Það ríkir mikil eftirvænting í Vestmannaeyjum þar sem að Íslandsmótið í golfi fer fram dagana 4.-7. ágúst. Mikil vinna liggur að baki hjá félagsmönnum og starfsfólki Golfklúbbs Vestmannaeyja.Það gekk mikið á hjá náttúruöflunum s.l. vetur og verkefnið var krefjandi að hafa völlinn glæsilegan og góðan fyrir stærsta golfmót ársins.
FJÖLDI KYLFINGA Á ÍSLANDI ALDREI VERIÐ MEIRI Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og samkvæmt nýjustu tölum frá 1. júlí sl. eru um 23.300 kylfingar skráðir sem félagsmenn í golfklúbba landsins. Þetta er 5% fjölgun frá árinu 2021 og hafa kylfingar aldrei verið fleiri innan raða Golfsambands Íslands. Í fyrra var fjölgunin um 12%. 4
METFJÖLDI Í KVENNAFLOKKUM Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 eða 44 keppendur alls. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eða 29%. Frá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26 eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 54% yfir meðaltali síðustu ára. 8
PERLA SÓL SKRIFAÐI NÝJAN KAFLA Í GOLFSÖGU ÍSLANDS Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einn efnilegasti kylfingur landsins og hún skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands nýverið. Hinn 15 ára gamli Evrópumeistari stefnir á að ná eins langt og hægt er í golfíþróttinni 12-13
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Íslandsmótið haldið á sögufrægum velli
Golfklúbbur Vestmannaeyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins, stofnaður 4. desember árið 1938. GV kom síðar að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942, ásamt Golfklúbbi Reykjavíkur (Íslands) og Golfklúbbi Akureyrar.
Séð yfir Vestmannaeyjavöll úr Herjólfsdal.
Á
fyrstu árum klúbbsins var spilað á 6 holu golfvelli, sem var að mestu í Herjólfsdal. Sá völlur var útbúinn sama ár og klúbburinn var stofnaður. Áttunda flötin á núverandi Vestmannaeyjavelli er að hluta til frá árinu 1938. Því er leikið á elstu flöt landsins á Íslandsmótinu 2022. Á Vestmannaeyjavelli eru enn notaðar þrjár holur sem tilheyrðu fyrsta golfvelli Eyjamanna. Íslandsmótið í golfi, sem var á þeim tíma Landsmót, fór fyrst fram árið 1959 í Vestmannaeyjum. Þremur holum var bætt við upprunalega völlinn til þess að mótið gæti farið fram á 9 holu velli – sem var krafa á þeim tíma. Árið 1962 var völlurinn endanlega orðinn 9 holur en honum hefur oftsinnis verið breytt í áranna rás. Í eldgosinu í Heimaey árið 1973 fór völlurinn allur undir vikur og ösku – og var ekki leikið á vellinum á meðan hreinsunarstarf félagsmanna og íbúa bæjarins fór fram. Hreinsun gamla golfvallarins lauk árið 1977
Ljósmynd/GV
en á meðan léku Eyjamenn golf á bráðabirgðavelli norðan við Lyngfell. Félaga í GV dreymdi um að eignast 18 holu golfvöll. Gerður var rammasamningur við bæjarsjóð Vestmannaeyja um stækkun vallarins og í kjölfarið var hafist handa við að undirbúa stækkun hans í 18 holur. Mikil vinna var við stækkun vallarins og þurfti meðal annars að
Golfhreyfingin á Íslandi er í almennum blóma Kæri kylfingur. Hápunkti golfsumarsins verður náð um helgina í Vestmannaeyjum þegar keppni þeirra bestu fer fram og úrslit ráðast í Íslandsmótinu í golfi árið 2022. Í ár eru 152 keppendur mættir til leiks, 44 konur og 108 karlar. Er það mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra frá árinu 2001 eða 29%. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum og Golfsamband Íslands eiga saman ríkulega, rúmlega 80 ára sögu, enda er leifar af elstu flöt landsins að finna á aftari hluta 8. flatar undir Fjósakletti. Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur þannig gegnt stóru hlutverki í uppbyggingu golfs á Íslandi og er Vestmannaeyjavöllur enn með þrjár upprunalegar flatir frá árinu 1938, en þá var völlurinn opnaður. Fjórum árum síðar var Golfsamband Íslands stofnað og fagnar sambandið því 80 ára afmæli í ár. Golfhreyfingin á Íslandi er í almennum blóma. Nýjustu tölur staðfesta að enn fjölgar þeim kylfingum á Íslandi sem kjósa að skrá sig í golfklúbba. Milli áranna 20212022 varð 5% fjölgun og í dag eru skráðir um 23.500 iðkendur í golfi á Íslandi. Þegar rýnt er nánar í tölur kemur í ljós að fjölgunin er mest í yngstu aldurshópunum upp að 19 ára aldri og endurspeglar sú þróun þá markvissu og öflugu vinnu innan golfklúbbanna að fjölga ungu fólki, tryggja endurnýjun iðkenda og um leið að tryggja þátttakendur í keppnishaldi þeirra yngri í golfíþróttinni. Að lokum er gaman að minnast á það hversu góð heilsubót það er að mæta á golfmót sem áhorfandi og ganga með. Má lesa um nýjan lýðheilsufróðleik aftar í blaðinu. Samkvæmt heimildum R&A Golf and Health 2016-2020 eyða áhorfendur á golfmótum löngum tíma í grænu umhverfi og njóta um leið samvista við vini, fjölskyldu og kunningja. Í fjölmörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að allir þessir þættir hafa góð áhrif á andlega heilsu og geðheilbrigði. Við hvetjum því gesti Íslandsmótsins í golfi til að njóta útiveru, hreyfingar og gæðasamveru ásamt því að fylgjast vel með atferli okkar allra bestu kylfinga. Mikið er hægt að læra af þeim hvað varðar undirbúning fyrir högg, ákvarðanatökur og leikskipulag almennt. Golflúbbi Vestmannaeyja og félagsmönnum klúbbsins þökkum við gestrisnina og samstarfið. Hvort sem þú, lesandi góður, ákveður að mæta á völlinn til ánægju og heilsubótar eða horfa á beinar útsendingar RÚV um helgina þá reiknum við með þér í golfveislu helgarinnar og óskum þér góðrar skemmtunar! Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands
Útgefandi/ábyrgðaraðili Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Brynjar Eldon Geirsson brynjar@golf.is Texti og ljósmyndir Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is nema annað sé tekið fram. Auglýsingar Morgunblaðið. Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Sigurður Elvar Þórólfsson
aka 15.000 rúmmetrum af efni til uppfyllingar í hraunið sem völlurinn var að hluta til lagður yfir. Þess var þó gætt að hraunhólarnir fengju að halda sér. Er það mál manna að afar vel hafi tekist til með hönnun og skipulag vallarins. Árið 1990 voru þrjár nýjar holur tilbúnar og þremur árum síðar bættust við 6 holur. Þar með var Vestmannaeyjavöllur orðinn 18 holu
golfvöllur og var formlega vígður 1994. Árið 1998 valdi bandaríska golftímaritið Golf Digest golfvöllinn í Vestmannaeyjum einn af 200 skemmtilegustu golfvöllum í Evrópu. Því hefur verið slegið fram, bæði af innlendum og erlendum kylfingum, að golfvöllurinn í Eyjum sé eitt best geymda leyndarmálið innan golfheimsins í Evrópu.
Sigursveinn Þórðarson, formaður GV Fílarnir við Vestmannaeyjavöll setja sinn svip á umhverfið.
Ljósmynd/seth@golf.is
Mikill heiður fyrir GV að fá Íslandsmótið til Eyja V
ið erum virkilega spennt fyrir því að taka á móti bestu kylfingum landsins. Þetta er stærsta golfmót ársins, ár hvert, og ekki langt síðan mótið var síðast haldið í Eyjum, 2018, nánar tiltekið. Því eru margir af þeim sem koma að mótinu öllum hnútum kunnugir við undirbúning mótsins,“ segir Sigursveinn Þórðarson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. Hann bætir því við að stjórn GV hafi tekið miklum breytingum síðan 2018. „Mörg okkar eru að koma að þessu móti í fyrsta skipti. Þannig að við höfum bæði reynslu og marga fróðleiksfúsa sem eru að upplifa þetta stóra mót í fyrsta sinn. Þetta verður virkilega spennandi. Okkar bestu Sigursveinn kylfingar munu mæta til Þórðarson Eyja og takast á við völlinn okkar. Við hlökkum til þess að sjá hvernig þeim gengur.“ Formaðurinn segir að það skipti miklu máli fyrir klúbbinn að fá tækifæri til þess að halda Íslandsmót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við hér í Eyjum viljum að völlurinn okkar standist þær kröfur að vera krefjandi fyrir bestu kylfinga Íslands. Það er mikill heiður fyrir GV að GSÍ hafi valið völlinn okkar sem keppnisvöll ársins. Við munum gera okkar besta til að hafa þetta sem minnisstæðast fyrir keppendur. Þetta er einnig mikil kynning fyrir völlinn okkar, sem hefur verið mjög góður í ár þrátt fyrir áföll síðastliðinn vetur.“ Mikil vinna liggur að baki hjá félagsmönnum og starfsfólki á undanförnum mánuðum. Mikið gekk á hjá náttúruöflunum sl. vetur og það var
krefjandi verkefni að gera völlinn tilbúinn fyrir stærsta golfmót ársins. „Veðrið var engu líkt í byrjun ársins og margar stórar lægðir gengu yfir Eyjuna. Við misstum m.a. út í sjó teiginn á sautjándu og það gekk mikið grjót á land á sextándu braut. Við höfum nú byggt upp nýjan teig á sautjándu braut. Með góðri hjálp félaga okkar úr Mosfellsbæ náðum við að fjarlægja allt grjótið af vellinum. Við erum heppin með vallarstjóra, Guðgeir Jónsson, sem sýnir natni og hæfileika í að sinna flötum vallarins eins og best verður og því fá kylfingar að kynnast á næstu dögum. Síðasta árið hefur verið framkvæmdaár hjá okkur í Eyjum. Við erum að byggja við skálann okkar og útbúa aðstöðu fyrir golfhermana á neðri hæðinni. Samtímis erum við að stækka salinn. Þá hefur verið ráðist í að útbúa búningsaðstöðu fyrir bæði karla og konur. Þetta stóra verkefni hefur tekið á en við erum sannfærð um að til lengri tíma verði þetta klúbbnum okkar til framdráttar. Við erum heppin, því bæði höfum við haft sterka bakhjarla með okkur í verkefninu og eins hefur Vestmannaeyjabær staðið vel við bakið á okkur. Það hefur skipt sköpum varðandi hraða framkvæmdanna,“ segir Sigursveinn. Formaðurinn er sannfærður um að vikan framundan verði skemmtileg í Eyjum. Veitingastaðurinn „Einsi kaldi“ mun sjá um veitingar í skálanum mótsdagana og við munum leggja okkur fram við að þjónusta kylfinga eins og best verður á kosið. Við erum rík af sjálfboðaliðum sem leggja mikla og óeigingjarna vinnu í að mótið verði sem glæsilegast. Við hlökkum til að taka á móti bestu kylfingum landsins,“ segir Sigursveinn Þórðarson, formaður GV.
Sumarið þarf ekki að vera búið
icelandair.is Framlengdu sumarið á golfvellinum
Það má ekki leyfa sveiflunni að kólna í haust og vetur. Hvernig hljómar að lengja sumarið og spila golf í sólinni? Til dæmis í Orlando, Raleigh-Durham, Alicante eða Tenerife? Við fljúgum í sólina allan ársins hring. Tryggðu þér sæti við fyrsta tækifæri.
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu Golfsambandið gaf nýverið út lýðheilsubækling þar sem safnað er saman gagnlegum fróðleik um jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt.
Ljósmynd/seth@golf.is
Verðlaunagripirnir á Íslandsmótinu í golfi við 13. flöt á Vestmannaeyjavelli.
Hálf milljón kr. í verðlaunafé fyrir sigur á Íslandsmótinu
S
amkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. GSÍ hvetur golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Golfklúbbar landsins geta nýtt þessa samantekt til þess að kynna sveitarfélögum og ríkisvaldinu alla þá kosti sem golfíþróttin hefur upp á bjóða. Hér fyrir neðan er QR-kóði. Taktu mynd af kóðanum á símanum þínum og lestu bæklinginn. Einnig er hægt að lesa bæklinginn í rafrænni útgáfu á www.golf.is.
Á
Íslandsmótinu í golfi 2022, sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 4.-7. ágúst, verða veitt peningaverðlaun fyrir 1.-3. sæti í flokki karla og kvenna. Keppendur sem eru með áhugamannaréttindi geta aðeins tekið við verðlaunafé sem samræmist áhugamannareglum en reglurnar voru endurskoðaðar í ársbyrjun 2021. Engin takmörk eru hjá atvinnukylfingum varðandi verðlaunafé í golfmótum. Verðlaunafé á Íslandsmótinu 2022 skiptist þannig Kvennaflokkur, atvinnukylfingar: 1. sæti 500.000 kr. 2. sæti 300.000 kr. 3. sæti 150.000 kr. Karlaflokkur, atvinnukylfingar: 1. sæti 500.000 kr. 2. sæti 300.000 kr. 3. sæti 150.000 kr.
Aldurskipting Aldurskipting
3,000
til 50
Konur
15
Karlar
411 i
1,629
69
dr
ár a
ár a
2,707
59
ár a
2,764
49 til
til
ár a
2,192
40
ár a 19
yn og
og ár a
1,705
24000 22000 20000 18000 16000 14000 12000 10000 8000 6000 4000 2000
98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 20 12 20 14 20 16 20 18 20 20 20 22
95
Ár
19
19
93
19
91
89
19
19
87
85
19
19
82
19
68
65
19
52
19
19
35
0
19
Fjöldi kyl!nga
Þ
ingum landsins og það setur Ísland í 4. sæti í Evrópu yfir hlutfall 18 ára yngri skráð í golfklúbba. Golfsambandið er næstfjölmennasta sérsambandið innan raða ÍSÍ en Knattspyrnusamband Íslands er það fjölmennasta með um 30.000 iðkendur. Árið 1934 var fyrst byrjað að halda utan um fjölda félagsmanna í golfklúbbum á Íslandi. Í fyrstu talningunni voru 132 félagsmenn, árið 1990 voru 3.400 einstaklingar skráðir í golfklúbba landsins. Tíu árum síðar eða árið 2000 hafði þeim fjölgað mikið eða í 8.500. Á næstu 10 árum varð gríðarleg fjölgun og rétt um 15.800 félagsmenn voru skráðir árið 2010.
1,660
1,027
Fjöldi kylfinga frá 1932 - 2022
Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og samkvæmt nýjustu tölum frá 1. júlí sl. eru um 23.300 kylfingar skráðir sem félagsmenn í golfklúbbum landsins. etta er 5% fjölgun frá árinu 2021 og hafa kylfingar aldrei verið fleiri innan raða Golfsambands Íslands. Í fyrra var fjölgunin um 12%. Mesta fjölgunin er í aldurshópnum 19 ára og yngri. Í aldurshópnum 16-19 ára er 15% fjölgun og í aldurshópnum 15 ára og yngri er 12% fjölgun. Í elsta aldurshópnum, 80 ára og eldri, er einnig töluverð fjölgun eða sem nemur 12%. Hlutfall kvenna er svipað og á undanförnum árum eða um 33% en markmið Golfsambandsins er að hlutfall kvenna verði 40%. Börn og unglingar eru 14% af kylf-
532
gr i
i el
dr
ár a 80
til
Fjöldi kylfinga á Íslandi hefur aldrei verið meiri
1,936
0
30
370
79
69 til
70
Konur
60
Karlar
1,517
ár a
ár a 50
til
40
til
2,598
59
ár a
2,731
49
ár a
2,151
39 30
til
29 til 20
16
til
19
yn og
1,622
15
ár a
1,688
ár a
gr i
465
ár a
1,806
0
ár a
500
29
500
til
1,000
339
20
1,000
285
ár a
1,500
39
955
16
333
2,030
1,050
781
80
267
1,500
2,000
19
626
til
1,033
2,000
1,944
2,500
til
1,896
71
1,874
2,500
el
3,500
3,000
og
4,000
3,500
ár a
4,500
4,000
ár a
4,500
80
5,000
79
5,000
til
2022
70
2021
60
Konur
76
Karlar
19
Aldurskipting
19
Kvennaflokkur, áhugakylfingar: 1. sæti 90.000 kr. 2. sæti 60.000 kr. 3. sæti 35.000 kr. Karlaflokkur, áhugakylfingar: 1. sæti 90.000 kr. 2. sæti 60.000 kr. 3. sæti 35.000 kr.
Stimplar, glaðningar, vinningar og minningar Við erum byrjuð að stimpla og deila út glaðningum á N1 um allt land. Er ekki nýja N1 vegabréfið tilbúið í ævintýri sumarsins? Svo skilar þú því fullstimpluðu til að eiga möguleika á glæsilegum vinningi í leikslok!
Coca-Cola Lime
án sykurs 250 ml m
3
Sjáumst í sumar!
Trítla Trítlar
4 1
Litaðu umbúðirnar! i ar! 40 g
Extra Sweet Mint
6
Hariibo 10 g
5
2
Lay’s snakkpoki Sour Cream & Onion eða Salted 27,5 g
22 #vegabréf
tyggjópakki
k j lk Kókómjólk 250 ml
7
Bu ubs
auppoki hla 20 g
ALLA LEIÐ
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í Eyjum árið 2018. Þau eru bæði úr GK og systkinabörn.
Saga Traustadóttir slær hér á 10. teig á Íslandsmótinu 2018 á Vestmannaeyjavelli.
Ljósmynd/seth@golf.is
Ljósmynd/seth@golf.is
Löng hefð fyrir Íslandsmóti í Eyjum Í
slandsmótið í golfi 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmannaeyjavelli, þegar völlurinn var 9 holur. Íslandsmótið í golfi fór fram í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum árið
1959. Þar sigraði heimamaðurinn Sveinn Ársælsson. Næsta áratug þar á eftir fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) sigraði árið 1962 og Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964. Magnús fór hamförum á mótinu árið 1964 þegar hann setti mótsmet og lauk leik á 270 höggum, 10
höggum undir pari, og sigraði með 25 högga mun. Mótsmet Magnúsar var ekki jafnað fyrr en árið 2013, þegar Birgir Leifur Hafþórsson lék Korpúlfsstaðavöll á 10 höggum undir pari á fjórum keppnishringjum á Íslandsmótinu. Árið 1968 sigraði GS tvöfalt, þar sem Þorbjörn Kjærbo og Guðfinna Sigurþórsdóttir sigruðu. Það var
Bjarki á mótsmetið á Íslandsmótinu í karlaflokki B
jarki Pétursson, GKG, á mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi. Bjarki lék á 13 höggum undir pari Hlíðavallar í Mosfellsbæ árið 2020 þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Bjarki lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högg mun. Metið var áður í eigu Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR, sem lék á -12 eða 276 höggum þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi árið 2015, (67-7366-70). Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jafnaði mótsmetið árið 2013 á Leirdalsvelli þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallar, 274 högg, og jafnaði árangur Magnúsar Guðmundssonar, GA, sem hann setti í Vestmanneyjum 39 árum fyrr eða árið 1964. Magnús lék á 270 höggum þegar hann varð fyrstur allra til að leika fjóra 18 holu keppnishringi á undir pari á Íslandsmótinu í golfi. Og þar að auki sigraði Magnús með 25 högga mun á því móti.
Ljósmynd/seth@golf.is
Bjarki á mótsmetið í karlaflokki frá árinu 2020.
jafnframt í annað sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitlinn í kvennaflokki. 35 ár liðu þar til Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) og Karen Sævarsdóttir (GS) sigruðu árið 1996. Karen er dóttir Guðfinnu sem sigraði árið 1968. Árið 2003 sigraði Birgir Leifur á ný, þá fyrir
GKG, og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) sigraði í kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson (GM) og Helena Árnadóttir (GR) sigruðu árið 2008. Árið 2018 sigraði Keilir tvöfalt þegar Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum – en þau eru systkinabörn.
Ólafía á mótsmetið á Íslandsmótinu í kvennaflokki Ó
lafía Þórunn Kristinsdóttir , GR, á mótsmetið í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Metið sett hún árið 2016 á Jaðarsvelli á Akureyri. Þar lék hún hringina fjóra á 273 höggum eða 11 höggum undir pari vallar, (70-68-6966). Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð önnur á 275 höggum eða –9. Ólafía bætti fyrra mótsmetið verulega en það var áður í eigu Signýjar Arnórsdóttur, GK, sem lék samtals á einu höggi yfir pari árið 2015 á Garðavelli á Akranesi þar sem hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á 281 höggi (70-69-70-72) eða þremur höggum undir pari samtals árið 2019 á Grafarholtsvelli þar sem hún fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli.
Ljósmynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 2016.
152 keppendur frá 15 mismunandi klúbbum
A
lls taka 152 keppendur þátt á Íslandsmótinu í golfi 2022 og komust færri að en vildu. Undankeppni fór fram mánudaginn 25. júlí um tvö laus sæti í mótinu. Á biðlista eru átta karlar. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á Íslandsmótinu frá árinu 2001, eða 29%. Alls eru 44 konur á keppendalistanum og 108 karlar. Þetta er mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi. Kylfingarnir koma frá 15 mismunandi klúbbum og 9 þeirra eru með keppendur bæði í kvenna- og karlaflokki. Flestir keppendur eru frá GR, eða 29 alls, og þar á eftir koma GKG og GM með 26 keppendur hvor. Frá GK eru 18 keppendur og heimamenn nýta tækifærið vel að mótið er í Eyjum – og eru tíu keppendur frá GV að þessu sinni. Eins og áður segir er metfjöldi kvenna á Íslandsmótinu í ár og hæsta hlutfall kvenna frá árinu 2001 eða 29%. Hæst hefur hlut-
fallið verið 24%, árið 2014 í GKG, þar sem 33 konur kepptu, 2018 í Vestmanneyjum þegar 31 tók þátt og 2019 hjá GR þegar 36 konur tóku þátt. Að meðaltali frá árinu 2001 hefur hlutfall kvenna verið 18% á keppendalista Íslandsmótsins – eða 26 keppendur að meðaltali. Í karlaflokki hefur meðaltal keppenda verið 113 keppendur frá árinu 2001 eða 82%. Meðalfjöldi keppenda á Íslandsmótinu frá árinu 2001 er 138. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að mótið er með 150 keppendur eða fleiri. Það hafði aðeins gerst þrívegis áður frá árinu 2001. Árið 2002 á Hellu þar sem 151 tók þátt, 2009 hjá GR þar sem að 155 tóku þátt, og aftur á Hellu árið 2012 þar sem 151 tók þátt. Meðalaldur kvenna í mótinu er 23 ár og 2,2 er meðalforgjöf keppenda. Yngsti keppandinn er 14 ára og sá elsti er 57 ára. Í karlaflokki er meðalaldurinn 26 ár og meðalforgjöf keppenda er 0,4. Yngsti keppandinn er 13 ára og sá elsti er 55 ára.
Meirihluti keppenda á Íslandsmótinu í golfi 2022 tía upp með Titleist golfbolta Hvaða golfbolta notar þú?
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Metfjöldi í kvennaflokknum Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 eða 44 keppendur alls. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eða 29%
F
Ljósmynd/seth@golf.is
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi.
23 nöfn á verðlaunagripnum í kvennaflokki
F
yrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki árið 1967. Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS, er fyrsta konan sem hampaði þessum titli. Alls sigraði Guðfinna þrívegis en dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir, GS, hefur oftast sigrað, eða átta sinnum alls. Árangur Karenar er einstakur í íslenskri golfsögu en Karen sigraði átta sinnum í röð á árunum 1989-1996. Alls eru 23 nöfn grafin á verðlaunagripinn í kvennaflokki. 14 kylfingar hafa sigraði oftar en einu sinni. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 22 sinnum, GK er með 13 titla, og GS er með 11 titla. 8 titlar Karen Sævarsdóttir, GS (1989-1996) 4 titlar Jakobína Guðlaugsdóttir, GV (1970, 1972-74). Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1985, 1998, 2003, 2005). Ólöf María Jónsdóttir, GK (1997, 1999, 2002, 2004). 3 titlar Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS (1967-68, 1971). Jóhanna Ingólfsdóttir, GR (1977-1979). Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (1980-1982). Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (2009, 2012, 2017) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2011, 2014, 2016). Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2018-20). 2 titlar Kristín Pálsdóttir, GK (1975-76) Ásgerður Sverrisdóttir, GR (1983-84) Steinunn Sæmundsdóttir, GR (1986, 1988) Helena Árnadóttir, GR (2006, 2008) Íslandsmeistarar Elísabet Möller, GR (1969) Þórdís Geirsdóttir, GK (1987) Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK (2000) Herborg Arnarsdóttir, GR (2001) Nína Björk Geirsdóttir, GKj./GM (2007) Tinna Jóhannsdóttir, GK (2010) Sunna Víðisdóttir, GR (2013) Signý Arnórsdóttir, GK (2015) Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (2021) Fjöldi titla hjá klúbbum GR:22 GK: 13 GS: 11 GV: 4 GL: 3 GKj./GM: 1 GKG: 1
rá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26 eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 54% yfir meðaltali síðustu ára. Alls eru fjórir fyrrverandi Íslandsmeistarar á meðal keppenda og þar af tveir atvinnukylfingar. Þórdís Geirsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,GR, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, hafa allar upplifað að sigra á Íslandsmótinu. Þórdís árið 1987 eða fyrir 35 árum og Hulda Clara hefur titil að verja en hún sigraði í fyrsta sinn í fyrra á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn hefur þrívegis sigrað, fyrst árið 2011, 2014 á Leirdalsvelli og 2016 á Jaðarsvelli á Akureyri. Guðrún Brá sigraði þrjú ár í röð, 2018 í Eyjum, 2019 á Grafarholtsvelli og 2020 í Mosfellsbæ. Mótið í ár er því eitt það allra sterkasta þar sem flestir af forgjafarlægstu kylfingum landsins í kvennaflokki eru á meðal keppenda. Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem að verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistaratitil hjá atvinnukylfingum er 500 þúsund kr. Þórdís er elsti keppandinn í kvennaflokki, 57
Ljósmynd/seth@golf.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á 13. teig á Vestmannaeyjavelli á Íslandsmótinu í golfi 2018.
ára, en hún fagnaði sínum áttunda Íslandsmeistaratitli í röð fyrr í þessum mánuði á Íslandsmóti eldri kylfinga, 50 ára og eldri. Ólafía er 30 ára og hún er sjöundi elsti keppandinn í kvennflokki og Guðrún Brá, sem er 28 ára, er í 10. sæti á þeim lista. Yngstu keppendurnir í kvennaflokki eru 14 ára og fæddar árið 2008. Pamela Ósk Hjalta-
dóttir, GM, sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni nýverið, er yngst ásamt Völu Maríu Sturludóttur frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Meðalforgjöfin í kvennaflokknum er 2,2. Lægsta forgjöfin er +5,2 en Guðrún Brá er með þá forgjöf. Alls eru 10 keppendur í kvennaflokknum með 0 eða lægra í forgjöf.
Jóhanna er ein af fimm konum sem hefur sigrað þrívegis í röð á Íslandsmótinu í golfi F
rá því að fyrst var keppt á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki árið 1967, hafa alls 10 konur sigrað þrívegis eða oftar. Tvær af þessum tíu eru á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2022, sem hefst í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 4. ágúst. Þær eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem sigraði 2011, 2014 og 2016 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem landaði sínum fyrsta titli í Vestmannaeyjum árið 2018. Hún sigraði einnig á næstu tveimur Íslandsmótum, 2019 og 2020. Guðrún Brá er í hópi fárra kylfinga sem hafa sigrað þrjú ár í röð á Íslandsmótinu í golfi. Alls keppa fjórir fyrrum Íslandsmeistarar í golfi á Íslandsmótinu í ár í kvennaflokki. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, mætir í titilvörnina eftir fyrsta titil sinn í fyrra á Akureyri. Þórdís Geirsdóttir, GK, sem varð Íslandsmeistari árið 1987, er einnig á meðal keppenda. Þórdís fagnaði nýverið sínum áttunda Íslandsmeistaratitli í röð í flokki 50 ára og eldri. Karen Sævarsdóttir, GS, sigraði átta sinnum í röð, 1989-1996, og það met verður seint slegið. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, vann alls fjóra titla og þar af þrívegis í röð 1972-1974. Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (1980-1982) og Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, (1977-1979) sigruðu báðar þrívegis í röð á Íslandsmótinu í golfi. Alls hafa þrír kylfingar sigrað fjórum sinnum á Íslandsmótinu í kvennaflokki, Jakobína, Ragnhildur Sigurðardóttir (1985, 1998, 2003, 2005) og Ólöf María Jónsdóttir, GK (1997, 1999, 2002, 2004). 23 nöfn eru grafin á verðlaunagripinn í kvennaflokki. 14 kylfingar hafa sigraði oftar en einu sinni. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 22 sinnum, GK er með 13 titla, og GS með 11 titla. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, er ein af þeim sex sem hafa sigrað þrívegis á Íslandsmótinu. Hún sigraði í fyrsta sinn árið 1977 þegar mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Þar kepptu flestir af bestu kvenkylfingum landsins. Íslandsmeistarar fyrri ára, Kristin Pálsdóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir, deildu öðru sætinu. Í bráðabana þeirra á milli hafði Kristín betur og fékk silfurverðlaunin. Árið 1978 var keppt í kvennaflokki á Nesvellinum á Íslandsmótinu í golfi en meistaraflokkur karla keppti á Hólmsvelli í Leiru. Alls voru þrír keppnisvellir notaðir á þessu Íslandsmóti. Jóhanna Ingólfsdóttir náði að verja titil sinn frá árinu áður þótt undirbúningur hennar fyrir mótið væri af skornum skammti. Hún stundaði nám í frönsku við Sorbonne-háskólann í París og hafði þar fá tækifæri til að æfa sig. En á Nesvellinum lék hún vel og þá sérstaklega á öðrum degi keppninnar þegar skor hennar var aðeins 73 högg. Með því má segja að farið hafi að hilla undir titilinn. Jóhanna lék á 328 höggum en ung stúlka úr GK, Sólveig Þorsteinsdóttir, var þó ekki langt á eftir, lék á 331 höggi. Jakobína Guðlaugsdóttir sýndi rækilega að hún var ekki dauð úr öllum æðum. Hún veitti ungu stúlkunum verðuga keppni og hreppti þriðja sætið á 333 höggum. Jóhanna fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð árið 1978 þegar mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Á því móti fór Íslandsmótið í kvennaflokki fram áður en keppni hófst í karlaflokki. Hörpuslagur var um Íslandsmeistaratitil kvenna. Þrjár konur börðust jafnri
Jóhanna er ein af fimm konum sem hefur sigrað þrívegis í röð.
baráttu en það sem réði úrslitum og tryggði Jóhönnu Ingólfsdóttur titilinn, var að minni sveiflur voru í leik hennar en keppinautanna. Hún náði fljótlega forystu sem hún lét ekki af hendi, þótt að henni væri sótt. Jóhanna lék á 363 höggum en Sólveig Þorsteinsdóttir og Kristín Þorvaldsdóttir á 364 höggum og sigraði Kristín síðan Sólveigu í bráðabana um 2. sætið.
Laugarnar í Reykjavík
Frá og með 1. ágúst verður frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla – það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
www.itr.is
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
46 keppendur í karlaflokki með 0 eða lægri forgjöf Ljósmynd/seth@golf.is
Aron Snær Júlíusson landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra í fyrsta sinn á ferlinum.
39 nöfn á verðlaunagripnum í karlaflokki
F
yrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson er fyrsti Íslandsmeistarinn og Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti, með 7 titla. Birgir Leifur landaði sínum 7. titli á Jaðarsvelli árið 2016 og hefur hann ekki tekið þátt eftir þann sigur. Alls eru 39 nöfn grafin á verðlaunagripinn í karlaflokki. 16 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson hafa sigrað 6 sinnum hvor og Magnús Guðmundsson er með 5 titla. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað, eða 23 sinnum. GA er með 20 titla og GK er með 13 titla. 7 titlar Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996 (GL), 2003, 2004, 2010, 2013, 2014, 2016). 6 titlar Björgvin Þorsteinsson, GA (1971, 19731977) Úlfar Jónsson, GK (1986, 1987, 1989-1992) 5 titlar Magnús Guðmundsson, GA (1958, 1963-66). 4 titlar Björgvin Sigurbergsson, GK (1995, 1999, 2000, 2007) 3 titlar Gísli Ólafsson, GR (1942-1944) Þorvaldur Ásgeirsson, GR (1945, 1950-51) Þorbjörn Kjærbo, GS (1968-1970) Hannes Eyvindsson, GR (1978-1980) Sigurður Pétursson, GR (1982, 1984, 1985) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (1994, 1998, 2002) Axel Bóasson, GK (2011, 2017, 2018) 2 titlar Ewald Berndsen, GR (1947, 1953) Ólafur Á. Ólafsson, GR (1954, 1956) Sveinn Ársælsson, GV (1957, 1959) Gunnar Sólnes, GA (1961, 1967) Íslandsmeistarar Sigtryggur Júlíusson, GA (1946) Jóhannes G. Helgason, GR (1948) Jón Egilsson, GA (1946) Birgir Sigurðsson, GA (1952) Hermann Ingimarsson, GA (1955) Jóhann Eyjólfsson, GR (1960) Óttar Yngvason, GR (1962) Loftur Ólafsson, NK (1972) Ragnar Ólafsson, GR (1981) Gylfi Kristinsson, GS (1983) Sigurður Sigurðsson, GS (1988) Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1983) Þórður Emil Ólafsson, GL (1997) Örn Ævar Hjartarson, GS (2001) Heiðar Davíð Bragason, GKj/GM. (2001) Sigmundur Einar Másson, GKG (2006) Kristján Þór Einarsson, GKj./GM (2008) Ólafur Björn Loftsson, NK (2009) Haraldur Franklín Magnús, GR (2012) Þórður Rafn Gissurarson, GR (2015) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (2019) Bjarki Pétursson, GKG (2020) Aron Snær Júlíusson, GKG (2021) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR:23 GA:20 GK:13 GKG:9 GS:6 GV:3 GL: 2 NK:2 GKj./GM:2
Alls eru 108 keppendur í karlaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022 og er hlutfall karla 71% af heildarfjöldanum, 152.
A
lls eru 108 keppendur í karlaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022 og er hlutfall karla 71% af heildarfjöldanum, 152. Frá árinu 2001 hefur fjöldi keppenda í karlaflokki verið að meðaltali 113. Færri komust að en vildu inn í mótið og fór fram undankeppni í síðustu viku á Urriðavelli þar sem fimm leikmenn kepptu um 2 laus sæti á Íslandsmótinu. Slík undankeppni hefur aldrei áður farið fram. Tveir keppendur í karlaflokki hafa upplifað það áður að sigra á Íslandsmótinu í golfi. Kristján Þór Einarsson, GM, sem fagnaði titlinum í Eyjum árið 2008, og Aron Snær Júlíusson, GKG, sem hefur titil að verja á þessu móti. Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru í verkefnum á atvinnumótaröðum á meðan Íslandsmótið fer fram í Eyjum. Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistaratitil hjá atvinnukylfingum er 500 þúsund kr. Flestir keppendur í karlaflokki eru úr GR eða 17 alls, GKG er með 16, GM 15 og GK 14. Yngsti golfklúbbur landsins, Golfklúbburinn Esja, sem stofnaður var 2019, er með 4 keppendur í karlaflokki. Meðalaldurinn í karlaflokki er 26,4 ár. Helgi Anton Eiríksson, GE, er elsti keppandinn í karlaflokki, 55 ára, en alls eru 6 keppendur yfir fimmtugu í mótinu. Yngsti keppandinn í karlaflokki er Arnar Daði Svavarsson úr GKG en hann er fæddur árið 2009 og er því aðeins 13 ára. Arnar Daði sigraði á sterku alþjóðlegu móti í síðustu viku á Norður-Írlandi og það gerði einnig fé-
Ljósmynd/seth@golf.is
Markús Marelsson, GK, er í fjölmennum hópi ungra og efnilegra keppenda á Íslandsmótinu í golfi 2022. Hér fagnar hann Íslandsmeistaratitli í flokki 14 ára og yngri á Hvaleyrarvelli.
lagi hans úr GKG, Gunnlaugur Árni Sveinsson, sem er á meðal keppenda í Eyjum. Gunnar Þór Heimisson, GKG, er næstyngstur keppenda í karlaflokki en hann er 14 ára, fæddur 2008. Meðalforgjöfin í karlaflokknum er 0,4. Ar-
on Snær Júlíusson, GKG, og Rúnar Arnórsson, GK, eru með lægstu forgjöfina í karlaflokknum eða +4,1. Alls eru 46 leikmenn í karlaflokknum með 0 eða lægri forgjöf. Hæsta forgjöf mótsins er 5,2 í karlaflokknum.
Rósemi og yfirvegun reyndist Óttari vel á Íslandsmótinu í golfi árið 1962 í Eyjum
Í
slandsmótið í golfi 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur en fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmannaeyjavelli þegar völlurinn 9 holur. Á næstu dögum verða birtar ýmsar greinar um fyrri Íslandsmót í tilefni af 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári. Árið 1962 voru Vestmannaeyjar vettvangur Íslandsmótsins í golfi. Hér er texti um Íslandsmótið árið 1962 úr bókinni Golf á Íslandi sem Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir skrifuðu. Áður en einstaklingskeppnin hófst fór þar fram það sem kallað var „innanbæjarkeppni“ en þar var um að ræða keppni sex manna sveita frá stóru klúbbunum þremur, GR, GV og GA. Eftir þá keppni voru menn sannfærðir um að Akureyringar yrðu erfiðir viðfangs þegar á hólminn væri komið og til marks um það var haft að íslandsmeistarinn frá árinu áður, Gunnar Sólnes, afrekaði það að leika níu holur á pari, 36 höggum. Auk „innanbæjarkeppninnar“ fór fram bæjarkeppni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Fimmtán kylfingar voru í hvoru liði og fór svo að Reykjavik sigraði, fékk 8,5 vinninga á móti 6,5 vinningum Eyjamanna. Óttar Yngvason með Íslandsmeistarabikarinn, sem hann fékk í hendurnar í fyrsta sinn árið 1962 í Vestmannaeyjum. Myndin var tekin í maí 2022 á kynningarfundi GSÍ. Mynd/ seth@golf.is Þegar kom að sjálfu meistaramótinu voru sauðirnir greindir frá höfrunum. Þeir sem voru með 6 eða minna í forgjöf fengu keppnisrétt í meistaraflokki og voru þeir átján talsins. Öðrum keppendum var skipað í 1. og 2. flokk eftir ákveðnum reglum en alls voru keppendur í mótinu 47 talsins. Eftir fyrsta daginn hafði ungur Reykvíkingur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, náð forystunni og leikið mjög vel. Í öðru sæti var Árni Ingimarsson frá Akureyri sem var í miklu stuði á öðrum degi keppninnar og vann þá það afrek að leika níu fyrri holurnar á 34 höggum – höggi undir pari. Það gerði líka Eyjamaðurinn Lárus Ársælsson. Þegar síðasti hringurinn hófst var mikil spenna hlaupin í keppnina. Þrír efstu mennirnir voru saman í hóp, Árni og Reykvíkingarnir Óttar Yngvason og Jóhann Eyjólfsson. Fjöldi áhugasamra áhorfenda fylgdist með þeim og gengu sumir með allar holurnar. Lengi vel mátti ekki á milli sjá en óttar lék síðustu þrjár holurnar sem sannur meistari og tryggði sér þar með titilinn. Var yfirvegun hans og rósemi við brugðið og lét hann ekkert koma sér úr jafnvægi. Hann lék á samtals 307 höggum. Jóhann varð annar á 310 höggum og Pétur Björnsson skaut sér upp i þriðja sætið með feikigóðri spilamennsku síðasta daginn. Vestmannaeyingarnir Kristján Torfason og Óli Þórarinsson sigruðu í 1. flokki og Hafliði Guðmundsson bætti við i öldungameistarasafn sitt, sigraði bæði með og án forgjafar.
Ljósmynd/seth@golf.is
Óttar Yngvason með verðlaunagripinn á kynningarfundi GSÍ 2022.
bannað fullorðn um
Nýtt
Bragð
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
15 ára Evrópumeistari stefnir á að ná eins langt og hægt er í golfíþróttinni
Perla Sól skrifaði nýjan kafla í golfsö Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði með eftirminnilegum hætti á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi og lauk þann 25. júlí sl. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. Og aðeins í þriðja sinn sem íslenskur kylfingur fagnar Evrópumeistaratitli.
Evrópumeistari: Perla Sól Sigurbrandsdóttir með verðlaunagripinn í Finnlandi eftir sigurinn sem tryggði henni Evrópumeistaratitilinn 16 ára og yngri.
Á
þessu ári hefur Perla Sól tekið risastökk á heimslista áhugakylfinga og farið upp um rúmlega 1.300 sæti. Hún er í sæti nr. 295 og er efst íslenskra áhugakylfinga á heimslistanum. Perla Sól er fædd árið 2006 og verður 16 ára í september. Hún prófaði margar íþróttir áður en hún tók þá ákvörðun að byrja æfa golf – samhliða því að vera í fremstu röð hópfimleikastúlkna á landinu. „Ég þakka bróður mínum, Dagbjarti, að ég fékk áhugann og fór að mæta á golfæfingar hjá GR. Hann er fjórum árum eldri en ég og byrjaði að æfa ungur. Ég fékk áhugann í gegnum Dagbjart og ég var átta ára að verða níu þegar ég byrjaði,“ segir Perla Sól þegar viðtalið var tekið á heimavelli hennar, klúbbhúsinu í Korpu. „Ég prófaði margar íþróttir áður en ég fór í golfið. Ég var að æfa ballett þegar ég var fimm eða sex ára, og hafði mjög gaman af því. Í ballettskólanum var stelpa að æfa sem síðar átti eftir að verða besta vinkonan mín, Helga Signý Pálsdóttir, sem er að æfa með mér í golfhópnum hjá GR. Mér finnst flestar íþróttir skemmtilegar og ég var mikið í fótbolta, körfubolta með pabba, bróður mínum og krökkunum í hverfinu. Ég byrjaði æfa áhaldafimleika með Fjölni sex ára og fór í hópfimleika 10 ára. Í minningunni var erfitt að velja fimleika og hætta í balletnáminu. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Stutt að fara á golfvöllinn Eins og áður segir á Dagbjartur bróðir Perlu Sólar stóran þátt í því að hún fór að mæta á golfæfingar þar sem að Snorri Páll Ólafsson sem var á þeim tíma golfþjálfari hjá GR tók á móti Perlu Sól. „Við búum rétt við Korpúlfsstaðavöll og það var einfalt að rölta á æfingar. Tekur bara 2-3 mínútur að fara í Korpuna. Dagbjartur og vinir hans tóku vel á móti mér. Þeir leyfðu mér alltaf að vera með í vipp- og púttkeppnum. Mér fannst það mjög skemmtilegt og fljótlega fór ég að vinna þá, sérstaklega í vippkeppnunum. Um haustið fór ég í fyrsta sinn á Íslandsmót golfklúbba sem fram fór á Flúðum. Sú ferð var virkilega skemmtileg og áhuginn varð enn meiri. Vinkonur mínar úr fimleikunum og skólanum prófuðu nokkrar að mæta á æfingar með mér. Þeim fannst golfið ekki eins skemmtilegt og mér, og þær hættu allar. Ég kynntist því nýjum vinkonum hér í golfhópnum og það er góður liðsandi hjá okkur.“ Fimleikar og golf – góð blanda Það er áhugavert að systkinin hafi valið golfið þar sem að foreldrar þeirra, Rakel G. Magnúsdóttir og Sigurbrandur Dagbjartsson hafa aldrei stundað golf og eru enn ekki
Ljósmynd/Grétar Eiríksson.
Ljósmynd/seth@golf.is
Ljósmynd/seth@golf.is
Perla Sól horfir hér á eftir upphafshögginu á 7. teig á Vestmannaeyjavelli árið 2018 þá 11 ára gömul á sínu fyrsta Íslandsmóti í fullorðinsflokki.
Perla Sól horfir hér á eftir upphafshögginu á 10. teig á Selsvelli á Flúðum þegar hún var 8 ára og golfferilinn að byrja.
byrjuð að stunda golfíþróttina sjálf þrátt fyrir að vera mikið úti á golfvelli með börnunum sínum. Eins og áður segir er Perla Sól kraftmikil fimleikakona og hún segir að það séu margir kostir við að stunda báðar íþróttirnar. „Ég fæ styrk, úthald, liðleika, og einbeitingu í fimleikunum sem ég nýti í golfið. Ég æfi ekki fimleika yfir sumartímann en ég mæti vel yfir vetrartímann. Golfið er vissulega alltaf að taka meiri og meiri tíma. En ég ætla að hafa þetta svona eins lengi og ég hef gaman af þessu.“ Dagskráin hjá mér er þétt á hverjum degi yfir sumartímann í golfinu hjá Perlu Sól og hver stund er nýtt til þess að æfa og spila. „Ég æfi mikið en reyni að spila sem mest og fá leikæfingu samhliða. Ég er ekki týpan sem slær 1.000 bolta á æfingasvæðinu á hverjum degi. Ég reyni frekar að spila meira, stundum 36 holur á dag. Best finnst mér að fara mjög snemma á morgnana og ég er oft ein. Ég er ekki með tónlist í eyrunum að æfa eða spila golf, mér finnst gott að heyra í náttúrunni og líka hvernig hljóðið er í boltanum þegar ég hitti hann. Það skiptir máli. Ég og Dagbjartur förum mikið yfir hásumarið út á Korpu seint á kvöldin og leikum nokkrar holur. Það er gott að hafa völlinn í næsta nágrenni.“
ópumeistaramóti og standa við það? „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu – en ég var búin að segja við mitt fólk að ég ætlaði að vinna þetta mót. Það tókst og ég var bara efsta sæti eftir lokaholuna á lokahringnum. Ég var í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn og í öðru sæti fyrir lokahringinn, þremur höggum frá efsta sætinu. Sú sem var efst tapaði tveimur höggum á næst síðustu holunni og ég átti því eitt högg þegar ég kom á 18. teig. Þar sló ég með dræver af teig, um 220 metra, og átti um 115 metra eftir inn að flagginu á flötinni. Það eru hættur allt í kringum flötuna, vatn og glompur. Þaðan sló ég með 9-járni og var um fimm metra frá. Púttið var frekar erfitt og ég ætlaði bara að tryggja parið – koma boltanum nálægt holunni. Púttið fór of langt yfir holuna og ég átti um meter eftir til þess að tryggja sigurinn. Ég var frekar stressuð og mikið pressa undir púttinu. Þegar svona gerist þá reyni ég að anda út og inn, og róa mig aðeins niður. Þegar ég er í svona aðstöðu þá hugsa ég bara að þetta pútt skipti engu máli og það fari bara eins og það fer. Það var góð tilfinningin að sjá boltann fara ofan í holuna. Eftir mótið rigndi yfir mig skilaboðum og margir óskuðu mér til hamingju með árangurinn. Það er gaman að finna fyrir þessum stuðningi. Mamma var reyndar sú allra síð-
Stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum Perla Sól útskrifaðist úr grunnskóla sl. vor og fer í haust í framhaldsskóla. Hún ætlar að halda sig við golfíþróttina í náminu næstu misserin og jafnvel árin. „Í haust fer í í Borgarholtsskóla á afreksbraut í íþróttum, golftengt. Það verður spennandi að æfa með krökkum úr alls konar íþróttum – samhliða golfæfingum á golfafreksbrautinni. Ég stefni á að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Helst þar sem að það er heitt yfir vetrartímann, Flórída eða Kaliforníu. Það eru ýmsir valkostir hjá mér en þetta er allt á hugmyndastigi og ég er ekki búin að ræða formlega við einhverja skóla.“ Sögulegur sigur á EM í Finnlandi Perla Sól sigraði á Evrópumeistaramóti kylfinga 16 ára og yngri í lok júlí. Sögulegur sigur í íslensku golfi þar sem hún er fyrsta stúlkan sem nær slíkum árangri og í þriðja sinn sem Íslendingar fagna Evrópumeistaratitli í golfi – eins og lesa má á öðrum stað hér í þessu blaði. Í fyrra keppti Perla Sól á þessu móti og endaði þá í 7. sæti. Eftir það mót var hún staðráðinn í því að gera enn betur og sigra árið 2022. Hún stóð við þau orð sín en hvernig ákveður maður að sigra á Evr-
asta sem óskaði mér til hamingju – þar sem hún var uppi á fjöllum og ekkert net – eða símasamband þar,“ segir Perla Sól sem lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins þar sem að mótið fór fram. Hún lék samtals á 214 höggum (7272-70). Þrír keppendur voru jafnir á –1 samtals. Foreldrarnir tala aldrei um golf úti á golfvelli Jafnaðargeð er ágæt lýsing á Perlu Sól sem virðist sjaldan fara úr jafnvægi þegar illa gengur á golfvellinum. Móðir hennar segir að það komi örsjaldan fyrir að hún verði reið – en það standi aðeins yfir í smástund. Þrátt fyrir að Rakel og Sigurbrandur leiki ekki golf sjálf fer drjúgur tími hjá þeim að aðstoða börnin á golfmótum víðsvegar um landið. Sigurbrandur hlustar yfirleitt á hljóðbækur á meðan hann er að fylgjast með og Rakel talar um allt annað en golf við dóttur sína þegar hún er aðstoðarmaður Perlu Sólar á golfvellinum. „Mamma og pabbi tala aldrei um golf á meðan við erum úti á velli. Við tölum saman um allt annað. Hundurinn okkar, Moli, er vinsælt umræðuefni. Mamma er stundum að vinna við fara með hópa á fjöll. Ég fer stundum með henni og við ræðum oft hvaða fjöll eða fjall væri gaman að
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 MORGUNBLAÐIÐ 13
sögu Íslands Ljósmynd/Tristan Jones
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni sem fram fór í ágúst árið 2018. Rakel Magnúsdóttir, Dagbjartur, Perla Sól og Sigurbrandur Dagbjartsson. Á myndina vantar heimilishundinn, Mola.
Ljósmynd/Fimleikasambandið
Perla Sól hefur æft fimleika í mörg ár með Fjölni samhliða golfíþróttinni.
ganga á í framtíðinni. Við rifjum einnig upp eitthvað skemmtilegt sem við höfum verið að gera á síðustu vikum og komum auga á ýmislegt sem er í náttúrunni í kringum okkur. Fjöll, fugla og hvaðeina. Aðalmálið er að vera í núinu og njóta þess að spila.“ Markmiðið að gera mitt besta á Íslandsmótinu Perla Sól er að taka þátt í annað sinn á Íslandsmóti í Vestmannaeyjum en hún var aðeins 11 ára þegar hún
keppti á sínu fyrsta Íslandsmóti í fullorðinsflokki árið 2018 í Eyjum. Hún segir að það sé tilhlökkun að keppa í Eyjum og fjölskyldan ætli að njóta þess að vera saman með góðum vinum á meðan mótinu stendur. „Markmiðið mitt fyrir Íslandsmótið er að gera mitt allra besta og hafa gaman. Það eru allir þeir bestu í kvennaflokkum með á Íslandsmótinu í ár. Sú sem sigrar þarf að leika mjög vel. Ég ætla bara að halda mig við leikplanið, slá eitt gott högg, og síðan annað gott högg og þannig er þetta út hringinn. Ég set mér aldrei markmið um að leika á einhverju skori. Ég bý bara til gott leikplan og held mig við það.“ Á Íslandsmótinu 2022 mun Perla Sól keppa við helstu fyrirmyndir sínar í íslensku kvennagolfinu, konur sem hafa rutt brautina og sett ný viðmið fyrir þá sem yngri eru í atvinnuog háskólagolfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru þar á meðal. „Þær hafa allar náð frábærum árangri og ég stefni á að feta svipaða leið og þær. Fara í háskóla og reyna að komast eins langt og hægt er í golfinu. Ég veit að ég á alveg möguleika á ná langt ef ég legg mig fram og held áfram að æfa vel,“ segir Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Ómar sá fyrsti til að fagna Evrópumeistaratitli
Valdís, Ólafía, Axel og Birgir sigruðu á EM 2018 Ísland hefur þrívegis sigrað á Evrópumótum í golfi. Fyrst árið 1997 þegar Ómar Halldórsson varð Evrópumeistari 18 ára og yngri og nú síðast þegar Perla Sól Sigurbrandsóttir sigraði á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri. Árið 2018 eignaðist Ísland Evrópumeistaralið í blandaðri liðakeppni og er það í fyrsta sinn sem Ísland sigrar á því móti.
Ó
lafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson fögnuðu sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni sem fram fór í ágúst árið
2018. Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi og er hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fór á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Ólafía Þórunn og Axel voru saman í liði og Birgir Leifur og Valdís Þóra léku saman. Þau skiptust á að slá upphafshöggin á hverri holu og léku síðan einum bolta út holuna. Samanlagt skor beggja liða taldi í liðakeppninni. Ísland lék á -3 samtals og en Bretland 2, var í öðru sæti, höggi á eftir.
Keppnisdagurinn var eftirminnilegur hjá íslensku kylfingunum. Birgir Leifur og Valdís hófu leik aðeins á undan liðsfélögum sínum. Það gekk á ýmsu á hringnum hjá Birgi og Valdísi – en frábær lokakafli kom Íslandi í vænlega stöðu. Valdís Þóra setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 18. holu úr erfiðri stöðu – eitt af höggum mótsins án efa. Ólafía og Axel byrjuðu með miklum látum og fengu fjóra fugla í röð á fyrri níu holunum. Þau léku af öryggi á síðari níu holunum og tryggðu sigur Íslands með pari á lokaholunni. Sannarlega stórkostlegur árangur hjá íslensku kylfingunum. Í desember sama ár fengu Ólafía Þórunn, Axel, Valdís Þóra og Birgir Leifur viðurkenningu hjá Samtökum íþróttafréttamanna sem lið ársins 2018.
GRÍPTU MEÐ ÞÉR Á VÖLLINN!
Ómar Halldórsson frá Akureyri varð Evrópumeistari 18 ára og yngri árið 1997 – fyrstur íslenskra kylfinga.
Ó
mar sigraði á Roveri-vellinum á Ítalíu eftir bráðabana gegn Reale Stefano. Þeir léku báðir hringina þrjá á 219 höggum. Með sigrinum vann Ómar sér inn sæti í Ryder-unglingaliði Evrópu sem lék gegn bandaríska unglingaliðinu á Valderama-vellinum á Spáni haustið 1997. Mótið fór fram nokkrum dögum áður en keppt var í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn á meginlandi Evrópu á sama velli árið 1997. Í viðtali, sem Edwin Roald tók við Ómar fyrir Morgunblaðið, sagði Ómar að það hefði verið stórkostlegt að sjá boltann detta ofan í holuna í púttinu sem tryggði honum EM-titilinn. „Aðalmarkmiðið hjá mér var að tryggja mig inn í Ryder-unglingaliðið. Ég var búinn að því með því að komast í bráðabanann. Um leið og framkvæmdastjóri evrópska golfsambandsins sagði við mig: „Sjáumst á Spáni“ var hálfur sigur unninn. Síðan var formsatriði að klára þetta. Ég var aldrei tauga-
Ljósmynd/GSÍ
Ómar Evrópumeistari 18 ára og yngri.
óstyrkur og hélt bara áfram að spila mitt golf, sem var aðalástæða þess að ég vann. Það tók mig um tvo klukkutíma að átta mig á því að ég hefði orðið Evrópumeistari. Við vorum að flýta okkur að ná flugi. Ég hljóp beint upp í golfskála eftir verðlaunaafhendinguna, þaðan fórum við beint út á flugvöll og upp í vélina. Það gafst því lítill tími til að hugsa um sigurinn, en hann var mjög sætur,“ sagði Ómar m.a. í viðtalinu.
FERSKUR ANDVARI
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Keppt um Björgvinsskálina í annað sinn Á Íslandsmótinu í golfi 2021 sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri var keppt í fyrsta sinn um Björgvinsskálina sem er veitt þeim áhugamanni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi ár hvert. Aron Snær Júlíusson, GKG, Íslandsmeistari í karlaflokki 2021, var sá fyrsti sem fékk afhenta Björgvinsskálina eftir Íslandsmótið í fyrra.
S
kálin er veitt til heiðurs Björgvini Þorsteinssyni en árið 2021 voru liðin 50 ár frá því að Björgvin varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í golfi. Björgvin varð síðar sexfaldur Íslandsmeistari og er næstsigursælasti kylfingur Íslandsmótsins í karlaflokki. Verðlaunagripinn hafði Björgvin Þorsteinsson ánafnað GSÍ en um er að ræða verðlaun sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1971. Eins og áður segir er Björgvin sexfaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og hann sigraði síðan fimm ár í röð á tímabilinu 1973-1977. Aðeins Birgir Leifur Hafþórsson hefur sigrað oftast í karlaflokki eða 7 sinnum en Birgir Leifur landaði sjöunda titlinum á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2016. Úlfar Jónsson er einnig með sex Íslandsmeistaratitla líkt og Björgvin. Björgvin, sem var fæddur árið 1953, lést 14. október 2021. Hann var á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2021 eftir tveggja ára hlé. Hann tók þátt á 56 Íslandsmótum, þar af 55 sinnum í röð, sem er met sem verður seint slegið.
Ljósmynd/seth@golf.is
Ljósmynd/seth@golf.is
Björgvin Þorsteinsson á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018.
Aron Snær Júlíusson með Björgvinsskálina.
GKG Íslandsmeistari golfklúbba í áttunda sinn Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Aron Snær Júlíusson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Forskot afrekssjóður úthlutar styrkjum til fimm atvinnukylfinga Fyrr á þessu ári lauk úthlutun úr Forskoti afrekssjóði kylfinga vegna ársins 2022 en þetta er jafnframt ellefta árið í röð þar sem úthlutað er úr sjóðnum til íslenskra afrekskylfinga.
F
imm leikmenn fá úthlutað úr sjóðnum á árinu 2022 en þeir eru í stafrófsröð:
Axel Bóasson, GK Aron Snær Júlíusson, GKG Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Haraldur Franklín Magnús, GR. Að sjóðnum standa fyrirtækin Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið auk Golfsambands Íslands. Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður árið 2012 hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til styrkþega um ráðstöfun styrkja og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir öll verkefni auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við
hvern afrekskylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar og sjóðsins. Þeir kylfingar sem fá úthlutað eiga það sameiginlegt að vera sterkar fyrirmyndir og afreksfólk í fremstu röð. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er mikilvægur þáttur í því að hvetja börn og unglinga til að sinna íþróttum og þannig stuðla að forvörnum og lýðheilsu. Fyrirtækin sem koma að sjóðnum eru virkilega ánægð hvernig íslenskt afreksgolf hefur þróast í stöðugri framför frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá atvinnukylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð í íþróttinni og eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku. Einn fulltrúi frá hverju fyrirtæki sem aðild eiga að Forskoti situr í stjórn sjóðsins en auk þess hefur stjórn sjóðsins sér til ráðgjafar fagteymi sem leggur fram tillögur um úthlutanir úr sjóðnum á ári hverju. Stjórn Forskots óskar öllum afrekskylfingum góðs gengis á árinu 2022.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild karla. Úrslitin réðust á Hlíðavelli 23. júlí sl. þar sem GKG og Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, léku til úrslita. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM, varð í þriðja sæti og GA, Golfklúbbur Akureyrar, í fjórða sæti. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil golfklúbba árið 1961 og var mótið í ár það 62. í röðinni. Þetta er í 8. sinn sem GKG vinnur Íslandsmót golfklúbba í 1. deild en GKG hefur á síðustu sex árum unnið titilinn fjórum sinnum. GKG sigraði GR 3-2 í úrslitaleiknum þar sem úrslitin réðust í lokaviðureigninni. GM sigraði GA 3-2. Mikil spenna var í baráttunni um fall í 2. deild en GKB endaði í 8. sæti og leikur í 2. deild á næsta ári. Lokastaðan í 1. deild karla 1. GKG, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 2. GR, Golfklúbbur Reykjavíkur. 3. GM, Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 4. GA, Golfklúbbur Akureyrar. 5. GOS, Golfklúbbur Selfoss. 6. GS, Golfklúbbur Suðurnesja. 7. GV, Golfklúbbur Vestmannaeyja. 8. GKB, Golfklúbbur Kiðjabergs.
Ljósmynd/seth@golf.is
Íslandsmeistaralið GKG 2022 í 1. deild karla.
Fjöldi titla Golfklúbbur Reykjavíkur (25) Golfklúbburinn Keilir (15) Golfklúbbur Akureyrar (8) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (8) Golfklúbbur Suðurnesja (3) Golfklúbburinn Kjölur (2) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari í fjórða sinn Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM, er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem GM fagnar þessum titli. Golfklúbbur Reykjavíkur varð í öðru sæti, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, í því þriðja og Golfklúbburinn Keilir varð í fjórða sæti. Úrslitin réðust 25. júlí sl. á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM en einnig var leikið á Korpúlfsstaðavelli hjá GR Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil golfklúbba árið 1982 og er mótið í ár það 41. í röðinni. GM sigraði GR í úrslitaleiknum 3,5 – 1,5. GKG sigraði GK 3-2. Lokastaðan í 1. deild kvenna 2022. 1. GM, Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 2. GR, Golfklúbbur Reykjavíkur. 3. GKG, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. GK, Golfklúbburinn Keilir, GK. 5. NK, Nesklúbburinn. 6. GSS, Golfklúbbur Skagafjarðar. 7. GO, Golfklúbburinn Oddur.
Ljósmynd/seth@golf.is
Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2022.
Fjöldi titla Golfklúbbur Reykjavíkur (22) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbburinn Kjölur / Golfklúbbur Mosfellsbæjar (4) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)
KOMDU OG ÆFÐU SVEIFLUNA Í BÁSUM
Nýtt hágæða gervigras sem bætir aðstöðuna til muna. Trackman og mörg æfingasvæði um allan heim, bæði innanog utandyra notast við þetta tiltekna gervigras. Það líkist brautargrasi og stuðlar þannig að því kylfingar fái sem mest út úr æfingunni. Undirlagið er mjúkt og til þess gert að lágmarka hættu á meiðslum,álagsmeiðslum og þreytu.
OPNUNARTÍMI Sunndaga - fimmtudaga, kl. 06:00-22:00 síðustu boltar seldir kl. 21:30
Föstudaga - laugardaga, kl. 06:00-19:00 síðustu boltar seldir kl.18:30
www.basar.is Sími: 585 0212
Básar golfæfingasvæði
basargolf
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Sonurinn í vagninum vekur mikla athygli Skarphéðinn Örn Sindrason er líklega yngsti Íslendingurinn sem hefur heimsótt og upplifað 15 mismunandi golfvelli með foreldrum sínum.
Sindri Snær, Katrín Arna og Skarphéðinn Örn.
U
ngi drengurinn er aðeins rétt rúmlega eins árs en hann fæddist í lok apríl á síðasta ári. Foreldrar hans, Katrín Arna Kjartansdóttir og Sindri Snær Skarphéðinsson, hafa nýtt tímann vel til þess að sameina útivist, samveru og golfíþróttina á undanförnum mánuðum. „Golf er frábær fjölskylduíþrótt og góð samverustund og við mælum með því að fólk nýti göngutúrinn með barnavagninn í að slá nokkra golfbolta í leiðinni,“ segir Katrín Arna sem er 27 ára og er frá Selfossi. Hún er í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands. Hún þjálfar knattspyrnu hjá ÍR en hafði lítið stundað golf þar til hún kynntist Sindra Snæ. „Við Sindri Snær kynntumst í byrjun ársins 2017. Hann var ekki lengi að fá mig í golfið með sér. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og mér fannst þetta spennandi. Ég snerti golfkylfu í fyrsta sinn á ævinni árið 2017 og ég er á mínu fjórða ári sem félagsmaður í golfklúbbi og forgjöfin er 22. Sindri Snær er 28 ára og ólst upp í Kópavogi. Hann lauk nýverið meistaranámi í stjórnun og stefnumótun og starfar í Bláa lóninu. „Ég byrjaði ungur í golfi og hef leikið golf í um 20 ár. Ég starfaði um 13 ára skeið hjá GKG. Fyrsta verkefnið var að raka glompur og síðan fékk ég veigameiri verkefni sem vallarstarfsmaður. Á árunum 2016-2020 starfaði ég sem rekstrarstjóri í verslun og móttöku golfherma hjá GKG. Golfíþróttin hefur því verið stór hluti af mínu lífi,“ segir Sindri Snær sem er með 5 í forgjöf. Katrín Arna og Sindri Snær eru félagsmenn í tveimur golfklúbbum, Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar, GKG, og Golfklúbbi Öndverðarness, GÖ. „Við reynum að spila eins mikið og við getum. Við búum í Urriðaholti og Leirdalurinn er okkar heimavöllur – en við erum með afnot að sumarbústað í Öndverðarnesi sem við nýtum okkur töluvert. Ég átti oftar frumkvæðið að því að fara golf saman en eftir að Katrín Arna fékk meiri áhuga á þessari frábæru íþrótt þá hefur hún oftar tekið frumkvæðið í því að skipuleggja golfið okkar saman,“ segir Sindri Snær. En hvernig kom það til að fara með soninn í göngutúr samhliða golfinu? „Við vorum bæði í fæðingarorlofi sumarið 2021. Það þarf að viðra drenginn og fara í
Skarphéðinn Örn kann vel við sig á golfvellinum.
þegar honum hentaði. „Hann var á brjósti sumarið 2021 og þá var ekkert annað að gera en að tylla okkur á bekk við teig og gefa honum að drekka. Það hentaði vel fyrir okkur að spila snemma á virkum dögum þegar minni umferð er á golfvöllunum. Það kom stundum fyrir að við hleyptum kylfingum fram úr þegar okkar maður var að næra sig.“ Áskorun að finna rástíma á réttum tíma
göngutúra. Okkur fannst tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi, fara í göngutúr á golfvellinum og spila golf samhliða. Það var líka meðvituð ákvörðun hjá okkur þegar við vissum að von væri á drengnum í heiminn að við ætluðum að finna leiðir til þess að halda áfram að stunda okkar áhugamál,“ segir Katrín Arna. Fyrstu holurnar á Svarfhólsvelli Fyrsti golfhringurinn með soninn var á heimavelli Katrínar Önnu, á Svarfhólsvelli á Selfossi. „Skarphéðinn Örn var aðeins þriggja vikna og þetta gekk eins og í sögu – hann steinsvaf allar 9 holurnar. Það kom fljótlega í ljós að Skarphéðni Erni líður hvergi betur en á golfvellinum þar sem hann sefur mjög vel og honum leiðist ekki að fylgjast með foreldrunum
hvort sem höggin eru góð eða slæm,“ segir Katrín Arna. Sindri Snær segir að flestir kylfingar sem þau mæti á vellinum séu frekar undrandi og þyki það mjög merkilegt að sjá þau spila saman golf með barnið í vagninum. „Það líta margir nokkrum sinnum upp til að átta sig á þesssu, margir hrósa okkur og sumir hafa viljað taka mynd. Fyrir okkur er þetta bara sjálfsagður hlutur. Og miklu minna mál en við gerðum okkur grein fyrir. Okkar upplifun er mjög góð og við ætlum að halda áfram að fara með hann í golf – svo lengi sem hann hefur þolinmæði til,“ segir Sindri Snær. Katrín Arna segir að helsta áskorunin hafi verið að Skarphéðinn Örn vildi fá næringu
„Við reynum að finna rástíma þar sem hann er sofandi í um 2 klukkutíma á hringnum. Hann vakir þá fyrstu holurnar en sofnar síðan á 3.-4. holu. Hann vaknar oftast þegar nokkrar holur eru eftir af hringnum og fylgist þá spenntur með lokaholunum hjá okkur,“ segir Sindri Snær og bætir því við að það sé ekkert mál að ýta barnavagninum á golfvellinum. „Þetta er mjög svipað og vera með golfkerru og golfsett. Það er vissulega erfitt að vera ekki alltaf á braut eða á bröttum malarstígum. Skarphéðinn Örn er oftast mjög rólegur á golfhringnum þegar hann er vakandi. Hann borðar nestið sitt og fylgist grannt með öðrum kylfingum. „Ef það er bið á vellinum leyfum við honum að teygja úr sér og leika sér á teignum. Hann fylgist vel með okkur á vellinum þegar hann er ekki sofandi. Hann á lítið plastgolfsett og leggur alltaf boltann á jörðina líkt og hann sé að tía upp. Svo sveiflar hann kylfunni og ef hann hittir ekki heyrist lítið „ohh“ – það er spurning hvort hann hafi lært það af mömmu sinni eða pabba sínum. Hann hvetur okkur líka úti á velli með því að klappa og þá segir hann einnig „ohh“ með okkur þegar höggið er ekki nógu gott,“ segir Katrín Arna Kjartansdóttir.
Bættu leikhraðann – góð ráð til kylfinga 1. Leiktu ávallt á þeim hraða líkt og þú hafir aðeins þrjá tíma til þess að klára hringinn áður en það verður dimmt – óháð því á hvaða tíma dags þú ert úti á velli.
golfútbúnaðinn á þann stað þar sem þú gengur út af flötinni á næsta teig. Það sparar mikinn tíma að þurfa ekki að ganga til baka og ná í golfútbúnaðinn á „röngum“ stað við flötina.
Frá Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði.
2. Taktu hlífina af þeirri kylfu sem þú notar oftast, t.d. drævernum, og settu hana í golfpokann. Það fer ótrúlega mikill tími í að taka hlífina af og setja hana aftur á kylfuna.
13. Sláðu höggið þitt áður en þú ferð að aðstoða aðra í ráshópnum við að leita að týndum bolta. Það gerist ótrúlega oft að boltinn finnst á meðan þú ert að slá höggið.
3. Leiktu á teigum sem eru framar en þú ert vanur/vön að leika á, það er mjög skemmtileg tilbreyting og gerir leikinn enn skemmtilegri.
14. Ef tveir leikmenn eru í sömu glompunni á svipuðum stað ætti sá sem slær fyrstur að ganga beint að sínum bolta og hefja undirbúning fyrir púttið. Sá sem slær á eftir úr glompunni rakar þá glompuna fyrir báða aðila. Sá sem sló fyrstur er þá klár í að pútta.
4. Líttu oft á klukkuna og fylgstu vel með tímanum. Það skiptir máli að vita hvort þú hafir dregist aftur úr og þá þarftu að bæta það upp á næstu holum. 5. Sá sem er tilbúinn slær næsta högg. Það tekur of langan tíma að bíða eftir þeim sem er lengst frá holu. Sá sem er tilbúinn lætur bara vita af því og slær boltann á meðan hinir undirbúa sig fyrir höggið. 6. Ef einhver er hægur í ráshópnum, ekki fara á hans hraða, haltu þínu striki og reyndu að fá þann hæga til þess að aðlaga sig að meiri hraða. 7. Merktu bara boltann þegar hann er nálægt holunni. Ef púttið fer nálægt holunni reyndu þá að klára í stað þess að merkja boltann ef þú getur.
Ljósmynd/seth@golf.is
8. Sá sem kemur fyrstur að teig á par 3 holu ætti að gefa öðrum upplýsingar um lengd að flaggi ef hann er með slíkan útbúnað. Það er óþarfi að allir séu að mæla sömu vegalengdina. 9. Vertu búinn að undirbúa höggið eins mikið og hægt er á meðan þú gengur að boltanum. Það er hægt að sjá hvaðan vindurinn blæs, stefnu og hvernig högg er best að slá á þeim tíma. Það styttir undirbúninginn þegar að boltanum er komið.
10. Reyndu að forðast það að stika vegalengdir, það er ótrúlegt hversu nákvæmur heilinn er í því að meta vegalengdir. Æfingin skapar meistarann á þessu sviði. 11. Á meðan þú ert að bíða eftir því að aðrir slái, taktu þá eins margar æfingasveiflur og þú vilt. Þegar röðin kemur að þér þarftu bara eina æfingasveiflu áður en þú slærð höggið. 12. Þegar þú kemur að flötinni skaltu setja
15. Það er í lagi að hafa flaggið í holunni þegar maður púttar. Það er hægt að spara mikinn tíma með því að pútta með flaggið í. 16. Geymdu golfsögurnar sem þú heldur að allir vilji heyra þangað til komið er inn í golfskálann eftir hringinn. Það þorir enginn að slá eða undirbúa höggið á meðan þú ert í miðri sögu. Geymdu það besta þar til hringurinn er búinn. 17. Í flestum tilvikum hefur þú leikið völlinn áður og það ætti fátt að koma þér á óvart, t.d. í kylfuvali á teig. Það sparar tíma að vera klár með þá kylfu sem hentar t.d. í næsta teighögg.
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 MORGUNBLAÐIÐ 17
Mikill vöxtur í keppnisgolfi hjá kylfingum 50 ára og eldri Mikill vöxtur hefur verið í keppnisgolfi hjá kylfingum 50 ára og eldri á undanförnum misserum. Íslandsmót eldri kylfinga, sem Golfsamband Íslands stendur að, nýtur mikilla vinsælda. Í fyrra komust færri að en vildu í mótið þegar það fór fram í Vestmannaeyjum.
Í
slandsmót eldri kylfinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 14.-16. júlí við fínar aðstæður á góðum keppnisvelli. Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá konum og körlum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Keppendur voru alls 145 og komu þeir frá 23 mismunandi klúbbum víðs vegar af landinu. Íslandsmeistarar í þessum fjórum flokkum voru krýndir á glæsilegu lokahófi mótsins, laugardagskvöldið 16. júlí. Fimm klúbbar sendu keppendur í öllum flokkum í kvenna- og karlaflokki. Þeir eru GR, GK, GKG, GM og NK. Flestir keppendur komu úr GR eða 41 alls, 22 úr GK, og 20 úr GKG. Níu klúbbar voru með einn keppenda, þrír voru með 2 keppendur, fimm klúbbar voru með þrjá
Ljósmynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Sæmundur Pálsson, María Málfríður Guðnadóttir, Þyrí Valdimarsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Jón Karlsson, Þórdís Geirsdóttir, Elísabet Sæmundsdóttir, Helgi Anton Eiríksson, Ólafur Hreinn Jóhannesson og Hörður Sigurðsson.
keppendur og sex klúbbar sendu 10 keppendur eða fleiri. Flestir keppendur voru í karlaflokki 50 ára og eldri – 75 alls. Í þeim flokki voru keppendur frá 19 klúbbum. Í kvennaflokki 50 ára og eldri voru 36 keppendur og komu þær frá 7 klúbbum. Í karlaflokki 65 ára og eldri voru 26 keppendur og komu þeir frá 11 klúbbum. Í kvennaflokki 65 ára og eldri voru 8 keppendur frá 5 klúbbum. Meðalforgjöf karla í 50 ára og eldri flokknum var 6,7. Í kvennaflokki 50 ára og eldri var meðalforgjöf keppenda 12,6.
Pamela Ósk Hjaltadóttir, Saga Traustadóttir og Hafdís Alda Jóhannsdóttir.
Sigurður Aðalsteinsson, GSE, sigraði í flokki 65 ára og eldri. Keppendur í þessum flokki léku þrjá keppnishringi af gulum teigum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður fagnar sigri í þessum flokki á Íslandsmóti +65. Keppnin var afar spennandi, þar sem Hörður Sigurðsson, GR, var aðeins einu höggi á eftir Sigurði. Sæmundur Pálsson, GR, var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu. 1. Sigurður Aðalsteinsson, GSE, 237 högg (+24) (80-81-76). 2. Hörður Sigurðsson, GR, 238 högg (+25) (82-79-77).
3. Sæmundur Pálsson, GR, 239 högg (+26) (84-78-77) Jón Karlsson, GR, sigraði í flokki 50 ára og eldri 2022. Keppendur í þessum flokki léku þrjá keppnishringi af gulum teigum. Jón lék hringina þrjá á 220 höggum eða 7 höggum yfir pari vallarins samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón fagnar sigri í þessum flokki á Íslandsmóti +50 ára. Keppnin var spennandi þar sem Helgi Anton Eiríksson, GE, og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE, voru jafnir í 2.-3. sæti, aðeins fjórum höggum frá efsta sætinu. Helgi
Anton hefur tvívegis fagnað sigri á Íslandsmóti +50 ára. 1. Jón Karlsson, GR, 220 högg (+7) (72-76-72). 2. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GR, 224 högg (+11) (77-75-72). 3. Helgi Anton Eiríksson, GE, 22 högg (+11) (76-73-75). Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, sigraði í flokki 65 ára og eldri. Keppendur í þessum flokki léku þrjá keppnishringi af rauðum teigum. Elísabet lék hringina þrjá á 257 höggum og sigraði með töluverðum yfirburðum. Ágústa Dúa Jónsdóttir úr Nesklúbbum varð önnur á 270 höggum og Þyrí Valdimarsdóttir úr Nesklúbbnum varð þriðja á 280 höggum. Þetta er í fyrsta sinn sem Elísabet fagnar sigri í þessum flokki á Íslandsmóti +65 ára. 1. Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, 257 högg (+44) (89-84-84). 2. Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK, 270 högg (+57) (89-90-91). 3. Þyrí Valdimarsdóttir, NK, 280 högg (+67) (96-86-98). Þórdís Geirsdóttir sigraði í flokki +50 ára. Sigur Þórdísar var mjög öruggur en þetta var áttundi sigur hennar á Íslandsmóti +50 ára í röð. Keppendur í þessum flokki léku þrjá keppnishringi af bláum teigum. Þórdís lék á 228 höggum eða +15, Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, varð önnur á 254 höggum og María Málfríður Guðnadóttir, GKG, varð þriðja á 255 höggum. 1. Þórdís Geirsdóttir, GK, 228 högg (+15) (76-75-77). 2. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, 254 högg (+41) (82-88-84). 3. María Málfr. Guðnadóttir, GK, 255 högg (+42) (89-81-85).
Kristófer Orri Þórðarson, Sigurður Bjarki Blumenstein og Kristján Þór Einarsson.
Saga og Sigurður Bjarki Íslandsmeistarar í holukeppni S
aga Traustadóttir, GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, fögnuðu Íslandsmeistaratitlum í holukeppni í júní 2022. Mótið, sem var það 35. í röðinni, fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Keppt hefur verið um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla- og kvennaflokki samfellt frá árinu 1988. Þetta er í annað sinn sem Saga fagnar þessum titli en þetta er fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍmótaröðinni. Saga lék til úrslita gegn hinni 14 ára gömlu Pamelu Ósk Hjaltadóttur úr GM. Pamela kom verulega á óvart í þessu móti og vann til sinna fyrstu verðlauna í fullorðinsflokki á stigamótaröð GSÍ. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK varð þriðja eftir að hafa sigrað Árnýju Eik Dagsdóttur, GR, í leiknum um þriðja sætið. Sigurður Bjarki og Kristófer Orri Þórðarson, GKG, léku til úrslita í karlaflokknum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir leika til úrslita á þessu Íslandsmóti. Kristján Þór Einarsson, GM, varð þriðji en hann sigraði Aron Emil Gunnarsson, GOS, í leiknum um þriðja sætið. Nánar um Íslandsmótið í holukeppni á golf.is.
Ljósmynd/seth@golf.is
Jón Gunnar Traustason, GKG, og Frans Páll Sigurðsson, GR.
Þaulreyndir með draumahögg á Jaðarsvelli Þ Ljósmyndir/seth@golf.is
Saga Traustadóttir og Sigurður Bjarki Blumenstein.
að gerist ekki oft að kylfingar slái draumahöggið og fari holu í höggi á mótaröðum GSÍ. Á Íslandsmóti eldri kylfinga á Jaðarsvelli á Akureyri slógu þeir Jón Gunnar Traustason, GKG, og Frans Páll Sigurðsson, GR, báðir draumahöggið í annað sinn á ferlinum. Jón Gunnar var með miðið á hreinu á æfingahring á 11. braut Jaðarsvallar, degi fyrir fyrsta keppnisdaginn. Jón Gunnar hefur tvívegis farið holu
í höggi á löngum keppnisferli og í bæði skiptin á Jaðarsvelli. Hann hefur einnig farið holu í höggi á 18. braut Jaðarsvallar. Frans Páll afrekaði að fara holu í höggi á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins, á 18. braut Jaðarsvallar. Það var einnig í annað sinn á löngum keppnisferli sem Frans Páll nær að setja boltann í holuna eftir upphafshögg. Hann á einnig slíkar minningar frá 6. braut á Húsatóftavelli í Grindavík.
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Golf HRINGURINN
fær nýja merkingu í sumar
1.
65 golfvellir um land allt Gleðilegt golfsumar!
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Nesklúbburinn Golfklúbbur Reykjavíkur
2.
Golfklúbbur Álftaness
80
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Setberg
27
Golfklúbburinn Oddur
40
Golfklúbburinn Keilir
34
39
33
29
26.
Golfklúbbur Vopnafjarðar
27.
Golfklúbburinn Gljúfri
28.
Golfklúbbur Mývatnssveitar
29.
Golfklúbbur Húsavíkur
30. Golfklúbburinn Lundur
3.
Golfklúbbur Vatnleysustrandar
4.
Golfklúbbur Suðurnesja
5.
Golfklúbbur Sandgerðis
6.
Golfklúbbur Grindavíkur
7.
Golfklúbbur Þorlákshafnar
8.
Golfklúbbur Hveragerðis
35.
9.
Golfklúbbur Selfoss
36.
Golfklúbbur Skagastrandar
10.
Golfklúbbur Öndverðaness
37.
Golfklúbburinn Ós
11.
Golfklúbburinn Kiðjaberg
12.
Golfklúbburinn Dalbúi
13.
Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbburinn Tuddi
14.
Golfklúbburinn Geysir
15.
Golfklúbburinn Flúðir
41
36
42
38
Golfklúbbur Hellu
17.
Golfklúbburinn Þverá
18.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
19.
Golfklúbburinn Vík
35
31
37
43
30
26 28
44 46
24 21
45
Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbburinn Hamar
33.
Golfklúbbur Fjallabyggða
22
23
Golfklúbbur Sauðárkróks
38.
Golfklúbbur Hólmavíkur
39.
Golfklúbbur Bolungarvíkur
40. Golfklúbbur Ísafjarðar
47
20. Golfklúbbur Hornafjarðar
31. 32.
34. Golfklúbbur Siglufjarðar
25
48 51
Golfklúbbur Ásatúns 16.
32
52 5
4 3 6
50
49
41.
Golfklúbburinn Gláma
42.
Golfklúbbur Bíldudals
43. Golfklúbbur Patreksfjarðar 44. Golfklúbburinn Mostri
53
2
1
12 8 10 9 7
13
11
14
20
15
45.
