Solrisublad 2015

Page 1

Sólrisublað 2015

SÓLRISUBLAÐ

MÍOkkar

2015

MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI 

Afhverju Engin Busun?? BLS. 24

JÓN REYNIR SKÓLAMEISTARI SVARAR..

    

RUDDABOLTINN STJÖRNUSPÁ, YOUTUBE HORNIÐ, ENGIN BUSUN: SKOÐANIR NÝNEMA

Viðtöl | Quiz | Morfís | Gettu Betur | ..og fleira og fleira 1


Menntaskólinn á Ísafirði

bls

05

bls

RUDDABOLTINN 2015

Hinn árlegi bolti ruddanna var haldin á gervigrasvellinum á Torfnesi þann 12. September síðast liðinn..

bls 3 - Ritara Pistill bls 4 - Ávarp Skólameistara bls 5 - Ruddaboltinn bls 6 - Afhverju Engin Busun bls 7 - Gettu Betur Lið MÍ bls 8 - Teva Terra-Fi lite bls 10 - Útskriftarferð bls 12 - Kennara Quiz bls 14 - Bolungarvíkur Hornið bls 16 - Stjörnuspá 2015 bls 18 - Morfís bls 21 - YouTube Hornið

2

10

ÚTSKRIFRARFERÐ TENERIFE

Hvert ár safna þriðju bekkingar Menntaskólans á Ísafirði pening fyrir hinni goðsagnakenndu útskriftarferð

bls 22 - Hvað Finnst Ykkur Um Enga Busun bls 23 - Svefnpurku College bls 24 - Nemenda Ráðið bls 25 - Ávarp Formanns bls 26 - Skiptineminn bls 27 - Busun 2014 bls 28 - Nemó Quiz bls 30 - Útskriftarferð 1987 bls 31 - Fimmtudagstvífarar bls 31 - Ávarp Menningarvita bls 32 - Sweeney Todd bls 35 - Dagskrá Sólrisu


Sólrisublað 2015

RitaraPistill

Sólrisublað MÍ Okkar 2015 Ritstjóri Einar Viðar Guðmundsson Ábyrgðarmaður Jón Reynir Sigurvinsson Ljósmyndarar Hlynur Kristjánsson Benedikt Hermannsson Hönnun og umbrot Grétar Örn Eiríksson Próförk mamma einhvers

Góðan daginn kæri lesandi, ég heiti Einar Viðar Guðmundsson og eins og sjá má á titlinum er ég ritari Nemendaráðs Menntaskólans á Ísafirði og þetta er minn ritara pistill. Að vera ritari er ekki auðvelt, þú ritar og brosir á meðan þungi lífsins ýtir á þig eins og þegar gratíneruð kartafla fer niður hálsinn á óþægilega löngum tíma. Eruð þið enn að fylgjast með? Ég byrjaði ferilinn af fullri alvöru núna í desember og hef verið með frábæra ritnefnd til að halda mér á floti, ég er ekki að segja að þau séu þrælar mínir en hey.. einhvern veginn verða þau nú að vinna sér inn einingu er það ekki? En nóg um það, ég vona innilega kæri lesandi að þetta blað muni annað hvort láta þig brosa, hlæja eða bara láta þér líða vel því það var markmið okkar í ritnefnd 2014-2015. Skrefin eru ótalmörg við að halda góðri ritnefnd gangandi og það sem maður þarf helst að gera er bara að kynnast þeim sem eru í henni og vera vinur allra, ég hef svo minn uppáhalds málshátt mér til stuðnings “Fleira má bíta en feita steik.” þó svo að ég hafi ekki eina einustu hugmynd um hvað sá málsháttur þýðir. En þar sem ég nenni ekki að skrifa meira þá ætla ég bara að enda á því að segja að þið kæru lesendur eruð frábært innlegg í samfélagið og ég hefði ekki getað gert þetta blað án ykkar og ritnefndarinnar minnar *broskall* takk fyrir mig og gleðilega sólrisu kæra fólk!

...

Heklu-salurinn

Söluumboð fyrir nýja og notaða Heklu- bíla

Gullauga

Ritnefnd Helga Þórdís Björnsdóttir, Jóhanna María Steinþórsdóttir, Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir, Ragnhildur Anna Ólafsdóttir, Baldur Björnsson, Dýrleif Arna Ómarsdóttir, Mekkin Silfa Karlsdóttir, Emma Rúnarsdóttir, Magnea Gná, Mateusz Samson, Rannveig Sigríður Þorkelsdóttir og Úlfur Júlíusson Prentun H-prent ehf Upplag 2000 stk. Ljósmyndir Úlfur Júlíusson, Magnea Gná, Benedikt Hermannsson, Hlynur Kristjánsson og fleiri

H.V. Umboðsverslun ehf. 3


Menntaskólinn á Ísafirði

Ávarp skólameistara Hápunktur í menningar- og félagslífi Menntaskólans á Ísafirði er Sólrisuhátíðin, sérstök lista- og menningarvika í umsjá nemenda skólans. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega frá 1974 og alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar eins og nú. Sólrisuhátíðin hefur skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Nafnið Sólrisuhátíð er tengt endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn. Ef vel viðrar þá byrjar sólin að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan í Sólgötu á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Reyndar sést hún fyrr í Álftafirði eða 12. janúar. Í Bjarnadal í Önundarfirði sést hún 15. janúar en það er einmitt fæðingardagur ljóðskáldsins Guðmundar Inga Kristjánssonar sem þar bjó. Hann orti svo 5. júlí 1993 þá 86 ára: Ljúfir voru sóldagar liðinnar tíðar og ljóminn af þeim. Breiddu þeir sinn unað um brúnir og hlíðar, til bæjanna heim. Koma munu sóldagar sælir til sögunnar enn, bregða sínum svip yfir búmannaraðir og bjartsýnismenn. Gleðin er í lofti og sumar í sveitum á sólviðratíð. Lífið reynist gjöfult í laufskógareitum og landmannahlíð. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaðilar skólans mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Dagana 4.-6. mars verða Gróskudagar en þá er breytt út af formlegri námskrá og námsefnið nálgast með öðrum hætti en í hefðbundnum kennslustundum. Óhefðbundnir kennsludagar við Menntaskólann á Ísafirði eiga sér langa sögu og má rekja upphafið til nýjungar sem komið var á að frumkvæði nemenda á vormisseri 1975 og hlaut nafnið gróskudagar. Voru gróskudagar fyrst haldnir um mánuði eftir Sólrisuhátíð. Þá eins og oft síðar voru þrír dagar í röð notaðir til skapandi verkefna sem nemendur völdu sér sjálfir. Löngu síðar voru óhefðbundnir kennsludagar felldir inn í Sólrisuhátíðina eins og nú er gert. Sólrisunefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar þakka ég kærlega fyrir þeirra framlag. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku. Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson Skólameistari

4


Sólrisublað 2015

2014 Hinn árlegi bolti ruddanna var haldinn á gervigrasvellinum á Torfnesi þann 12. september síðast liðinn. Þar komu saman fjögur lið úr flokki karla og þrjú lið úr flokki kvenna. Þau komu saman í þeim sameiginlega tilgangi að berjast um meistaratitil ruddaboltans 2014. Það veðraði vel til keppni og sólin skartaði sínu fegursta á bæði keppendur sem og áhorfendur. Keppnin fór vel fram og keppendur sýndu góða spilamennsku þ.e. allir reyndu sitt besta að meiða og lemstra og brjóta hvort annað sem mest. Rannveig Hjaltadóttir var valin sem mesti ruddi í kvennaflokki en Þórólfur Marel Jónasson í karlaflokki. Hænurnar báru sigur úr býtum í flokki kvenna en í karlaflokki voru það ELÍTAN. Um kvöldið voru svo haldin mikil hátíðarhöld þar sem veitt voru verðlaun í flokkum beggja kynja. Þar skemmtu flestir sér konunglega og þrátt fyrir ruddalega hegðun voru flestir kátir. Er höfundur greinarinnar nokkuð viss um að flestir ruddar skriðu upp í koju með bros á vör eftir ánægjulegan ruddabolta.

5


u j r e v

Menntaskólinn á Ísafirði

h f .. .A

6

N I G EN

R A VBUSUN

?

na? su ni g u b a fa ð o að h fur t t v i f be l di nir í e y æ v h e h þ o a R r f tir a? J ó n e r j u va l u r e r u m . Þ e t t e n t ð u e u s u n i n i og e r s r b v u é g h g í ð S b f v i ö k A ót ka sl sa n n a ð e r t á m þes s u m : B u gn l a n d rn a í t re e t u m e k a . b R . a J a að : Þv a ge end ur g ur b J.R. feginn ð. að s t ríð ð s m a ð j ó r n e n d u m n e m s l n a . i k ið a o t jög e r l o k i ú g s m b r í a m t a v l l a m j n l a ó g u u a bus s a le u legt nú s a i se m eð f ið s k o r ós ó m r á . V ið u r m i n n i ha l d j u m e k k rk. a g es n e l l a n g þa ð m ö e k k i þ “ a s es t m i ð u m k i og v i f be l d i s v og n ri gu sa a la k o „Bu sun. Væ sem fen Í og s etum e m um aldsskó du u ur M n á f u n b g þ h e e g á s h r ? ð ö f m i a st Vi ál ds f yr æt lu lifun g ár á gú ra f r sla n ur fr í vor ru upp rin mör óttökuá urinn o k k í s l e n s k f é l a g Í g u í l o k es s a ð t æ a g n ra f r á b U n d a n f s t a ka m h á p u n k e m Féla meista ilk ynni ttu til þ ar af. r s : é . r m t ö s a a ð R l e a J. r s fe rð þ u í a ð eð a Skó r frétt þeir hv rðu lag m þ ð é y veri nýnema ýnema kla vinn hætti f rá s þa r s e m ý n e m a ? n i d i n r n 3 y y f r okölluð lagt m þessum í m ) 201 ígslur g i u k a ð ir h v k f v e n er s arar ha el. Me elkomn ð þí má la ef , busa i g v v n e ken leggja boðnir du m i ndr sa m u a ð e a r l í ka s t j ó r n e n d u m þ r s k ip ý ne m a r n Va fu s a r v m f rá i n f tur v ð i d r u v n er na a . i n (hve Í tillögu m og s ig á fu ar sem n n u a n u : bus skól J.R. ráðgjöf og ein tíma, þ þykk t ngið e f 3 a s m 1 v ið ? n á m ö n n 2 0 f r á s a m , va r s a e i n n i g um r á g r Get ið 2015 á vo nefnda da sat niður o lum svo t n a r s h a u s Ne i . skól úi neme avígslu usavíg gjandi : . b r s æ J.R f u l l t gg j a b u n da a ð r n i ð u rl a a e r l g ð ra a að aðd eða a l l a n ppb oð u se m n i r f at ha


