1 minute read

Bjarki á mótsmetið á Íslandsmótinu í karlaflokki

Bjarki Pétursson, GKG, á mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi. Bjarki lék á 13 höggum undir pari Hlíðavallar í B

Mosfellsbæárið 2020 þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Bjarki lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högg mun.

Metið var áður í eigu Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR, sem lék á -12 eða 276 höggum þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi árið 2015, (67-73- 66-70).

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jafnaði mótsmetið árið 2013 á Leirdalsvelli þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallar, 274 högg, og jafnaði árangur Magnúsar Guðmundssonar, GA, sem hann setti í Vestmanneyjum 39 árum fyrr eða árið 1964. Magnús lék á 270 höggum þegar hann varð fyrstur allra til að leika fjóra 18 holu keppnishringi á undir pari á Íslandsmótinu ígolfi. Og þar að auki sigraði Magnús með 25 högga mun á því móti.

This article is from: