8
18
12
22
26
Efnisyfirlit BLS. 3 ÁVARP RITARA
BLS. 16 TENERIFE
BLS. 4 ÁVARP SKÓLAMEISTARA
BLS. 18 ÁRSHÁTÍÐ NMÍ 2016
BLS. 5 NÝJIR NEMENDUR OG NEMENDUR
BLS. 20 FULLVELDISFÖGNUÐURINN
BLS. 21 ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGS
SEM HAFA KOMIÐ AFTUR
BLS. 6 SÓLRISUÁVARP FORMANNS
BLS. 22 LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
BLS. 7 DAGSKRÁ SÓLRISUVIKU
BLS. 24 NEMÓ QUIZ
BLS. 8 SÖNGKEPPNI NMÍ 2016
BLS. 26 GETTU BETUR
BLS. 9 #HVERERÁRNI?
BLS. 29 ÁVARP MÁLFINNS
BLS. 9 ÁVARP GJALDKERA
BLS. 30 MORFÍS
BLS. 11 ÁVARP MENNINGARVITA
BLS. 32 MOTTÓ NEMENDA
BLS. 11 KYLIE JENNER LIP TUTORIAL
BLS. 32 ÁVARP RITARA
BLS. 12 STJÖRNUSPÁ 2016
BLS. 33 NEMENDARÁÐ NMÍ 2015/1016
BLS. 14 BUSUN 2015
BLS. 34 RITNEFND NMÍ 2015/2016
BLS. 15 SÓLRISUUPPSKRIFTIR
arp ÁvRitara
Sólrisublað MÍ 2016 Ritstjóri Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson Ábyrgðarmaður Jón Reynir Sigurvinsson Ljósmyndari Benedikt Hermannsson Hönnun og umbrot Grétar Örn Eiríksson Próförk Regína Sif Rúnarsdóttir
É
g heiti Heiðdís Birta og ég er ritari nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði. Ég ákvað að bjóða mig fram í þetta embætti því að ég hafði reynslu á því að vera í ritnefnd fyrstu 2 árin sem að ég var í skólanum og svo fannst mér tilvalið að bjóða mig fram á 3. ári. Það er búið að vera helling að gera þetta árið hjá mér. Ég byrjaði á því að setja upp skráningablað fyrir ritnefnd og fékk frábærann, duglegann og hugmyndaríkann hóp með mér í lið. Síðan með tímanum bættust nokkrir við og nokkrir hættu. Þetta er líklega það skemmtilegasta sem ég hef gert í menntaskólanum en þetta er mjög krefjandi og smá erfitt á sama tíma. En þegar maður fær hjálp frá góðu fólki er allt í heiminum hægt að gera!
Ritnefnd Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson Þormóður Eiríksson Arndís Þórðardóttir Slavyan Yordanov Aron Ingi Gestsson Elín Ólöf Sveinsdóttir Dagmar Iða Hermannsdóttir
Gleðilega Sólrisu fallega fólk og reynið að njóta! Ykkar ritari NMÍ, Heiðdís Birta!
Upplag 2500 stk.
KAMPI.IS
Prentun Leturprent
3
Ávarp skólameistara Sólrisuhátíðin er aðalhátíð Menntaskólans á Ísafirði og má segja að þessi hátíð sé aðalsmerki skólans og kemur fram í merki skólans sem er guli liturinn. Sólrisuhátíðin er nú haldin í 43. sinn ef aðdragandinn frá apríl 1973 er talinn með en hátíðin var fyrst nefnd 1974. Nafnið tengist endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn. Ef vel viðrar þá byrjar sólin fyrst að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar eða nánar tiltekið á Sólgötuna, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Sólarhæðin er þá um 5,5° en í byrjun mars er hæðin orðin um 17° en til viðmiðunar er þvermál sólar hálf gráða. Nú sást hún 26. janúar og skömmu síðar var boðið upp á pönnukökur og annað bakkelsi sem nemendur á þriðja ári sáu um að venju. Eitt þekktasta lag Bítlana er „Here Comes the Sun“ samið af George Harrison sem gefið var út á Bítlaplötunni Abbey Road í júní 1969. Þetta lag er talið af sumum vera eitt best samda lag allra tíma. Ljóð og lag samdi George á sveitasetri vinar síns Erics Claptons í apríl 1969 þar sem hann gekk um í garðinum baðaður í sól en þessi aprílmánuður var einstaklega sólríkur og sló reyndar fyrri met samkvæmt Greenwich stöðinni með 189 sólskinsstundir. Fyrir þann tíma í febrúar og mars hafði verið einstaklega kalt eins og var reyndar hér á Íslandi en þá var landfastur hafís á norðanverðum Vestfjörðum og vorið kom seint og illa með kal í túnum og virtist sem snjórinn og hafísinn ætlaði aldrei að bráðna undan sólargeislunum. Þegar sólin loksins kom þá færðust brosin aftur yfir andlit fólks bæði hér sem annars staðar á norðurhveli jarðar.
4
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Sólrisuhátíðin hefur skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og á þeim tíma er eins og skólinn og samfélagið renni saman í eina heild og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Dagana 2.-4. mars verða Gróskudagar en þá er breytt út af formlegri námskrá og námsefnið nálgast með öðrum hætti en í hefðbundnum kennslustundum. Óhefðbundnir kennsludagar við Menntaskólann á Ísafirði eiga sér langa sögu og má rekja upphafið til nýjungar sem komið var á að frumkvæði nemenda á vormisseri 1975 og hlaut nafnið gróskudagar. Voru gróskudagar fyrst haldnir um mánuði eftir Sólrisuhátíð. Þá eins og oft síðar voru þrír dagar í röð notaðir til skapandi verkefna sem nemendur völdu sér sjálfir. Löngu síðar voru “Here Comes The Sun” óhefðbundnir kennsludagar Here comes the sun, here comes the sun felldir inn í Sólrisuhátíðina And I say it’s all right eins og nú er gert. Sólrisunefnd og gróskuLittle darling, it’s been a long cold lonely winter daganefnd, öðrum nemLittle darling, it feels like years since it’s been here endum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Here comes the sun, here comes the sun Sólrisuvikunnar færi ég And I say it’s all right þakkir fyrir þeirra framlag. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og Little darling, the smiles returning to the faces nærliggjandi sveitarfélaga Little darling, it seems like years since it’s been here ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá SólrisuHere comes the sun, here comes the sun hátíðar MÍ og styðja við And I say it’s all right menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku. Sun, sun, sun, here it comes Sun, sun, sun, here it comes Sun, sun, sun, here it comes Sun, sun, sun, here it comes Sun, sun, sun, here it comes
Little darling, I feel that ice is slowly melting Little darling, it seems like years since it’s been clear Here comes the sun, here comes the sun And I say it’s all right Here comes the sun, here comes the sun It’s all right, it’s all right
Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson Skólameistari
r u d n e m e n Nýjir og nemendur sem hafa komið aftur Afhverju Mí í staðinn fyrir einhvern annan skóla? nýr
EMMA
„MÍ er ekki mjög stór skóli en hann er fullur af luuuv. Kennarnir þekkja þig betur en í öðrum skólum og við erum ein stór fjölskylda (sérstaklega þegar við vinnum eitthvað).”
nýr
NÖKKVI
„Lítiið annað í boði þegar þú flytur til Ísafjarðar.”
nýr
BJÖSSI
„Fór að æfa með KFÍ.”