Sólrisublað 2015

Spurningakeppnin Gettu Betur hefur verið á skjá landsmanna allt frá árinu 1986 og hefur hún verið haldin árlega síðan. Keppnin er eflaust einn vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins frá upphafi. Hver framhaldskóli skipar í eitt lið sem samanstendur af þremur nemendum. Liðin etja síðan kappi, fyrst í útvarpi Jóhanna María Veturliði Snær Friðrik Þórir og þegar fram líða stundir færist Steinþórsdóttir Gylfason Hjaltason keppnin í sjónvarpið þegar nær dregur úrslitum. Hver er uppáhalds dagurinn þinn í Veturliði: Sko, ég held að af öllum sem Gettu betur lið MÍ í ár samanstendur af þeim Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttur, Veturliða Snæ Gylfasyni og Friðriki Þóri ‘’cut above’’ Hjaltasyni. Þetta er allt hið mesta sómafólk. Skipað var í liðið í lok október og hófust æfingar þegar í stað. Fyrsta viðureign liðsins var við Borgarholtskóla þann 12. janúar síðastliðinn. Ekki voru heilladísirnar hliðhollar okkar liði, en náðu þau þrátt fyrir það að hanga rækilega í andstæðingum sínum. Lokatölur enduðu í 21-16 Borgarholtsskóla í vil. Hvernig æfðuð þið ykkur fyrir keppnina? Jóhanna: Við vorum aðallega að æfa okkur í hraðaspurningum. Veturliði: Sem voru úr Gettu Betur spilinu, og inn á milli komu bjölluspurningar það var þannig að við vorum mest að ýta á bjölluna og segja allt sem við vissum um efnið, ef við töldum okkur vita það. Afhverju vildir þú vera með í Gettu Betur liðinu? Jóhanna: Því að ég er dóttir aðstoðarskólastjóra og er undir mikilli pressu. Friðrik: Ég hef haft mikinn áhuga á svona spurningakeppnum og bara gaman. Veturliði: Ég hef alltaf haft mjög gaman af spurningum og ég er frekar klár, frá því í grunnskóla og í 10.bekk held ég, tók ég þá ákvörðun að þegar ég kæmi í menntó ætlaði ég að komast í Gettu Betur liðið, alveg sama hvað og ég náði því. Ferlega ánægður með það! Hvaða þekkingu, reynslu og hæfni kemur þú með? Friðrik: Kannski að ég sé mest í íþróttum og landafræði (Veturliði: “í samtímamálum”) já líka það. Veturliði er meira í eldri tímanum. Veturliði: Já ég er mest í sagnfræðinni og goðafræði, kannski smá af efna- og eðlisfræði en sérgrein mín er saga og náttúrufræði að eitthverju leyti. (Einar: “Jóhanna þú ert svona pop culture?”). Jóhanna: Já akkúrat.

vikunni? Friðrik: Ætli það sé ekki bara föstudagur. Veturliði: Já, ég segi föstudagur líka. Frábær dagur. (Friðrik: “flöskudagur!”). Jóhanna: Já föstudagur, er haggi? Hvernig leið ykkur að keppa? Jóhanna: Það var stressandi. Friðrik: Já svolítið stressandi til að byrja með, síðan fór það bara þegar maður var byrjaður að svara. Veturliði: Ég var ekkert stressaður fyrr en þegar við komum í útvarpsstúdíóið, þá var þetta virkilega að fara að gerast. Þá fattar maður “ókei ég er að fara að vera í útvarpinu” en síðan var þetta bara eins og venjuleg æfing. Hvernig leið ykkur að vera með Þóri Karlson sem liðsstjóra? Jóhanna: Ömurlega, nei djók. Hann er fínn. Friðrik: Jaaá, hann er fínn. Veturliði: Hann er fínn. Mér skilst að það hafi þurft að þvinga þig svolítið til að mæta, er það ekki Friðrik? Friðrik: Júú, hérna hann þurfti svolítið að draga mig á æfingar, ég viðurkenni það. Veturliði, voru eitthverjir fleiri sem ætluðu að vera með í þessu sem þú hefðir viljað hafa í liðinu eða var þetta liðið sem þú vildir hafa?

voru að sækja um þá var tekið mjög breitt þekkingarsvið inn í liðið sem ég er mjög sáttur með, það gengur ekki að hafa þetta of einhæft. Við öll saman dekkum mjög breitt þekkingarsvið, þannig já þetta er bara eitt besta liðið sem hefði getað komið út úr þessu. Hvað takið þið mikið í bekk? Friðrik: Ég má það ekki, ég ofþjálfast og dey. Veturliði: Ég er nörd við hverju býst þú? Jóhanna: Ég næ 130 kg svona hingað *hendur rétt fyrir ofan brjóst* svo dettur þetta bara á hálsinn á mér. Er eitthvað sem þið viljið bæta við? Tilfinningar? Jóhanna: Öll mismunandi, öll eins, börn Evrópu. Veturliði: Of cheese, bara áfram MÍ. Hvað er mottóið ykkar í lífinu? Jóhanna: Öll mismunandi, öll eins, börn Evrópu. Friðrik: Bara, hmm bara, verum hamingjusöm. Nei ekkert, ég veit það ekki. Ég á eftir að hugsa þetta. Veturliði: Bíddu ég ætla að reyna að rifja upp quotið, “Never forget what you are. The rest of the world will not. Wear it like armor, and it can never be used to hurt you.” - Tyrion Lannister.

... LIÐ MÍ Í GETTU BETUR 7


Terra-Fi lite

Menntaskólinn á Ísafirði

Ele não é outro senão o único e verdadeiro Viggo Christian. Ele usa não só em uma base diária em suas aulas, onde rap e carimbos, mas ele usa-los também jogging, vários svederos fevel.

Teva

Eles são do tipo Teva Terra-Fi lite, ou “Tufão”. Sandália As teclas são fáceis de usar e se encaixa com o “outfit” é. As pessoas que os usam será extremamente feliz o dia eo que rap quando lhe convier. “El Classico” é usar meias durante a caminhada no furacão. Ele pode apenas algumas pulleros este combo é apenas um de nossos professores que podem perfeitamente.

8

Ele vai para os passeios em Veneza, no sábado, hjólatúra aos domingos e para casamentos com Beyoncé e Jay-z na segunda-feira. Ele vai para o barco para vetor e beber sangria com sandeleros em praia. Krissi pedir uma pizza com cogumelos e pepp mas noite agradável com sandeleros da boa imagem romântica, geralmente fotografias de Nicholas Sparks, o notebook é um dos favoritos. Para eles choram e riem juntos, passam por grosso e fino e grosso e fino. Condutores cristãs e sândalo andar a pé da escola e tem em seu lugar. Estes famosa sandália usa a única verdadeira Viggo Christian. Ele usa não só em uma base diária em suas aulas, onde rap e carimbos, mas ele usa-los também jogging, vários svederos fevel. Condutores cristãs e sândalo andar a pé da escola e tem em seu lugar.


Sólrisublað 2015

Hafðu bankann með þér Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. · Millifærslur · Ógreiddir reikningar · Yfirlit og staða kreditkorta · Myntbreyta og gengi gjaldmiðla · Samband við þjónustuver · Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn

Skannaðu kóðann til að sækja „appið” frítt í símann.

islandsbanki.is | Sími 440 4000

9


Menntaskólinn á Ísafirði

ÚTSKRIFTARFERÐ

TENERIFE

Hvert ár safna þriðju bekkingar Menntaskólans á Ísafirði pening fyrir hinni goðsagnakenndu útskriftarferð sem virðist hafa sterk áhrif á framtíð menntskælinga. Til þess að safna pening halda þau úti sjoppu yfir skólaárið sem nýtur mikilla vinsælda hjá nemendum. Þá var einnig haldið LAN, nammisala og kaffisala svo fátt eitt sé nefnt. Í ár var ferðinni haldið til Tenerife, á hótel sem heitir Parque Santiago og þar voru tveimur góðum vikum eytt.

10


Sólrisublað 2015

Stikkorð

Löggan Sexshow Nonni Gönzen Kylfurnar Heimilislæknir Sætir hollendingar Sound of cream Mömmó Felu“leikur“ í sturtunni “Kvöldkúr“ á ströndinni Brenndar rasskinnar TekílaTinna Salótekíla Sigurgeir og rósirnar Balotelli Sexy banana Booze cruse Rúmfræði Hnífur í veski Svört með sólarexem Sjarmurinn María Einar bjargar málunum Ég datt sko Ætti ég að bjóða henni í stjörnuskoðun? Misheppnuð arona ferð Enginn smokkur Kalli kóngur og vodkinn Hringt á gæsluna Herbergislaus Boo Auka“sápa“ í sundlauginni Afmælispartý

Spurt & Stundum Svarað Hvar byrjaði ferðin og hvenær braust spennan út á sitt hæsta stig? Rannveig: 90 dögum áður var ég orðin spennt! Jón: hún byrjaði á fyrsta kvöldi og fór á sitt hæsta stig óteljandi sinnum Hversu hellað á skalanum 1- Jóa stæ var? Jón: Það var komið langt yfir Jóa stæ. Lag ferðarinnar? Jón: Get ekki valið bara eitt. Drykkur ferðarinnar? Jón: Mojito (definitely). Getur þú sagt frá atvikinu með Ísak og kylfurnar? Jón: Ég var dauður heima á þeim tíma. En Davíð og veggnum? Jón: Ég var ennþá dauður uppá herbergi. Rate á hótelið? Jón: Hótelið fær 5 var ekki að fíla það mjög. Besta strippbúllan? Jón: Ég tel mig sjálfan vera bestu strippbúlluna. Hver er eftirminnanlegasti barþjónninn og afhverju? Jón: Einhver gaur á Harry’s því hann var fuuuckk svalur. Þorirðu í hvítu rennibrautina í Siam park? Jón: Ef það er rennibrautin sem er bara næstum beint niður þá já, ég beið í einn klukkutíma í biðröð. Varst þú ein/einn af þeim sem fannst þér útlending til þess að „dansa við“? Jón: Nei ég var ekki einn af þeim. Hvaða veitingastaður sló í gegn? Jón: Ég var að fíla Harry’s. Hvert var markmið þitt í upphafi ferðar að gera af þér? Jón: Markmiðið var að enda ekki uppi nakin niðrí bæ. Hvað er það ógleymanlegasta? Jón: Einar í Siam park, mun aldrei gleyma. #ferðarinnar? Jón: Vöðvarnir á Garibalda.