Golfklúbburinn Vestarr
46. Golfklúbburinn Jökull 47.
Golfklúbburinn Staðarsveitar
48. Golfklúbburinn Glanni
16
49.
Golfklúbbur Húsafells
50. Golfklúbburin Skrifla
21.
Golfklúbbur Fjarðarbyggðar
22.
Golfklúbbur Byggðarholts
51.
Golfklúbbur Borganess
23.
Golfklúbbur Norðfjarðar
52.
Golfklúbburinn Leynir
24.
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
53.
Golfklúbbur Brautarholts
25.
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
17
18
19
Golfklúbburinn Esja @golf.is
Golf.is - GSÍ
#golfhringurinn
#golficeland
Hvað þarf ég til að byrja í golfi? Kylfur og útbúnaður Rétt val á kylfum hefur góð áhrif á útkomuna hjá kylfingum og þá sérstaklega hjá byrjendum. Ekki er nauðsynlegt að byrja með fullkominn útbúnað hvað varðar fjölda kylfa og slíkt. Golfkylfur hafa þróast gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er alls ekki mælt með því að byrja með „fornar“ blaðkylfur með leðurgripum frá frænda þínum sem hann ætlaði að henda á haugana. Það er leyfilegt að vera með 14 kylfur í pokanum en byrjendur komast af með 3-4 kylfur til að byrja með. Margir sérfræðingar mæla með 6járni, 8-járni og fleygjárni (PW) ásamt pútter í upphafi. Næst væri hægt að bæta við blendingskylfu (hybrid) sem er 18-21 gráður. Hvað eru gráður? Allar golfkylfur eru með mismunandi gráður á höggfletinum. Hærri tala í gráðum þýðir að boltinn flýgur hærra. Því hærri sem talan er, því vinalegri er kylfan fyrir byrjendur. Ef þú ert að byrja í golfi og ætlar að kaupa þér dræver, prófaðu að slá með dræver með 10 gráðu halla á höggfletinum eða meira. 3-tréð ætti að vera 17 gráður en ekki 15 gráður og þannig fikrar þú þig áfram í kylfuvalinu. Nýttu þér tæknina sem er í boði en margar kylfur eru hannaðar fyrir byrjendur. Sem dæmi má nefna að kylfur með þykkum botni virka betur fyrir þá sem eru að byrja í golfi en þunnar kylfur eru hannaðar fyrir kylfinga sem eru lengra á veg komnir. Golfboltar Það er ekki nauðsynlegt að byrja golfferilinn með dýrustu boltunum. Reglan er einföld. Ef þú týnir mörgum boltum á hring notaðu þá ódýra bolta. Mestu máli skiptir að boltinn henti sveifluhraða þínum. Atvinnukylfingar slá fastar í boltann en þú og boltinn sem þeir kjósa er harður. Það eru til margar tegundir af boltum og þeir eru mismunandi mjúkir. Fyrir byrjendur er gott að nota mjúka bolta og þegar sveiflan verður hraðari er hægt að fikra sig áfram á þessu sviði. Skór og fatnaður Það er ekki nauðsynlegt að vera í sérstökum golffatnaði til þess að byrja með. Íþróttaskór duga vel í byrjun og hefðbundinn útivistarfatnaður sem er þægilegur þegar allra veðra er von. Golffatnaður er hannaður til þess að kylfingum líði vel þegar þeir eru að slá og hreyfa sig úti á golfvellinum.
Ljósmynd/seth@golf.is
Það gengur á ýmsu í golfíþróttinni og allskonar áskoranir koma upp á hverjum einasta golfhring.
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 MORGUNBLAÐIÐ 19
Hlynur Geir með góð ráð fyrir þá sem vilja koma börnum af stað í golfinu
Fjölbreytni og skemmtun Golf er frábær fjölskylduíþrótt, þar sem margir ættliðir geta leikið sér saman í skemmtilegri útiveru. Það er mikilvægt að börnum líði vel þegar þau kynnast golfinu og til eru ýmsar leiðir í því sambandi.
G
olf.is á Íslandi fékk Hlyn Geir Hjartarson, PGAgolfkennara og framkvæmdastjóra Golfklúbbs Selfoss, til þess að skrifa nokkra „mola“ sem snúa að því hvað sé best að gera til þess að koma börnum af stað í golfíþróttinni. „Mikilvægast af öllu er að halda krökkunum við efnið og að þau langi að vera áfram í golfinu. Félagsskapurinn þarf að vera góður á æfingum og það þarf að myndast vinaleg stemmning á æfingasvæðinu. Vinir eða félagar sem æfa saman eru líklegri til þess að halda áfram en þeir sem hafa ekki slíkt stuðningsnet í kringum sig. Það er mjög ólíklegt að einstaklingur sem kemur ekki með vinum sínum á æfingar haldi áfram. Við sem eldri erum þurfum því að búa til slíka stemningu og koma þeim sem eru einir á ferð inn í hópinn með öllum tiltækum ráðum. Það er aldrei að vita hvort sá sem kemur einn á sína fyrstu æfingu endi síðan uppi sem Íslandsmeistari þegar upp er staðið. Það þarf því að halda þessum einstaklingi við efnið, annars velur hann eitthvað annað. Það sama á við um stúlkur. Þær verða að vera saman á æfingum, helst að hafa sér stelpuæfingar, og fá vinkonur til að koma saman á æfingar. Mín reynsla er sú að til lengri tíma litið sé best að halda stúlknahópnum ávallt saman á æf-
Frá golfæfingu í Vestmannaeyjum.
Það er allt lagt í æfingarnar hjá unga fólkinu í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/seth@golf.is
ingum, þrátt fyrir að getumunur sé til staðar. Stelpur vilja vera saman – það er bara þannig,“ segir Hlynur Geir Hjartarson. Leikur, fjör og gaman „Leggðu áherslu á leiki á æfingum, það verður að vera fjör og gaman. Áskoranir og keppnir Börn hafa gaman af áskorunum. Vipp- og púttkeppnir eru alltaf vinsælar. Drævkeppnir eru einnig stórkostlega skemmtilegar. Spila golf Kylfingar vilja leika golf úti á velli og krakkar eru engin undantekning.
Það er því mikilvægt að nýta sem flest tækifæri til þess að fara út á völl að spila með börnunum. Texas Scramble Texas Scramble er frábær leið til þess að ná nýjum kylfingum inn í íþróttina. Fjögurra manna Texas Scramble er góð leið. Það þarf ekki nema eitt gott pútt hjá nýliðanum til þess að hann eða hún brosi allan daginn. Einfaldleikinn virkar Golf er mjög tæknilega erfið íþrótt. Það þarf því að gera hana eins einfalda og hægt er til að byrja með – og reyndar út allt lífið. Þetta er ekkert flókið.
Ljósmynd/seth@golf.is
Stuttar lotur og fjölbreytni Fjölbreytni er lykilatriði á æfingum. Ekki hafa loturnar of langar. Það er of einhæft að slá í hálftíma með 9-járni. Liðakeppni og búningar Krakkar vilja vera í liði og finnst fátt skemmtilegra en að vera í liðsbúningi. Það er mikilvægt að búa til slíka stemmningu. Liðakeppnir eru málið. Stuttar brautir – gullteigar Það er mikilvægt að börnin upplifi golf sem viðráðanlegt verkefni. Þegar þau leika golf eiga þau að tía boltann upp í upphafshögginu á þeim
stöðum þar sem þau eiga möguleika á að ná inn á flöt í tilætluðum höggafjölda. Byrja á 200 metra hælnum á par 5 holu, 150 metra hælnum á par 4 holu og 60-80 metra færi á par 3 holu. Á ýmsum völlum eru gullteigar sem eru frábær valkostur fyrir börn, og einnig þá sem eldri eru. Stærri holur Það er mín reynsla að börnum þykir gaman að glíma við stærri holur (8 tommur). Það eru meiri líkur á því að löng pútt fari ofan í. Við erum með nokkrar stórar holur á pútt- og vippflötunum. Börnunum þykir gríðarlega gaman að sjá vippin fara rétta leið. Slíkt eykur sjálfstraust þeirra og golfið verður skemmtilegra.“
Golfboltar – eru þeir ekki allir eins?
G
ríðarlegt úrval er af golfboltum á markaðnum í dag. Margir kylfingar eiga erfitt með að átta sig á því hvaða bolta þeir eigi að nota. Sumir nota bara það sem þeir finna á vellinum og ekkert að því. Það eru nokkrar þumalputtareglur í þessum bransa og hér er stiklað á stóru um þær. Fyrir þá sem eru með háa forgjöf skiptir val á bolta ekki öllu máli. Ef fólki líkar við einhverja tegund ætti það bara að halda áfram að nota þann bolta. Eftir því sem forgjöfin lækkar og kylfingurinn verður betri fer boltavalið að skipta verulegu máli. Sumir boltar eru hannaðir til þess að fara eins langt og hægt er. Aðrir boltar eru hannaðir með það í huga að gefa góða svörun eða tilfinningu í kylfuhausinn þegar höggið ríður af. Sumir boltar eru hannaðir til þess að það sé auðvelt að fá baksnúning og boltinn stöðvast því fyrr á flötinni. Allir þessir þættir skipta máli við val á hentugum bolta. Eitt af því sem gott er að vita er hvernig boltinn er samsettur. Algengasta tegundin er úr tveimur lögum, þar sem innri kjarni er húðaður með ytra lagi. Slíkir boltar eru hannaðir til þess að fljúga langt. Helsti munurinn á golfboltum sem eru ódýrir og þeim sem eru dýrari er efnið sem notað er í ysta lagið á boltunum. Ódýrari boltarnir eru húðaðir með surlynplastefni sem hefur þá kosti að endast vel og þola mikið hnjask. Slíkir golfboltar eru endingargóðir. Golfboltar af dýrari gerðinni eru í það minnsta með þrefalt ytra lag sem er gert úr mjúku urethane-gúmmíefni. Boltar af slíkri gerð grípa mun betur í grófirnar á kylfu-
að boltinn sé með þrefalt lag eða meira. Ef það gefur ekkert eftir er líklegt að boltinn sé tveggja laga. Þumalputtareglan gæti verið þessi: Eftir því sem sveifluhraðinn er meiri því fleiri ytri lög vilja kylfingar hafa á golfboltanum. Golfboltar hafa einnig mismunandi eiginleika varðandi boltaflug. Boltar með surlyn-plastefni (ódýrir) fljúga hærra og með minni bakspuna. Boltar með urethane ytra lagi (dýrari) fljúga lægra og með meiri bakspuna. Eflaust eru margir sem vilja leika með golfboltum sem fá bakspuna á flötunum líkt og atvinnukylfingar ná að gera. Það ber að hafa það í huga að slíkir boltar ýkja einnig hliðarsnúninginn. Þeir kylfingar sem glíma við húkk eða slæs þurfa að vita að slíkir boltar gera slík högg enn verri þegar upp er staðið. Hvað segir sérfræðingurinn?
hausnum. Ný og skörp fleygjárn eiga það til að rífa upp efnið þegar slegið er með slíkum bolta. Endingin er því ekki eins góð miðað við tveggja laga boltann. Það eru til gerðir af
boltum sem eru með fjórfalt og jafnvel fimmfalt ytra lag af urethane-gúmmíefni. Ef þú finnur bolta, prófaðu að bíta létt í ysta lagið. Ef það gefur aðeins eftir er líklegt
Golfsérfræðingar sem Golf á Íslandi ræddi við mæla með eftirfarandi reglu: Háforgjafarkylfingar ættu að nota harðari boltann sem er tveggja laga úr surlynplastefni. Slíkir boltar draga úr snúningi og boltinn fer þar af leiðandi oftar beint. Þeir sem eru með lága forgjöf ættu að velja mýkri bolta sem er með mörgum ytri lögum. Þeir gefa betri svörun í höggið og það er betra að stjórna boltafluginu með slíkum boltum. Best er að prófa sig áfram og ekki hika við að prófa ýmsar gerðir. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir konur eru einnig ákjósanlegir fyrir karlkylfinga. Slíkir boltar henta vel t.d. á Íslandi þar sem hitastigið er ekki hátt og hægt er að ná mjög löngum höggum í slíkum aðstæðum með kvennaboltum.
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Sterk byrjun eftir heimsfaraldur Golfklúbbar á Íslandi sem starfa undir merkjum Golf Iceland hafa á undanförnum árum haldið utan um tölfræði um heimsóknir erlendra kylfinga til Íslands.
Frá Strandarvelli á Hellu.
M
agnús Oddsson verkefnastjóri Golf Iceland segir að gögn samtakanna sýni að staða Íslands á golfferðakortinu hafi eflst mikið á undanförnum árum. Stigvaxandi aukning var á heimsóknum erlendra kylfinga til landsins fram að heimsfaraldri sem skall á í upphafi ársins 2020. Nýtt upphaf eftir heimsfaraldurinn gefur sterkar vísbendingar um að Ísland sé komið á kortið sem golf áfangastaður. Við erum með þær væntingar og markmið að heimsóknum erlendra kylfinga fjölgi enn frekar á næstu árum,“ segir Magnús sem hefur starfað fyrir Golf Iceland allt frá því að samtökin voru sett á laggirnar árið 2008. Stofnendur Golf Iceland voru tíu golfklúbbar og sjö ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands. Tilgangurinn með Golf Iceland er að efla allt kynningarog markaðsstarf tengt golfi á Íslandi gagnvart erlendum kylfingum og söluaðilum golfferða. Magnús segir að samtökin hafi nýtt tímann á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir á síðustu tveimur árum til þess að viðhalda samböndum og kynningum gagnvart erlendum ferðaskrifstofum – og erlendum kylfingum. Einnig var lögð áhersla á kynningar í gegnum fjölmiðla. „Við gerðum okkur ákveðnar vonir með sumarið í ár miðað við fyrirspurnir og bókanir erlendis frá. Það virðist vera að ganga eftir því í lok júní á þessu ári hafði Ísland fengið 41% fleiri erlenda kylfinga en árið 2019, sem var síðasta sumarið fyrir heims-
faraldurinn. Þetta eru samanburðarhæfar tölur því golfklúbbarnir sem um ræðir hafa haldið utan um slíka tölfræði í mörg ár. Sumarið 2019 léku erlendir kylfingar 10.200 hringi á íslenskum golfvöllum og er þá miðað við talningar frá ákveðnum klúbbum og könnun meðal erlendra ferðamanna. Til samanburðar léku erlendir kylfingar 1.900 hringi árið 2011 þegar talningar hófust. Við fáum svör við því í haust hvort áframhald verði í júlí og ágúst á þessari sterku aukningu sem er nú í byrjun sumars,“ segir Magnús en bendir á að rétt sé að taka fram að á þessum árum hefur orðið nokkur breyting á dreifingu erlendra kylfinga á golfvelli innan okkar samtaka. „Það sem af er árinu er mikið um heimsóknir sérhópa. Má þar nefna að hér fór fram alþjóðleg ráðstefna golfvallaarkitekta og þátttakendur þar léku hér á tveimur völlum. Alþjóðlegt unglingamót fór fram í Mosfellsbæ og á Evrópumóti stúlkna á Urriðavelli léku á annað hundrað erlendir kylfingar. Samkvæmt okkar reynslu er þetta allt saman mikil kynning fyrir íslenska golfvelli þar sem þessir kylf-
Frakklandi fagnaði sigri á EM stúlkna á Urriðavelli
Evrópumeistaralið Frakklands fagnar á Urriðavelli.