Afhverju fórstu úr MÍ og afhverju komstu til baka? kom aftur
ALBERT
kom aftur
HÁKON
„Ég flutti til Svíþjóðar til að prófa annan skóla og leika mér aðeins. Ég kom til baka því ég vildi að mamma myndi þrífa fötin mín.”
„Það hafði bara ekkert með skólann að gera.”
5
p r a v á u s i r l Só
Klæðakot logo Notkunarreglur
Formanns
Logoið skal notast eingöngu einsog hér er sýnt, ef þörf er á öðrum útfærslum, skal hafa beint samband við Klæðakot
Bannað er að slíta í sundur hjartað frá letri
Bannað er að breyta litum eða víxla
Útfærslur þegar ekki er hægt að nota frumtýpu
Bannað er að bjaga logoið á nokkurn hátt
á svörtum grunni
á svörtum grunni
einn litur
Hönnun: erikbjornsson.com
J
æja, þá fer enn önnur sólrisuvikan að hefjast, frábær hefð sem fær alla til að gleðjast og hafa gaman. Það má segja að fyrir okkur í stjórn NMÍ sé sólrisuvikan eins og jólahátíðin er fyrir almenning, mörg verkefni og margt að skipuleggja, mikið stress, en samt alltaf þessi spenna og tilhlökkun en svo skellur vikan auðvitað alltof fljótt á. Að sjálfsögðu er þetta samt einn skemmtilegasti viðburður skólaársins og til að létta okkur lífið er nóg af fólki sem er tilbúið að hjálpa og gera þessa hátíð þá bestu hingað til. Menningarvitinn okkar og sólrisunefnd hafa staðið sig með stakri prýði, dagskráin fjölbreytt og góð og mikill metnaður lagður í hátíðina í ár. Ritnefndin sem færir okkur þetta blað hefur verið á fullu síðan fyrir áramót og sú vinna skilar sér svo sannarlega í þessu vandaða og flotta blaði, enda er ritstjórinn ekki af verri endanum. Leikritið tekur svo auðvitað sinn toll og hefjum við vikuna á frumsýningu, krakkarnir eiga hrós skilið fyrir metnað sinn og vinnu sem þau hafa sett í leikritið, ekki auðvelt verk það. Margir nemendur koma svo að hátíðinni á einn eða annan hátt og finnst mér það gera hana svona einstaka og erum við í stjórninni virkilega þakklát þeim fjölda sem tekur þátt í þessu verkefni með okkur. Ég vona að þið njótið lesendur góðir og vil minna á að viðburðir á hátíðinni eru öllum opnir svo komið og fagnið með okkur, með þessum orðum óska ég öllum MÍ’ingum, ungum sem öldnum gleðilegrar Sólrisuhátíðar, hún lengi lifi. Melkorka Ýr Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði
Jón og Gunna Austurvegur 2 | 400 Ísafjörður | Sími:4563464 jonoggunnaverslun@simnet.is Við erum líka á Facebook
6
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
7
SÖNGVAKEPPNI MÍ 2015 Söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði var haldin 13. Nóv síðastliðin. Þar stigu margir ótrúlega góðir söngvar á svið og sungu úr sér hjartað!
En þegar Sigríður steig á svið gerðist eitthvað ótrúlegt! Hún kom, sá og sigraði með laginu One and only með Adele. Við tókum eitt lauflétt viðtal við hana eftir keppnina.
Söngkeppnin: Hvað fékk þig til þess að taka þátt í söngkeppninni? Það sem fékk mig til þess að taka þátt í söngkeppninni var að mig langaði bara að koma fram og sýna hvað í mér býr. Mig langaði líka að vera með, þetta er mitt áhugamál og það er bara gaman að fá tækifætri til þess að spreyta sig á einhverju sem getur hjálpað manni að þróa áhugamál sitt. Afhverju valdiru One and Only með Adele? Það er engin sérstök ástæða fyrir því að ég tók þetta lag, kannski af því að ég hafði verið að æfa að áður. Svo kannski líka pínu útaf þvía ð ég er Adele aðdáandi númer eitt. Hvernig gekk undirbúningurinn? Undirbúningurinn gekk frekar vel fyrir sig, þrátt fyrir að við byrjuðum frekar seint að æfa saman, en ég æfði líka með söngkennaranum mínum, henni Tuuli sem var bara góð æfing líka.
8
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
#HverErÁrni?
arp ÁvGjaldkera
Hver er Árni? Fullt nafn? Árni Kári Hafliðason Hver er Árni? Einn þæginlegur gaflari Hvaðan er Árni? Hafnarfirði Hvað finnst Árna best að fá í pítuna sýna? bara þetta venjulega Stefnir þú á það að verða gallharður ísfirðingur? Já klárlega Lífsmottó? Pizza á dag kemur skapinu í lag Hvað varstu að gera eftir 03:00 þann 6.feb? Hahaha þú veist það
VESTURFERÐIR SAMSKIP
Gleðilega sólrisu flotta fólk!
É
g ákvað að bjóða mig fram í gjaldkerastöðu NMÍ vegna þess að ég var forvitinn og langaði að hafa áhrif á félagslífið og fleira. Ég er heppinn að vinna með flottu og skipulögðu fólki sem hjálpar hvort öðru hiklaust ef eitthvað er að. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt... og erfitt á köflum. Ég hef ábyrgðarfullu hlutverki að sinna og reyni að gera það samviskusamlega. Ég sé um ýmislegt tengt fjármálum og hægt er að líkja þessu við lítið fyrirtæki þar sem vel þarf að fara með peningana og koma sér ekki út í skuldir. Þetta er því góð reynsla sem nýtist vel í framhaldinu. Aðallega sé ég um bókhaldið og passa að allir reikningar séu greiddir. Ég vona að þið eigið eftir að eiga góða sólrisuviku og vonandi hlakkar ykkur jafn mikið til ballsins í lok vikunnar og okkur!
