SUMARBLAÐ
1
SÚGANDI 2016
Á myndina vantar Björk Birkisdóttur
Frá stjórn
Ný stjórn tók við í Súgfirðingafélaginu í vor og hana skipa Björk Birkisdóttir gjaldkeri, Þórður Ásmundsson meðstjórnandi, Hjördís Árnadóttir varaformaður, Ólöf Birna Ólafsdóttir Jensen ritari, Pálína Snorradóttir meðstjórnandi, Eyþór Eðvarðsson meðstjórnandi og Elsa Eðvarðsdóttir ritstýra og formaður. Félagslífið í félaginu okkar er með eindæmum gott og fjölbreytt og hefur verið virkilega góð mæting á alla viðburði sem félagið hefur verið með. Góublótið heppnaðist mjög vel og vorum við með fagmenn í veislustjórn, þau frábæru Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jógvan Hansen. Plötusnúðurinn DJ Fox hélt uppi fjörinu á ballinu. Ömmu- og afakvöldin eru mjög vinsæl og alltaf er salurinn fullur, en tvö kvöld voru haldin í bæði febrúar og maí. Ingólfur Geir Gissurarson og Guðmundur Hermannsson sögðu frá ömmum sínum og öfum og Sturla Gunnar Eðvarðsson sagði frá sögu Súgandafjarðar. Pálína Björg Snorradóttir sagði frá afa sínum, Friðbert Pálsson frá ömmu sinni og Eyþór Eðvarðsson sagði frá síðustu siglingu Talisman. Þessi vinsælu kvöld munu halda áfram í haust og vetur. Kristján Pálsson heldur sem alltaf vel utan um Súgfirðingaskálina en góð mæting er í briddsið og ávallt mikil spenna um bikarinn. Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson fögnuðu sigri í lokin eftir harða baráttu. Skákmót Súgfirðingafélagsins var í fullum gangi og voru haldin alls fimm mót. Mikil barátta hefur verið í skákinni og ljóst að félagið er með góða skákmenn á sínum snærum. Stefnt 2
er á áframhaldandi skák í haust og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta. Súgfirðingakaffið hjá Viðlagasjóði gengur alltaf vel og er það einn fjölsóttasti viðburður félagsins. Sá peningur sem safnast með Súgfirðingakaffinu rennur allur til sjóðs og er úthlutað úr honum til góðra mála. Allir geta komið með ábendingu um úthlutun til stjórnarmanna Viðlagasjóðs eða haft samband við formann Súgfirðingafélagsins. Í haust verður farið í umræður um áherslur í starfi sjóðsins. Sumargleði var haldin í lundinum okkar í Heiðmörk þar sem boðið var uppá pylsur og gos og var mæting góð. Þá var einnig settur upp trébekkur sem Hanna María Siggeirsdóttir og fjölskylda gáfu félaginu í minningu móður Hönnu sem hefði verið 100 ára um þessar mundir. Bekkurinn nýtur sín vel í sælureitnum okkar og þökkum við Hönnu Maríu og fjölskyldu kærlega fyrir. Hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi.is og sjá þar einnig hvaða vikur er lausar. Nýir tengiliðir setursins á Suðureyri eru þau Bubba og Siggi sem munu passa uppá íbúðina. Annars er stefnt á vinnuferð í setrið í haust þar sem áætlað er að setja upp nýtt eldhús og stofu í einu svefnherbergjanna og eldra eldhúsið verður þá herbergi í staðinn. Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Slíkur stuðningur er ekki sjálfgefinn og sýnir enn og aftur hversu samheldinn hópur Súgfirðingar eru. Sumarkveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir formaður
