Það ríkir mikil eftirvænting í Vestmannaeyjum þar sem að Íslandsmótið í golfi fer fram dagana 4.-7. ágúst. Mikil vinna liggur að baki hjá félagsmönnum og starfsfólki Golfklúbbs Vestmannaeyja.Það gekk mikið á hjá náttúruöflunum s.l. vetur og verkefnið var krefjandi að hafa völlinn glæsilegan og góðan fyrir stærsta golfmót ársins.
FJÖLDI KYLFINGA Á ÍSLANDI ALDREI VERIÐ MEIRI Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og samkvæmt nýjustu tölum frá 1. júlí sl. eru um 23.300 kylfingar skráðir sem félagsmenn í golfklúbba landsins. Þetta er 5% fjölgun frá árinu 2021 og hafa kylfingar aldrei verið fleiri innan raða Golfsambands Íslands. Í fyrra var fjölgunin um 12%. 4
METFJÖLDI Í KVENNAFLOKKUM Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 eða 44 keppendur alls. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eða 29%. Frá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26 eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 54% yfir meðaltali síðustu ára. 8
PERLA SÓL SKRIFAÐI NÝJAN KAFLA Í GOLFSÖGU ÍSLANDS Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einn efnilegasti kylfingur landsins og hún skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands nýverið. Hinn 15 ára gamli Evrópumeistari stefnir á að ná eins langt og hægt er í golfíþróttinni 12-13