EMMÍ OKKAR

Page 1

Menntaskólinn á Ísafirði | 1 | Sólrisublað NMÍ 2019


EFNISYFIRLIT Bls. 4 TVÍFARAR Bls. 5 ÁVARP FORMANNS Bls. 6 BRANDARAHORN ÍVARS & EINARS Bls. 7 ÁVARP MENNINGARVITA

Ritstjóri Karolína Sif Benediktsdóttir

Ábyrgðarmaður Bls.16 AFHVERJU MÍ Bls.17 ORÐARUGL Bls.18 FULLVELDISFÖGNUÐUR Bls.19 RUDDABOLTINN

Jón Reynir Sigurvinsson

Ljósmyndari Ásgeir Helgi Þrastarson

Hönnun og umbrot Grétar Örn Eiríksson

Bls. 8 ÁVARP SKÓLAMEISTARA

Próförk Pétur Ernir Svavarsson

Bls.20 SÓLRISUVIKA 2019 Bls.21 SÓLRISUNEFND 2019 Bls. 9 Bls.22 - HEITT / KALT - KREISÍ KENNARAMOTTÓ UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI Bls.24 Bls. 10 HVAÐ BEIÐ ÞÍN EFTIR ÚTSKRIFT KLASSA COMBO Bls.25 Bls. 11 HVAÐ BEIÐ ÞÍN EFTIR ÚTSKRIFT HALLOWEEN PARTÝ Bls.26 Bls. 12 MOTTÓ NEMENDARÁÐS FEMÍNISTAFÉLAG MÍ Bls.27 MÁLFUNDARFÉLAG MÍ Bls.28 ÁSTARSTJÖRNUSPÁ Bls.30 ÁRSHÁTÍÐ NMÍ 2019 Bls.32 MÍ FLUGAN Bls. 13 BÚSA QUIZ Bls.14 ÁVAXTAKARFAN

Bls.34 RITNEFND 2019 Menntaskólinn á Ísafirði | 2 | Sólrisublað NMÍ 2019

Ritnefnd Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir Davíð Hjaltason Einar Geir Jónasson Eva Marín Jónsdóttir Guðmundur Arnar Svavarsson Hanna Þórey Björnsdóttir Ívar Breki Helgason Stefanía Silfá Sigurðardóttir

Prentun Leturprent

Upplag 2050 stk.


ÁVARP

RITARA

Karolína Sif Benediktsdóttir Karolína Sif heiti ég og er ritari Nemendafélagsins, það er því mitt hlutverk í ár að vinna að því að koma Sólrisublaðinu út. Í byrjun skólaárs leitaði ég að fólki sem hafði áhuga á að vinna með mér að blaðinu og gekk sú leit ótrúlega vel. Ég fékk frábæran hóp til að starfa og má segja að allt hafi gengið alveg glimrandi vel. Við þökkum Grétari fyrir að hanna þetta flotta blað fyrir okkur og vonum að þið njótið góðs af lestrinum. En nú er runnin upp einn allra skemmtilegasti tími skólaársins að mínu mati, Sólrisuvikan. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar Sólrisu og vona svo innilega að þið skemmtið ykkur konunglega því ég veit að sólrisunefndin hefur unnið hörðum höndum að skipulagningu dagskráarinnar. Ykkar ritari, Karolína Sif Benediktsdóttir

Menntaskólinn á Ísafirði | 3 | Sólrisublað NMÍ 2019


TVÍFARAR

Ína Guðrún og Jóhanna Ósk

Guðbjörg Ásta og Þorleifur Hallbjörn

Ívar Breki og kind

Hugi og Hilmir

Lára Ósk og Dóra landkönnuður

Davíð Hjalta og Stefanía Silfá

Egill og Tryggvi

Menntaskólinn á Ísafirði | 4 | Sólrisublað NMÍ 2019


ÁVARP

FORMANNS Magnús Þórir Þorsteinsson

Komið þið sæl, ágætu MÍ-ingar og Ísfirðingar. Skólaárið í ár hefur verið afar óvenjulegt, þar sem skólinn útskrifaði ekki einn heldur tvo árganga í lok seinasta skólaárs. Það sem gladdi alla virkilega mikið, var að núna í ár fengum við þennan flotta og stóra árgang til að bæta upp fyrir hina tvo. Þetta árið urðu miklar breytingar á nemendaráði MÍ. Sprellikalls-embættið var lagt niður, en í staðinn komu tvö ný embætti. Þau eru Fulltrúi nýnema og Formaður vídeóráðs. Við byrjuðum auðvitað árið á því að halda nýnemaball, en ég held að flestir hafi verið ánægðir með það. Stuttu seinna var á dagskrá okkar ástkæra Ruddaboltamót, gekk það vel og slysalaust. Stofnað var Femínistafélag MÍ og þar sitja nokkrir nemendur skólans í stjórn. Fullveldisdeginum var fagnað í Félagsheimilinu í Bolungarvík þann 7. desember. Þar var bæði borðhald og dansleikur sem fáir munu gleyma. Vorönnin byrjaði með látum, en strax þann 18. janúar héldum við Söngkeppni Menntaskólans. Þar bar Kristín Haraldsdóttir sigur af hólmi og mun

hún fara suður og keppa fyrir hönd MÍ þann 13. apríl næstkomandi. Árshátíðin var haldin 8. febrúar, en í ár fór borðhaldið fram í Arnardal og dansleikurinn var haldinn í Edinborgarhúsinu. Sólrisunefndin hefur verið að skipuleggja Sólrisuvikuna alveg frá miðri síðustu önn og geri ég ráð fyrir að vikan í ár verði einstaklega skemmtileg. Því hvet ég alla til að kynna sér dagskrána og taka þátt í viðburðum hennar. Þá er nóg að gera í leiklistinni en í ár verður leikritið Ávaxtakarfan sett á svið. Miðað við alla vinnuna sem nemendur leggja í sýninguna mæli ég hiklaust með að sem flestir mæti, sjái og njóti þessarar stórkostlegu uppfærslu, sem er jafnt fyrir unga sem aldna. Á döfinni er svokallað kótilettukvöld til fjáröflunar og ætlum við þá að bjóða foreldrum og ættingjum að koma til að njóta góðs matar, samverunnar og styrkja nemendasjóð í leiðinni. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Ég vil þakka Menntaskólanum á Ísafirði fyrir fjögur frábær ár og óska ykkur öllum gleðilegrar Sólrisu. Magnús Þórir Þorsteinsson Formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði

Menntaskólinn á Ísafirði | 5 | Sólrisublað NMÍ 2019


BRANDARAHORN ÍVARS OG EINARS

Tveir veiðimenn voru úti í skógi þegar annar þeirra hnígur niður. Hann virðist hættur að anda og augun í honum eru gljáandi. Hinn maðurinn tekur fram farsímann sinn og hringir í neyðarlínuna. Hann segir óðamála: „Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?” Starfsmaður neyðarlínunnar svarar: „Vertu rólegur, ég get hjálpað þér. Fyrst verðum við að vera vissir um að hann sé dáinn.” Það er þögn. „Ókei. Hvað svo?”

Konan við húsbóndann: „Vinur þinn er kominn, hann Kristinn sem þú hefur ekki hitt í langan tíma!” „Ég vil ekki hitta hann, segðu honum að ég sé ekki heima.”

Hvað kallast ljóshærð beinagrind inni í skáp? Sigurvegarinn í feluleiknum árið 1984.

700 kílóum af hári var í gær stolið úr hárkolluverkstæði í Kópavogi.

Ljóska gengur niður götu með svín undir hendinni. Maður gengur fram hjá henni og getur ekki stillt sig um að spyrja: ,,Hvar fékkstu þetta?” Svínið svaraði: ,,Ég vann hana í bingói.”

Konan hlýðir húsbóndanum og fer til vinar hans og segir: „Því miður er hann ekki heima!” Vinurinn segir: „Já, það er þannig. Segðu honum þá að ég hafi ekki komið!”

Lögreglan er nú að kemba svæðið.

Gunnar: „Kærastan mín hætti með mér í dag og sendi mér ljósmyndir af henni og nýja gæjanum hennar í rúminu.” Besti vinurinn: „Oj, það er grimmt, dude. Og hvað gerðiru þá?” Gunnar: „Áframsendi þær á pabba hennar.”

Menntaskólinn á Ísafirði | 6 | Sólrisublað NMÍ 2019


ÁVARP

MENNINGARVITA Katla Vigdís Vernharðsdóttir Kæru Vestfirðingar, í ár er ár svínsins í kínversku dagatali og 2019 samkvæmt gregoríska tímatalinu, en fyrir mér er það ár breytinga og endurskoðanna. Síðasta vor útskrifuðust tveir árgangar úr skólanum og ný þriggja ára skólanámsáætlun er því að fullu tekin í notkun á þessu ári. Félagslíf og andleg líðan nemenda hefur fengið að líða fyrir það að fyrrverandi menntamálaráðherra vildi stytta skólann á þeim forsendum að skólakerfið á Íslandi sé ári eftir á miðað við önnur lönd. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að ungmennum hefur sjaldan liðið verr vegna álags og pressu. Það hefur reynst nemendaráðinu erfiðara að halda viðburði vegna fækkun nemenda í skólanum og nemendur treysta sér æ sjaldnar út vegna mikils álags í námi. Árið hefur þó ekki verið alslæmt en við fengum frábæran og fjölmennan nýnemahóp í skólann í haust en þau eru mjög dugleg að versla í Gryfjusjoppunni og hanga í sófanum. Mikil vitundavakning hefur verið í umhverfismálum hér í skólanum, en ég hef tekið eftir því að nemendur eru byrjaðir að vera vakandi yfir þeim ógnum sem stafa að náttúrunni okkar og eru margir aðeins duglegri að flokka nocco dósirnar sem seldar eru í tonnatali í Gryfjusjoppunni. Ég fagna því einnig að stofnað hafi verið femínistafélag í skólanum á haustönn sem strax hefur látið í sér heyra, en núna eru komin dömubindi og túrtappar á eitt salernið í skólanum. Húrra! Stefna mín sem menningarviti er að ýta undir þátttöku stelpna í viðburðum og sjá til þess að kynjakvóta sé fylgt eftir. Fyrirmyndir af sama kyni eru ofboðslega mikilvægar þegar kemur að sjálfsáliti og trú á eigin getu. Þegar skoðað er kynjahlutfall hjá þeim sem hafa troðið upp á viðburðum NMÍ undanfarin ár hafa kvenkyns skemmtikraftar nær aldrei stigið fæti á svið, en konur skipa innan við 5% þeirra sem komið hafa fram á stærstu viðburðum félagsins síðastliðin átta ár. Sólrisuvikan í ár er í stærra sniði en venjulega og bjóðum við alla bæjarbúa velkomna á kaffihúsakvöld á fimmtudeginum í sólrisuvikunni sem verður haldið í heimabyggð. GDRN kemur fram ásamt þeim Sigríði Erlu og Árný Margréti. Sólrisupokar verða seldir

öllum bæjarbúum en sólrisumyndin er teiknuð af Sigríði Erlu. MÍ flugan snýr aftur með fjölbreyttum og skemmtilegum þáttum sem að nemendur skólans, kennarar eða útskrifaðir nemar úr skólanum sjá um. Á föstudaginn verður síðan blásið til stórfenglegs 80´s dansleiks í Krúsinni fyrir nemendur MÍ en Babies flokkurinn mætir á svæðið og ætlar að halda uppi stuðinu. Dagskráin er því heldur betur þétt, en fullt af skemmtilegum atriðum eru einnig innan skólans í pásum nemenda. Ég vil einnig nýta tækifærið og þakka styrktaraðilum vikunnar kærlega fyrir stuðninginn, það er gott að búa í samfélagi líkt og þessu þar sem að allir taka á móti manni með brosi á vör og vilja styðja við eflingu menningarstarfs í skólanum. Eftir Sólrisuvikuna eru aðeins um sjö námsvikur eftir af önninni og tilhlökkunin fyrir sumrinu leynir sér ekki meðal nemenda. Þrátt fyrir að veðurfar skólaársins 2018-19 hafi verið líkt og endalaus októbermánuður, bíðum við spennt eftir sumrinu og krossleggjum fingur að það snjói ekki í júlí.