SUMARBLAÐ
EFNISYFIRLIT Bls. 2 Frá stjorn Bls. 4 Act Alone Bls. 5 Aðalfundur Súgfirðingafélagsins Bls. 6 Gissur Guðmundsson - Endurminningar Bls. 8 Ömmu- og afakvöld á Catalínu Bls. 11 Sjómannadagurinn 2016 Bls. 12 Sumargleði Súgfirðingafélagsins Bls. 15 Nýir umsjónarmenn Súgfirðingasetursins Bls. 16 Ömmu- og afakvöld á Catalínu Bls. 20 Vísnahornið Bls. 22 Skákmót Súgfirðingafélagsins Bls. 23 Dagskráin framundan Bls. 24 Góublót Bls. 30 Minning um móðursystur Bls. 33 Gjöf til Súgfirðingafélagsins Bls. 34 Súgfirðingaskálin 2016
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Eigandi: Eðvarð Sturluson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Varaformaður: Hjördís Árnadóttir GSM: 899 2614 hjarnadottir@gmail.com Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Ólöf Birna Ólafsdóttir Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is Meðstjórnendur: Þórður Ásmundsson GSM: 896 3090 ta@hastens.is Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson - grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf
3
SÚGANDI 2016
Act alone 2016, 11. - 13. ágúst á Suðureyri
Fimmtudagur 11. ágúst
Laugardagur 13. ágúst
Kl: 19.00 Félagsheimilisportið Fiskismakk og upphafsstef Act Alone
Kl.14.00 Þurrkver Gunnar Helgason
Kl.20.00 Kirkjan Richard III
Kl.14.00 – 16.00 Félagsheimilisportið Ein stakur markaður
Kl.21.15 Þurrkver Duldýrin
Kl.15.30 FSÚ Kúrudagur
Kl.22.00 FSÚ Draugasaga
Kl.16.30 Þurrkver Einleikjasaga Íslands
Föstudagur 12. ágúst
Kl.19.30 FSÚ Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver annar fáviti
Kl.19.30 Þurrkver Gísli á Uppsölum Kl.20.30 FSÚ Macho man kl.21.30 FSÚ Gerður Kristný skáldkona les úr verkum sínum
Kl.21.30 FSÚ Söngbók Gunnars Þórðarssonar Kl.23.00 FSÚ Life. Love. Ljóð Hátíðarlok
Kl.22.30 FSÚ Sesar A & Dj Kocoon Rapptónleikar
Fisherman er bakhjarl Act Alone Uppbyggingasjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja Act Alone árlega
4
SUMARBLAÐ
Aðalfundur Súgfirðingafélagsins Aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Catalínu í Kópavogi sunnudaginn 13. mars 2016. Fundurinn var vel sóttur. Á dagskrá voru hefubundin aðalfundarstörf. Rætt var um starfið í félaginu, Súgfirðingasetrið og hugmyndir um breytingar á áherslum í úthlutun Viðlagasjóðs og starfi hans. Ingrid Kuhlman var fundarstjóri og tók myndirnar. Sóley Halla Þórhallsdóttir og Friðbert Pálsson voru heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Ljósmyndari: Ingrid Kuhlman
Í stjórn félagsins 2016-2017 eru: Elsa Eðvarðsdóttir, formaður, Björk Birkisdóttir, gjaldkeri, Pálína Snorradóttir, Ólöf Birna Ólafsdóttir, Þórður Ásmundsson, Hjördís Árnadóttir og Eyþór Eðvarðsson.
ERTU Í BÓKAÚTGÁFU? Eða gengur með bók í maganum?
Bókaprentun er okkar fag. Kíktu inn á heimasíðu Prentmiðlunar www.prentmidlun.is Við búum yfir þekkingu og reynslu og gætum því aðstoðað þig við næstu skref. 5
SÚGANDI 2016
Gissur Guðmundsson - Endurminningar
Út er komin ævisaga Gissurs Guðmundssonar húsasmíðameistara frá Súgandafirði sem er afar merkileg heimild um tíðarandann frá fæðingu hans til starfsloka en hann hætti að vinna 77 ára gamall. Hann fæddist 22. mars 1907 í Ytri Vatnadal í Súgandafirði. Hann var sjötti í röð 12 systkina. Endurminningar þessar ritaði hann á árunum 1984 til 1990. Gissur segir frá æsku sinni og uppeldi, en þriggja ára gamall var hann gefinn til barnlausra hjóna, þeirra Sigríðar Þorbjarnardóttur og Halldórs Björns Friðrikssonar, sem höfðu verið gift í sjö ár og ekkert barn eignast. Hann fór ungur til Reykjavíkur að læra húsasmíði og á Suðureyri byggði hann yfir 70 hús auk annarra Þau sem sáu um útgáfu þessarar bókar eru, Bragi Ólafsson útgefandi, Eðvarð Sturluson og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir. Með þeim hér á mynd eru þær mannvirkja. Sigríður Helga, dóttir Gissurs Guðmundssonar og tengdadóttir hans Dagrún Á þessum árum var Suðureyri að breytast Kristjánsdóttir sem gift var Þorbirni Gissurarsyni. úr sveit í þorp og tók Gissur virkan þátt í margskonar trúnaðarstörfum og með heiðarleika og reglusemi að leiðarljósi varð hann virtur maður í Súgandafirði. Hann var m.a. kosinn í sóknarnefnd og fór þá með fjármál kirkjunnar og var meðhjálpari í yfir tuttugu ár, þá var hann einnig í stjórn Sparisjóðsins í tíu ár og lengi skipaskoðunarmaður ofl. Bók þessi er afar fróðleg og skemmtileg aflestrar og ætti enginn sem til þekkir að láta hana fram hjá sér fara. Verði ágóði af sölu þessarar bókar mun hann renna óskiptur til Suðureyrarkirkju en Gissur hafði alltaf sterkar taugar til hennar. Áhugasamir kaupendur hafi samband við Braga Ólafsson í síma 820 6050/ bragi@simnet.is eða Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur í síma 863 3326/ sigrunedda@prentmidlun.is en bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi.
Gissi í Gissabúð
6
SUMARBLAÐ
1975-2016
Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig.
Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is
7
SÚGANDI 2016
Ömmu- & afakvöld á Catalínu 3. febrúar 2016
Þann 3. febrúar sl. var haldið ömmuog afakvöld á Catalínu í Kópavogi. Þrír heiðursmenn sögðu frá í máli og myndum. Ingólfur Geir Gissurarson sagði frá Mikkalínu Maríu Alexandersdóttur og afa sínum Ingólfi
8
Jónssyni, Guðmundur Hermannsson sagði frá afa sínum Guðmundi Ágúst Halldórssyni og Sturla Gunnar Eðvarðsson sagði frá sögu Súgandafjarðar.
Ljósmyndari: Elsa Eðvaðrsdóttir
SUMARBLAÐ
ullbúin viðskiptalausn Fullbúiníviðskiptalausn áskrift byggð í áskrift byggð áá crosoft DynamicsMicrosoft NAV Dynamics bókhaldskerfinu NAV bókhaldskerfinu
býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift. Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift.
9.900 kr. 9.900
aðu kostnaðinn og kynntu þér máliðLágmarkaðu á www.navaskrift.is. kostnaðinn og kynntu þér málið á www.navaskrift.is. kr.365 fylgir með.* Aðgangur að Office 365 fylgir með.* Aðgangur að Office
+
pr. mán. pr. mán. án VSKán VSK
Borgartún 26, 105 Reykjavík & Hafnarstræti Borgartún 93-95, 26, 105 600 Reykjavík Akureyri & Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is * gildir til 30. júní 2018 þegar * gildir tilkeypt 30. júní 2018 erþegar fyrir keypt 30. er fyrir júní 30. júní 2016 2016
9
SÚGANDI 2016
10
SUMARBLAÐ
Sjómannadagurinn 2016
Karlalið Stefnis United sigraði í kappróðrinum á sjómannadaginn í Hafnarfirði, sem liðið tók þátt í líkt og undanfarin ár. Eftir stífar æfingar undanfarnar vikur hlökkuðu Súgfirðingarnir til að spreyta sig í bátnum enda færir í flestan sjó. Svo fór að Stefnir United hreppti gullið og náði glæsilegum tíma.
Gunnar Sveinsson. Skipstjórinn frá Færeyjum, hún Marina Svabo Ólason tók liðið í kennslu í kappróðri, og bar það góðan árangur. Markmiðið er sett á enn ein gullverðlaun að ári. Ljósmyndari: Ingrid Kuhlman
Stefnir hreppti gullið
Í liði Stefnis eru þrír Súgfirðingar, þeir Eyþór Eðvarðsson, Stefán Þór Pálsson og Svanur Wilcox. Hinir ræðararnir, sem segja má að séu allir Súgfirðingar í hjartanu, eru Gunnar Hjartarson, Daði Jóhannesson og Sigurður
11
SÚGANDI 2016
Sumargleði Súgfirðingafélagsins
Góð mæting var á sumargleði Súgfirðingafélagsins í sælureitnum okkar í Heiðmörk þann 23. júní sl. Grillaðar voru pylsur og rifjaðar upp góðar stundir. Á sama tíma var settur upp í lundinum bekkur sem Súgfirðingafélagið fékk að gjöf frá Hönnu Maríu Siggeirsdóttur og fjölskyldu en gjöfin er til minningar um Sigríði Hansdóttur, móður Hönnu Maríu, sem fæddist á Suðureyri 6. júlí 1916 og hefði orðið aldargömul um þessar mundir. Súgfirðingafélagið þakkar Hönnu Maríu og fjölskyldu kærlega fyrir gjöfina sem mun án efa njóta sín á okkar fallega stað í Heiðmörk.
12
Ljรณsmyndari: Ingrid Kuhlman
SUMARBLAร
13
SÚGANDI 2016
14
SUMARBLAÐ
SÚGFIRÐINGASETRIÐ
Nýir umsjónarmenn Súgfirðingasetursins
Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. www.sugandi.is
Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr 40.000 kr Sæluhelgin Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma.
Heiðurshjónin Bubba og Siggi (Guðbjörg Guðbjörnsdóttir og Sigurður Þórisson) eru nýir tengiliðir félagsins á Suðureyri. Munu þau aðstoða okkur við að passa upp á íbúðina okkar og redda því sem redda þarf og vera leigjendum innan handar. Ómetanlegt er að fá þau í lið með okkur.
Íbúðin var gefin félaginu til þess að félagsmenn okkar hefðu ávallt samastað á Suðureyri og hvetjum við alla til þess að nýta sér þennan kost í hjarta bæjarins. Á heimasíðu félagsins www. sugandi.is er hægt að bóka setrið.
Lyklar, lásar og gler í 30 ár • Glugga- og glerísetningar • Neyðarlokanir 24/7** • Opnanleg fög • Almenn trésmíði - viðgerðir
• Lásasmíði • Lyklaforritun • Hurðaviðgerðir **Þjónustum m.a. öll helstu tryggingafélögin
Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.neyd.is • neyd@neyd.is
15
SÚGANDI 2016
Ömmu- & afakvöld á Catalínu 25. maí 2016
Þann 25. maí sl. var haldið ömmu- og afakvöld á Catalínu í Kópavogi. Pálína Björg Snorradóttir sagði frá afa sínum Sturlu Ólafssyni og Friðbert Pálsson sagði frá ömmu sinni Elínu Þorbjarnardóttur. Eyþór Eðvarðsson sagði frá síðustu siglingu Talisman EA 23 sem eftir mikla svaðilför og hrakningar strandaði í Kleifarvíkinni á Sauðanesi þann 24. mars 1922.
16
Ljósmyndari: Ingrid Kuhlman
SUMARBLAÐ
®
17
SÚGANDI 2016
18
SUMARBLAÐ
19
SÚGANDI 2016
Vísnahornið Sturla Gunnar Eðvarðsson
Minningar úr Súgandafirði Æskan mín var yndisleg inn um þorpsins grundir. Heim til baka hugsa ég um horfnar góðar stundir. Margt er farið mikið gleymt margur kvatt með trega. Í huga mínum hef ég geymt helst það yndislega. Háan Göltinn við himinn ber hér er okkar saga Minningar góðar margar hér munum alla daga. Berjaferð í Selárdalnum Lék við blíðan lygnan sjá langar sumarnætur. Lognið svarta liggur þá létt við okkar fætur. Nú blánar aftur berjalyng af berjum er hér helling Þeim yfir vakir allt um kring innst í dalnum kelling. Geislar þrá af himnum há heiðum frá að sýna. Lyngin smá af berjum blá byrjum þá að tína. Ég skora á Sveinbjörn Jónsson stórskáld að koma með vísur í næsta blað.
20
SUMARBLAÐ
21
SÚGANDI 2016
Skákmót Súgfirðingafélagsins Veturinn 2015-2016
Skákdeild Súgfirðingafélagsins hóf starfsemi síðastliðið haust og voru haldin fimm skákmót þar sem keppendur skiptust á um að vinna mótin. Þeir sem sigruðu oftast voru Ellert Ólafsson og Eyþór Eðvarðsson sem fengu báðir 27 vinninga samtals. Næstir komu Sveinbjörn Jónsson og Atli Þorvaldsson en aðrir hlutu færri vinninga. Stefnt er á skákkvöld aftur í haust. Þeir sem tóku þátt í mótunum voru Atli Þorvalds-
22
son, Bjarni M. Heimisson, Ellert Ólafsson, Elsa Eðvarðsdóttir, Eyþór Eðvarðsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Sveinbjörn Jónsson, Svanur Wilcox og Þórður Bragason. Tekið saman af Ellerti Ólafssyni formanni skákdeildar Súgfirðingafélagsins.
SUMARBLAÐ
Dagskráin framundan Ágúst
11.-13. ágúst Leiklistarhátíðin Act Alone á Suðureyri. Skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn á alla viðburði.
September
26. september Súgfirðingaskálin hefst. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Október
31. október Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót. Auglýst síðar á fréttaveitunni. Konukvöld. Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Nóvember
6. nóvember Súgfirðingakaffi í Bústaðakirkju.
28. nóvember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Desember
19. desember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Jólablað Súgfirðingafélagsins.
23
SÚGANDI 2016
Góublót Góublót Súgfirðingafélagsins í Reykjavík var haldið þann 27. febrúar sl. Veislustjórar kvöldsins voru þau frábæru Guðrún Gunnarsdóttir og
24
Jógvan Hansen. Þau héldu uppi stuðinu með skemmtilegum atriðum og tónlist og var tjúttað fram eftir nóttu með DJ Fox.
Ljรณsmyndari: Elsa Eรฐvarรฐsdรณttir og Ingrid Kuhlman
SUMARBLAร
25
SÚGANDI 2016
26
SUMARBLAÐ
27
SÚGANDI 2016
28
SUMARBLAÐ
29
SÚGANDI 2016
Minning um móðursystur Í byrjun júní voru liðin 70 ár frá hinum hörmulega eldsvoða sem varð aðfaranótt mánudagsins 3. júní árið 1946 þegar íbúðarhúsið Fell brann á Ísafirði. Í þeim bruna létust 5 manns og þar á meðal móðursystir mín Sigríður Borghildur Bjarnadóttir sem þá var einungis 4 ára gömul. Sigga Bogga eins og hún var alltaf kölluð fór nýfædd í fóstur til systur Bjarna afa, Aðalfríðar Friðriksdóttur og hennar manns Hermanns Jóhannssonar sem þá bjuggu á Ísafirði. Þau voru barnlaus en höfðu tekið í fóstur systurson Hermanns sem hét Hermann Alfreð Bjarnason sem þá var orðinn 14 ára.
Börnin sem fórust í brunanum 3. júní 1946. Talið frá vinstri: Hermann Bjarnason, 17 ára. Sigríður Bjarnadóttir, 4 ára. Bjarney Sveinsdóttir, 9. ára.
30
Í niðjatali Bjarna G. Friðrikssonar og Sigurborgar Sumarlínu Jónsdóttur skrifar Anna Bjarnadóttir heitin, móðursystir mín: ,,þau lögðu hart að þeim hjónum Bjarna og Sumarlínu að fá eitt barna þeirra í fóstur þar sem þau áttu svo mörg börn fyrir. Svo fór eftir mjög erfiða ákvörðun að þeim var lofað að fá barn ef þau yrðu svo fleiri. Sigga Bogga, eins og hún var alltaf kölluð kom þá í heiminn, ljós og bláeygð. Hún var flutt í faðm fósturforeldra sinna til Ísafjarðar og ríkti þar mikil gleði með hana.“ Þau Sigga Bogga 4 ára og Hermann Alfreð 17 ára létust bæði í þessum bruna auk Bjarneyjar Sveinsdóttur sem var 9 ára og fengin hafði verið til að vera hjá Sigríði litlu en sjómannaskemmtun var á Ísafirði þessa nótt. Skyldleiki var með fjölskyldum þeirra en Eyjólfa Björg Guðmundsdóttir (dóttir Önnu Jónínu Bjarnadóttur) móðir Bjarneyjar og systkinin Bjarni og Aðalfríður Friðriksbörn voru systkinabörn (börn Friðriks Þórðar Bjarnasonar). Amma og afi eignuðust 16 börn en fjögur þeirra misstu þau ung. Móðir mín Arnbjörg Jóna (Adda) fæddist árið 1943 eða ári eftir að Sigríður Borghildur fæddist. Það ár gerðist Bjarni afi
SUMARBLAÐ og samfélagsins alls. Fjöldi fólks missti heimili sitt og aleigu og margir áttu um sárt að binda. Fjölskyldur uppeldissystkinanna tveggja áttu síðan mörgum árum síðar eftir að tengjast aftur fjölskylduböndum þegar systir mín, Erla og fyrrverandi sambýlismaður og barnsfaðir Bjarni Hákonarson tóku saman en saman eiga þau þrjár stelpur. Hákon faðir Bjarna var nefnilega tvíburabróðir Hermanns Alfreðs heitins. Það er ekki hægt að segja að margar myndir hafi verið til af móðursystur minni heitinni þar sem hún lést
Leikfélagar Árni og Sigga Bogga
minn vitavörður á Galtarvita til ársins 1950. Mánuði fyrir brunann 9. maí 1946 eignuðust amma og afi dóttur sem síðar fékk nafnið Borghildur Fríða en hún var skírð í höfuðið á þeim Sigríði Borghildi og Aðalfríði systur afa. Árið 1948 fæddist síðan 16. barn þeirra og fékk hann nafnið Hermann Alfreð. Það má því segja að yngstu börn þeirra ömmu og afa hafi fengið nöfn þeirra uppeldissystkina Sigríðar Borghildar og Hermanns Alfreðs sem létust í brunanum. Harmur allra þessara fjölskyldna var mikill sem
Sumarið 1943 á Galtarvita
svo ung að árum. Eftir að ég birti fésbókarfærslu um þennan harmleik á dögunum þá áskotnaðist mér mynd frá gamalli skólasystur minni, Höllu Sigrúnu Árnadóttur en þá hafði föður hennar
Á góðri stundu á Galtarvita þar sem Fríða og Hermann voru í heimsókn.
31
SÚGANDI 2016
Vantar naf/texta.
Amma og afi með hluta barna sinna á Galtarvita.
Árna Kristjáni Sigurvinssyni verið gefin mynd af sér og leiksystur sinni Siggu Boggu. Árni Kristján og fjölskylda bjuggu einnig í húsinu en þessa nótt missti hann foreldra sína Sigurvin Veturliðason og Guðrúnu Árnadóttur en þau voru á þrítugsaldri. Sjálfur var Árni í pössun hjá móðursystur sinni þessa örlagaríku nótt. Í frétt í Morgunblaðinu frá 4. júní 1946 segir að allir þeir sem létust hafi búið á þriðju hæð í húsinu Fell. Mynd af leiksystkinunum Árna og Siggu Boggu ásamt fleiri gömulum myndum sem teknar voru á Galtarvita á þessum tíma fylgja samantekt þessari. Blessuð sé minning þeirra sem létust í þessum hræðilega bruna þennan örlagaríka dag 3. júní 1946. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Þær myndir sem hér birtast með samantekt minni eru m.a. úr Ljósmyndasafni Ísafjarðar og úr blaðinu Vesturland, 27. tbl. 23 árg. 1946 og úr albúmi fjölskyldunnar. Hluti barna Bjarna og Línu á Galtarvita árið 1947.
