Saga golfs á Íslandi (1942-2012)

Page 48

Stóð bikarinn á borði í golfskálanum meðan þingið fór fram og dáðust margir að því hversu veglegur hann var enda slíkir gripir ekki algengir á þessum árum. Skemmst er frá því að segja að meginreglur Íslandsmótsins sem samþykktar voru á þinginu voru þær að allir kylfingar í viðurkenndum klúbbum hefðu keppnisrétt á mótinu hefðu þeir 12 eða minna í forgjöf og hefðu ekki atvinnutekjur af golfíþróttinni. Keppnisfyrirkomulagið var ákveðið þannig að efna átti til undirbúningskeppni þar sem leikinn var höggleikur en síðan tók við holukeppni. Í fyrstu umferð hennar átti að leika 18 holur en í undanúrslitum 36 holur og í úrslitum 54 holur. Yrðu menn jafnir í úrslitaleiknum áttu þeir að leika níu holur til viðbótar. “Hverja umferð skal leika á einum degi, nema “final”. Þá umferð má leika á tveim dögum og sé ekki dagur á milli.”Fundargerðarbók Golfsambands Íslands 14. ágúst 1942. Þegar búið var að fara yfir laga- og regluverkið tóku þingfulltrúar sér stutt hlé og var það m.a. notað til þess að semja og senda Sveini Björnssyni ríkisstjóra svohljóðandi símskeyti: “Fyrsta golfþing Íslands sendir yður hugheilar kveðjur sem hinum fyrsta íslenska kylfingi og þakkar alúð yðar við íþróttina og alla aðstoða við að ryðja henni braut á Íslandi. “ Undir skeytið rituðu allir þingfulltrúar nöfn sín og áður en degi lauk hafði borist svarskeyti frá Sveini: “Alúðar þakkir fyrir kveðjur frá golfþinginu. Heill og framgang fyrir golfíþróttina á Íslandi. Kveðjur til þingsins. Sveinn Björnsson.”Fundargerðarbók Golfssambands Íslands 14. ágúst 1942.

Helgi H. Eiríksson fyrsti forsetinn

mennsku í klúbbnum og forsetaembætti í Golfsambandinu. Í forsetakosningunni fékk Helgi H. Eiríksson skólastjóri 7 atkvæði, Gunnlaugur Einarsson 1 atkvæði og tveir seðlar voru auðir. Þar með var Helgi réttkjörinn sem fyrsti forseti sambandsins. Með honum í stjórn voru kjörnir þeir Halldór Hansen læknir í Reykjavík, Jóhann Þorkelsson læknir á Akureyri og Georg Gíslason kaupmaður í Vestmannaeyjum. Endurskoðendur voru kosnir þeir Helgi Eiríksson bankafulltrúi og Magnús Andrésson heildsali. Stjórnin skipti síðar með sér verkum og tók Halldór Hansen að sér að vera bæði gjaldkeri og ritari sambandsins.

Fyrsta Íslandsmótið í roki og rigningu Meðan forystumennirnir sátu á rökstólum í golfskálanum var mikið um að vera utandyra. Þar voru bestu kylfingar landsins að fara síðustu æfingahringina fyrir Íslandsmótið. Alls voru 22 skráðir til keppni, langflestir þeirra sem voru með 12 eða minna í forgjöf. Ellefu þeirra voru úr Golfklúbbi Íslands, þrír frá Golfklúbbi Akureyrar og hvorki fleiri né færri en átta úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. Meðal kylfinga var mikið “spáð og spekúlerað” hver myndi hljóta hinn eftirsóknarverða titil. Flestir töldu líklegt að Reykvíkingar væru sigurstranglegir, þeir voru á heimavelli, en lítið hafði sést til sumra kylfinganna sem komu frá Akureyri og Vestmannaeyjum. Það eitt var vitað að þeir kunnu ýmislegt fyrir sér. Ekki var hægt að segja að kylfingarnir væru heppnir með veður þegar keppnin hófst að morgni sunnudagsins 16. ágúst. Það var hávaðarok og grenjandi rigning. Var vatnsveðrið slíkt að fresta varð knattspyrnuleikjum sem fram áttu að fara í Reykjavík. En ekki kom til greina að fresta golfmótinu – utanbæjarmennirnir voru komnir langan veg til keppni og það ekki sjálfgefið að þeir gætu komist ef beðið yrði betri tíðar. Menn settu því undir sig hausinn og lögðu í hann. Völlurinn var vitanlega forbrautur, holurnar fullar af vatni og for í kringum sumar flatirnar, einkum þá sjöttu sem

Íslandsmeistarabikar karla sem gefinn var Golfsambandinu árið 1942. Enn er keppt um gripinn.

Þá kom að stjórnarkjörinu. Kjósa skyldi forseta sambandsins og þrjá menn með honum í stjórn. Nú hefði það ef til vill legið beinast við að Gunnlaugur Einarsson yrði kjörinn fyrsti forseti sambandsins. Hann hafði átt tillöguna um stofnun þess og verið ótvíræður forystumaður í félagsmálum golfsins á Íslandi. En bæði var að Gunnlaugur mun ekki hafa sóst eftir kjöri og að hann var formaður Golfklúbbs Íslands og það þótti varla við hæfi að sami maðurinn gegndi for-

SAGA GSÍ Í 70 ÁR

49


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.