SUMARBLAÐ
SÚGANDI
38. ÁRG. 1. TBL. 2017
1
SÚGANDI 2017
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir Ljósmyndarar fyrir viðburði: Ingrid Kuhlman, Kristján Pálsson og Elsa Eðvarðsdóttir Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Varaformaður: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Sif Grétarsdóttir GSM: 899 2535 sif.gretarsdottir@gmail.com Meðstjórnendur: Þórður Ásmundsson GSM: 896 3090 ta@hastens.is Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson - grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf
2
Efnisyfirlit bls. 3 Frá stjórn
bls. 5 Aðalfundur Súgfirðingafélagsins bls. 6 Mynda og minningarkvöld bls. 8 Súgfirðingaskálin 2017 bls. 10 Í þá gömlu góðu daga
bls. 12 Dagskráin framundan
bls. 14 Súgfirðingur í útlöndum Ólöf Helga Þorvaldsdóttir Linnet
bls. 17 Sjómannadagurinn 2017
bls. 18 Dagskrá Sæluhelgarinnar 2017 bls. 20 Sæluhelgin
bls. 22 Með tærnar í firðinum Viðtal við Elínu Árnadóttur
bls. 24 Á skothólnum Kristey Bjarnadóttir
bls. 26 Árshátíð Súgfirðingafélagsins bls. 31 Vísnahornið
bls. 32 Act Alone 2017 bls. 34 Sumardrykkur bls. 35 Á skothólnum Jóhanna Ólafsdóttir
SUMARBLAÐ
Frá stjórn
Á myndina vantar Þórð Ásmundsson og Sif Grétarsdóttur
Ný stjórn tók við í Súgfirðingafélaginu í vor og hana skipa Björk Birkisdóttir gjaldkeri, Þórður Ásmundsson meðstjórnandi, Ólöf Birna Ólafsdóttir Jensen varaformaður, Pálína Snorradóttir meðstjórnandi, Sif Grétarsdóttir meðstjórnandi, Erna Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Elsa Eðvarðsdóttir formaður. Félagslífið í félaginu okkar hefur verið virkilega gott og fjölbreytt undanfarið ár og virkilega ánægjulegt hversu góð mæting hefur verið á alla þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir.
66. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn í mars sl. Félagið stendur vel fjárhagslega og er virkilega mikill kraftur í félaginu okkar sem sýnir sig í góðri þáttöku í viðburðum sem hafa verið haldnir. Við höldum ótrauð áfram með bjarta tíma framundan. Ákveðið hefur verið að halda konukvöld þann 7. september næstkomandi og hvetjum við allar konur til að taka daginn frá því þessu kvöldi má ekki missa af. Við hvetjum ykkur til að taka systur, vinkonur, mæður, dætur og vinkonur með. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Viðburðurinn verður auglýstur betur á fréttaveitunni þegar nær dregur.
Árshátíðin heppnaðist með eindæmum vel og vorum við með fagmann í veislustjórn, hina frábæru Bryndísi Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í Ásmundsdóttur. Plötusnúðurinn DJ Fox hélt uppi fjörinu Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi. is og sjá þar einnig hvaða vikur eru lausar. Fegurðin og á ballinu. kyrrðin í firðinum okkar er einstök og gott að hvílast í Mynda- og minningarkvöldin eru mjög vinsæl og alltaf er Súgfirðingasetrinu. salurinn fullur, en haldið var myndakvöld í janúar sl. þar sem Sigrún Jóhannesdóttir og Sóley Halla Þórhallsdóttir sýndu Við þökkum öllum auglýsendum og styrktaraðilum valdar myndir og sögðu frá atburðum og minningum þeim kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Slíkur tengdum. Næsta minningarkvöld verður í haust og verður stuðningur er ekki sjálfgefinn og sýnir enn og aftur hversu auglýst á fréttaveitunni okkar. öflugir Súgfirðingar eru. Kristján Pálsson heldur sem fyrr vel utan um Súgfirðingaskálina en mjög góð mæting er í briddsið og er ávallt mikil spenna um bikarinn. Þeir Flemming Jessen og Sigurður Þorvaldsson unnu Súgfirðingaskálina í ár eftir æsispennandi endasprett.
Sumarkveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir formaður
3
SÚGANDI 2017
SUÐUREYRARLAUG
OPIÐ ALLA DAGA Í SUMAR KL 11 – 19
Ísafjarðarbær
Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður 450 8000 | postur@isafjordur.is
isafjordur.is
SUMARBLAÐ
Aðalfundur Súgfirðingafélagsins
66. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Catalínu sunnudaginn 12. mars sl. Góðu ári voru gerð skil, ársreikningur lagður fram sem og skýrsla stjórnar og Viðlagasjóðs. Á heildina litið var árið 2016 gott rekstrarár. Stjórn félagsins árið 2017 er skipuð eftirfarandi: • Elsa Eðvarðsdóttir formaður • Björk Birkisdóttir gjaldkeri • Ólöf Birna Jensen varaformaður • Sif Grétarsdóttir ritari • Pálína Snorradóttir meðstjórnandi • Erna Guðmundsdóttir meðstjórnandi • Þórður Ásmundsson meðstjórnandi
5
SÚGANDI 2017
Mynda- og minningarkvö
Barnaskemmtun í grunnskólanum
Fimmtudagskvöld 19. janúar sl. var haldið Myndaog minningarkvöld Súgfirðingafélagsins á Catalínu í Kópavogi. Sigrún Jóhannesdóttir og Sóley Halla Þórhallsdóttir sýndu nokkrar valdar myndir og sögðu okkur frá minningum þeim tengdum. Að venju mættu margir og í lokin voru skemmtilegar og fróðlegar umræður. Næsta minningarkvöld verður í haust.
6
Gissur Guðmundsson í Gissabúð
SUMARBLAÐ
öld Súgfirðingafélagsins
7
SÚGANDI 2017
Súgfirðingaskálin 2017
Keppni um Súgfirðingaskálina í bridds hófst veturinn 2001-2002 og hefur verið keppt um Skálina á hverju ári síðan, alls sextán sinnum og spilaður tvímenningur. Það voru þeir Guðbjörn Björnsson og Steinþór Benediktsson sem unnu Skálina fyrstu tvö árin en þeir sem hafa unnið hana oftast eða þrisvar sinnum eru Hlynur Antonsson árin 2007, 2008 og 2012 og Þorsteinn Þorsteinsson árin 2010, 2011 og 2014. Briddshópurinn í vetur var mjög góður. Leikar hófust leikar mánudaginn 25. september kl. 18:00 og var spilað í hverjum mánuði í vetur. Sú nýbreytni
var að við spiluðum í desember í fyrsta sinn vegna þess að sumum fannst of langt að spila ekkert í tvo mánuði yfir hátíðirnar og var 19. desember því bætt inn í sem var þá áttundi spilamánuðurinn. Spilað var á sjö til átta borðum í vetur sem þykir góð mæting og var boðið uppá kaffi og kökur öll kvöldin og páskaegg á páskunum. Spilagjaldið fyrir hvert kvöld í vetur var 1500 krónur á mann sem er sama upphæð og í fyrra en þegar allur kostnaður vetrarins hafði verið greiddur eru 19.500,- krónur
8
SUMARBLAÐ
afgangs sem renna til Súgfirðingafélagsins. Súgfirðingaskálina 2017 unnu þeir Flemming Jessen og Sigurður Þorvaldsson nokkuð örugglega með góðum endaspretti. Í öðru sæti voru þeir Sigurður G. Ólafsson og Ásgeir Ingvi Jónsson og í þriðja sæti voru þeir Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson. Næsta vetur 2017-2018 verður spilað með sama fyrirkomulagi og síðast og verða spiladagar þessir fyrir áramót, 25. september, 30. október, 27. nóvember og 18. desember, eftir áramót, 29. janúar, 26. febrúar, 26. mars og 30. apríl. Að lokum vil ég færa briddsfélögum mínum bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti og óska sigurvegurunum til hamingju með Skálina. Hér fylgja með nokkrar myndir frá síðasta kvöldinu en umfjöllun um hvert kvöld í vetur má finna á facebooksíðu Súgfirðingafélagsins. Kristján Pálsson
9
SÚGANDI 2017
Í þá gömlu góðu daga
Lyklar, lásar og gler í 30 ár • Glugga- og glerísetningar • Neyðarlokanir 24/7** • Opnanleg fög • Almenn trésmíði - viðgerðir
• Lásasmíði • Lyklaforritun • Hurðaviðgerðir **Þjónustum m.a. öll helstu tryggingafélögin
Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.neyd.is • neyd@neyd.is
SUMARBLAÐ
SÚGANDI 2017
Dagskráin framundan Ágúst
10.-12. ágúst Leiklistarhátíðin Act Alone á Suðureyri. Skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn á alla viðburði.
September
7. september Konukvöld. Auglýst síðar á fréttaveitunni. 25. september Súgfirðingaskálin hefst. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót Auglýst síðar á fréttaveitunni. Minningarkvöld Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Október
15. október Súgfirðingakaffi í Bústaðakirkju 30. október Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót Auglýst síðar á fréttaveitunni. Minningarkvöld Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Nóvember
27. nóvember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Skákmót Auglýst síðar á fréttaveitunni. Minningarkvöld Auglýst síðar á fréttaveitunni.
Desember
19. desember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Jólablað Súgfirðingafélagsins.