11


Menntaskólinn á Ísafirði

KENNARA

Quiz

Hefur þú ekki einhvern tíman velt því fyrir þér hvaða kennari skólans þú sért? Ef svo er þá þarftu ekki að leita lengra vegna þess að þessi quiz um kennarana eða kennara quiz svarar akkúrat þeirri spurningu! Láttú nú vaða.

1. þegar þú sérð ský sem er í laginu eins og fiðrildi hvað gerirðu? A) finnur fyrsta nemenda sem þú sérð og talar um undur veraldarinnar B) stoppar það útá gangi og talar um að það þurfi að mæta bráðum C) þú brosir þínu breiðasta og ferð í spandex buxurnar og hleypur á eftir skýinu D) þú fellir tár vegna þess að heimurinn er svo fallegur E) þú sussar á það, það eru krakkar að reyna að læra! F) þú horfir á það með þreytulegu hatri þangað til það verður vandræðalegt og fer í burtu G) þú skellir á þig skíðunum og eltir skýið uppi I) þú sendir því glærupakka

2. Þú ert að bíða í bíói eftir félaga þínum, en málið er að hann er allseinn, þegar hann loksins kemur hvað gerir þú? A) þú setur prumpu blöðru í stólinn hans því þú ert svoddann prakkari B) þú heldur fyrir hann ræðu um stundvísi C) þú brosir þínu skærasta D) þú skammar hann, en á þýsku samt E) þú lætur hann slökkva á símanum sínum F) þú horfir illilega á hann þangað til hann brestur í grát G) þú lætur hann lýsa fyrir þig myndinni þar sem þú ert með toppinn í augunum H) bíddu ég gleymdi að ég þarf að fara að hitta vin minn í bíó :S I) þú refsar honum með því að gagnrýna hvað sagan er vitlaus í þessari mynd

3. Vinkona þín er að flytja og biður þig að hjálpa hvað segirðu? A) já en bara ef ég má segja brandara B) sessna nei takk C) já, ég er “game” D) já ég spretti yfir :) E) ? F) nei veistu ég hef betri hluti að gera G) sorry ég er að fara á skíði H) já en ég vil fara fyrr I) í framtíðinni mun þetta vera saga og sú saga mun segja að ég sagði nei... var þetta ekki annars rétt?

4. Ef þú mættir ferðast hvert sem er, hvert myndirðu fara? A) Amazon, þar er svo mikið af lífverum að ég myndi bara springa úr spenningi B) bara þar sem er sessna mesta djammið C) Bretlands, without a doubt in my mind D) Íslands bara, það er svo fallegt E) Danmark F) Frakklands klárlega G) þar sem eru skíðasvæði bara H) ugh þarf ég að fara einhvert? I) Atlantis

12


Sólrisublað 2015 5. Hvaða starfsmann skólans myndirðu vilja taka með á djammið? A) Palla B) Palla C) Palla D) Palla E) Palla F) Palla G) Palla H) Palla I) Palla.. svarið er augljóslega Palli... hann er eins manns- partí maskína 7. Hvað gerir þú í snjónum? A) set snjó inná bakið á Jóa stæ B) leita að þeim sem setti snjó á bakið á mér! C) snjókall bara D) snjóengla E) niiii veistu ég fíla ekki þennan kulda F) ég kasta snjóboltum G) .......skíði....dö H) snjóhús I) ég fer ekki fet fyrr en ég finn mér fíl til að bera mig, eins og Hannibal yfir Alpana 9. Hvað er stærsta leyndarmálið þitt? A) það er fyrir mig að vita ;) B) sessnaaaaa....... C) let’s just say I was a little naughty D) ég gæti sagt þér það en þá þyrfti ég að drepa þig E) hahahahaha nei ástin mín F) nei veistu fer þetta ekki að vera komið gott? G) láttu þig dreyma H) ég á engin leyndarmál, ég er opin bók I) ertu að djóka eða?

6. Hvað er þín hugmynd um kozy? A) tilraunastofan B) göngutúr C) labbitúr D) sólsetur E) danska sólsetrið F) bað... með búbblum :) G) miðnæturgönguskíðatúr H) borðspil I) góð bók 8. Uppáhalds litur? A) grænn B) grár C) blár D) dökkblár E) rauður F) svartur augljóslega G) bara hvítur......eins og snjór H) brúnn? Jújú brúnn bara eða eitthvað I) svona eins og sandsteinn eins og í píramídunum 10. Hvaða dýr er sálin í þér? A) má það vera einfrumungur? Ég elska einfrumunga B) sköllóttur örn eða “bald eagle” C) antílópa D) blettatígur E) skjaldbaka, alltaf bara að tjilla F) hrafn G) ljón bara eða eitthvað H) kóala björn I) svona dýr eins og tímon í tímon og púmba oh hann er krútt

Nú er bara að telja, ef þú varst með flest svör í A) þá er það bara Fossdal, B) Jói stæ, C) Kristján Viggós, D) Stefán Gúnther, E) Katrín Gunnars F) Hrafnhildur Hafberg, G) Stella Hjalta, H) Guðjón Torfi, I) Andrea Harðar. Hvaða kennari varst þú?

Fossdal- ÞÚ! ert legend ÞÚ! ert fyndnari en Jeff Dunham og Louis C.K blandað saman, og þú veist það allra best, þú elskar vísindi og að djamma, Það elska þig allir Jói stæ- þú ert Jói stæ, þú veist flest allt um flest allt, þú ert harðasti hermaðurinn á vígvelli menntakerfisins, sessna Krissi Vigg, þú ert Krissi Vigg, eða MC Krissi Vigg, þegar þú brosir þá lýsist herbergið upp, vandamálið er bara að þú hættir aldrei að brosa og fær fólk þá ofbirtu í augun Stefán, þú ert Gúntherinn, áhugamál þín eru að hlaupa eins og vindurinn, og þýska Katrín, þú ert Katrín, Kata, the kat! Þú kennir dönsku, en það er allt í lagi Við elskum þig samt því þú ert með hjarta úr gulli

Hrafnhildur, þú ert snape... nei ég meina Hrafnhildur, þú ert fyndin og þú elskar að gera fólk rautt í framan Þú ert Stella, þú fílar skíði, og að blikka hratt og mikið, þú ert góð að leiðbeina fólki og það gerir þig að góðum kennara Guðjón Torfi, þú ert Gussi Pop. Þú safnar spilum og eyðir kvöldunum í að smíða skipamódel og að spila við sjálfan þig í borðspili. Þú ert skilningsríkur og tekur tillit til þeirra sem eiga erfitt með að læra Andrea Harðar Þú ert Andrea Harðar, áhugamál þín eru saga Og að kenna sögu, þú elskar sögu Og að tala um það sem gerðist í gamla daga Eða semsagt sögu................saga

13


Menntaskólinn á Ísafirði

BOL

UNGAR IÐ

VÍKUR

HORN

1. Hver er myndarlegasti Bolvíkingurinn? 2. Uppáhalds Víkarinn í skólanum? 3. Bolvíkingar eru? 4. Uppáhalds kennarinn í MÍ? 5. Ramba eða vegasalt? 6. Besta og versta að búa i Bolungarvík? 7. Met-tíminn að keyra frá Bolungarvík til Ísafjarðar? 8. Sturluð staðreynd um Bolungarvík og/eða Bolvíkinga?

Daria Oszkinis 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Gunnar Þórisson Jón Egill Guðmundsson Einstakir Jónas Leifur Ramba Það besta við að búa i Bolungarvík er það að Bolungarvík er lítill og kozy bær en það versta er það að þar eru engin shopping mall 7. 12 min 8. Amel Rós átti einu sinni tvær flugur sem gæludýr

Sigríður Elma Björnsdóttir 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Myndarlegasti Víkarinn er klárlega Sigga Kára (amma) Thelma Kristín, afgreiðsludama í Bjarnabúð Án Sossu (Sossa er mamma hans Hemma Smelt) Get ekki gert upp á milli Andreu og Kötu Gunn... Uuuu ramba allan daginn.. Best við það að búa í Bolungarvík er það að göturnar eru vel mokaðar, og það versta er að Finnabæ var lokað 7. Ég kann ekki að keyra 8. Bolvískar konur djamma í þjóðbúningi

Thelma Kristín Finnbogadóttir 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Gunnsi nágranni Magnea Gná Jóhannsdóttir Flottir Dóróthea Ramba Besta og versta er að hún er svo lítil 10 mín Það segja flestir “eigum við að fylgjast” í staðinn fyrir að segja “samferða”

Axel Ívar Falsson 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Ég Hemmi smelt Skemmtilegasta fólkið Ragnheiður Birna Fossdal Ramba Besta við að búa í Bolungarvík er að ég fæ frítt í sund þangað til að ég verð 18 ára. Versta við að búa í Bolungarvík er að þurfa alltaf að keyra á milli til að fara á æfingu eða í skólann. 7. 8-10 mín held ég 8. Veit ekki

14


Sólrisublað 2015 Hermann Smelt 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Binna amma Axel Ívar hann er í miklu uppáhaldi Þrjóskir og þverir en yndælis fólk Palli húsvörður Að sjálfsögðu ramba Það eru kostir og gallar en það er gott að búa í Bolungarvik, eftir þúsundasta skipti.. En Bolungarvíkin er bara fallegasti bærinn á landinu 7. 11 mín 8. Helmingurinn af okkur á sömu langalangömmuna.

Ylfa Mist Helgadóttir 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Toni í kirkjukórnum. Það vita allar konur. Hann á líka laglegustu konuna í Bolungarvík Eru aðrir Víkarar í skólanum? Hrifnir af nýjungum Jói Stæ. Hann ætlar nefnilega að gefa mér 9 í stærðfræði. Fjóra heila fyrir góða hegðun og restina vegna þess að ég er orðin of gömul til að læra hana Ég veg salt, ég vóg salt, ég mun vega salt Það besta er náttúran. Það versta er janúar og febrúar Allir Bolvíkingar ljúga til um ferðatíma. Ég er uppalin á norðurlandi og því segi ég alltaf satt um hversu lengi ég er að keyra. Og ég man það ekki Bolvíkingar keyra ALLT innanbæjar. Það er sturlað

Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Myndalegi maðurinn í speglinum Bara allir Frá Bolungarvík Veit ekki, mér hefur ekki verið kennt af öllum Vega-fkn-salt!! Besta er náttúran og versta er skortur á veitingastöðum Hljóp á 4 mín U.þ.b. 0.11% af Bolvíkingum eru ég

Jón Egill Guðmundsson (aka. DJ Nagli) 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Axel ívar Falsson Gunnar Már Jóhannsson Bestir Guðjón Torfi og Ragneiður Fossdal Ramba Allt er gott við að búa hér og ekkert slæmt 9 mín Bolvískar konur djamma í þjóðbúningi

Pétur Bjarnason 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Hjálmar Örn Bjarkason Hjalti, hann er líka myndarlegur Myndarlegir eins og Hjálmar og Hjalti Krissi Viggó Ramba Það eru kostir og gallar en það er gott að búa í Bolungarvik 7 mínútur af því ég var seinn á morgunæfingu, annars keyri ég alltaf löglega Það er ekki vond lykt í Bolungarvík

Stella Guðrún Jóhannsdóttir 1. 2. 3. 4. 5.

Bjarki Einarsson Uppáhalds Víkararnir eru á Víkaraborðinu! One of a kind Friðgerður Ég verð að segja það sama og Thelma Kristín að það versta og besta við Bolungarvík er hvað hún er lítil 6. 10 mín 7. Flestir Bolvíkingar segja á sjoppuna, sem er málfræðilega vitlaust, en ég er búin að búa í Víkinni í næstum 3 ár og er orðin smituð af þessu 8. ?

15


Menntaskólinn á Ísafirði

ST JÖ RN US PÁ

16

2015 Ljón 23. júli - 22. ágúst

Þú ert ljón. Þinn tími er sumarið. Þú ert afar tengdur náttúrunni og þitt aðal áhugamál er íslensk flóra. Þú notar hvert tækifæri til að tína hundasúrur. Þú safnar grófum handklæðum og eyðir öllum þínum frítíma í að efla kartöflubúgarðinn sem þú átt í Farm Ville.

Bogamadur 22. nóvember - 21. desember Elsku, geggjaði bogamaður. Þetta mun verða svo frábær mánaður hjá þér, elsku hjartað mitt. Ég vil að þú gerir eitthvað nýtt í lífinu, takir áhættu! Farðu að leggja í það að bjóða út þessum einstaklingi sem þú ert búin/n að vera að stara á alla önnina. Það gæti alveg verið möguleiki að það verði eitthvað úr því, í versta falli pókarðu manneskjuna bara á facebook og vonar inniega að hún blokki þig ekki.. Þú átt það til að vera líka örlítið utan við þig, hættu að horfa svona til himins og taktu betur eftir því sem er að gerast í kringum þig. Beyoncé og Jay Z gætu hafa verið með þér í Bláa Lóninu þarna um daginn en þú varst bara svo upptekin/n við að ákveða áleggstegund á pizzuna þína að þú tókst ekki eftir þeim. Lífið þitt mun taka U-beygju á næstunni elsku hjartans bogamaður, vertu ekki hræddur að taka stjórn, efa þú ímyndar þér lífið sem leikrit, þá vil ég að þú sért leikstjórinn. Ekki láta eitrað fólk fara í þínar næmustu taugar, hristu af þér hatarana, horfðu hátt til himins og #yolo (djók, samt ekki djók). Það eru líka fleiri nettir bogamenn eins og þú, Brad Pitt, Scarlett Johansson, Taylor Swift, Walt Disney, Steven Spielberg, Jay Z, Miley Cyrus og enginn önnur en hún Helga Þórdís! Þó þér líði stundum illa, þá er lífið svo ljúft.

Tvíburar 21.maí-20.júní Þú ert tvíburi, eða ertu einburi? Allavega, þú elskar annað fólk og vilt helst aldrei vera ein/n. En engar áhyggjur, þú ert það aldrei! Ég ráðlegg þér að byrja daginn með brosi og hafa það á þér í gegnum hann allan og endurtaka það svo hvern einasta dag. Fyrir þá sem eru lengra komnir í lífinu þá er þemakynlífsstelling þín elsku tvíburi staðan 69. Ég legg til að þú leggir af stað í leiðangur og finnir þinn tvíbura og njótir lífsins.


Sólrisublað 2015

Vog 23. september - 22. október

Vatnsberi 20. janúar - 18 . febrúar

Þú ert róleg og áhyggjulaus manneskja. Þú hefur gaman af lífinu en ert ekkert að stressa þig neitt allt of mikið. Þú ert nammigrís. Happadagurinn þinn er annar október, góður dagur og hann mun veita þér lukku. Adam Sandler og Michael Buble eru í vogarmerkinu og eiga báðir afmæli þann 9. september.

Þetta er þinn mánuður, þinn tími. Þú ert þrjóskur og munt fá það sem þú vilt og þú veist alveg hvað þú vilt. Þú þarft að hafa fólk í kringum þig og nóg að gera. Þú finnur nýja ást og líf þitt hefur aldrei verið betra. Happadagur: 16.apríl Líkamshluti: Fótleggir og ökklar. Litur: Marsala.

Krabbi 21 .júní - 23. júlí Ég lít upp í himininn og sé stjörnurnar. Þær koma til mín í draumi og hvísla að mér að krabbar munu verða ljós lífsins og gera heiminn betri. Ég ráðlegg þér að byrja í yoga og kaupa reykjelsi. Ég ætla að kvóta í Jaden Smith ,,How Can Mirrors Be Real If Our Eyes Aren’t”. Notaðu þetta kvót til að hvetja þig áfram í lífinu!!

Sporddrekinn 23. október - 21. nóvember Þú stefnir hátt í lífinu. Svo hátt að kallinn í himninum nær ekki með tærnar þar sem þú hefur hælana. Farðu og kauptu þér nýtt dress fyrir næsta ball, þú munt hitta þá/ þann rétta þar (eða ekki.. en það skiptir ekki máli því þú ert ung/ur. En ef þú ert í eldri kantinum, kannski fertug/ ur og býrð ennþá heima hjá mömmu og pabba með kettinum þínum, þá ættir þú kannski að skrá þig á Tinder, það er engin skömm í því..) Stofnaðu kór, helst kirkjukór þú átt eftir að pluma þig vel þar.

Steingeit 22 . desember - 19. janúar

Meyja 23. ágúst - 22. september

Ef þú átt afmæli um hátíðarnar þá verða þær, þær verstu sem þú hefur, og munt upplifa. Þú skalt samt sem áður ávallt hafa í huga að afmælis-djamm með Garibalda græðir öll sár. Ekki fá þér salat heldur splæsir þú í Snickers.

Þú ert meyja! Ekki fiskur, vatnsberi, steingeit, bogmaður, sporðdreki, vog, ljón, krabbi, tvíburi, naut eða hrútur. Þú ert meyja, alveg eins og Hemmi Smelt! Ég get lofað þér því að það er ekki leiðinlegt að líkjast honum. Það er allt undir kontról hjá þér, þú ert skipulögð, nákvæm og virkilega vel gefin. Þú ættir að baka alla daga í þessari viku því ef það er ekki tilefni til þess núna, þá kemur það aldrei. Sólin hækkar með hverjum deginum sem líður því sólin er einmitt meyja eins og þú. Brostu til hennar og hún mun tana þig í drasl.

Fiskur 19. febrúar - 20. mars Þú ert fiskur… sem þýðir að þú átt afmæli annaðhvort 19. feb? 20. feb? 21. feb? 22. feb? 23. feb? 24. feb? 25. feb? 26. feb? 27. feb? 28. feb? eða jafnvel stundum 29. feb 1. mars? 2. mars? 3. mars? 4. mars? 5. mars? 6. mars? 7. mars? 8. mars? 9. mars? 10. mars? 11. mars? 12. mars? 13. mars? 14. mars? 15. mars? 16. mars? 17. mars? 18. mars? 19. mars? eða 20. mars? Til hamingju með það.

Hrútur 22. mars- 19. apríl

Þú ert hrútur, þú ert staðfastur og þrjóskur, það sem þú tekur að þér klárar þú og þú lætur ekki leiða þig af þinni braut, fáðu þér steik í kvöldmatinn og splæstu á sjálfan þig smá bernaise sósu þú átt það skilið! Slökktu á símanum þínum og farðu út, farðu í fjallgöngu, klifraðu kletta og eignaðu þér heiminn. Nautið er svolítið hipster! Ekki fylgja “the mainstream” Fáðu þér rokk og byrjaðu að spinna föt og bruggaðu þér bjór úr efnum sem þú fannst útí skógi, farðu á Bræðraborg eða hHúsið með ritvél og byrjaðu að vinna í bókinni þinni og hentu ræktakortinu þínu, þú ferð bara út í náttúruna og lyftir drumbum og steinum!

Naut 20. apríl - 20. maí Þú ert naut, you’re a strong independant black woman that don’t need no man. Nema auðvitað ef þú átt mann þá er það bara kúl. Það eru nýir hlutir að koma til þín í lífinu, þú verður fyrst steinhissa og agndofa! En síðan venjast þeir eins og nýir skór. Það verða miklar breytingar í námi/starfi, svo vertu viðbúin/n því. Þú ert svona “rebel” og þér er alveg sama um hvað öðru fólki finnst um þig, þú gerir bara það sem þig langar til að gera og gerir það vel. Þessi mánuður er eins og hver annar mánuður, svolítið rólegur og ekki mikið að gerast. Ég legg til að þú farir í nýju skónum sem þú varst að fá þér á næsta djamm, þú veist ekki alveg hvað þér finnst um þá, en treystu mér. Þeir er þrusu flottir. Njóttu þess sem þú hefur. Maður veit aldrei hvað maður hefur fyrr en það er farið, mundu það kæri lesandi.

17


Menntaskólinn á Ísafirði

MORFÍs er mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Kt: 4609… nei ókei djók.. Ræðulið er skipað fjórum einstaklingum, liðstjóra, frummælanda, meðmælanda og stuðningsmanni. Í upphafi kynnir liðstjóri liðið sitt og reynir að skapa góða stemningu meðal áhorfenda. Ræða liðstjórans hefur engin tímamörk og gefur engin stig, en hún er engu að síður mikilvæg því liðstjóri ber ábyrgð á svörum liðs síns. Hann þarf að vera vel undirbúinn og skipulagður, nauðsynlegt er að hann geti skrifað hratt en greinilega því hann semur og heldur utan um svör liðsins. Frummælandi er sá sem talar fyrstur ræðumanna í sínu liði. Fyrri ræða hans á að vera 4-5 mínútur, allýtarleg, málefnaleg og í henni eiga að koma fram flestar þær meginröksemdir sem liðið mun nota í keppninni. Sú seinni á hins vegar að vera 3-4 mínútur eins og aðrar ræður keppninnar. Meðmælandi talar annar ræðumanna. Báðar hans ræður eiga að vera 3-4 mínútur. Hlutverk meðmælanda er að ítreka og skýra betur þau rök sem frummælandi hefur tiltekið, einnig er ábyrgð stuðningsmanns mikil þegar kemur að svörum.

18


Sólrisublað 2015

Veturliði Snær Gylfason Hvert er þitt uppáhalds umræðuefni ? Uppáhaldsumræðuefni sem ég hef talað um er örugglega bækur, en það var umræðuefni á æfingu í eitt skipti, ég var á móti. Hvað er uppáhalds lagið þitt ? Uppáhalds lagið mitt þessa stundina er trúlegast “Will the Circle be Unbroken” úr tölvuleiknum BioShock. : Infinite, hérna er linkur: https://www.youtube.com/watch?v=0e4Crth_Hb8. Hvert er þitt drauma umræðuefni? Klónun er ábyggilega mitt drauma umræðuefni, margir athyglisverðir pólar á því. Hvar liggur þín sterka hlið í umræðuefni? Mín sterka hlið þegar kemur að umræðuefnum keppninnar liggur í því að dæla út vísindastaðreyndum og dæmisögum. Frummæland- Veturliði Hvernig rökstyður þú mál þitt ? Ég rökstyð mál mitt einna helst með samlíkingum, sögulegum staðreyndum og vísindum. Hvert stefnirðu/ hversu langt í keppninni ? Ég ætla bara að byrja á að stefna að sigri í keppninni á móti FSu, sjá svo hvað setur. Hver er þinn stærsti ótti ? Minn stærsti ótti er örugglega að falla á prófi #nörd. Hver er sterkasta hlið liðsins ? Sterkasta hlið liðsins er trúlegast sú að við höfum allir mjög mismunandi áhugamál og getum því komið með rök og dæmi frá ýmsum áttum. Kanntu að elda ? Já ég kann að elda, og er bara fjári góður í því þó ég segi sjálfur frá. Hvað myndirðu gera ef þú myndir festast í lyftu ? Ef ég myndi festast í lyftu myndi ég bíða eftir að einhver losaði lyftuna, augljóslega. Hvaða hæfileika myndirðu vilja hafa ? Ég væri til að vera ótrúlega góður að syngja. Uppáhaldsstaður ? Trúlegast Leirufjörður í Jökulfjörðum. Hvaða bók lastu síðast ? Síðasta bók sem ég las var Töfradísin, lokakaflinn í bókaflokknum um Nicolas Flamel, frábær bókaflokkur BTW. Göt eða tattú ? Tattú ef ég þyrfti að velja, annars, hvorugt. Versti kækur ? Versti kækur sem ég hef er trúlegast sá að ég tala of hratt, ef það er á annað borð kækur. Hvernig sofnarðu ? Ég sofna með því að láta hugann reika. Geturðu sungið eða dansað ? Ég er ágætur söngvari en hörmulegur dansari, er samt ágætur í gölmu dönsunum. Segðu mér skrýtna staðreynd um þig ? -?-. Svartsýnn eða Bjartsýnn ? Ég er raunsær, sum sé, hvorki yfirdrifið bjartsýnn né yfirdrifið svartsýnn. Hvað á að gera í kvöld ? Í kvöld verð ég bara að vinna í Morfís ræðum og undirbúa mig fyrir keppnina. Bioshock Infinite Soundtrack - 28 - Will The Circle Be Unbroken (Full Version) www.youtube.com.

Þórður Ingólfur Úlfur Júlíusson Hvert er þitt uppáhalds umræðuefni ? Bloggandi ömmur. Hvað er uppáhalds lagið þitt ? Sexual healing með Marvin Gaye. Hvert er þitt drauma umræðuefni ? Skinku brauð og tilfinngar trompa rök. Hvar liggur þín sterka hlið í umræðuefni ? Málfærni, ég er eins og fimleikamaður með orð. Meðmælandi- Úlfur Hvernig rökstyður þú mál þitt ? Ég sný málstað andstæðingsins gegn honum síðan toga ég í skegg mitt til að leggja áherslur á orð mín. Hvert stefnirðu/ hversu langt í keppninni ? Ég stefni á toppinn, það þarf að koma MÍ á kortið. Hver er þinn stærsti ótti ? Marglyttur, að vera fastur í vatni nálægt marglyttum eða stíga á marglyttu á ströndinni, eða pretty mutch allt sem kemur nálægt marglyttum á nokkurn hátt. Hver er sterkasta hlið liðsins ? Við erum með tungur úr silfri og hjarta úr gulli. Kanntu að elda ? Ég er eins og Picasso með pönnu, og nei egg teljast ekki með! Hvað myndirðu gera ef þú myndir festast í lyftu ? Setjast niður og gráta. Hvaða hæfileika myndirðu vilja hafa ? Að geta lengt og stækkað alla parta líkamans, gefðu þessu smá stund og þú fattar þetta. ;) Uppáhaldsstaður ? Jafntefli, milli Feneyja og rúmsins míns. Hvaða bók lastu síðast ? To kill a mockingbird Göt eða tattú ? Tvö tattoo, tvö göt, bara venjuleg eyrnagöt Versti kækur ? Syngja þegar ég einbeiti mér :S það er ekkert alltaf vesen en þegar ég raula sexual healing meðan á samförum stendur er það ekki eins mikill mood setter og maður myndi halda Hvernig sofnarðu ? Með kodda undir mjóbakinu og með bros á vör. Geturðu sungið eða dansað ? Ég tel mig færan söngvara en ég er með fótstærð 45 þannig að dansa er svolítið eins og að labba á froskalöppum. Segðu mér skrýtna staðreynd um þig ? Ég er litblindur . Svartsýnn eða Bjartsýnn ? Glasið er hálf fullt væna. Hvað á að gera í kvöld ? Spjalla við Fossdal um kjarnsýrur.

19


Menntaskólinn á Ísafirði

Ragnar Óli Sigurðsson

Hvert er þitt uppáhalds umræðuefni ? Guð vs Darwin er alltaf skemmtilegt að horfa á. Mæli ekki með því í Morfís samt. Hvað er uppáhalds lagið þitt ? Allavega ekki Coco, ég get sagt þér það! Hvert er þitt drauma umræðuefni ? Microsoft vs. Apple. Hvar liggur þín sterka hlið í umræðuefni ? Patience, young padawan.. patience.. Stuðningsmaður- Ragnar Óli hvað segir þú uppbyggjandi við liðsmenn þína til stuðnings ? ,,STRÁKAR! RÍFA SIG Í GANG!“ Hvernig rökstyður þú mál þitt ? Ég tala þangað til andstæðingurinn minn nennir ekki meir. Hendi inn rökum af og til. Hvert stefnirðu/ hversu langt í keppninni ? Ég vill komast heill heim frá Selfossi. Hver er þinn stærsti ótti ? Að Veddi verði kjaftstopp. Hver er sterkasta hlið liðsins ? Veddi veit allt. ALLT. Kanntu að elda ? Teljast egg með? Hvað myndirðu gera ef þú myndir festast í lyftu ? Mig hefur alltaf langað að komast að því hvort maður komist í alvörunni út úr lyftu úr lúgu á þakinu. Hvaða hæfileika myndirðu vilja hafa ? Að skilja allt sem Veddi segir. Uppáhaldsstaður ? Í baði, með kertaljós, kósý tóna á fóninum og búbblur upp fyrir haus. Hvaða bók lastu síðast ? Farmer Giles of Ham – J.R.R Tolkien. Göt eða tattú? Húðflúr (y). Versti kækur ? Það er ekkert til sem heitir vondur kækur. Hvernig sofnarðu ? Ég hangi á hvolfi inní skáp. Geturðu sungið eða dansað ? Góður. Kanntu annan? Segðu mér skrýtna staðreynd um þig Ég er rílajólablegur og shlophalegur drúkur. Svartsýnn eða Bjartsýnn ? Ég er glas hálf fullt maður. Hvað á að gera í kvöld ? Vá. Í kvöld verður sko kósý.

20

Guðmundur Björgvin Magnússon

Hvert er þitt uppáhalds umræðuefni ? Feminismi... Nei djók... Ekki prenta þetta plís. Hvað er uppáhalds lagið þitt ? CoCo #ragnarerflón. Hvert er þitt drauma umræðuefni ? Er þetta draumur? Hvar liggur þín sterka hlið í umræðuefni ? Að dazzla dómarana með undurfagra og eftirsótta hárinu mínu. Liðsstjóri- Guðmundur Björgvin Magnússon Það er ég! Hvernig rökstyður þú mál þitt ? Með rökum?...... og mögulega útúrsnúningum. Hvert stefnirðu/ hversu langt í keppninni ? Persónlegt markmið mitt er að frammstaða mín sem liðstjóri verði ekki umræðuefni á landsvísu. Hver er þinn stærsti ótti ? Að verða mega successful og að gleyma hvað er alvörunni mikilvægt í lífinu ( ho’s and cash ) Hver er sterkasta hlið liðsins ? Vinstri hliðin (djöfull er ég fyndin!). Kanntu að elda ? Jup, vinn sem kokkur í Tjöruhúsinu. (kann samt eiginlega bara að gera grillbrauð og beikon...). Hvað myndirðu gera ef þú myndir festast í lyftu ? Fer ekki í lyftur. Þær eru ónáttúrulegar. #stigar4life. Hvaða hæfileika myndirðu vilja hafa ? Hæfileikann sem gefur mér aðgang að öllum hæfileikum. (Vann þessa spurningu klárlega). Uppáhaldsstaður ? Lítill lækur á Argentínska hálendinu þar sem er bara hægt að gleyma heiminum og vera einn með náttúrnni. Hvaða bók lastu síðast ? Pros and Cons: A Debater’s Handbook. #Init2winit. Göt eða tattú ? Hvorugt. Líkami minn er heilagt musteri sem eigi má saurga. Versti kækur ? Undarlegt en satt er ég ekki með neina kæki. Hvernig sofnarðu ? Eftir að hafa eitt tveim klukkutímum að velja fötin mín fyrir komandi dag leggst ég niður og sofna eins og barn. Geturðu sungið eða dansað ? Já. En ég er með sjaldgæfan genasjúkdóm sem veldur því að ég get aldrei gert það á sama tíma. Annars dey ég. Segðu mér skrýtna staðreynd um þig Ég er Batman. Svartsýnn eða Bjartsýnn ? Grásýnn? Hvað á að gera í kvöld ? Brotna niður og hágrenja úr stressi vegna þess að fyrsta keppnin okkar er eftir viku.


Sólrisublað 2015

Þórir Karlsson Þórir Karlsson er prýðispiltur frá Ísafirði, hann elskar Liverpool og talar ekki um annað en fótbolta. Hann á afmæli 5. febrúar og er fæddur 1995. Hann elskar Birgittu Haukdal og Írafár meira en góðu hófi gegnir. Þórir Karls er þjálfari Morfís og Úlfur sagði frá því: “Þórir Karls sem þjálfari var svolítið eins og að vera í Boot Camp fyrir MORFÍS, hann stendur fyrir aftan þig og hamrar þig alveg gjörsamlega! ÁHERSLUR! ÁHERSLUR! ÁHERSLUR! Þórir er harður um það er ekki hægt að deila, að tapa er ekki partur af orðaforðanum hans Þóris, sem er svolítið kaldhæðið vegna þess að við töpuðum hraðar en Þórólfur slátrar kyppu, Þórir er harður þjálfari en það sést vel á árangri vegna þess að við stóðum okkur og bættum mjög vel og mikið, hann tekur líka vel á tapi og yfir höfuð myndi ég kalla hann góðan þjálfara.” Þórir Karlsson er einnig þjálfari Gettu Betur liðsins og hafði Friðrik þetta að segja um hann: “Þórir stóð sig vel sem þjálfari þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi sem þjálfari. Til dæmis þegar við vorum byrjuð að vera hæg og kærulaus í hraðaspurningum á æfingum þá var hann alltaf fljótur að segja okkur að rífa okkur í gang og gera þetta almennilega. Hann hafði góða stjórn á hlutunum og var með góða nærveru. Einnig má ekki gleyma því þegar hann keypti handa okkur pizzu.”

21


...

NÝ SK NE A Ð OÐ M A SL UN R S E BU EPP SÍN GJA SU A V A Á N IÐ

Menntaskólinn á Ísafirði

Hvað finnst ykkur um enga

Busun?

Eins og flestir vita þá var enginn busavígsla haustið 2014. Nýnemar Menntaskólans á Ísafirði eru yfirleitt formlega vígðir inn í skólann af eldri bekkingum sem leggja ýmsar þrautir fyrir nýnemana og að því loknu teljast þeir löggiltir menntskælingar. Við spurðum nokkra ekki busa hvað þeim findist um málið, sem var eiginlega samróma svar. Helga Þórdís Björnsdóttir ,,ÖMURLEGT“

Hugrún Embla ,,Alveg ömurlegt....“

Rannveig Sigríður Þorkelsdóttir ,,Leiðinlegt“ Daria Oszkinis ,,Leiðinlegt“ Dýrleif Arna Ómarsdóttir ,,it sucks“

Eygló Inga Baldursdóttir ,,Ekki skemmtilegt.“

Anna Margrét Hafþórsdóttir ,,hræðilega ömurlega leiðinlegt“ Haukur Jörundur Hálfdánarson ,,Lélegt“ Silja Sjöfn Sölvadóttir ,,sökk“

Anton Líni Hreiðarsson ,,Gaman bara“

Jóhanna María Steinþórsdóttir ,,SÖKKAR FEITT“

22

Vilmar Ben Hallgrímsson ,,Ömurlegt ógeðslegt skóladrasl“

4 krakkar voru spurðir þessara spurninga: 1. Hvað finnst þér um að vera ekki busuð/aður? 2. Hvað sérðu fyrir þér þegar þú hugsar um busun? 3. Varstu spennt/ur fyrir busuninni? 4. Finnst þér ekki þurfa að vera vígsla inn í Menntaskólann? 5. Eitthvað sem þú vilt segja meira um busun? Eggert Karvel 1. Mér fannst það ömurlegt 2. Vá eg veit það ekki 3. Jájá 4. Eg skil ekki 5. Þeir sem vilja ekki vera busaðir þurfa ekki að vera busaðir Helga Þórdís 1. Mér þótti það eiginlega bara hundfúlt 2. Mikinn hlátur, en bæði hjá busunum og þriðju bekkingum 3. U já geðveikt spennt! 4. Jú mér finnst það klárlega og ekki bara með söng og klappi, við erum víst ennþá busar og verðum það að eilífu, það þykir mér sorglegt 5. Hún ætti ekki að vera bönnuð! stór partur af menntaskólagöngu sem var tekin frá okkur á núll einni Very low Eygló Inga 1. Frekar leiðinlegt.. 2. Bæði eitthvað skemmtilegt og svo lika eitthvað sem mann langar ekki að gera 3. Jájá 4. Jú 5. Neim Anton Líni 1. Gaman 2. Gaman 3. Já og nei 4. Nei


SVEFN

Sólrisublað 2015

RKU U P OLLEGE

Margur maðurinn sefur sagði amma mín mér einu sinni, en ég skildi því miður ekki hvað hún meinti með því.. fyrr en ég byrjaði í MÍ. Hér eru krakkarnir svo yfirburða af heimavinnu og dagstreitu að þau bara verða að taka sér góðan lúr (ekki listahátiðin) á milli kennslustunda. Aðal manneskjan í þessum hópi skólans heitir Ragnar Óli Sigurðsson og er hann á þó nokkrum myndum hér í kring. Njótið og passið ykkur að sofa nógu mikið á nóttunni og ekki vera að spila þessa bölvuðu tölvuleiki langt fram á nótt!

23


NEMENDA

RÁÐIÐ

Menntaskólinn á Ísafirði

Ísak “Drekinn” Emanúel Róbertsson Glad:

Ísak er formaður nemendaráðs Menntaskólans á Ísafirði og tekur ekki nei sem svar, og er það líklegast vegna þess að í honum rennur finnskt blóð. Ísak Emanúel Róbertsson Glad er nefnilega hálfur Finni og hálfur Íslendingur, og teljum við það vera ástæðu þess að hann ákvað að fara í nemendaráð og taka þar öll völd og gerir hann það einstaklega vel og fallega. Sakkinn sem keypti hnakkinn er gullfallegur formaður, og maður, og svo kann hann líka að tromma eins og Lars Ulrich.

Einar Viðar “EinsiGunna” Guðmundsson Thoroddsen:

Einar Viðar er ritari nemendaráðs og sér um sólrisublaðið, ekki er vitað uppruna hans en haldið er að hann sé annaðhvort hálf kanadískur, hálf norskur og hálf íslenskur, eða jafnvel Indverji, en eitt er víst að hann ritar eins og nýgotin önd sem er í sömu andrá að búa til hreiður fyrir nánustu ættingja andafjölskyldunnar! Einnig viljum við bæta við að hann er með líkama á við þann heimsfræga Dwayne “The Rock” Johnson.

Þórir “4 K” Karlsson:

4 K eða Þórir Karlsson eins og hann vill láta kalla sig er málfinnur, og skal ég segja ykkur, kemur hann sínu máli til skila. Þórir er aðal stálhöfðingi 3X Technology á Ísafirði og gerir hvað sem er til að ná Morfís og Gettu Betur Á TOPPINN! Ekki kemst mikið framhjá honum þar sem hann er ekki einungis aðal stálhöfðingi 3X stál, heldur er hann, Þórir Karlsson, líka heimsmeistari í Rússneskri Réttstöðulyftu.

Hermann Andri “The Jew” Smelt:

Helmut Andreich “The Jew” Smelt eða Hermann Smelt eins og hann vill láta kalla sig, er austur hollenskur ballerínuáhugamaður en þegar hann er ekki að blæða pening í rússnenskar ballet kellingar eða íbúðir fyrir vændiskonur í löndum Suðurasíu þá er hann gjaldkeri nemendaráðsins í menntaskólanum á Ísafirði. En ekki er hægt að fá hann til að henda einni einustu krónu í neitt

24

annað en hollenskar listabækur og sögubækur um Holland og þeirra lýðveldi þar sem Hermann vill breyta skólanum í sitt eigið persónulega Holland. Hermann er líka einnig þekktur fyrir að vera með sérstakt Smelt gen sem kemur í veg fyrir fitu prósentu hækkun og vöðvaminkun. Einnig má bæta við að Hermann var SS Gestapo herforingi í seinni heimsstyrjöldinni að nafni Heinrich Gitzhmühler.

Þormóður “Ed she ran man” Eiríksson: Þormóður “Ed she ran man” Eiríksson er ættaður frá honum mikla og stóra Ingólfi Arnasyni ekki bara útaf því að hann er rauðhærður, einnig því að hann getur böstað út þvílíka skeggrót á meðan hann spilar Gateway to Hell eftir Satans Testicles og á búið til heila orkestru fyrir heilt leikrit! Þormóður er Formaður Leikfélags MÍ og hefur ákveðið að brjóta sitt gamla heimsmet í tjékknesku gítarkasti í júni 2015.

Helgi “Sveppi” Snær Bergsteinsson:

Helgi “Sveppi” Snær Bergsteinsson er ekki einungis ruddi, heldur er hann líka sprellikall Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði og skal ég sko segja ykkur það að hann er sprellari en aðrir að flestu leyti. Helgi hélt ruddaboltan 2014 og gekk það vel hjá honum eins og allt, einnig má vita að Sveppi getur hlupið hraðar en Usain Bolt þegar hann sér snakkpoka og er stærri stjarna en Michael Jordan á körfuboltavellinum! 123 KAFFI!, nei KFÍ!

Kristófer Albert “Nine lives” Lúðvík Lárusson:

Kristófer er langur, og líka menningarviti sem má ekki rugla við Menningarhálfvita. Þegar Kristófer byrjaði sem Menningarviti var hann einungis 180 cm á hæð. Eftir því sem mánuðirnir líða er hann orðinn 197cm og vex enn, sumir halda að hann sé ekki hluti af Danaveldinu þar sem meðalstærð Dana er um 140 cm en það skiptir ekki máli því hann sló heimsmet árið 2012 þegar hann vann búlgarska atvinnupylsuátsmanninn Bustini Georgiev í 1000 metra pylsuáti.


Sólrisublað 2015

Ávarp Formanns Ísak Emanúel Róbertsson Glad krakkarnir okkar því beint heim í heimanám og sögðu bless við Gettu Betur.

Nú er Sólrisuvikan að renna upp, og gengur undirbúningur hennar einstaklega vel. En auðvitað getur ekki allt verið fullkomið, þannig að að sjálfsögðu fylgir þessum undirbúningi mikið stress og jafnvel kvíði hjá sumum. Sólrisuleikritinu fylgir mikið álag sem leggst misþungt á fólk, en þegar við erum með svona frábæra krakka í kringum okkur, hér í Menntaskólanum á Ísafirði, þá gengur allt svona upp, og að lokum hverfur allt stress og allur kvíði útum gluggann, og Sólrisan tekur völd og allir hoppa hí og hæ. Síðasta önn hjá okkur í MÍ var stórglæsileg og var þar margt um að vera. Hún byrjaði með hinum árlega Ruddabolta, sem var og er alltaf jafn skemmtilegur, þar voru u.þ.b. 7 lið sem kepptu, stráka og stelpu lið. Sigurvegarar voru Elítan, sem var skipuð flestum “95 strákunum og síðan voru það Hænurnar, sem einnig voru flestar “95 stelpurnar. Eftir Ruddaboltan var smá pása hjá okkur í félagslífinu í skólanum, en við tók 1. des hátíð MÍ. Hún var haldin í Félagsheimilinu í Bolungarvík, og voru það Núpsbræður sem báru fram mat fyrir krakkana, og gerðu þeir það með prýði. Á 1. des er venjan að frumsýna lag, og “sketsa”, sem krakkarnir í skólanum gera. Lagið í ár hét “Lengi lifi Tekknó”, og voru það strákarnir í “Framtíðinni” sem gerðu það, en Framtíðin er nýtt félag í skólanum sem sér um að semja MÍ lögin, og vona ég að þessi frábæra nefnd fái að lifa á komandi skólaárum. “Sketsarnir” voru leiknir af “Sketsagrúbbunni” og voru þeir, eins og alltaf bráðfyndnir og skemmtilegir.

Í febrúar tók svo við langur og erfiður undirbúningur fyrir Árshátíðina, og var hún að mínu mati ein sú glæsilegasta hingað til. Við “Emmí-ingar” buðum FNv, eða Fjölbrautaskóla Norðulands-vestra alla leiðina vestur til að fagna þessari árshátíð með okkur, og komu þau til okkar á Föstudeginum. Eftir rúma 10 tíma ferð frá Sauðárkróki voru þau loks komin og við tók glæsilegt fjörkvöld sem byrjaði með pizzahlaðborði á Edinborg Bistró, og endaði með “partíi aldarinnar”. Laugardagurinn var alls ekki síðri en þá var Árshátíðarmaturinn snæddur í Edinborgarhúsinu, og voru það, engir nema, Núpsbræður sem elduðu aftur glæsilegan mat. Eftir borðhald var komið að því sem ALLIR höfðu beðið eftir! Það var hann KLAAS sem spilaði á ballinu sem vanalega er haldið eftir matinn, en KLAAS er heimsfrægur plötusnúður sem kom alla leiðina frá Þýskalandi, og var mjög þekktur á árunum 2008- 2009, og þá sérstaklega meðal krakkanna í MÍ, sem þá voru á unglingastigi í grunnskóla. En nú er það hápunktur félagslífs nemenda, sjálf Sólrisuhátíðin, sem nú er haldin í 41. sinn. Þar ber hæst frumsýning leikritsins Sweeney Todd, í leikstjórn mömmu, eða Hrafnhildar Hafberg, eins og allir aðrir kalla hana. Ýmislegst verður á dagskrá, og vona ég að þú, kæri lesandi kynnir þér dagskrá Sólrisuvikunnar, sem er bæði fjölbreytt og skemmtileg að vanda, og er að finna í þessu ágæta blaði. Viðburðirnir eru öllum opnir, og fara þeir flestir fram í sjálfri Gryfjunni í MÍ. Takk fyrir mig, og ég óska ykkur gleðilegrar Sólrisuviku. Ísak Emanúel Róbertsson Glad

Jólafríið lagðist vel í alla og komu allir ennþá hressari inní þessa önn, sem við erum akkúrat á núna. Önnin byrjaði vel og sáum við í Nemó til þess að halda öllum í stuði, og byggja upp spenning fyrir Árshátíðinni. En áður en við förum útí það, þá langar mig að nefna að við kepptum í MORFÍs, en liðið í ár var skipað fjórum glæsilegum drengjum og voru það Guðmundur Björgvin Magnússon, Ragnar Óli Sigurðsson, Þórður Ingólfur Úlfur Júlíusson og Veturliði Snær Gylfason. Drengirnir okkar fóru alla leið á Selfoss að keppa við MORFÍs lið FSu en Fsu-ingar báru sigur úr bítum, en það gerði lítið til fyrir okkur og komu strákarnir í liðinu sáttir heim og ábyggilega fegnir við að losna undan annarri MORFÍs viku, sem á það til að vera ansi löng og ströng. Einnig kepptum við í Gettu Betur, og var liðið alls ekki af verri endanum, en það voru þau Friðrik Þórir Hjaltason, Jóhanna María Steinþórsdóttir og Veturliði Snær Gylfason, en þau áttu fyrstu keppni Gettu Betur í ár, og kepptu þau við lið Borgarholtsskóla, en því miður var heppnin með Borgó, og fóru

25


Menntaskólinn á Ísafirði

Sk i

ss on .

ík

ðv

óf er Al be rt

ist Kr

pt

in em

Lá ru

in n

Kristófer Albert Lúðvík Lárusson. Það nafn ber drengur sem ekki var sjaldséður á götum Danmerkur. Hann var í Kaupmannahöfn og hann gekk í skólann Pederlykkeskole. Nú er hann kominn vestur því hann leyfði hjartanu að ráða. Hann elskar X-factor en getur ekki horft á það án þess að hafa nammi, því þá verður hann að horfa á það með einungis redbull. Hann Kristófer er duglegur í fótboltanum en sumir halda því fram að körfubolti sé hans sérgrein þar sem hæð hans er óviðráðanleg. (hann er næstum 2 metrar). Við fengum að spyrja hann nokkura skemmtilegra spurninga um lífið hans og þykir okkur skólafélögum hans gaman að fá að sjá hann á göngunum á ný. Flytur hann sennilega aftur til Danmerkur en það kemur allt i ljós. Hvernig leið þér í Danmörku? Betur en á Íslandi? Nej Hvaða vikudagur var þér kærastur? Miðvikudagur, þvi þa er maður kominn aftur í rútínuna og byrjaður að hlakka til helgarinnar

Pulsa, pølse eða pylsa? Pulsa Blár eða rauður? Rød Besta danska nammið? Heksehyl Hvernig var stelpu úrvalið í bænum? Þat er ikket ad marka, voru svo mange arabar hjá mér

Sköllóttur eða enginn fótbolti aldrei? Jeg myndi langa að sjá mig sköllóttann

Epli eða pera? Pera Hamborgari eða pizza? Hamborgari Titanic eða Forrest Gump? Forrest Gump Hver er besti vinur þinn í nemendaráði? (lofum að segja engum) Ég verð að segja Ísak Varstu í nemendaráði í Danmörku? Nej ég átti enge venner

How do you like Iceland? I like it very much Can you say Eyjafjallajökull? æjafjallejøgul

26


S贸lrisubla冒 2015

BUSUN 2014

27


Menntaskólinn á Ísafirði

z i u Q ó m e N Hvað viltu hafa á pizzunni þinni? a) Pepp og svepp b) Skinku og rjómaost c) Lauk og eitthvað sull d) Banana, súkkulaði og tómatar e) Krækling og hvítlaukssmjör. Kannski líka rækjur f) Kjúlli og spínat g) Borða ekki pizzu

Hvaða þætti geturðu ekki lifað án? a) The Carrie Diaries b) Awkward c) Gossip girl d) New girl e) Pretty little liars f) Americas next top model (ÞAÐ ERU KOMNIR STRÁKAR LÍKA!!!) g) The Vampire diaries

28

Hvað finnst þér ómissandi á kósýkvöld? a) Popp og kók b) Kerti og reykelsi c) Tissjúbréf d) Próteinsjeik e) Jarðaber og súkkulaði f) Slúðurblöð g) Gubb

Besta lagið til að hlusta á í ræktinni? a) Meghan Trainor - All about that bass b) Beattrax - Project Well c) Beyoncé - Single ladies d) Rick Ross - Never gonna give you up e) Eminem - Lose Yourself f) Biggie Smalls - Hypnotize g) Beethoven’s 5th Symphony


Sólrisublað 2015 Hvað færðu þér á lummuna þína? a) Sykur b) Brúna sósu c) Íslenskt neftóbak d) Slátur,mysingur og allt það sem er í ísskápnum e) Skyr og túnfisk f) Nutella og ávexti g) Sultu og rjóma Hvaða disney prins ert þú ? a) Flynn Rider úr Tangled b) Aladdin c) Kocoum úr Pocahontas d) Eric úr litlu hafmeyjunni e) Simbi úr Lion king f) Shang Kapteinn úr Mulan g) Kronk úr Nýi stíll keisarans

Hver var fyrsti kvennforseti Íslands? a) Jóhanna Sigurðardóttir b) Vala Grand c) Vigdís Finnbogadóttir d) Birgitta Haukdal e) Sigga Kling f) Solla Stirða g) Hrafnhildur Hafberg

Hvað er besta combóið? a) Pizza og koktelsósa b) Franskar og bernes c) Kaka og mjólk d) Turkish pepper og mjólk e) Einar og Hafdís f) Núðlur og epla svali g) Pepperóní og rifsberjasulta

Hver er sætasta stelpan í nemendaráðinu? a) b) c) d) e) f) g) Ha?

Þú valdir Þórir! Þú ert stálsmiður og ert mjög góð/góður í öllum mælsku og spurningarkeppnum, popp er þitt meðlæti og þú mætir aldrei seint á æfingar sem þú ætlar á, jafnvel þó það kosti þig vinnu sem gæti gert þig að milljarðamæringi, Færeyjar bíða þín!

Þú valdir Hermann! Þú ert Hollendingur, nei Íslendingur eða ertu kannski hálfur Íslendingur og hálfur Hollendingur.. nei það getur ekki verið þú ert annaðhvort Íslendingur og Hollendingur eða eitthvað, ok takk.

Þú valdir Kristófer! Þú ert örugglega of hávaxinn til að sjá þetta svo við leyfum bara þínum nánustu að lesa þetta, þú átt líklegast eftir að flýja til New York núna á næstunni útaf allri pressunni, en einhver góður SAMBÓ vinur þinn mun koma og hjálpa þér um sólrisuna.

