31. árg. 1. tbl. ágúst 2016
Þrennir tvíburar í fermingarhópnum
Stelpurnar í þrenna tvíburahópnum, þær Melkorka, Valdís, Asta, Alice og Sigrún. Á myndina vantar Gísla.
Í vetur voru þrennir tvíburar í fermingarbarnahópnum þ. e. fæddir 2002, sem hefur ekki gerst áður, að svo margir tvíburar hafi verið í sama árganginum - ekki einu sinni tvennir tvíburar, hvað þá þrennir. Tvennir af þeim fermdust í Óháðu kirkjunni, og einir í Hafnarfirði.
Orð Sérans: Ekki sóa nýjum tárum á gamlar sorgir
Í annari galdramessunni ætluðu þeir allir að mæta, en eini strákurinn hann Gísli, var veikur heima, fékk H-veikina, sem er: Hósti, Hor, Hæsi, Hrákur, Hrollur, Hiti, Hausverkur, Hálsbólga og Hella
Guðsþjónustur