1 minute read
Hálf milljón kr. í verðlaunafé fyrir sigur á Íslandsmótinu
Á Íslandsmótinu í golfi 2022, sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 4.-7. ágúst, verða veitt peningaverðlaun fyrir 1.-3. sæti í flokki karla og kvenna.
Keppendur sem eru með áhugamannaréttindi geta aðeins tekið við verðlaunafé sem samræmist áhugamannareglum en reglurnar voru endurskoðaðar í ársbyrjun 2021.
Engin takmörk eru hjá atvinnukylfingum varðandi verðlaunafé í golfmótum.
Verðlaunafé á Íslandsmótinu 2022 skiptist þannig
Kvennaflokkur, áhugakylfingar: 1. sæti 90.000 kr. 2. sæti 60.000 kr. 3. sæti 35.000 kr.
Karlaflokkur, áhugakylfingar: 1. sæti 90.000 kr. 2. sæti 60.000 kr. 3. sæti 35.000 kr.
Kvennaflokkur, atvinnukylfingar: 1. sæti 500.000 kr. 2. sæti 300.000 kr. 3. sæti 150.000 kr.
Karlaflokkur, atvinnukylfingar: 1. sæti 500.000 kr. 2. sæti 300.000 kr. 3. sæti 150.000 kr.