Íslandsmótið í golfi 2022 - kynningarblað GSÍ

Page 6

6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í Eyjum árið 2018. Þau eru bæði úr GK og systkinabörn.

Saga Traustadóttir slær hér á 10. teig á Íslandsmótinu 2018 á Vestmannaeyjavelli.

Ljósmynd/seth@golf.is

Ljósmynd/seth@golf.is

Löng hefð fyrir Íslandsmóti í Eyjum Í

slandsmótið í golfi 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmannaeyjavelli, þegar völlurinn var 9 holur. Íslandsmótið í golfi fór fram í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum árið

1959. Þar sigraði heimamaðurinn Sveinn Ársælsson. Næsta áratug þar á eftir fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) sigraði árið 1962 og Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964. Magnús fór hamförum á mótinu árið 1964 þegar hann setti mótsmet og lauk leik á 270 höggum, 10

höggum undir pari, og sigraði með 25 högga mun. Mótsmet Magnúsar var ekki jafnað fyrr en árið 2013, þegar Birgir Leifur Hafþórsson lék Korpúlfsstaðavöll á 10 höggum undir pari á fjórum keppnishringjum á Íslandsmótinu. Árið 1968 sigraði GS tvöfalt, þar sem Þorbjörn Kjærbo og Guðfinna Sigurþórsdóttir sigruðu. Það var

Bjarki á mótsmetið á Íslandsmótinu í karlaflokki B

jarki Pétursson, GKG, á mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi. Bjarki lék á 13 höggum undir pari Hlíðavallar í Mosfellsbæ árið 2020 þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Bjarki lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högg mun. Metið var áður í eigu Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR, sem lék á -12 eða 276 höggum þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi árið 2015, (67-7366-70). Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jafnaði mótsmetið árið 2013 á Leirdalsvelli þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallar, 274 högg, og jafnaði árangur Magnúsar Guðmundssonar, GA, sem hann setti í Vestmanneyjum 39 árum fyrr eða árið 1964. Magnús lék á 270 höggum þegar hann varð fyrstur allra til að leika fjóra 18 holu keppnishringi á undir pari á Íslandsmótinu í golfi. Og þar að auki sigraði Magnús með 25 högga mun á því móti.

Ljósmynd/seth@golf.is

Bjarki á mótsmetið í karlaflokki frá árinu 2020.

jafnframt í annað sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitlinn í kvennaflokki. 35 ár liðu þar til Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) og Karen Sævarsdóttir (GS) sigruðu árið 1996. Karen er dóttir Guðfinnu sem sigraði árið 1968. Árið 2003 sigraði Birgir Leifur á ný, þá fyrir

GKG, og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) sigraði í kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson (GM) og Helena Árnadóttir (GR) sigruðu árið 2008. Árið 2018 sigraði Keilir tvöfalt þegar Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum – en þau eru systkinabörn.

Ólafía á mótsmetið á Íslandsmótinu í kvennaflokki Ó

lafía Þórunn Kristinsdóttir , GR, á mótsmetið í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Metið sett hún árið 2016 á Jaðarsvelli á Akureyri. Þar lék hún hringina fjóra á 273 höggum eða 11 höggum undir pari vallar, (70-68-6966). Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð önnur á 275 höggum eða –9. Ólafía bætti fyrra mótsmetið verulega en það var áður í eigu Signýjar Arnórsdóttur, GK, sem lék samtals á einu höggi yfir pari árið 2015 á Garðavelli á Akranesi þar sem hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á 281 höggi (70-69-70-72) eða þremur höggum undir pari samtals árið 2019 á Grafarholtsvelli þar sem hún fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli.

Ljósmynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 2016.

152 keppendur frá 15 mismunandi klúbbum

A

lls taka 152 keppendur þátt á Íslandsmótinu í golfi 2022 og komust færri að en vildu. Undankeppni fór fram mánudaginn 25. júlí um tvö laus sæti í mótinu. Á biðlista eru átta karlar. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á Íslandsmótinu frá árinu 2001, eða 29%. Alls eru 44 konur á keppendalistanum og 108 karlar. Þetta er mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi. Kylfingarnir koma frá 15 mismunandi klúbbum og 9 þeirra eru með keppendur bæði í kvenna- og karlaflokki. Flestir keppendur eru frá GR, eða 29 alls, og þar á eftir koma GKG og GM með 26 keppendur hvor. Frá GK eru 18 keppendur og heimamenn nýta tækifærið vel að mótið er í Eyjum – og eru tíu keppendur frá GV að þessu sinni. Eins og áður segir er metfjöldi kvenna á Íslandsmótinu í ár og hæsta hlutfall kvenna frá árinu 2001 eða 29%. Hæst hefur hlut-

fallið verið 24%, árið 2014 í GKG, þar sem 33 konur kepptu, 2018 í Vestmanneyjum þegar 31 tók þátt og 2019 hjá GR þegar 36 konur tóku þátt. Að meðaltali frá árinu 2001 hefur hlutfall kvenna verið 18% á keppendalista Íslandsmótsins – eða 26 keppendur að meðaltali. Í karlaflokki hefur meðaltal keppenda verið 113 keppendur frá árinu 2001 eða 82%. Meðalfjöldi keppenda á Íslandsmótinu frá árinu 2001 er 138. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að mótið er með 150 keppendur eða fleiri. Það hafði aðeins gerst þrívegis áður frá árinu 2001. Árið 2002 á Hellu þar sem 151 tók þátt, 2009 hjá GR þar sem að 155 tóku þátt, og aftur á Hellu árið 2012 þar sem 151 tók þátt. Meðalaldur kvenna í mótinu er 23 ár og 2,2 er meðalforgjöf keppenda. Yngsti keppandinn er 14 ára og sá elsti er 57 ára. Í karlaflokki er meðalaldurinn 26 ár og meðalforgjöf keppenda er 0,4. Yngsti keppandinn er 13 ára og sá elsti er 55 ára.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.