Vetrarferdir

Page 1

Vetrarferðir Kynningarblað

Helgin 19.-21. september 2014

Fagmenn á fjöllum

Almenn Fjallamennska er sex daga námskeið þar sem farið er yfir allan grunn sem þarf í fjallamennsku og klifri. Ljós-

Útivist á fjöllum nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum og ferðamönnum sem landið heimsækja. Hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum er boðið upp á lengri og styttri námskeið og ferðir undir leiðsögn reyndra fjallagarpa.

mynd/Björgvin Hilmarsson

F

jallaskíðun er íþrótt sem nýtur æ meiri vinsælda hér á landi. Að sögn Ívars Finnbogasonar, yfirleiðsögumanns hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, er mikilvægt fyrir fólk sem stundar fjallaskíðamennsku að sækja sér fræðslu til að auka öryggi sitt. „Fólk eyðir töluverðum fjármunum í búnað en að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að læra að þekkja hætturnar,“ segir hann. Almennt gengur fólk á fjöll yfir sumartímann en fer á skíði yfir veturinn. „Á fjallaskíðum sameinast þetta tvennt með einkar skemmtilegum og ævintýralegum hætti,“ segir Ívar. Á fjallaskíðum gengur fólk upp fjall á skíðunum. „Við límum skinn undir skíðin og hárin grípa í snjóinn. Þá eru bindingarnar stilltar þannig að þær henti til göngu. Þetta er ótrúlega þægileg og fljótleg leið til að ganga á fjöll. Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður.“ Hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum verður boðið upp á tvenns konar námskeið fyrir fjallaskíðafólk í vetur. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður þriggja daga námskeiðið Freeride. Þar verða kennd öguð vinnubögð við mat á snjóflóðahættu og eftir námskeiðið ættu nemendur að vera færir um að taka meðvitaðar ákvarðanir um styrk snjóþekjunnar í ferðum með sínum jafningjum og vera hæfir um að framkvæma hraða leit að gröfnum félögum. Byrjendum á fjallaskíðum stendur til boða sex daga námskeið á Tröllaskaga. „Námskeiðið hentar einnig vel fyrir fólk sem er þegar byrjað að stunda fjallaskíðun en vill sækja sér meiri þekkingu á íþróttinni og öryggismálum. Það er einnig kjörið tækifæri til að kynnast Tröllaskaganum undir handleiðslu reyndra leiðsögumanna.“ Ívar segir Tröllaskagann góðan stað því hækkunin í fjöllunum passi mjög vel til fjallaskíðunar.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á námskeið í fjallamennsku, klifri og fjallaskíðun. Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson

Hópurinn Skíðagengið er fyrir vant svigskíðafólk sem langar að víkka sjóndeildarhringinn og komast reglulega út fyrir troðnar brautir skíðasvæðanna undir faglegri leiðsögn.

lendir ferðamenn.“ Þá er einnig boðið upp á framhaldsnámskeið og er gerð krafa um að nemendur þar hafi þegar lokið byrjendanámskeiði eða hafi reynslu úr klifri.

Fjallamennska

Fyrir fólk sem vill stunda fjallgöngur allt árið eru starfandi hópar eða „gengi“ hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Í hópunum Fjallagengi og Fjallafólk er þrekæfing eða fjallganga einu sinni í viku ásamt mánaðarlegum dagsferðum á hin ýmsu fjöll landsins. Í hópnum Brattgenginu er fókusinn á klifur og fjallamennsku. „Þar kennum við helstu atriði við klifur. Byrjum einfalt og færum okkur yfir í flóknara klifur. Þar eru hlutföll nemenda á móti kennurum eftir erfiðleikastigi þannig að stundum er einn kennari fyrir hverja tvo nemendur. Námskeiðin hjá Brattgenginu hafa gefist mjög vel og sumir koma aftur og aftur og hafa gaman af því að stunda krefjandi útivist undir dyggri leiðsögn,“ segir Ívar.

Almenn fjallamennska er sex daga námskeið þar sem farið er yfir allan grunn sem fólk þarf í fjallamennsku og klifri. Að sögn Ívars er nauðsynlegt að fólk hafi bakgrunn í útivist til að sækja námskeiðið. „Þar læra nemendur um almenna línuvinnu, gerð berg- og snjótrygginga, sprungubjörgun, ísklifur, öryggi í sambandi við snjóflóð og ýlaleit, ferðamennsku á jöklum og í fjalllendi, broddtækni, ísaxarbremsun og fleira.“

Ísklifur

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á klifurnámskeið bæði fyrir byrjendur og reynslumeiri klifrara. „Mjög algengt er að á námskeiðin komi fólk sem vill prófa ísklifur. Það hefur jafnvel verið að stunda klifur en hefur metnað til að gera meira. Oft koma líka til okkar er-

Fjallgönguhópar

Unnið í samvinnu við

Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður.

Íslenska fjallaleiðsögumenn

Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is.

TÚRISTI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.