Ljósmynd: Frosti
Kylfingar á 9. braut Þorláksvallar.
Golfklúbbur Þorlákshafnar Þorláksvöllur GÞ
•• ••
Lengd 5854 m Lengd 5396 m Lengd 4983 m Lengd 4519 m
Landgræðsla Ríkisins og bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn ákváðu árið 1994 að reynt skyldi að hefta sandfok við innkeyrsluna til Þorlákshafnar. Jafnframt var ákveðið að gera samhliða heftingu sandfoksins tilraun til þess að móta golfvöll og rækta hann upp. Nokkrir áhugasamir kylfingar í klúbbnum komu síðan saman um miðjan níunda
áratuginn og sáðu í svæðið. Sandurinn og grunnvatnið gerðu það að verkum að grasið tók fljótt við sér. Tilraunin gekk vel og var Golfklúbbur Þorlákshafnar stofnaður 22. maí 1997 og sama ár var hægt að leika golf á vellinum. Fyrsti formaður klúbbsins var Már Michelsen sem var ásamt nokkrum félögum sínum helsti hvatamaður að stofnun klúbbsins. Fyrst eftir að klúbburinn var stofnaður var leikið á fjórum holum en þær voru orðnar níu í byrjun tíunda áratugarins. Forsvarsmenn héldu áfram af miklum stórhug með dyggum stuðningi sveitarfélagsins og árið 2005 var Þorláksvöllur orðinn 18 holur. Völlurinn ber nafn Þorláks biskups helga. Þorláksvöllur er lengsti golvöllur landsins eða 6233 metrar af hvítum teigum. Eins og fyrr greinir eru brautirnar flestar byggðar á sandi sem krefst mikillar umhirðu þar sem sandfok getur sett strik í reikninginn. Hannes Þorsteinsson hannaði völlinn í tveimur 9 holu lykkjum og eru margar holurnar mjög skemmtilegar. Aðeins ein glompa gerð af manna höndum er á vellinum.
SAGA GSÍ Í 70 ÁR
525