Rótarýblaðið 2012
K RÆKLINGARÆKT F ISKELDI HG S JÁVARTENGT NÁM Í H ÁSKÓLASETRINU R ÓTARÝKLÚBBUR Í SAFJARÐAR 75 ÁRA
FRÁ RITNEFND Hörður Högnason, formaður ritnefndar
Rótarýblaðið er gefið út í tilefni árlegs umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. Árið 2012 er það haldið 14. og 15. september á Ísafirði, í heimabæ nýkjörins umdæmisstjóra, Kristjáns Haraldssonar. Rótarýklúbbur Ísafjarðar sér um útgáfu blaðsins að þessu sinni. Íslenska Rótarýumdæmið hefur innan sinna vébanda 31 klúbb víðsvegar á landinu og yfir 1200 félaga. Kristján er þriðji félaginn úr Rótarýklúbbi Ísafjarðar sem gegnir embætti umdæmisstjóra. Hinir tveir eru Kjartan J. Jóhannsson, læknir (1951-1952) og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður (1994-1995). Þema umdæmisþingsins í ár er “harpa hafsins” og dregur fyrri hluti blaðsins dám af hljómfalli hennar í lífi og starfi fólks á norðanverðum Vestfjörðum, einkum því, sem fer ekki hátt í fréttaflóðinu á landsvísu. Útgerð og fiskveiðar hafa tekið þó nokkrum breytingum á undanförnum áratugum með breyttu fiskveiðikerfi, framförum í veiðitækni og fiskvinnslu og markaðsvæðingu í fisksölu. Fiskeldi í sjókvíum er að aukast, ræktun á skelfiski í þróun, vísindastarf í þróun efna unnum úr sjávarfangi blómstrar og nýir nytjafiskar eru komnir á Íslandsmið í miklu magni. Eins og víða annars staðar á landinu hefur sjósóknin á Vestfjörðum líka tekið annars konar breytingum og er nú í sívaxandi mæli gert út á ferðamenn. Þar er enginn kvóti og geta ferðafrömuðir veitt alla þá sem þeir ná að draga vestur. Farþegafluttningar á bátum eru miklir öll sumur til Hornstranda, um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Stórskútur bjóða ferðamönnum lúxusferðalög og skíðaferðir í Jökulfirði og til Grænlands. Útgerð smábáta til sjóstangaveiða er mikil og vaxandi og koma t.d. vikulegir flugvélafarmar Þjóðverja öll sumur í þeim tilgangi. Boðið er uppá kajaksiglingar, kennd meðferð seglbáta og umgengni við hafið. Þá skipta farþegar skemmtiferðaskipa, sem heimsækja norðanverða Vestfirði, tugþúsundum á hverju sumri. Ekki má gleyma námi og námskeiðum tengdum hafinu og strandlengjunni í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, sem hafa verið vinsæl meðal innlendra sem erlendra námsmanna. Seinni hluti blaðsins er helgaður 75 ára afmæli Rótarýklúbbs Ísafjarðar. Hann er næst elsti Rótarýklúbbur landsins, stofnaður 20. október 1937. Ritnefndin vonar að lesendur hafi gagn og gaman af efni blaðsins, óskar fulltrúum á umdæmisþingi ánægjulegra daga á Ísafirði og Rótaryfélögum gæfu og gengis í lífi og starfi.
EFNISYFIRLIT Bls. 1 Frá ritnefnd Bls. 2 Ávarp umdæmisstjóra Bls. 4 Fulltrúi alþjóðaforseta Fulltrúi Rótarýumdæmanna á Norðurlöndum Bls. 5 Harpa Hafsins Bls. 7 Fiskeldi HG Bls. 11 Kræklingarækt á Íslandi
1
Bls. 13 Vistvænt sjávarþorp með sérstöðu Bls. 21 GSE ferð til Ástralíu Bls. 23 Rótarýfundur á netinu Bls. 25 Rótarýklúbbur Ísafj. 75 ára Bls. 33 Lífið með Rótarý Bls. 38 Forsetar og Ritarar Rótarý 2012 - 2013
Ritnefnd: Gunnlaugur Jónasson, Hörður Högnaason, Jón Páll Halldórsson Auglýsingastjóri: Jóhann Króknes Torfason Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf Hönnun og umbrot: Grétar Örn Eiríksson Forsíðumynd: Harpa hafsins, höggmynd eftir Svanhildi Sigurðardóttur. Ljósmynd: Hrafn Snorrason Upplag: 2000 blöð Útgáfuár: September 2012
Ávarp umdæmisstjóra
ÞJÓNUSTA Í ÞÁGU FRIÐAR
Kristján Haraldsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar Íslenskir rótarýfélagar koma nú saman til Umdæmisþings í 67. sinn. Umdæmisþingið er að þessu sinni haldið á Ísafirði og ber Rótarýklúbbur Ísafjarðar allan veg og vanda af því. Þar sem allt líf okkar hér vestra er svo nátengt sjónum höfum við valið umdæmisþinginu yfirskrift-ina „Harpa hafsins“ og er ætlan okkar að á þinginu verði fjallað um tengsl okkar við hafið í víðasta skilningi. Rótarýklúbbur Ísafjarðar er næst elsti rótarýklúbbur landsins stofnaður 20. október 1937 og fagnar 75 ára afmæli nú í haust. Þetta er í þriðja sinn sem umdæmis-
stjóri íslenska rótarýumdæmisins kemur úr röðum félaga í Rótarýklúbbur Ísafjarðar. Áður hafa gegnt starfi umdæmisstjóra Kjartan J. Jóhannsson læknir, 1951-1952, og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, 1994-1995. Markmið starfs okkar innan Rótarýhreyfingarinnar er að efla og örva þjónustuhugsjónina sem grundvöll heiðarlegs starfs með einkunnarorðunum „Þjónusta ofar eigin hag“. Þessu markmiði náum við með því að efla og örva:
1. Þróun kunningsskapar, svo að hann veiti tækifæri til þjónustu. 2. Háleitar siðgæðiskröfur í viðskiptum og starfi, viðurkenningu á gildi allra nytsamra starfa og viðurkenningu þess, að sá, sem innir gott starf af hendi í starfsgrein sinni, sé samfélaginu þarfur þegn. 3. Viðleitni hvers rótarýfélaga til að breyta samkvæmt þjónustuhugsjóninni í einkalífi sínu, starfi og félagsmálum. 4. Alþjóðlegan skilning, velvild og frið með alheims félagsskap manna í öllum starfsgreinum, sem sameinast í þjónustu- hugsjóninni. 5. Samstarf með ungmennum í þeim tilgangi að þroska leiðtogahæfni þeirra, þáttöku þeirra í samfélagsverkefnum og auka skilning milli þjóða með ungmennaskiptum. Við rótarýfélagar höfum leiðarljós sem kallað er fjórpróf og notum það til að vega og meta ætlanir okkar og áform. • • • •
Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?
Ef okkur ber gæfu til þess að vinna í anda fjórprófsins erum við sannarlega að leggja okkar að mörkum á leið að bættu samfélagi. Þegar ég velti fyrir mér af hverju einstaklingar bindast böndum og sameinast í Rótarýklúbbum og svarið rennur upp í huga mínum, verður mér hugsað til nafns fyrstu bókarinnar sem ég fékk þegar ég hóf skólagöngu, Gagn og Gaman. Gagn fyrir viðkomandi sem kynnist ólíkum starfsgreinum og viðhorfum þannig að víðsýni hans eykst og gagn fyrir utanaðkomandi sem verða aðnjótandi starfsemi Rótarýklúbbsins. Gamanið er síðan hinn hliðin á peningnum. Við verðum að gæta þess að þrátt fyrir nauðsynlega formfestu séu fundir okkar skemmtilegir og kynni við aðra klúbbfélaga ánægjuleg þannig að rótarýfélagi haldi ávallt til fundar með tilhlökkun og eftirvæntingu í huga. Gaman saman hljómar sem áhugavert slagorð í mín eyru.
Kjörorð forseta alþjóðahreyfingar Rótarý er „Peace through service“ eða á íslensku „Þjónusta í þágu friðar“. Þetta kjörorð er mun víðtækara en svo að það nái einungis til vopnaðra átaka. Þetta kjörorð á mjög vel við á Íslandi nú um stundir þar sem þjóðin skiptist fylkingar í ýmsum málum og sundurlyndi og sundurþykkja ríkir. Við íslenskir rótarýfélagar getum með þjónustuhugsjónina að vopni lagt okkar að mörkum til að sættir náist. Ef við höfum þetta kjörorð „Þjónusta í þágu friðar“ávallt í huga er það jafnvíst og að dropinn holar steininn að við munum nokkrum árangri. Í ritinu „Rótarýhreyfingin á Íslandi 50 ára“ er fjallað um sögu Rótarýklúbbs Ísafjarðar og þar segir m.a.: „Rótarýfélagar spyrja oft sjálfa sig, hvað lítill klúbbur geti lagt af mörkum til alþjóðaþjónustu. Í fljótu bragði virðist ekki vera um margt að ræða, en það hefir þráfaldlega komið í ljós, að litli klúbburinn getur haft sín áhrif, ef rétt tækifæri eru hagnýtt. Í maí 1952 færðu Íslendingar fiskveiðilandhelgi sína út í 4 sjómílur. Útfærslunni var mótmælt af þeim þjóðum, sem stundað höfðu veiðar á svæðinu,
en engum mótaðgerðum var þó beitt gegn Íslendingum af hálfu stjórnvalda þessara landa. Hins vegar ákváðu brezkir togaraeigendur og fiskkaupmenn að setja bann á löndun íslenzks fisks í Bretlandi, og brezk blöð héldu upp áróðri, sem var mjög andsnúinn hagsmunum Íslendinga. Fyrirsjáanlegt var, að ráðstafanir þessar gætu haft alvarleg áhrif á efnahag Íslendinga, en á þessum tíma seldist um fjórðungur botnfiskafla Íslendinga á brezkum markaði. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundi Rótarýklúbbs Ísafjarðar. Í framhaldi af þeim ritaði forseti klúbbsins langt og vinsamlegt bréf til 24 rótarýklúbba í brezkum hafnarbæjum og skýrði málstað okkar. Benti hann m. a. á, að Íslendingum væru einnig bannaðar veiðar innan 4 sjómílna lögsögunnar á sama hátt og hinum erlendu þjóðum. Þetta bréf varð auðvitað ekki til að leysa þessa viðkvæmu deilu en það varð til þess að rótarýfélagar okkar í 24 brezkum hafnarbæjum sáu málið í öðru ljósi en áður. Hlaut forseti klúbbsins verðugt lof fyrir framtak sitt og tilraun sína til að glæða skilning meðal þjóða.“ Kristján Haraldsson Umdæmisstjóri 2012-2013
2
3
FULLTRÚI ALÞJÓÐAFORSETA RÓTARÝ Peter og Inge Bundegaard, fulltrúar alþjóðaforseta Rotary International á Umdæmisþingi 2012 Peter Bundegaard er tannlæknir að mennt og hlaut sérfræðiviðurkenningu í tannréttingum 1978. Hann er meðlimur í danska tannlæknafélaginu og fyrrverandi stjórnarmaður í félagi danskra tannréttingarsérfræðinga. Peter hefur verið Rótarýfélagi síðan 1965 og var umdæmisstjóri 1979-80, hefur stýrt umræðum á alþjóðaþingi Rótarý, setið og gegnt formennsku í nefndum á vegum alþjóðahreyfingar Rótarý og var þar stjórnarmaður 1995-97. Hann sat í alþjóðlegri stjórnarnefnd Polio Plus verkefnisins 2006-08 og er í dag ráðgjafi fyrir kynningarstarfsemi Polio Plus verkefnisins í Danmörku. Hann var
einnig stjórnarmaður í Rótarysjóðnum (Rotary Foundation) frá 2005-09. Peter hefur fjórum sinnum sinnt sjálfboðastörfum fyrir Rótarýsjóðinn á Filippseyjum, Jamaíka og í Brasilíu. Hann hefur hlotið heiðursverðlaun Rótarýsjóðsins fyrir þjónustustörf sín og viðurkenningu sjóðsins fyrir frábær störf í hans þágu. Þá hefur hann hlotið Alþjóðleg heiðursverðlaun Rotary fyrir störf í þágu Polio Plus verkefnisins. Peter er kvæntur Inge Bundegaard og eiga þau 3 börn og 6 barnabörn.
FULLTRÚI RÓTARÝUMDÆMANNA Á NORÐURLÖNDUNUM Anette Löwert og Per Höyen, fulltrúar Rótarýumdæmanna á Norðurlöndum á Umdæmisþingi 2012
fyrirtæki á sviði ráðgjafar og fyrirlestra í geðlæknisfræði og hefur ritað 3 fræðibækur.
