2 minute read

Löng hefð fyrir Íslandsmóti í Eyjum

Íslandsmótið í golfi 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmannaeyjavelli, þegar völlurinn var 9 holur.

Íslandsmótið í golfi fór fram í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum árið 1959. Þar sigraði heimamaðurinn Sveinn Ársælsson. Næsta áratug þar á eftir fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) sigraði árið 1962 og Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964.

Magnús fór hamförum á mótinu árið 1964 þegar hann setti mótsmet og lauk leik á 270 höggum, 10 höggum undir pari, og sigraði með 25 högga mun. Mótsmet Magnúsar var ekki jafnað fyrr en árið 2013, þegar Birgir Leifur Hafþórsson lék Korpúlfsstaðavöll á 10 höggum undir pari á fjórum keppnishringjum á Íslandsmótinu.

Árið 1968 sigraði GS tvöfalt, þar sem Þorbjörn Kjærbo og Guðfinna Sigurþórsdóttir sigruðu. Það var jafnframt í annað sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitlinn í kvennaflokki.

35 ár liðu þar til Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) og Karen Sævarsdóttir (GS) sigruðu árið 1996. Karen er dóttir Guðfinnu sem sigraði árið 1968. Árið 2003 sigraði Birgir Leifur á ný, þá fyrir GKG, og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) sigraði í kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson (GM) og Helena Árnadóttir (GR) sigruðu árið 2008. Árið 2018 sigraði Keilir tvöfalt þegar Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum – en þau eru systkinabörn.

This article is from: