SÚGANDI 35. ÁRG. 1. TBL. 2014
SÚGANDI 2014
Frá stjórn Ný stjórn tók við í Súgfirðingafélaginu í vor og hana skipa Friðbert Pálsson gjaldkeri, Kristján Pálsson briddsari, Elsa Eðvarðsdóttir ritstjóri, Alda Karlsdóttir meðstjórnandi, Eydís Aðalbjörnsdóttir ritari, Gyða Halldórsdóttir varaformaður og Eyþór Eðvarðsson formaður. Súgfirðingafélagið er nú á 64. aldursári. Blómlegt starf er sem fyrr og framundan ekkert annað en góðir tímar. Það er eðli átthagafélaga að félagsmenn eru á öllum aldri og margir á hinum efri árum. Félagsstarfið verður því að vera á breiðum grunni og ná til sem flestra. Einnig er mikilvægt að huga að því að ná inn unga fólkinu og halda því. Farið var af stað með nýjar uppákomur og má m.a. nefna myndakvöldin síðasta vetur sem tókust afar vel. En Sturla Eðvarðsson fór yfir fjölmargar gamlar ljósmyndir og sagði frá þeim. Viðburðirnir voru vel sóttir og vitað er að áhugi er á að halda fleiri myndakvöld. Í öðrum átthagafélögum er þetta vinsælt efni. Í vetur var haldin spurningakeppni í anda Pub Quiz sem
2
tókst mjög vel. Atli Þorvaldsson sem er eiginmaður Hafdísar Halldórsdóttur, dóttir Halldórs Bernódussonar og Kristínar Gissurardóttur, hélt utan um keppnina og framhald verður á henni næsta vetur. Í fyrra kom fram hugmynd frá félagsmönnum um að halda golfmót og viðbrögðin við því voru vonum framar. Við fengum ókeypis aðgang að einum af bestu golfvöllum landsins við Laugarvatn hjá Guðmundi Sigmundssyni og félagarnir Guðmundur Hermannsson og Páll Bjarnason tóku að sér skipulagið. Það var vel mætt og aðgangseyrinn var notaður til að greiða niður af láninu okkar. Stefnt er að því að halda annað golfmót í sumar/haust og við náum vonandi að gera þetta að föstum viðburði í félaginu. Kristján Pálsson heldur vel utan um briddsið. Reglulega er spilað yfir veturinn og fjöldi fólks mætir. Allir eru að sjálfs ö g ð u v e l k o m n i r o g þ ó vissulega sé kapp í keppendum þá er félagsskapurinn og vináttan mikilvægari. Síðasta vetur var farið í stefnu-
mótun um hlutverk Viðlagasjóðs og skoðað hvort ástæða væri til að breyta hlutverkinu. Ákveðið var að halda áfram því góða starfi sem sjóðurinn sinnir sem er að styðja við bakið á þeim sem lent hafa í erfiðleikum. Sjóðurinn er nær eingöngu fjármagnaður með Kirkjukaffinu sem stjórn Viðlagasjóðs sér um og er alltaf vel sótt. Úthlutanir úr sjóðnum eru trúnaðarmál og tilllögur um úthlutun þurfa að koma til stjórnar Viðlagasjóðs sem síðan metur þær. Þorrablótið okkar tókst vel eins og fyrri ár og létt var yfir fólki og mikil stemmning. Skuldin á Súgfirðingasetrinu er á hraðri niðurleið þökk sé samtakamættinum í félaginu. Mikið verk hefur verið unnið í húsnæðinu en vinna þarf í nokkrum atriðum í kjallaranum og næsta vetur munu sjálfboðaliðar fara vestur. Íbúðin og húsið allt er í góðu standi og full ástæða til að minna félagsmenn á að panta tímanlega hjá Önnu Bjarna. Framundan er spennandi tími, sumarið og sólin. Njótum lífsins Súgfirðingar.
SÚGANDI 2014
EFNISYFIRLIT Bls. 4 Aðalfundur Súgfirðingafélagsins Bls. 5 Dagskráin framundan Bls. 6 Fornminjafélag Súgfirðinga Bls. 7 Vísnahornið Bls. 9 Á skothólnum - Ólafur Þór Sturluson Bls. 10 Pub Quiz Bls. 11 Súgfirðingar í útlöndum - Berglind Sveinbjörnsdóttir Bls. 12 Act Alone Bls. 14 Golfmót Súgfirðingafélagsins Bls. 15 Norðlenska - Árni M Magnússon Bls. 16 Á Skothólnum - Kristinn Karl Ólafs Bls. 17 Fannfergi í Selárdal Bls. 18 Gler og lásar og Neyðarþjónustan Bls. 20 Dagskrá Sæluhelgarinnar Bls. 22 Vegleg gjöf til Súgfirðingafélagsins Bls. 23 Súgfirðingar í útlöndum - Ævar Guðmundsson Bls. 25 Spurningakeppni átthagafélaganna Bls. 26 Súgfirðingur í sviðsljósinu - Eyrún Arnarsdóttir Bls. 27 Súgfirðingasetrið í toppstandi Bls. 28 Yfir hafið og heim - Svanur Wilcox Bls. 32 Ferðaþjónninn Fisherman Bls. 34 Vorboðinn - Helga Ásgrímsdóttir Bls. 35 Súgfirðingaskálin Bls. 36 Þorrablót Súgfirðingafélagsins
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Ingrid Kuhlman Skothóllinn – umsjón: Ellert Guðmundsson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Varaformaður: Guðríður Gyða Halldórsdóttir GSM: 892 9393 gudridurgyda@gmail.com Gjaldkeri: Friðbert Pálsson GSM: 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Ritari: Eydís Aðalbjörnsdóttir GSM: 845 1345 eydis@mi.is Meðstjórnendur: Kristján Pálsson GSM: 859 7899 kristjanpalsson@hotmail.com Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Alda Björg Karlsdóttir GSM: 866 5301 alda@artica.is Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gretar@grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf
3
SÚGANDI 2014
AÐALFUNDUR
Þrír félagsmenn heiðraðir Aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn sunnudaginn 16. mars á Catalína í Kópavogi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru þeim Ástu Þórarinsdóttur, Guðrúnu Ástu Guðjónsdóttur og Sigurþóri Ómarssyni veitt heiðursmerki félagsins og þeim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Bæði Guðrún Ásta og Ásta eiga meðal annars heiður skilið fyrir vel unnin störf
4
Góð mæting var á aðalfundinn og hér má sjá nokkra hressa félagsmenn, frá vinstri: Ingrid Kuhlman, Álfheiður Einarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Svanhildur Halldórsdóttir og Inga Guðmundsdóttir.
í Viðlagasjóði í gegnum árin og Sigurþóri var þakkað sérstaklega fyrir þau ár sem hann var formaður félagsins og þá sjálfboðavinnu sem hann innti af hendi við uppbyggingu á Súgfirðingasetrinu. Ásta og Sigurþór þökkuðu heiðurinn. Guðrún Ásta Guðjónsdóttir komst því miður ekki en bróðir hennar Sigurþór Ómarsson tók við merkinu fyrir hennar hönd.
Formaður Súgfirðingafélagsins afhendir Sigurþóri Ómarssyni, Ástu Þórarinsdóttur og Guðrúnu Ástu Guðjónsdóttur heiðursmerki félagsins. Á myndina vantar Guðrúnu Ástu.
SÚGANDI 2014
Dagskráin framundan Júlí 11. - 13. júlí Sæluhelgi á Suðureyri. Dagskrá Sæluhelgarinnar er auglýst hér í blaðinu.
Ágúst 6. - 10. ágúst Leiklistarhátíðin Act Alone. Skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn á alla viðburði.
September 21. september Golfmót Súgfirðingafélagsins verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Dalbúa í Miðdal. 29. september Súgfirðingaskálin hefst. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Október Kirkjukaffi í Bústaðakirkju (dagsetning auglýst síðar) 27. október Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Nóvember Konukvöld (dagsetning auglýst síðar) 24. nóvember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins 5
SÚGANDI 2014
FORNMINJAFÉLAG SÚGFIRÐINGA
Spennandi tímar framundan Fornminjafélag Súgfirðinga var stofnað síðastliðið haust. Haldnir voru tveir fundir, sá fyrsti í Kópavogi og formlegi stofnfundurinn í Kaupfélaginu á Suðureyri. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar skráð sig í félagið. Skipuð var stjórn sem í eru Erla Eðvarðsdóttir, Egill Ibsen, Ævar Einarsson, Elías Guðmundsson og Eyþór Eðvarðsson.
Starfið fer fram í fjórum málefnahópum sem hver um sig hefur hópstjóra. Birkir Friðbertsson bóndi fer fyrir Örnefnahópnum en eitt af markmiðum hans er að skrá og staðsetja örnefni Súgandafjarðar. Í desember var sótt námskeið hjá Landmælingum Íslands (LMI) um skráningu örnefna í gagnagrunn þeirra. Þekkt örnefni í Súgandafirði eru í þúsundatali og aðeins lítill hluti þeirra skráður. Fáir hafa eins góða tilfinningu
Fyrsta kortið af Suðureyri, frá 1913 6
fyrir örnefnum í Súgandafirði og staðsetningu þeirra og Birkir og það er mikið lán að hann skuli vera í þessu verkefni. Landmælingar létu okkur fá þær örnefnaskrár sem til eru um Súgandafjörðinn m.a. frá Kristjáni G. Þorvaldssyni sem á sínum tíma var atkvæðamikill í að safna þeim saman. Næsta vetur verður farið af fullum krafti í að staðsetja örnefnin inn á rafræntkort LMI og fljótlega eftir það geta allir sem vilja skoðað rafrænt þau fjölmörgu örnefni sem eru í firðinum. Ekkert landsvæði á Íslandi verður eins vel kortlagt og Súgandafjörðurinn þegar því verkefni lýkur.
mun halda námskeið í júlí í Grunnskólanum á Suðureyri fyrir félagsmenn Fornminjafélagsins og aðra sem vilja fræðast um fornleifar og kortlagningu þeirra. Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða verður okkur einnig innan handar en Margrét er m.a. að vinna að fornleifauppgreftri á Hrafnseyri. Egill hefur smíðað sérstaka þyrlu sem verður notuð í sumar til að taka ljósmyndir af tóftum. Þyrlan hefur vakið athygli í fornleifaheiminum en loftmyndir eru mikilvægar en dýrar og erfiðar í framkvæmd. Töluvert er af fornminjum í Súgandafirði sem bera með sér að vera frá fyrstu tíð landnáms í firðinum. Ekki hefur farið fram nein formleg skráning á þeim og engar rannsóknir hafa verið gerðar. Það sem gerir Súgandafjörðinn áhugaverðan er hversu mikið við eigum af skráðum heimildum um flestar þær jarðir sem búið hefur verið á í firðinum. Þá vinnu hefur Kjartan Ólafsson rithöfundur unnið feikna vel.
Egill Ibsen fer fyrir Fornleifahópnum og þar eru einnig stórir hlutir að gerast. Minjastofnun Íslands tók okkur opnum örmum Ævar Einarsson fer fyrir Fornog Þór Hjaltalín, sem sér um munahópnum en tilgangur hans málefni fornminja á Vestfjörðum, er að stuðla að varðveislu og
SÚGANDI 2014
sögu gamalla muna í Súgandafirði. Fjölmargir gamlir hlutir eru í fórum Súgfirðinga sem gaman væri að vita meira um, skrá og gera aðgengilega. Við höfum fengið ábendingar um áhugaverða hluti eins og smíðakistu sem var í eigu skáldsins á Þröm og einnig höfum við fengið nokkra hluti til varðveislu. Starfið er í mótun en ljóst að þetta getur orðið mjög spennandi. Skemmst er að minnast umræðunnar sem margir fylgdust með um hollensku leirkerin sem sumir Súgfirðingar eru með í fórum sínum. Uppruni þeirra er talinn vera í vöruviðskiptum Súgfirðinga og Hollendinga hér fyrr á öldum. Eyþór Eðvarðsson fer fyrir Söguhópnum og hlutverk hans er að tengja saman starf hópanna við söguna og glæða lífi. Þannig er tóft ekki bara grjót og gras og örnefni bara eitthvert nafn. Að baki er saga um liðna tíð sem þarf að varðveita, segja og halda lifandi. Tekin hafa verið upp viðtöl við Kjartan Ólafsson um sjósókn Súgfirðinga og við Kjartan Ólafsson og Bjarna Einarsson fornleifafræðing um fornleifar í Súgandafirði. Þau er að finna á Facebókinni og Youtube. Næsta vetur verða tekin upp fleiri viðtöl og sagðar fleiri sögur um Súgandafjörðinn, bæði í máli og myndum.
Vísnahornið Vísnahornið er nýjung í blaðinu og munu Súgfirðingar skora á hvern annan að koma með vísur í hverju blaði. Fyrstu vísurnar koma frá ljóðaskáldinu Hildi Guðbjörnsdóttur.
Suðureyri Það er sumardagur og sæla í blænum og sólin vermir allt í bænum Hér er iðandi mannlíf og allskonar vara og ýmist er fólkið að koma eða fara - og brosin eru björt Hér gott er að vera með góðum vinum en gaman líka að kynnast hinum Í byggðinni okkar er langbest að búa og býsna mikið það veit mín trúa - hér úrval af öllu er Á menningarsviðinu, í menntun og listum er mikið að gerast hjá alls konar kvistum Og eitt er víst að hér alltaf má finna eitthvað sem gaman er að sinna - og ég tek þátt í því Á Suðueyri er ljúft að lifa og lítið við heyrum klukkuna tifa Hér unum við okkur og eigum þá trú að áfram í lífinu ég og þú - siglum á sælumið Ég skora á ljóðaskáldið Eðvarð Sturluson að vera næstur. 7
SÚGANDI 2014
8
SÚGANDI 2014
Á skothólnum Ólafur Þór Sturluson
Hverra manna ertu? sem er á austurströndinni um 70 Faðir minn er Sturla Ólafsson frá km norður af Sydney. Suðureyri og móður mín er Pálína Pálsdóttir frá Ísafirði. Áhugamál ? Mótorhjól, ferðalög, silungaFjölskylduhagir? veiði, botsía og útivera í góðu Við Julie giftum okkur í nóvem- veðri með fjölskyldu og vinum. ber á síðasta ári eftir að hafa búið saman í 8 ár. Hún er hjúkrunakona Fallegustu staðirnir og vinnur á spítalanum í Wyong. í Súgandafirði? Við eigum 5 dætur á milli okkar. Vatnadalur, Staðardalur og Julie á 3 dætur frá fyrra hjóna- Gölturinn. bandi, Lauren fædd 1982, Aimiee fædd 84, og svo Grace sem er Hvenær fórstu síðast til 17 ára, en heldur að hún sé 25 Suðureyrar? ára. Svo á ég mínar litlu (sem Ég kom síðast til Íslands árið ekkert eru litlar lengur) Alísa og 2012, og fórum við Julie með Kirsti, sem eru báðar fæddar 1996 Reyni (bróður) og Þórhildi keyrandi og munu útskrifast í september. vestur á Sæluhelgina, sem var Á jólum og öðrum tímamótum alveg frábært. komum við öll saman ásamt Rósemary sem er móðir hennar Uppáhaldsstaðurinn? Julie, og er þá hægt að segja Í Vatnadal við fallegu fljótin, og að maður sé vel í minnihluta, og svo svæðið í kringum ána alveg umkringdur fínu kvennaveldi. niður að ósnum. Starf? Er rútubílstjóri hjá Busways og hef verið þar síðan árið 2010. Áður starfaði ég í Sydney sem verkstjóri hjá Linfox Transport í nær 20 ár. Þar sáum við um að flytja út allan bjórinn fyrir Fosters Carlton United Breweries.
Uppáhalds maturinn? Sykursteiktur silungur. Léttreyktur hamborgarahryggur og svið með rófustöppu. Og af því sæta er það kaneltertan (mömmu style).
Uppáhaldsleikari/leikkona? Sem krakki á Súganda fannst mér Nonni Kitt alltaf svo fyndinn, hvort sem var á sviði eða hinum megin við búðarborðið í Suðurveri. Svo var það Bessi Bjarnason á unglingsárunum. Af erlendum eru skemmtilegastir báðir nonnarnir, John Cleese og John Cendy. Og leikararnir eru Robert De Niro og Liam Neeson.
Viltu deila með okkur góðri minningu frá Suðureyri? Það eru svo margar góðar minningar, hvar á maður að byrja? Mér er efst í huga lífið við bryggjurnar á sumrin. Þar gátum við strákarnir verið allan daginn að veiða, og stundum steiktum við kola á frystipönnu yfir eldi í fjörunni. Svo sátum við oft og horfðum á trillurnar koma inn fjörðinn, sumar svo drekkhlaðnar að lítið sást í þær. Eitt kvöldið eftir að Valdi hafði landað lagði hann Valdísinni við hliðina á bryggjunni þar sem við vorum að veiða, og sagðist ætla að skreppa heim. Hann var bara rétt farinn þegar við sáum kexpakka á hillunni í stýrishúsinu. Við byrjuðum að klifra niður og það var langt að fara enda lágflæði. Við vorum rétt komin um borð þegar við heyrðum í Valda kalla, ”Hvurn djöfulinn eru þið að gera þarna” og byrjar hann þá að hlaupa niður eftir. Það var ekkert með það, við slógum öll heimsmet við að spóla okkur upp á bryggjuna og inn á Eyrargötuna. Við vorum sammála um það eftir á að ef Valdi hefði ekki verið í klofstígvélunum, hefðum við ekki sloppið svo léttilega.
Uppáhaldstónlist? Eagles, Bob Seger, og ekki Hvar býrðu ? Ég flutti frá Suðureyri til Sydney má gleyma Dansi gleðinnar í Ástralíu 1985. Er nú búsettur á með meistaranum Vilhjálmi VilMcDonagh road í Wyong NSW, hjálmssyni. 9
SÚGANDI 2014
Pub Quiz var haldið á Catalínu í Kópavogi þann 16. janúar síðastliðinn. Góð mæting var á spurningakeppnina og voru alls 5 lið sem kepptu. Liðið Borgarbúar fór með sigurinn af hólmi. Liðin fengu 40 spurningar í fjórum flokkum. Atli Þór Þorvaldsson bar hitann og þungann af keppninni og stjórnaði henni.
10
SÚGANDI 2014
SÚGFIRÐINGAR Í ÚTLÖNDUM
Berglind Sveinbjörnsdóttir Hver er þinn helsti áhrifavaldur? Mamma og pabbi ólu mig upp þannig að þau hafa séð um að móta mig framan af - svo eru það systur, ömmur og afar, vinir, vinnufélagar, kennarar... Hverra manna ertu? Berglind Sveinbjörns- og Elínardóttir. Dóttir Sveinbjörns Jónssonar og Elínar Bergsdóttur. Fjölskylduhagir? Mjög góðir. Starf/Nám? Ég er í doktorsnámi i Atferlisgreiningu (Behavior Analysis) og starfa sem ”Program Specialist” i skóla fyrir börn greind med einhverfu. Hvar býrðu? Ég bý í Boston, nánar tiltekið Allston. Helsta menningarsjokkið við að búa erlendis? Að koma aftur heim í frí. Helsti munur á Bandaríkjamönnum og Íslendingum? Ameríkanar eru mjög reglusamir, það myndi t.d. ekki ganga ad segja “það reddast” hérna. Íslendingar eru sveigjanlegri. Aðalmunurinn er samt að Ameríkanar hata lakkrís!!!
Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Ég er með nokkur plön - eitt af þeim er að útskrifast...svo byrja öll hin plönin á: “eftir útskrift...” Eitthvert lífsmottó? Veit nú ekki hvort þetta sé lífsmottó en það hefur yfirleitt reynst mjög vel að fara eftir “just do it” mottóinu. Hver er þinn uppáhaldsstaður? Margir staðir. Hérna i USA er Newport, Rhode Island í miklu uppáhaldi. Heima finnst mér bara sá staður mjög góður sem ég get tjaldað og verið með skemmtilegu fólki. Ertu með einhverja skemmtilega sögu úr vinnunni/skólanum? Ég er mjög oft misskilin, t.d.
þegar ég sagði fólki frá því að ég hefði unnið í „fish factory“ þegar ég var yngri þá misskildu mig margir og héldu að ég hefði unnið í „fist factory“. Svo var ég einu sinni að vinna með íslenskri stúlku sem missti eitthvað í gólfið og sagði á krúttlegri íslensku „obbossi“. Þetta var hins vegar ekki svo krúttlegt í Ameríkunni þar sem þau heyrðu bara „oh pussy!“ Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Reyni að velta mér ekki upp úr því sem ekki er hægt að breyta. Hver er draumurinn? Held ég sé bara að lifa drauminn minn. Ertu eitthvað á leiðinni að flytja aftur til Íslands? Ég byrja að plana eftir útskrift.
Síðasta heimsókn þín til Suðureyrar? Sumarið 2009 minnir mig.
11
SÚGANDI 2014
Fjölmargir listamenn eru búnir að boða komu sína í ár en þar á meðal eru:
Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega aðra helgina í ágúst á Suðureyri og verður ellefta hátíðin haldin núna í sumar. Hátíðin er helguð einleikjum og er hún meðal fárra hátíða í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er þó ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á Act Alone og gefst fólki því frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform. Upphafið að Act Alone er stutt og einleikin saga en ævintýrið hefur þó heldur betur verið skrautlegt. Það var í byrjun maí 2004 sem einleikarinn Elfar Logi fékk þá flugu í höfuðið að halda einleikjahátíð á Ísafirði. Eins og allir vita eru Vestfirðingar þekktir fyrir að vera harðduglegir og skjótir til verka. Nokkrum símtölum síðar og ýmiskonar reddingum og pælingum, nánar tiltekið mánuði síðar, var haldin fyrsta Act Alone einleikjahátíðin á Ísafirði. Síðan hefur Act Alone verið árlegur viðburður en tíundu hátíðinni var fagnað á Suðureyri síðasta sumar. Hátíðin var færð yfir á Suðureyri árið 2012 og hefur hún verið haldin þar síðan. Act Alone fékk Menningarverðlaun DV árið 2008 og var tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2013. Act Alone er hátíð í stöðugri þróun og hefur stjórn hennar 12
verið óhrædd við að fara nýjar leiðir. Hátíðin er sannarlega komin til að vera þökk sé frábærum listamönnum og ekki síður frábærum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir ómældan stuðning við verkefnið. Act Alone er skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn á alla viðburði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjáumst á Suðureyri dagana 6. 10. ágúst 2014.
Leiksýningar: Sveinsstykki - Arnar Jónsson Eldklerkurinn - Pétur Eggerz Tenórinn - Guðmundur Ólafsson Elska - Jenný Lára Arnórsdóttir Pétur og úlfurinn - Bernd Ogrodnik Grande - Hjörtur Jóhann Jónsson Djúpið (á ensku) - Stefán Hallur Stefánsson Tónleikar: Björn Thoroddsen Egill Ólafsson Danssýningar: Anna Richardsdóttir Saga Sigurðardóttir Villi vísindamaður verður með vísindanámskeið fyrir börn. Eiríkur Örn Norðdahl les úr verkum sínum. Ólína Þorvarðardóttir verður með kvæðakveld. Edda Heiðrún Backman verður með myndlistarsýningu. Sirkus Íslands verður á svæðinu .....og margt margt margt fleira.
SÚGANDI 2014
13
SÚGANDI 2014
Golfmót
Súgfirðingafélagsins Sunnudaginn 21. september verður haldið annað Golfmót Súgfirðingafélagsins. Mótið verður haldið á golfvelli Dalbúa við Miðdal, skammt frá Laugavatni. Spilað verður eftir Texas Scramble fyrirkomulagi og tveir í liði og hámark 25 lið. Fyrirkomulagið er einfalt og skemmtilegt og allir spila og engin ástæða til að óttast þá sem eru góðir :-) Verð fyrir hvert lið er kr. 10.000 eða kr. 5000 á hvern þátttakanda. Hvert lið getur látið fyrirtæki styrkja sig og ekkert hámark á því.
tómhentur heim eða svangur því innifalið í verðinu er kaffi og meðlæti og kjötsúpa í lok mótsins. Gummi Dóri gefur okkur Súgfirðingum ókeypis aðgang að vellinum og allri þjónustu til að styrkja söfnunina en allur ávinningur verður nýttur til að greiða niður af höfuðstól lánsins sem hvílir á Súgfirðingasetrinu. Sérstök ástæða er til að hvetja fólk til að skrá sig til þátttöku sem fyrst því eingöngu 25 lið geta keppt á vellinum. Fyrstur kemur fyrstur fær. Æskilegt er að þátttakendur skrái sitt lið.
Sérstakar teiggjafir verða afhentar, farandbikar verður veittur og verðlaunapeningar. Enginn fer
Hægt er að skrá liðið með því að melda sig á fésbókarsíðu Súgfirðingafélagsins eða senda tölvupóst til Eyþórs, Eydísar eða Friðberts: Eyþór Eðvarðsson 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Eydís Aðalbjörnsdóttir 8451345 eydis.adalbjornsdottir@google.com Friðbert Pálsson 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Mótið byrjar klukkan kl. 11 og skráning hefst kl. 10.30.
14
SÚGANDI 2014
Árni M Magnússon
Norðlenska
Árni Maggi, eins og við flest þekkjum hann, er sonur Unnar og Villa Magg sem bæði eru látin fyrir nokkru. Árni er fæddur í „bakarísendanum“ á Aðalgötu 25, í húsí því sem Magnús Árnason afi hans reisti á sínum tíma undir verslun og bakarí í Súgandafirði. Árni er giftur Lovísu Erlendsdóttur frá Akureyri og eignuðust þau þrjá stráka. Súgandi hitti Árna nýlega og spurði hann um hvað honum væri minnisstæðast að heiman. „Þegar ég horfi til baka til uppvaxtaráranna á Súganda er það með miklu stolti og ánægju enda afburðagaman að alast þar upp með góðu fólki. Æskudagarnir fyrir vestan liðu áfram áhyggjulausir við leik og störf og þar er margs að minnast eins og til dæmis fótboltans sem við stunduðum af kappi og svo leikjanna eins og „slá og grípa“ „hverfu“, „spýtan fallin“ og fleiri leikja sem við krakkarnir stunduðum á þessum árum. Skólagangan var hefðbundin; barnaskólinn á
Súganda, Núpur, MA og síðan Viðskiptadeild HÍ þaðan sem ég útskrifaðist 1976 sem viðskiptafræðingur. Vinnan hófst snemma fyrir vestan, ég byrjaði að vinna í frystihúsinu hjá Palla Friðbertar um 11-12 ára með Ægi Hallbjörns ofl. krökkum en síðar varð „beiting“ sem var mikill háskóli, aðalstarfið á sumrin eftir að ég var byrjaður í skóla og kom heim á sumrin. Eftir að náminu lauk vann ég m.a. fyrir sunnan hjá Orlofsdeild Pósts og síma og síðar hjá Rannsóknardeild ríkisskattstjóra, en ég fluttist með fjölskyldunni norður haustið 1978 og hóf þá störf hjá KEA, fyrst sem innri endurskoðandi og síðar sem fjármálastjóri. KEA var á þessum árum með mjög fjölþættan rekstur, t.d. verslun, sjávarútveg, kjötvinnslu og sláturhús, mjólkuriðnað, hótelrekstur, apótek ofl. og því kynntist maður þar nánast öllum frumatvinnugreinum landsins.
og Húsavík. Norðlenska er eitt stærsta og öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins. Meðal þekktustu vörumerkja Norðlenska eru; Goði, KEA, Húsavíkur hangikjöt og Bautabúr. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri þar sem er einnig stórgripasláturhús og kjötvinnsla. Á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla. Fyrirtækið er ennfremur með söluskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu, og sauðfjársláturhús á Höfn. Norðlenska matborðið ehf., sem í fyrstu var að mestu í eigu KEA, er nú að fullu í eigu Búsældar ehf. Eigendur Búsældar ehf. eru 540 framleiðendur sauðfjár og stórgripa, aðallega í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á austurlandi allt að Skaftafellssýslum og vestur í Borgarfjörð.
Frá árinu 2001 hef ég síðan starfað sem fjármálastjóri Norðlenska Hjá Norðlenska eru um 190 eftir að KEA var skipt upp og heilsársstörf, þar af eru 45 hætti fyrirtækjarekstri undir eigin heilsársstörf á Húsavík.“ nafni. Norðlenska hefur verið traustur Norðlenska matborðið ehf., bakhjarl Súgfirðingafélagsins til sem þekkt er undir nafninu margra ára. Súgandi þakkar þessu Norðlenska var stofnað 1. júlí góða fyrirtæki og starfsmönnum 2000 með sameiningu sláturhúsa þess velvildina. og afurðastöðva á Akureyri
15
SÚGANDI 2014
Á skothólnum Kristinn Karl Ólafs
Hverra manna ertu? Sonur Gullu og Begga Redd Fjölskylduhagir? Er giftur Sigurjónu Sigurbjörnsdóttir. Starf? Leigubílstjóri/húsasmiður/ þúsundþjalasmiður. Hvar býrðu? Keflavík/Reykjanesbæ. Áhugamál? Veiði. Vera með fjölskyldunni í Þjórsárdal. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Fjörðurinn allur, þegar fjörðurinn birtist þegar maður kemur ofan heiðinni og spegilsléttur fjörður blasir við. Eitt það flottasta sem ég sé við fjörðinn okkar. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Helgina 20. október 2013, vinnuferð í Súgfirðingasetrinu. Uppáhaldsstaðurinn? Bryggjan alveg tvímælalaust þegar maður var/er púki. Uppáhaldsmaturinn? Blóðug nautasteik, mjög lítið elduð. 16
að pikka svona tvisvar, þrisvar Uppáhaldstónlist? Þungarokk í allri sinni dýrð og sinnum í þær, en svo kom smá ró. Við fórum upp stigann og Abba. ég hætti ekki að stríða og var kominn upp á fyrsta stigapallinn. Uppáhaldsleikari/leikkona? Morgan Freeman og Jodi Foster. Kemur þá Óli í tveimur stökkum og þrífur í mig og hendist Viltu deila með okkur góðri svo með mig niður stigann og inn í kennarastofu. Hann henti minningu frá Suðureyri? Eins og allir vita þá var ég mjög mér í litla herbergið og skellti baldinn og örugglega ofvirkur aftur hurðinni og sat ég þarna með athyglisbrest og allan pakkann. skíthræddur í svarta myrkri. Mér En allir töldu mig bara óþekkan fannst líða heil eilífð. Svo opnar - í dag hefði ég örugglega verið hann hurðina og segir mér að lokaður inni og lyklinum hent. koma fram og spyr mig hvort Ég hugsa að ef ég hefði ekki ég vilji ekki fara inn að Laugum haft Óla Þórðar skólastjóra til að og gefa kindunum! Ég fór inn að bjarga mér hefði ekkert orðið úr Laugum ríðandi á hestbaki og mér. Óli lét okkur krakkana alltaf gaf kindunum. Bara lítil saga um bíða í röð áður en við gengum hvernig Óli leysti málin með í stofu og hafa þögn og standa okkur púkana. kyrr. Ég eins og endranær mátti ekki vera að því að hlusta á hann og lét öllum illum látum í stelpunum fyrir framan mig í röðinni, búinn
SÚGANDI 2014
FANNFERGI Í
SELÁRDAL Mikið snjóaði á norðanverðum Vestfjörðum í vetur og urðu Súgfirðingar þess varir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í mars síðastliðnum þegar farið var yfir í Selárdal til þess að grafa upp sumarbústað fjölskyldu Einars Guðnasonar, fyrrverandi skipstjóra á Suðureyri, og konu hans Guðnýjar Kristínar Guðnadóttur. Sumarbústaðurinn fór á kaf og þurfti að moka um 60 tonnum af snjó frá bústaðnum. Myndir fengnar frá Arnþóri Einarssyni Heimild: bb.is
17
SÚGANDI 2014
Gler og lásar og Neyðarþjónustan Árið 1992 stofnaði Grétar Eiríksson húsasmíðameistari fyrirtækið Trésmíðaþjónustu Grétars ehf síðar Gler og Lásar ehf. - sem tók að sér almenna trésmíðavinnu. Tjónaviðgerðir fyrir tryggingafélög vegna vatns- og innbrotstjóna urðu fljótlega veigamikill hluti verkefnanna. Síðar urðu bráðaviðgerðir allan sólarhringinn stærri þáttur. Fyrirtækið hafði þess vegna náið og gott samstarf við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu sem og tryggingafélög og öryggisfyrirtæki en þessir aðilar hafa allir nýtt sér þjónustu fyrirtækisins auk forsvarsmanna fyrirtækja og almennings. Verkefni Verkefni Glers og lása hafa í nærri tvo áratugi að mestu leyti verið á sviði glerísetningar ásamt hvers kyns viðgerðum á sviði trésmíði en þó sérstaklega viðgerðum á hurðaumbúnaði bæði úr tré og áli. Fyrirtækið hefur frá því útkallsþjónusta þess hófst haft starfsmann á vakt á sérútbúnum vinnubíl, eins konar verkstæði á hjólum, allan sólarhringinn allt árið vegna bráðaviðgerða og lásaopnana á höfuðborgarsvæðinu. Grétar er félagi í bandarísku lásasamtökunum (ALOA – Associated Locksmiths of America), í samtökum evrópskra lásasmiða
18
(ELF - European Locksmith Federation), SAFTA í Bandaríkjunum (Safe & Vault Technicians Association) og Samtökum iðnaðarins á Íslandi. Gler og lásar hafa allt frá stofnun verið skráð með lögheimili á Suðureyri. Stækkandi lásadeild Lásadeild fyrirtækisins fór vaxandi og árið 2007 keypti Grétar ásamt Elínu konu sinni Neyðarþjónustuna sem staðstett hafði verið á Laugavegi 168 allt frá stofnun árið 1988. Fimm árum síðar tók Neyðarþjónustan yfir kerfislykladeild Húsasmiðjunnar og starfsemi fyrirtækisins var flutt í Skútuvog 11, 104 Reykjavík í mun stærra húsnæði. Neyðarþjónustan er lása- og lyklaverslun sem státar af einum stærsta lyklalager landsins og þjónustar nú um 6.000 lyklakerfi víðs vegar um landið. Neyðarþjónustan hefur frá árinu 2008 verið umboðsaðili fyrir austurríska lyklakerfið KABA á Íslandi. Neyðarþjónustan er með meira en 25 ára reynslu á sínu sviði, þar á meðal í hvers kyns lásaopnunum (bílar – hirslur – hús – verðmætaskápar/öryggishólf) ásamt sérhæfingu í smíði bíllykla og lásaviðgerðum. Neyðarþjónustan opnar án endurgjalds sé barn læst í bíl og lítur á það sem hluta af því að sýna samfélagslega ábyrgð. Lási lásabangsi er hugsaður fyrir yngstu kynslóðina, en ekki þarf að hafa mörg orð um það hve erfiðar aðstæður geta orðið þegar barn er læst inni enda hafa slík útköll ætíð forgang hjá fyrirtækinu.
Útkallssími Neyðarþjónustunnar vegna opnana er opinn allan sólarhringinn og símanúmerið er 800-6666. Tengsl við Súganda Elín er dóttir Sigríðar Þórðveigar Kristjánsdóttur, Kristjáns Bergs Eiríkssonar húsasmíðameistara og konu hans Helgu Guðrúnar Þórðardóttur sem bjuggu í húsinu við Eyrargötu 3 sem Kristján Bergur byggði þar fyrir fjölskyldu sína. Jón Eiríksson, bróðir Kristjáns, byggði húsið sem stóð við Rómarstíg 7 á Suðureyri og bjó þar alla tíð ásamt fjölskyldu sinni. Árið 2000 keyptu Grétar og Elín það hús af Laufeyju Tryggvadóttur og Axel Ketilssyni og luku við endurbyggingu sem þá hafði verið hafin. Nokkru síðar keyptu þau einnig húsið við Eyrargötu 3 sem þá var í mikilli niðurníðslu og endurbyggðu allt húsnæðið. Þess má líka geta að tengdasonur Elínar og Grétars, Kristján Ibsen Ingvarsson frá Suðureyri, er þungavigtarmaður innan Neyðarþjónustunnar. Hann hætti á sjó árið 2004 og hefur unnið hjá Neyðarþjónustunni síðan, með stoppi í Danmörku í millitíðinni. Neyðarþjónustan býður alla Súgfirðinga hjartanlega velkomna í verslunina við Skútuvog 11 – beint á móti Blómavali og síminn er 510-8888. Gler og Lásar heimasíða www.lyklar.is. Neyðarþjónustan heimasíða www.las.is – einnig á Facebook.
Glerísetningar
SÚGANDI 2014
sími:
510 66 66
Helstu samstarfsaðilar:
Bíllyklar/húslyklar Kæru Súgfirðingar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla og húslykla á meðan beðið er. Þjónustum öll höfuðlyklakerfi. Tímapantanir óþarfar
19 Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is • las@las.is
SÚGANDI 2014
Dagskrá Sæluhelgarin Litaþema Sæluhelgarinnar í ár Föstudagurinn 11. júlí 16:30-18:00
Þorpsganga undir leiðsögn Hrafnhildar Ýr Benediktsdóttur.
19:00-22:30
Fjölskylduhátíð með appelsínugulri litastemmingu í Bryggjukoti. Hátíðin sett, kynning á Sæluhelgarlaginu Heima, sameiginlegt grill, viðurkenning fyrir Sæluhelgarlagið og frumlegasta appelsínugula búninginn.
23:00-03:00
Stórdansleikur í FSÚ. Hljómsveitin Smalarnir heldur uppi rífandi stemmingu fram undir morgunsól.
Laugardagurinn 12. júlí 10:00-13:00
Fjósið í Botni er opið fyrir hátíðargesti.
11:00-12:00
Skothólsganga barna með Lilju Einarsdóttur. Mæting á gamla róló.
11:00-14:00
Fjallganga á Hádegishorn. Fararstjóri er Anna Bjarna. Mæting á Sjöstjörnuna.
12:00-14:00
Skráning og æfing fyrir söngvarakeppnina sem verður með breyttu sniði. Söngvarar koma með eigin undirleik, lifandi eða spilaðan af diski (Albert s. 892 8683 sér um skráningu).
Leiktæki og hoppukastalar verða á svæðinu yfir S
Hittumst,
20
SÚGANDI 2014
nnar á Suðureyri - 2014 er Mansaliturinn appelsínugult 12:00-18:00
Sæluhátíð á Freyjuvöllum og Bryggjukoti. M.a. markaðstorg, kaffisala Ársólar, pylsusala Stefnis, matarbúrið opnað, gjarðarskopp, sleggjukast, skóspark krakka, húsmæðrafótbolti og verðlaunaafhending.
17:00-18:00
Mansakeppnin fyrir 12 ára og yngri.
18:00-20:00
Stund milli stríða.
20:00-21:00
Barnaball með DJ og Smalahundunum.
22:00-01:00
Óvissuferð unglinga 13 til 17 ára.
23:00-03:00
Diskó, karaoke og stuð með Stulla puð í FSÚ.
Sunnudagurinn 13. júlí 12:00-15:00
Markaðstorg í Bryggjukoti.
13:00-15:00
Söngvarakeppnin og verðlaunaafhending.
15:00-15:15 Sæluslútt.
Sæluhelgina. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Mansavinir
21
SÚGANDI 2014
VEGLEG GJÖF TIL
Súgfirðingafélagsins Hjónin Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Eyþór Páll Hauksson afhentu Súgfirðingafélaginu nýverið peningagjöf að upphæð 60 þúsund krónur til styrktar Súgfirðingasetrinu. Upphæðin er afrakstur af sölu ljósmyndar sem þau fengu leyfi til að prenta og selja til styrktar átthagafélagi Súgfirðinga. Í vetur höfðu þau samband við ljósmyndarann Pjetur Sigurðsson og fengu leyfi hans til að selja umrædda ljósmynd sem hann tók af Súgandafirði árið 2012. Mynd þessi var kynnt á síðasta kirkjukaffi Súgfirðinga en hún er ein af mörgum sem Pjetur tók á ferð sinni með Landhelgisgæslunni og birtist í bókinni Umhverfis Ísland, í 3500 fetum sem gefin var út af Styrktarsjóði fyrir fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar. Þeir sem hafa áhuga á að eignast þessa mynd útprentaða í blindramma geta haft samband við þau en Sigrún og Eyþór eiga fyrirtækið Prentmiðlun sem sérhæfir sig í framleiðslu á bókum fyrir innlendan og erlendan markað. Súgfirðingafélagið þakkar þeim heiðurshjónunum kærlega fyrir stuðninginn.
í áraraðir vitum við að allt getur gerst ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að
tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.
VÍS | HAFNARSTRÆTI 1 | 400 ÍSAFJÖRÐUR | SÍMI 560 5090 | VIS.IS
22
SÚGANDI 2014
SÚGFIRÐINGAR Í ÚTLÖNDUM
Ævar Guðmundsson Hverra manna ertu? Ævar Guðmundsson, kem undan Ólöfu Aðalbjörnsdóttur og Guðmundi Svavarssyni. Gölturinn er mitt heimaland og Galtarættin mín fjölskylda.
celona þar sem ég er að koma okkur fyrir á meðan hún gengur frá lausum endum heima á frónni. Hérna í Barcelona starfa ég sem „Infrastrúktur Manager“, hef slitið mig frá grafíkhliðinni á bransansum í bili og nýt sólarinnar við tæknilega ráðgjöf fyrir bíómynd sem er að fara í vinnslu í október. Mikil undirbúningsvinna er þessa dagana eins og er alltaf í kringum svona verkefni og planið er að allt gangi vel upp og við dveljum næstu árin hér í lystisemdum Catalóníu.
Fjölskylduhagir? Er búinn að vera trúlofaður hinum helmingnum af mér, Sigrúnu Ernu Kristinsdóttur, í 7 ár núna. Við settum dagsetningu á brúðkaupið okkar fyrir nokkrum árum (sumarsólstöður) en hvaða ár er ennþá verið að skoða. Við höfum búið saman og upplifað heiminn án þess endilega að Síðasta heimsókn þín til vera að skilgreina fasta búsetu í Suðureyrar? nokkurn tíma. Ég skilaði mér heim til Suðureyrar í kringum áramótin síðastliðin, Starf/nám? Hvar býrðu? Eftir sjómennskuuppeldi heima á Suðureyri og flakk hingað og þangað að bardúsa við allskonar verkefni skilaði ég mér á endanum í Character Animation nám fyrir allnokkrum árum. Nám sem kom mér fyrir í kvikmyndaog auglýsinga eftirvinnslubransanum. Ég hef fengið titla í gegnum tíðina í líkingu við Character Animator, Digital Artist og Computer Graphics Supervisor en eins og gengur og gerist í þessum bransa fer mesta vinnan fékk að verja þar nokkrum vikum fram hljóðlega á bak við tjöldin. í harðasta vetrar- ofsanum með Ég var nógu heppinn eftir að frúnni. Alltaf notalegt að sjá að hafa unnið við 13 kvikmyndir allt sama hversu mikið heimurinn í allt, sumar stórverðlaunaðar, breytist, þá eru fjöllin heima alltaf að fá atvinnutilboð frá einni þau sömu. verðlaunuðustu eftirvinnsluauglýsingastofu Evrópu sem Hver er þinn helsti áhrifavaldur? er staðsett í London. Þar bjug- Sigrún, konan mín og stoð og gum við Sigrún frá 2011 þar til stytta. Það er ekki hlutur í heiminum við fluttum fyrr á þessu ári til Bar- sem ég myndi ekki framkvæma
til að gleðja hana né hindrun svo stór að ég myndi ekki stökkva yfir hana til að við getum haldið áfram að lifa því lífi sem við lifum. Atvinnulega tókst mér einhvern veginn að komast á stað í lífinu fyrir nokkrum árum að hafa náð að hitta flestar hetjurnar mínar. Það kom reyndar í ljós að hetjur eru nú flestar venjulegt fólk að lifa lífinu eins og við hin svo ég lærði að vera ekki að setja fólk á of háa stalla. Í mörg ár hefur varla liðið mánuður án þess að ég hitti manneskju sem fyllir mig af innblæstri eða gefur mér ástæðu til að stefna á eitthvað haldbært. Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Með krosslagða fingur og 30 gráðu sól fyrir utan skrifstofugluggann þá er fimm ára planið ekkert flóknara að svo stöddu en bara að koma okkur skötuhjúum vel fyrir hér í Barcelona og fylgja eftir þeim verkefnum sem ég hef verið að undirbúa. Bæði kvikmynda verkefnið sem ég er að vinna að á skrifstofunni ásamt því að klóra mér í hausnum yfir því hvernig ég get framkvæmt ýmis persónuleg verkefni sem hafa verið á hliðarlínunni undanfarin ár. Lífið virðist hafa tilhneigingu til að rætast vel fyrir þá sem leggja sig eftir því og vona ég að ég haldi áfram að upplifa heiminn í því formi. Eitthvert lífsmottó? When the sun is out, it shines all over eða Þegar sólin skín, þá skín hún úti um allt. 23
SÚGANDI 2014
Hver er þinn uppáhaldsstaður? Jörðin, mér finnst notalegt að vera með báða fætur á jörðinni. Ég get svo sem ekki valið neinn sérstakan stað á plánetunni sem ég kýs umfram annan stað: Barcelona, Sarasota, Kaupmannahöfn og Suðureyri eru ofarlega á listanum en ég myndi frekar velja slæma staðsetningu í góðra vina hópi en góða staðsetningu í slæmum félagsskap svo að svarið verður ekkert sértækara en bara þessi blessaða pláneta sem við göngum á. Ertu með einhverja skemmtilega sögu úr vinnunni? Ef sagan væri það skemmtileg þá myndi ég væntanlega reyna að setja hana á stóra tjaldið frekar en að segja hana svona í daglegu spjalli svo það eina sem ég get boðið uppá er að reyna að lýsa hversdagsleikanum. Það eru auðvitað forréttindi að fá að 24
starfa við kvikmyndaeftirvinnslubransann og eitt af því sem gerir þennan bransa sérstakan er einmitt upplifanirnar og daglegu ævintýrin. Ég hef svo sem ekkert það skemmtilegt að segja frá annað en mæla með því við fólk að prufa þetta. Það eru fáar tilfinningar jafn skemmtilegar og að sjá nafnið sitt í lok bíómyndar þó svo að letrið sé nú yfirleitt smátt í þeim flokkum sem ég kem nálægt. Þetta er yfirhöfuð frekar athyglisvert líf
að vinna við þetta, en hversdagssögur eru fáar og virkilega góðu sögurnar eru yfirleitt vel geymdar innan veggja stúdíóanna. Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Ég hefði viljað kynnast konunni minni fyrr. Lífið er miklu athyglisverðara þegar maður hefur einhvern til að deila því með svo að flestar minningar sem eru eldri en sambandið okkar fölna smávegis samanborið við lífið sem við höfum upplifað saman. Hver er draumurinn? Að vakna á morgun jafn hress og ég vaknaði í morgun, ásamt því að gera lágmark einn hlut í dag betur en ég gerði hann í gær. Með þessu viðhorfi er óhjákvæmilegt að góðir hlutir gerast svo það er engin pressa á að vera að dreyma mikið, bara framkvæma.
SÚGANDI 2014
Eitthvað sem þér liggur á hjarta? Alltaf svo sem, en nýlegasta pælingin er eitthvað sem ég var að velta fyrir mér mjög nýlega. Ég var staddur á ráðstefnu hér í Barcelona þar sem ég heyrði tvo menn ræða hvort þeim líkaði betur við kvikmyndir gærdagsins eða kvikmyndir dagsins í dag. Eins og gengur og gerist í þessum samtölum þá er oft niðurstaðan sú að minningin um einhverja kvikmynd er sterkari en upplifunin af myndinni sem maður var að sjá svo að í flestum tilvikum er niðurstaðan að myndir gærdagsins séu á einhvern hátt betri en myndir dagsins í dag. Í kjölfarið á þessu spurði ég sjálfan mig í hvor flokknum ég væri og hvað það væri sem heillaði mig mest þegar kemur að þessum miðli, og niðurstaðan var einföld. Það sem heillar mig mest eru kvikmyndir framtíðarinnar, þær myndir sem ekki er búið að framleiða ennþá. Hugmyndir og sögur sem fólk vill koma frá sér heilla mig alltaf umfram þær sögur og upplifanir sem ég hef nú þegar gengið í gegnum. É g hlakka til að sjá hvað er framundan í þessu öllu saman.
Spurningakeppni átthagafélaganna
Hörð keppni Spurningalið Súgfirðinga tók þátt í spurningakeppni Átthagafélaganna í febrúar. Keppt var við lið Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra (Súðavík) og Átthagafélag Héraðsmanna. Spurningarnar voru krefjandi og reyndu á keppendur og áhorfendur. Þeir sem tóku þátt fyrir hönd Súgfirðingafélagsins voru Atli Þór Þorvalds-
son, Björn Guðbjörnsson og Ingrid Kuhlman. Liðið stóð sig mjög vel og eins og í fyrra þurfti bráðabana til að fá fram sigurvegara en sigurinn kom ekki í okkar hlut. Miklu munaði um að við vissum ekki hvaða rándýr í útrýmingarhættu borðar ekki kjöt. En hver veit það svo sem...
25
SÚGANDI 2014
Súgfirðingur í sviðsljósinu
Eyrún Arnarsdóttir Ég er dóttir Kristínar Óskar Egilsdóttur og Arnars Barðasonar. Mamma er Súgfirðingur í húð og hár og foreldrar hennar eru Guðrún Guðjónsdóttir og Egill Kristjánsson. Pabbi bjó lengi á Suðureyri en ólst upp í Reykjavík/Kópavogi og á ættir að rekja til Hnífsdals. Foreldrar hans voru Laufey Eiríksdóttir og Barði Guðmundur Jónsson. Fjölskylduhagir? Ég bý með kærastanum mínum, Gísla Kristjánssyni. Hann er frá Ísafirði. Starf/Nám? Ég er að læra lögfræði í Háskóla Íslands og er búin með eina önn í mastersnáminu. Ég stefni á að útskrifast í október 2015. Í sumar er ég að vinna á lögfræðisviðinu hjá Landsvirkjun. Hvar býrðu? Ég bý í Fossvoginum en á samt alltaf heima á Suðureyri. Uppáhaldstónlistarmaður/ tónlist? Ég á í rauninni engan einn uppáhalds tónlistarmann en get t.d. nefnt Joni Mitchell, Emiliönu Torrini, Eric Clapton, Ella Fitzgerald, Ragnheiði Gröndal, Dolly Parton, Simon & Garfunkel, Bob Dylan, Eivør, Ólöfu Arnalds, Elvis Presley, Eva Cassidy o.fl. Ég hef líka gaman af því að hlusta á og spila klassíska tónlist en ég æfði 26
á píanó frá átta ára aldri þar til ég útskrifaðist tvítug úr Tónlistarskóla F.Í.H. Klassísk píanótónlist er auðvitað í uppáhaldi og ég heillaðist mjög ung af Bach. Ég er samt líka svolítið rómantísk í mér og held því einnig mikið upp á Chopin. Hver er þinn helsti áhrifavaldur? Það er fólkið sem ég er svo lánsöm að kalla ömmu og afa (Guðrún og Egill). Það er ómetanlegt að eiga ömmu og afa sem styðja alltaf við bakið á manni og hvetja mann áfram í hverju því sem maður tekur sér fyrir hendur. Þau hafa kennt mér svo margt og án þeirra væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag.
mánaða Asíu- og Ástralíureisu. Svo ætli það þurfi ekki bara að koma í ljós hvað næstu fimm ár bera í skauti sér en ég vona að þau innihaldi ferðalög og mikið af tónlist. Eitthvert lífsmottó? Ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig. Ef þú gætir breytt einhverju einu atriði, hvað myndi það vera? Að allir hefðu nóg af vatni og mat. Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og í Indlandi þegar ég sá lítil og saklaus vannærð börn á hverju strái. Indland var fyrsti áfangastaðurinn í reisunni okkar þannig að menningarsjokkið var í hámarki og mér leið hrikalega illa að vera svona “lítil” og geta ekkert gert. Mér fannst lang erfiðast að sjá börnin enda mikil barnamanneskja og vildi helst taka þau öll með mér heim.
Hver er draumurinn? Ég á fullt af litlum draumum eins og t.d. að prófa að búa erlendis í smá tíma og læra tónsmíðar en ætli stóri draumurinn sé ekki bara að eignast fjölskyldu og Hver eru þín framtíðaráform hafa heilsu til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða um næstu 5 ár? Það er góð spurning. Eina sem ókomin ár. Það er nefnilega alls ég er í raun búin að ákveða er ekki sjálfgefið. að klára lögfræðinámið og koma mér út á vinnumarkaðinn. Mig Eitthvað sem þér liggur á hjarlangar líka að ferðast meira. ta? Annars er ég ekki mikið fyrir Kannski ég nýti tækifærið og að skipuleggja langt fram í tí- bendi Súgfirðingum á að ég tek mann. Í mars 2010 hélt ég að ég að mér söng og spilamennsku myndi verja sumrinu á Suðureyri við ýmis tækifæri – brúðkaup, eins og vanalega en ég eyddi afmæli og margt fleira. Hægt bróðurpartinum af því í Tókýó. er að hafa samband á eyrunarEf þú hefðir spurt mig í maí nars@gmail.com. Að lokum þakka 2011 hvað ég ætlaði að gera um ég fyrir skemmtilegar spurningar haustið hefði ég sagst ætla að og vona að Súgfirðingar njóti subyrja á öðru árinu í lögfræðinni marsins! en endaði svo á að fara í þriggja
SÚGANDI 2014
Súgfirðingasetrið
í toppstandi Mikið hefur verið unnið í Súgfirðingasetrinu okkar að undanförnu. Íbúðin var máluð síðasta haust og kjallarinn tekinn í gegn. Skipt var um teppi í stigaganginum í vor og ný ryksuga keypt. Framundan í vetur er vinnuferð sjálfboðaliða til að vinna í áframhaldandi viðhaldi á eigninni og koma kjallaranum í enn betra horf. Félagsmenn Súgfirðingafélagsins geta leigt íbúðina allan ársins hring. Mestur áhugi er á að leigja á sumrin en ástæða er til að nefna að hægt er að fá íbúðina leigða á öðrum tímum ársins. Íbúðin er í toppstandi með öllum þægindum og á besta stað í bænum. Hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á www.sugandi.is Góður andi er í þessu fallega húsi.
27
SÚGANDI 2014
Yfir hafið og heim viðtal við Svan Wilcox
Fjórir Íslendingar settu sér það að markmiði að róa óstuddir frá Noregi til Íslands. Ferðin hófst í Kristiansand í Noregi þann 17. maí 2013. Fyrst réru þeir frá Noregi til Orkneyja en í Orkneyjum þurftu þeir að bíða í mánuð vegna veðurs, áður en haldið var áfram til Færeyja. Þar sem veðurskilyrði voru óhagstæð þegar átti að róa síðasta legginn til Íslands, var ákveðið að báturinn skyldi hafa vetursetu í Færeyjum. Í maí síðastliðnum var svo farinn síðasti leggurinn frá Færeyjum til Íslands og komu þeir félagar í land á Hornafirði þann 30. maí síðastliðinn. Þeir sem tóku þátt í róðrinum voru: Kjartan Hauksson Svanur Wilcox Eyþór Eðvarðsson Einar Örn Sigurdórsson Hálfdán Freyr Örnólfsson Ingvar Ágúst Þórisson Innilega til hamingju með heimsmetið og með að vera kominn aftur til Íslands eftir að hafa róið síðasta legginn frá Færeyjum. Hverra manna ertu? Ég er sonur Lilju Bernódusdóttur sem var útibússtjóri á Pósthúsinu á Súgandafirði og bjó ég þar 28
til 16 ára aldurs. Móðir mín var Hvernig undirbýr maður sig ættuð úr Bolungavík og ólst þar undir svona róður? upp. Þetta var töluvert stórt verkefni sem þurfti að skipuleggja vel. Fjölskylduhagir? Við vorum að fara í útilegu sem Eiginkona mín er Katrín Anna þessa í fyrsta skipti. Enginn Eyvindardóttir, börnin eru Daníel Íslendingur hafði farið í útilegu á Þór (16) , Þórdís Lilja (13), Dag- úthafsróðrarbát milli landa áður. rún Lilja (2). Það var því ekki hægt að leita til reyndra manna um hvernig Starf/Nám? við ættum að bera okkur að. Gagnagrunnssérfræðingur í Tölvu- Enda öll ráð sem við fengum á deild Landsbankans. sömu lund þegar leitað var eftir þeim: „ Þetta er ekki hægt, alHvar býrðu? gert óðs manns æði“. Til að klára Álftanesi/Garðabæ. svona afrek þurfa menn að vera í mjög góðu líkamlegu formi. Við Hvernig kom upp sú hugmynd æfðum allir mikið á róðrarvélum, að róa frá Noregi til Íslands? hlupum mikið til að safna þreki Hugmyndin vaknaði í fjölskyldu- og lyftum til að eiga eitthvað í afmæli hjá Sigrúnu Eddu og þetta. Æfingaprógramið mitt var Eyþóri Páli. Þar hittust Kjartan að róa 10-20 km 3-4 sinnum í viku, skipstjóri og Eyþór Eðvarðsson Boot Camp æfingar 2 sinnum í stjórnendaþjálfari. Þeir komu viku, hlaupa 1-2 sinnum í viku og með þá hugmynd að safna saman svo bætti ég við hjólaæfingum nokkrum ofurhugum sem treystu síðustu mánuðina. Að auki einsér til að leggja í róður á árabát blíndi ég að að safna siggi í lófafrá Evrópu til Íslands. Eyþór bar na og herða alla fleti sem hætta þessa hugmynd upp við mig var á núningssárum. og eins og flestum þá fannst mér þetta arfaslök hugmynd og Hvað kom mest á óvart þegar efaðist um að þeir myndi nok- þið voruð farnir af stað? kurn tímann ná að klára þetta. Það var margt sem kom á óvart. Að áeggjan Eyþórs æskufélaga Fyrst var það gestrisni þeirra míns fór samt svo að ég lét til sem við heimsóttum. Það voru leiðast í þetta ferðalag, alls ekki allir boðnir og búnir að aðviss um að við myndum nokkurn stoða okkur og sýndu verkefninu tíma leggja af stað. mikinn áhuga. Við Noreg kom
SÚGANDI 2014
í ljós hvernig lífið yrði um borð og við gátum aðlagað okkur að bátnum. Annars kom ekki mikið á óvart. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og gera ráð fyrir flestu sem okkur datt í hug að gæti komið upp. Hvernig var mataræðið hjá ykkur? Við vorum búnir að fara vel yfir matarmál. Það er heilmikil brennsla þegar verið er að róa allan sólarhringinn. Ráðgjafar
sögðu okkur að undir sambærilegu álagi værum við að brenna 7-8 þúsund hitaeiningum á sólarhring. Miðað við að góð máltíð er að gefa um 500 hitaeiningar var ljóst að þetta yrði töluvert magn. Næringarsérfræðingar fóru í gegnum það með okkur hvernig skiptingu næringarinnar væri best háttað. Magnið af próteini, kolvetnum, söltum og vítamínum þurfti að vera í réttu hlutfalli. Skipstjórinn lagði upp með að við þyrftum að geta verið tvo mánuði úti á sjó án aðstoðar. Það þurfti því að gera ráð fyrir miklum mat. Við fórum því í að verða okkur úti um próteinduft og orkudrykki sem Hreysti útvegaði okkur. SS eftirlét okkur súkkulaði, pylsur, sviðasultu og 1944 rétti. Innnex lét okkur fá hnetur, múslí og kaffi. Við vorum með harðfisk og nóg af þurrmat ásamt Ora fiskibollum. Þegar allt var komið og búið að gera
ráð fyrir tveggja mánaða útilegu fyrir fjóra sem ætluðu að brenna 8000 hitaeiningum á sólarhring og vorum við með rúm 2 tonn af mat. Þetta leit vel og ekki útlit fyrir annað en þetta yrði sælkeraferð með úrvals mat til að innbyrða á leiðinni og glænýtt salerni. Þegar á reyndi lifðum við þó aðallega á orkudrykkjum, Mars og Snickers. Reynslan sýndi okkur að það að matreiða eitthvað um borð er mjög erfitt. Þarna er þröngt, tíminn er takmarkaður, eldunaraðstaða engin og mikill veltingur á bátnum. Þetta er því töluvert erfiðara en útilega á jöklum eða þar sem maður hefur fast land undir fótum. Það er því okkar reynsla að fyrir svona ferðalag er best að byrgja sig upp með léttum mat sem fer lítið fyrir og bara því sem manni finnst gott og auðvelt er að borða. Því óhollara því betra. Hvað var það óþægilegasta við að búa um borð? Það óþægilegasta voru frívaktirnar. Við þurfum að nota þær til að nærast, fara á klósettið og sofa. Vegna þess hve báturinn er lítill þá er ekki gott að menn séu að hreyfa sig mikið um borð því jafnvægið á bátnum þarf að vera í lagi til að trufla ræðarana sem minnst. Öll slagsíða gerir það að verkum að ræðarar þurfa að vera skakkir við róðurinn, sem gerir þeim erfiðara að koma árunum
fyrir borð. Allt brambolt á frívöktum var því ekki vel séð. Menn voru því snöggir að gera þarfir sínar, matast og koma sér fyrir í koju. Inn í káetunni var mikill kuldi og allt rakt. Það var örlítill leki í bátnum og því var pollur í káetunni. Rakinn var mikill inni og ef menn misstu föt, kodda eða ef svefnpokinn rann á gólfið þá varð allt rennandi blautt. Föt og svefnpokar voru því þvalir, kaldir og erfitt að skríða ofan í þá. Stundum kom það fyrir að öll frívaktin fór í það ná upp hita í skrokkinn. Það gat líka verið erfitt að rífa sig upp ósofinn og klæða sig í rennandi blaut fötin og byrja að róa aftur. Þreytan var hins vegar mikil og menn sofnuðu því oft við ótrúlegar aðstæður á skömmum tíma. Voruð þið orðnir þreyttir á hver öðrum undir lokin? Þetta er búið að vera langt og strangt ferli í samfellt þrjú ár. Það hefur því margt komið upp á, átta manna hópur sem lagði
29
SÚGANDI 2014
af stað í verkefni var kominn niður í fjóra þegar við lögðum af stað. Menn hættu í verkefninu vegna ósætta við aðra í hópnum og ekki allir sáttir við hvernig verkefnið þróaðist. Menn lögðu mismikið á sig, sem olli pirringi. Undir lokin höfðu flestir sannað sig og mikið traust og virðing ríkti milli manna sem börðust saman í gegnum þrekraun, átök og hvergi var bugast þrátt fyrir umrót, hafsjó og óvæntar aðstæður. Þegar ég horfi til baka sér maður skýrt hverjir áttu eitthvað í þetta og ég ber mikla virðingu fyrir þeim harðjöxlum sem takast á við hvað sem er og gefast aldrei upp. Hefur þetta róðrarverkefni breytt þér að einhverju leyti? Já, það held ég. Allt viðmið um hvað er hægt og hverju ég get áorkað hefur breyst. Ég veit
hvað ég get og það mun verða minna mál að taka að sér stærri verkefni í framtíðinni þótt ég sjái mig ekki fyrir mér í samskonar svaðilför og þessari aftur. Annars er erfitt að gera sér grein fyrir því þegar svona skammt er liðið frá heimkomu. 30
Varstu sjóveikur? Ég var ekkert sjóveikur alla leiðina frá Noregi yfir Norðursjó og til Færeyja. En fyrsta daginn í vor þegar við lögðum af stað frá Færeyjum þá varð ég mjög slappur. Það lagaðist fljótt en ég var smá tíma að ná fullum krafti aftur. Var tíminn lengi að líða þegar þið voruð að róa? Það var að miklu að huga þegar við sátum undir árum. Ég var á vakt á móti Kjartani skipstjóra og þurfti því að vera vel vakandi fyrir allri umferð og stefnu, fylgjast með straumum og hraða. Hugurinn verður að vera í lagi undir svona aðstæðum og maður má ekki leyfa sér að leiðast eða hugsa eitthvað neikvætt. Ég hugsaði mikið um að passa líkamann. Passa upp á öll núningssár, álagsmeiðsli og var mjög meðvitaður um líkamsbeitingu til að hámarka átak á árunum. Hvað er eftirminnilegast í róðrinum? Það sem stendur upp úr í þessari ferð er móttaka Færeyinga eftir erfiðan róður frá Orkneyjum. Í mikilli vosbúð og baráttu við strauma eftir að við misstum stýrið og kjölurinn var tekinn og settur sem stýri. Þá rérum við lífróður að Suðurey með sterkan straum suður með eyjunum. Það þurfti því að taka á því til að reka
ekki niður fyrir eyjarnar og missa af Færeyjum. Með engan kjöl undir bátnum og harðan straum náðum við að róa í gegnum strauminn og halda stefnu með því að taka á öllu sem við áttum. Þrír undir árum í hörku átökum komumst við inn fjörðinn og það var ekkert eftir þegar þangað var komið. Eftir að við komum í land sögðu heimamenn sem þekkja strauminn vel að ef við hefðum verið klukkutíma síðar hefðum við ekki náð þessu. Hægur róður inn að Porkeri að kvöldi til með smá ljósglætu frá bænum og þoku niður hálfa hlíð gerði umhverfið dulmagnað með ólýsanlegri kyrrð. Á móti okkur kom kappróðrarbátur með færeyska fánann sem þeir létu okkur fá í þögulli auðmýkt. Þegar við liðum inn í höfnina voru allir bæjarbúar og nærsveitungar mættir. Í algeri þögn rérum við inn og vissum ekkert hverju við áttum von á. Þegar fyrsti áhafnarmeðlimurinn steig í land klöppuðu allir. Fólk óskaði okkur innilega til hamingju og allir fóru að spyrja af miklum áhuga um ferðina. Þegar búið var að ganga frá landsfestum og allir komnir í land stóð einn heimamaður upp á steini og hóf að syngja þjóðsöng Færeyinga og allir á höfninni tóku undir svo glumdi um allan fjörðinn. Eftir fámennið úti á sjó í allan þennan tíma og erfiðið sem því fylgdi þá bræddi
SÚGANDI 2014
það hjörtu okkar allra að fá svona Hvernig voru viðtökurnar hlýjar móttökur frá frændum í Noregi, Orkneyjum og okkar Færeyingum. Færeyjum? Vægast sagt ótrúlegar. Hvert var vandræðalegasta atvikið í róðrinum? Noregur: Allir Norðmenn sýndu Við Noregsströnd áttum við verkefninu mikinn áhuga og umræðu um það hvernig best skildu vel hvers kyns svaðilför væri að hægja sér. Það eina við vorum að leggja út í. Hjálpsem við höfðum var fata sem semin og vinsemd var með ólíkgat auðveldlega oltið með til- indum. Við fórum af stað 17. maí heyrandi subbuskap. Við veltum á þjóðhátíðardegi Norðmanna því um hvort við ættum að láta en þeir gáfu sér samt tíma til vaða beint í fötuna? Og hvernig að taka viðtal við okkur í beinni áttum við þá að þrífa þetta. Væri útsendingu á aðaltíma í Norska kannski betra að nota poka? Þá ríkissjónvarpinu. þyrftum við helst að vera með umhverfisvæna poka sem hægt Orkneyjar: Það var mjög mikill væri að henda í sjóinn. Kjartani léttir að koma til Orkneyja eftir leiddust þessar ítarlegu vanga- mikla þrekraun á Norðursjónum. veltur og fór út í búð og keypti Síðasti dagurinn var rennisléttur salerni og setti í bátinn. Með því og magnaðir klettar Orkneyja vorum við komnir með eina úthafs- blöstu við. Þegar við renndum róðrarbátinn í heiminum með full- inn fjörðinn var vinur Eyþórs komna salernisaðstöðu. mættur niður í fjöru með íslenska fánann og bauð okkur velkomna.
Vitneskja Orkneyinga á Íslendingum og fornsögum Íslendinga kom mér mjög á óvart. Færeyjar: Færeyingar eru algerlega sér á báti og virðing þeirra og vinsemd í garð Íslendinga er líkust samrýmdum systkinahópi. Það er margt í fari Færeyinga sem við Íslendingar mættum læra af. Virðing þeirra við árabáta og gamlar hefðir er aðdáunarverð. Hvenær má búast við því að heimildamyndin verði frumsýnd? Mér skilst að gerðir verði tveir þættir sem sýndir verða um eða fyrir næstu jól í Ríkissjónvarpinu. Hvað lærðirðu helst af ferðinni? Ég lærði meðal annars úr hverju menn eru gerðir þegar á harðbakkann slær. Sumum getur maður treyst, öðrum ekki og traustur vinur er ekki á hverju strái. Hver eru þín framtíðaráform næstu 5 ár? Að halda mér á jörðinni. Hver er draumurinn? Ég er ekki með stóra drauma um frægð og frama né að taka þátt í æsilegum ævintýrum. Minn draumur er að geta notið lífsins með fjölskyldunni, stundað látlaus áhugamál í góðra vina hópi. Ég er samt ennþá veikur fyrir áskorunum og það versta er að Eyþór félagi minn veit það.
31
SÚGANDI 2014
Ferðaþjónninn Fisherman á Suðureyri Hvað gerir fyrirtækið? “Fyrirtækið skilgreinir sig sem ferðaþjón á Suðureyri og hlutverk okkar sem ferðaþjóna er að hjálpa gestum að upplifa sjávarþorpið Suðureyri með fræðslu og þátttöku”, segir Elías Guðmundsson stofnandi og einn af eigendum Fisherman ehf á Suðureyri. Hvernig kom hugmyndin að fyrirtækinu? “Hugmyndin að fyrirtækinu var nú afskaplega einföld í upphafi. Við keyptum Aðalgötu 14 í desember árið 2000 með það markmið að gera við húsið því til stóð að rífa það. Við greiddum 50.000 krónur fyrir húsið en það var á mörkum þess að vera ónýtt. Fram á vorið 2001 náðum við að innrétta fjögur herbergi í húsinu og byrjuðum þar með að selja gistingu án þess að vita hvað snéri upp eða niður í þeim bransa. Við hjónin rákum þetta eiginlega sem áhugamál með annarri vinnu fyrstu árin. Það var svo ekki fyrr en árið 2005 sem við tókum ákvörðun um að ég myndi segja mínu starfi upp sem þjónustustjóri Símans á Ísafirði og veðja á frekari vöxt í ferðaþjónustunni. Þá fyrst kom hugmyndin að fyrirtækinu eins og það er í dag eða skilgreining á því hvað við ætluðum að fara að gera. 32
Hvernig hefur fyrirtækið breyst og þróast? Elías segir að fyrirtækið hafi tekið miklum breytingum í gegnum árin. “Við höfum ekki bara byggt upp heldur höfum við líka staðið frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin í kjölfar
hverju Suðureyri er Suðureyri og hvað gerir þetta sérstaka þorp svo merkilegt og skemmtilegt. Það er stoppað á tíu stöðum í þorpinu þar sem sagðar eru mismunandi sögur. Á fjórum af þessum stoppum er smakkað á framleiðsluafurðum heimamanna, sem gerir ferðina virkilega sérstaka og áhugaverða. Stóri markhópurinn fyrir þessa ferð eru gestir skemmtiferðaskipa sem koma á Ísafjörð en aukning á öðrum gestum sem bóka sig beint í ferðina er að vaxa nokkuð þétt líka. Gistingin hjá okkur hefur vaxið jafnt og þétt með árunum og höfum við núna 18 herbergi bæði með og án eigin baðherbergis.”
bankahrunsins með því að selja frá okkur rekstrareiningar til að mæta óvæntum áföllum. En sumarið 2009 seldum við frá okkur allt sem snéri að sjóstangveiði, þ.e.a.s. báta og húsnæði því tengt. Sá rekstur er nú í eigu viðskiptafélaga okkar í Þýskalandi og gengur bara vel að mér skilst. Í dag er sala á veitingum orðin veltumesti hluti rekstrarins en mest vaxandi þátturinn í rekstrinum er matarferð um vistvænt sjávarþorp sem við höfum verið að selja núna í tvö ár með góðum árangri. Matarferðirnar ganga út á söguferð um þorpið þar sem stiklað er á stóru í af
Hvernig mætti lýsa fyrirtækinu? “Við erum í grunninn afskaplega lítið fjölskyldufyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum markaði þar sem mest af okkar tekjum koma frá Evrópu en ekki hér heima á Íslandi. Okkar áhersla hefur alltaf verið á að sækja á erlenda markaði frekar en heimamarkað þó svo að hann styðji vissulega við það sem við erum að gera. Fram að þessu hefur Íslenska sjávarþorpið ekki verið í tísku hjá Íslendingum og frekar var talað niður til okkar starfsmanna fyrir að vera að kúldrast hér en ég er á því að það sé að breytast
SÚGANDI 2014
núna. Suðureyri er komið í tísku það er alveg klárt! Við finnum a.m.k. fyrir miklu betra viðmóti núna frá Íslendingum en var hér áður fyrr. Það hjálpar líka mikið til að Súgfirðingar eru orðnir mjög stoltir af þorpinu sínu og þeir breiða fagnaðarerindið um ágæti þorpsins hratt út um víðan völl. Hér í þorpinu er virkilega búið að taka til hendinni og mikið af duglegu fólki að gera góða hluti.” Hvernig tengjast eigendur Súgandafirði? Við hjónin tengjumst þorpinu þannig að Elías er fæddur hér og uppalinn en Jóhanna Þorvarðardóttir eiginkona Elíasar kemur frá Grundarfirði. Um þessar mundir er þó eignarhaldið að breytast nokkuð þó svo að Elías og Jóhanna stjórni félaginu áfram sem meirihlutaeigendur.
Einhver skemmtileg saga sem tengist fyrirtækinu t.d. eftirminnilegt atvik sem gaman væri að segja frá? “Það er ekki ein saga sem stendur upp úr frekar en önnur því í svona starfi er endalaust af skemmtilegum uppákomum og það er það sem gerir starfið áhugavert. Við erum í stöðugum samskiptum við fólk sem er að koma frá mismunandi menningarheimum og sem er með mismunandi lífsviðhorf. Öll erum við jú misjöfn eins og við erum mörg. Ef ég nefni eitt nýlegt þá má segja frá því að við þurftum aðstoð lögreglu við að fjarlægja nasista sem var búinn að vera hér hjá okkur í vor með smá vandræðagang. Það var mjög sérkennileg upplifun en alls ekki sú sérkennilegasta. Það sem er almennt svo gefandi og skemmtilegt er að sjá hvað erlendir gestir stórborga
meta það mikils að koma hingað í litla þorpið. Náttúrugæðin og það sem okkur þykir sjálfsagt í daglegu lífi er mun merkilegra en við sem búum hér gerum okkur almennt grein fyrir. Það eru mikil verðmæti í þessum náttúrugæðum og mitt mat er að það sé bara spurning hvaða kynslóð mun nýta þau til fulls svo þorpið dafni enn frekar.”
- snjallar lausnir NAV í áskrift
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærsluog þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og margt fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.
Verð frá kr.
11.900pr. mán. án vsk
TM
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
545 3200
navaskrift.is
sala@wise.is 33
SÚGANDI 2014
Vorboðinn Helga Ásgrímsdóttir
Ég er fædd í Súgandafirði árið 1928 og alin upp á Aðalgötu 29, í sex systkina hópi. Foreldrar mínir voru María Þórunn Friðriksdóttir (Mæja Friðriks) og Ásgrímur Ingibjartur Jónsson (Grímsi). Fjörðinn fagra heimsæki ég eins og lóan á vorin. Þar er mitt gamla heimili sem er í dag í minni eigu og notum við fjölskyldan það sem sumarhús. Þar er ég í um 3 mánuði á ári hverju. Í æsku lék maður sér inni á Túni sem kallað var, en „Túnið“ var grasblettur innst í þorpinu á kirkjutúninu þar sem nú standa blokkir og raðhús. Þarna lék maður sér í hringleikjum og söngleikjum eins og „Mærin
Við systkinin ég, Bergur og Hanni Baddi dunduðum okkur stundum við að syngja og spila heima og þá var notað allt það sem hendi var næst. Lamið var á borð og stóla, spilað á eggjaskera og svo sungum við fullum hálsi nýjustu slagarana ásamt mömmu. Ég átti marga vini og vinkonur og brölluðum við margt saman, en allt innan velsæmismarka. Á unglingsárunum var ég mikið í íþróttum og þá sérstaklega í handbolta sem markmaður. Við kepptum til að mynda við Ísfirðingana og einnig kepptum við á Vestfjarðamótum við Flateyringa og Dýrfirðinga. Við urðum Vestfjarðameistarar í öðrum flokki kvenna árið 1946. Ég og fleiri Súgfirðingar fórum á Lýðveldishátíðina þann 17. júní 1944 í Arnarfirði. Við þurftum að fara á litlum bát út fjörðinn þar sem við mættum öðrum bát frá Þingeyri, sem hét Fjölnir,
var þetta langt og mikið ferðalag á þeim tíma. Árið 1952 fengum við Bjössi, eiginmaður minn, okkar fyrsta jólatré en þá bjuggum við á Eyrargötu 8. Þegar ég var yngri og átti heima á Aðalgötu 29 var ekki til neitt jólatré en þar var í staðinn gamall tréstóll sem vantaði bakið á og notuðum við götin eftir pillanna og þar settum við kertin okkar ofan í og horfðum hugfangin á þegar jólin gengu í garð. Síðan byggðum við hjónin okkur tveggja hæða hús að Hjallavegi 14 árið 1959 og
var kappkostað að flytja inn fyrir jólin það ár. Fyrsta sólarkaffið var haldið í mars árið 1960 í Súgandafirði og bökuðum við kvenfélagskonurnar allt kaffibrauðið. Það var svo árið 1988 að ég keypti húsið að Aðalgötu 29 af móður minni og systkinum og fórum við hjónin þá í að gera húsið upp ásamt börnum og tengdabörnum. Síðan þá er ég búin að venja komur mínar í húsið á hverju sumri og er alltaf mjög gestkvæmt hjá mér. En nú er mál að linni, ég fer að tygja mig vestur í fjörðinn minn fagra. Sé ykkur heima!
fór í dansinn…“, „Eitt par fram fyrir ekkjumann“ og „Í grænni lautu“. Svo var sungið hástöfum: „Ég lonníetturnar lét á nefið, svo lesið gæti ég frá þér bréfið…“! 34
og sigldi hann með okkur inn á Arnarfjörð á hátíðina. Á þessari þjóðhátíð héldum við íþróttasýningu ásamt Önfirðingum og Dýrfirðingum og
SÚGANDI 2014
Súgfirðingaskálin 2014 Keppnin um Súgfirðingaskálina í bridds 2014 hófst í september í fyrra og var spilað í húsi Bridgesambands Reykjavíkur við Síðumúla í Reykjavík. Það hefur verið venjan að spila síðasta mánudag í hverjum mánuði yfir veturinn nema í desember og var svo einnig nú alls 7 lotur. Spilað var á 6 borðum og hófst spilamennskan kl. 18:00. Það voru sviptingar í spilamennskunni eins og ævinlega þegar þessi hópur keppir en þegar líða tók á veturinn fór nokkuð að skýrast hverjir yrðu sigurvegararnir að þessu sinni. Það voru þeir félagarnir Þorsteinn Þorsteinsson og Rafn
Haraldsson sem unnu Súgfirðingaskálina í þetta sinn sem er 13. skiptið sem skálin er afhent. Tileinkaði Þorsteinn heiðursmanninum Einari heitnum Ólafssyni þennan sigur en þeir Einar spiluðu saman og unnu skálina oft hér á árum áður. Lokaúrslitin eftir 7 lotur voru annars þessi: Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson Flemming Jessen - Kristján Helgi Björnsson Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson Friðgerður Friðgeirs - Kristín Guðbjörnsdóttir Finnbogi Finnbogason - Árni Sverrisson Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson Gísli Jóhannsson - Guðbjartur Halldórsson Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson Elsa Bjartmarz - Bergljót Gunnlaugsdóttir
779 742 722 694 693 691 683 680 620 599 591 325 3 kvöld 129 1 kvöld 110 1 kvöld
Súgfirðingaskálin 2015 hefst í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla í Reykjavík og verður spilað á mánudögum kl. 18:00. Spiladagar eru eftirtaldir: 29. sept. 27. okt., 24. nóv., 26. jan. 2015, 23. febr., 30. mars. og 27. apríl. Sjáumst hress og mætum sem flest við spilin í haust. Þar sem Súgfirðingar koma saman, þar er gaman. Kristján Pálsson 35
SÚGANDI 2014
Mikið fjör og gaman á Þorrablóti Súgfirðingafélagsins Rífandi stemmning var á Þorrablóti Súgfirðingafélagsins sem haldið var í Versölum 22. febrúar 2014. Ungir og gamlir hittust, vinir föðmuðust og árgangar tóku sig saman og rifjuðu upp liðna tíð. Á matseðlinum var eitthvað fyrir alla hjá meisturum þorramatsins Múlakaffi, bæði þorramatur, glóðarsteikt lambalæri, nautapottréttur og saltkjöt með uppstúf.
Zumba dívurnar með Ingrid Kuhlman í broddi fylkingar stigu á svið og sýndu nokkra dansa við góðar undirtektir. Söngfuglarnir Stjáni og Geiri (Kristján Pálsson og Siggeir Siggeirsson) sáu um fjöldasönginn. Dansbandið hélt síðan uppi rífandi danssveiflustemmningu. Blótið sýndi að við Súgfirðingar erum ekki margir en við erum samheldinn, traustur hópur sem hefur gaman af því að njóta lífsins í góðra vina hópi. Alltaf er Súgfirðingar hittast er mikið fjör og gaman.
Formaður Súgfirðingafélagsins setti blótið og síðan tók veislustjóri kvöldsins, Tryggvi Rafnsson sonur Ástu Eyjólfsdóttur, við og stýrði veislunni af sinni einstöku snilld. Árgangar eru hvattir til að taka sig saman fyrir næsta blótið og Hæfileikaríkt fólk steig í pontu rifja upp gamlar minningar. og skjallaði kynin. Minni karla flutti Soffía Guðmundsdóttir dóttir Sillu og Guðmundar Hermanssonar en um minni kvenna sá Björn Þór Jóhannsson sonur Hildar Guðbjörnsdóttur. Happdrætti var haldið en allur ágóðinn rann til Súgfirðingasetursins. Um 30 stórglæsilegar vinningar voru í boði og það verður að segjast Súgfirðingum til hróss að það voru allir boðnir og búnir að leggja félaginu lið og gefa vinninga af góðum hug og velvilja. Sturla Gunnar Eðvarðsson var skipaður vísubotnadómari og valdi nokkra botna en fyrripartana samdi sem fyrr Snorri Sturluson. 36
SÚGANDI 2014
37
SÚGANDI 2014
38
SÚGANDI 2014
39
SÚGANDI 2014
40