Anette Löwert er geðlæknir og starfar við geðdeild sjúkrahússins í Vejle í Danmörku. Hún hefur verið ráðgefandi geðlæknir við dönsku ríkisfangelsin. Þar að auki hefur hún menntun í klínískri kynfræði. Anette rekur eigið
Á vegum Rótarý hefur hún gegnt starfi klúbbforseta og klúbbráðgjafa, verið ”Protection Officer”, þ.e ábyrgur aðili sem ber ábyrgð á velferð skiptinema á vegum Rótarý formaður félagaþróunarnefndar. Hún hefur gegnt starfi aðstoðarumdæmisstjóra, setið í starfsskiptanefndinni dönsku og stýrt þróunarverkefnum tengdum vatni og hreinlæti annars vegar og heilsu og hungri hins vegar í 3 ár. Einnig annaðist Anette Rótarýfræðslu fyrir maka tilvonandi umdæmisstjóra fyrir 2 árum og í ágúst 2012.
Hún hefur haldið fyrirlestra um vatnsog hreinlætisverkefni á vegum Rotary, bæði hjá dönsku Rótarýumdæmunum og á alþjóðaþingi Rótarý og á sama vettvangi tekið þátt í fræðslu um hvernig á að stýra Rótarýklúbbum svo vel sé. Hún hefur verið í forsvari fyrir styrkveitingu til verkefnis á Jövu og tekið þátt í fjórum vatnsverkefnum á Jövu. Anette var gestafyrirlesari á umdæmisþingi í Macon, Georgíu í BNA, og fjallaði þar um væntingar móður til nemendaskiptaverkefnis Rótarý í því umdæmi. Hún var sérstakur aðstoðarmaður eiginkonu Alþjóðaforseta Rótary árið 2008 og fulltrúi Alþjóðaforsetans 2011.
4
HARPA HAFSINS Jón Páll Halldórsson, félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar
Á því leikur enginn vafi, að sú breyting og sú uppbygging, sem varð í sjávarútvegi landsmanna í byrjun liðinnar aldar hafði í för með sér meiri breytingar á búsetu og mannlífi í landinu en nokkuð annað á liðinni öld. Sú uppbygging lagði grunninn að þeirri velmegun, sem þjóðin bjó við meginhluta aldarinnar. Allt fram undir lok nítjándu aldar var Ísland nær hreinræktað bændaþjóðfélag og hér bjó dreifbýlisþjóð. Af 78 þúsund íbúum landsins bjuggu aðeins 15 þúsund manns í þéttbýli, innan við 20%. Í höfuðstaðnum bjó rösklega þriðjungur þéttbýlisbúa, rúmlega 6 þúsund manns og rúmlega 1 þúsund í stærstu bæjunum, Akureyri og Ísafirði. Tuttugu árum síðar hafði þétt-býlisbúum fjölgað í 40 þúsund og bjó þá tæpur helmingur þjóðarinnar í þéttbýli. Þessi búsetuþróun hélt svo áfram alla 20. öldina, þéttbýlisbúum fjölgaði, en að sama skapi fækkaði í strjálbýlinu. Um miðja öldina var svo komið, að yfir 70% landsmanna bjó í þéttbýli. Aldrei áður hefir saga Íslands gerzt svo hratt. Þessi búsetuþróun verður vart skýrð nema á einn veg: Mikil upp-bygging í sjávarútvegi vítt og breitt um landið, sem lagði grunninn að vaxandi velmegun landsmanna. Sjávarútvegurinn varð á þessum árum megin atvinnugrein landsmanna, undirstaða íslenzks efnahagslífs. Á þessu tímaskeiði var fiskiskipaflotinn vélvæddur, vélbátar leystu árabátana af hólmi um land allt og við Faxaflóa hófst umfangsmikil togarútgerð, sem leysti af hólmi þilskip 19. aldarinnar. Vélvæðingin í sjávarútvegi á Íslandi er nánast jafngömul 20. öldinni. Hún er jafnan talin hefjast árið 1902, þegar vél var sett í sexæringinn Stanley, sem þeir áttu Árni Gíslason, formaður
5
og síðar yfirfiskimatsmaður á Ísafirði, og Sophus J. Nielsen, verzlunarstjóri á Ísafirði. Þegar þeir Árni Gíslason og Sophus J. Nielsen höfðu ákveðið að kaupa vél í sexæring sinn, fengu þeir ungan vélfræðing frá Danmörku, J.H. Jessen að nafni, til að setja vélina niður og kenna Árna meðferð hennar. Þessi ungi Dani settist síðan að á Ísafirði, stofnaði þar vélaverkstæði í samvinnu við útgerðarmenn á staðnum. Hann gerðist síðar lærifaðir fyrstu íslenzku vélstjóranna. Jessen reyndist góður vélsmiður og lipurmenni og fékk því strax mikil viðskipti. Með stofnun Vélsmiðju J.H. Jesssen var lagður góður grunnur að kennslu á þessu sviði. Ljóst er, að
liðin frá því að fyrsta bátavélin kom til landsins. Við það tækifæri tilkynnti Þorsteinn Pálsson, fyrrv. forsætis- og sjávarútvegsráðherra, að Sögufélag Ísfirðinga myndi hafa forgöngu um, í samráði við frumherjana og ýmsa aðila, sem málinu tengjast, að reistur yrði minnisvarði á Ísafirði um þennan merka atburð í atvinnusögu þjóðarinnar. Janframt tilkynnti hann, að til þess hefði verið valið verkið Harpa hafsins eftir Svanhildi Sigurðardóttur, myndlistamann í London. Að tillögu listamannsins var verkið steypt í brons í blágrænum lit með þar til gerðri patínu, sem veðrast betur, þegar sjávarrok er annars vegar, eins og algengt er á Ísafirði. Framan á stallinum er koparskjöldur með áletruninni: Svanhildur Sigurðardóttir: Harpa hafsins. Reist til minningar um upphaf vélbátaútgerðar á Íslandi, sem hófst við Ísafjarðardjúp á bátnum Stanley í nóvember 1902. Forgöngu um þetta fyrsta skref í nýrri atvinnusögu Íslendinga hafði Árni Gíslason, formaður, ásamt Sophusi J. Nielsen verzlunarstjóra og J.H. Jessen vélsmið.
hún hafði ómæld áhrif á uppbyggingu þessar atvinnugreinar hér á landi. Í ársbyrjun 2002 varpaði ég fram þeirri hugmynd í stuttri blaðagrein, að reistur yrði minnisvarði til minningar um upphaf vélvæðingar bátaflotans. Um haustið, í nóvember 2002, komu Ísfirðingar og ýmsir aðilar tengdir sjávarútvegi saman, til að minnast þess að eitt hundrað ár voru
Á bakhlið stallsins eru skráð nöfn þeirra, sem báru kostnað af kaupum á verkinu og uppsetningu þess. Verkinu var valinn staður við Skutulsfjarðarbraut og Vallartún og afhjúaði höfundur það 19. júní 2004 að viðstöddu fjölmenni. Þar flutti Þorsteinn Pálsson, félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur, ræðu og minntist frumherjanna, en Árni Gíslason var langafi hans. Annar rótarý-félagi, Viggo R. Jessen, vélfræðingur, sem var félagi Rótarýklúbbs Akureyrar (1940-45) og síðar Rótarýklúbbs Reykjavíkur (195690) var sonur J.H. Jessen og lærði vélsmíðina hjá honum.
Fast þeir sækja sjóinn! Bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip SAUÐÁRKRÓKUR
HÚSAVÍK
AKUREYRI
www.isfell.is ÞORLÁKSHÖFN HAFNARFJÖRÐUR
Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur ásamt veiðarfæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
VESTMANNAEYJAR
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður
www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
6
FISKELDI HRAÐFRYSTIHÚSSINSGUNNVARAR Kristján Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG
Hraðfrystihúsið – Gunnvör h.f. (HG) er fjölhliða sjávarútvegsfyrirtæki sem stofnað var í Hnífsdal árið 1941. Fyrirtækið rekur bæði útgerð og fiskvinnslu þar sem skip félagsins veiða á milli 11 og 12 þúsund tonn af fiski á ári.
2.000 tonnum af þorski. Fjöldi áskorana í þróun þorskeldis blasa við, en stærsta verkefnið varðar kynbætur á þorski og framleiðslu seiða, auk fyrirbyggingar sjúkdóma í sjókvíum. Óvíst er hvernig til tekst að vinna úr þessum áskorunum en þekkingaruppbygging í sjókvíaeldi og aðstæðum til þess ætti einnig að geta nýst öðrum fisktegundum eins og laxi og regnbogasilungi. Á vegum HG hefur verið stundað rannsókna- og þróunarstarf í þorskeldi frá árinu 2001. Starfsstöð
Rán ÍS – fóðrunarbátur
Framleiðsla sjávarfangs í heiminum í gegnum fiskeldi hefur stóraukist undanfarin ár og áratugi og eldisafurðir eru nú algengar og áberandi á alþjóðlegum mörkuðum. Nú þegar flestir hefðbundnir fiskstofnar eru fullnýttir, sjá menn fram á að aukinni eftirspurn verði aðallega mætt með ennþá auknu fiskeldi. Með þessa sýn að leiðarljósi hafa starfsmenn HG unnið að uppbyggingu þekkingar innan fiskeldis og aðstæðum til fiskeldis á starfssvæði sínu við Ísafjarðardjúp. Á árinu 2002 var ákveðið að kanna möguleika á þróun fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Það ár voru hafnar tilraunaveiðar á þorski til áframeldis í sjókvíum að norskri fyrirmynd en til lengri tíma litið voru möguleikar á aleldi taldir gefa meiri vaxtarmöguleika. Nú er bæði stundað áframeldi og aleldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði en þar hefur fyrirtækið leyfi fyrir framleiðslu á
7
Sjókvíaeldi í Álftafirði
fyrirtækisins fyrir seiðaeldi er hjá Háafelli ehf. á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi, en fyrirtækið er dótturfélag HG. Þá er HG einn af eigendum IceCod ehf. sem stundar kynbætur og seiðaeldi á þorski. Sjókvíaeldi fyrirtækisins er er nú staðsett í Álftafirði og Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og hefur árlegt slátrað magn verið á bilinu 400 til 1.000 tonn undanfarin ár. Landaðstaða sjókvíaeldisins er í Súðavík og eru þjónustubátar eldisins einnig gerðir út þaðan. Til fóðrunar er notaður sérhæfður bátur en auk þess eru notaðir innfjarðarækjubátar
til veiða á villtum þorski til áframeldis. Þá er fyrirtækið með brunnbát sem er sérbyggður til að flytja lifandi fisk bæði að og frá sjókvíum. Einnig er hann notaður til að flytja lifandi fisk úr sjókvíum yfir að sláturaðstöðu félagsins í Súðavík. Eftir blóðgun og slægingu er fiskurinn fluttur í fiskvinnslu félagsins í Hnífsdal til frekari vinnslu. Í dag starfa um 6 manns við sjókvíaeldið í Álftafirði og Seyðisfirði, auk fjölda starfa við slátrun í Súðavík og vinnslu afurðanna í Hnífsdal. Í seiðaeldisstöð Háafells ehf eru nú um 1,5 stöðugildi Framtíðaráform HG er að auka fiskeldisstarfsemi félagsins og vera með laxeldi, regnbogasilungseldi ásamt áframeldi og aleldi á þorski. Áframeldi á þorski hefur verið mikilvægur liður í að afla þekkingar á staðháttum og afla reynslu af rekstri sjókvíaeldisstöðva í Ísafjarðardjúpi. Á undanförnum árum hefur aleldi á þorski verið rekið sem þróunarverkefni til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Enn á eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Eftir því sem meiri framfarir verða í kynbótum á þorski mun framleiðslan aukast, en ekki er gert ráð fyrr uppskölun fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2015. Stefnt er að því að samhliða þorskeldi verði HG einnig með lax- og/eða regnbogasilungseldi og að fyrstu laxfiskaseiðin fari í sjó vorið 2013. Fyrst í stað er reiknað með tiltölulega
8
litlu umfangi á meðan verið er að afla reynslu af eldi laxfiska. Um miðjan þennan áratug verði síðan tekin ákvörðun um frekari uppbyggingu þorskeldis, laxeldis og regnbogasilungseldis sem byggist á þeirri reynslu sem hefur verið aflað af eldisstarfsemi HG og framtíðarspám um arðsemi. Markmið HG er að framleiða samtals 7 þúsund tonn af þorski, laxi og regnbogasilungi á seinni hluta þessa áratugar. Því hefur fyrirtækið sótt um leyfi til yfirvalda um að stækka núverandi eldissvæði og hafa jafnframt möguleika á að ala lax og/eða regnbogasilung. Umfang eldisins á einstökum eldistegundum mun fara eftir afkomumöguleikum hverju sinni og kunna því að eiga sér stað miklar breytingar á framleiðslumagni einstakra tegunda á þessum áratug.
9
PIPAR\TBWA - SÍA
Sæktu um lykil núna á ob.is
Afsláttur allan hringinn með ÓB-lyklinum
1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. 2. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa eða American Express Vildarkort Icelandair. Einnig er hægt að tengja lykilinn Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð, sem gerir um 4 kr. í formi Vildarpunkta Icelandair.
10
KRÆKLINGARÆKT Á ÍSLANDI Jóhann Ólafson, félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar
3 mánaða gömul skel
14 mánaða gömul skel
Kræklingur (bláskel) Löng hefð er fyrir neyslu kræklings í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur eftirspurnin aukist mikið undanfarna áratugi. Veiðar á villtum krækling hefur ekki getað uppfyllt þörf markaðarins og því hefur ræktun aukist mikið, sérstaklega á Spáni, Belgíu, Ítalíu, Frakklandi og Hollandi. Vegna aukinna krafna í umhverfismálum hefur víða þrengt að ræktun og hefur hún t.d. dregist saman um 70- 80.000 tonn í Hollandi. Að hluta til hefur verið brugðist við því með aukinni framleiðslu í öðrum Evrópulöndum ásamt innflutning frá t.d. Síle. Enn vantar þó mikið upp á að framleiðsla anni eftirspurn í Evrópu. Rétt er að ítreka að kræklingur er ræktaður en mikil munur er á því og eldi þar sem fóðra þarf framleiðsluna. Línur eru lagðar í sjó sem safna síðan á sig lifrum síðsumar, sem síðan vaxa á línunum og nærast á ýmsum tegundum af svifþörungum, plöntusvifum, bakteríum og lífrænum leyfum. Kræklingur er svokallaður síari og hreinsar sjóinn um leið og hann nærist og því er hann sjálfbær um fæði meðan hann vex. Yfir sumarmánuðina geta safnast fyrir eitraðir þörungar í skelinni og því er víða miðað við að tína hana ekki, eða uppskera, í mánuðum sem ekki hafa „r“ í nafninu. Slík eitrun er venjulega ekki hættuleg hraustu fólki, en geta þó verið varasöm fyrir börn, ófrískar konur og þeim sem veikburða eru. Eituráhrifin á fólk geta verið með mismunandi hætti en algengast er að finna fyrir ógleði, uppköstum og niðurgangi, en einnig getur borið á brunaverk eða dofa í vörum, tungu og munni, andliti og útlimum. Hér á landi hefur kræklingur lítið verið nýttur en á árum áður var talað niðrandi um þá sem nýttu hann til fæðu, og kallað að „lepja dauðann úr skel“. Íslendingar eru þó að læra að meta krækling sem sælkerafæðu og má nú víða sjá hann í kæliborðum
11
verslana hér á landi. Margir fara í fjöru til að tína villtan krækling sem eldað er þegar heim er komið. Kræklingarækt á Íslandi hefur enn ekki slitið barnskónum og varla hægt að ræða um hana sem atvinnugrein. Hún er þó stunduð víða um land og hafa flest þau fyrirtæki sem fyrir því standa sameinast í landsamtökum sem kallast; Skelrækt, landssamtök skelræktenda. Fimm fyrirtæki stunda ræktun á Vestfjörðum; IMC í Krókfjarðarnesi, Skelfiskur á Patreksfirði, Nýskel á Tálknafirði, ST-4 í Drangnesi og Vesturskel á Ísafirði. Saman eiga fjögur síðasttöldu fyrirtækin fyrirtæki sem kallast Íslenskur kræklingur, en það fyrirtæki sér um kaup á búnaði til ræktunar, þróun í ræktunarmálum og sölumál. Kræklingarækt Ræktun á krækling krefst mikillar kunnáttu, enda um töluvert flókið ferli að ræða. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti ákjósanlegar, hreinn sjór, lirfusöfnun mikil og íslenskur kræklingur þykir hafa góða kjötfyllingu og vera mikið lostæti. Hann vex að vísu aðeins hægar í köldum sjó hér við land en sunnar í álfunni, en á móti kemur hreinleiki og einstök bragðgæði. Við lirfusöfnun má gera ráð fyrir 20- til 30.000 skeljum á hvern metra í byrjun, en síðan minnkar þéttleikinn eftir því sem hún stækkar. Oftast er skelin tekin af söfnurum eftir um 14 mánuði, en þá hún á milli 15-25 mm að stærð og fjöldinn um 10.000 á lengdametra söfnunarlínu. Þá er skelin tekin um borð í bát og klædd í netpoka, sem kallað er að sokka hana, og eru þá hafðar um 800 skeljar á lendarmetra. Skelin er síðan höfð í þessum sokkum fram að uppskeru, og er hún þá um 50 mm að
stærð. Hér við land tekur þetta ferli að lágmarki um 20 mánuði. Óblíð náttúröfl hér við land eru helstu óvinir skelræktenda, en einnig getur æðafugl og krossfiskur miklir afræningjar ræktunar og geta valdið miklu tjóni. Séu línur ekki nægjanlega djúpt getur æðafuglinn kafað niður að henni, en kræklingur er ein helsta fæða hans. Sökkvi línan á botninn, sem getur gerst við mikinn vöxt a skelinni sem þyngir línuna og dregur hana niður, kemur krossfiskur til sögunnar og étur skelina af línunni. Umhverfismál Miklar og auknar kröfur eru gerðar til ræktanda vegna umhverfismála. Að sumu leyti getur það unnið með íslenskum ræktendum þar sem slíkt hefur þegar þrengt mikið að erlendum ræktendum, sem leitt hefur til skorts á mörkuðum fyrir krækling. En eftirlitið og skriffinkan kostar
drjúgt og gerir litlum framleiðendum hér á landi erfitt fyrir. Til að stunda kræklingarækt þarf á annan tug leyfa frá hinum ýmsu aðilum, áður en fyrsta línan er sett í sjó. En Íslendingar hafa mikið af plássi til ræktunar miðað við samkeppnisaðila í Evrópu, sem gæti gefið þeim samkeppnisforskot til framtíðar. Matreiðsla Kræklingur er ódýr vara sem þarf að framleiða í stórum stíl. Hann er oft fluttur lifandi á markað en hér á landi eru aðilar byrjaðir að frysta hann í neytandapakkningar og senda á markað í suður Evrópu. Eitt fyrirtæki hefur flutt út lifandi krækling í gámum til Hollands og hefur það skilað góðu verði og viðskiptavinir verið mjög ánægðir með gæðin. Kræklingur er venjulega soðinn á pönnu í eigin safa og oftar en ekki notaður í súpu. Greinarhöfundi finnst best að setja
kræklinginn á pönnu, án alls krydds, undir loki með 0,5 dl af vökva og láta sjóða í 5-8 mín. Þeir sem vilja geta gert ýmis afbrigði með því setja slettu af hvítvíni, bjór, hvítlauk, rjóma, sellerí, lauk eða öðru kryddi. Einnig þykir gott að bera skelina fram með pasta salati í rjómasósu og brauði. Hér í lokin er síðan uppskrift af kræklingasúpu: 2,5 kg kræklingur, 4 skalotlaukar, 6 hvítlauksgeirar, 3 dl ólífuolía , 3 dl hvítvín, 4 dl rjómi, salt og pipar. Hreinsið kræklingaskeljarnar vel. Afhýðið laukanna, skerið smátt og setjið út í olíuna. Hitið olíuna á djúpri pönnu eða í potti. Setjið kræklingana út í og látið krauma vel. Hellið hvítvíni og rjóma á pönnuna og látið suðuna koma upp. Kryddið með salti og pipar. Rétturinn er tilbúinn þegar skeljarnar opna sig. Berið kræklinginn fram með brauði. Verði ykkur að góðu!
12
VISTVÆNT
SJÁVARÞORP MEÐ SÉRSTÖÐU Elías Guðmundsson, frumkvöðull klasans „Sjávarþorpið Suðureyri“ Í alþjóðasamkeppni um athygli viðskiptavina verður alltaf erfiðara og erfiðara að ná athygli og því skiptir miklu máli að vinna í því að finna sérstöðu fyrir vöru og þjónustu. Það hefur verið gert á Suðureyri við Súgandafjörð sem er tæplega 300 manna sjávarþorp í Ísafjarðarbæ. Á Suðureyri hefur verið lögð vina í að aðgreina sérstöðu þorpsins sem vistvænt sjávarþorp og kynna þorpið þannig til hagsbóta fyrir framleiðendur og ferðaþjónustu í þorpinu. Stofnað var fyrirtæki um samstarfið árið 2005 og heitir það Sjávarþorpið Suðureyri ehf. Klasasamstarfið Sjávarþorpið Suðureyri ehf byggir á aðkomu sem flestra hagsmunaaðila til að fylgja eftir markvissri stefnu klasans
um bætt samfélag á Suðureyri fyrir íbúa og ferðamenn. Hlutverk klasans Sjávarþorpið Suðureyri er að efla atvinnulíf og bæta mannlíf á Suðureyri og með markvissri uppbyggingu á svæðinu, bæði með bættri grunngerð og aukinni þekkingarsköpun ásamt öflugu sameiginlegu markaðsstarfi. Stefnan er sett á að Suðureyri verði þekkt fyrir blómstrandi mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf. Einnig að Suðureyri verði spennandi búsetukostur og aðdráttarafl ferðamanna, jafnt innlendra sem og erlendra og þekkt fyrir aðlaðandi og vistvænan bæjarbrag. Aðilar klasans ætla að vinna að fjölgun starfa og að efla atvinnulíf á svæðinu. Efla arðsemi samstarfsfyrirtækja og vinna að bættu mannlífi með margvíslegum hætti
Verkefni sem klasinn hefur m.a. unnið að síðan 2005 • Upplýsingamiðlun til ferðamanna og fjölmiðla með áherslu á kynningu á Suðureyri sem vistvænt sjá varþorp í erlendum fjölmiðlum. • Gönguleiðakort. • Vöruþróun á sjóstangveiði á Suðureyri. • Vöruþróun á fisktöskum fyrir ferðamenn. • Vöruþróun vegna hópamóttöku. • Rekstur á www.sudureyri.is • Skýrslugerð um uppbyggingu karakters sjávarþorps með Ferðamálastofu. • Aðstoð við ráðningu sumarstarfsfólks í handverkshúsið „Á milli fjalla“. • Smíði á bryggju við Lónið til að heimsækja þorsk. • Upplýsingaspjöld með fróðleik um þorpið. • Aðstoð við ýmis umhverfisverkefni á Suðureyri, svo sem göngustígagerð. • Bláfánavottun í samstarfi við Suðureyrarhöfn.
13
Hvar annars staðar er hægt að strjúka þorski og gefa honum að borða úr hendi sér en í Lóninu á Suðureyri
á svæðinu. Þessu markmiði verður náð með því að gera átak í að bæta ásýnd og umhverfi Suðureyrar, virkja íbúa og yfirvöld til bættrar umgengni og eflingar mannlífs með fjölmörgum viðburðum og uppákomum. Vistvænt er ekki bara að taka til og gera hreint heldur líka að skapa samfélag þar sem fólki líður vel í leik og starfi. Tekjur klasans koma úr ýmsum verkefnum sem unnið er að og sótt er um styrki í opinbera sjóði fyrir sum verkefni. Hluthafar klasans hafa gert með sér samkomulag um að ekki verði greiddur út arður úr félaginu heldur fari allur hagnaður af félaginu í umhverfisverkefni á Suðureyri. Samt er klasinn ekki með miklar tekjur heldur vinna samstarfsfélögin ein og sér í lausn verkefna á sinn kostnað því aðilar sjá beinan fjárhagslegan ávinning af þessari ímyndarsköpun. Klasinn er frekar vettvangur til að móta stefnuna og að finna verkefnum réttan farveg.
SUMT MÁ HELST EKKI VANTA!
FÍTON / SÍA
FI042061
Íslensk getspá er öflugur bakhjarl íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar og öryrkja á Íslandi. Allir vinna þegar þú tekur þátt. Leyfðu þér smá Lottó. ands Íslands, Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamb gs Íslands. Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennaféla
WW W.LOTTO.I
S
14
Suðureyri er vistvænsta sjávarþorp á Íslandi sem gerir samfélagið sérstakt Á Suðureyri ... er eingöngu veitt á króka sem eru vistvæn veiðarfæri. er allur afli fullunninn og ekkert fer til spillis, hausar þurrkaðir, hryggir hakkaðir osfv. er stutt á gjöful fiskimið sem gerir orkunotkun við fiskveiðar hvað minnsta. er heitt vatn fyrir þorpið sem kemur úr borholu við Laugar. er raforka framleidd með vatnsfalli fyrir þorpið hjá Dalsorku í Botnsdal. er allt sorp flokkað og flutt til endurvinnslu sem við á. er samfellt kjarrlendi handan fjarðarins sem gerir kolefnisjöfnun jákvæða. er höfnin vottuð með Bláfána sem er alþjóðleg vottun smábátahafna. er Fiskvinnslan Íslandssaga MCS vottuð sem vistvæn framleiðsla sjávarafurða. er Fisherman Hótel Suðureyri sem vinnur að vottun með Norræna umhverfismerkinu Svaninum. Það tekur mörg ár að byggja upp þessa ímynd en við erum svo heppin að samfélagsgrunngerðin hefur byggst upp ómeðvitað svona vistvæn og því þarf eiginlega bara að púsla þessum einkennum og gildum í samfélaginu saman á áþreifanlegan máta svo gestir og viðskiptavinir
framleiðanda njóti þeirrar virðisaukningar sem vistvænar vörur og þjónusta hafa. Það hefur okkur tekist að mörgu leiti því ein vinsælasta ferðahandbók í heimi, Lonely Planet, hefur valið Vestfirði sem einn af topp tíu áfangastöðum í heiminum og ekki nóg með það, heldur segja
Ísafjarðarbær Ekki bara falleg fjöll og djúpir firðir
þeir í umfjöllun sinni um Suðureyri, að „ef til væri hinn eini sanni græni áfangastaður, þá væri Suðureyri hann.“
...einungis um 450 km frá Reykjavík og allt á malbiki ...tjaldstæði fyrir stóra sem smáa ...heimilislegar sundlaugar ...fullt af áhugaverðum söfnum ...endalausir möguleikar í útivist ...veitingastaðir á heimsmælikvarða
Nú liggur leiðin vestur
Bjóðum úrval af vönduðum þjálfunarog heilsuræktarvörum frá Sissel
• Veita góðan stuðning • Vandaður vefnaður með góðri öndun • Einstök hönnun • Viðurkennd gæði • Fjölbreytt úrval
MOTOmed® Parkinson
Nýtt þjálfunarhjól sérhannað fyrir Parkinson sjúklinga Rannsóknir1,2 hafa sýnt að óvirk hröð hreyfing á hjóli (90 rpm), dregur úr skjálfta og stirðleika og eykur hreyfigetu. Hjól með alla sömu þjálfunarmöguleika og Motomed viva 2 en hefur auk þess:
Einfaldur litaskjár á íslensku
• Hraðari mótor (90 rpm) • Parkinson prógram • Nýjan hugbúnað með fjölbreyttum þjálfunarmöguleikum
1) Cycling for a cure. Assisted exercise shows positive results for Parkinson‘s Patients. Kent State University magazine, Summer 2009 2) RIDGEL, A., VITEK, J.L., ALBERTS, J. et al., USA, Cleveland Clinic Ohio; Forced-exercise improves motor function in Parkinson’s disease patients.Neurorehabilitation and Neural Repair 2009; 23(6): 600-608
Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
STRANDSVÆÐASTJÓRNUN OG
SJÁVARTENGD NÝSKÖPUN HJÁ HÁSKÓLASETRI VESTFJARÐA Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Við stofnun Háskólaseturs Vestfjarða árið 2005 tók það yfir umsjón með fjarnámi, sem Fræðslumiðstöð hafði byggt upp árin þar á undan. Eftir sem áður er umsjón með fjarnámi einn af meginstólpunum í starf-semi Háskólaseturs. Um 100 Vestfirðingar eru árlega skráðir í fjarnám. Oftast er um að ræða nemendur í fullu starfi og með fjölskyldu. Mikill missir væri af þessu fólki fyrir Vestfirskt samfélag, ef það flytti suður í nám, jafnvel þótt brottflutningurinn væri aðeins tímabundinn. Frá upphafi hefur markmið Háskólaseturs þó verið að laða að námsmenn, hvort sem þeir koma frá höfuðborgar-svæðinu, frá öðrum landshlutum, eða frá útlöndum. Strax árið 2006 hélt Háskólasetrið fyrsta sumarháskólann og hefur þessi hluti starfseminnar vaxið töluvert síðan þá, enda eru t.d. í ágúst 2012, þegar þetta er skrifað, 120 nemendur á sumarnámskeiðum hjá Háskólasetrinu, þar á meðal stór hluti þeirra Erasmus- og Nordplus-skiptinema, sem koma til landsins og býðst að taka námskeið í íslensku máli og menningu – á Vestfjörðum. Sumarnámskeiðin, vettvangsskólar og önnur menntatengd ferðaþjónusta hjá Háskólasetrinu, eru verulegur hluti
17
starfseminnar og hafa að-keyptar gistinætur síðustu árin verið rúmlega fjögur þúsund vegna þessa. „Nýting haf- og strandsvæða er líka kayakróður og sjósund, rekaviðarsöfnun og saltframleiðsla, olíuhreinsunarstöð og umskipunarhöfn, umferð herskipa og kafbáta.” Hjá Háskólasetrinu eru nú í boði tvær námsleiðir í staðbundnu námi í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Önnur er alþjóðlegt meistaranám í Hafog strandsvæðastjórn-un, 120 ECTS, kennt á ensku, sem laðar árlega að á milli 20 og 25 nýja nemendur. Önnur námsleið, Sjávartengd nýsköpun, er rétt að verða til, en þar er á ferðinni einstaklingsmiðað, nýsköpunartengt nám á meistarastigi. Þessi námsleið beinist að Vestfirðingum og Ísleningum með nýsköpunarhugmyndir sem tengist sjónum í víðum skilningi. Þegar við hugsum um nýtingu hafog strandsvæða kemur sjálfsagt upp í hugann sjávarútveg-ur og fiskeldi, samgöngur og hafnarmannvirki, malarnám á hafsbotni og olíuleit á Dreka-svæðinu. En við nýtum haf- og strandsvæðin líka þegar við leggjum sæstrengi þvert yfir höfin og vegi meðfram ströndunum. Við nýtum
strandsvæði þegar við förum í göngutúr meðfram sjónum og þegar við seljum mönnum útsýnið. Nýting haf- og strandsvæða er líka kayakróður og sjósund, rekaviðarsöfnun og saltframleiðsla, olíuhreinsunarstöð og umskipunarhöfn, umferð herskipa og kafbáta. Markmið og hlutverk strandsvæðastjórn-unar er að láta sem flesta þessa þætti dafna hlið við hlið án þess að eyðileggja fyrir hinum. Í flestum löndum í kring um okkur, bæði vestanhafs og austan, er strandsvæðaskipulag og strandsvæðastjórnun orðið fag rétt eins og landsskipulag. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ásamt Teiknistofunni Eik og Háskólasetri Vestfjarða, vinnur nú að tilraunaverkefni um nýtingaráætlun Arnarfjarðar, þar sem landskipulag og nýting fjarða er samtvinnað og er það kannski vísir að þessari sömu þróun hér á landi. Nemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun koma víða að, allflestir frá Norður-Ameríku og Evrópulöndunum. Sama er að segja um kennarana, enda er námið kennt í lotum og tekst Háskólasetri með því að ná til mjög hæfra kennara frá íslenskum og erlendum háskólum og rannsóknarstofnunum.
18
takmarkaðan aðgang að nemendum á háskólastigi. Það vantar ekki endilega mikinn fjölda fólks, heldur tiltölulega fáa einstaklinga sem hafa réttan bakgrunn og vilja til að byggja eitthvað upp, sjálfum sér og samfélaginu til heilla. Fyrirhug-uðu námi er einmitt ætlað að koma þessum einstaklingum í startholurnar – á Vestfjörðum. Markmiðið með þessu nýja námi er því ekki síst að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð.
Nýja námsleiðin í sjávartengdri nýsköpun, í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólann á Akureyri, beinist aftur á móti að Vestfirðingum og fólki af höfuðborgar-svæðinu, sem vill flytja með nýsköpunarhugmynd sína vestur. Atvinnuþróun og nýsköpun á Vestfjörðum er háð fólki, helst ungu, áræðnu og hugmyndaríku fólki með góða menntun. Þetta fólk er af skornum skammti, ekki síst á Vestfjörðum. Fyrirtæki á Vestfjörðum hafa mjög
kvæmd nýsköpunarhugmynd. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur sýnt fram á að fyrir hverja krónu sem ríkið setur í Háskólasetrið, koma tvær til baka í samfélagið og er það aðallega vegna aðfluttra námsmanna, sem taka námslán sitt með sér vestur. Auk þess koma nemendur og kennarar með nýja sýn inn í rótgróið samfélag fyrir vestan, sem vonandi skilar sér áfram.
Allir nemendur námsleiðarinnar munu vinna að verkefnum tengdum sjávartengdri nýsköpun og er gert ráð fyrir að unnið verði náið með fyrirtækjum á svæðinu. Þetta nám færir þannig fyrirtækjum á Vestfjörðum áhugasama nemendur, sem fyrirtækin á landsbyggðinni hafa ekki sama aðgang að og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þó ekki nema einn nemandi á ári settist hér að og skapaði sér lifibrauð sjálfur, t.d. með því að stofna fyrirtæki, sem veitir a.m.k. einum manni afkomu eða með því að vinna innan starfandi fyrirtækis að nýsköpun, þá er mikið til unnið. Námsfyrirkomulagið er sveigjanlegt og einstaklingsmiðað. Aðal hæfniviðmiðið er að geta þróað og komið í fram-
Blóðþrýstingsmælar
Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO.
19
Þjónustuaðili Omron á Íslandi s:512 2800
Omron blóðþrýstingismælar fást í flestum apótekum.
Allar umbúðir fyrir matvælaiðnaðinn -okkar vörur selja þína vöru
• • • • •
Kassar Öskjur Arkir Pokar Filmur
• • • • • • • •
Skór Stígvél Vettlingar Vinnufatnaður, Hnífar Brýni Bakkar Einnota vörur o.fl.
Vélreistur kassi
Handreistur kassi
20 Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
GSE FERÐ TIL ÁSTRALÍU Í MARZ 2012 Ólafur Helgi Kjartansson, félagi í Rótarýklúbbi Selfoss
Rótarýsjóðurinn, eða The Rotary Foundation, er mikilvirkasta tæki Rótarýs til að koma góðu til leiðar í heiminum. Nú vantar aðeins um 10.000 dollara til að ná milljón dollara markinu um framlög frá Íslandi, umdæmi 1360. Áherzlan hefur verið sú að leggja Polio Plus lið síðasta árið og söfnuðust yfir 47.000 dollarar og um 43.000 til Polio. En Rótarý-sjóðurinn gerir meira, veitir styrki til menntunar og hefur haft á
sínum snærum Group Study Exchange eða starfshópaskipti, sem eru að renna sitt skeið á enda í núverandi formi. Haustið 2012 kom fimm manna hópur frá umdæmi 9780 i Vestur Viktoríu og hluta af Suður Ástralíu og heimsóttu þau meðal annars Ísafjörð. Í marz á þessu ári var ferðin endurgoldin með heimsókn fimm manna hóps frá Íslandi, en hann skipuðu Guðrún Guðmundsdóttir forstöðumaður á sambýli, Margrét Bettý Jónsdóttir, náttúrufræðikennari, Sigurður Magnússon fasteignasali Egilsstöðum, Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður og undirritaður, sem hafði heiðurinn af því að vera fararstjóri. Lagt var upp hinn 1. marz og komið til baka hinn 1. apríl. Ferðin fram og til baka tók alls um 65 klukkustundir og var flogið til Melbourne. Vel var á móti okkur tekið og skipulag allt hið
21
bezta. Dagskráin var nokkuð stíf og við fórum um Vestur Viktoríu, aðeins yfir í Nýju Suður Wales, dagspart, og vorum nokkra daga í Suður Ástralíu, alls staðar í bezta yfirlæti, hittum meira að segja konu sem hafði unnið í fiski á Patreksfirði og Magnús Gíslason, sem kvæntur er ástralskri konu og mætti ásamt henni og tveimur dætrum og barnabörnum á Rótarýfund í Portland. Ástralirnir gerðu allt fyrir okkur sem hægt var og við Þórir nutum þess svo sannarlega í heimsóknum á lögreglustöðvar og til dómstóla. Hið sama gilti um hin þrjú. Reynt var að gera allt til þess að sýna okkur og kynna fyrir okkur starfsgreinar okkar og var það lærdómsrik upplifun. Skipulagið byggði á því að við höfðum nokkra starfsdaga þessar rúmlega fjórar vikur sem við dvöldum í Ástralíu. Betty var mikill aufúsugestur i skólum enda fróð um náttúru Íslands og við höfðum með okkur ösku frá Eyjafjallajökli til að gefa. Guðrún komst að þvi að varðandi aðbúnað fatlaðra fullorðinna einstaklinga standa Íslendingar framarlega. Skilja mátti á Sigga að fasteignasalar reynist hverjir öðrum líkir hvar sem þeir búa í heiminum og sú var niðurstaða okkar Þóris varðandi lögregluna. En auk þess að kynna okkur starfsgreinar var afar fróðlegt að fá þekkingu á menningu og siðum og Ástralir sem við kynntumst reyndust þægilegir, viðkunnanlegir og vildu allt fyrir okkur gera. Við fengum góða innsýn i menningu og sögu Ástralíu. Mikill metnaður er lagður í að viðhalda kunnáttu um sögu Ástralíu og nutum við þess nokkrum sinnum a sýningum þar sem tækninni var beitt til þess að gera upplif-unina raunveru-
lega bæði með leiknum atriðum og leysitækni, s e m v a r a l v e g h re i n t frábært. Einn af hápunktunum var umdæmisþingið sem haldið var í Warrnambool dagana 23. til 25. marz og líkt og mörgum sinnum áður og síðar kynntum við Ísland, umdæmi 1360, rótarýstarfið og okkur sjálf. Alls staðar fengum við góðar undirtektir og sungum meira að segja þjóðsönginn í upphafi þingsins, án undirleiks, sem var ekki endurtekið. Margs er að minnast, kvöldverðar í eyðimörkinni með rótarýfélögum í Nhill, brimbrettakennslu, heimsóknar í vínverksmiðju, vínuppskeru um miðja nótt, gulrótabúgarðs og ólívubúgarðs. Ef eitthvað var nefnt sem við vildum sjá var drifið í því. Umdæmisstjórinn dreif í að setja upp heimsókn í blóðbankann i Warrnambool þar sem blóð var gefið óvænt og undirritaður fékk svo að heimsækja i Melbourne, saksóknarann í Viktoríu og höfuðstöðvar blóðbankans, sem er mjög tæknivæddur. Að telja allt upp er ekki mögulegt í stuttri grein. Við sem fengum tækifæri til að fara í þessa ferð þökkum íslenzkum og áströlskum rótarýmönnum kærlega og ekki sízt gestgjöfum okkar þar sem við bjuggum hverju sinni. Þetta var ómetanleg lífsreynsla sem sýnir hvað Rótarý skiptir miklu á mörgum sviðum og eflir kynni milli fólks og þjóða.
mest seldu vítamínin í Bretlandi og hafa hlotið fjölda verðlauna
Meiri kraftur öll þau vítamín sem karlmaður þarfnast í einni töflu
fæst í apótekum og völdum verslunum
22
RÓTARÝFUNDUR Á NETINU Hörður Högnason, félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar
Það er ekki seinna vænna að netvæða Rótarýfundi! Nýjasti Rótarýklúbburinn á Íslandi er eRótarý Ísland (Rotary EClub of Iceland). Hann var stofnaður 18. apríl 2012 og eru fundir hans haldnir alla fimmtudaga frá 12:00 -13:00. Eftir stefnumótunarvinnu síðustu vikna verður markmiðið fram að áramótum að hittast tvisvar í viku á SATT á Hótel Natura, einu sinni á veraldarvefnum til að byrja með og einu sinni í formi vísindaferðar til fyrirtækja, gönguferða eða annara atburða. Rafrænn Rótarýklúbbur kemur
til móts við félaga sem hafa áhuga á að starfa í Rotaryhreyfingunni, en eiga erfitt með að mæta á fastan fundarstað fjarri heimili og vinnustað sínum. Einnig með því að funda einu sinni í formi vísindaferða er hægt að tvinna saman fræðslu og samveru maka og barna, en meðlimir eRótarý eru flest á aldrinum 30-40 ára og eiga ung börn. eRótary Ísland er einnig valkostur fyrir félaga í öðrum klúbbum sem hafa ekki getað uppfyllt mætingarskyldu í eigin klúbbi. Þó oftast sé lystugara að sækja fund í eigin persónu og metta bæði maga og heila, þá eru margar ástæður fyrir því að nauðsynlegt er að nýta sér netfund. Félagar eiga ef til vill ekki heimangengt, það er betra í matinn heima, heimaklúbburinn er víðsfjarri öðrum, eins og algengt er á landsbyggðinni, margir félagar eru oft úr bænum vegna vinnu, eða eru í fríi fjarri næsta klúbbi.
Taktu verndina með þér í land
Rafrænir fundir hjá eRótarý munu fara fram með ýmsu móti og verða þeir auglýstir á www.rotary.is hverju sinni. Rótarýfélagar annarra klúbba sem vilja taka þátt í netfundum eRótarý Ísland geta sent skeyti á netfang klúbbsinserotary@rotary.is og er þeim þá sent fundarboð og þeir skrá sig inn á netfundi sem gestir. Veffang klúbbsins er www.eRotary.is. eRótarý Ísland klúbburinn er boðinn velkominn til starfa!
Kröftugur kvennablómi í stjórn
RÓTARÝKLÚBBS MOSFELLSSVEITAR Ný stjórn Rótarýklúbbs Mosfellssveitar tók við embættum sínum á hátíðarfundi í Turninum þ. 26. júní sl. Á myndinni eru talið frá vinstri: Rósa Gunnlaugsdóttir gjaldkeri, Hildur Ólafsdóttir stallari, Sigríður Johnsen forseti, Lovísa Hallgrímsdóttir ritari og Sólveig Ragnarsdóttir viðtakandi forseti starfsárið 2013-14.
Frítímatrygging TM
Frítímatrygging TM sjómanna Til þess að mæta tryggingaþörf
TM sérstaka lausn fyrir Tilí frítíma þess býður að mæta tryggingaþörf sjómenn. Frítímatrygging TM er sniðin að sjómanna í frítíma býður TM þeirri vátryggingarvernd sem er innifalin sérstaka lausn fyrirÞannig sjómenn. í áhafnatryggingunni. ákvarðast t.d. tjónabætur eftir TM skaðabótalögum Frítímatrygging er sniðinen slíkt ákvæði er mjög til hagsbóta fyrir aðsjómenn þeirrivegna vátryggingarvernd þess hve sveiflukenndar sjávarútvegi heildarlausnir hvað vátryggtekjur geta verið. sem erþeirra innifalin í áhafnaingavernd varðar. Teymið skipa starfstryggingunni. Þannig menn sem hafa áratugareynslu í vátryggVíðtæk reynsla og ákvarðast t.d. tjónabætur ingum og sjávarútvegi – hópur sem er til þekking á sjávarútvegi þjónustu reiðubúinn fyrir þig. Meirihluti íslenskra sjómanna eftir skaðabótalögum enerslíkt slysatryggður hjá TM. Í yfir 55 ár hefur 1 1 1 1 1 ákvæði er sig mjög til hagsbóta 1 1 1 TM sérhæft í þjónustu við íslenskan 1 1 1 sjávarútveg og ervegna leiðandi þess meðal íslenskra fyrir sjómenn hve Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum 01 ánægðustu 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 vátryggingafélaga á því sviði. Hjá TM starf- verið 99 00 með viðskiptavini sveiflukenndar tekjur þeirra ar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum verið með tryggingafélaga. geta það verið. að markmiði að veita íslenskum ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga. .
23
.
.
.
.
.
Tryggingamiðstöðin Sími 515515 20002000 tm@tm.is afhverju.tm.is Tryggingamiðstöðin Sími tm@tm.is afhverju.tm.is
.
.
.
.
.
Starfsárið 2012-13 er það fyrsta í sögu Rótarýklúbbs Mosfellssveitar þar sem stjórn klúbbsins er eingöngu skipuð konum. Þökk sé körlunum sem kusu þær og treysta svona vel . Klúbburinn var stofnaður árið 1981 en fyrsti kvenforsetinn í klúbbnum var Lovísa Hallgrímsdóttir starfsárið 2007-8. Í klúbbnum eru nú 33 félagar og þar af 11 konur svo það er jöfn og þétt þróun í kynjahlutfalli klúbbsins. Er stjórnin afar glöð með það. En þrátt fyrir að það sé skemmtilegt að þetta er í fyrsta sinni sem eingöngu konur skipa embættin, rétt eins og karlar gerðu oft áður þá er það skoðun forsetans, Sigríðar Johnsen, að við eigum öll að stefna að nokkuð góðu jafnvægi milli kynjanna í klúbbunum sem og í embættum klúbbanna. Hér er mynd af þessum kröftuga kvennablóma sem er ákveðinn í að vera klúbbnum sínum og hreyfingunni til sóma.
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 60762 08/12
ALWAYS A BETTER WAY
Og borgin varð orðlaus. Nýr Yaris Hybrid. Umferðarljósin stoppa og stara á hann renna hljóðlaust hjá. Stöðumælarnir kyngja klinki af aðdáun meðan bensíndælurnar stinga fingrum í eyrun og láta sem hann sé ekki til. Fimmtán ára þróun Toyota á hybrid-tækninni hefur skilað sér í þessum hljóðláta snillingi, nýjum Yaris Hybrid sem með lágmarksútblæstri (79g/km) og aðeins 3,5 lítrum á hundraðið líður hávaðalaust um stræti og torg.
Nýr Yaris Hybrid. Sjáðu borgina þagna. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.
Notar aðeins frá 3,5 lítrum á 100 km í blönduðum akstri.
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
24
RÓTARÝKLÚBBUR ÍSAFJARÐAR Jón Páll Halldórsson, félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar í 58 ár
20. október næstkomandi minnumst við þess, að Rótarýklúbbur Ísafjarðar hefir starfað í sjötíu og fimm ár. Sumarið 1937 var umdæmisstjóri dönsku Rótarýklúbbanna, E. Ipsen, á ferð hér á landi, til þess að heimsækja Rótarýklúbb Reykjavíkur, sem þá hafði starfað í þrjú ár, og undirbúa stofnun fleiri klúbba hér á landi. Rótarýklúbbur Reykjavíkur var þá eini klúbburinn á landinu. Að lokinni heimsókn sinni í Reykjavík hélt hann áfram för sinni til Ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar, og var Carl Olsen, stórkaupmaður, með honum í förinni. Sjóleiðin var algengasti ferðamátinn árið 1937. Á fundinum á Ísafirði var einnig Árni Friðriksson, fiskifræðingur. Það er ljóst, að ekki hefir lengi þurft að hvetja Ísfirðinga til dáða. Rótarýklúbbur Ísafjarðar var stofnaður 20. október 1937, og var stofnfundurinn haldinn á heimili Jónasar Tómassonar, bóksala, og konu hans, Önnu Ingvarsdóttur, að Hafnarstræti 2. Voru fundir haldnir á heimili þeirra þar til í maí 1939 og stundum í sumarbústað þeirra í Tunguskógi.
75 ÁRA
Í fundargerð stofnfundar segir m.a.: “Framsögu hafði Sigurgeir Sigurðsson, prófastur. Rakti hann allan gang undirbúningsstarfsins, skýrði frá hver væru markið rótarýklúbba og frá helztu atriðum úr alþjóðalögum þeirra. Ennfremur las hann upp árnaðaróskir, er stofnfundi bárust í símskeyti frá kapt. Ipsen í Varde, sem frummælandi skýrði frá að hefði verið hér á ferð sl. sumar á vegum Rotary International. Óskaði frummælandi öllum viðstöddum til hamingu með stofnun þessa klúbbs og kvaðst vonast til, að klúbburinn ætti langt og heillaríkt starf fyrir höndum. Mæltist frummælandi því næst til, að gengið yrði til skriflegra kosninga á stjórn klúbbsins, en gat þess jafnframt, að hann bæðist undan kosningu í stjórn hans vegna væntanlegrar fjarveru erlendis mikinn hluta vetrar. Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir: Forseti: Halldór Halldórsson Varaforseti: Torfi Hjartarson Ritari: Sigurður Dahlmann Gjaldkeri: Jónas Tómasson Stallari: Óskar Borg
Að lokinni stjórnarkosningu las forseti uppkast að sérlögum klúbbsins, sem samþykkt voru á fundinum. Þegar gengið hafði varið frá stofnun kúbbsins, var hringt til Reykjavíkur og ræddi stjórn klúbbsins við forseta Reykjavíkurklúbbsins, dr. Helga Tómasson, yfirlækni, og stallarann, Carl Olsen, stórkaupmann, sem árnuðu hinum nýstofnaða klúbbi heilla. Í fundargerð Rótarýklúbbs Reykjavíkur þennan sama dag segir, að Ísfirðingarnir hafi skýrt forseta frá því, “að þetta væri í fyrsta sinn í sögu Ísafjarðarkaupstaðar, sem tekizt hefði að brúa andstæðurnar í flokkadeilum í bænum og sýnir það, hvað Rótarýfélagsskapurinn getur megnað með því að gefa mönnum kost á að koma saman á hlutlausum vettvangi, án tillits til skoðanamunar í dægurmálum. Væri það skemmtilegt, að Ísafjörður hefði orðið fyrstur til að stofna Rótarýkklúbb, enda tækju þeir Ísfirðingarnir þessu máli með hinum mesta áhuga.” Á öðrum fundi klúbbsins skýrði forseti frá gjöf, sem klúbbnum hafði borizt, “en gjöfin var stór borðflaggstöng með klofnum
Fundinn sóttu sem stofnendur eftirtaldir menn: Bárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur Elías J. Pálsson, verksmiðjueigandi Halldór Halldórsson, bankastjóri Jón Auðunn Jónsson, forstjóri Jónas Tómasson, bóksali Ketill Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Kristján Arinbjarnar, héraðslæknir Kristján Jónsson, erindreki Matthías Sveinsson, kaupmaður Ólafur Guðmundsson, forstjóri Óskar Borg, lögfræðingur Rögnvaldur Jónsson, skipstjóri Sigurður Dahlmann, símstjóri Sigurgeir Sigurðsson, prófastur og Torfi Hjartarson, bæjarfógeti. Á stofnskrárhátíð Rótarýklúbbs Ísafjarðar 1939
25
íslenzkum fána og klúbbmerkjum Reykjavíkurklúbbsins.” Gjöfinni fylgdu beztu heillaóskir til klúbbsins á Ísafirði. Einnig bárust heillaóskir einstakra klúbbmeðlima og frá kapt. Ipsen í Danmörku. Stofnskrárhátið klúbbsins Stofnskrárhátíð klúbbsins var haldin á heimili Jónasar Tómassonar og konu hans 4. júlí 1939. Í tilefni hátíðarinnar voru mætt sem fulltrúar 75. rótarýumdæmisins (Danmörk og Ísland) T.C. Thomsen, umdæmisstjóri og frú, forseti og fyrrv. forseti Reykjavíkurklúbbsins, þeir Carl Olsen, stórkaupmaður og Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri og frú, og þá frá Reykjavíkurklúbbnum Benedikt Gröndal, verkfærðingur og frú. Ennfremur var mættur frá Siglufjarðarklúbbnum Friðrik Hjartar, skólastjóri.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 5 2 7
Boð um þátttöku í hátíðinni var sent til allra klúbba í 75. umdæmi, ennfremur til nokkurra norskra og sænskra klúbba og þeirra klúbba, sem sent höfðu klúbbnum áranaðróskir í tilefni stofnskrárhátíðarinnar, en fjöldi heillaóska barst klúbbnum í tilefni hátíðarinnar.
Kvöldferð Rótarýfélaga á Ísafirði til Suðureyrar sumarið 1957.
Eftir hádegi fóru klúbbfélagar ásamt konum sínum og gestum í stutta ferð út úr bænum, en hátíðinni lauk með tedrykkju í Góðtemplarahúsinu. Þar fór frú Thomsen með kvæði og söng tvö lög. Forseti klúbbsins, Halldór Halldórsson, afhenti frú Thomsen armband sem minningargjöf klúbbsins, en gestum og frúm félagsmanna pappírshnífa með áletraðri dagsetningu. Að hátíðinni lokinni héldu gestirnir
áfram för sinni með skipi til Siglufjarðar, og var stofnskrárhátíð Siglufjarðarklúbbsins haldin næsta dag. Starf klúbbsins í 75 ár Stofnendur klúbbsins störfuðu mislengi í klúbbnum af ýmsum ástæðum, en flestir þeirra tók þátt í starfi hans um langt árabil. Fljótlega bættust klúbbnum einnig nýir félagar, sem áttu eftir að setja svip sinn á starfsemi hans á löngu árabili. Ég nefni Jóhann
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI · · · · · · · ·
Afsláttur af tryggingum Stofn endurgreiðsla Vegaaðstoð án endurgjalds Afsláttur af barnabílstólum Ókeypis bílaleigubíll í 7 daga vegna kaskótjóns Frí flutningstrygging innanlands Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni Nágrannavarsla ... og margt fleira
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
Sjóvá er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ
26
Þorsteinsson, framkvæmdastjóra, Harald Leósson, kennara og Kjartan J. Jóhannsson, lækni, sem gengu í klúbbinn á öðru starfsári hans. Kjartan var fjórði umdæmistjóri íslenzka Rótarýumdæmisins og gegndi starfi umdæmisstjóra á árunum 1951-1952, en íslenzka umdæmisið var stofnað 1946. Annar félgagi klúbbsins, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður var síðan umdæmisstjóri 1994-1995 og 1. júlí 2012 tók þriðji félaginn, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri við umdæmisstjórastarfi íslenzka Rótarýumdæmisins. Af stofnendunum starfaði Ólafur Guðmundsson lengst, og var hann kjörinn heiðursfélagi árið 1977, þegar klúbburinn hafði starfað í 40 ár. Séra Sigugeir Sigurðsson, aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins, var kjörinn heiðursfélagi 1939, er hann tók við biskupsembætti. Þriðji heiðursfélaginn var kjörinn Torfi Hjartarson, fyrrv. bæjarfógeti, á fimmtíu ára afmæli klúbbsins árið 1987.
Finnsson, forstjóri, Ásberg Sigursson, forstjóri, Hans A. Svane, lyfsali og Ágúst Leós, kaupmaður. Allir þessir menn voru sífellt að kynna áhuga- og hugsjónamál sín og vinna þeim fylgi. Rótarýklúbburinn var þeim kærkominn vettvangur, til að kynna skoðanir sínar og áhugamál. Ég tel, að við yngri mennirnir, sem þá vorum, höfum margt af þeim lært, enda þótt okkur þættu þeir stundum taka dræmt undir ýmsar af okkar hugmyndum. Á fundum klúbbsins hafa verið tekin til umfjöllunar hin ólíkustu málefni. Mörg erindi, sem flutt hafa verið í klúbbnum, hafa orðið kveikja að framfaramálum í bæjarfélaginu og ég hygg, að ísfirzkir Rótarýfélagar hafi ávallt litið á það sem meginmarkmið klúbbsins, að efla samhug og framfarir á sem flestum sviðum innan bæjarfélagsins. Á klúbbfundum gefst mönnum tækifæri til að kynna áhugamál sín fyrir mönnum úr öðrum starfsgreinum og afla sér stuðnings
Merkingar friðlýstra húsa. Gísli Jón Hjaltason og sr. Magnús Erlingsson Rótarýmenn við gamla barnaskólann á Ísafirði
Þegar ég lít yfir farinn veg eftir fimmtíu og átta ára starf í klúbbnum er óneitanlega margs að minnast, bæði frá fundum, samkomum og ferðalögum á vegum klúbbsins. Þetta eru allt ljúfar minn-ingar. Ég minnist fjölmargra félaga, sem öðrum fremur settu svip á starf klúbbsins á þessu tímaskeiði. Tveir stofnendanna, Elías og Ólafur, voru félagar í mörg ár eftir að ég kom í klúbbinn, auk Haralds og Kjartans, læknis. Elztu og reyndustu félagarnir í klúbbnum, þegar ég var tekinn þar inn árið 1954, voru auk fjögurra áður nefndra, sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur, Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, Birgir
27
við að hrinda þeim í framkvæmd. Þegar Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti kvaddi klúbbfélaga sína eftir 25 ára starf í klúbbnum, flutti hann hugleiðingu við misseraskipti, en fundurinn var einmitt haldinn fyrsta vetrardag. Kom hann víða við og rifjaði á skemmtilegan hátt upp ýmsar endurminningar frá 25 ára dvöl sinni á Ísafirði. Hann kvaðst hafa komið hingað öllum ókunnugur, en hefði frá fyrstu tíð kunnað vel við sig og færi héðan með góðar endurminningar um vinsamleg samskipti við bæjarbúa. Starf sýslumanns í stóru umdæmi væri æði fjölþætt og gripi inn á mörg svið mannlegra samskipta, þar
sem hann væri í senn skattheimtumaður og dómari og allt þar á milli. Í störfum sínum hefði hann fyrst og síðast leitazt við að vera mannlegur. Hvort það hefði tekizt væri annarra að dæma um. Því næst vék bæjarfógeti að helztu áhugamálum sínum, varðveizlu sögulegra minja. Væri það einkum tvennt, sem sér lægi á hjarta, þegar hann færi héðan; að bæjarrústir Helga Hrólfssonar á Eyrartúni og gömlu verzlunarhúsin í Neðstakaupstað yrðu varðveitt frá eyðileggingu. Væri það sín síðasta og eina ósk til samborgara sinna, er hann hyrfi héðan, að þessum gersemum yrði ekki spillt. Forsetinn, Gunnar H. Jónsson, þakkaði Jóhanni Gunnari skemmtilega hugvekju og farsæl störf hans í þágu þessa byggðarlags og kvaddi hann fyrir hönd klúbbsins, en ritarinn, Jón Páll Halldórsson, færði úrdrátt úr tölu Jóhanns Gunnars til bókar. Ég veit ekki, hvort það er tilviljun eða ekki, en það kom síðar í hlut þáverandi forseta og ritara klúbbsins að uppfylla síðustu og einu óskir Jóhanns Gunnars til samborgara sinna og síðar bættist þriðju rótarýfélaginn, Guðmundur heitinn Sveinsson í hópinn. Það var hlutverk okkar þremenninga um langt árabil að afla fjár til endurgerðar gömlu verzlunarhúsanna í Neðstakaupstað og stýra þar framkvæmdum. Það var ekki alltaf létt verk, því að fjármunir lágu ekki á lausu þá femur en nú. Ég held, að í dag séu menn almennt sammála um, að þar hafi vel til tekizt. Því vek ég athygli á þessu, að Rótarýklúbbur Ísafjarðar var um áraraðir vettvangur Jóhanns Gunnars, til að koma hugmyndum sínum og áhugamálum á framfæri og vinna þeim fylgi og þannig hefir verið um fjölmarga aðra klúbbfélaga. Það er ekki venja Rótarýfélaga að tíunda verk sín. Á þessum tímamótum sé ég þó ástæðu til að gera undantekningu frá þessari reglu og víkja örfáum orðum að nokkrum málum, sem klúbburinn hefir tekið til umræðu á fundum sínum og síðar beitt sér fyrir framkvæmdum. Klúbbfélögum hefir oft orðið tíðrætt um bættar samgöngur á þeim þrem aldarfjórðungum, sem klúbburinn hefir starfað. Árið 1941 urðu sem oftar miklar umræður í klúbbnum
Stofnun blóðgjafasveitar á Ísafirði 1959 að frumkvæði Rótarýklúbbs Ísafjarðar. F.v: Jóhann Gunnar Ólafsson, Einar Ingvarsson, Gunnlaugur Jónasson og Úlfur Gunnarsson.
um bættar samgöngur, sérstaklega flugsamgöngur og í kjölfar þess hafði stjórnin forgöngu um söfnun hlutafjár í Flugfélagi Íslands hf. með það í huga að bæta samgöngur í lofti til Ísafjarðar. Keyptu þá allir klúbbfélagar hluti í félaginu. Tveim árum síðar var flutt erindi í klúbbnum um skógrækt. Vakti ræðumaður, Baldur Johnsen, héraðslæknir athygli á, að Paul Harris plantaði tré hjá heimili sínu fyrir hvern vin, sem féll frá. Þetta erindi varð kveikjan að stofnun Skógræktarfélags Ísafjarðar 1944 og skógræktinni í Stórurð. Í upphafi voru flestir vantrúaðir á skógrækt í Stórurð, en á liðnum áratugum hefir vaxið þar upp fallegur trjálundur, sem ýmsir klúbbfélagar hafa hlúð að á þessu tímaskreiði, þó að óneitanlega sé hlutur Ágústs heitins Leós. þar stærstur og mestur. Á seinni árum hafa klúbbfélagar nokkrum sinnum unnið að trjárækt í Seljalandshlíð. Hefir sú gróðurspilda hlotið nafnið Karlsárskógur. Sú nafngift minnir á lítið býli, sem þarna stóð fyrir margt löngu. Vorið 1957 stofnaði klúbburinn Blóðgjafasveit Ísafjarðar með á annað hundrað félögum, í beinu framhaldi af erindi, sem Úlfur Gunnarsson, sjúkrahússlæknir, flutti á fundi um
blóðgjafir á sjúkrahúsum. Þá beitti klúbburinn sér fyrir stofnun Hjarta- og æðaverdarfélags Ísafjarðar og í tilefni af fimmtíu ára afmæli klúbbsins unnu klúbbfélagar að fjársöfnun til styrktar Polio Plus-verkefni Rotary International með ágætum árangri. Því átaki hefir síðar verið haldið áfram. Í tilefni af fimmtíu ára starfi Rótary á Ísafirði árið 1987 merkti klúbburinn 25 örnefni í Skutulsfirði og á Súðavíkurhlíð, til að koma í veg fyrir að þessi örnefni glatist í tímans rás.
sali og tónskáld, var kosinn fyrsti heiðursborgari Ísafjarðar árið 1960 “í viðurkenningarskyni fyrir fornfúst starf að söngmennt og tónlistarmálum kaupstaðrins um hálfrar aldrar skeið”. Þegar klúbbur-inn fagnaði sextíu ára afmæli sínu árið 1998 afhenti hann bæjarstjórn Ísafjarðar brjóstmynd af tónskáldinu eftir Jónas S. Jakobsson, myndlist-amann, sem klúbburinn hafði látið steypa í brons. Var myndinni fundinn staður í Stjórnsýsluhúsinu við Hafnarstræti.
Einnig var gefinn út kynningarbæklingur, þar sem gerð var grein fyrir tilurð örnefnanna og sögu þeirra. Þá setti klúbburinn upp útsýnisskífu á Arnarnesi til minningar um tvo félaga, þá Ágúst Leós., og Júlíus Th. Helga-son. Seinustu árin hefir klúbburinn unnið að merkingu friðlýstra húsa í bæjarfélaginu og hafa þegar verið settir vandaðir skildir á 12 hús, sem greina frá aldri þeirra og sögu. Einn af stofnendum klúbbsins, Jónas Tómasson, bók-
28
Rótarýfélagar á Ísafirði 1993
Klúbburinn hefir með margvíslegum hætti lagt ísfirzkri æsku lið á undanförnum árum. Hann beitti sér fyrir breyttri kennsluskipan með auknu námsframboði í gagnfræðaskólanum á sínum tíma, efndi tvívegis til ritgerða-samkepnni meðal nemenda um framtíð Ísafjarðar, veitti nemendum verðlaun fyrir góðan námsárangur, stóð fyrir starfsfræðsludegi og starfs-kynningu og loks kynningu á störfum Sameinuðu þjóðanna. Þegar Birgir Finnsson var fulltrúi á þingi S.Þ. sendi hann skólanum ávarp frá þinginu. Á sama hátt og umræður um skógrækt urðu kveikjan að stofnun Skógræktarfélagins, urðu umræður um tónleikahald á Ísafirði til þess tveimur áratugum síðar, að klúbbfélagar söfnuð fé til kaupa á vöduðum konsertflygli, sem afhentur var Tónlistarfélagi Ísafjarðar. Þegar tímabært þótti að endurnýja það hljóðfæri. Mörgum árum síðar tók klúbburinn og félagar hans virkan þátt í fjársöfnun til kaupa á nýju og vandaðra hljóðfæri. Hlutur klúbbsins er e.t.v. ekki stór á sviði alþjóðamála, fremur en margra annarra lítilla klúbba. Vert er þó að vekja athygli á einu máli, sem klúbburinn beitti sér fyrir. Það sýnir okkur, að lítill klúbbur getur haft sín áhrif, ef menn kunna að hagnýta þau tækifæri sem gefast. Löndunarbannið í Bretlandi 1952-1956 var mikið áfall fyrir íslenzkt efnahagslíf. Til þess tíma var helmingur alls botnfiskafla Íslendinga seldur á ísfiskmörkuðunum
29
í Bretlandi og Þýzkalandi. Í kjölfar útfærslunnar í 4 sjómílur ákváðu brezkir togaraeigendur og fiskkaupmenn að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í Bretlandi og brezk blöð héldu uppi áróðri, sem var mjög óvinveittur Íslendingum. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Í framhaldi af þeim umræðum ritaði forseti klúbbsins langt og vinsamlegt bréf til 24 rótarýklúbba í brezkum hafnarbæjum og skýrði málstað okkar. Benti hann m.a. á, að Íslendingum væru einnig bannaðar veiðar innan 4 sjómílna lögsögunnar á sama hátt og hinum erlendu þjóðum. Þetta bréf varð vitanlega ekki til að leysa þessa viðkvæmu deilu, en það varð til þess,
Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á þeim 75 árum, sem Rótarýklúbbur Ísafjarðar hefir starfað. Mörgum breytingum veitum við ekki athygli, vegna þess að okkur finnst sjálfsagt, að svona hafi þetta alltaf verið. Að sjálfsögðu hafa einnig orðið margvíslegar breytingar á starfsemi klúbbsins, eins og gefur að skilja. Á þessu tímaskeiði hefir klúbburinn haldið á fimmta þúsund fundi. Á hverjum fundi er að jafnaði haldið eitt erindi, eins og hér hefir komið fram. Á því hefir engin breyting orðið. Meginbreytingin er sú, að áður fyrr voru erindin flutt í töluðu máli, en á seinustu árum hefir það farið vaxandi, að fyrirlesarar nýta sér tölvutæknina og sjónmál, til að koma boðskap sínum til skila.
að Rótarýfélagar okkar í 24 brezkum hafnarbæjum sáu málið í öðru ljósi. Forseti klúbbsins, sem var Alfred Baarregaard, tannlæknir, hlaut mikið lof fyrir þetta framtak sitt og er þess sérstaklega getið í 50 ára afmælisriti Rotary International. Þegar ég mætti á fund í Rótarýklúbbi Grimsby fyrir rúmum þrem áratugum síðan, var nýlokið síðustu deilu Breta og Íslendinga út af útfærslu fiskveiðilögsögunnar, mælti forseti klúbbsins sérstaklga til okkar Íslendinganna og undirstrikaði, að nú þegar þessar tvær vinaþjóðir hefðu slíðrað sverðin og samið um sín mál, ættu menn að leggja áherzlu á að treysta vináttuna í anda Rótarý.
Fundir klúbbsins hafa verið haldnir víða í bænum. Á löngum tímabilum var það eitt meginverkefni stjórnar klúbbsins að útvega hæfilegan fundarstað fyrir starfsemi hans. Í upphafi voru fundirnir haldnir á heimili eins klúbbfélaga eða sumarbústað hans í Tunguskógi, eins og komið er fram, lengi vel voru þeir hjá frú Häsler í Mánagötu 1, á Norðurpólnum, síðan á Uppsölum, Eyrarveri, Kaupfélagssalnum, Húsmæðraskólanum og í nokkur ár á Mánakaffi. Þaðan var flutt í heimavist Menntaskólans og fundir ýmist haldnir í mötuneytinu eða kennsluhúsnæði Tónlistarskólans, vetrartíma voru fundirnir í Félagsheimilinu í Hnífsdal, auk
Mínar síður Rafræn þjónusta á tr.is Þjónusta í boði: • Þín gögn, rafræn skjöl • Bráðabirgðaútreikningur • Tekjuáætlun • Skuldir og samningar • Fyrirspurnir og ábendingar • Útnefning umboðsmanns
Það er auðvelt og öruggt að tengjast. Á vef Tryggingastofnunar tr.is, er smellt á þessa mynd Við innskráningu þarf kennitölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkortum frá bönkunum. Veflykill skattsins er sá sami og notaður er við framtalsgerð.
Mínar síður: Fljótlegt, einfalt og öruggt. Aðstoð veitir starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða • Símar: 560 4460 eða 800 6044 • Netsamtal á www.tr.is • Tölvupóstur á tr@tr.is • Heimsókn í þjónustumiðstöð eða umboð um land allt. Aðstoð er veitt alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:30.
30
Unnið að uppsetningu örnefnaskilta 1987, f.v: Jón Páll Halldórsson, Sigurður Jónsson, Kristmann Kristmannsson, Jóhannes G. Jónson og Pétur Kr. Hafstein
Rótarýklúbbur Ísafjarðar er ennþá sá eini á Vestfjörðum. Fjarlægð hans frá öðrum klúbbum hefir á vissan
hátt sett svip sinn á starf hans og verið Þrándur í Götu samskipta við aðra Rótarýfélaga í landinu. Hins ber og að geta, að brottfluttir félagar Ísafjarðarklúbbsins hafa átt sinn þátt í stofnun klúbba í sínum nýju heimkynnum og þannig lagt sitt af mörkum til eflingar Rótarýstarfsins á Íslandi. Fyrsti forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar (1946) var Kristján Arinbjarnar, héraðslæknir, fyrsti forseti Rótarýklúbbs Vestmannaeyja (1955) var Baldur Johnsen, héraðslæknir, og fyrsti forseti Rótarýklúbbs Kópavogs (1961) var Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri, en allir þessir menn höfðu áður starfað í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Fyrir nokkrum árum stofnuðu
Rótarýklúbbur Ísafjarðar og Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar til vináttusambands og hafa klúbbfélagar síðan skipzt á heimsóknum, sem óneitanlega hefir orðið til að lífga upp á starfið og gera það litríkara. Þessi samantekt er að hluta til byggð á ræðu, sem höfundur flutti á hátíðarfundi klúbbsins 24. október 1987 í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins.
Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Þekking sprettur af áhuga.
Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri á Ísafirði, hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnunfyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.
ENNEMM / SÍA / NM53219
nokkurra funda, sem haldnir voru í kaffistofum Norðurtangans, Íshúsfélagsins og fundasal Vinnuveitendafélags Vestfjarða í húsi Vestra hf. við Árnagötu. Síðan Hótel Ísafjörður tók til starfa hefir klúbburinn átt þar samastað. Fundir hafa þó nokkrum sinnum verið haldnir í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju og fundasal Orkubús Vestfjarða. Nokkrum sinnum hafa fundir einnig verið haldnir í kaffistofum atvinnufyrirtækja, sem klúbbfélagar hafa heimsótt, til að kynnast starfsemi þeirra.
LÍFIÐ MEÐ RÓTARÝ Gunnlaugur Jónasson, félagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar í 59 ár
Kynni mín af Rótarý spanna býsna langt tímabil, - ein 75 ár eða svo. Þannig var að árið 1937, þegar nokkrir betri borgarar - nokkrir embættis- og athafnamenn á Ísafirði - tóku sig til og stofnuðu Rótarýklúbb á Ísafirði, þá vafðist það nokkuð fyrir þeim að finna hentugan fundarstað. Veitingastaður, þar sem hægt var að fá eftirmiðdagskaffi, eða létta máltíð, virðist ekki hafa verið til staðar, né brúklegur fundarsalur. Það varð því úr, að einn stofnenda, faðir minn, Jónas Tómasson, bauð stofuna heima hjá sér til fundarhalda og samdi jafnframt við eiginkonuna, Önnu Ingvarsdóttur, um að annast veitingarnar. Þannig að fundir Rótarýklúbbs Ísafjarðar voru haldnir fyrstu 1-2 árin heima í Hafnarstræti 2 og auðvitað fór slík starfsemi ekki framhjá okkur heimilisfólkinu.
