Viðhald húsa 24 04 2015

Page 1

Viðhald húsa

Helgin 24.-26. apríl 2015

Mikilvægt að lesa í gömul hús

 bls. 4

Hjónin Birgir Þröstur Jóhannsson og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upprunalega. Þau segja að mikilvægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum.

B

irgir Þröstur Jóhannsson og Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember 2012 og hafa gert það upp með nokkrum hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingarleyfi. Húsið var svo flutt inn frá Noregi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skorsteininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“ Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upplýsingar hefur Birgir úr gömlu manntali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fermetrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag. Framhald á blaðsíðu 4.

vv

Graníthellur og mynstursteypa

YFIR

20

DIR TEGUN UM L L E AF H

Fjárfesting sem steinliggur Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venjulegar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

4 400 400

Gæði, fegurð og góð þjónusta

Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Smiðjuvegi 870 Vík

www.steypustodin.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.