31. árg. 1. tbl. ágúst 2016
Þrennir tvíburar í fermingarhópnum
Stelpurnar í þrenna tvíburahópnum, þær Melkorka, Valdís, Asta, Alice og Sigrún. Á myndina vantar Gísla.
Í vetur voru þrennir tvíburar í fermingarbarnahópnum þ. e. fæddir 2002, sem hefur ekki gerst áður, að svo margir tvíburar hafi verið í sama árganginum - ekki einu sinni tvennir tvíburar, hvað þá þrennir. Tvennir af þeim fermdust í Óháðu kirkjunni, og einir í Hafnarfirði.
Orð Sérans: Ekki sóa nýjum tárum á gamlar sorgir
Í annari galdramessunni ætluðu þeir allir að mæta, en eini strákurinn hann Gísli, var veikur heima, fékk H-veikina, sem er: Hósti, Hor, Hæsi, Hrákur, Hrollur, Hiti, Hausverkur, Hálsbólga og Hella
Guðsþjónustur
Frá formanni Kæru safnaðarmeðlimir Þann 24. apríl síðastliðinn tók ég við formennsku í safnaðarstjórn Óháða safnaðarins, af Eiði Haraldssyni sem gengt hafði því embætti með miklum sóma frá árinu 2012. Ég hef tilheyrt söfnuðinum nánast frá fæðingu, er bæði skírður og fermdur í kirkjunni okkar og hef setið í safnaðarstjórn frá árinu 2007. Síðasta kirkjuár var okkur gæfuríkt. Við létum mála kirkjuna að utan og eflaust hafa margir glaðst yfir að fá bláa litinn aftur á kirkjuna. Einnig létum við skipta um ofna í safnaðarheimilinu, á báðum hæðum, auk þess sem lokið var að dúkleggja safnaðarheimilið.
fyrirhugað með haustinu að fá tilboð í borð og stóla fyrir safnaðarheimilið.
Leiga á safnaðarheimilinu
Ég minni á grillið í Guðmundarlundi þann 24. ágúst klukkan 18:00. Þar verða að venju grillaðar pylsur og grænmetisbuff og mun séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið.
Safnaðarheimilið er á tveimur hæðum með sæti fyrir 55 manns á hvorri hæð.
Við í safnaðarstjórn erum ykkur óendanlega Safnaðarstjórn sendir ykkur bestu kveðjur þakklát fyrir þá fjármuni sem safnast hafa um að nýtt kirkjuár verði ykkur öllum gott. í formi valgreiðslna. Í sumar munum við Guð blessi ykkur, fara í að fegra lóðina okkar, skipta út Sigurjón Ívarsson. trjárunnum og breikka aðkeyrslu. Einnig er
Bjargarsjóður Bjargarsjóður var stofnaður 5. apríl 1972 á 70 ára afmælisdegi Bjargar Ólafsdóttur henni til heiðurs. Hún var ein af stofnendum Óháða safnaðarins og starfaði alla tíð með kvenfélagi Óháða safnaðarins og var auk þess fyrsta forstöðukona Kirkjubæjar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja safnaðarmeðlimi sem verða fyrir slysum eða sjúkdómum. Styrk má einnig veita vegna slyss eða sjúkdóma sem makar eða börn yngri en 20 ára verða fyrir. Sjóðurinn getur veitt mökum eða eftirlifandi börnum fjárhagsaðstoð við andlát safnaðarmeðlima og til þeirra sem þurfa að leita erlendis eftir læknisaðstoð og eiga við langtíma veikindi að glíma. Árlega hefur verið safnað fé í sjóðinn með Bjargarkaffi en það hefur verið haldið eftir messu í kringum afmælisdag Bjargar Ólafsdóttur. Sjóðurinn tekur einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem vilja styrkja sjóðinn. Umsóknir um styrki skulu berast safnaðarstjórn sem metur þörf styrkþega.
Framkvæmdir
Undanfarin ár hafa verið framkvæmdir við kirkjuna. Leiðbeiningarljósin eru komin við alla útganga. Það eru nýir dúkar á báðum sölum Kirkjubæjar og nýir ofnar í salinn niðri. Nú komið að því að taka lóðina í gegn. Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar. Húsgögnin í veislusölum Kirkjubæjar eru orðin gömul og léleg. Allt þetta kostar peninga og komum við til með að leita til ykkar með valgreiðslum í heimabanka ykkar í ár eins og undanfarin ár. Auðvitað er ykkur í sjálfsvald sett hvort þið greiðið kröfurnar. Það er engin kvöð en margt smátt gerir eitt stórt og hjálpar okkur að viðhalda fallegu kirkjunni okkar. Einnig er hægt að leggja inn á reikning framkvæmdarsjóðs kirkjunnar í Arion banka. Númerið er: 0327-26-490269-2749 Björg Valsdóttir og allur stuðningur þeginn.