12
SUMARBLAร
Gleรฐilegt sumar 13
SÚGANDI 2017
Súgfirðingur í útlöndum
Ólöf Helga Þorvaldsdóttir Linnet
Segðu aðeins frá sjálfum þér: Ég heiti Ólöf Helga Þorvaldsdóttir Linnet og er fædd og uppalin á Stað við Súgandafjörð. Foreldrar mínir eru Þorvaldur Helgi Þórðarson og Rósa Guðrún Linnet. Ég flutti í bæinn þegar ég var sautján ára eða árið 2004 og síðan þá hef ég meira og minna unnið í ferðamannageiranum þó ég hafi unnið ýmis önnur störf bæði með og á milli. Ég kláraði stúdent í Fjarnámi í háskólabrú Keilis og var byrjuð í BS námi en það hefur fengið að bíða því í millitíðinni fluttist ég til Noregs. Við unnusti minn og þá sjö mánaða gömul dóttir okkar fluttust til Noregs sumarið 2014 og erum bráðum búin að búa hér í þrjú ár. Nú eigum við saman þrjár dætur og hann á eina dóttur úr fyrra sambandi. Nú starfa ég sem heimavinnandi húsmóðir og sé um dætur okkar sem eru þriggja og hálfs, rúmlega tveggja ára og eins árs þar sem unnusti minn vinnur á sjó og er í burtu meiri part ársins. Hvernig kom það til að þið fluttust út og af hverju þessi staðsetning? Noregur kom alltaf til greina fyrir okkur þar sem dóttir unnusta míns er hálf norsk og hefur alltaf búið í Noregi. Eftir einhvern tíma voru ástæðurnar orðnar svo margar að það var bara tímaspursmál um hvenær en ekki hvort. Ætli það hafi ekki spilað stærst inni að við áttum ekki íbúð og höfðum ekki áhuga á leigumarkaðnum eins og hann var orðinn auk þess sem okkur leist ekki á þróunina í heilbrigðisþjónustunni. Nú búum við í litlu þorpi sem heitir Vestnes og er í Møre og Romsdal fylki en við fluttust fyrst í skóginn rétt hjá Elverum í Hedmark fylki. Við keyrðum
14
til Álasunds í heimsókn til Þórðar Ágústs bróður og fjölskyldu þegar hann átti enn heima á þessu svæði og við heilluðumst svo ótrúlega af öllu hér að við fundum hús til leigu í nágrenni Álasunds. Það sem heillar kannski mest við þetta svæði er þessi rosalega bátamenning og eyjurnar sem eru hér úti um allt. Svæðið er paradís fyrir útivistargarpa.
Hafi þið hug á því að koma heim til Íslands bráðlega? Það var aldrei ætlunin að flytjast heim aftur og ég sé ekki fram á að það gerist en hver veit hvað gerist í framtíðinni. Við höfum það svo ótrúlega gott hér að það þyrfti eitthvað
SUMARBLAÐ
Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Þar sem ég varði mestum tíma mínum fyrir vestan í sveitinni eru flestar mínar minningar þaðan. Það sem ég lærði einna helst af því að búa í sveit var að njóta litlu hlutanna í lífinu. Mínar allra kærustu minningar úr sveitinni eru meðal annars heyskapur, berjatínsla, smalamennska og ótal ferðir upp í fjall, upp í Sunndal eða á tjörnina þar sem við vorum með fleka. Ég er heppin að eiga sjö systkini svo það var alltaf nóg um að vera á okkar heimili og þegar rafmagnið fór af og við vorum föst úti í dal í fleiri fleiri daga þá var það samt svo ótrúlega ævintýralegt og ég man ekki eftir að okkur hafi leiðst í svoleiðis aðstæðum. Alltaf þegar ég hugsa vestur þá hugsa ég um stundir eins og þegar ég sat fyrir utan húsið okkar í kvöldsólinni eftir að hafa varið meiri part dagsins í sundi á Suðureyri, hlustaði á ána og fuglana og naut þess að horfa á eftir sólinni er hún hvarf á bak við Gölt. mikið að breytast. Ættingjar og vinir toga þó auðvitað en Hvenær komstu síðast til Suðureyrar? Það er alltof langt það er auðvelt að ferðast á milli. síðan ég kom síðast heim en það var síðla sumars 2013 Hvað var það fyrsta sem þú tókst eftir þegar þú fluttir að ég og unnusti minn heimsóttum fjölskyldu mína. Við út? Nú eru Norðmenn ekkert svo ólíkir því sem við erum vorum rosalega heppin með veður og sköpuðum margar vön en mér hefur alltaf þótt aðdáunarvert hversu miklu góðar minningar. rólegri öll tilvera er hér. Hér er mikil áhersla lögð á tíma með fjölskyldunni og Norðmenn fara mikið “ut på tur” með fjölskyldunni og það skiptir litlu hvernig viðrar, það er fatnaðurinn sem gildir og hér grillar fólk saman í eldstæðum um hávetur. Allt er lokað á sunnudögum. Norðmenn borða aðalmáltíð dagsins á milli fimm og sex og eiga þá allt kvöldið eftir. Allt þetta heillaði mig áður en ég flutti til Noregs og heillar mig örugglega bara ennþá meira núna. En ég get ekki sagt að það hafi verið eitthvað sem kom mér virkilega á óvart nema kannski þetta með að dráttarvélar mega keyra á öllum tímum dags og ég þarf oft að dóla á bak við eina slíka rétt fyrir átta að morgni. Jú, og kannski þetta með að við gátum átt von á að hitta birni hvenær sem er þar sem við bjuggum fyrst í skóginum og tíkin okkar þurfti að vera í risastóru hundagerði þegar hún var úti svo hún yrði ekki étin af úlfum. Já, og það er rosalega erfitt að fá almennilegan hamborgara því Norðmenn eru mjög sáttir við sinn kjötfarsborgara.
SÚGANDI 2017
Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra
Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr 40.000 kr Sæluhelgin Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma. www.sugandi.is
Við tökum vel á móti þér Starfsfólk Landsbankans á Ísafirði tekur vel á móti þér og er til reiðu að veita þér fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Við leggjum áherslu á lausnir sem henta hverjum og einum.
