Golfklúbbur Selfoss Svarfhólsvöllur GOS
••
Lengd 5182 m Lengd 4530 m
Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24. janúar 1971 og var Marteinn Björnsson kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Á ýmsu gekk í sögu Golfklúbbs Selfoss í allmörg ár og um tíma leit út fyrir að hann lognaðist út af. Teiknaður var 18 holu golfvöllur á landi við Engjaveg á Selfossi og var komið þar upp 6 holu velli. Lítill friður ríkti um rekstur golfklúbbs á þessum slóðum og hafði Skógræktarfélag Selfoss til dæmis augastað á landinu undir sína starfsemi. Klúbbnum var síðan gert að yfirgefa svæðið án þess að annað land væri í augsýn. Um tíma höfðu félagsmenn enga aðstöðu til að iðka íþrótt sína. Þar kom að svæði fékkst undir starfsemina í landi Alviðru við Sogið en umrætt land var í eigu Árnessýslu. Félaga í klúbbnum dreymdi stóra drauma um framkvæmdir á svæðinu og unnu hörðum höndum við hreinsun og aðra uppbyggingu enda landið og húsakostur í mikilli niðurníðslu. Hægt var að koma fyrir 9 holu velli á þessum slóðum en landrými var ekki nóg til þess að áform um 18 holu völl gætu orðið að veruleika. Þó að menn hafi glaðst yfir nýju aðstöðunni voru ýmsir gallar á þessu svæði eins og til dæmis að ekki sást þar til sólar eftir miðjan dag. Þarna hafði Golfklúbbur Selfoss aðstöðu næstu 5 árin og héldu menn allan þann tíma áfram að gera svæðinu til góða þangað til landeigendur vildu fá landið aftur. Eftir að svæðið í landi Alviðru var ekki lengur tiltækt var klúbburinn vallarlaus í eitt ár en klúbbfélagar nutu velvildar klúbbanna á Hellu og í Öndverðarnesi og fengu að spila þar nánast að vild. Ýmsar hugmyndir komu fram um land undir nýjan völl. Til greina kom til dæmis að klúbburinn fengi land niðri á Eyrarbakka, nærri Litla Hrauni, en klúbbfélgar voru ekki á eitt sáttir með það þannig að úr flutningum þangað varð ekki. Á þessum tíma var kominn vísir að golfvelli í
landi Árbæjar við Ölfusá og sú hugmynd var viðruð að Golfklúbbur Selfoss fengi aðstöðu þar. Ekki voru Rétt utan við Selfossbæ, á mótum Selfoss og Hraungerðishrepps, er jörðin Laugardæli sem á þessum tíma var í eigu Kaupfélags Árnesinga. 1986 kom til tals, ekki hvað síst fyrir tilstuðlan Pálma Guðmundssonar sem þá var vöruhússtjóri KÁ og síðar kaupfélagsstjóri á Höfn i Hornafirði, að klúbburinn fengi jörðina á leigu. Niðurstaðan varð sú að að þetta sama ár gerði klúbburinn leigusamning við KÁ um landið til næstu 30 ára eða til ársins 2016. Þar með var kominn staður undir völl klúbbsins, Svarfhólsvöll, og var Hannes Þorsteinsson, golfvallarhönnuður, fenginn til þess að teikna völlinn sem var tekinn í notkun 1986. Svarfhólsvöllur er á mjög fallegum stað á bakka Ölfusár rétt austan við Selfoss. Völlurinn er nú allur í Flóahreppi en tilheyrði áður að hluta til Árborg. Starfsemi Golfklúbbs Selfoss jókst jafnt og þétt eftir að ljóst var að landamálin voru í höfn að sinni. Hafist var handa við byggingu húss undir starfsemina 1986 en framkvæmdir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og menn óskuðu og var húsið ekki fullbúið fyrr en tíu árum síðar. Um er að ræða 200 fermetra byggingu og þar af er 100 fermetra veitingasalur. 1998 bauð Kaupfélagið klúbbnum jörðina til kaups en ekki samdist um kaupin þar sem verðhugmyndir manna fóru ekki saman og í kjölfarið keypti Samvinnulífeyrissjóðurinn jörðina. Golfklúbbur Selfoss gerði sjóðnum síðan tilboð í þann hluta jarðarinnar sem klúbburinn hefur yfir að ráða nú og 17 hektara að auki sem myndu nægja til þess að unnt væri að koma fyrir 18 holu velli á svæðinu. Samningurinn um land undir völlinn sem samþykktur var 1986 var til 30 ára og þótti mörgum það langur tími. Í honum voru uppsagnarákvæði sem núverandi landeigandi, byggingarfélagið Ferjukot, ákvað að nýta. 2008 var því hafist handa við töluverðar breytingar á vellinum þar sem landeigandinn hafði ákveðið að nota vestasta hluta vallarins undir íbúðabyggð. Þrjár brautir voru á umræddu svæði og var nauðsynlegt að breyta legu þeirra. Hannes Þorsteinsson gerði tillögur að breytingunum og var unnið eftir þeim. Fyrirætlanir um 18 holu völl á svæðinu bíða því enn um sinn þó að menn hafi metnað og vilja til þess að koma þeim í framkvæmd. Forráðamenn klúbbsins hafa reyndar skoðað nokkra staði sem myndu henta undir 18 holu framtíðargolfvöll og telja þrjú svæði helst koma til greina í því sambandi. Í fyrsta lagi
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
523