Þú valdir Einar! Þú ert píanóspilari frá Kanada, nei Noregi, nei… Íslandi, eða? Já ok segjum bara Íslandi. Þú ert mesta kaldhæðnisflekaskrifl jarðar og fólk veit ekkert hvenær þér er alvara og hvenær ekki, ertu að djóka? Nei, ha? Ertu ekki að djóka? Oh.. haha nei ok þér er alvara…. Hver veit?

Þú valdir Helga! Þú ert rauðhærður, sætur og góður í körfubolta. Þú ert útum allt, en bara eftir kl 5 þar sem þú svafst yfir þig í dag, og í gær, og í fyrradag, og daginn fyrir það og í fyrra. Til hamingju! Þú valdir Þormóð! Þú ert rauðhærður/rauðhærð, eða einhversskonar brúnlitaður rauð, eða æj ég veit ekki… eða ertu kannski bara rauðhærður/rauðhærð? Þú ert súper góð/góður á gítar og kannt að mastera tónlist, í raun mætti kalla þig… the guitar master. Þú valdir Ísak! Þú ert sterkur/sterk, bölkaður/bölkuð og kannt sko á tónlist! Áhugamál þín eru að fara í ræktina, spila á trommur og þekkja hvaða hljómsveit sem til er í heiminum, einnig ertu bráðmyndaleg manneskja og mjög tönuð að eðlisfari. Til hamingju með það!

29


Menntaskólinn á Ísafirði

Útskriftarferð kkinga í MÍ í óð hópur 3. be st 87 . Þet19 – 86 r sumarið 1987 Veturinn 19 jubekkjarferða að ið ð þr vi a ur gn eg ve gl n fjáröflu m var du ríkur hópur se da yn gm . hu r nd ta va aðra hö sem gáfu vel í finna verkefni

Miklar vangaveltur voru um það hvert ætti að fara og hvað það mætti kosta. Niðurstaðan varð sú að velja dýrustu ferðina, fara til grísku eyjarinnar Rhodos. Farið var í byrjun ágúst og dvalið í 3 vikur og stóð sjóðurinn nánast undir öllum ferðakostnaði. Það voru 21 úr 3. bekk sem fór í ferðina ásamt 11 öðrum sem ýmist voru kærustur, kærastar eða vinir. Rhodos er lítil eyja undan ströndum Tyrklands og við vorum Miðjarðarhafsmegin, sem betur fer því þar var alltaf vindur sem gerði lífið bærilegt í öllum hitanum, en hitinn var um 37° vegna hitabylgju. Við vorum á frekar afskekktum stað á hóteli sem heitir Doreta Beach og var staðsett við ströndina á aðra hönd og við þjóðveginn á hina. Meðfram þjóðveginum voru síðan lítil veitingahús og barir sem við náttúrulega vorum dugleg að styrkja ásamt veitingastaðnum á hótelinu. Við fórum í margar ferðir, skoðuðum höfuðborgina, leigðum „Bubby“ bíla og keyrðum um eyjuna, leigðum vespur og mótorhjól þannig að a.m.k. tvær úr hópnum sviðu illilega á sér kálfana. Nokkrir úr hópnum fóru í ferð yfir á aðra eyju og gistu þar. Við keyrðum upp í fjallaþorpin og fórum í fiðrildadal þar sem trén voru þakin fiðrildum. Fórum í dagsferð til Lindos sem er hinu megin á eyjunni, þar var hitinn nær óbærilegur 40°og logn, en þar fórum við á sjóskíði og leigðum okkur asna sem gekk með okkur upp að kastala sem trónir yfir þessum fallega bæ. Við vorum náttúrulega alls staðar til fyrirmyndar hvort sem það var á Hippodrome diskótekinu eða í grísaveislu, þar dönsuðum við hringdansa eins og enginn væri morgundagurinn, oft á leirdiskum sem búið var að mölva í gólfið að grískum sið. Við mættum svo í skólann um haustið en tveir úr hópnum höfðu ákveðið að þriggja vikna ferð væri ekki nóg og komu ekki með okkur heim. Þeir skelltu sér á flakk um Evrópu en komu svo heim síðar.

30

1987


Sólrisublað 2015

FimmtudagsTvífarar ÁVARP MENNINGARVITA

Daníel Agnar og Cody Simpson

Eggert Nielson og Carl Wheezer

Dýrleif og Cara Delevigne

Friðik Þórir og óþekktur piltur

Þó að dagurinn sé stöðugt að lengjast og dagskíman sé farin að mæta okkur þegar við komum út á morgnana þá er enn langt í vorið. Þessi tími getur verið mönnum þungbær. Við vitum af fenginni reynslu að enn er von á dimmum vetrarveðrum, vorið hefur lag á að láta á sér standa og síðustu vetrarvikurnar eiga það til að vera langar og strembnar. Því grípum við tækifærið og fögnum birtunni og ylnum. Því gleðjumst við yfir því að skammdegið og drunginn láta undan síga. Því höldum við hátíð. Fyrir rúmum 40 árum eða árið 1974, stóðu nemendur við Menntaskólann á Ísafirði fyrir listahátíð á vorönn. Hátíðina nefndu frumkvöðlarnir Sólrisu og nú, fjörutíu og einu ári síðar er sólrisuhátíð rétt einu sinni að ganga í garð. Í ár höfum við í sólrisunefndinni sett saman mjög skemmtilega dagskrá fyrir nemendur skólans, og leikfélagið sýnir leikritið Sweeney Todd. Sem ég hvet alla bæjarbúa til að kíkja á. Gleðilega sólrisu kæru nemendur og bæjarbúar. Kristófer Albert Lúðvík Lárusson Menningarviti

Haukur Jörundur og Slim Shady

Overly attached girlfriend og Magnea Gná

óþekkt stúlka og Hulda Kristín

Sverrir Úlfur og Draco Malfoy

31


Menntaskólinn á Ísafirði

Sólrisuleikritið okkar í ár er Sweeney Todd. Sweeney Todd var skrifað af Stephen Sondheim árið 1979. Leikstjóri okkar hér í Menntaskólanum á Ísafirði er engin önnur en hún Hrafnhildur Hafberg. Leikritið fjallar um mann að nafni Benjamin Barker sem bjó hamingjusamur með konu sinni og dóttur og starfaði sem rakari. Turpin sem er réttardómari í Lundúnaborg féll fyrir konu Barkers, hans eina ráð til að eignast hana var að senda Benjamin Barker til Ástralíu í 15 ára útlegð. Þetta leikrit snýst um sögu Benjamíns þegar hann kemur aftur til Lundúna 15 árum seinna til að komast að örlögum konu sinnar og dóttur.

32


Sólrisublað 2015

ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGSINS Sæl! Skylda mín sem formaður leikfélagsins er að safna fullt af duglegum og hæfileikaríkum aðilum til að gera hugmynd að veruleika. Ég fékk allavega ótrúlega mikla hjálp! Þegar það kemur að því að gera handrit að leikriti, þá er svo ótrúlega mikið sem þarf að gera! Það þarf að gera leikmynd, það þarf að sjá um tónlist, það þarf að leikstýra, það þarf að redda leikmunum og búningum og fleira og fleira. Við höfum öll verið að vinna hörðum höndum og ég gæti ekki verið ánægðari með hópinn sem ég setti saman! Það er ótrúlegt hvað margir vilja koma og hjálpa mér við að setja saman Mannætu/Morðingja leikrit… Við leikstjórinn, Hrafnhildur Hafberg, tókum þá ákvörðun að sýna söngleikinn “Sweeney Todd” í ár. Og þó, þá er þetta varla söngleikur lengur þar sem að lögin eru ekki næstum því jafn mörg. Upprunalega verkið inniheldur mun meiri tónlist, en við vildum einbeita okkur meira að sögunni og leiknum. Ég vildi fara svolítið af leið og gera eitthvað nýtt í ár, og því fannst mér ekkert fullkomnara heldur en drungalegt og fyndið leikrit sem fjallar um rakara sem byrjar að myrða viðskiptavini sína. … Ég vona að þetta komi eins vel út og við sjáum allt fyrir okkur, við í leikfélaginu erum að minnsta kosti mjög spennt fyrir lokaútkomunni! Ég hlakka til að sjá sem flesta á sýningunum á Sólrisunni!

33


Menntaskólinn á Ísafirði

Velkomin í Landsbankann á Ísafirði Starfsfólk Landsbankans á Ísafirði tekur vel á móti þér og er til reiðu

H.V. Umboðsverslun ehf.

Söluumboð fyrir nýja og notaða Heklu- bíla

Snyrtistofa Mánagull Bolungarvík

Hárstófan í Bolungarvík

Gamla Bakaríið

Garðplöntustöð Ásthildar

að veita þér fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á lausnir sem henta hverjum og einum.

Landsbankinn 34

landsbankinn.is

410 4000

Konur og Menn

Punt Snyrtistofa

Heklu-salurinn

Bjarnabúð Hárstofan María


ISU VIK U

Sólrisublað 2015

Föstudagur Setning, skúðganga og kaffi og MÍ flugan sett Laugardagur MÍ flugan Sunnudagur MÍ Flugan

DAG SK

RÁ S

ÓLR

Mánudagur Frímó - Hláturjóga Matur - Frikki Dór Mí flugan

Þriðjudagur Frímó - Zumba Matur - Skyrglíma Kveld - Djúpa laug

Miðvikudagur Frímó - Allt fyrir Aur Matur - Lalli Töframaður Kveld - Sleðakeppni á Skíðasvæðinu

Fimmtudagur Frímó - Minute to win it í Gryfjunni Matur - Auddi og Sveppi Kveld - Leiser tag

Föstudagur Frímó - Átkeppni Matur - Víkingaskákmót í Gryfjunni og hamborgaratilboð á Húsinu. Kveld - Skemmtikvöld í Hnífsdal

Laugardagur Bröns á Húsinu 80´s ball (Valli sport spilar) Sunnudagur Bröns á Húsinu 35


Menntaskólinn á Ísafirði

flugfelag.is

Alltaf ódýrara á netinu GRÍMSEY ÞÓRSHÖFN

ÍSAFJÖRÐUR

AKUREYRI EGILSSTAÐIR GRÆNLAND NUUK KULUSUK NARSARSSUAQ ITTOQQORTOORMIIT ILULISSAT

REYKJAVÍK

FÆREYJAR

Aðeins nokkur skref á netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. 36

Smelltu þér á flugfelag.is, taktu flugið og njóttu dagins.

ÍSLENSKA SIA.IS FLU 57248 11. 2011

VOPNAFJÖRÐUR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.