33. árg. 1. tbl. ágúst 2018
Valgreiðslusjóður
Eins og kirkjugestir hafa tekið eftir er búið að kaupa ný borð og nýja stóla í safnaðarheimilið, stólarnir og borðin eru mikil prýði og gefa safnaðarheimilinu léttara yfirbragð. Borðin eru þannig gerð að einfalt er að leggja þau saman og stólarnir staflast vel og því einfalt að breyta í salnum eftir því hvernig nota á salinn. Valgreiðslusjóðurinn er að gera okkur kleift að endurnýja það sem þarf í kirkjunni og nú í vor var keypt vandað hammond orgel sem á eftir að hljóma í messum og öðrum viðburðum. Áfram leitum við því til ykkar um að greiða valgreiðsluseðilinn í heimabankanum, það er engin kvöð en margt smátt gerir eitt stórt og þannig getum við áfram gert kirkjuna okkar enn fallegri. Einnig er hægt að leggja inn á reikning framkvæmdasjóðs kirkjunnar. Númerið er: 0327-26-490269-2749 og er allur stuðningur vel þeginn.
Orð Sérans: Hlátur er ódýrasta og áhrifamesta meðalið. Hlátur er alheimsmeðal
Guðsþjónustur