1 minute read
Myndir úr sögu klúbbsins
Frá 30 ára afmælishátíð GB 2003. Ásdís Helgadóttir þáverandi formaður GB og Gísli Kjartansson þáverandi sparisjóðsstjóri SPM og fyrsti formaður klúbbsins undirbúa undirritun styrks SPM til klúbbsins. SPM var undir stjórn Gísla mikilvægur bakhjarl klúbbsins. Ásdís er jafnframt fyrsta og eina konan sem hefur verið formaður GB.
Bændaglíman hefur að jafnaði verið lokapunktur sumarsins hjá klúbbnum. Hér slaka keppendur á yfir kakóbolla í Bændaglímunni 2009.
F.v. Ása H. Halldórsdóttir, Bergsveinn Símonarson, Lárus Sigurbergsson og Þórhallur Teitsson.
Fylgst með keppni í Sveitakeppni GSÍ á Hamarsvelli 2012 og auðvitað stutt í glensið.
F.v. Ingvi J. Árnason, Guðmundur Daníelsson, Björgvin Ó. Bjarnason og Hans L. Egilsson.
Það hafa ekki verið vandræði að töfra fram skemmtiatriði á verðlaunakvöldum og veislum GB.
Hér bregða á leik f.v. Jón J. Haraldsson, Jón G. Ragnarsson og Stefán Haraldsson á verðlaunakvöldi 1992.