2 minute read

23 nöfn á verðlaunagripnum í kvennaflokki

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi.

Frá því að fyrst var keppt á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki árið 1967, hafa alls 10 konur sigrað þrívegis eða oftar. Tvær af þessum tíu eru á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2022.

Alls eru 23 nöfn grafin á verðlaunagripinn í kvennaflokki. 14 kylfingar hafa sigraði oftar en einu sinni. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 22 sinnum, GK er með 13 titla, og GS er með 11 titla.

Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS, er fyrsta konan sem hampaði þessum titli. Alls sigraði Guðfinna þrívegis en dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir, GS, hefur oftast sigrað, eða átta sinnum alls. Árangur Karenar er einstakur í íslenskri golfsögu en Karen sigraði átta sinnum í röð á árunum 1989-1996.

8 titlar

Karen Sævarsdóttir, GS (1989-1996)

4 titlar

Jakobína Guðlaugsdóttir, GV (1970, 1972-74).

Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1985, 1998, 2003, 2005).

Ólöf María Jónsdóttir, GK (1997, 1999, 2002, 2004).

3 titlar

Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS (1967-68, 1971).

Jóhanna Ingólfsdóttir, GR (1977-1979).

Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (1980-1982).

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (2009, 2012, 2017).

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2011, 2014, 2016).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2018-20).

2 titlar

Kristín Pálsdóttir, GK (1975-76).

Ásgerður Sverrisdóttir, GR (1983-84).

Steinunn Sæmundsdóttir, GR (1986, 1988).

Helena Árnadóttir, GR (2006, 2008)

Íslandsmeistarar

Elísabet Möller, GR (1969).

Þórdís Geirsdóttir, GK (1987).

Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK (2000).

Herborg Arnarsdóttir, GR (2001).

Nína Björk Geirsdóttir, GKj./GM (2007).

Tinna Jóhannsdóttir, GK (2010).

Sunna Víðisdóttir, GR (2013).

Signý Arnórsdóttir, GK (2015).

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (2021).

Fjöldi titla hjá klúbbum

GR:22

GK: 13

GS: 11

GV: 4

GL: 3

GKj./GM: 1

GKG: 1

This article is from: