Safnaðarfréttir 2018

Page 1

33. árg. 1. tbl. ágúst 2018

Valgreiðslusjóður

Eins og kirkjugestir hafa tekið eftir er búið að kaupa ný borð og nýja stóla í safnaðarheimilið, stólarnir og borðin eru mikil prýði og gefa safnaðarheimilinu léttara yfirbragð. Borðin eru þannig gerð að einfalt er að leggja þau saman og stólarnir staflast vel og því einfalt að breyta í salnum eftir því hvernig nota á salinn. Valgreiðslusjóðurinn er að gera okkur kleift að endurnýja það sem þarf í kirkjunni og nú í vor var keypt vandað hammond orgel sem á eftir að hljóma í messum og öðrum viðburðum. Áfram leitum við því til ykkar um að greiða valgreiðsluseðilinn í heimabankanum, það er engin kvöð en margt smátt gerir eitt stórt og þannig getum við áfram gert kirkjuna okkar enn fallegri. Einnig er hægt að leggja inn á reikning framkvæmdasjóðs kirkjunnar. Númerið er: 0327-26-490269-2749 og er allur stuðningur vel þeginn.

Orð Sérans: Hlátur er ódýrasta og áhrifamesta meðalið. Hlátur er alheimsmeðal

Guðsþjónustur


Frá ritara Í framhaldi af framkvæmdum á lóð kirkjunnar var á síðasta starfsári farið í að skipta út húsbúnaði í safnaðarheimilinu. Nú erum við bæði með nýja stóla og borð sem setur annan blæ á safnaðarheimilið auk þess sem málaðir voru veggir í lit til að lífga upp á salinn. Þótt búið sé að ráðast í ýmsar framkvæmdir á undangengnum árum eru alltaf einhver umbótaverkefni á lista hjá safnaðarstjórninni. Nú á vormánuðum fréttist af Hammond orgeli sem væri til sölu, var ákveðið að ráðast í kaup á því fyrir kirkjuna. Fyrri eigandi þess var Þórir Baldursson. Valgreiðslusjóðurinn verður notaður til að greiða fyrir orgelið. Um er að ræða orgel af gerðinni Hammond B3 sem er vinsælasta rafmagnsorgel allra tíma. Það er samsett úr nokkrum orgelum af þessari gerð. Kassinn er úr mjög gömlu orgeli frá um 1948. Lögð var mikil vinna í frágang hans til að fá þá fallegu áferð sem gerir orgelið alveg sérstakt. Aðrir íhlutir eru sennilega frá árunum 1954 til 1960. Orgelið var vandlega yfirfarið og hreinsað. Til viðbótar var settur í það svokallaður stringbassi sem útvíkkar notkunarmöguleikana töluvert. Það tók Þóri um ár að klára þessa endurbyggingu. Þórir hefur notað orgelið mjög sparlega á tónleikum og hefur það jafnan vakið mikla aðdáun fyrir útlit og tóngæði, meira að segja út fyrir landsteinana. Organistinn okkar hann Árni Heiðar hættir í endaðan ágúst og vil ég fyrir hönd safnaðarstjórnar þakka honum farsæl störf fyrir söfnuðinn og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Þá mun Kristján Hrannar taka við og halda utan um tónlistarstarf kirkjunnar ásamt því að stjórna áfram kórnum sem hann stofnaði í febrúar sl. Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Við væntum þess að þær falli safnaðarfélögum okkar vel.

Á síðasta aðalfundi varð sú breyting á að Sigurjón Ívarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og þær Helga Hansdóttir og Anna Björk Sigurjónsdóttir ekki til stjórnarsetu. Fyrir hönd safnaðarstjórnar þakka ég þeim farsæl störf fyrir söfnuðinn og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. Þá bjóðum við nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og þá sér í lagið Björgu Valsdóttur sem tekið hefur við sem formaður safnaðarstjórnar. Oft á vorin hefur safnaðarstjórnin tekið frá dag til tiltekta á lóð kirkjunnar en þar sem lóðin er nú í góðum höndum var dagurinn þetta vorið notaður til að taka til innanhúss. Farið var yfir geymslur og skápa og fjarlægt ýmislegt dót sem lagst hafði til í gegnum árin. Nú ætti aðgengi að nauðsynlegum búnaði að vera mun betra fyrir þá sem vinna í safnaðarheimilinu eða taka það á leigu. Ég vil hvetja safnaðarfélaga til góðrar mætingar í athafnir á vegum safnaðarins og taka vini og vandamenn með sér, ekki síst þegar söfnuðurinn er með kirkjukaffi. Að lokum vil ég óska safnaðarfélögum velfarnaðar og Guðs blessunar um ókomin ár. Kveðja, Guðlaug Björnsdóttir

Fyrstu vortónleikar Óháða kórsins

Á myndinni eru Árni Heiðar Karlsson og Kristján Hrannar Pálsson. Sá fyrrnefndi lætur af störfum fyrir söfnuðinn í haust eftir níu ár.