Inntökugjald Gunnlaugs Jónassonar í Rótarýklúbb Ísafjarðar árið 1953
Það var svo sem ekkert nýtt að umferð væri talsverð um stofurnar heima. Bæði karlar og konur voru þar tíðir gestir á söngæfingum í misstórum hópum á kvöldin og jafnvel eftirmiðdögum líka. En það voru veitingarnar, sem voru nýmæli. Rótarýfundir voru vikulega og á eftirmiðdögum og því boðið upp á kaffi og meðlæti, sem húsfreyja framreiddi. Engin húsmóðir stendur í slíku vafstri nema vera viss um að gestir fái nóg og bein afleiðing þess var, að það voru afgangar af kaffibrauði og þar kom til minna kasta. Á þessum árum var ekki til siðs að framreiða sætabrauð vikulega, heldur helst á stórhátíðum, afmælum og öðrum tillidögum. Vikulegir kökuafgangar voru því nýmæli og var það bæði verðugt og vinsælt verkefni fyrir hressa stráka að sjá til þess að þeir skemmdust ekki , sem og tókst með ágætum. Starfsemi Rótarý á Ísafirði var því í mínum huga strax frá upphafi mjög vel metin og virt og hefur það reyndar haldist alla tíð síðan. Afhjúpun brjóstmyndar af Jónasi Tómassyni, einum stofnfélaga Rótarýklúbbs Ísafjarðar. Á myndinni eru synir hans, Tómas Árni Jónasson, Ingvar Jónasson og Gunnlaugur Jónasson. Í baksýn er Hafnarstræti 2, heimili þeirra, þar sem Ísa-fjarðarklúbburinn var stofnaður 1937 og hélt fundi sýna fyrstu 1-2 árin
33
Eftir að fundarhald fluttist á annan stað nokkru síðar, þá rofnaði samband mitt við Rótary að mestu, nema
34
50 ára afmælið: Gunnlaugur ásamt 3 klúbbfélögum sínum um áratuga skeið á 50 ára afmæli Rótarýklúbbs Ísafjarðar 1987. F.v: Gunnlaugur Jónasson, Sigurður Jónsson, Hans W. Haraldsson og Jón Páll Halldórsson, þar sem þeir voru sæmdir Paul Harris orðunni.
þegar húsbóndi sagði heima frá einhverjum atburðum eða erindum úr klúbbstarfinu, sem honum þótti máli skipta, og kom stundum fyrir. Hálfum öðrum áratug síðar komst ég svo í kynni við Rótary á allt öðrum vettvangi. Dvaldist ég þá, rúmlega tvítugur stúdent, í nokkra mánuði í London, aðallega til að reyna að hressa upp á enskukunnáttu mína og sótti í þeim tilgangi námskeið við skóla, sem heitir Pitman´s College. Þangað bárust þá um veturinn boð frá Rotary Club of London, sem er mjög stór klúbbur og einn sá elsti í heiminum, en þeir buðu erlendum námsmönnum í tugatali á sérstakan kynningarfund og þáði ég boðið. Mætti ég á fundinn og hafði þar félagsskap af íslenskum kaupsýslumanni í London, sem var þar klúbbfélagi, Birni Björnssyni, og ég set í samband við bakarí í Reykjavík. Þarna voru margir útlendir gestir og margt að sjá, svo þetta var mjög fróðleg og skemmtileg samkoma, auk þess góðar veitingar. Fékk ég þarna svolítið aðra og betri sýn á mannlífið í borginni heldur en auralaus námsmaður hafði fram að því upplifað. Heimkominn nokkrum mánuðum seinna var ég svo boðinn á fund í Rótarýklúbbi Ísafjarðar til að segja frá þessari samkomu, því mér hafði orðið það á að guma af sambandi mínu við framámenn í Lundúnaborg! Er
35
ekki að orðlengja það, að eftir þá heimsókn til Rótarýklúbbs Ísafjarðar var mér af þáverandi forseta klúbbsins, Alfred Baarregaard, tannlækni, boðið að gerast félagi þar. Þegar hér var komið sögu var mínum högum þannig háttað, að ég var alkominn heim eftir nokkurra vetra fjarveru í framhaldsskólum og tekinn við rekstri bókaverslunar Jónasar Tómassonar og þar með fullgildur til að presentera í klúbbnum starfsgreinina bóksala sem faðir minn hafði áður gert, en hann, af ýmsum ástæðum, óskaði að hætta þátttöku í klúbbnum. Ég tók því þessu ágæta tilboði klúbbforseta og samkvæmt kvittun, sem ég nýlega fann í gömlu dóti hef ég greitt inntökugjald mitt, kr. 25.oo, þann 26.
febrúar 1953, undirritað af gjaldkera klúbbsins, hr. Ágústi Leós og einnig kvittun fyrir mánaðar gjaldi næstu fjóra mánuðina kr. 60,oo. Síðan hafa liðið nær því sex áratugir í samstarfi mínu með Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Hef ég sennilega mætt á vel yfir tvö þúsund fundi og hlustað á álíka mörg erindi og pistla, sem þar hafa verið fluttir. Klúbbfélagar hafa jafnan verið iðnir við að kynna okkur hinum starfsgreinar sínar, svo sem þeim ber og skylda til, en ekki síður hin ýmsu tómstundaáhugamál sín. Hefur slík kynning gjarnan orðið upphaf að öflugri starfsemi í bænum, svo sem vikið er að í annarri grein hér í blaðinu. Fjölmargar heimsóknir höf-
Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?
RARIK hefur þjónað landsmönnum í 65 ár og dreifikerfið verður æ öruggara með hverju ári, enda mikið í húfi fyrir verðmætasköpun okkar, til sjávar og sveita. www.rarik.is
36
verið á að hlýða. Ekki má heldur gleyma hinum óhefðbundnu yfirborðs umræðum utan dagskrár, þar sem gamanmál og sögur fengu oft að fjúka og ekki allar staðfestar (og skal hér innan sviga minnt á þá sérstöðu okkar Ísfirðinga á heimsvísu, að vera enn 100% karlaklúbbur). Það er gaman að rifja upp Lífið með Rótarý og samstarfið með öllum þessum fjölda félaga, sem þar hafa komið við sögu og fyrir það vil ég hér með af alhug þakka. Ekki bara fyrir félagsskap á hefðbundnum fundum í svo lagan tíma, heldur einnig við margskonar aðrar uppákomur og ferðalög, nær sem fjær og er þó margt af því gömlum manni gleymt.
Rótarýfundur árið 1940 í sumarbústað Jónasar Tómassonar. F.v: Torfi Hjartarson, Óskar Borg, Bárður G. Tómasson, Kristján Arinbjarnar, Sigurður Dahlmann, Matthías Sveinsson, Halldór Halldórsson, fyrsti forseti klúbbsins, Jónas Tómasson og Elías Pálsson
um við líka fengið á fundi okkar og þegið fróðleik gesta. Einnig höfum við alloft heimsótt vinnustaði í bæ og grennd, þegið þar veitingar og fræðst um starf og tilgang viðkomandi fyrirtækja. En sé til baka litið er það þó fyrst og
fremst félagsskapurinn, sem upp úr stendur í minningunni, samborgararnir, sem maður þarna hitti og breyttust úr kunningjum í góðvini. Og frásagnir þeirra, ekki bara skyldubundnar starfsgreinafrásagnir, heldur og ýmiskonar ferðasögur og endurminningar og jafnvel grobbsögur, sem unun hefur
Já, tíminn með Rótarý er orðinn býsna langur,- frá 1. mars 1953 – skjalfest! Félagi minn, sem lengst hefur starfað, og starfar enn, gekk í klúbbinn árið 1954. Við Jón Páll höfum því starfað saman í Rótarýklúbbi Ísafjarðar samtals í ein 118 ár. Það er langur tími tveggja félaga í farsælu samstarfi innan Rótarýhreyfingarinnar í sama klúbbi og finnast sennilega fá önnur dæmi slíks.
FORSETAR OG RITARAR RÓTARÝKLÚBBA STARFSÁRIÐ 2012-2013 eRótarý Ísland
Rotary Reykjavík International
A. Agnes Gunnarsdótttir
Anna Sigurðardóttir
Forseti erotary@rotary.is
Forseti annams@ismennt.is
Hulda Bjarnadóttir
Bala Kamallakharan Ritari bala@miracapitalsolutions.com
Ritari hulda@fka.is
Rótarýklúbbur Akraness
Rótarýklúbbur Akureyrar
Bjarnþór G. Kolbeins Forseti bgk@fva.is Guðmundur Guðmundsson Ritari gudmundurgud@simnet.is
Óskar Árnason Forseti oskarlv@simnet.is María Pétursdóttir Ritari maria.petursdottir@matis.is
Rótarýklúbbur Borgarness
Magnús Þorgrímsson Forseti mi700@simnet.is
Rótarýklúbbur Eyjafjarðar
Helgi Þór Helgason Forseti gbui@simnet.is
Eiður Guðmundsson
Signý Jóhannesdóttir Ritari signyjoh@simnet.is
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar
Steingrímur Guðjónsson Forseti steingrimur@steinmark.is
Ritari eidur@flokkun.is
Rótarýklúbbur Héraðsbúa
Jarþrúður Ólafsdóttir Forseti jarth@simnet.is
Eyþór Elíasson
J. Pálmi Hinriksson Ritari p@siminn.is
Rótarýklúbbur Húsavíkur
Ritari eyteli@rarik.is
Rótarýklúbbur Ísafjarðar
Stefán Skaftason Forseti stefan.skaftason@land.is
Gunnar Þórðarson Forseti silfurtorg@simnet.is
Magnús Erlingsson
Vigfús Sigurðsson Ritari vigfus@nordurthing.is
Rótarýklúbbur Keflavíkur
Rótarýklúbbur Kópavogs
Hjördís Árnadóttir Forseti hjordus@reykjanesbaer.is
Agnar Guðmundsson Ritari agnar@hs.is
39
Ritari isafjardarkirkja@simnet.is
Eiríkur Líndal Forseti eirikur@salel.is
Ingólfur Antonsson Ritari ingolfur@hamraborg.is
Rótarýklúbbur Mosfellssveitar
Rótarýklúbbur Neskaupstaðar
Sigríður Johnsen
Smári Björgvinsson
Forseti sigridurjohnsen@gmail.com
Forseti smari@lyfja.is
Guðmundur Gíslason
Lovísa Hallgrímsdóttir Ritari regnbogi@regnbogi.is
Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar
Guðmundur Garðarsson Forseti gumga@simnet.is
Ásgrímur Pálmason Ritari asip@simnet.is
Ritari bgbros@simnet.is
Rótarýklúbbur Ólafsvíkur
Sigurjón Bjarnason Forseti sigurjonbjarnason@gmail.com Jón Arngrímsson Ritari -
40
Rótarýklúbbur Rangæinga
Eydís Þ. Indriðadóttir
Jóel Kristjánsson
Forseti asahreppur@asahreppur.is
Forseti joel.kristjansson@arionbanki.is
Baldur Ingólfsson Ritari abuelo@simnet.is
Rótarýklúbbur Selfoss
Róbert Óttarsson Ritari robertottars@gmail.com
Rótarýklúbbur Seltjarnarness
Ragnheiður Hergeirsdóttir Forseti ragnheidurh@internet.is Björgvin Eggertsson Ritari bjorgvin@lbhi.is
Rótarýklúbbur Vestmannaeyja
Guðbjörg Karlsdóttir Forseti gudbjorg@tm.is Helga Kristín Kolbeins Ritari helgak@simnet.is
Rótarýklúbburinn Görðum
Bjarni Jónasson Forseti bjarnijon@simnet.is Guðmundur Einarsson Ritari ghe2848@gmail.com
41
Rótarýklúbbur Sauðárkróks
Siv Friðleifsdóttir Forseti siv@althingi.is Hilmar Thors Ritari hth@ancora.is
Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur
Ingi Kr. Stefánsson Forseti ingikr@simnet.is Bjarki Sveinbjörnsson Ritari bjarki@musik.is
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær
Ásta Bjarnadóttir Forseti asta@ru.is Gísli Hjálmtýsson Ritari gisli@bru.is
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Árbær
Héðinn Eyjólfsson Forseti hedinney@simnet.is
Ársæll Jónsson Ritari arsaell@simnet.is
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Grafarvogur
Kjartan Eggertsson Forseti kjartan@harpan.is Þórunn Kristjánsdóttir Ritari thorunn.kristjansdottir@gmail.com
Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
Vigdís Jónsdóttir Forseti vigdis10@hotmail.com Edda Möller Ritari edda@kirkjan.is
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt
Friðrik Alexandersson Forseti fa@internet.is Gunnar Óskarsson Ritari geso@simnet.is
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg
Jón Ólafur Halldórsson Forseti jh@olis.is Sólveig Baldursdóttir Ritari solveig@solkultur.is
Rótarýklúbburinn Þinghóll-Kópavogur
Böðvar Jónsson Forseti bodvar@365.is Karl M. Þórðarson Ritari karlt@ruv.is
Vestri ehf ÍSINN ehf
42
Landsbankinn er öflugur samstarfsaðili Það er stefna okkar að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi. Landsbankinn tekur virkan þátt í uppbyggingu í sjávarútvegi
Jónsson & Le’macks
•
jl.is
•
sÍa
og er þar traustur bakhjarl og samstarfsaðili.
Landsbankinn
43
landsbankinn.is
410 4000