1 minute read
Ólafía á mótsmetið á Íslandsmótinu í kvennaflokki
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR, á mótsmetið í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Ó Metið sett hún árið 2016 á Jaðarsvelli á Akureyri. Þar lék hún hringina fjóra á 273 höggum eða 11 höggum undir pari vallar, (70-68-69- 66).
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð önnur á 275 höggum eða –9.
Ólafía bætti fyrra mótsmetið verulega en það var áður í eigu Signýjar Arnórsdóttur, GK, sem lék samtals á einu höggi yfir pari árið 2015 á Garðavelli á Akranesi þar sem hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á 281 höggi (70-69-70-72) eða þremur höggum undir pari samtals árið 2019 á Grafarholtsvelli þar sem hún fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli.
Ólafía Þórunn fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 2016.