32
SUMARBLAÐ
Gjöf til Súgfirðingafélagsins Í vor barst Súgfirðingafélaginu rausnarleg gjöf frá Þórði Ásmundssyni, f.h. Hästens. Gjöfin er einstaklega veglegt Samsung sjónvarp sem hefur verið sett upp í Súgfirðingasetrinu. Félagið þakkar Þórði kærlega fyrir stuðninginn.
33
SÚGANDI 2016
Súgfirðingaskálin 2016
Lokastaðan þegar slakasta kvöldi er sleppt var þessi:
Lið:
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson Flemming Jessen - Kristján H Björnsson Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson Gróa Guðnadóttir - Alda S. Guðnadóttir Sigurður G. Ólafsson - Ásgeir Ingvi Jónsson Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson Hnikarr Antonsson - Guðbjartur Halldórsson Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson Eðvarð Sturluson - Mortan Holm Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson Sturla Gunnar Eðvarðsson - Björn Guðbjörnsson Steinþór Benediktsson - Birgir Benediktsson Finnbogi Finnbogason - Árni Sverrisson Friðgerður Friðgeirs - Ómar Þórðarson Þórður Guðbjörnsson - Snorri Sturluson
Stig: 1079 1052 1029 1022 1019 1011 988 949 925 891 885 882 882 829 744 517
Keppnin var að þessu sinni mjög jöfn og úrslitin ekki ljós fyrr en í sjöundu og síðustu lotu. Það voru þeir Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson sem fögnuðu sigri í lokin eftir jafna baráttu við þá Flemming Jessen og Kristján H. Björnsson sem höfnuðu í öðru sæti. Í þriðja sæti voru þeir Rafn Haraldsson og Jón Sveinsson sem skutust upp í bronssætið fram úr þeim Gróu Guðnadóttur og Öldu Guðnadóttur með góðum endaspretti en Gróa er sá spilari sem oftast hefur unnið Súgfirðingaskálina.
Tekið skal fram að sum pörin spiluðu ekki allar loturnar og eiga því mikið inni og á það við tvö þau síðustu. Ég vil að endingu óska sigurvegurunum þeim Karli Bjarnasyni og Ólafi Ólafssyni til hamingju með verðskuldaðan sigur. Eins við ég þakka öllu spilurunum fyrir þeirra þátt og að gera þessa keppni skemmtilega þar sem hópurinn eru eins og ein fjölskylda. Sigurpáli spilastjóra vil ég svo þakka fyrir góða stjórnun.
ambands Íslands við Síðumúla 37 í Reykjavík. Spiladagar eftir það verða eftirfarandi: 31. okt., 28. nóv. og 19. des. 2016 og 30. jan., 27. febr., 27. mars og 24. apríl 2017. Bætt er hér inn einni lotu í desember en mörgum hefur þótt bilið frá því í nóvember til janúar helst til of langt án þess að spila og verður þetta reynt í vetur til prufu. Ég vonast eftir góðri mætingu að venju og eru allir áhugasamir velkomnir í hópinn.
Súgfirðingaskálin 2017 hefst mánudaginn 26. september n.k. kl. 18:00 á þriðju hæð í sal Bridges-
F.h. stjórnar Súgfirðingafélagsins Kristján Pálsson
34
Ljósmyndari: Kristján Pálsson
Keppninni um Súgfirðingaskálinni í bridds 2016 lauk 25. apríl og var spilaður tvímenningur þar sem allir spila við alla. Góð mæting var á allar sjö loturnar og oftast spilað á sjö til átta borðum, flest 32 spilarar.
SUMARBLAÐ
JANÚAR
EKTA ÍSLENSKT SUMAR
35
SÚGANDI 2016
Römm er sú taug Það var árið 1926 sem 66°Norður hóf að framleiða sjóklæði á Suðureyri. Allar götur síðan hefur Súgandafjörður skipað sérstakan sess hjá okkur og við erum stolt af því að sjóklæðin og eyrin eru enn á sínum stað. Við sendum Súgfirðingum og nærsveitungum hugheilar kveðjur.
36
66north.is