Hinn nýstofnaði Óháði kór er tekinn til starfa og hélt sína fyrstu vortónleika ásamt hljómsveit þann 17. maí síðastliðinn. Stofnandi og kórstjóri er Kristján Hrannar Pálsson. Á vortónleikunum voru flutt lög eftir

KK, Jóhann Jóhannsson og fleiri auk frumsamdra laga eftir kórstjórann. Við hvetjum allt söngfært fólk til að slást í hópinn og hafa samband við Kristján Hrannar á ugluspegill@gmail. com eða í síma 848-7777.

Bls. 2

Leiga á safnaðarheimilinu Safnaðarheimilið er á tveimur hæðum með sæti fyrir 55 manns á hvorri hæð. Ef þú hefur áhuga á að leigja það fyrir fermingar, skírnarveislur eða hvað eina þá endilega hafðu samband við Fanneyju Einarsdóttur kirkjuvörð. Gsm: 663-3505 (eftir kl. 16:00), email fe@hive.is

Viðtalstími safnaðarprests Viðtalstími safnaðarprests er í safnaðarheimili Óháðu kirkjunnar – Kirkjubæ á mánudögum milli kl. 18 og 19, svo og eftir samkomulagi. Sími í kirkjunni er 551-0999. Heimasími safnaðarprests er 552-2652 og farsíminn, ráprausið er 860-1955. Netfangið, rafröflið er afdjoflun@tv.is og heimahöfn er ohadisofnudurinn.is


Nýr organisti

hann út spunaplötuna Arctic Take One, sem er viðfangsverk um loftslagsbreytingar, og hélt jafnframt erindi um verkið á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu.

Kristján Hrannar Pálsson er fæddur í Reykjavík 1987. Hann nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og seinna jazzpíanó hjá Þóri Baldurssyni og Agnari Má Magnússyni í FÍH. Vorið 2018 útskrifaðist hann með kirkjuorganistapróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Samhliða organistanáminu hefur Kristján leyst af í ýmsum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og spilað við ýmsar athafnir. Í mars 2018 stofnaði hann Óháða kórinn sem hélt glæsilega vortónleika í Óháða söfnuðinum.

Kristján hefur komið víða við sem laga og textahöfundur, hljóðfæraleikari, útsetjari og pródúser. Hann var einn af stofnmeðlimum 1860 þar sem hann samdi lög og texta, lék á píanó, kontrabassa, harmonikku og gítar.

Árið 2013 gaf hann út sólóplötuna Anno Kristján mun næsta haust taka við sem 2013 þar sem hann þreytti frumraun sína tónlistarstjóri og organisti við Óháða sem raftónlistarmaður og fékk sú plata söfnuðinn af Árna Heiðari Karlssyni. glimrandi dóma í Morgunblaðinu. Þá lék hann undir og söng í endurkomu 3 á palli með Eddu Þórarinsdóttur. Árið 2016 gaf

Andboltamaðurinn

Fjölskylduskemmtun í Guðmundarlundi 2018

Hauststarfið hefst að venju með fjölskylduskemmtun í Guðmundarlundi 22. ágúst kl. 18:00. Það er auðvitað búið að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri. Veitingar verða í boði safnaðarins og við hvetjum alla stóra sem smáa til að koma og njóta veitinganna sem verða grillaðar og skolað niður með gosdrykkjum. Í Guðmundarlundi er ýmislegt hægt að hafa

fyrir stafni, borða, spjalla, leika, syngja og Pétur mætir með glóðvolgar safnaðarfréttir sem einnig er hægt að glugga í. Allir hjartanlega velkomnir og gott er að taka vini sína líka með. Sjá nánari upplýsingar á vefsvæðinu okkar ohadisofnudurinn.is ásamt leiðbeiningum um hvernig finna má lundinn.

Bls. 3

Í Gúllasguðsþjónustunni var tekið fyrir í predikuninni tilbeiðslan á boltbölsguðinum, en þar eru stærstu vakningarsamkomur í heiminum haldnar. Fyrst var boltinn settur í vatn, sem nýbúið var að skíra úr. Tveir fremstu bekkirnir rýmdir til þess að fólkið yrði ekki fyrir voðaskoti. Beðið í algerri ró, þar til safnaðarpesturinn tók upphafsspyrnuna eftir að hafa verið flautað til leiks, og mark skorað eftir aðeins 27 sekúndur, en það er styttsti tími í HM þar til mark var skorað. Minnt á mikilvægi þess, að við látum Drottin vera fyrirliða okkar í liðsheildinni, en við erum öll saman í hans liði.