Bls. 2
Ef þú hefur áhuga á að leigja það fyrir fermingar, skírnarveislur eða hvað eina þá endilega hafðu samband við Fanneyju Einarsdóttur kirkjuvörð. Gsm: 663-3505, email fe@hive.is
Viðtalstími safnaðarprests Viðtalstími safnaðarprests er í safnaðarheimili Óháðu kirkjunnar – Kirkjubæ á mánudögum milli kl. 18 og 19, svo og eftir samkomulagi. Sími í kirkjunni er 551-0999. Heimasími safnaðarprests er 552-2652 og farsíminn, ráprausið er 860-1955. Netfangið, rafröflið er afdjoflun@tv.is og heimahöfn er ohadisofnudurinn.is
Nobili í Óháða Í mars síðastliðnum tók organistinn okkar, Árni Heiðar Karlsson, við dömukórnum Graduale Nobili, af Jóni Stefánssyni heitnum, organista og kórstjóra í Langholtskirkju. Gekk kórinn til liðs við söfnuðinn og mun hann syngja undir stjórn Árna Heiðars í guðsþjónustum nú í vetur til skiptis við kirkjukórinn okkar. Það er okkur mikil ánægja að fá þennan frábæra kór til liðs við okkur og við bjóðum þær hjartanlega velkomar í kirkjuna okkar. Graduale Nobili var stofnaður haustið 2000 af Jóni Stefánssyni. Kórinn er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 18 til 27 ára, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Langholtskirkju.
Allir kórfélagar hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Kórinn vakti strax gífurlega athygli og voru umsagnir gagnrýnenda eftir fyrstu sjálfstæðu tónleikana svo lofsamlegar að fátítt má telja. Kórinn hreppti annað sæti í „Evrópsku æskukórakeppninni“ í Kalundborg í Danmörku árið 2001 og gaf út geisladisk sama ár. Graduale Nobili tók árið 2003 þátt í alþjóðlegu kórakeppninni í Tampere í Finnlandi og hreppti þar tvenn gullverðlaun eða annað sæti. Hann var fulltrúi Íslands á norræna kirkjutónlistarmótinu í Danmörku árið 2004. Kórinn söng á tónleikum Ríkisútvarpsins
fyrir Evrópusamband útvarpsstöðva í desember 2007 og árið 2008 gaf kórinn út geisladiskinn In Paradisum en á honum eru eingöngu íslensk verk, sum þeirra samin fyir kórinn. In Paradisum var tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna og menningarverðlauna DV. Sumrin 2009 og 2010 tók kórinn þátt í alþjóðlegu kórakeppninni í Llangollen í Wales og hreppti í fyrra skiptið silfurverðlaun í flokki kammerkóra og bronsverðlaun í flokki kvennakóra og í það seinna silfurverðlaun í flokki Barbershop/Close Harmony og bronsverðlaun í flokki kammerkóra. Haustið 2010 vann kórinn að verki Bjarkar Guðmundsdóttir, Biophilia. Kórinn tók bæði þátt í upptökum fyrir geisladiskinn sem kom út haustið 2011 auk þess að koma fram ásamt Björk á Listahátíðinni í Manchester sumarið 2011. Nýr geisladiskur kom út með kórnum í júní 2011 í tilefni þess að kórinn hefur nú verið starfandi í rúm tíu ár. Sá diskur inniheldur perlur af fyrri diskum auk þess sem nokkrum nýjum lögum var bætt við. Geisladiskurinn er gefinn út af klassíska útgáfurisanum Naxos.
Fjölskylduferð í Guðmundarlund 2016 Hauststarfið hefst með fjölskylduferðinni í Guðmundarlund. Fjölskylduferðin er miðvikudaginn 24. ágúst og hefst kl. 18:00. Að venju verða veitingar í boði safnaðarins, grillaðar pyslur og drykkir fyrir stóra sem smáa. Séra Pétur stjórnar fjöldasöng og hægt er að fara í ýmsa leiki á flötinni ásamt því að skoða hinn fallega Hermannslund sem er með hundruðum tegunda af fjölærum garðagróðri og runnum. Allir eru hvattir til að mæta með stórfjölskylduna og vini til að skemmta sér í fallegu umhverfi og góðra vina hópi. Sjá nánar á heimasíðunni okkar ásamt leiðbeiningum um hvernig á að finna lundinn góða.