KAUPMAÐURINN
Sigurður Bjarni Benediktsson, ykkar ástkæri gjaldkeri og varaformaður NMÍ.
9
Námsmenn
Stúdentakortið hljómar vel Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra. Sæktu um Stúdentakortið og inngöngu í Námsvild. Við veitum námsstyrki, bókakaupastyrki, tölvukaupalán og10 sérkjör víða NMÍ um2016 land. SÓLRISUBLAÐ
Student
Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is
ST
EP ST
4
5
EP
EP
6
Svo fylliði inn í línurnar. Easy breasy beautiful. Covergirl.
ST
EP
7
8
EKKI GLEYMA AÐ TAKA SELFIE!!!!
11
EP
ST
Farið út og sýnið þessar elskur.
Ég vil nýta tækifærið og þakka öllu frábæru fyrirtækjunum sem lögðu okkur lið við að gera þetta mögulegt. Án þeirra væri þetta ekki hægt!
Hulda Pálmadóttir Menningarviti NMÍ
“Overline” varirnar vel eða búa til örlítið stærri varir en þú ert með.
Hér sjáiði hvernig maður á að gera þetta.
Til að nefna nokkra hluti, þá munum við halda í óskrifaðan lið og halda 80’s ball, fá skemmtilega snillinga og fleira og fleira ......
Gleðilega sólrisu elskurnar og njótið !
3
ST
Þetta er ótrúlega skemmtilega og vandasamt verkefni. Ég fæ þann heiður að skipuleggja Sólrisuvikuna með sólrisunefndinni minni. Hana skipa Amel Rós, Ásgeir Kristján, Hafdís Katla, Helga Þórdís, Hjalti Hermann, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Karen Embla, Telma Ólafsdóttir og Rannveig Sigríður. Við erum búin að vera á fullu að skipuleggja og vinna að virkilega skemmtilegri og þéttri dagskrá. Þetta verður sko stuð! Ef ég væri þið kæru nemendur þá myndi ég njóta hverrar mínútu því sólrisan er jú bara einu sinni á ári og verður markmiðið sett hátt núna í ár.
ST
Sólrisuhátiðinn er árlegur viðburður hjá okkur og er nú haldin í 42.skipti, samt er þetta alltaf jafn skemmtileg vika. Sólrisuhátiðinn er vika sem brýtur upp skólaárið og fögnum við því að nú sé sólinn loksins komin, og auðvitað verður allt enn skemmtilegra ef allir taka þátt.
Hylja varirnar vel með þykku meiki og nota sem grunn.
Finna góðan variablyant og góðan varalit.
EP
að er komið að því sem allir hafa beðið eftir Sólrisa 2016 að ganga í garð.
1
ST
Þ
Taka góða rakvél og raksápu og raka í kringum varirnar.
EP
2
ST
EP
arp ÁvMenningarvita
STJÖRNU Hrútur
Naut
Tvíburi
Ástarljóð hans mun berast eins og jarm langt uppá fjöll í gegnum allt hans líf.
Þú ert fljót/ur að hugsa, góð/ur í öllu og mjög klár manneskja. Fólki líkar við þig afþví þú ert bisexual. Hinsvegar, ertu þekkt/ur fyrir að vera með of háar væntingar fyrir minnstu hlutunum. Þetta þýðir að þú ert nísk/ur. Naut eru þekkt fyrir að stunda sifjaspell.
Donald Trump á afmæli 14. Júní og því er hann Tvíburi, rétt eins og þú. Við mælum því með að þú hættir að fikta í Mexíkönum og fokkir þér.
Vog
Sproðdreki
Bogamaður
Hugmyndarík, vinsæl og mest elskaðasta manneskjan í skólanum. En fyrir utan skóla ertu nobody og engum líkar vel við þig.
Sporðdrekar tilheyra ættbálki Scorpionida sem er hluti af flokki áttfætlna (Arachnida) sem aftur teljast til fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Sporðdrekar finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.
Þú fýlar börgera, doggystyle og Britney Spears. Það er alveg hægt að styðja það, en ekki í skólablaði.
12
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
USPÁ 2016 Krabbi
Ljón
Meyja
Donald Trump á afmæli 14. Júní og því er hann Tvíburi, rétt eins og þú. Við mælum því með að þú hættir að fikta í Mexíkönum og fokkir þér.
Grrrr hehe...Rawr
Ást og hamingja verður í loftinu þegar súkkulaðiverksmiðja í nágrenninu þínu springur upp í loft sem banar 63 verkamönnum
Steingeit
Vatnsberi
Fiskur
Nicolas Cage á afmæli 7. Janúar og er því steingeit, rétt eins og þú. Þú varst einu sinni talinn algjör snillingur en undanfarið hefur þú eiginlega bara stundað það að fríka okkur öll út, fáðu hjálp kæra Steingeit.
Ekki láta þér bregða ef þú sérð Vatnsbera út í horni að tala við sjálfan sig... Þú ert oft fundinn berrasaður í vatni eftir næturlífið. Vatnsberinn er sprækur sem lækur (pönn)
Er ekki frekar óraunhæft að staðsetningin á stjörnunum hefur áhrif á persónuleikann þinn? Afhverju ertu að lesa þetta? Finnst þér þetta ekkert kjánalegt?
13
Busun 2015 - 2016
14
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Sólrisu-Frosinn hindberjadrykkur (fyrir 3-4) • 200 g ís (ekki mjúkís) • 2,5-3 dl mjólk • 200 g frosin hindber • 2 tsk ferskur sítrónusafi • 4 msk Sunquick Pink Guava & Strawberry Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandara og látið ganga þar til blandan er slétt og mjúk. Tilvalin til að drekka í sólinni á Vestfjörðum!
Sólrisu-sítrónu muffins • 2 egg • 250 ml mjólk • 80 g smjör (brætt og kælt) • Sítrónubörkur (rifinn af einni sítrónu) • 260 g hveiti •1,5 tsk lyftiduft • 120 g sykur Aðferð: Hrærið egg stutta stund, blandið svo mjólk og kældu bræddu smjöri varlega samanvið. Bætið sítrónuberkinum við…. Því næst hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman við smátt og smátt (gott að setja það 3 saman í skál fyrst) Bakað við 200 gráður í um 10-15 mín, varist að ofbaka Glassúr: Flórsykur (um 300gr) 2-3msk vatn 2-3 sítrónudropar eða sítrónusafi, þá um 1/2 tsk (getið blandað flórsykur og vatn eins og ykkur hentar – sumir vilja þykkt, aðrir þunnt
15
e f i r e n e T
“Where can I find eat?” “Tengja?”
“Get the hell outa here Hilllary!” “No Calvin Klein, No 69” “Eat, sleep, rave, repeat” “House Tenerife!” “Loftleiðir!” Arona festival, booze cruise, jet ski, paragliding, siam park, sound of cream, mojito og ofgnótt af sól og hita! Síðastliðinn ágúst fór 3. Bekkur í Útskriftarferð til Tenerife. Það leið ekki langur tími þangað til að árgangurinn gerði Parque Santiago að þeirra heimavöll. Nemendur voru alls ekki lengi að gera vart við sig á stöðum eins og Harry´s, Veronicas, Sound of Cream, O´ Neills og auðvitað “el Supermarcado!” þar sem allt frá “Absynth” til “Panini” er í boði.
16
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Kristófer Albert Lúðvík Lárusson
Matur & Drykkur? Uppáhalds drykkurinn minn þarna úti var klassíski mojitoinn. og besti maturinn sem ég fékk þarna var öndin á asíska veitingastaðnum hjá Harry´s en maturinn sem ég borðaði oftast var frosna pizzan úr supermarkaðnum. Hvar var best að vera? Veronicas gatan. Þar var ég flest kvöld eftir að ég var búinn að borða frosnu pizzuna mína eða steikina á pizzeríunni.
Hafdís Katla Jónsd. Thompson
Matur & Drykkur? Okay strawberry stripper frá Harry’s.... Vá hvað það var gott. Hawaii pizzan sem eg fekk a hotel veitingastaðnum er lang uppáhaldsmaturinn sem dróg úr áhrifum slæmra mistaka kvöldsins áður. Hvar var best að vera? Garðurinn hjá Katrínu, Melllu og Louisu... Ég og Heiðdis forum þangað og byrjuðum öll kvöld og enduðum flest.
Hálfdán Jónsson
Matur & Drykkur? Uppáhalds drykkurinn var örugglega bara vatn haha þótt ég hljómi eins og lúði á lokastigi að þá drekk ég yfir höfuð ekki en komst nú ekki hjá því á tene, en drykkirnir þar voru yfirleitt 50% vodki þannig lítið annað sem maður fann bragð af, en já vatnið var best við þorstanum þar sem það gat verið nokkuð heitt á daginn. Og besti maturinn var örugglega á Bianco, mjög góður þar! s.s steik eða jafnvel hamborgari. Svo var reyndar einhver ágætur staður rétt hjá veronicas þar sem ég pantaði harkalegan rétt sem innihélt Naut,Svín, kjúkling OG pilsur!....stóð ekki upp eftir það. Hvar var best að vera? Held að það sé enginn vafi um að Veronicas hafi verið lang vinsælasti skemmtistaðurinn! en ef nánar er í farið var frekar misjafnt milli manna hvort það var Sound of Cream, Jumping Jacks eða O’nell’s á Veronicas:/ en mér persónulega fannst Sound of Cream bestur, bestu DJ-arnir;)
Aðalheiða Bára Hjaltadóttir
Matur & Drykkur? Allt áfengt og McDonalds. Hvar var best að vera? Supermarketið fyrir utan hotelið.
Sigríður Salvarsdóttir
Matur & Drykkur? Langar að vera geðveikt mikil skvíz og segja strawberry daiquiri (svo góðir). En ég verð að vera real og segja vatnið í bláu flöskunum, ef það var til á einhverjum stað þá fékk maður smá svona gleðitár. Og uppáhalds matur, ég lifði á rauða lakkrísnum. Hvar var best að vera? Fór vandræðanlega oft í apótekið því ég var skotin (ástfangin) í gaurnum sem vann þar, hann hélt öruglega að ég væri með eitthvað plástra blæti. En ef hann var ekki að vinna þá hélt ég mig þar sem var skuggi.
Hákon Ari Halldórsson
Matur & Drykkur? Drykkur, strawberry stripper guilty pleasure en að stelast í brandý hjá Þormóð frænda er líka fínt. En matur er fillet steik með cambert og teryaki á pizzu stað. Hvar var best að vera? Harry’s !, maður byrjaði kvöldið á Harry’s! Maður endar kvöldið á Harry’s. Shout out to my hombre José!
Gleðilega Sólrisuhátíð 17
ÁRSHÁTÍÐ
18
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Ð MÍ 2016
19
FULLVELDISFÖGNUÐURINN
20
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
arp ÁvFormanns
Leikfélags
Verið heil og sæl og gleðilega sólrisu.
N
ú þegar þið lesið þetta þá erum við í leikfélaginu búin að frumsýna Litlu Hryllingsbúðina. Frumsýningin gekk frábærlega. Fólk stóð upp til að klappa, fagnaðarlæti brutust út og það sáust jafnvel tár á hvarmi hjá áhorfendum...eða það er allaveganna það sem ég ímynda mér núna fimm vikum fyrir frumsýningu. Við ákváðum þetta árið að „go big or go home“ þannig að á sviði setjum við upp Litlu Hryllingsbúðina. Við erum þannig eiginlega að fylgja þema leikritsins frá síðasta ári, nema hér er ekki fólk að borða fólk, heldur sér risastór geimveruplanta um átið á mannfólkinu þetta árið.
Ég var ótrúlega heppin að fá hana Ingrid Jónsdóttur (Höllu hrekkjusvín) til að leikstýra þessu stóra verki, hún gerir það ótrúlega vel og ég gæti ekki hugsað mér betri manneskju í leikstjórastólinn. Strangar æfingar eru byrjaðar og ég gæti ekki verið meira stolt af þessu æðislega fólki sem ég fékk til liðs við mig. Ég skal sko segja ykkur það að hér í MÍ vantar ekki fólk með hæfileika og drifkraft til að gera frábæra sýningu. Sérstakt S/O á Kristínu Hörpu sem útsetti öll lögin, þú ert flott stelpa. Ingunn Ósk Sturludóttir hjálpaði til með söng og Henna-Riikka Nurmi sá um dansa.
lítil taugaáföll, mikil reiði og bræði þegar leikarar tilkynna ekki forföll á æfingar!! Þessir hlutir skipta samt ekki miklu máli þegar uppi er staðið, því það jafnast ekkert á við það að taka þátt í leikriti, hvort sem það er að leika, finna búninga, gera leikmynd eða minna fólk á að það þurfi að mæta á réttum tíma því við erum „All in this together“ - High school musical.
En með öllu góðu fylgir alltaf eitthvað neikvætt, með embætti formanns leikfélagsins fylgja eftirfarandi: Svefnleysi, bauga niðrá höku, tímaleysi, áhyggjur, alltof miklar áhyggjur, nokkur
Eigiði góða sólrisuviku og megi sólin fylgja ykkur hvert sem leiðir ykkar liggja. Sigríður Salvarsdóttir formaður leikfélagsins kveður ykkur að sinni.
Ég hvet alla til að koma og sjá þetta skemmtilega verk hjá okkur, því í það hefur farið blóð, sviti og tár til að gera það sem allra flottast.
LEKKERT OG SMART
AMETYST
DEKURSTOFAN DAGNÝ
PUNT SNYRTISTOFA
SNYRTISTOFAN MÁNAGULL
GAMLA BAKARÍIÐ EHF. 21
E L ISU
R L SÓ
Það var hinn tuttugasta og fyrsta dag september mánaðar, á fyrri helmingi áratugs sem ekki er löngu liðinn, að mannkynið stóð í einni svipan andspænis banvænni ógnun við sjálfa tilveruna. Þessi hryllilegi óvinur lét fyrst á sér kræla á ólíklegasta og sakleysislegasta stað, eins og slíkum óvinum er títt. Baldur Garibaldi er lúðalegur blómarrækarsnillingur sem vinnur í blómabúð Magnúsar á Bísanum. Blómabúðin er rekin af nískupúkanum Magnúsi sem er alveg að gefast upp á lélegu gengi búðarinnar því hann þráir ekkert heitar en að græða og verða ríkur. Baldur lætur sig dreyma um framtíð með samstarfskonu og vinkonu sinni henni Auði, sem hann elskar í laumi afar heitt. Auður er í ofbeldisfullu sambandi við tannlækni sem hrífst af mannlegum sársauka, þannig Baldur telur sig eiga engan séns í eins mikla skvísu og Auði. Líf þeirra allra umturnast síðan þegar Baldur rekst á óvanalega plöntu sem aldrei hefur sést áður hér á jörðu. Hann tekur hana með sér í blómabúðina og bissnessin byrjar að blómstra, fólk kemur hvaðanæfa af til að skoða þessa sérstöku plöntu, hana Auði tvö. Frægð og frami er í augsýn fyrir blómarræktarsnillingin. En Baldur kemst að því fljótt að ekki er allt sem sýnist hjá henni Auði tvö, því henni fer að þyrsta í mannablóð og heimsyfirráð! Litla hryllingsbúðin er skemmtilegur „hryllings“ söngleikur eftir Alan Menken og Howard Ashman. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér. Einar Kárason þýddi laust mál í sýningunni en Megas þýddi söngtextana.
22
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Ð I T RI
6 1 20
K I E
1. Hvað fékk þig til þess að taka þátt í leikritinu? 2. Er þetta skemmtilegt leikrit? 3. Ertu stressuð fyrir frumsýningu?
Kristín
1. Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og söng þannig að ég reyni alltaf að taka þátt í sem flestum söngleikjum. Þetta er líka síðasta árið mitt í Menntaskóla þannig að auðvitað tek ég þátt í leikritinu. 2. Þetta leikrit er mjög öðruvísi, sem gerir það mjög skemmtilegt. Mér finnst tónlistin líka æðisleg þannig að hún gerir þetta að æðislegum söngleik. 3. Maður er alltaf stressaður fyrir sýningu en ég er alltaf bara meira spennt heldur en stressuð því þetta er svo ótrúlega skemmtileg upplifun.
Úlfur
1. Sko ég ætlaði bara að reyna að fá að syngja á sviði, ég elska að syngja, söngur er lífið mitt, haha reiknaði aldrei með að fá aðalhlutverkið en það er bara fínt, fæ að syngja helling. 2. Uuuuu já! dauði, blóm, drama, þetta er eins og búið til sérstaklega fyrir mig! 3. Neeeee, ég er ekkert stressaður, ég elska að fara á svið, síðan eru mótleikararnir mínir svo frábærir og hæfileikaríkir að ég hef ekki áhyggjur af neinu.
23
Ó M E N Z I U Q
24
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? a) Ég fer nú bara að pissa. b) Fer og tanbursta mig. c) Það fyrtsa sem ég geri er að fara og fá mér morgunmat. d) Snooze. e) Snooze f ) Ég ligg alltaf nokkrar mínútur í viðbót og svo verð ég að standa upp og fara að pissa. g) Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að ýta á snooze á vekjaraklukkunni og snúa mér á hina hliðina. 2. Hvað mundiru gera ef þú mundir festast í lyftu? a) ertu að segja að ég sé feit?!? b) Hringja í einhvern. c) Myndi panikka og hringja í pabba. d) Njóta. e) Leggja mig. f ) Reyna redda hjálp og svo bara sitja róleg og spila kapal í símanum. g) Ef ég myndi fstast í lyftu myndi ég bara bíða eftir því að einhver lagaði bilunina í lyftunni. 3. Ef þú mættir vera ein ofurhetja, hverja myndiru velja? a) Batman. Ég myndi svo bara hætta strax að vera ofurhetja og þá ætti ég fullt af money$. b) Batman. c) Sumir vita það ekki en ég er Batman sko. d) Hermann Smelt. Svo er hann líka framúrskarandi í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur! Frátalið fyrrum gjaldkerastarfið samt. e) Ég er og verð alltaf Wonder Woman. f ) Ég tek Superman á þetta, hann hefur allt. g) Eg ég mætti vera ein ofurhetja myndi ég vera Batman vegna þess að hann er með flottustu græjurnar. 4. Ef þú værir að fara á eyðieyju og mættir taka einn hlut með þér, hvað væri það? a) Ég myndi taka bókina How to Sirvive on a Deserted Island eftir Tim O’Shei. b) Súkkulaði hahaha c) Ég myndi taka með mér sólarvörn. d) Sigmundur Davíð. e) Síma með óendanlegt batterí og net. f ) Heiðdísi og Hafdísi (þær eru sko ein heild) - ekkert gaman að vera þarna einn. g) Ef ég ætti að velja einn hlut til að
taka mér mér á eyðieyju myndi rég velja Leiðarvísi Puttaferðalangsins um Vetrarbrautina (Hitchhiker’ Guide to the Galaxy og ég er ekki að tala um bókina heldur Leiðarvísinn sjálfa).
g) Ef ég mætti lifa í einum sjónvarpsþætti þá myndi ég velja Pokémon af því að let’s face it, hver hefur ekki einhvern tíman látið sig dreyma um að eiga Pikachu, Charizard eða Gyarados.
5. Hvernig segir maður avocado á íslensku? a) Ah-Vó-shataó. b) Lárpera. c) Lápera. d) Sillettu? e) Lárpera. f ) Er ekki talað um lárperu, ég kýs samt bara avókadó. g) Avocado á íslensku er lárpera.
10. Ef þú værir í The Voice Ísland hvaða lag mundiru taka? a) Ég myndi syngja þetta „THIS IS THE VOICE” það er svo catchy tune. b) What do you mean. c) I need a Hero. d) Ég myndi vinna með Love Yourself með Justin. e) Örugglega I need a hero með Bonnie Tyler. f ) Ég myndi henda íeina góða aríu, „Der 6. Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Hölle Rache kocht in meinem Herzen” a) Forever Ragnheiður Fossdal væri örugglega mitt val, kassísk út b) Auðvitað Sólrún. Töfraflautunni. c) Get ekki valið á milli Sólúnar og Jónasi g) Ef ég tæki þátt í The Voice Ísland myndi efnafræðikennara. ég að sjálfsögðu taka „My Way” sem Fran d) Fýla alla… nema tvo. Sinatra gerði frægt á sínum tíma. e) Andrea Harðardóttir. Erum sálufélagar. f ) Ég held að Fossdal eigi þar vinninginn. 11. Hvað reykiru? g) Uppáhalds kennarinn minn er Andrea a) Peninga Harðardóttir. b) Reyki ekki. c) Lárperur. 7. Uppáhalds áfengis drykkur? d) Nemó peninga. a) Íslenskt brennivín. e) Anda að mér insoiration af öðru fólki. b) Enginn. Djók. c) G&T f ) Hlutlaus. d) G og T g) Ég reyki bara Longbottom Leaf (fyrir e) Strawberry stripper. þau ykkar sem ekki fatta þetta þá er þetta f ) Ég geri ekki upp á milli - tek öllum tilvísun í Lord of the Rings, ég reyki ekki). opnum örmum. g) Ég drekk ekki áfengi þannig að enginn 12. Ef þú ættir einn dag eftir á lífi, áfengur drykkur er í uppáhaldi hjá mér. hvað mundiru gera? a) Gráta mikið, hringja í mömmu, kaupa 8. Hvaða blóm ertu í dag? stórann bland í poka og svo horfa á allt a) Auður tvö Downtown Abbey aftur. Já og senda b) Gleymér ei. einni ákveðini manneskju haturs bréf… c) Ég er Sóley Þetta er samt eins og venjulegur dagur d) Fossdal? hjá mér, minus hatursbréfið. e) Ég er kaktus. b) Njóta dagsins. f ) Þjóðarblóm (menntaskóla) Íslands - c) Biðja mömmu um að gera jólamatinn Holtasóley. sinn og eyða deginum með mínum g) Í dag myndi ég segja að ég væri nánustu. Crysanthemum. d) Eyða honum með fjölskyldu og kærustu. 9. Ef þú mættir lifa í einum e) Örugglega bara eyða deginum með sjónvarpsþætti, hvaða fjölskyldunni og vinu að horfa á eitthvað sjónvarpsþáttur væri fyrir valinu? skemmtilegt og borða eitthvað gott :) a) The real houswifes of Bevely hills. f ) Ég myndi örugglega eyða deginum b) Klárlega Grey’s Anatomy með fjölskyldu og vinum, halda svo drullu c) Myndi klárlega velja Happy Endings. gott partý til að slútta þessu með stæl. d) The Walking Dead. g) Ef ég ætti einn dag eftir á lífi myndi ég e) Happy endings! fara út í greim því hugtakið dagur hefur f ) Ætli ég velji ekki systurnar mínar í enga merkingu þá. Keeping up with the Kardashians.
25
GETTU BETUR Gettu betur er ein þekktasta og stærsta spurningakeppni landsins. Skólar berjast um titilinn á hverju ári sem klárasti skóli Íslands. Allir í skólanum fengu úthlutað próf og þrír klárustu komast í liðið og í ár voru það þau Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, Friðrik Þórir Hjaltason og Dóróthea Magnúsdóttir sem valin voru til að keppa í Gettu Betur keppninni fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði. Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram þann 13. og 18 Janúar á móti Verkmenntaskólanum á Akureyri og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og sigruðu þau báða andstæðingana og með sigrinum á Fjölbrautaskólanum Vesturlands komust þau Dóróthea, Friðrik og Kolbeinn í “The Hall Of Fame” í menntaskólanum á Ísafirði af því að í fyrsta skipti í sögu Menntaskólans á Ísafirði erum við að fara KEPPA Í SJÓNVARPINU þar sem við mætum Menntaskólanum við Hamrahlíð. Við erum nú þegar miklir sigurvegarar, þökk sé frábæra Gettu betur liðinu okkar erum við einu skrefi nær því að vera klárasti skóli Íslands!!
MÍ-INGUR MÍ-INGUR HVAR ERT ÞÚ??? HÉR ER ÉG, HÉR ER ÉG, GÓÐAN DAGINN, DAGINN, DAGINN!!!!!!!!!!!!!
26
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Kolbeinn
Friðrik
Dóróthea
1. Ertu svona klár eða þurftiru að æfa þig fyrir keppnina?
1. Ertu svona klár eða þurftiru að æfa þig fyrir keppnina?
1. Ertu svona klár eða þurftiru að æfa þig fyrir keppnina?
Ég er ekkert það klár, giskaði á allt og er bara heppinn.
Blanda af báðu bara.
Ég fæddist klár, en þurfti samt aðeins að hita upp fyrir keppnina.
2. Hvaða söngmanni myndiru líkja þér við? Justin Timberlake cuz we bringing sexy back. 3. Hver er klárastur í liðinu? Klárlega eitt okkar en ég er ekki nógu klár til þess að vita hvort okkar. 4. Hver er uppáhalds hljómsveitin þín og afhverju er það ekki Nickelback? Die Antwoord því ég fíla skrítna tónlist. 5. Ætliði að vinna Gettu betur í ár?
2. Hvaða söngmanni myndiru líkja þér við? Drake, því ég er jafngóður að rappa og syngja.
2. Hvaða söngmanni myndiru líkja þér við? Ég er alltaf Team Beyoncé.
3. Hver er klárastur í liðinu?
3. Hver er klárastur í liðinu?
Ég væntanlega haha???
Kolbeinn (sorrý Friðrik).
4. Hver er uppáhalds hljómsveitin þín og afhverju er það ekki Nickelback?
4. Hver er uppáhalds hljómsveitin þín og afhverju er það ekki Nickelback?
Strákasveitin Fjögurhundruð og afþví bara.
5 seconds of summer af því þeir eru bestir.
5. Ætliði að vinna Gettu betur í ár?
5. Ætliði að vinna Gettu betur í ár?
Já að sjálfsögðu.
Auðvitað! Við alla vega gerum okkar besta.
Ætla ekki að segja það, það er leyndó.
BAKARINN EHF.
EDINBORG BISTRO 27
28
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
arp ÁvMálfinns Elen síla lúmenn omentielvo mellon
É
g heiti Veturliði Snær Gylfason og hef undanfarið skólaár gegnt, eins og ykkur er vafalaust kunnugt um frá titli þessa ávarps, stöðu Málfinns í Nemendaráði Menntaskólans á Ísafirði en það er staðan sem hefur umsjón með þáttöku MÍ í Gettu Betur og Morfís. Undirbúningur fyrir Morfís hófst strax í september og gekk mjög vel og var Þórður Ingólfur Úlfur Júlíusson (a.k.a Úlfur) mér innan handar í því ferli og á hann allar mínar þakkir fyrir aðstoðina. Fyrsta keppni MÍ í Morfís þetta árið varð svo þegar lið MÍ mætti liði Menntaskólans á Akureyri í vinalegri æfingakeppni þann 4. desember þar sem umræðuefnið var “Það á að bera virðingu fyrir skoðunum annarra” og fór sú viðureign fram á Akureyri, lokaniðurstaðan var að MÍ tapaði en liðið lærði fjölmargar nothæfar lexíur sem það nýtti sér svo í alvöru keppninni. Þegar kom að fyrstu “alvöru” Morfís keppni vetrarins naut liðið aðstoðar
Sólveigar Ránar Stefánsdóttur, þjálfara og var hjálp hennar ómetanleg og ég held að ég geti með sanni sagt að allir liðsmenn Morfís liðsins og ég stöndum í eilífri þakkarskuld við hana. Keppnin fór svo fram þann 21. janúar og mættum við þar Menntaskólanum á Laugarvatni í æsispennandi viðureign þar sem umræðuefnið var “Almenningsálitið. Þeirri viðureign lauk svo með naumum sigri ML-inga en stigamunurinn var 69 stig af sirka 2500 heildarstigum. Ég held að við getum öll verð mjög stolt af Morfís liðinu enda stóðu þau sig eins og hetjur.
með 22 stigum gegn 21 í annarri umferð. Af þessum árangri má sjá að maður getur allt sem maður ætlar sér ef viljinn er fyrir hendi, ef þú hefðir spurt einhvern MÍ-ing af handahófi fyrir ári síðan hvort hann/hún héldi að MÍ myndi einhvern tíman komast í sjónvarpið í Gettu Betur hefði hann/hún örugglega hlegið að þér og sagt að það væri ekki fræðilegur möguleiki en samt tókst okkur það. MÍ-ingar, OKKAR TÍMI ER KOMINN! Og ef þið eruð ennþá að brjóta heilann yfir fyrstu setningunni þá er þetta hefðbundin kveðja á Quenya (Það er eitt af Álfatungumálunum úr Lord of the Rings) og útleggst einhvern veginn svona á Íslensku: “Stjarna skín á stund fundar okkar vinur”
Þá að Gettu Betur, það hefur löngum verið draumur margra (Þar með talinn minn) að sjá MÍ í sjónvarpskeppni Gettu Betur og það er mér sannur heiður sem þjálfari liðsins að tilkynna að í ár varð þessi draumur að veruleika, við Veturliði S. Gylfason, Málfinnur NMÍ unnum Verkmenntaskólann á Akureyri í fyrstu umferð með 24 stigum gegn 17 og unnum hetjulegan sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
29
MORFÍS MORFÍs er keppni á milli íslenskra framhaldsskóla í mælsku og rökræðu, smáatriðin eru rosalega mörg en kjarni málsins er þessi, þetta er keppni í að rífa kjaft. í ár höfum við því miður ekki sigur til þess að fagna, en á hinn bogin lærðum við margt. við fundum nýtt fólk og mynduðum nýjar teingingar í MORFÍs umhverfinu, og fengum þjálfara til að kenna okur nýja hluti og sýna okkur metnaðinn sem þarf til þess að fara undirbúin í keppni, MORFÍs er rosalega skemmtilegt og byggir upp félagsfærni, það hjálpar manni við að tala fyrir framan mikið af fólki, maður myndar málefnisleg og sterk teingsl við nýja og gamla vini, en þetta er ekki allt hlátur og góðir tímar, þetta krefst metnaðar og erfiðar vinnu en ef maður hefur áhuga á MORFÍs þá er þetta vinna sem maður elskar að gera. í ár þá voru kepptar tvær keppnir og liðsstjórar voru tveir, við stóðum okkur betur en við höfum gert hingað til, sá leikur sem kepptur var í riðlunum var bara með 69-stiga mun af 2650 þannig að það er ekki neinn að gráta það. liðsstjórar voru Rannveig Sigríður Þorkellsdóttir og Viðar Sigurðsson, Frummælandi var Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, Meðmælandi var Ingunn Rós Kristjánsson og Stuðningsmaður var Þórður Ingólfur Úlfur Júlíusson við hentum nokkrum spurningum á þau og sjáum hvað þau segja.
30
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Kolbeinn: Ef þú yrðir að sofa hjá dýri hvaða dýr yrði það?
Kanski úlf ;) Hvernig væri drauma liðið þitt skipað?
Obama, MLK og deadpool
Drauma ummræðu efni þitt?
Eitthvað um framtíðina
Hvað borðar þú í morgunmat?
Mountain Dew
Hverjar voru þínar ástæður fyrir því að joina MORFÍS?
Því MORFIs er awesome
Hvernig finnst þér undirbúningurinn búinn að vera?:
Skemmtilegur undirbúningur með skemmtilegu fólki Segðu okkur aðeins frá liðinu
Þetta eru allt Undursamlegir einstaklingar með áhugaverða persónuleika
Ingunn: Ef þú yrðir að sofa hjá dýri hvaða dýr yrði það?
Það væri örugglega geðveikt að kúra með ljóniQ! Hvernig væri draumaliðið þitt skipað?
-Platón -Andrea Harðar -Winston Churchill -John Oliver Drauma ummræðuefnið þitt?
Jói stæ Hvað borðar þú í morgunmat?
Skyr
Hverjar voru þínar ástæður fyrir að joina MORFÍS?
Mér finnst gaman að rökræða bara. Ég ætlaði ekkert að mæta fyrst en kíkti á síðustu stundu og núna er ég bara í Liðinu :) Hvernig finnst þér undirbúningurinn búinn að vera?