Menntaskólinn á Ísafirði | 7 | Sólrisublað NMÍ 2019


ÁVARP

SKÓLAMEISTARA Jón Reynir Sigurvinsson

Sólrisuhátíðin, sérstök lista- og menningarvika í umsjá nemenda skólans, er nú haldin í 45. sinn en hátíðin var fyrst haldin 25. – 31. mars 1974. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar. Þessi hátíð hefur skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Nafnið tengist endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn. Ef vel viðrar þá byrjar sólin fyrst að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss skólans 24. janúar og síðan á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar eða nánar tiltekið á Sólgötuna. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaaðilar skólans og samfélagið mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Nú eins og endranær er dagskrá Sólrisuhátíðarinnar, sem stendur yfir dagana 1. - 9. mars, afar fjölbreytt og vönduð eins og sjá má í dagskrárkynningu í þessu blaði. Hátíðin hefst á hádegi 1. mars með skrúðgöngu nemenda og starfsmanna skólans niður í Edinborgarhús þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur. Mikil vinna er jafnan lögð í æfingar á leikriti fyrir Sólrisu og hófst undirbúningur strax eftir áramót undir leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Söngleikurinn um Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur varð fyrir valinu og verður það frumsýnt föstudagskvöldið 1. mars í Edinborgarhúsinu. Efnt verður til mannfagnaðar öll

kvöld Sólrisuhátíðarinnar með ýmsum uppákomum og eins í frímínútum og í hádeginu á sal skólans. Eru nemendur og starfsmenn skólans hvattir til að kynna sér vel dagskrá Sólrisuhátíðarinnar og taka þátt í henni. Á Gróskudögum 5.-6. mars verður fjöldi viðburða eða smiðja í stað hefðbundinna kennslustunda. Smiðjurnar eru í umsjón nemenda og kennara, en skipulagðar af gróskudaga- og sólrisunefnd. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku. Sólrisunefnd og gróskudaganefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar færi ég þakkir fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð!

Menntaskólinn á Ísafirði | 8 | Sólrisublað NMÍ 2019

Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari


HEITT

CROSSFIT • AIR PODS • DEITA LÍTIL SÓLGLERAUGU BLETTATÍGURSMUNSTUR SMEKKBUXUR PÉTUR ERNIR AÐ SPILA Á PÍANÓIÐ RAFSÍGARETTA • ANORAK APPIÐ NIKE AIR FORCE FÓTBOLTABÚNING Í SKÓLANUM AÐ TAKA LYFTUNA • INSTAGRAM

KALT

VESTRA GALLINN HEYRNATÓL MEÐ SNÚRU SNJÓR • AÐ SPILA Á PÍANÓIÐ G-STRENGS PLÖMMER BINDI SEM HÁLSMEN • NOCCO SNAPCHAT SKILJA RUSL EFTIR Í GRYFJUNNI AÐ VERA SINGLE • LÆRA HEIMA AÐ VERA EKKI Í SKÓM

KREISÍ KENNARAMOTTÓ

Menntaskólinn á Ísafirði | 9 | Sólrisublað NMÍ 2019


KLASSA COMBO „Mitt Klassa-Combo er ís og franskar.” Dagný Björg „Louis vuitton og supreme... neihh segji svona það er auðvitað pylsa og kókómjólk.” Eyþór Smári „Ristað brauð með banana og salti.” Ólöf Máney „uuummmmmmm sko fokk ég er búin að gleyma því , mitt klassa kombó er... að borða avakado og horfa a draugaþátt inn á youtube , hype beast video og TikTok.” Amonrat „Kæfa og smjör, nutella, banani og smjör og netfliix og chill neeee segji svona.” Rúnar Ingi „Mysingur og ostur.” Andri Þór „Hamborgari með beikoni, ég mæli með að allir smakki hamborgara með kókomjólk líka.” Kristófer Karl „Popp og Kókómjólk” Karolína Sif „Svefn og sofa.” Ína Guðrún „Nocco og mexico horn.” Jakob Jón „Nú veit ég ekki, ristað brauð með rjómaosti og chillisósu, svo er það lika bara classic pulla og kókómjólk.” Birna Sig „Tuc kex og súkkulaðimjólk.” Egill Fjölnis „Ég og Flóki vitum ekki hvað combó þýðir.” Alexander Leon Menntaskólinn á Ísafirði | 10 | Sólrisublað NMÍ 2019


Þann 2. nóvember hélt nemendaráðið þrusu gott partý og ekki bara eitthvað partý heldur Halloween partý. Partýið var haldið í hinu fræga Félagsheimili Hnífsdals og skemmir ekki stemminguna að halda eðal skemmtun í þeirri höll. Skemmtunin var ekki af verri endanum; stuðið í algjöru hámarki og búningarnir af öllu tagi. Þarna voru allt frá Barbie og Ken til alvöru golfara, þið getið rétt ímyndað ykkur fjölbreytnina þarna. Allir búningar voru verulega flottir en dómnefndin var vel vakandi og gaf tvenn verðlaun. Fyrir flottasta búninginn og fyndnasta búninginn.

Keppnin var verulega hörð og átti dómnefndin í miklum erfiðleikum með að velja á milli. Að lokum komst dómnefndin að niðurstöðu og hlaut Sindri Freyr verðlaun fyrir flottasta búninginn, en hann mætti í alvöru kafarabúning og hrósum við honum fyrir frumlegan búning.

Verðlaunin fyrir fyndnasta búninginn hlaut Ívar Breki sem var búinn að mála sig og slétta hárið til að líta út eins og gullfalleg kona og á hann skilið hrós fyrir skemmtilegan búning og að hafa verið í karakter allt kvöldið.

Menntaskólinn á Ísafirði | 11 | Sólrisublað NMÍ 2019


FEMÍNISTAFÉLAG MÍ Á kvennafrídaginn 24. október síðastliðinn var stofnað femínistafélag í Menntaskólanum á Ísafirði. Á stofnfundinum voru 20 manns viðstaddir og eru nú 33 alls skráðir í félagið. Kosið var til stjórnar og voru þau Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Andri Fannar Sóleyjarson, Ína Guðrún Gísladóttir og Eyþór Smári Sigurðsson Ringsted kosin.

NMÍ og að fá fría túrtappa og dömubindi á helming salerna í skólanum, en það hefur nú þegar tekist.

Ályktun stofnfundar var sú að jafnrétti væri alls ekki náð í skólanum og að það væri ýmislegt sem fara mætti betur í starfsemi skólans. Ný lög og stefnuskrá félagsins voru samþykkt en helstu baráttumál félagsins eru að fá kynjalaus klósett í skólann, að koma á kynjakvóta fyrir skemmtikrafta á helstu viðburðum

Stofnun Femínistafélagsins er jákvætt skref í átt að jafnrétti innan veggja skólans og lítum við í félaginu björtum augum á komandi tíma.

Félagið sækist einnig eftir því að fá aðgang að framboðslistum í aðdraganda kosninga NMÍ vor hvert og sjá til þess að jafnt framboð kynja sé til staðar fyrir hvert embætti með því að hvetja fólk til að bjóða sig fram.

Menntaskólinn á Ísafirði | 12 | Sólrisublað NMÍ 2019

Dagbjört Ósk og Katla Vigdís


BÚSA QUIZ 1. Asnalegasta borðið í skólanum? 2. Hvað myndirðu gefa matnum í mötuneytinu frá 1-10? 3. Hverju sérðu mest eftir við skólagöngu þína hingað til? 4. Mesta fyllibyttan á djamminu? 5. Sætust/astur í skólanum? 6. Hvaða nemanda ertu hræddust/astur við?

JAKOB JÓN:

1. Bakvið 00 2. 9, af því að Dóri er extra sætur á meðan hann eldar 3. Að hafa ekki hvatt hann Gunnar að halda áfram nógu mikið þegar hann fór 4. Andri Þór (Arnar Áki) 5. Davíð Hjaltason, Elli er samt líka sætur 6. Rán þegar hún er pirruð

MARTA SÓLEY: 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Borðið sem vann jólakeppnina Solid 8 No Ragrets Davíð Hjaltason Pétur Ernir Pétur Ernir

NIKOLAS KNOP:

1. Fortnite borð 2. 8/10 3. Engu 4. Eyþór 5. Jakób Jón 6. Engan, Fuck with polish people=you die IVANA YORDONOVA: 1. Lúðaborðið 2. 8,2 3. Öllu 4. Auðvitað Juttu keisarann Arnar 5. Bby Leo 6. Blessed, Hann er alltaf brosandi og er að fela eitthvað ÞÓRUNN BIRNA BJARNADÓTTIR 1. Örugglega borðið sem að ég sit við 2. 11,5 3. Að hafa skráð mig í Honduras ferðina 4. Ég efast um að það sé hægt að velja einhvern einn 5. Hjördís samkvæmt henni 6. Ivönu þegar að hún er svöng

BETRA BAK

ÍSLANDSPÓSTUR

HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Menntaskólinn á Ísafirði | 13 | Sólrisublað NMÍ 2019


SÓLRISULEIKRITIÐ 2019

AVAXTAKARFAN Finnst þér þú vera fyndin?

Fer eftir dögum og hvernig skapi ég er í þann daginn. Vona samt að ég sé frekar hress og funny svona flesta daga. Láta píanóið hverfa eða halda því?

Píanóið hefur reynst mér vel síðustu misseri, höfum verið að æfa í gryfjunni og svona. Annars er nú allt í lagi að gryfjutjilla við ljúfa tóna, en glamrið má alveg minnka ;) Er Guðmundur bróðir þinn?

Hann bíður mér allavega reglulega í slag og hefur tekið mig niður í gryfjunni, svo að jájá ætli það ekki bara :* Afhverju Ávaxtakarfan en ekki Latibær?

Afþví að í Latabæ er grænmeti best fyrir alla ég er ekki beint þar og er með ofnæmi fyrir grænmeti. Nei ég segi svona, en að öllu gríni slepptu þá er boðskapurinn í Ávaxtakörfunni einfaldlega mjög góður og er leikritið mjög skemmtilegt!

Pétur og Guðmundur?

Flippkisar að eðlisfari og bara helvíti fínir gaurar og já ég myndi vinna þá báða í slag. Hver er mesta krúttið í MÍ?

Uuum ha já nei stressið tók yfir. Áttu AirPods?

Að sjálfsögðu.

Uppáhalds noccoinn?

Það myndi vera Carnival eða Tropical. Ef þú þyrftir að velja, hvort myndir þú vilja vera með putta út um naflann eða nafla á hendinni?

Þetta er ein skrítnasta pæling sem ég hef þurft að pæla í, ég í alvöru kemst ekki að niðurstöðu.

Guðrún Ósk - Formaður leikfélags

Hvernig líður þér?

Ætli ég hafi sjaldan verið með jafn mikla bauga og uppgjöf eins og akkúrat núna, en annars er ég nú bara frekar góð og er að njóta síðustu annarinnar í skólanum til hins ítrasta. Menntaskólinn á Ísafirði | 14 | Sólrisublað NMÍ 2019


SÝNINGAR: Frumsýning 1.mars kl: 20:00 2.sýning 2.mars kl: 17:00 3.sýning 3.mars kl: 16:00 4.sýning 3.mars klukkan 20:00 5.sýning 6.mars klukkan 20:00 6.sýning 8.mars klukkan 20:00 7.sýning 9.mars klukkan 17:00

Menntaskólinn á Ísafirði | 15 | Sólrisublað NMÍ 2019


Daníel Wale

Natalía Dröfn

Arnar Áki

Ayah

Kristján

Friðrik Heiðar

Eyþór Ringsted

Rakel María

AFHVERJU MÍ?

Hvað ertu að gera hérna? • „Vegna þess að skólinn er gefins” • „Ég er að læra svo að ég komist lengra” • „Ég er að læra að bæta mig sem samfélags þegn og ég vil vera eins góður á því og ég get” • „Ég er í samkeppni við Danna um hver er kóngurinn” • „Læra hehe” • „Ég er að læra grunnnám málm- og véltæknigreina, stýra vélum og eitthvað skemmtilegt” • „Nennti ekki að vera í grunnskóla 1 ár í viðbót” • „Njósna fyrir MA”

Hvað er það besta við MÍ? • „Djammið………….nei djók ég er á afreksíþróttabraut” • „Maður þekkir alla nemendur og kennarana, minna vesen” • „Félagslífið” • „Það var Andri Fannar nú höfum við ekkert……. sakna Nalla” • „Ekkert” • „Maður er frjáls og getur bara tjillað” • „Mötuneytið” • „Engin lokapróf sem er mjög næs”

Afhverju MÍ? • „Það er eini skólinn sem að er á Ísafirði” • „Stutt frá heimilinu mínu og þægilegur skóli” • „Útaf Ísafjörður er hluti af mér og ég gæti aldrei yfirgefið bæinn” • „Hér kemst maður upp með allt” • „Til að læra” • „Margir vinir mínir eru hér og það er skemmtilegur skóli” • „Körfuknattleiksdeild Vestra er ástæðan” • „Mig hefur alltaf langað að tjilla í Gryfjunni”

Hvað er planið þitt fyrir framtíðina? • „Reyna að komast eins langt og ég get í körfu annars verð ég klámstjarna” • „Mig langar að mennta mig sem einkaþjálfari annars opin fyrir öllu” • „Ég ætla að vera sjómaður eða að fara í norska herinn” • „Ég ætla að verða forseti og rappari” • „Fara í lyfjafræði í háskólanum” • „Framtíðin mín er bara að vinna á vélum og bílum” • „Körfuboltamaður” • „Flytja til Finnlands og vinna við að framleiða Moomine bolla”

Menntaskólinn á Ísafirði | 16 | Sólrisublað NMÍ 2019


Hver er sætasti kennarinn? • Vera • Stella • Klárlega Kristján • Hin eina sanna Júlía • Sólrún <3 • Kolbrún Fjóla :) • Kristján • Jónas klárlega

Hvaðan kemuru? • „Flensborg” • „Ég kem frá undirheimum Hveragerðis og fjölskyldan mín rekur þvottahús í Mexico” • „Ísafirði” • „Ég á heima í sveit í Súgandafirði” • „Ég var í Jórdaníu” • „Ég var á Hólmavík í skóla en ég á heima í Djúpinu.” • „Ég er 03’ mdl frá Hólmavík” • „Ég kem úr öllum áttum en ég var á Akureyri”

ORÐARUGL MÍ

Baggaborðið Jói Stæ Nettó Rögnvaldarsalur Vestrapjöllur

Airpods Gryfjan Nemó Píanó Sólrisuvikan

Menntaskólinn á Ísafirði | 17 | Sólrisublað NMÍ 2019

Ella Míblaðið Nocco Sjoppan Ávaxtakarfan


FULLVELDIS FÖGNUÐUR Fullveldisfögnuður MÍ var haldinn með trompi þar sem um 100 ára afmæli fullveldi Íslands var að ræða. Hátíðin var haldin þann 7. desember í Félagsheimilinu í Bolungarvík og voru veislustjórar kvöldsins þeir Benni og Fannar úr Hraðfréttum. Fengnar voru þær

Ella og Lúlú til að elda dýrindis mat fyrir hátíðargesti við góðar móttökur. Eftir matinn stóð magnaður dansleikur fram á nótt þar sem um sturlaða dagskrá var að ræða. Þar komu fram Sprite Zero Klan, Sturla Atlas og Clubdub.

Menntaskólinn á Ísafirði | 18 | Sólrisublað NMÍ 2019


RUDDABOLTINN Hinn árlegi Ruddabolti var haldinn þann 14. september þar sem sex lið, þrjú kvennalið og þrjú karlalið, tóku þátt. Komið var saman á gervigrasinu við Torfnes þar sem kennarar, nemendur og aðrir fylgdust spenntir með. Eftir stranga og harða baráttu á gervigrasinu stóðu aðeins uppi tvö sigurlið, eitt úr hvorum flokki. Vestrapjöllur höfðu sigur í kvennaflokki og Ruddaboltafélag Ísafjarðar í flokki karla.

Menntaskólinn á Ísafirði | 19 | Sólrisublað NMÍ 2019


MÁNUDAGUR

4. mars

5. mars

ÞRIÐJUDAGUR

· Þema dagsins: Allt nema Íþróttaföt

· Þema dagsins: Náttsloppar/Náttföt

· Nesti: Bolludagur - bollur fyrir alla og bolluátskeppni

· Nesti: Morgunmatarveisla

· Matur: Zumba

· Matur: Meistari Jakob - uppistand

· MÍ flugan

· Kvöld: Bubble Bolti í Torfnesi · MÍ Flugan

MIÐVIKUDAGUR

FIMMTUDAGUR

FÖSTUDAGUR

· Þema dagsins: 70´s hippa

· Þema dagsins: 90´s

· Nesti/fundareyða: Slip´n´slide

· Nesti: Guðný María

· Nesti: Hláturjóga

· Matur: Dónaljóðakeppni

· Matur: Skyrglíma

· Matur: Allt fyrir aurinn

· Kvöld: Kaffihúsakvöld á Heimabyggð

· Kvöld: 80´S BABIES BALL

· MÍ Flugan

· MÍ flugan

· Þema dagsins: Gala red carpet - fancy

6. mars

7. mars Menntaskólinn á Ísafirði | 20 | Sólrisublað NMÍ 2019

8. mars


SÓLRISUNEFND 2019

Ivana, Hanna Þórey, Eva Björg, Katla Vigdís, Karolina, Birta Dögg, Krzysztof, Lára Ósk, Svava Rún, Linda Rós, Marta Sóley.

Menntaskólinn á Ísafirði | 21 | Sólrisublað NMÍ 2019


HVER ER ÞÍN UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI? Ásrós Helga: Disaronno & appelsínudjús.

Eva Björg: Malibu, vodka, appelsínusafi og trönuberjasafi.

Óskar Sæberg: Bensín, sviti og smá epladjús.

Guðbjörg Ásta: Vodka út í sódavatn og eplaþykkni með.

Ásrós Helga: Bacardi razz, sprite og berjasvali.

Hanna Þórey: Hleðsla á mánudegi, kakómalt á helgum.

Birta Lind: Tvöfaldur vodki í smirnoff ice með lime.

Ásthildur: Gin í tonic, sleppa tonicinu.

Ásthildur: 1 lítri vodka 3 til 4 lítrar sprite (sódavatn dugar svosem) 2 dósir magic 2 appelsínur (skornar í sneiðar) 2 sítrónur (skornar í sneiðar) 1 lime (lítill grænn ávöxtur, svipaður sítrónu, náttúrulega skorið í sneiðar) Vatnsmelónubitar 1 og hálfur til 2 bollar appelsínuþykkni Slatti sykur (fer eftir því hvað bollan á að vera sæt) 1 poki perubrjóstsykur (gott er að mylja hann) Öllu er blandað saman í stóran pott (a.m.k 5 lítra pott), bala, fötu eða eitthvað annað ílát. Gott er að geyma útí kuldanum eða inní ísskáp áður en borið er fram. Bragðast vel og fólk á eftir að verða vel íðí. Ávextirnir safna í sig safanum, svo þið skuluð fara varlega í þá.

Menntaskólinn á Ísafirði | 22 | Sólrisublað NMÍ 2019


Fish-Skin Wound Treatment FROM THE PURE WATERS OF ICELAND

SKAGINN 3X er í fremstu röð hátæknifyrirtækja í heiminum í þróun lausna fyrir kæli-, frysti- og matvælaframleiðslu. Í fyrirtækinu ríkir spennandi nýsköpunarandi, verðugur vettvangur fyrir öflugt fag- og tæknifólk.

Pipar\TBWA \ SÍA

www.skaginn3x.com

NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2017

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin


HVAÐ BEIÐ ÞÍN EFTIR ÚTSKRIFT? Erna Kristín Ég heiti Erna og er að læra verkfræðilega eðlisfræði í HÍ. Hér stend ég fyrir utan sal 1 í Háskólabíói en ég er nánast alltaf þar.

Helga Þórdís

Hvað beið mín eftir útskrift? Satt best að segja beið mín í rauninni ekki neitt. Ég var svolítið týnd en ég vissi að ég ætlaði ekki strax í næsta nám. Ég hafði og hef í raun ekki ennþá hugmynd um hvað ég vil læra og vildi því frekar nýta tímann í að ferðast eða eitthvað í þá áttina og það varð svo sannarlega úr því. Ég er stödd í Víetnam eins og er og ætla að þræða suðaustur Asíu eins og hún leggur sig fram í apríl. Þegar ég kem heim ætla ég að vinna og mun svo sennilega koma til með að fara í háskóla næsta haust en hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri eða guð má vita hvar er annað mál.

Menntaskólinn á Ísafirði | 24 | Sólrisublað NMÍ 2019


Kéli

Ég heiti Kéli (Sigurður Þorkell Vignir Ómarsson) og er 19 ára Dýrfirðingur í húð og hár (ekki Þingeyringur...). Ég útskrifaðist af náttúruvísindabraut seinasta vor. Það eina sem ég vissi er að ég ætlaði að mennta mig meira í einhverju spennandi eftir útskrift en hverju vissi ég ekki. Þannig ég fór að vinna hjá Gámaþjónustunni. Veit ég núna hvað ég vil gera? Nei ekki hugmynd en ég finn út úr því. Ég sakna mest Ellu ritara og íhugaði að byrja í öðru námi í skólanum til að hitta hana oftar en páskadjammið verður bara að duga.

Hreinn Róbert Það sem beið mín eftir útskrift var íþróttalýðháskóli í Danmörku. Ég fór út í byrjun ágúst en kom heim aftur í byrjun september vegna meiðsla... jú og ástarinnar. Eftir að ég kom heim vann ég hjá Orkubúi Vestfjarða fram að jólum og færði mig þá yfir á Eyrarskjól þar sem ég starfa núna. Ég stefni svo á að fara suður í háskóla.

Kristín Helga

Ég ákvað í febrúar 2018 í stundarbrjálæði að sækja um grunnnám í Arkitektúr og Innanhússhönnun í London Metropolitan University, komst inn og flutti út í september með kærastanum mínum. Mamma og pabbi tóku bara vel í það eins og allt annað. Ég var ekki búin að plana neitt en vissi alltaf innst inni að mig langaði að læra þetta. Mér fannst þetta mjööööög erfitt fyrsta mánuðinn, var alltaf grenjandi og saknaði fjölskyldunnar en núna nokkrum mánuðum seinna væri ég ekki til í að vera neinsstaðar annarsstaðar. Svo kem ég sennilega heim í sumar og fer aftur út til London í haust, eða einhvert annað, hver veit? Það kemur bara í ljós.

Menntaskólinn á Ísafirði | 25 | Sólrisublað NMÍ 2019


MAGNÚS ÞÓRIR · FORMAÐUR „ Gerðu það sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt.”

GUÐRÚN ÓSK · FORMAÐUR LEIKFÉLAGS „Hakuna Matata”

JÓHANNA ÓSK · GJALDKERI „It’s better to arrive late than to arrive ugly.”

KAROLÍNA SIF · RITARI „Don’t worry, be happy”

MOTTÓ NEMENDARÁÐS

Hér má sjá mottó okkar ástkæra nemendaráðs. Þeim má þakka fyrir frábær unnin störf á skólaárinu.

ÍVAR TUMI · FORMAÐUR VIDEÓRÁÐS „Sé ykkur aftur eftir 18 ár”

KATLA VIGDÍS · MENNINGARVITI „Engar væntingar, engin vonbrigði”

EYÞÓR RINGSTED · FULLTRÚI NÝNEMA „ Betra er autt rúm en illa skipað”

MAGNI JÓHANNES · MÁLFINNUR „ Don’t make a mistake, cover your snake“

Menntaskólinn á Ísafirði | 26 | Sólrisublað NMÍ 2019


MÁLFUNDARFÉLAG MÍ

Það er ekki hægt að segja að þetta skólaár hafi verið viðburðarsnautt. Félagslífið hefur verið virkilega aktíft, margir vel heppnaðir og skemmtilegir viðburðir sem nemendaráðið hefur staðið fyrir til að gera þetta skólaár okkar alveg ógleymanlegt - allt frá böllum til ruddaboltans!

kringum þetta lið sem keppandi og þjálfari í nokkur ár og þjálfaði hann liðið okkar rosa vel og við vorum afskaplega nálægt því að komast í sjónvarpið. Það tókst því miður ekki þetta árið en framtíðin er björt og erum við með góðan og áhugasaman hóp af fólki sem mun koma okkur langt á næstu árum.

Sjálfur bauð ég mig fram í Ne m e n d a r á ð i ð til að gegna stöðu Málfinns og gerði ég það til að endurvekja Morfís liðið sem hafði legið niðri árið áður, og koma Gettu Betur liði okkar í sjónvarpið. Einnig bauð ég mig fram því ég hef brennandi áhuga á félagstarfinu í skólanum og sterkar skoðanir á hverju hægt væri að breyta og gera nýtt. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að starfa með þessum skemmtilegu krökkum í nemendaráði og við höfum náð að gera góða hluti saman. Morfís starfið gekk vel á þessu skólaári þótt við hefðum verið til í að komast lengra. Ég byrjaði á því að ráða tvo frábæra þjálfara, þau Ingunni og Hákon, en þau eru gamlir nemendur sem gerðu góða hluti fyrir Morfís liðið í skólanum og komu MÍ í undanúrslit þegar þau voru keppendur. Fyrstu æfingarnar voru í byrjun skólaárs og var þeim mikill áhugi sýndur og góð mæting. Við æfðum í mánuð en þá voru haldnar prufur fyrir liðið sem var rosalega góð þáttataka í. MÍ-ingarnir sem urðu fyrir valinu stóðu sig vel í keppninni sjálfri og undirbúningnum fyrir hana og verður mjög gaman að fylgjast með þessum hóp í framtíðinni. Gettu Betur liðið var þjálfað af Veturliða sjálfum sem hefur unnið í

Kæru samnemendur og bæjarbúar, njótið Sólrisuvikunnar og allra þeirra skemmtilegu viðburða sem þar er að finna. -Magni Jóhannes Þrastarson, formaður Málfundarfélags MÍ

GETTU BETUR LIÐIÐ

MORFÍS LIÐIÐ

Menntaskólinn á Ísafirði | 27 | Sólrisublað NMÍ 2019


ÁSTARSTJ

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Þú gætir fundið fyrir jákvæðri breytingu í ástarlífinu á næstunni, gæti verið sterkara traust og samúð milli þín og einhvers sérstaks. Þetta gæti ýtt þér áfram í þá átt þar sem þú tekur góð og örlátari skef sem leiða þig í átt að hamingjunni. Treystu því að þú græðir á því að gera eitthvað sérstakt fyrir einhvern sérstakan.

Fiskur 19. febrúar - 20. mars Ekki taka því of persónulega ef ástvinur þinn virðist sérstaklega ónæmur óskum þínum. Hann gæti viljað eyða meiri tíma í einrúmi, eins og þú þarft oft að gera. Reyndu að samþykkja þetta pláss sem þeir þurfa til að tengjast aftur sjálfum sér, svo geta þeir einbeitt sér að þér.

Hrútur 22. mars – 19. apríl Blendnar tilfinningar eru loksins komnar í fókus og hægt er að vinna úr þeim almennilega. Þú þarft að losa þig við óvelkomna nærveru neikvæðrar manneskju... þú veist hverja við erum að tala um! Vertu þakklátur fyrir alla þá sem þú hefur hitt sem hafa sýnt þér hvernig þú vilt og hvernig þú vilt ekki vera.

Naut 20. apríl - 20. maí Ef fjármagn er vandi á milli þín og maka þíns (núverandi eða væntanlegs) þá ættuð þið að fækka djammferðum. Það er gott veður framundan og kallar það á hugrekki til að taka næstu skref í sambandinu eða fara að taka næsta skref í að finna ástina. Þetta mun ekki aðeins setja þig aftur í stjórn, heldur auðvelda sambandið líka. Þú munt njóta góðs af því að vera svolítið hagnýtari.

Tvíburi 21. maí - 21. júní Þú þarft að fara út fyrir þægindarammann, slaka aðeins á og endurskoða hvað veitir þér ánægju og hvað ekki. Ástin á eftir að koma þér verulega mikið á óvart. Með því að segja skilið við erfitt tímabil í lífi þínu átt þú eftir að fá aðgang að í einhverju glænýju og fersku sambandi sem verður jafnvel upphaf á einhverju nýju og betra tímabili.

Krabbi 22. júní - 22. júlí Allt og allir í kringum þig virðast vera í fullkomnu sambandi og þú gætir verið að finna fyrir vonleysi og uppgjöf. Það eru einmitt hlutirnir sem þú átt að hætta að hugsa um. Það er einhver þarna úti sem er að ganga í gegnum sömu hluti. Svo þegar þú ferð loksins á stefnumót skaltu slaka á og leifa tímanum að líða. Það reddast allt á endanum. Menntaskólinn á Ísafirði | 28 | Sólrisublað NMÍ 2019


ÖRNUSPÁ

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú ert meira en nóg, þú verður að skilja að máttur ástarinnar vinnur allt. Öll tækifæri sem þú færð til þess að vera í nánum samböndum skaltu íhuga vel þótt þú eigir erfitt með að vera einn, þú verður að vera opinn og hreinskilinn þegar kemur að ást. Vertu með hjartað opið og vertu hugrakkur.

Meyja 23. ágúst - 22. september Þú færð tækifæri til næstunni. Þú verður að vera eitthvað annað en að viðurkenna eitthvað

þess að styrkja ákveðið samband á deila tilfinningum þínum, ekki þykjast þú ert og stattu með sjálfri þér. Það getur svo sannarlega verið þess virði.

Vog 23. september – 22. október Þú átt yfirleitt ekki í vandræðum með að deila tilfinningum þínum. En undanfarið hefur þú falið tilfinningar þínar, jafnvel þær jákvæðu, frá þeim sem þér þykir vænt um vegna þess að þú vilt halda sjálfstæðinu. Þetta mun ekki hjálpa þér ef þú vilt eiga árangursrík samskipti. Þið hjartað þurfið tíma til að skilja hvernig best er að þjóna tilfinningunum.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember Einhver mun verða mjög ákafur um tilfinningar sínar til þín undir ástríðufullri orku í dag. Ef þú hefur fundið öfluga tengingu við einhvern í lífi þínu sem stundum ruglar þig, þá er kominn tími fyrir þig til að hefja samtal til að þróa samband ykkur yfir á næsta stig.

Þú gætir truflast af hegðun vinar, sem tekur frá þér mikla orku. Þá er gott að draga djúpt andann og eyða góðri stund með vinum sínum eða Netflix. Svo munu skemmtilegri hlutir gerast með tímanum, svo ekki hafa áhyggjur.

Steingeit 22. desember - 19. janúar Örlögin hafa ákveðið að dagurinn í dag verði góður. Þú munt hitta einhvern sem þér finnst sérstaklega erfitt að mæta og það á eftir að vera skrítið, þið annað hvort aðlaðist að hvort öðru eða ykkur þykir vænt um hvort annað. Ekki gefast upp því að þetta gæti allt breyst á nokkrum dögum.

Menntaskólinn á Ísafirði | 29 | Sólrisublað NMÍ 2019

“image: Freepik.com”. This cover has been designed using resources from Freepik.com

Bogamaður 22. nóvember - 21. desember


Árshátíð NMÍ 2019

Okkar árlega árshátíð fór fram þann 8. febrúar í Arnardal við Skutulsfjörð. Dóri kokkur matreiddi dýrindis mat og héldu snappararnir Tinna BK og Gói Sportrönd uppi stuðinu. Að veisluhöldum loknum átti Emmsjé Gauti að troða upp í Edinborgarhúsinu en vegna veðurs var fluginu aflýst. Nemendaráðið brást heldur betur hratt við breyttum aðstæðum og fékk Stuðband Benna Sig til að halda uppi stuðinu og var það heldur betur ekki af verri kantinum.

Menntaskólinn á Ísafirði | 30 | Sólrisublað NMÍ 2019


HVAR VÆRIR ÞÚ ÁN KASS ?

Menntaskólinn á Ísafirði | 31 | Sólrisublað NMÍ 2019


4. mars

5. mars

6. mars

18:30-19:30

FM Guttaprump

20:00-21:00

Með vitund

Heimspeki og heimsyfirráð

21:30-22:30

Er pólitík bara prump

Femínistaspjallið

23:00-00:00

Styrjaldarspjall

7. mars

Spjallað og spjallað Slúður og slangur

Alla Malla

Jómar kakkalakki

Menntaskólinn á Ísafirði | 32 | Sólrisublað NMÍ 2019

Líf nýstúdenta


STEYPUSTÖÐIN

GAMLA BAKARÍIÐ

HÚSIÐ

VERSLUN BJARNA EIRÍKSSONAR

AMETYST

BAKARINN EHF FÉLAGSHEIMILIÐ BOLUNGARVÍK

Menntaskólinn á Ísafirði | 33 | Sólrisublað NMÍ 2019


RITNEFND 2019

Menntaskólinn á Ísafirði | 34 | Sólrisublað NMÍ 2019


Stefanía Silfá, Einar Geir, Karolína Sif, Dagbjört Ósk, Ívar Breki, Davíð Hanna Þórey, Eva Marín, Guðmundur Arnar. Menntaskólinn á Ísafirði | 35 | Sólrisublað NMÍ 2019


Flugfélaginn Pakkinn aðeins

59.400 kr. Sex flugleggir

g u l f x e s u ð á l S i gg ö h u n ei í Flugfélaginn er ódýr og góður kostur fyrir skólafólk,12–25 ára, sem flýgur reglulega. Þrír geta nýtt sér sama pakka með sex flugleggjum á aðeins 9.900 kr. stykkið. Sparaðu stórt í vetur með Flugfélaganum.

airicelandconnect.is Menntaskólinn á Ísafirði | 36 | Sólrisublað NMÍ 2019


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.