16
SUMARBLAÐ
Sjómannadagurinn 2017
Stefnir hreppti gullið Karlalið Stefnis United sigraði í kappróðrinum á sjómannadaginn í Hafnarfirði, sem liðið tók þátt í líkt og undanfarin ár. Eftir stífar æfingar undanfarnar vikur var áhugi á að spreyta sig í bátnum enda færir í flestan sjó. Liðið í ár var skipað fjórum Súgfirðingum, tveimur Bolvíkingum sem báðir eiga rætur að rekja til Súgandafjarðar, og einum Kanadamanni. Þetta lið fer í sögubækurnar sem eitt það besta á næstum 20 ára róðrarferli félagsins. Svo fór að Stefnir United hreppti gullið og náði glæsilegum tíma eða 1.55 og næstum 20 sekúndum á undan næsta liði, Trefjum, sem varð fyrir því óláni að brjóta eina ár strax í startinu. Trefjar hafa keppt við Stefni United í mörg ár og sýndu góðan árangur. Í liði Stefnis voru að þessu sinni þeir Eyþór Eðvarðsson, Stefán Þór Pálsson, Kjartan Pálsson, Svanur Wilcox, Guðbrandur Benediktsson, Gestur Kr. Pálmason og Jamie Greig. Markmiðið er sett á enn ein gullverðlaun að ári.
SÚGANDI 2017
Dagskrá Sæluhelga Fimmtudagur 6. júlí :
Appelsínug
13.00 Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar. 14.00 Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22. 21.00 Hittingur á Gamla leikvellinum fyrir þá sem vilja
halda í barnið í sér. Farið verður í “Þrautakóng” og “Fram fram fylking”. Óvænt-atriði eftir leiki.
Föstudagur 7. júlí :
10.00 Hoppikastalar blásnir upp. 11.00 Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22. 13.00 Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar. 16.00 Skothólsgangan með Ragga og Ævari. 19.00 Fjölskylduhátíð í Bryggjukoti: Hátíðarsetning, kynning á Sæluhelgarlagi 2017 “Sælan” eftir Sveinbjörn Jónsson, Sameiginlegt grill, Viðurkenning fyrir Sæluhelgarlagið og Frumlegustu þema búningana. Barnaball í Tjaldinu með Stulla stuðb. 23.30 Sælu-ball í FSÚ með Stulla disco-stuðbolta og “Smölunum” fram undir morgunsól.
Laugardagur 8. júlí :
10.00 Hoppikastalar blásnir upp. 11.00 Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22. 11.00 Frumsýning á heimildarmynd um Stein Steinsson í
Félagsheimili Súfirðinga og Þorpsganga um Suðureyrarmalir undir leiðsögn Sveinbjörns Jónss. 12.00 Æfing og skránig fyrir söngvarakeppnina í Íslandssögu. Umsjón Emma 693-7664.
Til að geta haldið Sæluhelgina sem glæsilegasta , verða
Sölustaðir eru “Á Milli F
3.000 kr fyrir 13 ára og eldri 18
ar 6. til 9. júlí 2017
SUMARBLAÐ
gult þema.
13.00 Handverkshúsið Á Milli Fjalla opnar. 13.00 Sæluhátíð á Freyjuvöllum og í Bryggjukoti.
Markaðstorg: Kaffi-Ársól, Stefnis-pylsur, Tælands menning, Andlitsmálun fyrir börnin, Höllukökur Þóru, Valla-fiskur, Kosið verður um bestu kleinuna, Sleggjukastið, Húsmæðrafótboltinn, Skóspark, Verðlaunaafhending og Vestfjarða-víkingurinn. (básapantanir á markaðstorgi Aðalsteinn 8550278) 17.00 Skráning á Mansakeppnina. 17.30 Þrítugasta Mansaveiðikeppnin. 18.00 Kveikt verður á afmælisköku Mansakeppninnar. 18.30 Stund milli stríða. 21.00 Óvissu og Æfintýraferð unglinga 13 til 17 ára. Mæting á Sjöstjörnunni. 22.00 Sælu-Karaoke með Stulla stuðbolta í FSÚ.
Sunnudagur 9. júlí :
10.00 Hoppikastalar blásnir upp. 10.00 Fjósið í Botni opnað Sæluhelgargestum, boðið
verður upp á kaffi og hjónabandssælu. Söluborð verður á staðnum til kl. 12.00 11.00 Myndlistarsýning Gyðu og Körlu á A 22. 12.00 Fjáröflunar-skötuveisla Björgunarsveitarinnar Bjargar í Bryggjukoti. Nú á að safna fyrir nýjum björgunarbát. 13.00 Handverkshúsið Á Milli Fjalla, opnar. 14.00 Söngvarakeppnin og verðlaunaafhending. 15.00 Kynning á “Between Mountains” 15.30 “SÆLUSLÚTT”
a seld armbönd sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar.
