Saga golfs á Íslandi (1942-2012)

Page 592

Ljósmynd: Frosti

Björgvin Þorsteinsson hefur tekið þátt í öllum Íslandsmótum í golfi frá 1964. Sumarið 2012 var hann mættur á Íslandsmóti hans 49. í röðinni. Á myndinni sést hann pútta á 16. flötinni fyrsta keppnisdaginn.

Björgvinstímabilið

Þorsteinsson.

Á fyrsta drengjameistaramót Íslands í golfi (juniora) sem haldið var í Vestmannaeyjum sumarið 1964 mættu sjö keppendur. Þrír þeirra voru ungir piltar frá Akureyri sem höfðu fengið far með kylfingum þaðan sem héldu til keppni á Íslandsmótinu sem fram fór sömu dagana. Ekið var á jeppum til Reykjavíkur, gist þar hjá Hjálpræðishernum og síðan flogið til Eyja þar sem Norðanmenn bjuggu í verbúð Ársæls Sveinssonar. Þetta var mikil ævintýraferð í augum Norðanstrákanna og framundan var svo keppnin, 9 holur leiknar á dag í fjóra daga. Yngsti Akureyringurinn var nýlega orðinn 11 ára og var þá þegar farinn að vekja athygli fyrir áhuga sinn og árangur í golfi. Fór svo í Eyjum að hann hafnaði í öðru sæti á eftir Eyjólfi Jóhannssyni Reykvíkingi. Þarna var á ferðinni piltur sem menn Björgvin Þorsteinsson. sögðu að vert væri að taka eftir, Björgvin

Æskuheimili Björgvins var ekki langt frá golfvellinum við Þórunnarstræti og hann var barnungur þegar hann fór að fylgjast með því sem var að gerast á vellinum. Og hann vildi gjarnan taka þátt í leiknum. Gerðist hann burðarsveinn þeirra eldri, horfði á tilburði þeirra og lærði af því sem hann sá. Fleiri strákar voru í hópnum og einn þeirra bjó svo vel að eiga kylfu sem var með tréskafti. “Við kölluðum þessa kylfu alltaf tréjárnið,” sagði Björgvin í viðtali um feril sinn sem birtist í tímaritinu Golf á Íslandi en þar sagði hann ennfremur frá því að strákarnir hafi útbúið sér tveggja holu völl á túninu við Menntaskólann og spilað þar fram og til baka. “Holurnar sem við gerðum voru frekar vinalegar, í stærri kantinum enda notuðum við Macintosh dollur fyrir holur,”sagði Björgvin í viðtalinu. Golf á Íslandi 6.

SAGA GSÍ Í 70 ÁR

593


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.