Myndir frá fjölskylduferðinni 2015
Bls. 3
Starfsskrá haustmisseris 2016 24. ágúst
kl. 18:00
Fjölskylduferð í Guðmundarlund. Sjá heimahöfn safnaðarins
28. ágúst
kl. 20:00
Guðsþjónusta / Maul eftir messu.
11. sept.
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.
25. sept.
kl. 14:00
Tónlistarmessa / Barnastarf. Maul eftir messu.
9. okt.
kl. 14:00
Kirkjudagurinn / Töfrabrögð Fjölskylduguðsþjónusta. Kaffisala kórsins eftir messu.
23. okt.
kl. 14:00
Jazzmessa / Hammondmessa / Barnastarf. Maul eftir messu.
6. nóv.
kl. 14:00
Samvera aldraðra í kirkjunni.
13. nóv.
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.
27. nóv.
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.
4. des.
kl. 20:00
Aðventukvöld / Endurkomukvöld. Kaffi og smakk á smákökunum.
24. des.
kl. 16:00
Aftansöngur á aðfangadagseftirmiðdegi. Ath breyttan tíma.
25. des.
kl. 12:00
Hátíðarguðsþjónusta á jóladegi. Ath breyttan tíma.
31. des.
kl. 18:00
Aftansöngur á gamlaárskvöldi.
TÖLUR ÚR SAFNAÐARSTARFI Skírnir.................................19 Fermingar.........................16
Starfsskrá vormisseris 2017 8. jan
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.
22. jan
kl. 14:00
Tregatrúartónlistarmessa/ Barnastarf. Maul eftir messu.
12. feb
kl. 14:00
Guðsþjónusta/ Barnastarf. Maul eftir messu.
26. feb
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.
12. mar
kl. 14:00
Fjölskylduguðsþjónusta. töfrabrögð, kaffisala til styrktar Bjargarsjóði. nammi namm.
26. mar
kl. 14:00
Fermingarguðsþjónusta / Barnastarf
9. apr
kl 14:00
Fermingarguðsþjónusta / Barnastarf
14. apr
kl. 20:30
Kvöldvaka á föstudaginn langa.
16. apr
kl. 08:00
Páskadagsmorgunn / Balletttjáning. Heitar brauðbollur og súkkulaði.
23. apr
kl. 14:00
Tilraunamessa / Barnastarf / Maul eftir messu. Aðalfundur
Hjónavígslur.................... 15 Jarðarfarir......................... 12 Öskuker............................... 7 Skilnaðarvottorð............. 3 Meðaltalsfjöldi kirkjugesta í guðsþjónustum........... 74 Fjöldi altarisgesta....... 448 Safnaðarfélagar........ 3334
safnaðarins eftir messu. 14. maí
kl. 14:00
Guðsþjónusta / Barnastarf. Viðamikill viðurgerningur eftir messu.
28. maí
kl. 14:00
Jazzmessa / Hammondmessa / Maul eftir messu
5. júní
kl. 20:00
Kvöldmessa á annan í hvítasunnu. Maul eftir messu.
10. júní
kl. 9:00
Gönguguðsþjónusta. Athugið breyttan messutíma og dag.
11. júní
kl. 11:00
Lesmessa.
25. júní
kl. 18:00
Gúllasguðsþjónusta. Ath. breyttan tíma.
Tólf sporin - andlegt ferðalag Fyrsti kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. sept kl. 19:30 í kirkjunni okkar. Næstu þrír fundir verða opnir öllum - best er að mæta á alla opnu fundina. Upplýsingar gefur Gunnar í síma. 663-4395. Sjá nánar á viniribata.is.
Bls. 4
Ný stjórn
Á aðalfundi 24. apríl voru kosnir í stjórn safnaðarins. Formaður Sigurjón Ívarsson. Valdimar Ingi Þórarinsson gjaldkeri og Guðlaug Björnsdóttir ritari voru endurkjörin. Meðstjórnendur eru: Helga Hansdóttir, Anna Sigríður Hjaltadóttir, Ómar Örn Pálsson, Guðjón Pétur Ólafsson, Björg Valsdóttir og Anna Björk Sigurjónsdóttir. Eiður Haraldsson og Örn Zebitz, gáfu ekki kost á sér til starfa og var þeim þakkað fyrir störf sín í stjórn. Bjarni Jónsson og Ragnar K. Kristjánsson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga og Hannes Guðrúnarson varamaður.