Fjalla” og “Bryggjukoti”
- 1.000 kr fyrir 12 ára og yngri
ATH Enginn hraðbanki er á Suðureyri 19
Sæ
lu he
lg in
SÚGANDI 2017
Sæluhelgin á Suðureyri er haldin í 30. sinn þetta sumarið. Í rauninni byrjaði Sæluhelgin sem Mansakeppni. Ástæðan fyrir Mansakeppninni var sú að Ævari Einarssyni fannst alveg hræðilegt að sjá hvernig krakkarnir stigu og stöppuðu á marhnútunum til að losa þá af veiðarfærum sínum. Hann samdi við krakkana að ef þau myndu sleppa mönsunum án þess að drepa þá, myndi hann halda veiðikeppni að ári. Það fór þannig að börnin gerðu eins og Ævar lagði til og úr varð Mansakeppnin sem var haldin í fyrsta sinn árið 1988. Þessi keppni gekk það vel að ákveðið var að gera hana að árlegum viðburði. Með árunum hefur keppninni orðið að bæjarhátíð þar sem brottfluttir Súgfirðingar keppast við að mæta og gera sér glaðan dag. Auk Mansakeppninnar eru hoppikastalar, söngvakeppni, húsmæðrabolti, göngur, markaðstorg grill, barna- og fullorðinsball, óvissuferð fyrir unglingana, leikir fyrir alla aldurshópa og margt fleira. Á hverju ári er gefið út sæluhelgarlag, mismunandi hefur verið hvernig lagið hefur verið valið, með keppni eða ekki. Þetta árið samdi Sveinbjörn Jónsson bæði lag og texta og heitir lagið Sæluhelgi á Súganda. Fyrir einhverjum árum síðan var þemalitur Sæluhelgarinnar ákveðinn og er hann appelsínugulur eins og litur mansans og tíðkast að fólk skreyti bæði sjálft sig og nærumhverfið með skrauti í þessum lit sér og öðrum til skemmtunar.
Ljósmyndir: Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
Marner Jensen
Ævar, mansakeppni 2007
20
Vinningshafi í hattakeppninni 2007
SUMARBLAÐ
2007
Verðlaun í mansakeppni 2007
2009
Kassabílakeppni 2004
Su ð
ur
ey ri
Sæluslútt 2004
2004
21
SÚGANDI 2017
Með tærnar í firðinum Viðtal við Elínu Árnadóttur
Maggi og Elín á toppnum á Gokyo Ri, 5.483 m. Tekin í Nepal í nóvember sl.
Segðu aðeins frá sjálfri þér. Ég heiti Elín Árnadóttir og er fædd á Suðureyri á því herrans ári 1961. Vel að merkja var árgangurinn einn sá stærsti á Suðureyri á sínum tíma, vorum við ein 14 í fyrstu bekkjum grunnskólans. Ég er næstelst fimm systkina. Faðir minn var Súgfirðingur, Árni Erling, sonur þeirra Sigmundar (Simbi á Gelti) og Ragnheiðar sem lengi áttu heima á Aðalgötu 20 efri hæðinni. Amma vann á pósthúsinu og afi var að beita. Ég var fyrstu tvo bekkina í barnaskólanum en árið 1970 fluttu foreldrar mínir á Akranes svo þá tók Skaginn við. Ég fór nú alltaf vestur á sumrin meðan amma og afi bjuggu þar enn og svo eftir að þau fluttu fór ég oft til Auðar frænku og Hanna Badda. En Auður og móðir mín Sigurlaug eru eineggja tvíburar. Ég fór ekki langt út fyrir bæinn í leit að mannsefni. Í næsta húsi við mig á Hlíðarveginum fæddist hann 5 dögum á eftir mér hann Maggi sonur Fanneyjar og Friðjóns heitinna. Við rugluðum saman reitum okkar þegar við vorum orðin fullorðin og eigum orðið 4 börn og 4 barnabörn. Við höfum aðallega búið í Mosfellsbænum en fluttum vestur á Ísafjörð árið 1993 þegar ég tók þar við starfi skattstjóra. Þar bjuggum við svo til 1996 er við fluttum aftur í bæinn. Við náðum að tengjast vel aftur vestur á þessum árum og eignuðumst húsið að Aðalgötu 23 sem afi hans Magga byggði ásamt bræðrum sínum í byrjun 20. aldarinnar. Við höfum svo notað húsið sem sumarhús fyrir okkur og fjölskylduna og höfum verið að dytta að því svona af og til. Segðu okkur frá starfseminni sem þú ert að bjóða upp á á Suðureyri og hvernig það kom til? Ég starfa í dag við lögmennsku og rekstur lítilla íbúðarhótela, annars vegar Reykjavik Harbour apartments og hins vegar Kerno apartments við Hringbraut í Reykjavík. Ég rek lögmannsstofuna Kjarna ásamt elsta syninum Árna
22
Frey og erum við með útibú fyrir vestan á Aðalgötunni og erum þar við einu sinni til tvisvar í mánuði, allt eftir efnum og ástæðum. Við erum bæði héraðsdómslögmenn. Lögmannsstarfið er annars þannig að maður getur unnið það svo að segja hvar sem er, en nauðsynlegt er líka að geta hitt fólk af og til. Við sinnum alls konar málum, ég hef sérhæft mig í skattamálum og ýmsum málum varðandi rekstur, viðskipti og fjölskyldumálefnum. Árni hefur sérhæft sig í hvers konar samningamálum, áreiðanleikakönnunum og fjármálaviðskiptum. Við höfum þegar fengið nokkur mál inn á borðið hjá ykkur beint í gegnum tengingarnar vestur. Okkur finnst fínt að geta haft fleiri ástæður til að fara vestur en að vera bara í fríi.
Árni Erling faðir Elínar var hafnsögumaður á Akranesi.