Frakkland fagnaði sigri á Evrópumóti stúlknalandsliða, sem fram fór á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í byrjun júlí.
Þ
etta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi en EM kvenna fór fram á sama velli árið 2016. Í úrslitaleiknum mættust Frakkland og Svíþjóð og sigruðu Frakkar í spennandi leik, 4:3. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 þar sem Frakkland sigrar á Evrópumóti stúlknalandsliða. Aðstæður voru krefjandi á lokakeppnisdeginum, þar sem mikill vindur var á Urriðavelli. Keppni var frestað um klukkustund vegna veðurs en veðrið lék við keppendur fyrstu keppnisdagana. Mótið heppnaðist vel og voru keppendur ánægðir með Urriðavöll og framkvæmd mótsins. Ísland endaði í 17. sæti á þessu móti. Þýskaland hafði betur gegn Eng-
lendingum í leiknum um þriðja sætið en lokastaðan er hér fyrir neðan. 1. Frakkland 2. Svíþjóð 3. Þýskaland 4. England 5. Tékkland 6. Danmörk 7. Spánn 8. Belgía 9. Írland 10. Holland 11. Sviss 12. Finnland 13. Ítalía 14. Skotland 15. Portúgal 16. Slóvakía 17. Ísland 18. Austurríki
ingar og sérfræðingar segja svo frá sinni upplifun. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið áfram að sýna Íslandi áhuga og bind ég vonir við að áframhaldandi umfjöllun muni enn auka á áhugann erlendis. Hingað hafa á þessum árum komið á annað hundrað sérhæfðra fjölmiðla að kynna sér íslenska golfvelli. Ber þar líklge ahæst heimsókn CNN í fyrra, sem hafði gífurleg áhrif. „Fjölmiðlunin hefur svo tekið miklum breytingum þar sem nú eru í reynd kylfingarnir sjálfir sem kynna vellina best með myndasendingum frá þeim beint á samfélagsmiðlum. Í október mun Golf Iceland taka þátt á IGTM, stærstu árlegu golfferðasýningu heims, en þar hafa samtökin náð miklum samböndum við söluaðila og sérhæfða fjölmiðla.“ Magnús bendir á að miklir möguleikar séu í golfferðatengdri þjónustu á Íslandi. Það eru 50 milljónir kylfinga eru í heiminum, þar af eru um sex milljónir í Evrópu. Um 30% kylfinga fara árlega í golfferð utan heimalands. Þessir ferðamenn eru eftirsóttir enda eyða þeir allt að 100% meira en almennir ferðamenn á sínum ferðum. Íslenskir golfvellir í okkar sérstæða landslagi og einstöku birtu vekja mikinn áhuga og ánægju þeirra sem hér spila. Við keppum ekki við veðurfarið á stöðum eins og Flórída í Bandaríkjunum eða á Spáni. Varan sem er í boði á Íslandi er öðruvísi og sérstök. Frá upphafi höfum við í Golf Iceland lagt áherslu á það sem er öðruvísi ekki síst miðnæturgolf. Hér er hægt að spila golf í náttúrulegu umhverfi og hér á landi er golf skilgreint sem náttúrutengd afþreying. Það þarf að benda á það sem er einstakt. Á Íslandi getur þú spilað golf í gömlum eldgíg í Vestmannaeyjum á bökkum Hvítár í Kiðjabergi, með gjósandi hver í baksýn á Geysi , í hrauninu í Oddi og á Keili og á Hellu ertu að spila stutt frá þeim fræga Eyjafjallajökli svo örfá dæmi séu nefnd en í reynd eru allir vellir hér með sín sérkenni sem við komum á framfæri“ segir Magnús Oddsson, verkefnastjóri Golf Iceland.
Ljósmyndir/seth@golf.is
Stúlknalandslið EM 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir. Katrín Sól Davíðsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Sara Kristinsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir.
Golfsamband Íslands þakkar samstarfsaðilum fyrir stuðninginn á árinu 2022
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Einsdæmi á heimsvísu að sýnt sé frá meistaramóti áhugakylfinga
Í beinni í aldarfjórðung
Það er einsdæmi á heimsvísu að sýnt sé frá meistaramóti áhugakylfinga.
Bein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli 4.-7. ágúst 2022.
S
ýnt verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á RÚV og hefst útsending kl. 15 laugardaginn 6. ágúst og kl. 14.30 á lokadeginum, sunnudaginn 7. ágúst. Útsendingin í ár er tímamótaútsending – þar sem aldarfjórðungur er frá fyrstu beinu útsendingunni frá Íslandsmótinu í golfi. Fyrst var sýnt frá Íslandsmótinu í beinni útsendingu árið 1998 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður í ellefta sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport. Útsendingin frá Íslandsmótinu í golfi er einsdæmi á heimsvísu. Ekkert annað meistaramót áhugakylfinga er sýnt í beinni útsendingu. Að venju er mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 7.000 metrar ef myndavélaköplum verða dregnir út á völlinn til að koma myndefninu til skila heim í stofu. Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Alls verða 14 mannaðar myndavélar, þar af 7 sem verða færðar á milli brauta eftir því sem líður á útsendinguna. Tvær myndavélar fylgja efstu keppendunum. Þar að auki
verða 5 ómannaðar myndavélar á Vestmannaeyjavelli. Hljóðblöndun verður að stórum hluta sjálfvirk þar sem hugbúnaður í tölvu sér til þess að réttur hljóðnemi verði notaður miðað við hvaða myndavél er í loftinu hverju sinni. Er þetta annað árið í röð sem slíkur útbúnaður er notaður við útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi. Áhorfendur ættu því ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum á Vestmannaeyjavelli. Beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi 1998 (1) – Hólmsvöllur / GS (SÝN) 1999 (2) – Hvaleyrarvöllur / GK (SÝN) 2000 (3) – Jaðarsvöllur / GA (SÝN) 2001 (4) – Grafarholt / GR (SÝN) 2002 (5) – Strandarvöllur / GHR (SÝN) 2003 (6) – Vestmannaeyjar / GV (SÝN) 2004 (7) – Garðavöllur / GL (SÝN) 2005 (8) – Hólmsvöllur / GS (SÝN) 2006 (9) – Urriðavöllur / GO (SÝN) 2007 (10) – Hvaleyrarvöllur / GK (SÝN) 2008 (11) – Vestmannaeyjar / GV (SÝN) 2009 (12) – Grafarholt / GR (SÝN)
Aldarfjórðungur er frá fyrstu beinu útsendingunni frá Íslandsmótinu í golfi.
2010 (13) – Kiðjaberg / GKB (SÝN) 2011 (14) – Hólmsvöllur / GS (RÚV) 2012 (15) – Strandarvöllur / GHR Stöð 2 sport 2013 (16) – Korpúlfsstaðavöllur / GR (RÚV) 2014 (17) – Leirdalsvöllur / GKG (RÚV) 2015 (18) – Garðavöllur / GL (RÚV) 2016 (19) – Jaðarsvöllur / GA (RÚV) 2017 (20) – Hvaleyrarvöllur / GK (RÚV) 2018 (21) – Vestmannaeyjavöllur / GV (RÚV) 2019 (22) – Grafarholtsvöllur / GR (RÚV) 2020 (23) – Hlíðavöllur / GM (RÚV) 2021 (24) – Jaðarsvöllur / GA (RÚV) 2022 (25) – Vestmannaeyjavöllur / GV (RÚV)
Svörin við stóru nýliðaspurningunum
Hvað á ég að gera? Það eru ýmsar óskrifaðar reglur og hefðir í golfíþróttinni sem lærast smátt og smátt eftir því sem oftar er leikið.
Frá barnamóti á Bakkakotsvelli 2020.
V
anir kylfingar eru allir af vilja gerðir að aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í golfveröldina. Hér eru svörin við mikilvægum spurningum sem nýliðar velta oft fyrir sér áður en þeir fara í golf. Hver byrjar? Áður en byrjað er á fyrsta teig er vaninn að henda upp tíi til þess að ákveða hver slær fyrsta höggið. Á öðrum teig slær fyrstur sá kylfingur sem var á fæstum höggum á fyrstu braut. Ef skorið er jafnt breytist röðin ekki. Hins vegar er besta reglan að koma sér saman um það í upphafi að sá sem er tilbúinn að slá teighöggið slái fyrstur. Það sparar tíma og flýtir leik. Hvenær á ég að slá? Eftir teighöggið á sá sem er lengst frá holunni að slá fyrstur. Það kemur fyrir að sami kylfingur slær nokkur högg áður en röðin kemur að þeim næsta. Hins vegar er ekkert að því að slá á milli högga hjá öðrum ef sá kylfingur er tilbúinn og lætur meðspilara sína vita að hann ætli að slá. Það flýtir leik og er til fyrirmyndar. Hvar á ég að standa þegar aðrir slá? Til hliðar og aðeins fyrir aftan viðkomandi. Og að sjálfsögðu það langt frá að engin hætta sé á því að þú fáir kylfuna í þig. Það þarf að gæta þess að skugginn af þér trufli ekki sjónlínuna hjá þeim sem er að slá og allar óþarfa hreyfingar eða hljóð geta truflað. Hvert má ég fara með golfkerruna? Í rauninni út um allt nema inn á teiga, flatir og ofan í glompur. Margir vellir eru með leiðbeiningar um gönguleiðir fyrir kylfinga og vernda þar með viðkvæm svæði. Hafðu í huga hvar næsti teigur er þegar þú gengur inn á flötina
Ljósmynd/seth@golf.is
og leggðu kerrunni með hliðsjón af því. Það flýtir leik. Ef þú ert með burðarpoka þá gilda sömu reglur en það er í lagi að taka pokann með inn á teiga. Hvar á ég að leggja kerrunni þegar ég pútta? Við hliðina á flötinni og nálægt göngustígnum að næsta teig. Þú flýtir leik með þessum hætti og þarft ekki að ganga til baka til þess að ná í kerruna eftir að hafa lokið við holuna. Hvernig týni ég ekki boltanum? Horfðu vel á eftir boltanum ef hann fer inn í hátt gras eða torfæru. Finndu eitthvert kennileiti sem gæti leitt þig í rétta átt að boltanum. Golfboltar eru litlir og getur verið erfitt að finna þá eftir slæmt högg. Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn? Kylfur skilja oft eftir sig kylfuför og það er nauðsynlegt að setja torfuna aftur á sama stað. Það fer reyndar eftir því hvar í heiminum maður er staddur en á Íslandi er nauð-
synlegt að setja torfið á sinn stað. Á flötunum er mikilvægt að laga boltaför með flatargaffli. Teigar eru viðkvæmir og þá sérstaklega á par 3 holum. Það er ágæt regla að taka æfingasveiflur fyrir utan teiginn á par 3 holum. Hvað geri ég í glompunni? Ef kylfan snertir sandinn áður en þú slærð telst það sem eitt högg. Ekki taka æfingasveiflu í glompunni og ekki leggja kylfuna í sandinn áður en þú slærð. Eftir höggið er gríðarlega mikilvægt að raka förin eftir fætur og kylfu í glompunni og ganga þannig frá að þú gætir viljað slá á þessum stað á ný. Hvar á ég að standa þegar aðrir pútta? Þar sem þú truflar ekki. Það er að ýmsu að hyggja. Ekki standa beint fyrir aftan kylfinginn eða í púttlínunni fyrir aftan holuna. Það er bannað. Það þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna hjá öðrum. Ef sólin skín þá gæti skugginn af þér verið í púttlínunni og þá þarftu að færa þig. Það er í góðu lagi að
undirbúa sitt pútt á meðan aðrir gera. Gættu þess að standa kyrr þegar aðrir pútta en það flýtir leik að vera tilbúinn þegar röðin kemur að þér. Hvenær á ég að merkja boltann á flötinni? Ef boltinn þinn er í púttlínu hjá öðrum á flötinni þarf að merkja boltann og taka hann upp. Ef merkið er enn fyrir þarf að færa það til hliðar og nota púttershausinn til þess að ákveða hversu langt merkið er fært. Það má færa það eins oft til hliðar og þörf er á. En gættu þess að færa það til baka á nákvæmlega sama stað áður en þú púttar. Hvað á ég að gera við flaggið? Ef þú púttar í flaggstöngina þá er það bara allt í lagi. En ef þú tekur flaggið úr gættu þess að leggja það niður þar sem það er nógu langt frá holunni og að engin hætta sé á því að aðrir pútti í flaggið. Ekki leggja það niður beint fyrir aftan holuna.
Galaxy S22 línan
Fyrir okkur öll
samsungmobile.is