![](https://stories.isu.pub/99604804/images/6_original_file_I2.jpg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
152 keppendur frá 15 mismunandi klúbbum
Alls taka 152 keppendur þátt á Íslandsmótinu í golfi 2022 og komust færri að en vildu. Undankeppni fór fram mánudaginn 25. júlí um tvö laus sæti í mótinu. Ábiðlista eru átta karlar.
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á Íslandsmótinu frá árinu 2001, eða 29%. Alls eru 44 konur á keppendalistanum og 108 karlar. Þetta er mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi.
Kylfingarnir koma frá 15 mismunandi klúbbum og 9 þeirra eru með keppendur bæði í kvenna- og karlaflokki.
Flestir keppendur eru frá GR, eða 29 alls, og þar á eftir koma GKG og GM með 26 keppendur hvor. Frá GK eru 18 keppendur og heimamenn nýta tækifærið vel að mótið er í Eyjum – og eru tíu keppendur frá GV að þessu sinni.
Eins og áður segir er metfjöldi kvenna á Íslandsmótinu í ár og hæsta hlutfall kvenna frá árinu 2001 eða 29%. Hæst hefur hlutfallið verið 24%, árið 2014 í GKG, þar sem 33 konur kepptu, 2018 í Vestmanneyjum þegar 31 tók þátt og 2019 hjá GR þegar 36 konur tóku þátt.
Að meðaltali frá árinu 2001 hefur hlutfall kvenna verið 18% á keppendalista Íslandsmótsins – eða 26 keppendur að meðaltali. Í karlaflokki hefur meðaltal keppenda verið 113 keppendur frá árinu 2001 eða 82%. Meðalfjöldi keppenda á Íslandsmótinu frá árinu 2001 er 138. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að mótið er með 150 keppendur eða fleiri. Það hafði aðeins gerst þrívegis áður frá árinu 2001. Árið 2002 á Hellu þar sem 151 tók þátt, 2009 hjá GR þar sem að 155 tóku þátt, og aftur á Hellu árið 2012 þar sem 151 tók þátt.
Meðalaldur kvenna í mótinu er 23 ár og 2,2 er meðalforgjöf keppenda. Yngsti keppandinn er 14 ára og sá elsti er 57 ára.
Íkarlaflokki er meðalaldurinn 26 ár og meðalforgjöf keppenda er 0,4. Yngsti keppandinn er 13 ára og sá elsti er 55 ára.
![](https://stories.isu.pub/99604804/images/6_original_file_I2.jpg?width=720&quality=85%2C50)