SUMARBLAÐ
Þetta árið er stórafmæli hjá Mansakeppninni, hafið þið verið dugleg að mæta á hana? Við reynum alltaf að fara vestur um sæluhelgina, helst sem flest úr stórfjölskyldunni. Krökkunum finnst það alveg ómissandi og nú eru barnabörnin komin á bragðið. Þetta er svo frábært framtak hjá Súgfirðingum að standa fyrir þessari fjölskylduskemmtun þar sem svo margt fjölbreytt er í boði. Síðustu árin höfum við svo líka miðað við að komast á Act Alone í ágúst, ekki síðri skemmtun það. Frændsystkynin, Ragna Björk, Elli Hafsteins, Erla Hafsteins , Heiðar Árna, Elín Árna og Anna Signý, á jólum heima hjá ömmu og afa.
foreldra og systur svo það voru hæg heimatökin að flytja þangað. Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Suðureyri var alltaf friðsæll og góður staður í minningunni. Hefur líka alltaf haft á sér ákveðinn alþjóðlegan blæ, hér var alltaf töluvert af fólki erlendis frá, ýmist farandverkamenn, man t.d. eftir mörgum Áströlum, og svo mörgum sem hafa sest þar að. Ég held að Súgfirðingar séu almennt frekar umburðarlyndir og víðsýnir og taka fólki eins og það er.
Elín og Kristín Ósk (Stína) á jólaballi í Félagsheimilinu á Suðureyri.
Hvernig kom það til að þú fluttir frá Suðureyri og hvaða ár ca.? Foreldrar mínir ákváðu að flytja frá Suðureyri árið 1970, held það hafi nú bara verið af atvinnuástæðum, pabba
Hvenær komstu síðast til Suðureyrar? Við fórum síðast vestur í byrjun maí, svo fór ég út til Slóvakíu og var þar í þrjár vikur hjá dóttur minni sem er þar við nám. Á meðan fór Maggi vestur með bræðrum sínum og þeir ætluðu að skipta út loftplötum í stofunni þar sem leki hafði komist í plöturnar og þurfti að skipta þeim út. Það vatt heldur betur uppá sig og enduðu þeir með að rífa allt útúr kjallaranum og hentu út öllum fúaspýtum. Næst
Ragnheiður Erla (dóttir Elínar), Sugirlaug Inga (móðir Elínar), Óðinn Kári (sonur RAgnheiðar) og Elín.
bauðst ágætis pláss á einu af skipunum hjá HB og co. eins og það hét þá. Og einhver samdráttur hefur þá verið á sjónum fyrir vestan, alla vega voru margir sem fluttu suður á þessum árum. Mamma var af Skaganum og átti þar
verður farið í að steypa gólf í kjallaranum þar sem áður var bara moldargólf. Svo þarf að pípa allt uppá nýtt og guð má vita hvar þetta endar... en ég get ekki beðið eftir að komast vestur og sjá allar breytingarnar.
23
SÚGANDI 2017
Á Skothólnum - Kristey Bjarnadóttir Uppáhaldsstaðurinn? Heima í húsinu við Aðalgötu 12, þar er maður alltaf heima. Uppáhaldsmaturinn? Ég er matgæðingur mikill og er nokkuð þekkt fyrir að vera með hinn furðulegasta matarsmekk en svarið við þessu er hiklaust sushi og bara flestallur fiskur, hvort sem hann er eldaður eða hrár. Langa og bleikja standa vel uppúr, en ég slæ svo sem ekki hendinni á móti góðri nautasteik, ef hún er vel hrá. Uppáhaldstónlist? Ég er alæta á tónlist, allt frá Ellu Fitzgerald til Emmsjé Gauta. Fer allt saman eftir skapi. Minn uppáhaldstónlistarmaður er Andy Mckee en uppáhaldslagið þessa stundina er Ay Amor með Salvador Sobral.
Hverra manna ertu? Móðir mín er Erla Eðvarðsdóttir, dóttir Edda og Öddu. Faðir Uppáhalds leikari/leikkona? minn er Bjarni Hákonarson, sonur Huldu og Konna. Bill Murray hreppir gullið – þá sérstaklega í myndinni ,,The Man Who Knew Too Little”. Mæli hiklaust með henni ef Fjölskylduhagir? Laus og alveg ágætlega liðug og ég á 2,5 árs gamlan strák, þú ert í leit að góðum hláturskrampa. Svo vil ég endilega skella Magic Mike í annað sæti, þið vitið af hverju. hann Matthías Berg.
Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Það er mjög erfitt að velja úr, þær eru svo margar en ein frá árinu 2012 þegar við vinkonurnar ákváðum að taka þátt í kappróðrinum á sjómannadaginn. Þar komumst við að því að við værum með öllu ófærar um að róa bát, þá bæði stýra honum og róa. Við komumst rúmlega Hvar býrðu? helminginn af leiðinni út í enda lónsins og fengum far með Í Garðabæ. björgunarsveitinni tilbaka eftir mikið basl við að reyna að snúa bátnum við. Við vorum þó sáttar með annað sætið Áhugamál? Eins og er á crossfit hug minn allan og svo æfi ég einnig (af tveimur liðum). Enn þann dag í dag furða ég mig á því á lyru lofthring þegar ég hef tíma til. Annars hef ég hvernig við fórum að þessu, en ég vil meina að þetta hafi einstaklega gaman af vinnunni minni og fer daglega á bara verið vindáttin. sjóstöng. Svo auðvitað að borða góðan mat og eyða tíma í góðra vina hópi eða með fjölskyldunni. Hef alltaf áhuga á að prufa eitthvað nýtt, búin að vera að prufa mig áfram í allskonar dansi, það er næst á dagskrá hjá mér að halda áfram í því. Starf? Leiðsögumaður hjá fjölskyldufyrirtækinu Happy Tours, sem hann Snorri stjúpi minn rekur. Við bjóðum uppá sjóstangveiði og lundaskoðun og siglum frá gömlu höfninni í Reykjavík.
Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Selárdalur en svo er líka mjög huggulegt að sjá sólarlagið frá endanum á gamla flugvellinum. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Í byrjun júní fórum við Matthías í stutt sumarfrí vestur. Alltaf ljúft að koma heim.
24
SUMARBLAÐ
VINNUR ÞÚ AFNOT AF FIAT 500 Í HEILT ÁR? Farðu inn á appelsin.is og sláðu inn lukkunúmerið þitt. Fjölmargir flottir aukavinningar í boði. ÞÚ SÉRÐ STRAX HVORT ÞÚ HAFIR UNNIÐ!
SÚGANDI 2017
Árshátíð Súgfirðingafélagsins Árshátíð félagsins var haldin þann 4. mars sl. og var meiriháttar fjör! Í boði var ljúffengur matur frá Veislunni, tónlistaratriði frá Emmu Ævarsdóttur ásamt því að veislustýran okkar Bryndís Ásmundsdóttir hélt uppi fjörinu um kvöldið með góðum bröndunum. Lauk borðhaldinu með heilmikilli og fjörugri Tinu Turner powersýningu sem sló heldur betur í gegn! Dansinn tók við um kvöldið og sá plötusnúðurinn Valli Sport til þess að fjörið hélt áfram fram á nótt. Þetta var frábær stemmning og frábært kvöld og við þökkum kærlega öllum þeim sem komu og nutu kvöldsins með okkur.
26
SUMARBLAÐ
27
SÚGANDI 2017
28
SUMARBLAÐ
29
SÚGANDI 2017
30
SUMARBLAÐ
Vísnahornið
VESTFIRÐIR Fiskimið gjöful og fallegar strendur Fólkið vinnur þann afla sem fæst Fiskverkun komin á færri hendur og fullnýtt er allt sem af skepnunni næst Andskotans refi við eigum í hrönnum sem eyða og hrella hvert æðarvarpsbú Uppaldir eru í friði frá mönnum á friðlýstu svæði og fer fjölgandi nú Fjöllin íklædd af angandi birki Allt þetta seiðir í gróðrarins tíð Lyngið vex eins og víravirki vefst um bændaskóg uppi í hlíð. Hvert svæði hefur sinn djöful að draga Hér dettur snjór úr fjöllum oft En við verðum líka að halda til haga hreinleika fóðurs og fjalla loft Líklega er best að að lokum hér standi sem líka var viska á síðustu öld að hvert og eitt einasta starf úti á landi er ógnarstórt miðað við íbúafjöld. Helga Guðný Kristjánsdóttir
Helga Guðný Kristjánsdóttir skorar á Hólmfríði Bjarnadóttur að koma með vísu í næsta blað.
31
SÚGANDI 2017
Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Þú færð fullbúna viðskiptalausn með sérkerfum frá Wise á navaskrift.is
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
32
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
SUMARBLAÐ
Dagskrá Act Alone 2017
10.-12. ágúst í einleikjaþorpinu Suðureyri Aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis. 10. ágúst fimmtudagur
12. ágúst laugardagur
Kl. 19.00 Fiskismakk og upphafsstef Act Alone. Við FSÚ
Kl.13.00 Íslenski fíllinn. Einleikin barnasýning. FSÚ
Kl. 20.00 Fjallkonan. Frumsýning á alíslenskum einleik. FSÚ
Kl.14.00 – 16.00 Einstakur markaður. Act Alone bolir og fleira einleikið til sölu. Við FSÚ
Kl. 21.15 Einbúar á Íslandi. Ljósmyndasýning. FSÚ Kl. 22.00 Gísli á Uppsölum. Einlægur og áhrifamikill einleikur. FSÚ Kl.23.15 Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Sumarróló.
