mál. Þetta var um og til að láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sem og í samfélagi mannsem fengu mismunandi samfélags- eitt og hálft baguette á dag í fjórtkynsins í heild. verkefni. án daga. Það er heljarinnar magn Skátastarf snýst um uppeldi til lýðræðislegrar þátttöku og sjálfbærrar Mín sveit fékk það verkefni að af franskbrauði, en auðvitað þáttur þróunar. Það eflir raunhæft sjálfsmat einstaklingsins og sjálfstraust – en endurbyggja bæ á einni viku. Þetta í að kynnast nýrri menningu.“ jafnframt hæfileika til að vinna með öðrum. Skátastarf er leiðtogaþjálfun var bær sem átti sögu að rekja aftHalldór segir að það sé nóg – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingarnir þjálfaðir til að ur á tólftu öld í Norður-Frakklandi framundan í skátastarfinu. Á stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst og var byggður á sama hátt og næsta ári verður til að mynda til að verða leiðtogar í eigin lífi. kastalar voru byggðir þá. Á meðhaldið hér á landi World Scout

- Skátarnir eru spennandi og uppbyggilegur valkostur fyrir frítíma barna og unglinga.

S

- Skátar eru góðir vinir og félagar. - Skátar bjóða upp á ævintýralega dagskrá innanlands sem erlendis. - Skátarnir eru æskulýðs– og uppeldishreyfing með það að leiðarljósi að gera skátana að virkum og ábyrgum einstaklingum. Skátarnir gefa þátttakendum svigrúm til virkrar þátttöku og eflum leiðtogahæfni þeirra, hvort heldur til að leiða hópa eða verða leiðtogi í eigin lífi. - Skátahreyfingin er í takt við tíðarandann og er trúverðug í því sem hún tekur sér fyrir hendur. - Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.skatamal.is.

Moot. „Þetta verður stærsti viðburður sem bandalagið hefur tekið að sér. Þarna verða yfir fimm þúsund manns samankomnir. Þetta verður eins og Evrópumótið sem ég var á, fólk leysir verkefni á tíu stöðum víðsvegar um landið og svo verður stórt þing á Úlfljótsvatni að þeim loknum. Þar verður eitt heljarinnar húllumhæ.“ Halldór segir það einkennandi við skátastarfið að þar sé alltaf fjör. „Og í gegnum þetta fjör er ótrúlegt hvað við lærum. Á þessum átta árum mínum hef ég lært að verða sjálfstæður einstaklingur. Þarna er svo gífurlega mikil leiðtogaþjálfun og við lærum að vinna og gera hluti sem maður lærir vanalega ekki í daglega lífinu. Í skátastarfinu eru manni gefin tækifæri á óendanlegum ævintýrum. Og ef maður er til getur maður gripið þau öll.“ nánari upplýsingar á skatarnir.is og á www.facebook.com/skatarnir


…tómstundir kynningar

11 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Stórt félag sem býður upp á mikla möguleika fyrir alla

Vetrarstarf Hauka í Hafnarfirði fer í gang í næstu viku. Um 1.200 krakkar iðka íþróttir hjá félaginu. Flestir eru í fótbolta, handbolta og körfubolta en félagið býður líka upp á fleiri íþróttir svo sem skák, blak, hlaup, rugby og karate auk leikjaskóla fyrir börn um helgar. Unnið í samstarfi við Hauka

V

ið leggjum mikla áherslu á starfið hjá yngri flokkunum. Haukar er stórt félag sem býður upp á mikla möguleika fyrir alla,“ segir Ívar Ásgrímsson, íþróttastjóri hjá íþróttafélaginu Haukum. Nú er vetrarstarfið að fara að hefjast í Haukum. Í næstu viku verða allar æfingatöflur klárar og munu þær þá verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins. „Við höfum reyndar verið með heilsársstarf í öllum okkar stærstu deildum. Krakkarnir í fótboltanum æfa hér úti alveg sama hvernig veðrið er. Það er gríðarleg elja í þessum krökkum og oft ótrúlegt að horfa á þá. Handboltinn og körfuboltinn hafa svo boðið upp á æfingar hjá yngri flokkum allt sumarið. Við höfum lagt mikinn metnað í að bjóða upp á góða þjálfara allt árið um kring fyrir iðkendur í öllum deildum,“ segir Ívar. „Að þessu heilsársstarfi hafa komið ég sjálfur og svo íþróttastjórar handboltans, Gunnar Magnússon og íþróttastjórar fótboltans, þau Luka Kostic og Bryndís Sigurðardóttir.“ Starfið hjá Haukum nær líka niður til allra yngstu krakkanna með leikjaskólanum sem starfræktur er á laugardagsmorgnum yfir vetrartímann. Leikjaskóli barnanna er fyrir 2-5 ára börn og markmið hans er að þau kynnist íþróttasalnum og áhöldum þar inni. Þá er farið í grunn hinna ýmsu greina ásamt grunnhreyfingum barna. Forráðamenn barnanna eru með þeim allan tímann til halds og trausts. „Þetta hefur notið mikilla vinsælda og við erum alla jafna með um 60-70 krakka hér á laugardagsmorgnum,“ segir Ívar. Að auki bjóðum við upp á sumaríþróttaskóla fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára þar sem við erum með fótbolta, handbolta, körfubolta og fjölþrautarnámskeið.“ Félagið byrjaði líka á því metnaðarfulla verkefni að vera með frístundaheimili á veturna fyrir yngstu krakkana sem eru í grunnskólum Hafnarfjarðar. „Þarna

Þetta hefur notið mikilla vinsælda og við erum alla jafna með um 60-70 krakka hér á laugardagsmorgnum.