Þetta er búið að vera svona upp og niður en skipulagið fór í lag um leið og Fengum þjálfara fyrir síðustu keppni
Segðu okku aðeins frá liðinu
Hvað borðar þú í morgunmat?:
Strákarnir eru allir frábærir en ég ætla ekki að ljúga, það var mjög næs að fá stelpu í liðið. Annars eru þau klár, þau eru trygg, þau eru þakklát. I appreciate that
Eginlega ekkert bara banana eða eitthvað fljótlegt
Hverjar voru þínar ástæður fyrir því að joina MORFÍS?
Því ég var beðin um það (Y)
Úlfur:
Hvernig finnst þér undirbúningurinn búinn að vera?
Ef þú yrðir að sofa hjá dýrir hvaða dýr yrði það?
Hvernig er hann búinn að vera? er þetta ekki búið? við töpuðum allavegana.
Úlfi... þetta var asnaleg spurning... Hvernig væri draumaliðið þitt skipað?
Félagi minn MLK! louis C.K og jói stæ! Drauma umræðuefnið þitt?
Bandaríkinn!
Seigðu okkur aðeins frá liðinu
Bara skemmtinlegaur hópur af skemmtinlegu fólki :)
Hvað borðar þú í morgunmat?
Viðar:
Tennur þeirra sem ég sigra drekkt í tárum fjölskylda þeirra, í skál með skeið
Ef þú yrðir að sofa hjá dýri hvaða dýr yrði það?
Hverjar voru ástæður þínar fyrir því að joina MORFÍS?
Ég sá Ísak Emanúel éta flensborgara lifandi og tapa og ég lofaði sjálfum mér að hefna það Hvernig finnst þér undirbúningurinn búinn að vera?
Væntanlega úlfi Hvernig væri drauma liðið þitt skipað?
Liðið eins og það er er klárlega draumurinn! Átti ég ekki annars að segja þetta? Drauma ummræðu efni þitt?
Kortabækur
Ruglandi og skaðlegt andlegri heilsu,en gaman samt sem áður ;) Segðu okkur aðeins frá liðinu Yndislegt fólk, nei í alvöruni þetta er fólk sem ég gæti treyst fyrir lífi mínu! þau eru metnaðarfull og gáfuð og traust og ég elska þau öll sömul rosalega mikið!
Hvað borðar þú í morgunmat?
Ranný:
Bara fínn en ég veit ekkert hvernig hann á að vera þar sem þetta er mitt fyrsta skipti Segðu okkur aðeins frá liðinu þetta er bara flottur hóður af flottu fólki!
Ef þú yrðir að sofa hjá dýri hvaða dýr yrði það?
Oj WTF en ég veit ekki örugglega api eða eitthvað Hvernig væri drauma liðið þitt skipað?
Allavega andrea harðar Drauma ummræðu efni þitt?
Væri ánægð með allt annað en almenningsálitið og allt á þeim nótum. fannst þetta ömurlegt ummræðuefni
Léleg rök andmælenda minna
Hverjar voru þínar ástæður fyrir því að joina MORFÍS?
Ég ætlaði bara að kíkja á æfingu til að sjá hvernig þetta væri, síðan var ég bara orðinn liðsstjóri Hvernig finnst þér undirbúningurinn búinn að vera?
Quote frá liðinu: Köld pulsa!
31
A D N E M E
N Ó T T MO
arp ÁvSprellu
Kéli: Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.
Alli: work hard, dream big, stay humble
Hilmar Adam: Fresta öllu þar til á seinustu sekúndu.
Emma Rúnars: Buy it now or cry later.
Alexander Zakarías: Að gefast aldrei upp.
VERSLUNIN GEIRI EHF.
ÍSLANDSPÓSTUR 32
SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
Sæl veriði. Ég heiti Hafdís Katla og ég er formaður íþróttaráðs A.K.A sprellikall A.K.A sprellikarl A.K.A sprellikona. Þess má gamans geta að ég er önnur konan A.K.A stelpan A.K.A whatevah A.K.A yall catch maah drift, sem er sprellikall í stjórn nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði. Það hefur verið nóg að gera hjá mér þetta árið, jafnvel meira en hjá fyrri sprelliköllum liðinna ára. Ég hef t.d. skipulaggt tvö ný verkefni fyrir sprellikallana. Þau verkefni fólust í því að hafa styrktarhlaup, annað þá í bleikum október og hins vegar í mottumars. Einnig komst gettu betur liðið okkar í fyrsta sinn í sjónvarpið, og þar kom annað verkefni fyrir mig, að koma klappliði skólans í sjónvarpssal. Auðvitað hef ég haft önnur verkefni sem eru fastir liðir í mínu embætti þar má nefna ruddaboltan og önnur íþóttatengd verkefni. Ruddaboltinn gekk mjög vel í ár og fengum við mjög góð verðlaun frá mörgum fyrirtækjum bæjarins. Og vil ég nýta tælifærið og þakka þeim fyrir gott samstarf á skólaárinu sem er að líða. Einnig vil ég þakka Sverri: Takk Sverrir fyrir góða baráttu! Sem þú reyndar vannst en það er önnur saga. Ég vil líka þakka hinum meðlimum stjórnarinnar fyrir gott samstarf, svo vil ég líka þakka öllum nemendum skólans fyrir ómetanlegan stuðning. Hefði ekki getað gert þetta án ykkar elsku nemendur. Þúsund þakkir. S/O á Heiðrúnu, Sólrúnu og Guðrúnu fyr….. nei nú er ég komin yfir strikið. Meina þetta samt allt *kosskall* ég vil óska ykkur gleðilegrar hátíðar og gott og farsælt komandi skólaár. Ykkar sprella Hafdís Katla
Nemendaráð MÍ 2015/2016
Efri röð frá vinstri: Melkorka Ýr Magnúsdóttir, Sigríður Salvarsdóttir, Hulda Pálmadóttir Neðri röð frá vinstri: Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson, Sigurður Bjarni Benediktsson, Veturliði S. Gylfason, Hafdís Katla Jónsdóttir Thompson 33
Efri röð frá vinstri: Slavyan Yordanov, Aron Ingi Gestsson, Þormóður Eiríksson
34
Neðri röð frá vinstri: Arndís Þórðardóttir, Elín Ólöf Sveinsdóttir, Dagmar Iða Hermannsdóttir, Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson SÓLRISUBLAÐ NMÍ 2016
35
STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG
Biðin virkar endalaus ef faðmlagið þitt er lengi á leiðinni. Við hjá Flugfélagi Íslands mælum með því að stytta ferðalagið og leng ja faðmlagið. Taktu flugið. flugfelag.is