11. ágúst föstudagur Kl.16.00 – 18.00 Málþing um atvinnulistir á landsbyggð. Haldið í samstarfi við BÍL. FSÚ Kl.19.30 Hún pabbi. Einstakur einleikur. FSÚ Kl. 21.00 Ferðir Guðríðar. Einleikur á ensku. FSÚ Kl. 22.30 Ólöf Arnalds. Einstakir tónleikar. FSÚ Kl. 23.45 Pétur Jóhann óheflaður. Einleikið uppistand. FSÚ
Kl. 14.15 Basketball Jones. Einstakt götusprell. Við FSÚ Kl. 15.15 Búkolla og brúðumeistarastund. Brúðuleiksýning og námskeið. FSÚ Kl.16.00 Einleikir í heimahúsum. Þrjú heimili, þrír einleikir. Þrjú einstök heimili í einleikjaþorpinu. Kl.19.00 Maður sem heitir Ove. Einleikurinn sem allir eru að tala um. FSÚ Kl. 21.00 Kok. Kristín Eiríksdóttir, skáld, les úr samnefndu verki. FSÚ Kl. 22.00 Eyvi. Einstakir tónleikar með Eyjólfi Kristjánssyni. FSÚ Kl. 23.30 Vera. Einstök danssýning. Við FSÚ
Hátíðarlok
33
Sumardrykkur
SÚGANDI 2017
Aperol Spritz er mjög vinsæll sumardrykkur á Ítalíu en Aperol er ítalskur aperitif framleiddur af sama fyrirtæki og gerir Campari. • Aperol • Prosecco (eða annað gott, þurrt freyðivin) • San Pellegrino sódavatn • Appelsína til skreytingar
Blandið saman í belgmikið glas, hvort sem er í „on the rocks“ glasi eða góðu vínglasi á fæti með fullt af klaka. Hin sígildu hlutföll eru 3 (Prosecco), 2 (Aperol) 1 (sódavatn) en það er líka hægt að gera 4,2,1 til að hafa drykkinn mildari. Setjið appelsínusneið með til skreytingar. Fengið að láni frá: http://vinotek.is/2012/07/26/aperol-spritz/
Konukvöld Auglýsing
SUMARBLAÐ
Á Skothólnum - Jóhanna Ólafsdóttir Uppáhaldsstaðurinn fyrir utan Súganda? Við fjölskyldan eigum leynistað í fjörunni hérna nálægt Eyrarbakka. Þar förum við eins oft og við mögulega getum þegar er sól. Þarna gleymum við okkur í leik og brimið, sjávarhljóðið og sjávarlyktin minnir mig á heimahagana. Eins á Seljalandsfoss sérstakan stað í hjartanu, en þangað fór ég að vetri til, í frosti og það var ævintýri líkast að sjá klakaböndin og frostheiminn sem varð til þarna. Uppáhaldsmaturinn? Jólamatur og tilheyrandi, svínahamborgahryggurinn klikkar seint. Uppáhaldstónlist? Ég hlusta á allskonar tónlist, fer eftir í hvernig stuði ég er í, allt frá klassískri í rapp og þungarokk. Er nú samt aðallega að hlusta á það sem er vinsælt í útvarpinu í það skiptið. Uppáhalds leikari/leikkona? Hverra manna ertu? Dóttir Óla og Binnu, barnabarn Þorleifs og Jóhönnu, og Þessa stundina Daniel Gillies sem leikur Elijah í The Gústafs (sem kenndi nokkur ár í súganda) og Kristbjargar. Originals, er mikill vampýruaðdáandi. Fjölskylduhagir? Er gift Flóamanninum Guðmundi Pálssyni og á 3 börn, Bergþór Óla Unnarsson, Þorbjörgu Elísu Guðmundsdóttur og Sigurberg Snæ Guðmundsson. Starf? Ég er félagsliði og starfa á VISS vinnu- og hæfingarstöð. Ég rek líka lítið saumafyrirtæki þar sem ég sauma og hanna barnaföt, taubleyjur og taudömubindi. Hvar býrðu? Handan ár á Selfossi. Áhugamál? Saumaskapur og nytjahönnun á barnafatnaði, samvistir við fjölskylduna mína, kisur, stjörnumerki og dulspeki. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Minn uppáhaldsstaður í Súganda er endirinn á flugvellinum, við sólarlag er bara eitthvað sem grípur hjartað og þessi staður er bara einn fallegasti í veröldinni. Efri beygja, horfa út fjörðinn. Eins á Norðureyrin stað í hjartanu. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Því miður er það alltof langt síðan, verslunarmannahelgina 2013.
Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Ég á margar góðar minningar frá Suðureyri, það voru mikil forréttindi að fá að alast upp þarna (og ég syrgi það örlítið að börnin mín alast ekki upp sem Súgfirðingar). Hlutirnir voru talsvert öðrvísi en þeir eru í dag, sumrin þarna voru eitt ævintýr. Sumarróló, snúsnú eða boltaleikur við kúbuna. Sundlaugin inni í firði, og Inga Jónasar og ferðirnar með henni í sundkennsluna á Súbarúnum. Snjóaveturinn mikli 1989. Ég veit ekki hvaða minningu ég á að velja, á líka margar skemmtilegar úr skólanum þar sem bekkjabræður mínir léku oft stórt hlutverk í prakkaraverkum sínum. Ég nefni nú engin nöfn en ég man eftir einu atviki þar sem þeir bekkjabræður mínir höfðu mikinn áhuga á því að láta skóladaginn snúast um eitthvað allt annað en kennslu. Einn morguninn slógu þeir út rafmagninu á stofunni (með einhverri græju sem þeir voru búnir að útbúa og stungu í samband með þeim afleiðingum að það sló út). Þegar Vignir Bergmann kennarinn okkar kom til kennslu var stofan rafmagnslaus og farið var að finna út úr hvað olli rafmagnsleysinu. Slegið var inn rafmagninu og áður en Vignir náði inn í stofuna slógu þeir rafmagninu út aftur, svona gekk þetta frameftir af tímanum og ekkert varð úr kennslunni í það skiptið. Ég vona nú að strákarnir fyrirgefi mér að ég kjafti frá hvað olli rafmagnsleysinu öllum þessum árum seinna
35
SÚGANDI 2017
36