erum við að reyna að tengja saman skólann og íþróttir og erum að reyna að spara foreldrum þetta eilífa skutl á milli staða. Í vetur eru mun fleiri sem hafa sótt um en við getum tekið inn og vonum við að með nýju íþróttahúsi getum við tekið inn fleiri krakka á næstu árum. Ljóst er að þetta verkefni hefur fallið vel í kramið hjá foreldrum grunnskólakrakka sem vilja tengja betur skólann við íþróttastarfið.“ „Stærstu deildirnar eru knattspyrnudeildin, handboltinn og körfuboltinn. Svo erum við með skákdeild, karatedeild, rugby-deild og mjög öfluga almenningsdeild þar sem er starfræktur öflugur hlaupahópur sem er t.d. að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn og svo nýstofnaða blakdeild. Blakliðið keppir í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í vetur en það er ekki enn búið að koma á fót yngri flokkum hjá blakdeildinni þar sem ekki fást æfingatímar fyrir það hjá okkur.“ Hafnarfjörður er stórt bæjarfélag. Hvað eru margir krakkar að æfa hjá ykkur? „Í heildina eru þetta eitthvað í kringum 1.200 krakkar. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Stærsta deildin er knattspyrnudeildin, eins og í flestum félögum í dag. En þar á eftir koma handboltinn og körfuboltinn sem eru með stærstu deildum landsins.“ Rúmast allur þessi fjöldi á Ásvöllum? „Nei, því miður. Í dag erum við að æfa í fimm íþróttahúsum

Öflugt starf Um 1.200 krakkar æfa hjá Haukum í Hafnarfirði undir styrkri stjórn. Hér eru þrír af íþróttastjórum félagsins; Gunnar Magnússon í handbolta, Ívar Ásgrímsson í körfubolta og Luka Kostic, sem er íþróttastjóri í fótboltanum ásamt Bryndísi Sigurðardóttur. Mynd | Hari

víðsvegar um bæinn sem er mjög óhentugt fyrir foreldra sem þurfa að keyra krakkana á milli og líka ef litið er til fjölgunar hjá okkar deildum. Íþróttahúsið okkar á Ásvöllum er sprungið. Við erum með tvo sali sem við skiptum alveg á milli handbolta og körfu og knattspyrnudeildin hefur því miður ekki fengið inni vegna tímaskorts. Þetta stendur þó vonandi til bóta því nú á að fara að byggja nýtt íþróttahús hér sem á að taka í notkun á næsta ári. Við þurfum líka knattspyrnuhús og vonandi kemur það fljótlega. Þessi húsnæðisekla hefur hamlað fjölgun að miklu leyti.“ Þetta öfluga starf hjá Haukum í gegnum árin hefur skilað sér. Það sést vel á meistaraflokkum félagsins sem eru að stærstum hluta mannaðir með uppöldum leikmönnum. „Haukarnir hafa verið þekktir fyrir að spila mikið á sínu fólki, þ.e. uppöldum leikmönnum. Það hefur verið stefna félagsins síðustu ár að leggja áherslu á yngri

flokka starfið og að byggja upp afreksfólk innan Hauka. Við erum mjög stolt af því sem við höfum afrekað. Á gamlársdag verðlaunum við alla þá iðkendur innan félagsins sem hefur verið boðið í landsliðsverkefni á árinu, bæði hjá yngri flokkum og meistaraflokkum. Mest hafa þetta verið 120 krakkar sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á einu ári. Síðasta vetur voru þetta um 90 krakkar og mér sýnist að þeir verði fleiri á þessu ári. Við erum mjög stolt af þessum krökkum og viljum verðlauna þá sem ná svona langt.“ Ívar segir aðspurður að það sé spennandi vetur að fara í hönd hjá Haukum í Hafnarfirði. „Já, Haukarnir eru spenntir fyrir vetrinum. Árangurinn hjá félaginu undanfarin ár hefur líka verið frábær. Í fótboltanum vorum við nálægt því að komast upp í efstu deild á síðasta tímabili með mjög ungt lið og er verið að byggja vel upp þar fyrir framtíðina. Í handboltanum urðum við Íslandsmeistarar í karlaflokki og kvennaliðið datt út í undanúr-

slitum og erum við í raun stórveldi í handboltanum. Í körfunni spilaði kvennaliðið til úrslita en tapaði á móti Snæfelli og karlarnir spiluðu líka til úrslita en töpuðu fyrir KR. Þannig hefur karfan verið að koma fram með gríðarlega ungt og spennandi lið. Það er bara bjart framundan hjá okkur. Haukar eru eitt af stærstu íþróttafélögum landsins í dag sem sést á því að við vorum með heimaleikjarétt bæði í handboltanum og körfunni. Álagið á íþróttahúsinu er fyrir vikið gríðarlegt og það er auðvitað löngu sprungið. Árangurinn er í raun stórkostlegur miðað við hvað við missum mikið af æfingum yfir vetrartímann.“ Eins og áður sagði verða allar æfingatöflur vetrarins tilbúnar á heimasíðunni, www.haukar.is/ barnastarf, eftir helgina. Þá er hægt að hafa samband á haukar@ haukar.is eða í síma 525-8700 ef einhverjar spurningar vakna.


153467 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

Njóttu lífsins

í sundlaugum Kópavogs Opið virka daga:

06.30–22.00

Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu,

um helgar:

08.00–20.00

slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér! Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund!

Sundlaug Kópavogs

Sundlaugin Versölum

Borgarholtsbraut 17–19

Versölum 3

Sími 570 0470

Sími 570 0480

kopavogur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.