Starfsskrá haustmisseris 2018 22. ágúst.

kl. 18:00

Fjölskylduferð í Guðmundarlund. Sjá heimahöfn safnaðarins.

26. ágúst.

kl. 20:00

Guðþjónusta / Maul eftir messu.

9. sept.

kl. 14:00

Guðþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.

kl. 17:00

Þakkargerðardýrlingstónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur.

kl. 14:00

Uppskerumessa / Barnastarf. Menn mæti með uppskeru

23. sept.

sumarsins til að maula með. 14. okt.

kl. 14:00

Kirkjudagurinn / Töfrabrögð. Fjölskylduguðsþjónusta. Kaffisala safnaðarins eftir messu.

28. okt.

kl. 14:00

Jazzmessa / Barnastarf. Maul eftir messu.

4. nóv.

kl. 14:00

Samvera aldraðra í kirkjunni.

11. nóv.

kl. 14:00

Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.

25. nóv.

kl. 14:00

Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.

9. des.

kl. 20:00

Aðventukvöld / Endurkomukvöld.

TÖLUR ÚR SAFNAÐARSTARFI

Kaffi og smakk á smákökunum. 24. des.

kl. 18:00

Aftansöngur á Aðfangadagskvöldi

25. des.

kl. 14:00

Hátíðarguðsþjónusta á Jóladegi.

31. des.

kl. 18:00

Aftansöngur á Gamlaárskvöldi.

Skírnir................................ 19 Fermingar........................... 11

Starfsskrá vormisseris 2019

Hjónavígslur.................... 19

13. jan.

kl. 14:00

Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.

27. jan.

kl. 14:00

Tregatrúartónlistarmessa / Barnastarf. Maul eftir messu.

10. feb.

kl. 14:00

Guðsþjónusta / Barnastarf. Maul eftir messu.

24. feb.

kl. 14:00

Tónlistarmessa / Barnastarf. Maul eftir messu.

10. mars

kl. 14:00

Fjölskylduguðsþjónusta. Töfrabrögð. Kaffisala til styrktar Bjargarsjóði. Nammi namm.

24. mars

kl. 14:00

Fermingarguðsþjónusta / Barnastarf.

7. apr.

kl. 17:00

Batamessa

14. apr.

kl 14:00

Fermingarguðsþjónusta / Barnastarf.

19. apr.

kl. 20:30

Kvöldvaka á föstudaginn langa.

21. apr.

kl. 08:00

Páskadagsmorgunn / Balletttjáning. Heitar brauðbollur og súkkulaði.

28. apr.

kl. 14:00 kl. 14:00

Öskuker............................... 7 Skilnaðarvottorð............. 5 Meðaltalsfjöldi kirkjugesta í guðsþjónustum........... 53 Fjöldi altarisgesta....... 339

Tilraunamessa / Barnastarf / Maul eftir messu. Aðalfundur safnaðarins eftir messu.

12. maí

Jarðarfarir......................... 11

Safnaðarfélagar........ 3273

Guðsþjónusta / Barnastarf. Viðamikill viðurgerningur eftir messu.

25. maí

kl. 9:00

Gönguguðsþjónusta. Athugið Breyttan messutíma og dag.

26. maí

kl. 14:00

Jazzmessa / Maul eftir messu.

10. júní

kl. 20:00

Kvöldmessa á annan í hvítasunnu. Maul eftir messu.

23. júní

kl. 18:00

Gúllasguðsþjónusta.

Tólf sporin - andlegt ferðalag Fyrsti kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. sept kl. 19:30 í kirkjunni okkar. Næstu þrír fundir verða opnir öllum - best er að mæta á alla opnu fundina. Upplýsingar gefur Gunnar í síma. 663-4395. Sjá nánar á viniribata.is.

Bls. 4

Ný stjórn kjörin Á aðalfundi safnaðarins þann 22. apríl var kosin ný stjórn. Björg Valsdóttir var kjörin formaður, Valdimar Ingi Þórarinsson gjaldkeri og Guðlaug Björnsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Ómar Örn Pálsson, Anna Sigríður Hjaltadóttir, Guðjón Pétur Ólafsson, Ingveldur Valsdóttir, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Þórhildur Kristjánsdóttir. Skoðunarmenn reikninga eru Bjarni Jónsson og Ragnar K. Kristjánsson og Hannes Guðrúnarson varamaður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.